Um ætt Jóns Pamfíls.

Til er í handritasafni bókmenntafélagsins í Reykjavík, nr. 278, 8vo, í Landsbókasafninu, eftirmæli í ljóðum, eftir Jón pamfíl, Ólöfu konu hans og Eygerði dóttur þeirra (líklega frá Hermanni í Firði). Þar segir að Jón hafi dáið 22.2. 1796; Ólöf sé skírð 5.12. 1717, d. 13.6. 1803, og Eygerður d. 27.2. 18221.

Móðir Jóns hét Sigríður Gellisdóttir, Jónssonar, en faðir hans Jón Sigurðsson, Hjálmarssonar, Sigurðssonar, er nefndist „lærði“. — Móðir Ólafar var Snjófríður Magnúsdóttir og hennar móðir Ingibjörg Sölvadóttir; er Sölvi þar kallaður Sigfússon, prests í Hofteigi, Tómassonar, sem er rangt, en Sölvi átti Helgu d. sr. Sigfúsar. Sagt er að Ólöf hafi verið skírð af sr. Eiríki Sölvasyni í Þingmúla „ömmubróður“ sínum. Þar er ætt Jóns ekki rakin til Sigurðar á Skorrastað og hefur þá eflaust ekki verið þaðan.

Espólín segir, að Magnús, maður Ingibjargar, hafi verið af ætt sr. Hávarðs á Desjarmýri, en rekur ekki, og er óvíst hvernig það hefur verið, enda þykir mér líklegra, að hún hafi verið d. Magnúsar Snjólfssonar í Geitdal. (Sjá 7180 og 5071).

Jón Sigfússon telur föður Jóns pamfíls Jón Sigurðsson, Hjálmarssonar frá Vallarnesi, og er það nú auðsætt (af eftirmælunum) réttara en í blöðunum frá sr. Sigurði Gunnarssyni, þar sem Jón er talinn Hjálmarsson, sterka.

Á Ketilsstöðum á Völlum býr 1703: Jón Sigurðsson, 44 ára og Guðlaug Gunnlaugsdóttir, 37 ára. Þ. b.: Eygerður 1½ árs. Þessi Jón er vafalaust faðir Jóns pamfíls og systkina hans. Jón hefur misst Guðlaugu, litlu eftir 1703 og kvænst aftur Sigríði Gellisdóttur, Jónssonar og átt með henni börn sín, sem kunnug eru. Eitt þeirra var Guðlaug, sem hefur heitið eftir fyrri k. Jóns. Og Eygerður, d. Jóns pamfíls, hefur heitið eftir Eygerði, d. Jóns Sigurðssonar og Guðlaugar, sem líklega hefur dáið ung. Þetta mun vera vafalaust. En óvíst sýnist um Þorvarð í Höfðaseli 4451, að hann hafi getað verið albróðir Jóns pamfíls, því að hann hlýtur að hafa verið miklu eldri, þar sem Pétur sonur hans er f. um 1711, ef honum er rétt talinn aldur 1762. (Þorvarður Ólafsson er vinnumaður í Mjóanesi 1703, 20 ára, og býr í Beinárgerði 1734, kemur vel heim, að hann væri faðir Péturs í Gíslastaðagerði f. c. 1711). í Beinárgerði búa 1703: Ólafur Jónsson, 58 ára og Katrín Þorvarðsdóttir, 60 ára. Þ. b.: Halldóra 19 og Ólöf 18 ára; líklega foreldrar Þorvarðs. Má vera, að Ólafur hafi verið bróðir Gellis móðurföður Jóns pamfíls, og Jón og Pétur í Gíslastaðagerði þá þremenningar. „Varia“ 27 tala um Ögmund í Gíslastaðagerði sem frænda Þorvarðs; hafi hann átt Helgu Valdadóttur og þau verið bl. Þorvarður Ólafsson var 1703 vinnumaður hjá Ögmundi Bjarnasyni í Mjóanesi (56 ára) og Sigríði Jónsdóttur k. hans (56). Voru þau bl. Er líkl. sami Ögmundur og hefur verið tvíkvæntur. En ef þetta væri svo, er ekki hægt að sjá náinn skyldleika Þorvarðs við Jón pamfíl. En Jón Sigfússon telur þá hiklaust bræður, en getur naumast verið.

Í eftirmælum eftir Jón pamfíl er Sigurður afi hans talinn Hjálmarsson, Sigurðssonar, „er nefnist lærði“. Sigurður Hjálmsson er nefndur 1703 meðal ómaga Vallahrepps og sagt um hann: „Veit ei sinn aldur“. Hefur hann líklega verið orðinn gamall og eigi munað aldur sinn. Mun það vera faðir Jóns á Ketilsstöðum og afi Jóns pamfíls, og vera sá, er vísan er ort um: „Sigurður Hjálmsson sefur í ró“. Nöfnunum Hjálmar og Hjálmur oft ruglað saman. Hjálmur, faðir Sigurðar, hefur verið „Hjálmar sterki“, sem Bárðarstaðablöðin tala um, og á að hafa búið í Skriðdal og lent gamall til sr. Stefáns í Vallanesi og dáið þar.

Faðir Hjálmars (Hjálms) var Sigurður „er nefndist lærði“, segir í eftirmælunum. Hannes Þorsteinsson hyggur, að þessi Sigurður sé sá sonur sr. Einars Árnasonar, officialis í Vallanesi, er prestur varð í Rauðasandsþingum og lenti þar í barnsvillumálinu, missti prestsskap og lenti svo austur aftur og var hér eystra 1607, prestlaus. Hafi hann þá eignast hér þennan son, Hjálm, og látið hann heita eftir bróður sínum, sr. Hjálmi á Kolfreyjustað, sem lifði fram yfir 1600. Er þetta mjög sennileg tilgáta og líklegt, að Sigurður hafi verið kallaður „lærði“ af því að hann hafði lært skólanám, en var ekki kallaður prestur eða „séra“, af því hann hafði misst prestskapinn. (Sjá 5839).

Sé þessi tilgáta rétt, sem hér þykir líklegt, þá fellur um koll ættfærsla Espólíns til sr. Sigurðar á Skorrastað og það sem ég hef ritað henni til stuðnings.

Hjálmur Sigurðsson, sem býr í Hvammi 1703, 41 árs, hefur þá líklega verið föðurbróðir Jóns pamfíls og faðir Sigurðar, föður Jóns á Bessastöðum og í Bót, þó að Sigurður sá Hjálmsson sé ekki nefndur í manntalinu. Hann gat líka verið fæddur 1703 eftir að manntalið var tekið og átt Jón um tvítugt. Annars veit ég ekki um neitt til stuðnings því, að Jón Sigurðsson á Bessastöðum og Jón pamfíll hafi verið náskyldir, nema þar sem byggja mætti á þulu Guðmundar Jónssonar, vinnumanns, um, að Sigurður faðir Jóns langafa hans, hafi verið Hjálmsson, Sigurðssonar, prests, og er það þá aðallega Hjálmsnafnið, sem tengir saman. Vel gat það ruglast í ættartölu Guðmundar, að fella úr annan Hjálminn og Sigurðinn og er skiljanlegt. Espólín sýnist telja Jón Sigurðsson, sonarson Hjálms Sigurðssonar frá Skorrastað. Má vera, að sú hafi verið ætt Jóns þess, og þá ekki af sömu Hjálmsættinni sem Jóns pamfíls. En þó virðist mér líklegt, að sama sé ættin, þegar fram kemur.

Sr. Bjarni Gissurarson í Þingmúla orti um Sigurð Hjálmsson (kvæði í Lb.safni, bls. 184):

Afi hans var utanlands
einn lærðastur manna,
ættaður vel, þótt eymdaél
öfugt hlyti að kanna.

Fróðleiksgrein hefur fleiri en ein
flotið í karlinn þenna,
og nafni fylgt, sem nær var skylt
og nú mega flestir kenna. — O.s.frv.

Þar segir og, að Sigurður hafi verið bókhneigður ungur og orðið fróður, kvænst svo og búið lengi á Víkingsstöðum (um 30 ár) í fátækt, en barist vel fyrir börnum sínum, sem hafi orðið mörg. Flosnaði víst upp síðast og fór víða um og þótti margfróður og ræðinn, en eitthvað sérlundaður. Ráðvandur og sannorður, glaðlyndur og þakklátur. Fór norður um land, en kom aftur austur og dó í Vallanesi 1704.

4230

aaa Jón Hjálmsson eða Hjálmarsson bjó í Skriðdal og einhvern tíma á Eyjólfsstöðum á Völlum; er sagt, að hann
hafi þá gengið yfir að Vallanesi til að læra að lesa. Kona hans er ókunn. En börn hans voru: Gellir f. um 1715, Jón 4275 f. um 1718, Þorvarður 4451, Þorbjörg 4458 f. um 1720, Guðlaug 4460, Helga 4469.

4231

α Gellir Jónsson b. á Mýrum í Skriðdal 1748, 33 ára, átti Þuríði (7058?) Gunnlaugsdóttur, 36 ára, „forstanda vel sitt hús“. Þ. b.: Jón, Sigríður, Margrét, Árni, Hjálmar, Guðrún.

4232

αα Jón Gellisson.

4233

ββ Sigríður Gellisdóttir.

4234

gg Margrét Gellisdóttir (f. 1746) átti Brynjólf 5320 b. á Egilsstöðum á Völlum, Eyjólfsson, („frómur og ráðvandur“ Vallanesbók.) Brynjólfur er f. um 1738. Þ. b.: Ingibjörg, Gunnlaugur, Ingveldur, Guðlaug, Jón. Eyjólfur hét eitt barn þeirra. Hann dó í Fljótsdal 1811, bl., og lifa þá aðeins Gunnlaugur, Ingveldur og Guðlaug, systkin hans. Brynjólfur fór á Brimarhólm fyrir þjófnað.

4235

ααα Gunnlaugur Brynjólfsson (f. um 1772) hafðist við í Gullbringusýslu 1811, bjó lengi í Breiðholti, átti Jórunni d. Þórðar Guðmundssonar í Viðey og Valgerðar Oddsdóttur. Þ. b.: Þorgerður, Þórður, Gísli, Guðmundur, Guðrún, Þuríður, óg., Arndís, óg., Valgerður.

+ Þorgerður Gunnlaugsdóttir, óg., átti 2 launbörn. Annað þeirra var Þóra Gísladóttir, Bjarnasonar, kona Þorkels Þórðarsonar í Reykjavík. Ein dóttir þeirra: Þorbjörg, kona Árna Helgasonar, skósmiðs í Reykjavík. Þ. b.: Júlíus, verzlunarmaður í Rvík og Guðlaug Ragnhildur, k. Sigurjóns Jónssonar bóksala í Rvík og ritstjóra Æskunnar.

+ Þórður Gunnlaugsson.

+ Gísli Gunnlaugsson var í Reykjavík.

+ Guðmundur Gunnlaugsson var snikkari í Reykjavík, átti Sesselju d. Jóns Geirmundssonar á Eyrarbakka, er var einn í Kambsmálinu. Þ. b.: Gunnlaugur í Kasthúsum, faðir Sigurðar bakara og Guðmundar prentara í Rvík, Hermann í Rvík, Hans Adolf, faðir Hjartar verzlunarmanns í Rvík, sem átti Unu Brandsdóttur, systur Kristínar k. dr. Helga Péturss, Gróa k. Guðmundar Guðmundssonar á Vegamótum, Jórunn k. Sigurðar Þórðarsonar í Kasthúsum, Anna Kristíana k. Einars Péturs Hjaltested, bróður Björns járnsmiðs. Þ. b. meðal annara: Pétur Hjaltested, úrsmiður á Sunnuhvoli, mikill dugnaðarmaður og allvel efnaður.

+ Guðrún Gunnlaugsdóttir átti Pétur Þórðarson í Ánanaustum. Þeirra synir: Þórður í Oddgeirsbæ, Gunnlaugur á Háaleiti, faðir Ásgeirs kaupmanns í Rvík, myndarmenn. Síðar átti Guðrún börn með Oddgeiri Björnssyni í Oddgeirsbæ, er eitt þeirra Jarþrúður, gift norskum manni, Olsen í Rvík.

+ Valgerður Gunnlaugsdóttir átti I Guðmund Guðmundsson í Hlíðarhúsum og Nesi, bl.; II Ólaf Þórðarson í Nesi. Þ. b.: Kristín k. Guðmundar Einarssonar í Nesi við Seltjörn, mikils sjósóknara og dugnaðarmanns (drukknaði). Þ. b.: mörg, þar á meðal 2 dætur giftar í Svíþjóð.

4236

+ Solveig Gunnlaugsdóttir (f. 1797) í Firði í Mjóafirði, er vinnukona á Skorrastað 1845, óg.

+ Þórunn Gunnlaugsdóttir (f. 1795) átti 1826 Ásmund 803 Ásmundsson á Vindfelli.

+ Katrín Gunnlaugsdóttir (f. 1794) átti Guðmund (f. í Seljateigi 1795) Jónsson í Borgargerði í Reyðarfirði (1830). Þ. b. 1829: Hólmfríður 5, Þórunn 3 ára, Jón.

++ Jón Guðmundsson b. á Freyshólum, átti Ljósbjörgu 7417 Magnúsdóttur frá Rima.

++ Hólmfríður Guðmundsdóttir átti Jakob 7755 Sveinsson frá Vatnsdalsgerði.

4237

βββ Ingveldur Brynjólfsdóttir var dugleg mjög og skapvargur mikill, varð bráðkvödd á Langhúsum. Hún var s. k. Árna 10988 Bessasonar á Krossi í Fellum.

4238

ggg Guðlaug Brynjólfsdóttir var stórlynd, dugleg og einkar ráðvönd, ólst upp hjá Eiríki Eiríkssyni á Arnaldsstöðum,át ti Jón Hallsson frá Hryggstekk, bl.

đđ Árni Gellisson b. á Hryggstekk (1784) átti Vilborgu Magnúsdóttur (f. um 1748). Þau eru í húsmennsku á Krossi við Berufjörð 1776 og búa í koti hjá Fossgerði á Berufjarðarströnd 1777, en fóru þaðan 1778 „fyrir hórdómsbrot hans“. Átti hann barn við Þórunni 5881 Jónsdóttur í Fossgerði, hét Katrín, f. 1777. Þ. b.: Gellir f. um 1784.

4240

ααα Gellir Árnason bjó á Berufjarðarströnd, var heljarmenni að kröftum, en hæglátur, var skrifari góður og skrifaði mikið sögur fyrir Sturlu í Vík (sögð orðin full 40 fiska kista), átti 1807 Ragnhildi 518 Pálsdóttur b. í Fossgerði, Þórðarsonar.

4241

εε Hjálmar Gellisson (f. um 1752) varð úti 1786, bjó á, Ormsstöðum í Skógum og víðar, átti Margréti 12719 Bárðardóttur, Guðmundssonar. Þ. b.: Jónar 2, Hjálmar.

4242

ααα Jón Hjálmarsson eldri ólst upp hjá Eyjólfi í Sauðhaga, er vinnumaður á Reykjum í Mjóafirði 1816 (f. á Hafursá um 1783) átti Guðlaugu. Þ. b.: Hjálmar, Björn, Margrét, Eiríkur.

4243

+ Hjálmar Jónsson b. í Dammi í Norðfirði, átti Helgu 12241 Jónsdóttur frá Ýmastöðum. Þ. b.: Jón, Einar Am. Dóttir Hjálmars var og kölluð Þuríður k. Helga 4550 Ásmundssonar á Kirkjubóli. En Jón 12225 Þorgrímsson á Ýmastöðum var faðirinn.

4244

++ Jón Hjálmarsson, ókv., átti barn við Hólmfríði Gísladóttur, systur Þóreyjar, k. Árna í Hvammi á Völlum; hét Jóna Þórey.

4245

+++ Jóna Þórey Jónsdóttir.

4246

+ Björn Jónsson b. í Miðbæ í Norðfirði, átti Halldóru 2733 Sigurðardóttur frá Tandrastöðum. Þ. b : Sigurður, Jón, Guðlaug, Þorbjörg, óg., bl.

4247

++ Sigurður Björnsson átti Oddnýju Marteinsdóttur, Jónssonar á Kolmúla, Am.

4248

++ Jón Björnsson b. á Parti í Húsavík, átti Salgerði 2847 Andrésdóttur, bl.

4249

++ Guðlaug Björnsdóttir var bústýra hjá Zeuthen lækni.

4250

+ Margrét Jónsdóttir átti Arnald Einarsson, voru í vinnumennsku. Þ. b.: Anna.

4251

+ Eiríkur Jónsson b. í Miðbæ, átti Önnu 1463 Jensdóttur frá Skuggahlíð.

4252

βββ Jón Hjálmarsson yngri f. 1786.

4253

ggg Hjálmar Hjálmarsson (f. 1786) átti I Margréti Björnsdóttur, bl. Þau voru eitt sinn vinnuhjú hjá Hermanni í Firði. Þegar þau fóru þaðan, sagði Hermann við Hjálmar: „Hér fer nú burtu bæjarprýðin (Hjálmar) og bæjarskömmin (Margrét);“ II Ingveldi 3888 Eiríksdóttur, Narfasonar.

4254

ſſ Guðrún Gellisdóttir átti Árna Jónsson b. á Arnhólsstöðum 1779—84 eða lengur, og í Haugum, ættaðan af Útsveit. Hann dó 1813, 73 ára. Katrín hét móðir Árna og gekk um með drenginn, giftist eigi. Þ. b.: Jónar 2, Guðrún, Sigríður, Margrét, Þorbjargir 3, öll óg., bl., nema Margrét og Þorbjörg yngsta.

4255

ααα Margrét Árnadóttir átti Jón b. á Vattarnesi Steingrímsson. Hann er f. í Valþjófsstaðarsókn um 1782. Þ. b.: Sturla, Jóhannes, ókv., bl., drukknaði, Oddur, Þóra, Guðrún.

4256

+ Sturla Jónsson b. á Vattarnesi, góður bóndi, átti Úlfheiði 13220 Björnsdóttur, Ásmundssonar. Þ. b.: Indriði, Kristín, Kjartan, Karólína.

4257

++ Indriði Sturluson b. á Vattarnesi, átti Björgu 8976 Einarsdóttur frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Einar, Kjartan, Kristján o.fl.

4258

+++ Einar Indriðason útgerðarmaður á Vattarnesi 1917, átti Sveinbjörgu, bl.

4259

+++ Kjartan Indriðason útvegsbóndi á Vattarnesi, átti Þorbjörgu Björnsdóttur, Jónssonar og Helgu Hildibrandsdóttur.

4260

+++ Kristján Indriðason b. á Þernunesi, átti Lukku Friðriksdóttur frá Eskifirði.

4261

+++ Sigurbjörg Indriðadóttir átti Þorstein 5698 Hálfdánarson á Hafranesi.

4262

+++ Þuríður Indriðadóttir átti Þorkel Eiríksson frá Vattarnesi.

4263

++ Kristín Sturludóttir átti Vilhjálm b. á Kaldalæk hjá Vattarnesi, Jónsson, norðlenzkan.

4264

++ Karólína Sturludóttir átti Jón b. á Vattarnesi, Oddsson.

4265

++ Kjartan Sturluson átti Konráðínu 4609 Bjarnadóttur, söðlasmiðs, Oddssonar.

4266

+ Oddur Jónsson var vinnumaður á Kirkjubæ og í Heydölum hjá sr. Magnúsi Bergssyni, átti Emerenzíönu 8447 Pétursdóttur frá Brekku í Lóni. Þ. b.: Emilía, Pétur, Þóra (sjá 8816), Eiríkur.

4267

++ Emilía Oddsdóttir átti Gunnar 3571 Jónsson b. á Skriðustekk.

++ Eiríkur Oddsson b. á Kleifarstekk og Ósi í Breiðdal, átti Sigríði 661 Brynjólfsdóttur frá Karlsstöðum.

++ Pétur Oddsson b. á Ósi í Breiðdal og Búðum í Fáskrúðsfirði (útvegsb.).

4270

+ Þóra Jónsdóttir átti Magnús póst Bjarnason, skagfirzkan, þ. einb.: Elín.

4271

++ Elín Magnúsdóttir átti Jón.

4272

+ Guðrún Jónsdóttir átti laundóttur: Jóhönnu. Fylgdi síðan Hermanni nokkrum á Útsveit.

4273

++ Jóhanna átti Jón Bergsson, Am.

4274

βββ Þorbjörg Árnadóttir átti Sigfús 1858 Jónsson á Langhúsum.

4275

β Jón Jónsson kallaður „pamfíll" (af því að hann hafi verið líkur laufgosa í ásjónu, hefur einhver sagt) var mesti dugnaðarmaður, bjó víða og gerði mikið að byggingum þar sem hann bjó. Hann átti Ólöfu 2406 Árnadóttur frá Borg. Þau búa á Geirúlfsstöðum 1748, hann talinn 30 ára en hún 29. Þá eru þau gift fyrir nokkrum árum, líkl. um 1742, því að 1748 er Jón sonur þeirra 5 ára, Snjófríður 3 og Halldóra fædd. Þau búa á Mýrum 1753—55, „forstanda vel sitt heimili“. Á Ásgeirsstöðum búa þau 1762, Jón þá talinn 48 ára og Ólöf 40. Þ. b. talin þá: Jón 19, Snjófríður 17, Halldóra 15, Hermann 4313 13, Árni 4418 12, Sigríður 4429 11 og Eygerður 4442 á 1. ári. Á Finnsstöðum búa þau Jón 1786 og er hann þá talinn 78 ára en Ólöf 70, sem hvorttveggja er rangt eftir aldrinum 1748. Þá er þar Margrét, laundóttir Jóns, 20 ára. Móðir hennar var Guðrún 5054 d. Þórðar b. á Tókastöðum og Steinunnar Árnadóttur. Guðrún dó á Kolsstöðum hjá Margréti d. sinni 1816, 78 ára. Launson átti Jón einnig, er Eyjólfur hét. Jón var síðast í tvíbýli við Þórð tengdason sinn á Finnsstöðum og flutti þaðan 1790, líklega að Kolsstaðagerði. Þau Jón og Ólöf búa enn í Kolsstaðagerði 1793, svo að þau hafa verið yfir 50 ár í hjónabandi. Jón dó 22.2. 1796 en Ólöf 13.6. 1803.

Vera má, að það sé rétt, sem Jón Sigfússon segir, að Jón pamfíll og Jón í Núpshjáleigu hafi verið skyldir og Hermann í Firði hafi heitið eftir Hermanni 11307 frá Eyjum.

4276

αα Jón Jónsson var f. maður Sigríðar 3922 Eyjólfsdóttur frá Kolsstöðum. Þ. b.: Eyjólfur á Gíslastöðum, Steinunn.

4277

ααα Eyjólfur Jónsson b. á Gíslastöðum á Völlum, átti I Guðlaugu 3936 Þórðardóttur frá Eyjólfsstöðum; II Oddnýju laundóttur Ásmundar Ásmundssonar, er var s. m. Margrétar Jónsdóttur á Kolsstöðum. Hún er f. á Skjöldólfsstöðum 1.11. 1806, hét móðir hennar Kristín Einarsdóttir, vinnukona, er giftist 1807 Jóni Torfasyni; eru þau bæði þá vinnuhjú á Skjöldólfsstöðum. Þ. einb.: Guðlaug. (Orð lá á, að Guðlaug þessi væri í raun og veru dóttir sr. Hjálmars Guðmundssonar). Síðar átti Oddný Einar (3081) Nikulásson á Gíslastöðum.

4278

+ Guðlaug Eyjólfsdóttir (f. c. 1832) var f. k. Hjörleifs 6254 prests Einarssonar frá Vallanesi, er síðast var prófastur á Undirfelli.

4279

βββ Steinunn Jónsdóttir átti Jón 9628 b. á Þrándarstöðum, Gunnlaugsson b. í Hjarðarhaga. Þ .b.: Jón, Sigfús, Óli.

4280

+ Jón Jónsson b. á Hlíðarenda í Jökulsdalsheiði, átti Ragnhildi 9277 Magnúsdóttur frá Meðalnesi. Þ. b.: Sigfús.

4281

++ Sigfús Jónsson b. á Hlíðarenda, átti I Ólöfu norðlenzka, hún fór frá honum til Am.; II Margréti 4027 Björnsdóttur frá Hofi í Fellum.

4282

+ Sigfús Jónsson var í Dagverðargerði, átti Guðrúnu 10263 Jónsdóttur, Bjarnasonar á Ekru.

4283

+ Óli Jónsson var á Grímsstöðum, trúlofaðist Ingiríði, fór að sækja veizlukost á Vopnafjörð, lá úti og kól og dó af því. En sonu áttu þau 2: Sölva, Aðalstein.

4284

ββ Snjófríður Jónsdóttir pamfíls var I s. k. Péturs 3131 b. á Breiðavaði Nikulássonar og var þ. d. Guðný, móðir Jóns Bjarnasonar í Breiðuvík í Borgarfirði. Síðan varð hún II s. k. Jón Einarssonar á Brennistöðum. Þ. b.: Ólöf, bl., óg.

4285

gg Halldóra Jónsdóttir pamfíls átti I Jón b. á Miðhúsum í Eiðaþinghá, Þorvarðsson. Þau bjuggu fyrst í Seljateigi í Reyðarfirði 1777. Jón er f. um 1730 og hét móðir hans Oddný 4101 Bjarnadóttir (kölluð 1777 „góðfræg ekkja“.) Áður hafði Jón átt Þóru 8636 d. Stefáns prests Pálssonar í Vallanesi. Börn Jóns og Halldóru: Jón, Guðrún, Þóra, Ólöf, Sólrún, óg., bl. Laundóttir Halldóru við Einari 3148 Nikulássyni, hét Sigríður; II átti Halldóra Þórð Jónsson á Birnufelli.

4286

ααα Jón Jónsson („litli“ eða „litli Galti“) b. á Galtastöðum ytri, átti Ólöfu d. Bjarna b. í Beinárgerði Björnssonar. Bjarni býr þar 1762, 46 ára. Kona hans er þá talin 25 ára og 2 synir, 2 og 1 árs, en dóttir 5 mánaða. Bjarni þessi var talinn faðir Bjarna (4588 og 4589) Konráðssonar á Kollaleiru. Börn Jóns og Ólafar: Jón, Bjarni, Sigurður, Pétur, Guðrún, Ólöf, Sigríður.

4287

+ Jón Jónsson b. í Bót, hreppstjóri, átti Margréti 1164 Jónsdóttur b. í Bót, Jónssonar prests í Vallanesi, Stefánssonar.

4288

+ Bjarni Jónsson.

4289

+ Sigurður Jónsson.

4290

+ Pétur Jónsson átti fyrst launbarn við Guðrúnu 10037 Pétursdóttur b. á Giljum Bjarnasonar, hét Guðmundur; kvæntist svo Helgu 9788 Árnadóttur frá Húsey Stefánssonar. Þ. b.: Sigþrúður, Guðrún, Árni ókv., bl., Jón ókv., bl. Laundóttir Péturs við Sólrúnu Andrésdóttur, hét Sigríður.

4291

++ Guðmundur Pétursson b. á Hauksstöðum á Dal, átti Jóhönnu 6897 Jónsdóttur á Hauksstöðum, Erlendssonar í Hellisfirði. Þ. b.: Guðný, Sólrún, Ólafur, Pétur, Guðjón ókv., bl., Regína.

4292

+++ Guðný Guðmundsdóttir átti Guðmund 4004 Björnsson frá Ekkjufelli Sæmundssonar.

4293

+++ Sólrún Guðmundsdóttir átti Pál b. 4512 Jónsson á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá.

4294

+++ Ólafur Guðmundsson bilaði á geðsmunum, dó ekki gamall, ókv., en átti barn við Önnu Kristjánsdóttur, Sigfússonar.

4295

+++ Pétur Guðmundsson b. á Hauksstöðum, átti Aðalbjörgu 4008 Jónsdóttur frá Fossvelli.

4296

+++ Regína Guðmundsdóttir átti Metúsalem Sigfússon búfræðing frá Snjóholti, bjuggu á Skeggjastöðum á Dal.

4297

++ Sigþrúður Pétursdóttir átti Björn 1321 Pálsson b. í Hleinargarði, Stórabakka og Blöndugerði. Þ. b.: Guðrún, Jónína
Sesselja.

4298

+++ Guðrún Björnsdóttir átti Ólaf b. á Stórabakka og víðar Jónsson, Am.

4299

+++ Jónína Sesselja Björnsdóttir átti I Stefán 8657 prest Halldórsson í Hofteigi. Þ. b.: Þórunn óg. bl., Stefanía; II Magnús Sigbjörnsson frá Surtsstöðum. Þ. einb.: Bjarnheiður.

° Stefanía Stefánsdóttir átti Björgvin 4175 b. Vigfússon á Ketilsstöðum í Hlíð.

4300

++ Guðrún Pétursdóttir átti I Halldór 1296 Einarsson frá Litlasteinsvaði; II Björn 2189 Sigurðsson í Ármótaseli. Þ. b.: Jón, Jónína, Guðrún, Þórný, fóru víst til Am. með föður sínum, nema Þórný.

4301

+++ Þórný Björnsdóttir átti Jón, launson Friðriks vinnumanns á Ketilsstöðum á Völlum og víðar, Stefánssonar á Stefánsstöðum í Skriðdal og Stefaníu Jónsdóttur, norðlenzkrar,er var þremenningur við Guðrúnu á Nefbjarnarstöðum, Jónsdóttur, Benjamínssonar. Hún dó úr tæringu 1918.

++ Sigríður Pétursdóttir, laungetinn, átti Þorfinn 9569 á Litlabakka Jónsson, Am.

4302

+ Guðrún Jónsdóttir átti I Pétur 7326 Einarsson frá Setbergi í Fellum. Þ. b.: Margrét, Sigfús, Jón ókv., bl.; II Pál 9319 Jónsson, frá Gunnhildargerði, bl.

4303

++ Sigfús Pétursson átti Þóru 12118 Sveinsdóttur úr Vopnafirði, Am. Hann dó 26.4. 1929, 89 ára.

4304

++ Margrét Pétursdóttir átti Jón 10546 Magnússon í Geitavíkurhjáleigu og Ketilsstöðum á Útsveit. Þ. b.: Guðrún, Guðfinna, Sigurjón. (Ath. Stefán B. Jónsson í Reykjavík, er kom frá Am.)

4305

+++ Guðrún Jónsdóttir átti Halldór 9792 Runólfsson b. á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hann varð ekki gamall. Fór hún þá suður á vegum S. B. Jónssonar. Giftist þar innheimtumanni.

4306

+++ Guðfinna Jónsdóttir átti Þorstein 207 Ísaksson b. á Ekru, í Gilsárteigi og svo í Seyðisfirði. Þ. b.: Guðrún.

4307

+++ Sigurjón Jónsson b. á Hreimsstöðum, varð ekki gamall, átti Sigríði 3217 Sigvaldadóttur söðlasmiðs Einarssonar. Þegar hann dó, fór hún að Firði í Seyðisfirði til Jóns og Halldóru, systkinabarns síns, með 2 sonu, er þau Sigurjón áttu; Sigurjón hét annar.

4308

+ Ólöf Jónsdóttir („litla Galta“) átti Þorstein b. á Nefbjarnarstöðum, Pétursson á Giljum, Bjarnasonar. Þ .b.: Pétur, Ólöf.

+ + Pétur Þorsteinsson.

+ + Ólöf Þorsteinsdóttir átti Vigfús 9022 Hallgrímsson á Búðum.

4309

+ Sigríður Jónsdóttir átti Magnús 10534 b. á Stórasteinsvaði og víðar Árnason.

4310

βββ Guðrún Jónsdóttir, Þorvarðssonar, átti Torfa 3892 Narfason í Arnkelsgerði.

4311

ggg Þóra Jónsdóttir átti Sturlu Þórarinsson b. í Vík í Fáskrúðsfirði, bl.

4312

đđđ Ólöf Jónsdóttir átti Þórð Vigfússon b. á Árnesi í Mjóafirði bl.

4313

đđ Hermann Jónsson pamfíls 4275 (f. 1749, d. 13.3. 1837) bjó í Firði í Mjóafirði, eignaðist allan Fjörð (keypti fyrst 12 hundr. af Ingibjörgu, ekkju sr. Jens Jónssonar 1782, og náði hinu síðar), góður bóndi. Hann var hár vexti og sæmilega gildur. Heldur þótti hann eigingjarn en ekki nízkur, ráðríkur og ágengur nokkuð. Hann var þríkvæntur, átti I Ólöfu.. Jón Sigfússon telur hana dóttur Arngríms 1352 í Firði í Seyðisfirði, en þegar Arngrímur dó, er einkaerfingi hans talin Sigríður dóttir hans, en þar sem Ólöf átti dóttur, sem lifði, hefði þar eigi verið talið svo, nema Ólöf hafi verið laungetin. Sigfús Sigfússon sagnamaður, telur Ólöfu d. Jens prests yngra í Mjóafirði (307) Jónssonar og má vel vera, að það sé réttara. Dóttir Hermanns og Ólafar hét Ingveldur. Þá átti Hermann 2 launbörn við Þóru 326 d. Jóns Jakobssonar á Krossi í Mjóafirði, hétu þau Hermann og Ingibjörg. Gekkst hann við þeim. Síðan kvæntist hann II Sesselju 9840 Eiríksdóttur b. á Sandbrekku, Teitssonar; ekkju Gísla 2903 Nikulássonar á Finnsstöðum. Hún var þá öldruð og áttu þau ekki börn. Hugðu menn hann hafa kvænst henni til fjár, því að hún var efnuð. En með henni komu að Firði 2 dætur hennar, Ingibjörg og Þórdís. Þær urðu báðar barnshafandi í Firði, ógiftar, og hugðu menn Hermann valda. Þá gifti hann þær, Ingibjörgu, Sveini Sigurðssyni er síðar bjó á Skógum í Mjóafirði, en Þórdísi, Guðmundi Guðmundssyni, er síðar bjó á Hofi í Mjóafirði. Elzta barn Ingibjargar var Sesselja 7031, kona Arnbjörns á Stuðlum, en elzta barn Þórdísar, Rósa k. Jóns 3095 Torfasonar á Grund í Mjóafirði. Hefðu þær þá báðar átt að vera dætur Hermanns, enda var talið satt vera. Sesselja dó 4.3. 1814, 80 ára, hafði þá legið 2½ ár rúmföst. Síðast kvæntist Hermann III Sigríði Salómonsdóttur frá Vík í Lóni, systur Jóns 6577 verzlunarstjóra á Reykjarfirði, Salómonssonar. Þ. b.: Halldór f. 26.3. 1815, Jón f. 17.12. 1817, Hjálmar f. 19.8. 1819. Enn var talinn sonur Hermanns: Halldór Pálsson er bjó í Firði og síðan í Fjarðarkoti í Mjóafirði, þótt kenndur væri Páli Sveinssyni í Viðfirði. Var móðir hans Þóra Jónsdóttir, er Hermann átti börnin 2 við, Hermann og Ingibjörgu. Loks má geta þess, að 1794 fæddist í Firði sveinbarn, er nefnt var Vilhjálmur. Móðir hans hét Helga (sbr. 13000) Einarsdóttir. Kenndur var hann Vilhjálmi beyki Sæmundssyni, en talinn var hann sonur Hermanns, Hermann ól hann upp, og var Helga hjá honum, er hún talin „ráðskona“ hjá Hermanni og Sigríði 1816, þá 51 árs.

Hermann dó 13. 3. 1837. Sigríður, síðasta kona hans, dó 5.11. 1843. Jón Sigfússon segir, að Jón, faðir Jóns pamfíls, hafi verið „ömmubróðir“ Ásdísar Hermannsdóttur móður Jóns í Núpshjáleigu (1132211323). Getur það eigi verið öðruvísi en svo, að móðurmóðir Ásdísar (en hún er ókunn) hafi verið systir Jóns föður Jóns pamfíls. Hermann og Ásdís þá þremenningar. Það gæti og verið. Afkomendur Jóns í Núpshjáleigu telja skyldleika milli Hermanns í Firði og Hermanns föður Ásdísar og sé Hermannsnafnið sama.

4314

ααα Ingveldur Hermannsdóttir (f. um 1774) átti Illuga hinn halta Jónsson. Hann er f. í Ærlækjarseli í Öxarfirði um 1788, varð fjörgamall. Þau bjuggu í Rima, í Fjarðarkoti 1816 og Miðbæ í Norðfirði Þ. b.: Ingibjörg, Hermann, Guðrún. Laundóttir Illuga við Þóru 12410 Vilhjálmsdóttur frá Kirkjubóli, hét Guðrún.

4315

+ Ingibjörg Illugadóttir (f. c. 1811) átti Jón 7550 Björnsson, Skúlasonar, bjuggu í Fannardal 1845 og á Stuðlum. Þ. b.: Guðrún, Ingibjörg, Björn, Jón, Ingveldur, dó uppkomin, óg., bl.

4316

++ Guðrún Jónsdóttir (f. c. 1834) átti Bjarna 420 Sveinsson á Sveinsstöðum í Viðfirði Þ. b.: Dr. Björn og mörg fleiri (sjá 420).

4317

++ Ingibjörg Jónsdóttir átti Árna Jónsson b. á Klifi í Viðfirði, er kallaður var „smiður“ frá Stafni í Svartárdal. Þ. b.: Margrét, Guðný, Ólafur, Ingveldur.

4318

+++ Margrét Árnadóttir.

4319

+++ Guðný Árnadóttir átti Hinrik Hallgrímsson á Eskifirði. Þ. b.: Árni, Sigurbjörg, Sesselja, Valgerður.

4320

+++ Ólafur Árnason b. á Nesi, átti Halldóru Jónsdóttur. Þ. b.: Haraldur 12228, Helga, Jóna.

4321

+++ Ingveldur Árnadóttir var s. k. Jóhannesar 1801 Þorleifssonar frá Hrjót. Þ. b.: Helgi, Hildur, Sigurður Hinrik, Tómas.

4323

++ Björn Jónsson b. í Miðbæ, átti Helgu 2456 Hildibrandsdóttur frá Skógargerði. Þ. b.: Jóhanna Ingibjörg, Elín, Þorbjörg, Jón.

4324

+++ Jóhanna Ingibjörg Björnsdóttir átti Hinrik Þorsteinsson, Hinrikssonar prests á Skorrastað. Þ. b.: Sigurður, Margrét, Helga, Sigurborg.

4325

+++ Elín Björnsdóttir átti Bergmann Vestmann.

4326

+++ Þorbjörg Björnsdóttir átti Kjartan frá Vattarnesi.

4327

+++ Jón Björnsson b. í Miðbæ neðra, átti Sigríði Björnsdóttur að sunnan. Þ. b.: Björn, Guðröður Hildibrandur, Friðjón, Ástrún, Árni Júlíus, Sveinbjörg María, Skúli Norðfjörð, Sigfús.

4328

++ Jón Jónsson b. á Hólalandi, átti Guðnýju 2773 Jónsdóttur, Stefánssonar, Stefánssonar í Fannardal. Þ. b.: Ingibjörg, Jóna Jarþrúður, Geirlaugur, Þórarinn, Margrét, Sesselja Sigurlín, Hólmfríður, Guðrún Ingunn, Guðný, Árni, Björgvin, Sigfríður. Jón þótti einrænn. Hann dó 1910. Komu þá fram eftir hann um 1700 kr. í gulli. Hann hafði keypt Hólaland og bjó sem hann væri mjög fátækur maður að öðru leyti.

4329

+ Hermann Illugason fórst á skipi ókv., bl.

4330

+ Guðrún Illugadóttir er vinnukona í Viðfirði óg. 1845, 28 ára.

4331

βββ Hermann Hermannsson b. á Grænanesi, átti 1800 Sólrúnu 7408 Skúladóttur, Sigfússonar. Þ. b.: Sveinn, Skúli, Þorgrímur.

4332

+ Sveinn Hermannsson b. á Krossi og Eldleysu í Mjóafirði, fórst á hákarlaskipinu „Lærken“ fyrir 1845, var kvisað, að hann hefði lent í frakkneska skútu. Hann átti Ragnhildi Konráðsdóttur, Salómonssonar úr Lóni suður. Hún er f. í Stafafellssókn um 1807, og var systir Árna á Hesteyri og Guðrúnar k. Vilhjálms Vilhjálmssonar á Brekku í Mjóafirði (4411). Móðir þeirra var Sigríður Einarsdóttir, er hún hjá Guðrúnu 1845, 76 ára, f. í Stafafellssókn um 1769. Börn Sveins og Ragnhildar: Sólrún, dó um tvítugt, Jóhanna, Sveinbjörg (tvíburar), Konráð, Skúli ókv., bl. Laundóttir Sveins, við Þóreyju Marteinsdóttur frá Miðbæ, Ingibjörg k. Jóns 10727 Guðmundssonar í Álftavík.

4333

++ Jóhanna Sveinsdóttir varð s. k. Hjálmars 4384 á Brekku Hermannssonar afabróður síns.

4334

++ Sveinbjörg Sveinsdóttir var s. k. Sveins 7035 í Skógum og Borgareyri Sigurðssonar. Þ. d.: Ragnhildur.

4335

+++ Ragnhildur Sveinsdóttir átti I Stefán 9757 Árnason frá Gilsárvallahjáleigu, bjuggu á Höfðabrekku í Brekkuþorpi í Mjóafirði. Þ. b.: Sveinn, Jóhanna, Ósk, Guðný, Elísabet; II Gunnlaug Jóhannsson (bróður Sigurðar á Breiðavaði) og Ólafar Björnsdóttur úr Eyjafirði. Þ. b.: Benedikt, Lára. Ragnhildur fór til Am. með síðara manni sínum og börnum, nema Jóhönnu. Bjó vestur við Kyrrahaf.

4336

° Jóhanna Stefánsdóttir átti Hermann 4373 skósmið Þorsteinsson á Seyðisfirði.

4337

++ Konráð Sveinsson átti Sigríði 4385 Hjálmarsdóttur frá Brekku. Þ. b.: Ragnhildur, María, Halldór, Am., Ingigerður.

4338

+++ Ragnhildur Konráðsdóttir átti Björn Jónsson frá Kolmúla, bjuggu í Nesþorpi. Þ. b.: Ragna, Kamilla, Konráð, Hjálmar.

4339

+++ María Konráðsdóttir átti Sigurð Pétursson á Akureyri.

4340

+++ Ingigerður Konráðsdóttir átti Vigfús 6512 b. á Ánastöðum í Breiðdal, Guttormsson prests í Stöð, Vigfússonar. Þ. b.: Sigríður, Guttormur.

4341

+ Skúli Hermannsson b. á Skálanesi og Hvammi í Mjóafirði, átti I Vilhelmínu 7499 Björnsdóttur, Skúlasonar. Þ. b.: Björn, Vilmundur, Karólína, öll óg., bl., Guðrún Bríet; II Aðalbjörgu 7603 Guttormsdóttur, Skúlasonar. Þ. b.: Guttormur og Jóhann áttu enga niðja.

4342

++ Guðrún Bríet Skúladóttir óg , átti barn við sænskum manni, hét Hildur Agatha Grönsjá, og annað við þýzkum manni, hét Lárus Karl Pétur Valdorp. Skúli var og son hennar. Guðrún var dugleg og myndarleg en mjög stórlynd. Hún átti síðar Gunnlaug 7757 Jakobsson, Sveinssonar.

4343

+++ Hildur Agatha Grönsjá átti Gísla 4409 Hjálmarsson. Þau skildu.

4344

+++ Lárus Karl Pétur Valdorp átti Margréti Bjarnadóttur af Miðnesi syðra, bjuggu í Nesþorpi í Norðfirði. Þ. b.: Pétur, Karl, Helga.

4345

+++ Skúli fór ungur í siglingar og hefur eigi spurzt til hans síðan.

4346

+ Þorgrímur Hermannsson lenti í óþokkamáli, strauk úr fangelsi á Eskifirði og hvarf, fannst ekki fyrr en löngu síðar (að haldið var) inn af Hamarsdal. Launsonur hans, við Guðrúnu Illugadóttur, hét Sveinn.

++ Sveinn Þorgrímsson b. á Grænanesi, átti Halldóru 12238 Jónsdóttur, Þorgrímssonar.

4347

ggg Ingibjörg Hermannsdóttir frá Firði átti Sigurð b. á Hesteyri Einarsson, son Einars Árnasonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, sem búa á Eyri í Reyðarfirði 1785. Þ. b.: Þóra, dó frumvaxta, Ingibjörg, Emerenzíana, Þórunn, Einar, Eiríkur, Hermann.

4348

+ Ingibjörg Sigurðardóttir átti Jón 10688 Jónsson b. á Brekku Sigmundssonar. Þ. b.: Sigmundur, Hans, Sigurbjörg.

4349

++ Sigmundur Jónsson átti Kristínu Pálsdóttur. Þ. b.: dóttir, sem eitthvað fór norður í fjörðu.

4350

++ Hans Jónsson b. á Grund í Mjóafirði, átti Hólmfríði Sigurðardóttur systur Daníels pósts; fóru til Am. Þ. b.: Sveinn, Guðríður o. fl.

4351

++ Sigurbjörg Jónsdóttir var á sveit í Mjóafirði óg. átti 1 barn.

4352

+ Emerenzíana Sigurðardóttir átti Sigfús Sigfússon í Naustahvammi, bl. Þau dóu í Breiðuvík hjá Auðunni hálfbróður Sigfúsar.

4353

+ Þórunn Sigurðardóttir átti barn, við Skúla Skúlasyni í Sandvík, hét Hans, ókv., bl. Giftist svo Jóni Einarssyni „steinbít“. Þ. d.: Kristbjörg, var á Seyðisfirði, fór til Noregs.

4354

+ Einar Sigurðsson b. á Krossstekk í Mjóafirði og síðan í Seyðisfirði, átti I Margréti 3889 Egilsdóttur, Hallgrímssonar úr Mývatnssveit. Þ. b.: Ingibjörg, Sigurlín; II Kristínu 4662 Einarsdóttur frá Austdal Hákonarsonar. Þ. b.: Einar, Eiríkur, Kristbjörg, Am , Margrét, Sigurður.

4355

++ Ingibjörg Einarsdóttir átti Einar 4362 Eiríksson, bræðrung sinn.

4356

++ Sigurlín Einarsdóttir átti Stefán 1844 b. á Ánastöðum á Útsveit Sigurðsson.

4357

++ Einar Einarsson drukknaði ókv., bl., hrökk út af klöpp í sjóinn.

4358

++ Eiríkur Einarsson b. á Búðareyri og Vestdalseyri í Seyðisfirði, átti Björgu ekkju Páls Árnasonar, bróður Stefáns Árnasonar.

4359

++ Margrét Einarsdóttir átti Eyjólf 657 Þórarinsson trésmið á Vestdalseyri.

4360

++ Sigurður Einarsson átti Sigríði 51 Kjartansdóttur frá Sandbrekku, Am.

4361

+ Eiríkur Sigurðsson b. á Hofi í Mjóafirði, átti Svanborgu 4659 Einarsdóttur frá Austdal Hákonarsonar. Þ. b.: Einar, Jóhanna, Veronika, Sigurður.

4362

++ Einar Eiríksson b. á Krossstekk í Mjóafirði, átti Ingibjörgu 4355 Einarsdóttur, bræðrungu sína. Þ. b.: Eiríkur, Sigurlín; II Önnu Eyjólfsdóttur úr Reyðarfirði (eða Fáskrúðsfirði). Þ. b.: Hans, drukknaði í Vestmannaeyjum.

4363

+++ Eiríkur Einarsson fór til Skagafjarðar.

4364

+++ Sigurlín Einarsdóttir átti Árna 9783 Stefánsson á Hrærekslæk. Hún lifði stutt. Þ. b.: Guðbjörg, Sigurlín, Stefán, Einar, Rannveig.

4365

++ Jóhanna Eiríksdóttir átti Jóhann 914 Sigvaldason þurrabúðarmann á Búðareyri í Seyðisfirði.

4366

++ Veronika Eiríksdóttir átti Gunnar 4043 Guðmundsson frá Krossi í Mjóafirði.

4367

++ Sigurður Eiríksson bjó í Berlín á Búðareyri, átti I Steinunni úr Borgarfirði. Þ. b.: Einar, Am; II Lilju Finnbogadóttur úr Laxárdal í Húnavatnssýslu.

4368

+ Hermann Sigurðsson bjó ekki, kallaður „skrækur“, átti Kristínu 10670 Þorvarðsdóttur frá Litluvík. Þ. b.: Jón, Sigurður Am., Guðný, Rósamunda, Stefán.

4369

++ Jón Hermannsson átti Rósu 950 úr Vopnafirði Bjarnadóttur, Árnasonar. Þ. b.: Hermann ókv., bl., Jón, Haraldur í Hafnarfirði, Stefanía óg., bl., Ingibjörg, dó um fermingu.

4370

+++ Jón Jónsson kvæntist Magnúsínu 4144 Magnúsdóttur sunnl. Börn þeirra dóu ung nema Hermann, sem fórst með skipi frá Hornafirði 1930.

4371

++ Guðný Hermannsdóttir átti Þorstein Hinriksson prest á Skorrastað. Þ. b.: ein dóttir, dó ung.

4372

++ Rósmunda Hermannsdóttir átti Þorstein 3885 Þorsteinsson frá Engilæk. Þau voru síðast lengi vinnuhjú á Brekku í Mjóafirði, þar dó hún, en Þorsteinn fór til Am. Þ. einb.: Hermann.

4373

+++ Hermann Þorsteinsson var skósmiður á Seyðisfirði (f. 14.9. 1876), átti I 21.4. 1901 Jóhönnu Sveinbjörgu 4336 Stefánsdóttur, Árnasonar. Hún var f. 16.10. 1879, d. 8.3. 1918. Þ. b.: Hulda, Stefán, Hermann, Unnur, Haraldur, drukknaði á Skálum á Langanesi 31.8. 1919, var einn að leika sér og hafði víst hrokkið fram af klöpp, Rósmunda, Ragnhildur; II Jakobína 93 Jakobsdóttir frá Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Þ .b.: Haraldur.

++ Stefán Hermannsson átti Margréti 5739 Hannesdóttur frá Sómastaðagerði, bl., Am. (ath. 787).

4374

đđđ Halldór Hermannsson frá Firði, átti Sigþrúði 7576 Guttormsdóttur, Skúlasonar. Halldór drukknaði nýkvæntur. En dóttur áttu þau eina, hét Helga.

4375

+ Helga Halldórsdóttir átti Pál 1994 Jónsson frá Melum, var f. k. hans.

4376

εεε Jón Hermannsson bjó fyrst í Firði, síðan á Rima í Mjóafirði, var s. m. Sofíu 6276 Árnadóttur, systur Þorkels prests Árnasonar í Stöð. Þ. b.: Hermann, Sigríður, óg., bl., varð gömul, Ísak, Stefán, ókv., bl., Guðrún. Þau Jón og Sofía skildu, bjó hann þar eftir stundum með bústýru, er hét Sigurbjörg Matthíasdóttir. Móðir hennar Kristín Jónsdóttir frá Felli í Vopnafirði og Jón Brynjólfsson maður hennar (3348) bjuggu þá í Fjarðarkoti. Átti Sigurbjörg þá 2 börn óg „þótt föðurnafni þeirra væri klínt á aðra, var öllum, er til þekktu, ljóst, að Jón Hermannsson var faðirinn“ (segir Benedikt Sveinsson á Borgareyri). Annað barnið hét Kristín og var kennd Árna 3092 Guðmundssyni frá Hofi í Mjóafirði, syni Þórdísar Gísladóttur, dóttur Sesselju miðkonu Hermanns í Firði. Var Árni þá örvasa karl, og fáráðlingur að mörgu leyti. Annað barnið hét Jón.

Sofía hafði áður verið gift (segir Guttormur Vigfússon í Geitagerði) Lars Kristjáni frá Hlésey (Læssö) og átt með honum dóttur, sem Rebekka hét. (Aðrir segja hana laundóttur Sofíu). Hún var móðir Rósu, konu Baldvins (13116) Benediktssonar á Þorgerðarstöðum.

4377

+ Hermann Jónsson b. á Þorgerðarstöðum og Krossi í Fellum átti I Sofíu 1747 Guðbrandsdóttur, snikkara, Gunnarssonar. Þ. b.: Hjálmar og Páll; II Guðbjörgu 13234 Jónsdóttur frá Sauðhaga, Hallgrímsssonar í Sandfelli, bl. Laundóttir Hermanns,
við Guðrúnu 1682 Jónsdóttur frá Kleif, hét Guðbjörg.

