a. Rafnsætt frá Rafni Jónssyni á Ketilsstöðum í Hlíð

6799

aa Jón Rafnsson, kallaður „eldri“, til aðgreiningar frá frænda sínum Jóni Rafnssyni í Sleðbrjótsseli 6983, bjó á Ketilsstöðum í Hlíð 1669—1681 (fékk byggingu fyrir þeim 1660), en í Eyjaseli 1703 og er þá 72 ára. Átti Sesselju Arngrímsdóttur 1557 frá Njarðvík, og er hún þá 71 árs. Þ. b.: Ásný‚ Rafn‚ Kristín, hún er hjá foreldrum sínum 1703, þá 19 ára.

6800

aaa Ásný Jónsdóttir var „væn‚ fríð og velrómuð kona“, segir sr. Guðmundur Eiríksson á Refsstað. Hún átti: 1. Eirík Högnason á Fossvelli, hann dó nokkru fyrir 1700 10279. Þ. b.: Gissur og Andrés. 2. átti hún Gissur Jónsson. Þau búa á Fossvelli 1703, hann 48 ára en hún 42. Móðir hans hét Sigríður Árnadóttir og er hjá honum 1703 74 ára Þ. b. 1703: Ormur 8, Ingveldur 1. Gissur fluttist í Sleðbrjót 1713 en bjó á Stórabakka 1723.

6801

α Gissur Eiríksson, f. um 1682, „vel rómaður fyrir næmi og skarpleika“, segir sr. Guðmundur Eiríksson, varð prestur í Vesturhópshólum 1710, fékk Hofsstaðaþing í Skagafirði 1733, en hefur víst ekki farið þangað‚ því að sama ár‚ 1733, fékk hann Tjörn á Vatnsnesi og dó þar 1750.

6802

β Andrés Eiríksson, f. um 1687, ókunnur.

6803

g Ormur Gissurarson, f. u. 1695. Bjó í Gröf í Eiðaþinghá 1734, átti Vilborgu Sigfúsdóttur. Móðir hennar hét Jórunn‚ rík kona í Fellum (segir Anna í Höfn).3) Þ. b.: Ólöf‚ f. í Gröf um 1743.

αα Ólöf Ormsdóttir átti Jón Þorvarðsson Jónssonar. Bjuggu á Galtastöðum ytri eitthvað. Þ. b.: Herdís‚ Ormur‚ Vilborg. Eftir það átti Ólöf barn með Guðmundi Narfasyni Hinrikssonar 3874. Ólöf var í Dölum í Hjaltastaðaþinghá 1771. 1794 giftast á Desjarmýri Jón Guðmundsson 36 ára og Ólöf Ormsdóttir 49 ára. Ólöf líklega tvígift. Hún lifir á Bárðarstöðum 1816, 73 ára.

ααα Herdís Jónsdóttir átti Höskuld á Eyri í Reyðarfirði Einarsson 13277.

βββ Ormur Jónsson b. á Mýrum og í Sauðhaga, átti Ingveldi Sveinsdóttur frá Arnórsstöðum 12990.

ggg Vilborg Jónsdóttir átti Latínu-Magnús Jónsson 13248.

6804

đ Ingveldur Gissurardóttir, f. u. 1702.

6805

bbb Rafn Jónsson bjó í Eyjaseli móti föður sínum 1703, 35 ára. Átti Ragnhildi Þorvarðsdóttur 38. Þ. b. þá: Ingveldur 7, Magnús 6, Herborg 3, Þorvarður 2. Rafn fluttist að Hnitbjörgum 1703. Líklegast mun Jón á Hreimsstöðum, einnig vera sonur hans‚ og svo telur Sigfús Sigfússon, sagnafræðingur. Kristín hefur einnig heitið dóttir Rafns‚ er hjá Ingveldi systur sinni 1783 í Víðivallagerði, 60 ára‚ og því fædd um 1723, víst ógift‚
barnlaus.

6806

α Ingveldur Rafnsdóttir, átti Magnús Snorrason 2169 í Víðivallagerði (f. u. 1714) bl.

6807

β Magnús Rafnsson bjó í Húsey 1730 og 1734.

6808

g Herborg Rafnsdóttir.

6809

đ Þorvarður Rafnsson.

6810

ε Jón Rafnsson, f. u. 1715, bjó á Hreimsstöðum. Það er ekki fullvíst um ætterni hans Það liggur nærri að ætla‚ að hann hafi verið sonur Rafns Eiríkssonar Rafnssonar á Ketilsstöðum‚ er bjó á Hreimsstöðum 1734 Kona Rafns þess hét Guðbjörg og Jón lét dóttur sína heita Guðbjörgu (en það nafn gat líka verið úr móðurætt). En Jón Sigurðsson í Njarðvík taldi hann ekki vera son Rafns Eiríkssonar, en af Rafni á Ketilsstöðum hefði hann samt átt að vera kominn. Og Sigfús Sigfússon, sagnafræðingur, telur hann vera son Rafns Jónssonar eldra Rafnssonar. Enda er það sennilegast. Jón lætur einn son sinn heita Magnús‚ og gæti það verið eftir Magnúsi Rafnssyni í Húsey‚ sem þá hefði verið föðurbróðir Jóns. Ef Jón hefði verið sonur Rafns Eiríkssonar, var líklegt, að afkomendur hans hefðu munað‚ að þá átti Jón að vera kominn af sr. Sigfúsi Tómassyni, því að Ingibjörg Sigfúsdóttir var móðir Rafns Eiríkssonar, en þess hafa þeir ekki getið. Ég hygg því helzt‚ að telja megi víst‚ að Jón á Hreimsstöðum hafi verið sonur Rafns á Hnitbjörgum og Eyjaseli Jónssonar eldra Rafnssonar og tel hann því hér. Hann átti Hólmfríður Ormsdóttur, og dó hún 1781. Var þá bú Jóns virt 67 rd. 43 sk., og hefur því verið heldur smátt þá. Annars bjó Jón lengi á Hreimsstöðum sæmilegu búi. Hann býr þar 1762, talinn 50 ára‚ en kona hans 35 ára. Elsti sonur hans‚ Jón‚ er fæddur á Hreimsstöðum um 1748—50. Þ. b.: Jón‚ Guðbjörg, Björn‚ Magnús‚ Rafn‚ Oddný‚ dó óg., bl. Jón dó á Tjarnalandi hjá Rafni syni sínum 1791 og er þá talinn 81 árs.

6811

αα Jón Jónsson bjó fyrst á Stórabakka en síðar á Þorbrandsstöðum, átti: 1. Guðrúnu eldri dóttur Árna á Stórabakka 4689 Guðmundssonar, en 2. Kristínu Rustikusdóttur 9593 frá Kóreksstöðum, bl.

6812

ββ Guðbjörg Jónsdóttir átti Kolbein Geirmundsson 10416 Kollgrímssonar. Bjuggu í Dölum‚ Gagnstöð og á Ósi. Þ. einb.: Hólmfríður.

6813

ααα Hólmfríður Kolbeinsdóttir var lengi bústýra hjá Þórði Jónssyni í Sleðbrjótsseli, óg., bl.

6814

gg Björn Jónsson b. á Ósi í Hjaltastaðaþinghá, átti Sigríði 8273 laundóttur Ögmundar Einarssonar í Fagradal. Þ. b.: Jón og Einar‚ báðir ókv., bl.

6815

đđ Magnús Jónsson bjó í Rauðholti og á Hrjót‚ átti Elízabet Pétursdóttur frá Hjartarstöðum 3815.

6816

εε Rafn Jónsson bjó á Tjarnalandi, góður bóndi‚ átti 1790 Ingveldi Benediktsdóttur 13064. Hún er talin 24 ára 1790, og þá fædd um 1766, líklega dóttir Benedikts Kolbeinssonar 13064 í Hleinargarði og Ingibjargar Rafnsdóttur. Þ. b.: Jón‚ Guðríður, Benedikt, Hólmfríður, Einar‚ Árni‚ dó ungur‚ Sigurbjörg. Rafn dó 16. apríl 1809, 49 ára‚ og hljóp bú hans þá 655 rd. 62 sk. Þá er Hallur Jónsson á Hreimsstöðum 1051, talinn „náskyldur“ börnum hans‚ hvernig sem þeim skyldleika hefur verið varið. Árni Vilhjálmsson á Hjartarstöðum 1096 er líka þá settur „formyndari“ barna Rafns‚ en hann var bræðrungur Halls. Má vera að skyldleikinn sé þannig‚ að Ingveldur Vilhjálmsdóttir 1048 frá Húsavík hafi verið amma Ingveldar Benediktsdóttur 1048, en hún var systir Guðrúnar 1049 Vilhjálmsdóttur, ömmu þeirra Halls og Árna. Hefði þá Ingveldur, kona Rafns‚ verið þremenningur við þá.

6817

ααα Jón Rafnsson dó ókv. og bl. Var leirskáld nafnkunnugt á Héraði.

6818

βββ Guðríður Rafnsdóttir átti Stefán 10914 son Hjörleifs sterka. Bjuggu á Neðri-Starmýri, barnlaus.

6819

ggg Benedikt Rafnsson bjó á Tjarnalandi og síðan og lengst á Kolstöðum á Völlum‚ átti 1814 Herborgu Rustikusdóttur 9571 frá Fossvöllum, vænstu konu. Þ. b.: Rafn‚ Eyjólfur, Björg‚ Sigurbjörg.

6820

+ Rafn Benediktsson ætlaði að eiga Þóru Árnadóttur 12970 Stefánssonar í Sandfelli, en drukknaði áður í Vallaneskýlum. En son áttu þau‚ er Benedikt hét. Hún átti síðar Eirík Arason á Klaustri 11845.

6821

++ Benedikt Rafnsson bjó á Höfða og Kolsstöðum, var lengi póstafgreiðslumaður, átti Málfríði Jónsdóttur 132 frá Keldhólum. Þ. b. við nr. 132, Benedikt f. 28/10 1838, d. 22/1 1927.

6822

+ Eyjólfur Benediktsson bjó í Litla-Sandfelli, átti Þuríði Jónsdóttur 12944 sama st. Stefánssonar. Þ. b.: Jóhanna, Herborg, Björg‚ Benedikt, Einar.

6823

++ Jóhanna Eyjólfsdóttir dó ung(?).

6824

++ Herborg Eyjólfsdóttir átti Jón Ívarsson á Víkingsstöðum 1914.

6825

++ Björg Eyjólfsdóttir átti barn með Vilhjálmi Jónssyni 10330 frá Hvammi Vilhjálmssonar.

6826

++ Benedikt Eyjólfsson bjó á Þorvaldsstöðum í Skriðdal‚ átti Vilborgu Jónsdóttur prests á Klyppstað 6392 Jónssonar.

6827

++ Einar Eyjólfsson b. í Flögu í Skriðdal, átti 1. Hólmfríði Jónsdóttur 6837 frá Hallbjarnarstöðum, 2. Sigríði Guðmundsdóttur frá Arnkellsgerði 3040.

6828

+ Björg Benediktsdóttir átti Jón b. á Kolsstöðum og Hallbjarnarstöðum 12945 Jónsson frá Sandfelli. Þ. b.: Benedikt, Herborg, Vilborg, Guðlaug, Pálína‚ Hólmfríður, Þórunn.

6829

++ Benedikt Jónsson, dó ókv., bl.

6830

++ Herborg Jónsdóttir átti Magnús 8409 Guðmundsson b. á Oddsstöðum í Skógum og Ketilsstöðum á Útsveit. Þ. einb.
Björg.

6831

+++ Björg Magnúsdóttir átti Lárus Sigurðsson Þorleifssonar. Hún dó að fyrsta barni og barnið líka.

6832

++ Guðlaug Jónsdóttir átti Jón Jónsson 4631 frá Hryggstekk, tók svo saman við Sæmund Sæmundsson norðlenzkan. Þeirra börn 2 eða 3. Er eitt Sæmundur barnakennari í Reyðarfirði, sem átti 1925 Ingibjörgu Pálsdóttur 1982 frá Tungu‚

6833

++ Pálína Jónsdóttir, óg., átti eina dóttur‚ sem átti Sigurð b. í Sauðhaga 1911 Björnsson frá Vaði. Hún hét Magnea Jónsdóttir.

6834

++ Vilborg Jónsdóttir átti Jón b. á Hallbjarnarstöðum Jónsson Jónssonar og Höllu‚ sunnlenzkrar. Þ. b.: Eyjólfur, Jón.

6835

+++ Eyjólfur Jónsson b. í Mjóanesi.

6836

+++ Jón Jónsson b. á Vaði‚ átti Ingibjörgu Bjarnadóttur 422, ekkju Björns Ívarssonar.

6837

++ Hólmfríður Jónsdóttir var f. k. Einars Eyjólfssonar 6827 í Flögu.

++ Þórunn Jónsdóttir átti Kristján Sigmundsson b. á Eyjólfsstöðum á Völlum.

6838

+ Sigurbjörg Benediktsdóttir átti Eirík b. á Nefbjarnarstöðum 2143 Gunnlaugsson.

