Vefaraætt

6316

ααα Halla Jónsdóttir vefara átti Jón 56 Jónsson frá Torfastöðum, Bergþórssonar. Bjuggu á Kóreksstöðum og síðar á Skjöldólfsstöðum. Þ. b.: Stefán‚ Jón‚ Björn. Halla dó 1874.

6317

+ Stefáns Jónsson b. á Skjöldólfsstöðum, Hallgeirsstöðum og víðar átti I Helgu 1378 Magnúsdóttur frá Hnefilsdal, Guðmundssonar. Þ. b.: Stefanía, Jónína; II Unu 196 Bjarnadóttur frá Blöndugerði, Stefánssonar. Þ. b.: Helgi‚ varð úti á þrítugsaldri‚ nálægt Hlíðarhúsum, kom yfir Lambadal með 2 öðrum mönnum‚ villtust í byl í Ásdal og blotnaði hann þar í ánni‚ Hallur‚ dó ungur.

6318

++ Stefanía Stefánsdóttir átti Benedikt 1310 Sigurðsson Oddssonar.

6319

++ Jónína Stefánsdóttir, ágæt kona‚ átti Jón b. á Öngulsstöðum í Eyjafirði, góðan bónda‚ dó 1927, bl. Jón var sonur Jónatans Þorlákssonar á Þórðarstöðum í Fnjóskadal.

6320

+ Jón Jónsson sigldi og lærði jarðyrkju, kallaði sig „Skjöld“, var fyrst lengi ókvæntur, og græddist eigi fé sökum drykkjuskapar; hætti svo að mestu drykkjuskap og kvæntist Þórdísi 2152 Eiríksdóttur á Skjöldólfsstöðum, ekkju Þórðar 6262 Einarssonar frá Vallanesi. Þ. einb.: Þorvaldína Sigurbjörg, dó uppkomin úr tæringu óg. bl. Þau Þórdís bjuggu bezta búi og var hún hin mesta rausnarkona.

6321

+ Björn Jónsson bjó í Merki síðast og lengst‚ átti Guðrúnu 1068 Magnúsdóttur bónda á Skeggjastöðum, Péturssonar. Þ. b.: Jónína‚ Guðný.

6322

++ Jónína Björnsdóttir átti Jón Jónsson „Hnefil“, er síðast bjó á Fossvelli. Þ. einb.: Stefán.

6323

+++ Stefán Jónsson bjó fyrst á Fossvelli ókv. með stjúpu sinni‚Guðrúnu Björnsdóttur s. k. Jóns á Fossvelli, meðan börn hennar voru í ómegð.

6324

++ Guðný Björnsdóttir átti Stefán 7591 Benediktsson frá Hjarðarhaga, bjuggu í Merki. Hún varð tæringarveik og dó.

6325

βββ Þorsteinn Jónsson bjó í Brekkugerði í Fljótsdal og varð vel efnaður, átti 1834 Þorbjörgu 9691 Pétursdóttur, Stígssonar. Þ. b.: Sigríður, Bergljót, Jón‚ Guðný Margrét.

6326

+ Sigríður Þorsteinsdóttir átti Einar 6468 Guttormsson frá Arnheiðarstöðum.

6327

+ Jón Þorsteinsson b. á Bessastöðum og síðar í Brekkugerði‚ átti I Elísabetu 2311 Einarsdóttur frá Hrafnkelsstöðum. Þ. b.: Þorsteinn; II Margréti 1941 Sveinsdóttur frá Bessastöðum Pálssonar. Þ. b.: Sveinn‚ Pétur‚ Elísabet.

6328

++ Þorsteinn Jónsson b. á Aðalbóli átti I Maríu 6339 Jónasdóttur frá Bessastöðum; II Sofíu 2315 Pétursdóttur frá Mýrum.

6329

++ Sveinn Jónsson b. á Glúmsstöðum átti I Þorbjörgu 3571 Gunnarsdóttur frá Skriðustekk, bl.; II Björgu 6447 d. Stefáns Hallgrímssonar á Glúmsstöðum. Þ. b.: Stefán‚ Björg.

6330

++ Pétur Jónsson b. í Geitdal átti Önnu Flóventsdóttur Jónssonar pósts Gíslasonar, flutti í Brekkugerði 1923 og dó þar sama vor.

6331

++ Elísabet Jónsdóttir átti Jörgen 6430 Eiríksson Kjerúlf, voru í húsmennsku í Brekkugerði, fóru að búa í Stórasandfelli 1923.

6332

+ Bergljót Þorsteinsdóttir átti Jónas 6336 Jónsson frá Víðivöllum Einarssonar, bjuggu í Bessastaðagerði.

6333

+ G. Margrét Þorsteinsdóttir átti Einar 6342 Jónsson á Víðivöllum, bróður Jónasar, bl.

6334

ggg Þorbjörg Jónsdóttir vefara átti fyrst barn 1821 er kennt var Einari 6455 Vigfússyni prests Ormssonar, en álitið var‚ að faðirinn væri sr. Stefán Árnason, er prófastur varð á Valþjófsstað. Barnið hét Jón. Síðan giftist hún I Sigurði 2470 Pálssyni frá Þorgerðarstöðum, Þorvarðssonar og II átti hún Hallgrím 2930 Eyjólfsson á Glúmsstöðum, er síðar bjó á Ormarsstöðum og Ketilsstöðum á Völlum. Þorbjörg dó 12.9. 1884, 83 ára.

6335

+ Jón Einarsson bjó á Víðivöllum ytri alla stund og var gildur bóndi‚ átti Víðivelli. Hann átti lengi í máli út af skógarbletti á grundinni fyrir innan Gilsá við Lagarfljótsbotn. Þar var einn hinn fegursti skógur um þær slóðir. Hinn aðilinn var Skriðuklaustursumboð. Jón vann að lokum málið‚ hjó síðan skóginn hlífðarlaust og eyddi honum svo gjörsamlega, að þar stóðu aðeins örfá tré 1890, sem einmana vottar um fegurð hans. Jón átti Maríu 12267 Andrésdóttur Hemerts á Eskifirði. Þ. b.: Jónas‚ Einar. Launson átti Jón við Guðnýju 2952 Hermannsdóttur‚ Eyjólfssonar hét Hallgrímur. Jón dó 10.1. 1906, 84 ára.

6336

++ Jónas Jónsson bjó á Bessastöðum, átti Bergljótu 6332 Þorsteinsdóttur frá Brekkugerði. Þ. b.: Jón‚ Þorsteinn, María Þórey. Jónas varð bráðkvaddur á Egilsstöðum á Völlum 1.7. 1906, 62 ára. Bergljót dó 1914, 75 ára.

6337

++ Jón Jónasson bjó á Bessastöðum, átti Önnu 2007 Jóhannsdóttur Frímanns. Þ. b. 19, 5 dóu fyrir innan fermingu: Jóhann Frímann, María‚ Jóhann Sigurður, Sigfús‚ Jónas‚ Unnur Karólína, Þorvarður Kjerúlf, Bergljót, Andrés Hermann, Einar‚ Axel‚ Sofía Sigríður, Björg Solveig, Guðrún Þórey.

° Jóhann Frímann Jónsson b. á parti úr Klaustri, átti Sigríði (10777 og 6338) Þorsteinsdóttur, bræðrungu sína.

° María Jónsdóttir.

° Jóhann Sigurður Jónsson b. á Bessastöðum átti Bergljótu (6338) Þorsteinsdóttur bræðrungu sína.

° Sigfús Jónsson.

° Jónas Jónsson.

° Unnur Karólína Jónsdóttir átti Einar 6342 og 10777 Einarsson á Víðivöllum.

° Þorvarður Kjerúlf Jónsson.

6338

+++ Þorsteinn Jónasson b. á Þuríðarstöðum átti Maríu 10777 Einarsdóttur, Sigfússonar. Þ. b.: Jónas‚ Sigríður, Bergþór, Skarphéðinn, Bergljót. Sjá þau 10777.

6339

+++ María Jónasdóttir var f. k. Þorsteins Jónssonar á Aðalbóli. Þ. d.: Margrét.

6340

° Margrét Þorsteinsdóttir átti Erling b. á Víðivöllum Sveinsson, Eiríkssonar á Skatastöðum í Skagafirði.

6341

+++ Þórey Jónasdóttir átti Sigfús 10774 söðlasmið á Seyðisfirði Einarsson Sigfússonar.

6342

++ Einar Jónsson bjó á Víðivöllum ytri‚ átti I Margréti 6333 Þorsteinsdóttur frá Brekkugerði, bl.; II Þórunni 10778 Einarsdóttur Sigfússonar. Þ. b.: María‚ Einar‚ Margrét.

+++ María Einarsdóttir.

+++ Einar Einarsson átti Unni Karólínu 6337 Jónsdóttur frá Bessastöðum.

6343

++ Hallgrímur Jónsson b. á Víðivöllum ytri‚ átti I Bergljótu Þorsteinsdóttur, systur Ingibjargar s. k. Halla í Bessastaðagerði. Þ. b.: Ísey; II Björgu 2951 Torfadóttur Hermannssonar. Þ. b. eitt dó nýfætt og Björg rétt á eftir.

6344

đđđ Margrét Jónsdóttir vefara átti Svein 4184 hreppstjóra í Vestdal Sveinsson. Þ. b.: 4184 og áfram.

6345

εεε Pétur Jónsson vefara (f. 4.3. 1803) vígðist aðstoðarprestur að Klyppstað 1827, fékk Berufjörð 1838 og Valþjófsstað 1858. Hann átti launbarn við Önnu Árnadóttur úr Reyðarfirði, hét Tómas; átti svo 1825 I Önnu 3668 d. sr. Björns á Eiðum Vigfússonar. Þ. b.: Björn‚ Jón‚ Guðmundur, Þórunn‚ Sigríður, Stefán. Anna dó 18.2 1865; II 1867 Kristbjörgu 3766 og 3794 Þórðardóttur frá Kjarna í Eyjafirði, bl. Sr. Pétur sleppti prestskap 1877, fór að Langhúsum 1878 og síðan að Berufirði til sr. Þorsteins og dó þar 24.6. 1883.

6346

+ Tómas Pétursson b. síðast á Borgum í Vopnafirði, átti I 1849 Guðbjörgu Rafnsdóttur. Hún dó af barnsförum 1850 og barnið (Stefán) á 1. ári; II 1851 Önnu Árnadóttur (f. í Loðmundarfirði um 1821) hét móðir hennar Guðrún Bjarnadóttir (f. í Seyðisfirði um 1788), bjó ekkja á Borgum 1845. Þ. b.: Anna Sigríður, Guðrún María‚ Guðjón‚ Guðbjörg. Það fór allt til Am. Guðrún hafði átt Ólaf Bjarnason úr Þistilfirði og bjuggu þau í Haga og á Borgum‚ hann dó 1844. Þ. b. 3, lifði María‚ er varð kona Arngríms 9504 Eymundssonar á Haugsstöðum.

6347

+ Björn Pétursson fór í Reykjavíkurskóla, hætti námi þar eftir „pereatið“, og gerðist bóndi‚ bjó á Surtsstöðum, Gíslastöðum og víðar‚ varð varalþingismaður um tíma; átti Ólafíu 13212 Ólafsdóttur prests Indriðasonar. Þ. b.: Páll‚ Anna‚ Þórunn‚ Sigrún‚ Halldóra, Ólafur. Launsonur hans hét Sveinn: Björn fór til Am. með konu og börn og gerðist þar Únitaraprestur.

6348

+ Jón Pétursson bjó fyrst á Langhúsum og átti Þórunni 1342 Jónsdóttur Þorgrímssonar Finnssonar á Skeggjastöðum. Þ. b.: Pétur. Þá dó Þórunn‚ en Jón fór til Am.; kom aftur litlu síðar og kvæntist Sigríði 8770 Sigurðardóttur, ekkju á Berunesi. Þ. b.: Þorsteinn, Þórunn‚ Egill Schiöld kaupm. í Am. Jón missti Sigríði og fór þá aftur til Am. og dó þar.

6349

++ Pétur Jónsson Am.

6350

++ Þorsteinn Jónsson Am.(?)

6351

++ Þórunn Jónsdóttir Am.(?)

6352

+ Guðmundur Pétursson bjó á Langhúsum átti Sesselju 3553 Hermannsdóttur frá Selstöðum. Am.

6353

+ Þórunn Pétursdóttir átti Nikulás 8509 í Odda í Seyðisfirði Jónsson prests Bergssonar. Am.

6354

+ Sigríður Pétursdóttir átti sr. Þorstein 375 Þórarinsson‚ er prestur varð í Berufirði 1862, vígður 1858, en fékk síðar Heydali.

6355

+ Stefán Pétursson (f. 25.10. 1845) vígðist til Desjarmýrar 1873, fékk Hjaltastað 1884, dó 12.8. 1887. Hann kvæntist 26.8. 1871 Ragnhildi 3797 (f. 7.9. 1844) Metúsalemsdóttur frá Möðrudal. Þ. b.: Þórdís‚ Pétur‚ Jón‚ Anna‚ Björg‚ Halldór, Björn‚ Þórunn‚ Björn‚ Guðmundur, Metúsalem, Þorsteinn, Sigurður, Sigríður, Jónína Aðalbjörg. Sr. Stefán var röskleikamaður, glíminn vel‚ dugnaðarmaður til vinnu. Drykkfelldur var hann‚ en sat þó mikið á þeirri fýsn þegar hann eltist og brauzt hraustlega áfram með fjölskyldu sína‚ en var fátækur. Hann dó úr garnaflækju á 42. ári. Kona hans var myndarkona og börnin öll myndarleg. (Má ath. 9711). Ragnhildur dó 13.1. 1923 á Akureyri.

6356

++ Þórdís Stefánsdóttir (f. 27.10. 1869) átti 1901 Davíð Sigurðsson timburmeistara á Akureyri. Þ. b. Sigríður f. 22.9. 1902.

6357

++ Pétur Stefánsson (f. 16.12. 1871) átti 1901 Sigríði 6381 Eiríksdóttur frá Bót. Þ. b.: Ingibjörg, Eiríkur, Stefán. Pétur lærði búfræði á Eiðum‚ bjó í Bót og var hinn efnilegasti bóndi; hann dó 3.5. 1910, en Sigríður bjó síðan í Bót.

6358

++ Jón Stefánsson (f. 25.4. 1873) átti 22.10. 1904 Solveigu d. Jóns frá Múla alþingismanns Jónssonar. Hann var kaupfélagsstjóri Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs, og fór það illa. Eftir gjaldþrot þess fór hann til Am. og konan löngu síðar til hans til Am. Þ. b.: Jón Múli f. 21.8. 1905, Stefán f. 23.10. 1906, Ragnar f. 13.3. 1909, Karl f. 25.1. 1914.

6359

++ Anna Stefánsdóttir (f. 25.10. 1874) átti 1899 Þorvarð Brynjólfsson bókbindara í Reykjavík Oddssonar og f. k. hans Rannveigar Ólafsdóttur b. á Kalastöðum, Péturssonar. Var hann þá forstöðumaður fríkirkjusafnaðar í Vallaness- og Þingmúlasóknum, en fékk Stað í Súgandafirði 1901. Þ. b.: Stefán f. 26.11. 1900, Brynjólfur f. 6. 6. 1902, Jón f. 20.8. 1903, Ragnhildur Björg f. 24.2. 1905, Brynveig f. 1906, Haraldur d. 1912 og Laufey.

6360

++ Björg Stefánsdóttir (f. 29.3. 1875) átti 1902 Jón Arngrímsson Johnson bónda í Minneota í Minnesota Am.

6361

++ Halldór Stefánsson (f. 26.5. 1877) átti 1.12. 1900 Björgu 6420 Halldórsdóttur frá Skriðuklaustri Benediktssonar; var fyrst við Pöntunarfélagið með Jóni bróður sínum‚ bjó síðan í Hamborg og keypti þá jörð‚ keypti Torfastaði í Vopnafirði 1920 og flutti þangað 1921 og seldi Hamborg. Var góður bóndi. Þ. b.: Ragnhildur Björg f. 14.4. 1902, Arnbjörg f. 4.10. 1903, Stefán f. 16.10. 1905, Halldór f. 19.4. 1907, Pétur Stefán f. 12.5. 1911.

6362

++ Björn Stefánsson (f. 23.4. 1878, d. 26.9. 1878).

6363

++ Þórunn Stefánsdóttir (f. 18.3. 1879).

6364

++ Björn Stefánsson (f. 19.5. 1880) var kaupmaður á Reyðarfirði átti 1901 Guðnýju Haraldsdóttur Bríem frá Búlandsnesi. Þ. b.: Haraldur Briem f. 7.2. 1902.

6365

++ Guðmundur Stefánsson (f. 19.9. 1881) fór til Am. varð lýðháskólastjóri (Public Schools) Bellaire Mide U.S.A.

6366

++ Metúsalem Stefánsson (f. 17.8. 1882) lærði búfræði‚ var skólastjóri á Eiðum‚ fór til Reykjavíkur þegar búnaðarskólinn þar var lagður niður. Hann kvæntist 1916 Guðnýju 125 Óladóttur b. á Höfða Halldórssonar.

6367

++ Þorsteinn Sigurður Stefánsson (f. 30.10. 1883) lærði búfræði, varð ráðsmaður í Heydölum hjá sr. Pétri frænda sínum‚ kvæntist 16.7. 1916 Önnu 444a Kristínu Aradóttur frá Þverhamri‚ Brynjólfssonar, og bjó á Þverhamri.

6368

++ Sigríður Stefánsdóttir (f. 25.12. 1884, d. 23.4. 1885).

6369

++ Jónína Aðalbjörg Stefánsdóttir (f. 11.9. 1886) átti 9.3. 1911 Guðmund Þorbjörnsson steinsmið í Vallanesi. Þ. b.: Magnús f. 31.5. 1912, Guðríður f. 21.10. 1913.

6370

ſſſ Bergljót Jónsdóttir vefara dó óg. bl.

6371

zzz Halldóra Jónsdóttir vefara (f. um 1808) átti Guttorm 6456 stúdent Vigfússon prests á Valþjófsstað, Ormssonar. Þau bjuggu á Arnheiðarstöðum.

6372

įįį Sigríður Jónsdóttir vefara dó um tvítugt 1835 óg., bl.

6373

zzz Einar Jónsson vefara (tvíburi við Jón) bjó fyrst í Kolstaðagerði og síðar á Skeggjastöðum í Fellum‚ í tvíbýli við Jón Ólafsson. Var það fyrirmyndar tvíbýli. Hann bjó góðu búi. Hann átti I 5.7. 1839 Hallfríði 1664 Jónsdóttur frá Aðalbóli, Péturssonar. Þ. b.: Guttormur, Jón‚ Þórey; II Hólmfríði 1644 Gunnlaugsdóttur frá Eiríksstöðum. Þ. b.: Gunnlaugur, Hallfríður, Eiríkur, Sölvi‚ Jarþrúður. Hólmfríður dó 10.3. 1899 rúmlega áttræð.

6374

+ Guttormur Einarsson bjó í Blöndugerði, varð eigi gamall‚ átti Friðbjörgu. Þ. b.: Einar.