4378

++ Hjálmar Hermannseon lærði búfræði á Eiðum, fór síðan til Noregs og kvæntist þar norskri konu.

4379

++ Páll Hermannsson (f. 29.4. 1880) b. á Vífilsstöðum, hafði gengið í gagnfræðaskóla, átti I 1908 Þóreyju Eiríksdóttur frá Bót. Þ. b. sem lifði: Sigríður; II 1927 Dagbjörtu Guðjónsdóttur úr Helgafellssveit, f. á Saurum 30.3. 1904.

4380

+ Ísak Jónsson átti Sveinbjörgu d. Jóhanns Knúts, prests á Kálfafellsstað. Þau fóru til Am., en komu aftur að nokkrum árum liðnum. Byggði hann hér þá næstfyrstur manna Íshús (var það að undirlagi Tryggva Gunnarssonar). Var hann þá um tíma á Akureyri og síðan á Þönglabakka. Þar dó hann sviplega, en kona hans og sonur, er Ísak hét, fóru aftur til Am. Laundóttir Ísaks við Þórstínu Þorsteinsdóttur frá Steinaborg, hét Björg.

++ Björg Ísaksdóttir átti Jón 8732 Finnbogason er kaupmaður varð í Reykjavík.

4381

+ Guðrún Jónsdóttir giftist hér, fór svo til Am.

4382

+ Kristín Árnadóttir (Jónsdóttir, Hermannssonar) fór til Am.

4383

+ Jón Jónsson átti Önnu Árnadóttur, voru í Reykjavík. Þ. b.: Hildur, Ingibjörg, Gísli, Jóhanna, Karólína, o.fl.

4384

ſſſ Hjálmar Hermannsson bjó fyrst í Firði í Mjóafirði, síðan á Reykjum og síðast á Brekku í Mjóafirði, góður bóndi, hreppstjóri, átti I Maríu 3567 Jónsdóttur frá Jórvík í Breiðdal. Þ. b.: Sigríður, Jón, Hermann, Vilhjálmur, Halldór, Margrét. María hrökklaðist síðast burt frá Hjálmari og dó á Höfða hjá Gísla Hjálmarssyni ; II Jóhönnu 4333 Sveinsdóttur, Hermannssonar. Þ. b.: Konráð, Hjálmar, dó um fermingu, María, Gísli, Guðrún, o.fl. dóu ung.

4385

+ Sigríður Hjálmarsdóttir átti Konráð 4337 Sveinsson, Hermannssonar.

4386

+ Jón Hjálmarsson b. á Seyðisfirði, í Strandhöfn í Vopnafirði og svo á ýmsum stöðum í Mjóafirði, átti Sigþrúði 7561 Ólafsdóttur, Guttormssonar. Þ. b.: María, dó ung, Vilhelmína, dó ung, Helga, Guðbjörg, Edvin, Hermann, Am., Magnea, óg., bl.

4387

++ Helga Jónsdóttir átti Svein 395 Benediktsson frá Borgareyri. Þ. b.: Jón, Benedikt.

4388

++ Guðbjörg Jónsdóttir átti barn, við Pálma Pálmasyni á Norðfirði, hét Sofía Enid Magdalena. Guðbjörg fór síðan til
Noregs,

4389

++ Edvin Jónsson fór til Noregs, var „maskínumeistari“ á gufuskipi, átti norska konu.

4390

+ Hermann Hjálmarsson varð stúdent, síðan verzlunarstjóri á Húsavík, fór svo til Am., átti Magneu d. Péturs Guðjohnsens, organleikara í Reykjavík.

4391

+ Vilhjálmur Hjálmarsson b. á Brekku í Mjóafirði, jók mjög tún á Brekku, svo það margfaldaðist; átti Svanborgu 1995 Pálsdóttur frá Merki og Helgu Halldórsdóttur bræðrungu sinnar. Þ. b.: Hjálmar, dó barn, Helga Pálína, dó barn, Helga Pálný, Sigdór, María Hildur, Hjálmar, Páll Hermann, Gísli Sigurjón, Anna Solveig, Guðný Svanþrúður, Jóna, Ragnhildur, Hermann Jónsson.

4392

++ Helga Pálný Vilhjálmsdóttir.

4393

++ Sigdór Vilhjálmsson barnakennari, átti Önnu 7556 Hermannsdóttur Ólafssonar.

4394

++ María Hildur Vilhjálmsdóttir átti Friðjón 398 Benediktsson frá Borgareyri.

4395

++ Hjálmar Vilhjálmsson átti Stefaníu 4416 Sigurðardóttur, Stefánssonar í Stakkahlíð. Þ. b.: Vilhjálmur alþingismaður Sunnmýlinga.

4396

++ Páll Hermann hreppstjóri á Brekku.

4402

+ Halldór Hjálmarsson átti Margréti Björnsdóttur á Úlfsstöðum, Halldórssonar, Am.

4403

+ Margrét Hjálmarsdóttir átti Benedikt 394 Sveinsson á Brekkuborg og Borgareyri.

4404

+ Konráð Hjálmarsson var kaupmaður á Norðfirði, átti Sigríði d. Jóns b. á Höfða á Höfðaströnd Jónatanssonar og Rannveigar Hákonardóttur Espólíns prests á Kolfreyjustað. Þ. b.: Jón, Sigfríður. Þau skildu síðan. Eftir það átti hann barn, við Borghildi Þorsteinsdóttur, sunnl., hét Sævaldur.

4405

++ Jón Konráðsson átti Gunnþórunni Gunnlaugsdóttur prests Halldórssonar, prófasts á Hofi, Jónssonar. Jón fórst af báti, rétt eftir giftinguna, bl.

4406

++ Sigfríður Konráðsdóttir átti Pál 6459 Guttormsson frá Geitagerði.

4407

+ María Hjálmarsdóttir átti Lars Kristján 13042 Jónsson og Rebekku Larsdóttur, bjuggu í Brekkuþorpi. Þ. b.: Rebekka, Hjálmar, Gísli, Svanborg, Jón, Sigríður Margrét.

4408

++ Rebekka Larsdóttir átti Sveinlaug Helgason vitavarðar Hávarðsronar. Þ .b.: María, Björn.

4409

+ Gísli Hjálmarsson átti Hildi Agöthu 4343 Grönsjá frændkonu sína.

4410

+ Guðrún Hjálmarsdóttir.

4411

zzz Halldór Pálsson, er efalaust þótti sonur Hermanns í Firði, bjó fyrst í Firði móti Hermanni (1816) en síðan lengst í Fjarðarkoti. Sjá um hann 327.

4411

įįį Vilhjálmur Vilhjálmsson, er einnig var talinn vafalaus sonur Hermanns í Firði, bjó á Brekku í Mjóafirði, átti Guðrúnu Konráðsdóttur, systur Ragnhildar k. Sveins 4332 Hermannssonar á Krossi. Þ .b.: Hermann, Helga, Árni, Sigríður, Ingibjörg.

4412

+ Hermann Vilhjálmsson b. á Brekku og Barðsnesi, átti Guðnýju (1479 og 388) Jónsdóttur prests í Heydölum, Hávarðssonar.

4413

+ Helga Vilhjálmsdóttir átti Ólaf 7553 b. síðast í Austdal Guttormsson, Skúlasonar.

4414

+ Árni Vilhjálmsson b. á Hofi í Mjóafirði, átti Þórunni 8984 Einarsdóttur frá Firði, Halldórssonar. Þ. b.: Vilhjálmur, Einar, Anna, Hólmfríður, Jón.

++ Vilhjálmur Árnason b. á Hánefsstöðum, mesti myndarbóndi, átti Björgu 4416 Sigurðardóttur, systkinabarn sitt.

++ Einar Árnason b. á Hofi í Mjóafirði, átti Jóhönnu 4416 Sigurðardóttur, systur Bjargar.

++ Anna Árnadóttir átti Sigurð b. á Krossstekk, sunnl. Þ. b.: Oktavía, Einar.

+++ Oktavía Sigurðardóttir átti Sigurð 3768 Baldvinsson, póstmeistara, bl.

+++ Einar Sigurðsson, verzlunarmaður á Seyðisfirði.

++ Hólmfríður Árnadóttir átti sunnl. mann, fóru suður, þá dó hann, en hún kom aftur að Hánefsstöðum til Vilhjálms.

4415

+ Sigríður Vilhjálmsdóttir átti I Snjólf b. 4183 á Hánefsstöðum, Snjólfssonar; II Sigurð 13131 Stefánsson á Hánefsstöðum. Þ. b.: Stefanía, Björg, Sigurveig, Am., Jóhanna.

4416

++ Stefanía Sigurðardóttir átti Hjálmar 4395 Vilhjálmsson frá Brekku.

++ Björg Sigurðardóttir átti Vilhjálm 4414 Árnason á Hánefsstöðum. Þ. b.: Sigurður, Árni, Hermann, Hjálmar, útlærður lögræðingur 1929, Stefanía, Sigríður.

++ Jóhanna Sigurðardóttir átti Einar 4414 b. á Hofi í Mjóafirði Árnason. Þ. b. mörg.

4417

+ Ingibjörg Vilhjálmsdóttir var f. k. Guðmundar 8983 „verts“ Guðmundssonar á Seyðisfirði. Þ. b.: Vilhelmína.

4418

εε Árni Jónsson pamfíls 4275 (f. um 1751) bjó í Eiðaþinghá, síðast á Brennistöðum, keypti þá og Gilsárteig. Hann var sagður „skýr og skáldmæltur“, dó um nírætt. Hann flutti að Brennistöðum 1790, þá talinn 39 ára. Hann átti I Þóru 725 Vigfúsdóttur, prests á Dvergasteini. Afkvæmi þeirra lifði ekki. Þau hafa víst skilið (sjá 725); II Guðrúnu 10017 Einarsdóttur, Jónssonar úr Fljótsdal og Ólafar 10017 Ívarsdóttur (Ólöf og Hans Wíum voru systra börn. Sunnefuskjöl) b. á Eldjárnsstöðum á Langanesi (d. 1735) Þorkelssonar (sbr. 12589). Kona Ívars hét Elísabet Jónsdóttir. Þau eru talin 39 og 29 ára 1703. Sonur þeirra og bróðir Ólafar var Jón b. í Skoruvík á Langanesi, faðir Katrínar (f. 11.4. 1727) 3. k. Bessa 11371 b. í Krossgerði við Berufjörð, Sighvatssonar. Börn Árna og Guðrúnar voru: Jón, Árni, dó víst ungur, Vilborg. Guðrún hafði áður átt Árna 5356 Rustikusson á Fljótsbakka; hafði Árni Jónsson spillt því hjónbandi, svo að þau skildu. Ekki lifði Guðrún nema fá ár eftir að þau Árni Jónsson og hún giftust, hefur hún víst dáið 1792. Síðan bjó Árni með ráðskonum. Launson Árna töldu menn Jón Margrétarson, er átti Úlfheiði (9696) Stígsdóttur.

4419

ααα Jón Árnason átti fyrst barn, við Sigríði 13661 Einarsdóttir á Hjartarstöðum, hét Anna; en ekki gekkst Jón við henni. Þó lýsti hann því á gamals aldri, að Anna væri dóttir sín. Síðar átti hann I Kristínu 3499 Ólafsdóttur frá Húsavík. Þau skildu, en áttu eina dóttur, Sigurbjörgu k. Abrahams á Bakka; II átti Jón Katrínu 10121 Steingrímsdóttur, Sigurðssonar, bl. Jón bjó lengi á Bárðarstöðum („Bárðarstaða-Jón“) en síðar á Hólalandi. Hann var duglegur maður, en í meira lagi brokkgengur. (Ath. 7446).

4420

βββ Vilborg Árnadóttir átti Magnús 10323 b. á Brennistöðum Jónsson. Þ. b.: Jón, Árni.

4421

+ Jón Magnússon b. á Brennistöðum, átti Guðrúnu 5343 Jónsdóttur í Gilsárteigi, Einarssonar. Þ. b.: Magnús, Vilhjálmur, mállaus, ókv., bl., Jón, mállaus, ókv., bl., Þórarinn, Árni, Gunnlaugur, ókv., bl., Þóranna. Laundóttir Jóns: Guðfinna k. Björns 3223 Ólafssonar, Ormsstöðum.

4422

++ Magnús Jónsson b. í Gröf langa stund, vænn maður, dó ókv., bl.

4423

++ Þórarinn Jónsson b. á Brennistöðum átti Önnu Maríu 7492 Bergsveinsdóttur frá Nesi Sveinbjörnssonar. Þ. b.: Jóhann, Magnús, Sveinn, Gunnar, María Ingibjörg, öll óg. 1929 nema Magnús.

4424

+++ Jóhann Þórarinsson, ókv., á Brennistöðum 1929.

4425

+++ Magnús Þórarinsson b. á Brennistöðum, átti Guðbjörgu 4011 Sigurbjörnsdóttur frá Ekkjufelli.

4426

++ Árni Jónsson b. á Brennistöðum, ókv., bjó með Sigurborgu 2453 Hildibrandsdóttur frá Skógargerði, bl.

++ Þóranna Jónsdóttir óg., átti barn við Jóni 10493 Jónssyni, hét Guðný, sem átti Jóhann 1078 í Snjóholti, Sigfússon.

4427

+ Árni Magnússon b. á Brennistöðum, átti Þórönnu 5344 Jónsdóttur frá Gilsárteigi, Einarssonar. Þ. b.: Jón, dó ungur, ókv., bl, Vilborg.

4428

++ Vilborg Árnadóttir var f. k. Jóns 1960 hreppstjóra Þorsteinssonar í Gilsárteigi.

4429

ſſ Sigríður Jónsdóttir pamfíls 4275 átti Jón Árnason b. í Áreyjum. Hann er talinn 55 ára 1793 en hún 41. Þ. b. 1793: Árni 14, Svanhildur 3, líklega dáið ung, Ólafur 2 ára. Enn var Jón og Ingibjörg, segir Jón Sigfússon.

4430

ααα Árni Jónsson. Hans son: Jón.

4431

+ Jón Árnason b. á Fljótsbakka (segir Jón Sigfússon).

4432

βββ Ólafur Jónsson b. á Helgustöðum átti Ingibjörgu (11410 og 12307) Vigfúsdóttur, Ögmundssonar. Þ. b.: Sigurður, ókv., bl., Jón, Ólafur, Lilja, Anna. Áður átti Ólafur barn, við Þorbjörgu 11853 Bjarnadóttur frá Flögu í Breiðdal, hét Árni. Ólafur var góður steinhleðslumaður.

4433

+ Jón Ólafsson.

4434

+ Ólafur Ólafsson, ágætur grjóthleðslumaður, kallaður „kunningi“ og Ólafur „í ljósinu“, talsvert kunnur hér eystra, bjó lítið, var mikið við veggjahleðslu. Hann átti Katrínu 11113 Sigurðardóttur, Brynjólfssonar. Þ. b.: Benedikt, fór til Noregs, kvæntist þar og var í Stafangri og varð efnaður nokkuð, átti fjölda barna. Hann kallaði sig Bendix Olsen.

4435

+ Lilja Ólafsdóttir, óg.

4436

+ Anna Ólafsdóttir.

4437

+ Árni Ólafsson (laungetinn) b. á Vöðlum og Breiðuvíkurhjáleigu í Reyðarfirði, átti Þuríði 5208 Jónsdóttur á Vöðlum Andréssonar. Þ. b.: Una Kristín, Sólrún, Jóhanna, Abraham, Elín Björg, Jón, Andrés, Haraldur, Guðfinna.

4438

++ Una Kristín Árnadóttir átti Óla 5580 Finnbogason í Stórubreiðuvíkurhjáleigu.

4439

++ Sólrún Árnadóttir átti Gísla veitingamann á Eskifirði Jónsson frá Byggðarholti.

++ Guðfinna Árnadóttir var f. k. Sigurðar 5580 Finnbogasonar á Stuðlum í Norðfirði.

4440

ggg Jón Jónsson var kallaður ,,fótur“, ókv., átti barn við Solveigu 12722 Guðmundsdóttur, Bárðarsonar, um 1818, hét Margrét.

4441

đđđ Ingibjörg Jónsdóttir.

4442

zz Eygerður Jónsdóttir pamfíls 4275 átti Þórð 2904 b. á Finnsstöðum Gíslasonar. Hún dó 27.2. 1821.

4443

įį Margrét Jónsdóttir, laundóttir Jóns pamfíls 4275, (f. um 1766) átti I 1790 Sigurð 10058 Sveinsson sterka Bjarnasonar. Þ. b.: Jón, ókv., bl., Jósef, ókv., bl., Ólöf, Bergljót. Sigurður dó 1802, en Margrét giftist II 1807 Ásmundi Ásmundssyni. Hann var launsonur Oddnýjar Árnadóttur, er varð síðasta k. Jóns 594 Magnússonar eldra á Sævarenda í Fáskrúðsfirði. Ásmundur og Margrét áttu ekki börn. Ásmundur dó 1816, 43 ára, en hún lifði þá enn lengi. Hún þótti mikilhæf kona. Hún bjó á Kolsstöðum með báðum mönnum sínum.

4444

ααα Ólöf Sigurðardóttir átti Sigurð 1214 b. á Mýrum Eiríksson, Hallssonar í Njarðvík.

4445

βββ Bergljót Sigurðardóttir, óg., átti barn við Benedikt eldra á Kolsstöðum Rafnssyni, og dó að því.

4446

zz Eyjólfur Jónsson, launsonur Jóns Pamfíls 4275, bjó á Tókastöðum, átti Guðnýju 3921 Eyjólfsdóttur frá Kolsstöðum. Þ. b.: Jón.

4447

ααα Jón Eyjólfsson kallaður „böðull“ átti I Svanhildi 7551 Skúladóttur, Sigfússonar. Þ. b.: Guðmundur, Eyjólfur, ókv., bl., Guðný, óg., bl.; II Guðrúnu. Þ. b.: Árni.

4448

+ Guðmundur Jónsson átti Karólínu 7577 Guttormsdóttur, Skúlasonar.

4449

+ Árni Jónsson kallaður „sirkill“, átti Maríu. Þ. b.: Guðjón, drukknaði rúml. tvítugur, ókv., bl., Guðný.

4450

++ Guðný Árnadóttir átti Bjarna. Áttu eina dóttur, sem lifði, en var fábjáni.

4451

g Þorvarður Jónsson, SIgurðssonar 4230 b. í Höfðaseli á Völlum, fátækur maður. Kona hans var systir Rögnvalds Péturssonar (sbr. 10337) sem var háaldraður ómagi á Völlum 1752 (samkvæmt ómagadómi) . Þ. s.: Pétur.

4452

αα Pétur Þorvarðsson b. í Gíslastaðagerði 1762, 51 árs Kona hans var þá 48, sonur 13 og dóttir 14 ára. Hann var einnig fátækur maður. Sonur hans hét Ólafur.

4453

ααα Ólafur Pétursson b. í Höfðahjáleigu, fátækur, átti Margréti Gísladóttur af Berufjarðarströnd, hún er fædd á Hálsi í Hamarsfirði um 1768, talin hjá Jóni Sigfússyni „frá Berufjarðarhjáleigu, skyld Hannesi biskupi“. Þ. b : Guðný, Salvör, Gróa.

4454

+ Guðný Ólafsdóttir átti Torfa 3892 Torfason á Strönd.

4455

+ Salvör Ólafsdóttir átti Jóhannes 7829 Ólafsson, Árnasonar. Þ. einb.: Guðlaug.

4456

++ Guðlaug Jóhannesdóttir átti Níels 2193 póst Sigurðsson.

4457

+ Gróa Ólafsdóttir átti Eirík „leðju“ Jónsson, sunnl, bl.

4458

đ Þorbjörg Jónsdóttir, Sigurðssonar 4230 átti I Hjálmar Árnason b. á Ormsstöðum í Skógum 1748. Þ. b.: Kristín f. 1748; II Eirík Gíslason í Mjóanesi (f. um 1713) og var s. k. hans; en fyrri k. hans var Helga Bjarnadóttir, Bergssonar (sbr. 458). Þorbjörg var kölluð „trýta“. Þ. einb.: Helga.

4459

αα Helga Eirksdóttir átti Guðmund 9275 Magnússon á Galtastöðum fremri.

ββ Kristín Hjálmarsdóttir var f. k. Stefáns 7084 Sölvasonar í Mjóanesi.

4460

ε Guðlaug Jónsdóttir Sigurðssonar 4230 átti Árna 6742 b. í Beinárgerði Magnússon í Vallaneshjálelgu 1734, Hinrikssonar á Kolsstöðum 1734, Bjarnasonar prests í Þingmúla Gissurarsonar. Þ .b.: Hinrik, Bjarni, Magnús, Snjólfur ókv., bl., Eygerður óg., átti son, sem Árni hét ókv., bl.

4461

αα Hinrik Árnason (f. um 1767) b. í Finnsstaðaseli, átti Þóru 9358 Hjörleifsdóttur frá Seljamýri. Þ. b.: Ögmundur, Úlfheiður, Guðlaug óg., bl., Steinunn. Launsonur Hinriks við Guðrúnu Þorgeirsdóttur, áður en hann kvæntist, hét Gísli, f. í Firði í Seyðisfirði um 1792.

4462

ααα Ögmundur Hinriksson b. í Finnsstaðaseli, átti Guðfinnu 5346 Pétursdóttur frá Gilsárteigi, bl. Þau voru stutt saman og skildu.

4463

βββ Úlfheiður Hinriksdóttir átti fyrst barn við Halli Hallssyni á Völlum, hét það Guðmundur, lengi vinnumaður í Mýnesi ókv., bl.; átti síðar Hannes b. í Sómastaðagerði, bl.

4464

ggg Steinunn Hinriksdóttir átti Guðna son Guðna Sigurðssonar á Hólagerði í Eyjafirði og Sigríðar Magnúsdóttur. Móðir Guðna Sigurðssonar hét Jórunn, systir Jóns læknis Péturssonar. Þ. b.: Guðlaug.

4465

+ Guðlaug Guðnadóttir átti Sigvalda 3078 Gíslason frá Dalshúsum, þau skildu bl. Síðar bjó hún með Sigfúsi 3323 Sigurðssyni frá Njarðvík.

đđđ Gísli Hinriksson b. í Bakkagerði í Reyðarfirði, átti Jóhönnu 13763 Malmqvist. Þ. b.: Guðlaug k. Indriða 13199 í Seljaeigi.

4466

ββ Bjarni Árnason átti Kristínu 4075 Eyjólfsdóttur frá Kolsstöðum.

4467

gg Magnús Árnason (f. á Egilsstöðum á Völlum um 1743), bjó í Sigurðargerði í Fellum og síðan í Haga í Vopnafirði (1816, 73 ára) d. 1833, átti Þuríði Þórðardóttur (f. í Fjallsseli um 1760) systur Þorsteins „pinkils“ (7015). Þ. b.: Árni.

4468

ααα Árni Magnússon b. á Hrappstöðum, var s. maður Sigríðar 12116 Sveinsdóttur frá Einarsstöðum.

4469

ſ Helga Jónsdóttir Sigurðssonar 4230 átti Þorstein (7058) Gunnlaugsson á Mýrum (47 ára 1762). Þ. b.: Sigríður, Margrét, Kristborg, Þórdís, Þuríður. Helga varð úti á Hallormsstaðahálsi, þar sem síðan heitir Helguhraun.

αα Sigríður Þorsteinsdóttir, fædd blind, kölluð „Sigga blinda“, óg., bl., var í Fljótsdal, vel gáfuð, kenndi tornæmum börnum.

ββ Margrét Þorsteinsdóttir f. k. Eiríks 12793 Magnússonar á Mýrum.

gg Kristborg Þorsteinsdóttir (f. um 1752) átti Árna (f. um 1748) Jónsson og Guðrúnar Jónsdóttur (f. um 1724), bjuggu á Eyrarteigi 1779, Hafrafelli 1784 og Staffelli 1789. Þ. b.: Þórdís, Jón, Kristborg, Ingibjörg.

ααα Þórdís Árnadóttir k. Jóns 10748 Ögmundssonar á Hólalandi.

βββ Jón Árnason b. í Geitavíkurhjáleigu og Jökulsá, átti Guðlaugu 10406 Sturludóttur.

ggg Kristborg Árnadóttir k. Jóns 2123 Gíslasonar í Brekkuseli.

đđđ Ingibjörg Árnadóttir f. k. Eiríks 9262 á Heykollsstöðum Pálssonar, bl.

đđ Þórdís Þorsteinsdóttir átti Þorstein 5756 á Þorvaldsstöðum í Breiðdal Erlendsson.

εε Þuríður Þorsteinsdóttir átti Erlend 5677 Gunnlaugsson á Þorgrímsstöðum í Breiðdal.

4470

bbb Sigurður Hjálmsson var á Völlum, fátækur maður, en ráðvandur og vel kynntur (ath. 4229), átti Þorgerði 5502 Jónsdóttur og Kristínar Jónsdóttur í Papey Guðmundssonar. Þ. b.: Jón f. c. 1722. Hjá honum er Þorgerður 1762 á Bessastöðum, 62 ára, en í Papey er hún hjá móður sinni 1703 3 ára.

4471

α Jón Sigurðsson bjó lengst á Bessastöðum í Fljótsdal, átti Ragnhildi 2106 Guðmundsdóttur frá Brú. Ætt frá þeim er 2107 o. s. frv. Laundóttir Jóns hét Guðrún, f. um 1767. Móðir hennar er sögð Guðrún 4993 Högnadóttir frá Hamborg og er það mjög líklegt.

4472

αα Guðrún Jónsdóttir (laungetin) átti Björn 1070 Vilhjálmsson b. í Dagverðargerði. Þ. einb.: Guðrún. Dó móðir hennar að henni. Eftir það var Björn hálfundarlegur, var oftast í húsmennsku, lengst í Miðhúsaseli. Við dauða Guðrúnar var bú þeirra virt, árið 1800, 110 rd. 25½ sk.

4473

ccc Sigríður Hjálmarsdóttir 4229 ókunn.

4474

b Eiríkur Árnason prests á Skorrastað 4201 bjó á Hallfreðarstöðum um miðja 17. öld. Hann er kosinn 1649 til að hylla Friðrik III. á alþingi, fyrir hönd Austfirðinga, með Þorgrími Guðmundssyni í Krossavík („lögskilabændur“) og lögréttumönnunum Einari digra Magnússyni í Njarðvík og Tómasi Finnssyni á Birnufelli. Hefur Eiríkur því verið í röð merkustu bænda á Austfjörðum um þær mundir. Ekki er kunnugt um konu hans, en börn hans voru þessi, eftir sögn Jóns Gunnlaugssonar: Hjörleifur, Bessi, Ingibjörg, Guðrún, Kristín, Þórdís, Hallfríður. Nú er ekkert kunnugt um þær systur.

4475

aa Hjörleifur Eiríksson bjó á Litlasteinsvaði, er dáinn litlu fyrir 1703. Kona er ókunn, en dóttir hans hét Gyðríður.

4476

aaa Gyðríður Hjörleifsdóttir átti Högna 10113 Rustikusson frá Stórabakka, bjuggu á Litlasteinsvaði 1703, hann 32, hún 29 ára, en síðan á Rangá, að minnsta kosti 1723—34 og eflaust lengur.

4477

bb Bessi Eiríksson bjó á Hallfreðarstöðum fyrst, góðu búi. Átti hann þá eitt sinn 8 kýr. Þá var Merasel byggt. Síðar bjó hann á Brekku í Tungu, (hefur líklega orðið að víkja fyrir Marteini sýslumanni Rögnvaldssyni, er býr á Hallfreðarstöðum 1681) og þar býr hann 1703, 56 ára. Kona hans hét Anna Sigurðardóttir, þá 68 ára. Þ. b. þá hjá þeim: Eiríkur 22, Sigríður 27, Þóra 25 ára. Enn var Arnleif dóttir þeirra og er þá 35 ára og Sigurður 34 ára. Nú er ekki kunnugt nema um Arnleifu og Sigríði 4560.

4478

aaa Arnleif Bessadóttir (f. um 1668) átti Svein (ath. 7686) Sigurðsson b. á Hofi í Fellum, en víst síðast í Fremraseli. (1703 fyrir manntalið, nefndur þar í verzlunarbók Vopnafjarðar). Þ. b. 1703: Guðrún 6, Sigurður 4, Ingibjörg 3 ára. Þær systurnar eru á Brekku 1703 hjá afa sínum, hafa líklega dáið í bólunni. En Sigurður lifði. Er mælt, að móðir hans hafi gengið um með hann. Hún er í húsmennsku með hann í Fremraseli 1703.

4480

α Sigurður Sveinsson (f. um 1699) bjó á Hauksstöðum á Jökuldal, góður bóndi. Þar býr hann 1762. Sögn er um það, hjá afkomendum hans, að hann hafi búið á Fossi í Vopnafirði, hvort sem það hefur verið fyrir 1762 eða eftir. Á Fossi bjó Jón sonur hans fyrst og má vera, að Sigurður hafi verið þar síðast og dáið þar. Lengi var til á Fossi eftir hann steðji mikill, merktur með 3 Sum, sleggja og pottur. Var potturinn til á Fossi fram um 1900, en brotnaði þá af slysi. Hann var járnsmiður góður. Hann var kallaður Sigurður „tugga“, því að það var kækur hans að tvítaka síðustu orðin í setningu, þegar hann talaði. Kona hans var Ólöf dóttir Árna á Straumi (sagði Sveinn á Hafrafelli og sagði einnig, að af Árna þessum væri kominn Ormar í Sauðhaga,en annars er mér ókunnugt um það). Kona hans er talin 54 ára 1762 og ætti þá að vera f. um 1708. Þau urðu kynsæl, er mælt að einhverjir synir hans hafi lent norður í Axarfjörð. En þau börn þeirra, sem kunnugt er um voru: Þórður, Ingibjörg 4502, Guðbjörg 4503, Jón 4551, Árni 4558.

Sigurður er ekki nefndur í bændatali Jens Wíums 1734. En í verzlunarbókum Vopnafjarðar er nefndur Sigurður Sveinsson á Ási 1723 og Víðivöllum 1730. Gæti það vel verið þessi Sigurður.

Þess má geta, að Margrét í Geirúlfsstöðum (talin ættfróð) kvaðst hafa séð bréf, sem fóru milli föður hennar, Sigurðar Eiríkssonar 1214 á Mýrum, og Jóns í Möðrudal, Jónssonar, Sigurðssonar, tuggu, og kölluðu þeir þar hvor annan frænda, ath. 7866. Hún heyrði og föður sinn kalla þá bræður, Metúsalem á Bustarfelli og Friðrik á Fossi Árnasonu, Sigurðssonar tuggu, frændur sína. En eigi vissi hún, hvernig þeim skyldleika var varið.

Skyldleiki milli Sigurðar á Mýrum og Jóns í Möðrudal (og Bustarfellstaræðra) gæti verið þannig: Sigurður — Eiríkur — Vilborg — Sr. Eiríkur — Sölvi. Jón — Jón — Sigurður tugga — Sveinn — Sesselja í Hólsseli. Hefði Sigurður á Mýrum þá verið fimmmenningur við þá Jón Jónsson í Möðrudal og Bustarfellsbræður, Metúsalem og Friðrik Árnasonu Sigurðssonar tuggu.

Fram yfir 1800 töldu menn oft ættir sínar saman langt fram.

Ég get eigi séð hvernig ættir þessar gætu komið nær saman. Þessi ættfærsla kæmi og vel heim við það, að Aðalbjörg í Möðrudal, systir Bustarfellsbræðra, taldi Svein í Vatnsdalsgerði frænda sinn (kallaði hann jafnvel bróður sinn), en hann var sonur Jóns Árnasonar, frá Grímsstöðum Jónssonar í Hólsseli Sigurðssonar þar, er var sonur Sigurðar í Hólsseli og Sesselju Gunnlaugsdóttur.

Einnig taldi Sveinn sig skyldan Sigurði í Gunnólfsvík Björnssyni frá Rangá Árnasonar. En Björn á Rangá átti Guðbjörgu d. Sigurðar tuggu.

4481

αα Þórður Sigurðsson bjó á Hauksstöðum, Hnefilsdal og Merki, átti Solveigu Jónsdóttur. Hann dó 2.6. 1799, en hún 1807, 78 ára. Þ. b.: Eiríkur, Árni, Kristín.

4482

ααα Eiríkur Þórðarson b. í Merki, átti Ingibjörgu Jónsdóttur. Hún dó 1841, 78 ára. Þ. b.: Vilborg, Árni, Þórunn, Björg, Guðný, Óli, Ingibjörg.

4483

+ Vilborg Eiríksdóttir átti 1826 Jón 9629 Gunnlaugsson frá Hjarðarhaga, bjuggu á Árnastöðum upp af Hvanná. Þ. b.: Sveinn, Jóhannes, Jón.

4484

++ Sveinn Jónsson bjó síðast á Einarsstöðum í Vopnafirði og hafði keypt þá, átti Ragnhildi 2181 Magnúsdóttur, Snorrasonar bl.

4485

++ Jóhannes Jónsson kallaður „skarði“ (hafði skarð í vör) átti Finnu Marteinsdóttur b. í Álftagerði við Mývatn, Guðlaugssonar s. st. Kolbeinssonar. Móðir Guðlaugs hét Finna. Móðir Marteins var Kristín Helgadóttir frá Skútustöðum, en kona Marteins Sigríður Guðmundsdóttir, Pálssonar. Þ. b.: Jón, Gunnlaugur, Jóhanna.

4486

+++ Jón Jóhannesson lærði búfræði á Eiðum, varð barnakennari í Bakkagerði í Borgarfirði og síðan sjómaður.

4487

+++ Gunnlaugur Jóhannesson átti Sigurlaugu Björnsdóttur í Njarðvík, Gíslasonar, hljóp svo frá henni. Áttu eina stúlku.

4488

+++ Jóhanna Jóhannesdóttir varð s. k. Sveins 2037 Pálssonar á Dallandi.

4489

++ Jón Jónsson átti Sigríði 12060 Sigurðardóttur frá Lýtingsstöðum.

4490

+ Árni Eiríksson átti börn við Guðnýju systur sinni, var dæmdur út, dó strax eftir að út kom.

4491

+ Þórunn Eiríksdóttir átti Jón 10226 Bjarnason frá Ekru, bjuggu á Setbergi í Fellum.

4492

+ Björg Eiríksdóttir átti fyrst barn, við Guttormi 6456 Vigfússyni á Arnheiðarstöðum, hét Anna; giftist svo Magnúsi 2176 Snorrasyni í Brattagerði og var s. k. hans.

4493

++ Anna Guttormsdóttir átti Daníel 8021 Þorsteinsson b. á Oddsstöðum í Skógum bl.

4494

+ Guðný Eiríksdóttir átti fyrst 4 börn með Árna bróður sínum og fyrirfór þeim öllum, nema hinu síðasta. Þá komst upp brot þeirra og voru þau bæði tekin og dæmd út. Guðný kvað Árna aldrei hafa vitað um morðin og kvaðst hafa talið honum trú um, að þykktin á sér væri aðeins blóð, er stæði með sér. Varð Árna mjög hverft við, er hið sanna kom upp og bar sig illa, dó hann skömmu eftir að út kom, en Guðný var á spunahúsi í 3 ár og var þá náðuð. Hún var dugleg mjög, góð viðbúðar og kom sér vel. Þegar inn kom giftist hún í Öxarfirði eða þar í grennd Jóni nokkrum Fúsasyni og átti með honum eina dóttur, sem giftist.

4495

+ Óli Eiríksson b. í Merki, góður bóndi, eins og þeir feðgar allir, og greiðamaður, átti I 1827 Guðrúnu 7241 Pétursdóttur frá Hákonarstöðum. Þ. b. sem lifði: Hallfríður; II 1838 Sigríði 11292 Eiríksdóttur frá Gilsárteigi. Þ. einb.: Guðrún.

4496

++ Hallfríður Óladóttir átti Eirík 1274 Hallsson á Sleðbrjót.

4497

++ Guðrún Óladóttir átti Sigfinn 7209 Pétursson á Hákonarstöðum.

4498

+ Ingibjörg Eiríksdóttir óg., átti barn við Þorgrími 7222 Péturssyni á Hákonarstöðum, hét Guðrún.

4499

++ Guðrún Þorgrímsdóttir átti I Ófeig 9636 Jónsson b. í Klausturseli. Þ. b.: Ingigerður, Kristín, Ingibjörg allar Am.; II Grím 5982 Einarsson Scheving Stefánssonar prests í Presthólum, Lárussonar, Am.

4500

βββ Árni Þórðarson frá Merki (f. c. 1766) er í Hnefilsdal hjá foreldrum sínum 1786, en verður svo eigi vart þar um slóðir framar.

4501

ggg Kristín Þórðardóttir átti Illuga 7709 Jónsson „eiturkana“, son Jóns „almáttuga“, b. í Giljum 1807, í Blöndugerði og víðar, fátækur. Þ. b.: Guðrún, Aðalbjörg, Elísabet óg., bl.

4502

ββ Ingibjörg Sigurðardóttir „tuggu“4480 (f. 1732) átti I Pétur 7196 frá Skjöldólfsstöðum Pétursson, Jónssonar á Skjöldólfsstöðum, Gunnlaugssonar. Þau bjuggu á Skjöldólfsstöðum; þar verður hann hreppstjóri 1756 og býr þar fram um 1764. Vorið 1764 eða 5 hefur hann flutt að Bót, því að það ár er Ólöf dóttir hans fædd þar, en Margrét á Skjöldólfsstöðum 1764, Þar bjuggu þau síðan. Pétur hefur dáið nálægt 1772. Þ. b.: Pétur, Elísabet, Þorbjörg f. um 1771, Margrét, Ólöf. Síðar giftist Ingibjörg um 1774 Jóni 10305 frá Torfastöðum í Hlíð Sveinssyni b. á Torfastöðum, Jónssonar, bróður Svanhildar k. Skúla Sigfússonar á Brimnesi, sem Skúlaætt er frá. Þau bjuggu fyrst í Bót og síðan á Hákonarstöðum. Hafa flutt þangað, er Þorsteinn Jónsson flutti þaðan að Melum 1774. Þar er elzta barn þeirra, Þórdís, fædd um 1775. Þaðan munu þau hafa flutt að Syðrivík 1803 og búið þar síðan. Jón dó þar hjá Ingibjörgu dóttur sinni 5.2. 1831, en Ingibjörg er dáin fyrir 1816. Þ. b.: Þórdís, Ingibjörg, Kristín, Sigurður. Fyrri börn Ingibjargar verða talin í ætt frá Jóni Gunnlaugssyni á Skjöldólfsstöðum 7196, en síðari börnin í ætt frá Sveini á Torfastöðum og Sólrúnu Guttormsdóttur frá Hjarðarhaga, Sölvasonar 10305.

4503

gg Guðbjörg Sigurðardóttir „tuggu“ 4480 (f. um 1738) átti Björn (f. um 1721) Árnason, bjuggu lengst á Rangá, en síðast í Skógargerði, þar dó Björn 1786. Hann hefur ef til vill verið sonur Árna Bjarnasonar, sem er á Rangá 1730 eða Árna Árnasonar, sem þar er þá líka, allt óvíst samt. Árið 1762 er Björn á Rangá talinn 41 árs, konan 23 og synir þeirra 4 og 1 árs. Þ. b.: Guðmundur, Páll, Sigurður, Guðrún, Þórdís. 1757 er Björn Árnason á Rangá þingvottur á Rangá og Ögmundur Árnason sama staðar.

4504

ααα Guðmundur Björnsson (f. um 1757) bjó í Brekkuseli í Tungu, Arnaldsstöðum og Vaði í Skriðdal, átti Solveigu 9253 Magnúsdóttur frá Fremraseli. Þ. b.: Sesselja, Vilborg. Þau búa á Arnaldsstöðum í Skriðdal 1807, hafa komið þangað það vor, eru þá bæði talin 50 ára. Þ. b. þá þar: Vilborg 22, Guðbjörg 15 ára. Bjuggu stutt á Arnaldsstöðum.

4505

+ Sesselja Guðmundsdóttir (f. á Rangá um 1779) átti I Erlend 5693 í Áreyjum Eiríksson; II Jón 13286 Einarsson á Hafranesi.

+ Vilborg Guðmundsdóttir átti Jón 5714 Eiríksson í Seljateigi.

4506

βββ Páll Björnsson (f. um 1766) b. á Mýrum, Sauðhaga, Staffelli, flutti þaðan að Ásbrandsstöðum, bjó síðast í Vatnsdalsgerði í Vopnafirði. Hann átti 1792 Sigríði 10464 Guðmundsdóttur (f. á Klaustri c. 1766) d. Guðmundar Sturlusonar. Þ. b.: Guðrún,Ólöf, Ragnhildur, Vilborg, Páll, Guðmundur, Sæbjörg. Páll lifir í Miðfirði hjá Ólöfu 1845.

4507

+ Guðrún Pálsdóttir átti 1834 Þorvarð 2422 Einarsson frá Geitagerði.

4508

+ Ólöf Pálsdóttir átti Jón 11173 Einarsson í Vatnsdalsgerði, bjuggu síðar í Miðfirði á Ströndum. Þ. b. 1845: Sigríður 25, Aðalbjörg 15 ára.

4509

+ Ragnhildur Pálsdóttir átti Jón 7715 Jónsson á Hamri í Selárdal.

4510

+ Vilborg Pálsdóttir átti I 1833 Jón 11917 Jónsson frá Hvammsgerði, bjuggu í Hvammsgerði og á Lýtingsstöðum. Þ. b.: Jóhannes ókv., bl., Páll ókv., bl., Jón, Jónas dó barn, Vilborg dó barn, Jónas annar dó barn, Sigurbjörn ókv., bl., varð gamall, var síðast lengi húsmaður í Fagradal, einrænn og undarlegur, Vilborg. Jón dó 1844. Þá átti Vilborg launson, við Bjarna 9606 Rustikussyni, hét Arnbjörn, giftist svo II 1848 Hallgrími Jónssyni, er kallaður var „voðablóð“ og „dauðablóð“. Bjuggu á Breiðamýri. Þ. b.: Hólmfríður Ólöf f. 1848. Hallgrímur tók fram hjá henni við Ólöfu Davíðsdóttur 1850, hét sonur þeirra Björn. Vorið 1857 fóru þau Hallgrímur og Vilborg að Grund í Þistilfirði með Hólmfríði og Arnbjörn.

4511

++ Jón Jónsson (f. 1837) kallaður „Vilborgarson“ átti 1871 Guðlaugu 13534 Gísladóttur frá Þorvaldsstöðum á Ströndum. Þau voru hér og þar, bjuggu síðast nokkuð lengi á Svínabökkum, lentu síðast austur að Skeggjastöðum á Dal. Þ. b.: Guðjón, Am., Páll, Antonía Petra, Pétur Hafsteinn.

4512

+++ Páll Jónsson bjó á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá, átti Sólrúnu 4293 Guðmundsdóttur frá Haugsstöðum.

4513

+++ Antonía Petra Jónsdóttir átti Benedikt 2547 Kröger á Stórabakka.

4514

+++ Pétur Hafsteinn Jónsson varð úti um tvítugt, utan í Stórabakkahálsi.

4515

++ Vilborg Jónsdóttir átti fyrst barn, við Benjamín 7265 Þórðarsyni frá Brunahvammi, hét Sigurður Vilhelm; giftist svo Halldóri Þórðarsyni frá Sævarenda Am.

4516

+++ Sigurður Vilhelm Benjamínsson (f. 30.1. 1874) var beykir í Vopnafirði og góður smiður, mesti myndarmaður, átti I 24.6. 1902 Stefaníu 939 og 263 Þorsteinsdóttur frá Eyvindarstöðum. Þ. einb.: Sigurður Ragnar; II 2.2. 1908 Ólöfu Ólafsdóttur á Setbergi Finnbogasonar. Þ. b.: Björgólfur 13388, Benedikt, Jón.

4517

++ Arnbjörn Bjarnason.

4518

++ Hólmfríður Ólöf Hallgrímsdóttir.

4519

+ Páll Pálsson b. í Syðrivík átti I Guðrúnu 9152 Stefánsdóttur á Torfastöðum Ólafssonar bl.; II Arnfríði 242 Jónsdóttur á Egilsstöðum Stefánssonar. Þ. b.: Jósef, dó ungur.

4520

+ Guðmundur Pálsson b. á Ásbrandsstöðum átti Jóhönnu 7740 Jónsdóttur „almáttuga“. Öll þ. b. óg., bl.

4521

+ Sæbjörg Pálsdóttir var 2. k. Jóns 7715 á Hamri Jónssonar „almáttuga“.

ggg Sigurður Björnsson frá Rangá (f. um 1772) b. fyrst í Sigurðargerði hjá Ási, átti I Ingibjörgu 5059 Ingimundardóttur frá Ekkjufellsseli, Þ. b.: Páll, Árni, Jón, Benjamín, Sigurður, Valgerður, Björn. Síðar átti hann II 1820 Ólöfu (f. í Syðrivíkurhjáleigu um 1797) d. Jóns Guðmundssonar b. á Síreksstöðum 1816 þá 50 ára (f. á Heykollsstöðum um 1766) og Guðrúnar Jónsdóttur (f. á Höfn á Ströndum um 1768). Þ. b. 1838: Jón 18, Guðmundur 10, Ólöf 5, Sigvaldi 2 ára. Halldór var einn sonur þeirra, f. um 1823.

Sigurður var um fermingaraldur til veru á Hafrafelli. Þá var mannýgur tarfur fullorðinn á Staffelli, kallaður Staffellsboli; gekk hann mjög einn og var illa þokkaður. Sigurður var smali. Einn morgun vantaði hann ær nokkrar og leitaði þeirra. Hljóp hann þá einhvers staðar fram á barð til að skyggnast um. En boli lá þá undir barðinu og brást þegar við og setti hausinn undir Sigurð og lenti hann þannig upp á háls honum. Sigurður tók það til bragðs, að hann krækti fótunum undir háls bola. Ærðist þá boli, og reyndi að hrista hann af sér. En drengur sat sem fastast og gat boli ekki losað sig við hann. Reið Sigurður svo á hálsi honum til miðaftans. Þá lagði boli hausinn á jörð. Fór Sigurður þá af honum og leit boli ekki upp. Var boli mjög eftir sig í hálsinum og var drepinn litlu síðar.

Sigurður bjó síðast í Gunnólfsvík.

4523

+ Páll Sigurðsson b. í Gunnólfsvík og Kverkártungu 1838, átti Oddnýju 1319 Tunisdóttur frá Brekku í Tungu.

4524

+ Jón Sigurðsson b. í Meðalnesi og Brekkuseli, átti Guðrúnu (sbr. 9276) Jóakimsdóttur norðlenzka. Þ. b.: Magnús, dó ungur.

4525

+ Benjamín Sigurðsson fór til Vopnafjarðar, var niðursetningur í Hrafnsgerði 1890, ókv , bl.

4526

+ Sigurður Sigurðsson b. á Grund á Langanesi, átti Sigríði 9604 Rustikusdóttur frá Breiðumýri. Þ. b.: Sigurbjörn, Guðmundur, Ingimundur, Am.

4527

++ Sigurbjörn Sigurðsson var póstur frá Vopnafirði norður, átti Oktavíu af Langanesi.

4528

++ Guðmundur Sigurðsson var vinnumaður í Víðidal og víðar, á Giljum 1892, átti Ingibjörgu7774 Valdimarsdóttur, Sveinssonar. Hún fór til Am., en hann ekki.

4529

+ Valgerður Sigurðardóttir átti Jón 779 b. á Hallgilsstöðum á Langanesi Jónsson. Þ. b. 1829: Ingibjörg, Oddný, Jóhannes, Jónas, Aðalbjörg.

Valgerður býr ekkja á Eldjárnsstöðum 1845. Börn hennar þar þá hjá henni: Jónas 17, Gestur 15, Ingibjörg 23, Aðalbjörg 22, Sofía 13, Guðrún 10, Jóhannes 19 ára, vinnumaður hjá tvíbýlism. Eiríki Eiríkssyni. Sveinn Sveinsson ekkjumaður 54 ára, fyrirvinna Valgerðar.

++ Aðalbjörg Jónsdóttir átti Guðmund 4873 Sigurðsson á Skálum.

4530

+ Björn Sigurðsson b. á Hrollaugsstöðum eitthvað, var svo í vinnumennsku, átti Guðbjörgu Jónsdóttur b. á Helgustöðum (f. á Bakka á Tjörnesi um 1783) Ívarssonar, hálfsystur Einars á Hjalla. Albróðir Guðbjargar hét Magnús, bjó á Aðalbóli, faðir Bjargar konu Þorsteins 2377 Arnbjörnssonar. Annar albróðir hennar var Guðmundur Jónsson vm. í Vopnafirði, átti Ólöfu. Börn Björns og Guðbjargar: Sigurður, Sigríður, Björn ókv., Þorsteinn ókv., Anna óg., Jón. Voru flest mjög tornæm.

4531

++ Sigurður Björnsson var vinnumaður á Dal og víðar, átti Þórönnu 12972 Stefánsdóttur, Árnasonar, Stefánssonar í Sandfelli. Þ. b. Björn

++ Sigríður Björnsdóttir átti Jónas 10090 Jónsson í Klausturseli, bl.

++ Jón Björnsson ókv. fór til Am. Hann átti barn við Önnu 2537 d. Kristjáns á Hvanná, hét Guðmundur.

4532

+ Jón Sigurðsson járnsmiður góður, er á Ytra-Lóni 1845, 25 ára, átti Aðalbjörgu Þórkelsdóttur frá Sveinungsvík.

4533

+ Guðmundur Sigurðsson lærði gullsmíði, b. í Valadal á Tjörnesi. Hans b.: Sigurveig, fór til Húsavíkur, óg., átti 1 son. Um 1855 og eftir það var Guðmundur lausamaður í Þistilfirði og á Langanesi, einn sín liðs og stundaði mest silfur- og koparsmíði.

4534

+ Ólöf Sigurðardóttir er á Ytra-Lóni 1845, 13 ára.

4535

+ Sigvaldi Sigurðsson (f. c. 1835) bjó fyrst í Mánárseli á Tjörnesi, var svo lengi vinnumaður á Sauðanesi, átti Guðrúnu Pétursdóttur af Tjörnesi. Þ. b.: Kristrún, Ólöf óg., bl., Karl.

4536

++ Kristrún Sigvaldadóttir átti Tryggva Helgason frá Hauksstöðum Guðlaugssonar á Steinkirkju í Fnjóskadal Eiríkssonar og Arnfríðar Jónsdóttur b. í Garði við Mývatn, Jónssonar, Marteinssonar. Bjuggu um tíma á Haugsstöðum og hættu svo búskap. Þ. b.: Helgi, Guðrún, Ólafur, Halldóra, Klara.

+++ Helgi Tryggvason (f. 1.3. 1896) var 1 vetur í gagnfræðaskóla á Akureyri, átti 2.6 1921 Ingigerði 1735 Einarsdóttur prófasts á Hofi.

4542

++ Karl Sigvaldsson lærði búfræði erlendis, keypti svo Syðrivík 1917 og bjó þar 2 ár, seldi hana þá aftur og búið og fór til Kaupmannahafnar og kvæntist þar.

+ Halldór Sigurðsson frá Gunnólfsvík (f. c. 1823) er vinnumaður á Þorvaldsstöðum í Vopnafirði 1845, fór að Ytra-Lóni 1846. Byggði upp Halldórsstaði í Gunnólfsvíkurheiði og bjó þar. H. d.: Aðalbjörg.

++ Aðalbjörg Halldórsdóttir átti Þorgrím b. í Gunnólfsvík síðast Bjarnason í Lásgerði hjá Einarsstöðum í Reykjadal og Þórdísar. Þ. b.: Bjarni, Guðlaug Elísabet, Halldór, Steinþór, Árni, Solveig.

4543

đđđ Guðrún Björnsdóttir (f. c. 1759) frá Rangá var f. k. Páls (f. c. 1772) Sigurðssonar b. á Sómastöðum í Reyðarfirði, er ættaður var af Úthéraði (segir Jón Sigfússon). Þau Páll giftust 1796. Hún dó á barnssæng 1798. Þ. b.: Þórunn, Kristín; Páll átti síðar 1799 Kristínu (f. c. 1776) Jónsdóttur. Þ. b.: Kristín. Þau búa á Sómastöðum 1830.

