Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

2. Staða.
3. Hreppa- og héraðsskammstafanir.
4. Ýmsar skammstafanir (flestar í samsetningum).

Hofteigsætt

9845

Bróðir Ólafs prests Guðmundssonar á Sauðanesi (nr. 7890) var Sigfús Guðmundsson prestur á Þóroddsstað (1554— 1598), gáfumaður og skáld. Oddný‚ dóttir sr. Sigfúsar, átti Egil prest á Bægisá Ólafssonar prests á Hálsi Guðmundssonar prests á Möðruvöllum. Þeirra synir: Sr. Jón á Völlum‚ faðir sr. Árna‚ sem átti Galdra-Imbu 10563 og sr. Sigfús á Hofi á Höfðaströnd og Hólum í Hjaltadal (d. 1673, 73 ára), faðir Oddnýjar á Höskuldsstöðum 10863 móður sr. Sigfúsar á Klippstað. Dóttir hans var Helga‚ kona Árna prests Einarssonar í Garði í Kelduhverfi, 1586 —1616. Dóttir þeirra var Ragnheiður kona Tómasar prests á Hálsi í Fnjóskadal (1628—1656), sem vígður var aðstoðarprestur til föður síns að Hálsi 1601, og sagði af sér 1656, dó 1677, Ólafssonar prests á Hálsi 1577—1628, sem vígður var til Miklagarðs 1574, Tómassonar prests á Möðruvöllum í Eyjafírði (frá 1521).

Dóttir sr. Tómasar og Ragnheiðar, systir séra Sigfúsar, var Broteva (Brittifa) móðir Guðrúnar, móður Magnúsar, föður Jóns á Dálksstöðum, föður Þorbjargar, móður Þórunnar, konu Þorgríms Jóakimssonar í Skógum 13075. Sonur sr. Tómasar og Ragnheiðar var

Sigfús prestur Tómasson

í Hofteigi, fæddur um 1601. Hann varð fyrst prestur á Þykkvabæjarklaustri, vígður þangað 1628 eða 1629, fékk Desjarmýri 5/4 1631, en Hofteig 1632, hafði þá brauðaskipti við sr. Hávarð Sigurðsson, og var síðan prestur þar til þess er hann dó 1685, 84 ára. Sr. Eiríkur Þorvarðsson, dótturmaður hans‚ var aðstoðarprestur hans frá 1679. Jón Sigurðsson í Njarðvík sagði‚ að fjöl hefði staðið á leiði hans fram yfir 1800, og hefði verið rist þar á þessi vísa:

Áttatíu' og fjögur fékk
fyllt upp ár í trú og von.
Svo til sinnar sængur gekk
Sigfús prestur Tómasson.

Kona hans var Kristín, dóttir Eiríks í Bót 2501, eins og Oddur biskup hafði spáð honum‚ þá er hann var sveinn hans. Árni prófastur Þorsteinsson á Kirkubæ nefnir hana Þórunni í prestaæfum á Kirkjubæ. Hann hefði átt að geta fengið vitneskju um það frá gömlum afkomendum séra Sigfúsar. En aðrir hafa þó nefnt hana Kristínu og er því fylgt hér. Hvorugt nafnið er meðal barnabarna hans. En Þórunn hét ein dóttir hans og verður eigi sagt‚ að það bendi á, að kona hans hafi heitið Þórunn‚ nema síður sé. Sagt hefur verið‚ að þau Kristín hafi átt 20 börn‚ og var hann kallaður „Barna-Fúsi“.

Þau börn þeirra Kristínar, sem kunnugt er um‚ voru: Ólafur Guttormur 9945, Jón 9973, Ögmundur 10018, Sveinn 10055, Ingibjörg 10098, Helga 10099, Þórunn 10100, Katrín 10101, Snjófríður 10103, Broteva 10106. Sigþrúður 10107 hefur‚ ef til vill‚ verið ein dóttir hans enn. Steingrímur biskup hefur enn nefnt Hróðnýju og Arndísi eftir einhverjum ættartölumanni, en dregið þær aftur út.

