Galdra-Imba

10563

Ingibjörg Jónsdóttir, er kölluð hefur verið Galdra-Imba‚ var dóttir Jóns prests Gunnarssonar á Tjörn í Svarfaðardal‚ er þar var orðinn prestur 1619 og hefur víst verið þar prestur fram undir 1653. Hefur Ingibjörg verið fædd þar á því tímabili snemma‚ eða jafnvel fyrir 1619. Líklegast er þó‚ að hún sé fædd milli 1619 og 1630, því að Árni‚ maður hennar er orðinn prestur 1650, og Þuríður dóttir þeirra er fædd um 1660.

Jón prestur, faðir hennar‚ var sonur Gunnars bónda í Tungu í Fljótum og Ingibjargar dóttur Ólafs Ormssonar frá Hraunum í Fljótum. Séra Jón er á Fagranesi hjá séra Árna og dóttur sinni 1669, hrumur orðinn. Kona hans og móðir Ingibjargar var Helga dóttir Erlends prests Guðmundssonar í Felli í Sléttuhlíð.

Ein sögn er sú um Ingibjörgu, að þá er hún var á barnsaldri hjá föður sínum‚ hafi hann eitt sinn sett hána á kné sér og kveðið þetta við hana:

Augun eru eins og stampar,  
í þeim sorgarvatnið skvampar,
ofan með nefinu kiprast kampar
kjafturinn eins og á dreka.       
Mér kemur til hugar‚ kindin mín‚
að koma þér fyrir hjá Leka.

Leki þessi var nafnkunnur galdramaður. Var Ingibjörgu síðan komið fyrir hjá honum til náms‚ þegar hún hafði aldur til‚ og varð þar vel fær í fjölkyngi.)

Þá er faðir hennar var prestur á Tjörn‚ var sá prestur á Völlum‚ gegnt Tjörn‚ er Jón hét Egilsson (1622—1658, vígður 1615, dáinn 1660), sonur Egils prests á Óslandi og Bægisá Ólafssonar og Oddnýjar, dóttur Sigfúsar prests Guðmundssonar á Stað í Kinn‚ bróðir Ólafs prests Guðmundssonar á Sauðanesi. En kona Jóns prests Egilssonar, var Þuríður Ólafsdóttir bónda í Núpufelli í Eyjafirði, Jónssonar prests í Laufási Sigurðssonar, og var móðir hennar‚ kona Ólafs‚ Halldóra dóttir Árna á Grýtubakka, Magnússonar í Stóradal, Árnasonar, Péturssonar, Loftssonar, ríka Guttormssonar og Sigríðar Árnadóttur sýslumanns á Hlíðarenda‚ Gíslasonar. Móðir Árna á Grýtubakka var Þuríður laundóttir Sigurðar prests á Grenjaðarstað Jónssonar biskups Arasonar. Sonur Jóns prests á Völlum og Þuríðar Ólafsdóttur hét Árni. Hann varð prestur til Rípur og Viðvíkur 1650, fékk Fagranes 1669 og Hof á Skagaströnd 1673. Þeir séra Árni og séra Sigfús Tómasson í Hofteigi voru þremenningar (Oddný Sigfúsdóttir prests Guðmundssonar — séra Jón á Völlum — Árni. Hinsvegar Helga Sigfúsdóttir — Ragnheiður — séra Sigfús Tómasson.) Kona séra Árna var Ingibjörg dóttir séra Jóns Gunnarssonar á Tjörn, Galdra-Imiba. Þá er þau voru á Hofi á Skagaströnd var séra Árni borinn galdri um 1680 og dæmdur tylftareiður. Var kona hans þó sökuð miklu meira um galdur af almenningi en hann. Þá strauk séra Árni til Englands. Ingibjörg kona hans elti hann og rakti slóð hans til sjávar í Loðmundarfirði. Kvaðst hún eigi hafa vitað af er hann strauk. Hún staðnæmdist síðan eystra og eru ýmsar sagnir um fjölkyngi hennar. Hún var síðast hjá Þuríði dóttur sinni á Nesi í Loðmundarfirði fyrir 1703. 

 

Hér fyrir neðan er framhald af ætt Galdra-Imbu sem var prentuð í 7. bindi.

 

Börn séra Árna og Ingibjargar voru Gunnar 10638, Gísli‚ Margrét‚ Þuríður 10641. Jón Sigfússon telur einnig son þeirra Jón „geiti“ í Geitavík, er síðast hafi flutzt í Strandhöfn, og verið faðir Elízabetar,móður Ingveldar, konu Gríms Jónssonar í Leiðarhöfn. En það mun þó óvíst‚ líklega mun Jón‚ faðir Elísabetar vera sonur Þuríðar Árnadóttur (10641) á Nesi og Guðmundar Oddssonar. Í Geitavík býr Jón Guðmundsson 1734 og annar Jón Guðmundsson í Geitavíkurhjáleigu. Sögn er um það‚ að þegar  Jón geitir bjó í Geitavík hafi annar Jón búið í Geitavíkurhjáleigu og verið kallaður Jón „grái“, hafi báðir verið göldróttir og senzt    á sendingum, en komið þeim fyrir í dýi milli bæjanna, er síðar var kallað „Djöfladý“. Átti Jón grái að hafa haft betur. Jón   Sigfússon segir‚ að Jón geitir‚ sem hann telur Árnason, hafi síðast flutzt að Strandhöfn í Vopnafirði og endað þar ævi sína‚ og þar bjó Elízabet dóttir hans eftir hann. En nú deyr Jón Guðmundsson í Geitavík 1754, fátækur, og fengu börn hans engan arf. Getur sá Jón því ekki verið faðir Elízabetar, nema Strandhafnarsagan sé tilbúningur. Og þó er hún svo einkennileg, að ólíklegt er‚ að hún sé tilbúningur einn. Hefur líklega Jón „geitir“ búið þar á undan honum og farið þaðan til Strandhafnar, einhvern tíma milli 1720 og 1730, því að 1734 býr Jón Ásmundsson í Strandhöfn, og hefði því Jón geitir verið dáinn. Þetta getur auðvitað vel hafa átt sér stað‚ hvort sem væri að ræða um Jón son Þuríðar eða bróður hennar. Jón sonur hennar hefur verið fæddur um 1684, er 19 ára 1703. En Jón bróðir hennar mundi vera fæddur kringum 1670—1675, varla síðar en 1675, því að þá hefur Ingibjörg líklega verið orðin 45 ára. Þuríður dóttir hennar er fædd um 1660, og Gunnar sonur hennar verður prestur 1696 og mun þá vera fæddur um 1670—1675.

Elízabet í Strandhöfn, dóttir Jóns geitis‚ er fædd um 1725. Hefur þá Jón sonur Þurðar verið 41 árs‚ en Jón Árnason ef til hefir verið 50—55 ára eða heldur eldri. Hún getur því hafa verið dóttir hvors þeirra sem væri. Jóns Árnasonar er nú hvergi getið í manntalinu 1703 hér eystra‚ svo að séð verði líkindi til‚ að þar væri um bróður Þuríðar og son Galdra-Imbu að ræða. En hann gat hafa verð einhvers staðar vinnumaður fjarri henni eða komið síðar austur en 1703.

Nú skiptir litlu um ættfærslu Elízabetar í Strandhöfn, hvort Jón faðir hennar hefir verið sonur Þuríðar eða bróðursonur, þar sem ætt Guðmundar, manns Þuríðar, verður ekki rakin. Og þar sem ætt frá Galdra-Imbu er í blöðum Jóns Sigfússonar auðsjáanlega rakin af einhverjum skýrum og fróðum manni um þá ætt‚ en ekki af Jóni Sigfússyni sjálfum, (ef til vill af Hjörleifi sterka), þá mun réttast að halda sér við það‚ sem þar segir‚ og telja Jón Árnason, bróður Þuríðar, föður Elízabetar í Strandhöfn, þar sem ekki eru full gögn fyrir því‚ að Jón faðir hennar hafi verið sonur Þuríðar.

10564 

a   Jón Árnason og Galdra-Imbu bjó í Geitavík í Borgarfirði og var kallaður Jón „geitir“. Hann þótti illmenni og flæktur mjög við galdra. Hafði hann í heitingum við aðra‚ ef hann fékk ekki af þeim það er hann vildi. Er sagt að þá hafi dottið niður dauðar skepnur þeirra‚ eða einhver óhöpp komið fyrir þá önnur.    Þá bjó Sigurður Magnússon sterki   (1364)   í Njarðvík. Hann átti hest góðan. Eitt sinn kom Jón geitir í Njarðvík og falar hestinn af Sigurði, en hann neitaði. Jón kvað þá ekki víst‚ að hann nyti hans lengi. Litlu síðar fanst hesturinn dauður inni á Mönum. Þetta var um haust. Sigurður lét skrokkinn liggja þar. Leið svo fram á útmánuði, að Jón kom ekki í Njarðvík. Einn morgun snemma mjög sá Sigurður mann ganga yfir víkina áleiðis til Gönguskarðs, og þótti hann líkur Jóni geiti. Hleypur Sigurður í veg fyrir hann og nær honum skammt frá skrokknum. Var það Jón. Sigurður grípur hann þegar og dregur hann að skrokknum. Rífur síðan langana úr skrokknum og barði þeim um haus Jóni meðan þeir entust til. Síðan tróð hann Jóni inn í skrokkinn og kvað þetta gert til minningar um viðskift þeirra. Ekki glettist Jón við hann aftur.

Séra Gísli hinn gamli var þá prestur á Desjarmýri. Er sagt að hann hafi oft barið blóðið fram úr Jóni fyrir kukl hans og illmennsku. Jón hefir því ekki orðið vinsæll í Borgarfirði, og er ekki ólíklegt að hann hafi af þeim sökum flutzt til Strandhafnar á norðurströnd Vopnafjarðar. Er það yzti bær þar og mjög afskekktur. Jón var kvæntur og er ókunnugt um konu hans‚ en dóttur átti hann‚ er Elízabet hét (f. um 1725).

10565 

aa   Elízabet Jónsdóttir átti Jón Guðmundsson, bónda í Strandhöfn. Þau búa þar 1762, hann 46 ára‚ en hún 37. Sonur 13 ára og dætur tvær‚ 8 og 3ja ára. Jón hefur dáið 1781 eða 1782. Fóru skifti fram eftir hann 15. júní 1782 og hljóp búið 108 rd. 28 sk. Elízabet lifir þá og fær helming þess fjár. Börn þeirra eru þá talin: Gísli (32 ára), Ingveldur (26), Kristín (17)  10636 og Pétur (14 ára). Svaramenn þeirra eru Grímur Jónsson og Jón Jónsson.

10566

aaa   Gísli Jónsson bjó í Strandhöfn, síðar (frá 1788) á Hámundarstöðum og síðast í Gunnólfsvík, dó 1815. Bú hans þá við skifti virt 379 rd. 29 sk. Hann átti I................... sem dáin er fyrir 1785. Þeirra börn: Hallný‚ Guðrún‚ Ragnhildur‚ Jón‚ Guðríður, Gísli‚ Valgerður (?) II. Katrínu Jónsdóttur 10605 (f. um 1761). Þeirra börn: Björg‚ Elízabet, Ingibjörg, Davíð. Laundóttir Gísla hét Steinunn, f. um 1789, er 27 ára 1816.