4544

+ Þórunn Pálsdóttir átti Hinrik b. í Sómastaðagerði Hinriksson. Þ. b. 1837: Páll 13, Þorsteinn 11, Guðlaug 7, Einar 4 ára.

4545

+ Kristín Pálsdóttir átti Stefán Ásbjörnsson.

4546

εεε Þórdís Björnsdóttir frá Rangá (f. c. 1760) átti I mann, sem ókunnugt er um, hafa víst ekki átt börn; II giftist hún 1790 á Hallormsstað, Jóni 10095 Ásmundssyni. Hún er þá kölluð „ekkja“ 30 ára, en Jón er talin 26 ára. Hún hefur þá átt heima á Oddsstöðum í Skógum. Jón ætti að vera f. um 1766. Þorleifur Jóakimsson í Kóreksstaðagerði (er síðar fór til Am., ágætlega minnugur) sagði eftir sonarsonum þessa Jóns, að faðir hans Ásmundur, hefði verið Pétursson, var og sjálfur sonarsonur hans. Hafa foreldrar Jóns líklega verið Ásmundur Pétursson (f. um 1718) sem bjó á Gunnlaugsstöðum 1748, 30 ára, og næstu ár, og kona hans Þórunn Bjarnadóttir þá 24 ára og þá fædd um 1724. Hefur hún verið systir Sveins Bjarnasonar sterka á Gíslastöðum, föður Sigurðar á Kolsstöðum. Margrét á Geirólfsstöðum sagði að Jón hefði verið mikið skyldur föður sínum eða móður og verið vinátta milli, og hefur það verið á þennan hátt, enda hefði Ólöf móðir hennar Sigurðardóttir og Jón þá verið að 2. og 3.

Jón og Þórdís voru á Hafursá 1792, en búa á Miðhúsum í Eiðaþinghá 1793 og næstu ár. Þar eru synir þeirra, Björn og Ásmundur, fæddir um 1794 og 1796. Þórdís dó 1800. Síðar átti Jón II Rannveigu 12370 d. Þorleifs skipasmiðs Stefánssonar og flutti í Reyðarfjörð og bjó í Stóru Breiðuvík um 1830, hefur dáið skömmu síðar.

4547

+ Björn Jónsson bjó á Karlsskála og Kirkjubóli í Reyðarfirði, átti Guðlaugu 6917 Pétursdóttur frá Karlsskála.

4548

+ Ásmundur Jónsson b. á Karlsstöðum og Krossanesi (lengst) í Reyðarfirði átti I Margréti Guðmundsdóttur. Hún er talin kona hans 1830, þau áttu ekki börn svo að lifði; en 1837 er hann kvæntur II Helgu 10956 Bjarnadóttur og þ. b. þá í Krossanesi Jón 3 ára, svo að þau hafa líklega gifzt 1834. Helga er þá (1837) talin 32 ára, og ætti því að vera fædd um 1805. Síðar er aldur hennar á reiki. Hún er fædd í Skorrastaðasókn. Hjá foreldrum sínum í Miðbæ er hún 1802, talin 2 ára, og er því eflaust fædd 1800. Árið 1829 er Helga Bjarnadóttir vinnukona hjá Ásmundi og Margréti, talin 33 ára. Árið 1816 er á Krossi í Mjóafirði Margrét Gísladóttir ekkja, 44 ára, með dóttur sína Helgu Bjarnadóttur, sem þá er talinn 16 ára og ætti því að fylgja öldinni;er hún fædd í Miðbæ í Norðfirði, en Margrét í Sandvík. Er það eflaust Margrét d. Gísla Sigfússonar á Hofi í Norðfirði. Hún átti Bjarna b. í Miðbæ í Norðfirði og áttu þau Helgu fyrir dóttur. Börn Ásmundar og Helgu voru: Jón, f. 1836, Helgi, f. 24.9. 1842.

4549

++ Jón Ásmundsson bjó á Kirkjubóli í Vöðlavík, átti Sigríði 12355 Guðmundsdóttur frá Litlu Breiðuvík. Þ. b.: Ásmundur vitavörður á Dalatanga, hrapaði, Salgerður k. Kristjáns Benjamínssonar af Garðskaga, búa í Norðfirði, Helga, er í Reykjavík 1924.

4550

++ Helgi Ásmundsson b. á Kirkjubóli 1873 móti bróður sínum, átti Þuríði 4243 Hjálmarsdóttur, Jónssonar, Hjálmarssonar, er kölluð var, en faðirinn var Jón 12228 Þorgrímsson á Ýmastöðum. Þ. b.: Ásmundur, Ari dó ókv. bl. 1903, Ólafur, Guðný, Halldóra, Sveinlaug, Eiríkur, fórst á mótorbátnum Kára 30.11. 1923, 35 ára.

+++ Ásmundur Helgason á Bjargi (f. 18.8. 1872) átti Sveinbjörgu 2787 Stefánsdóttur frá Seldal.

+++ Ólafur Helgason átti 1905 Guðnýju 12282 Stefánsdóttur Jónssonar á Sómastöðum,

+++ Halldóra Helgadóttir átti 1905 Jóhann Þorvaldsson Jónssonar í Dölum í Fáskrúðsfirði.

+++ Sveinlaug Helgadóttir átti 1909 Hallgrím 12282 Stefánsson Jónssonar á Sómastöðum. Hann drukknaði á Kára 1923.

4551

đđ Jón Sigurðsson „tuggu“ 4480 (f. um 1742) bjó fyrst á Fossi ein 10—12 ár, átti I Guðrúnu 13052 Óladóttur b. á Tjarnarlandi Þórðarsonar b. á Hjartarstöðum 1703, Stefánssonar. Þ. einb.: Jóhannes. Guðrún dó 26.9. 1784. Síðar átti Jón II 1787 Guðrúnu 12072 Jónsdóttur frá Vakursstöðum Sigurðssonar. Þau fluttu í Möðrudal vorið 1789 og bjuggu þar síðan til dauðadags. Þ. b.: Jón, Guðrún, Arnþrúður, Ragnhildur, Kristín. Jón dó haustið 1800; var þá bú hans virt til skipta 717 rd. 12 sk. Þar í var Möðrudalur, virtur 120 rd. („mjög að ganga af sér“).

4552

ααα Jóhannes Jónsson (f. um 1778) bjó í Klausturseli, alllengi fyrst, síðan á Hrafnkelsstöðum 1816 og síðast og lengst í Fjallsseli, góður bóndi, átti Guðrúnu 1596 Þorkelsdóttur frá Eiríksstöðum.

4553

βββ Jón Jónsson bjó í Möðrudal, átti 1810 Aðalbjörgu 3784 Árnadóttur frá Bustarfelli, bræðrungu sína.

4554

ggg Guðrún Jónsdóttir (ath. 14210) átti Jón 8071 b. á Grímsstöðum Sigurðsson.

4555

đđđ Arnþrúður Jónsdóttir átti Björn 12845 b. Guðmundsson í Dal í Þistilfirði.

4556

εεε Ragnhildur Jónsdóttir varð s. k. Björns prests í Garði Halldórssonar bl.

4557

ſſſ Kristín Jónsdóttir var f. k. Eyjólfs 3980 Bjarnasonar b. í Hjarðarhaga.

4558

εε Árni Sigurðsson „tuggu“ 4480 bjó í Hjarðarhaga og síðan og lengst á Bustarfelli, átti Ragnheiði 3758 Einarsdóttur prests á Skinnastað Jónssonar. Ætt frá þeim er talin frá nr. 3759 og áfram.

4560

bbb Sigurður Bessason frá Brekku 4477 (f. um 1669) b. í Brekkuseli 1703, átti Hallberu Þorvarðsdóttur (44 ára). Börn ekki talin. Hann tók framhjá með Þuríði 7023 Rafnsdóttur smiðs Einarssonar 1706 og er þá í Kirkjubæjarsókn, og aftur 1710 en er þá í Seyðisfirði.

4561

ccc Sigríður Bessadóttir frá Brekku 4477 (f. um 1676) átti Odd 10431 sterka Eiríksson, bróður Kollgríms á Víðastöðum. Oddur er vinnumaður á Hjaltastað 1703, 41 árs, þá fæddur um 1662. Þau bjuggu á Brekku, eru þar 1734. Þ. b.: Anna, Sigurður, Bessi, Ólafur.

4562

α Anna Oddsdóttir (f. um 1715) var s. k. Rustikusar 9492 Þorsteinssonar á Kóreksstöðum.

4563

β Sigurður Oddsson bjó á Surtsstöðum, var silfursmiður, var s. m. Bóelar 9976 Jensdóttur Wíum, bl.

4564

g Bessi Oddsson bjó í Sleðbrjótsseli, átti Sigþrúði 7014 Jónsdóttur í Sleðbrjótsseli, Rafnssonar. Þ. b.: Sölvi, Einar, Sesselja, Sigríður, Margrét, óg., bl.

4565

αα Sölvi Bessason bjó í Hóli og Klúku í Fljótsdal, þótti heldur smámenni, stamaði mjög og varð oft mismæli, kallaður „Ambögu-Sölvi“, bjó þó nokkuð. Hann átti Aðalborgu 7683 yngstu dóttur Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum, Jónssonar. Hún var skörungur. („Til annars var hún en tölta í trys; tarna var henni mikið slys“, kvað einhver um giftingu hennar). Þ. b : Eiríkur, Jón, Aðalborg, Guðrún.

(Komið og skoðið hann Klúku-Sölva,
hann keypti sér unga faldanift.
Mér liggur við því margoft bölva
hve mikið illa hún var gift.
Til annars var hún en tölta í trys.
Tarna var henni mikið slys).

4566

ααα Eiríkur Sölvason b. í Hvammi á Völlum, átti Sigríði 3163 laundóttur Einars á Ásgeirsstöðum og Halldóru Jónsdóttur pamfíls, og var s. m. hennar.

4567

βββ Jón Sölvason b. á Háreksstöðum og víðar, efnalítill, átti Katrínu 12416 Þorleifsdóttur úr Reyðarfirði. Þ. b.: Anna Katrín, Vilhelmína Friðrika.

4568

+ Anna Katrín Jónsdóttir átti Vigfús 1714 Pétursson á Háreksstöðum.

4569

+ Vilhelmína Friðrika Jónsdóttir átti I Pál Pétursson á Háreksstöðum, bróður Vigfúsar; II Björn 5380 Árnason frá Sævarenda, bjó svo með Einari 2040 Péturssyni, Guttormssonar, fóru þau á Seyðisfjörð, áttu eitt barn, Karl, Þaðan fór hún og Karl til Am.

4570

ggg Aðalborg Sölvadóttir átti Jón 3941 á Víkingsstöðum Þórðarson.

4571

đđđ Guðrún Sölvadóttir átti I Guðmund 960 Hinriksson frá Hafursá; II Þorsteinn 1856 Jónsson, Þorsteinssonar á Melum.

4572

ββ Einar Bessason bjó á Geirastöðum í Tungu, dó úr steinsótt 2.11. 1807, 58 ára, átti Vigdísi 3415 Sigurðardóttur frá Surtsstöðum Eyjólfssonar og Bóelar Jensdóttur Wíum. Þ. b.: Grímur, Guðrún.

4573

ααα Grímur Einarsson b. á Geirastöðum átti 1797 Oddnýju 9549 Guðmundsdóttur á Geirastöðum, Pálssonar. Þ. b.: Magnús, Einar, Guðmundur, Vigdís, Eiríkur, Sigurður ókv., bl.

4574

+ Magnús Grímsson, vænsti maður, bjó í Dölum og á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, átti Guðríði 10515 Ísleifsdóttur frá Rauðholti. Þ. b.: Gróa, Ólafur.

4575

++ Gróa Magnúsdóttir átti Jón 12027 Stefánsson er síðast bjó á Ekru, bl.

4576

++ Ólafur Magnússon átti Sofíu 3162 Björnsdóttur frá Þrándarstöðum. Þ. b.: Guðríður, Am.

4577

+ Einar Grímsson b. í Hólshjáleigu, átti Margréti 9257 Pálsdóttur frá Heykollstöðum. Þ. b.: Eiríkur ókv., bl., Anna óg., bl., bæði krypplingar, og Anna óg., átti 2 börn andvana.

4578

+ Guðmundur Grímsson ókv., bl., var lengi vinnumaður á Hjaltastað, vænsti maður.

4579

+ Vigdís Grímsdóttir var um tíma ráðskona Egils í Rauðholti Ísleifssonar, átti barn við Guðmundi 3352 Andréssyni.

4580

+ Eiríkur Grímsson bjó á Hátúni í Skriðdal, átti Þuríði 1095 Einarsdóttur frá Mýnesi. Þ. b.: Einar, Sigurður ókv., bl.

4581

++ Einar Eiríksson bjó á Sævarenda í Loðmundarfirði, allgóðu búi, átti Sigríði 9643 d. Sigurðar beykis Ólafssonar. Þ. b.: Sigurður 13129 Am., Finnur.

4582

+++ Finnur Einarsson bjó á Sævarenda, með foreldrum sínum, dó ókv., bl.

4583

+ Sigurður Grímsson ókv., bl. Hann var þjófgefinn mjög, en systkin hans öll ráðvendismenn. Þegar Ólafur í Jórvík gifti sig, gleymdist að læsa búrinu, er fólkið fór til kirkjunnar; en þar var kaffibrauðið allt í skáp, er hafa átti til veizlunnar. Sigurður var þar heima. Þegar heim kom og átti að taka til kaffibrauðsins, var Sigurður búinn að sjá fyrir því öllu. Þá var snúizt að honum og hann sakaður um að hafa stolið því. Þá svaraði Sigurður: „Bitti nú (orðtak hans), ykkur var nær að passa betur búrlykilinn“.

4584

βββ Guðrún Einarsdóttir varð 2. k. Ísleifs 10418 Ásmundssonar frá Hóli.

4585

gg Sesselja Bessadóttir 4564 átti Þorstein 3416 Sigurðsson b. í Austdal.

4586

đđ Sigríður Bessadóttir átti Guðmund 1358 b. Filippusson í Húsey. Hún dó 14. 10. 1816, 60 ára, en Sigþrúður móðir hennar, sem var þá hjá henni, daginn áður, 100 ára.

4587

đ Ólafur Oddsson frá Brekku 4561 (f. um 1720—30, d. 1803) bjó á Rjúpnafelli í Vopnafirði, á Ekkjufelli 1762, þá talinn 32 ára, býr á Mýrum í Skriðdal 1778 og er þá talinn 52 ára en 61 árs árið eftir. Býr í Eyrarteigi 1782, þá talinn 61 árs. Hann átti Arndísi Bjarnadóttur sterka Sveinssonar, systur Sveins 2712 í Viðfirði Bjarnasonar. Þ. b.: Valgerður. Ólafur var talinn „iðjumaður“ og „bjargálnamaður“.

4588

αα Valgerður Ólafsdóttir (f. um 1755) átti Konráð Stígsson. Þau búa á Mýrum í Skriðdal 1779, og síðan hér og þar, síðast á Kollaleiru, er hann þá talinn 33 ára en hún 24. Þar er þá Bjarni sonur þeirra 2 ára. Jón Sigfússon segir, að Stígur, faðir Konráðs, hafi búið í Borgarfirði og verið sonur Þorvarðs b. í Borgarfirði, Þorbjörnssonar, vestan frá Breiðafirði, og hafi Þorvarður verið bróðir Péturs Þorbjörnssonar á Löndum. Börn Konráðs og Valgerðar voru: Bjarni, Ólafur, dó ungur. En sagt var, að Bjarni væri ekki sonur Konráðs, heldur Bjarna (4286) Björnssonar í Beinárgerði. Konráð dó 1799.

1703 búa í Hvalvík í Borgarfirði Konráð Þorvarðsson 43 ára og Halldóra Jónsdóttir 49. Þ. b.: Ólafur 20 ára, Þorvarður 17, Solveig 19, Ástríður 12. Þorvarður þessi Konráðsson er líklega faðir Stígs, hvað sem þá verður um skyldleika við Pétur á Löndum.

4589

ααα Bjarni Konráðsson (vanalega kallaður „Koðransson“) (f. um 1777) bjó á Kollaleiru í Reyðarfirði og var dugnaðarmaður, góður bóndi og mikilhæfur; átti I Sigríði 12595 Eyjólfsdóttur frá Fossárdal, hún dó 1843, 59 ára. Þ. b.: Valgerður, Oddur, Ólafur, dó ungur; II 1846 Pálínu 13764 Malmqvistdóttur bl. Laundóttir Bjarna hét Sigurveig, f. 1821 í Hólmasókn. Bjarni dó 1871, 94 ára; hafði verið hreppstjóri 28 ár, smiður góður.

4590

+ Valgerður Bjarnadóttir (f. 1804) átti 1830 Jón 7285 silfursmið í Dölum í Fáskrúðsfirði Guðmundsson Magnússonar. Þ. b. 16: Þorbjörg, Þorvaldur, Bjarni, Jón, Siggerður, Ásdís, Páll, Ólafur, Guðrún, Krákur, Oddur. 5 dóu ung.

4591

+ Oddur Bjarnason b. á Kollaleiru, góður bóndi og smiður, átti Maríu 7444 og 13761 Eiríksdóttur Skúlasonar. Þ. b. 14: Sigríður, Konráð, Sigurður, Eiríkur, Pálína, Bjarni, Ólafur, Valgerður, Margrét, Eyjólfur, Oddný, 3 dóu ung (Valgerður, Árni og Oddný). Oddur dó um 1862.

4592

++ Sigríður Oddsdóttir átti Guðmund 12382 Jónsson frá Sómastaðagerði, bjuggu í Reyðarfirði. Þ. b.: Jón, dó ungur, Konráð, dó ungur, Oddur, Jónína María. (Ath. 5734).

4593

+++ Oddur Guðmundsson járnsmiður, karlmenni mikið, bjó í Norðfirði, átti Guðnýju 7485 Adamsdóttur, Sveinssonar, Skúlasonar. Þ. b.: Sigríður, Jónína María, Páll Benedikt, dó ungur, Guðrún, Gunnhildur, Alfons.

4594

+++ Jónína María Guðmundsdóttir átti Benedikt Hallgrímsson úr Reykjavík eða grennd, um tíma veitingamann á Eskifirði. Þ. b.: Guðrún, Stefanía, Hólmfríður, Bentína.

4595

++ Konráð Oddsson sigldi með norskum fiskimönnum og fórst við strendur Svíþjóðar, efnilegur maður, ókv., bl.

4596

++ Sigurður Oddsson, smiður góður, b. á Kollaleiru og Búðum í Fáskrúðsfirði, átti I Eygerði 5722 Eiríksdóttur frá Seljateigshjáleigu. Þ. b.: Bjarni, Hólmfríður María, Oddur, Konráð, Eyjólfur, Sigríður, 3 dóu ung; II Helgu Bjarnadóttur Þorleifssonar úr Vöðlavík. Þ. b.: Bjarni og Karl Andrés, tvíburar. Sigurður átti dóttur, framhjá Eygerði, hét Anna.

4597

+++ Bjarni Sigurðsson smiður á tré og járn, bjó á Kolfreyju, nýbýli hjá Kolfreyjustað, átti Þórunni Vigfúsdóttur Eiríkssonar, Guðmundssonar. (Lyga-Gvendar).

4598

+++ Hólmfríður María átti Þorvald 7928 Beck b. í Litlubreiðuvík. (Mun hafa heitið María Hólmfríður).

4599

+++ Oddur Sigurðsson, Am.

4600

+++ Konráð Sigurðsson þurrabúðarmaður á Búðum í Fáskrúðsfirði, átti Guðlaugu Ólafsdóttur frá Ormsstöðum í Breiðdal og mörg börn.

4601

+++ Eyjólfur Sigurðston ókv. 1908.

4602

+++ Sigríður Sigurðardóttir átti I Berg 8514 verzlunarmann á Eskifirði Jónsson, bróðurson sr. Bergs í Vallanesi, bl.; II Björgólf 9665 Runólfsson.

4604

++ Eiríkur Oddsson smiður á Blómsturvöllum við Eskifjörð, átti Hálfdaníu 12762 Jónsdóttur frá Berunesi, hún dó 1907. Þ. b. 9 eða 10. Upp komust Guðbjörg og Sigríður.

4605

+++ Guðbjörg Eiríksdóttir átti Kristján Jónsson, sunnlenzkan. Þ. b.: Eiríkur. Launbarn átti hún áður við Tómasi Magnússyni á Eskifirði.

4606

+++ Sigríður Eiríksdóttir óg. 1908.

4607

++ Pálína Oddsdóttir óg. í Reykjavík 1908, átti barn við Magnúsi skósmið Kaprasíussyni, er flæktist til Am., hét Konráð, hann drukknaði í mannskaðabylnum mikla í Faxaflóa.

4608

++ Bjarni Oddsson söðlasmiður á Búðareyri í Fáskrúðsfirði, átti Sigríði 12363 Pétursdóttur Ísfjörðs Kjartanssonar Ísfjörðs kaupmanns á Eskifirði. Þ. b.: Konráðína, Pálína, María, Anna, Am., Valgerður, Am., Þorbjörg, Oddur.

4609

+++ Konráðína Bjarnadóttir átti Kjartan 4265 Sturluson b. á Vattarnesi Jónssonar. Þ. b.: Sigurður, Am., Úlfar,
Bjarni, Am.

4610

° Úlfar Kjartansson ólst upp á Vattarnesi.

4611

+++ Pálína Bjarnadóttir var 9 ár við kjólasaum í Kaupmannahöfn, síðan í Reykjavík, óg. 1908.

4612

+++ María Bjarnadóttir fór til Kaupmannahafnar.

4613

+++ Þorbjörg Bjarnadóttir.

4614

+++ Oddur Bjarnason gekk á Flensborgarskólann 1907 og 8.

4615

++ Ólafur Oddsson átti Kristínu 11622 Antoníusdóttur Eiríkssonar frá Steinaborg, Am.

4616

++ Valgerður Oddsdóttir átti frænda sinn Þorgrím 4627 Þorgrímsson í Tunghaga á Völlum. Þ. b.: Guðmundur, Jón, Oddur, María.

4617

+++ Guðmundur Þorgrímsson búfræðingur í Arnkelsgerði á Völlum, átti Steindóru 8694 Steindórsdóttur frá Dalhúsum.

4618

+++ Jón Þorgrímsson átti Gróu 1686 Jónsdóttur frá Refsmýri. Þ. b.: Sigfús.

4619

+++ Oddur Þorgrímsson söðlasmiður á Búðareyri í Reyðarfirði. Hann dó um 1924, ókv., bl.

4620

+++ María Þorgrímsdóttir átti Vigfús b. 12950 í Tunghaga Jónsson í Nóatúnum á Seyðisfirði Einarssonar og Snjólaugar Jónsdóttur. Þau Jón og Snjólaug fluttu til Bandaríkjanna fyrir löngu. Börn Vigfúsar og Maríu: Valgerður, Jón, Einar Björn,
Guðrún Vilborg, Sigurveig.

4621

++ Eyjólfur Oddsson smiður, átti Ingibjörgu Jónsdóttur á Eyri á Reyðarfirði Einarssonar, Am.

4622

++ Margrét Oddsdóttir átti Hallgrím 6450 skósmið Hallgrímsson b. í Hleinargarði. Þ. b.: Ólafur, Sofía.

+++ Sofía Hallgrímsdóttir átti 25.12. 1926 Björn 1289 Hallsson, hreppstjóra á Rangá, var s. k. hans.

4623

++ Oddný Oddsdóttir átti frænda sinn Guðmund 4629 söðlasmið á Búðareyri í Fáskrúðsfirði, Jónsson á Arnaldsstöðum í Skriðdal. Þ. b.: Bjarni, dó ungur, María, Oddur.

4624

+++ María Guðmundsdóttir átti Bóas 6907 Björnsson Þorleifssonar frá Stuðlum. Þ. b. 4; lifðu: Björg Rannveig, Karl Þórarinn

4625

+++ Oddur Guðmundsson (f. 22.7. 1881) átti Valgerði 7317 Kráksdóttur, fluttu til Reykjavíkur. Þ. b.: Bjarni, Guðmundur, María.

4626

+ Sigurveig Bjarnadóttir Konráðssonar, laungetin, átti Jón 6556 b. á Hryggstekk í Skriðdal, Jónsson á Arnhólsstöðum, Finnbogasonar. Þ. b. 10, upp komust: Oddur, Guðmundur, Bjarni, Jón, Þuríður. Launsonur hennar, áður en hún giftist, við Þorgrími 5576 Erlendssyni frá Kirkjubóli, hét Þorgrímur.

4627

++ Þorgrímur Þorgrímsson b. í Tunghaga, átti Valgerði 4616 Oddsdóttur.

4628

++ Oddur Jónsson dó fullorðinn ókv., bl.(?).

4629

++ Guðmundur Jónsson (f. á Arnhólsstöðum 16.8. 1849) söðlasmiður, var í Álfsnesi 1878—80, Reykjavík 1880—84 fór þá til Eskifjarðar var síðast á Búðareyri í Reyðarfirði, átti Oddnýju 4623 Oddsdóttur frá Kollaleiru.

4630

++ Bjarni Jónsson, Am., ágætur smiður. Bjó síðar íÁlfsnesi á Kjalarnesi.

4631

++ Jón Jónsson b. í Skriðdal (stutt) átti Guðlaugu 6832 Jónsdóttur frá Hallbjarnarstöðum. Þ. b.: Jónbjörg og drengur.

+++ Jónbjörg Jónsdóttir átti Jón 3216 Sigvaldason Einarssonar.

4632

++ Þuríður Jónsdóttir átti Nikulás 3038 Guðmundsson
b. í Arnkelsgerði.

4633

ddd Þóra Bessadóttir frá Brekku 4477.

4634

eee Eiríkur Bessason frá Brekku 4477.

4635

cc Ingibjörg Eiríksdóttir frá Hallfreðarstöðum 4474.

4636

dd Guðrún Eiríksdóttir.

4637

ee Kristín Eiríksdóttir.

4638

ff Þórdís Eiríksdóttir.

4639

gg Hallfríður Eiríksdóttir.

4640

c Andrés Árnason frá Skorrastað 4201 hygg ég að hafi flutt upp í Hérað með Eiríki bróður sínum, er bjó á Hallfreðarstöðum og varð hinn merkasti bóndi, og sé hann faðir þeirra bræðra Árna og Ólafs 4705 Andréssona, er búa í Hnefilsdal 1681; hefur Andrés líklega búið í Hnefilsdal. Kona hans mun hafa verið Ingibjörg 4732 Jónsdóttir frá Víðivöllum fremri. Verið getur að systir þeirra bræðra hafi verið Gunnhildur Andrésdóttir, sem býr ekkja á Hnitbjörgum 1703, á aldur við þá, en lausleg tilgáta er það. 11.4. 1673 gaf Brynjólfur biskup Árna Andréssyni umboð sitt til að byggja sinn helming úr Hnefilsdal. Þar getur þess, að „eigendur Hnefilsdals“ hafi skipt jörðinni: Andrés Árnas. og Jón Jónss. — Andrés sá hefur eflaust verið faðir Árna. (Ath. 4732)

4641

aa Árni Andrésson (f. um 1645) bjó í Hnefilsdal 1681 og 1703, þá talinn 58 ára, ekkjumaður. Árni og Ólafur bróðir hans eru báðir „leiguliðar“ í Hnefilsdal 1681. Andrés líklega þá verið llifandi. Jón Sigfússon segir nokkuð frá ætt Árna bónda Guðmundssonar á Stórabakka, sem var dóttursonur þessa Árna, þó að það sé ógreinilegt og sumt rangt. Er þar svo að sjá sem afkomendur þess Árna hafi viljað telja ætt hans til Ásmundar blinda á Hrafnabjörgum og Hróðnýjar Eiríksdóttur frá Bót, en vissu eigi með vissu, hvernig það var. (Sjá Varia nr. 52). Hygg ég rétt, að hann hafi verið af þeim kominn og Hróðnýjarnafnið í ættinni sé þaðan. Þykir mér líklegast, að Árni Andrésson hafi átt Ingibjörgu (9375) dóttur Ásmundar blinda og Hróðnýjar Eiríksdóttur. Hróðnýjarnafnið er mjög fátítt eystra um þær mundir og er engin Hróðný nefnd í manntalinu 1703, nema Hróðný Árnadóttir í Hnefilsdal.

Börn Árna Andréssonar voru í Hnefilsdal 1703: Eiríkur 24 ára, Ingibjörg 21, Hróðný 14, Sveinn 12, Guðný 10, Eiríkur 6, Jón 5 ára. Andrés Árnason er þá í Bót, 16 ára, hjá Ólafi bróður Árna í Hnefilsdal, og er hann eflaust einn sonur Árna. (Sjá 4704).

Nöfn Eiríkanna minna á Eirík á Hallfreðarstöðum, sem eflaust hefur verið atkvæðabóndi og ég hygg föðurbróður Árna á Hnefilsdal, og geta einnig minnt á hinn nafnkunna Eirík í Bót, sem hefði átt að vera afi konu Árna, ef hún hefur verið dóttir Ásmundar og Hróðnýjar.

Nú verður eigi rakið frá þessum börnum Árna í Hnefilsdal, nema Hróðnýju, og er ekkert þeirra nefnt í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 né 1730, nema Hróðný. Frá Andrési má líka telja nr. 4704.

4642

aaa Hróðný Árnadóttir bjó á Galtastöðum ytri 1730 og 34, að líkindum ekkja 1734. Guðmundur hét maður hennar. Gæti það verið Guðmundur 4708 Oddsson, sem nefndur er búandi á Galtastöðum ytri 1723 og 30, en ekki í bændatalinu 1734. Hefur hann líklega dáið 1729 eða 30 og eru því bæði þau Hróðný nefnd í verzlunarreikningum Vopnafjarðar 1730. Í manntalinu 1703 er enginn Guðmundur Oddsson nefndur, er til greina geti komið, nema Guðmundur Oddsson á Hnitbjörgum, þá 16 ára, sonur Gunnhildar Andrésdóttur, er þar bjó þá. Ef Gunnhildur sú hefði verið systir Árna í Hnefilsdal, hefðu þau Guðmundur og Hróðný átt að vera systkinabörn. Má vera, að þau hefðu samt fengið konungsleyfi til giftingar. En fullkomlega er óvíst, að Gunnhildur hafi verið systir Árna, aðeins lausleg getgáta. Einhver hefur sagt Jóni Sigfússyni, að Þuríður Teitsdóttir, systir Eiríks á Sandbrekku, hafi verið kona Guðmundar, föður Árna á Stórabakka. Hefur hún þá verið fyrri kona hans. En Jón getur þess líka á öðrum stað, að Þuríður Teitsdóttir hafi verið fyrri k. Árna, en það getur varla verið, því að hún hefur verið 33 árum eldri en Árni. En þetta bendir á, að einhver venzl hafi verið þar á milli, þó að ókunnugt sé nú; líklegast að Þuríður hafi verið fyrri k. Guðmundar. Börn Guðmundar og Hróðnýjar voru: Árni f. 1714, Guðrún 4691, Jón, Guðmundur.

4643

α Árni Guðmundsson (f. um 1714) bjó á Stórabakka, góður bóndi, átti I Guðrúnu. Þ. b.: Einar f. um 1748, Þorgerður; II Sigríði 10048 Ögmundsdóttur frá Ekru. Þ. b.: Hróðný f. um 1757, Þóra f. um 1760, Guðrún f. 1763, Guðrún önnur óg. bl. — Árni býr á Stórabakka 1762, talinn 48 ára, konan 52 og synir 15, 4 og 1 árs, dætur 17, 8, 5 og 2 ára. Hefur konan verið síðari k. Árna, en eftir aldri hennar í kirkjubók síðar hefði hún átt að vera fædd um 1720, og er því aldurinn hér eflaust misritaður 52 ár fyrir 42.

4644

αα Einar Árnason bjó fyrst á Hvanná, svo Gunnhildargerði til 1787 „fróður og skikkanlegur“ átti I Oddnýju 9558 Björnsdóttur frá Nefbjarnarstöðum. Þ. b. 1785: Oddný 7, Árni 6, Björn 5, Helga 4 ára og Guðrún, fædd litlu síðar. Þau Einar og Oddný fluttu að Hólalandi 1787—8. Þar dó Oddný 1791. (Skipti eftir hana 1791. Búið hljóp 140 rd. 6 sk.). Einar átti II 1793 Þorlaugu 10716 Jónsdóttur frá Húsavík Oddssonar. Þau bjuggu á Hólalandi, Nesi í Loðmundarfirði og Stakkahlíð, en fluttu að Firði í Seyðisfirði um 1800 og bjuggu þar síðan; eru þar 1816, hann talinn 69 ára en hún 55. Þ. b. 1816: Einar 26, Snjólfur 22, Arndís 16, Guðmundur 14 ókv. bl., Ingibjörg var enn, er í Njarðvík, 25 ára. Einar dó 8.8. 1817, 69 ára; Þorlaug 27.9. 1827, 67 ára.

4645

ααα Oddný Einarsdóttir átti 1801 Jón 9688 Stígsson b. á Þórarinsstöðum. Þ. b. 1816: Einar 15, Oddný 14 ára. Jón dó 12.9. 1834. Oddný lifir 1845 hjá Einari syni sínum, dó 16.9. 1848.

4646

+ Einar Jónsson b. á Þórarinsstöðum 1845, átti Svanhildi 7436 Magnúsdóttur (f. í Seyðisfirði um 1802). Þ. b. 1845: Björn 21, Sigfús 19, Oddný 16, Magnús 9, Einar 7, Kristín 5, Ingibjörg 4 ára.

4647

++ Björn Einarsson ókv. átti son við Guðrúnu Þorkelsdóttur, hét Sigfús.

4648

+++ Sigfús Björnsson var fyrst lengi daglaunamaður hjá Norðmönnum á Seyðisfirði, varð efnaður; keypti þá Hólaland 1885 og bjó þar, átti Guðfinnu 424 Bjarnadóttur frá Viðfirði. Fóru til Am.

4649

++ Sigfús Einarsson b. á Þórarinsstöðum, átti Margréti Eiríksdóttur frá Sörlastöðum. Þ. b.: Margrét, Oddný Am., Sigríður, Eiríkur, Jón, druknaði ókv. bl.

4650

+++ Margrét Sigfúsdóttir átti Jón Oddsson, sunnlenzkan, í Sjólyst á Seyðisfirði, Am.

4651

+++ Sigríður Sigfúsdóttir.

4652

+++ Eiríkur Sigfússon, Am.

4653

++ Oddný Einarsdóttir.

4654

++ Magnús Einarsson.

4658

+ Oddný Jónsdóttir átti Einar 13690 b. í Austdal Hákonarson. Þ. b. 1845: Svanborg 24, Jóhanna 18, Anna Björg 16, Kristín 14, Rebekka 11, Jón 9, Oddný 5 ára.

4659

++ Svanborg Einarsdóttir átti Eirík 4361 Sigurðsson á Hofi í Mjóafirði.

4660

++ Jóhanna Einarsdóttir átti Sigurð 4153 b. í Firði í Seyðisfirði Jónsson.

4661

++ Anna Björg Einarsdóttir.

4662

++ Kristín Einarsdóttir var s. k. Einars 4354 Sigurðssonar á Krossstekk í Mjóafirði.

4663

++ Rebekka Einarsdóttir átti Guðmund 1535 Pálsson b. í Firði í Seyðisfirði.

4664

++ Jón Einarsson bjó í Nóatúni í Seyðisfirði, átti Snjólaugu 12950 Jónsdóttur frá Litla Sandfelli. Þ. b.: Kristján.

+++ Kristján Jónsson veitingamaður í Seyðisfirði og síðar b. í Gunnólfsvík, átti Sigríði 10759 Jónsdóttur Ögmundssonar.

4665

++ Oddný Einarsdóttir átti Stefán 2776 Stefánsson á Búðareyri í Seyðisfirði.

4666

βββ Árni Einarsson frá Firði.

4667

ggg Björn Einarsson.

4668

đđđ Helga Einarsdóttir átti Jón b. í Odda í Seyðisfirði Björnsson Hann er 30 ára 1816, fæddur í Fjarðarseli um 1786, d. 20.8. 1843, 56 ára. Þ. b. 1816: Guðrún 5 ára, óg. bl., Oddný 3, Ragnheiður 1 árs, enn fremur Rakel f. um 1818 og Einar f. um 1819.

4669

+ Oddný Jónsdóttir.

4670

+ Ragnheiður Jónsdóttir.

4671

+ Rakel Jónsdóttir óg., átti barn við Guðmundi Sigurðssyni í Firði, hét Helga.

4672

++ Helga Guðmundsdóttir átti Ásmund 11938 Eyjólfsson Péturssonar frá Hofi.

4673

+ Einar Jónsson b. í Naustahvammi, átti Þorbjörgu 3101 Jónsdóttur frá Grund í Mjóafirði.

4674

εεε Guðrún Einarsdóttir átti Pál 9727 b. í Gilsárvallahjáleigu Ólafsson.

4675

ſſſ Einar Einarsson b. í Skálateigi átti I Guðríði 7033 Sveinsdóttur frá Stuðlum. Þ. b.: Sveinbjörn, Árni, Ingibjörg, öll bl., Sveinbjörg; II Ingibjörgu 10952 Brynjólfsdóttur frá Hofi í Mjóafirði. Þ. b.: Brynjólfur, Guðný, Jósef, ókv. bl., Guðríður.

4676

+ Sveinbjörg Einarsdóttir átti Einar b. á Krossi í Mjóafirði, Erlendsson. Einar er f. í Skútustaðasókn um 1816. Þ. b. 1845: Sveinn 9, Eyjólfur 3, Snjólfur 1 árs og víst fleiri. Þau flest eða öll í Am.

4677

+ Brynjólfur Einarsson b. í Skálateigi, átti Björgu 12279 Jónsdóttur frá Sómastöðum. Þau urðu snauð. (Þau fölsuðu tólgarbelgi með hvalfeiti og var Brynjólfur hýddur fyrir. Þegar hann kom frá hýðingunni, kom hann að Skorrastað og sagði: „Nú er þetta búið“). Þ. b.: Jón, Ingibjörg, Einar, Haraldur.

4678

+ Guðný Einarsdóttir var s. k. Guðmundar 3129 Magnússonar í Seldal. Þ. b.: Stefanía 12949.

4679

+ Guðríður Einarsdóttir óg. átti barn við Árna Magnússyni á Sellátrum, hét Guðný.

4680

++ Guðný Árnadóttir fór norður í Laufás með séra Magnúsi Jónssyni á Skorrastað.

4681

zzz Snjólfur Einarsson b. á Hánefsstöðum, átti Guðrúnu 4181 Sveinsdóttur frá Vestdal.

4682

įįį Ingibjörg Einarsdóttir átti Pétur 7071 Pétursson frá Hofströnd, bjuggu eitthvað í Njarðvík. Þ. b.: Aðalbjörg, Sigurbjörg.

4683

+ Aðalbjörg Pétursdóttir átti Sigurð Markússon, norðlenzkan; fóru á sveit sína í Skagafirði.

4684

+ Sigurbjörg Pétursdóttir átti I Benedikt póst. Þ. b dóu ung; II Hálfdán 7129 b. á Hóli Einarsson. Hún þótti geðvargur. Þ. b.: Katrín, óg., bl.

4685

zzz Arndís Einarsdóttir.

4686

ββ Þorgerður Árnadóttir frá Stórabakka átti Þórð 9551 b. á Hólalandi, Björnsson b. á Nefbjarnarstöðum, Sigurðssonar.

4687

gg Hróðný Árnadóttir átti Magnús Einarsson. Þau bjuggu fyrst á Galtastöðum ytri 1785, Magnús þá talinn 42 ára, síðan í Eyrarteigi í Skriðdal. Hann dó 1814, hún 1816. Þ. einb.: Guðmundur, dó ókv., bl. 1816, myndarmaður.

4688

đđ Þóra Árnadóttir átti Pál 9256 b. á Heykollsstöðum Magnússon.

4689

εε Guðrún Árnadóttir eldri átti Jón 6811 Jónsson frá Hreimsstöðum, Rafnssonar, bjuggu fyrst á Stórabakka, síðan á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði. Þ. einb.: Ingibjörg.

4690

ααα Ingibjörg Jónsdóttir átti Mikael 2883 Illugason á Svínabökkum.

4691

β Guðrún Guðmundsdóttir 4642 átti Pál 10020 b. á Langhúsum, Sigmundsson, Ögmundssonar. Þ. einb.: Hróðný.

4692

αα Hróðný Pálsdóttir (f. um 1748) átti Þorkel 1595 b. á Eiríksstöðum Einarsson.

4693

g Jón Guðmundsson.

4694

đ Guðmundur Guðmundsson 4642 b. á Sleðbrjót og Stórabakka, átti Þuríði d. Þorvarðs Gíslasonar bónda í Vopna- og Unu Hallsdóttur. Systir Þuríðar var Gróa s. k. Bjarna Ásmundssonar í Vopnafirði, móðir Ragnhildar k. Friðfinns í Haga. Gróa er fædd í Strandhöfn um 1750 og hefur Þorvarður þá líklega búið þar. Þorvarður og Una voru bæði stór vexti og sterk. Þorvarður reri oft einn á sjó. Eitt sinn er hann kom að landi og stökk úr bátnum, fótbrotnaði hann. Kallaði hann þá heim og kom Una þegar, setti bátinn og bar Þorvarð heim. Jón Sigfússon segir, að Þorvarður og Gísli, feðgarnir, hafi búið í Vopnafirði. Árið 1703 býr Gísli Oddsson í Krossavík 42 ára og Ingileif Magnúsdóttir 33 ára. Þ. b.: Magnús 12, Oddur 7 og Jón 2 ára. Sonur þeirra gæti Þorvarður verið, fæddur síðar. Enginn annar Gísli býr í Vopnafirði 1703. Una Hallsdóttir er í Viðvík 1784 hjá Jóni bróður sánum, talin 68 ára, „ekkja“, þá f. um 1716 og kæmi það vel heim við aldur Þorvarðs, ef hann væri fæddur nálægt 1710, eða þó fyrr væri og væri sonur þessa Gísla. Annars verður ekki um það vitað. Árið 1734 býr Gísli Gíslason á Búastöðum og gæti einnig verið faðir Þorvarðs. Enginn annar Gísli býr þá í Vopnafirði.

Árið 1703 búa á Hrollaugsstöðum á Langanesi Ívar Hallageirsson, 68 ára (bjó í Miðfirði 1681) og Guðrún Hansdóttir, 67 ára. Þ. b. þar þá: Gyðríður 40 ára, Ívar 30 og Hallur 22. Þá er húsmaður á Eiði á Langanesi, Hallageir Ívarsson, líklega sonur þessa Ívars. Guðrún heitir dóttir hans og er þar 3 ára. Hallageir dó 1739.

Líklega hefur þessi Ívarsætt verið sama ætt sem Ívars Þorkelssonar, sem býr á Langanesi 1703, því að Jón Sigfússon vill telja Ólöfu (4418) Ívarsdóttur (þar) náskylda Unu Hallsdóttur.

A Gyðríður Ívarsdóttir líkl. óg., bl.

B Ívar Ívarsson hefur eflaust verið faðir Guðrúnar Ívarsdóttur, sem er ekkja, 70 ára í Viðvík, hjá Jóni Hallssyni, 1784, sem hefur þá verið bræðrungur hennar. Ívar Ívarsson b. á Bakka á Strönd 1723 og 1730. Hans synir eflaust Jónar 2 og Gunnlaugur.

a Guðrún Ívarsdóttir átti 1740 Sigurð Guðmundsson. Þau bjuggu á Langanesi, og var hann meðhjálpari, dó 1783, en hún 1784. Þ. b. 11: Guðmundur f. 1741, barn sem dó 1742, Ívar f. 1744, d. sama ár, Kristín f. 1745, Sigríður f. 1746, Ingibjörg f. 1747, þá er eigi getið barna þeirra í bók Sauðaness né Svalbarðs, fyrr en 1763. Þá fæðist Pétur, son Sigurðar.

aa Guðmundur Sigurðsson átti 1767 Ingveldi Jónsdóttur. Þ. b.: Ívar f. 1772, Guðrún f. 1773, d. sama ár, Snjófríður f. 1774, d. 1783, Bjarni f. 1776, d. sama ár, Bjarni f. 1777, Guðmundur f. 1779, Jón f. 1781, d. sama ár, Jón f. 1782, Guðrún(?) f. 1784. Guðmundur og Ingveldur eru vinnuhjú á Hrollaugsstöðum á Langanesi 1788. Hefur víst lítið orðið úr börnum þeirra. Hefur líklega lítið orðið úr börnum Guðrúnar Ívarsdóttur og hún því lent til Jóns í Viðvík, frænda síns. Er hún þar „niðursetningur“ 1784, 70 ára.

bb Kristín Sigurðardóttir f. 1745.

cc Sigríður Sigurðardóttir f. 1746.

dd Ingibjörg Sigurðardóttir (f. 1747), líklega sú, sem er kona Odds Jónssonar b. á Þorvaldsstöðum á Strönd 1784, þá talin 37 ára, hann 32. Þ. b. 1784: Bríet 6 ára, Jón 3.

b Jón Ívarsson „eldri“ er í fóstri hjá Ívari Hallageirssyni 1703, 9 ára, b. á Ljósalandi 1723, í Skógum 1730 og húsmaður á Ljósalandi 1734.

c Jón Ívarsson „yngri“ b. á Bakka á Strönd 1723 og —30..

d Gunnlaugur Ívarsson b. á Bakka á Strönd 1730 og Fagranesi á Langanesi 1734, átti 1732 Matthildi Þórðardóttur. Þ. b.: Þorsteinn f. 1733, d. sama ár, Jón f. 1737, Katrín f. 1739, Sigríður(?) f. 1742.

aa Jón Gunnlaugsson b. á Ytra-Núpi 1762, 25 ára.

bb Katrín Gunnlaugsdóttir átti Hallageir 4911 Illugason á Fremra-Núpi 1762, 35 ára, en hún 23. Þ. b.: Gunnlaugur, Sigríður, Eiríkur. Katrín býr ekkja á Rjúpnafelli 1785 með Sigríði 18 og Eirík 16 ára, Annar Eiríkur Hallageirsson er á Fossi, 20 ára.

aaa Gunnlaugur Hallageirsson var húsmaður í Keldunesi 1798, átti Ástríði Einarsdóttur (f. c. 1748) víst bl.

bbb Sigriður Hallageirsdóttir átti I Jón 8709 Þorláksson í Keldunesi. (Hún er f. á Hrappsstöðum í Vopnafirði). Þ. s.: Þorlákur, faðir Jóns í Kollavík; II Eggert Eggertsson í Krossdal og síðar á Eyjadalsá.

ccc Eiríkur Hallageirsson (á Þverá í Öxarfirði).

C Hallur Ívarsson bjó á Ásbrandsstöðum 1723 og á Ljósalandi 1730 og —34, finnst ekki kvæntur á Langanesi eða í Þistilfirði; hefur líklega kvænzt í Skeggjastaðasókn eða Vopnafirði. Börn hans voru: Ívar, Una, Jón.

a Ívar Hallsson hefur víst verið á Langanesi, dó þar 1783. Dóttir hans hét Elísabet, dó 1763 og líkl. Helga, sem deyr 1784.

b Una Hallsdóttir átti Þorvarð Gíslason bónda í Vopnafirði, víst í Strandhöfn um 1750. Hún er á Torfastöðum 1785, 73 ára, dó þar 24.10. 1800, 90 ára, en 68 ára talin 1781. Þ. b.: Þuríður, Gróa.

aa Þuríður Þorvarðsdóttir átti Guðmund á Stóra-Bakka, sem hér ræðir um.

bb Gróa Þorvarðsdóttir átti Bjarna 13518 Ásmundsson frá Skógum í Vopnafirði og Halldóru Bjarnadóttur.

c Jón Hallsson b. í Viðvík, góður bóndi, „búsýslumaður“, (f. um 1723) átti Ragnhildi Ásmundsdóttur (f. um 1727 „áhugasöm“). Þ. b.: Rannveig, Jón. Jón dó 1795.

aa Rannveig Jónsdóttir (f. um 1759) átti I Gunnar Jóakimsson. Þau eru í Viðvík 1784, hann 32, hún 25 ára, víst nýgift. Gunnar hefur víst lifað stutt. Þ. d.: Sesselja; II Sigurð 8062 Sigurðsson frá Grímsstöðum, bjuggu í Ytri-Hlíð.

aaa Sesselja Gunnarsdóttir (f. í Viðvík 1784 eða 5) átti barn við Jóni 7637 Sigfússyni á Lýtingsstöðum: Jón gráskegg.

bb Jón Jónsson b. í Viðvík, góður bóndi, (f. um 1762) átti I 1791 Kristínu (f. um 1764) Jónsdóttur er verið hafði vinnukona hjá Jóni Hallssyni föður hans. Jón var hreppstjóri „prúðmenni“. Þ. b.: Jónar 2, Ólöf, Jósef, Einar, Vilhjálmur. Kristín varð bráðkvödd milli bæja 1814, „ætíð óhraust“; II 1815 Halldóru 13514 Jónsdóttur, Ásmundssonar frá Ytra-Nýpi, víst bl.

aaa Jón Jónsson eldri (f. um 1793) bjó á Bakka á Ströndum 1830 og síðan í Viðvík 1838 og alla stund, átti Þorbjörgu (sbr. 213) Jónsdóttur b. í Strandhöfn Rafnssonar (Jón sá er f. á Hámundarstöðum um 1775). Þ. b.: Jón, Vilhjálmur, Guðrún, Jósef, Svanborg, Sigurborg, Stefán, Aðalbjörg. Kristín og Guðrún eru ekki nefndar 1845.

bbb Jón Jónsson yngri (f. um 1794) ólst upp á Bakka hjá Oddi Ólafssyni, átti Katrínu 13527 Sveinsdóttur frá Þorvaldstöðum á Ströndum, Ásmundssonar. Bjuggu á Bakka 1830 og síðan í Saurbæ.

ccc Ólöf Jónsdóttir átti Gísla 10568 Vilhjálmsson í Höfn á Ströndum.

ddd Jósef Jónsson.

eee Einar Jónsson.

fff Vilhjálmur Jónsson b. í Viðvík 1845, átti Guðrúnu (f. í Vopnafirði um 1802) Jónsdóttur, víst d. Jóns Rafnssonar í Strandhöfn. Þ. b. 1845: Vilhjálmur 10, Guðbjörg 8 ára.

D Hallageir Ívarsson húsmaður á Heiði 1703, 34 ára. Dóttir hans Guðrún 3 ára, býr á Syðribrekku 1723, Ytralóni 1730, dó 1739.

Börn Guðmundar á Stórabakka og Þuríðar Þorvarðsdóttur voru: Guðmundur, Guðrún f. um 1773, Hróðný f. um 1776, Hallur, Þorvarður.

Þorlákur Jónsson, bræðrungur sr. Ingjalds í Múla Jónssonar, bjó í Ólafsgerði og Svínadal, f. um 1737. Hann átti Sesselju Vigfúsdóttur. Þ. b.: Jón?, Jónas, Þorgerður. Þorlákur dó á Austaralandi 18.8. 1827 hjá Þorgerði dóttur sinni. Hann var bróðir Guðrúnar, móður Marsibilar Semingsdóttur, móður Bólu-Hjálmars. Jón í Ytri-Tungu Guðrúnar og Guðb. m................

A Jón Þorláksson (líkl. sonur þessa Þorláks) bjó í Keldunesi (f. um 1765), dó litlu fyrir eða um 1800, átti Sigríði Hallageirsdóttur (f. á Hrappsstöðum um 1766). Faðir hennar hefur verið Hallageir Illugason b. á Fremra-Nýpi 1762, 35 ára, síðar á Hrappsstöðum og víst síðast á Rjúpnafelli; þar býr ekkja hans 1785 Katrín Gunnlaugsdóttir, Ívarssonar með Sigríði og Eíríki börn sín. Þ. s.: Þorlákur.

a Þorlákur Jónsson (f. í Svínadal um 1795) kvæntist í Garðssókn 23.11. 1820 Sigurlaugu Þorkelsdóttur hreppstjóra í Nýjabæ, Þorkelssonar (frá Mývatni, Jónssonar). (Þorkell eldri er víst sá, er bjó í Ytri Neslöndum (f. um 1694) sonur Jóns Sigmundssonar í Álftagerði (f. um 1666) og Margrétar Þorkelsdóttur Flóventssonar á Geiteyjarströnd, Runólfssonar).

