STEFÁN Í MIÐFIRÐI

13447

Stefán Jónsson hét bóndi í Miðfirði á Strönd 1795, og bjó hann þar til dauðadags. Hann var fæddur á Langanesi 1747 og var sonur Jóns Stefánssonar „eldra“, hreppstjóra á Langanesi (d. 1754), og Þorgerðar (f. 1721) Guðmundsdóttur Guðmundssonar. Jón og Þorgerður giftust á Sauðanesi 1741. Það ár fæddist dóttir þeirra, Þórdís, er varð kona Helga Halldórssonar í Gunnólfsvík.

Kona Stefáns hét Guðrún Pétursdóttir, f. um 1759. Þ. b. 1795: Vigdís (3 ára), Pétur (1 árs). Síðar fæddist Gunnar 1801. Þá (1795) eru hjá þeim börn hans: Jón (20 ára) og Þóra (17). Hefur Stefán því víst verið kvæntur áður. Guðrún er fædd á Brekkum í Hvömmum í Þingeyjarsýslu. Hún giftist eftir dauða Stefáns, og hét Jón Jónsson maður hennar 1816, 29 ára, f. á Sauðanesi.

13448

aaa Jón Stefánsson bjó á Völlum í Þistilfirði 1816, átti Vigdísi Þorsteinsdóttur 9459 Styrbjörnssonar.

13449

bbb Þóra Stefánsdóttir átti 1806 Eyjólf Oddsson frá Bakka 4908.

13450

ccc Vigdís Stefánsdóttir átti Jón hreppstjóra Illhugason, dbrm. á Djúpalæk 13505. Hann var fæddur á Garði í Kelduhverfi um 1797, var gáfumaður og merkur maður, varð gamall, dó á Bakka. Þ. b.: Jón, Þórunn, Guðrún. Launsonur hans hét Arngrímur. Móðir hans hét Kristín Gísladóttir af Langanesi. Hún átti og laundóttur við Jóni Einarssyni í Syðrivík, Herborgu, er varð kona Gunnars Jónssonar Jónssonar Illhugasonar. Jón tók fram hjá konu sinni, er hann átti Arngrím. Einhver hafði eitt sinn orð á því við hann, að hann skyldi taka fram hjá, slíkur maður sem hann væri. Hann svaraði: Guði sé lof fyrir gjöf sína, hvað sem líður um synd mína“. Jón átti II. Kristborgu Grímsdóttur 10608, barnlaus.

13451

α Jón Jónsson bjó á Ljótsstöðum og Hraunfelli, var smiður góður og kallaður „timburmaður“. Hann átti I. Björgu Vigfúsdóttur bónda á Ljótsstöðum Vigfússonar. Þ. b.: Ólafur, Am., Gunnar. II. Arnþrúði systur Bjargar. Þ. sonur: Jón Vopni. Þau Arnþrúður fóru til Ameríku með allt sitt.

13452

αα Gunnar Jónsson, er var hér og þar, átti Herborgu Jónsdóttur 12015 frá Syðrivík. Þ. b.: Þórunn og Gunnþórunn. Þegar hann dó, fóru þær mæðgur til Ameríku.

13453

β Þórunn Jónsdóttir átti Guðmund bónda Þórðarson 7263 á Fremra-Nýpi. Am.

13454

g Guðrún Jónsdóttir átti Magnús Þorsteinsson á Þorvaldsstöðum 13392. Am.

13455

đ Arngrímur Jónsson, laungetinn, bjó á Djúpalæk og Gunnarsstöðum, átti Kristínu Arngrímsdóttur frá Hallgilsstöðum 9516. Þ. b.: Ólöf, sú eina sem upp komst.

13456

αα Ólöf Arngrímsdóttir átti Jón bónda á Hávarðsstöðum og Hvammi í Þistilfirði Samsonarson. Þ. b.: Arngrímur, Samson, Jóhann, Kristinn, Friðrik.

13457

ααα Arngrímur Jónsson bjó í Hvammi, átti Kristbjörgu Sigfúsdóttur bónda í Hvammi Vigfússonar.

13458

βββ Samson Jónsson bjó í Steintúni, fjölhæfur smiður, átti Guðrúnu Thorlacius, systur Jórunnar í Höfn.

13459

ggg Jóhann Jónsson bjó í Hvammi, átti Kristínu Sigfúsdóttur 12089, systur Kristbjargar konu Arngríms.