10567  

α   Hallný Gísladóttir átti 10/10 1793 Vilhjálm Ásmundsson 13524 frá Skógum (f. um 1766), bjuggu í Höfn á Ströndum, urðu vel efnuð og keyptu hálfa Höfn. Þ. s.: Gísli.

10568  

αα   Gísli Vilhjálmsson bjó í Höfn góðu búi‚ átti Ólöfu Jónsdóttur 13524 hreppstjóra í Viðvík Jónssonar. Gísli var stór maður og sterkur vel. Þ. b.: Hallný‚ Vilhjálmur, Gísli‚ Rannveig, Guðlaug, Kristín, Ingveldur.

10569  

ααα   Hallný Gísladóttir átti Benedikt bónda í Steintúni Sigurðsson.  (Benedikt var fæddur í Miklagarðssókn um 1815). Þ. b. 1845: Guðrún (5 ára), Guðríður (4 ára).

10570 

βββ   Vilhjálmur Gíslason bjó lítið‚ varð ekki gamall‚ átti Valgerði ....................   Þ. b.: Metúsalem (varð úti um þrítugt‚ ókv., bl‚), Vilhjálmur (?).

10571   

ggg Gísli Gíslason bjó í Höfn‚ f. 1824, d. um 1874, átti Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, f. um  1820 í Svalbarðssókn. Faðir hennar dó skömmu eftir að hún fæddist og ólst hún upp hjá Þorsteini Bjarnasyni á Álandi þangað til 1836. Þá fluttist hún að Brimhorni í Vopnafjarðarkauptúni til móður sinnar‚ er þar var þá. Hún hét Jóhanna (fædd í Helgastaðasókn um 1790), dóttir Jóns bónda á Vaði í Reykjadal.    Hún var þá ekkja en giftist skömmu síðar (1837) Magnúsi Pálssyni frá Valþjófsstað  („tíkarmanga“). Þ. b.: Gísli og tvær stúlkur, sem dóu ungar.

10572   

+    Gísli Gíslason, f. 14. des. 1852, kvæntist 1884 Elízabetu Jósefsdóttur 799 Jónssonar á Refstað Péturssonar. Þ. b.: Margrét, dó um tvítugt, óg., bl., Salína-Ingunn og Guðbjörg. Elízabet dó 1898. Gísli bjó síðan alla stund með ráðskonu, Pálínu Pétursdóttur bónda á Hofi í Öræfum Jónssonar og Ragnheiðar Friðriksdóttur prests á Ásum í Skaftártungum Guðmundssonar prests á Undirfelli. Móðir Péturs var Geirlaug dóttir Öræfa-Péturs‚ en móðir Ragnheiðar var Anna Benediktsdóttir, föðursystir Benedikts sýslumanns Sveinssonar, dóttir séra Benedikts í Hraungerði Sveinssonar prófasts í Hraungerði Halldórssonar. (Þannig taldi Pálína). Gísli átti son við Pálínu‚ er Ragnar hét f. 9. jan. 1902. Gísli dó 8. júlí 1920. Hann var greindur vel‚ minnugur mjög og fróður‚ einkennilegur í ýmsu.

10573   

++   Salína-Ingunn Gísladóttir gekk á kennaraskóla, var um nokkur ár barnakennari, missti heilsuna. Ógift‚ barnlaus.

10574   

++   Guðbjörg Gísladóttir, fór til Hornafjarðar.

10575   

++   Ragnar Gíslason f. 9/1 1902, fór til Breiðdals með móður sinni eftir lát Gísla.

10576   

đđđ   Rannveig Gísladóttir átti Árna á Sóleyjarvöllum (sbr. 4860) (Urðarseli) Jónsson Ólafssonar. Þ. b.:  Árni‚ Bergrós‚ Guðrún.

10577   

+   Árni Árnason bjó síðast í Haga‚ átti Guðrúnu Kristínu Sigurðardóttur. Þ. b.: Sigurveig, Árni.

10578   

++   Sigurveig Árnadóttir óg. Var lengi ráðskona hjá Kristjáni Metúsalemssyni á Fremra-Nýpi og Hamri. Átti eitt barn.

10579   

++   Árni Árnason bjó á Breiðumýri og Áslaugarstöðum‚ átti Hólmfríði Jóhannesdóttur.

10580   

+   Bergrós Árnadóttir var fyrri kona Runólfs á Felli Magnússonar. Þ. s.: Magnús‚ fór til Ameríku með föður sínum.

10581   

+   Guðrún Árnadóttir giftist í Þistilfjörð.

10582   

εεε   Guðlaug Gísladóttir átti Grím Snjólfsson  5827  á Ytra-Nýpi.

10583   

ſſſ  Kristín Gísladóttir átti fyrst launbarn við Árna Guðmundssyni, hét Aðalbjörg. Átti svo Jón Gunnarsson 7840 í Höfn.

10584   

+   Aðalbjörg Árnadóttir átti Pétur í Mývatnssveit eða þar nærri Guðmundsson frá Kálfaströnd.

10585   

333   Ingveldur Gísladóttir átti fyrst launson við Davíð Davíðssyni af Sléttu‚ hét Davíð‚ átti svo  Jón Jónsson  10395 „kussa“ frá Læknisstöðum.

10586   

+   Davíð Davíðsson var í Höfn á Strönd‚ ókv., bl., tæpast með fullu viti.

10587   

β   Guðrún Gísladóttir  (10566)  ógift‚ átti launson við Ásmundi Péturssyni 802 í Leiðarahöfn, hét Ásmundur (803).

10588   

g   Ragnhildur Gísladóttir (10566) átti Svein Ásmundsson 13526 á Þorvaldsstöðum á Strönd.

10589 

đ   Jón  Gíslason  átti  Valgerði  Ásmundsdóttur  13542, systur Sveins. Eru í húsmennsku á Þorvaldsstöðum á Strönd 1816, bæði 44 ára‚ víst barnlaus.

10590   

ε   Guðríður Gísladóttir, hefur líklega dáið ung.

10591   

ſ  Gísli Gíslason er í Gunnólfsvík 1816, 37 ára‚ ókv., líklega barnlaus.

10592   

z   Valgerður Gísladóttir (10566)  (víst eftir fyrri konu Gísla — 10566 — eða þá laungetin), átti 1799 Helga son Helga Halldórssonar   í   Gunnólfsvík   4817,   bjuggu   á Læknisstöðum á Langanesi (1829). Þ. b.: Vilhjálmur, Hallný‚ Helgi‚ Jósef‚ Þórdís‚ (aldur 1829: 26, 25, 22, 18, 16).

10593       

αα   Vilhjálmur Helgason bjó á Læknisstöðum  (1829), átti I. Þórdísi Helgadóttur (þá 38 ára). Þ. b. 1829: Margrét (2), Magnús (1). Sonur Þórdísar er þá þar einnig: Sigurður Bjarnason (13). II. Steinunn Guðmundsdóttir, 12844, bæði 44 ára 1845. Víst barnlaus.

10594       

ααα   Margrét Vilhjálmsdóttir.

10595       

βββ   Magnús Vilhjálmsson, átti Kristínu Sigurðardóttur 4875 frá Skálum.

10596        

ββ   Hallný Helgadóttir  átti Ásbjörn bónda á Felli  á Strönd (f. í Svalbarðssókn um 1801, á Flautafelli) Ásbjörnsson, hálfbróður Benedikts á Felli. Móðir Ásbjörns yngra var Guðrún Gunnlaugsdóttir (72 ára 1838). Þ. b. 1838: Ása (8), Ásbjörn (4), Benedikt (2), Guðný fædd 1840.

10597        

gg   Helgi Helgason bjó á Læknisstöðum, átti Hólmfríði Pétursdóttur 4957.

10598        

đđ   Jósef Helgason bjó á Felli á Strönd 1838. Bústýra hans er þá Hallný Sveinsdóttir (28 ára). Hans synir: Jósef (4) og Páll (3).

10599        

εε   Þórdís Helgadóttir f. um 1813.

10600        

į Björg Gísladóttir (10566).

10601        

z    Elízabet Gísladóttir (10566) átti Hallgrím Pétursson 4951 í Urðarseli.

10602        

^   Ingibjörg Gísladóttir.

10603        

fi    Davíð Gíslason.

10604        

1^   Steinunn  Gísladóttir   (laungetin)   átti   1814  Sigurð Jónsson 12054 bónda á Ásbrandsstöðum 1816  (26 ára). Þ. son 1816: Jón (2 ára).

10605        

bbb    Ingveldur Jónsdóttir frá Strandhöfn (10565), f. um 1756, átti Grím Jónsson frá Leiðarhöfn Egilssonar. Jón sá var sagður ættaður vestan af landi og verið vinnumaður í Krossavík nokkur ár hjá Guðmundi sýslumann Péturssyni. Ekki galt sýslumaður honum kaup árlega. En þegar hann fór‚ bauð sýslumaður honum að kjósa sér eitthvað af kotum sínum í kaup‚ 1  hdr.  fyrir hvert ár. Hafði honum líkað mjög  vel við Jón‚ enda var hann einnig mjög vel búhagur. Þá kaus Jón sér Leiðarhöfn. Sýslumaður lét hann fá hana‚ en sagði um leið:  „Þar kaustu auga mitt“. Jón bjó síðan í Leiðarhöfn og dó 1777 (eða 1776). Skifti eftir hann fóru fram 2/8 1777. Búið 103 rd. 18. sk. Björg hét ekkja hans  Gunnlaugsdóttir.  Börn  þeirra þá:   Jón (kvæntur og á börn), Egill  (líklega líka), Steinunn, Guðrún‚ (hafa öll fengið nokkurn arf fyrir 1777), Grímur‚ Katrín. Ekki hafa nema Grímur og Katrín verið börn Bjargar. Jón hefir verið kvæntur áður og hin börnin verið eftir fyrri konu hans. Fjárhaldsmaður Gríms og Katrínar var skipaður Oddur Ólafsson hreppstjóri. Hefur Björg líklega verið náskyld honum.

1.    Jón Jónsson Egilssonar er ef til vill faðir Vigdísar konu Jóns Kolgrímssonar á Svínabökkum 10390. Hún er fædd í Leiðarhöfn um 1781.

2.    Egill Jónsson er vinnumaður á Skeggjastöðum 1762 23 ára.

3.    Steinunn Jónsdóttir vinnukona í Miðfirði 1762 23 ára.

4.    Guðrún Jónsdóttir.

5.    Grímur Jónsson í Leiðarhöfn, maður Ingveldar frá Strandhöfn.

6.    Katrín Jónsdóttir býr í Leiðarhöfn 1785 (23 ára) með son sinn Benedikt Benediktsson  (3 ára), varð síðan  (1788)  seinni kona Gísla Jónssonar á Hámundarstöðum.