6839

đđđ Hólmfríður Rafnsdóttir frá Tjarnalandi átti Sigurð 11111 b. í Hlaupandagerði Brynjólfsson.

6840

εεε Einar Rafnsson bjó á Bóndastöðum, var söðlasmiður‚ átti Aðalborgu Jónsdóttur 3954 frá Víkingsstöðum Þórðarsonar.

6841

ſ ſ ſ Sigurbjörg Rafnsdóttir.

6842

ccc Kristín Jónsdóttir eldra Rafnssonar er hjá foreldrum sínum í Eyjaseli 1703, 19 ára‚ókunn að öðru.

6843

bb Pétur Rafnsson frá Ketilsstöðum 6798 var prestur í Stöð 1657—1679, átti Herborgu Arngrímsdóttur 1556 frá Njarðvík. Hann drukknaði í Kvíá í Öræfum 1679. Þ. b.: Páll‚ Hinrik‚ Rafn. Sr. Pétur þótti „laus í ráði‚ flysjungur, óeirinn og lítt siðprúður“.

6844

aaa Páll Pétursson var prestur á Álftamýri og prófastur, d. 1731, átti Guðrúnu Þorláksdóttur Björnssonar á Laxamýri. Þ. b.: Herborg kona sr. Hallgríms Jónssonar á Rafnseyri, Herdís f. kona sr. Ásgeirs Þórðarsonar á Álftamýri, Ingibjörg kona Guðmundar Jónssonar prests á Söndum Tómassonar, Jón og Steinunn.

6845

bbb Hinrik Pétursson, fór í Skálholtsskóla, en var rekinn þaðan fyrir galdrakversmeðferð, fékk þó skóla aftur‚ en mun hafa hætt námi.

6846

ccc Rafn Pétursson var og í skóla um tíma‚ en varð að hætta vegna gáfnaleysis.

6847

cc Eiríkur Rafnsson frá Ketilsstöðum 6798, bjó á Ketilsstöðum í Hlíð eftir föður sinn móti Jóni bróður sínum‚ en hefur ekki orðið gamall og er dáinn fyrir 1677. Eiríkur fékk byggingu fyrir Ketilsstöðum 1660, þegar faðir hans dæi eða flytti burt‚ ásamt Jóni bróður sínum. Hann átti Ingibjörgu Sigfúsdóttur frá Hofteigi Tómassonar 10098. Þ. b.: Ólafur og Rafn. Sölvi, sem bjó á Hofi í Fellum 1703, 30 ára‚ gæti og verið sonur þeirra (sjá 7352).

Þann 7. sept. 1677 gerðist það á Borg í Skriðdal, að Þórður biskup Þorláksson gefur Jóni sýslumanni bróður sínum byggingarumráð yfir Ketilsstöðum í Hlíð‚ og leyfir jafnframt, að Jón Rafnsson og Ingibjörg Sigfúsdóttir megi vera þar framvegis með sömu kostum og áður. En Ingibjörg hefur litlu síðar gifzt sr. Eiríki Þorvarðssyni, því að Sigríður dóttir þeirra er fædd um 1679, er 24 ára hjá föður sínum í Hofteigi 1703.

6848

aaa Ólafur Eiríksson varð prestur á Hjaltastað 1698, í Miðdalaþingum 1717, í Saurbæjarþingum 1723 og í Tröllatungu 1743, og þar dó hann 1748, 81 árs. Hann er talinn 36 ára á Hjaltastað 1703 og kona hans‚ Björg Einarsdóttir, 25. Þ. b. þá: Ingibjörg (3), Þrúður (2), Þorbjörg (1). Hann var kallaður séra Ólafur „Mehe“.

6849

α Ingibjörg Ólafsdóttir átti Magnús b. í Snóksdal Jónsson prests í Snóksdal Hannessonar í Snóksdal Eggertssonar (S-æf. II., 655). Þeirra börn mörg‚ þar á meðal Jón á Reykhólum faðir Jóns verzlunarstjóra á Ísafirði, föður Hermanns sýslumanns í Rangárvallasýslu, föður Jóns Hermannssonar lögreglustjóra í Reykjavík og Odds skrifstofustjóra í stjórnarráðinu.

6850

β Þrúður Ólafsdóttir og Þorbjörg hafa eflaust flutzt vestur með föður sínum‚ ef þær hafa lifað‚ og afkvæmi hans aukizt þar vestra.

6851

bbb Rafn Eiríksson var „skýr“ maður en efnalítill, bjó á Ketilsstöðum 1703, 34 ára‚ og átti Guðbjörgu Jónsdóttur (26 ára). Þ. b. þá: Guðrún (12 vikna). Munu þau þá vera nýgift. Ekki er Rafn nefndur í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 né 1730, en 1734 býr hann á Hreimsstöðum. Jón í Njarðvík sagði hann hefði verið kallaður Rafn „litli“ og vissi ekki um afkvæmi hans. Ekki hugði hann Jón á Hreimsstöðum 6810 son hans‚ þó að það gæti bent á það‚ að hann býr á Hreimsstöðum eftir hann‚ ef til vill næstur honum‚ enda mun hann vera sonur Rafns á Hnitbjörgum Jónssonar eldra Rafnssonar. En mér þykir mjög sennilegt, að Ingibjörg, Guðný og Þórunn Rafnsdætur, sem fæddar eru milli 1720 og 1730, og lifðu fram undir 1800 á Útsveit, hafi verið dætur þessa Rafns. Get ég ekki séð annan Rafn líklegri til að vera föður þeirra En ekki eru þó neinar sérstakar líkur‚ sem benda á það‚ nema það helzt‚ að Ingibjörg gæti verið móðurnafn Rafns‚ Guðný heitin eftir Guðnýju föðursystur hans‚ og annað það‚ að bróður hafa þær átt‚ sem Jón hefur heitið‚ og er Ingibjörg dóttir hans á sveit í Hjaltastaðaþinghá 1792, svo að þar hefur sveitfesti getað myndast fyrir hana‚ og þar í hrepp sýnast þau systkin hafa verið. „Jón Rafnsson, giftur ómagi“ dó í Njarðvík 6/1 1789, 65 ára‚ mun vera bróðir þeirra‚ og Ingibjörg dóttir hans.

Þó að líkurnar séu ekki miklar um þessa ættfærslu, tel ég þessi systkin hér. Systkin Jóns á Hreimsstöðum hafa þær ekki verið. Og þá get ég ekki séð um hvern annan Rafn gæti verið að tala sem föður þeirra‚ nema þá helzt Rafn Jakobsson á Hrollaugsstöðum‚ sem er 9 ára 1703 en þá höfðu þau Ingibjörg Rafnsdóttir‚ sem hér er nefnd‚ og maður hennar‚ Benedikt Kolbeinsson‚ verið bræðrabörn, sem myndi hafa hindrað hjónaband þeirra. Rafn Jakobsson var líka niðri í Stóru-Breiðuvík í Borgarfirði 1730.

6852

α Jón Rafnsson, hans dóttir Ingibjörg.

6853

αα Ingibjörg Jónsdóttir var fóstruð upp hjá Þórunni Rafnsdóttur á Tjarnalandi, er þar 23 ára 1785, en þegar Þórunn dó‚ og hún er einn af erfingjunum, 1792, er hún á sveit sinni Hjaltastaðahreppi, víst óg., bl.

6854

β Guðný Rafnsdóttir, f. u. 1721, er „til heimils á Giljum“ 1792. Það er víst einnig hún‚ sem er á Stóra-Bakka hjá Páli Magnússyni 1785 64 ára‚ talin „nokkuð vinnandi“. Víst óg., bl.

6855

g Ingibjörg Rafnsdóttir f. u. 1724, átti Benedikt Kolbeinsson 13058 b. í Hleinargarði.

6856

đ Þórunn Rafnsdóttir, f. u. 1728, átti Þorkel Ólason 13046 b. á Tjarnalandi og Hallgeirsstöðum, bl. Hún dó 1792 og fóru skipti fram 2. maí 1792. Var bú þeirra virt 366 rd. 38 sk. Þorkell bar þá fram‚ að hann hefði sótt um‚ að hvort þeirra‚ sem lengur lifði‚ skyldi erfa hitt‚ en svar væri ekki komið. Guðmundur sýslumaður Pétursson lét það nægja‚ og var ekki framar skipt sér af því.

6857

dd Magnús Rafnsson frá Ketilsstöðum 6798. Um hann er ekki kunnugt.

6858

ee Sesselja Rafnsdóttir frá Ketilsstöðum 6798 átti Jón b. Guttormsson á Brú 2063.

6859

ff Guðný Rafnsdóttir.

6860

gg Guðríður Rafnsdóttir.

6861

hh Guðrún Rafnsdóttir.

6862

b Ólafur Jónsson, bróðir Rafns á Ketilsstöðum er ókunnur.

6863

c Ingiríður Jónsdóttir, systir þeirra‚ 6797 átti Jóhann Vilhjálmsson, bjuggu í Syðri-Vík og á Egilsstöðum í Vopnafirði (1674). Jóhann var kallaður Jóhann „þýzki“ af því að hann var ættaður frá Þýzkalandi. Vilhjálmur faðir hans var Kristjánsson Daníelssonar Rantzau, hershöfðingja Danakonungs. Daníel Rantzau var af nafnkunnugri aðalsætt í Holtsetalandi, f. 1529, varð hershöfðingi Kristjáns III. Danakonungs 1565 í sjö ára stríði Norðurlanda og vann það ár hinn fræga sigur á Svíum við Svarteraa, fór hina nafntoguðu herferð austur í Austur-Gautland veturinn 1567—68, en var skotinn í umsátinni um Varberg 11. nóv. 1569. Ekki er nú kunnugt hvernig Kristján sonur hans lenti hingað til lands‚ eða Vilhjálmur sonur Kristjáns. En eflaust hefur það eitthvað staðið í sambandi við verzlun Dana hér. Var þá einn ákveðinn verzlunarstaður þeirra á Vopnafirði‚ og hefur líklega annar hvor þeirra þá staðnæmst hér. Jóhann þýzki á Egilsstöðum er víst dáinn fyrir 1681. Þá býr Jón Sigfússon frá Hofteigi, tengdasonur hans‚ á Egilsstöðum.

Börn Jóhanns og Ingiríðar voru: Vilhjálmur, Sigríður, Anna‚ Guðný‚ Sólveig, Sesselja.

6864

aa Vilhjálmur Jóhannsson (William) bjó á Hámundarstöðum 1674, er dáinn fyrir 1703. Þá býr þar ekkja hans‚ Guðrún Jónsdóttir, 66 ára‚ systir sr. Bessa á Sauðanesi. Faðir þeirra var Jón prestur Bessason á Sauðanesi (1630—1675), lærður maður vel‚ varð heyrari á Hólum 1622, en fékk Sauðanes 1630. Bróðir hans var eflaust Guðmundur Bessason 5488 á Melrakkanesi. Hannes Þorsteinsson telur víst‚ að faðir þeirra hafi verið Bessi Guðmundsson, er uppi var í Skagafirði um 1600, og var þá ráðsmaður Guðbrands biskups, Jón Bessason var og fyrst ráðsmaður hjá Guðbrandi biskupi, og lét einn son sinn heita Guðbrand eftir honum. Varð hann síðar aðstoðarprestur hjá föður sínum. Séra Jón dó 1675, 78 ára. Kona hans var Katrín‚ dóttir Jóns barnakarls á Draflastöðum, er sigldi með Jóni lögmanni Jónssyni í málum hans 1592, Jónssonar kolls‚ „af stórum ættum í Noregi“. Jón Pétursson telur Jón á Draflastöðum son Jóns Glókolls á Draflastöðum og Einarsstöðum Ormssonar á Draflastöðum Jónssonar kolls á Draflastöðum Oddssonar á Hvoli í Saurbæ vestra Péturssonar. Katrín dó 1698, 92 ára. Jón í Njarðvík sagði‚ að hann hafi verið kallaður Siglinga-Vilhjálmur.

Börn Vilhjálms og Guðrúnar voru: Daníel‚ f. u. 1666, Rasmus (Erasmus) f. u. 1667, Kristján f. u. 1670, Rollant f. u. 1671, Lisebet (Elizabet) f. u. 1665, Katrín f. u. 1669, eftir því sem þeim er talinn aldur 1703.

6865

aaa Daníel Vilhjálmsson er á Hámundarstöðum 1703, líkl. ókv., bl.

6866

bbb Rasmus Vilhjálmsson er á Hámundarstöðum 1703, líkl. ókv., bl.

6867

ccc Rollant (Roland) Vilhjálmsson er einnig á Hámundarstöðum 1703, og býr þar 1723, líkl. afkvæmislaus.

6868

ddd Kristján Vilhjálmsson bjó í Viðvík 1703, átti Kristínu Ólafsdóttur, þá 18 ára. Ókunnugt er meira um þau‚ og ekki er Kristján nefndur í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 né 1730. Líklega ekkert frá honum komið.