13461

ddd Pétur Stefánsson frá Miðfirði bjó í Miðfjarðarnesi, byrjaði búskap fátækur en græddist vel fé og keypti jörðina að síðustu, átti Þórdísi Sveinsdóttur bónda á Hallbjarnarstöðum, alsystur Guðnýjar móður Kristjáns skálds. Þ. b. 15. Upp komust: Stefán, Pétur, Metúsalem, Jón ókv., bl., Gunnar, Björn ókv., bl., Guðrún, Margrét, Þórdís, Guðríður, Björg, Soffía.

13462

α Stefán Pétursson bjó í Saurbæ, hreppstjóri, átti Ingibjörgu Guðmundsdóttur, bróðurdóttur Skíða-Gunnars 13180. Þ.b. komust ekki upp nema ein stúlka, sem dó á þrítugsaldri, óg. bl. Launsonur Stefáns: Ágúst, móðir hans Sigríður Þorkelsdóttir úr Svarfaðardal.

13463

αα Ágúst Stefánsson bjó á Miðfjarðarnesi, átti Regínu Metúsalemsdóttur 13466 bræðrungu sína.

13464

β Pétur Pétursson bjó á Pétursstöðum á Strönd, átti Rannveigu (skylda sr. Vigfúsi á Sauðanesi?). Þ. einb.: stúlka, sem dó uppkomin óg., bl.

13465

g Metúsalem Pétursson bjó á Miðfjarðarnesi, átti I. Regínu Þorsteinsdóttur 9501 frá Rjúpnafelli. Þ. d. Regína. II. Steinunni Eiríksdóttur bónda í Þistilfirði og Steintúni. Þ. b.: Gunnar, Pétur, Margrét, Salína.

13466

αα Regína Metúsalemsdóttir átti Ágúst Stefánsson 13463 bræðrung sinn.

13467

ββ Gunnar Metúsalemsson bjó á Miðfjarðarnesi, átti Margréti Sigurðardóttur Ólafssonar Gottskálkssonar Pálssonar á Gunnarsstöðum Magnússonar.

13468

gg Pétur Metúsalemsson bjó á Hallgilsstöðum og Saurbæ (Höfnum), átti Sigríði Friðriksdóttur. Þ. b.: Valgerður Guðbjörg Sverresen, f. 7/6 1912.

13469

đđ Margrét Metúsalemsdóttir var lengi ráðskona hjá sr. Jóni Halldórssyni á Sauðanesi, óg., bl.

13470

εε Salína Metúsalemsdóttir átti Stefán bónda í Viðvík Sigurðsson 12106. Þ. einb.: Steinunn.

13471

đ Gunnar Pétursson bjó á Djúpalæk síðast, átti Ólöfu Þorsteinsdóttur 9501 frá Rjúpnafelli. Þ. sonur: Oddur.

13472

αα Oddur Gunnarsson bjó á Felli á Strönd (Smyrlafelli), góður bóndi, átti Gunnhildi Bjarnadóttur „borgara“ Þorsteinssonar 13391.

13473

ε Guðrún Pétursdóttir átti I. Jósef bónda á Gunnarsstöðum. Þ. b.: Þórdís. II. Bjarna bónda á Felli Jóhannesson úr Eyjafirði. Þ. b.: Jóhannes.

13474

αα Þórdís Jósefsdóttir átti Jakob bónda á Gunnarsstöðum Jónasson (sbr. 13493). Þ. b.: Eiríkur, Jónas, Gunnlaugur, Guðrún óg., bl., á Gunnarsstöðum.

13475

ααα Eiríkur Jakobsson bjó á Gunnarsstöðum, átti Júdit Friðfinnsdóttur Kristjánssonar.

βββ Jónas Jakobsson bjó á Djúpalæk, átti Kristínu. Þ. b.: Jakob, Eiríkur, Jakobína (13585).

ggg Gunnlaugur Jakobsson bjó í Saurbæ og Þórshöfn, átti Jóhönnu frá Færeyjum.

13476

ββ Jóhannes Bjarnason bjó á Dalhúsum á Strönd, átti Friðjónu Friðriksdóttur úr Öxarfirði. Þ. b.: Svanborg, Jóhannes, Þórhallur, Oktavía, Hallfríður óg., bl.