Jón Egilsson bjó í Gunnólfsvík 1762 60 ára. Kona hans‚ Björg Gunnlaugsdóttir, 30 ára. Börn Jóns voru þá var: Guðrún 16 ára‚ Grímur 3 ára. Er Guðrún líklega af fyrra hjónabandi en Grímur er sonur Bjargar.

Sagan um það‚ hvernig Jón Egilsson eignaðist Leiðarhöfn getur varla átt við Guðmund sýslumann, því að hann kom ekki í Krossavík fyrr en 1770 eða öllu heldur síðar. Líklegt er‚ að einhver fótur sé fyrir sögunni og kynni það að hafa verið Pétur sýslumaður, faðir Guðmundar, eða Þorsteinn sýslumaður faðir Péturs‚ sem kom austur 1716. Ekki er Jón Egilsson kominn í Leiðarhöfn 1762. En Þorsteinn var af Vesturlandi og gat því eitthvað hafa dregið Jón til hans‚ og ef til vill síðar til Péturs sonar hans‚ sem gæti hafa látið hann fá Leiðarhöfn, og Jón komið þangað skömmu eftir 1762 — Börn Ingveldar og Gríms voru: Elízabet, óg., bl. og Grímur. Grímur Jónsson dó 1789, en Ingveldur giftist II. 1791 matros Sören Richardson Juuel (?) og var víst barnlaus, og III., 1796, Ásmundi Péturssyni í Leiðarhöfn, barnlaus. Grímur og Ingveldur bjuggu fyrst í Strandhöfn, en frá 1786 í Leiðarhöfn.

10606

α Grímur Grímsson, f. 1789, bjó í Leiðarhöfn, var bezti smiður og söngmaður. Voru þeir feðgar það. Hann átti I. Guðlaugu Jakobsdóttur skrifarans góða Sigurðssonar 8294, barnlaus. Hjónaband þeirra fór illa og skildu þau samvistir. Þá átti hann lausaleiksbörn 2 með Dómhildi Ögmundsdóttur 8289 frá Fagradal, Grímhildi 1815 og Sigríði 1817, dána sama ár. Enn átti hann barn við Lísibet Jónsdóttur Ólafssonar (Elízabet) 3475. Kom það andvana, sögðu þau. En grunuð voru þau um að hafa orðið völd að dauða þess með ógætilegri meðferð. Varð mál úr því og þjark mikið‚ en ekki sannaðist það. Athugasemd í kirkjubók Hofs „við innkomna“ 1821 um Grím (þá 33 ára): „Var í arresti 2 ár á Ketilsstöðum, en dæmdur frí af hæztarétti“. Þá átti hann barn enn við Sigríði Vigfúsdóttur 1822 5541 hét Kristborg. Allt voru þetta hórdómsbrot. Loks voru þau Guðlaug skilin með dómi. Síðar fékk hann með kgl. leyfisbréfi 7/5 1828, leyfi til að giftast aftur‚ og giftist þá‚ 31. janúar 1829, Arndísi Hildibrandsdóttur frá Hofi í Fellum 2448.  Áður hafði hann átt barn með henni 1824, og ólétt var hún þegar þau giftust, og fæddist það barn í apríl 1829. Bæði fæddust þau börn andvana. Í hjónabandi áttu þau þessi börn‚ sem lifðu: Rósu‚ f. 27/7 1830, Önnu Sigríði f. 12/7 1831, Grím f. 12/7 1832 og Hjálmar f. 22/8 1833. Grímur drukknaði 26/3 1833 út af Fúluvík í Strandhafnarlandi með 2 mönnum öðrum. Voru að sækja rekavið, reru á sker í logni og hvolfdi þegar. Einn maður komst af: Eiríkur Eyjólfsson frá Torfastöðum (5029). Grímur var talinn bezti sjómaður.

10607      

αα    Grímhildur   Grímsdóttir   átti   Jóhann   Jónsson   á Skjaldþingsstöðum.

10608      

ββ    Kristborg Grímsdóttir, myndarkona, átti I. Pétur Gunnarsson 13488 á Felli á Strönd‚ þ. b. dó ungt. II. Jón Illugason 13450 á Djúpalæk, barnlaus.

10609      

gg    Rósa Grímsdóttir átti Guðna bónda í Leiðarhöfn og víðar Erlendsson bónda á Rauðá í Bárðardal Sturlusonar. Móðir Guðna var Anna dóttir Sigurðar á Gautlöndum og fyrstu konu hans‚ hálfsystir Jóns alþingismanns á Gautlöndum. Þ. b.: Stefán (808), Am., Guðný‚ Anna-Sigríður.

10610      

ααα   Guðný Guðnadóttir átti Kristján Grímsson 10632 systkinabarn sitt. Þau bjuggu hér og þar‚ voru lengst í Vopnafjarðarkauptúni. Þ. b.: Guðni Jóhann‚ Jón ókv., bl., holgóma, Vilborg, Elízabet, Árni‚ Guðrún‚ Rósa.

10611      

+   Guðni Jóhann Kristjánsson var bókhaldari við verzlun  á  Vopnafirði,  átti  Þórunni   Elízabetu   Kristjánsdóttur   218 Árnasonar. Barnlaus.

10612    

+   Vilborg Kristjánsdóttir átti Jósef bónda á Síreksstöðum 10635 Hjálmarsson, systkinabarn sitt.

10613    

+   Elízabet Kristjánsdóttir átti Jón Sigurjónsson 10425 þurrabúðarmann á Hólmum við Vopnafjörð.

10614    

+   Guðrún Kristjánsdóttir átti (1916) Valdemar Stefánsson 7773 frá Vatnsdalsgerði.

10615    

+   Árni Kristjánsson var vinnumaður.

10616    

+    Rósa Kristjánsdóttir.

10617    

βββ   Anna-Sigríður Guðnadóttir átti Svein Valdemarsson 7765 Sveinssonar.

10618    

đđ   Anna-Sigríður Grímsdóttir átti Eyjólf á Bökkum 818 Björnsson frá Hraunsfelli. Þ. b.: Rósa‚ Guðrún‚ Jón ókv., bl.

10619    

ααα  Rósa Eyjólfsdóttir ólst upp á Vakursstöðum, fór til Vestmannaeyja og giftist þar.

10620    

βββ   Guðrún Eyjólfsdóttir ógift‚ bjó með Ólafi Pálssyni í Kílakoti, norðlenzkum. Þ. b.: Margrét, Am., Sigurbjörg, dó ógift og barnlaus um tvítugt, Björg, varð geggjuð og varð úti‚ óg., bl.

10621    

εε   Grímur Grímsson (10606) var góður trésmiður, bjó lítið‚ fyrst í Leiðarhöfn, síðar á Fljótsbakka í Eiðaþinghá og í
Tunguhreppi, var mikið við  smíðar.  Hann  trúlofaðist  fyrst Guðnýju Árnadóttur 3539 frá Bökkum‚ áttu þau barn saman‚ er Ágústa hét (3540), Am. Þá sagði hún honum upp. En síðar giftist hann Sigríði Eymundsdóttur 770 Jónssonar á Refstað. Þ. b.: Jón‚ Grímur‚ Kristján. Sigríður hafði mjög erfiða geðsmuni og skildu þau  Grímur.  Var hún  síðan  í  vinnumennsku,  dugleg‚ myndarleg og greind. Grímur var hér og hvar við smíðar eystra síðar og hélt um tíma til á Sörlastöðum í Seyðisfirði hjá Sigurði Sigurðssyni  14329  og Guðbjörgu  Guðmundsdóttur  frá  Firði  í Seyðisfirði Sigurðssonar (og Ingibjargar Sveinbjörnsdóttur frá Sörlastöðum Jónssonar í Reykjahlíð Einarssonar).

10622    

ααα   Jón Grímsson var söðlasmiður á Seyðisfirði, átti Ingibjörgu Björnsdóttur 4010 frá Ekkjufelli.

10623    

βββ   Grímur Grímsson  bjó síðast  í Hvammsgerði  og keypti það‚ dugnaðarmaður, dó 1915. Átti Margréti Sæmundsdóttur bónda í Víkurkoti í Blönduhlíð Árnasonar. Móðir hennar var fyrri kona Sæmundar, Sigríður Jónsdóttir og Ólafar Björnsdóttur prests í Tröllatungu, systir Herdísar móður Brands prests Tómassonar. Albróðir Margrétar var Ólafur Sæmundsson á Dúki í Skagafirði (10764), er síðar bjó á Vindfelli og átti þá  Margréti Ólafsdóttur, ekkju Stefáns Jósefssonar 795 bl. Börn Gríms og Margrétar voru Sigríður, Ólafur‚ Elízabet, Elín‚ Sæmundur, Ingiríður‚ Vigdís‚ Jón.

10624    

+    Sigríður Grímsdóttir átti Sigmar Jörgensen 6433 bónda í Krossavík.

10625    

+   Ólafur Grímsson bjó fyrst í Hvammsgerði, keypti svo með Sigurði mági sínum og Sæmundi bróður sínum Viðvík á Ströndum 1919 og varð þar fyrir snjóflóði á fyrsta ári 6/4 1920. Átti 1915 Þórunni dóttur Þorsteins bónda á Leifsstöðum Þorsteinssonar úr Suðursveit í Hornafirði.

10626    

+   Elízabet Grímsdóttir átti Björn Guðmundsson 3120 frá Kálfsnesgerði Oddssonar. Björn ólst upp hjá Jörgen Sigfússyni í Krossavík, bjó fyrst á Ytra-Nýpi, keypti svo Skjaldþingsstaði og bjó þar‚ en stutt varð það‚ því að hann drukknaði í ferð austur á Hérað í Jökulsá undan Galtastöðum 30. janúar 1922.

10627    

+   Elín Grímsdóttir átti 1915 Sigurð bónda á Leifsstöðum Þorsteinsson, bróður Þórunnar konu Ólafs bróður Elínar.
Þau bjuggu fyrst á Leifsstöðum, svo á Hróaldsstöðum, keyptu þá Viðvík með Ólafi og Sæmundi mágum hans. Þar varð hann fyrir snjóflóði með Ólafi mági sínum 6. apríl 1920, en lifði það af‚ var þó lengi lamaður. Hann bjó síðar í Purkugerði. Þeir Ólafur mistu mjög fé sitt í snjóflóðum.

10628    

+   Sæmundur Grímsson var í Viðvíkurkaupinu 1919.

10629    

+   Ingiríður Grímsdóttir.

10630    

+   Vigdís Grímsdóttir.

10631    

+ Jón Grímsson.

10632    

ggg   Kristján Grímsson bjó hér og þar í austanverðum Vopnafirði og var síðast og lengst  í Vopnafjarðarkauptúni  í
þurrabúð. Hann var smiður nokkur‚ átti Guðnýju Guðnadóttur 10610 frændkonu sína.

10633    

ſſ    Hjálmar Grímsson bjó víða‚ síðast á Síreksstöðum‚ átti Lilju dóttur Sigfúsar á Sýlisstöðum í Kræklingahlíð Kristjánssonar á Rauðalæk á Þelamörk og Sigríðar Guðmundsdóttur. Kona Kristjáns og móðir Sigfúsar hét Helga Sigfúsdóttir, hún dó níræð. Móðir hennar hét Rósa og dó hún tíræð.