6869

eee Lizebet (Elizabet) Vilhjálmsdóttir átti Magnús b. í Strandhöfn 3185 Högnason Þorgrímssonar. Þeirra er ekki getið í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 né 1730 og hefur Magnús því líklega verið dáinn fyrir 1723.

6870

fff Katrín Vilhjálmsdóttir (Willemsdóttir) var s. k. sr. Ólafs Gíslasonar á Hofi.

6871

bb Sigríður Jóhannsdóttir, f. u. 1640—50, átti sr. Bessa Jónsson á Sauðanesi. Þ. s. Kristján prestur á Sauðanesi, átti Valgerði Pétursdóttur 3586.

6872

cc Anna Jóhannsdóttir, f. u. 1640—50.

6873

dd Guðrún Jóhannsdóttir, f. u. 1640—50.

6874

ee Sólveig Jóhannsdóttir, f. u. 1640—50.

6875

ff Sesselja Jóhannsdóttir, f. u. 1643, átti Jón Sigfússon 9973 frá Hofteigi Tómassonar. Hún býr á Stekk í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð 1703, 60 ára. Þá var kaupstaður í Stóru-Breiðuvík‚ er síðar var á Eskifirði. Hjá henni eru þá þessi börn þeirra: Jakob (22) og Ingibjörg (13). Jón hefur þá líklega verið dáinn.

6876

d Ingveldur Jónsdóttir, systir Rafns á Ketilsstöðum, 6797 átti Magnús Sigfússon, bl.

6877

e Ásný Jónsdóttir, bl.

6878

f Sólveig Jónsdóttir 6797 átti Þorgrím Þórðarson b. á Sléttu í Reyðarfirði. Þ. b.: Jón‚ Pétur‚ Björn‚ Guðbrandur, Margrét.

6879

aa Jón Þorgrímsson.

6880

bb Pétur Þorgrímsson.

6881

cc Björn Þorgrímsson.

6882

dd Guðbrandur Þorgrímsson, bjó í Reyðarfirði. Hans börn: Þuríður, f. 1662, Sólveig, 6975, f. u. 1663, Ingibjörg (líkl.) f. u. 1668, Sigurveig, f. u. 1670, Guðrún‚ f. u. 1679, Þorgrímur, f. u. 1682.

6883

aaa Þuríður Guðbrandsdóttir átti Magnús b. Finnbogason á Karlskála, hann 43, hún 41 árs 1703. Þ. b. þar þá: Bessi (13), Sigurður (9), Jón (1).

6884

α Bessi Magnússon (f. u. 1690) bjó á Karlskála, átti Margréti dóttur Kolbeins bónda í Áreyjum (1703 30 ára) Guðmundssonar og Þorbjargar (1703 33 ára) Þórólfsdóttur. Foreldrar Þorbjargar eru hjá þeim Kolbeini 1703, Þórólfur Jónsson (72) og Katla Jónsdóttir (65). Margrét lifir á Svínaskála 1762, 62 ára‚ hjá Pétri syni sínum. Börn Bessa og Margrétar voru: Guðlaug, f. u. 1721, og Pétur‚ f. u. 1723.

6885

αα Guðlaug Bessadóttir átti Gunnar b. á Karlskála 1762, f. u. 1722, Sigurðsson. Þ. b. 1762: Þuríður (4) og Eiríkur (3). Þau búa á Lambeyri 1777 og er þá ekki talið af börnum þeirra nema Eiríkur.

6886

ααα Þuríður Gunnarsdóttir hefur líklega dáið ung.

6887

βββ Eiríkur Gunnarsson, b. á Sigmundarhúsum og Sellátrum‚ átti 1. 1786 Guðlaugu Sigurðardóttur frá Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu 13298 Jónssonar og Oddnýjar Sigurðardóttur. Hún dó 1788, víst bl. 2. Margréti Marteinsdóttur frá Högnastöðum. Þ. einb. Sesselja 12343.

6888

+ Sesselja Eiríksdóttir, átti Björn Jónsson 9005 b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði.

6889

ββ Pétur Bessason (f. u. 1723) bjó á Svínaskála (1762), átti Sólveigu Einarsdóttur (34 ára 1762), systur Ólafs Einarssonar á Sigmundarhúsum og Kirkjubóli. Pétur varð ekki gamall‚ og var Sólveig síðan í húsmennsku hjá Ólafi bróður sínum með sonu sína. Þ. b.: Pétur‚ Magnús‚ Kolbeinn 6964.

6890

ααα Pétur Pétursson (f. u. 1763) bjó á Kirkjubóli og Karlskála, átti 1796 Mekkini 12494 Bjarnadóttur frá Sandvík. Þ. b.: Bjarni‚ Þorleifur, Jón‚ Guðlaug 6917, Ólafur 6956.

6891

+ Bjarni Pétursson, b. í Hellisfirði, átti Guðrúnu Erlendsdóttur 9956 í Hellisfirði Árnasonar. Þ. b : Guðfinna, Mekkin‚ Ólöf‚ Erlendur. Laundóttir Bjarna við Þorbjörgu 11853 Bjarnadóttur frá Flögu í Breiðdal hét Sólrún.

6892

++ Guðfinna Bjarnadóttir átti Svein Stefánsson í Hellisfjarðarseli 2837 bl.

6893

++ Mekkín Bjarnadóttir átti Pétur Björnsson á Hofi í Norðfirði 6918.

6894

++ Ólöf Bjarnadóttir (f. 30.10. 1834) átti Pétur Sveinsson 4185 b. í Vestdal.

6895

++ Erlendur Bjarnason bjó í Hellisfjarðarseli með móður sinni fyrst‚ átti svo Ólöfu dóttur sr. Þórarins Erlendssonar móðurbróður síns. Hún dó af barnsförum eftir 1 ár‚ en hann varð úti á Hrafnsskörðum nokkru síðar. Bl. Var lengi verzlunarþjónn á Eskifirði.

6896

++ Sólrún Bjarnadóttir (laungetin, elzt) átti Jón Erlendsson 9959 frá Hellisfirði Árnasonar, bjuggu á Sveinsstöðum í Norðfirði og síðar á Hauksstöðum á Jökuldal. Þ. b.: Jóhanna, Mekkín‚ Þorbjörg, Erlín.

6897

+++ Jóhanna Jónsdóttir átti Guðmund b. á Haugsstöðum 4291 Pétursson.

6898

+++ Mekkín Jónsdóttir, sigldi til Kaupmannahafnar og ílentist þar.

6899

+++ Þorbjörg Jónsdóttir, átti Eirík b. í Hlíð í Lóni 11694 Jónsson og Sigurveigar Markúsdóttur.

6900

+++ Erlín Jónsdóttir, átti Jónas Jónsson 11967 „litla bónda“ Jónssonar og Margrétar Arnfinnsdóttur, systur Þorleifs
á Hrjót.

6901

+ Þorleifur Pétursson, f. 1802, bjó á Karlskála og Karlsstöðum‚ góður bóndi‚ átti 1. Ingibjörgu Árnadóttur frá Hofi í Norðfirði, f. í Sandvík um 1762, Einarssonar og Bjargar, f. í Hallberuhúsum um 1763, Bjarnadóttur, 30 ára 1762, í Hallberuhúsum, Magnússonar. Þ. b.: Björgólfur, Bjarni‚ Björn‚ Jón‚ Sólveig, Þórunn‚ Björg. Foreldrar Árna voru Einar Grímsson og Elín Jónsdóttir‚ eru í húsmennsku í Barðsnesi í Norðfirði 1762, nýgift (30 og 28 ára). Elín lifir á Hofi hjá Árna 1816, 82. ára‚ fædd í Dammi í Skorrastaðasókn. 2. átti Þorleifur Unu Arnoddsdóttur 10042 frá Hamragerði. Þ. b. 1857: Ármann (7), Björn (5), Arnoddur (3), Gróa (2). — Una er 37 ára 1857, og hefur áður átt Björn Ólafsson í Dölum á Útsveit (fremur en hann hafi verið s. m. hennar).

6902

++ Björgólfur Þorleifsson b. á Karlsstöðum, átti Mekkíni Björnsdóttur 6951 frá Kirkjubóli. Þ. b.: Gunnlaugur, Björn‚ Ingibjörg 6954.

6903

+++ Gunnlaugur Björgúlfsson átti Ólöfu 2753 Aradóttur frá Sandvíkurseli, bl.

6904

+++ Björn Björgólfsson.

6905

+++ Ingibjörg Björgólfsdóttir.

6906

++ Bjarni Þorleifsson b. á Ýmastöðum og í Sandvík, átti Guðrúnu Illhugadóttur, hálfsystur Þorsteins Illhugasonar á
Nesekru (Grænanesi).

6907

++ Björn Þorleifsson, b. á Karlsstöðum, Sellátrum og Stuðlum í Norðfirði, átti 1. Bóelu Bóasdóttur frá Stuðlum 5000. Þ. b.: Bóas‚ Guðrún‚ Þórunn‚ óg. 2. Björgu Marteinsdóttur frá Högnastöðum og Katrínar Ketilsdóttur.

+++ Bóas Björnsson átti Maríu Guðmundsdóttur söðlasmiðs Jónssonar 4624.

+++ Guðrún Björnsdóttir var s. k. Benedikts Jónssonar frá Reykjahlíð 14625.

6908

++ Jón Þorleifsson bjó á Giljum á Jökuldal, svo á Litlasteinsvaði, fór síðan á sveit sína. Átti Sigurbjörgu Magnúsdóttur 7389 frá Fannardal. Hún varð geðveik. Þ. b.: Magnús‚ Guðmundur‚ Þorbjörg.

6909

++ Sólveig Þorleifsdóttir átti Jón b. á Ýmastöðum og Eskifjarðarseli 5195 Jónsson á Vöðlum Andréssonar.

6910

++ Þórunn Þorleifsdóttir átti Þorstein Hinriksson prests á Skorrastað. Hann var drykkjumaður mikill. Bjuggu
eitthvað í Miðbæ í Norðfirði. Þ. b.: Hinrik‚ Hallgrímur.

6911

++ Björg Þorleifsdóttir átti Stefán b. í Teigaseli Bjarnason 208.

6912

++ Ármann Þorleifsson.

6913

++ Björn yngri Þorleifsson bjó í Rauðholti, átti Þórunni dóttur Einars á Hjalla Jónssonar, Ívarssonar norðlenzka og Ingibjargar Þorleifsdóttur frá Hrjót.

6914

++ Arnoddur Þorleifsson bjó í Brekkuseli, átti Ingunni Antoníusdóttur 11795. Þ. einb. Þorbjörn.

+++ Þorbjörn Arnoddsson var fjölhæfur smiður á Seyðisfirði. Átti Þórunni Eyjólfsdóttur Waage 1180.

6915

++ Gróa Þorleifsdóttir átti Gunnar Kjartansson og Ingibjargar Snjólfsdóttur. Am.

6916

+ Jón Pétursson frá Karlskála er fyrirvinna hjá móður sinni á Karlskála 1830, 22 ára.

6917

+ Guðlaug Pétursdóttir 6890, f. 1803, átti Björn 4547 Jónsson á Kirkjubóli í Vaðlavík. Þ. b.: Pétur‚ Einar‚ Eiríkur, Þorleifur‚ Þórdís‚ Mekkín‚ Ingibjörg, Jón‚ Gunnhildur, Guðmundur.

6918

++ Pétur Björnsson b. á Hofi í Norðfirði, átti 1. Mekkíni Bjarnadóttur 6893 frá Hellisfirði, systkinabarn sitt. Þ. b.: Bjarni‚ Björn‚ Ólafía‚ Guðlaug, Guðrún. 2. Guðlaug Ófeigsdóttir 2808 frá Hofi Finnssonar. Þ. b.: Mekkín‚ Bjarnlaug, Stefán.

6919

+++ Bjarni Pétursson, bóndi í Skálateigi neðra‚ átti Guðrúnu Marteinsdóttur 12461 Magnússonar.

6920

+++ Björn Pétursson, sigldi til Noregs.

6921

+++ Ólafía Pétursdóttir átti: 1. Stefán Bjarnason frá Ormsstöðum 2831 í Norðfirði. 2. Sigurð Indriðason úr Skagafirði, Am.

6922

+++ Guðlaug Pétursdóttir átti Guðmund b. í Hamragerði 10512 Guðmundsson Ísleifssonar, bl.

6923

+++ Guðrún Pétursdóttir, var ráðskona hjá Sveini og Guðfinnu í Hellisfjarðarseli, óg.

+++ Ólafur Pétursson útvegsbóndi á Landamótum í Seyðisfirði.

6924

+++ Mekkín Pétursdóttir.

6925

+++ Bjarnlaug Pétursdóttir.

6926

+++ Stefán Pétursson.

6927

++ Einar Björnsson b. á Kappeyri, átti 1. Sigurbjörgu Sigurðardóttur 11118 Brynjólfssonar. Þ. b.: Stefán‚ Björn‚ Hólmfríður‚ Guðlaug, óg., bl. 2. Guðnýju Pálsdóttur frá Karlskála 553. Þ. b.: Erlendur, dó ókv., bl.