6375

++ Einar Guttormsson bjó í Heiðarseli og Hleinargarði‚ flutti svo í Seyðisfjörð; átti Sigþrúði Jósefsdóttur frá Heiðarseli.

6376

+ Jón Einarsson bjó á Aðalbóli, átti Hermanníu 7262 Jónsdóttur frá Eyvindarstöðum, Sigurðssonar, Am.

6377

+ Þórey Einarsdóttir átti Sigfús 11184 b. Sölvason í Hrafnsgerði og var f. k. hans. Þ. d.: Þorbjörg f. k. Brynjólfs 8505 á Ási.

6378

+ Gunnlaugur Einarsson var efnilegur maður‚ dó fullorðinn ókv. og bl.

6379

+ Eiríkur Einarsson (f. 4.3. 1847) bjó í Bót og keypti hana‚ var hreppstjóri og bezti bóndi‚ dó 25.1. 1905; átti Ingibjörgu 1409 Einarsdóttur frá Hafursá. Þ. b.: Hólmfríður, Sigríður‚ Einar‚ Þórey‚ Gunnlaugur.

6380

++ Hólmfríður Eiríksdóttir átti Björn Hallsson hreppstjóra á Rangá.

6381

++ Sigríður Eiríksdóttir átti Pétur 6357 Stefánsson prests á Hjaltastað, Péturssonar.

6382

++ Einar Eiríksson lærði búfræði, bjó í Fjallsseli, átti Kristrúnu 8692 Hallgrímsdóttur Hallgrímssonar í Hleinargarði.

6383

++ Þórey Eiríksdóttir átti Pál 1749 b. Hermannsson á Vífilsstöðum. Þ. d.: Sigríður. Hún veiktist fljótt af berklum og dó 1920.

6384

++ Gunnlaugur Eiríksson (Hjálmar Gunnlaugur) bjó í Bót‚ átti Önnu Sigfúsdóttur frá Staffelli. Hann keypti Setberg í Fellum og bjó þar.

6385

+ Hallfríður Einarsdóttir var s. k. Sæbjarnar 10549 Egilssonar á Hrafnkelsstöðum, bl. Hún dó 1914, 64 ára.

6386

+ Sölvi Einarsson b. á Setbergi í Fellum og á Kleppjárnsstöðum og víðar‚ var s. m. Friðbjargar, ekkju Guttorms bróður síns. Þ. s.: Einar.

6387

++ Einar Sölvason lærði búfræði, bjó á Bárðarstöðum.

6388

+ Jarþrúður Einarsdóttir átti Hallgrím 2027 b. á Skeggjastöðum Jónsson Ólafssonar. Hún dó 1927.

6389

1^ Jón Jónsson vefara (tvíburi við Einar‚ voru báðir stórvaxnir menn og mjög líkir) (f. 7.4. 1810) lærði fyrst hjá sr. Einari Hjörleifssyni, síðan 1 vetur hjá cand. theol. Jóni Þórarinssyni, þá 1 vetur hjá sr. Búa Jónssyni aðstoðarpresti í Hvammi‚ fór þá í skóla 1833, útskrifaðist 1838, vígðist 1839 aðstoðarprestur til sr. Guðmundar Erlendssonar á Klyppstað; kvæntist I 5.7. 1839 bræðrungu sinni Margréti 6292 Hjörleifsdóttur frá Hjaltastað, fékk svo Klyppstað eftir dauða sr. Guðmundar 1853 og Kirkjubæ 24.11. 1868, fór þangað vorið 1869 og dó 17.6. 1870. Þ. b.: Þórður‚ Einar; II átti hann 5.7. 1863 Þórunni 8521 d. Magnúsar prests Bergssonar á Kirkjubæ. Þ. b.: Margrét, Vilborg, Þórey.

6390

+ Þórður Jónsson b. í Sauðhaga, átti Bergljótu 6275 Einarsdóttur frá Vallanesi, bl.

6391

+ Einar Jónsson b. í Sauðhaga og síðar í Stóra Sandfelli‚ átti I Bergljótu 6275 Einarsdóttur, ekkju bróður síns. Þ. b. lifðu ekki; II Guðrúnu 12952 Einarsdóttur frá Sandfelli. Þ. b.: Guðrún‚ Bergljót, Jón.

++ Guðrún Einarsdóttir átti Björn 6559 Antoníusson frá Arnhólsstöðum, bjuggu í Stóra Sandfelli og Mýnesi. Þ. b.: Hrefna‚ Einar Örn‚ Hjalti‚ Ari‚ Ólafur‚ Fjölnir.

++ Bergljót Einarsdóttir óg. 1929.

++ Jón Einarsson b. í Stóra Sandfelli átti Guðbjörgu 1682 Hermannsdóttur frá Krossi.

6392

+ Vilborg Jónsdóttir átti Benedikt 6826 Eyjólfsson b. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Þ. b.: Þórunn‚ Sigríður, Jónína‚ Þorbjörg.

++ Þórunn Benediktsdóttir var í Reykjavík (1928).

++ Sigríður Benediktsdóttir átti Friðrik b. á Þorvaldsstöðum Jónsson.

++ Jónína Benediktsdóttir átti Helga b. á Geirúlfsstöðum Finnsson.

++ Þorbjörg Benediktsdóttir var í Reykjavík (1928).

6393

+ Margrét Jónsdóttir átti 1890 Einar 5240 Gunnlaugsson frá Flögu í Breiðdal, bjuggu á Höskuldsstöðum. Þ. b.: Stefán‚ Aðalheiður, dó 17 ára 1908.

++ Stefán Einarsson lærði‚ gáfumaður, varð bæði á háskólanum í Reykjavík (útskrifaðist þaðan 1924) og Helsingfors í Finnlandi, norrænufræðingur. Kvæntist 1925 útlendri konu‚ fóru svo til Am.

6394

+ Þórey Jónsdóttir giftist á Skagaströnd og varð f. k. Björns hreppstjóra á Syðri Ey‚ bróður Árna í Blöndugerði, Árnasonar hreppstjóra á Þverá í Hallárdal, Jónssonar (Óðinn‚ 1923 bls. 89).

6395

fififi Þóra Jónsdóttir vefara átti sr. Einar 6253 Hjörleifsson, bræðrung sinn.

6396

kkk Snjófríður Jónsdóttir vefara átti Björn 9203 Hannesson bónda í Böðvarsdal.

6397

ſſ Bergljót Þorsteinsdóttir 6243 (f. í Hörgsdal c. 1761; átti 5.6. 1781 sr. Vigfús Ormsson á Valþjófsstað (S-æf. IV, 47). Hann var f. á Keldum á Rangárvöllum um 1751, telur sig 65 ára 1816, sonur Orms prests á Reyðarvatni í Keldnaþingum, Snorrasonar prests á Mosfelli í Grímsnesi og Görðum á Akranesi (d. 1730) Jónssonar prests á Mosfelli Snorrasonar. Móðir sr. Snorra var Jórunn dóttir sr. Jóns Oddssonar í Skrauthólum á Kjalarnesi og Jórunnar Ormsdóttur sýslumanns í Eyjum í Kjós‚ Vigfússonar. Kona Orms sýslumanns var Guðríður dóttir Árna prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar biskups Jónssonar. (S-æf. IV, 25 og 598). Þau voru 71 ár í hjónabandi. Ormur bjó í Eyjum samfleytt 70 ár (1605—75), dó nærri 100 ára 1675 (á 99. ári), þá voru afkomendur hans orðnir 196 og af þeim 98 lifandi; en kona hans dó níræð 1668. Hann var hið mesta afarmenni og þótti stundum miðlungi réttsýnn. Móðir sr. Vigfúsar var f. k. sr. Orms Guðlaug Árnadóttir frá Kotmúla, Arnórssonar. Hún dó af barnsförum er sr. Vigfús fæddist. En móðir Orms prests var Hallgerður Gottskálksdóttir prests í Miðdal Oddssonar. Bróðir sr. Vigfúsar var Grímur‚ faðir Hallgerðar k. Árna 12962 Stefánssonar frá Sandfelli, móðir Þóru‚ móður Jónasar 11206 Eiríkssonar skólastjóra á Eiðum. Sonur Gríms var einnig Jón á Krossalandi sem átti Hólmfríði 11206 Einarsdóttur frá Hrafnsgerði. Dóttir Gríms var Guðrún móðir Þórunnar k. Magnúsar 12938 í Hólagerði.

Sr. Vigfús vígðist að Ási 1777, fékk Valþjófsstað 1789, sagði af sér 1836, varð alblindur 1817, flutti að Arnheiðarstöðum 1821 og bjó þar síðan. Hann lá síðast svo árum skipti rúmfastur af slagi er hann fékk 1834, dó 12.8. 1841, 91 árs og hafði verið 59 ár prestur. Hann var búmaður mikill og hygginn fjármálamaður og varð auðugur vel en þótti ekki örlætismaður. Magnús 6542 Pálsson prófasts Magnússonar, formanns sr. Vigfúsar, sem þótti heldur orðhvass stundum, kvað grafskrift eftir sr. Vigfús þannig:

„Kámugur Fljótsdals kúgarinn kominn er innst í Niflheiminn. Hann gráta engir hér í sveit‚ hans sakna fáir. Það ég veit Hann svelgdi ekkna herleg bú; hann grætti auma. Búið nú.“

Bergljót dó 9.10. 1828. Þ. b.: Ingunn‚ Margrét, Sigríður, Einar‚ Guttormur.

6398

ααα Ingunn Vigfúsdóttir átti 1810 Sigurð 8658 son Guðmundar sýslumanns Péturssonar, bjuggu á Víðivöllum ytri og Eyjólfsstöðum.

6399

βββ Margrét Vigfúsdóttir átti 1808 Guttorm 6504 Pálsson frá Valþjófsstað, Magnússonar, er prestur varð á Hólmum og í Vallanesi.

6400

ggg Sigríður Vigfúsdóttir (f. 8.1. 1793) átti 1812 Stefán 8754 Árnason prófasts á Kirkjubæ Þorsteinssonar, bjuggu fyrst á Brekku í Fljótsdal 1813—16 og síðar á Arnheiðarstöðum. Hann vígðist aðstoðarprestur til sr. Vigfúsar 1812 og fékk Valþjófsstað eftir hann 1836. Hann tók við stað og kirkju þar 1818, en sr. Vigfús fór ekki alfarinn að Arnheiðarstöðum fyrr en 1821. Stefán var prófastur 1841—54, dó 19.1. 1858 úr slagi‚ 70 ára. Sigríður dó 18.6. 1845. Þ. b.: Vigfús‚ Árnibjörn, Páll‚ Þórunn‚ Björg‚ Þórunn Elsa‚ dó ung‚ Elsaberta, dó ung‚ Sigfús‚ Bergljót, Ólafur‚ Ólafía‚ Pálína. Launsonur hans var talinn Jón 6335 á Víðivöllum.

6401

+ Vigfús Stefánsson sigldi og lærði gullsmíði, átti fyrst barn við Ingibjörgu 12697 Jónsdóttur frá Bessastöðum, Eiríkssonar‚ hét Friðrik; kvæntist síðan Sigríði 8749 Guðmundsdóttur sýslumanns Péturssonar, bl. Hann tók fram hjá henni við Mekkini 2015 Ólafsdóttur Þorsteinssonar á Melum‚ hét barnið Ólafur. Vigfús kallaði sig „Frydensdal“. Hann drukknaði í Lagarfljóti.

6402

++ Friðrik Vigfússon bjó í Hóli í Fljótsdal, átti Guðfinnu 2991 Jakobsdóttur Þórðarsonar. Þ. b.: Hallgrímur, Stefanía, Pálína.

6403

+++ Hallgrímur Friðriksson b. á Vaðbrekku, átti Rósalindu 14318 Jóhannesdóttur og Jónínu Jónsdóttur frá Bræðraborg. Þau keyptu Glúmsstaðasel 1922 og fluttu þangað.

6404

+++ Stefanía Friðriksdóttir átti Halldór 14323 Jónsson „kúða“. Þ. b.: Guðfinnur, Helgi. Launsonur hennar við Gísla 6408 Ólafssyni, bræðrungi sínum‚ hét Bjarni.

° Guðfinnur Halldórsson var í Borgarfirði.

6405

+++ Pálína Friðriksdóttir átti Sigmund 2360 Jónsson á Kleif.

6406

++ Ólafur Vigfússon b. í Klúku í Fljótsdal, átti Kristrúnu 11183 Sölvadóttur frá Hrafnsgerði Þ. einb.: Mekkin. Gísli hét launsonur Ólafs.

6407

+++ Mekkin Ólafsdóttir bjó í Klúku óg. með Þorsteini Jónssyni „kaupa“ úr Hornafirði og átti með honum börn: Baldur‚ Valborg, Iðunn‚ Sverrir.

6408

+++ Gísli Ólafsson bjó ekki‚ var í Fljótsdal, átti Guðbjörgu‚ fóru til Am. Eftir varð sonur þeirra(?) Elís. Ágúst hét sonur Gísla‚ átti Vilborgu Jónsdóttur, fósturdóttur Vigfúsar í Sjávarborg í Seyðisfirði. Hann drukknaði á „Oddi“. Launsonur Gísla við Stefaníu 6404 Friðriksdóttur, bræðrungu sinni‚ hét Bjarni.

° Bjarni Gíslason átti Guðnýju 4950 Víglundsdóttur. Voru lengi vinnuhjú á Klaustri.

6409

+ Árnibjörn Stefánsson bjó í Geitagerði (1846) og lengst í Hamragerði, átti Sofíu 13156 Hallgrímsdóttur Illugasonar. Þ. b.: Sigríður, Stefán.

6410

++ Sigríður Árnabjörnsdóttir átti I Þórarin 2931 Hallgrímsson á Ketilsstöðum á Völlum. Þ. b. 2931 og áfram; II Gunnar 8689 Pálsson hreppstjóra á Ketilsstöðum, bl.

6411

++ Stefán Árnabjörnsson var á Ketilsstöðum átti Rannveigu(?) Þórðardóttur úr Húnavatnssýslu (frá Ljótshólum?), systur Guðmundar „klénsmiðs“ og Hannesar á Tjarnarlandi. Þ. b.: Þóra. Laundóttir Stefáns við Bergljótu 8700 Pálsdóttur skakka‚ hét Hildur.

6412

+++ Þóra Stefánsdóttir átti Erlend 1821 og 12708 Þorsteinsson á Egilsstöðum á Völlum.

6413

+++ Hildur Stefánsdóttir (var á Akureyri?) átti Jón 7419 b. Guðmundsson á Freyshólum.

6414

+ Páll Stefánsson sigldi 1834 og dó úr bólu s. á. ókv., bl.

6415

+ Þórunn Stefánsdóttir átti I sr. Benedikt 8206 á Ási Þórarinsson og var s. k. hans. Þ. b.: Páll‚ Halldór, Gísli‚ Stefán; II Þorgrím 5100 Jónsson snikkara á Gilsá‚ bl.

6416

++ Páll Benediktsson bjó á Gilsá og Gilsárstekk, góður bóndi‚ átti Ragnhildi 13125 Stefánsdóttur frá Stakkahlíð. Þ. b.: Þorbjörg, Guðlaug.

6417

+++ Þorbjörg Pálsdóttir átti Lárus 12651 frá Fagradal Jónsson b. á Gilsá.

6418

+++ Guðlaug Pálsdóttir átti Guðmund 5552 Árnason b. á Gilsárstekk.

6419

++ Halldór Benediktsson bjó á Skriðuklaustri, var góður smiður (lærði hjá Þorgrími stjúpa sínum) og ágætur bóndi‚ átti Arnbjörgu 6431 Sigfúsdóttur frændkonu sína. Var þeim samhent um búskaplnn og var bú þeirra fyrirmyndarbú. Hann dó 1918 en hún 1921. Þ. b.: Björg‚ Sigríður.

6420

+++ Björg Halldórsdóttir átti Halldór 6361 Stefánsson prests Péturssonar.

6421

+++ Sigríður Halldórsdóttir átti 1919 Sigmar 6459d Guttormsson frá Geitagerði, Vigfússonar, bjuggu á Skriðuklaustri og eignuðust ¾ úr jörðinni eftir dauða Arnbjargar 1921.

6422

++ Gísli Benediktsson bjó fá ár á Kolsstöðum, var lengst á Skriðu hjá bróður sínum‚ átti Þuríði 1871 Sigfúsdóttur frá Skjögrastöðum. Þ. einb.: Benedikt, drukknaði syðra ókv., bl.

6423

++ Stefán Benediktsson var á Skriðu ókv., bl.

6424

+ Björg Stefánsdóttir frá Valþjófsstað átti Vigfús 6507 prest Guttormsson á Ási.

6425

+ Sigfús Stefánsson bjó á Skriðuklaustri, átti Jóhönnu (sbr. 1998) d. Kjerúlfs læknis og Arnbjargar. Þ. b.: Stefán‚ Sigríður‚ Arnbjörg, Jörgen‚ Eiríkur, Páll‚ Anna Þóra Björg. Jóhanna dó 1891.

6426

++ Stefán Sigfússon (f. 9.7. 1848) varð prestur á Skinnastöðum 1874, fékk Mývatnsþing 1880, bjó á Skútustöðum, svo Hof í Álftafirði 1886, en var leystur frá embætti 1890 (sökum drykkjuskapar), bjó svo eystra fá ár og fór þá til Am. og dó þar 15.12. 1906 í Winnipeg. Hann átti nokkuð við lækningar og ritaði langa ritgerð í Búnaðarritið um húsdýralækningar.

Hann var hraustmenni og glíminn. Hann átti Malenu 8667 Þorsteinsdóttur Metúsalemssonar frá Hamragerði. Þ. b.: Sigsteinn, Sveinbjörg, Stefán‚ Guðrún‚ Jóreiður, Guðný. Þau fóru öll til Am. nema Guðrún og Jóreiður.

6427

+++ Guðrún Stefánsdóttir óg. 1923.

6428

+++ Jóreiður Stefánsdóttir óg. í Fljótsdal 1930.

6429

++ Sigríður Sigfúsdóttir frá Skriðu (f. 8.5. 1856) átti I Eirík 2003 Andrésson Kjerúlf, bjuggu síðast á Ási. Þ. s.: Jörgen; II Sölva 6460 Vigfússon hreppstjóra á Arnheiðarstöðum.

6430

+++ Jörgen Eiríksson Kjerúlf átti Elísabetu 6331 Jónsdóttur í Brekkugerði, Þorsteinssonar, voru þar í húsmennsku, bjó í Stóra Sandfelli 1923 og síðar í Húsum í Fljótsdal. Þ. b. mörg.

6431

++ Arnbjörg Sigfúsdóttir átti Halldór 6419 Benediktsson á Skriðuklaustri.

6432

++ Jörgen Sigfússon (f. 9.1. 1854 í Víðivallagerði) bjó á Ási‚ keypti svo Krossavík og bjó þar‚ var lengi oddviti og sýslunefndarmaður; átti Margréti 13137 (f. 29.5. 1857) Gunnarsdóttur frá Brekku‚ Gunnarssonar. Þ. b.: Sigmar‚ Guðrún‚ Jóhanna, Ásrún.