Systkin Sigfúsar föður Lilju voru Rósa‚ Alexander, Sigurður.

1.  Rósa Kristjánsdóttir ógift‚ átti barn við Nicolai Höjgaard, dönskum dýralækni á Akureyri, var það Nicolai Höjgaard á Vindfelli og víðar‚ sem átti Elsu-Maríu Þorsteinsdóttur 8744 frá Krossavík Guðmundssonar sýslumanns Péturssonar.

2.   Alexander Kristjánsson bjó á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal. Sonur hans hét Alexander.

a.    Alexander Alexandersson bjó á Felli á Strönd og fór til Ameríku. Eftir urðu börn hans Nicolai ókv., bl. og Sigurlaug.

aa.  Sigurlaug Alexandersdóttir átti Einar Eiríksson 9473 á Djúpalæk.

3.    Sigurður Kristjánsson bjó í Geirhildargörðum í Öxnadal. Hann missti fót sinn annan fyrir ofan hné.

Systkin Sigríðar móður Lilju á Síreksstöðum voru:

1.    Kolbeinn Guðmundsson var á Ljótsstöðum, átti Helgu______......... Þ. b.: Sigurbjörg og Kristíana.

a.    Sigurbjörg Kolbeinsdóttir átti Magnús Mikaelsson á Fossi. Barnlaus. Am.

b.    Kristíana Kolbeinsdóttir.

2.   Jón Guðmundsson átti Ingibjörgu Sigurðardóttur 11131 frá  Heiðarseli Benediktssonar. Jón var kallaður „sólargangur“, var sú orsökin, að hann kom eitt sinn um sumar að Stóra-Steinsvaði, litlu eftir hádegi‚ og spurði til vegar að Tjarnarlandi. Honum var sagt að fara eftir glöggum götum inn með fellinu og síðan upp snið‚ er göturnar lægju eftir upp á fellið fremst. Var honum bent á sniðið þannig‚ að það væri þar‚ sem sólina bar þá yfir.  Jón hélt síðan af stað‚ og stefndi á sólina‚ en varaði sig ekki á því‚ að hana bar ekki alltaf yfir sniðið. Gekk hann svo allan daginn. En þegar hana fór að bera yfir Lagarfljót síðar um daginn‚ leizt honum ekki á að stefna lengur á sólina og setja í fljótið. Hann hafði tekið eftir því‚ að Stórasteinsvað  stóð  á fljótsbakkanum og hélt því út með fljótinu og kom að Stórasteinsvaði um háttatíma og fékk þar gistingu.

Systkin Lilju á Síreksstöðum voru: Soffía‚ Kristíana, Sæmundur og Sveinn.

1.    Sofía Sigfúsdóttir var í Borgarfirði  (Bakkagerði?).

2.    Kristíana Sigfúsdóttir átti Árna í Héraði‚ eða Einar í Borgarfirði, fór til Ameríku.

3.    Sæmundur Sigfússon átti Þórunni Sigurðardóttur eldri frá Eyjólfsstöðum 8660, bjuggu í Viðvík um tíma og voru síðan hér og þar í húsmennsku, í Seyðisfirði og víðar. Barnlaus.

4.    Sveinn Sigfússon var vinnumaður á Hofi í Vopnafirði, átti barn við Kristínu fyrri konu Sveinbjörns Gunnarssonar 13493 frá Saurbæ‚ fór svo með hana til Ameríku.

Börn Hjálmars og Lilju voru: Aðalborg óg., bl., Lilja‚ Sigfús Jósef. 

10634    

ααα     Lilja Hjálmarsdóttir ógift‚ var við hjúkrunarstörf.

10635    

βββ    Sigfús Jósef Hjálmarsson bjó á Síreksstöðum og keypti þá‚ átti Vilborgu Kristjánsdóttur 10612 frændkonu sína.

10636    

ggg    Kristín Jónsdóttir  frá  Strandhöfn  (10565)   fædd um 1765.

10637    

đđđ     Pétur Jónsson, fæddur um 1768.

10638    

b   Gunnar Árnason og Galdra-Imbu (10563) var fyrst lengi skrifari hjá Jóni sýslumanni Þorlákssyni, vígðist 1696 aðstoðarprestur að Stafafelli,  fékk Stafafell  1698, missti prestskap 1699 fyrir barneign, en fékk síðar Meðallandsþing 1700, dó 1704. Átti Þórunni Guðmundsdóttur prests á Hofi í Álftafirði 9127.

10639    

c   Gísli Árnason kvæntist ekki‚ var í Loðmundarfirði, þótti undarlegur, fáskiptin og  dulfróður.  Hann  fór  á  hverju
ári kynnisför upp að Skriðuklaustri að finna Ingibjörgu Jónsdóttur konu Jens sýslumanns. Eitt haust fór hann þangað‚ gamall orðinn‚ lagðist þar veikur og lá í viku. Kerling lá þar þá líka veik. Hann lá í skála en hún í baðstofu. Á hverjum morgni lét hann gera sér nýja skó og gekk út. Spurði hann þá ætíð hvernig kerlingaraumingjanum  liði.     Seinasta  morguninn,  sem  hann lifði‚ spurði hann einnig hvernig henni liði og var þá sagt‚ að hún væri dáin. „Þá mun eg eiga skammt eftir“, mælti hann‚ rólaði til rúms síns‚ lagðist fyrir og dó. Þótti hart andlát hans.

10640    

d   Margrét Árnadóttir og Galdra Imbu ókunn.

10641    

e   Þuríður Árnadóttir og Galdra-Imbu (10563) átti Guðmund son Odds bónda (4745) í Húsavík Jónssonar úr Reyðarfirði, bjuggu á Nesi í Loðmundarfirði. Þ. b.: Jón‚ Oddur o. fl.

Það bar til einn páskadag, að Oddur Guðmundsson var að leika sér og lét fremur ósiðsamlega. Sló þá faðir hans hann og kvað ljótt‚ hvernig hann hagaði sér. Galdra-Imba var þar þá hjá þeim Guðmundi. Féll henni þetta illa‚ því að Oddur var hennar eftirlæti. Kvað hún þá óvíst‚ að Guðmundur yrði oft til að berja hann. Fé var niðri í Hellisfjörum og var lausasnjór mikill í bakkanum. Guðmundur gekk ofan í fjöruna til kinda sinna. Þuríður vissi af ferðum hans‚ settist á hlaðvarpann og starði ofan á bakkann. Þá bar að ferðamann nokkurn, er var kunnugur Þuríði‚ og bað hana gefa sér að drekka. Hún kvaðst skyldu gera það eftir litla stund. Hann spurði hvað hún væri að stara‚ og bað hana gefa sér strax að drekka. Hún kvaðst ekki gera það strax. „Það er þó ef þú tímir ekki að gefa mér að drekka“, sagði hann. Hún styggðist við‚ sagði‚ að hann skyldi að vísu fá að drekka‚ en hún mundi ekki hljóta gott af því. Hljóp hún inn og kom að vörmu spori aftur með drykkinn. Þá sá komumaður‚ að Guðmundur kom upp á bakkabrúnina, en þá hljóp bakkinn allur með Guðmund út að sjó. Þuríður kvað hann nú sjá hvað hlotizt hefði af áfergju hans. Hún þótti væn kona og kvenskörungur. Hún bjó ekkja á Nesi í Loðmundarfirði 1703, 43 ára‚ og voru þá hjá henni synir hennar Jón (19) og Oddur (15).

10642    

aa   Jón Guðmundsson getur ef til vill verið Jón „geitir“ faðir Elízabetar í Strandhöfn, nema hann sé sá Jón Guðmundsson‚ er dó í Geitavík 1754, og Jón Árnason, bróðir Þuríðar, hafi búið þar á undan honum‚ og hann hafi verið kallaður Jón Geitir‚ en ekki Jón sonur Þuríðar. Ef Jón sonur Þuríðar hefir ekki verið Jón geitir‚ þá er ekkert kunnugt um hann.

10643    

bb   Oddur Guðmundsson, f. um 1688, bjó á Nesi við Loðmundarfjörð góðu búi‚ átti Þuríði (f. um 1696) Jónsdóttur
12558 frá Brimnesi Ketilssonar. Þ. b.: Jónar 2, Guðmundur 10717, Ögmundur 10723, Tómas 10835, Snjólfur 10836, Málfríður 10837, Guðrún 10844. Það er sérstáklega ættin frá Oddi‚ sem kölluð hefur verið GALDRA-IMBU-ÆTT.

Á páskadagsmorgun 1745 lögðu þau hjónin Oddur og Þuríður og Snjólfur og Guðrún börn þeirra áleiðis til kirkju að Klyppstað. Var þá ís á firðinum og ætluðu þau að ganga hann. En þá brast hann undan þeim og drukknuðu þau öll undan „gerðinu“, nema Snjólfur. Hann rak upp í fjöru og kom þar að honum ferðalangur, sem hét Sigurður „skotti“. Var Snjólfur með lífsmarki en ekki viðmælandi. Sigurður stal af honum silfri og öðru og skyldi svo við hann og dó hann þar. En uppi á hraununum þar fyrir ofan sat tveggja manna maki‚ sem Torfi hét‚ og horfði á þennan atburð. Hann gekk heim að Nesi og hafðist ekki að‚ en lagði sig út af.

10644    

aaa     Jón Oddsson eldri dó úr holdsveiki, ókv., bl.

10645    

bbb     Jón Oddsson yngri bjó í Húsavík, fórst í snjóflóði, átti Kristínu Magnúsdóttur frá Dallandi 1441 Hávarðssonar. Hún dó ekkja í Brúnavík 26/9 1799. Þeirra börn: Magnús‚ bl., Þorsteinn bl.,  Snjólfur,  Valgerður,  Guðrún‚  Ingveldur,  Arndís‚  Þuríður, Þórlaug.

10646    

a   Snjólfur Jónsson  (f. um  1764)  átti 1787 Guðrúnu Sveinsdóttur 1529 frá Brúnavík, bjuggu á Hólshúsum 1790 og í Brúnavík. Þ. b.: Jón bl. og Sveinn. 1790 er Snjólfur talinn „sæmilega í siðferði“ en Guðrún „guðhrædd og dyggðarík“.

10647 

αα  Sveinn Snjólfsson  (f. um 1786)  bjó á Snotrunesi, Bakka og Hólshúsum, átti Gunnhildi Jónsdóttur 10928 sterka í Höfn. Þ. b.: Snjólfur, Guðrún‚ Margrét, Ingibjörg, Guðný‚ Guðlaug óg., bl., Jón ókv., bl.

10648 

ααα  Snjólfur Sveinsson bjó á Nesi‚ átti Rannveigu Steingrímsdóttur 11433 frá Breiðabólstað í Suðursveit. Þ. b.:  Gróa‚ dó ung. Gunnhildur, sigldi til lækninga 1878, dó erlendis óg., bl.