Jón Sigfússon hefur enn fremur talið Þrúði‚ er verið hafi móðir Jóns Ketilssonar á Brimnesi, en það getur þó naumast verið‚ því að hjá Jóni er 1703 móðursystir hans‚ Guðrún Þorsteinsdóttir, og ætti því móðir Jóns að hafa verið Þorsteinsdóttir, nema hún hafi aðeins verið hálfsystir Guðrúnar og verið laundóttir séra Sigfúsar. En það mun þó varla vera. Séra Jón á Lambavatni nefnir Þrúði meðal barna sr. Sigfúsar, en segir ekkert um hana. Annars er sumt rangt‚ sem hann segir um börn sr. Sigfúsar (Bisk. Bókm.fél. II., 671) eða a. m. k. mjög villandi og ruglingslegt.

9846

a Ólafur Sigfússon, f. um 1633, vígður aðstoðarprestur til sr. Eiríks Bjarnasonar á Hallormsstað 16/12 1660, varð prestur á Refstað 1679 og var þar prestur í 50 ár unz hann sagði af sér 1729. (Meðan hann þjónaði á Hallormsstað þjónaði hann jafnframt Mjóafirði 1665—1667, tók bæði Mjóafjörð og Dvergastein fyrir eða um 1670, sagði af sér Dvergasteini 1673. Var þá kallaður prestur að Skriðuklaustri 21/3 1674, en þjónaði jafnframt Mjóafirði til 1675. Vildi fá Mjóafjörð aftur 1679, og fluttist þangað‚ en Þórður biskup skipaði hann aftur heim að Klaustri strax. Þá kusu sóknarmenn Refstaðasóknar hann 20/7 1679 og fór hann þá þangað og fékk veitingu fyrir Refstöðum 17/9 s. á.) Árið 1730 dó hann og hefur þá verið 97 ára og 68—69 ár prestur. Í árbókum Espolins og víðar‚ hefur hann verið talinn 104 ára þegar hann dó‚ en í prestaæfum á Refstað er talið að hann hafi þó verið 95 ára. Manntalið 1703 telur hann 70 ára og eftir því ætti hann að vera fæddur um 1633, og því 97 ára þegar hann dó. Í manntalinu 1703 er svo talið fólk á Refstað: Húsbændur 1) séra Ólafur Sigfússon (70 ára), 2) Gyðríður Árnadóttir (37 ára). „Börn þeirra eða hans“: Ásmundur (21), Tómas (18), Jón (23ja vikna), Gyðríður (22), Guðrún (14). Annað fólk er þar ekki. Það verður því ekki beinlínis séð‚ að Gyðríður Árnadóttir hafi verið kona hans‚ gæti verið ráðskona. En líklegast er þó‚ að hún hafi verið kona hans og Jón sonur þeirra.

Í prestaæfum Refstaðar eru aðeins taldar tvær konur hans‚ Halldóra Eiríksdóttir og Arnfríður Ásmundsdóttir, og svo sagt: „Hans börn undirréttast þessi að hafa fyrir víst verið: Jón‚ Ásmundur‚ Finnbogi, Guðrún‚ Guðríður og Ingibjörg“, en ekkert sagt meira um þau‚ og ekki‚ hver eftir hvora konu. Sá Jón‚ sem þar er nefndur, er séra Jón‚ er síðar var á Dvergasteini, og er talinn 60 ára þegar hann dó 1762, og er þá auðsjáanlega sá‚ sem er 23ja vikna um páskana 1703, þegar manntalið var tekið það ár.

Réttast mun að telja svo konur og börn séra Ólafs sem hér segir: 1. átti hann Halldóru Eiríksdóttur 6699 prests á Hallormsstað Bjarnasonar. Þeirra börn: (Espólin) Hjörleifur, Jón‚ Ragnhildur. Finnbogi sá‚ er prestaæfir á Refstað segja‚ að „fyrir víst“ hafi verið sonur hans‚ hlýtur og að hafa verið sonur Halldóru, því að hann getur varla verið annar en sá Finnbogi, er átt hefur Ragnhildi Jónsdóttur, er býr ekkja á Krossavíkurhjáleigu fremri 1703, en elzta barn hennar er 16 ára‚ og faðirinn því fæddur varla síðar en 1662—3, og hlyti því að vera með elztu börnum sr. Ólafs. — 2. átti sr. Ólafur Arnfríði Ásmundsdóttur frá Ormarsstöðum 4088 Jónssonar. Þeirra börn: Ingibjörg 9928, Halldóra, Gyðríður‚ Ásmundur, Tómas‚ Guðrún. — 3. átti hann Gyðríði Árnadóttur. Þeirra son: Jón (9941).