6433

+++ Sigmar Jörgensson b. í Krossavík (f. 3.12. 1881) átti 11.11. 1911 Sigríði 10624 Grímsdóttur frá Hvammsgerði (f. 7.5. 1887). Þ. b.: Jörgen Kjerúlf f. 29.3. 1913, Ingibjörg Margrét f. 19.3. 1914, Bergþóra f. 6.9. 1916, Björn f. 22.11.1919.

6434

+++ Guðrún Jörgensdóttir (f. 2.7. 1884) átti 8.6. 1911 Árna Steindór 217 Kristjánsson, Árnasonar Björnssonar prests á Þingvöllum Pálssonar. Bjuggu á Skjaldþingsstöðum og síðar Syðrivík. Þ. b.: Ingibjörg f. 9.4. 1912, Stefanía Jóhanna f. 18.7. 1913, Jörgen Gunnar f. 11.3. 1915.

6435

+++ Jóhanna Jörgensdóttir átti 11.11. 1911 Sigurð Þorláksson Johnsen barnakennara á Vopnafirði. Þau fluttu síðar til Reykjavíkur. Hann nefndi sig Heiðdal, gerðist rithöfundur og var um tíma fangavörður á Litla-Hrauni.

6436

+++ Ásrún Jörgensdóttir (f. 11.9. 1892) átti 14.11.1914 Ólaf 3779 Metúsalemsson á Bustarfelli.

6437

++ Eiríkur Sigfússon frá Skriðu var nokkur ár bókhaldari í Bakkagerði og bjó þar síðan og hafði póstafgreiðslu; átti Marínu 14544 laundóttur Sigurðar verzlunarstjóra Jónssonar Gauta. Þ. b.: Jóhanna f. 9.8. 1895, Sigfríð d. á 1. ári 1898, Þorlákur f. 20.10. 1898, Ásgeir f. 22.9. 1900, Karl Andreas f. 18.8. 1901, Sigurður f. 9.7. 1904, Solveig Þóra f. 3.5. 1906, Kristján f. 19.9. 1909.

6438

++ Páll Sigfússon bjó á Melum í Fljótsdal, átti Helgu 2561 Björnsdóttur frá Haga í S.-Þing. Þ. einb.: Ásgerður.

6439

+++ Ásgerður Pálsdóttir átti Eyjólf 6473 Þorsteinsson‚ Einarssonar í Hrafnsgerði, Guttormssonar.

++ Anna Þóra Björg Sigfúsdóttir átti 1899 Jón Gíslason tómthúsmann á Vopnafirði. Þ. b.: Jóhanna Sigríður, Halldór. Fóru öll til Am. 1904.

6440

+ Bergljót Stefánsdóttir frá Valþjófsstað átti Hallgrím 13150 Hallgrímsson Illugasonar, bjuggu í Hleinargarði og á Víðivöllum. Þ. b.: Sigríður, Ingibjörg, Stefán‚ Hallgrímur.

6441

++ Sigríður Hallgrímsdóttir átti Sigurð Gauta 14604 Jónsson verzlunarstjóra á Vestdalseyri. Þ. b. lifðu eigi.

6442

++ Ingibjörg Hallgrímsdóttir átti Sigfús 11184 b. í Hrafnsgerði Sölvason og s. k. hans‚ bl.

6443

++ Stefán Hallgrímsson bjó á Glúmsstöðum átti Guðfinnu 1957 Pétursdóttur frá Þorgerðarstöðum. Þ. b.: Ingunn‚ Bergljót, Björg‚ Hallgrímur, Friðrik, Þórarinn.

Númer 6444 vantar í handritið.

6445

+++ Ingunn Stefánsdóttir átti Einar Jónsson bónda á Geldingalæk syðra‚ alþingismann um tíma.

6446

+++ Bergljót Stefánsdóttir átti Gunnar á Egilsstöðum í Fljótsdal Sigurðsson.

6447

+++ Björg Stefánsdóttir átti Svein 6329 Jónsson frá Brekkugerði.

6448

+++ Hallgrímur Stefánsson b. á Glúmsstöðum átti Sigurbjörgu Halladóttur frá Bessastaðagerði.

6449

+++ Friðrik Stefánsson b. á Hóli í Fljótsdal, átti Ingibjörgu d. Benedikts prófasts Kristjánssonar á Grenjaðarstað.

6450

+++ Þórarinn Stefánsson ókv. 1921.

++ Hallgrímur Hallgrímsson bjó ekki‚ átti barn við Ingunni 8691 Pálsdóttur Sigurðssonar, hét Kristrún; kvæntist svo Margréti 4622 Oddsdóttur frá Kollaleiru. Þ. b.: Sofía‚ Ólafur.

6451

+ Ólafur Stefánsson frá Valþjófsstað b. í Geitagerði og Hamborg; átti I Þorgerði Bergvinsdóttur prests á Eiðum‚ Þorbergssonar og Sigríðar Þorláksdóttur prests á Svalbarði, Hallgrímssonar. Þ. b. dóu öll ung og uppkomin; II Sigríði Bergvinsdóttur‚ systur Þorgerðar. Þ. b.: Páll. Sigríður dó 11.4. 1914, 71 árs.

6452

++ Páll Ólafsson b. á Arnaldsstöðum í Fljótsdal, átti Guðrúnu Árnadóttur úr Hafnarfirði, bl.

6453

+ Ólafía Stefánsdóttir frá Valþjófsstað.

6454

+ Pálína Stefánsdóttir.

6455

đđđ Einar Vigfússon Ormssonar var fyrst talinn faðir að Jóni syni Þorbjargar 6334 Jónsdóttur vefara (er annars var álitinn sonur sr. Stefáns Árnasonar); kvæntist síðar Þorgerði 1879 Jónsdóttur frá Melum og bjó á Víðivöllum ytri‚ bl.

6456

εεε Guttormur Vigfússon (f. 17.11. 1804) lærði og varð stúdent, átti fyrst barn 1822 við Björgu 4492 Eiríksdóttur frá Merki‚ hét það Anna 4493; átti svo I Halldóru 6371 (f. 18.8. 1808) Jónsdóttur vefara og bjó á Arnheiðarstöðum Þ. b.: Vigfús‚ Bergljót‚ Guðlaug, Þórey María‚ Einar‚ Sigurður, Jón‚ Stefán‚ Guttormur‚ 5 dóu á 1. og 2. ári (2 Bergljótar, Jón Sigfús og 2 Sigríðar). Halldóra dó 8.11. 1852; II átti Guttormur Kristínu 8517 (f. 1.6. 1830) Jónsdóttur prests á Hofi í Álftafirði, Bergssonar. Hún dó 22.7. 1855 eftir 1 árs hjónaband. Þ. einb.: Halldór. Guttormur var hinn mesti búmaður, dó 14.9. 1856.

6457

+ Vigfús Guttormsson bjó á Arnheiðarstöðum, átti Margréti 6281 Þorkelsdóttur prests í Stöð. Þ. b.: Guttormur, Einar‚ Sölvi‚ Halldóra Kristín, Guðlaug Bergljót. Vigfús dó 22.12. 1867 en Margrét 11.12. 1896.

6458

++ Guttormur Vigfússon (f. 8.8. 1850) lærði búfræði, varð kennari á Möðruvöllum um tíma og síðan skólastjóri á Eiðum þá er búnaðarskóli var settur þar‚ en var þar stutt og bjó fyrst á Strönd síðan alla stund í Geitagerði, var alllengi alþingismaður; hann átti Sigríði Sigmundsdóttur frá Ljótsstöðum í Skagafirði, Pálssonar. (Sigríður Guðbjörg Anna). Þ. b : Páll‚ Vigfús‚ Stefán‚ Arnheiður, Sigmar Bergsteinn, Andrés‚ Þorvarður‚ Geir. Guttormur dó 26.12. 1928.

6459

+++ Páll Guttormsson (f. 27.5. 1884) átti Sigfríði 4406 Konráðsdóttur kaupmanns Hjálmarssonar í Norðfirði. Þ. b.: Konráð f. 10.9. 1913, Geir Guttormur, Garðar‚ Þór‚ Sigríður.

6459a

+++ Vigfús Guttormsson (f. 3.9. 1885) átti Helgu hjúkrunarkonu á Brekku Þorvaldsdóttur úr Borgarfirði syðra. Þ. b.: Ragnheiður, Sigríður, Guttormur.

6459b

+++ Stefán Guttormsson (f. 14.8. 1887) heima í Geitagerði 1930 ókv.

6459c

+++ Arnheiður Guttormsdóttir (f. 29.8. 1889) á Skriðuklaustri 1930 óg.

6459d

+++ Sigmar Bergsteinn Guttormsson (f. 6.12. 1890) kvæntist 10.9. 1919 Sigríði 6421 (f. 30.9. 1889) Halldórsdóttur á Skriðuklaustri Benediktssonar, bjuggu á Skriðu. Þ. b.: Halldór f. 23.7. 1921, Sigurður f. 10.1. 1923, Atli f. 8.3. 1924, Valgeir f. 1.11. 1926.

6459e

+++ Andrés Guttormsson (f. 29.1. 1894) gjaldkeri Landsímans í Reykjavík.

6459f

+++ Þorvarður Guttormsson (f. 1.2. 1895) lærði‚ varð prestur í Hofteigi 1924, átti 1923 Ólínu Mörtu Jónsdóttur b. í Ölfusi (síðar í Reykjavík) er ættaður var úr Skaftafellssýslu (af Runólfi dbrm.). Fékk Laufás 1928.

6459g

+++ Geir Guttormsson (f. 23.8. 1897) lærði tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni í Reykjavík, var við tréskurð á Akureyri, átti færeyska konu‚ Hanne.

6459h

++ Einar Vigfússon (f. 4.1. 1852) varð prestur til Hofs á Höfðaströnd og Miklabæjar í Óslandshlíð 1880, fékk Fjallaþing 1883 og Desjarmýri 1885. Hann átti fyrst barn í Reykjavík um 1877, hét Magnea; kvæntist svo 1880 Björgu Jónsdóttur frá Hlíðarhúsum við Reykjavík, Sigfússonar. Þ. b.: Margrét, Sigríður, Svafa‚ Hallgrímur, dó barn. Sr. Einar yfirgaf Desjarmýri og fór til Am. 1902 með konu og börn þeirra. Björg var f. 15.3. 1852, d. 23.8. 1905. Sr. Einar dó 1928.

6459i

+++ Magnea Einarsdóttir átti Andrés Rasmussen kaupmann á Seyðisfirði, Am. Þ. b.: Anna Am., Vignir.

6459j

° Vignir Andrésson ólst upp á Stafafelli hjá Guðlaugu afasystur sinni. Fimleikakennari.

6460

++ Sölvi Vigfússon (f. 4.3. 1854) bjó á Arnheiðarstöðum‚ hreppstjóri, átti 1887 Sigríði 6429 Sigfúsdóttur frá Skriðuklaustri og var s. m. hennar. Þ. b.: Margrét f. 18.12. 1891, Þorvarður f. í júní 1893, Droplaug f. 16 2. 1898. 4 dóu ung. (Vigfús‚ Margrét, Eiríkur og Droplaug). Sölvi dó 9.9. 1927.

6461

+++ Margrét Sölvadóttir dó 1928, óg., bl. Var þá ráðskona á Eiðum; efnileg og greind stúlka.

6462

+++ Þorvarður Sölvason varð stúdent, gerðist kaupmaður á Reyðarfirði

6463

+++ Droplaug Sölvadóttir.

6464

++ Halldóra Kr. Vigfúsdóttir (f. 22.9. 1855) var s. k. sr. Gunnlaugs Halldórssonar prests á Breiðabólsstað. Þ. s.: Þórhallur.

6465

+++ Þórhallur Gunnlaugsson var símritari í Reykjavík og síðar símastjóri í Vestmannaeyjum.

6466

++ Guðlaug B. Vigfúsdóttir (f. 25.1.1857) var s. k. Jóns prófasts Jónssonar á Stafafelli. Þ. b. lifðu ekki.

Númerin 6465 og 6466 eru tvítekin í handritinu.

6465

+ Bergljót Guttormsdóttir var s. k. Jóns b. Jóakimssonar á Þverá í Laxárdal. Þ. b. lifðu ekki.

6466

+ Guðlaug Guttormsdóttir (f. 2.3. 1834) var s. k. Siggeirs 8650 prests Pálssonar á Skeggjastöðum, bl. Guðlaug dó 13.7. 1913, 78 ára.

6467

+ Þórey María Guttormsdóttir (f. 23.7. 1836, d. um 1848).

6468

+ Einar Guttormsson bjó í Hrafnsgerði og Fjallsseli (f. 13.5. 1838), átti Sigríði 6326 Þorsteinsdóttur frá Brekkugerði. Þ. b.: Þorbjörg, Þorsteinn, Bergljót, Guttormur, Halldóra. 3 dóu ung.

6469

++ Þorbjörg Einarsdóttir átti Jón prest Jónsson frá Hlíðarhúsum hjá Reykjavík. Hann fékk fyrst Kvíabekk 1886, Hof á Skagaströnd 1889 var leystur frá embætti 1896; fór síðan til Am. með konu og börn.

6470

++ Þorsteinn Einarsson átti Gróu 1977 Eyjólfsdóttur, Magnússonar frá Hamborg. Þ. b.: Sigurður, Einar‚ Eyjólfur, Guðlaug‚ Þorgeir, Jóna‚ Alexander, Margrét, Hallgrímur ókv., bl., Aðalheiður, dó nálægt tvítugt óg., bl. Þau bjuggu í Fjallsseli.

6471

+++ Sigurður Þorsteinsson (f. 1886) var lengi lausamaður ókv., bl. Keypti loks Kleppjárnsstaði um 1927 og bjó svo þar með ráðskonu.

6472

+++ Einar Þorsteinsson (f. 15.12. 1887) átti Jóhönnu 9815 (f. 1.8. 1900) Oddsdóttur, Davíðssonar. Bjuggu fyrst á parti úr Skriðuklaustri, fluttu að Ytra Nýpi 1927 og keyptu jörðina. Einar var áhugamaður og framkvæmdamikill, en missti snemma heilsuna og dó úr tæringu vorið 1929. Þ. b.: Oddný f. 18.10. 1921, Þorsteinn f. 23.3. 1926.

6473

+++ Eyjólfur Þorsteinsson (f. 1889) átti Ásgerði 6439 Pálsdóttur á Melum‚ Sigfússonar. Bjuggu á Melum góðu búi.

6474

+++ Guðlaug Þorsteinsdóttir átti Sigurjón 4950 Guðjónsson, Víglundssonar. Bjuggu í Kolsstaðagerði.

6475

+++ Jóna Þorsteinsdóttir ólst upp í Brekkugerði.

6476

+++ Þorgeir Þorsteinsson (f. 20.11. 1891) átti 4.7. 1925 Kristínu 12605 (f. 9.1. 1897) Jónsdóttur b. í Skógum í Vopnafirði.

6477

+++ Alexander Þorsteinsson fór til Kaupmannahafnar.

6478

+++ Margrét Þorsteinsdóttir ólst upp á Stafafelli og giftist þar.

Númerin 6479 og 6480 vantar í handritið.

6481

++ Bergljót Einarsdóttir átti Einar 3945 Sölvason frá Víkingsstöðum. Þ. b.: Sigríður, Margrét, Einar‚ Vigfús‚ Halldóra, Solveig. Þau bjuggu á Ósi‚ Bakkagerði í Hlíð og Fjarðarseli.

6482

+++ Sigríður Einarsdóttir átti Vigfús Jónsson frá Firði í Seyðisfirði. Þ. b.: Ólafur.

6483

+++ Margrét Einarsdóttir átti Óla 9913 Einarsson söðlasmið í Þingmúla, son Einars pósts Ólasonar.

+++ Einar Einarsson fór að búa í Hátúni í Skriðdal 1928 með móður sinni.

6484

++ Guttormur Einarsson var hér og þar‚ átti I Oddbjörgu 962 Sigfúsdóttur frá Fljótsbakka, Oddssonar. Þ. b.: Einar Sigfús‚ Guðlaugur, Bergljót. Þau skildu. Guttormur átti svo II Ingibjörgu úr Breiðdal. Bjuggu á Búðareyri í Reyðarfirði.

6485

++ Halldóra Einarsdóttir óg. 1923, var á Stafafelli í Lóni.

6486

+ Sigurður Guttormsson frá Arnheiðarstöðum bjó í Kolsstaðagerði og átti jörðina; átti Guðríði 11851 Eiríksdóttur systur Jónasar á Eiðum. Þ. b.: Halldóra, Þóra‚ Guðlaug, Bergljót.

6487

++ Halldóra Sigurðardóttir átti Jón bókhaldara í Reykjavík Jónsson frá Þverá í Laxárdal Jóakimssonar. Þ. b.: Auður‚ Jón‚ María‚ Sigríður, Þórey

6488

++ Þóra Sigurðardóttir óg., dvaldi í Sviss 1916, kom aftur‚ varð forstöðukona gamalmennahælis á Seyðisfirði 1928 eða 1929, bl.

6489

++ Guðlaug Sigurðardóttir átti Ólaf 2028 b. á Skeggjastöðum í Fellum Jónsson.

6490

++ Bergljót Sigurðardóttir átti Skafta Jóhannsson, Bessasonar á Skarði í Dalsmynni í Þingeyjarsýslu. Þ. b.: Guðríður‚ Sigurlaug, Arnheiður, Jóhann‚ Þórey‚ Svafa‚ Sigríður.

6491

+ Jón Guttormsson frá Arnheiðarstöðum átti 1874 I Pálínu 10784 Ketilsdóttur frá Bakkagerði í Borgarfirði. Þ. b.: Vigfús‚ Guttormur. Þau fóru öll til Am.; II Snjólaugu 10514 Guðmundsdóttur Ísleifssonar.

6492

++ Vigfús Jónsson b. í Nýja Íslandi.

6493

++ Guttormur Jónsson, skáld í Nýja Íslandi.

6494

+ Stefán Guttormsson bjó fyrst á Þuríðarstöðum í Fljótsdal, var svo hér og hvar‚ átti Pálínu Pálsdóttur Pálssonar norðlenzks, Eiríkssonar. Páll Eiríksson er húsmaður í Vallanesi 1845, 65 ára‚ f. í Nessókn í Norðuramti. Kona hans er þá Guðbjörg Þorkelsdóttir, 63 ára‚ f. í Draflastaðasókn. Þá býr á Freyshólum Páll Pálsson 38 ára‚ f. í Illugastaðasókn í Norðuramti. Móðir Pálínu var Þorbjörg (ath. 5015) d. Þorsteins Þorlákssonar og Freygerðar Eyjólfsdóttur Ísfeldts. En móðir Páls Pálssonar var Guðbjörg, sem dreymdi Guðbjargardrauminn. Guttormur Vigfússon kallar k. Stefáns Pálínu og kallar „óþekkta ætt“, en mér hafði áður verið sagt að hún héti Jóhanna. Þ. b.: Guttormur‚ Páll‚ Jón.

6495

++ Guttormur Stefánsson b. á Síðu í Vatnsdal, átti Arndísi Guðmundsdóttur úr Húnavatnssýslu. Þ. b.: Sofía‚ Sigurður‚ Sigurbjörg, Sölvi o. fl.