6928

+++ Stefán Einarsson b. á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði‚ átti Guðfinnu. Meðal barna þeirra var

6929

° Guðni Stefánsson þurrabúðarmaður á Fáskrúðsfirði, átti Valgerði Björnsdóttur frá Dölum Stefánssonar 89.

 

Númerin 6930—6936 vantar í handritið.

 

6937

+++ Björn Einarsson b. á Kappeyri, átti Sigurlaugu úr Norðfirði.

6938

+++ Hólmfríður Einarsdóttir, fór til Kaupmannahafnar og seldi þar fæði (óg. 1917).

6939

+++ Guðlaug Einarsdóttir, fór til Færeyja (óg. 1917).

6940

++ Eiríkur Björnsson, bjó á Karlskála, rausnarbóndi, varð vel efnaður. Átti Sigríði Pálsdóttur frá Karlskála 551. Þ. b.: Björn‚ Guðni‚ Helgi‚ Helga‚ Pálína‚ Steinunn, Guðný‚ Hansína.

6941

+++ Björn Eiríksson b. á Karlskála, átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur 1983 frá Víðivallagerði.

6942

+++ Guðni Eiríksson b. á Karlskála, átti Jónínu Stefánsdóttir 12282 b. í Seljateigi og Önnu Indriðadóttur Ásmundssonar. Þ. b.: Eiríkur, Stefán‚ Helgi‚ Sigurður, Björn‚ Anna Marta‚ Guðríður.

6943

+++ Helgi Eiríksson, ölgerðarmaður í Reykjavík, átti Sesselju Árnadóttur prests á Kálfatjörn Þorsteinssonar.

6944

+++ Helga Eiríksdóttir átti Jón Ólafsson ritstjóra og alþingismann 13215.

6945

+++ Pálína Eiríksdóttir átti færeyskan skipstjóra, Hans Mohr.

6946

+++ Steinunn Eiríksdóttir átti síra Ólaf Stephensen á Lágafelli.

6947

+++ Guðný Eiríksdóttir átti Joanes Paturson kóngsbónda í Kirkjubæ í Færeyjum.

6948

+++ Hansína Eiríksdóttir átti 23. apríl 1906 Benedikt 651 kaupmann í Reykjavík Þórarinsson.

6949

++ Þorleifur Björnsson b. í Krossanesi, átti Ölveigu Guðmundsdóttur 12368 frá Litlu-Breiðuvík Einarssonar. Þ. b.: Eiríkur, Jónas‚ Guðni. Laundóttir hans við Guðnýju Halldórsdóttur 2813 frá Naustahvammi, hét Guðný Vilhelmína, dó innan við tvítugt.

6950

++ Þórdís Björnsdóttir átti Bárð 6968 Kolbeinsson í Áreyjum, frænda sinn.

6951

++ Mekkín Björnsdóttir átti Björgólf 6902 á Karlsstöðum Þorleifsson.

6952

++ Ingibjörg Björnsdóttir vinnukona á Karlskála, óg.

6953

++ Jón Björnsson b. á Karlsstöðum og Ýmastöðum, átti Guðrúnu Þórarinsdóttur Pálssonar og Guðlaugar Hinriksdóttur(?). Þ. b.: Björn o. fl., öll í Ameríku nema Björn.

+++ Björn Jónsson, þurrabúðarmaður í Fáskrúðsfirði.

6954

++ Gunnhildur Björnsdóttir átti Jóhannes b. á Sellátrum 9660 Árnasonar á Sellátrum Magnússonar og Margrétar
Jónsdóttur „trítilbuxa“ í Eskifjarðarseli. Þ. einb. Eiríkur. Laundóttir Gunnhildar Guðbjörg Marteinsdóttir, sögð dóttir Björgólfs
Þorleifssonar 6902.

+++ Eiríkur Jóhannesson, þurrabúðarmaður á Eskifirði, átti Aldísi Jónsdóttur á Gvendarkirkju Guðmundssonar.

+++ Guðbjörg Marteinsdóttir átti:1. Stein á Biskupshöfða í Reyðarfirði Jónsson úr Öræfum. 2. Höskuld b. í Dölum í Fáskrúðsfirði Stefánsson.

6955

++ Guðmundur Björnsson b. á Gíslastöðum og Búðareyri í Fáskrúðsfirði. Átti Ingibjörgu Gunnarsdóttur 13152 Hallgrímssonar.

6956

+ Ólafur Pétursson 6890 bjó í Hellisfirði (dágóður bóndi), átti Mekkíni Erlendsdóttur frá Hellisfirði 9958. Þ. b.: Ólöf‚ Guðríður, Gunnhildur, Guðný‚ Mekkín‚ Erlendur.

6957

++ Ólöf Ólafsdóttir átti Sæmund bónda á Þvottá í Álftafirði 8880 Sigurðsson.

6958

++ Guðríður Ólafsdóttir átti Gísla b. á Múla í Álftafirði 8884 Sigurðsson.

6959

++ Gunnhildur Ólafsdóttir átti: 1. Guðmund Jónsson snikkara á Sveinsstöðum 12434. 2. Árna Sveinsson frá Viðfirði 439.

6960

++ Guðný Ólafsdóttir átti Magnús Jónsson á Tandrastöðum 12425.

6961

++ Mekkín Ólafsdóttir, dó fullorðin, óg., bl.

6962

++ Erlendur Ólafsson drukknaði fullorðinn, ókv., bl., með Erlendi sýslumanni á Ísafirði.

6963

βββ Magnús Pétursson hefur víst dáið ungur.

6964

ggg Kolbeinn Pétursson (6889) bjó í Krossanesi, átti: 1. Guðlaugu Vilhjálmsdóttur frá Kirkjubóli í Norðfirði 12418. Þ. b.: Ingibjörg, Magnús‚ Vilhjálmur. 2., 1820, Guðrúnu Bárðardóttur Guðmundssonar. Bárður‚ f. um 1741, bjó á Eyri 1778 og átti Ingigerði Pétursdóttur. Guðrún var laundóttir hans‚ og var móðir hennar Sigríður Eiríksdóttir b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði (1762 33 ára) Sigfússonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Eiríkur og Guðrún bjuggu í Hvammi 1762 (33 og 29 ára). Sigríður dóttir þeirra átti áður laundóttur við Eyjólfi Guðmundssyni vinnumanni í Seljateigi 1785 (39 ára), Rannveigu konu Guðmundar Oddssonar á Kirkjubóli í Vöðlavík. Síðan giftist hún Jóni b. Jónssyni á Vöðlum 1792. Hann dó 1794. Þ. sonur Eiríkur, f. 1793. Börn Kolbeins og Guðrúnar: Bárður‚ Guðmundur, Stefán‚ Einar‚ Sigríður. Kolbeinn dó milli 1829 og 1837.

6965

+ Ingibjörg Kolbeinsdóttir átti Einar á Eyri í Reyðarfirði 13278 Höskuldsson.

6966

+ Magnús Kolbeinsson var húsmaður á Kirkjubóli í Reyðarfirði 1737. Átti Ragnheiði Björnsdóttur Einarssonar prests
á Skinnastað Jónssonar 3717.

6967

+ Vilhjálmur Kolbeinsson var seinni maður Guðnýjar Jónsdóttur frá Kirkjubóli 2811 Vilhjálmssonar.

6968

+ Bárður Kolbeinsson bjó í Litlu-Breiðuvík, á Kirkjubóli í Vaðlavík og í Áreyjum, átti Þórdísi 6950 Björnsdóttur frá Kirkjubóli, frændkonu sína. Þ. b. 1857: Björn (10), Magnús (8), Guðrún (7), Guðlaug (6), Sigríður (2).

6969

+ Guðmundur Kolbeinsson, b. í Sænautaseli um tíma‚ átti Þorgerði 1833 Bjarnadóttur frá Staffelli.

6970

+ Stefán Kolbeinsson.

6971

+ Einar Kolbeinsson.

6972

+ Sigríður Kolbeinsdóttir átti Tómas Jónsson frá Breiðavíkurstekk 13731. Þ. b. 1857: Guðrún (2), Pétur (1) ókv.,
bl., Jón‚ ókv., bl.

++ Guðrún Tómasdóttir átti Björgólf á Þernunesi 2963 Runólfsson. Þ. b.: Jónína.

+++ Jónína Björgólfsdóttir átti Robert Jörgensen. Hann skaut sig óvart. Þ. b.: Anders Winther, Karl Fridrik.

6973

β Sigurður Magnússon 6883 er 9 ára 1703.

6974

g Jón Magnússon 6883 er eins árs 1703.

6975

bbb Sólveig Guðbrandsdóttir 6882 býr ekkja í Krossanesi 1703, Hefur átt: 1. Jón. Þ. b. hjá henni 1703: Guðlaug (9),
Finnbogi (2), Jón (1). Um þau er ekki meira kunnugt. 2. Þórð Steinmóðsson vinnumann sinn 1703, 28 ára‚ þremenning sinn.
Leyfi 17/2 1705.

6976

ccc Sigurveig Guðbrandsdóttir.

6977

ddd Guðrún Guðbrandsdóttir.

6978

eee Þorgrímur Guðbrandsson. Þau eru öll hjá Sólveigu systur sinni í Krossanesi 1703, en meira er ekki kunnugt um þau.

6979

fff Ingibjörg Guðbrandsdóttir, líklega systir þeirra‚ átti Hjalta Bjarnason b. á Vattarnesi 1703 (hann 44, hún 35 ára). Þ.
b. þá: Árni (3), Böðvar (2). Bróðir Hjalta hefur verið Björn Bjarnason í Borgargerði 1703 (53), hans sonur Böðvar b. í
Botni 1734. Dóttir Hjalta mun og vera Ragnhildur móðir Arndísar móður Hermanns á Höfða 13693.

6980

α Árni Hjaltason.

6981

β Böðvar Hjaltason, bjó á Kappeyri 1734

6982

ee Margrét Þorgrímsdóttir frá Sléttu 6878.

6983

g Herdís Jónsdóttir, systir Rafns á Ketilsstöðum 6797, átti Einar son Styrbjörns prests í Hofteigi (1584—1621) Jónssonar‚ bjuggu á Bessastöðum 1631, og á Hrafnkellsstöðum um 1650. Jón á Skjöldólfsstöðum telur svo börn þeirra: Rafn‚ Þórunn 7024, Kristín. En Styrbjörn hefur og verið sonur Einars‚ hvort sem hann hefur verið sonur Herdísar eða ekki Hann bjó á Eyvindará 1686, 65 ára‚ og getur þess þá‚ að hann hafi búið á Skeggjastöðum í Fellum áður í 16 ár. Hann var tvíkvæntur, og var s. k. hans Margrét Hinriksdóttir 3866 prests í Stöð‚ Jónssonar.

6984

aa Rafn Einarsson var smiður‚ átti Sesselju Guttormsdóttur 2412 frá Brú. Hún lifir í Sleðbrjótsseli 1703. Þ. b.: Jón‚ Þuríður 7023.

6985

aaa Jón Rafnsson bjó í Sleðbrjótsseli 1703, 38 ára‚ átti Rannveigu Pétursdóttur frá Surtsstöðum Rustikussonar (24 ára)
9612. Þ. b.: Jónar 2 og Sigþrúður 7014. 1703 er fæddur Jón eldri (1 árs), og Ingiríður er þá talin dóttir þeirra 5 ára‚ en ókunnugt er um hana‚ og tæplega getur hún verið dóttir Rannveigar. Rannveig bjó ekkja eftir Jón í Mýnesi 1723, og má vera‚ að Jón hafi flutzt þangað. Síðar bjó hún á Fljótsbakka, líklega flutzt þangað 1723, og 1730 er hún á Sleðbrjót. Jón er kallaður Jón Rafnsson „yngri“ til aðgreiningar frá Jóni Rafnssyni frá Ketilsstöðum‚ frænda sínum‚ er bjó í Eyjaseli 1703, 72 ára‚ 6799. Launsonur Jóns við Guðrúnu Guðmundsdóttur hét Oddur 7015. Ókunn er hennar ætt.

6984

α Jón Jónsson eldri‚ f. 1702, er á Fljótsbakka 1723. Hann mun einnig vera sá Jón Jónsson, sem býr í Sleðbrjótsseli 1734. Ekki er hægt að sjá neitt víst um hann í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 og 1730, og því er óvíst hvar hann hefur þá verið. Hann bjó annars í Bót‚ en hefur ekki komið þangað fyrr en eftir 1734, því að þá býr Árni Vigfússon þar. En eftir 1750 er hann kominn í Bót‚ og er þar hreppstjóri 1754 og síðar‚ bjó þar þangað til hann hætti búskap. Hann var stór vexti og afarmenni að burðum‚ „einn hinn vaskasti maður til erfiðis“, segir við lát hans í kirkjubók Kirkjubæjar. Hann var ýmist kallaður „Stóri-Jón“ eða „Jón sterki í Bót“ eða „Galdra-Jón“, því að ýmsir hugðu hann fara með galdur. Jón sonur hans er í tvíbýli við hann í Bót 1756 og 1757, og eru þá báðir hreppstjórar. Sýslumaður kveður þá‚ 6. júní það ár‚ með fleirum, til að gefa skýrslu um „trébrúarinnar hrörlegt ástand“, og sama ár‚ 28. sept., bera þeir vitni í þjófnaðarmáli á Rangá. Jón yngri fluttist litlu síðar að Hallfreðarstöðum og bjó þar til dauðadags. Til hans fluttist faðir hans síðast og dó þar 26. nóv. 1785, 86 ára talinn‚ en hefur verið 83. Það hefur verið sagt til merkis um krafta hans‚ að Stefán Pétursson bóndi á Ánastöðum hafi eignazt smíðahamar hans eftir hann‚ og hafi sá hamar verið hafður til að berja með fisk á Ánastöðum og þótt ærið þungur.