13477

ααα Svanborg Jóhannesdóttir átti Karl Halldór Bjarnason. Voru í Reykjavík. Þ. s.: Jón.

13478

βββ Jóhannes Jóhannesson var prentari í Reykjavík, átti I. Þórunni Þórarinsdóttur.

13479

ggg Þórhallur Jóhannesson. Varð læknir á Þórshöfn, átti Ágústu Jóhannesdóttur. Þeirra einbirni dó ungt.

13480

đđđ Oktavía Jóhannesdóttir átti Gunnlaug Jónsson í Höfn 12093.

13481

ſ Margrét Pétursdóttir átti Sigurð bónda á Skálum á Langanesi og Kumlavík Jónsson 4843.

13482

z Þórdís Pétursdóttir átti Sigurð bónda í Miðfjarðarnesi 12104 Sigurðsson.

13483

į Guðríður Pétursdóttir, ógift, átti 1 barn.

13484

z Björg Pétursdóttir átti Guðmund Þorsteinsson á Rjúpnafelli 9500.

13485

\ Sofía Pétursdóttir átti Guttorm Sigurðsson frá Eyjólfsstöðum 8705.

13486

eee Gunnar Stefánsson frá Miðfirði bjó í Saurbæ á Strönd, og átti Ólöfu Guðlaugsdóttur bónda á Ferjubakka í Öxarfirði (f. í Grenjaðarstaðasókn um 1802). Móðir hennar hét Ólöf Þórðardóttir f. í Húsavíkursókn um 1766. Bróðir hennar var Guðlaugur í Miðfjarðarnesi síðari maður Guðrúnar Jónsdóttur ekkju Gríms Péturssonar í Miðfirði. Hjá honum er Ólöf 1845, 79 ára. Börn Gunnars og Ólafar voru: Gunnar, Pétur, Þórður, Jósef, Guðlaugur, ókv., bl., Ólöf, Vilborg, óg., bl., Jón dó ungur, Sveinbjörn, Hóseas ókv., bl., Guðrún dó ung.

Eftir dauða Gunnars giftist Ólöf Eggert Einarssyni bónda í Saurbæ. Þau áttu eina dóttur Guðnýju, er varð kona Metúsalems sonar Kristjáns og Bjargar Þorláksdóttur 246 frá Ánastöðum.

13487

α Gunnar Gunnarsson bjó í Höfn á Strönd og var seinni maður Katrínar Jónsdóttur frá Vakursstöðum, bl. 12091.

13488

β Pétur Gunnarsson bjó á Felli (Smyrlafelli), átti Kristborgu Grímsdóttur frá Leiðarhöfn, þ. b.: dó ungt. 10608.

13489

g Þórður Gunnarsson bjó á Pétursstöðum á Strönd, átti Sigríði Tómasdóttur úr Þistilfirði. Þ. b.: Eggert, Am., Helga.

13490

αα Helga Þórðardóttir átti Þorlák. Þ. b. dóu ung.

13491

đ Jósef Gunnarsson bjó í Saurbæ, átti Jóhönnu Guðmundsdóttur norðlenzka. Börn þeirra 5 dóu öll ung.

13492

ε Ólöf Gunnarsdóttir ógift, trúlofaðist Sigurði Sigurðssyni í Miðfjarðarnesseli 12104, en þá dó hann. Barn áttu þau, er Katrín hét. Am.

13943

ſ Sveinbjörn Gunnarsson bjó fyrst á Strönd og átti I. Kristínu Jónasdóttur systur Jakobs á Gunnarsstöðum (sbr. 13474). Þ. b.: Guðrún Ólína og Jakob. Kristín tók fram hjá Sveinbirni með Sveini Sigfússyni norðlenzkum, yfirgaf síðan Sveinbjörn og fór með Sveini til Ameríku með Jakob son þeirra Sveinbjörns. En Sveinbjörn fór eftir það til Vopnafjarðar og kvæntist þar Hallbjörgu Jónsdóttur 13235 frá Sauðhaga Hallgrímssonar í Sandfelli. Þau bjuggu lengi farsælu búi á Refstað, barnlaus. Þar dó hann. Sveinbjörn var smiður og fjölhæfur í verki og starfi.

13494

αα Guðrún Ólína Sveinbjörnsdóttir átti Friðfinn Kristjánsson 13582 á Borgum í Vopnafirði.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.