+++ Sofía Guttormsdóttir var ráðskona á Eiðum 1927—28, myndarstúlka.

6496

++ Páll Stefánsson var umboðssali í Reykjavík, kv. Fríðu Proppé‚ bl.

++ Jón Stefánsson b. á Hreiðarsstöðum, átti Sveinbjörgu 1852 Bjarnadóttur frá Staffelli.

6497

+ Guttormur Guttormsson dó ókv., bl. 1869.

6498

+ Halldór Guttormsson lærði búfræði, bjó fyrst á Strönd‚ var síðan mest á Arnheiðarstöðum, góður smiður‚ ókv., dó 1930. Átti barn við Margréti Árnadóttur „gátu“, hét Margrét. Margrét Árnadóttir fór til Am.

++ Margrét Halldórsdóttir ólst upp á Stafafelli hjá sr. Jóni og Guðlaugu Vigfúsdóttur. Giftist í Reykjavík Þorleifi húsagerðarmeistara Eyjólfssyni frá Grímslæk í Ölfusi.

6499

zz Guðrún Þorsteinsdóttir frá Krossi 6243 átti sr. Runólf Jónsson frá Höfðabrekku; hann dó 1.8. 1809, en hún 1834. Þ. b.: Guðrún‚ Jón‚ Margrét, Þorsteinn, Jón‚ Þuríður.

6500

įį Sigríður Þorsteinsdóttir 6243 átti „skikkanlegan, fátækan bóndamann Símon Einarsson í Fíflholtshjáleigu, Klasbarða og Glæsistöðum“. Þ. b.: Jón‚ Þorsteinn, Þorbjörg, Einar‚ Kristín, Guðfinna.

6501

ſ Sigríður Hjörleifsdóttir prófasts Þórðarsonar 6239 átti sr. Pál Magnússon b. á Brennistöðum í Flókadal (d. 1764), Jónssonar yngra sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar lögmanns í Einarsnesi, Jónssonar. (S-æf. III, 474). Móðir sr. Páls var Þórunn d. sr. Árna í Saurbæjarþingum Jónssonar, s. k. Magnúsar á Brennistöðum. Ein alsystir hans var Margrét Magnúsdóttir móðir Guðrúnar Þórðardóttur k. sr. Jóns Jónssonar á Gilsbakka (d. 1771). Var þeirra d. Sigríður s. k. sr. Guðbrands á Brjánslæk‚ móðir Gunnlaugs Briem sýslumanns, föður Eggerts (6524) Briem sýslumanns á Reynistað. Hálfsystir sr. Páls‚ eftir f. k. Magnúsar, Margréti Guðmundsdóttur á Álftanesi, Sigurðssonar, var Guðrún k. Guðmundar Teitssonar sýslumanns Arasonar. Þeirra son var sr. Guðmundur í Reykjadal (S-æf. II, 124) faðir sr. Hjálmars föður Gísla 6523 læknis Hjálmarssonar. Sr. Hjálmar var djákn í Hítardal 1800—01, forstöðumaður barnaskólans á Hausastöðum 1806—12, fékk Kolfreyjustað 28.5. 1814, vígður 15.5. 1815, fór þá austur og bjó fyrst til 1819 í Dölum í Fáskrúðsfirði, fékk Hallormsstað 16.8. 1832, dó 1.2. 1861.

Sr. Páll Magnússon var f. 1735, fór 15 ára í skóla og var þar 7 vetur; þar eftir 1 ár á Þingvöllum, þá 2 ár hjá Birni lögmanni Markússyni á Hvítárvöllum, vígðist svo 8. s. e. þrenningarhátíð 27.7. 1760 aðstoðarprestur til sr. Hjörleifs Þórðarsonar; átti Sigríði dóttur hans og bjó í tvíbýli við hann alla stund‚ fékk svo Valþjófsstað eftir hann 1786, varð prófastur 1783, dó 26.11. 1788. Hann þótti vænsti maður. Sigríður flutti að Arnheiðarstöðum eftir lát hans og bjó þar í 12 ár 1789—1801, „mesta forstands og þrifnaðarkona, lét vel búskapur“. Síðar var hún í kosti hjá sr. Vigfúsi Ormssyni á Valþjófsstað og fluttist að Hólmum er sr. Guttormur sonur hennar var orðinn prestur þar. Þar dó hún 3.9. 1811, en var jarðsett á Valþjófsstað. Sigríður þótti aðsjál. Eitt sinn kom Gróa á Kleif‚ í hallæri, utan af sveit‚ um vortíma, var þá ekkja‚ fátæk‚ með börn sín. Hún setti sig inn í bæjardyr á Valþjófsstað til að hvíla sig. Sr. Páll kom þar og heilsaði henni góðlátlega. Gekk hann síðan inn til konu sinnar og segir: „Gróa á Kleif er komin og er víst svöng; ég held það væri gustuk að gefa henni að borða“. Hún svaraði: „Ekki finn ég til þess‚ þó að hún Gróa sé svöng“, og hreyfði sig heldur ekki En um nóttina sendi hann einn vinnumann sinn með matvæli til Gróu. Þ. b.: Bergljót, Halldóra, Guttormur, Magnús.

6502

αα Bergljót Pálsdóttir var f. k. sr. Hjörleifs 6246 Þorsteinssonar á Bakka og Hjaltastað. Þ. b. nr. 6246 og áfram.

6503

ββ Halldóra Pálsdóttir átti 1794 Pétur 889 Brynjólfsson læknis Péturssonar. Bjuggu á Víðivöllum ytri. Hann drukknaði á Berufirði 1798.

6504

gg Guttormur Pálsson (f. 6.1. 1775) lærði‚ sigldi stúdent 1798, kom inn 1799, varð prorector við Reykjavíkurskóla 1801, en 2. kennari við Bessastaðaskóla 1805, vígðist að Hólmum 1807; kvæntist 9.6. 1808 Margréti 6399 Vigfúsdóttur prests Ormssonar, fékk Vallanes 1821, sagði af sér 1851, dó 5.8. 1860, 86 ára hjá sr. Einari Hjörleifssyni. Hann var ágætismaður og örlátur höfðingi‚ gáfumaður og vel að sér‚ einkum í latínu og grísku‚ átti mikið við lækningar. Bráðlyndur nokkuð en stillti sig oftast vel. Var síðast lengi blindur. Kona hans var einnig góð kona. Börn þeirra voru 17: Bergljót, Málfríður, Vigfús‚ Guðlaug, Vigfús‚ dó ungur‚ Sigríður, dó barn‚ Sigríður önnur‚ Þórunn‚ Sigurlaug‚ Ragnheiður, Margrét, Pálína‚ dó ung‚ María‚ dó ung‚ Páll‚ Ingunn‚ Jón‚ dó ungur‚ Jón annarr. Margrét dó 10.4. 1849.

6505

ααα Bergljót Guttormsdóttir átti Sigurð prófast 13103 Gunnarsson á Hallormsstað.

6506

βββ Málfríður Guttormsdóttir var f. k. sr. Jóns 5097 Jónssonar Austmanns, síðast í Stöð.

6507

ggg Vigfús Guttormsson (f. 3 6. 1813) vígðist 1837 aðstoðarprestur að Vallanesi, bjó í Hvammi 5 ár‚ fékk Ás í Fellum 1854, dó 19.3. 1874; átti I 1841 Björgu 6424 Stefánsdóttur frá Valþjófsstað. Þ. b.: Stefán‚ dó ungur‚ Guttormur, Páll‚ Halldór, Páll annar‚ Jón‚ Stefán annar (dóu allir 4 ungir). Björg dó 25.12. 1861; II 1863 Guðríði 5108 Jónsdóttur frá Gilsá‚ Einarssonar. Þ.b.: Jón‚ dó á 1. ári‚ Björgheiður, dó ung‚ Björgvin. Guðríður dó á Efra Hvoli 5.3. 1918.

6508

+ Guttormur Vigfússon (f. 23.4. 1845) í Hvammi á Völlum‚ vígðist að Ríp 1872, varð aðstoðarprestur sr. Jóns Austmanns í Saurbæ 1874, fékk Svalbarð 1876 og Stöð 1888. Var prófastur í Norður-Þingeyjarsýslu 1885—1888. Átti I 18.7. 1873 Málfríði Önnu 5099 d. sr. Jóns Austmanns. Þ. b.: Helga, Málfríður‚ dó á 1. ári. Málfríður Anna dó 4.12. 1874; II átti hann 24.8. 1877 Friðriku Þórhildi 2559 (f. 1.6. 1859) Sigurðardóttur frá Harðbak, Steinssonar. Þ. b.: Vigfús‚ Björg‚ dó 1 árs‚ Guðríður‚ Guðlaug, Sigríður, Páll‚ Málfríður (tvíburi við Pál‚ dó á 2. ári), Sigurbjörn, Benedikt. Sr. Guttormur sagði af sér 1925.

6509

++ Helga Guttormsdóttir (f. 20.11. 1873) átti I Stefán Baldvinsson verzlunarmann á Mjóafirði 28.8. 1897. Þ. b.: Anna. Stefán dó í apríl 1898; II Hallgrím, eyfirzkan. Þ. b.: Fríða. Hjónaband þeirra fór illa; hún varð geðveik og var lengi á Kleppi.

6510

+++ Anna Stefánsdóttir (f. 1898) drukknaði í Grímsá 1912.

6511

+++ Fríða Hallgrímsdóttir ólst upp á Silastöðum í Kræklingahlíð, hjá Guðrúnu Jónasdóttur föðursystur sinni.

6512

++ Vigfús Guttormsson (f. 10.7. 1879) átti 3.9. 1904 Ingigerði 4340 Konráðsdóttur Sveinssonar, bjuggu á Ánastöðum í Breiðdal. Þ. b.: Sigríður f. 18.9. 1905, Guttormur Hermann f. 6.6. 1916.

6513

++ Guðríður Guttormsdóttir (f. 30.4. 1883) átti 27.5. 1905 Þorstein Mýrmann Þorsteinsson, hann var f. 12.5. 1874 í Slindurholti á Mýrum‚ var fyrst við verzlun í Stöðvarfirði, bjó svo í Flautagerði hjá Stöð. Þ. b.: Skúli f. 24.12. 1906, Pálína f. 28.1. 1908, Friðgeir f. 15.2. 1910, Halldór f. 23.7. 1912, Anna f. 8.4. 1915, Björn f. 22.5.1916

6514

++ Guðlaug Guttormsdóttir (f. 8.9. 1884) átti 29.5. 1903 Þorstein 11672 á Löndum Kristjánsson Þorsteinssonar. Þ. b.: Kristján f. 16.2. 1905, Guttormur f. 3.4. 1906, Þórhildur f. 22.5.1907, Jón Nikulás f. 31.10. 1909, Guðleif Margrét f. 9.11. 1914.

6515

++ Sigríður Guttormsdóttir (f. 18.5. 1887) átti 27.5.1911 Guttorm 6521 Pálsson skógarvörð á Hallormsstað, bræðrung sinn.

6516

++ Páll Guttormsson (f. 9.1. 1890) drukknaði 9.2. 1908 í Hvítá í Borgarfirði.

6517

++ Sigurbjörn Guttormsson (f. 8.2. 1892) bjó í Stöð‚ átti 28.9. 1918 Sigurbjörgu 5216 Jónsdóttur frá Gestsstöðum Sigurðssonar. Þ. b.: Álfhildur f. 31.7. 1920.

6518

++ Benedikt Guttormsson (f. 9.8. 1899) bjó í Stöð móti Sigurbirni bróður sínum.

6519

+ Páll Vigfússon var stúdent, bjó svo á Ási og Hallormsstað, framtakssamur maður‚ átti Elísabetu 13106 Sigurðardóttur prófasts Gunnarssonar. Þ. b.: Sigrún‚ Guttormur. Páll dó 36 ára 16.5. 1885 en Elísabet 1927.

6520

++ Sigrún Pálsdóttir átti Benedikt Blöndal, kennara á Eiðum.

6521

++ Guttormur Pálsson var skógarvörður á Hallormsstað átti 27.11. 1911 Sigríði 6515 Guttormsdóttur frá Stöð. Þ. b.: Bergljót f. 3.4. 1912, Páll f. 25.5. 1913, Sigurður f. 29.7. 1917.

6522

+ Björgvin Vigfússon (f. 21.10. 1866) varð umboðsmaður Múlasýslujarða 1897 og bjó þá á Hallormsstað, varð sýslumaður í Skaftafellssýslu 1904, fékk Rangárvallasýslu 1907, bjó á Efra Hvoli. Átti 15 6. 1898 Ragnheiði Einarsdóttur frá Höskuldsstöðum, systrungu sína. Þ. b.: Páll f. 20.8. 1898, Einar f. 13.8. 1900, d. 1919, Helga Guðríður f. 13.12. 1903, Elísabet f. 5.6. 1908.

6523

đđđ Guðlaug Guttormsdóttir (f. 30.1. 1811) átti 16.2. 1841 Gísla (6501)Hjálmarsson héraðslækni. Hann var f. 11.10. 1807, varð læknir í Múlasýslum 1845 og bjó á Höfða; var hinn bezti og röskasti læknir‚ stórgerður nokkuð í framkomu, ágætismaður og vinsæll. Fékk lausn 1860 og flutti suður á land 1862, dó á Bessastöðum 13.1. 1867. Þ. einb.: Guðrún.

6524

+ Guðrún Gísladóttir átti 2.7. 1874 Eirík (6501) Briem‚ son Eggerts sýslumanns á Reynistað. Hann var f. 17.7. 1846, varð prestur til Þingeyraklausturs 1873 og bjó í Steinnesi, prófastur í Húnavatnssýslu 1877, 2. kennari við prestaskólann í Reykjavík 1880 og 1. kennari 1909. Hann var lengi alþingismaður og að mörgu hinn merkasti maður. Þ. b.: Eggert‚ Ingibjörg, dó uppkomin bl. Guðrún dó 2.3. 1893.

6525

++ Eggert E. Briem lærði‚ varð bóndi í Viðey‚ átti Katrínu dóttur Péturs Thorsteinsson kaupmanns á Bíldudal og í Reykjavík, Þorsteinssonar í Æðey‚ Þorsteinssonar prests í Gufudal, Þórðarsonar.

6526

εεε Sigríður Guttormsdóttir átti Vigfús 8659 prófast Sigurðsson á Sauðanesi, bl.

6527

ſſſ Þórunn Guttormsdóttir átti I Metúsalem 3776 Árnason á Bustarfelli og var 3. k. hans‚ voru saman rúman mánuð‚ þá dó hann‚ bl.; II Benedikt 6277 á Höfða á Völlum Þorkelsson prests í Stöð.

6528

zzz Sigurlaug Guttormsdóttlr dó 1842, 25 ára‚ óg., bl.

6529

įįį Ragnheiður Guttormsdóttir dó 1843, 24 ára‚ óg., bl.

6530

zzz Margrét Guttormsdóttir var f. k. Einars Ásmundssonar alþingismanns í Nesi. Þ. b.: Gunnar‚ Guttormur.

6531

+ Gunnar Einarsson var kaupmaður í Reykjavík, átti I Andreu Jónu 3791 Sigurðardóttur frá Möðrudal, Jónssonar. Þ.b.: Einar‚ cand. phil. ritstjóri í Reykjavík; II Jóhönnu Friðriksdóttur og börn.

6532

^^ Páll Guttormsson var aðstoðarmaður hjá Gísla lækni Hjálmarssyni á Höfða‚ dó 1860, 33 ára‚ ókv., bl.

6533

fifift Ingunn Guttormsdóttir dó 1854, 26 ára.

6534

k;k^ Jón Guttormsson (f. 30.7. 1831) yngstur af systkinum sínum‚ varð prestur að Staðarhrauni 1860, en fór þangað þó eigi‚ fékk Kjalarnesþing 1861 og vígðist þangað sama ár‚ fékk Hjarðarholt 1866, var prófastur í Dalasýslu 1871—91, dó 3.6. 1901. Hann átti Guðlaugu Margréti 13422 dóttur Jóns b. á Brekku í Fljótsdal og Margrétar Hjálmarsdóttur systur Gísla læknis. Þ. b.: Guðlaug Ingibjörg, Guttormur, Ragnheiður, Gísli‚ Jón‚ Páll‚ Margrét Katrín.

6535

+ Guðlaug I. Jónsdóttir átti Andrés Bjarnason frá Brunngili í Bitru‚ söðlasmið í Reykjavík. Þ. b.: Jón‚ dó uppkominn‚ Kristinn, Guttormur, Gísli.

6536

+ Guttormur Jónsson var tré- og járnsmiður í Reykjavík.

6537

+ Ragnheiður Jónsdóttir átti Björgólf 6035 trésmið á Vopnafirði Brynjólfsson. Hann fór til Am.

6538

+ Gísli Jónsson var ráðsmaður hjá föður sínum‚ átti 1892 Margréti Steinsdóttur prests í Árnesi‚ Torfasonar Steinsen. Þ. b.: Jón. Gísli dó 1897.

6539

+ Jón Jónsson (f. 6.9. 1868) varð læknir á Vopnafirði 1897 og á Blönduósi 1906, átti 18.7. 1903 Kristíönu Sigríði 14373 Arnljótsdóttur prests Ólafssonar á Sauðanesi. Þ. b.: Arnljótur f. 31.12. 1903, Hólmfríður Sigríður f. 3.12. 1905, Guðlaug Margrét f. 1.7. 1907, Karitas Sylvía f. 4.12. 1904, Snæbjörn Sigurður Hákon f. 1911.

6540

+ Páll Jónsson var við verzlun í Reykjavík.

6541

+ Margrét K. Jónsdóttir átti 1901 Björn 3679 Stefánsson frá Teigi‚ Þórarinssonar.

6542

đđ Magnús Pálsson ( f. 26.12. 1779) frá Valþjófsstað Magnússonar 6501 var undarlegur í skapi og einkennilegur; hann sigldi og varð „Holmens Matros“, kom inn aftur og flæktist víða. Þótti honum fólk sitt ekki reynast sér vel og var oft hvefsinn í þess garð (sbr. 6397). Hann átti I Dýrfinnu Magnúsdóttur (f. um 1770) úr Gulltaringusýslu; II 1837 Jóhönnu (10571) Jónsdóttur frá Vaði í Reykjadal og bjó þá á Brimhorni í Vopnafjarðarkauptúni. Hann lifir 1845 á Vopnafirði 66 ára‚ drukknaði í Gilsá í Fljótsdal vorið 1846. Heyrt hef ég‚ að hann hafi drukknað í Grímsá‚ og sagt að hann hefði aldrei óttast neitt‚ nema Grímsá (Gísli á Vindfelli. Var Jóhanna móðir Guðbjargar móður Gísla). Sögn gekk um það meðal eldri Íslendinga í Khöfn um 1870, að sonur Magnúsar hefði verið Hans‚ faðir Emils og Ólafs Paulsen, nafnkunnra leikara í Khöfn. Hans var f. 1807. En það reynist ekki satt og dó Magnús bl. Hann var stundum kallaður „Tíkar-Mangi“, því að hann hafði lengi smátík‚ eina eða fleiri‚ sem hann bar iðulega í barmi sér. Ýmsar kátlegar sögur voru sagðar um hann.