Varla hefur Jón átt Bót‚ því að 16. apríl 1755 kaupir síra Eiríkur Einarsson á Kolfreyjustað Bót af Jóni Eiríkssyni, einhverjum, fyrir 140 ríkisdali, en þá býr Jón sterki þar og síðan.

Kona Jóns er ókunn‚ en talin er hún 61 árs 1762, og Jón 60 ára. Synir þeirra, sem hjá þeim eru þá‚ eru taldir 26 og 18 ára‚ og dætur 31 árs og 25 ára‚ en Jón sonur þeirra‚ sem þá býr á Hallfreðarstöðum, 33 ára. Nú er ekkert kunnugt um þessi börn Jóns‚ nema Jón og Þórarinn, sem mun vera sonurinn, sem talinn er 26 ára 1762.

6985

αα Jón Jónsson frá Bót bjó fyrst í Bót móti föður sínum‚ en síðar á Hallfreðarstöðum, og var hreppstjóri. Hann hefur flutzt að Hallfreðarstöðum milli 1758 og 1762, býr þar 1762 í tvíbýli við Jón föðurbróður sinn og dó þar 1812, talinn þá 85 ára‚ en hefur víst verið einu eða tveim árum yngri‚ eftir því sem honum er talinn aldur 1762 (33 ára). Kona hans var Hólmfríður Sigfúsdóttir 7379 frá Kleppjárnsstöðum. Hún dó í Bessastaðagerði hjá Skúla syni sínum 1813, 83 ára. „Hafði verið í hjónabandi 63 ár‚ búið 43 ár með manni sínum og átt 15 börn. Var síðast sjónlaus í mörg ár‚ en á flakki og að öðru leyti við góða heilsu“. Þ. b.: Skúli f. u. 1751, Björg f. í Bót um 1754, Sesselja, f. í Bót 1758, Einar f. um 1763 á Hallfreðarstöðum, Ingibjörg f. u. 1764, Þórdís f. u. 1770, óg., bl., Sólrún f. u. 1775 í Hallfreðarstaðahjáleigu. Hefur þá Jón‚ faðir þeirra‚ eitthvað búið í hjáleigu, og flutzt síðan aftur í Hallfreðarstaði. Líklega hefur þá Jón föðurbróðir hans flutzt burtu.

6986

ααα Skúli Jónsson bjó í Bessastaðagerði góðu búi‚ átti, Kristínu Ásmundsdóttur 9877 Jónssonar á Hróaldsstöðum Hjörleifssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Einar‚ Skúli‚ blindur alla ævi‚ ókv., bl., Hólmfríður, aumingi, óg., bl.

6987

+ Guðrún Skúladóttir átti Magnús Snorrason í Víðivallagerði 2176. Það hjónaband fór illa og skildu þau. Barnlaus.

6988

+ Einar Skúlason, b. á Höfða‚ átti Salnýju Guðmundsdóttur frá Vaði 1896.

6989

βββ Björg Jónsdóttir átti (4. maí 1788) Einar Jónsson 11172 Þorleifssonar, bjuggu í Hrafnsgerði.

ggg Einar Jónsson, ókv., bl., var lengi kristfjármaður á Arnheiðarstöðum, „meinlætafullur“, meinleysismaður. Eitt sinn‚
er hann var að reka kýr‚ sprungu sullir í honum og dó hann þegar.

Guttormur og Halldóra kölluðu Einar ætíð frænda sinn og sögðu vera 6 sín megin gegnum sr. Jón Guttormsson á Hólmum. Svo sagði mamma mín‚ sem var nokkur ár hjá þeim‚ en mundi ekki‚ hvað áttu að vera margir liðir Einars megin. Þau hjón voru‚ hvort um sig‚ sjötti maður frá sr. Sigfúsi Tómassyni í Hofteigi. Einar var um 40 árum eldri. Hafi skyldleikinn verið frá sr. Sigfúsi, hefði Einar átt að vera 5., eða jafnvel 4. maður frá honum. Einar var dóttursonur Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum, en fyrri kona Sigfúsar, móðuramma Einars‚ er ekki vel kunn. Hún hét Ingibjörg og kallar Jón Sigfússon hana Sölvadóttur. Sjá um ættfærslu Ingibjargar við 7352. Þá væri Einarsmegin: Einar‚ Hólmfríður, Ingibjörg, Sölvi og Ingibjörg Sigfúsdóttir prests Tómassonar. Dóttir Sölva í Hjarðarhaga og Helgu Sigfúsdóttur frá Hofteigi gat hún þó ekki verið‚ því að Sölvi dó 1672. En hún gat verið sú Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sem er á Skjöldólfsstöðum 1703, 8 ára‚ hjá ekkju Jóns Gunnlaugssonar, bróður Sölva. Þá er Sigfús‚ sonur Jóns‚ 7 ára. Sú Ingibjörg hefur eflaust verið dóttir Gunnlaugs Sölvasonar frá Hjarðarhaga og væri þá skyldleiki Einars og Arnheiðarstaðahjóna fenginn. Einar 5. maður frá sr. Sigfúsi (Einar‚ Hólmfríður, Ingibjörg, Gunnlaugur, Helga Sigfúsdóttir) ‚ og þá væri einnig það fengið‚ er sumir afkomendur Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum hafa sagt‚ að þeir væru af Sigfúsi á Kleppjárnsstöðum og sr. Sigfúsi Tómassyni í Hofteigi, eins og það væri sérstaklega samtengt (sbr. 6993. Sjá heldur 7352).

6991

đđđ Ingibjörg Jónsdóttir er vinnukona á Fossvelli 1814, víst óg., bl.

6992

εεε Sesselja Jónsdóttir átti Benedikt Hjörleifsson á Staffelli 6582.

6993

ſſſ Sólrún Jónsdóttir átti I. Eirík Jónsson á Þorgerðarstöðum 10292, bl. II. Pétur Pálsson á Þorgerðarstöðum 1956, bl.

Þegar Steingrímur biskup telur í ættartölum sínum Eirík Jónsson á Þorgerðarstöðum og konu hans‚ kallar hann Sólrúnu „niðja Eiríks í Bót“. Gæti það bent í sömu átt‚ sem sagt var um ætt Einars bróður hennar 6990, þar sem síra Sigfús í Hofteigi átti Kristínu dóttur Eiríks í Bót.

6994

ββ Þórarinn Jónsson frá Bót bjó á Refsmýri 1784, 47 ára‚ átti Steinunni Þorsteinsdóttur 2495 Bjarnasonar. Þ. b.: Guðrúnar tvær‚ Málfríður. Þórarinn lenti síðar suður og dó á Ásunnarstöðum í Breiðdal 1816, talinn 82 ára‚ en hefur verið aðeins 80 ára. Þórarinn og Steinunn bjuggu á Tókastöðum 1786, hann talinn 48 ára‚ hún 44 ára. Þ. b.: Guðrún (20), Guðrún (19), Málfríður (9).

6995

ααα Guðrún Þórarinsdóttir eldri giftist eigi‚ en átti barn við enskum manni‚ er Michael hét‚ hét það Þorsteinn.

6996

+ Þorsteinn Mikaelsson, var greindur vel og skáldmæltur‚ bjó í Mjóanesi. Hann var f. í Heydalasókn um 1794, átti I. 19/12 1818 Kristínu Jónsdóttur yngra prests í Vallanesi 9085 Stefánssonar. Þ. b.: Finnur‚ Jóhanna, Steinunn, Steindór, dó ungur. Hún dó 5/2 1847. II. Sigríði Guðmundsdóttur frá Vaði 1900. Þ. einb. Vilborg. Þorsteinn dó 14/12 1863.

6997

++ Finnur Þorsteinsson, f. 8/2 1818, varð prestur á Þönglabakka 1857, fékk Desjarmýri 1861, Klyppstað 1869, dó 25/11
1888, átti 1848 Ólöfu Einarsdóttur 1490 frá Hellisfirði Erlendssonar. Bjuggu þau í Hellisfirði þangað til hann fékk Þönglabakka. Námsmaður góður‚ einkum að næmi og minni‚ vel að sér í latínu‚ söngmaður góður. Vandaður maður í öllu dagfari. Ólöf dó 15/12 1889 á Seljamýri.

6998

++ Jóhanna Þorsteinsdóttir átti Sigfús b. Oddsson á Miðhúsum 7022. Hann varð ekki gamall. Þ. b.: Sigfús‚ Anna Kristín, Sigrún‚ óg., bl‚ Síðan bjó hún með Þórði „skraddara“ 3130 Guðmundssyni frá Seldal‚ varð ekki af hjónabandi, en barn áttu þau‚ er Árni hét.

6999

+++ Sigfús Sigfússon kvæntist eigi né átti börn‚ gekk í Möðruvallaskóla, gaf sig mjög að því að safna alþýðusögnum
og varð fróður vel í þeim efnum. Hann var lausamaður og gaf sig við barnafræðslu á vetrum‚ greindur vel og hagmæltur.

7000

+++ Anna Kristín Sigfúsdóttir átti 2 börn við Birni Eiríkssyni 1470 frá Miðbæ í Norðfirði, Kristin og Jóhönnu. Am.

7001

° Kristinn Björnsson dó ókv., átti barn við Guðlaugu, sunnlenzkri konu‚ er Sigfús hét‚ ólst upp í Ekkjufellsseli (1920),

7002

+++ Árni Þórðarson, Am.

7003

++ Steinunn Þorsteinsdóttir átti Þorberg b. í Sauðhaga og Þingmúla í Skriðdal Bergvinsson prests á Eiðum og Skeggjastöðum (d. 1861) Þorbergssonar á Austara-Landi í Öxarfirði Jónssonar á Hallgilsstöðum á Langanesi Þorbergssonar í Miðfirði á Strönd Þórarinssonar. Kona sr. Bergvins var Sigríður Þorláksdóttir prests á Svalbarði Hallgrímssonar. Þ. b.: Sigríður‚ Þorgerður, Guðrún‚ Petra.

7004

+++ Sigríður Þorbergsdóttir átti Daníel Sigurðsson póst 2186.

7005

+++ Þorgerður Þorbergsdóttir átti Hallgrím b. á Rifkellsstöðum í Eyjafirði Hallgrímsson.

7006

+++ Guðrún Þorbergsdóttir átti Valdimar smið á Akureyri Hallgrímsson á Steinsstöðum. Þ. b.: Hallgrímur afgreiðslumaður á Akureyri og Margrét, afbragðs leikkona á Akureyri, gift Jóni trésmíðameistara Þorvaldssyni.

7007

+++ Petra Þorbergsdóttir, óg., var í Eyjafirði, átti eina laundóttur.

7008

++ Vilborg Þorsteinsdóttir átti Jón á Útnyrðingsstöðum 9907 Ólason.

7009

βββ Guðrún yngri Þórarinsdóttir, átti Þorleif b. í Skógargerði 10135 Ásmundsson askasmiðs á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá og síðast á Keldhólum Einarssonar.

7010

ggg Málfríður Þórarinsdóttir, f. um 1777.

7011

β Jón yngri Jónsson frá Sleðbrjóti Rafnssonar 6985 bjó á Hallfreðarstöðum og var hreppstjóri. Hann býr þar 1756 og 1762, 55 ára‚ og er því f. um 1707. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir 7896, 54 ára 1762. Þá eru taldar tvær dætur þeirra‚ 20 ára og 12 ára. Þá er þar í tvíbýli við hann Jón bróðursonur hans frá Bót 6985. Þeir hafa víst skilið tvíbýlið síðar‚ því að 1775 hefur Jón yngri verið í Hallfreðarstaðahjáleigu, þá fæðist þar Sólrún dóttir hans. En Jón eldri hefur síðar hætt taúskap og flutzt að Hafursá í Skógum. Þar er hann 1788, talinn 80 ára‚ Espólín telur Jón yngra‚ bróður Jóns í Bót‚ hafa búið á Hafursá, segir að hann hafi siglt og lært „klénsmíði“, og hafi því jafnan verið kallaður Jón „klénsmiður“, En það mun allt vera sami maður sem Jón á Hallfreðarstöðum, hefur aðeins síðast búið eða verið á Hafursá. Þá fékk Jón bróðursonur hans aftur Hallfreðarstaði. Börn Jóns þessa „klénsmiðs“ voru Jón og Elín. Gróa hefur og verið dóttir þeirra Jóns og konu hans‚ en kona hans hefur verið Guðrún Jónsdóttir smiðs Þorleifssonar 7896 á Ketilsstöðum.