Þorkell í Nýjabæ var f. um 1724 og komst á níræðisaldur, átti I Salvöru Halldórsdóttur (Halldórssonar, Bjarnasonar prests í Garði í Kelduhverfi, Gíslasonar). Þ. dætur: Salvör, móðir sr. Hóseasar á Skeggjastöðum og Berufirði Árnasonar, og Guðlaug er átti Gottskálk Pálsson í Nýjabæ og á Fjöllum, móðir Erlends í Garði; II Guðrúnu Jónsdóttur (f. í Nýjabæ um 1774) systur, sammæðra Halldórs Ásmundssonar á Lóni í Kelduhverfi (f. um 1769). Þ. b.: Sigurlaug, f. um 1800 og Guðbjörg f. um 1802.

Þorlákur og Sigurlaug bjuggu í Sveinungsvík og líklega síðast í Kollavík, þar býr hún ekkja 1845. Þ. b. þá: Jón 14, Guðbjörg 23, Sigríður 13, Sigurlaug 12 ára, öll talin fædd í Garðssókn. Móðir Sigurlaugar er þar þá líka, Guðrún Jónsdóttir talin 71 árs, f. í Garðsókn.

aa Guðbjörg Þorláksdóttir (f. um 1823).

bb Jón Þorláksson (f. í Svínadal 9.12. 1831) bjó í Kollavík í Þistilfirði, átti Malenu Sigurðardóttur, Guðmundssonar sýslumanns Péturssonar.

cc Sigríður Þorláksdóttir (f. um 1832).

dd Sigurlaug Þorláksdóttir (f. um 1833).

B Jónas Þorláksson bjó á Vesturlandi (f. um 1776) átti Helgu 7100 Eggertsdóttur (Valtýssonar?) og var f. m. hennar, d. fyrir 1816. Þ. b. lifa 1816: Sesselja 19, Halldór 11, Ólöf 8, Þorlákur 6 ára. Helga giftist aftur 1817 Jóni Marteinssyni 32 ára, hún talin 35.

C Þorgerður Þorláksdóttir (f. um 1772) varð I þriðja k. Jóns ríka í Ási í Kelduhverfi; átti II Þorberg á Austaralandi Jónsson á Hallgilsstöðum á Langanesi, Þorbergssonar í Miðfirði á Strönd, Þórarinssonar og var s. k. hans. („Rámraddaður þembingsþurs — Þorbergur á Landi“). Þ. b.: Bergvin; III Jósef, bl. Jón Þorbergsson d. 1789, 50 ára, tvíkvæntur. Þorbergur og Jón eftir f. k. hans; II k. hans var Ingibjörg Jónsdóttir. Þ. b.: Agatha. Ingibjörg átti síðar Sigmund Þorgrímsson frá Baldursheimi. Þorbergur á Landi átti fyrr Guðrúnu (d. 1796) d. sr. Snæbjörns í Grímstungum, Halldórssonar (ekkju Jóns Guðmundssonar í Garðsvíkurgerði á Svalbarðsströnd). Þ. d.: Guðrún.

a Bergvin Þorbergsson (f. um 1803) varð prestur á Eiðum, átti Sigríði Þorláksdóttur prests á Svalbarði, Hallgrímssonar. Þau eru bæði á Eiðum 1845, Þorgerður og sr. Þorlákur, bæði talin 73 ára. Þ. b. 1845: Þorlákur 19, Þorbergur 18, Þorgerður 10, Jón 8, Guðrún Elsa 6 ára.

Í apríl 1798 í Garðssókn, Svínadalur: Þorlákur Jónsson 61 árs, ráðvandur og skikkanlegur, sæmilega að sér. Sesselja Vigfúsdóttir kona hans, 52 ára, fróm og trú, vel að sér. Þ. b.: Þorlákur 18 og Þorbjörg 13 ára. „Sonardóttir“ Vigdís Sigfúsdóttir 1 árs. (Sigfús Þorláksson b. á Bakka á Tjörnesi). Bjuggu í Ólafsgerði 1792 og 3, enginn aldur talinn. Hafa víst komið þangað 1792, einhvers staðar að. Þá eru börn þeirra: Jónas, Þorlákur, Þorbjörg, Þorgerður (aldurslaus) kölluð „hans börn“, en 1798 þeirra börn.

Þorgerður hefur gifzt Jóni í Ási 1794 eða 5. Hann er talinn í apríl 1798, 91 árs, en hún 24 og Guðrún d. þeirra 2 ára.

1801 í maí er Þorgerður gift Þorbergi Jónssyni. Hann 39 ára en hún 27. Þá eru hjá þeim Guðrún d. Þorbergs 7 ára og Guðrún 5 og Þorlákur 3, börn Þorgerðar og Jóns. Í tvíbýli er þá Þorlákur og Sesselja, með börn sín, Þorlák og Þorbjörgu, en Sesselja deyr fyrir maí 1804, líkl. 1803.

1703 er tvíbýli á Geiteyjarströnd: 1) Flóvent Einarsson 39 ára og Sesselja Engibriktsdóttir 25 ára. Þ. b.: Einar 1 árs.

2) Þorlákur Einarsson 35 ára og Guðrún Ingjaldsdóttir 26, eflaust d. Ingjalds í Vogum, Jónssonar. Þ. b.: Þorgerður 4 og Ása 2 ára.

4695

aa Guðmundur Guðmundsson b. á Hofi í Mjóafirði, átti Þórdísi 3090 Gísladóttur frá Finnsstöðum.

4696

ββ Guðrún Guðmundsdóttir átti Jón 9543 b. á Hrollaugsstöðum á Útsveit, Guðmundsson, bróður Björns á Bóndastöðum. Þ. b.: Ívar, Þuríður, Hallný, Jón („Hrollur“), ókv, bl.

4697

ααα Ívar Jónsson bjó á Vaði í Skriðdal, myndarbóndi, átti Önnu 1909 Guðmundsdóttur á Vaði Sigurðssonar, bjuggu dágóðu búi.

4698

βββ Þuríður Jónsdóttir átti Ásmund 13510 b. á Hrollaugsstöðum Jónsson.

4699

ggg Hallný Jónsdóttir átti Guðmund 3352 Andrésson frá Brekkuseli.

4700

gg Hróðný Guðmundsdóttir átti Högna 340 b. á Freyshólum, Pétursson.

4701

đđ Hallur Guðmundsson „bjó í Fjörðum“, segir Jón Sigfússon. H. s.: Hallur.

4702

ααα Hallur Hallsson (f. í „Hofsókn í Austuramti“ um 1790) er vinnumaður í Jórvík í Breiðdal 1845, 55 ára, átti Sigríði Sigurðardóttur (f. í Hofssókn í Austuramti um 1793). Þ. d.: Anna.

4703

+ Anna Hallsdóttir (f. í Skriðdal um 1823) átti Jón b. á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal.

4704

εε Þorvarður Guðmundsson b. í Kjólsvík 1816. Bústýra hans er þá Þóra Jónsdóttir. Dóttir hennar heitir og Þóra Jónsdóttir. Fósturpiltur er Högni Högnason. Aldur eigi tilgreindur né fæðingarstaður.

bbb Andrés Árnason (4641) var í Bót hjá Ólafi föðurbróðir sínum 1703, 16 ára, bjó á Sörlastöðum í Seyðisfirði 1734. Kona óvís. Synir: Árni, Jón. (Árni Andrésson og Ingibjörg Högnadóttir í Dvergasteinssókn, eiga barn, ógift bæði, 1734, (1. brot).

α Árni Andrésson b. á Sörlastöðum 1762, 52 ára, kona 44 ára. Synir tveir 14 og 2 ára. Dóttir 7.

β Jón Andrésson b. á Brimnesi í Seyðisfirði (f. um 1713) varð hreppstjóri 1756, átti Þórunni 3497 Ólafsdóttur, ekkju Hallgríms á Þrándarstöðum.

4705

bb Ólafur Andrésson 4640 bjó í Hnefilsdal 1681 og síðan í Bót, var þar 1703, talinn 53 ára, lögréttumaður, átti I Guðrúnu 9124 Guðmundsdóttur prests á Hofi í Álftafirði Guðmundssonar. Þ. b.: Guðmundur f. um 1688, Páll f. um 1692, Ingibjörg f. um 1690, Magnús f. um 1694; Guðrún er dáin fyrir 1703. Þá er Ólafur kvæntur II Guðrúnu 1366 Magnúsdóttur frá Njarðvík. Sonur þeirra var Magnús, f. 1702, talinn 17 vikna laugardaginn fyrir páska 1703.

Öll þessi börn Ólafs eru í manntalinu 1703, talin börn Guðrúnar Magnúsdóttur, sem þá er kona hans. En það getur eigi verið, þar sem hún er þá ekki nema 33 ára og hefði því átt að vera aðeins 17 eða 18 ára, þegar Guðmundur fæddist. Mun rétt talið svo sem hér er gert. Frá Ólafi og síðari konunni er talið fyrr (1366 o. s. frv.), en frá fyrri konu börnum hans verður nú eigi talið, eða um þau vitað, nema Guðmund.

4706

aaa Guðmundur Ólafsson lærði og varð prestur á Hjalta stað 1713 og var þar til 1719 (veitingabréf 7.8. 1712), átti Sigríði 4788 Eiríksdóttur prests í Hofteigi, Þorvarðssonar og var 2. maður hennar, bl. Hann þjónaði jafnframt Desjarmýri til 1715; dó úr holdsveiki 1719.

4707

cc Gunnhildur Andrésdóttir getur verið systir Árna og Ólafs, en þó er það aðeins lausleg tilgáta. Hún býr á Hnitbjörgum 1703, eflaust ekkja og eru hjá henni börn hennar tvö: Guðmundur Oddsson 16 ára og Guðrún Oddsdóttir 19 . Um hana er ókunnugt.

4708

aaa Guðmundur Oddsson bjó á Galtastöðum ytri 1723 og fram um 1730; gæti verið, að hann hefði átt Hróðnýju 4642 Árnadóttur frá Hnefilsdal.

4709

d Guðbjörg Árnadóttir frá Skorrastað 4201 átti I Ívar prest Haraldsson, er prestur var á Klyppstað, Dvergasteini og Mjóafirði, d. 1652; líkl. son Haralds Ketilssonar, er kemur við bréf 1591 og 1592 (á Stafafelli), seldi jörð sína, Raufarberg, 1592; líkl. bróðir Magnúsar Ketilssonar frá Árnanesi Bjarnasonar, föður sr. Sigurðar á Hjaltastað (d. 1653). K. Haralds Ketilssonar var Ingibjörg Arngrímsdóttir. Guðbjörg átti II Kolla Björnsson b. á Brimnesi og III Jón Jónsson b. á Brimnesi; líkl. bl. með þeim. Hún lifir 1676. (Sjá nánara um hana 6794). Sonur sr. Ívars, en ekki Guðbjargar, var Þorsteinn, líkl. launsonur, eða af fyrra hjónabandi, sem eigi er kunnugt.

4710

aa Þorsteinn Ívarsson mun hafa búið í Firði í Mjóafirði, átti Margréti 295 d. Þorsteins Einarssonar í Firði.

4711

e Margrét Árnadóttir átti Hildibrand b. á Ekkjufelli Eiríksson. Þ. b.: Árnar 2, Einar, Kristín, Þórunn.

4712

aa Árni Hildibrandsson b. í Hrafnsgerði 1681, átti Ingibjörgu 4090 Ásmundsdóttur frá Ormarsstöðum.

4713

bb Árni Hildibrandsson annar.

4714

cc Einar Hildibrandsson (sjá 2445).

4715

dd Kristín Hildibrandsdóttir átti Þorstein 5067 Bjarnason. Þorsteinn selur 1671, með samþykki konu sinnar, Brynjólfi biskupi 3 hundr. í Barðsnesi fyrir 2 hundr. í Setbergi í Fellum og 4 hundr. í lausafé, og á að fá partinn, þegar Margrét, móðir Kristínar, láti sinn part lausan. „Þorsteinn Bjarnason“ býr á Staffelli 1681.

4716

ee Þórunn Hildibrandsdóttir átti börn með Bjarna 1042 Steingrímssyni á Hafrafelli, kvæntum, en ókunnugt er um þau börn.

4717

f Sesselja Árnadóttir frá Skorrastað 4201 átti Sigurð 991 Árnason á Sandbrekku.

4718

g Þórdís Árnadóttir frá Skorrastað átti Jón Sigurðsson í Jórvík.

4719

B Halldóra Sigurðardóttir frá Skorrastað 4200 átti Magnús Jónsson bónda í Sunnudal. Þ. b.: Ólafur, Árni, Jón, Ingibjörg, Guðrún, Rannveig.

4720

a Ólafur Magnússon var prestur á Refstað, vígður 1633, dó 1652. Átti I Guðrúnu eða Sigríði Björnsdóttur (sbr. 8) frá Laxamýri, Magnússonar; II Sólrúnu d. sr. Sigurðar Ólafssonar á Refstað (8392). Þau seldu Brynjólfi biskupi Fell í Vopnafirði, er Sólrún átti, 16.8. 1651. Hans b.: Magnús, Guðrún, Jón. Þau seldu Brynjólfi biskupi Sunnudal.

aa Magnús Ólafsson seldi hálfan Sunnudal 1663, á Krossi í Mjóafirði, fyrir Jökulsá á Borgarfirði og 6 hundr. í lausafé.

bb Guðrún Ólafsdóttir átti Ólaf 8389 á Fagranesi Sigfússon prests á Refstað.

cc Jón Ólafsson seldi Ólafi Jónssyni á Stórasteinsvaði sinn part í Sunnudal, en hann seldi aftur biskupi.

4721

b Árni Magnússon.

4722

c Jón Magnússon.

4723

d Ingibjörg Magnúsdóttir.

4724

e Guðrún Magnúsdóttir.

4725

f Rannveig Magnúsdóttir.

4726

C Ingibjörg Sigurðardóttir frá Skorrastað 4200 (f. fyrir 1609) átti Bjarna bónda í Hnefilsdal. Þ. d.: Rannveig.

4727

a Rannveig Bjarnadóttir átti Jón Jónsson bónda á Víðivöllum fremri í Fljótsdal, um miðbik 17. aldar. Þ. b.: Jónar 2, Vilhjálmur, Salgerður, Ingibjörg, Guðrún, Herdís.

4728

aa Jón Jónsson fékk frá móður sinni 9 hundr. í Hafrafelli og bjó þar, átti Sigríði 5051 Hallsdóttur. Jón er dáinn fyrir 1703. Þá fékk Sigríður 5 hundr. í Hafrafelli, en synir þeirra Jón og Magnús 4 hundr.

4729

bb Jón Jónsson.

4730

cc Vilhjálmur Jónsson seldi Brynjólfi biskupi, 4.2. 1670, 5 hundr. í Hnefilsdal, með samþykki móður sinnar. Vilhjálmur hefur átt Katrínu 10101 Sigfúsdóttur frá Hofteigi.

4731

dd Salgerður Jónsdóttir.

4732

ee Ingibjörg Jónsdóttir hefur líklega verið k. Andrésar 4640 Árnasonar í Hnefilsdal og hefur hann þannig eignast part úr Hnefilsdal, móti Jóni bróður hennar og Vilhjálmi (sjá 4640). Ólafur og Árni synir Andrésar, láta báðir heita Ingibjörgu.

4733

ff Guðrún Jónsdóttir.

4734

gg Herdís Jónsdóttir.

4735

D Ingibjörg Árnadóttir frá Bustarfelli Brandssonar 3461, átti Þorvarð 5837 prófast í Vallanesi Magnússon (1573 — c. 1612). Þ. b.: Árni, Einar 5045, Úlfheiður 5064, Arndís 5065.

4736

A Árni Þorvarðsson var prestur í Vallanesi 1612—1635, átti I Margréti 6767 Einarsdóttur prófasts í Heydölum. Sr. Árni fékk fyrst Stöð og fór þangað 1601, kvæntist Margréti 1604 og var þá í Heydölum veturinn 1604—5, en 1605 dó Margrét af barnsförum og dó barnið líka. Hann fór þá árið eftir (1606) að Vallanesi og kvæntist þar II Gróu 5839 d. Halls prests Högnasonar á Kirkjubæ. Gróa bjó lengi ekkja á Arnheiðarstöðum, til um 1658. Hún dó í Þingmúla 1672. Þ .b.: Hallur, Þorvarður, Jón 4791, Brandur 4792, Ingibjörg 4793, Ingibjörg 4794, Steinmóður 4795, Björn 4979, Magnús 4980. Launsonur sr. Árna mun einnig hafa verið Oddur 4981. Jón á Skjöldólfsstöðum Gunnlaugsson, telur hvorki Steinmóð, Björn og Magnús né Odd. En þó er víst af bréfabók Brynjólfs biskups 1672, að þeir hafa verið til (Steinmóður, Björn og Magnús). Jón nefnir ekki heldur fyrri konu sr. Árna. Sr. Bjarni ritar 5.6. 1672 um arf eftir Gróu. Er Magnús þar ekki nefndur og ekki heldur nema ein Ingibjörg (k. sr. Bjarna). Hefur hin verið dáin og Magnús. Gróa var 14 ár sín hin síðustu hjá sr. Bjarna og Ingibjörgu. Sr. Árni og Gróa hafa átt nokkrar jarðir: Vífilsstaði, Eyrarteig, Arnhólsstaði, Strandhöfn, Skálanes í Seyðisfirði og ef til vill fleiri.

Séra Hallur Högnason á Kirkjubæ var mikill fyrir sér og þótti yfirgangssamur. Hann fékk Kirkjubæ 1574 og var þar 34 ár. Í ágripi af prestaæfum, framan við prestþjónustubók á Kirkjubæ, er þess getið, að hann hafi verið kallaður „Teiga-Halli“, því að hann hafi átt að leggja þá kvöð á kirkjujarðirnar, að teigar væru slegnir frá þeim í Kirkjubæjartúni, einn teigur frá hverri jörð, fyrir ekkert, og hafi svo staðið þangað til Páll prófastur Guðmundsson kom að Kirkjubæ; hafi hann þá tekið teigasláttinn upp í eftirgjald eftir kúgildi jarðanna. Kona sr. Halls, segir þar, að heitið hafi Jarþrúður, og verið hinn mesti kvenskörungur, og ráðið flestu framar en maður hennar. Hafi það verið máltæki prests, er hún vildi hafa eitthvað fyrir stafni: „Látum Þrúði ráða“. Kona hans er annars kölluð Þrúður. Þar segir, að menn viti ekki um afkomendur hans, nema Gyðríði, k. Eiríks Magnússonar í Bót, mikils ofsa og gripdeildarmanns; hafi hann oft lagt út á sanda til að hrifsa tré, en sagt, ef upp komst: „Hún Bót þarf þess með“. — Önnur dóttir sr. Halls er þó nefnd: Þuríður k. sr. Einars 5045 Magnússonar (á að vera Þorvarðssonar) á Valþjófsstað. En Gróa er ekki nefnd. Sigríður hét ein dóttir sr. Halls og Þrúðar, átti Magnús 6088 Höskuldsson. Þar er minnst þeirra munnmæla, að óvild mikil og þras hafi verið milli sr. Halls og Eiríks 3462 Árnasonar á Skriðuklaustri „klausturhaldara“. í deilum þeim hafi sr. Hallur eitt sinn átt að fara stefnuför í Fljótsdal, en Eiríkur þá taka hann og setja í dýflissu, er hann hafði gert fyrir utan klausturtúnin, og þar hafi hann mátt sitja, unz Tungubræður og aðrir Útsveitarmenn söfnuðust saman og náðu honum þaðan.

Hér segir, að Gyðríður dóttir sr. Halls hafi verið kona Eiríks Magnússonar í Bót, á það víst að vera Eiríks Hallssonar prests Hallvarðssonar (sbr. 5789), en aðrir hafa talið Gyðríði konu hans systur Guttorms á Brú, og mun það réttara, sjá 2497. En tímans vegna getur hún þó verið dóttir sr. Halls. Í ágripinu getur þess, að dætur Eiríks og Gyðríðar hafi verið: Þórunn, k. sr. Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi og Hróðný, k. Ásmundar blinda á Hrafnabjörgum. En k. sr. Sigfúsar er annars staðar kölluð Kristín, og mun það vera réttara.

4737

a Hallur Árnason var prestur á Rafnseyri vestra, og víðar, í Skálholti fyrst 1642, Skarðsþingum 1646, en á Rafnseyri frá 1648, dó 1676.

4738

b Þorvarður Árnason var prestur á Klyppstað 1641 — 72, átti Ólöfu 8367 Ketilsdóttur prests á Kálfafellsstað Ólafssonar. Þ. b.: Árni, Pétur, Eiríkur, Ögmundur, Guðrún. Sr. Þorvarður var merkur prestur og vel lærður, kenndi mörgum piltum undir
skóla.

Snjóflóð hljóp á bæinn á Klyppstað, á aðfangadagskvöld 1672, felldi baðstofustafninn ofan á prest, þar sem hann sat við borð, og dó hann þegar. En Ólafur Stefánsson frá Vallanesi, námspiltur, skaut sér undir hnésbætur hans og hélt lífi. Pétur sonur prests var nýgenginn úr baðstofu. Hitt fólk allt í fjósi.

4739

aa Árni Þorvarðsson var prestur á Þingvöllum 1677 — 1702 og prófastur í Árnesþingi 1691; dó 1702, 52 ára. Átti Margréti d. Þorkels prests Arngrímssonar og Margrétar Þorsteinsdóttur, systur Jóns biskups Vídalín. Þ. b. meðal annara: Sigurður, Ólöf.

4740

aaa Sigurður Árnason prestur á Krossi, átti Ragnheiði 6043 Halldórsdóttur prests Eiríkssonar prests í Kirkjubæ, Ólafssonar. Þ. s. : Vigfús.

4741

α Vigfús Sigurðsson var prestur á Nesi í Aðaldal, átti Sigríði Jónsdóttur Magnússonar í Bræðratungu, Sigurðssonar, Magnússonar, Arasonar sýslumanns í Ögri, Magnússonar. Þ. s.: Sigurður.

4742

αα Sigurður Vigfússon var prestur á Skeggjastöðum 1776—90, og síðan í Hofi í Álftafirði 1791—98. Hann dó í kaupstað á Djúpavogi, nóttina fyrir 16.5. 1798. Lagðist fyrir drukkinn, í ullarbyng, og fannst örendur um morguninn, c. 50 ára. Átti 1790 Guðrúnu 4803 Eymundsdóttur frá Skálum Ólafssonar. Hún dó á Melrakkanesi 22.4. 1837. Bjó eftir mann sinn á Rannveigarstöðum og Hærukollsnesi. Þ. b. 2 dætur, dóu um tvítugt og Sigurður.

4743

ααα Sigurður Sigurðsson b. á Hamri, Bragðavöllum, Melrakkanesi og Veturhúsum, lítill búmaður, dó á Hálsi 27.4. 1859, 67 ára, átti Sigríði 11755 Sigurðardóttur Björnssonar á Hamri Antoníussonar. Þ. b.: Björn, Sigríður, Jón.

+ Björn Sigurðsson 11756 á Hálsi, átti 1850 Halldóru 11482 Sigurðardóttur frá Hamraseli. Þ. b. Ingunn o. fl.

+ Sigríður Sigurðardóttir 11757 átti 1852 Mikael 520 Gellisson Árnasonar.

+ Jón Sigurðsson 11758 b. á Bragðavöllum átti Katrínu (d. 1866 30 ára) Hansdóttur Arngrímssonar „glæpamanns“ Jónssonar. Þ. b. Katrín.

Hér fyrir neðan er framhald af ætt Jóns pamfíls úr  3. bindi

4744

bbb Ólöf Árnadóttir átti Böðvar prest í Hvammi í Dölum Ketilsson prests í Hvammi Jörundssonar. Þ. b.: Árni.

4744

α Árni Böðvarsson b. á Ökrum‚ skáld gott á sinni tíð‚ varð tvíkvæntur. Hét Helga Hannesdóttir fyrri k. hans og skildu þau‚ en hin síðari hét Ingveldur.

4745

bb Pétur Þorvarðsson var prestur á Klyppsstað 1673—1721, dó í Mýnesi hjá sr. Einari tengdasyni sínum 1730, 81 árs. Hann átti Guðnýju Oddsdóttur (sbr. 10641). Espólín telur hana d. Odds Guðmundssonar á Nesi í Loðmundarfirði og kallar hana Guðrúnu, en það er rangt‚ því að Oddur sá er 40 árum yngri en hún. En vel má vera‚ að hún hafi verið föðursystir Odds‚ því að Guðmundur á Nesi faðir hans var sonur Odds b. Jónssonar í Húsavík, og er líklegt, að Guðný hafi verið d. þess Odds. Sr. Pétur er talinn 53 ára 1703, Guðný 59. Þ. b.: Ingveldur 24, Málfríður 22, Ögmundur 20, Jón 19, Ingibjörg 16. Espólín telur og Þorvarð og hefur hann verið elztur. Ekkert er mér kunnugt um þau‚ nema Þorvarð og Málfríði.

4746

aaa Þorvarður Pétursson varð prestur á Þingeyrum 1702, átti Önnu‚ danska stúlku; voru þau fáa daga saman. Hann dó úr bólunni 1707, bl.

4747

bbb Málfríður Pétursdóttir átti Einar 12559 prest á Ási Jónsson á Brimnesi Ketilssonar. Þ. b.: Pétur‚ Jón‚ Bjarni.

4748

α Pétur Einarsson b. í Hleinargarði 1762, 42 ára‚ átti I Margréti Einarsdóttur þá 51 árs‚ bl.; II Björgu 12790 Stefánsdóttur frá Ánastöðum. Þ. b.: Þorlákur. Pétur bjó síðar í Snjóholti.

4749

αα Þorlákur Pétursson (f. 1773) ólst upp á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá, hjá Guðmundi móðurbróður sínum‚ og bjó þar eftir hann‚ átti Guðrúnu 240 Þorsteinsdóttur frá Rauðholti.

4780

β Jón Einarsson bjó á Kóreksstöðum, hreppstjóri, síðast á Brennistöðum. Hann átti fyrst barn við Stóru-Málfríði, er hét Málfríður, átti svo I Sigríði 9539 Rustikusdóttur á Kóreksstöðum Þorsteinssonar, bl.; II Snjófríði 4284 Jónsdóttur pamfíls. Þ. b.: Ólöf‚ óg., bl.

4781

αα Málfríður Jónsdóttir átti Pétur 12789 Stefánsson frá Ánastöðum. Þ. b.: Stefán‚ 2 Jónar‚ Ólöf‚ bl.

4782

ααα Stefán Pétursson (f. á Kóreksstöðum um 1769) ólst upp á Ánastöðum hjá Guðmundi föðurbróður sínum‚ sigldi og lærði prentiðn í Kaupmannahöfn, varð svo undirkaupmaður á Eskifirði, átti 1812 Oddnýju 11901 Þorsteinsdóttur frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, bl. Hann keypti síðan Berunes og bjó þar. Hann ól upp Sigurð 8769 Gunnlaugsson frá Hallotmsstað og arfleiddi hann.

4783

βββ Jón Pétursson lenti til Reykjavíkur.

4784

ggg Jón Pétursson annar .

4785

g Bjarni Einarsson bjó á Berufjarðarströnd, hefur víst ekki orðið gamall. Hann kvæntist 1747 Sesselju d. Hallgríms sýslumanns á Berunesi, systur Elínar‚ seinni konu k. föður síns. Kvæntust þeir feðgarnir systrunum sama dag. Bjarni var lögréttumaður. Þ. einb.: Einar.

4786

αα Einar Bjarnason Thorlacius ólst upp hjá sr. Einari afa sínum í Berufirði, frá 5 ára aldri‚ og fór með honum í Kaldaðarnes 1762, lærði síðan í Skálholti og Kaupmannahöfn, var prestur á Grenjaðarstað 1780 og átti Guðrúnu d. Halldórs sýslumanns Jakobssonar. Þau áttu eitt barn‚ en hann dó áður en það fæddist 1783. Barnið dó litlu eftir fæðinguna og móðirin síðan í janúarmánuði 1784. Einar var kallaður „gullauga“.

4787

cc Eiríkur Þorvarðsson 4738 (f. um 1652) var fyrst aðstoðarprestur á Kirkjubæ hjá sr. Eiríki Ólafssyni, en síðan prestur í Hofteigi 1678—1730. Hann átti I Ingibjörgu 10098 Sigfúsdóttur prests í Hofteigi Tómassonar. Þ. einb.: Sigríður; II Þórunni 1365 Magnúsdóttur frá Njarðvík Einarssonar, bl. Sr. Eiríkur dó 1740. Þá voru komnir 40 prestar út af sr. Katli afa hans‚ segir sr. Guðmundur Eiríksson, dóttursonur hans. Árið 1703 er hann talinn 50 ára‚ Þórunn kona hans 47 og Sigríður 24. Þar eru þá 3 fósturbörn: Ögmundur Ögmundsson Sigfússonar prests Tómassonar 14 ára‚ Málfríður Bjarnadóttir 14 og Guðrún Magnúsdóttir 6 vikna.

4788

aaa Sigríður Eiríksdóttir átti I sr. Eirík 8305 Árnason Eiríkssonar prests í Vallanesi, Ketilssonar; var hann fyrst prestur í Mjóafirði, en síðan aðstoðarprestur í Hofteigi, hjá tengdaföður sínum‚ d. í bólunni 1708. Þ. einb.: Guðmundur; II sr. Guðmund 4706 á Hjaltastað Ólafsson Andréssonar, bl. Hann dó úr holdsveiki 1719; III sr. Sigfús Sigfússon frá Dvergasteini, prest í Hofteigi 1730—1746, bl. Hann varð strax holdsveikur og dó á Hofi 1746. Hún lifði síðast lengi ekkja og dó 91 árs gömul.

4789

dd Ögmundur Þorvarðsson 4738 drukknaði, útskrifaður úr skóla 1680.

4790

ee Guðrún Þorvarðsdóttir átti Ögmund 10018 Sigfússon prests í Hofteigi Tómasson.

4791

c Jón Árnason frá Vallanesi bjó á Vífilsstöðum í Tungu‚ býr þar 1681, átti Svanhildi Jónsdóttur.

4792

d Brandur Árnason b. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Lofaði Brynjólfi biskupi Skálanesi í Seyðisfirði, ef hann seldi‚ 3.5. 1662. Brandur og Björn seldu Brynjólfi biskup Strandhöfn 28.8.1657.

4793

e Ingibjörg Árnadóttir yngri 4736 átti Bjarna 6721 prest Gissurarson í Þingmúla.

4794

f Ingibjörg Árnadóttir eldri átti Jón Sturluson b. á Hólum í Norðfirði. Árið 1674 býr Jón Sturluson á Hólum og er það eflaust þessi Jón. (Það getur að vísu verið sá Jón Sturluson, sem býr á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 1703 50 ára‚ en þá hefði hann aðeins verið 21 árs 1674. En Jón Sturluson á Gestsstöðum gæti verið sonarsonur Jóns Sturlusonar á Hólum. Ingibjörg eldri‚ dóttir sr. Árna Þorvarðssonar á Vallanesi, er líklega eitt elzta barn hans því að það er móðurnafn hans og honum þykir auðsjáanlega vænt um það‚ þar sem hann lætur heita tvær Ingibjargir. Ingibjörg eldri gæti því verið f. um 1603 og hefði þá verið 50 ára 1653, þegar Jón á Gestsstöðum fæðist‚ og gæti því vel verið amma hans‚ Ein dóttir Jóns á Gestsstöðum heitir Ingibjörg og gæti það verið ömmunafn hans. En nú er óvíst‚ hvenær sr. Árni hefur kvænzt Gróu Hallsdóttur frá Kirkjubæ. Prestarnir Hallur og Þorvarður, synir þeirra og Ingibjörg yngri sýnast vera f. 1615—25, og er því líklegt að Ingibjörg eldri sé ekki fædd miklu fyr. Þó getur það auðvitað verið. Og þó að hún væri ekki f. fyrr en 1605—10 gæti hún verið amma Jóns á Gestsstöðum. Öllu líklegra virðist mér því‚ að Jón á Gestsstöðum sé bróðir Brynjólfs sem býr á Brimnesi í Fáskrúðsfirði 1703, 52 ára (2 árum eldri en Jón) og sé sonur Sturlu 5283 Brynjólfssonar frá Höskuldsstöðum. Þar verður tíminn mjög hæfilegur).

12.8. 1673 seldi Jón Sturluson á Hólum í Norðfirði Brynjólfi biskupl 8 hundr. í Hólum‚ fyrir 96 rd.

Dætur 2 áttu þau: Kötlu og Þóru. Hafði Jón gefið hvorri 2 hundr. í Hólum.

aa Katla Jónsdóttir átti Þórólf Jónsson. Þau seldu Brynjólfi biskupi sín 2 hundr. í Hólum 29.8. 1673 fyrir 6 hundr. í lausafé. Þ. b.: Þorbjörg, Gróa.

aaa Þorbjörg Þórólfsdóttir átti Kolbein Guðmundsson í Áreyjum. Þ. b.: Margrét.

α Margrét Kolbeinsdóttir átti Bessa 6884 á Karlsskála Magnússon.

bbb Gróa Þórólfsdóttir er 22 ára í Áreyjum 1703.

bb Þóra Jónsdóttir. Jón Árnason selur Brynjólfi biskupi 2 hundr. í Hólum 5.7. 1675; líklega maður Þóru.

4795

g Steinmóður Árnason 4736. Hans er getið í bréfabók Brynjólfs biskups 1672 og sona hans Finnboga, Sigurðar 4973 og Magnúsar. Annað er mér ekki kunnugt um hann‚ nema að hann er dáinn fyrir 1661, og bjó síðast í Vopnafirði. Margrét 4976 hét og dóttir hans.

4796

aa Finnbogi Steinmóðsson bjó á Haugsstöðum í Vopnafirði 1703 og 1723 (ekki 1730 eða 1734). Hann er talinn 53 ára 1703 og því f. um 1650. Hann dó á Langanesi 26.9. 1744 og er þá talinn 89 ára‚ en hefur verið 94 eftir aldrinum 1703. Hann átti Björgu Björnsdóttur, 41 árs 1703. Þ. b. það ár: Krístín 14, Ástríður 13, Salgerður 9, Guðný 7, Ólafur 2 ára.

4797

aaa Kristín Finnbogadóttir.

4798

bbb Ástríður Finnbogadóttlr.

4799

ccc Salgerður Finnbogadóttir.

4800

ddd Guðný Finnbogadóttir deyr á Langanesi 1752.

4801

eee Ólafur Finnbogason bjó í Skógum í Vopnafirði 1734 og síðar í Skoruvík á Langanesi, góður bóndi og nafnkunnur, var kallaður „Skorvíkingur“. Kona hans hét Helga Jónsdóttir. Ólafur dó 15.7. 1782 og er þá talinn 85 ára‚ en hefur verið 81. Helga dó 18.5. 1783, 81½ árs. Þau áttu 16 börn‚ er flest komust úr barnæsku. Þau‚ sem mér er kunnugt um‚ voru:

Eymundur, Sigurður 4855, Oddur 4890, Þuríður 4911, Vilhjálmur 4940, Ingileif 4972. Ekkert þeirra er fætt á Langanesi, nema Vilhjálmur. Hin hafa víst fæðst í Vopnafirði. Vilhjálmur er f. 1746 d. s. ár og annar Vilhjálmur 1752.

4802

α Eymundur Ólafsson b. á Skálum á Langanesi, átti I 1759 Guðrúnu Magnúsdóttur. Þ. b. 3, dóu jafnóðum og hún svo af barnsförum 1762; II 1763 Sesselju 7383 Sigfúsdóttur frá Kleppjárnsstöðum. Þ. b.: Guðrún f. 1765, Ingibjörg f. 1766, Daníel f. 1767, d. s. ár‚ Daníel f. 1768, d. s. ár‚ Sigurborg f. 1769, Helga f. 1770, d. s. ár‚ Eymundur f. 1771. Sesselja dó 27.9. 1771; III 1772 Málfríði Indriðadóttur. Þ. b.: Jón f. 1776 hefur víst dáið ungur‚ því að eigi er hann nefndur við skipti eftir Eymund. Þau fóru fram 6.—7.8. 1789 og hljóp búið 144 rd. 6 sk. Hann dó 18.2. 1789, talinn 61 árs.

4803

αα Guðrún Eymundsdóttir átti 1790 Sigurð 4742 prest Vigfússon á Skeggjastöðum.

4804

ββ Ingibjörg Eymundsdóttir átti Jón Jónsson (f. um 1758). Þau búa á Hrollaugsstöðum á Langanesi 1788, víst nýgift. En 1802 búa þau á Eiði. Þ. b. þá: Sesselja 14, Daníel 12, Jón 8 ára‚ Magnús‚ Björg.

4805

ααα Sesselja Jónsdóttir dó ung óg. bl.

4806

βββ Daníel Jónsson bjó á Eiði á Langanesi, var hreppstjóri‚ átti Helgu 4853 Eymundsdóttur systkinabarn sitt. Þ. b. 1829: Þorgerður 8, Jón 4 ára 1845: Jón 20, Helgi 16, Daníel 10, Helga 13 ára. Daníel þá dáinn. Fóru öll til Am. nema Jón.

4807

+ Þorgerður Daníelsdóttir átti Magnús 4816 Jónsson b. á Hrollaugsstöðum. Þau víst nýgift 1845, hann 30 en hún 24 ára.

4808

+ Jón Daníelsson b. á Eiði átti Arnþrúði 4869 Jónsdóttur frá Syðra Lóni. Þ. b.: Daníel‚ Guðlaug, Þorgerður (Heimskringla 1927, 3. blað).

4809

++ Daníel Jónsson bjó á Eiði‚ átti I Þorbjörgu 4832 Einarsdóttur b. í Fagranesi Eymundssonar frændkonu sína. Daníel var mesti dugnaðarmaður og fékk verðlaun úr sjóði Kristjáns IX, dó 1929. Þ. einb : Þorbjörg; II Margréti 2645 Vigfúsdóttur frá Kúðá. Þ. b.: Arnþrúður, Jón‚ drukknaði rúml. tvítugur í Eiðisvatni, Björg‚ dó 18—19 ára.

+++ Þorbjörg Daníelsdóttir átti Gunnlaug 8243 b. á Eiði Jónasson b. í Hlíð og Helgu Þorleifsdóttur. Þ. b.: Jóhann‚ Þorbjörg‚ Daníel‚ Jónas‚ Sigurður, Helga‚ Rósa‚ Björg‚ Arnþrúður.

4810

++ Guðlaug Jónsdóttir átti Sæmund sjálfseignarbónda á Heiði á Langanesi, Sæmundsson, Marteinssonar frá Hóli á Sléttu‚ Marteinssonar, Galdra-Sumarliðasonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit. Þ. b 5: Arnþrúður, Þórdís‚ Bergur.

4811

+++ Arnþrúður Sæmundsdóttir átti Lárus b. á Heiði Helgason í Kumlavík. Þ. b. 11: Guðlaug, Margrét, Sæmundur, Lára‚ Þórdís‚ Anna‚ Jón Trausti, Ari.

4812

+++ Þórdís Sæmundsdóttir bjó með Sigurði í Heiðarhöfn‚ frá Húsavík. Þ. b.: Berglaug.

4813

+++ Bergur Sæmundsson átti Kristínu sunnl.; hann dó litlu síðar. Þ. einb.: Snorri.

++ Þorgerður Jónsdóttir átti 1899 Friðrik Guðmundsson frá Grímsstöðum, d. 1927.

4816

ggg Jón Jónsson var vitfirringur, hvarf. Fannst löngu síðar drukknaður í Selvíkurá.

đđđ Magnús Jónsson átti Þorgerði 4807 Daníelsdóttur, bróðurdóttur sína. Am.

εεε Björg Jónsdóttir átti I Helga 4836 Eymundsson á Fagranesi. Þ. b.: Jón (sjá 4836) ;II Sigurð Vilhjálmsson á Langanesi. Þ. b.: Þorbjörg, Sigurbjörg, dóu báðar miðaldra óg., bl.

4817

gg Sigurborg Eymundsdóttir átti Halldór (f. um 1771) b. á Syðri Brekkum. Helgason b. í Gunnólfsvík, hins sterka‚ Halldórssonar. Helgi sá bjó 1784 á Felli á Strönd 45 ára og átti Þórdísi (13447) Jónsdóttur 42 ára. Móðir hennar hét Þorgerður Guðmundsdóttir (f. um 1721). Börn Helga og Þórdísar voru 1784: Guðrún 18. Þorgerður 17, Halldór 13, Helgi 6 ára.

a Guðrún Helgadóttir átti Ásmund Eggertsson.

b Þorgerður Helgadóttir átti Eymund 4826 á Ytra Lóni Eymundsson.

c Halldór Helgason átti Sigurborgu Eymundsdóttur.

d Helgi Helgason bjó á Fagranesi, átti 1799 Valgerði 10592 Gísladóttur frá Hámundarstöðum.

Börn Halldórs og Sigurborgar voru: Halldór, Þórdís‚ Eymundur‚ Sigurborg, Guðbrandur, Gottskálk, Helgi 4943.

4818

ααα Halldór Halldórsson b. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði‚ átti 1820 Sigurveigu Jónsdóttur þá 27 ára. Þ. b.: Halldór.

4819

+ Halldór Halldórsson er hjá afa sínum á Syðri Brekkum 1829.

4820

βββ Þórdís Halldórsdóttir.

4821

ggg Eymundur Halldórsson b. á Brimnesi á Langanesi og síðar í Skoruvík (1845) átti I Sigríði 4889 Magnúsdóttur Sæmundssonar. Þ. b. 1829: Sigurður, Sigurborg, Helgi‚ Sigurrós. (1845: 19, 15, 14, 12 ára); II Guðrúnu Jónsdóttur f. í Skeggjastaðasókn. 1845 er hann talinn 44 ára en hún 28.

4822

+ Sigurður Eymundsson.

4823

+ Sigurborg Eymundsdóttir átti Pétur 4958 Helgason frá Læknisstöðum.

4824

đđđ Guðbrandur Halldórsson bjó góðu búi á Syðri Brekkum á Langanesi, hörkumaður og hrotti‚ átti Margréti 10402 Jónsdóttur Kollgrímssonar. (Sjá börn þeirra við 940). Þ. s. Guðbrandur, faðir Jóhönnu 4968.

4825

εεε Gottskálk Halldórsson átti 1840 Ingibjörgu 10401 Jónsdóttur Kollgrímssonar.

ſſſ Sigurborg Halldórsdóttir er á Syðri Brekkum 1829, 25 ára‚ átti Sigfús Eymundsson 4854.

4826

đđ Eymundur Eymundsson b. á Ytra Lóni á Langanesi átti 1791 Þorgerði 4817 Helgadóttur frá Gunnólfsvík, systur Halldórs á Syðri Brekkum. Þ. b.: Eymundur, Málfríður, Helgi‚ Þórdís‚ Helga‚ Sigfús. Eymundur bjó einnig á Fagranesi. Sveitavísa
segir:

„Fagranes er falleg jörð‚
finnst þar bóndinn Eymundur.
Honum er til hjálpar gjörð
húsmóðirin Þorgerður“.

4827

ααα Eymundur Eymundsson b. á Fagranesi, átti Ásu Pétursdóttur (f. í Múlasókn c. 1796), 33 ára 1829. Þ. b. þá: Hallfríður 10, Guðný 9, Eymundur 8, Einar 7, Þórarinn 5 ára. 1845 er Eymundur dáinn‚ en Ása býr ekkja í Fagranesi og hjá henni þessi börn þeirra: Hallfríður 27, Karólína Sofia 13, Þórarinn 19, Ása 11 ára.

4828

+ Hallfríður Eymundsdóttir.

4829

+ Guðný Eymundsdóttir.

4830

+ Eymundur Eymundsson b. á Höfða á Langanesi átti Margréti 4970 Pétursdóttur frá Hóli Vilhjálmssonar.

4831

+ Einar Eymundsson b. á Fagranesi átti Þorbjörgu (1328) Þorvarðsdóttur f. í Grenjaðarstaðasókn um 1821. Þ. b.: Aðalbjörg f. 1843 (4854), Jóhanna, önnur Jóhanna (hétu víst báðar 2 nöfnum), Þóra‚ Ása k. Metúsalems 12857 Jónssonar frá Dal‚ Am.

++ Þóra Einarsdóttir átti Sigurð 12851 b. í Dal‚ Jónsson Björnssonar.

4832

++ Þorbjörg Einarsdóttir átti Daníel 4809 Jónsson yngra á Eiði.

4833

++ Jóhanna Einarsdóttir átti Sigurð 4840 Eymundsson á Skálum.

++ Jóhanna Einarsdóttir önnur átti ung Björn 12847 Jónsson í Sandfellshaga. bl., lifði hann‚ en var gömul þegar hann dó.

4834

+ Þórarinn Eymundsson var góður smiður‚ bjó á Sléttu eða í Núpasveit.

+ Karólína Sofía Eymundsdóttir (f. um 1832) líklega móðir Guðrúnar Karólínu, k. Jónasar Pálssonar í Vatnsdal hjá Gunnlfsvíkurfjalli, móðir Vilborgar k. Karls Grönvolds.

4835

βββ Málfríður Eymundsdóttir var bústýra Sigfúsar bróður síns á Eiði 1829, 32 ára. (Daníel á Eiði veit ekki um hana).

4836

ggg Helgi Eymundsson b. á Fagranesi átti Björgu 4816 Jónsdóttur. Þau eru víst nýgift 1829, 31 og 22 ára. Þ. einb.: Jón.

+ Jón Helgason bjó lengi á Fagranesi átti Sigríði Sigurðardóttur úr Eyjafirði. Þ. b. 3 synir í Am. og Sigurður.

++ Sigurður Jónsson b. á Skálum 1927.

4837

đđđ Þórdís Eymundsdóttir átti Jón 4870 Sigurðsson í Kumlavík. Þ. b.: Eymundur, Þorgerður, Sigurður, Björg‚ Sigríður, Ástríður.

4838

+ Eymundur Jónsson bjó 1845 á Hrollaugsstöðum og í Kumlavík, átti Steinunni 12138 Sveinsdóttur Sveinssonar á Einarsstöðum. Þ. b.: Eiríkur, Sigurður, Jón‚ Eymundur, Júlíana (fáviti).

4839

++ Eiríkur Eymundsson (f. 1844) átti Helgu 4866 Jóhannesdóttur frá Ytri Brekkum. Eiríkur var skipasmiður, fór til Am.

4840

++ Sigurður Eymundsson b. á Skálum‚ ötull bæði á sjó og landi‚ átti Jóhönnu 4833 Einarsdóttur frá Fagranesi, Am.

4841

++ Jón Eymundsson Am., „valinkunnur sæmdarmaður“ (Þorl. Jóakimsson).

4842

++ Eymundur Eymundsson, Am.(?).

4843

+ Sigurður Jónsson b. í Kumlavík átti I Margréti 4876 Sigurðardóttur, bræðrungu sína. Þ. b : Sigurður, Jón‚ Benjamín, Steinunn; II Margréti 13581 Pétursdóttur frá Miðfjarðarnesi. Þ. b.: Stefán.

4844

++ Sigurður Sigurðsson.

4845

++ Jón Sigurðsson átti Margréti 4861 Guðmundsdóttur frá Skoruvík.

4846

++ Benjamín Sigurðsson.

4847

++ Steinunn Sigurðardóttir átti Jón b. á Syðra Lóni‚ Benjamínsson Kjartanssonar frá Grímsstöðum í Þistilfirði.

4848

++ Stefán Sigurðsson.

4849

+ Þorgerður Jónsdóttir átti Vilhjálm Jónsson frá Strandhöfn. Þ. b.: Sigurbjörg‚ Ástríður, Vilhelmína. Allar í Am.

4850

+ Sigríður Jónsdóttir átti Guðmund 12141 Sveinsson Sveinssonar á Einarsstöðum. Þ. b.: Þórdís‚ Sigríður, Guðrún.

4851

+ Björg Jónsdóttir átti Vigfús 2641 Kristjánsson í Garði í Þistilfirði.

4852

+ Ástríður Jónsdóttir átti Einar 13406 Einarsson Jónssonar‚ Einarssonar prests Hjaltasonar.

4853

εεε Helga Eymundsdóttir átti Daníel 4806 Jónsson á Eiði (eldra).

4854

ſſſ Sigfús Eymundsson b. á Eiði 1829 með Málfríði systur sinni‚ 20 ára gamall‚ átti Sigurborgu 4825 Halldórsdóttur frá Syðri Brekkum. Þ. b. á Eiði 1845: Eymundur 13 ára‚ dó uppkominn ókv., bl., Helgi 9, Sigurborg 14, Þorgerður 12, óg., bl., Þórdís 4, og Sigríður óg., bl. Sigfús bjó síðar á Hrollaugsstöðum.

+ Helgi Sigfússon átti Aðalbjörgu 4831 Einarsdóttur frá Fagranesi Eymundssonar. Bjuggu á Hrollaugsstöðum á Langanesi. Fóru svo til Seyðisfjarðar með 5 börn: Einar‚ missti handlegg um olnboga, af slysi. Hin tvístruðust, sum til Am. Helgi dó af slysi‚ varð undir bát‚ sem verið var að setja á flot.

+ Sigurborg Sigfúsdóttir átti Stefán nokkurn í Vatnadalsgerði‚ Am.

+ Þórdís Sigfúsdóttir átti Árna b. í Krossavík í Þistilfirði Jónsson, Þ. b.: Sigfús‚ Am., Sigríður, Sigurður ókv. 1827. Þórdís dó 1805.

++ Sigríður Árnadóttir átti I Gottskálk úr Eyjafirði. Þ. b.: Sigrún‚ Jónas; II Kristinn Pétursson. Þ. b.: Ein dóttir.

4855

β Sigurður Ólafsson frá Skoruvík 4801 bjó á Skálum 1788, 69 ára‚ átti I 1760 Ingibjörgu Jónsdóttur. Þ. b.: Jón f. 1760 d. s. ár‚ Helga f. 1761. Ingibjörg dó síðan 8.10. 1761; II 1763 Guðfinnu Þorfinnsdóttur (f. um 1738). Þ. b.: Sigurður f. 1763, Ingibjörg f. 1764, d. s. ár‚ Finnbogi f. 1766, Ingibjörg f. 1768, Guðfinna f. 1769.

4856

αα Helga Sigurðardóttir.

4857

ββ Sigurður Sigurðsson bjó á Skálum‚ átti Ástríði 12006 Ólafsdóttur frá Torfastöðum í Vopnafirði. Þ. b. 9, sem komust á legg: Ólafur‚ Jón‚ Jón annar‚ Guðrún‚ Sigurður, Björg‚ Jón þriðji‚ Kristján, Jósef. Sigurður var iðjumaður mikill og árrisull, en varð ekki gamall. Einn morgun lá hann örendur hjá tré‚ sem hann var að ryðja og vissu menn eigi annað‚ en hann hefði farið heill á fætur. Kona hans brá þá búi og fór austur að Torfastöðumtil Stefáns bróður síns með 2 börnin;1) hin ólust upp hjá ættingjum Sigurðar á Langanesi. Ívar hét laungetinn sonur (víst) Sigurðar, 6 ára 1805.

4858

ααα Ólafur Sigurðsson var mestan aldur sinn í Krossavík ókv., bl.

4859

βββ Jón Sigurðsson elzti b. á Syðra Lóni‚ var vel að sér‚ læknir góður‚ smiður á tré og járn‚ bezti maður og vinsæll. Hann átti Guðlaugu 12843 Guðmundsdóttur frá Kollavík. Þ. b.: Margrét, Guðmundur, Ástríður, Arnþrúður.

4860

+ Guðmundur Jónsson b. í Skoruvík, hreppstjóri og sýslunefndarmaður síðar‚ átti Guðrúnu (sbr. 10576) Jónsdóttur Ólafssonar, systur Árna í Urðarseli hjá Gunnólfsvík og Ólafs á Ytra Lóni‚ Am. Ólafur‚ faðir Jóns‚ var úr Eyjafirði ættaður, málafylgjumaður mikill og átti Bergljótu alsystur Sigfúsar dannebrogsmanns Jónssonar á Laugalandi. Börn Guðmundar og Guðrúnar voru 9: Aðaljón, Ólafur‚ Sigfús‚ Árni‚ Sófonías, Ásdís Sigríður, Berglaug, Þrúður‚ Margrét, öll í Am.

4861

++ Margrét Guðmundsdóttir átti Jón 4845 Sigurðsson frá Kumlavík, Am.