6543

bbb Vilborg Þórðardóttir frá Starmýri 6238, systir Hjörleifs prófasts á Valþjófsstað, átti Eirík 11365 prest á Sandfelli í Öræfum (1733—46), Oddsson frá Búlandsnesi, Jónssonar. Þ. b.: Sigríður, Oddur‚ Þórður‚ Ásdís.

6544

α Sigríður Eiríksdóttir átti Benedikt 8426 Bergsson á Árnanesi.

6545

β Oddur Eiríksson sigldi‚ átti 2 sonu.

6546

g Þórður Eiríkson sigldi og var við skipasmíði konungs.

6547

đ Ásdís Eiríksdóttir átti Magnús 4988 Högnason á Kolsstöðum. Þ. b.: 4988 og áfram.

6548

ccc Sesselja Þórðardóttir. Espólín telur hana einnig dóttur Þórðar á Starmýri en segir ekkert meira um hana. (Ath. má 6550).

6549

dd Sigríður Hjörleifsdóttir önnur frá Geithellum 6235 átti Högna Högnason á Reyðará, bl. Árið 1703 býr í Syðra Firði í Lóni Högni Högnason 47 ára‚ kona ekki nefnd‚ né börn. Er það líklega þessi Högni‚ en Sigríður þá dáin. Þar er þá fyrst talin vinnukona, hjá Högna‚ Anna Hjörleifsdóttir, 23 ára‚ er líklegt að hún sé ráðskona hans og ef til vill dóttir Hjörleifs á Geithellum.

6550

ee Þorvarður Hjörleifsson frá Geithellum 6235 ætti enn að hafa verið til eftir sögn Jóns Sigfússonar; telur Jón hann föður Vilborgar k. Kristjáns skipasmiðs á Þvottá. Ekki finnst þessi Þorvarður Hjörleifsson þó í manntainu 1703 hér eystra‚ en hann gæti hafa verið annars staðar‚ eða fallið úr. Þegar Kristján er nefndur í manntalinu 1762, er hann talinn 54 ára en kona hans 56 og ætti hún því að vera fædd um 1706; kæmi því tíminn heim.

Á lausu blaði‚ sem ég fékk eitt sinn frá Runólfi Sigurðssyni í Sandfelli, er Vilborg, kona Jóns‚ sonar Kristjáns skipasmiðs, talin Þorvarðsdóttir, og sá Þorvarður sonur Þórðar á Starmýri og Sigríðar Hjörleifsdóttur frá Geithellum og ættin svo talin upp til sr. Einars í Heydölum. Þetta gæti nú verið tímans vegna. En Vilborg kona Jóns Kristjánssonar er í manntölum Heydala og Þingmúla kölluð Jónsdóttir, og er hún talin 36 ára 1774 og því fædd um 1738. Hefur því líklega sá‚ sem þessi ættfærsla Vilborgar er höfð eftir‚ að hún hafi verið Þorvarðsdótir, Þórðarsonar á Starmýri, villzt á Vilborgum, eða ættfærslunni að öðru leyti. En bæði þessari ættfærslu og ættfærslu Jóns Sigfússonar, sem hann hefur eflaust haft eftir einhverjum afkomanda Kristjáns skipasmiðs, ber saman um það‚ að ættin sé frá Hjörleifi á Geithellum og má telja víst‚ að svo hafi verið. Hefur Jón líklega haft sögn sína eftir Vilborgu í Sandfelli Finnbogadóttur, eða Jóni á Arnhólfsstöðum, bróður hennar‚ sem bjuggu í grennd við Jón meðan hann var á Ketilsstöðum og sem hann rekur ættina frá Kristjáni skipasmið sérstaklega til. Sonur Kristjáns hét Þorvarður‚ sem gæti bent á föðurnafn konu Kristjáns, sem Jón telur vera Vilborgu Þorvarðsdóttur, Hjörleifssonar á Geithellum. Gæti þá einnig nafn Vilborgar konu sr. Eiríks í Sandfelli og dóttur Sigríðar Hjörleifsdóttur, verið sama nafn sem Vilborgar Þorvarðsdóttur.

Vel gæti einnig verið‚ að Sesselja Þórðardóttir frá Starmýri og Vilborgar, sem Espólín nefnir‚ en segir ekkert um (6548), hefði verið kona Kristjáns skipasmiðs. Sesselja hét dóttir Kristjáns, og dóttir hennar Vilborg; hefði þá sú Vilborg heitið eftir móðursystur sinni. Þann‚ er sagði Jóni Sigfússyni frá konu Kristjáns gat hafa misminnt nafn hennar; eða það misritast hjá Jóni.

Hafi nú kona Kristjáns verið Vilborg Þorvarðsdóttir, Hjörleifssonar, eins og Jón Sigfússon telur‚ þá gat hún vel hafa látið dóttur sína Sesselju heita sama nafni sem Sesselju Þórðardóttur frá Starmýri, sem hefði verið systkinabarn hennar og ef til vill dáið óg. Þetta þykir mér líklegast. Þorvarður sonur Kristjáns bæri þá föðurnafn móður sinnar og Vilborg dóttir Sesselju Kristjánsdóttur hefði borið nafn ömmu sinnar. En það tel ég víst‚ að ætt afkomanda Kristjáns sé frá Hjörleifi á Geithellum komin. Ég sé ekkert annað móti því‚ en að Þorvarður Hjörleifsson finnst ekki í manntalinu hér eystra 1703, og er ekki talinn í ættatölum meðal barna Hjörleifs, en hann gat verið annars staðar 1703 og ekki víst að öll börn Hjörleifs séu talin‚ að minnsta kosti er það ekki‚ ef Anna Hjörleifsdóttir, sem er hjá Högna Högnasyni í Syðra Firði 1703, hefur verið dóttir hans‚ en það er nú auðvitað óvíst.

Ef ætti að leggja áherzlu á það‚ að Þorvarður Hjörleifsson finnst ekki í manntalinu 1703 og ekki í ættatölum meðal barna Hjörleifs á Geithellum, þá mætti geta til‚ að Vilborg kona Kristjáns skipasmiðs hafi verið dóttir Þorvarðs bróður Þórðar á Starmýri‚ sem átti Sigríði Hjörleifsdóttur frá Geithellum, og ég tel víst‚ að sé sá Þorvarður, sem býr á Búðum í Fáskrúðsfirði 1703, 53 ára (6060). En þá væri ættin ekki frá Hjörleifi á Geithellum.

Kona Kristjáns er fædd um 1706 og gat Þorvarður sá vel verið faðir hennar. Ég held mér þó heldur við hitt‚ að kona Kristjáns hafi verið komin af Hjörleifí, þó að sama væri ættin að vísu‚ hvort sem væri‚ frá sr. Einari í Heydölum.

6551

aaa Vilborg Þorvarðsdóttir átti Kristján Jónsson skipasmið á Þvottá. Hann er talinn 54 ára 1762 og væri þá fæddur um 1708. Jón Sigfússon telur föður hans Jón hafa verið Arason; hefði hann átt að vera fulltíða maður um 1703. En í manntalinu 1703 finn ég engan Jón Arason nema á Gunnlaugshól í Einholtssókn. Þar býr þá Ari Arason 36 ára á líklega að vera 56 ára og Valgerður (ath. 9000) Nikulásdóttur, 52 ára. Þ. b. þá: Kristín 18, Ari 19, Jón 13 ára. Þau þiggja þá af sveit. En þröngt verður um að sá Jón hafi verið faðir Kristjáns, hefði aðeins verið 18 ára‚ þegar Kristján fæddist ef rétt er talinn aldur 1762. Börn Kristjáns og Vilborgar voru: Jón‚ Sesselja, Þorvarður.

6552

α Jón Kristjánsson (f. um 1740) bjó í Jórvík í Breiðdal 1774, Eyrarteigi í Skriðdal 1786 og síðar á Víðilæk, dó á Arnhólsstöðum 1816, 76 ára. Hann átti I Vilborgu Jónsdóttur (f. um 1738). Þ. b.: Þuríður, Kristján; II Sæbjörgu Konráðsdóttur, bl.

6553

αα Þuríður Jónsdóttir átti 1792 Finnboga Árnason. Hann er talinn 27 ára við giftingu 1792 og ætti því að vera f. um 1765. (Á áðurnefndu lausu blaði frá Runólfi Sigurðssyni er hann talinn „frá Arnheiðarstöðum“) (ath. 5890). Séð hef ég Finnboga talinn frá Arnheiðarstöðum en það mun rangt‚ yrði að vera launsonur Árna ríka‚ 76 til 78 ára‚ sem er mjög ólíklegt. Bróðir Finnboga var Oddur Árnason (sbr. 665) í Vík í Fáskrúðsfirði 1802. Þ. b.: Jón‚ Vilborg, Árni‚ Sigríður.

6554

ααα Jón Finnbogason bjó á Arnhólsstöðum í Skriðdal, góður bóndi og bezti smiður‚ átti Kristínu 9901 Ísleifsdóttur, Finnbogasonar. Þ. b.: Þorvarður, Jón‚ Arnfinnur, Bjarni‚ Ísleifur, Guðrún‚ Sæbjörg, Bergþóra, Sigurbjörg. Jón dó hjá Arnfinni syni sínum 1873.

6555

+ Þorvarður Jónsson var góður vefari‚ átti Kristbjörgu 9898 Finnbogadóttur, Ísleifssonar, systkinabarn sitt‚ bl.

6556

+ Jón Jónsson b. á Hryggstekk og Arnhólsstöðum, átti Sigurveigu 4626 Bjarnadóttur frá Kollaleiru, Koðránssonar. Þ. b. sjá 4626. Jón dó 1867.

6557

+ Arnfinnur Jónsson b. á Arnhólsstöðum, átti Guðleifu 9893 Finnbogadóttur, Ísleifssonar. Þ. b.: Guðrún.

6558

++ Guðrún Arnfinnsdóttir átti Antoníus 11585 Björnssonar hreppstjóra á Arnhólsstöðum. Þ. b.: Björn‚ Þórunn‚ Guðleif‚ Arnfinnur, Kristín.

6559

+++ Björn Antoníusson b. á Stóra Sandfelli og Mýnesi‚ átti I Guðrúnu Sigurðardóttur frá Reyðará. Þ. b.: Leifur; II Guðrúnu 6391 Einarsdóttur frá Stóra Sandfelli, Jónssonar.

 

Númer 6560 vantar inn í.

 

6561

+ Bjarni Jónsson fór suður og bjó í Álfsnesi á Kjalarnesi.

6562

+ Ísleifur Jónsson b. í Tunghaga, átti Pálínu 12281 Jónsdóttur frá Sómastöðum. Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚ Erlendur, Tómas.

6563

++ Jón Ísleifsson lærði búfræði og bjó í Þingmúla og síðar á Eskifirði, átti Ragnheiði dóttur Páls prests í Þingmúla Pálssonar. Þ. b.: Páll‚ Arnfinnur, Ísleifur, Pálína‚ Nikólína yfirsetukona á Eskifirði og Helga.

+++ Páll Jónsson varð kaupmaðurá Eskifirði.

+++ Arnfinnur Jónsson varð stúdent, stundaði svo uppeldisfræði í Leipzig, átti þýzka konu (1922).

+++ Pálína Jónsdóttir átti Jón Gunnarsson frá Skriðustekk 3571.

6564

++ Guðrún Ísleifsdóttir átti Guðmund 10762 Ólafsson, bjuggu lítið‚ hér og þar‚ fóru á Seyðisfjörð.

6565

++ Erlendur Ísleifsson b. á Víðilæk, Þorvaldsstöðum í Breiðdal og á Dísastöðum, átti Bergljótu Guðmundsdóttur, yfirsetukonu, bl. Launsonur Erlends við Sigurveigu, hét Snorri‚ húsasmiður á Fáskrúðsfirði.

6566

++ Tómas Ísleifsson fór suður á land með Guðmundi frá Geitdal (2317), en bjó á Bíldsfelli, áttusína systurina hvor.)

6567

+ Guðrún Jónsdóttir var f. k. Gunnars 13107 snikkara Gunnarssonar. Þ. b. lifðu ekki.

6568

+ Sæbjörg Jónsdóttir átti I Stefán 12961 á Hallbjarnarstöðum‚ Erlendsson. Þ. einb.: Guðrún‚ dó ung; II Bjarna 9801 Árnason, Schevings á Hrollaugsstöðum. Launsonur Sæbjargar við Gunnari 13107 snikkara, hét Stefán.

6569

+ Bergþóra Jónsdóttir átti Ásmund á Litlabakka Þorsteinsson. Am.

6570

+ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Pétur 9906 á Gíslastöðum Ólasonar. Þ. b.: Óli‚ Am., Kristján, Pétur‚ Halldóra, Guðný‚ báðar lengi vinnukonur í Bót‚ Jón b. í Tunghaga.

6571

βββ Vilborg Finnbogadóttir átti Jón 12943 b. Stefánsson í Sandfelli.

6572

ggg Árni Finnbogason.

6573

đđđ Sigríður Finnbogadóttir var I s. k. Ásmundar 13198 Indriðasonar á Hallbjarnarstöðum; II s. k. Einars Eiríkssonar í Seljateigi, þau bl.

6574

ββ Kristján Jónsson Kristjánssonar f. um 1777.

6575

β Sesselja Kristjánsdóttir átti Sigfús 6126 Gíslason á Þvottá.

6576

g Þorvarður Kristjánsson b. í Vík í Lóni. Hann átti barn við Sigríði 6128 Gísladóttur frá Starmýri 1769, hét Þorsteinn.

6577a

ff Árni Hjörleifsson frá Geithellum 6235 var faðir Jóns‚ föður Salómons b. í Vík í Lóni‚ föður þeirra Jóns „factors“ 13190 Salómonsen á Reykjafirði, Sigríðar konu Hermanns 4313 í Firði og Árna 13883 í Svínhólum.

6577b

gg Árni Hjörleifsson annar frá Geithellum átti Ragnhildi 8999 Högnadóttur prests í Einholti Guðmundssonar og Þórunnar Sigfúsdóttur prests á Hofteigi Tómassonar, seinni k. sr. Högna. Þau bjuggu í Firði í Seyðisfirði 1703, Árni 39 ára‚ en Ragnhildur 31. Þ. b. þá: Emerenzíana 7, Þrúður 6, Sigfús 1. Enn voru synir þeirra Jón og Hjörleifur f. um 1712. Jón Sigfússon nefnir einnig Högna en ekki Hjörleif, en ekki segir hann neitt um Högna og hefur hann (ef hann hefur verið til) líklega dáið ungur eða ókv., bl. og eins þau Þrúður og Sigfús. Að minnsta kosti er ekkert kunnugt um þau. Árni bjó síðar á Staffelli og þar býr Ragnhildur eftir hann 1730 og 1734.

6578

aaa Emerenzína Árnadóttir átti Þorstein 312 Þorsteinsson í Firði í Mjóafirði.

6579

bbb Jón Árnason er á Staffelli 1730, dó ókv., bl.

6580

ccc Hjörleifur Árnason bjó á Staffelli, er 1762 talinn 50 ára‚ kona hans ókunn‚ þá 40 ára. Þ. b.: Þórunn‚ Benedikt.

6581

α Þórunn Hjörleifsdóttir f. um 1755, óg., bl., dó á Staffelli hjá Benedikt.

6582

β Benedikt Hjörleifsson bjó hér og þar með Þórunni systur sinni. Þau áttu Staffell. Síðar kvæntist hann Sesselju 6992 Jónsdóttur frá Hallfreðarstöðum. Þ. b.: Björg. Þau bjuggu á Staffelli. Benedikt dó 1800; var þá bú hans virt 226 rd., þar í Staffell 6 hndr., virt 90 rd.

6583

αα Björg Benediktsdóttir átti Bjarna 1828 Jónsson, Þorsteinssonar á Melum. Þ. b.: sjá 1828 etc.

6584

e Anna Jónsdóttir prests í Bjarnanesi 6225, systir Hjörleifs á Geithellum, átti Högna Guðmundsson prests á Stafafelli Lárenzíusson, bl.

6585

f Sigríður Jónsdóttir frá Bjarnanesi átti Þorbjörn Sveinsson, Snjólfssonar og Þórunnar Jónsdóttur. Hann bjó í Arnanesi 1703 72 ára og s. k. hans Guðrún Pálsdóttir frá Eyjólfsstöðum‚ (sbr. 4194) einnig 72 ára. Börn Þorbjörns og Sigríðar voru: Guðrún‚ Hjörleifur, Jón‚ Ragnhildur, Guðlaug, Sólveig, Margrét, Halla‚ Steinunn, bl., Gróa‚ bl.

6586

aa Guðrún Þorbjörnsdóttir átti I Jón Markússon, Jónssonar og Ólafar Sigurðardóttur. Þ. b.: Jón‚ Guðrún; II Stefán Jónsson í Rauðuskriðu.

6587

bb Hjörleifur Þorbjörnsson b. á Horni átti Ólöfu 9125 Guðmundsdóttur prests á Hofi Guðmundssonar. Þau eru 1703 47 og 51 árs. Þ. b. þá: Herdís 17, Guðmundur 16, Markús 14, Ólafur 9, Þorvaldur 8. Espólín nefnir og Emmu‚ en ekki Ólaf eða Þorvald. Hafa þeir ef til vill dáið ungir. Hjörleifur hefur og verið‚ alinn upp á Krossalandi hjá Guðmundi Lárenzíussyni frænda sínum (6664) (Stafafellsbók 1729), er 13 ára 1703. Emerenzíana Hjörleifsdóttir er í Bæ hjá Högna Guðmundssyni 1703, 12 ára..2)

6588

cc Jón Þorbjörnsson b. á Arnanesi, átti Vilborgu 11832 Ketilsdóttur frá Felli í Hornafirði Jónssonar. Þau eru 1703 36 og 29 ára og börn þeirra: Ketill 7, Hannes 3, Guðrún 1. Espólín telur Ketil‚ Eirík‚ Jón og Guðrúnu.

6589

aaa Ketill Jónsson bjó í Arnanesi. H. s.: Jón.

6590

α Jón Ketilsson bjó í Holtum.

6591

bbb Hannes Jónsson.

6592

ccc Guðrún Jónsdóttir átti I sr. Högna 8397 Guðmundsson í Stöð; II sr. Vigfús 6778 Jónsson í Stöð.

6593

ddd Eiríkur Jónsson b. í Taðhól‚ átti Lúsíu Ásgrímsdóttur og börn.

6594

eee Jón Jónsson bjó á Meðalfelli. Hans börn: Hannes‚ Sigurður, Vilborg, Guðrún.

6595

α Hannes Jónsson b. á Meðalfelli, meðhjálpari, átti I ...... Þ. b.: Margrét; II Vilborgu Hallsdóttur 1787.

6596

αα Margrét Hannesdóttir átti 1787 Guðmund Guðmundsson á Austaraskála hjá Bjarnarnesi. Þ. b.: Hannes.

6597

ααα Hannes Guðmundsson bjó á Eyri í Reyðarfirði og í Sómastaðagerði, átti Guðnýju eldri 5733 Eiríksdóttur frá Seljateigi.