7012

αα Jón Jónsson sigldi og lærði gullsmíði. Kom aldrei aftur.

7013

ββ Elín Jónsdóttir átti 1792 Jakob Sigfússon frá Kleppjárnsstöðum 7676. Var Jón Jónsson á Hallfreðarstöðum „frændi“ hennar svaramaður hennar (1792). Þau bjuggu fyrst í Dagverðargerði en síðan á Gunnlaugsstöðum, bl.

7014

g Sigþrúður Jónsdóttir í Sleðbrjótsseli Rafnssonar 6983 átti I. Bessa 4564 Oddsson frá Brekku í Tungu‚ bjuggu í Sleðrjótsseli. Þ. b. við nr. 4564, II. Árna son Árna smiðs 1111 í Húsey Sigurðssonar. Bjuggu einnig í Sleðbrjótsseli. Þ. b. við nr. 1111. Sigþrúður var mikilhæf kona. Hún dó í Húsey hjá Sigríði dóttur sinni 13. okt. 1816, 100 ára gömul‚ en Sigríður dó degi síðar‚ 60 ára‚ Árni hafði dáið 1783, og var þá bú hans virt 179 rd. 31 sk.

7015

đ Oddur Jónsson, launsonur Jóns Rafnssonar 6985, f. u. 1706, var heljarmenni að burðum og kallaður Oddur „sterki“. Hann bjó á Miðhúsum og átti Ólöfu dóttur Guðmundar Rögnvaldssonar landhlaupara vestan úr Breiðafjarðardölum og Guðrúnar‚ sem síðar varð kona Jóns bónda í Arnkelsgerði. Ólöf ólst upp í Vallanesi hjá Ólafi prófasti Stefánssyni. Hafði Guðmundur faðir hennar verið þar verkstjóri um tíma. Ólöf er 69 ára 1784 á Skeggjastöðum, og er þá fædd um 1715. Oddur hefur búið í Meðalnesi (eða á Birnufelli) 1762, 56 ára.

Sonur Jóns í Arnkelsgerði og Guðrúnar hét Þórður f. u. 1726, hálfbróðir Ólafar‚ konu Odds. Hann bjó í Fjallseli 1760, á Hreiðarsstöðum og á Bessastöðum 1783, átti Gróu Jónsdóttur f. u. 1744 7898. Þ. b.: Þorsteinar tveir‚ Einar‚ bl., Guðrún‚ bl., Þórdís‚ Þuríður. Sjá þó nr. 7898.

(7015) A Þorsteinn eldri Þórðarson átti Helgu Jónsdóttur 10482 Geirmundssonar, bjuggu í Sigurðargerði Þ. b.: Guðmundur, Einar‚ Guðrún‚ Guðný.

B Þorsteinn yngri Þórðarson átti 1800 Guðrúnu Bjarnadóttur 9520 Arngrímssonar frá Haugsstöðum. Hann var póstur og kallaður „pinkill“.

C Þórdís Þórðardóttir átti Stefán b. í Bauluhúsum í Reyðarfirði Diðriksson. Þ. b. 1837: Ingunn (17), Margrét (15), Hallbera (8). (Þar er þá einnig Gróa‚ dóttir Stefáns 8 ára).

D Þuríður Þórðardóttir átti Magnús Árnason í Haga í Vopnafirði 4467.

Einkasonur Odds „sterka“ og Ólafar Guðmundsdóttur hét Jón‚ f. á Egilsstöðum á Völlum um 1739.

7016

αα Jón Oddsson, f. u. 1739, bjó á Birnufelli og síðar á Skeggjastöðum í Fellum‚ er kominn þangað 1784, góður bóndi. Hann var hraustmenni. Reyndu þeir Oddur faðir hans með sér eitt sinn í hálfkæringi, og hafði Oddur upptökin. Oddur féll á kné‚ en kvaðst hafa runnið til í bleytu. Varð svo ekki meira af. Jón átti Mekkíni dóttur Einars b. á Birnufelli 10177 og Skeggjastöðum á Dal Arasonar og Guðríðar Runólfsdóttur prests á Skorrastað Hinrikssonar. Mekkín er fædd í Heiðarseli um 1747 (sbr. 7029). Þ. b.: Oddur og Ólöf‚ bæði fædd á Birnufelli, hann um 1777 en hún um 1771.

7017

ααα Oddur Jónsson, f. u. 1777, bjó á Skeggjastöðum í Fellum og átti Ingunni Davíðsdóttur úr Hellisfirði 588. Oddur var
snarmenni, veiðikló mikil og ágæt tóuskytta. Varð blindur. Þ. b.: Guðrún, Jón‚ Guðfinna, Sigfús.

7018

+ Guðrún Oddsdóttir átti Ólaf Þorsteinsson frá Melum 2014, bjuggu á Skeggjastöðum í Fellum.

7019

+ Jón Oddsson bjó í Meðalnesi, átti Guðfinnu Einarsdóttur frá Setbergi 7337 Kristjánssonar. Þ. b.: Oddur‚ Jón drukknaði í Lagarfljóti, í Þvottavök hjá Vallanesi, á miðjum aldri‚ með Einari Einarssyni frá Fremra-Seli 11180. Var Jón að fylgja honum.

7020

++ Oddur Jónsson bjó á Hreiðarsstöðum, góður bóndi‚ átti Hreiðarsstaði. Hafði Eiríkur Bjarnason í Meðalnesi 504 gefið honum þá. Hann átti Sólveigu, d. 24/11 1889, Guðmundsdóttur 961 Hinrikssonar á Hafursá.

7021

+ Guðfinna Oddsdóttir átti Einar b. á Víðivöllum 3985 Bjarnason.

7022

+ Sigfús Oddsson bjó á Miðhúsum, átti Jóhönnu Þorsteinsdóttur 6998 frá Mjóanesi.

7023

βββ Ólöf Jónsdóttir frá Skeggjastöðum átti Erlend b. í Hellisfirði Árnason 9954.

bbb Þuríður Rafnsdóttir er í Sleðbrjótsseli 1703, 36 ára‚ ógift‚ átti launbarn með Sigurði Bessasyni 4560 frá Brekku‚ giftum‚ 1706, og annað 1710.

7024

bb Þórunn Einarsdóttir Styrbjörnssonar 6983 átti Svein b. Ögmundsson á Skeggjastöðum á Dal 1681. Þ. b.: Ögmundur.

7025

aaa Ögmundur Sveinsson bjó á Skeggjastöðum 1703 og 1723. Kona hans er 1703 Guðný Erlendsdóttir (hann þá 35 ára‚
hún 30 ára). Þ. b. þá: Sveinn (7), Hólmfríður (5), Pétur (3), Seinni kona hans var Guðfinna Þorleifsdóttir frá Dagverðargerði 10270. Þ. b.: Sigurður, f. u. 1725. Ögmundur er dáinn fyrir 1730. Þá býr Guðfinna á Skeggjastöðum og enn 1734.

7026

α Sveinn Ögmundsson.

7027

β Hólmfríður Ögmundsdóttir.

7028

g Pétur Ögmundsson. Er á Skeggjastöðum 1730.

7029

đ Sigurður Ögmundsson bjó á Skeggjastöðum á Dal 1762 37 ára‚ átti Guðríði Runólfsdóttur prests á Skorrastað 13071 Hinrikssonar, og var seinni maður hennar. Hún átti áður Einar Arason á Skeggjastöðum, hálfbróður Eiríks föður Bjarna á Ekru og systurson Guðfinnu, móður Sigurðar (sbr. 7016). Börn Sigurðar og Guðríðar voru: Stefán‚ Sveinn‚ Guðrún. Sigurður hefur dáið 1785 (eða 1784). Fóru fram skipti eftir hann 30/6 1785, og hljóp búið 132 rd. 70 sk.

7030

αα Stefán Sigurðsson bjó í Fannadal í Norðfirði, smiður góður og vel virtur‚ en heldur fátækur, átti Halldóru Sveinsdóttur 2731 frá Viðfirði Bjarnasonar sterka Sveinssonar. Þ. b. mörg. Sjá nr. 2731.

7031

ββ Sveinn Sigurðsson bjó í Skógum í Mjóafirði ogá Stuðlum í Reyðarfirði, allgóður bóndi‚ átti Ingibjörgu Gísladóttur 3089 frá Finnsstöðum. Þ. b.: Sesselja sögð dóttir Hermanns í Firði nr. 4313, Guðríður, Sigurður, Björg‚ Gísli.

7032

ααα Sesselja Sveinsdóttir var röggsemdarkona en svarri mikill‚ átti Arnbjörn hreppstjóra Guðmundsson á Stuðlum 9239.

7033

βββ Guðríður Sveinsdóttir átti Einar Einarsson 4675 í Skálateigi.

7034

ggg Sigurður Sveinsson bjó í Skógum‚ átti Salnýju Guðmundsdóttur 9241 systur Arnbjörns. Þ. b.: Sveinn‚ Ingibjörg óg., bl., Þorbjörg. Salný er ekkja hjá Arnbirni á Stuðlum 1845, 51 árs.

7035

+ Sveinn Sigurðsson bjó á Brekkuborg í Mjóafirði, átti I. Sigríði Benediktsdóttur prests á Skorrastað 393. II. Sveinbjörgu Sveinsdóttur 4334 Hermannssonar á Grænanesi. Börn Sveins talin við 393 og 4334.

+ Þorbjörg Sigurðardóttir átti Gísla snikkara á Eskifirði Árnasonar. Þ. b.: Sigurður, Gísli‚ Sigríður.

++ Sigurður Gíslason átti Pálínu Pálsdóttur frá Karlskála 554 Jónssonar.

7036

đđđ Björg Sveinsdóttir átti Jóhann Malmqvist í Teigagerði (1829) 13751.

7037

εεε Gísli Sveinsson bjó í Teigagerði í Reyðarfirði, átti Ólöfu Hemingsdóttur 692 frá Vattarnesi Magnússonar, bl.

7038

gg Guðrún Sigurðardóttir Ögmundssonar, átti Eirík b. á Stórabakka 5819 Árnasonar. Þ. b. við nr. 5819.

7039

cc Kristín Einarsdóttir Styrbjörnssonar og Herdísar 6983, ókunn.

7040

C Snjófríður Þorláksdóttir frá Heydölum 6790 átti Sölva prest í Möðrudal (fyrir og eftir 1600) Gottskálksson sýslumanns eða umboðsmanns sýslumanns á Reykjum í Tungusveit í Skagafirði (lifir fram yfir 1587) Magnússonar á Reykjum Björnssonar (sbr. 13193). Steinn Dofri (Jósafat ættfræðingur) telur föður Magnúsar á Reykjum Jörfa-Björn son Árna í Hvammi í Fljótum Þorsteinssonar í Holti (d. 1473) Magnússonar á Grund í Eyjafirði (d. 1473) (bróður Finnboga hins gamla í Ási), Jónssonar langs á Stóruvöllum og Grenjaðarstað Bjarnasonar (eða Björnssonar) á Stóruvöllum Þórðarsonar í Skarði Loftssonar á Stóruvöllum, Þórðarsonar þar Andréssonar Sæmundssonar í Odda. Móðir Gottskálks var Sigríður dóttir Gríms lögmanns á Ökrum Jónssonar og Guðnýjar Þorleifsdóttur hirðstjóra á Reykhólum Björnssonar. Kona Gottskálks og móðir sr. Sölva var Guðrún dóttir Gottskálks prófasts í Glaumbæ (d. 1593) Jónssonar sýslumanns á Geitaskarði Einarssonar. Móðir Gottskálks prófasts var Kristín dóttir Gottskálks biskups hins grimma á Hólum (d. 1520) Börn sr. Sölva og Snjófríðar voru: Gottskálk, Þorlákur, Jón‚ Arngrímur, Gunnlaugur.

7041

A Gottskálk Sölvason. Þessi voru börn hans: Benedikt, Pétur‚ Snjófríður, Guðrúnar tvær‚ Ingileif. Ættu að vera uppi um og eftir 1650.

7042

a Benedikt Gottskálksson. Sonur hans mun vera Gottskálk Benediktsson, sem er vinnumaður í Möðrudal 1703, 35 ára‚ býr á Austaralandi í Öxarfirði 1734. Hans son líklega Jón Gottskálksson, sem giftist á Sauðanesi 1726.

7043

b Pétur Gottskálksson.

7044

c Snjófríður Gottskálksdóttir.

7045

d Guðrún eldri Gottskálksdóttir.

7046

e Guðrún yngri Gottskálksdóttir.

7047

f Ingileif Gottskálksdóttir.

7048

B Þorlákur Sölvason. Þessi voru börn hans: Magnús‚ Björn‚ Eyjólfur, Snjófríður. Uppi um og eftir 1650.

7049

a Magnús Þorláksson.