4862

+ Margrét Jónsdóttir átti Jóhannes (f. í Grenjaðarstaðasókn c. 1809) b. á Ytri Brekkum Jónsson, Jónssonar Lambacks Sigurðssonar frá Breiðumýri í Reykjadal. Bjuggu fyrst á Heiði (1845). Þ. b.: Sigurjón, Guðmundur, Guðlaug, Helga‚ Björg.

4863

++ Sigurjón Jóhannesson b. á Ytri Brekkum,

4864

++ Guðmundur Jóhannesson fór til Borgundarhólms.

4865

++ Guðlaug Jóhannesdóttir átti Vigfús bókbindara á Brekkum, Halldórsson snikkara, Halldórssonar smiðs‚ Jónssonar Lambacks.

4866

++ Helga Jóhannesdóttir átti Eirík 4839 Eymundsson skipasmið, Am.

4867

++ Björg Jóhannesdóttir.

4868

+ Ástríður Jónsdóttir átti Jón Stefánsson frá Torfastöðum‚ frænda sinn.

4869

+ Arnþrúður Jónsdóttir átti Jón 4808 Daníelsson á Eiði‚ frænda sinn.

4870

ggg Jón Sigurðsson annar (næstelzti), vel látinn maður‚ átti Þórdísi 4837 frá Ytra Lóni‚ Eymundsdóttur. Bjuggu þau í Kumlavík.

đđđ Guðrún Sigurðardóttir átti Svein 13520 á Skjaldþingsstöðum, Bjarnason Ásmundssonar.

4872

εεε Sigurður Sigurðsson bjó á Skálum‚ átti Steinunni 12844 Guðmundsdóttur frá Kollavík. Þ. b.: Guðmundur, Jósef‚ Kristín, Margrét.

4873

+ Guðmundur Sigurðsson b. á Skálum‚ vinsæll maður‚ átti Aðalbjörgu 4529 Jónsdóttur Jónssonar á Refstað. Þ. b.: Aðalmundur‚ Sigurður, Jósef‚ Vilhjálmur, Steinunn, Valgerður. Guðmundur og Aðalbjörg fóru til Am. og börn þeirra‚ nema Jósef og Vilhjálmur.

++ Jósef Guðmundsson kvæntist á Langanesi og dó þar‚ ekki gamall‚ bl.

++ Vilhjálmur Guðmundsson b. á Ytri Brekkum, átti Sigríði 14281 Davíðsdóttur frá Heiði. Þ. b.: Guðmundur, Sigtryggur, Þuríður, Axel‚ dó 1917, Davíð (tvíburar), Aðalbjörg, Árni.

+++ Guðmundur Vilhjálmsson kaupfélagsstjóri á Þórshöfn, átti Herborgu Friðriksdóttur, Erlendssonar í Garði‚ Gottskálkssonar.

+++ Sigtryggur Vilhjálmsson b. á Álandi átti Valgerði Friðriksdóttur frá Gröf í Vestmannaeyjum.

+++ Þuríður Vilhjálmsdóttir átti Jón b. á Syðri Bakka í Kelduhverfi, Friðriksson Erlendssonar í Garði.

+++ Davíð Vilhjálmsson b. á Ytri Brekkum átti Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur frá Hámundarstöðum.

+++ Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir átti Jóhannes 14284 Árnason Davíðssonar á Heiði‚ frænda sinn.

+++ Árni Vilhjálmsson (f. 23.6. 1894) átti 3.6. 1920 Aagot d. Rolfs Johansen kaupmanns á Reyðarfirði. Varð læknir á Vopnafirði 1924.

4874

+ Jósef Sigurðsson var húsmaður hjá Guðmundi bróður sínum‚ ókv., bl.

4875

+ Kristín Sigurðardóttir átti Magnús 10595 Vilhjálmsson frá Læknisstöðum.

4876

+ Margrét Sigurðardóttir átti Sigurð 4843 Jónsson í Kumlavík.

4877

ſſſ Björg Sigurðardóttir frá Skálum‚ óg., átti dóttur‚ er hét Elísabet, f. í Sauðanessókn um 1821. Faðir hennar hét Magnús.

4878

+ Elísabet Magnúsdóttir átti Jón 2888 b. í Sauðaneskoti Mikaelsson á Svínabökkum. Þ. b.: Aðalbjörg, Jóhannes o. fl.

4879

++ Aðalbjörg Jónsdóttir átti Jóhannes 12140 Sveinsson‚ Sveinssonar á Einarsstöðum.

++ Jóhannes Jónsson einkennilega draumspakur, kallaður „Drauma-Jói“.

4880

zzz Jón Sigurðsson yngsti frá Skálum‚ b. á Vindfelli og Haugsstöðum í Vopnafirði, „varð þrígiftur“, átti Ragnhildi 12147 Sveinsdóttur frá Einarsstöðum. Þ. b.: Jósef‚ Regína‚ Jóhanna, Björn‚ öll óg., bl., nema Jóhanna. Ein kona Jóns var Sigríður 7609 Vigfúsdóttir frá Ljótsstöðum.

4881

+ Jóhanna Jónsdóttir átti Sigurð 7716 b. á Hamri Jónsson „almáttuga“.

4882

įįį Kristján Sigurðsson frá Skálum var aumingi, dó fullorðinn‚ ókv., bl.

4883

zzz Jósef Sigurðsson frá Skálum drukknaði ókv., bl., með Grími hafnsögumanni frá Leiðarhöfn, fram undan Strandhöfn í logni um 1833 að vorlagi; réru þeir á sker‚ og fórst 3. maður‚ en þeim 4. varð bjargað.

4884

gg Finnbogi Sigurðsson frá Skoruvík Ólafssonar, bjó á Fagranesi 1788, Heiði 1802, er á Flautafelli í Þistilfirði 1816 (einn síns liðs), átti Kristínu 13688 (f. um 1764) Einarsdóttur Jónssonar, þess er að vestan kom sem strokumaður. Þ. b. 1802: Guðfinna 14, Bjarni 11, Rósa 7 ára.

4885

ααα Guðfinna Finnbogadóttir (f. um 1788).

4886

βββ Bjarni Finnbogason b. í Selvík hjá Skálum á Langanesi 1829, 36 ára‚ átti Margréti Þorsteinsdóttur 35 ára. Þ. b. það ár: Guðfinna 8, Finnbogi 7, Kristín 3 ára.

4887

ggg Rósa Finnbogadóttir átti I Skúla 7386 Skúlason í Sandvík og var s. k. hans; II Árna 409 Davíðsson frá Hellisfirði.

4888

đđ Ingibjörg Sigurðardóttir frá Skálum‚ vinnukona á Fagranesi 1788 og Ytra Lóni 1802, 37 ára‚ líkl. óg., bl.

4889

εε Guðfinna Sigurðardóttir vinnukona á Skálum 1802, 36 ára‚ átti Magnús Sæmundsson b. í Skoruvík, f. í Sauðanessókn 1777. Foreldrar: Sæmundur Jónsson (f. í Svalbarðssókn 1733) og Sigríður Sigurðardóttir (f. 1746) (gift 1770), d. Sigurðar Guðmundssonar meðhjálpara á Langanesi og Guðrúnar Ívarsdóttur (gift 1740). Þ. b.: Sigríður, Sigurður.

ααα Sigríður Magnúsdóttir átti Eymund 4821 Halldórsson á Brimnesi á Langanesi.

βββ Sigurður Magnússon b. í Skoruvík átti Sigurlaugu 12112 Jónsdóttur frá Vakursstöðum.

4890

g Oddur Ólafsson 4801 (f. um 1736) bjó á Höfn á Strönd 1784 og lengur‚ kallaður í manntalsbók „stjórnsamur“, síðar á Bakka á Strönd‚ átti I Kolfinnu Einarsdóttur, talin 47 ára 1784, „starfssöm og stórgerð“. Þ. b. þá: Kristín 18, Steinmóður 14, „einfaldur“, Brynjólfur 13, dó víst ókv., bl., „einfaldlegur“, Gunnhildur 6, Eyjólfur 4 ára; II 4.10. 1784 Ólöfu 13496 Jónsdóttur, ekkju Ólafs Sigurðssonar á Bakka‚ bl.

4891

αα Kristín Oddsdóttir.

4892

ββ Steinmóður Oddsson er ekki í Skeggjastaðasókn 1795, veit ég ekki hvar hann hefur þá verið‚ né hvort hann hefur kvænst. En börn átti hann. Vilhjálmur sonur hans f. um 1797, ólst upp á Bakka‚ hjá Oddi afa sínum; hét móðir hans Kristín Jónsdóttir (f. um 1766). Benjamín Steinmóðsson er á Skeggjastöðum 1816, 19 ára‚ f. á Bakka og því líklega sonur þessa Steinmóðs‚ jafngamall Vilhjálmi að sjá. Ólöf hét einnig dóttir Steinmóðs. Steinmóður lifir á Flugustöðum 1845, niðursetningur, talinn ókvæntur. Þá er Guðrún Steinmóðsdóttir niðursetningur á Búlandsnesi, 14 ára‚ f. í Hofssókn í Álftafirði, víst dóttir þessa Steinmóðs.

Steinmóður kvæntist aldrei. Var síðari hluta ævi sinnar suður í Álftafirði, átti þar barn við Sigríði Gísladóttur (d. 1859), hét Eiríkur; annað við Úlfheiði Halldórsdóttur Björnssonar (vitlausa), hét Guðrún.

4893

ααα Vilhjálmur Steinmóðsson bjó á Djúpalæk, átti I Þórnýju 13504 Illugadóttur. Þ. b.: Jón‚ ókv., Ólöf‚ óg., bl., Rósa; II Hallfríði Bessadóttur f. í Múlasókn í Norðuramti um 1806. Þ. b. 1845: Hallgeir 11, Sigríður Kristín Eleonóra 10, Signý 4, Matthildur 3, Jónatan 1 árs. Guðlaug, Vilhjálmur.

4894

+ Rósa Vilhjálmsdóttir.

4895

+ Hallgeir Vilhjálmsson b. á Sigurðarstöðum hjá Bakka og víðar‚ átti Helgu Ólafsdóttur b. í Kílsnesi í Þingeyjarsýslu, Tómassonar, kroppinbaks, Þorgrímssonar, söðlasmiðs. Þ. b. mörg‚ dóu öll ung nema Jón. Helga hafði áður átt barn‚ við kaupmanni (?) á Raufarhöfn, er hét Hansína og varð s.k. Sigurðar 3246 Jónssonar í Njarðvík, Am.

4896

++ Jón Hallgeirsson bjó eitthvað í Borgarfirði.

4897

+ Sigríður Kr. E. Vilhjálmsdóttir.

4898

+ Signý Vilhjálmsdóttir átti Jónatan 9246 Hjörleifsson, Eiríkssonar. Þ. b.: Vilhjálmur, Signý.

4899

++ Vilhjálmur Jónatansson b. á Vindfelli og var svo í þurrabúð á Höfn‚ átti Hólmfríði 12100 Þórarinsdóttur frá Bakka. Hún var afllaus, bl.

4900

++ Signý Jónatansdóttir, óg., bl.

4901

+ Matthildur Vilhjálmsdóttir.

4902

+ Jónatan Vilhjálmsson.

4903

+ Guðlaug Vilhjálmsdóttir var s.k. Jónatans Hjörleifssonar (er þó ekki alveg víst). Þ. s.: Valdemar.

4904

+ Vilhjálmur Vilhjálmsson b. á Pétursstöðum á Strönd‚ átti Þorkötlu 4947 Vigfúsdóttur.

4905

βββ Benjamín Steinmóðsson.

4906

ggg Ólöf Steinmóðsdóttir, óg., átti barn við Kristjáni 3754 Jónssyni, Guttormssonar.

đđđ Guðrún Steinmóðsdóttir átti barn við Einari Ófeigssyni úr Bjarnanessókn (f. um 1829), hét Kolbeinn, Am., og annað við Jóni Magnússyni frá Bragðavöllum, hét Jón.

εεε Eiríkur Steinmóðsson bjó í Bæ í Lóni‚ átti Sigríði Bjarnadóttur. Þ. b.: Sigríður, Jóhanna. Jón próf. Jónsson segir að kona hans hafi verið Steinunn 14150 Snjólfsdóttir í Bæ Jónssonar og Sigríðar Bjarnadóttur.

4907

gg Gunnhildur Oddsdóttir.

4908

đđ Eyjólfur Oddsson átti fyrst barn við Sigríði Árnadóttur‚ vinnukonu á Skeggjastöðum 1803, er hét Guðrún‚ kvæntist svo 1806 Þóru 13449 Stefánsdóttur frá Miðfirði, bjuggu á Djúpalæk. Þ. s.: Jón‚ talinn 13 ára 1816. Sesselja, barnsmóðir Eyjólfs, átti síðar Jón Eiríksson b. á Miðfjarðarnesi, en víst eigi börn. Eyjólfur fór austur að Hjaltastað 1827 með sr. Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu dóttur hans. Hann drukknaði í Kýlatjörninni við að vitja um net.

4909

ααα Guðrún Eyjólfsdóttir átti Guðmund 10503 Ísleifsson frá Rauðholti. Hún var bezta kona‚ mesta starfskona og myndarleg. Hún dó gömul mjög‚ í Am.

4910

βββ Jón Eyjólfsson.

4911

đ Þuríður Ólafsdóttir frá Skoruvík 4801 átti 1761 Torfa b. á Ytra Lóni og Hlíð á Langanesi. Illugason, Bjarnasonar b. á Guðmundarlóni á Langanesi, Sæmundssonar.

Bjarni Sœmundsson bjó á Guðmundarlóni 1703 53 ára‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur, 53 ára. Þ. b.: Ögmundur 13, Illugi 9 ára.

a Ögmundur Bjarnason átti 1721 Kristínu Þorsteinsdóttur. Þau voru gift á Sauðanesi. En ekki eru þar talin börn þeirra. Hafa þau annaðhvort engin átt eða búið annars staðar. En þar deyr hann 3.10. 1766, talinn 75 ára‚ kallaður „meðhjálpari“. Ögmundur bjó á Fagranesi 1723 en í Ytri Hlíð í Vopnafirði 1730.

b Illugi Bjarnason kvæntist 1725 á Sauðanesi Sigríði Einarsdóttur. Þ. b.: Einar f. 1726, d. 1749, Torfi f. 1728. Hallageir hefur enn verið son þeirra‚ f. um 1729. Þá hafa þau verið á Akri í Öxarfirði. Illugi talinn þar 1730 „í reikningi“ aðeins. Hann bjó á Fagranesi 1723 og Eiði 1730. Sigríður dó 1744, 46 ára en Illugi 1758.

aa Torfi Illugason átti Þuríði Ólafsdóttur. Þ. b.: Sæmundur, ókv., bl., Steinmóður f. 1767, Illugi f. 1768, Sigríður f. 1774, d. 1775.

bb Hallageir Illugason b. á Fremra Núpi 1762 átti Katrínu Gunnlaugsdóttur, Ívarssonar (4694), þau þá 35 og 23 ára. Þau hafa síðar búið á Hrappsstöðum (þar er Sigríður d. þeirra f. c. 1766) og víst síðast á Rjúpnafelli. Þar býr Katrín ekkja 1785 með Sigríði og Eirík börn sín. Katrín fór litlu síðar norður í Keldunes til Gunnlaugs sonar síns.

4912

αα Steinmóður Torfason b. í Skoruvík 1802 átti Ástríði Jónsdóttur. Þ. b. þá: Þuríður 6, Jón 5 ára. Steinmóður hefur dáið skömmu síðar. Ástríður er með börnin þessi tvö 1816, í Flögu í Þistilfirði, „ekkja“.

4913

ααα Þuríður Steinmóðsdóttir.

4914

βββ Jón Steinmóðsson var hér og hvar‚ átti Helgu Jónsdóttur úr Presthólasókn. Bræður hennar voru Stefán og Jón bóndi í Kílsnesi, en systur Guðfinna k. Ólafs í Kílsnesi, Tómassonar og Guðrún k. Daníels í Kílsnesi Illugasonar. Móðir þessara systkina hét Guðfinna Jónsdóttir (segir Ástríður d. Jóns Steinmóðssonar), á að vera Ísleifsdóttir. Börn Jóns og Helgu voru: Þorsteinn, Magnús‚ Þorkatla, Sigríður, Ástfríður.

4915

+ Þorsteinn Jónsson á Ísólfsstöðum fór til Am. og varð auðugur.

4916

+ Magnús Jónsson b. á Hrollaugsstöðum á Langanesi.

4917

+ Þorkatla Jónsdóttir átti Sigfús 10429 b. á Rifi á Sléttu‚ Sigurðsson. Var Sigfús bróðir Guðrúnar á Engilæk.

4918

+ Sigríður Jónsdóttir átti Sigurbjörn b. á Sjóarlandi í Þistilfirði, Friðriksson.

4919

+ Ástfríður Jónsdóttir átti Jón Jónsson (sbr. 8176) bróður Gísla‚ föður Þorsteins ritstjóra. Þ. b.: Steinunn, Jón 13738 Am., Jónas Am., Helga‚ dó fullorðin, óg., bl., Ólöf‚ Ragnheiður, lenti í snjóflóði.

4920

++ Steinunn Jónsdóttir átti Jón 8170 b. á Dratthalastöðum‚ Stefánsson, söðlasmið.

4921

++ Ólöf Jónsdóttir átti Jóhannes Jónsson b. á Hrafnabjörgum í Hlíð og Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Am.

4922

ββ Illugi Torfason b. í Hlíð á Langanesi, átti Guðrúnu 4972 d. Vilhjálms Ólafssonar í Hlíð‚ systkinabarn sitt. Þ. b.:
Torfi‚ Vilhjálmur, Ögmundur, Þuríður, Björg‚ Guðrún‚ Ólöf.

4923

ααα Torfi Illugason b. í Hlíð á Langanesi, vel efnaður, átti Matthildi (f. í Nessókn c. 1805) Jóhannesdóttur. Þ .b.: Illugi‚ Jóhannes.

4924

+ Jóhannes Torfason bjó góðu búi í Hlíð og á Eldjárnsstöðum; fór til Am. með allt sitt og börn Illuga.

4925

βββ Vilhjálmur Illugason.

4926

ggg Ögmundur Illugason.

4927

đđđ Þuríður Illugadóttir átti Benedikt 2584 b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, Einarsson f. í Skinnastaðasókn um 1786. Þ. b.: Benedikt, Illugi‚ Ólöf.

4928

+ Benedikt Benediktsson b. á Hóli á Langanesi, átti Ingibjörgu Árnadóttir, Sigurðssonar.

4929

+ Illugi Benediktsson var í Þistilfirði.

4930

εεε Björg Illugadóttir átti Sigurlaug Sigurðsson í Gunnólfsvík. Am.

4931

ſſſ Ólöf Illugadóttir (f. um 1808) átti (um 1828—29) Einar (sbr. 5982) Jónsson (f. í Helgustaðasókn um 1801), bróður Ólafar móður Hólmfríðar konu Björns Halldórssonar á Úlfsstöðum. Þau eru í Hlíð‚ hjá Torfa 1829. Þ. b. þá: Illugi 1 árs og síðan Ása‚ Jakob‚ ókv., bl., Einar Am., Jakobína, Arnbjörn, dó á Seyðisfirði, ókv., bl. Einar og Ólöf bjuggu á Hóli á Langanesi. Faðir Einars var Jón Einarsson f. í Reykjahlíðarsókn um 1774.

4932

+ Illugi Einarsson, söðlasmiður, b. á Hóli á Langanesi, Felli á Strönd og víðar‚ átti Kristbjörgu d. Sæmundar á Heiði og Þórdísar. Þ. b.: Guðrún‚ Ólöf‚ Karítas.

4933

++ Guðrún Illugadóttir var á Seyðisfirði 1889.

4937

+ Ása Einarsdóttir átti Markús b. í Gunnólfsvík, Jónsson b. í Gunnólfsvík (f. í Þverársókn Norðuramti um 1790), Arnþórssonar „prests“. Móðir Markúsar hét María Jónsdóttir b. á Álftagerði við Mývatn‚ Ásmundssonar. Þ. b.: Einar‚ Guðmundur, Björg, öll í Am.

4938

+ Jakobína Einarsdóttir átti Jóhannes 10398 Jónsson b. á Felli á Strönd. Hann varð þar bráðkvaddur á Felli.

4939

zzz Guðrún Illugadóttir átti Sigfús 12084 Jónsson b. í Hvammi í Þistilfirði, bl.

4940

ε Vilhjálmur Ólafsson Skorvíkings 4801 (f. 1752) b. í Hlíð á Langanesi, átti 1778 Guðrúnu 12206 Gísladóttur frá Ytri Hlíð. Þ. b.: Pétur‚ Guðrún 4972.

4941

αα Pétur Vilhjálmsson b, á Hóli á Langanesi, átti Þorkötlu 12221 Illugadóttur frá Fremri Hlíð Þorgrímssonar.

1. Illugi Þorgrímsson bjó í Fremri Hlíð 1785, 54 ára og því f. um 1731, átti Hólmfríði Hallgrímsdóttur, þá 50 ára. Þ. b.: 1785: Hallgrímur 16, Indriði 11, Þorkatla 7 ára.

a Hallgrímur Illugason (f. um 1769) b. á Lóni og Ærlæk‚ átti Ingibjörgu Gunnarsdóttur.

c Þorkatla Illugadóttir átti Pétur Vilhjálmsson á Hóli‚ sem hér um ræðir.

2. Guðrún Þorgrímsdóttir hét systir Illuga í Fremri Hlíð. Hún átti Þórð Jónsson. Þau bjuggu í Austurskálanesi 1785, er Þórður þá talinn 78 ára en Guðrún 52 og synir þeirra: Þorgrímur 17 ára og Jón 15. Aldur Þórðar er eflaust rangur‚ ef hann ætti að geta verið sonur Jóns í Ási‚ sem er f. um 1707, enda bendir aldur sona hans á, að hann hafi verið yngri 1785 en 78 ára‚ þó að hann gæti auðvitað átt þá um sextugt. (Sjá 12221 o. s, frv.)

Börn Péturs á Hóli og Þorkötlu voru: Guðríður, Hallgrímur, Ingveldur, Guðný‚ Hólmfríður, Margrét.

4942

ααα Guðríður Pétursdóttir átti Víglund (f. um 1801) b. á Hraunkoti á Langanesi (byggði það úr eyði) Helgason b. á Hraunkoti í Aðaldal, Tómassonar(?)1) Þ. b.: Pétur‚ Þorkatla, Hallgrímur‚ flækingur, ókv., bl., Guðjón.

4943

+ Pétur Víglundsson b. á Hraunkoti á Langanesi, átti Sigríði Helgadóttur 4817 (bróður Guðbrands ríka á Syðri Brekkum), Halldórssonar. Þ. b.: Víglundur, Guðjón‚ Valdemar. Sigríður átti barn‚ við Birni í Svalbarðsseli í Þistilfirði, hét Kristín. Hún átti Eirík Eiríksson frá Ormalóni, voru stutt saman og fór hún þá austur á Hérað og hálfbræður hennar með henni.

4944

++ Víglundur Pétursson.

4945

++ Guðjón Pétursson.

4946

++ Valdimar Pétursson.

4947

+ Þorkatla Víglundsdóttir átti fyrst barn við Jóhanni Friðrik, hann fór síðan vestur á land (í Skagafjörð?), hét Albertína; giftist svo Vilhjálmi 4904 b. á Pétursstöðum á Strönd‚ Vilhjálmssyni, Steinmóðssonar. Þ. b.: Vilhelmína, Júlíana, hálfaumingi, óg., bl. Þorkatla var síðar ekkja hjá Víglundi bróður sínum‚ á Litlasteinsvaði, meðan hann lifði. Varð síðast úti fyrir utan Heiðarsel í Tungu‚ gömul orðin.

4948

++ Albertína Jóhannsdóttir átti Hannes 10399 smið á Læknisstöðum, Jónsson á Læknisstöðum, Jónssonar.

4949

++ Vilhelmína Vilhjálmsdóttir, óg‚ átti barn við Kristjáni Bjarnasyni, hét Kristveig, fór til Ísafjarðar til föður síns.

4950

+ Guðjón Víglundsson bjó síðast á Litlasteinsvaði, dó 1894, átti Guðbjörgu 1276 Sigurðardóttur. Þ. b.: Sigurjón, Sigurbjörg‚ óg., bl., Guðný.

++ Sigurjón Guðjónsson b. í Kolsstaðagerði, átti Guðlaugu 6474 Þorsteinsdóttur, Einarssonar í Hrafnsgerði.

++ Guðný Guðjónsdóttir átti Bjarna 6408 Gíslason, Frydensdal.

4951

βββ Hallgrímur Pétursson b. í Urðarseli (Sóleyjarvöllum) á strönd‚ átti Elísabet 10601 Gísladóttur frá Hámundarstöðum. Þ.b.: Pétur‚ Gísli‚ Hallgrímur. Kom víst eigi ætt frá þeim.

4952

ggg Ingveldur Pétursdóttir, óg., átti barn‚ I við Friðbirni Stefánssyni, bróður Stefáns á Torfastöðum í Hlíð‚ hét Stefán‚ fór til Am., II við Sigurði 8072 á Hróaldsstöðum Jónssonar, hét Hólmfríður Am.; III við Þorfinni á Litlabakka, hét Guðmundur.

4953

+ Guðmundur Þorfinnsson var lengi vinnumaður á Skriðuklaustri, hjá Halldóri Benediktssyni, ókv., bl.

4954

đđđ Guðný Pétursdóttir átti I Jón Sigurðsson, sunnl. Þ. b.: Lukka‚ Jónína; II Steingrím Jónsson frá Fossárdal, víst bl.

4955

+ Lukka Jónsdóttir átti Ísleif 165 Sæbjörnsson frá Hrafnabjörgum.

4956

+ Jónína Jónsdóttir átti Sveinbjörn 3565 Hallgrímsson á Krossi í Mjóafirði.

4957

εεε Hólmfríður Pétursdóttir átti Helga 10596 Helgason frá Fagranesi. Þau bjuggu á Læknisstöðum og víðar áður‚ hann dó á áttræðisaldri. Þ. b.: 16, fullorðin urðu: Pétur‚ Þorkatla, Valgerður, óg., bl., Margrét, óg., bl., Jósef‚ Jóhanna, Sofía.

4958

+ Pétur Helgason b. á Höfða hjá Læknisstöðum, átti Sigurborgu 4823 Eymundsdóttur frá Brimnesi. Hann drukknaði í róðri‚ var einn á bát. Þ. einb.: Helgimundur.

4959

++ Helgimundur Pétursson var húsmaður á Brimnesi á Langanesi, átti Margréti Magnúsdóttur b. á Læknisstöðum og víðar‚ Gíslasonar. Sonur Margrétar var Kristinn Daníelsson á Ytra Núpi. Þ. einb.: Guðrún Sigurborg.

4960

+ Þorkatla Helgadóttir átti Magnús b. á Leirlæk í Þistilfirði Ásmundsson. Þ. b. 3 dóu‚ óg., bl.

4961

+ Jósef Helgason b. á Læknisstöðum átti Hólmfríði 10394 Jónsdóttur b. á Læknisstöðum Jónssonar. Þ. b.: Helgi Jón‚ Jóhann Pétur‚ Am.

4962

+ Jóhanna Helgadóttir átti Magnús 10396 b. á Læknisstöðum Jónsson, bróður Hólmfríðar, síðast 8 ár á Skálum. Þ. b. 10, upp komust: Haraldur, Matthildur, Sigfríður Am., Helgi‚ Konkordía Am., Jónína Am., Kristbjörg, Sófonías, varð úti 16 ára. Þau voru talsvert efnuð.

4963

++ Haraldur Magnússon b. í Gunnólfsvík átti I Ólöfu Baldvinsdóttur frá Gunnólfsvík, Guðmundssonar. Þ. b.: María; II Þuríði Hannesdóttur, systur Sigurðar, er var í Vopnafirði.

4964

+++ María Haraldsdóttir átti Björgólf 13558 Kristjánsson‚ Siggeirssonar.

4965

++ Matthildur Magnúsdóttir átti Jón b. á Læknisstöðum‚ Ólafsson b. á Brimnesi á Langanesi, Gíslasonar og Ingunnar. Þ. b. 10: Kristveig, Magnús‚ Ólafur Ingi‚ Jóhanna, Anna Tryggvanía, Sófonías, Tryggvi, Þuríður, Óskar‚ 2 dáin.

4966

++ Helgi Magnússon b. í Gunnólfsvík, keypti svo Fell í Vopnafirði og bjó þar‚ átti Matthildi Vilhjálmsdóttur frá Sunnudal. Þ. b.:Gunnlaugur Þór Vilhjálmur, Jóhanna Magnea.

4967

++ Kristbjörg Magnúsdóttir átti Frímann b. í Gunnólfsvík, Jónsson „hrolls“ b. á Vestara Landi í Öxarfirði. Þ. b.: Magnús Jónsson, Jóhann Sigurður Jón.

4968

+ Sofía Helgadóttir átti Stefán 10397 b. á Brimnesi á Langanesi, Jónsson b. á Læknisstöðum Jónssonar. Þ. b.: Jóhann‚ Friðjón, Þórdís‚ Helga‚ Sigríður.

++ Jóhann Stefánsson b. á Skálum (átti þá) átti Maríu Friðriksdóttur úr Grímsey, Jónatanssonar, Daníelssonar.

++ Friðjón Stefánsson átti Jóhönnu Guðbrandsdóttur, Guðbrandssonar á Syðri Brekkum.

++ Þórdís Stefánsdóttir átti Sigurð Einarsson.

4970

ſſſ Margrét Pétursdóttir átti Eymund 4830 b. á Höfða á Langanesi, Eymundsson á Fagranesi. Þ. b.: Sofía.

4971

+ Sofía Eymundsdóttir átti Albert Finnsson í Skoruvík. Þ. b.: Margrét, Þorgerður, Steinþór, Þorbjörg, Svanfríður, aumingi.

++ Margrét Albertsdóttir átti Einar b. í Viðvík Jóhannesson, Jónssonar í Sveinungsvík, Marteinssonar.

++ Þorgerður Albertsdóttir, óg., átti barn‚ við Pétri „Zar“, hálfbrjáluðum, úr Skeggjastaðahrepp, hét Sófonías. Átti síðar Elíezer Sigurðsson, norðl., í Seyðisfirði.

++ Steinþór Albertsson fór til Vestmannaeyja.

++ Þorbjörg Albertsdóttir fór og til Vestmannaeyja.

4972

ββ Guðrún Vilhjálmsdóttir frá Hlíð 4940 átti Illuga 4922 b. í Hlíð Torfason, frænda sinn.

ſ Ingileif Ólafsdóttir Skorvíkings átti 1763 Pál Magnússon. Hann dó 1781. Bjuggu á Gunnarsstöðum. Þ. s.: Gottskálk, f. 1766,faðir Erlends í Garði.

4973

bb Sigurður Steinmóðsson, Árnasonar 4795 er á sveit í Fljótsdal 1703, 46 ára.

4974

cc Magnús Steinmóðsson bjó á Hryggstekk 1703, 42 ára‚ fátækur, átti Þórdísi Jónsdóttur, 42 ára. Þ. b.: Sigurður „vanvita þrot‚ þjónustumaður“ 15 ára‚ Sveinn 8.

4975

aaa Sveinn Magnússon (f. um 1695).

4976

dd Margrét Steinmóðsdóttir 4795 átti Bjarna Jónsson b. á Hreiðarsstöðum 1703, hann 51 en hún 50 ára. Þ. einb.: Guðný‚ þá 10 ára.

4977

aaa Guðný Bjarnadóttir átti Ásmund b. á Hauksstöðum á Dal Jónsson b. á Skeggjastöðum í Fellum (1703, 49 ára), Guðmundssonar (sbr. 12680). Ásmundur bjó á Hauksstöðum 1723, 1730, 1734 og 1756 og hafði verið góður bóndi‚ átti eitt vor‚ að sögn‚ 90 geldinga. En 1756 felldi hann fé sitt‚ eins og fleiri‚ og skuldaði þá 4 hundr. á Vopnafirði, en kvaðst þá ekki eiga nema 4 ær‚ 1 gemling og 1 kvígu; hinu hafi hann orðið að lóga harða veturinn 1755—56, sér og sínum til bjargar, eða það hafi drepizt úr vesöld. Þá hefur hann verið orðinn 71 árs. Um 1730 hefur hann verið vel efnaður, því að þá er úttekt hans á Vopnafirði yfir 8 hundr.

Jón Sigfússon segir á einum stað um Margréti, dóttur Ásmundar‚ móður Bjarna á Ekru‚ að hún hafi verið dóttir Ásmundar blinda á Hauksstöðum, Ólafssonar, prests Sigfússonar (sjá 9931). Þetta er nú að vísu allt rangt‚ en gæti þó bent til skyldleika við Ásmund blinda á Hrafnabjörgum, Ólafsson, prests á Sauðanesi, Guðmundssonar. Gæti vel verið‚ að fyrri kona Jóns á Skeggjastöðum (sbr. 12680) og móðir Ásmundar á Hauksstöðum, hafi verið ein dóttir Ásmundar blinda. Vel gat líka verið‚ að Ásmundur á Hauksstöðum hafi síðast orðið blindur, því að gamall varð hann.

Eigi er kunnugt um börn Ásmundar og Guðnýjar, nema Margréti.

4978

α Margrét Ásmundsdóttir átti Eirík 10184 Bjarnason frá Fossvelli, son Bjarna Guðmundssonar, er þar bjó‚ og Oddnýjar Þorleifsdóttur frá Dagverðargerði. Bjarni hefur verið á Stórabakka fyrir 1703, en þá er hann í Hnefilsdal vinnumaður, 32 ára‚ og því f. um 1671, Hann er þar hjá Jóni Guðmundssyni (38 ára) er þar bjó í tvíbýli við Árna Andrésson og hefur líklega verið bróðir Jóns. Þar er þá líka Kristín Guðmundsdóttir vinnukona, 36 ára‚ líklega systir þeirra. Þaðan hefur Bjarni farið vorið 1703 til Oddnýjar Þorleifsdóttur, er þá var ekkja á Galtastöðum fremri‚ 34 ára. Hafa þau verið náskyld því að þau kaupa leyfisbréf til giftingar 1703; borgar Bjarni fyrir leyfisbréfið á Vopnafjörð 1703, 4 hundr. 87 al. Þetta ár (1703) borgar Jón Guðmundsson á Skeggjastöðum (eflaust í Fellum) (Ath. 12680) eins til hans á Vopnafirði 2 hundr. 15 al. „fyrir hans föður“.: Bjarni bjó síðan á Fossvelli 1723, 1730 og 1734. Eiríkur og Margrét bjuggu í Fjallsseli og Blöndugerði og er lítið kunnugt um þau‚ nema börn þeirra 2, Björgu‚ k. Sigurðar í Görðum í Fljótsdal, Guðmundssonar og Bjarna 10190 á Ekru.

4979

h Björn Árnason frá Vallanesi 4736 fékk eitthvað úr Arnhólsstöðum, hjá Gróu móður sinni‚ til að selja sér til uppeldis. Annars ókunnur.

4980

i Magnús Árnason frá Vallanesi 4736 átti Steinunni Árnadóttur. Hún sakaði hann um „impotentia“. Kom það fyrir preststefnu á Egilsstöðum 1645. Mun hann því hafa dáið bl.

4981

j Oddur Árnason frá Vallanesi 4736, laungetinn, bjó í Fljótsdal. Um hann hef ég ritað við nr. 2477, og tel ég víst‚ að hann hafi verið launsonur sr. Árna Þorvarðssonar í Vallanesi. En tíminn mjög hæfilegur Eftir því‚ sem ég hef leitt þar nokkur rök að‚ hafa börn Odds‚ verið: Högni‚ Þórdís‚ Málfríður, Margrét, og tel ég þau því hér.

4982

aa Högni Oddsson mun hafa búið í Fljótsdal, líklega síðast í Görðum hjá Valbjófsstað; hann er dáinn fyrir 1703 og býr þá ekkja hans í Görðum‚ Margrét Jónsdóttir, 56 ára‚ með börnum þeirra Högna: Jóni og Sólveigu.

4983

aaa Jón Högnason (f. um 1684) bjó í Görðum í Fljótsdal og átti Solveigu 2458 Þorvarðsdóttur frá Bessastaðagerði, Snorrasonar. Er ætt talin frá þeim áður nr. 2459 og áfram.

4984

bbb Solveig Högnadóttir (f. um 1689).

4985

bb Þórdís Oddsdóttir átti Snorra Þorsteinsson b. á Bessastöðum, hún er 66 ára 1703, en hann 65. Þ. b.: Salgerður, Bjarni, Herdís, Oddur.

4986

aaa Salgerður Snorradóttir átti Magnús 5086 Einarsson. Bjuggu á Bessastöðum 1703, hún 33 ára en hann 36. Foreldrar Magnúsar voru Einar Eiríksson b. í Klúku í Fljótsdal 1703, 77 ára og Guðrún Þorsteinsdóttir, 75 ára Hjá þeim voru þá þessi börn þeirra: Bjarni 35, Jón 32, Guðrún‚ 37 ára. Faðir Einars var Eiríkur Jónsson ríki‚ b. á Víðivöllum ytri‚ um miðja 17. öld. Þegar Jón sýslumaður Þorláksson kom austur 1670 bjó hann fyrst á Skriðuklaustri; en litlu síðar seldi Eiríkur honum Víðivelli. (Þetta sagði Sveinn 7274 á Hafrafelli, afkomandi Einars Eiríkssonar. En það er ekki rétt. Sjá 5084), og bjó Jón þar síðan um hríð‚ unz hann fluttist til Berufjarðar um 1686. Bróðir Eiríks var Magnús á Glúmsstöðum, er sagt var‚ að Jón Þorláksson léti draug drepa. Eigi er kunnug ætt frá Magnúsi. Börn Magnúsar og Salgerðar voru 1703: Högni 7, Þorsteinn 2 ára.

4987

a Högni Magnússon bjó í Hamborg í Fljótsdal 1734, átti Guðríði Pétursdóttur b. á Helgustöðum í Reyðarfirði, er var náskyldur Birni sýslumanni Péturssyni á Bustarfelli. Móðir Guðríðar hét Ingiríður. En bróðir hennar var Páll (2462) sterki á Kleif í Fljótsdal, s. m. Margrétar Vermundsdóttur, móður Eiríks Runólfssonar á Brú. Börn Högna og Guðríðar voru: Magnús‚ Guðrún‚ Margrét, Pétur‚ Jón.

4988

αα Magnús Högnason (f. um 1732) kallaður „sterki“, bjó á Kollsstöðum á Völlum‚ „skýr maður‚ frómur og ráðvandur“ segir í kirkjubók Vallaness 1785. Hann var fyrst ráðsmaður hjá Þorsteini sýslumanni Sigurðssyni og síðan Pétri syni hans‚ að sögn. En 1762 var hann vinnumaður á Hrafnkelsstöðum, 30 ára‚ og Ásdís 6547 Eiríksdóttir prests í Sandfelli Oddssonar, vinnukona‚ 24 ára. Þau giftust og bjuggu fyrst á Þuríðarstöðum, svo Kollsstöðum og síðast í Bessastaðagerði. Þ. b. 1785: Anna 20, Eiríkur 18, Guðmundur 14, Guðrún 13 ára.

4989

ααα Anna Magnúsdóttir átti Einar 1496 Sigurðsson á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, bl.

4990

βββ Eiríkur Magnússon var gáfumaður og skáld‚ kvað rímur af Gesti Bárðarsyni og Ölkofra. Lá úti‚ rúmlega tvítugur, á Fljótsdalsheiði; fannst með lífi milli Arnórsstaða og Skjöldólfsstaða, á hnjánum, við staf sinn. Lá síðan viku og dó‚ ókv., bl.

4991

ggg Guðmundur Magnússon (f. um 1770) bjó á Bessastöðum‚ sagði oft skröksögur í líkingu við Munchhausen og var kallaður „Lyga-Gvendur“, átti Þorbjörgu (f. um 1771) 7243 Pétursdóttur frá Bót.

4992

đđđ Guðrún Magnúsdóttir fékk ást á dönskum manni og átti barn með honum‚ en ekki varð meira milli þeirra. Hún varð síðan geðveik og giftist aldrei.

4993

ββ Guðrún Högnadóttir átti fyrst barn 1753 eða 4, við Páli 3632 Sveinssyni er varð faðir Sveins landlæknis, hét það Jón; giftist svo Einari b. á Skálanesi í Seyðisfirði. Þ. b.: Herdís. Einar Magnússon bjó á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði 1776 og á Sörlastöðum 1777. Mun það vera þessi Einar. Páll var skrifari hjá Þorsteini sýslumanni Sigurðssyni, þegar hann átti Jón‚ við Guðrúnu, og var hann sektaður 1754 fyrir barnseignina. Annað launbarn átti Guðrún‚ við Jóni 4471 Sigurðssyni á Bessastöðum, er hét Guðrún 4472.

4994

ααα Jón Pálsson var gullsmiður og mesti myndarmaður, bjó lengi á Sléttu í Reyðarfirði, býr þar 1816 og fram yfir 1837. En fyrst bjó hann á Þuríðarstöðum í Fljótsdal og er þá (1783) kvæntur fyrri konu sinni‚ Elísabet 7242 Pétursdóttur frá Bót. Þ. b.: Pétur‚ Guðrún. Bjuggu þau síðar (1784) og lengzt á Bessastöðum. Elísataet er dáin fyrir 1816. Síðar átti hann (fyrir 1820) Guðnýju 12978 Stefánsdóttur frá Sandfelli. Þ. b.: Páll‚ Guðrún. Jón dó 31.1. 1839.

4995

+ Pétur Jónsson var prestur á Ási 1811—31 og svo á Eiðum (keypti þá) 1831—39, dó 1839, 54 ára‚ lipur kennimaður, góður ritari‚ glaðlyndur, átti Guðrúnu Eyvindsdóttur frá Skógtjörn á Álftanesi Jónssonar, bl. (Ath. 7263).

4996

+ Guðrún Jónsdóttir eldri átti Guðmund 2308 Sigmundsson silfursmið í Geitdal.

4997

+ Páll Jónsson b. á Sléttu í Reyðarfirði átti Sæbjörgu 12946 Jónsdóttur, Stefánssonar í Sandfelli.

4998

+ Guðrún Jónsdóttir yngri átti I Bóas 9240 b. á Stuðlum‚ Arnbjörnsson. Bóas dó um 1855. Hún bjó eftir á Stuðlum. Þ. b. hjá henni 1857: Guðný 16, Bóel 13, Sesselja 12, Jónas 8, Arnbjörn 7, Sveinn 6, Gunnar 3, Bóas 2 ára; II átti hún Eyjólf (sbr. 5577) Þorsteinsson b. á Stuðlum. Þ. b.: Kristrún f. 1856, Benedikt, Páll‚ Guðfinna. Eyjólfur dó 4.4.1900.

4999

++ Guðný Bóasdóttir átti Guðna 2771 Stefánsson trésmið á Sléttu. Þ. b.: Guðrún‚ Sigurlín.

+++ Guðrún Guðnadóttir átti Jón Jónatansson úr Skagafirði. Þ. s.: Guðni‚ dó ókv. 1925.

+++ Sigurlín Guðnadóttir átti Jónas 12949 Eyjólfsson á Sléttu. Þ. b.: Eyjólfur Snæbjörn, Guðný.

° Eyjólfur Snæbjörn Jónasson fór til Am. kallaði sig Melan‚ var prestur þar.

° Guðný Jónasdóttir átti Eyjólf Ásberg‚ bakara í Keflavík.

5000

++ Bóel Bóasdóttir átti Björn 6907 Þorleifsson frá Karlsskála.

5001

++ Sesselja Bóasdóttir óg., bl.

5002

++ Jónas Bóasson b. á Geldingi í Breiðdal á Hlíðarenda‚ átti Jóhönnu Jónsdóttur frá Eyri í Reyðarfirði. Þ. b.: Björg‚
Guðrún‚ Björgvin, Herborg, Benedikta Guðlaug.

+++ Björg Jónasdóttir átti Jónas b. á Búðum í Fáskrúðsfirði Ólafsson af Suðurlandi. Þ. b.: Olga Ingibjörg, Jónas Björgvin‚ Ástvaldur Jóhann‚ Valborg Benedikta, Guðmundur, Benedikt Guðlaugur.

+++ Guðrún Jónasdóttir átti Þórð b. í Víkurgerði Gunnarsson frá Kleif í Breiðdal. Þ. b.: Aðalheiður, Jónína Guðlaug, Jósefína Guðný‚ Petra Jóhanna, Gunnar Jónas‚ Benedikt, Björgvin Guðmundur.

+++ Benedikta Guðlaug Jónasdóttir átti Jón 5010 Brúnsted Bóasson frá Stuðlum. Þ. b.: Bóas‚ Jónas‚ Jóhanna. Þau búa á Eyri í Reyðarfirði.

+++ Herborg Jónasdóttir átti Valdór 5010 Bóasson frá Stuðlum. Þ. b.: Jónas Pétur‚ Bóas‚ Eðvald‚ Jóhann Björgvin, Óskar‚ Jóhanna, Guðlaug Bjarney, Ragnheiður. Bjuggu í Hrúteyri við Reyðarfjörð. Valdór dó á Vífilsstaðahæli 1927.

+++ Björgvin Jónasson b. á Hlíðarenda í Breiðdal átti Sigbjörgu 576 Erlendsdóttur frá Hvammi. Þ. b.: Gísli Friðjón, Petra Jóhanna, Bóas‚ Ragnar‚ Herbjörn, Gunnar‚ Sigþór‚ Guðlaugur, Erlendur.

5003

++ Arnbjörn Bóasson dó uppkominn, efnilegur maður‚ ókv., bl., um tvítugt.

5004

++ Sveinn Bóasson dó gamall á Eskifirði, bl. 1927, hafði verið kvæntur.

5005

++ Gunnar Bóasson, efnil. maður‚ dó 18 ára‚ ókv., bl.

5006

++ Bóas Bóasson (f. 1855) b. á Stuðlum átti Sigurbjörgu 14205 Halldórsdóttur, bróðurdóttur frú Kristrúnar á Hólmum. Þ. b.: Hallgrímur, Kristrún, Gunnar‚ Pétur‚ Valdór‚ Jónas‚ Jón Brúnsted, Hildur‚ Eðvald‚ Guðrún.

5007

+++ Hallgrímur Bóasson. Kona Nikólína Nikulásdóttir frá Teigargerði (13748).

5008

+++ Kristrún Bóasdóttir átti Malmquist Jóhannesson frá Áreyjum. Þ. b.: Jóhanna, Jóhann‚ Anna‚ Sigurbjörg, Kristrún, Hildur‚ Bóas‚ Gunnar. Kristrún dó 1927. Bóas og Gunnar fórust við Hornafjörð 1925.

5009

+++ Gunnar Bóasson átti Margréti 11458 Friðriksdóttur (ath. 13745).

5010

+++ Pétur Bóasson var kaupmaður á Reyðarfirði, fór til Siglufjarðar.

+++ Valdór Bóasson átti Herborgu 5002 Jónasdóttur bræðrungu sína.

+++ Jónas Bóasson.

+++ Jón Brúnsted Bóasson átti Benediktu Guðlaugu 5002 Jónasdóttur, bræðrungu sína.

+++ Hildur Bóasdóttir átti Eðvald Tómasson úr Eyjafirði. Þ. b.: Sigurbjörg, Guðrún‚ Kristíana, Regína‚ Tómas‚ Bóas‚ Jón Pálmi.

+++ Eðvald Bóasson.

+++ Guðrún Bóasdóttir.

5011

++ Benedikt Eyjólfsson (f. 1.11. 1863) varð prestur í Berufirði 1890, fékk Bjarnarnes 1906, átti I 1890 Guðlaugu Gísladóttur frá Stardal, Gíslasonar. Hún dó 1890. Þ. b.: Gísli Benedikt‚ Am.; II 1901 Kristínu Jónsdóttur b. á Berunesi Stefánssonar. Þ. b. 5, lifðu 4.

++ Kristrún Eyjólfsdóttir átti Björn Björnsson búfræðing í Grafarholti í Mosfellssveit. Þ. b.: Steindór, Kristrún Solveig, Guðrún‚ Þórunn Ástríður (kölluð Ásta) k. dr. Jóns Helgasonar í Kaupmannahöfn, Helga‚ Björn Birnir‚ Sigríður.

5012

++ Páll Eyjólfsson lærði búfræði átti Jónínu 5139 Jónasdóttur frá Svínaskála, Am.

++ Guðfinna Eyjólfsdóttir átti Júlíus Ísleifsson á Illugastöðum í Skagafirði, bl.

5013

βββ Herdís Einarsdóttir 4993 átti Eyjólf Ísfeldt snikkara‚ er nafnkunnur var fyrir fjarskyggni. Hann var sonur Ásmundar b. í Kollabæ í Fljótshlíð og Brúsastöðum í Þingvallasveit‚ Eyjólfssonar á Flókastöðum Þorsteinssonar. Móðir Ásmundar hét Helga d. Bjarnhéðins í Garðsvík (Garðsauka), Guðmundssonar í Langagerði, Ólafssonar smiðs á Stórólfshvoli. Móðir Eyjólfs Ísfeldt var f. k. Ásmundar, Þorbjörg (d. 1785) Snorradóttir b. á Lýtingsstöðum í Holtum‚ Guðmundssonar, Bárðarsonar. Móðir Þorbjargar og k. Snorra var Álfheiður d. Jóns b. Þórðarsonar í Raftholti og Guðnýjar Magnúsdóttur á Brekkum í Hvolhreppi‚ Brandssonar b. í Vatnsdal í Fljótshlíð, Halldórssonar. Kona Brands og móðir Magnúsar var Guðleif d. Bergþórs (í Vatnsdal í Fljótshlíð, Þorbjörnssonar — H. Þ.) prests í Fellsmúla Jónssonar prests í Fellsmúla (d. 1682), Jónssonar prests á Mosfelli, Stefánssonar Skálholtsráðsmanns í Oddgeirshólum, Gunnarssonar á Víðivöllum, Gíslasonar á Hafgrímsstöðum, Hákonarsonar. Stefán ráðsmaður var bróðir Björns sýslumanns (sbr. 3464 og 6154) Gunnarssonar á Bustarfelli og var móðir þeirra Guðrún Magnúsdóttir Jónssonar biskups Arasonar.3)

Eyjólfur Ísfeldt og Herdís búa 1816 á Syðra Fjalli í Aðaldal, hann 53 ára‚ „snikkari“ frá Kollabæ í Fljótshlíð, en hún 54, f. á „Flutningsfelli“. Þ. b. þá: Anna Matthildur 23, f. á Hánefsstöðum‚ Freygerður 16, f. á Húsavík nyrðra‚ Páll 14. f. á Húsavík‚ Guðmundur 12, f. á Húsavík, verður úti milli Teigs og Bustarfells 28.1. 1840, víst ókv., bl., var þá vinnumaður á Hróaldstöðum‚ Ásmundur 6 ára‚ f. á Syðra Fjalli. Þau fóru öll 1817 að Stóra-Eyrarlandi. Frá Eyrarlandi fluttu þau 1821 að Hallberuhúsum‚ með Pál 17 ára og Ásmund 10. Þaðan fór hann austur (á Völlu?) og byggði brúna yfir Jökulsá 1819, fyrir bæn Páls Melsteðs sýslumanns. Ekki finnst Herdís fædd í Svalbarðssókn 1762 eða þar næstu ár. Mun eitthvað villt um það. Um þau er þetta ort:

„Ísfeldt veiðir og heim reiðir eins
og beiðir þörfin frek.
En Herdís eyðir‚ skörp á skeiði
skjótar en seyðir eldur sprek.“

5014

+ Freygerður Eyjólfsdóttir (f. 1800) átti Þorstein Þorláksson (f. í Lögmannshlíð nyrðra 9.3. 1788). Foreldrar hans voru Þorlákur Jónsson (f. í Skipalóni 1753) og Margrét Þorsteinsdóttir (f. um 1759) á Krossanesi við Eyjafjörð‚ d. 11.2. 182?. Þorlákur er á lífi 1820. Freygerður og Þorsteinn voru í húsmennsku í Steingerði á Völlum 1845, hann 63 ára en hún 43. Þ. b. þá talin: Eyjólfur 20, Einar 12302 15, Anna 12, Ásbjörg 9 ára. Auk þess var Þorbjörg, og var eldri‚ hefur þá verið 22 ára. Þorbjörg var talin dóttir Melsteds sýslumanns á Ketilsstöðum. Freygerður, móðir hennar‚ sagði: „Guð veit‚ hver á börnin mín“. Þorsteinn var vinnumaður á Eyrarlandi og átti þar barn með Freygerði 1821, Elínu. Þá fór Ísfeldt austur með allt sitt. Þorsteinn fór austur að Eyjólfsstöðum vorið eftir‚ 1822, og kvæntist Freygerði 12.1. 1823, í Vallanesi. Þorbjörg fæddist 16.2. 1823 í Vallanesi. Vorið 1823 fóru þau til Eskifjarðar og 1825 að Víðivöllum ytri. Þar fæddist Eyjólfur 27.10. 1825. Síðar fóru þau að Tunghaga 1826, síðan að Hvammi og þá að Steingerði. Þaðan 1849 í Eskifjarðarsel. Þar dó Þorsteinn 19.6. 1864. Freygerður dó í Eskifirði 29.8. 1878, talin 78 ára.