9847    

aa   Hjörleifur Ólafsson er eflaust sá‚ er býr í Krossavíkurhjáleigu ytri 1703 39 ára. Átti Guðrúnu Sigurðardóttur  (45 ára). Þeirra börn: Kristín (10), Jón (3).

9848    

aaa   Kristín Hjörleifsdóttir, fædd um 1693.

9849    

bbb   Jón Hjörleifsson, fæddur um 1700, er á Felli í Vopnafirði 1730, býr á Hróaldsstöðum 1734, átti Kristínu Ásmundsdóttur Oddssonar. Jón er dáinn fyrir 1762 og hefur víst búið alla stund á Hróaldsstöðum, þangað til hann  dó‚ því að þar býr Kristín, ekkja hans‚ 1762, 63 ára. Þessi aldur Kristínar er þó tortryggilegur. Hjá henni eru taldir tveir drengir 1762, 14 og 11 ára. Ef þeir eru synir hennar‚ þá er aldur hennar of hár‚ ætti líklega að vera 53 ár en ekki 63 ár‚ enda er hún eflaust fædd eftir 1703, og þetta gátu líka verið fósturbörn hennar. (Finnst ekki í Vopnafirði 1703 og ekki heldur Ásmundur Oddsson). Ásmundur faðir Kristínar, var kallaður „Galdra-Ásmundur“  og var í vinfengi við Björn sýslumann Pétursson á Bustarfelli. Var svo talið‚ að Kristín væri dóttir Björns sýslumanns (3650), þó að hún væri kennd Ásmundi.
Um Ásmund var þetta kveðið:

Hafður var til að höggva og slá‚
heimtust litlar bætur.            
Honum dauðinn hælkrók brá‚     
svo hann komst ekki' á fætur.

Var það Björn sýslumaður, sem átti að hafa hann „til að höggva og slá“. Var jafnvel sagt‚ að Ásmundur hefði verið ráðsmaður hjá honum eða verkstjóri. Kristín þótti mikilhæf kona. Börn þeirra Jóns voru: Kristín, Hjörleifur, Guðmundur, Ásmundur‚ Guðrún. Guðrún önnur hefur verið ein (sjá 11914), kona Jóns Jónssonar í Norðurskálanesi 11914.

9850    

α  Kristín Jónsdóttir, fædd um 1741, átti barn við Galdra-Eggert Einarssyni 13402 Eggertssonar prests á Svalbarði Jónssonar‚ hét Hallfríður. Kristín er húskona á Hofi 1785, 44 ára‚ með Hallfríði 13 ára.

9851    

αα  Hallfríður Eggertsdóttir, fædd um 1772, átti Pétur á Hákonarstöðum 7197 Pétursson.

9852    

β   Hjörleifur  Jónsson,  fæddur  um   1739,  bjó  í  Gröf í Vopnafirði (1785, 46 ára) og víðar‚ er niðursetningur á Vakursstöðum 1816, 77 ára. Hann átti Björgu Þorvaldsdóttur 266, sem ég tel víst að verið hafi dóttir Þorvalds Oddssonar, sem býr í Krossavík 1723 og í Haga 1730 (ekki nefndur í bændatali J. Wium 1734 og líklega dáinn þá). Ekki er um annan Þorvald að gera í Vopnafirði um það leyti‚ svo að kunnugt sé. Björg er 52 ára 1785 og er því tíminn mjög hæfilegur. Þeirra börn 1785: Kristín (16), Vigdís (15), Jón (14), Ólafur (9), Ásmundur (7).

9853    

αα   Kristín Hjörleifsdóttir, fædd um 1769.

9854    

ββ   Vigdís Hjörleifsdóttir, fædd um 1770.

9855    

gg   Jón Hjörleifsson, fæddur 1771, bjó á Hvoli í Borgarfirði og Hvannstóði, „skikkanlegur maður“, átti Guðlaugu Sigurðardóttur 13411 bónda í Geitavík (1773), Einarssonar á Jökulsá (1734), Sigurðssonar. Þeirra börn:   Gyðríður, Sæbjörn, Sveinn‚ Guðmundur, Hjörleifur ókv., bl., fatlaður.