6598

dd Ragnhildur Þorbjörnsdóttir frá Arnanesi átti Jón Þórarinsson b. í Þórólfsdal (hann 55, hún 47 ára 1703). Þ. b. 1703: Sigríður 17, Þórarinn 15, Jón 13, Þórunn 7.

6599

ee Guðlaug Þorbjörnsdóttir átti Gunnstein 6196 Þórðarson á Borgum í Nesjum.

6600

ff Solveig Þorbjarnardóttir.

6601

gg Margrét Þorbjörnsdóttir átti Jón Jónsson; búa á Borgum í Nesjum 1703. Þ. b. þá: Guðlaug 13, Þórunn 12, Jón 3, Andrés 5. Þau þiggja þá af sveit.

6602

hh Halla Þorbjörnsdóttir.

6603

g Sesselja Jónsdóttir frá Bjarnanesi 6225 átti Lárenzíus (sbr. 4203) b. á Krossalandi í Lóni‚ son sr. Guðmundar á Stafafelli (d. 1672) Lárenzíussonar prests á Upsum (d. 1642) Arngrímssonar og Guðrúnar Bjarnadóttur b. í Múla í Álftafirði, Guðbrandssonar, Halldórssonar, Skúlasonar, Guðmundssonar, Sigvaldasonar, langalífs (S-æf. IV, 593). (Guðlaug hét ein dóttir Bjarna Guðbrandssonar, móðir Jóns föður Jóns föður Eiríks í Skálafelli föður Jóns konferenzráðs). Þ. b.: Guðmundur, Jónar tveir 6668-6669, Sigríður 6670. Lárenzíus býr á Krossalandi 1703 56 ára með dóttur sinni Sigríði 25 ára. (Bróðir Lárenzíusar var sr. Egill á Stafafelli (5965). Laundóttir Sesselju hét Guðlaug Jónsdóttir og önnur Rannveig Jónsdóttir. Hefur hún átt þær áður en hún giftist Lárenzíusi, ef hún hefur þá eigi verið tvígift.

6604

aa Guðlaug Jónsdóttir dóttir Sesselju átti Gissur Jónsson á Heinabergi. Þau búa í Holtum á Mýrum 1703, hún 41, hann 42 ára. Þ. b. þá: Anna 21, Valgeröur 19, Guðrún 18, Þórarinn 12, Jón 11, Jón annar 10, Ástríður 9. Nú er ekkert kunnugt um þau börn‚ nema Jónana.

6605

aaa Jón Gissurarson eldri f. um 1692 lærði‚ fékk veitingarbréf fyrir Berufirði 26.7. 1714, fékk Háls í Hamarsfirði 1730, dó 1757. Meðan hann var prestur í Berufirði var hann kallaður „sr. Jón Gissurarson yngri“ til aðgreiningar frá sr. Jóni Gissurarsyni „eldra“ (6207), er svo var nefndur í samanburði við hann sem prestur í Berufirði; sá sr. Jón Gissurarson dó 1710 og var sonur Guðnýjar Höskuldsdóttur frá Heydölum og var lengi prestur í Berufirði, um 40 ár. Voru þeir nafnar að 3. og 5. frá sr. Einari í Heydölum. Sr. Jón Gissurarson „yngri“ hélt þessu einkennisnafni „yngri“ eftir að hann var kominn að Hálsi og meðal afkomanda sinna og annara eystra‚ þó að hann væri hinn „eldri“ í samanburði við bróður sinn sr. Jón Gissurarson á Stórólfshvoli, enda hafa menn hér eystra lítið vitað um þann sr. Jón‚ þegar frá leið. Sr. Jón var gáfumaður og klerkur góður‚ en jafnan fátækur. Espólín viltist á þessum einkennisnöfnum á þeim frændum og nöfnum „eldri og yngri“ í Berufirði og gerir þá bræður‚ en segir þó‚ að sr. Jón yngri geti eigi verið sammæðra hinum‚ eins og auðsætt var. — Sr. Jón „yngri“ átti I Þóru 4191 Sveinsdóttur frá Svínafelli. Hún var f. um 1694. Þ. b.: Einar og Árni‚ f. um 1725—1726; II Kristínu Eiríksdóttur prests í Þingmúla Sölvasonar. Hún er f. 10.6. 1702 og er á lífi 1759. Þ. b.: Þóra.

6606

α Einar Jónsson var prestur í Selvogsþingum 1748—1756 og á Ólafsvöllum 1756—1774, átti Þórdísi dóttur Jóns Sveinssonar undan Jökli. Var móðir hennar Guðrún dóttir Guðmundar Jasonarsonar West og Þórdísar (Stokkseyrar-Dísu) Markúsdóttur á Stokkseyri, Bjarnasonar s. st., Sigurðssonar s. st., Bjarnasonar Torfasonar sýslumanns í Klofa‚ Jónssonar Ólafssonar Loftssonar ríka.

6607

β Árni Jónsson f. um 1726 b. í Kelduskógum um 1760 og síðar á Skriðu í Breiðdal 1764 og áfram‚ átti Arnleifu (sbr. 6100) Guðmundsdóttur, systur Úlfheiðar, konu Björns á Flugustöðum. Þ. b.: Þóra‚ Guðmundur, Rannveig, Guðný‚ Jón‚ Anna.

6608

αα Þóra Árnadóttir átti Jón 5281 b. á Kleif í Breiðdal Árnason Ásmundssonar.

6609

ββ Guðmundur Árnason bjó lengst á Dísarstöðum. Fyrst bjó hann í Tóarseli og eitthvað á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal (um 1792). Hann átti Vilborgu Stefánsdóttur frá Ormsstöðum í Breiðdal Sigmundssonar. Stefán var kallaður „píoppío“, segir Jón Sigfússon. Hann hefur eflaust verið sonur Sigmundar Stefánssonar og Vilborgar Jónsdóttur, sem eru að eiga börn í Breiðdal kringum 1730. Stefán er f. um 1724. Kona Stefáns og móðir Vilborgar á Dísarstöðum var Vilborg Jónsdóttir f. 1731, dóttir Jóns Jónssonar á Skriðu í Breiðdal og Vilborgar Bjarnadóttur‚ er giftust í Heydölum 1730. Vilborg Bjarnadóttir gæti verið dóttir Bjarna á Karlsstöðum (5534), en væri þó nokkuð gömul‚ er hún hefði giftzt 1730 (41 árs). Bróðir Vilborgar Stefánsdóttur frá Ormsstöðum var Jón Stephensen verzlunarstjóri á Djúpavogi; hann átti danska konu og 1 barn; hann dó um 1820. — Börn Guðmundar á Dísastöðum og Vilborgar voru: Þóra‚ Einar‚ Jón‚ Vilborg, Guðný‚ Guðmundur, Margrét. Bróðir Stefáns á Ormsstöðum var Jón Sigmundsson b. á Skriðu í Breiðdal (1786) og Ánastöðum (1791 etc.), átti Guðrúnu Eiríksdóttur (hann 49, hún 43 ára 1786). Þ. b. 1786: Eiríkur, Þuríður, Sigmundur, Sigurður, Steinunn. Þessi 2 síðustu ekki nefnd hjá þeim 1791.

6610

ααα Þóra Guðmundsdóttir átti I 1811 Árna b. á Fossárdal Jónsson. Móðir hans hét Sigríður Guðbrandsdóttir. Þ. b.: Guðrún‚ Anna; II Jón 11535 Antoníusson í Gautavík.

6611

+ Guðrún Árnadóttir.

6612

+ Anna Árnadóttir átti Gísla 8939 Halldórsson í Krossgerði.

6613

βββ Einar Guðmundsson b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði, átti Kristínu 5425 Bjarnadóttur frá Þverhamri. Þ. b.: Þórdís‚ Guðmundur.

6614

+ Þórdís Einarsdóttir átti Jón 569 Árnason b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði.

6615

+ Guðmundur Einarsson b. í Hafnarnesi í Stöðvarfirði‚ átti Þuríði 616 Einarsdóttur frá Gvöndarnesi.

6616

ggg Jón Guðmundsson átti fyrst barn við Guðrúnu 8775 Gunnlaugsdóttur prests á Hallormsstað Þórðarsonar hét Guðný; átti síðan 1816 Guðrúnu 3606 dóttur Guðmundar prests Skaftasonar í Berufirði, og bjó í Kelduskógum á Berufjarðarströnd, hreppstjóri. Þ. b.: Jón‚ Magnús‚ Vilborg, Guðbjörg, Sigríður, Jón‚ Jarþrúður, Guðmundur, Guðný óg., bl.

6617

+ Guðný Jónsdóttir (laungetin) átti I Jón 1921 Guðmundsson frá Vaði‚ bjuggu á Vaði. Þ. b.: Sigfús‚ Guðrún Björg‚ Guðrún; II Árna 13784 Sveinsson prests í Berufirði Péturssonar, bjuggu á Hálsi og Hærukollsnesi. Þ. b.: Jón‚ Anna Sigríður, Ingibjörg.

6618

++ Sigfús Jónsson b. á Hvannavöllum.

6619

++ Guðrún Björg Jónsdóttir átti Halldór Einarsson í Haugum.

6620

++ Guðrún Jónsdóttir var f. k. Magnúsar Vilhjálmssonar í Mjóanesi.

6621

++ Jón Árnason b. á Múla í Álftafirði, d. 1916, átti Katrínu 11490 Antoníusdóttur. Þ. b.: Guðný‚ Karl‚ Björn‚ Björg.

6622

++ Anna Sigríður Árnadóttir var f. k. Þorleifs 12901 Jóakimssonar frá Kóreksstaðagerði, Am.

6623

++ Ingibjörg Árnadóttir, Am.

6624

+ Jón Jónsson b. í Urðarteigi f. 1819, átti Ragnhildi 12194 Erlendsdóttur Jónssonar, Jón var orðlögð skytta. Þ. b.: Guðrún‚ Elín‚ Am., Ingibjörg.

6625

++ Guðrún Jónsdóttir f. 17.5. 1845, d. 25.3. 1912 var s. k. Þorleifs Jóakimssonar, Am.

6626

++ Ingibjörg Jónsdóttir átti Frímann b. á Ljótsstöðum í Vopnafirði, son Ágústs Jónssonar smáskammtalæknis á Ljótsstöðum. Þ. b. öll í Am.

6627

+ Magnús Jónsson b. á Fossárdal átti Ingibjörgu 5687 Erlendsdóttur. Þ. b.: Snjólaug, Helga‚ Jónína‚ Jón.

6628

++ Snjólaug Magnúsdóttir.

6629

++ Helga Magnúsdóttir bjó óg. með Bessa 8816 Sighvatssyni á Brekkuborg, áttu börn saman.

6630

++ Jónína Magnúsdóttir.

6631

++ Jón Magnússon.

6632

+ Vilborg Jónsdóttir átti Þorvald 183 Stígsson b. í Kelduskógum.

6633

+ Guðbjörg Jónsdóttir átti Þorstein 11670 b. á Heyklifi í Stöðvarfirði Sigurðsson.

6634

+ Sigríður Jónsdóttir átti Antoníus 11676 Sigurðsson, bróður Þorsteins.

6635

+ Jón Jónsson yngri b. á Gilsá og Gilsárstekk, átti Guðnýju 11681 Sigurðardóttur frá Skála‚ systur þeirra Þorsteins og Antoníusar, Am. Þ. s. Guðjón.

6636

++ Guðjón Jónsson átti Arnleifu 5557 Gunnlaugsdóttur frá Þorgrímsstöðum, Am.

6637

+ Jarþrúður Jónsdóttir átti Guðmund 6655 Guðmundsson‚ bræðrung sinn. Jarþrúður átti Guðmund 11536 Jónsson í Gautavík Antoníussonar. Þau eru í Gautavík 1845, hann 25, hún 24 ára. Hún hefur þá átt Guðmund Guðmundsson fyrir seinni mann.

6638

+ Guðmundur Jónsson átti Ingigerði 11603 Einarsdóttur frá Kleif Eiríkssonar, Am.

6639

đđđ Vilborg Guðmundsdóttir frá Dísastöðum átti Benedikt 10870 Gíslason á Hofströnd.

6640

εεε Guðný Guðmundsdóttir átti Árna 5150 á Randversstöðum Árnason.

6641

ſſſ Guðmundur Guðmundsson b. á Ósi í Breiðdal og Vík í Fáskrúðsfirði, drukknaði þar‚ átti Björgu 7701 Björnsdóttur Jónssonar „almáttuga“ og var f. m. hennar. Þ. b.: Guðbjörg, Vilborg, Kristín, Friðbjörn, Helga‚ Finnur‚ Ingibjörg, Guðný‚ Guðmundur.

6642

+ Guðbjörg Guðmundsdóttir átti Einar 5694 á Hafranesi Erlendsson.

6643

+ Vilborg Guðmundsdóttir átti I Martein 5214 Jónsson á Kolmúla; II Pál 5224 Jónsson í Tungu‚ bróður Marteins.

6644

+ Kristín Guðmundsdóttir átti I Magnús Stefánsson í Tungu. Þ. einb.: Guðmundur; II Björn í Vík‚ bróður Magnúsar.

6645

++ Guðmundur Magnússon b. í Bakkagerði í Stöðvarfirði‚ átti Elínbjörgu 5163 Árnadóttur frá Randversstöðum.

6646

+ Friðbjörn Guðmundsson.

6647

+ Helga Guðmundsdóttir átti I Eyjólf 12757 Jónsson b. á Hafranesi og Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Níels; II Sigurð 48 Þorsteinsson frá Þernunesi. Þ. einb.: Guðrún Björg.

6648

+ Finnur Guðmundsson söðlasmiður b. á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði, átti I Önnu 11930 Guðmundsdóttur. Þ. b.: Guðmundur‚ Margrét, Ólöf‚ Kristrún, Níels; II Kristínu Þórarinsdóttur Longs. Þ. b.: Þórunn‚ Kristján.

6649

++ Guðmundur Finnsson vinnum. lengi á Hafranesi ókv., bl.

++ Níels Finnsson, b. á Hafranesi.

6650

++ Kristrún Finnsdóttir átti Lúðvík 11329 snikkara á Djúpavogi Jónsson frá Borgargarði.

6651

++ Ólöf Finnsdóttir átti Jón 11868 b. á Strýtu í Hamarsfirði Þórarinsson Long.

6652

++ Þórunn Finnsdóttir.

++ Kristján Finnsson b. á Núpi á Berufjarðarströnd, átti Þórunni Hjörleifsdóttur á Núpi Þórarinssonar Long.

6653

+ Ingibjörg Guðmundsdóttir átti Jónas 5223 í Árnagerði Jónsson.

6654

+ Guðný Guðmundsdóttir átti Stefán 5709 Guðmundsfrá Gestsstöðum.

6655

+ Guðmundur Guðmundsson átti Jarþrúði 6637 Jónsdóttur bræðrungu sína‚ Am.

6656

zzz Margrét Guðmundsdóttir frá Dísastöðum f. 1813 átti Halldór 8916 í Krossgerði Halldórsson Gíslasonar prests í Heydölum Sigurðssonar.

6657

gg Rannveig Árnadóttir 6607 átti Eirík 5860 Sigurðsson á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal.

6658

đđ Guðný Árnadóttir átti Ásmund 4119 í Stóra Sandfelli Jónsson frá Gilsá.

6659

εε Jón Árnason.

6660

ſſ Anna Árnadóttir.

6661

g Þóra Jónsdóttir prests Gissurarsonar.

6662

bbb Jón Gissurarson yngri 6604 var prestur á Stórólfshvoli 1716—1741, drukknaði á heimleið frá útkirkju 1742, átti Þuríði Böðvarsdóttur Snorrasonar. Þ. b. þar syðra: Gissur‚ Þorbjörg.

6663

bb Rannveig Jónsdóttir 6603 átti Þórarin Jónsson í Hvammi í Lóni. Hún býr ekkja á Þorgeirsstöðum í Lóni 1703, 39 ára. Þ. b. þá: Guðríður 15, Gróa 10, Solveig 8, Eyjólfur 7, Jón 6.

6664

cc Guðmundur Lárenzíusson frá Krossalandi 6603 bjó í Stórulág, átti Guðrúnu dóttur Halls Jónssonar og Álfheiðar Sigurðardóttur. Þau búa þar 1703, Guðmundur 27 ára‚ en Guðrún 41. Þá er ekkert barn talið‚ þau líklega nýgift. Þar er þá Álfheiður 84 ára. Þ. b.: Þorvarður, Sesselja. (Brynjólfur og Sigríður, sem Espólín telur‚ eru ekki börn þeirra). Guðmundur dó á Klyppstað 1746.

6665

aaa Þorvarður Guðmundsson varð prestur á Klyppstað 1733, sagði af sér 1775, d. 4.7. 1778, 76 ára (eða 75). Hann var söngmaður mikill‚ góðmenni en „drykkfelldur“. Sóknarmenn votta við visitazíu 1748, að hann hegði sér vel og skikkanlega „fyrir utan brennivín“. Hann átti I Helgu dóttur Sigurðar prests Snorrasonar á Brjánslæk, systurdóttur Jóns biskups Árnasonar. Þ. b. dóu flest ung‚ nefnd þó Sigurður, Þuríður, Þórunn‚ en ekki er kunnugt um þau; II 1748 Steinunni 8149 Runólfsdóttur prests á Hjaltastað Ketilssonar og var s. m. hennar. Þ. b.: Helga‚ Katrín líklega óg., bl. Steinunn dó 27.2. 1781 72 ára.

6666

α Helga Þorvarðsdóttir var s. k. Gísla 10866 í Njarðvík Halldórssonar prests á Desjarmýri Gíslasonar.

β Sigurður Þorvarðsson er víst sá er deyr á Snotrunesi hjá Gísla og Helgu‚ ekkjumaður 1785, 52 ára‚ af hjartveiki, víst bl. Hann mun hafa átt Steinunni 2491 Ketilsdóttur Bjarnasonar, er dó á Nesi gift 1784.

6667

bbb Sesselja Guðmundsdóttir átti Jón 6091 prófast Þórðarson á Reynivöllum.

6668

dd Jón Lárenzíusson.

6669

ee Jón Lárenzíusson annar.

6670

ff Sigríður Lárenzíusdóttir er 25 ára á Krossalandi hjá föður sínum 1703. Þá er á Stafafelli Þórður Þorkelsson Vídalín (42 ára), bróðir Jóns biskups. Espólín segir að hann hafi átt barn við Sigríði dóttur Guðmundar Lárenzíussonar, er Anna hafi heitið. Anna Þórðardóttir er þá á Stafafelli 13 vikna‚ en börn Guðmundar ekki fædd‚ svo að það hlýtur að vera rangt. Er því líklegt, að Anna hafi verið dóttir Sigríðar, systir Guðmundar. Að vísu kynni það sýnast móti því‚ að Anna er ekki á Krossalandi hjá móðurinni, en eitthvað gat til þess borið‚ þó að ókunnugt sé‚ og Þórður viljað hafa hana hjá sér‚ eða þurft að koma henni fyrir og þá komið henni fyrir hjá sr. Guðmundi og Jórunni á Stafafelli. Víst er það‚ að Anna laundóttir Þórðar var móðir Odds Pálssonar á Vaði.