5015

++ Þorbjörg Þorsteinsdóttir átti Pétur Vilhelm (Brandt) (ath. 6494). Hann var talinn sonur Kjartans Ísfjörðs kaupmanns á Eskifirði (d. 1845, 72 ára), Þorlákssonar Ísfjörðs sýslumanns á Eskifirði (d. 1781), Magnússonar í Meiri-Hlíð í Bolungavík, Sigmundssonar stúdents, Sæmundssonar lögréttumanns‚ Magnússonar lögsagnara, Sæmundssonar sýslumanns, Árnasonar sýslumanns á Hlíðarenda, Gíslasonar. Móðir Kjartans var Sofía‚ dóttir Erlends Ólafssonar sýslumanns í Ísafjarðarsýslu. Þorlákur keypti allan Eskifjörð, af Þorsteini Ketilssyni, þá gömlum‚ að fráskilinni Lambeyri. Þangað flutti Þorsteinn og með honum Þorsteinn sonur hans‚ og var hann þá fyrir búi og bjó þar‚ þangað til Lambeyri var seld undir kaupstaðarhúsi. Kjartan hafði hér á síðari árum sínum þjónustustúlku, ráðskonu‚ er kölluð var madama Andersen. Átti hún 3 börn í vist þeirri; voru þau kennd sitt hverjum manni‚ en allir þóttust þess fullvísir, að þau væru börn Kjartans. Voru þau Lára‚ kona Voigts sýslumanns á Ketilsstöðum, Pétur (kenndur Brandt) og Eðvald‚ fór til Danmerkur og ílendist þar.

Pétur Vilhelm og Þorbjörg bjuggu í Eskifjarðarseli. Þ. b. 1857: Kjartan Lárus 13, Jóhann Eðvald 11, Jóhanna María 10, Björg Vilhelmína 7, Pétur Vilhelm 6, Sofía 3 ára og Oddný. Þá var Pétur 33 og Þorbjörg 34 ára.

5016

+++ Kjartan L. Pétursson bjó í Eskifjarðarseli, átti Kristínu Jónsdóttur frá Eyri í Reyðarfirði. Þ. b.: Pétur‚ Jón‚ Björgvin, Þorbjörg (k. Páls Þorlákssonar á Veturhúsum?).

5017

+++ Jóhann Eðvarð Pétursson b. í Áreyjum(?) átti Jóhönnu 13201 Indriðadóttur frá Seljateigi.

5018

+++ Jóhanna M. Pétursdóttir átti Jens Pétur Jensen beyki á Eskifirði. Þ. b.: Karl‚ Pétur Vilhelm, Kjartan, Þórarinn
Am., Friðrikka, Guðrún.

5019

° Karl Jensen lærði búfræði á Eiðum‚ varð kaupmaður í Reykjarfirði, átti Sigríði Pétursdóttur.

° Pétur Vilhelm Jensen var kaupmaður á Eskifirði, átti Þórunni Markúsdóttur prests á Stafafelll. Þ. b.: Markús‚ Karl Friðrik‚ Jóhanna, Arnþór‚ Jens. Launbarn við Rósu 12318 Kemp.

°° Markús Jensen verzlunarstjóri hjá föður sínum‚ átti Elínu Björnsdóttur bakara í Reykjavík.

°° Karl Friðrik Jensen (f. 24.9. 1901) átti 1925 Þórdísi (f. 6.7. 1903) 6269 Einarsdóttur prests í Hofteigi, Þórðarsonar. Byrjaði verzlun á Vopnafirði 1925.

° Kjartan Jensen beykir í Kaupmannahöfn, átti Þóreyju Steinþórsdóttur úr Eyjafirði.

° Friðrikka Jensen átti Svein Stefánsson bátasmið á Seyðisfirði. Þ. b.: Karl‚ Jóhann‚ Jens‚ Aðalbergur, Valgeir, Klara.

° Guðrún Jensen átti Guðmund Bjarnason bakara í Reykjavík. Þ. b.: Pétur.

5020

+++ Björg V. Pétursdóttir ólst mikið upp á Hjaltastað‚ hjá sr. Jakobi Benediktssyni, átti Björn 3523 Abrahamsson frá Bakka.

5021

+++ Pétur Vilhelm Pétursson.

5022

+++ Sofía Pétursdóttir.

5023

+++ Oddný Pétursdóttir átti Einar 1521 á Þórarinsstaðastekk Guðmundsson, Guðmundssonar.

5024

+ Páll Eyjólfsson Ísfeldt var snikkari, bjó á Lambeyri í Eskifirði 1845, 39 ára‚ átti Gróu 1175 Eiríksdóttur 33 ára þá‚ frá Egilsstöðum á Völlum. Þau bjuggu síðar á Eyvindará.

5025

+ Ásmundur Eyjólfsson Ísfeldt var beykir á Eskifirði 1837, 25 ára‚ átti Guðrúnu Þórarinsdóttur þá 51 árs. Ásmundur var drykkjumaður mikill‚ var hér og þar við smíðar‚ t. a. m. við baðstofusmíði á Hjaltastað um 1863 og síðar í Vopnafirði.

5026

gg Margrét Högnadóttir 4987 (f. um 1746) átti Eirík Þorsteinsson (f. um 1750) b. í Kolstaðagerði. Þ. b.: Guðrún‚ Anna.

5027

ααα Guðrún Eiríksdóttir átti 1801 Eyjólf 5616 b. í Gíslastaðagerði og Eyjólfsstöðum á Völlum‚ Oddsson Vídalíns. Eyjólfur dó 1811. Þ. b.: Margrét f. 1802, Eiríkur f. 1804, Oddur f. 1807.

5028

+ Margrét Eyjólfsdóttir átti Þórð 3937 Eyjólfsson í Gíslastaðagerði.

5029

+ Eiríkur Eyjólfsson b. á Torfastöðum í Vopnafirði, átti Svanborgu 9154 d. Stefáns Ólafssonar á Torfastöðum.

5030

+ Oddur Eyjólfsson.

5031

βββ Anna Eiríksdóttir átti barn við Pétri Stígssyni í Stakkahlíð, hét Þorsteinn.

5032

đđ Pétur Högnason 4987 kvæntist í Borgarfirði, líkl. afkvæmislaus. (Segir Sveinn á Hafrafelli).

5033

εε Jón Högnason b. í Geitagerði og á Úlfsstöðum á Völlum‚ átti I Steinunni. Þ. b.: Jón; II Guðrúnu Alexandersdóttur, sunnl. Þ. b.: Sigríður, Þuríður, bl.

5034

ααα Jón Jónsson lærði gullsmíði, sigldi og kom eigi aftur.

5035

βββ Sigríður Jónsdóttir átti Halldór Halldórsson í Austdal.

5036

β Þorsteinn Magnússon 4986 (f. 1701).

5037

bbb Bjarni Snorrason frá Bessastöðum 4985.

5038

ccc Herdís Snorradóttir.

5039

ddd Oddur Snorrason (f. um 1666) gæti verið faðir Sigríðar, konu Jóns 1669 Þorsteinssonar á Hákonarstöðum. En mjög lausleg getgáta er það.

5040

cc Margrét Oddsdóttir 4981 57 ára 1703, hefur líklega átt I Bjarna 2477 Pálsson b. í Fljótsdal og með honum Bjarna 2478 á Fossvelli, en II Ísleif son Jóns b. á Hofi í Skagafjarðardölum‚ Jónssonar í Bjarnarstaðahlíð, Arnfinnssonar á Bæ í Hrútafirði‚ Guðmundssonar, Oddssonar, Arnfinnssonar í Auðbrekku, er dó í plágunni miklu 1494. Móðir Ísleifs var Ólöf d. Sigurðar prests í Goðdölum, Jónssonar. Ísleifur og Margrét búa á Glúmsstöðum í Fljótsdal 1703, hann 54 ára en hún 57. Þ. b. þá: Ólöf 24, Arndís 22, Guðrún 18 ára. Espólín segir, að Ísleifur hafi verið lögréttumaður í Múlaþingi, dó 1706.

5042

aaa Ólöf Ísleifsdóttir.

5043

bbb Arndís Ísleifsdóttir.

5044

ccc Guðrún Ísleifsdóttir átti Jón 9613 Pétursson frá Surtsstöðum, Rustikussonar. Einn sonur þeirra hét Snorri‚ sem bendir á nafn Snorra Þorsteinssonar á Bessastöðum, sem átti Þórdísi Oddsdóttur.

5045

B Einar Þorvarðsson prófasts í Vallanesi 4735 var prestur á Valþjófsstað 1616—57, dó 1657, átti Þuríði 5839 Hallsdóttur prests á Kirkjubæ, Högnasonar, systur Gróu 5839, er var s. k. sr. Árna bróður hans 4736 í Vallanesi. Þ. b.: Eiríkur, Bergur‚ Hallur‚ Þóra‚ Steinunn, Ingibjörg.

5046

a Eiríkur Einarsson bjó í Mjóanesi um miðja 17. öld. Dóttir hans hét Úlfheiður og önnur Ingibjörg.

5047

aa Úlfheiður Eiríksdóttir átti Þorstein 296 b. í Firði í Mjóafirði, Þorsteinsson Ívarssonar.

bb Ingibjörg Eiríksdóttir átti Bjarna 444c Þorsteinsson, bróður hans.

5048

b Bergur Einarsson bjó á Hafursá, var lögréttumaður, átti I Arndísi 454 Torfadóttur á Hafursá, Einarssonar; II Sigríði Einarsdóttur prests á Ási‚ Jónssonar. Þ. b.: Arndís

5049

aa Arndís Bergsdóttir er á Skorrastað 1703, 19 ára.

5050

c Hallur Einarsson uppi um miðja 17. öld.

Árið 1677 stefndi Þórður biskup Þorláksson þeim bræðrum, Bergi‚ Eiríki og Halli Einarssonum fyrir kirkju- og staðarbót á Valþjófsstað, er sr. Böðvar þóttist vanhaldinn af. Var þeim stefnt fyrir prestastefnu á Egilsstöðum. En gert var bréf um það á Stórabakka 23.8. 1677.

Hallur Einarsson býr á Urriðavatni 1681 (hann býr þar 1663 og fyrr) og er eflaust þessi Hallur. Börn hans munu vera Sigríður á Hafrafelli 1703 og Jón á Staffelli s. á.

5051

aa Sigríður Hallsdóttir átti Jón 4728 Jónsson b. á Hafrafelli 1688; hún býr þar ekkja 1703, 50 ára. Börn hennar og Jóns eru þar þá hjá henni: Jón 23, Magnús 22, Steinunn 20, Guðrún 17, Guðrún 15, Guðrún 11, Sigurður 10 ára.

5052

bb Jón Hallsson bjó á Staffelli 1703, 45 ára‚ átti Vilborgu Jónsdóttur, 42 ára. Þ. b.: Jón 14, Þórður 6, Hólmfríður 13, Sigríður 11 ára. Mér er ekki kunnugt nema um Þórð.

5053

aaa Þórður Jónsson bjó á Staffelli 1723, Höfða 1734 og víst síðast á Tókastöðum, átti Steinunni 11253 Árnadóttur.1) Þ. b.: Guðrún f. um 1732. Steinunn átti síðar Jón Snorrason, hafa víst búið á Tókastöðum (sjá 11972). Þ. b.: Þórður. Þar býr Steinunn 1762, 51 árs. Þar eru hjá henni Þórður Jónsson og Guðrún Þórðardóttir‚ eflaust þessi börn hennar.

Sagt er‚ að Þórður hafi verið ráðsmaður hjá sr. Ólafi Stefánssyni í Vallanesi og Steinunn ráðskona; átti hún að vera náskyld sr. Ólafi. Í Vallanesi fæddist Guðrún dóttir þeirra Þórðar. Mælt er‚ að ljósa hennar‚ kona á Eyjólfsstöðum, hafi ætlað að taka barnið með sér‚ þegar hún fór. Þá hafi Halldóra sagt‚ kona prófasts: „Allt til heiðurs við hana Halldóru“. Varð svo ekki af að barnið færi. En þetta varð orðtæki á Völlum.

5054

α Guðrún Þórðardóttir átti fyrst barn‚ við Jóni 4275 pamfíl‚ er þá bjó í Eiðaþinghá, líklega á Ásgeirsstöðum (bjó þar 1762). Var það Margrét á Kolsstöðum, kona Sigurðar Sveinssonar (sjá 4443). Síðar átti Guðrún (1767) Ingimund (sbr. 9633) Ólason b. í Ekkjufellsseli. Ingimundur var fyrst vinnumaður hjá þeim mæðgum Guðrúnu og Steinunni í Suður-Múlasýslu, fyrir austan fljót. Giftist Guðrún 1767 og fór þá að búa í Ekkjufellsseli. Þá er Guðrún nefnd ekkja og Steinunn líka. Þar búa þau 1784, hann talinn 56 ára (f. þá um 1728) og hún 52. („Ingimundur Ekkjufells í seli‚ græna húfu hafði hann‚ á höfðinu þegar giftast vann“, var ort um hann í sveitarbrag). Ekki veit ég ætt hans. Gæti hann verið sonur Óla 13050 Þórðarsonar á Tjarnarlandi og mun það víst. Þ. b. 1784: Valgerður 16, Árni 11 ára og enn Ingibjörg.

5055

αα Valgerður Ingimundardóttir (f. um 1768).

5056

ββ Árni Ingimundarson (f. um 1773) átti fyrst barn við Guðnýju 3537 Hallgrímsdóttur, systur Ólafs í Húsavík. Var hún þá á Ási og varð síðari kona sr. Salomons Björnssonar. Hét barnið Árni‚ sjá 3538, og er f. um 1796. Árni kvæntist svo Steinunni 3111 Oddsdóttur frá Þrándarstöðum, bjuggu í Ekkjufellsseli. Árni flutti síðar í Vopnafjörð og bjó á Felli 1816, með ráðskonu, Margréti Þorsteinsdóttur frá Rauðholti, þá 46 ára. Bjarni hét einn sonur Árna f. í Ekkjufellsseli um 1801. En Þorbjörg Oddsdóttir á Brekku‚ bróðurdóttir hans‚ sagði‚ að Árni og hann hefðu ekki verið nema hálfbræður föður síns. Árið 1816 eru á sveit í Fellum: Sofía Árnadóttir 7 ára og Jóhannes Árnason 6 ára‚ bæði fædd í Ekkjufellsseli‚ hvort sem þau hafa verið börn þessa Árna eða ekki. Gætu kirkjubækur Áss í Fellum frætt um það.

5057

ααα Bjarni Árnason bjó í Austur Skálanesi í Vopnafirði, átti I 1833 Þorbjörgu 950 Hinriksdóttur frá Eyvindarstöðum. Þau bjuggu fyrst á Áslaugarstöðum, hún dó 1843; II 1845 Ingveldi Sigurðardóttur. Þ. b.: Júlíana Sigríður f. 1844, Katrín Björg dó barn‚ Guðmundur f. 1847, Guðjón f. 1848, Aðalbjörg f. 1850, Bergvin f. 1851, Kristín Ingveldur f. 1853, Sigurjón f. 1857, d. 1858. Ingveldur d. 1858. Bjarni d. á Svínabökkum 1862.

5058

+ Kristín I. Bjarnadóttir var II. k. Povl-Einars 12042 Jósefssonar í Krossavík. Am.

5059

gg Ingibjörg Ingimundardóttir átti Sigurð 4522 Björnsson frá Rangá.

5060

d Þóra Einarsdóttir frá Valþjófsstað 5045 átti Árna 4112 b. Pálsson á Eyjólfsstöðum.

5061

e Steinunn Einarsdóttir.

5062

f Ingibjörg Einarsdóttir 5045 átti sr. Böðvar Sturluson á Valþjófsstað 1657—98, er áður var prestur í Vestmannaeyjum 1650—57. Foreldrar hans voru Sturla‚ sonur Jóns prófasts Krákssonar í Görðum og Guðrún‚ d. Jóns lögréttumanns í Hróarsholti, Magnússonar. Sr. Böðvar var háskólagenginn; var merkur prestur, en stórbrotinn nokkuð; átti í þjarki við Brynjólf biskup og Jón sýslumann Þorláksson. Hann lifir búandi á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal 1703, 80 ára‚ dó 1712. Þ. b.: Finnur‚ Jón‚ víst ókv., bl., eru báðir hjá föður sínum 1703, 35 og 49 ára.

5063

aa Finnur Böðvarsson bjó á Hallgeirsstöðum 1734, átti Guðrúnu 1000 Marteinsdóttur, sýslumanns, Rögnvaldssonar.

5064

C Úlfheiður Þorvarðsdóttir frá Vallanesi 4735 átti sr. Höskuld 6054 Einarsson í Heydölum. Hann dó 1657, 85 ára.

5065

D Arndís Þorvarðsdóttir frá Vallanesi 4735 átti sr. Snjólf Bjarnason á Ási. Þ. b.: Bjarni‚ Eiríkur, Þórður‚ Magnús‚ Vilborg‚ og líklega Sveinn.

Sr. Snjólfur Bjarnason á Ási dó 1649, vígður 1606, fékk Ás 1631. Arndís k. hans Þorvarðsdóttir frá Vallanesi 4735 er f. fyrir 1600.

Magnús Snjólfsson í Geitdal er þá fæddur milli 1630 og 1649, máske um 1640. Býr víst í Geitdal 1684, þegar Jón Gunnlaugsson ritar bók sína.

Snjófríður Magnúsdóttir, sem er á Gilsbakka í Öxarfirði 1703, 18 ára‚ hjá Jóni Markússyni, 38 ára og Sólrúnu Árnadóttur 38 ára‚ er f. um 1685 og getur því vel tímans vegna verið dóttir Magnúsar í Geitdal.

Sólrún heitir fyrsta barn Árna 2167 Jónssonar og Snjófríðar, ef til vill eftir húsmóður hennar á Gilsbakka. Engin önnur Sólrún er til í manntalinu 1703 nema Sólrún Þorkelsdóttir á Brú‚ Guttormssonar, bræðrunga Árna. Gæti því Sólrúnarnafnið verið þaðan. Guðmundur bróðir Árna lætur heita Sólrúnu 1717-18.

Lítið er um Markúsarnafn fyrir norðan Smjörfjöll, en nokkur strjálingur um það í Suður-Múlasýslu. Jón Markússon á Gilsbakka‚ f. um 1665, gæti verið kominn af Markúsi á Víðivöllum, sem átti Þóru Þorsteinsdóttur, sýslumanns í Hafrafellstungu, Finnbogasonar. Í Hafrafellstungu, næsta bæ við Gilsbakka, er þá vinnumaður, Magnús Markússon, 40 ára‚ líklega bróðir Jóns. Þeir gætu verið sonarsynir Jóns 5080 Markússonar á Víðivöllum.3) Þá (1703) býr í Hafrafellstungu Runólfur Einarsson, Nikulássonar, Einarssonar, Nikulássonar, Þorsteinssonar, sýslumanns, Finnbogasonar. Þá hefði Runólfur og Jón Markússon á Gilsbakka verið að 5. og 4.

Snjófríður gæti nú verið dóttir Magnúsar Markússonar í Tungu og þannig bróðurdóttir Jóns á Gilsbakka, en ekki bólar á Markúsarnafni meðal afkomenda Snjófríðar. En aftur á hún Gunnlaug fyrir son‚ sem gæti bent á Gunnlaug Magnússon, sem er vinnumaður í Hafrafellstungu 1703, 21 árs‚ talinn næstur á eftir Magnúsi Markússyni, og líklega sonur hans (er þó heldur gamall til þess‚ þar sem Magnús er talinn 40 ára en Gunnlaugur 21).

Ef Snjófríður væri nú dóttir Magnúsar í Geitdal, þá hefði hún verið fimmmenningur við Runólf í Tungu‚ en að 5. og 4. við Jón Markússon, ef hann hefði verið sonarsonur Jóns Markússonar á Víðivöllum. (Snjófríður-, Magnús-, Arndís-, Ingibjörg-, Úlf- heiður Þorsteinsdóttir). Arndís hét önnur dóttir Snjófríðar og gæti það bent á Arndísi í Stöð‚ sem hefði verið amma hennar ef hún hefði verið d. Magnúsar í Geitdal.

Líklegast er nú samt‚ að þessi Snjófríður á Gilsbakka sé ekki Snjófríður k. Árna Jónssonar. Það er víst að sú Snjófríður er dóttir Ingibjargar Sölvadóttur frá Hjarðarhaga og ég hygg dóttir Magnúsar í Geitdal Snjólfssonar. Er heldur ólíklegt, að hún hafi flutzt norður í Öxarfjörð‚ þó að það geti af einhverjum ástæðum átt sér stað.

5066

a Bjarni Snjólfsson bjó á Staffelli og átti það hálft‚ 10 hundr. en börn hans hálft. Hann er ekkjumaður 1663. Sonur hans hét Þorsteinn og dóttir Þórunn.

5067

aa Þorsteinn Bjarnason bjó á Staffelli 1681 átti Kristínu 4715 Hildibrandsdóttur frá Ekkjufelli.

bb Þórunn Bjarnadóttir átti Jón Jónsson b. í Holtum í Hornafirði.

5068

b Eiríkur Snjólfsson bjó í Geitavík, dáinn fyrir 1672, átti Þorbjörgu 1034 Steingrímsdóttur. Þ. s.: Snjólfur. Þorbjörg bjó eftir hann í Geitavík, með Snjólfi syni sínum. Seldu þau Brynjólfi biskupi ½ Hvalvík 26.10. 1674, komin í fátækt.

5069

aa Snjólfur Eiríksson var á Útsveit eftir 1700. Hann bjó á Hólshúsum í Húsavík 1703, 52 ára. Kona hans hét Guðlaug Guðmundsdóttir, 49 ára. Þ. b. þá: Sigríður 20, Solveig 17, Jón 13, Guðmundur 12 ára.

5070

c Þórður Snjólfsson ritar undir vísitazíu í Ási 1651 og 1654 og hefur því líklega verið í Fellum um þær mundir.

5071

d Magnús Snjólfsson bjó í Geitdal (líklega f. 1625—29) átti Ingibjörgu 7180 Sölvadóttur frá Hjarðarhaga; hefur hún verið miklu yngri en hann‚ en þó hygg ég það rétt‚ að hún hafi verið kona hans. Hann líklega tvíkvæntur, átti Ingibjörgu um 1685—9, þá um sextugt. Þ. b.: Snjófríður, f. um 1690 eða fyr. Magnús er vottur 17.7. 1667 að jarðakaupum Gróu Hallsdóttur og Brynjólfs biskups. Árið 1675 vill biskup kaupa Geitdal af Magnúsi og lofar honum lífstíðarábúð þar. Magnús hefur þá eignast Geitdal eftir 1649. Magnús Snjólfsson er einnig vottur í Vík í Fáskrúðsfirði 18.2. 1649 er Guðbrandur Bessason seldi Brynjólfi biskupi 8½ hundr. í Geitdal fyrir Hof í Norðfirði 6 hundr.

Sr. Bjarni Gissurarson yrkir um 1706:

„Er hann Mangi álnasmár,
en átti í Geitdal nægtir fjár.
Af því veit nú enginn par‚
utan hann verði um síðir þar
höldur í búi‚ eins og áður afi hans var.

Þessi Magnús er eflaust sonar- eða dóttursonur Magnúsar Snjólfssonar af fyrra hjónabandi. Gæti verið Magnús Steinmóðsson á Hryggstekk 1703, 42 ára‚ fátækur.

5072

aa Snjófríður Magnúsdóttir átti Árna 2167 Jónsson er síðast bjó á Brú. Sr. Eiríkur Sölvason gifti þau í Þingmúla 1716 og voru kaupvottar Hildibrandur Þorgrímsson, Sveinn Ögmundsson‚ Jón Egilsson, Einar Sveinsson og Jón Ögmundsson. Það er víst‚ að Ingibjörg, móðir Snjófríðar, var systir sr. Eiríks.

5073

e Vilborg Snjólfsdóttir.

5074

f Sveinn Snjólfsson. Þó að ég nefni þennan Svein hér‚ er það mjög lausleg getgáta. Mér hefur komið í hug‚ að Sveinn Snjólfsson, sem er í Skálanesi í Vopnafirði 1703 og síðar á Hrappsstöðum 1723 og 1730 hafi verið sonur sr. Snjólfs og Arndísar, og hefi verið faðir Bjarna sterka‚ föður Sveins í Sandvík og Viðfirði. Bjarni lætur heita Arndísi. Þeir feðgar Bjarni og Sveinn sonur hans voru myndarmenn og hraustmenni, og því líklegt, að þeir hafi verið af heldur góðri ætt. En Sveinn Snjólfsson hefur hlotið að vera orðinn gamall þegar hann dó‚ því að hann hefði orðið að vera minnsta kosti 55 ára‚ þegar hann kom í Skálanes 1703, ef hann ætti að vera sonur sr. Snjólfs og Arndísar, því að sr. Snjólfur dó 1649. En ekki er það þó neitt sérlega hár aldur‚ en líklegt er‚ að hann hafi verið fæddur nokkru fyrir 1649, þegar litið er á aldur Arndísar. Sjá annars það sem um þetta erritað við 2712.

5075

E Helga Árnadóttir frá Bustarfelli, Brandssonar, 3461 átti Jón Björnsson á Egilsstöðum, bl.

F Guðrún Árnadóttir átti Erlend Hjaltason. 6.2. 1588 kærði Magnús Hjaltason Þórð Björnsson og Guðlaugu Árnadóttur, fyrir hönd Erlends bróður síns. Kvað Guðrúnu hafa átt að erfa Eirík Árnason til móts við systur sína. En dómur 6.2. 1588 dæmdi gjöf Eiríks til Guðlaugar gilda.

G Þórunn Árnadóttir var samkvæmt kaupmálabréfi 6.9. 1953 trúlofuð Jóni Sigurðssyni „þénara“ Ólafs biskups Hjaltasonar í Hafrafellstungu 27.8. 1553. Hafði Jón 1 hundr. hndr. til kaupsins en Þórunn 60 hundr. Þar í Hagi 30 hundr. og Strandhöfn 12 hundr. Voru Þorsteinn Finnbogason og Sesselja móðurforeldrar Þórunnar þá bæði lifandi og Árni faðir hennar. Vigfús‚ Nikulás og Torfi Þorsteinssynir kaupvottar, Oddur Ásmundsson o.fl. (Fornbr.s. XII 615).

5076

V Guðríður Þorsteinsdóttir, Finnbogasonar 2520 átti Bjarna 3 sýslumann Erlendsson á Ketilsstöðum.

5077

VI Kristín Þorsteinsdóttir átti Brynjólf nokkurn; þau dóu bæði með 3 börnum sínum í stórhríð, í tjaldi sínu‚ fyrir utan Skörð í Reykjarhverfi. Ókunnugt er um frá þeim.

5078

VII Kristín önnur Þorsteinsdóttir giftist einnig‚ en eigi verður heldur rakin ætt frá henni.

5079

VIII Þóra Þorsteinsdóttir átti Markús bónda á Víðivöllum í Fljótsdal Þ. b.: Jón‚ Ingibjörg. Þau hafa búið þar um og

eftir 1550.Markús hefur eflaust verið sonur sr. Jóns Markússonar í Vallanesi. Sr. Jón sá keypti Fjörð í Seyðisfirði af Bjarna sýslumanni‚ Erlendssyni og lét fyrir Eiríksstaði á Dal. Kaupbréf 21.4. 1522 og 1.9. 1523. Markús‚ sonur sr. Jóns‚ er nefndur 1536. Áður hafði sr. Jón verið „þingaprestur“ í Kirkjubæ 12 ár. Var þá kirkja á Stórasteinsvaði.

5080

A Jón Markússon, bjó á Víðivöllum ytri‚ líklega fram yfir 1600, átti Herdísi Magnúsdóttur. Sonur hans hét Konráð. Mjög er og líklegt að Eiríkur ríki á Víðivöllum Jónsson, hafi einnig verið sonur hans‚ en hann hefur þá verið launsonur Jóns‚ því að hans er ekki getið 1595, þegar Herdís selur Víðivelli.

Jón Markússon er dáinn fyrir 1595. Þá býr ekkja hans á Víðivöllum ytri‚ Herdís Magnúsdóttir. Þ. b.: Þorkell, Koðran‚ Sigmundur‚ Magnús‚ Björn‚ Þórdís. Öll eru þessi systkin á lífi 1595 og öll komin um og yfir tvítugt nema Magnús. Þá seldi Herdís og þau öll‚ Víðivelli ytri Erlendi sýslumanni Magnússyni 26.3. 1595, en Herdís fór að Viðivöllum fremri. Þá var Þórdís gift Bjarna Ólafssyni, einhverjum.

Frá Erlendi hafa Víðivellir gengið með Önnu dóttur hans til Jóns 278 Einarssonar á Klaustri og þaðan til Bjarna sonar þeirra‚ er bjó á Víðivöllum. Synir Bjarna‚ Jón og Sigfús‚ seldu síðan 1674 Jóni Þorlákssyni, sýslumanni, Víðivelli.

En hvernig kemur Eiríkur á Víðivöllum þessu við? Sveinn á Hafrafelli kallaði hann Eirík ríka og sagði hann hafa átti Víðivelli og selt þá Jóni Þorlákssyni.

Erlendur tók við Múlaþingi 1593 og fékk síðar Skriðuklaustur, en dó 1598. Mun þá Jón Einarsson, tengdasonur Erlends, hafa tekið klaustrið og líklega búið þar‚ en byggt Víðivelli og sá‚ sem hann byggði‚ verið Eiríkur, máske launsonur Jóns Markússonar og hann svo búið þar (og orðið ríkur) þangað til Bjarni‚ sonur Jóns Einarssonar og Önnu Erlendsdóttur kvæntist Guðlaugu Jónsdóttur, Björnssonar, sýslumanns, Gunnarssonar. En það hefur ekki getað verið fyrr en um 1640—50, því að Guðlaug getur ekki verið fædd fyr en um 1616—20, eða síðar‚ því foreldrar hennar giftust 1616 Þá hefur Bjarni flutt að Víðivöllum og Eiríkur annaðhvort orðið að fara burtu eða verið í tvíbýli. Þar mun Einar son Eiríks f. um 1626. Líklega er Arndís d. þessa Eiríks (f. um 1644) kona Jóns 4099 Bjarnasonar, er seldi Víðivelli og þaðan stafi missögn Sveins um söluna.

5081

A Konráð Jónsson hefur verið uppi um 1600 og fram eftir 17. öldinni. Sonur hans hét Jón.

5082

a Jón Konráðsson hefur verið uppi kringum 1650. Dóttir hans var

5083

aa Þórdís Jónsdóttir. Jón á Skjöldólfsstöðum kallar hana „Þórdísi í Dvergabæli“, en segir annars ekkert meira um hana.
Hefur hún eflaust verið að einhverju leyti nafnkennd, úr því hann rekur þessa ætt til hennar‚ og líklega verið lifandi, þegar hann ritar ættatölubók sína 1684.

Húsatættur gamlar‚ vallgrónar, eru sagðar út frá Hóli í Fljótsdal (í Norðurdalnum) er Sigfús Sigfússon kallar „Dvergabýli“. Má vera að það sé sama sem þetta Dvergabæli og Þórdís búið þar og verið eitthvað sérleg. Bæjarnafnið Dvergabæli er annars ekki til.

5084

B Eiríkur Jónsson ríki bjó á Víðivöllum ytri og átti þá. (Það er ekki rétt‚ sjá neðar). Einar sonur hans er f. um 1626 og er því Eiríkur f. fyrir eða um 1600. Kemur því tíminn mjög vel heim við það‚ að hann væri sonur Jóns Markússonar og hefði erft Víðivelli eftir hann og búið þar síðan.

Þegar hann var orðinn gamall‚ seldi hann Jóni sýslumanni Þorlákssyni Víðivelli, litlu eftir 1670. Eflaust hafa þeir feðgar Markús og Jón verið vel efnaðir menn‚ og Eiríkur síðan tekið við af þeim. Sonur Eiríks hét Einar. En bróðir Eiríks er sagt að verið hafi Magnús bóndi á Glúmsstöðum, sá er sagt var‚ að Jón sýslumaður Þorláksson hefði látið draug drepa. Hefði hann þá átt að vera einn sonur Jóns Markússonar, ef tilgátan um Eirík væri rétt.

Sveinn 7274 Guðmundsson á Hafrafelli afkomandi Eiríks‚ minnugur og nokkuð fróður um ættir sagði þessa sögu. En hún er ekki rétt‚ því að bréf er til frá 1674, sem sýnir‚ að þá seldu 2 bræður Jóni sýslumanni Víðivelli ytri‚ Jón og Sigfús Bjarnasynir, sinn helminginn hvor. Sjá 5080.

5085

a Einar Eiríksson bjó á Klúku í Fljótsdal 1703 og er þá gamall orðinn‚ 77 ára. Kona hans hét Guðrún Þorsteinsdóttir, þá 75 ára. Þ. b. þá: Magnús 36, Guðrún 37, Bjarni 35 ára og Jón. En allt er ókunnugt um þau‚ nema Magnús.

5086

aa Magnús Einarsson bjó á Bessastöðum og Klúku í Fljótsdal og átti Salgerði 4986 Snorradóttur frá Bessastöðum.

5087

B Ingibjörg Markúsdóttir 5079 átti Árna Sturluson, Jónssonar. Þ. s.: Brynjólfur. Kaupmáli Árna og Ingibjargar var gerður á Skriðuklaustri um vor eftir 1575. Þá gaf Sturla Árna Höskuldsstaði í Breiðdal. Sturla hefur búið á Arnkelsstöðum í Skriðdal og verið sonur Jóns Einarssonar, er lengi bjó á Kolsstöðum á Völlum fyrir 1510. Þá fór að Kolsstöðum Jón‚ er þar bjó 9 ár‚ faðir Beinteins‚ er þar bjó 55 ár‚ föður Mikaels, er þar bjó 30 ár‚ föður Þorsteins er þar bjó síðan til dauðadags, er dáinn fyrir 1663. Bjarni Einarsson bjó þó eitthvað þar um 1640.

5088

A Brynjólfur Árnason bjó á Höskuldsstöðum í Breiðdal, og hefur búið þar um 1600 og fram eftir 17. öld. Börn hans eru fædd um og eftir 1600, líklega fram undir 1630. Þau voru mjög mörg: 4 Jónar‚ Þórður‚ Einar‚ Gunnsteinn 5782, Sturla 5283, Árni 5785, Kristín 5488, Ópía‚ Ingibjörg. Jón Sigfússon segir‚ að Brynjólfur hafi verið lögréttumaður og allgóður bóndi‚ orðið þríkvæntur og afar gamall. Segir hann að börn hans hafi gifzt víðs vegar. Hann segir að þessi vísa hafi verið ort um sonu hans:

„Fjóra Jóna fyrst skal greina‚
þrauta-Þórð og þar með Einar;
Steina komi og Sturlu að nafni‚
stýrir Brynki borðahrafni“.

Jón á Skjöldólfsstöðum telur börn hans eins og hér var gert‚ en minnist ekkert framar á þau. Jón Sigfússon rekur ætt frá Jóni syni hans‚ en ýmislegt er þar rangt og ruglingslegt. Hann ruglar einnig saman þessum Brynjólfi og Brynjólfi Gíslasyni bróður sr. Gísla gamla á Desjarmýri, sem var uppi rúmum 100 árum seinna. Fátt er með vissu kunnugt um börn Brynjólfs hins gamla‚ en það‚ sem nú verður rakið‚ hygg ég að muni vera rétt‚ og áreiðanlega er það af Brynjólfi gamla komið. Þó er það aðeins einn Jóninn‚ Sturla 5283 og Kristín 5488, sem ég veit um. Tilgáta um Gunnstein 5782. Jón Sigfússon getur þess á einum stað‚ að Brynjólfur á Höskuldsstöðum hafi átt dóttur eða sonardóttur sr. Höskulds í Heydölum, og nefnir sami hana Úlfheiði.

5089

a Jón Brynjólfsson bjó í Skörðum í Heydalalandi, að sögn sumra. Dóttir hans hét Kristín.

5090

aa Kristín Jónsdóttir (f. um 1666) átti Jón Bjarnason b. á „Staðarborginni“ hjá Heydölum. Þau búa þar 1703, hann 42 ára en hún 37. Hann var kallaður „matrós“ og var formaður á báti fyrir Heydalaprest og drukknaði í róðri. Jón Sigfússon segir hann hafi verið að norðan og alist upp hjá sr. Þorsteini, föður sr. Jóns á Kolfreyjustað. (Það eitthvað skakkt). Mun vera sr. Þorsteinn á Svalbarði, sem kom að Eiðum 1671. Þ. b.: Gunnhildur f. um 1697, Jón f. um 1700, ókunnur, Vilborg 5140 f. um 1705, Járngerður 5143, Þuríður 5147 f. um 1712.

5091

aaa Gunnhildur Jónsdóttir átti Halla son Gísla Þórarinsson og Ingveldar Jónsdóttur, er bjuggu á Núpi á Berufjarðarströnd 1703, bæði 34 ára. Halli er f. um 1693 og hétu systkini hans Sigríður‚ Árni‚ Hildur og Guðmundur, öll ókunn. Halli og Gunnhildur bjuggu í Snæhvammi um 1726—1732 eða lengur og síðar í Stöðvarhjáleigu. Þ. b.: Ingibjörg, Jón f. um 1722, Árni f. um 1739 5129. Í Snæhvammi fæðast þeim eftir kirkjubók Heydala þessi börn: Sigríður f. 1726, Ingveldur f. 1728 d. 1729, Gísli f. 1729 d. 1730, Gísli f. 1731, Ingveldur f. 1732; en ekkert er kunnugt um þau börn.

5092

α Ingibjörg Halladóttir átti dóttur‚ er Ólöf hét og var Björnsdóttir f. um 1742. Hvorug finnst í manntalinu 1762.

5093

αα Ólöf Björnsdóttir átti Jón 632 b. á Kappeyri Magnússon.

5094

β Jón Hallason bjó á Ósi í Breiðdal, góður bóndi‚ átti Guðnýju Þorsteinsdóttur f. um 1720. Þ. b.: Björn‚ Þorsteinn, Helga.

5095

αα Björn Jónsson bjó á Höskuldsstöðum og Gilsá í Breiðdal‚ vel efnaður, átti Kristínu 11958 Einarsdóttur, lögréttumanns á Berunesi, er kallaður var „Ádí“. Þ. b.: Jón‚ Guðrún.

ααα Jón Björnsson b. á Gilsá‚ góður bóndi‚ átti Helgu 6019 Erlendsdóttur, prests í Hofteigi Guðmundssonar. Þ. b.: Jón‚ Þorgrímur, Sigurður, Kristín, Ragnheiður.

5097

+ Jón Jónsson varð prestur á Lundarbrekku 1847, bjó þó lengst á Halldórsstöðum, síðan í Saurbæ 1872 og síðast í Stöð 1881, kallaði sig Austmann. Hann var góðmenni, spaklyndur, góður kennimaður og vinsæll. Heppinn læknir (hómópati). Hann dó 6.9. 1887. Hann átti I 1839 Málfríði 6506 Guttormsdóttur frá Vallanesi; bjuggu þau á Gilsá 1845 (1841—1847), hann stúdent 38 ára‚ hún 25 ára. Þ. b. þá: Helga 1 árs; II Helgu Jónsdóttur frá Sörlastöðum í Eyjafirði Guðlaugssonar. Þ. b.: Málfríður Anna.

5098

++ Helga Jónsdóttir var f. k. Baldvins Sigurðssonar í Garði í Aðaldal. Hann var kunnur smáskammtalæknir. Áttu eitt barn‚ dó ungt.

5099

++ Málfríður Anna Jónsdóttir átti sr. Guttorm 6508 Vigfússon frá Ási og var f. k. hans.

5100

+ Þorgrímur Jónsson var snikkari ágætur‚ bjó á Gilsá‚ átti Þórunni 6415 Stefánsdóttur prófasts á Valþjófsstað Árnasonar ekkju sr. Benedikts í Heydölum Þórarinssonar, bl. Launsonur Þorgríms við Björgu 12513 Einarsdóttur frá Svínaskálastekk hét Jóhann Pétur. Laundóttur átti hann og‚ er Guðlaug hét‚ dó um fermingu.

5101

++ Jóhann Pétur Þorgrímsson var eitt sinn vinnumaður hjá Þorsteini á Heyklifi. Hann er f. um 1850.

5102

+ Sigurður Jónsson bjó í Eyjum í Breiðdal, hreppstjóri, átti Þórunni 8962 Sveinsdóttur b. í Eyjum Árnasonar, bl.

5103

+ Kristín Jónsdóttir átti Eirík 6030 b. í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði Brynjólfsson prests í Stöð. Þ. b.: Ragnheiður, Helga‚ Brynjólfur er og nefndur 1845 1 árs og Kristín 6 ára.

++ Kristín Eiríksdóttir átti Svein 6036 Björgólfsson á Gilsárstekk.

5104

++ Ragnheiður Eiríksdóttir átti Pétur 11193 b. í Egilsseli Sölvason.

5105

++ Helga Eiríksdóttir átti Guðmund 5185 Bjarnason b. á Þverhamri.

5106

+ Ragnheiður Jónsdóttir f. um 1810 átti I Jón 9092 b. á Gilsá Einarsson prests á Desjarmýri Jónssonar. Þ. b.: Guðrún Helga‚ Guðríður; II Varð hún seinni kona Magnúsar 8518 prests Bergssonar á Kirkjubæ og Heydölum, bl. Hún var bezta kona.

5107

++ Guðrún Helga Jónsdóttir átti I Einar Gíslason b. á Höskuldsstöðum; II Berg 8496 prest í Vallanesi Jónsson og var s. k. hans‚ bl.

5108

++ Guðríður Jónsdóttir var s. k. Vigfúsar 6507 prests Guttormssonar á Ási.

5109

βββ Guðrún Björnsdóttir átti I 3.5. 1806 Jón 888 aðstoðarprest á Dvergasteini Brynjólfsson læknis. Þ. b. lifðu eigi; II 1824 Þórarinn 13709 Bjarnason hreppstjóra á Kolmúla, dó á Ketilsstöðum á Völlum 6.5. 1863, 80 ára‚ bl.

5110

ββ Þorsteinn Jónsson Hallasonar (63 ára 1816) b. á Hvalnesi í Stöðvarfirði, átti I Valgerði 6192 Marteinsdóttur b. á Múla í Álftafirði, systur Guðrúnar k. Jóns Sigmundssonar á Kleif í Breiðdal og víðar‚ og Páls á Hærukollsnesi föður Guðrúnar (f. 1779) k. Magnúsar á Hryggstekk (1815 og 1818) Magnússonar. Þ. b.: Páll; II Steinunni Gissurardóttur f. á Streiti um 1793. Móðir hennar Guðrún Bessadóttir (45 ára 1816) líklega d. Bessa Jónssonar á Geldingi og Katrínar Bessadóttur f. um 1743 578 b. Þ. b.: Sveinn.

5111

ααα Páll Þorsteinsson b. á Kömbum‚ átti Katrínu 11373 Sighvatsdóttur Bessasonar. Þ. b.: Guðrún‚ Kristín, Þorsteinn, Sveinn.

5112

+ Guðrún Pálsdóttir átti Friðrik trésmið Samúelsson, dansks manns‚ Friðrikssonar. Þ. b.: Pálína dó víst ung‚ Jórunn.

5113

++ Jórunn Friðriksdóttir átti Sigurð úr Álftafirði.

5114

+ Kristín Pálsdóttir átti Þórð b. á Kömbum 1845 Þórðarson norðl. (f. í Akureyrarsókn um 1813), bl.

5115

+ Þorsteinn Pálsson bjó í Hálsþinghá átti Helgu Árnadóttur frá Hamri‚ „er seinast var á Karlsstöðum“, Jónsson, Rolandssonar á Laughúsum. Þ. b.: Pálína‚ Katrín.

5116

++ Pálína Þorsteinsdóttir átti Jón 8944 b. í Krossgerði, Gíslason, bl.

5117

++ Katrín Þorsteinsdóttir átti danskan mann‚ Jacobsen. Þ. b.: Anton.

5118

+++ Anton Jacobsen var búðarmaður á Eskifirði.

+ Sveinn Pálsson er á Kömbum 1845, 23 ára‚ átti Vilborgu 11594 Einarsdóttur frá Streiti.

5119

βββ Sveinn Þorsteinsson.

5120

gg Helga Jónsdóttir Hallasonar 5094 átti Hinrik b. í Höskuldsstaðaseli Bjarnason b. síðast á Stuðlum í Reyðarfirði, Hinrikssonar. Var Bjarni ættaður úr Öræfum‚ segir Jón Sigfússon. Segir Jón‚ að hann byggi fyrst á Kálfafelli, svo á Stuðlum. Börn Bjarna telur Jón: Hinrik‚ Guðríði (f. um 1722) k. Þórarins 11841 Einarssonar hreppstjóra á Höskuldsstöðum og Guðnýju (Katta-Guðnýju) k. Eyjólfs Sigurðssonar á Gilsá (skildu, en hún fylgdi síðan Sigurði Sigurðssyni í Fagradal í Breiðdal). Börn Eyjólfs og Guðnýjar hétu: Bjarni f. 1763 og Sigríður f. 1765. Jón Sigfússon segir að þau hafi ekki átt börn‚ og hafa þessi börn því líkl. dáið ung. Enn telur Jón börn Bjarna Hinrikssonar Jón og Árna‚ er selt hafi Kálfafell fyrir lítið. Börn Hinriks og Helgu voru: Þorsteinn, Jón‚ Guðríður, Gyðríður.

5121

ααα Þorsteinn Hinriksson dó bl., kól.

5122

βββ Jón Hinriksson (f. um 1770) bjó í Tóarseli 1800 átti Málfríði 11963 Einarsdóttur frá Ytri Kleif. Þ. einb.: Helga.

5123

+ Helga Jónsdóttir (f. 1803 í Breiðdal) átti Magnús 602 Jónsson á Bragðavöllum.

5124

ggg Guðríður Hinriksdóttir átti Svein 8960 b. í Eyjum Árnason.

5125

đđđ Gyðríður Hinriksdóttir átti Eirík 11962 Einarsson b. á Streiti og síðar í Borgargerði 1816. Þ. b. þá: Oddbjörg 16, Oddur 14, Eiríkur 5 ára.

5126

+ Oddbjörg Eiríksdóttir átti Jón 11750 Sigurðsson á Bragðavöllum og Teigarhorni.

5127

+ Oddur Eiríksson b. á Steinaborg átti Guðrúnu 11392 Stefánsdóttur Bessasonar.

5129

g Árni Hallason 5091 (f. um 1739) b. í Arnkelsgerði og á Keldhólum, átti 6.9. 1795 Gróu Jónsdóttur (f. um 1755). Þá bjó Árni í Flögu í Skriðdal og var ekkjumaður. Þ. einb.: Símon f. 1797. Áður hafði Árni átt Magnús f. 1772; hefur verið með f. k. hans.

5130

αα Magnús Árnason í Arnkelsgerði og á Kömbum‚ átti Þórdísi (f. um 1768) d. Guðmundar Jónssonar í Beinárgerði og Þórunnar Magnúsdóttur. Þ. b.: Guðmundur, Árni.

5131

ααα Guðmundur Magnússon átti Björgu 13446 Jónsdóttur frá Karlsstöðum í Reyðarfirði. Þ. b.: Jón‚ Hallgrímur.

5132

+ Jón Guðmundsson var síðast á Hjallanum í Seyðisfirði‚ átti Margréti 3965 Jónsdóttur frá Víkingsstöðum.

5133

+ Hallgrímur Guðmundsson átti Guðrúnu 1385 Guðmundsdóttur frá Brattagerði, Am.

5134

βββ Árni Magnússon b. á Sellátrum, átti Margréti 9658 Jónsdóttur (f. 1813). Þ. b. 1857: Margrét 24, Jóhannes 20, Guðrún 16, Jón 14, Símon 11, Gróa 7, Kristín 3, Jóhann Þorgrímur 2 ára.

ββ Símon Árnason b. á Svínaskála (f. um 1797) átti Kristínu Jónsdóttur frá Grófargerði. Þau eru talin bæði 61 árs 1857. Þ. einb.: Jónas‚ þá 21 árs.

5135

ααα Jónas Símonarson bjó á Svínaskála, mesti hugvitsmaður, (f. um 1836) átti 26.6. 1862 Guðbjörgu 719 Jónsdóttur frá Eskifirði, Jónssonar. Þ. b.: Björg‚ Kristín, Guðrún‚ Sigríður, Jónína‚ Þorvaldur ókv., Árni ókv., Björn‚ Símon‚ Karl.

5136

+ Björg Jónasdóttir átti Guðmund fríkirkjuprest Ásbjörnsson.

5137

+ Kristín Jónasdóttir átti Jón Steingrímsson úr Skaftafellssýslu.

5138

+ Sigríður Jónasdóttir átti Einar 12305 Þórðarson Diðrikssonar í Seldal.

5139

+ Jónína Jónasdóttir átti Pál Eyjólfsson frá Stuðlum, Am.

+ Guðrún Jónasdóttir átti Þórð 7268 Eiríksson frá Vattarnesi.

+ Björn Jónasson átti Hallgerði Halldórsdóttur, Árnasonar frá Högnastöðum.

+ Símon Jónasson átti Kristínu 7268 Eiríksdóttur frá Vattarnesi.

+ Karl Jónasson átti d. Figved kaupmanns á Eskifirði (frá Noregi).

5140

bbb Vilborg Jónsdóttir, Bjarnasonar 5090 átti Jón. Jón Sigfússon segir‚ að hún hafi verið í Héraði. Þ. b.: Margrét f. um 1733, Þorbjörg f. um 1741, á Núpi á Berufjarðarströnd. Vilborg er hjá Margréti dóttur sinni í Eyrarteigi 1770, 67 ára talin‚ dó 1777.

5141

α Margrét Jónsdóttir átti Þórólf 4049 Bergsson b. á Eyrarteigi og síðast á Hólagerði í Fáskrúðsfirði.

5142

β Þorbjörg Jónsdóttir átti Runólf b. á Vattarnesi. Þ. b.: Markús og Vigfús bændur á Ytri Kleif 1816, ókv., bl., og enn Sigríður. Kom eigi ætt af þeim.

5143

ccc Járngerður Jónsdóttir átti Einar Þorgrímsson b. á Streiti í Breiðdal. Þ. b.: Þuríður f. 1733, Guðrún f. 1734, Þórunn f. 1740.

5144

α Þuríður Einarsdóttir (f. 1733) átti Sigurð b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði Eyjólfsson, talinn 34 ára 1762. Þ. b.: Járngerður. Þuríður lifir á Sævarenda í Fáskrúðsfirði 1801. Líklega er Eyjólfur á Búðum einnig sonur þeirra.

5145

αα Járngerður Sigurðardóttir var 2. kona Jóns 594 Magnússonar eldra frá Brimnesi í Fáskrúðsfirði, bjuggu á Sævarenda þar.

5146

ββ Eyjólfur Sigurðsson(?) bjó á Búðum í Fáskrúðsfirði 1801, 36 ára‚ átti Halldóru Björnsdóttur 30 ára. Þ. b. þá: Sigurður 6, Guðný 5, Einar 3, Jón ½ árs.

