RUNÓLFUR prestur HINRIKSSON á Skorrastað.

13067

Hinrik Jónsson hét bóndi í Hlíð í Lóni 1703, 51 árs. Kona hans hét Valgerður Bessadóttir (45). Þeirra s.: Runólfur, 17 ára. Þar er vinnumaður Páll Bessason 43 ára og ómagi, Snjófríður Pálsdóttir, eflaust dóttir hans. Þar er og vinnukona Þorbjörg Bessadóttir, 49 ára, kölluð ómagi. Á eftir henni er talinn Gísli Indriðason, 15 ára, ómagi. Gæti verið son hennar. Þau Páll og Þorbjörg eru eflaust systkin Valgerðar.

13068

a  Runólfur Hinriksson, f. um 1686, er að læra latínu 1703 (17 ára). Hann varð síðar prestur á Sandfelli í Öræfum 1708—1722 og síðan á Skorrastað 1723—1731. Hann var gáfumaður og hagmæltur en drykkfelldur og lét stundum fjúka í kveðlingum. Sagnir hafa og gengið um, að „hann kynni nokkuð fyrir sér“. Sagt er að Páll Beyer landfógeti legði hug á sömu stúlku sem Runólfur, en Runólfur varð hlutskarpari og kvað þá:

„Heimsins undur heita má —
hér á Ísafróni —
ef brýtur hrygginn Beyer á
bóndason úr Lóni“.

Stúlkan var Guðríður dóttir Eyjólfs Árnasonar á Brunnastöðum. Páll bannaði stranglega 17/9 1708 að þau Runólfur mættu giftast, því að hann hefði áður verið leynilega trúlofaður Mettu Hansdóttur er þá var þjónustustúlka hjá Páli, en Guðríður væri trúlofuð öðrum manni. Sótti Páll þetta fast, en sr. Runólfur fór austur með Guðríði í október 1708, og gifti sr. Benedikt í Bjarnanesi þau. Varð mesta málaþjark úr þessu en sætt komst loks á á prestastefnu á Alþingi.

Séra Runólfur var tvíkvæntur, átti fyrr 1708, Guðríði Eyjólfsdóttur á Brunnastöðum Árnasonar bónda á Hólmi í Leiru Jakobssonar á Þorkötlustöðum Helgasonar s. st. Úlfhéðinssonar í Grindavík Þórðarsonar (Bisks. II. 633—634). Hún hefur ekki lifað lengi því að prestur kvæntist aftur 1717 Guðfinnu (f. um 1691) dóttur Stefáns (f. um 1659) Ormssonar bónda á Hofi í Öræfum og Munnveigar Erlendsdóttur (f. um 1670). Guðfinna er á lífi 1763. Það er eigi fullvíst hver börn sr. Runólfur hefur átt með hvorri konu. Með Guðríði hefur hann með vissu átt Ingiríði, sem er fædd um 1712. Má og vera að Þuríður dóttir prests hafi einnig verið dóttir hennar en óvíst er það þó. Þuríður er eflaust eftir Guðfinnu. Hún lætur heita Munnveigu, sem er einstakt nafn, víst nafn móðurmóður hennar. Með seinni konu sinni, Guðfinnu, átti hann Guðríði og Guðrúnu. Um fleiri börn hans veit ég ekki.

Aldís Runólfsdóttir kona Páls Stefánssonar á Höfða 8634, segir Espólín að verið hafi dóttir sr. Runólfs, en það getur eigi staðizt tímans vegna, sjá nr. 8634.

Séra Runólfur keypti leyfisbréf 1717 til að mega eiga Guðfinnu, voru þau þrímenningar.

13069

aa Ingiríður Runólfsdóttir dó í Hruna í Árnessýslu 12/3 1797, 83 ára, óg., bl.

13070

bb Þuríður Runólfsdóttir átti I. Björn Vigfússon 706 prests á Dvergasteini, bjuggu á Selsstöðum. Þ. b.: Munnveig (átti eigi afkvæmi), og Sigríður, sjá nr. 707. Björn varð holdsveikur og lifði stutt, hann er dáinn fyrir 1755 og eflaust nokkrum árum fyrr, líklega fyrir eða um 1750. Eftir þingbók 1755 er hún dæmd fyrir barneign 26. júlí á Dvergasteini. Hafði hún fyrst, eftir lát manns síns, átt barn við Guðmundi Árnasyni „bróðursyni“ Björns manns síns. (Enginn Árni er þó nefndur meðal barna sr. Vigfúsar, en bróðir hans hét Árni, og hefur Guðmundur líklega verið sonur hans og því bræðrungur Björns en ekki bróðursonur). Þá átti Þuríður annað barn við Árna Þórðarsyni, kvæntum manni, og svo hið þriðja við Bjarna Hildibrandssyni. Fyrir það var hún dæmd 1755. Ekkert veit ég um þessi launbörn hennar. Þuríður dó víst ekki löngu síðar.

1371 cc Guðríður Runólfsdóttir, f. um 1722, átti I. Einar Arason bónda á Skeggjastöðum á Dal 10170. II. Sigurð Ögmundsson 7029 á Skeggjastöðum.

13072

dd Guðrún Runólfsdóttir átti Þorstein stúdent Bjarnason 2493 frá Fossvöllum.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.