9856    

ααα  Gyðríður Jónsdóttir, átti Högna b. í Kjólsvík 348 Högnason.

9857    

βββ   Sæbjörn Jónsson b. í Hvannstóði, átti Þuríði Magnúsdóttur 13262 frá Bakkagerði (Latínu-Magnúsar), og var fyrri maður hennar. Þeirra börn: Sigríður, Vilborg, óg., bl., og Magnús.

9858    

+   Sigríður   Sæbjörnsdóttir,  átti  Jóhann  Sveinsson  á Seljamýri 7448.

9859    

+   Magnús Sæbjörnsson bjó í Álftavík og Hólshúsum í Húsavík, átti I., Sesselju Ögmundsdóttur 10742 frá Neshjáleigu. Þeirra börn: Þuríður, Sigurbjörg, Sæbjörn. II. Guðrúnu Björgu‚ systur hennar. Fór til Ameríku.

9860    

++   Þuríður Magnúsdóttir átti Svein Bjarnason 2824 frá Sandvíkurseli.

9861    

++   Sigurbjörg Magnúsdóttir.

9862    

++   Sæbjörn Magnússon.

9863    

ggg Sveinn  Jónsson  bjó  á  Setbergi  í  Borgarfirði, átti Ragnhildi  Guðmundsdóttur  3876   frá  Beinárgerði. Þeirra son: Jón.

9864    

+   Jón Sveinsson bjó í Brúnavík, átti Önnu Árnadóttur 10751 frá Hólalandi. Þeirra börn:  Ingibjörg, Guðmundur, Jón‚ Anna‚ Steinn. Anna dó 22/4 1925 á 86. ári á Þrándarstöðum (f. 28/12 1839).

9865    

++   Ingibjörg   Jónsdóttir   átti  Árna   Steinsson 3309 í Brúnavík og Bakkakoti í Borgarfirði.

9866    

++   Guðmundur  Jónsson  bjó  í  Brúnavík og síðan á Hól í Bakkagerðisþorpi, átti Þórhöllu Steinsdóttur 3299 systur Árna. Útgerðarmaður.

9867    

++   Jón Jónsson bjó á Bólum við Bakkagerði, og stundaði jafnhliða sjóróðra, mesti greiðamaður, átti Áslaugu Steinsdóttur 3319, systur Árna.

9868   

++      Anna   Jónsdóttir   átti   Ólaf   þurrabúðarmann   í Bakkagerði 1487 Gíslason.

9869   

++   Steinn Jónsson bjó á Þrándarstöðum í Borgarfirði, átti Guðrúnu Jónsdóttur 10819 frá Breiðuvík.

9870   

đđđ   Guðmundur Jónsson, ókv., bl., var mjög lengi vinnumaður á Hallfreðarstöðum. (Út af honum kvæði Páls Ólafssonar „Nú er Guðmundur gamli veikur“.)

9871   

đđ   Ólafur Hjörleifsson.

9872   

εε   Ásmundur Hjörleifsson ólst upp hjá Páli Jónssyni á Þorgerðarstöðum  og Víðivöllum  fremri  og  Gróu  móðursystur sinni   og   síðari   konu   Páls‚   Guðrúnu   Bjarnadóttur  (2461), er þar 6 ára 1784. Hann bjó síðar í Hvanntó í Fljótsdal og átti Helgu Stígsdóttur 9641 frá Neshjáleigu og var fyrri maður hennar.

9873   

β  Guðmundur   Jónsson   Hjörleifssonar   9849   giftist   í Vopnafirði, en ókunnugt er um afkomendur hans‚ ætti að vera fæddur um 1740.

9874   

g   Ásmundur Jónsson Hjörleifssonar 9849 átti fyrst barn með Ingibjörgu Ásmundsdóttur, er síðar varð kona Sveins Magnússonar í Klúku 11282 í Fljótsdal, hét Guðrún‚ f. um 1763. Þá átti hann annað barn við Guðrúnu Bjarnadóttur, er síðar varð seinni kona Páls Jónssonar, síðast í Húsum 9623, hét Kristín, f. um 1764. Ásmundur kvæntist ekki.