10649 

βββ   Guðrún Sveinsdóttir átti Sigbjörn Bjarnason 3174 frá Ásgeirsstöðum og var fyrri kona hans. Þ. b.: Gunnar Frímann.

10650 

+    Gunnar Frímann Sigbjörnsson ólst upp hjá Gesti beyki á Seyðisfirði og Ragnheiði föðursystur sinni.

10651 

ggg    Margrét Sveinsdóttir var seinni kona Sigbjörns 3174 frá Ásgeirsstöðum.

10652 

đđđ   Ingibjörg Sveinsdóttir átti Guðmund Ásgrímsson 13011 frá Hrærekslæk. Þau bjuggu á Nesi í Borgarfirði og víðar‚ efnalítil. Þ. b.: Helga‚ Ásgrímur, Sveinn‚ Einar‚ Guðmundur, Sólveig‚ Páll‚ Jón‚ dó ungur. Guðmundur dó 1892, en Ingibjörg 1911.

10653    

+   Helga Guðmundsdóttir átti Óla bónda í Gagnstöð 9777 Stefánsson.

10654    

+   Ásgrímur Guðmundsson átti I. Vilhelmínu Þórðardóttur 7602 frá Sævarenda, bjuggu á Ósi í Hjaltastaðaþinghá.
Þ. b.: Björg og Ágúst. II. Katrínu Björnsdóttur 9009 frá Húsey Hallasonar, bjuggu á Hallgeirsstöðum, Brekku í Tungu og Húsey. Keyptu síðan  Gilsárvallahjáleigu í Borgarfiröi, breyttu nafni hennar og kölluðu á Grund og bjuggu þar síðan. Þ. b.: Jóhanna, Guðbjörg, Halldór, Sigrún, Halldóra. Katrín dó 23. sept. 1928.

10655    

++   Björg Ásgrímsdóttir átti fyrst barn við Jóni Sigfússyni 14538 frá Nesi Sigurgeirssonar, hét Ásgrímur. Síðan giftist Björg Friðriki Jóhannssyni af Jökuldal og Kristínar Eldjárnsdóttur. Voru hér og þar í Borgarfirði.

+++ Ásgrímur Jónsson, f. 1904, átti 1926 Margréti  Gróu Sigurðardóttur Árnasonar Sigurðssonar beykis.

10656    

++   Ágúst Ásgrímsson bjó á Ánastöðum á Útsveit, átti 1922 Guðbjörgu Alexandersdóttur úr Árnessýslu Arnórssonar, náskylda Einari prófessor Arnórssyni.

10657    

++   Jóhanna Ásgrímsdóttir átti Bergstein Þórðarson 5252 frá Hólalandi, bjuggu á Hvoli. Þ. b.: Björn‚ Ásgrímur, Margrét.

10658    

++    Guðbjörg Ásgrímsdóttir átti Jón bónda á Gilsárvelli 9713 Bjarnason.

10659    

++     Halldór Ásgrímsson var kaupfélagsstjóri í Borgarfirði, átti Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur frá Hóli Jónssonar. Þ. b.: Árni Björgvin, f. 17/10 1922, Ásgrímur Helgi f. 7/2 1925.

10660    

++   Sigrún Ásgrímsdóttir átti Jón Björnsson 9027 Þorkelssonar í Njarðvík.

10661    

++    Halldóra Ásgrímsdóttir f. 28/2 1902, átti 1/7 1926 Karl Hjálmarsson 14273 verzlunarmann í Bakkagerði, f. á Ljótsstöðum í Laxárdal 17/12 1900. Þ. b.: Ásgeir Hjálmar.

10662    

+   Sveinn Guðmundsson bjó á Hvoli í Borgarfirði, átti Þorbjörgu Guðmundsdóttur bónda á Brekku í Tungu og Kristínar Jónsdóttur frá Strandhöfn Rafnssonar. Þ. b. 1893: Ingibjörg, Ásmundur, Kristján, Anna. Allt í Ameríku.

+   Einar Guðmundson átti Þórstínu Þorsteinsdóttur 1060 Vilhjálmssonar. Am.

10663    

+    Guðmundur Guðmundsson átti Mekkínu Jónsdóttur 1262 frá Surtsstöðum Þorsteinssonar. Am.

10664    

+   Sólveig  Guðmundsdóttir  átti  Vilhjálm  Stefánsson 3527 Abrahamssonar í Bakkagerði.

10665    

+    Páll Guðmundsson  átti Sigríði  Eiríksdóttur  12247 frá Hrærekslæk. Am.

10666    

εεε  Guðný Sveinsdóttir átti Magnús bónda á Hvoli 3135 Jónsson í Breiðuvík Bjarnasonar.

10667    

β   Valgerður Jónsdóttir frá Húsavík (10645) átti I. Ögmund bónda á Seljamýri 9360 Hjörleifsson. Þ. b.:  Þorvarður,
Jón‚ Steinunn. Ögmundur dó 1787, hljóp bú hans 133 rd. 40 sk. Valgerður átti II. Magnús á Brimnesi í Seyðisfirði 1650 Þorvarðsson. Þ. b.: Ögmundur, Kristín. Valgerður dó á Brimnesi 17/12 1829, 84 ára.

10668    

αα   Þorvarður Ögmundsson bjó í Litluvík, átti Guðrúnu Jónsdóttur úr Mjóafirði f. um 1786. Þ. b.: Þorleifur, Hjörleifur, ókv., bl., Kristín, Jón.

10669    

ααα   Þorleifur Þorvarðsson bjó í Brimnesi í Seyðisfirði, átti Sesselju Jónsdóttur 4166.

10670

βββ  Kristín Þorvarðsdóttir átti Hermann „skræk“ 4368 Sigurðsson.

10671    

ggg   Jón Þorvarðsson bjó lítið‚ fékkst við bókband, átti Önnu Kristínu Níelsdóttur 3385 Jónssonar prests Brynjólfssonar.

10672    

ββ   Jón Ögmundsson bjó í Firði í Seyðisfirði, átti Katrínu Sveinsdóttur 4137 frá Vestdal. Jón dó 24/6 1845, 63 ára‚

10673    

gg     Steinunn Ögmundsdóttir átti Pál Stígsson 9699 frá Neshjáleigu. Þ. b.: Jóhannes o. fl. Launbörn átti hún tvö við Sveini Skúlasyni 7445.

ααα   Jóhannes Pálsson bjó á Hjálmarsströnd í Loðmundarfirði, átti Katrínu Jónsdóttur 4163.

10677         

đđ   Ögmundur Magnússon bjó á Brimnesi í Seyðisfirði, átti Steinunni Marteinsdóttur frá Mývatni, er skilið hafði við
Sveinbjörn Jónsson frá Reykjahlíð. Ögmundur er 59 ára 1845, en Steinunn 69. Ögmundur dó gamall‚ barnlaus.

10678         

εε   Kristín Magnúsdóttir átti Jón bónda í Seyðisfirði 10841 Guðmundsson úr Borgarfirði. Þ. b.: Sólveig.

10679         

ααα    Sólveig Jónsdóttir átti tvær laundætur.

10680         

g    Guðrún Jónsdóttir  frá  Húsavík  Oddssonar (10645) óg., átti barn við Ólafi í Húsavík 3498 Hallgrímssyni, hét Stefán‚ og annað við Vilhjálmi Péturssyni, hét Guðríður.

10681         

αα   Stefán Ólafsson bjó í Litluvík, barnlaus, 3507.

10682         

ββ     Guðríður Vilhjálmsdóttir átti Björn bónda á Seljamýri Hrólfsson  úr  Vopnafirði  Hallgrímssonar,  af ætt  Hrólfs sýslumanns Sigurðssonar. Þau eru í húsmennsku í Stakkahlíð 1816, Björn talinn 53 ára‚ en hún 50. Þ. b.: Hrólfur, Ingveldur, óg., bl., Ingileif, Þuríður.

10683         

ααα    Hrólfur Björnsson bjó á Hofströnd, átti Gróu Gísladóttur 6745 Halldórssonar á Bakka Ólafssonar. Þeirra sonur Stefán. Am.

10684         

βββ   Ingileif Björnsdóttir ógift‚ átti launbarn við Abraham á Bakka 3520, hét Stefán (3526), og annað við Geirmundi Eiríkssyni, hét Björg‚ dó óg., bl.

10685         

ggg    Þuríður Björnsdóttir átti fyrst 2 launbörn við Guðmundi silfursmið Sigmundssyni í Geitdal 2308, giftist svo Eiríki Skriðdæling Eiríkssyni, f. í Skriðdal um 1761. Þau lentu suður í Berufjörð og búa þar á Eiríksstöðum við Berufjörð 1845, hann talinn þá 84 ára‚ hún 47. Þ. b. þá: Sigurður 11 ára. Þar er þá Guðmundur Guðmundsson sonur Þuríðar 22 ára.

10686         

đ      Ingveldur Jónsdóttir frá Húsavík Oddssonar (10645) átti Sigmund bónda í Húsavík Tunisson. Þ. b.: Jón‚ Páll‚ Tunis‚ Kristín. 1790 bjó Sigmundur í Stakkahlíð (41) „mjög ráðvandur“, Ingveldur (36) „guðhrædd og geðgóð“. Sigmundur dó 1801. Tunis bjó á Nesi í Loðmundarfirði og átti Rannveigu Þórðardóttur, systur Sveins Þórðarsonar, er fórst í snjóflóði í Húsavík.

10687    

αα   Jón Sigmundsson átti Björgu dóttur Ólafs bónda í Húsavík 3501 Hallgrímssonar, bjuggu á Brekku í Mjóafirði, barnlaus. Launson átti Jón‚ er Jón hét.

10688    

ααα  Jón Jónsson átti Ingibjörgu Sigurðardóttur 4348 frá Hesteyri í Mjóafirði og Ingibjargar Hermannsdóttur frá Firði.

10689    

ββ   Páll  Sigmundsson  átti  Guðfinnu  Oddsdóttur  frá Breiðuvík 10725 Ögmundssonar. Þ. b.: Pálína‚ Guðfinna, óg., bl., Ingveldur, Oddur‚ Guðmundur, Sigmundur ókv., bl., Björn‚ ókv., barnlaus.

10690    

ααα   Pálína Pálsdóttir ógift‚ átti 1 barn.

10691    

βββ   Ingveldur Pálsdóttir átti Eirík á Jökuldal, sunnlenzkan.

10692    

ggg   Oddur Pálsson bjó í Borgargerði í Reyðarfirði, átti I. Helgu Jóhannesdóttur frá Fjallsseli 1614. Þ. b.: Sigbjörn, Jóhanna‚ Guðfinna. II. Guðnýju Jónsdóttur frá Uppsölum 9687. Þ. b.: 1857 Katrín María (3), Jón (1 árs).

10693    

+   Sigbjörn Oddsson, f. um 1842.

10694    

+   Jóhanna   Oddsdóttir  átti  Jón   Sigurðsson  8989   á Bakka í Borgarfirði. Am.

10695 

+   Guðfinna Oddsdóttir.


Númerin 1069610699 vantar í hdr.