6671

aaa Anna Þórðardóttir Vídalíns segir Espólín að hafi I gifst nyrðra og átt Erlend lögréttumann og sonur þeirra heitið Oddur‚ átti svo II Gísla Magnússon. Um þetta er mér ekki kunnugt, en það eitt er víst‚ að Oddur á Vaði‚ sonur Önnu‚ var Pálsson. Annars er mér ekki annað kunnugt um Önnu‚ en að hún var móðir Odds á Vaði.

6672

α Oddur Pálsson f. um 1732 bjó á Vaði í Skriðdal og átti Þorbjörgu 5593 Erlendsdóttur frá Ásunnarstöðum.

6673

h Margrét Jónsdóttir frá Bjarnanesi 6225.

6674

i Vigdís Jónsdóttir.

6675

j Jón Jónsson átti Vilborgu Ketilsdóttur.

6676

k Ragnhildur Jónsdóttir frá Bjarnanesi átti Jón Þórarinsson. Þ. b.: Jón‚ Guðrún‚ Sigríður, Þórarinn.

6677

aa Jón Jónsson.

6678

bb Guðrún Jónsdóttir.

6679

cc Sigríður Jónsdóttir.

6680

dd Þórarinn Jónsson. Hans börn: Guðlaug, Margrét, Guðrún‚ Steinunn, Halla o. fl.

6681

aaa Guðlaug Þórarinsdóttir átti Jón Gissurarson. Þ. b.: Gissur‚ Bárður.

6682

α Gissur Jónsson.

6683

β Bárður Jónsson getur verið sá‚ sem er 11 ára 1703 á Borgum í Nesjum hjá Gunnsteini og Guðlaugu Þorbjörnsdóttur (6599). Þar er þá Gróa Gissurardóttir 51 árs og þessir 2 drengir Bárður 11 og Jón Jónsson 7 ára‚ líklega bræður; voru ef til vill á vegum Gróu og hún systir Jóns Gissurarsonar, manns Guðlaugar.

6684

bbb Margrét Þórarinsdóttir átti Jón Jónsson. Þ. b.: Guðlaugar 2, Solveig.

6685

α Guðlaug Jónsdóttir.

6686

β Guðlaug Jónsdóttir önnur.

6687

g Solveig Jónsdóttir átti Pál Bessason. Páll Bessason er vinnumaður í Hlíð í Lóni 1703, 43 ára og er líklega þessi Páll og þá orðinn ekkjumaður. Næst honum er þar talin Snjófríður Pálsdóttir, sem vera mun dóttir hans. Páll er eflaust bróðir Valgerðar Bessadóttur konu Hinriks Jónssonar, er þá bjó í Hlíð. Voru þau foreldrar sr. Runólfs á Skorrastað.

6688

cc Guðrún Þórarinsdóttir átti Jón Markússon.

6689

ddd Steinunn Þórarinsdóttir.

6690

eee Halla Þórarinsdóttir.

6691

1 Guðrún Jónsdóttir frá Bjarnanesi 6225 var f. k. Teits (6752) Sigurðssonar í Dilksnesi og Arnanesi, bróður Rannveigar í Bjarnanesi, Péturs á Svínaskála og Þorláks á Kolmúla, föður Jóns prófasts á Hólum Þorlákssonar. Þau Teitur bjuggu á Hádegishól í Nesjum 1703, hann 29 ára en hún 31. Þ. b. þá: Þuríður 4, Guðmundur 2 ára. Margrét var enn. Sigurður, faðir Teits var lögréttumaður í Ási í Hegranesi (d. 1689) var Jónsson Teitssonar Björnssonar prests á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar.

6692

aa Þuríður Teitsdóttir átti Sigfús 10935 prest á Klyppstað Gíslason.

6693

bb Guðmundur Teitsson.

6694

cc Margrét Teitsdóttir.

6695

B Eiríkur Bjarnason frá Berunesi 6224 var prestur á Hallormsstað 1626—76, alla stund félítill, átti I 3.10. 1624 Þórdísi Hjörleifsdóttur prests á Hallormsstað Erlendssonar, systur Guðrúnar, konu sr. Jóns 6225 bróður hans. Þ. b.: Einar‚ Hjörleifur‚ drukknaði ungur ókv. bl., Gunnar‚ Halldóra, Bjarni‚ Ólöf‚ Guðrún; II Arndísi 830 Magnúsdóttir frá Hrafnkelsstöðum. Þ. b.: Þorvarður.

6696

a Einar Eiríksson var prestur í Stóradal undir Eyjafjöllum‚ átti Guðrúnu Ólafsdóttur prests í Saurbæ við Hvalfjörð. Þ. d.: Elín. Hann missti prestskap og bjó í Mörk‚ dó 1678.

6697

aa Elín Einarsdóttir.

6698

b Gunnar Eiríksson átti Katrínu 9381 Ásmundsdóttur frá Hrafnabjörgum Ólafssonar. Þ. b.: Ingibjörg, Þorbjörg. Sé þetta rétt‚ hefur Katrín gifzt aftur‚ því að 1703 er hún á Hrafnabjörgum í Hlíð 52 ára og maður hennar Jón Stefánsson, 54 ára. Þar er og sonur þeirra Stefán‚ 14 ára‚ en engin börn hennar önnur.

6699

c Halldóra Eiríksdóttir átti sr. Ólaf 9846 Sigfússon á Refstað og var fyrsta kona hans.

6700

d Bjarni Eiríksson átti Ragnhildi 9367 Ásmundsdóttur frá Hrafnabjörgum. Þ. s.: Einar. Sé þetta rétt hefði hún átt að eiga síðar Bergþór Einarsson frá Hraunum.

6701

aa Einar Bjarnason hefði átt að vera uppi um 1700.

6702

e Ólöf Eiríksdóttir átti Þorvarð 734 Magnússon frá Hrafnkelsstöðum.

6703

f Guðrún Eiríksdóttir.

6704

g Þorvarður Eiríksson gæti verið faðir Ásdísar (11362) á Búlandsnesi og Ásdísar á Streiti k. Einars Hermannssonar.

6705

C Sigurður Bjarnason frá Berunesi 6224 var prestur á Kálfafellsstað 1645—81 og áður eitthvað í Berufirði, átti I Sigríði eldri d. sr. Bjarna Gamalíelssonar á Grenjaðarstað, bl. og II Ragnhildi d. Árna á Heylæk Magnússonar Hjaltasonar. Þ. b.: Eyjólfur, Sigríðar 2, Guðmundur, Björn‚ Anna‚ Sigurður, Bergljót. Þeirra afkvæmi var þar syðra og verður lítt rakið.

6706

D Margrét Bjarnadóttir frá Berunesi 6224 átti Björn Hermannsson á Berunesi. Þ. b.: Einar‚ Ólöf‚ Bergljót, Mekkin. Hannes Þorsteinsson telur Björn á Berunesi Hermannsson (síðar Bjarnason) og hyggur að sr. Snjólfur í Stöð sé sonur þeirra Margrétar, af því að Snjólfur lætur heita Mekkini.

Björn Hermannsson bjó á Berunesi móti tengdamóður sinni 1648 og 51, en einn 1657 og 60 og víst 1663, ritar þá undir vísitazíu í Berufirði en er víst dáinn fyrir 1672 og 1677 er hann kallaður Björn „heitinn“, og sagt að hann hafi byggt kirkjuna á Berunesi og haldið vel við.

6707

a Einar Björnsson. Við vísitazíu á Berunesi 1672 er hann talinn eiga ½ Berunes en sr. Sigurður móðurbróðir hans ¼ og erfingjar sr. Jóns ¼. En 1677 á Einar 4½ hundr., sr. Jón Eiríksson 3 hundr., sr. Sigurður ¼ og Hermann Ásmundsson 2 hundr. Þá (1677) hafði Einar haldið kirkjuna í 10 ár. Líklegt mjög er‚ að Arndís‚ dóttir hans‚ hafi verið s. k. Hermanns Ásmundssonar á Berunesi.

6708

b Ólöf Björnsdóttir átti Jón Bjarnason á Skála. 1703 býr í Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd Jón Bjarnason 67 ára. Mun vera þessi Jón. Son hans með fyrri konu: Björn 20 ára. En þá (1703) býr hann með seinni konu sinni Snjófríði Eiríksdóttur 35 ára. Þ. b. þá: Guðrún 12, Árni 11, Ólöf 5 Antoníus 3, Eiríkur 2, Halldóra ½ árs.

6709

aa Björn Jónsson (f. c. 1683).

6710

c Bergljót Björnsdóttir.

6711

d Mekkin Björnsdóttir.

6712

e Snjólfur Björnsson (líklega sonur Björns og Margrétar) var prestur í Stöð 1680—1723 (54 ára 1703), sagði af sér 1723, dó 1731; átti Úlfheiði 9118 Guðmundsdóttur. Þ. b.: Mekkin. Snjólfur Björnsson ritar undir visitazíu á Hofi í Álftafirði 12.7. 1677.

Númer 6713 vantar í handritið.

6714

E Jón Bjarnason frá Berunesi 6224. Hans s.: Gísli (segir Sigurður á Hnappavöllum).

6715

a Gísli Jónsson b. í Hafnarnesi í Nesjum 1703, 56 ára‚ kona hans Guðrún 5532 Steingrímsdóttir 52 ára‚ líklega d. Steingríms b. í Hornafirði Guðmundssonar á Melrakkanesi Bessasonar. Þ. b.: Þorsteinn 27, Hallur 26, Elín 14 ára. Ólöf Einarsdóttir 80 ára er ómagi hjá Gísla 1703, líklega móðir annars hvors hjóna. Og Guðlaug Steingrímsdóttir húskona 43 ára.

6716

aa Þorsteinn Gíslason bjó í Flatey efri á Mýrum 1703, 27 ára‚ átti I Bergljótu (9000) Jónsdóttur (27 ára) í Flatey á Mýrum Egilssonar og Lúsíu Nikulásdóttur. (Ef til vill d. Nikulásar á Bakka Guðmundssonar prests í Einholti). Þ. b.: Jón 2 ára‚ Steingrímur f. 1704. Ennfremur er Lúsía Þorsteinsdóttir sem er í Hafnarnesi hjá Gísla 1703, 3 ára‚ dóttir Þorsteins; II Gunnvöru (f. 1702) Bjarnadóttur frá Eskey Árnasonar af Heydalaætt. Þ. d.: Guðrún.

6717

aaa Jón Þorsteinsson.

6718

bbb Steingrímur Þorsteinsson bjó í Borgarhöfn. Sjá um hann 5530.

ccc Lúsía Þorsteinsdóttir átti Eirík Eiríksson í Flatey á Mýrum. Þ. b.: Bergljót o. fl.

ddd Guðrún Þorsteinsdóttir átti Ásgrím (sbr. 6157) Hallsson blóðtökumann í Skálafelli, bróður Gissurar föður Þorsteins tóls. Þ. b.: Gunnvör.

α Gunnvör Ásgrímsdóttir átti I Jón 12614 Steinsson og Dýrleifar; II Guðmund Þórarinsson.

6719

F Árni Bjarnason frá Berunesi 6224 var enn eftir sögn Sigurðar á Hnappavöllum og rekur hann dálítið frá honum.

6720

K Guðrún Einarsdóttir prófasts í Heydölum 5840 átti Gissur Gíslason prest í Þingmúla 1615—47. Espólín hyggur hann son Gísla prests Örnólfssonar á Söndum í Dýrafirði og Hannes Þorsteinsson telur það víst. (S-æf. IV. 257). Sr. Gissur dó 1647. Þ. b.: Bjarni‚ Gísli 6757, Eiríkur 6759, Guðleif 6762.

6721

A Bjarni Gissurarson var prestur í Þingmúla 1648— 1702, eftir föður sinn. Hann þótti merkur prestur og gott skáld. Hann lifir á Hallormsstað hjá Arndísi dóttur sinni 1703, 82 ára. Hann átti Ingibjörgu 4793 Árnadóttur frá Vallanesi Þorvarðssonar. Þ. b.: Gissur‚ Árni‚ Jakob‚ Eiríkar 2, Hinrik‚ Arndís. Sr. Bjarni afhenti sr. Eiríki Sölvasyni staðinn 26.5. 1702. Var þar þó næsta ár‚ þá 1703—08 hjá Eiríki syni sínum í Stóra Sandfelli, lögréttumanni, þá hjá sr. Eiríki syni sínum á Hallormsstað og dó þar 1712.

6722

a Gissur Bjarnason dó stúdent erlendis, úr bólu‚ góður skrifari.

6723

b Árni Bjarnason dó bl.

6724

c Jakob Bjarnason var prestur á Kálfafellsstað 1689—1717, sagði þá af sér og dó 1720 (Hannes Þorsteinsson segir 1717) og hefur þá verið 66 ára‚ því að 1703 er hann talinn 49 ára. Hann átti I Guðnýju 3206 Guðmundsdóttur lögréttumanns í Skaftafellssýslu, Þórðarsonar prests á Kálfafelli, Guðmundssonar. Hún er 25 ára 1703. Þ. b. þá: Ingibjörg 4, Margrét 3, Kristín 1 árs og enn Guðmundur; II Emerenzíönu 5510 Brynjólfsdóttur frá Melrakkanesi. Þ. b.: 5510 og áfram.

6725

aa Ingibjörg Jakobsdóttir átti Sigurð 8259 prest Ketilsson á Skeggjastöðum.

6726

bb Margrét Jakobsdóttir átti sr. Ólaf Gíslason, er biskup varð í Skálholti og dó 1754. Þ. b.: Þorkell stiftprófastur á Hólum og Gísli prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd.

6727

cc Kristín Jakobsdóttir átti I Bjarna 3636 eldra Eiríksson stóra‚ lögréttumanns á Búlandi, Bjarnasonar; II Sigurð Sigurðsson og börn‚ eitt hét Sigríður; III Þórð Jónsson Eyjólfssonar skipasmiðs, bjuggu á Borg í Hornafirði. Þ. b.: Ingibjörg.

6728

aaa Sigríður Sigurðardóttir átti Kolbein 14005 Jónsson b. í Hafnarnesi í Nesjum‚ bróður Einars á Horni. Þ. b.: Guðmundur, Sigurður ókv., bl.

6729

α Guðmundur Kolbeinsson b. á Setbergi í Nesjum. Sjá 14006.

Númer 6730 vantar í handritið.

6731

bbb Ingibjörg Þórðardóttir átti Gissur Hallsson á Borg. Ásgrímur og Guðrún hétu systkin hans. Þ. b.: Sigríður, Hallur‚ sigldi 19 vetra‚ dó ókv., bl., Jón‚ Guðmundur.

α Sigríður Gissurardóttir átti Sigurð b. á Mýrunum hér og þar Einarsson á Hnappavöllum og Kvískerjum, Erlendssonar og Þorgerðar Sigurðardóttur landskrifara Magnússonar prests á Hörgslandi, Péturssonar (Sæf. I, 355). Þ. b.: Gissur‚ Þorgerður‚ Ingibjörg.

αα Gissur Sigurðsson b. á Smyrlabjörgum, flutti í Skriðdal, átti bræðrungu sína Katrínu Erlendsdóttur frá Reynivöllum, Einarssonar (Sæf. IV, 639). Þ. b.: Sigríður, Kristján, Ólafía‚ Málfríður, Kristín, Sigurbjörg, Katrín.

ββ Þorgerður Sigurðardóttir átti Þorlák b. á Hofi í Öræfum‚ Jónsson á Hofi‚ Höskuldssonar. Þ. b.: Jón‚ Þorlákur, Sigríður, Una.

gg Ingibjörg Sigurðardóttir átti Jón 13974 b. í Nesjum Þorvaldsson. Þ. b.: Þorvaldur, Sigmundur, Agnes.

β Jón Gissurarson b. á Hofi í Öræfum og Geirsstöðum á Mýrum átti Halldóru Nikulásdóttur, bl.

g Guðmundur Gissurarson b. í Flatey á Mýrum átti Valgerði Jónsdóttur. Þ. b.: Ingibjörg, Hallur‚ Jón. Þau öll óg. og þeir bl., en hún átti 1 barn.

6732

dd Guðmundur Jakobsson bjó á Innra Kálfafelli, átti Sigríði Þórðardóttur Ingimundarsonar. Þ. b. 2 synir‚ dóu í bólunni 1786. Sigríður átti síðar Guðmund 14065 í Sævarhólum son Sigurðar sýslumanns Stefánssonar. (Ath. S-æf. IV, 632). Laundóttir eða hórdóttir þess Guðmundar við Margréti Runólfsdóttur úr Múlasýslu, hefur verið Oddný‚ móðir Sigríðar, móður Oddnýjar‚ móður Sveins í Fagradal. (12632).

6737

d Eiríkur Bjarnason Gissurars. eldri bjó í Stóra Sandfelli 1703, 49 ára‚ hreppstjóri, átti Þorgerði Jónsdóttur, 48 ára. Þ. b. 1703: Margrét 6, hún hefur víst dáið ung‚ því að Eiríkur er talinn barnlaus. Espólín segir að Guðrún 8301 eldri Ketilsdóttir frá Svalbarði hafi átt Eirík Bjarnason lögréttumann í Sandfelli bl. Hún er 22 ára hjá móður sinni í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá 1703 og hefur hún því verið s. k. Eiríks.

6738

e Eiríkur Bjarnason Gissurars. yngri var á Hallormsstað „studiosus“ hjá Arndísi systur sinni‚ 47 ára og er þá víst ókvæntur. Hann tók guðfræðipróf við háskólann í Höfn 1688 (Attestas). Var lengi embættislaus hjá frændum sínum. Varð síðar prestur á Hallormsstað 1708—26, dó 1726, 70 ára. Hann átti Þuríði 8349 Árnadóttur, Eiríkssonar prests í Vallanesi Ketilssonar. Þ. b. dóu bl. nema Solveig.

6739

aa Solveig Eiríksdóttir var s. k. Björns 9145 Ólafssonar í Böðvarsdal.

6740

f Hinrik Bjarnason bjó á Borg í Skriðdal 1703, 44 ára‚ átti Guðrúnu 8348 Árnadóttur (34 ára) Eiríkssonar prests Ketilssonar. Þ. b. þá: Ingiríður 8, Margrét 7, Sesselja 5, Magnús 1 árs og síðar fædd: Guðný f. 1703, Guðný f. 1705, Bjarni og Ingibjörg, tvíburar, f. 1707, Herdís f. 1708, Eiríkur f. 1709, Bárður f. 1711, Þórunn‚ Þorgerður og Solveig, þríburar, f. 1712. Espólín og Snóksdalín telja enn son Hinriks Sigurð. Espólín telur einnig sr. Runólf á Skorrastað, en hann var sonur Hinriks Jónssonar‚ er bjó í Hlíð í Lóni 1703. Flest börn Hinriks munu hafa dáið ung‚ og veit ég ekki um þau‚ nema 2, Magnús og Þórunni. Hinrik bjó á Kolsstöðum 1734.

6741

aa Magnús Hinriksson bjó í Vallanesshjáleigu 1734 og átti ............................. Þ. b.: Árni.

6742

aaa Árni Magnússon bjó í Beinárgerði og átti Guðlaugu 4460 systur Jóns pamfíls.