7050

b Björn Þorláksson.

7051

c Eyjólfur Þorláksson.

7052

d Snjófríður Þorláksdóttir.

7053

C Jón Sölvason átti dóttur‚ sem hét Ingibjörg.

7054

a Ingibjörg Jónsdóttir.

7055

D Arngrímur Sölvason.

7056

E Gunnlaugur Sölvason var prestur í Möðrudal frá því fyrir 1628 til 1647, átti Ólöfu Jónsdóttur 9136 Þórarinssonar prests á Skinnastöðum (d. 1555). Sigmundssonar. Kona sr. Þórarins var Steinvör Grímsdóttir Laga-Auðunssonar, en kona Jóns Þórarinssonar, móðir Ólafar‚ var Guðlaug Ólafsdóttir prests á Sauðanesi Guðmundssonar. Þ. b.: Sölvi‚ Jónar tveir‚ 7183 og 7184, Snjófríður 7684, Steinvör 7685, Sesselja 7686, Ingibjargir tvær‚ 7869 og 7880.

7057

a Sölvi Gunnlaugsson,f. um 1639, bjó í Hjarðarhaga, dó úr bólu 1672, 33 ára (segir sr. Eiríkur sonur hans), átti Helgu Sigfúsdóttur prests í Hofteigi 10099 Tómassonar. Hún lifir í Þingmúla 1708, 73 ára. Þ. b.: Gunnlaugur, Eiríkur 7062, Guttormur 7092, Ingibjörg 7180, Guðný(?), Ragnhildur.

7058

aa Gunnlaugur Sölvason, f. um 1661, bjó í Fossvallarseli 1703, 42. ára. Kona hans þá Guðrún Magnúsdóttir (43). Þ. b. hjá þeim: Arndís (9) og Helga (2). Dóttir þeirra tel ég víst að sé einnig Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sem er á Skjöldólfsstöðum 1703, 8 ára. Gunnlaugur hefur verið fátækur, og hefur hún verið tekin þar til fósturs af föðurbróður hans‚ Jóni Gunnlaugssyni. Sonur hans mun vera Jón Gunnlaugsson, sem er í Þingmúla hjá sr. Eiríki‚ bróður Gunnlaugs, 1703, 19 ára‚ talinn meðal „náunga“ sr. Eiríks. Hefur hann þá verið elztur af börnum Gunnlaugs‚ f. um 1684. Sigríður hét dóttir Gunnlaugs, móðir Ragnhildar‚ konu Jóns Sigurðssonar á Bessastöðum, sem dó í Bót 1788 (nr. 4471 og 2106). Sigríður er hjá þeim Jóni og Ragnhildi 1748, talin 51 árs‚ og ætti því að vera fædd um 1697. „Sigríður Gunnlaugsdóttir“ 6 ára‚ er talin 1703 á sveit á Jökuldals- og Hlíðarhreppi, og er eflaust þessi móðir Ragnhildar. Má telja alveg víst‚ að hún hafi verið dóttir Gunnlaugs Sölvasonar frá Hjarðarhaga, því að þannig töldu afkomendur hennar ætt sína og síðan gegnum Helgu‚ móður Gunnlaugs, til sr. Sigfúsar í Hofteigi Tómassonar.

Gunnlaugur Sölvason hefur flutzt upp í Skriðdal litlu eftir 1703. Er hann hvorki nefndur í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 né 1730, en 1703 er hann nefndur þar og talinn eiga heima í Hnefilsdal. Hefur hann líklega flutzt þangað frá Fossvallaseli 1703, og ef til vill brugðið búi. Hann er skírnarvottur í Þingmúla 1710, er sr. Eiríkur skírði Vilborgu dóttur sína‚ sem fæddist þá á nýársdag og hefur eflaust verið skírð sama dag. Hann er aftur skírnarvottur í Skriðdal 1718. Gat hann að vísu verið þar aðkomandi í bæði skiptin. En líklegra er þó‚ að hann hafi átt þar heimili, ef til vill hjá bróður sínum í Þingmúla. Ýmis Gunnlaugs börn eru skírð um þetta leyti í Skriðdal, frá 1703 til 1726. En varla eru það börn Gunnlaugs Sölvasonar, enda ekki kunnugt um þau. Geta verið börn Gunnlaugs Jónssonar, sem er vinnumaður á Þorvaldsstöðum 1703, 20 ára‚ og býr á Hallbjarnarstöðum 1734.

Síðar koma einnig Gunnlaugsbörn fram í Skriðdal, sem vel geta verið börn Gunnlaugs Sölvasonar, en ekki hefur sr. Eiríkur skírt þau. Það er Þuríður Gunnlaugsdóttir, 4231, sem átti Gelli Jónsson á Mýrum‚ og búa þau þar 1748, hún 36 ára‚ og þá fædd um 1712, og Þorsteinn Gunnlaugsson, 4469, bróðir hennar‚ sem átti Helgu Jónsdóttur, systur Gellis‚ og bjó á Mýrum eftir þá Gelli og Jón „pamfíl“, bróður hans‚ 1760 og þar á eftir. Hann er fæddur um 1715 En ekkert dregur til þess að telja þau börn Gunnlaugs Sölvasonar, nema að þau eru Gunnlaugsbörn, og að Jón Gunnlaugsson, sem eflaust er sonur hans‚ er hjá þeim Gelli og Þuríði á Mýrum 1748 með konu sína og börn. Gæti það bent á að hann væri bróðir hennar. Um Arndísi og Helgu‚ dætur Gunnlaugs Sölvasonar, er ókunnugt, og hafa þær líklega dáið ungar. Börn hans‚ sem ég tel nokkurn veginn víst um‚ eru Jón‚ Ingibjörg og Sigríður.

7059

aaa Jón Gunnlaugsson, f. um 1684, var í Skriðdal, á Mýrum 1748, kvæntist 1713 Sigríði Finnbogadóttur, f. um 1695. Þ. b.: Guðmundur, Sigríður, Finnbogi, öll ókunn.

7060

bbb Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er á Skjöldólfsstöðum 1703, 8 ára. Árið 1753 er einhver Ingibjörg Gunnlaugsdóttir vinnukona á Hallormsstað, talin 60 ára. Það munar að vísu 2 árum á aldri‚ en gæti þó vel verið sama kona. Hefur hún líklega verið óg.‚ bl.

7061

ccc Sigríður Gunnlaugsdóttir átti Guðmund á Brú 2065 Jónsson Guttormssonar.

7062

bb Eiríkur Sölvason frá Hjarðarhaga 7057 var fæddur á Skjöldólfsstöðum 11/4 1663, um vorið. Tók próf við Háskólann 20/2 1690 (attestas). Var þá fyrst eftir embættislaus. Kvæntist 1695 og fór að búa í Meðalnesi Vígður 17/7 1698 til að þjóna Mjóafirði, en bjó áfram í Meðalnesi og þjónaði þaðan‚ einnig Eiðum 1699—1700. Fékk Þingmúla 23/4 1701, fór þangað 1702 og dó þar 1731, 68 ára. Hann var allmerkur prestur og hefur víst verið ræktarsamur ættingjum sínum. Hann hefur ritað annálsbrot um Austfjörðu og skrá yfir börn‚ sem hann skírði‚ og hjón‚ sem hann gifti. Hann átti (1695) Jarðþrúði (f. 1671) 1003 dóttur Marteins sýslumanns Rögnvaldssonar. Þ. b.: Marteinn, Sigfús‚ Halldór, Guðmundur, Sölvi‚ Kristín, Vilborg.

7063

aaa Marteinn Eiríksson, f. um 1696, er 7 ára 1703. Hefur víst dáið ungur.

7064

bbb Sigfús Eiríksson, f. 2/10 1697, lærði í skóla‚ bjó á Hafrafelli og Urriðavatni (1730 og 1734), átti Kristínu Eiríksdóttur 5812 ekkju Snjólfs Sæmundssonar á Urriðavatni, bl.

7065

ccc Halldór Eiríksson sigldi og lærði prentiðn, varð prentari á Hólum‚ átti Guðrúnu dóttur Eiríks við Búðir Steindórssonar, systur Jakobs við Búðir föður Jóns sýslumanns föður Jóns Espólíns sýslumanns. Þ. b. meðal annars: Sofía.

7066

α Sofía Halldórsdóttir, átti I. Símon stúdent í Bæ á Höfðaströnd, er drukknaði 1784, Guðmundsson Þ. sonur Símon á Stafshóli. II. Sr. Þórarinn Sigfússon á Tjörn í Svarfaðardal. Þ. sonur Jón í Sigluvík.

7067

ddd Guðmundur Eiríksson átti Guðrúnu. Þ. b.: Hávarður‚ Pétur‚ Bjarni.

7068

α Hávarður Guðmundsson bjó í Njarðvík, átti Björgu Vigfúsdóttur 1400 í Njarðvík Ólafssonar.

7069

β Pétur Guðmundsson („hökulangi“) b. á Hofströnd og var óeirðarmaður mikill. Hann átti fyrst launbarn, er Jón hét‚ og kvæntist síðan Kristínu Vigfúsdóttur 1414 frá Njarðvík. Þ. son: Pétur. Áður en Pétur átti Kristínu, hefur hann átt Oddnýju Eiríksdóttur. Fóru fram skipti eftir hana 4/5 1781 og hljóp búið 74 rd. 36 sk. Þau hafa ekki átt börn‚ sem lifðu Pétur dó 13/9 1810, 71 árs.

7070

αα Jón Pétursson er á Hofströnd hjá föður sínum 1790, 25 ára.

7071

ββ Pétur Pétursson bjó eitthvað í Njarðvík, átti Ingibjörgu Einarsdóttur 4682 Árnasonar á Stórabakka.

7072

g Bjarni Guðmundsson átti Gyðríði Sigurðardóttur frá Kóreksstaðagerði 10122 Þorleifssonar og var fyrri maður hennar. Þ. b.: Jón‚ Sigurður bl., Guðlaug óg., bl.

7073

αα Jón Bjarnason b. á Dratthalastöðum átti I. Jófríði Eiríksdóttur 12794 Magnússonar Guðmundssonar á Hvanná Tunissonar. Þ. einb. Þórarinn. II. Guðríði Björnsdóttur frá Hraunfelli 812 barnlaus.

7074

ααα Þórarinn Jónsson bjó á Dratthalastöðum lengi‚ en síðast á Hallgeirsstöðum og dó þar 1883. Átti I. Margréti Torfadóttur 3896 frá Strönd. Þ. b.: Þórarinn, Guðlaug, Guðjón‚ Gróa. II. Jóhönnu 3486 Jóhannesdóttur frá Hrollaugsstöðum. Þ. einb. Margrét dó barn.

7075

+ Þórarinn Þórarinsson b. í Bakkagerði í Hlíð‚ átti 1889 Helgu Jónsdóttur 9325 frá Torfastöðum. Hún lifði stutt eftir að þau giftust. Þ. b. 2, dóu ung Þá fór Þórarinn til Ameríku og kvæntist þar síðar.

7076

+ Guðlaug Þórarinsdóttur fór til Ameríku með bróður sínum og giftist þar Jóni Björnssyni frá Hvanná‚ er átt hafði barn með Önnu Kristjánsdóttur Kröyer.

7077

+ Guðjón Þórarinsson bjó í Bakkagerði (fyrst á Setbergi í Fellum), átti I. 1892 Margréti Ísleifsdóttur frá Engilæk 3365 Stefánssonar. Þ. b.: Bergljót, Margrét, Þórarinn, Guðbjörg. Margrét dó 1911(?). Þá kvæntist Guðjón II. 1914 Þóru Guttormsdóttur 8708 frá Beinárgerði Sigurðssonar. Þ. b. eitt‚ fæddist andvana.

7078

++ Bergljót Guðjónsdóttir var síðari kona Magnúsar á Ketilsstöðum Sigbjörnssonar 8317.

7079

++ Margrét Guðjónsdóttir átti 1921 Jón b. á Torfastöðuðum í Hlíð Þorvaldsson á Uppsölum Jónssonar.

7080

++ Þórarinn Guðjónsson.

7081

++ Guðbjörg Guðjónsdóttir átti Þórarinn Björnsson á Parti í Húsavík Sveinssonar 1848.

7082

+ Gróa Þórarinsdóttir átti Jóhann b. í Bakkagerði Magnússon, bl.