 

10700    

đđđ   Guðmundur Pálsson bjó í Dölum í Mjóafirði, átti I. Ingileifu Einarsdóttur (f. í Mjóafirði um 1825). Þ. b.: Guðfinna, Guðrún‚ Anna. II. Guðlaugu Högnadóttur frá Kjólsvík 349. Þeirra einbirni Högni (350).

10701    

+   Guðfinna Guðmundsdóttir átti Pál bónda í Breiðuvík 10794 Geirmundsson. Þ. b.: Guðmundur, Ingibjörg, Sigbjörn, Pálína.

10702    

++   Guðmundur Pálsson bjó í Álftavík eitthvað, varð ekki gamall‚ átti Ragnhildi Hjörleifsdóttur 3494 Jónssonar. Þ. b.: Ingi Páll‚ Björn.

10703    

++   Ingibjörg  Pálsdóttir    var  seinni  kona  Halldórs Björnssonar 1294 í Kóreksstaðagerði.

10704    

++   Sigbjörn Pálsson.

10705    

++   Pálína Pálsdóttir.

10706    

+   Guðrún Guðmundsdóttir átti fyrst 2 launbörn með Ólafi Bergssyni Víglundssonar, hétu Ágúst og Guðmundur. Giftist svo Bjarna Níelssyni frá Ósi 3368 barnlaus.

10707    

++   Ágúst  Ólafsson  var  í  þurrabúð  í  Bakkagerði  í Borgarfirði, átti Guðrúnu M. Stefánsdóttur 357 frá Úraníu.

10708    

++   Guðmundur Ólafsson.

10709    

+   Anna Guðmundsdóttir átti Þorstein bónda á Þrándarstöðum 13160 í Eiðaþinghá Jónsson á Fljótsbakka Gunnarssonar. Þ. b. mörg.

10710    

+   Högni Guðmundsson bjó í Breiðuvík og síðar þurrabúðarmaður í Bakkagerði 350.

10711    

gg   Túnis   Sigmundsson   átti  Rannveigu  Þórðardóttur Sveinssonar. Þ. b. dóu ung.  Launsonur hans við Ingibjörgu Árnadóttur 10554 Egilssonar hét Sigmundur.

10712    

ααα   Sigmundur Túnisson bjó lítið eða ekki‚ átti Sigurbjörgu Guðmundsdóttur 14342 frá Firði í Seyðisfirði Sigurðssonar. Barnlaus.

10713    

đđ   Kristín Sigmundsdóttir átti Níels 11918 bónda á Nesi í Loðmundarfirði Þorsteinsson.

10714    

ε   Arndís Jónsdóttir í Húsavík Oddssonar (10645)  átti Guðmund bónda á Hofströnd 1517 Sveinsson í Brúnavík Guðmundssonar.

10715    

ſ   Þuríður   Jónsdóttir   Oddssonar   (10645)   átti   Sigurð 1495 bónda á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði Einarssonar.

10716    

3   Þórlaug Jónsdóttir Oddssonar (10645) var síðari kona Einars Árnasonar 4644 frá Stórabakka, bjuggu síðast í Firði í Seyðisfirði.

10717    

ccc   Guðmundur  Oddsson  frá Nesi  (10643)   átti Sæbjörgu Sigurðardóttur frá Stórulág í Hornafirði. Hún dó 24/7
1794, 87 ára. Þ. b.: Snjólfur, Þorvarður ókv., bl., Una‚ Þorgerður.

10718    

α  Snjólfur Guðmundsson  (f. um  1793)  átti Margréti Magnúsdóttur. Þ. b.: Oddur‚ Arndís.

10719    

αα    Oddur Snjólfsson dó á Gilsárvelli, ókv., bl.

10720    

ββ    Arndís Snjólfsdóttir.

10721    

β   Una Guðmundsdóttir (f. um 1751) varð fyrst síðari kona  Hans  Wíum 9990   sýslumanns,  barnlaus,  en   átti  síðar Guðmund Pálsson 8640 klausturhaldara á Skriðuklaustri. Bl.

10722    

đ   Þorgerður Guðmundsdóttir (f. um 1747) átti Bjarna bónda í Breiðuvík og á Hólalandi 2481 Ketilsson prests á Eiðum Bjarnasonar.

10723    

ddd   Ögmundur Oddsson frá Nesi (10643) bjó í Breiðuvík í Borgarfirði, átti I. Sigríði Magnúsdóttur 1442 frá Dallandi, systur Kristínar konu Jóns bróður síns. Þ. b.: Oddur‚ Gísli bl., Guðbjörg, Guðrún bl., Valgerður bl. II. Guðfinnu Einarsdóttur frá Úlfsstöðum (f. um 1744) 1494. Þ. b.: Jón‚ Guðmundur bl., Sigríður 10821, Sigríður önnur bl., Arndís bl., Steinunn, dó 18 ára 1791. Ögmundur dó 1790, 67 ára. Við skiftin hljóp bú hans 172 rd. 41 sk. Hann hafði átt 17 börn.

10724    

α   Oddur Ögmundsson (f. um 1755) bjó í Breiðuvík, átti Sesselju (f. á Brimnesi um 1770) dóttur Jóns bónda Andréssonar á Brimnesi í Seyðisfirði 3585. Þ. b.: Guðfinna, Sigríður, Valgerður, Sesselja.

10725    

αα   Guðfinna Oddsdóttir átti Pál Sigmundsson 10689 Túnissonar, frænda sinn.

10726    

ββ   Sigríður Oddsdóttir átti  Guðmund Jónsson  12348 bónda í Dölum í Mjóafirði. Hann fórst á báti á Lucíuskeri (?) undan Skálanesi í Seyðisfirði 1835 með 2 börnum Jóns Torfasonar á Grund. Stefáni föður Stefáns á Búðareyri varð bjargað með naumindum. Þ. b.: Jón‚ Halldór, Sesselja.

10727    

ααα  Jón Guðmundsson bjó síðast í Álftavík, átti Ingibjörgu Sveinsdóttur 4332 og 12457 Hermannssonar úr Mjóafirði. Þ. b.: Guðmundur, Jón‚ Þórey.

10728    

+   Guðmundur Jónsson bjó í Litluvík, átti Maríu Jónsdóttur 3009. Þ. b.: Guðrún‚ Jón‚ Björgvin, Sveinbjörg.

10729    

++   Guðrún Guðmundsdóttir ógift á Seyðisfirði 1925.

10730    

++   Jón Guðmundsson ókvæntur 1925, fór til Noregs‚ kom aftur.

10731    

++    Björgvin Guðmundsson var trésmiður, fór  til Reykjavíkur, var víða.

++    Sveinbjörg Guðmundsdóttir giftist í Hafnarfirði.

10732    

+   Jón Jónsson bjó í Álftavík, átti Eygerði Magnúsdóttur frá Dölum Eiríkssonar. Am.

10733    

+      Þórey Jónsdóttir átti Jón Möller‚ bátaformann góðan á Borgarfirði, son beykis á Seyðisfirði, er Möller hét og Bergþóru Eiríksdóttur úr Eiðaþinghá. Jón drukknaði. Þ. b.: Jóna Þórey. Þórey fylgdi síðan Einari Péturssyni 2040 Guttormssonar og áttu þau 2 dætur‚ hétu Anna og Sigrún.

++   Jóna Möller‚ í Vestmannaeyjum.

++   Anna Einarsdóttir, í Auðbrekku í Hörgárdal.

++   Sigrún Einarsdóttir, á Seyðisfirði.

10734 

βββ   Halldór Guðmundsson átti Ingveldi, er austur kom með séra Jakob og konu hans 1856. Þau fóru síðar suður á Rangárvelli.

10735    

ggg   Sesselja Guðmundsdóttir átti Jón Bjarnason 10817 úr Breiðuvík Jónssonar.

10736    

gg   Valgerður Oddsdóttir  átti  Grím  bónda  í Litluvík 1500 Jónsson. Þ. b. lifðu eigi.

10737    

đđ   Sesselja Oddsdóttir átti barn við Jóni Björnssyni úr Héraði‚ hét Guðmundur.

10738    

β   Guðbjörg Ögmundsdóttir (f. um 1763) átti Odd bónda í Neshjáleigu 2482 Bjarnason Ketilssonar.    Þau giftust  1797, hann 24 ára‚ hún 34 ára. Þ. b.: Ögmundur og Sigríður.

10739    

αα   Ögmundur Oddsson bjó í Neshjáleigu, átti Þórunni eldri Jónsdóttur 12890 frá Víðastöðum Guðmundssonar. Þ. b.: Guðbjörg, Oddur‚ Sesselja,  Sigríður,  Jóhanna,  Guðrún  Björg‚ Þórunn Björg.

10740    

ααα    Guðbjörg   Ögmundsdóttir   átti   I.   Þorberg   Guðmundsson í Firði og Ingibjargar Sveinbjörnsdóttur. II. Ólaf Pétursson 3503 í Neshjáleigu. Hún fór til Ameríku með börn sín.

10741    

βββ   Oddur Ögmundsson átti Sigurlínu Stefánsdóttur Hann hrapaði til dauða nýkvæntur 7/10 1854 (sjö dögum eftir giftinguna) í Nesflugum, var að ná lömbum.

10742    

ggg   Sesselja Ögmundsdóttir átti Magnús í Álftavík 9859 Sæbjörnsson.

10743    

đđđ   Sigríður Ögmundsdóttir átti barn við Árna Hallgrímssyni frá Fremraseli. Fór til Am.

10744    

εεε    Jóhanna Ögmundsdóttir hrapaði til bana‚ óg., bl.

10745    

ſſſ    Guðrún Björg Ögmundsdóttir var síðari kona Magnúsar í Álftavík 9859 Sæbjörnssonar. Am.

10746    

z55    Þórunn Björg Ögmundsdóttir.

10747    

ββ   Sigríður Oddsdóttir átti Ögmund Þorsteinsson 10822 frá Geitavík Halldórssonar.

10748    

g   Jón Ögmundsson  (f. um 1775)  bezti smiður‚ bjó á Hólalandi, átti 11/10  1801 Þórdísi Árnadóttur úr Fellum 4469 f. í Eyrarteigi um 1779. Þ. b.: Árni‚ Ögmundur, Jón‚ Þorsteinn, Ketill‚ Páll‚ Kristborg, Sigríður, Ingibjörg. Launsonur Jóns við Guðrúnu hét Bjarni.

10749    

αα   Árni Jónsson bjó á Hólalandi, átti Hallberu Jónsdóttur úr Fáskrúðsfirði. Hún er fædd á Stuðlum 1800. Foreldrar hennar voru Jón Árnason og Guðrún Jónsdóttir. Sú Guðrún er 38 ára 1816, fædd í Kolmúla, sögð hálfsystir Guðrúnar síðari konu Bjarna Sigurðssonar (10127) í Kóreksstaðagerði.   Þ. b.: Guðný og Anna.

10750    

ααα    Guðný Árnadóttir átti Stein Sigurðsson 3299 frá Njarðvík Jónssonar.

10751    

βββ   Anna Árnadóttir átti Jón bónda Sveinsson 9864 í Brúnavík.