5147

ddd Þuríður Jónsdóttir 5090 (f. um 1712) átti Árna 10970 Ásmundsson, bjuggu fyrst í Álftafirði og á Tvískerjum (Jón Sigfússon) og í Byggðarholti í Lóni (Helgi í Flögu segir). Þau hafa búið á Hvalnesi í Lóni 1745 og 1754. Síðar fluttu þau í Breiðdal og bjuggu á Ytri Kleif 1762, Árni talinn 54 ára en Þuríður 50 og 1764 búa þau á Ósi og þar dó Árni 1765. Jón Sigfússon segir‚ að Ásmundur, faðir Árna‚ væri Jónsson Ögmundssonar, en móðir Ásmundar væri Steinunn Jónsdóttir „lögréttumanns“. (Árið 1703 er á Felli hjá Ísleifi sýslumanni, Jón Ólafsson „fyrrum lögréttumaður“ 88 ára). Jón segir og‚ að Árni væri frændi Guðmundar prests Högnasonar á Hofi í Álftafirði (1683—1745). Segir Jón‚ að Ásmundur væri kynjaður frá Sauðanesi og hafi lent suður í Álftafjörð og kvænst þar Ingibjörgu, systur Árna prests á Hálsi í Fnjóskadal. En það hefur verið Árni prestur á Hálsi í Hamarsfirði‚ Ólafsson. Hann var þar 1703 31 árs‚ og er þar þá hjá honum Ingibjörg systir hans‚ 28 ára‚ Ólafsdóttir. Kemur það mjög vel heim‚ að því er tímann snertir, að hún hafi átt Ásmund‚ föður Árna‚ því að Árni er f. um 1708 og hefur Ingibjörg þá verið 33 ára. Þau Ásmundur og Ingibjörg bjuggu á Hnaukum í Álftafirði syðra og dóu bæði í Bólunni. Þá tók sr. Guðmundur Högnason á Hofi Árna og átti það að vera í frændsemisskyni. Þar ólst Árni síðan upp. Ein sögn er til um viðskipti hans og prests. Það var einhverju sinni‚ er Árni var um tvítugt, að hann flutti heim hey úr Hofshólmum og ætlaði prestur að hjálpa honum til að taka ofan baggana, standa undir hjá honum. Það gekk vel hina fyrstu ferð. En í næstu ferð kom prestur ekki. Varð Árni þá að taka einn ofan. Gekk það nú að vísu‚ því að Árni var hraustmenni og fjörmaður en heldur lágur vexti. En miður þótti honum‚ að prestur brást. Sér hann nú‚ að kirkjan er opin. Gengur hann þá þangað og kallar inn‚ hvort nokkur sé þar‚ en enginn gegnir. Stigi stóð við loftsbrúnina í kirkjunni. Árni tók stigann og lagði flatan á gólfið. Síðan fór hann með hestana og reið greitt. En þá datt hesturinn með Árna og fótbrotnaði hann. Kenndu menn það presti. Ekki er kunnugt, hvernig skyldleika þeirra hefur verið varið. (Sjá neðar).

Þuríður var eigi stór kona‚ en umsýslusöm, góðsöm við fátæka‚ en skapstór nokkuð (Jón Sigfússon).

Árni Ásmundsson var sonur Ásmundar Konráðssonar Jónssonar 6219 prests á Hofi í Álftafirði, Einarssonar prófasts í Heydölum‚ Sigurðssonar. Verður þá skyldleiki Árna og sr. Guðmundar Högnasonar þessi: Öðru megin: Sr. Sigurður Einarsson frá Heydölum —Þórunn dóttir hans — sr. Guðmundur Högnason, sonur hennar. Hinu megin: Sr. Jón á Hofi Einarsson frá Heydölum — Konráð sonur hans — Ásmundur sonur Konráðs — og Árni Ásmundsson. Þeir sr. Guðmundur og Árni hafa þá verið að 3. og 4. (Þetta er eftir ættatölubók Sigurðar Magnússonar á Hnappavöllum‚ er rituð var um 1750, segir Hannes Þorsteinsson).

Ásmundur Konráðsson er á Geithellum 1703, 24 ára‚ hjá Guðrúnu 6236 Hjörleifsdóttur og hafa þau verið að 3. og 4.

Ásmundur Konráðsson og Ingibjörg Ólafsdóttir áttu barn saman í Berunessókn 1710 eða 11 og er það 1. brot beggja‚ einfalt frillulífisbrot. Það hefur verið Árni‚ er þá fæddist.

Börn Árna Ásmundssonar og Þuríðar Jónsdóttur á Ytri Kleif og Ósi í Breiðdal voru: Jón f. um 1744, Bjarni 5225 f. á Hvalnesi í Lóni um 1745, Jón 5281 annar f. á Hvalnesi um 1754.

5148

α Jón Árnason eldri bjó á Ósi og Streiti í Breiðdal, átti I Kristínu 5859 Ögmundsdóttur frá Streiti. Þ. b.: Árni‚ Ásmundur‚ Arnleif, dó gömul óg., bl., Þuríður, Vigdís; II Kristínu 11988 Jónsdóttur Sigmundssonar. Þ. b.: Kristín, Páll‚ Jón. Jón Árnason og Kristín bjuggu á Vöðlum 1816 og eru börn þeirra Kristín og Páll þar hjá þeim.

5149

αα Árni Jónsson b. á Dísastöðum,Randversstöðum og Kömbum‚ lifir 80 ára á Fremri Kleif‚ hjá Jóni Árnasyni, sonarsyni sínum 1845. Hann átti Þórdísi 11941 Marteinsdóttur frá Tóarseli. Þ. b.: Árni‚ Torfi.

5150

ααα Árni Árnason bjó á Randversstöðum, átti Guðnýju 6640 Guðmundsdóttur frá Dísarstöðum. Þ. b.. Jón‚ Árni‚ Guðlaug, Kristborg.

5151

+ Jón Árnason b. á Randversstöðum, Fremri Kleif 1845, og Skriðustekk, átti Vigdísi 8965 Sveinsdóttur frá Eyjum. Þ. b.: Árni‚ Guðríður.

5152

++ Árni Jónsson fór til Am., átti Guðbjörgu 5162 Árnadóttur á Randversstöðum, Bjarnasonar.

5153

++ Guðríður Jónsdóttir.

5154

+ Árni Árnason b. á Randversstöðum 1845, átti I Oddnýju 8807 Bjarnadóttur frá Brekkuborg. Þ. b. 2, dóu ung; II Oddnýju 5646 Eyjólfsdóttur frá Ormsstöðum í Breiðdal. Bjuggu þau á Felli í Breiðdal. Þ. b.: Guðni‚ Árni ókv., bl., Jón ókv., bl., Þóra óg., bl., Sigríður.

5155

++ Guðni Árnason b. á Þverhamri, átti Helgu Sigurðardóttur. Hún kom úr Héraði með sr. Magnúsi Bergssyni að Heydölum. Þ. einb.: Gísli.

5156

+++ Gísli Guðnason b. á Selnesi hjá Þverhamri átti 1923 Ingibjörgu 2090 Guðmundsdóttur Hallasonar.

5157

++ Sigríður Árnadóttir átti Erlend 5645 b. á Þverhamri Eyjólfsson. Þ. einb.: Oddný.

5158

+++ Oddný Erlendsdóttir átti Þorgrím b. á Selnesi hjá Þverhamri, snikkara, Guðmundsson b. á Þverhamri, Bjarnasonar.

5159

+ Guðlaug Árnadóttir átti Árna 8808 b. á Randversstöðum Bjarnason. Þ. b. 14, upp komust: Oddný‚ Arnleif, Guðbjörg‚ Elínbjörg, Guðný‚ Árni Björn‚ Guðmundur, Bjarni.

5160

++ Oddný Árnadóttir átti Þórarinn 5636 b. á Dísastöðum‚ Þórarinsson.

5161

++ Arnleif Árnadóttir var s. k. Þórarins 5666 Þórðarsonar í Kirkjubólsseli.

5162

++ Guðbjörg Árnadóttir átti Árna 5152 Jónsson frá Skriðustekk, Am.

5163

++ Elínbjörg Árnadóttir átti Guðmund 6645 Magnússon b. á Bakkagerði í Stöðvarfirði. Þ. b.: Björn‚ Árni‚ Guðný Guðbjörg‚ dó rúml. tvítug.

5164

+++ Björn Guðmundsson átti Þóreyju Jóhannsdóttur b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði.

5165

+++ Árni Guðmundsson dó ókv., bl.

5166

++ Guðný Árnadóttir var trúlofuð Einari Gunnlaugssyni og átti eitt barn‚ en dó fyrir giftinguna. Barnið hét Björn‚ varð úti 1898, á túninu á Höskuldsstöðum.

5167

++ Árni Björn Árnason b. í Dísastaðaseli, átti Björgu 11955 Björnsdóttur frá Geldingi, bl.

5168

++ Guðmundur Árnason, bjó fyrst á Dísastöðum, átti um 1880 Guðnýju Ragnheiði 2655 Rögnvaldsdóttur af Langanesi. Þ. b.: Jón‚ Guðlaug, Jón‚ dóu öll ung‚ Árni Björn‚ Guðlaug Björg‚ Magnús‚ Bjarni Emil‚ Stefán Þorbergur. Guðný dó 1899. Síðar bjó Guðmundur á Felli í Breiðdal.

5169

+++ Árni Björn Guðmundsson (f. 25.11. 1885) átti 1.8. 1914 Guðlaugu Helgu Þorgrímsdóttur b. í Fossárdal og víðar. Þ. b.: Bjarni Emil f. 21.9. 1915, Þórhalla f. 18.6 1917, Ragnar f. 20.8. 1918.

5170

+++ Guðlaug Björg Guðmundsdóttir (f. 21.7. 1888) átti 24.4. 1917 Helga 656 Ólafsson b. í Fagradal í Breiðdal, Brynjólfssonar. Þ. b.: Emilía Benedikta f. 19.11. 1917, Birgir Ólafur.

5171

+++ Magnús Guðmundsson (f. 23.4. 1893) var við verzlun á Reyðarfirði, átti 1919 Rósu Sigurðardóttur trésmiðs á Seyðisfirði.

+++ Bjarni Emil Guðmundsson dó fullorðinn ókv., átti barn við Rósu Jónsdóttur b. á Ósi í Breiðdal, hét Hulda Emilía.

5172

+++ Stefán Þorbergur Guðmundsson (f. 15.8. 1898).

++ Bjarni Árnason.

5173

+ Kristborg Árnadóttir átti Magnús 5178 b. í Jórvík og á Ásunnarstöðum Torfason, bræðrung sinn.

5174

βββ Torfi Árnason b. á Brekkuborg í Breiðdal, átti Kristborgu d. Sigmundar á Ormsstöðum og Margrétar Þorsteinsdóttur. Þ. b. 1845: Þórdís‚ Sigmundur, Árni‚ Magnús‚ Margrét, Sigurður.

5175

+ Þórdís Torfadóttir átti Þorvarð 11342 Jónsson b. á Streiti.

5176

+ Sigmundur Torfason átti Sesselju 11534 Sigurðardóttur frá Hamarsseli, Antoníussonar, bl.

5177

+ Árni Torfason var s. m. Ingibjargar 8969 Árnadóttur frá Tungu.

5178

+ Magnús Torfason b. í Jórvík og á Ásunnarstöðum, átti Kristborgu 5173 Árnadóttur, bræðrungu sína.

5179

+ Margrét Torfadóttir var 2. k. Þorvarðs 11342 Jónssonar á Streiti.

5180

+ Sigurður Torfason b. á Streitisstekk átti Sigríði Stefánsdóttur frá Stefánsstöðum. Þ. b.: Kristborg, Brynjólfur, Stefán‚ Magnús‚ Sveinn‚ Torfi.

++ Kristborg Sigurðardóttir var 3. k. Þorvarðs 11342 Jónssonar á Streiti.

5181

ββ Ásmundur Jónsson frá Streiti Árnasonar 5148 átti Þórunni. Þ. b.: Sigríður.

5182

ααα Sigríður Ásmundsdóttir var óhraust.

5183

gg Þuríður Jónsdóttir 5148 átti 1795 Höskuld b. á Kirkjubóli í Stöðvarfirði, Arason. Þau bjuggu fyrst í Kambshjáleigu. Hann var sonur Ara Gíslasonar og Þorkötlu Höskuldsdóttur, er bjuggu á Ytri Kleif um 1766—7. (Hann er f. um 1731, en hún um 1724). Þuríður býr ekkja á Kirkjubóli 1816. Þ. b.: Jón ókv., bl., Kristín, Halldór, Höskuldur.

5184

ααα Kristín Höskuldsdóttir átti Bjarna b. í Flautagerði hjá Stöð‚ Sigurðsson, sunnl. (f. í Reykjavíkursókn um 1801, kom með sr. Snorra að sunnan). Þ. b.: Guðmundur, Þórður‚ Magnús‚ Þuríður.

5185

+ Guðmundur Bjarnason b. á Þverhamri átti Helgu 5105 Eiríksdóttur frá Kirkjubólsseli.

5186

+ Þórður Bjarnason b. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði, átti Helgu 640 Jónsdóttur b. á Kirkjubóli Jónssonar. Þ. b.: Kristín Rósa.

5187

++ Kristín Rósa Þórðardóttir, um tvítugt 1892.

5188

+ Magnús Bjarnason á Einarsstöðum í Stöðvarfirði, átti Maríu Þorsteinsdóttur frá Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði.

5189

+ Þuríður Bjarnadóttir.

5190

βββ Halldór Höskuldsson b. á Gvendarnesi, átti Gróu (sbr. 600) Þorsteinsdóttur b. í Vík í Fáskrúðsfirði, Jónssonar. Þ. b.: Þuríður.

5191

+ Þuríður Halldórsdóttir (f. um 1837) vinnukona í Vallanesi 1872.

5192

ggg Höskuldur Höskuldsson bjó á Löndum og átti Oddnýju 5663 Ögmundsdóttur. Þ. b.: Jón‚ Halldór, Höskuldur, Þorkatla‚ Þuríður, Kjartan, Ólafur‚ Oddný‚ Vigdís‚ Kristín. Öll voru þau óg. og bl., en urðu sum gömul‚

5193

đđ Vigdís Jónsdóttir 5148 var hagorð vel‚ átti Svein Árnason í Stöð‚ bl.

5194

εε Kristín Jónsdóttir 5148 átti Jón Andrésson góðan bónda á Vöðlum í Vaðlavík við Reyðarfjörð, bróður Oddnýjar, k. Jóns (12378) Þorleifssonar á Ýmastöðum. Foreldrar þeirra voru Andrés Jónsson og Solveig Jónsdóttir, bjuggu á Karlsstöðum við Reyðarfjörð, alla stund. Þau búa þar „trúlofuð“ 1777, hann 24 ára en hún 28. Þar býr Andrés 1816, en hún er þá dáin. Andrés lifði fram yfir 1830. Hann var f. á Kollaleiru um 1753. Ætt þeirra beggja er ókunn. Þau finnast ekki í manntölunum 1762.

Börn Jóns Andréssonar og Kristínar voru 1829: Jón 13, Kristín 11, Eyjólfur 8, Þuríður 7, Jóhannes 5, dó víst barn‚ Andrés 2, Þórunn 1 ára‚ óg., bl., og enn Solveig f. 1832. Jón dó 1847, 70 ára.

5195

ααα Jón Jónsson b. á Ýmastöðum í Vaðlavík og síðar Eskifjarðarseli, átti Solveigu 6909 Þorleifsdóttur frá Karlskála. Þ. b.: Þorleifur, Kristín, Ólafur.

5196

+ Þorleifur Jónsson b. á Eyri‚ átti Helgu 5579 Finnbogadóttur‚ Erlendssonar. Þ. b.: Björg‚ Solveig, Jóhanna, María‚ Finnbogi‚ Óli‚ Sigurlín.

++ Björg Þorleifsdóttir átti Magnús 573 á Eyri Erlendsson‚ frænda sinn.

++ Solveig Þorleifsdóttir átti Guðmund (?) úr Fáskrúðsfirði.

++ Jóhanna Þorleifsdóttir.

++ María Þorleifsdóttir átti Finnboga 575 þurrabúðarmann á Eskifirði, Erlendsson.

5200

βββ Kristín Jónsdóttir átti Auðunn 3720 b. í Stóru Breiðuvík við Reyðarfjörð, Ragnheiðarson.

5201

ggg Eyjólfur Jónsson b. á Vöðlum‚ átti Mekkini 11933 Eyjólfsdóttur á Ýmastöðum, Péturssonar. Þ. b. 1857: Jón‚ Margrét, Þorvaldur, Sigurveig, Eyjólfur, Björg.

5202

+ Jón Eyjólfsson b. á Vöðlum‚ átti Þóreyju 2759 Marteinsdóttur frá Sandvíkurseli.

Númerin 5203—5207 incl. vantar í handritið.

5208

đđđ Þuríður Jónsdóttir átti Árna 4437 Ólafsson í Breiðuvíkurhjáleigu.

5209

εεε Andrés Jónsson b. á Vöðlum‚ átti Rannveigu 12239 Jónsdóttur frá Ýmastöðum.

5210

ſſſ Solveig Jónsdóttir (f. 1832) er á Vöðlum 1857.

5211

ſſ Páll Jónsson, Árnasonar 5148.

5212

zz Jón Jónsson, Árnasonar 5148 bjó á Víðilæk og síðar á Kolmúla, góður bóndi‚ átti Oddnýju 11991 Jónsdóttur, Sigmundssonar‚ hálfsystur móður sinnar. Þ. b. 1845 á Kolmúla: Kristín 26, Marteinn 24, Sigríður 21, Gróa 18, Steinunn 17, Jónas 15, Páll 10 ára.

5213

ααα Kristín Jónsdóttir átti Þórð 7267 b. á Vattarnesi, Eiríksson.

5214

βββ Marteinn Jónsson b. á Kolmúla átti Vilborgu 6643 Guðmundsdóttur. Þ. b.: Oddný‚ Björn‚ Am ‚ Jón‚ Am.

5215

+ Oddný Marteinsdóttir átti Jón 601 b. á Gestsstöðum, launson Sigurðar á Gestsstöðum, Jónssonar. Þ. b.: mörg‚ meðal annara: Sigurbjörg.

5216

++ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Sigurbjörn 6517 Guttormsson í Stöð.

5220

ggg Sigríður Jónsdóttir, óg., bl.

5221

đđđ Gróa Jónsdóttir, óg., átti börn.

5222

εεε Steinunn Jónsdóttir átti Magnús 12352 b. á Sellátrum‚ Guðmundsson á Litlu Breiðuvík, Magnússonar.

5223

ſſſ Jónas Jónsson b. á Árnagerði í Fáskrúðsfirði, átti Ingibjörgu 6653 Guðmundsdóttur frá Vík.

5224

zzz Páll Jónsson bjó í Tungu í Fáskrúðsfirði, átti I Vilborgu 6643 Guðmundsdóttur frá Vík‚ ekkju Marteins bróður síns; II Ólöfu 11920 Níelsdóttur frá Sandvík, Am.

5225

β Bjarni Árnason, Ásmundssonar 5147 (f. um 1745) bjó í Breiðdal, bjó fyrst góðu búi‚ þótti „harður og harðbýll“, dugnaðarmaður, en felldi síðan fé sitt og gekk mjög af honum. Hann átti Guðnýju 5631 Gunnlaugsdóttur frá Þorgrímsstöðum, eldri. Þ. b.: Gunnlaugur, Sigríður, Bóthildur, Einar‚ Erlendur, bl., Björn‚ bl., Gróa‚ bl., Vigdís. bl., Guðný‚ Arnleif, Kristín.

5226

αα Gunnlaugur Bjarnason bjó í Flögu í Breiðdal, átti Helgu 1160 Þorvarðsdóttur frá Höskuldsstöðum. Þ. b.: Kristín, Vilborg, Sigríður, Jóhannes, Helgi‚ Þorvarður, Einar.

5227

ααα Kristín Gunnlaugsdóttir átti Guðmund 1202 Marteinsson í Flögu.

5228

βββ Vilborg Gunnlaugsdóttir, óg. 1872.

5229

ggg Sigríður Gunnlaugsdóttir átti Þórð 7857 Þorláksson. Þ. einb.: Þórunn Sigríður, k. Þorvarðs 5237 Helgasonar.

5230

đđđ Jóhannes Gunnlaugsson b. í Flögu‚ átti Valgerði 9894 Finnbogadóttur frá Víðilæk.

5231

εεε Helgi Gunnlaugsson b. á Grundarstekk á Berufjarðarströnd (og Flögu í Breiðdal), átti Sigríði 8940 Gísladóttur frá Krossgerði. Þ. b.: Gísli‚ Anna‚ Snjólfur, Gunnlaugur, Jón‚ Þorvarður.

5232

+ Gísli Helgason lærði búfræði á Eiðum‚ átti launbarn við Guðlaugu 11651 Snjólfsdóttur frá Titlingi, hét Snjólfur, dó ungur. Síðan fór Gísli til Reykjavíkur og settist þar að og átti sunnlenzka konu‚ Valgerði Freysteinsdóttur frá Þurá í Ölfusi.

5233

+ Anna Helgadóttir fór til Am., átti Guðmund Helgason, sunnlending.

5234

+ Snjólfur Helgason varð bakari í Noregi.

5235

+ Gunnlaugur Helgason b. á Gilsá í Breiðdal átti Guðlaugu 5553 Árnadóttur frá Gilsárstekk, Jónssonar og Steinunnar Gunnlaugsdóttur frá Þorgrímsstöðum. Þ. b.: Steinunn, Árni Björn‚ Helgi Sigurgeir.

++ Steinunn Gunnlaugsdóttir átti Svein Guðbrandsson á Hryggstekk.

++ Árni Björn Gunnlaugsson átti Sæbjörgu Einarsdóttur úr Lóni Jónssonar.

5236

+ Jón Helgason var um tíma ritstjóri „Suðurlands“ á Eyrarbakka, átti I Önnu 5247 Kristínu Sigurðardóttur frá Krossgerði. Þ. b.:Baldur; II Aðalbjörgu (1586) Stefánsdóttur frá Möðrudal,Einarssonar. Þeirra einbirni Helga húsfr. í Reykjavík.

5237

+ Þorvarður Helgason átti Þórunni Sigríði (5229) Þórðardóttur, Þorlákssonar, Ásmundssonar. Móðir Þórunnar var Sigríður 5229 Gunnlaugsdóttir frá Flögu. Þ. b.: Þórir‚ Aðalheiður, Gunnlaugur, Gísli‚ Hjalti‚ Sigurður. Þorvarður og Þórunn bjuggu fyrst á Skriðu í Breiðdal, síðar á Tungu í Grafningi, fluttu 1926 að Miðhúsum í Garði.

5238

ſſſ Þorvarður Gunnlaugsson b. í Flögu‚ átti Pálínu Pétursdóttur úr Hálsþinghá og Þuríðar sunnan úr sveitum. Þ. b.: Helga.

5239

+ Helga Þorvarðsdóttir átti Jónas 481 Erlendsson á Hafursá.

5240

zzz Einar Gunnlaugsson b. á Höskuldsstöðum, átti Margréti 6393 Jónsdóttur prests á Klyppstað, Jónssonar.

5241

ββ Sigríður Bjarnadóttir 5225 átti Þórð 525 b. í Fossgerði og á Núpi á Berufjarðarströnd, Pálsson. Þ. b.: Guðný‚ Þorvarður, Bjarni‚ Þórunn‚ Gróa. Móðir Þórðar hét Þórunn‚ ættuð úr Nesjum.

5242

ααα Guðný Þórðardóttir átti Höskuld 6113 Jónsson frá Streiti, bl.

5243

βββ Þorvarður Þórðarson b. á Núpi‚ átti Kristínu 5276 Sigurðardóttur frá Fagradal. Þ. b.: Sigurður, Þórður‚ Páll‚ Gunnar‚ Jón‚ Pétur‚ ókv., bl., Jóhanna Sigurhildur. Laundóttir Þorvarðs við Sigríði Jónsdóttur „garðhamars“ (eða „gemlings“) Þorsteinssonar úr Skaftafellssýslu, er kominn var‚ að sögn‚ af Sigurði landskrifara, hét Gróa; fæddist hún sama árið sem Gunnar. Sjá um Gróu 528.

5244

+ Sigurður Þorvarðsson b. í Krossgerði á Berufjarðarströnd‚ átti Málfríði 8947 Gísladóttur b. í Krossgerði, Halldórssonar. Þ. b.: Gísli‚ Þorvarður, ókv., bl., Jón‚ Anna Kristín, Ásdís‚ Árni.

5245

++ Gísli Sigurðsson b. í Krossgerði, átti Vilborgu 609 Einarsdóttur, Magnússonar á Bragðavöllum. Þ. b.: Guðfinna, Sigurður, Ingólfur, Björgvin, Málfríður.

5246

++ Jón Sigurðsson var skrifari hjá Jóni Magnússyni, bæjarfógeta í Reykjavík.

5247

++ Anna Kristín Sigurðardóttir átti Jón 5236 Helgason, ritstjóra „Suðurlands“ á Eyrarbakka.

5248

++ Ásdís Sigurðardóttir átti Snjólf b. á Vesturhúsum í Hamarsdal Stefánsson á Þiljuvallastekk, Þórðarsonar á Þiljuvöllum‚ Jónssonar (?).

5249

++ Árni Sigurðsson b. í Krossgerði, átti Hansínu 7401 Bergsveinsdóttur frá Urðarteigi Skúlasonar og Sigríðar Jónasdóttur „grjótgarðs“. Þ. b.: Aðalheiður.

5250

+++ Aðalheiður Árnadóttir.

5251

+ Þórður Þorvarðsson bjó á Völlum‚ í Geitavík og síðast á Hólalandi í Borgarfirði (f. 27.11. 1850) átti Margréti Ingibjörgu 4069 Guðbrandsdóttur (f. 5.6. 1852) Þorlákssonar prests Hallgrímssonar. Þ. b.: Bjargsteinn, Sigurgeir, Guðfinna Kristín, Sigurður.

5252

++ Bjargsteinn Þórðarson átti 1919 Jóhönnu 10657 Ásgrímsdóttur b. á Grund‚ Guðmundssonar.

5253

++ Sigurgeir Þórðarson.

5254

++ Guðfinna Kristín Þórðardóttir.

5256

++ Sigurður Þórðarson.

5257

+ Páll Þorvarðsson b. á Þiljuvöllum, átti Guðlaugu 8877 Magnúsdóttur, Guðmundssonar á Starmýri, Hjörleifssonar sterka á Nesi. Þ. b.: Ágúst‚ Pétur‚ Þórstína.

5260

+ Gunnar Þorvarðsson b. á Hnitbjörgum og víðar‚ bjó lítið‚ átti Sigurbjörgu 7528 Jónsdóttur frá Bóndastöðum, Björnssonar. Þ. b.: Rannveig, Þuríður.

5261

++ Rannveig Gunnarsdóttir giftist í Reykjavík‚ Gissuri Filippussyni, járnsmið.

5262

++ Þuríður Gunnarsdóttir átti Pál b. á Borg í Njarðvík, Sveinsson, Bjarnasonar.

5263

+ Jón Þorvarðsson b. á Krossi á Berufjarðarströnd, átti Jakobínu Ólafsdóttur frá Vík í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Höskuldur, dó barn‚ Kristján, Magnús‚ Solveig Jónína‚ Guðrún‚ Jón Austmann, Kristín.

5267

+ Jóhanna S. Þorvarðsdóttir átti Stefán 5453 Björnsson, Jónssonar, Bjarnasonar á Þverhamri.

5268

ggg Bjarni Þórðarson b. á Núpi‚ átti Málfríði 11356 Jónsdóttur frá Núpshjáleigu. Þ. b.: Jón‚ Sigríður, Þórunn‚ Lísibet.

5269

+ Jón Bjarnason b. á Núpi‚ átti Rebekku Þórarinsdóttur, Longs.

5270

+ Sigríður Bjarnadóttir átti Hjörleif 11872 á Núpi Þórarinsson, Longs.

5271

+ Þórunn Bjarnadóttir.

5272

+ Lísibet Bjarnadóttir.

5273

đđđ Þórunn Þórðardóttir, óg., átti barn er Baldvin hét. Jón‚ bróðurson Þórunnar, segir‚ að hann hafi verið sagður Sveinbjörnsson, en aðrir sagt hann son Stefáns skrifara, föður Björns í Dölum. En einhver hefur sagt mér‚ að faðir hans hafi heitið Baldvin.

5274

εεε Gróa Þórðardóttir átti Daníel 5866 b. í Tóarseli Sigurðsson.

5275

gg Bóthildur Bjarnadóttir frá Fagradal 5225, óg., átti barn við Sigurði Eiríkssyni í Fagradal, hét Kristín.

5276

ααα Kristín Sigurðardóttir átti Þorvarð 5243 á Núpi Þórðarson, systrung sinn.

5277

đđ Einar Bjarnason frá Fagradal 5225 bjó á Felli í Breiðdal‚ átti Guðrúnu Hallgrímsdóttur (f. í Einarsstaðasókn um 1789), bl.

5278

εε Guðný Bjarnadóttir 5225 átti Pétur 11379 á Karlsstöðum‚ Pétursson.

5279

ſſ Arnleif Bjarnadóttir átti Bjarna 8805 á Brekkuborg Árnason.

5280

zz Kristín Bjarnadóttir átti Þórarin 5634 á Dísastöðum, Eyjólfsson.

5281

g Jón Árnason, Ásmundssonar yngri 5147 bjó á Skjöldólfsstöðum og Fremri Kleif í Breiðdal, „hár maður vexti og mesti fjörmaður“, átti I Þóru 6608 Árnadóttur frá Skriðu. Þ. s.: Jón; II Þóreyju 13651 Þorsteinsdóttur frá Ormsstöðum, bl.

5282

αα Jón Jónsson b. á Fremri Kleif‚ átti Guðnýju 469 Jónsdóttur frá Löndum‚ Björnssonar.

5283

b Sturla Brynjólfsson frá Höskuldsstöðum 5088 hefur að líkindum búið í Breiðdal, en ókunnugt er um hann. Synir hans eru Brynjólfur á Brimnesi í Fáskrúðsfirði og Jón á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði. Líkræða hefur fundist yfir Sturlu á Gvendarnesi eftir sr. Gísla Sigurðsson í Heydölum, sem sannar þessa tilgátu.

Þann 21.9.1647 samdi Sturla Brynjólfsson fyrir hönd föður síns‚ Brynjólfs Árnasonar, við Brynjólf biskup um landamerki milli Höskuldsstaða og Jórvíkur. Var það gert í Berufirði.

5284

aa Brynjólfur Sturluson b. á. Brimnesi í Fáskrúðsfirði 1703, 52 ára (f. um 1651), átti Úlfheiði 6080 Þorvarðsdóttur frá Gilsá Höskuldssonar, þá 51 árs. Þ. b.: 1703: Finnbogi 22, Þorbjörg 21, Arnoddur 20, Helga 19, Einar 18, Þorsteinn 16, Pétur 13, Eyjólfur 11, Guðríður 9 ára. Síðar hafa þau Brynjólfur flutt suður í Breiðdal. Þar dó Brynjólfur 1731 og Úlfheiður 1742, og hefur þá verið níræð.

5285

aaa Finnbogi Brynjólfsson b. á Hafranesi 1734, átti Ingibjörgu Björnsdóttur (þau eru skírnarvottar hjá Eyjólfi, bróður Finnboga 1726). Þ. b.: Lukka‚ Elín‚ óg., bl., Árni‚ Sigríður, Jón‚ Ingiríður.

5286

α Lukka Finnbogadóttir (f. um 1709) átti Björn b. í Skuggahíð Guttormsson (f. um 1707). Þ. b. í Skuggahlíð 1762: Jón 20, Finnbogi 12, Ingibjörg 16, Oddný 14, Ingunn 8 ára.

5287

αα Jón Björnsson, Hans dætur: Ingibjörg, k. Sveins 12476 Oddssonar á Barðsnesi, og Lukka k. Hákonar 13689 Einarssonar.

5288

βββ Finnbogi Björnsson b. í Viðfirði (f. um 1750) átti Önnu 9970 Hinriksdóttur b. í Viðfirði Guðmundssonar. Jón Sigfússon segir‚ að Hinrik hafi verið frá Melrakkanesi. Hinrik bjó í Hellisfirði 1762, 49 ára og er því f. um 1713 og getur því ekki verið bróðir Bessa sýslumanns, sem er 57 ára 1703. En hann gæti verið sonarsonur eða dóttursonur Hinriks (sbr. 5780) á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd (1703, 46 ára), bróður Bessa‚ og er þó nokkuð þröngt um tímann. Er hann þó líklega af þeirri ætt. Börn Önnu og Finnboga voru 9: Björn‚ Árni‚ Margrét, Guðrún.

5289

ααα Björn Finnbogason er vinnumaður í Hellisfirði 1816 38 ára‚ þá f. um 1768.

5290

βββ Árni Finnbogason átti Valgerði Oddsdóttur.

5291

ggg Margrét Finnbogadóttir.

5292

đđđ Guðrún Finnbogadóttir.

5293

gg Ingibjörg Björnsdóttir (f. um 1746).

5294

đđ Oddný Björnsdóttir (f. um 1748).

5295

εε Ingunn Björnsdóttir (f. um 1754).

5296

β Árni Finnbogason bjó á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 1762, 47 ára‚ átti Gróu Guðmundsdóttur, 42 ára. Þ. b. þá: Ragnheiður 12, Finnbogi 3 ára.

5297

αα Ragnheiður Árnadóttir (f. um 1749) átti Árna 5890 b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði um 1801, Þórðarson, Árnasonar prests í Heydölum, Álfssonar. Þ. b. 1801: Árni 20, Guðrún 22, Jón 16 ára. Þau eru þar 1811 nema Jón.

5299

ββ Finnbogi Árnason (f. um 1759) bjó á Gestsstöðum, átti Guðrúnu Jónsdóttur (f. um 1764). Þ. b. 1811: Árni 18, Guðfinna 16 ára. Finnbogi var hreppstjóri.

5300

ααα Árni Finnbogason.

5301

βββ Guðfinna Finnbogadóttir átti Sigurð 600 Jónsson á Gestsstöðum, bl. Þau þóttu vænstu hjón.

5302

g Sigríður Finnbogadóttir (f. um 1717) átti Bjarna Magnússon b. á Sveinsstöðum í Norðfirði. Þ. b. 1762: Magnús 17, Þorvarður 15, Jón 10, Ingibjörg 4 ára.

5303

đ Jón Finnbogason (f. um 1718) bjó á Hafranesi 1762, átti Arndísi Árnadóttur (f. um 1719). Ekki eru talin börn hjá þeim. Arndís var systir Ingibjargar (sbr. 10114) ömmu Þorleifs í Skógargerði (10135).

5304

ε Ingiríður Finnbogadóttir er hjá bróður sínum‚ Jóni‚ 1762, 33 ára.

5305

bbb Þorbjörg Brynjólfsdóttir.

5306

ccc Helga Brynjólfsdóttir „veik“ 1703.

5307

ddd Arnoddur Brynjólfsson var 1703 á Geldingi í Breiðdal‚ „burðalítill“ 20 ára.

5308

eee Einar Brynjólfsson bjó í Tungu í Fáskrúðsfirði, átti Ingibjörgu Jónsdóttur. Hann er talinn 74 ára 1762 en hún 73. Þ. b. þá hjá þeim: Gróa 40, Pétur 36, Ólöf 36, Eiríkur 35, Bjarni 22, Úlfheiður 45 ára. Þar eru þá einnig: Brynjólfur 14, Ingunn 10 og Margrét 9 ára Geirmundsbörn, líklega börn Úlfheiðar. Ekki er mér kunnugt um þessa menn og hefur líklega lítil ætt komið af þeim eða engin.

5309

fff Þorsteinn Brynjólfsson.

5310

ggg Pétur Brynjólfsson.

5311

hhh Eyjólfur Brynjólfsson (f. um 1692) bjó á Ósi í Breiðdal 1722—30, síðan á Gilsá‚ átti Hallberu Sigurðardóttur. Hún dó 1757. Þ. b.: Jón f. um 1720, Steinunn, óg., bl., Þorlákur f. 1726 d. s. ár‚ Pétur f. 1728, Hinrik f. 1729, Kort f. 1730 (heitinn eftir Kort á Gilsá Halldórssyni prests í Heydölum, Eiríkssonar. Dó Kort 1729), Sigríður f. 1733, Úlfheiður f. 1735, óg., bl., Brynjólfur f. 1738. Síðast flutti Eyjólfur að Glúmsstöðum í Fljótsdal og bjó þar 1762. Þar eru þá hjá honum aðeins 3 börn hans: Pétur‚ Úlfheiður, Brynjólfur. Eyjólfur var vel efnaður, átti mestalla Gilsá.

5312

α Jón Eyjólfsson bjó á Gilsá og átti hana‚ duglegur maður og góður bóndi‚ átti 15.4. 1748 Guðlaugu 4118 Ásmundsdóttur, Sveinssonar í Svínafelli, bróðurdóttur sr. Sigurðar Sveinssonar í Heydölum. Þ. b.: Jón‚ Ásmundur, Hallbera, Hjörleifur. Jón dó 1800. Afkvæmi hans nr. 4119 o.s.frv.

5313

αα Jón Jónsson (f. 1752) bjó í Dölum í Fáskrúðsfirði, fjörmaður og áhlaupamaður við vinnu‚ átti Valgerði 4050 Þórólfsdóttur‚ Bergssonar.

5314

β Pétur Eyjólfsson b. á Glúmsstöðum og Krossi í Fellum‚ átti Guðrúnu 337 Þorsteinsdóttur frá Firði.

5315

g Hinrik Eyjólfsson líklega ókv., bl.

5316

đ Kort Eyjólfsson bjó á Hofi í Fellum og átti Guðnýju d. Þórarins sterka á Suðurhól hjá Bjarnanesi. Þau áttu nokkur börn: Þórarin, Einar‚ Guðnýju, Jón; en eigi kom ætt frá þeim.

5317

αα Þórarinn Kortsson bjó á Höskuldsstöðum, dó á Höfða‚ Sonur hans hét Magnús‚ varð niðursetningur, átti eina dóttur og dó hún ung.

5318

ββ Einar Kortsson kól á fótum.

5319

ε Sigríður Eyjólfsdóttir.

5320

ſ Brynjólfur Eyjólfsson b. á Egilsstöðum á Völlum. Hann er kallaður „frómur og ráðvandur“ í kirkjubók Vallaness, en þó lenti hann í þjófnað síðar og er sagt að hann hafi verið dæmdur „á Brimarhólm“. Hann átti Margréti 4234 Gellisdóttur, Jónssonar.

5321

iii Guðríður Brynjólfsdóttir, Sturlusonar 5284 átti Hjörleif 10147, föður Gyðríðar, k. Torfa Magnússonar á Borg í Skriðdal‚ móður Jóns Torfasonar í Fögruhlíð. Var Guðríður s. k. Hjörleifs og víst bl. Hún lifir hjá Gyðríði á Borg 1772, 76 ára‚ kölluð þar „stjúpmóðir hennar“. Hjörleifur hefur líklega verið sonur Eyjólfs Valtýssonar og Gunnhildar Þorvarðsdóttur, sem bjuggu á Gvendarnesi 1703. Er Hjörleifur sonur þeirra þá talinn 15 ára.

Þetta mun þó ekki vera‚ heldur mun Hjörleifur, faðir Gyðríðar á Borg‚ vera Hjörleifur Högnason frá Rangá‚ Rustikussonar. Sá Hjörleifur býr á Kleppjárnsstöðum 1734. Hefur Guðríður borið móðurnafn hans. (10147).

5322

bb Jón Sturluson 5283, sem bjó á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 1703, hygg ég hafi verið sonur Sturlu Brynjólfssonar frá Höskuldsstöðum. (Líkræða yfir Sturlu syni hans hefur fundizt og sannar þessa tilgátu). Hann er 2 árum yngri en Brynjólfur Sturluson á Brimnesi í sömu sveit‚ 50 ára 1703 (sjá annars 4794). Jón átti Guðrúnu 6761 Eiríksdóttur, Gissurarsonar, prests í Þingmúla‚ Gíslasonar, hún er 57 ára 1703. Þ. b. þá: Sturla 16, Sigríður 5487 23, Margrét 22, Ingibjörg 15, Þórey 14, Þorgerður 13 ára. Um þau er ekkert kunnugt, nema Sturlu. Jón hefur síðar búið á Gvendarnesi.

5323

aaa Sturla Jónsson bjó á Gvendarnesi í Stöðvarfirði, vel efnaður, bjó þar 1734 og 35, átti Ásdísi (730) Einarsdóttur. Þau eru á Þverhamri hjá tengdasyni sínum Stefáni Magnússyni 1763, hann talinn 79 ára‚ en hún 61. Sturla dó 15.7. 1772 „níræður“ en ætti að vera 85 ára‚ eftir aldri hans 1703 að dæma‚ sem eflaust er réttastur. Börn þeirra voru: Margrét, Sigríður 5402, Kristín, 5403. Ásdís var d. Einars Ólafssonar b. á Hafursá (1703, 33 ára) og f. k. hans (?). Móðir Einars hefur eflaust verið Málfríður 730 Einarsdóttir, Þorvarðssonar, Guðbjartssonar.

5324

α Margrét Sturludóttir átti Rustikus 10155 b. í Flögu í Skriðdal, Grímsson, Rustikussonar á Stórabakka, Högnasonar. Hann býr í Flögu 1734 og fram yfir 1755. Þ. b.: Halldóra, Árni 5356. Rustikus og Margrét hafa verið nýgift 1734 eða Rustikus ekki átt hana fyrr en síðar‚ sem er líklegra.

5325

αα Halldóra Rustikusdóttir (f. um 1740 eða fyr) átti Hildibrand Sigurðsson (f. um 1729), bjuggu í Gröf í Eiðaþinghá.

Móðir Hildibrands hefur eflaust verið Arndís 1013 (f. 1702) Hildibrandsdóttir frá Ketilsstöðum, Oddssonar, Ásmundssonar á Ormarsstöðum. Jón Sigfússon segir hann hafi verið ættaður úr Fljótsdal „frá Bessastöðum.“ Sigurður Sveinsson er bóndi í Víðivallagerði 1734 og enginn annar bóndi í Fljótsdal með Sigurðarnafni. Gæti hann verið faðir Hildibrands og verið maður Arndísar frá Ketilsstöðum. Þá býr Oddur Hildibrandsson frá Ketilsstöðum, bróðir hennar‚ þar í grennd‚ á Þorgerðarstöðum. Gæti Hildibrandur í Gröf verið á þennan hátt úr Fljótsdal, þótt ekki sé frá Bessastöðum, enda gat Sigurður Sveinsson síðar hafa búið á Bessastöðum.

Börn Hildibrands í Gröf og Halldóru voru: Þorbjörg, f. um 1760, dó víst barn‚ Ingibjörg f. 1761, Þuríður f. 1762, dó víst barn‚ Katrín f. um 1764, Arndís f. um 1765, Þuríður f. um 1768, Pétur f. um 1771, Rustikus f. um 1776. Hildibrandur og Halldóra eru talin 33 og 28 ára 1762 og ætti Halldóra eftir því að vera f. um 1734 eða 5. Halldóra lifir í Gröf 1816, talin 79 ára.

5326

ααα Ingibjörg Hildibrandsdóttir.

5327

βββ Katrín Hildibrandsdóttir átti 1791 Rafn 13063 Benediktsson frá Hleinargarði. Hann lifði skamma stund. Þ. einb.: Rafn‚ f. 1792. Árið 1795 átti hún barn‚ við Sigfúsi 708 Guðmundssyni frá Fossgerði, hét það Valgerður, og dó víst ung. Síðar átti Katrín Sigfús. Þ. b. nr. 708.

5328

+ Rafn Rafnsson b. í Gilsárvallahjáleigu, vænn maður‚ en ófríður mjög‚ átti Ólöfu 5345 Pétursdóttur frá Gilsárteigi, systkinabarn sitt; voru þau fátæk en mjög góðgerðasöm. Þ. b.: Halldór, Jón‚ ókv., bl.?, Jón annar‚ Sigfús‚ Guðríður, Kristín, Anna‚ þær lifðu allar óg., bl. Rafn dó í Hofi í Fellum 1873, 85 ára.

5329

++ Halldór Rafnsson bjó um tíma á Hreimsstöðum, átti Guðnýju 2173 Magnúsdóttur, Gíslasonar á Langhúsum, bl.

5330

++ Jón Rafnsson bjó á Hofi í Fellum‚ átti Guðfinnu 3158 Björnsdóttur frá Þrándarstöðum. Þ. b.: Björn‚ Gunnar.

5331

+++ Björn Jónsson b. á Hofi í Fellum‚ átti Ingibjörgu 2978 Árnadóttur frá Finnsstöðum. Þ. b.: Árni‚ Guðfinna (þau tvíburar), Jón. Sum dóu ung.

° Árni Björnsson.

° Guðfinna Björnsdóttir átti Tómas 1807 Wensberg á Straumi, bl.

5332

+++ Gunnar Jónsson bjó á Hofi‚ móti bróður sínum‚ alla stund. Höfðu þeir félagsbú og þótti fara merkilega vel. Hann átti Steinunni 2979 Árnadóttur frá Finnsstöðum. Hann fór til Reykjavíkur sumarið 1919 að leita sér lækningar; varð það árangurslaust, fór hann þá heim‚ en dó á Reyðarfirði á leiðinni. Þ. b.: Guðfinna, Jón‚ Björn‚ Sigurveig, dó litlu eftir fermingu.

5333

++ Sigfús Rafnsson b. í Gilsárteigshjáleigu, átti Sigurborgu 2995, laundóttur Gísla í Hlaupandagerði Péturssonar.

5334

ggg Arndís Hildibrandsdóttir var í Geitavík hjá Þorbjörgu systur sinni og Rustikus Jónssyni 1790.

5335

đđđ Þorbjörg Hildibrandsdóttir átti 1786 Rustikus 10839 Jónsson frá Neshjáleigu, bjuggu fyrst í Geitavík, 1790, síðan á Eyvindará. Þ. einb.: Jón. Rustikus var holdsveikur og blindur.

5336

+ Jón Rustikusson b. á Eyvindará, átti Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þ. b.: Þorbergur, Snjólfur, Pétur‚ allir ókv., bl., Ingibjörg.

5337

++ Ingibjörg Jónsdóttir, óg., átti fyrst barn við Eiríki Eiríkssyni á Sörlastöðum og Dölum í Mjóafirði, hét Rebekka, og síðar annað við Valtý Magnússyni, hét Anna Jónína.

5338

+++ Rebekka Eiríksdóttir átti Ólaf í Seyðisfirði.

5339

+++ Anna Jónína Valtýsdóttir.

5340

εεε Þuríður Hildibrandsdóttir.

5341

ſſſ Pétur Hildibrandsson (f. um 1771) bjó í Gilsárteigi góðu búi og var hreppstjóri, hraustmenni, en þótti ekki góðmenni‚ kvennamaður. Hann átti Kristínu 5357 Árnadóttur, systkinabarn sitt‚ og þótti hún bezta kona. Þ. b.: Halldóra, Ólöf‚ Guðfinna. Laundóttir hans hét Þórunn‚ f. í Firði í Seyðisfirði um 1811 og hét Hólmfríður móðir hennar. Jón hét og launsonur hans. Fleiri börn átti hann fram hjá konu sinni‚ en kannaðist eigi við fleiri en Þórunni og Jón. Ingibjörgu átti hann við Málfríði 10990 Árnadóttur frá Krossi. Áður en Pétur kom í Gilsárteig, hafði hann verið hér og þar‚ á Ljótsstöðum í Vopnafirði, Gröf um 1800, á Brimnesi í Seyðisfirði um 1806 og Bárðarstöðum um 1810.

5342

+ Halldóra Pétursdóttir átti Jón 13671 b. í Gilsárteigi, Einarsson á Hjartarstöðum. Þ. b.: Guðrún‚ Þóranna.

5343

++ Guðrún Jónsdóttir átti Jón 4421 b. á Brennistöðum, Magnússon.

5344

++ Þóranna Jónsdóttir átti Árna 4427 b. á Brennistöðum‚ Magnússon, bróður Jóns.

5345

+ Ólöf Pétursdóttir átti Rafn 5328 Rafnsson í Gilsárteigshjáleigu, frænda sinn.

5346

+ Guðfinna Pétursdóttir átti Ögmund 4462 í Finnsstaðaseli Hinriksson, bl.

5347

+ Þórunn Pétursdóttir átti Árna 5384 b. á Skálanesi í Seyðisfirði, Sigurðsson, frænda sinn. Laundóttur átti hún áður‚ er Guðrún hét‚ Jónsdóttir f. í Eiðasókn um 1832.

5348

++ Guðrún Jónsdóttir.

5349

+ Jón Pétursson, ókv., var aumingjamenni. Kennt var honum barn‚ er Ingibjörg hét‚ en almennt var hún talin dóttir Péturs‚ föður hans.

5350

++ Ingibjörg Jónsdóttir giftist upp í Jökulsdalsheiði.

5351

zzz Rustikus Hildibrandsson bjó í Gröf‚ átti Ingiríði 9542 Guðmundsdóttur frá Heykollsstöðum. Þ. b.: Hildibrandur, Pétur‚ Oddný‚ Halldóra, dó óg., bl.

5352

+ Hildibrandur Rustikusson dó innan við tvítugt. Þótti föður hans fyrir honum. Fór sr. Pétur á Eiðum eitthvað að hughreysta hann og benda á, að honum liði nú miklu betur en honum hefði getað liðið hér. Þá sagði Rustikus: „Ég segi yður það satt‚ séra Pétur. Brandur átti fullgott í Gröf.“

5353

+ Pétur Rustikusson bjó í Gröf og varð eigi gamall‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur f. í Presthólasókn um 1799; hét móðir hennar Þuríður Bjarnadóttir. Þ. b.: Þorbjörg, Rustikus, ókv., bl., Guðný‚ óg., bl.

5354

++ Þorbjörg Pétursdóttir átti Pétur 3006 b. á Hreimsstöðum‚ Gíslason. Áttu eitt barn‚ sem dó.

5355

+ Oddný Rustikusdóttir átti Guðbrand frá Mývatni. Hún dó að fyrsta barni.

5356

ββ Árni Rustikusson 5324 (f. um 1742) er vinnumaður hjá Pétri Einarssyni í Hleinargarði 1762, bjó síðar á Hrjóti‚ Fljótsbakka og Tókastöðum, átti I Guðrúnu 10017b Einarsdóttur frá Ásgeirsstöðum (og víðar) Jónssonar og Ólafar Ívarsdóttur. Þ .b.: Kristín, Lísibet. Árni 4418 Jónsson pamfíls komst upp á milli þeirra Árna og Guðrúnar og skildu þau‚ en Árni Jónsson átti hana síðar. Árni Rustikusson átti II 1787 Ingibjörgu 10052 Björnsdóttur frá Snjóholti Ögmundssonar. Þ. b.: Árni‚ Sigríður, Margrét‚ Helga.

5357

ααα Kristín Árnadóttir átti Pétur 5341 Hildibrandsson, frænda sinn.

5358

βββ Lísibet Árnadóttir ólst upp hjá Einari og Ólöfu, móðurforeldrum sínum‚ átti Brynjólf 3347 Jónsson prests Brynjólfssonar.

5359

ggg Árni Árnason (f. um 1787) bjó á Sævarenda í Loðmundarfirði, átti Þuríði 13644 Hallsdóttur frá Eyjólfsstöðum, Andréssonar. Þ. b.: Sigríður, Arnfríður, dó ung‚ Ingibjörg, Ragnhildur‚ dó ung‚ Vilborg, Þuríður, Björn‚ Þorsteinn, Grímur‚ dó 19 ára‚ efnilegur maður.

5360

+ Sigríður Árnadóttir átti Pétur 250 b. á Ánastöðum á Útsveit Þorláksson, bjuggu snotru búi. Þau fengust við garðrækt, meira en almennt gerðist. Var umgengni öll snyrtileg hjá þeim. En ekki þótti hún vel ráðvönd. Þ. b.: Guðrún‚ Anna‚ Vilborg, Ágústa‚ Málfríður, Petrónella, Stefanía, dó ung‚ Hallgrímur, Haraldur, Einar‚ Helgi‚ Am.

5361

++ Guðrún Pétursdóttir átti Jóhann 7448 b. á Seljamýri Sveinsson.

5362

++ Anna Pétursdóttir átti fyrst barn við Þórði 4019 Benediktssyni í Dalhúsum, giftist svo Eiríki 12552 Guðmundssyni frá Hafrafelli.

