HERMANN GUÐMUNDSSON á Höfða í Fáskrúðsfirði

Guðmundur Hermannsson „snikkari“ frá Berunesi, f. um 1668, var á Hólmum í Reyðarfirði 1703, eins og segir við nr. 11308, og hefur þá kvænzt þar Ragnheiði Þorsteinsdóttur vinnukonu séra Jóns Guttormssonar og er hún þá 23 ára, f. um 1680. Þau bjuggu síðar á Þernunesi 1734. Þeirra sonur var Jón, er bjó á Þernunesi 1762, 45 ára (11309). En þeirra sonur mun einnig hafa verið Þorsteinn faðir Guðmundar föður Hermanns á Höfða. Má vera, að sonur þeirra hafi verið Hermann faðir Arndísar móður Hermanns á Höfða. Eg tel víst, að annað hvort hafi verið, að faðir Hermanns á Höfða hafi verið sonarsonur Guðmundar snikkara Hermannssonar eða móðir Hermanns verið sonardóttir hans. Hermann og Þorsteinn voru föðurnöfn hjónanna Guðmundar snikkara og Ragnheiðar, og stendur því jafnt á er báða foreldra Hermanns á Höfða snertir. Hvort tveggja er mjög sennileg tilgáta.

Af því að Hermannsnafnið er alls ekki á þessum stöðum í fjörðunum um þetta leyti (1762) nema á þessum Hermanni föður Arndísar móður Hermanns á Höfða, fyrr en þá kemur suður í Breiðdal til afkomenda Hermanns á Berunesi þar syðra, þykir mér öllu líklegra, að Hermann, móðurfaðir Hermanns á Höfða, hafi verið sonur Guðmundar snikkara Hermannssonar og tel því svo hér.

13693

aa Hermann Guðmundsson snikkara Hermannssonar frá Berunesi átti Ragnhildi Hjaltadóttur 6979, f. um 1708. Hefur hún eflaust verið dóttir Hjalta Bjarnasonar, sem bjó á Vattarnesi í tvíbýli 1703, 44 ára, og konu hans Ingibjargar Guðbrandsdóttur. Þ. d.: Arndís.

13694

aaa Arndís Hermannsdóttir, f. um 1741, átti Guðmund Þorsteinsson, f. um 1737. Hermann hefur dáið fyrir 1762. Það ár eru þau Guðmundur, Arndís og Ragnhildur Hjaltadóttir vinnuhjú á Kolmúla hjá Oddi Pálssyni meðhjálpara og Halldóru Sigfúsdóttur. Hafa þau Guðmundur og Arndís gifzt litlu síðar. Líklega er Guðmundur sonur Þorsteins Guðmundssonar, sem býr á Búðum í Fáskrúðsfirði 1734. Börn Guðmundar og Arndísar voru Hermann og Hjalti. (Arndís gæti verið dóttir Hermanns, er býr í Naustahvammi 1734 11310, Björnssonar á Hóli í Norðfirði Hermannssonar á Berunesi (1703) og verið þannig kominn frá Hermanni Ásmundssyni á Berunesi. Verður ekki víst um það sagt, þó að hitt sé mjög líklegt). Frá öðrum hvorum þessara bræðra er Hermann á Höfða eflaust.

13695

α Hermann Guðmundsson, f. um 1765, bjó á Höfða í Fáskrúðsfirði, bjó þar 1801, 36 ára. Kona hans þá Halldóra Árnadóttir (36 ára). Þ. b.: Arndís (7 ára), Guðmundur (5), Hallbera (3), Gróa (á 1. ári). Þar er þá Guðmundur Þorsteinsson, faðir bónda, (66 ára) og Hjalti sonur Guðmundar (21 árs). Halldóra og Gróa dóu báðar úr harðrétti (mæðgurnar).

13696

αα Arndís Hermannsdóttir, f. 1794, ókunn.

13697

ββ Guðmundur Hermannsson var lengi vinnumaður í Árnagerði hjá Þórólfi og dó þar ókv., bl.

13698

gg Hallbera Hermannsdóttir átti fyrst 2 börn með Jóni Jónssyni 13713 systursyni Þórarins á Kolmúla, giftist svo Jóni bónda Björnssyni á Höfða í Fáskrúðsfirði. Hann hafði áður átt 2 börn, og kom eigi ætt þaðan. Börn Jóns og Hallberu voru: Þórður, Björn ókv., bl., Þorbergur, Halldór, Sigríður, Guðfinna.

13699

ααα Þórður Jónsson.

13700

βββ Þorbergur Jónsson, dó víst bl.

13701

ggg Halldór Jónsson bjó á Sævarenda í Fáskrúðsfirði, átti Þórdísi Stefánsdóttur 502 frá Löndum og Sigríðar. Þ. b.: Sveinn, Sigbjörn, ókv., bl., Sigríður óg. bl., Guðfinna, Stefanía, dó ung.

13702

+ Sveinn Halldórsson bjó á Sævarenda í Fáskrúðsfirði, átti Kristínu Guðmundsdóttur 5713 frá Gestsstöðum Erlendssonar.

13703

+ Guðfinna Halldórsdóttir átti Jón Jónsson bónda á Sævarenda og nokkur börn. Hún dó, en hann fór með börnin til Ameríku.

13704

đđđ Sigríður Jónsdóttir átti Sigurð Jósefsson hálfbróður Þórdísar konu Halldórs bróður Sigríðar. Bjuggu ekki. Þ. b.: Sigfinnur, Jón.

13705

+ Sigfinnur Sigurðsson bjó lítið, átti Vilborgu Benediktsdóttur 9024 frá Búðum Björnssonar.

13706

+ Jón Sigurðsson er á Búðum 1919.

13707

εεε Guðfinna Jónsdóttir átti Sigurð Guðmundsson bónda á Sævarenda 9437 í Fáskrúðsfirði.

13708

β Hjalti Guðmundsson, f. um 1780.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.