10752    

ββ  Ögmundur Jónsson bjó á Bárðarstöðum, átti Sigríði Guðmundsdóttur 3877 frá Jökulsá Jónssonar í Hvannstóði. Þ. b.: Jónar 2, Ólafur‚ Ketill‚ Guðmundur, Sigríður.

10753    

ααα   Jón Ögmundsson eldri bjó á Bárðarstöðum, átti Önnu Katrínu Sveinsdóttur 7457 frá Seljamýri. Þ. b.: Þórarinn, Jón‚ Stefán.

10754    

+   Þórarinn Jónsson bjó á Bárðarstöðum góðu búi‚ ókv., barnlaus.

10755    

+   Jón Jónsson bjó þar líka ókv., bl.

10756    

+   Stefán Jónsson bjó um tíma í Svínafelli, fór þaðan til Reykjavíkur og kallaði sig „Loðmfjörð“.

10757    

βββ   Jón Ögmundsson yngri bjó  ekki‚  átti  Kristínu dóttur Einars Schevings og Ólafar 5982. Þ. b.: Ólafur‚ Sigríður, Hólmfríður.

10758    

+   Ólafur Jónsson bjó á Stórabakka, Sleðbrjótsseli, Bakkagerði og Sleðbrjót, átti Guðrúnu Björnsdóttur Pálssonar.
Þ. b.: Guðrún. Am.

10759    

+   Sigríður Jónsdóttir átti Kristján Jónsson 4664 veitingamann á Seyðisfirði, síðar útvegsbónda í Gunnólfsvík. Þ. b.: Davíð‚ Jóhanna, Kristín o. fl.

++   Davíð Kristjánsson verzlunarmaður á Þórshöfn, átti Halldóru Arnljótsdóttur 14372 prests Ólafssonar.

10760    

+   Hólmfríður Jónsdóttir átti Guðmund kaupmann í Fáskrúðsfirði Jónsson, mág O. Wathne.

10761    

ggg   Ólafur Ögmundsson bjó á Tókastöðum og víðar‚ átti Halldóru Símonardóttur og Ragnhildar Ingimundardóttur. Þær eru báðar fæddar í Stafafellssókn, Ragnhildur um 1796 en Halldóra um 1835. Þ. b.: Guðmundur, Tryggvi, Bergþóra, d. 24 ára‚ óg., bl., Margrét, 2 dóu ung.

10762    

+   Guðmundur Ólafsson bjó hér og þar í Vopnafirði fyrst‚ fór svo í þurrabúð á Seyðisfirði, átti Guðrúnu Ísleifsdóttur
6564 frá Tunghaga. Þ. b.: Bergþóra Margrét, Guðleif Stefanía, Ólafur‚ Leifur‚ Sigurveig, Pálína Halldóra, Sigurbjörn, Tryggvi (drukknaði 5 ára), Kristinn, Níels (tvíburar), Ingibjörg Jóhanna.

10763    

+   Tryggvi Ólafsson bjó á Víðivöllum fremri‚ átti Sigríði Þorsteinsdóttur Maack. Þ. b.:  Ólafur læknir í Reykjavík,
Brynjólfur Gunnar‚ Sigurður og Pétur (tvíburar).

10764    

+   Margrét Ólafsdóttir átti I. Stefán Jósefsson 795 í Syðrivík, bl. II. Ólaf Sæmundsson frá Dúki í Skagafirði, bróður Margrétar konu Gríms í Hvammsgerði Grímssonar (10623). Bl.

10765         

đđđ  Ketill Ögmundsson bjó ekki‚ átti Bergljótu Guðmundsdóttur 10485 frá Krossi í Fellum Þorsteinssonar. Þ. b.:
Ögmundur, Þórarinn.

10766         

+   Ögmundur Ketilsson bjó í Eyrarteigi, átti Sigurborgu 1106 Þorláksdóttur Bergsveinssonar. Þ. b.: Bergljót, Þorlákur, dó innan við tvítugt, Kristrún Aðalbjörg, Hóseas.

10767         

+   Þórarinn Ketilsson bjó á Grunnavatni og Grund á Jökuldal, átti I. Helgu Sigurbjörgu Guðnadóttur Arnbjörnssonar. Þ. b.: Ólafur‚ dó á 20. ári‚ Bergljót Sigrún‚ Signý‚ Guðni Ágúst‚ Alfred. Eftir lát konu sinnar fór hann að Arnarvatni í Hauksstaðaheiði til ekkjunnar Salínu Einarsdóttur 1227 Helgasonar. Þau giftust síðan. Þ. b.: Jónína‚ Ólafur‚ Helgi‚ Friðjón.

Númerin 10768 og 10769 vantar í hdr.

10770         

εεε   Guðmundur Ögmundsson bjó á Víðivöllum fremri‚ átti I. Friðriku Jóhannesdóttur 3772 systur Baldvins í Stakkahlíð. Þeirra einbirni: Sigríður, óg., bl. II. Sigríði Þorláksdóttur 1103 Bergvinssonar. Am.

10771         

ſſſ    Sigríður Ögmundsdóttir átti Einar bónda í Breiðuvík 1198 Sigfússon Pálssonar. Einar var hraustmenni og fjörmaður og hinn mesti dugnaðarmaður. Hann entist mjög vel‚ varð nærri níræður, dó 1924. Börn þeirra Sigríðar voru Jón‚ Sigfús‚ Pétur‚ Þórarinn, María‚ Þórunn‚ Guðlaug.

10772         

+    Jón Einarsson bjó ekki‚ átti Ingveldi Pétursdóttur úr Reykjavík. Þ. b.: Sigríður Fanney.

10773         

++   Sigríður Fanney Jónsdóttir átti Svein á Egilsstöðum á Völlum Jónsson Bergssonar.

10774         

+     Sigfús Einarsson var söðlasmiður á Seyðisfirði og Reyðarfirði, átti Þóreyju Jónasdóttur frá Bessastöðum 6341. Hún lifði stutt. Þeirra einbirni: Andrés Guðlaugur.

10775         

+      Pétur Einarsson bóndi á Oddsstöðum í Skógum átti Ingileifu Sigurðardóttur frá Rauðholti Einarssonar.

10776         

+      Þórarinn Einarsson var vinnumaður á Hofströnd.

10777         

+      María Einarsdóttir átti Þorstein bónda á Þuríðarstöðum 6338 í Fljótsdal Jónasson. Þ. b.: Jónas‚ Sigríður, Bergþór, Skarphéðinn, Bergljót.

++    Jónas Þorsteinsson bjó á Þuríðarstöðum, átti Soffíu Ágústsdóttur frá Langhúsum.

++    Sigríður Þorsteinsdóttir átti Frímann 6337 Jónsson  á Klaustri.

++    Bergþór Þorsteinsson.

++    Skarphéðinn Þorsteinsson.

++    Bergljót Þorsteinsdóttir átti Jóhann Sigurð Jónsson á Bessastöðum 6337.

10778    

+   Þórunn  Einarsdóttir  átti Einar  bónda Jónsson  á Víðivöllum 6342.

10779    

+   Guðlaug Einarsdóttir átti Kára Guðmundsson í Hornafirði, bjuggu á Flöt (Sturluflöt).

10780    

gg   Jón Jónsson Ögmundssonar ókv., átti 1 barn‚ sem dó ungt 10831.

10781    

đđ   Þorsteinn Jónsson hefur líklega dáið ungur.

10782    

εε   Ketill Jónsson bjó í Bakkagerði í Borgarfirði, „vel að sér í verki og smiður‚ meðalmaður, laglegur, svarthærður,
fremur góður söngmaður, hirðumaður á heimili eins og bræður hans‚ stillingarmaður“. Átti Sesselju dóttur Jóns blinda 13304 á Þernunesi Jónssonar Jörundssonar. Þ. b. Jón‚ Am., Bjarni‚ Pálína‚ Stefanía, Jóhanna.

10783    

ααα   Bjarni Ketilsson var á Seyðisfirði, lengi póstur‚ vandaður maður.

10784    

βββ   Pálína Ketilsdóttir átti Jón Guttormsson frá Arnheiðarstöðum 6491, Am.. Þ. son: Guttormur skáld í Nýja Íslandi.

10785    

ggg   Stefanía Ketilsdóttir átti Magnús á Hjallanum 3410 í Seyðisfirði Sigurðsson frá Heyskálum.

10786    

đđđ   Jóhanna Ketilsdóttir var síðari kona Finnboga veitingamanns á Seyðisfirði Sigmundssonar 13546.

10787   

ſſ   Páll Jónsson Ögmundssonar  (10748)  bjó í Höfn í Borgarfirði, átti Önnu dóttur Ólafs í Höfn Jóakimssonar.

10788    

33   Kristborg Jónsdóttir.

10789    

įį    Sigríður Jónsdóttir Ögmundssonar (10748) átti Geirmund Eiríksson úr Eiðaþinghá. Geirmundur hefur verið fæddur í Eiðasókn um 1805. Faðir hans hefur eflaust verið Eiríkur Þórðarson, sem er vinnumaður í Snjóholti 1816 49 ára‚ fæddur í Gilsárteigi um 1767. Geirmundur Þórðarson býr í Gilsárteigi 1762 56 ára með Katrínu Rafnsdóttur konu sinni (45) barnlaus. Hjá þeim er vinnumaður, Þórður Sveinsson, aldur eigi talinn. Líklegt er‚ að Geirmundur hafi búið þar áfram og verið þar þegar Eiríkur fæddist. Þórður var máske skyldur eða venzlaður Geirmundi. Eiríkur kann að hafa alizt upp hjá honum eitthvað og látið svo son sinn heita eftir honum.

Ókunnugt er um ætt Geirmundar Þórðarsonar. Hann gæti verið dóttursonur Geirmundar á Sandbrekku og Úlfheiðar(992)

Geirmundur Eiríksson og Sigríður bjuggu í Stóru-Breiðuvík. Börn Sigríðar og Geirmundar voru 1845: Jón (11), Þorsteinn (10), Eiríkur (7), og enn voru börn þeirra: Páll‚ Kristborg, Ingibjörg.

10790         

ααα   Jón Geirmundsson f. um 1834.

10791         

βββ   Þorsteinn Geirmundsson var ókv., bl.

10792         

ggg  Eiríkur Geirmundsson bjó ekki og kvæntist ekki‚ en átti barn við Ragnheiði Ögmundsdóttur 10824 frá Geitavík, Þorsteinssonar, hét Geirmundur. Eiríkur og Ragnheiður héldu eitthvað saman.

10793         

+    Geirmundur Eiríksson bjó á Kleppjárnsstöðum og síðan og lengst á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, varð góður bóndi‚ átti Guðnýju Arnbjörnsdóttur 2367 frá Skjögrastöðum Sigmundssonar. Þ. b. við 2367. Guðný dó 17. júlí 1928.

10794         

đđđ   Páll Geirmundsson bjó í Breiðuvík, átti Guðfinnu Guðmundsdóttur 10701 frá Dölum Pálssonar.