6743

bb Þórunn Hinriksdóttir átti Halldór 12496 b. á Bakka í Borgarfirði Ólafsson Árnasonar, Ketilssonar á Barðsnesi. Þau búa þar 1762 talin bæði 50 ára og synir þeirra 10, 18 og 11 ára. Ekki er kunnugt um þá nema Gísla (f. á Bakka um 1750).

6744

aaa Gísli Halldórsson hefur víst búið lítið‚ er „í brauði“ á Bakka 1816 hjá Guðrúnu Sveinsdóttur frá Brúnuvík (1529). Þar er þá vinnukona Gróa d. Gísla‚ laungetin, hét móðir hennar Gróa Tómasdóttir. Var Gróa yngri f. 23.4. 1795.

6745

α Gróa Gísladóttir átti Hrólf 10683 Björnsson á Hofströnd.

6746

cc S igurður Hinriksson átti Guðlaugu Jónsdóttur Þorkelssonar og Salvarar Styrsdóttur, segja Snókdalín og Espólín. Styr var bróðir sr. Jóns Torfasonar á Torfastöðum 1647—56. Annars þekki ég ekki til þessara hjóna og veit ekki hvar þau hafa verið. (Sigurður var ekki sonur þessa Hinriks Bjarnasonar frá Þingmúla‚ heldur annars Hinriks Bjarnasonar í Ívarshúsum á Akranesi‚ sbr. manntalið 1703, bls. 49. Býr í Leirárgörðum 1733. H. Þorsteinsson).

6750

g Arndís Bjarnadóttir Gissurarsonar átti Þorleif prest á Hallormsstað 1677—1702, vígður 1670 aðstoðarprestur séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi og föður síns á Hjaltastað; Guðmundsson prests á Hjaltastað 1654—83, áður á Hvalsnesi, d. 1685; Jónssonar lærða‚ Guðmundarssonar. Hallssonar Ólafssonar prests í Saurbæ um 1540—50 og prófasts, Kolbeinssonar Sigurðssonar. Sr. Þorleifur var „einfaldur maður‚ óskarpur; missti eina nótt hálft skegg sitt tilfinningalaust, óx þó aftur; féll ofan um snjóbrú 1702, varð undir hestinum í urð og fékk bana“. Var á leið til Reyðarfjarðarkaupstaðar yfir Þórdalsheiði. Fóru menn þar yfir snjóbrú á gili. Fóru 30 hestar á undan en prestur síðastur. Varð að sækja reipi til bæja‚ og síga niður til hans. Var hesturinn lifandi en prestur dáinn.

Arndís bjó ekkja á Hallormsstað 1703, 51 árs og eru þessi börn hennar og sr. Þorleifs hjá henni: Gissur 20, Gróa 21, Sigríður 14, Vilborg 8 ára.

6751

aa Gissur Þorleifsson.

6752

bb Gróa Þorleifsdóttir átti Pétur Sigurðsson b. á Svínaskála‚ bróður Þorláks föður Jóns prófasts á Hólmum (8623). Sigurður‚ faðir þessara systkina var lögréttumaður í Ási í Hegranesi og var Jónsson Teitssonar á Holtastöðum (834), Björnssonar Jónssonar biskups Arasonar, Sigurður átti Guðrúnu d. Guðmundar Bjarnasonar á Steiná. Börn þeirra 5 fluttu austur litlu fyrir 1700: Rannveig, Þorlákur, Teitur‚ Pétur og Þuríður. Enn hefur verið Guðrún‚ tengdamóðir Bergs 8416 prófasts í Bjarnanesi.

Börn Gróu og Péturs voru: Guðrún‚ Rannveig. Pétur er á Kolmúla 1703, bjó á Svínaskála. Hann var kallaður Galdra-Pétur.

1 Rannveig Sigurðardótir (f. um 1665) átti sr. Benedikt Jónsson í Bjarnanesi 1691—1744, son Jóns lögréttumanns á Urðum Illugasonar og Margrétar Guðmundsdóttur prests í Felli Erlendssonar. Hann var merkur prestur, vel að sér um margt‚ glaðlyndur og skemmtinn, reiðmaður og átti góða hesta. Skáld gott. Skúli Magnússon var til heimilis hjá þeim Rannveigu í Bjarnanesi‚ er hann var þar sýslumaður og Steinunn kona hans var uppeldisdóttir þeirra. Hét Rannveig dóttir þeirra eftir Rannveigu í Bjarnanesi. Rannveig í Bjarnanesi var skörungur mikill‚ gáfuð og höfðinglynd, bl.

2 Þorlákur Sigurðsson (f. um 1671) bjó á Kolmúla 1703, átti Guðrúnu (35 ára) (8623) Jónsdóttur (56 ára), Jónssonar. Þ. b. 1703: Einar 6, Jón 2, Guðmundur 1 árs.

3 Teitur Sigurðsson (f. um 1674) átti Guðrúnu 6691 Jónsdóttur frá Bjarnanesi.

4 Pétur Sigurðsson (f. um 1678) maður Gróu‚ sem hér um ræðir.

5 Þuríður Sigurðardóttir 2. k. Gísla 10863 Eiríkssonar lögréttumanns á Höskuldarsstöðum.

6753

aaa Guðrún Pétursdóttir átti I Torfa 8401 Högnason á Sléttu í Reyðarfirði, bl. og II Þorstein 12500 ríka í Eskifirði Þorsteinsson, bl.

6754

bbb Rannveig Pétursdóttir átti Jón 12453 Torfason yngra á Nesi í Norðfirði.

6755

cc Sigríður Þorleifsdóttir (f. c. 1689).

6756

dd Vilborg Þorleifsdóttir (f. c. 1695).

6757

B Gísli Gissurarson frá Þingmúla 6720 átti Guðrúnu Björnsdóttur. Þ. b : Gissur‚ Jón‚ Margrét, Ingibjörg, Ragnhildur, Helga. „Þau börn flökkuðu víða og varð lítið úr“, nema Ragnhildi.

6758

a Ragnhildur Gísladóttir átti Þórð‚ son Illuga smiðs í Hvammi í Laxárdal. Bjuggu á Holtastöðum í Húnavatnssýslu og er afkvæmi þeirra bændafólk nokkurt þar um slóðir. Sonur þeirra var Bjarni á Fjósum‚ faðir Gísla‚ föður Þuríðar, móður Jóns‚ föður Níelsar skálda.

6759

C Eiríkur Gissurarson 6720 átti Sigríði Magnúsdóttur. Þ. b.: Magnús‚ Guðrún (ættu að vera uppi um 1700).

6760

a Magnús Eiríksson hefur átt Þórunni Magnúsdóttur, sem er húskona í Bakkagerði í Reyðarfirði 1703, 48 ára‚ með börn sín Eirík 16 og Vilborgu 12 ára‚ því að börn þessa Magnúsar hétu áreiðanlega Eiríkur og Vilborg.

aa Eiríkur Magnússon var dæmdur 1755, með ómagadómi í Þingmúla, á Sturlu á Gvöndarnesi, systkinabarn sitt. Hans börn: Guðrún k. Kolbeins Sigurðssonar á Steinsnesi og Þorbjörg k. Einars Ívarssonar í Norðfirði.

bb Vilborg Magnúsdóttir átti Berg 4035 Pétursson á Hryggstekk.

6761

b Guðrún Eiríksdóttir átti Jón 5322 b. á Gvendarnesi Sturluson Brynjólfssonar.

6762

D Guðleif Gissurardóttir 6720 átti Ara Bessason. Þ. b.: Skúli‚ Steinmóður, Margrét, Oddný. Ættu að vera f. um 1640—60.

6763

a Skúli Arason.

6764

b Steinmóður Arason.

6765

c Margrét Aradóttir.

6766

d Oddný Aradóttir.

6767

L Margrét Einarsdóttir prófasts í Heydölum 5840 átti Árna 4736 Þorvarðsson frá Vallarnesi og varð hann prestur í Stöð 1601. Hún dó af barnsförum sama ár og dó barnið líka Árið eftir flutti hann í Vallanes.

6768

M Ásdís Einarsdóttir prófasts í Heydölum 5840, laungetin‚ hefur verið með elztu börnum sr. Einars‚ ef hún á að geta verið móðir sr. Bjarna í Stöð‚ sem varla er f. síðar en 1580—85. Má vera‚ að hún sé elzt af börnum hans‚ eða sr. Einar hafi átt hana framhjá fyrri konu sinni og verið breitt yfir‚ þó að almenningur teldi hana dóttur hans. Sr. Einar getur hennar ekki í barnatöluflokki sínum. Sigurður Magnússon á Hnappavöllum‚ sem ritar ættatölubók sína 1700, getur hennar‚ en kallar hana Arndísi, og er það‚ ef til vill réttara. Hefði hann átt að vita um hana‚ þar sem hann lifði aðeins einni öld síðar og Heydalaætt var einmitt þá svo alkunn og mikilhæf ætt. Sonur Ásdísar (Arndísar) hét Bjarni og var Jónsson, líkl. laungetinn.

6769

A Bjarni Jónsson varð prestur í Stöð 1610 (ekki 1602) og var þar prestur í 41 ár‚ dó 1651; átti Valgerði Hjörleifsdóttur prests á Hallormsstað Erlendssonar. (sbr. 6225 og 6695). Sr. Hjörleifur á Hallormsstað var sonur Erlends b. á Æsustöðum í Langadal Jónssonar príors Finnbogasonar lögm. Jónssonar. Kona sr. Hjörleifs var Ragnhildur dóttir Einars b. Þorsteinssonar á Kleif í Breiðdal. Hún dó á Hallormsstað 11.6. 1642. Sr. Hjörleifur var pr. á Hallormsst. 1595—1626, dó 1626. Áður var hann eitthvað prestur eystra. Var settur prestur á Skriðuklaustri 11.8. 1584, og er sem prestur í dómi á Egilsstöðum 1585. Var eitthvað í Bjarnanesi á árunum 1588—94. Börn sr. Bjarna og Valgerðar voru: Margrét, Sigurður, Eiríkur, Gísli. Espólín telur einnig Sesselju k. Einars prests á Ási Jónssonar, en hún var d. sr. Bjarna Ormssonar á Kolfreyjustað. Jón Sigfússon segir‚ að móðir Bjarna 5534 Guðmundssonar á Karlsstöðum hafi heitið Margrét, dóttir sr. Bjarna í Stöð; hafi hún verið kölluð „Galdra-Manga“ og „ekki þótt mjög alþjóðleg“. Nú átti Margrét dóttir sr. Bjarna sr. Hinrik Jónsson í Stöð‚ er þar varð prestur eftir sr. Bjarna og dó 1657. En Hinrik‚ bróðir Bjarna á Karlsstöðum er f. um 1657 og Bjarni er f. um 1651. Móðir þeirra getur því ekki verið sama konan‚ sem átti sr. Hinrik. Þó má telja mjög sennilegt að þeir‚ sem sögðu Jóni Sigfússyni um ætt Erlends á Ásunnarstöðum‚ sonar Bjarna á Karlsstöðum, hafi haft eitthvað fyrir sér í því‚ að telja móður Bjarna Margréti d. sr. Bjarna í Stöð‚ einkum þar sem hún átti að vera kölluð „Galdra-Manga“. Er ólíklegt, að það hafi ekki setið nokkuð fast í minni afkomanda Bjarna. Margrét hét elzta dóttir Bjarna.

Dætur sr. Bjarna hafa eflaust verið 2 Margrétar, önnur‚ sem átti sr. Hinrik og hin‚ sem átti Guðmund b. á Karlsstöðum 1662 (þá lofar hann Brynjólfi biskupi að selja honum 6 hundr. í Ásunnarstöðum) Jónsson, sem dáinn er fyrir 1673, líklega löngu fyrr‚ og þeirra synir verið Jón og Bjarni. Síðan hefur hún líklega átt Guðmund (5488) Bessason á Melrakkanesi og með honum Hinrik‚ sem hún hefur látið heita eftir sr. Hinriki mági sínum‚ þar sem hann er f. sama árið sem sr. Hinrik dó. Hinrik eða erfingjar hans kölluðu til arfs eftir Bessa sýslumann af því að hann hefði verið bróðir Hinriks. Ekki sézt þar‚ að erfingjar Bjarna hafi kallað til arfs‚ enda gat sr. Narfi‚ albróðir Bessa‚ ekki átt dóttur sr. Hinriks (3866) ef Hinrik Guðmundsson hefði verið systkinabarn við þá konu. Áreiðanlegt er‚ að Hinrik var bróðir Bjarna á Karlsstöðum. Og ef Hinrik hefur líka verið bróðir Bessa‚ þá hefur Hinrik aðeins átt sömu móður sem Bjarni á Ásunnarstöðum.

6770

a Margrét Bjarnadóttir átti Hinrik 3865 prest í Stöð Jónsson, Björnssonar sýslumanns Gunnarssonar. Hann drukknaði 1657.

6771

b Margrét Bjarnadóttir önnur(?) hefur líklega verið s. k. Guðmundar (5488) Bessasonar á Melrakkanesi og átt með honum Bjarna (1651), er bjó á Karlsstöðum efri og Hinrik (1657) er bjó á Karlsstöðum neðri.

2.6. 1673 á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd selur Margrét Bjarnadóttir og Jón Guðmundsson sonur hennar Brynjólfi biskupi 4 hundr. í Ásunnarstöðum og hún fyrir hönd Bjarna sonar síns. Var faðir þeirra Guðmundur Jónsson. Hinrik ekki nefndur, enda var hann þá ekki nema 16 ára. Margrét hefur þá átt Guðmund Jónsson fyrst og þeirra synir verið Jón og Bjarni. Síðar hefur hún líklega átt Guðmund Bessason og þeirra sonur verið Hinrik eða hún hefur átt Hinrik með Guðmundi Bessasyni í lausaleik.

Jón Sigfússon segir‚ að hún hafi ekki „þótt mjög alþjóðleg“ og verið kölluð „Galdra-Manga“. (Sjá 6769). Þessi Margrét hefði þá verið stjúpa sr. Narfa Guðmundssonar í Möðrudal (5489), sem átti Sigríði dóttur sr. Hinriks í Stöð. Mun hún vera sama sem „Möðrudals-Manga“, sem kölluð hefur verið í sögnum kona sr. Bjarna i Möðrudal, eftirmanns sr. Narfa; en hans kona gat hún ekki verið‚ því að hann átti aðrar konur. Mun vera annaðhvort‚ að Margrét stjúpa sr. Narfa hefur lent til hans og dáið hjá honum og gengið þar aftur og verið nefnd Möðrudals-Manga‚ eða það hefur verið tengdamóðir sr. Narfa‚ og þá ekki móðir Bjarna á Karlsstöðum heldur móðursystir. Hún svo verið eftir í Möðrudal eftir sr. Narfa og gert sr. Bjarna‚ eftirmanni hans‚ skráveifur. Kemur það vel heim við það‚ er sr. Bjarni á að hafa rekið hana burt og sagt‚ að hennar tíð þar væri úti. (Tilgátur H. Þorst.) Má vera að Margrét stjúpa sr. Narfa hafi kennt honum galdra‚ því að fjölkunnugur þótti hann‚ og hún svo farið til hans ekkja.

6772

c Sigurður Bjarnason bjó í Snæhvammi, átti Helgu 1558 Arngrímsdóttur frá Njarðvík. Þ. b.: Sæmundur. Sigurður átti 5 hundr. í Bæ í Lóni‚ er móðir hans hafði gefið honum‚ 3 hundr í Litlasteinsvaði, er konu hans skiptast 1658, og 4 hundr. í Kirkjubóli, er hann seldi Brynjólfi biskupi 1.6. 1673 fyrir 6 hundr. í Þverhamri.

6773

aa Sæmundur Sigurðsson bjó í Snæhvammi 1703, 53 ára‚ átti Þrúði 6164 Magnúsdóttur, Höskuldssonar prests í Heydölum.

6774

d Eiríkur Bjarnason bjó í Hlíð í Lóni (Bæ í Lóni segir Hannes Þorsteinsson). Hann seldi 18.9. 1657 Brynjólfi biskupi Fremri Kleif 9 hundr. og Skálanes í Seyðisfirði 6 hundr., fyrir ½ Bæ í Lóni (15 hundr.) með samþykki móður sinnar‚ Valgerðar Hjörleifsdóttur í Stöð‚ er selt hafði honum Skálanes 1649 með samþykki manns síns sr. Bjarna. Eiríkur bjó þá á Fremri Kleif.

6775

e Gísli Bjarnason bjó í Bæ í Lóni. H. d.: Arndís‚ Gróa(?).

6776

aa Arndís Gísladóttir átti Jón „siglingamann“ í Bæ í Lóni‚ er kallaður var „engelski“, dvaldi 10 ár í Englandi. Espólín kallar hann Jónsson og svo er hann kallaður í æfisögu Jóns Eiríkssonar konferenzráðs. En 1703 búa í Bæ Jón Árnason 69 ára og Arndís Gísladóttir 61 árs. Þ. b. þar þá talin: Valgerður 38, Markús 35, Þorkatla 25, Árni 20 ára. Er þá annaðhvort, að föðurnafn Jóns er rangt í ættatölu Jóns Eiríkssonar, eða manntalinu (varla þó þar), eða Arndís hefur verið tvígift og átt fyrr Jón Jónsson og börn hennar verið hans börn. En nú segir neðanmáls í æfisögu Jóns konferenzráðs, bls. 104, að sumir nefni Jón siglingamann Árnason, Gunnarssonar að norðan. Mun því mega telja það víst‚ að Jón maður Arndísar og faðir barna hennar hafi verið Árnason, sá er bjó í Bæ 1703. Um börn Jóns og Arndísar, er talin eru hjá þeim 1703, veit ég ekki‚ en dóttir þeirra hét einnig Þórdís‚ f. um 1667.

6777

aaa Þórdís Jónsdóttir átti Jón‚ ríkan bónda á Hofi í Öræfum og síðar á Reynivöllum í Suðursveit, Vigfússon Jónssonar. Þ. b.: Vigfús‚ Steinunn.

6778

α Vigfús Jónsson var prestur í Stöð 1737—61, lærður vel og gott skáld. Var fyrst aðstoðarprestur hjá sr. Guðmundi Högnasyni á Hofi og svo hjá syni hans sr. Högna í Stöð 1636 unz hann dó. Hann átti Guðrúnu 6592 Jónsdóttur, ekkju Högna prests Guðmundssonar í Stöð. Þ. einb.: Guðríður.

6779

αα Guðríður Vigfúsdóttir átti sr. Svein 8957 í Stöð Sigurðsson, bl.

6780

β Steinunn Jónsdóttir átti Eirík (f. 1700) b. á Skálafelli í Suðursveit og síðar í Hólmi í Einholtssókn, Jónsson á Skálafelli, Jónssonar, Sigmundssonar á Hnappavöllum, Jónssonar. Þ. b. meðal annarra Jón Eiríksson konferenzráð f. 31.8. 1728, d. 29.3. 1787.

6781

bb Gróa Gísladóttir átti launson við Salómon á Sandvelli‚ hét Jón.

6782

aaa Jón Salómonsson b. á Reiðará, átti Helgu Pálsdóttur frá Firði. Þ. b.: Páll‚ Jón‚ Salómon.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.