5363

++ Vilborg Pétursdóttir lærði ljósmóðurstörf, giftist í Eyjafirði Jóni Jónssyni, bróðursyni Margrétar k. Einars prests í Saurbæ. Þau bjuggu í Hrísum og Æsustöðum í Eyjafirði. Þ. b.: Hólmfríður, k. Sigmundar úrsmiðs Sigurðssonar á Akureyri og Jónína‚ k. Pálma Jónssonar trésmiðs í Reykjavík, úr Eyjafirði.

5364

++ Málfríður Pétursdóttir átti barn við Jóhanni Sveinssyni á Seljamýrí, fór síðan með það til Am.

5365

++ Ágústa Pétursdóttir, Am.

5366

++ Petrónella Pétursdóttir fór norður‚ átti Gunnar b. á Rúgsstöðum og Torfum í Eyjafirði, Pálsson. Þ. b.: Pétur í Sigtúnum í Eyjafirði, Gunnlaugur, Jóhann b. í Möðruvallaplássi, Ágústína ljósmóðir, k. Tryggva Jónss. á Svertingsstöðum í Eyjafirði‚ Kristín og Sigríður, báðar giftar á Fáskrúðsfirði.

5367

++ Hallgrímur Pétursson b. á Ásgeirsstöðum, átti Aðalbjörgu 27 Sveinsdóttur frá Kóreksstöðum, bl.

5368

++ Haraldur Pétursson bjó á Ánastöðum um tíma‚ ókv., og var hreppstjóri, fór svo til Am., og átti Björgu 1933 Magnúsdóttur frá Mjóanesi.

5369

++ Einar Pétursson græddi nokkurt fé‚ keypti Ásbrandsstaði í Vopnafirði, en drukknaði þar í Hofsá‚ ókv., bl.

5370

+ Ingibjörg Árnadóttir átti Jón Espólín Hákonarson prests á Kolfreyjustað Espólíns. Þ. s.: Jón‚ dó ungur.

5371

+ Vilborg Árnadóttir átti Brynjólf b. í Bjarnarstaðahlíð í Skagafirði Brynjólfsson, bróður Guðmundar verzlunarstjóra í Siglufirði. Þ. b.: Ingibjörg, Guðríður, Margrét.

5372

++ Ingibjörg Brynjólfsdóttir (Þuríður Ingibjörg) átti Björn b. á Hafgrímsstöðum í Tungusveit Björnsson á Syðsta Vatni Björnssonar á Valabjörgum. Þ. b.: Brynjólfur Egill‚ Lára Halldóra.

5373

++ Guðríður Brynjólfsdóttir átti Einar b. á Hrísum í Eyjafirði Sigfússon, Einarssonar, prests í Saurbæ Thorlacius. Þ. b.: Rósa‚ Aldís.

5374

++ Margrét Brynjólfsdóttir átti Gísla b. í Svartárdal fremri‚ Sveinsson í Gilkoti, Ásmundssonar á Írafelli. Þ. b.: Brynjólfur.

5375

+ Þuríður Árnadóttir átti Magnús 5607 b. á Kálfshól og víðar‚ Jónsson. Þ. b.: Sigurveig, Þórunn‚ Jón‚ Gunnlaugur. Áður átti hún barn‚ við Gísla 3064 á Dalhúsum Nikulássyni, hét Rósa‚ Am.

5376

++ Sigurveig Magnúsdóttir.

5377

++ Þórunn Magnúsdóttir.

5378

++ Jón Magnússon ólst upp í Bjarnarstaðahlíð, hjá Vilborgu móðursystur sinni.

5379

++ Gunnlaugur Magnússon.

5380

+ Björn Árnason b. á Giljum‚ átti I Hildi 11151 Bessadóttur á Giljum. II Vilhelmlnu Friðriku 4569 Jónsdóttur, ekkju Páls á Háreksstöðum.

5381

+ Þorsteinn Árnason b. á Brekku í Tungu‚ myndarmaður‚ gerði öðrum fremur talsvert að vatnsveitingum, garðrækt o. fl., sem ekki var þá mikið að gert. Hann átti Guðrúnu 13026 Arngrímsdóttur frá Galtastöðum og var s. m. hennar. Þ. einb.: Helga. Síðar bjó hann með Þórunni 3055 Eyjólfsdóttur frá Fossgerði og átti með henni 2 börn. Hún fór með þau til Am. eftir dauða Þorsteins. Áður en Þorsteinn kvæntist, átti hann barn‚ við Halldóru 3068 Gísladóttur frá Dalhúsum, er Grímur hét‚ sjá 3069.

5382

++ Helga Þorsteinsdóttir fór til Am., trúlofuð Ólafi 2041 Eiríkssyni, Guttormssonar.

5383

đđđ Sigríður Árnadóttir Rustikussonar átti Sigurð 12536 b. á Bæjarstæði í Seyðisfirði, er kallaður var Eiríksson, en almennt talinn sonur Einars í Mýrnesi, Jónssonar prests á Hjaltastað‚ Oddssonar. Þ. b.: Árni‚ Helga.

5384

+ Árni Sigurðsson b. á Skálanesi, talinn 32 ára 1845, átti Þórunni 5347 Pétursdóttur frá Gilsárteigi, Hildibrandssonar. Áður átti hann launson, er Árni hét‚ f. í Seyðisfirði um 1801; hét móðir hans Málfríður. Þ. b.: Sigríður, Petrún‚ Guðrún.

5385

++ Árni Árnason, laungetinn, b. á Eldleysu í Mjóafirði‚ átti Ingibjörgu 3438 Ögmundsdóttur frá Austdal. Þ. b.: Sólrún‚ Björg‚ Sæbjörn, Árni‚ Kristín.

5386

+++ Sólrún Árnadóttir.

5387

+++ Björg Árnadóttir átti Björn b. á Krossi í Mjóafirði‚ úr Skagafirði.

5390

++ Sigríður Árnadóttir, Sigurðssonar átti Sigurð b. á Sörlastöðum og í Dalakálki Eiríksson b. á Sörlastöðum. Þ. b.: Árni‚ Þórunn.

5391

+++ Árni Sigurðsson var á Búðareyri.

5392

++ Petrún Árnadóttir átti Sveinbjörn 7569 Guttormsson‚ Skúlasonar.

5393

++ Guðrún Árnadóttir átti I Sigurð Eiríksson, er áður átti Sigríði systur hennar. Þ. b. ein stúlka‚ fór til Am; II Björn Geirmundsson í Dalakálki, fóru til Am.

5394

+ Helga Sigurðardóttir átti Svein 3420 b. á Bæjarstæði Sæbjörnsson. Þ. b.: sjá 3420.

5395

εεε Margrét Árnadóttir Rustikussonar átti Gísla 3064 á Dalhúsum Nikulásson. Þ. b.: 3065 o. s. frv.

5396

ſſſ Helga Árnadóttir Rustikussonar, átti Auðun 11289 Eiríksson frá Gilsárteigi. Þau bjuggu síðast á Oddsstöðum í Skógum. Þ. b.: Bjarni‚ Árni‚ Eiríkur.

5397

+ Bjarni Auðunsson b. á Freyshólum átti Guðrúnu 13421 Jónsdóttur frá Brekku og Margrétar Hjálmarsdóttur. Víst í Am. Guðrún dó hér.

5398

+ Árni Auðunsson bjó á Úlfsstöðum á Völlum‚ dágóður bóndi‚ átti Kristínu 3031 Nikulásdóttur frá Arnkelsgerði.

5399

+ Eiríkur Auðunsson b. í Gíslastaðagerði, átti Önnu Margréti 3937 Þórðardóttur b. í Gíslastaðagerði, Eyjólfssonar. Þ. b.: Margrét, Helgi.

5400

++ Margrét Eiríksdóttir átti Jón 9291 b. í Eyjaseli Eiríksson. Þ. b. eitt‚ dó ungt

5402

β Sigríður Sturludóttir frá Gvendarnesi (5323) átti Þórð 6243 b. á Skjöldólfsstöðum Hjörleifsson, prófasts á Valþjófsstað, Þórðarsonar, bl.

5403

g Kristín Sturludóttir frá Gvendarnesi 5323 átti Stefán 9083 Magnússon prests á Hallormsstað Guðmundssonar. Þau bjuggu á Þverhamri í Breiðdal. Þ. b.: Þóra f. 1760, Anna f. 1762, Magnús f. 1765, víst ókv., bl., Sturla‚ Bjarni f. 1768.

5404

αα Þóra Stefánsdóttir átti Þórð 8896 b. á Ósi Gíslason prests í Heydölum.

5405

ββ Anna Stefánsdóttir átti Jón 7977 b. í Snæhvammi Björnsson á Flugustöðum. Þ. einb.: Anna.

5406

ααα Anna Jónsdóttir átti Guðmund 3976 b. í Tóarseli Þórðarson. Þ. b. 13. Upp komust: Guðbjörg, Anna‚ Þórður‚ Jóhanna‚ Jón.

5407

+ Guðbjörg Guðmundsdóttir dó áður en hún giftist,en átti barn við Jóhannesi 13303 syni Jóns blinda‚ er Stefán hét.

5408

++ Stefán Jóhannesson bjó síðast í Jórvík í Breiðdal,átti I Mensaldrínu 473 Þorsteinsdóttur frá Dísastaðaseli. Þ. b.: Aðalbjörg, Stefanía, Guðmundur, Gísli‚ Elísabet, Anna. Eftir að konan dó‚ átti Stefán barn við Halldóru Jónsdóttur, hét Mensaldrína; II Bergþóru Jónsdóttur og Guðlaugar Jónsdóttur frá Stapa í Nesjum‚ bl. Stefán dó 1926.

5409

+++ Aðalbjörg Stefánsdóttir átti Magnús 3571 b. á Brekkuborg Gunnarsson b. á Skriðustekk, Jónssonar pósts Gíslasonar úr Þingeyjarsýslu og Emilíu Oddsdóttur frá Heydölum.

5410

+++ Stefanía Stefánsdóttir átti Björn símritara á Seyðisfirði, Ólafsson.

5411

+++ Guðmundur Stefánsson var húsgagnasmiður í Reykjavík, [átti Ingibjörgu Árnadóttur, Helgasonar frá Vogi‚ Helgasonar. Þ. b.: Hendrik, Stefán Guðmundur dó 1931.]

5412

+++ Gísli Stefánsson var vinnumaður á Gilsárstekk 1913, átti 1916 Jóhönnu Jónsdóttur b. á Ytri Kleif.

5413

+++ Elísabet Stefánsdóttir átti Lúðvík 12332 Kemp b. á Hafragill í Laxáral í Skagafirði Stefánsson b. á Ásunnarstöðum Árnasonar Friðrikssonar Hinrikssonar á Hafursá.

5414

+++ Anna Stefánsdóttir átti Sigurjón 3067 b. á Bakkagerði í Reyðarfirði, Gíslason í Bakkagerði, Nikulássonar.

5415

+++ Mensaldrína Stefánsdóttir, óg., bl.

5416

+ Anna Guðmundsdóttir átti Daníel 5866 b. í Tóarseli Sigurðsson og var seinni kona hans. Þ. einb.: Guðbjörg, Am.

5417

+ Þórður Guðmundsson b. í Tóarseli, átti Guðnýju Erlendsdóttur frá Þorvaldsstöðum Erlendssonar. Þ. b.: Anna Þórey‚ Guðmundur.

5418

++ Anna Þórey Þórðardóttir átti Einar b. í Tóarseli Jósefsson úr Reykjadal, Jósafatssonar, Þórðarsonar (?) og Signýjar Einardóttur úr Reykjadal eða frá Mývatni. Þ. einb.: Guðmundur.

5419

+++ Guðmundur Einarsson.

5420

++ Guðmundur Þórðarson b. í Tóarseli, átti Björgu 2312 Guðmundsdóttur frá Geitdal, Am.

5421

+ Jóhanna Guðmundsdóttir átti Guðmund 1202 b. í Dísastaðaseli Marteinsson.

5422

+ Jón Guðmundsson b. í Tóarseli, átti Sigurbjörgu Jónsdóttur, sunnl. Þ. b.: Guðrún‚ Þorbjörg, Guðlaug.

5423

gg Sturla Stefánsson frá Þverhamri bjó á Ekkjufelli, varð geðveikur, átti Sigríði 2437 Þorvarðsdóttur fráBrekkugerði.

5424

đđ Bjarni Stefánsson bjó á Þverhamri, efnaður vel‚ en þótti aðsjáll og harðdrægur nokkuð‚ átti Þórdísi 6109 Höskuldsdóttur b. á Þverhamri, Gíslasonar. Þ. b. 1816: Ingibjörg 17 óg., bl., Kristín 16, Una 11, óg., bl., Stefán 10, Jón 9 ára og enn Höskuldur f. 1816 og Bjarni f. um 1820. Bjarna var lítið um að hýsa ferðamenn og sagði þá oft‚ þegar þeir beiddu gistingar: „Þið hafið dag að Snæhvammi.“ Það var næsti bær‚ og bjuggu þar fátæk hjón‚ en góðgerðasöm.

5425

ααα Kristín Bjarnadóttir átti Einar 6613 b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði Guðmundsson á Dísastöðum, Árnasonar.

5426

βββ Stefán Bjarnason bjó í Snæhvammi, átti Þórunni Eyjólfsdóttur „gartners,“ f. í Reyðarfirði um 1799. 1801 er fædd á Stuðlum í Reyðarfirði Þórunn laundóttir Eyjólfs b. á Stuðlum og Þórunnar Sigurðardóttur, vinnukonu. Er niðursetningur á Sléttu 1816. Gæti verið þessi Þórunn þótt hún sé talin 46 ára í Snæhvammi 1845 (f. í Hólmasókn). Þ. b.: Jón‚ Sigurborg, Guðrún‚ Una‚ Guðný. Stefán er dáinn (hvarf) nokkru fyrir 1845 og er þá Þórunn gift aftur Stefáni 8897 Þórðarsyni, er þá býr í Snæhvammi‚ og var seinni kona hans. Launsonur Stefáns Bjarnasonar hét Jónas‚ f. um 1840.

+ Jónas Stefánsson bjó á Breiðavíkurstekk, átti Málfríði Guðmundsdóttur b. á, Helgustöðum. Þ. b.: Lars‚ Einar.

++ Lars Jónasson átti I Guðrúnu 1451 Halldórsdóttur. Voru 17 daga í hjónabandi. Þ. einb.: Jónas; II Ólöfu Stefánsdóttur frá Sómastöðum, búa á Breiðavíkurstekk 1922.

++ Einar Jónasson skraddari á Breiðuvíkurstekk, átti Sveinbjörgu 1451 Halldórsdóttur, Ólafssonar.

5427

+ Jón Stefánsson b. í Snæhvammi, átti Guðrúnu 12926 Vigfúsdóttur, Magnússonar, Stefánssonar í Sandfelli. Þ. einb.: Þórunn.

5428

++ Þórunn Jónsdóttir átti Eyjólf 5642 Eyjólfsson frá Ormsstöðum, Eyjólfssonar. Þ. b.: Jónína‚ Guðrún.

5429

+ Sigurborg Stefánsdóttir átti Brynjólf 6033 Björgúlfsson á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal.

5430

+ Guðrún Stefánsdóttir átti Ólaf 12931 b. á Kömbum Vigfússon, Magnússonar, Stefánssonar í Litla Sandfelli. Þ. b.: Þórunn‚ Stefán‚ Halldór, Guðni‚ Guðbrandur, Jóhanna, óg., bl., Solveig.

5431

++ Guðni Ólafsson b. á Randversstöðum, Dísastöðum og Fremri Kleif‚ átti Ólöfu Guðmundsdóttur, Egilssonar. Guðmundur Egilsson er vinnum. á Urðarteigi 1845, 18 ára (f. í Berunessókn um 1827). Er á Kömbum 1891, 63 ára‚ faðir Guðjóns 2404. Þ. b.: Guðmundur, Ólafur‚ Jón‚ Björgólfur, Halldór, Marteinn Lúter‚ Guðjón‚ dó innan við tvítugt, Sveinn‚ Guðrún.

5432

+++ Guðmundur Guðnason b. á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, átti Júlíönu Þorvarðsdóttur b. á Streiti.

5433

+++ Ólafur Guðnason b. í „Give“ á Jótlandi, átti danska konu. Múrsteypumaður.

5434

+++ Jón Guðnason b. í Snæhvammi og á Skriðustekk‚ smiður góður‚ átti Maríu Jónsdóttur og Unu Árnadóttur.

+++ Halldór Guðnason, myndarmaður, er hjá Jóni 1922.

+++ Björgólfur Guðnason er barnakennari í Breiðdal 1922.

+++ Marteinn Lúter Guðnason lærði tungumál talsvert, gáfumaður.

+++ Sveinn Guðnason fór til Ólafs bróður síns‚ lærði myndasmíði.

5436

+++ Guðrún Guðnadóttir átti Sigurjón Þorvarðsson frá Streiti, búa á Karlsstöðum í Vaðlavík.

5437

++ Guðbrandur Ólafsson b. á Randversstöðum, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur, systur Ólafar k. Guðna. Þ .b.: Guðrún‚ Guðný‚ Þóra‚ Hólmfríður, Ragnheiður, Sveinn‚ Guðmundur, Ólafur.

5438

++ Stefán Ólafsson b. í Núpshjáleigu, átti Elínu 5471 Jónsdóttur frá Hvalnesi. Þ. b.: Guðný‚ Sigríður, Þórey‚ Guðrún‚ Jón‚ Höskuldur, Pétur.

5439

++ Halldór Ólafsson b. í Hólagerði í Fáskrúðsfirði, átti Önnu 1451 Sveinsdóttur frá Hólakoti í Mjóafirði. Þ. b.: Hálfdán, Guðmundur og fl. sjá 1451.

5440

++ Þórunn Ólafsdóttir var s. k. Brynjólfs 6033 á Skjöldólfsstöðum Björgólfssonar.

5441

++ Solveig Ólafsdóttir dó óg., en átti barn‚ við Jóni 8900 og 12927 b. í Snæhvammi Þórðarsyni; hét Sigurjón, lærði‚ fór í menntaskóla 1920 (?).

5442

+ Una Stefánsdóttir frá Snæhvammi, átti Sigurð b. í Snæhvammi Árnason á Heyklifi. Þ. b.: Jón‚ Ólafur‚ Þórunn‚ Jóhanna, Rebekka, Guðlaug.

5443

++ Jón Sigurðsson var á Eskifirði, átti Björgu.

5444

++ Ólafur Sigurðsson var á Eskifirði, átti Jórunni, bl. Hann átti eina dóttur.

5445

++ Þórunn Sigurðardóttir átti Einar 1927 b. í Haugum Halldórsson.

5446

++ Jóhanna Sigurðardóttir.

5449

+ Guðný Stefánsdóttir frá Snæhvammi átti Ólaf 6024 b. Nikulásson á Einarsstöðum í Stöðvarfirði, bl.

5450

ggg Jón Bjarnason frá Þverhamri 5424 b. á Þverhamri, átti I Vilborgu 7704 Björnsdóttur (f. í Kirkjubæjarsókn um 1803). Þ. b.: Margrét, Björn‚ Bjarni‚ Þórdís‚ óg., bl., Kristín; II Guðrúnu 5630 Jónsdóttur, bl.

5451

+ Margrét Jónsdóttir átti Þórarin 5666 b. í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði Þórðarson,

5452

+ Björn Jónsson b. í Bakkagerði í Stöðvarfirði, átti Lukku 8898 Stefánsdóttur frá Snæhvammi Þórðarsonar. Þau voru fátæk. Þ. b.: Stefán‚ Vilborg, Bjarni‚ Jón‚ ókv., bl., Brynjólfur‚ Þórarinn, Anna‚ Guðlaug, Guðbjörg.

5453

++ Stefán Björnsson b. á Grund í Stöðvarfirði, átti Jóhönnu 5267 Þorvarðsdóttur frá Núpi. Þ. b.: Þorbjörn, Þorsteinn og 3 stúlkur, ein var Arnleif k. Guðjóns 5583 Ólafssonar, Erlendssonar.

5454

++ Bjarni Björnsson átti Stefaníu Björnsdóttur úr Stöðvarfirði. Þ. b.: Margrét, Björn‚ Þórarinn, Björg‚ Guðlaug.

5455

++ Brynjólfur Björnsson, kvæntur í Norðfirði.

5456

++ Vilborg Björnsdóttir.

5457

+ Bjarni Jónsson átti Margréti 6115 Jónsdóttur frá Streiti Jónssonar. Þ. b.: Jón.

5458

++ Jón Bjarnason b. á Steinaborg á Berufjarðarströnd átti Antoníu Stefánsdóttur frá Þiljuvöllum, Jónssonar. Þ. b.: Stefán‚ Bjartmar, Kristborg, Þóra‚ Sigríður, Þórey.

5459

+++ Stefán Jónsson sjómaður í Fáskrúðsfirði 1926, átti Herdísi Ólafsdóttur á Skála á Berufjarðarströnd, Björnssonar.

5460

+ Kristín Jónsdóttir átti Björgólf 8904 b. í Snæhvammi og á Kömbum Stefánsson. Þ. b.: Sveinn‚ Jón‚ Brynjólfur, Sigurður‚ Björg‚ Vilborg.

5461

++ Sveinn Björgólfsson b. á Bæjarstöðum í Stöðvarfirði‚ átti Svanhvíti 10077 Pétursdóttur á Lindarbakka í Borgarfirði‚ Jónssonar.

5462

++ Jón Björgólfsson átti 1915 Guðnýju Jónasdóttur frá Dísastöðum, Erlendssonar.

5463

++ Brynjólfur Björgólfsson var trésmiður á Seyðisfirði‚ átti Valgerði, sunnl.

5464

++ Sigurður Björgólfsson þbm. á Búðum í Fáskrúðsfirði‚ átti Svöfu Hansdóttur af Akureyri.

5465

++ Björg Björgólfsdóttir átti Jón Jónsson úr Nesjum.

5466

++ Vilborg Björgólfsdóttir átti Stefán þbm. á Búðum í Fáskrúðsfirði Einarsson b. á Hafranesi.

5467

đđđ Höskuldur Bjarnason 5424 b. á Þverhamri, átti Sigríði 5622 Jónsdóttur frá Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugssonar. Þ. b. 12: Þórdís‚ Steinunn, óg., bl., Erlendur, Guðný‚ Stefán‚ Margrét.

5468

+ Þórdís Höskuldsdóttir átti Jón 484 Erlendsson b. á Hvalnesi og Þverhamri. Þ. b.: Höskuldur, Elín‚ Sigríður.

5469

++ Höskuldur Jónsson b. á Streiti átti Rannveigu Pétursdóttur úr Skaftafellssýslu. Þ. b.: Björg‚ Ragnar‚ dó ungur.

5470

+++ Björg Höskuldsdóttir átti Guðmund 2315 á Streiti Pétursson, Guðmundssonar í Geitdal.

5471

++ Elín Jónsdóttir átti Stefán 5438 Ólafsson í Núpshjáleigu.

5472

++ Sigríður Jónsdóttir átti barn við Guðmundi „ralla“ Bjarnasyni.

5473

+ Erlendur Höskuldsson b. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði og Löndum‚ átti Guðlaugu 8903 Stefánsdóttur frá Snæhvammi Þórðarsonar, Am.

5474

+ Guðný Höskuldsdóttir átti Sigurð „hjá Teigarhorni“ Friðriksson b. á Borgargerði, Rasmussonar úr Norðurlandi og Gróu Sigurðardóttur frá Búlandsnesi. Þ. b.: Höskuldur, Jóhann‚ María.

5475

++ Höskuldur Sigurðsson þurrabúðarmaður á Djúpavogi‚ átti Þórdísi 5480 Stefánsdóttur systkinabarn sitt.

5476

++ Jóhann Sigurðsson bjó á Grund við Djúpavog átti Þórunni Sigurðardóttur úr Álftafirði.

5477

++ María Sigurðardóttir átti Magnús Guðmundsson frá Hafnarnesi. Þ. b.: Margrét, Jóhanna, Sigurlaug, Björg.

5478

+ Stefán Höskuldsson b. á Þverhamri átti I Gyðríði Oddsdóttur frá Steinaborg. Þ. einb.: Sigríður, dó uppkomin, óg., bl.; II Ragnheiði d. Ara á Geithellum og Unu einkadóttur Jóns á Geithellum Einarssonar. Þ. b.: Jóhanna, Þórdís‚ Ari‚ Björgólfur‚ Kristján.

5479

++ Jóhanna Stefánsdóttir ljósmóðir, átti Höskuld hreppstjóra á Krossi á Berufjarðarströnd, síðar á Norðfirði, Gíslason, Sigmundssonar úr Skaftafellssýslu. Þ. b.: Ólína (3571), Stefán Ragnar‚ Hlífar Pétur.

5480

++ Þórdís Stefánsdóttir átti Höskuld 5475 Sigurðsson þbm. á Djúpavogi.

5481

++ Ari Stefánsson bjó í Laufási í Stöðvarfirði, átti Martínu Jónsdóttur frá Gestsstöðum.

5482

++ Björgólfur Stefánsson var verzlunarmaður í Reykjavík, gáfumaður, átti Oddnýju 12333 Stefánsdóttur frá Ásunnarstöðum, Árnasonar.

5483

++ Kristján Stefánsson, ókv. 1915.

5484

+ Margrét Höskuldsdóttir (f. 17.2. 1851) átti Kristján 11671 b. á Hvalnesi og Löndum Þorsteinsson.

5485

εεε Bjarni Bjarnason frá Þverhamri 5424 átti Guðrúnu 12926 Vigfúsdóttur, Magnússonar, Stefánssonar í Sandfelli, og var 1. maður hennar. Hann lifði stutt. Þau voru í húsmennsku á Þverhamri 1845. Þ. einb.: Kristín.

5486

+ Kristín Bjarnadóttir átti Ólaf b. á Ormsstöðum í Breiðdal, Eyjólfsson.

5487

bbb Sigríður Jónsdóttir 5322 líklega dóttir Jóns Sturlusonar á Gestsstöðum, deyr á Þverhamri 1770, „ekkja‚“ talin 95 ára; en eftir því sem henni er talinn aldur 1703 (23 ár), hefði hún ekki átt að vera nema 90 ára.En líklega er hún þó systir Sturlu frá Gvendarnesi, sem þar er þá‚ og hefur verið í skjóli Kristínar, dóttur Sturlu‚ eða í skjóli Sturlu.

5488

c Kristín Brynjólfsdóttir frá Höskuldsstöðum 5088 átti Guðmund b. Bessason á Melrakkanesi. Hefur hann eflaust verið bróðir sr. Jóns (6864) Bessasonar, er prestur var á Sauðanesi 1630—75, en áður á Möðruvallaklaustri frá 1624, dó 1675, 78 ára‚ og var faðir sr. Bessa‚ föður sr. Kristjáns, er báðir voru prestar á Sauðanesi. Hannes Þorsteinsson hyggur Guðmund vera son Bessa Guðmundssonar, er uppi var í Skagafirði um 1600 og talinn þá ráðsmaður Guðbrands biskups. Sr. Jón Bessason átti Guðbrand fyrir son‚ heitinn eftir Guðbrandi biskupi; varð aðstoðarprestur föður síns. Guðbrandur Bessason kemur fyrir á 17. öld‚ eystra. (í Vík í Fáskrúðsfirði). Þ. b.: Narfi‚ Bessi Jón‚ Brynjólfur, Þorsteinn, Steingrímur, Ólöf. Þessi börn þeirra telur Jón á Skjöldólfsstöðum. En sonur Guðmundar var enn Hinrik (sjá 6769 og 6771) Guðmundsson á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd‚ því að hann kallar til arfs eftir Bessa sýslumann, bróður sinn‚ 1723. Bróðir Hinriks var einnig Bjarni á Karlsstöðum og hefur eftir því verið einn bróðirinn. Þetta getur þó ekki verið‚ að Bjarni hafi verið bróðir Bessa‚ enda gerði hann eða erfingjar hans enga kröfu til arfs eftir Bessa En Hinrik hefur‚ að móðurinni‚ verið hálfbróðir beggja. Margrét Bjarnadóttir átti Bjarna með Guðmundi Jónssyni, manni sínum‚ en Hinrik með Guðmundi Bessasyni, föður Bessa‚ líklega verið seinni kona hans. (Sjá 6769). En vel má vera‚ að þeir hafi ekki verið nema hálfbræður Bessa‚ og ekki synir Kristínar, því að þeir eru yngri‚ Bjarni f. um 1651 og Hinrik f. um 1657. Um aldur hinna systkinanna er ekki kunnugt allra. Jón er f. um 1633 og Bessi um 1646. Líklegast er‚ að Jón sé elztur og gæti þá Kristín verið móðir Hinriks, þótt hann sé 24 árum yngri. Ég tel þá bræður því hér‚ þó að ekki sé fullvíst um móðurina. Líklega hefir Guðmundur orðið tvíkvæntur og átt II Margréti 6771 Bjarnadóttur frá Stöð. Hannes Þorsteinsson segir að Hinrik og Bjarni hafi ekki verið sammæðra við Bessa.1)

5489

aa Narfi Guðmundsson var prestur í Möðrudal, dáinn fyrir 1703, átti Sigríði 3870 Hinriksdóttur prests í Stöð Jónssonar. Sjá um hann og afkvæmi hans 3870 o. s. frv. Sr. Narfi var undarlegur og talinn fjölkunnugur. Hefur ef til vill lært þau fræði af Galdra-Möngu, stjúpu sinni‚ er síðar var kölluð Möðrudals-Manga.

bb Bessi Guðmundsson var sýslumaður í Múlaþingi, bjó fyrst á Ási síðar á Skriðuklaustri og seinast á Ketilsstöðum á Völlum. Á Klaustri bjó hann 1703, talinn 57 ára; hefur þá misst fyrri konu sína. Hann átti I Hólmfríði Nikulásdóttur klausturhaldara á Kirkjubæ, Þormóðssonar bl. og II Jórunni 3916 Pétursdóttur Ásmundssonar, ekkju sr. Guðmundar Ormssonar á Stafafelli‚ bl. Bessi dó 1722 og átti ekki afkvæmi.

5491

cc Jón Guðmundsson bjó í Papey átti Helgu 6085 Jónsdóttur prests á Hálsi‚ Höskuldssonar. Þ. b.: Jón‚ Eiríkur, Jakob‚ Andrés‚ Kristín, Þuríður, Lukka. Jón Sigfússon segir‚ að Jón „hafi verið fátækur barnamaður og gengið út frá Papey með konu og börnum á hörðu árunum.“ Ekki veit ég um sönnur á því. Eftir manntalinu 1703 býr hann í Papey‚ 70 ára‚ og er enginn maður talinn hjá honum‚ nema Jóhann‚ sonur hans‚ sem ættatölur nefna ekki‚ og er ekki greindur aldur hans. Þar býr þá Kristín dóttir hans‚ 40 ára‚ með dóttur sína‚ Þorgerði Jónsdóttur 3 ára‚ og tökubarn Halldóru Bessadóttur 7 ára‚ 2 vinnumenn og 2 vinnukonur. Í hjáleigu þar búa h jón með eitt barn. Bendir þetta á, að Jón hafi þá verið efnalítill maður‚ eða að minnsta kosti ekki haft mikið um sig. Nú er ókunnugt um börn hans‚ nema Kristínu og Lukku.

Hannes Þorsteinsson hyggur Odd á Búlandsnesi vera son hans. Segir hann Jón (11363) Guðmundsson hafa búið á Búlandsnesi 1671, og muni það faðir Odds og sami maður sem Jón í Papey (sbr. 4108). Þetta er sennilegt, og að Oddur hafi heitið eftir Oddi biskupi í móðurætt sína (langafabróður sínum). Hann er víst nýkvæntur 1703 (38 ára) Ásdísi Þorvarðsdóttur (33), því að börn þeirra eru ekki fædd þá.

5492

aaa Jón Jónsson, líklega sá‚ sem er vinnumaður á Búlandsnesi hjá Oddi 1703, 40 ára.

Númerin 5493—5497 incl. vantar í handritið.

5498

bbb Eiríkur Jónsson.

5499

ccc Jakob Jónsson.

5500

ddd Andrés Jónsson.

5501

eee Kristín Jónsdóttir (f. um 1663) bjó í Papey 1703, 40 ára‚ líklega ekkja‚ hefur maður hennar víst heitið Jón. Dóttir hennar hét Þorgerður Jónsdóttir f. um 1700.

5502

α Þorgerður Jónsdóttir átti Sigurð 4470 Hjálmsson b. á Völlunum. Afkvæmi þeirra 4470 og fram eftir. Ekki veit ég þó með vissu‚ hvort hún átti Sigurð‚ en móðir var hún Jóns Sigurðssonar á Bessastöðum.

5503

fff Þuríður Jónsdóttir.

5504

ggg Lukka Jónsdóttir átti Ketil 512 Ólafsson b. á Hvalnesi í Lóni.

5505

hhh Jóhann Jónsson.

5506

dd Brynjólfur Guðmundsson 5488 bjó á Melrakkanesi, dáinn fyrir 1703, átti Katrínu 6237 Hjörleifsdóttur frá Geithellum. Hún er gift aftur 1703 Magnúsi Eiríkssyni þá 42 ára; þá er hún 51 árs og hafa þau því ekki átt börn. Búa þau á Geithellum og eru börn hennar og Brynjólfs þar 1703: Kristín 13, Emerenzíana 11, Guðmundur 16 ára‚ en Sigríður dóttir þeirra er gift á Þvottá 23 ára‚ og Einar var enn; hann drukknaði með Brynjólfi föður sínum.

5507

aaa Sigríður Brynjólfsdóttir var fyrsta kona Guðmundar 9071 prests Magnússonar á Þvottá og Stafafelli.

5508

bbb Guðmundur Brynjólfsson bjó á Melrakkanesi átti Solveigu Þórarinsdóttur bl. Leyfisbréf til giftingar 12.4. 1728. Þau voru að 2. og 3.

5509

ccc Kristín Brynjólfsdóttir (f. um 1690) átti Árna 10975 ríka Þórðarson á Arnheiðarstöðum.

5510

ddd Emerenzína Brynjólfsdóttir (f. um 1692) átti I Jakob 6724 prest í Kálfafellsstað Bjarnason og var s. k. hans. Þ. b.: Bjarni‚ Guðný‚ II Þorvarð 6062 Hallsson b. á Búlandsnesi.Þ. b.: Jakob‚ Guðný‚ Katrín‚ óg., bl., Kristín, óg., bl., Helga‚ óg., bl.

5511

α Bjarni Jakobsson dó erlendis.

5512

β Guðný Jakobsdóttir (f. um 1714) átti 1748 Árna (f. um 1713) Sveinsson b. á Fremri Kleif. Hún dó ekkja á Dísastöðum 1786. Þ. b.: Guðmundur f. 1749, Sigurður f. 1753, ókv., bl., Bjarni f. 1754.

5513

g Jakob Þorvarðsson b. á Búlandsnesi 1762, 39 ára‚ var skrifari góður‚ varð fásinna; átti Ólöfu 5531 (f. 1735) Steingrímsdóttur frá Borgarhöfn. Þ. b.: Benedikt, Jón‚ Guðný‚ óg., bl., Kristín.

5514

αα Benedikt Jakobsson varð prestur á Hálsi í Hamarsfirði 1786, dó 1793, 38 ára‚ átti Guðrúnu 11802 Antoníusdóttur frá Hamri‚ bl. Sr. Benedikt fékk stundum geðveikisköst.

5515

ββ Jón Jakobsson.

5516

gg Kristín Jakobsdóttir átti 3.5. 1789 Jón Árnason bónda í Papey. Þau bjuggu fyrst í Fossgerði, Karlsstöðum og Berunesi. Þeim eyddist mjög mikill auður og skildu þau 1810 að borði og sæng. Jón bjó á Berunesi, eða var þar 1812, dó þar 26.4. 1813 (50 ára), grafinn í Papey. Þ. b.: Þorvarður f. 1789, Jón f. 1791, dó víst ungur‚ Valgerður f. 1799, d. sama ár.

Jónar tveir Árnasynir voru bræður og hét Þórunn (7337) systir þeirra‚ kölluð „Hornafjarðarsól,“ segir Jón Sigfússon. En hún var Jónsdóttir f. á Horni um 1750 og hefur því aðeins verið hálfsystir þeirra. En telja má víst‚ að hún hafi verið systir þeirra‚ því að Jón eldri Árnason er afi konu Jóns Sigfússonar, svo að honum hefði átt að vera það kunnugt. En þótt hann telji Þórunni Árnadóttur gat það verið skakkt‚ og hann talið hana alsystur, þótt ekki væri nema hálfsystir. Þórunn hefur verið eldri en Jónarnir.

A Þórunn Jónsdóttir átti Pál 517 Þórðarson í Fossgerði og víðar.

B Jón Árnason eldri (f. um 1763) átti Kristínu Jakobsdóttur. En laundóttir hans hét Mensaldrína.

a Mensaldrína Jónsdóttir (f. í Papey um 1797) átti Þórð 11913 Þórðarson í Flögu í Breiðdal og Ytri Kleif. Þ. b. 13, dóu öll í æsku.

C Jón Árnason yngri (f. um 1765) átti Sigríði 11427 Steingrímsdóttur, Eiríkssonar frá Núpi‚ bjuggu á Þiljuvöllum og Breiðabólsstaðargerði í Suðursveit.

5517

ααα Þorvarður Jónsson, Árnasonar og Kristínar, (f. 16.5. 1789 í Fossgerði á Berufjarðarströnd) bjó í Papey‚ varð auðugur, átti 1812 Sesselju 11843 (f. um 1780) Bjarnadóttur frá Flögu. Þ. b.: Jónar tveir og Elín. Jakob hét launsonur Þorvarðs, f. á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd 24.8. 1812. Móðir hans hét Ingibjörg Hallsdóttir á Karlsstöðum, dóttir Halls Jónssonar og Sigurborgar Guðmundsdóttur, er bjuggu í Kambshjáleigu hjá Berufirði 1779, 61 og 48 ára.

5518

+ Jón Þorvarðsson eldri bjó í Papey‚ átti Önnu 713 Sigfúsdóttur, Guðmundssonar. Þ. einb.: Sesselja. Launsonur Jóns‚ við Sigríði 11434 Steingrímsdóttur frá Breiðabólsstöðum, hét Jón.

5519

++ Sesselja Jónsdóttir átti Eirík 3167 „járnhrygg“ Bjarnason frá Ásgeirsstöðum.

5520

++ Jón Jónsson bjó í Múla í Álftafirði, keypti svo Rannveigarstaði og bjó þar.

5521

+ Jón Þorvarðsson yngri bjó í Papey og var smiður góður‚ átti Rósu 8858 Snorradóttur prests í Heydölum Brynjólfssonar. Þ. b.: Þóra‚ Kristín, Snorri‚ Sesselja, Helga‚ Elín‚ Am.

5522

++ Þóra Jónsdóttir átti Jón 7201 Jónatansson frá Eiðum‚ Am.

5523

++ Kristín Jónsdóttir átti Jónatan 7200 Jónatansson á Eiðum‚ Am.

5524

++ Snorri Jónsson varð dýralæknir í Reykjavík.

5525

++ Sesselja Jónsdóttir átti Eðvarð 12390 Þorleifsson b. í Papey‚ Am.

5526

++ Helga Jónsdóttir segir Sigfús Sigfússon að hafi átt Jósef 7611, er búið hafi á Haugsstöðum í Vopnafirði, Am.

5527

+ Elín Þorvarðsdóttir átti Jón 715 Sigfússon á Ketilsstöðum og Eskifirði.

5528

đ Guðný Þorvarðsdóttir frá Búlandsnesi átti Berg 8416 prófast Guðmundsson í Bjarnanesi og var s. k. hans.

5529

ee Þorsteinn Guðmundsson frá Melrakkanesi 5488 var skotinn til bana í Djúpavogi af dönskum kokk. Jón Sigfússon segir‚ að hann hafi þá verið unglingsmaður, er kokkurinn á konungsskipinu á Djúpavogi skaut hann til bana; hafi það orsakast af einum sjóvettlingum. Fyrir vígið hafi konungur fengið Guðmundi föður hans jörðina Melrakkanes til eignar‚ er áður hafi verið klausturjörð. Sonur hans hét Steingrímur. Á öðrum stað segir Jón Sigfússon, að móðir Steingríms, kona Þorsteins, hafi heitið Lucia.

Þetta um Steingrím, son Þorsteins, er víst rangt. Hannes Þorsteinsson taldi svo í S-æf. IV. 851. En leiðréttir það nú‚ 1921. Hannes Porsteinsson, ritar 1921, að Steingrímur í Borgarhöfn sé f. 1704 og sé sonur Þorsteins, sem bjó á Flatey á Mýrum 1703 (27 ára) og síðar í Skálafelli Gíslasonar í Hafnarnesi (f. um 1647) Jónssonar. Hefur hann það eftir Sigurði á Hnappavöllum (ættabók rituð um 1750). Jón sá‚ segir Sigurður, var sonur Bjarna í Berunesi og Sigríðar frá Heydölum. Móðir Þorsteins, kona Gísla‚ hét Guðrún Steingrímsdóttir. Hyggur Hannes‚ að sá Steingrímur gæti verið Steingrímur 5532 frá Melrakkanesi. K. Þorsteins var Bergljót Jónsdóttir (27 ára 1703).

5530

aaa Steingrímur Þorsteinsson var í Skálholtsskóla (sjá 6718) 1720—25, flæktist í mál Bjarna Nikulássonar sýslumanns, varð svo ekki stúdent. Hann bjó síðan í Borgarhöfn í Suðursveit. Hann átti barn 1735, er Ólöf hét‚ við Valgerði Jónsdóttur, Árnasonar úr Vestur Skaftafellssýslu, hét móðir hennar Katrín Gunnarsdóttir og móðir Katrínar Guðfinna Jónsdóttir, Hinrikssonar (segir Jón Sigfússon).2) Steingrímur dó í Fossgerði á Berufjarðarströnd 23.12 1784, talinn 75 ára‚ „gerður upp á laundóttur sína Ólöfu“ Bræður Valgerðar, segir Jón Sigfússon, að hafi verið:

A Gunnar Jónsson b. á Dyrhólum, átti Ásdísi Jónsdóttur, Ólafssonar sýslumanns í Skaftafellssýslu, Einarssonar (sjá S-æf. IV 649) og

B Árni Jónsson b. á Herjólfsstöðum, var þríkvæntur og átti alls 23 eða 24 börn; þar á meðal voru: Árni‚ Björn‚ Ragnhildur, Steinvör, Kristín, Jón.

a Árni Árnason b. á Hrífunesi átti Kristínu Sigurðardóttur. Þau dóu bæði 1811. Þ. b.: Sigríðar 2, Kristín, Oddný‚ Guðrún‚ Sigurður, Árni dó 1839.

b Ragnhildur Árnadóttir átti I Alexander Jónsson í Holti. Þ. d.: Geirlaug; II Einar Bjarnason. Þ. b.: Þorbjörg, Oddný‚ Rannveig.

Valgerður Jónsdóttir átti einnig barn við Jóni Jónssyni. Hann var sonur Jóns og Höllu‚ er bjuggu á Suðurlandi eða Suðurnesjum og áttu 8 börn. Jón sá fórst í snjóflóði; ætlaði að standa af sér flóðið og setti staf sinn fyrir sig‚ en stafurinn rakst í gegnum hann. Halla og börnin komust síðan í fátækt‚ og varð hún hálfgeðveik. Jón yngri var til sjóróðra á Suðurnesjum og græddist fé við það; varð síðar umsjónarmaður Kirkjubæjar- og Þykkvabæjarklausturs, átti Sesselju d. sr. Páls í Goðdölum. hún varð þegar brjáluð. Síðar fékk Jón konungsjarðir eystra til umsjónar‚ — Papeyjarumboð, og flutti í Papey og varð þar auðugur; hann varð bráðkvaddur hjá túninu þar í eyjunni, rúmlega fertugur. Sonur hans og Valgerðar hét Mensalder Raben f. um 1736. Síðar átti Valgerður Ásgrím bróður sr. Rafnkels á Stafafelli, son Bjarna á Geirlandi Eiríkssonar í Holti á Síðu Jónssonar í Holti‚ Sighvatssonar, Jónssonar, Þorvarðarsonar. (Jón Þorvarðsson átti Gróu laundóttur Sæmundar Eiríkssonar í Ási og 15 börn skilgetin‚ en 15 óskilgetin; segja sumir‚ að af honum hafi orsakast Stóridómur. Sæmundur í Ási var sonur Eiríks í Ási‚ Bjarnasonar, Sumarliðasonar, Eiríkssonar, Sumarliðasonar (á 14. öld) og Emerenziönu Þorleifsdóttur. — — Sonur Ásgríms og Valgerðar var Þorlákur. Ásgrímur bjó í Papey. Börn Valgerðar eru þá:

A Mensalder Raben Jónsson bjó í Papey (1762 26 ára) varð stórríkur, keypti Papey og fleiri jarðir‚ kvæntist ekki og dó barnlaus. Þaðan fékk því Kristín Jakobsdóttir, systurdóttir hans‚ (5516) mikinn arf. Var lengi nafnkunnur „Papeyjarauður,“ sem hófst með Jóni Jónssyni, föður Mensalders Rabens.

5531

a B Ólöf Steingrímsdóttir átti Jakob 5513 Þorvarðsson á Búlandsnesi. (Ólöf hefur verið elzt af börnum Valgerðar, f. um 1734, því að 1762 er hún talin 28 ára‚ en Mensalder 26 ára).

C Þorlákur Ásgrímsson átti Sigríði 11817 Eiríksdóttur frá Hoffelli Jónssonar prests á Bjarnanesi Eiríkssonar.

5532

ff Steingrímur Guðmundsson frá Melrakkanesi 5488 bjó í Hornafirði og varð þar á skiptapa (Jón á Skjöldólfsstöðum). Hannes Þorsteinsson hyggur líklegt, að Steingrímur þessi hafi verið með elztu börnum Guðmundar og sé faðir Guðrúnar móður Þorsteins föður Steingríms í Borgarhöfn 5530 og 6715.

5533

gg Ólöf Guðmundsdóttir átti sr. Þorlák 5792 Eiríksson, er prestur var á Þvottá 1666—1695, dó 1707, bl.

Synir Guðmundar Bessasonar á Melrakkanesi voru enn Bjarni 5534 (Bjarni hefur þó ekki verið sonur Guðmundar Bessasonar, (sjá 6769 og 6771) og Hinrik 5780 (sjá 5488), en eftir sögn Hannesar Þorsteinssonar, ekki sammæðra við hin börn Guðmundar, er nú hafa verið talin‚ þó að þeir geti verið það aldurs vegna‚ eins og bent er á við 5488. En til styrkingar því‚ að þeir hafi ekki verið sammæðra við hin systkinin (auk þess sem Jón á Skjöldólfsstöðum telur þá ekki meðal barna Kristínar Brynjólfsdóttur frá Höskuldsstöðum) er það‚ að Jón Sigfússon segir‚ að móðir Bjarna Guðmundssonar á Karlsstöðum hafi heitið Margrét, „kölluð Galdra-Manga,“ „hún þótti eigi mjög alþjóðleg.“ Segir hann einnig‚ að hún hafi verið dóttir sr. Bjarna 6769 Jónssonar í Stöð. Hann er þar prestur 1607 til um 1651 og getur þetta því vel verið tímans vegna. En nú er Margrét dóttir sr. Bjarna í Stöð talin kona sr. Hinriks í Stöð‚ sem dó 1657. Gæti hún því ekki verið móðir Bjarna á Karlsstöðum, sem er f. um 1651, nema hún hefði átt hann áður en hún giftist sr. Hinriki, og ekki heldur móðir Hinriks á Karlsstöðum, sem fæðist — að sjá — sama árið sem sr. Hinrik dó. Líklegast er því‚ að móðir þeirra bræðra hafi verið systir Margrétar, konu sr. Hinriks, þó að hennar sé ekki getið í ættatölum. Gæti hún vel hafa heitið Margrét líka‚ því að oft voru fleiri systkin samnefnd á þeim tímum. Afkomendur Bjarna á Karlsstöðum hafa talið ættina til Margrétar dóttur sr. Bjarna í Stöð‚ og er líklegt, að þeir hafi munað það rétt og þótt mikils vert‚ að geta þannig rakið ættina til prests. Sr. Bjarni hefur líka verið lengi kunnur maður þar syðra‚ því að hann var um eða yfir 50 ár prestur. Bjarni á Karlsstöðum hefur eflaust heitið hans nafni‚ og hann lætur elztu dóttur sína heita Margréti. Hinrik bróðir hans hefur aftur verið látinn heita eftir sr. Hinrik‚ því að sr. Hinrik deyr sama árið sem hinn fæðist. Er einmitt líklegt, að systir konu sr. Hinriks hafi gert það. Það er því mjög sennileg tilgáta, að Margrétarnar‚ dætur sr. Bjarna‚ hafi verið 2, önnur átt sr. Hinrik‚ en hin orðið seinni kona Guðmundar Bessasonar á Melrakkanesi og verið móðir þeirra Bjarna og Hinriks á Karlsstöðum, og hafi fyrst látið heita eftir föður sínum‚ en svo eftir sr. Hinrik‚ þegar systir hennar missti hann‚ að líkindum eftir örfárra ára sambúð.

5534

hh Bjarni Guðmundsson bjó á Karlsstöðum efri á Berufjarðarströnd; segir Jón Sigfússon, að hann hafi verið „búhöldur góður.“ Hann býr þar 1703, 52 ára gamall. Hann hefur verið tvíkvæntur. Ókunn er fyrri kona hans‚ en börn þeirra hafa verið 1703: Margrét 21, Guðrún 18, Bjarni 15, Vilborg 14, Þorbjörg 12. Síðari kona hans var Guðrún Erlendsdóttir, 33 ára 1703. Þá eiga þau einn son fárra vikna‚ er Þorsteinn hét. Síðar áttu þau Gissur um 1708 og Erlend um 1710. Nú er ókunnugt um öll börn Bjarna‚ nema Gissur og Erlend. Þó gæti Vilborg verið móðir Vilborgar á Ormsstöðum (6609).

5535

aaa Gissur Bjarnason bjó á Steinaborg hjá Berufirði 1762, 54 ára. (Bjó í Berufjarðarhjáleigu 1773, talinn 67 ára‚ ekkjumaður. Þá eru hjá honum Ásdís Hermannsdóttir 13 og Guðný Halldórsdóttir 5 ára „dótturbörn“), átti Guðnýju 11315 Einarsdóttur frá Streiti, systur Hermanns í Fagradal og Kolbeins í Karlsstaðahjáleigu. Hún er talin 51 árs 1762 (Guðný getur ekki verið systir þeirra‚ ef þessi aldur er réttur og hún fædd 1711, því að þá var Einar faðir þeirra bræðra aðeins 16 ára‚ sjá 11314) og dætur þeirra 20, 17 og 12 ára. — Gissur hefur verið kvæntur áður og átt dóttur‚ er Guðný hét‚ með þeirri konu‚ eða hún verið laundóttir hans‚ f. um 1735, enda hefði Hermann ekki getað átt systurdóttur sína.

α Guðný Gissurardóttir átti Hermann 11320 Einarsson í Fagradal.

5536

bbb Erlendur Bjarnason f. um 1710 bjó fyrst eitthvað á Fremri Kleif um 1740, en lengst á Ásunnarstöðum í Breiðdal, dó 1784. Hann kvæntist 1736 Guðnýju 12555 Þorsteinsdóttur, Ketilssonar‚ systur Þorsteins ríka í Eskiflrði. Þ. b.: Ingibjörg f. 1737, Sigríður f. 1739, Þorbjörg f. 1740 5593, Guðrún f. 1741 d. s. á., Oddný f. 1742 5619, Eiríkur f. 1744 d. s. á., Katrín f. 1745 d. 1757, Guðrún önnur f. 1746 5691, Eiríkur f. 1747 5692, Bjarni f. 1749 d. 1756, Jón f. 1750 d. s. á., Vilborg f. 1751 d. s. á., Vilborg önnur f. 1752 d. s. á.‚Guðríður f. 1753 d. s. á., Margrét f. 1755 5743, Katrín f. 1757 d. s. á ‚ Þorsteinn f. 1759 5756, Einar f. 1762 d. s. á. Ætt sú‚ er kom frá Erlendi og Guðnýju var kölluð Ásunnarstaðaætt.

 

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.