10795         

εεε  Kristborg  Geirmundsdóttir átti  Magnús  bónda  á Glettingsnesi 13261 og Kjólsvík Benónýsson sama staðar og víðar Guðlaugssonar.   Móðir   Benónýs   var   Elín   Tómasdóttir   Hallssonar‚ sbr. (12722). Tómas hefur verið Guðmundsson. Hann hafði farið í skóla‚ en verið rekinn þaðan fyrir galdur og svo kallaður Galdra-Tómi. Benóný var fæddur í Eiðasókn um 1801, bjó lengst á Glettinganesi, holgóma, sérvitur og einkennilegur, allvel greindur. Hann átti Ólöfu dóttur Latínu-Magnúsar 13260 Jónssonar. Þeirra börn voru Magnús  og Brandþrúður,  er  dó  gömul  hjá Magnúsi, óg., bl.

Magnús og Kristborg bjuggu í Glettingsnesi og síðan í Kjólsvík. Þ. b.: Guðmundur, Jón‚ Sigurður, Steinn‚ Páll‚ Geirmundur, Ólöf‚ Anna‚ Ingibjörg. Nokkur dóu ung. Magnús var vandaður maður‚ guðrækinn, en sérvitur. Hann var fátækur, heldur smár vexti‚ en iðjumaður. Þorsteinn í Höfn gaf Þorsteini syni Magnúsar‚ Kjólsvík. Eftir það bjó Magnús þar. Börnin voru mörg dável greind.

10796  

+  Guðmundur Magnússon bjó í Kjólsvík, síðast í þurrabúð í Bakkagerði. Varð ekki gamall. Átti Friðbjörgu Jónsdóttur 2720 Matthíassonar frá Stórasteinsvaði.

10797    

+   Jón Magnússon bjó í Kjólsvík.

10798    

+   Sigurður Magnússon.

10799    

+   Steinn Magnússon.

10800    

+   Páll Magnússon átti Jóhönnu Jónsdóttur 2721 Matthíassonar. Hún lifði stutt.

10801    

+   Geirmundur Magnússon var á Kóreksstöðum og víðar í Hjaltastaðaþinghá, ókv. Var meðhjálpari.

10802    

+   Ólöf Magnúsdóttir.

10803    

+   Anna Magnúsdóttir bjó með Halldóri Árbjartssyni 5566 á Seyðisfirði og átti börn með honum.

10804    

+   Ingibjörg Magnúsdóttir.

10805    

ſſſ   Ingibjörg  Geirmundsdóttir  átti  Sigurð  bónda  á Parti   (í   Sandvík?)   Þórarinsson   úr   Sandvík   Jónssonar   úr Skaftafellssýslu og Guðrúnar norðlenzkrar.  Þ. b. 16, dóu flest ung. Meðal barna þeirra voru Sigríður, Siggeir, Am., Sigbjörn, Björn. 

10806    

+   Sigríður Sigurðardóttir átti Hannes Þórðarson úr Húnavatnssýslu, bjuggu á Litlasteinsvaði og Tjarnalandi. Hann
var röskur myndarmaður, bróðir Guðmundar smiðs‚ er var mikið á Völlum.

10807    

+   Sigbjörn  Sigurðsson  var ókvæntur  vinnumaður á Rangalóni um 1921—2, roskinn.

10808    

+   Björn Sigurðsson bjó á Álfhól í Seyðisfirði, átti Sæbjörgu Jónasdóttur 12444. Þ. b.: Ingibjörg.

10809    

++   Ingibjörg   Björnsdóttir   átti   Magnús   bónda   á Rangárlóni 7422 Jónsson frá Freyshólum Guðmundssonar.

Númerin 1081010813 incl. vantar í hdr.

10814    

zg   Ingibjörg Jónsdóttir  frá  Hólalandi  Ögmundssonar (10748),  átti  Guðmund bónda í Höfn  í Borgarfirði  Ólafsson Jóakimssonar.

10815    

^   Bjarni Jónsson Ögmundssonar (10748), laungetinn, bjó í Breiðuvík í Borgarfirði    og átti Guðrúnu dóttur Latínu-
Magnúsar 13264 Jónssonar. Þ. b.: Anna‚ Jón‚ Jóhanna.

10816    

ααα  Anna  Bjarnadóttir  átti  Þorstein  bónda  í  Höfn Magnússon 3405.

10817    

βββ   Jón Bjarnason bjó í Breiðuvík í Borgarfirði, átti Sesselju Guðmundsdóttur 10735 frá Dölum í Mjóafirði. Þ. b.:
Guðríður og Guðrún. Jón drukknaði með Halldóri Björnssyni frá Heyskálum.

10818    

+    Guðríður Jónsdóttir átti Sigurð Steinsson á Bakka í Borgarfirði 3301

10819    

+    Guðrún Jónsdóttir átti Stein Jónsson 9869 á Þrándarstöðum í Borgarfirði.

10820    

ggg   Jóhanna Bjarnadóttir átti I. Bjarna Pálsson 1543 frá Höfn. II. Stefán Ásbjörnsson 3238 á Bóndastöðum, bl.

10821    

đ   Sigríður   Ögmundsdóttir  Oddssonar   (10725)   f.   um 1774, átti Þorstein bónda í Geitavík Halldórsson 2462 Magnússonar og Guðrúnar Runólfsdóttur systur Eiríks á Kleif í Fljótsdal. Þ. b.: Ögmundur, Runólfur, Þorkell, Sólveig, Guðrún‚ Steinunn‚ óg., bl.

10822    

αα   Ögmundur Þorsteinsson bjó í Geitavík, átti Sigríði Oddsdóttur 10747 frá Neshjáleigu. Þ. b.: Sigríður, Ragnheiður, Guðbjörg,

10823    

ααα  Sigríður Ögmundsdóttir átti Erlend Einarsson. Þ. s. Erlendur.

10824    

βββ   Ragnheiður  Ögmundsdóttir  átti  barn  við  Eiríki Geirmundssyni 10792 og fylgdi honum. Barnið var Geirmundur á Hóli (10793). Ragnheiður dó gömul hjá Geirmundi.

10825    

ββ   Runólfur Þorsteinsson bjó á Starmýri í Álftafirði, átti Ragnhildi Árnadóttur 13888 úr Álftafirði. Þau bjuggu ekki
nema 2—3 ár   því að Runólfur dó 1843,  en þau höfðu gifzt 1841. Þ. b.: Ögmundur og Árni.

10826    

gg   Þorkell Þorsteinsson bjó á Hólastekk í Mjóafirði, átti Björgu Vilhjálmsdóttur 12451 frá Kirkjubóli Árnasonar. Þ.
b.: Halldór, Einar Am., Sólveig, Sigurbjörg óg., bl.

10827    

ααα  Halldór Þorkelsson var umrenningur, einkennilegur‚ meinlaus, kallaður „Halldór Hómer“. Hentu menn gaman
að honum.

10828    

βββ   Sólveig Þorkelsdóttir átti Gísla bónda Hannesson á Tjarnarlandi, Hleinagarði og víðar‚ sunnlenzkan. Þ. b.: Sigurborg‚ Eyjólfur ókv., bl. Gísli átti fyrr Sunnefu. Þ. b.: Vilborg Am. og Ragnhildur, er lengi var vinnukona á Egilsstöðum á Völlum og síðar ráðskona hjá Þórhalli mági sínum á Breiðavaði óg., bl. Gísli átti eftir lát síðari konu sinnar 2 laundætur við Önnu Steinunni Árnadóttur frá Eyvindará, hétu Laufey og Líney‚ ólust upp hjá Þórhalli á Breiðavaði. Gísli dó 1921.

10829    

+   Sigurborg Gísladóttir átti Þórhall bónda á Breiðavaði Jónasson skólastjóra á Eiðum Eiríkssonar.

10832

đđ   Guðrún Þorsteinsdóttir átti I. Árna son Hjörleifs sterka 10912 á Nesi‚ II. Jón Sigurðsson á Starmýri. Þ. b.: Sigurður ókv., bl.

10833    

ſſ   Steinunn Þorsteinsdóttir var óg., bl.

10834    

ε   Steinunn Ögmundsdóttir Oddssonar (10723) er nefnd meðal barna hans við skifti eftir hann 1790, en eigi er annað kunnugt um hana.

10835    

eee   Tómas Oddsson frá Nesi  (10643)  átti dóttur‚ er Arndís hét‚ og dó hún barnlaus. Hann varð síðari maður Ingibjargar dóttur sr. Jóns Ólafssonar á Dvergasteini,    bjuggu á Selstöðum. Börn lifðu eigi. Tómas býr á Selstöðum 1762, 43 ára‚ konan 33. Börn talin 4, 2 dætur 2 og 7 ára.

10836    

fff  Snjólfur Oddsson frá Nesi, drukknaði með foreldrum sínum 1745, ókv., bl.

10837    

ggg Málfríður Oddsdóttir frá Nesi (10643) átti Jón Jónsson bónda á Hólshúsum í Húsavík og Neshjáleigu. Árið 1785 dó Málfríður Oddsdóttir „kona bóndans í Neshjáleigu, 55 ára“, og sama ár deyr Jón Jónsson „faðir bóndans í Neshjáleigu“, ekkjumaður 79 ára‚ tvíkvæntur, hafði verið í hjónabandi 50 ár‚ en búið 53 ár. Eflaust faðir Jóns‚ manns Málfríðar. Jón maður hennar hefir dáið árið eftir‚ 1786, eða snemma árs 1787. Þ. b.: Jón‚ Rustikus, Sólveig og Sigríður. Svo er talið í ættartölu frá Galdra-Imbu‚ eftir einhvern skilríkan mann í blöðum Jóns Sigfússonar. En við skifti eftir þau hjón‚ Jón og Málfríði í Neshjáleigu 28/6 1787, eru börn þeirra talin: Rustikus, Þóra og Sólveig, og ekki fleiri‚ Jón og Sigríður ekki nefnd. Búið hljóp aðeins 22 rd., 14 sk., og má vera‚ að þau Jón og Sigríður hafi á einhvern hátt verið búin að fá sitt og komin burtu‚ enda hefir Jón þá verið kvæntur fyrir nokkru og kominn til Seyðisfjarðar, eða þau hafa ekki verið alsystkin.

10838    

α  Jón Jónsson bjó á Brekku í Mjóafirði, átti Sigríði Jónsdóttur 3555 frá Brimnesi Andréssonar.

10839    

β    Rustikus Jónsson  f.  um   1762,  átti  1786 Þorbjörgu Hildibrandsdóttur 5335 frá Gröf. Hann varð líkþrár og blindur.

10840    

g   Sólveig Jónsdóttir átti Guðmund bónda Guðmundsson í Borgarfirði. Þ. b.: Jón‚ Einar bl.

10841    

αα  Jón Guðmundson var í  Seyðisfirði, átti  Kristínu Magnúsdóttur 10678 frá Brimnesi.

10842    

đ   Sigríður Jónsdóttir.

10843    

ε   Þóra Jónsdóttir.

10844    

hhh   Guðrún Oddsdóttir frá Nesi (10643) drukknaði með foreldrum sínum 1745, óg., bl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.