7083

eee Sölvi Eiríksson frá Þingmúla, f. 1705, bjó á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, átti Gróu Þórhalladóttur b. á Brekku í Mjóafirði (1703, 31 árs), Bjarnasonar, og Guðbjargar Teitsdóttur (22 ára 1703). Gróa býr ekkja á Þorvaldsstöðum 1762, 56 ára. Börn hennar eru 2 drengir, 21 og 15 ára‚ og ein dóttir 18 ára. Nú er ekki kunnugt um nema einn son þeirra Sölva‚ Stefán‚ sem mun vera sá drengurinn, sem talinn er 15 ára 1762, þó að það komi ekki heim við aldur hans síðar‚ en það er lítið að marka‚ því að 1775 er hann talinn 25 ára‚ en 1779 35 ára í kirkjubók Hallormsstaðar. Hannes Þorsteinsson segir í S-æf. IV, 768, að Sölvi hafi átt Gróu Þorkelsdóttur (fyrir Þórhalladóttur) og sonur þeirra verið Jón‚ faðir Ingibjargar, er átti Árna Jónsson á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, og þeirra dóttir verið Sigríður, sem fyrr átti Jón beyki Magnússon prests á Kvennabrekku, Einarssonar‚ (S-æf. II. 387), en síðar Hendrik Nielsen Melbye beyki í Reykjavík (S-æf. III. 536). En þetta er rangt. Árni Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir búa á Þorvaldsstöðum efri 1770, hann 43 ára‚ en hún 31 árs. Þ. b. þá: Ingibjörg (9), Jón (6), Guðmundur (4), Sigríður (½). Síðar áttu þau Guðrúnu, sem er ½ árs 1772. Þá búa þau enn á Þorvaldsstöðum efri‚ og ef til vill lengur. Á sama tíma býr Gróa Þórhalladóttir ekkja á Þorvaldsstöðum neðri‚ 64. ára‚ og er Stefán einn hjá henni af börnum þeirra Sölva‚ talinn 24. ára 1770. (Þannig er Stefán talinn 1762 15 ára‚ 1770 24. ára‚ 1775 25 ára og 1779 35 ára!).

Nú er Sölvi fæddur 1705, eftir ritaðri sögu föður hans‚ en Ingibjörg kona Árna á Þorvaldsstöðum, f. um 1739, og er því Sölvi aðeins 34 árum eldri en Ingibjörg, og Gróa aðeins 33 árum eldri. Sölvi og Gróa geta því auðvitað ekki verið afi og amma Ingibjargar á Þorvaldsstöðum, og dóttir Sölva er hún ekki‚ því að hún er öll árin 1770—1772 kölluð Jónsdóttir. En hún gæti verið dóttir Gróu‚ og Gróa átt hana áður en hún giftist Sölva„ annað hvort í fyrra hjónabandi, eða ógift. Og það er líklegt, fyrst Ingibjörg er talin til ættar þeirra.

7084

α Stefán Sölvason bjó í Mjóanesi (1775) og á Geirúlfsstöðum (1779), átti I. Kristínu Hjálmarsdóttur 4459. Þ. b.: Hjálmar. II. Guðrúnu Arnbjörnsdóttur (f. um 1749). Þ. b.: Guðrún‚ Kristín, Sölvi. Laundóttir Stefáns hét Guðrún.

7085

αα Hjálmar Stefánsson.

7086

ββ Guðrún Stefánsdóttir.

7087

gg Kristín Stefánsdóttir, víst óg., átti laundóttur við Jóni blinda 13302 á Þernunesi, hét Sesselja.

7088

đđ Sölvi Stefánsson, giftist í Norðfirði.

7089

εε Guðrún Stefánsdóttir, laungetin.

7090

fff Kristín Eiríksdóttir frá Þingmúla, f. 10. júní 1702, var seinni kona sr. Jóns Gissurarsonar á Hálsi 6605 í Hamarsfirði.

7091

ggg Vilborg Eiríksdóttir frá Þingmúla, f. 1. jan. 1710, átti Hall Einarsson í Njarðvík. Þ. b við 1141.

7092

cc Guttormur Sölvason frá Hjarðarhaga (7057) f. um 1665, bjó í Hjarðarhaga. Átti Kristínu dóttur Páls Castíanssonar þýzka og Sigríðar systur Jóns „skálda“ á Berunesi (sbr. 580).

Þau búa í Hjarðarhaga 1703, hann 38 ára‚ hún 31 árs. Þ. b. þá: Páll (6), hefur dáið ungur‚ Svanhildur (2), Eiríkur (1), hefur dáið ungur‚ ennfremur: Björn‚ Árni‚ Jón‚ Sölvi 7177, Þuríður 7178‚ Sólrún 7179.

7093

aaa Svanhildur Guttormsdóttir, f. 1701, átti Valtý Sigurðsson 7692. Hann var í Möðrudal 1723, á Þverá í Öxarfirði 1730. Hefur víst síðar búið í Þistilfirði og dó þar 1754. Þ. b.: Guttormur, Sigurður, Eggert‚ Þórunn‚ Sigríður.

7094

α Guttormur Valtýsson, dó í Þistilfirði 1756.

7095

β Sigurður Valtýsson, dó í Þistilfirði 1757.

7096

g Eggert Valtýsson, f. um 1727, bjó í Sveinungsvík í Þistilfirði, kvæntist á Svalbarði 1761 Guðrúnu, f. um 1734, Guðmundsdóttur. Þ. b.: Guðrún‚ Valtýr‚ Sólveig, Helga. Eggert dó 24. des. 1774.

7097

αα Guðrún Eggertsdóttir, f. um 1761, fermd 1774.

7098

ββ Valtýr Eggertsson, f. 1764, fermdur 1775.

7099

gg Sólveig Eggertsdóttir, f. 1766, drukknaði í ánni „hjá bænum“ 1775.

7100

đđ Helga Eggertsdóttir, f. um 1772 (mun eflaust dóttir Eggerts Valtýssonar) ‚ átti I. Jónas Þorláksson b. í Ólafsgerði og
Svínadal Jónssonar. Þorlákur var bræðrungur sr. Ingjalds Jónssonar í Múla‚ f. um 1737, d. á Austara-Landi hjá Þorgerði dóttur sinni 18. ág. 1827. Guðrún‚ systir Þorláks, var móðir Marsibilar Semingsdóttur móður Bólu-Hjálmars. Jónas og Helga bjuggu á Vestara-Landi. Hann dó fyrir 1816 Þ. b. þá hjá Helgu: Sesselja (19), Halldóra (11), Ólöf (8), Þorlákur (6). Helga giftist II., 1817, Jóni Marteinssyni (þá 32 ára‚ f. um 1785) bjuggu á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Kona Þorláks í Ólafsgerði og móðir Jónasar hét Sesselja Vigfúsdóttir. Þ. b. auk Jónasar: Þorgerður 3. kona Jóns í Ási 12261, og víst líka Jón faðir Þorláks föður Jóns í Kollavík.

7101

đ Þórunn Valtýsdóttir átti 1750 Magnús Jónsson í Þistilfirði‚ bjuggu í Ærlækjarseli 1762, hann 52 ára‚ hún 38 ára Þ. b.: Þorbjörg 9 ára (Er þó líklega ekki dóttir Þórunnar.)

7102

ε Sigríður Valtýsdóttir giftist á Sauðanesi 26/10 1760 Jakob Guðmundssyni. Þ. einb. Valgerður f. 1761. Jakob dó 1768. Sigríður er síðar í Þistilfirði og dó þar 1779, kölluð Sigríður Valtýsdóttir „frá Dal“.

7103

bbb Björn Guttormsson frá Hjarðarhaga, líkl. bl.

7104

ccc Árni Guttormsson 7092 bjó í Hjarðarhaga, kallaður „sterki“. Átti Ragnhildi Einarsdóttur frá Arnórsstöðum 1652. Þeirra börn: Kolbeinn, Guðrún‚ Helga‚ Sigurður, ókv., bl., Einar‚ Jón. Árni dó fyrir 1779.

7105

α Kolbeinn Árnason, dó á Valþjófsstað 1779, ókv., bl. Erfðu systkin hans og móðir. Eignir 45 rd. 37 sk.

7106

β Guðrún Árnadóttir, f. um 1752, átti Einar Hildibrandsson á Urriðavatni 2446.

7107

g Helga Árnadóttir, óg., átti barn við Guðmundi „lósa“ (sbr. 2122), bróður Ingveldar konu Gísla á Hvanná‚ hét Guðrún.

7108

αα Guðrún Guðmundsdóttir, kölluð „lósa“, óg., átti barn við Hildibrandi á Hofi 2447 í Fellum Einarssonar, hét Arndís
(sjá nr. 2448).

7109

đ Einar Árnason, bjó á Nefbjarnarstöðum 1785, en áður í Sleðbrjótsseli, átti Ingibjörgu Hinriksdóttur 954 Skúlasonar. Þ. b.: Kolbeinn og Guðmundur. Einar dó 1786 eða 1787.

7110

αα Kolbeinn Einarsson hefur víst dáið ókv., bl.

7111

ββ Guðmundur Einarsson er húsmaður í Skógum 1816, átti Guðrúnu Sigurðardóttur 10319 Bessasonar. Þ. b.: Guðmundur‚ Magnús‚ Sigurður, dó ungur‚ Björg óg., bl., Runólfur, Kristján.

7112

ααα Guðmundur Guðmundsson, ókv., bl., var alltaf vinnumaður, kallaður „sterki“.

7113

βββ Magnús Guðmundsson var vefari‚ átti Kristjönu Pálsdóttur 2451 frá Leiðarhöfn.

7114

ggg Runólfur Guðmundsson bjó lítið‚ átti Sigríði Jónsdóttur 7139, systur Guttorms í Eyjaseli. Þ. b.: Guðjón‚ Guðrún‚ Oddný.

7115

+ Guðjón Runólfsson átti Herdísi Lúðvígsdóttur Finnbogasonar. Am.

7116

+ Guðrún Runólfsdóttir átti Ágúst Hansen‚ danskan beyki í Kaupmannahöfn.

7117

+ Oddný Runólfsdóttir átti Ólaf Oddsson úr Árnessýslu‚ sem ólst upp í Gaulverjabæ hjá sr. Páli Sigurðssyni. Hann kom sem sjómaður á Vopnafjörð, var duglegur sjómaður, ætlaði að reka sjávarútgerð allmikla, en þá brást afli‚ og fór hann um efnalega. Þ. b. voru mörg: Guðbjörg, Sigríður, Ólafur‚ Laufey‚ Jónína‚ Runólfur, Þórður‚ Margrét, Ásgerður, Theódóra, Ólöf‚ Oddný‚ Valgeir.

 

Númerin 7118—7122 vantar í handritið.

 

7123

đđđ Kristján Guðmundsson.

7124

Jón Árnason var vinnumaður, ókv., bl ‚ lengi á Kirkjubæ‚ dó tíræður.

7125

ddd Jón Guttormsson frá Hjarðarhaga, f. eftir 1703, bjó í Vopnafirði, á Ásbrandsstöðum 1762. Kona hans ókunn‚ er þá talinn 48 ára‚ en hann 60 ára. Þ. d. Helga.

7126

α Helga Jónsdóttir átti Hjörleif Jónsson 9934. Foreldrar hans hafa verið sögð Jón Jónsson og Guðrún‚ er búið hafi á Egilsstöðum í Vopnafirði. Hjörleifur og Helga bjuggu á Ásbrandsstöðum 1762, móti Jóni‚ föður Helgu‚ og er hann þá talinn 26 ára en hún 34 ára. En aldur Hjörleifs er eflaust rangur á að vera 36 ára. Þannig er aldur hans talinn síðar. t. a. m. 1785 er hann talinn 59 ára‚ og þegar hann deyr‚ 14. nóv. 1796, er hann talinn 70 ára. Síðar bjuggu þau á Ketilsstöðum í Hlíð lengi‚ þangað til Hjörleifur dó. Hann var allgóður bóndi‚ og þegar hann dó hljóp búið á 207 rd. Um framætt Hjörleifs er ekki kunnugt. Hann er fæddur um 1726.

Þess má geta‚ að 1734 búa á Egilsstöðum „í sambúi“ Jón Jónsson‚ Jón Finnbogason og Tómas Ólafsson. Tómas sá var sonur sr. Ólafs Sigfússonar á Refsstað. Þar sýnast því einhver tengsl á milli. Og þó að þeim gæti verið öðruvísi varið‚ þá liggur nærri að ætla‚ að Jón þessi Jónsson hafi átt dóttur Hjörleifs Ólafssonar, bróður Tómasar, og þau verið foreldrar Hjörleifs á Ketilsstöðum. Vegna aldurs Jóns Finnbogasonar frá Ljótsstöðum (f. um 1693), geta Jón eldri og yngri á Egilsstöðum 1723 ekki verið synir hans‚ væru þá varla heldur í verzlunarbókum Vopnafjarðar, og sé Hjörleifur fæddur um 1726, gæti hann varla verið sonarsonur Jóns Finnbogasonar. Sjá um þetta nánar við nr. 9881.

Systir Hjörleifs á Ketilsstöðum var Þorbjörg Jónsdóttir kona Rafns Eiríkssonar, sem býr í Krossavík 1762, 45 ára‚ hún þá 35 ára. Voru þau foreldrar Guðrúnar konu Bjarna á Ekru 10190.

Börn Hjörleifs á Ketilsstöðum og Helgu‚ voru 1785: Hálfdan (21), Jón (19), Jón annar (15), Hjörleifur (8), Ingibjörg (7).

Þó að það væri aðeins Jón eldri af börnum Hjörleifs, sem staðnæmdust í Eyjaseli, var ættin frá Hjörleifi kölluð EYJASELSÆTT.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.