9875   

αα  Guðrún Ásmundsdóttir átti fyrst barn með Jóni Þorsteinssyni 1827 eldra á Melum hét Guðrún‚ varð kona Guðmundar Sigurðssonar á Vaði (sjá 1882). Síðan giftist hún og átti I., Hall 4038 Jónsson á Hryggstekk. Þ. b. við 4038. Og þá II., Sigmund Snorrason 2170 á Flöt. Þ. b. lifðu ekki. Enn hét dóttir Guðrúnar Sigríður Magnúsdóttir og er hjá þeim Halli á Hryggstekk 1800, 5 ára. 

9876   

ααα    Sigríður Magnúsdóttir f. um 1795.

9877   

ββ   Kristín  Ásmundsdóttir   átti  Skúla  Jónsson   6986  í Bessastaðagerði.

9878   

ε  Guðrún Jónsdóttir Hjörleifssonar  (9849)  átti Andrés á Vaðbrekku Erlendsson 2068.

ſ Guðrún Jónsdóttir önnur (9849) átti Jón Jónsson bónda í Norðurskálanesi 11914. 1785 er hann 52 ára‚ Guðrún 47. Þeirra börn: Jón (10). Sigurður (9), Guðmundur (8), Jón (5), Steinunn (3), Jón (1).

9879   

bb   Jón Ólafsson eldri frá Refstað (9846) er ókunnur, ef hann hefur þá verið til.

9880   

cc   Ragnhildur Ólafsdóttir einnig ókunn.

9881   

dd   Finnbogi Ólafsson er í prestaæfum á Refstað talinn að hafa „fyrir víst“ verið einn af sonum séra Ólafs Sigfússonar á Refstað (9846). Öll börn sr. Ólafs eru ekki talin þar. En fyrst Finnboga er getið‚ þá má ætla‚ að hann hafi ekki dáið ungur og afkvæmislaus. Hann er hvergi nefndur í manntalinu 1703, og hlýtur því að vera dáinn þá. Liggur næst að ætla‚ að hann hafi verið sá Finnbogi, er átti Ragnhildi Jónsdóttur, sem býr ekkja í Krossavíkurhjáleigu fremri 1703, 39 ára. Þá bjó Hjörleifur Ólafsson á Krossavíkurhjáleigu ytri og hafa þeir bræðurnir líklega fengið sína hjáleiguna hvor til ábúðar.

Það er og annað sem bendir á skyldleika milli barna sr. Ólafs og barna þessarar Ragnhildar. Árið 1734 segir Jens Wium‚ að á Egilsstöðum hafi búið: „Jón Jónsson og Jón Finnbogason í sambúi við Tómas Ólafsson“. En sá Tómas var sonur sr. Ólafs. Það er ekki líklegt að þessir þrír menn hafi búið „sambúi“, nema þeir hafi verið náskyldir eða návenzlaðir. Það er nú vafalaust, að Jón þessi Finnbogason er sonur Ragnhildar í Krossavíkurhjáleigu, og væri bróðursonur Tómasar, ef faðir hans hefði verið Finnbogi sonur séra Ólafs. En um Jón Jónsson, sem er í „sambúi“ við þá‚ er síður kunnugt. Jón Jónsson, bróðir Ragnhildar, og móðurbróðir Jóns Finnbogasonar, er hjá henni 1703, vinnumaður, talinn 47 ára‚ hefur verið hennar önnur hönd við framfærslu barnanna eftir dauða mannsins. Hann hefði að vísu verið orðinn 78 ára 1734, en gæti þó hafa gifzt og búið og verið í „sambúi“ við systurson sinn og Tómas 1734. Þó er það heldur ólíklegt. Árið 1723 er Jón Finnbogason í Syðrivík. Það hefur eflaust verið sonur Finnboga og Ragnhildar í Krossavíkurhjáleigu. Þá býr Tómas Ólafsson á Egilsstöðum. En þá er einnig einhver Jón Jónsson á Egilsstöðum. Árið 1730 er Tómas einnig á Egilsstöðum, en þá er kominn þangað Jón Finnbogason og Jónar tveir Jónssynir, „eldri“ og „yngri“ eru þar þá líka. Væri nú líklegt að Jón eldri hafi komið með Jóni Finnbogasyni, og verið einmitt Jón‚ móðurbróðir hans‚ og ekki búið‚ en Jón yngri verið sá‚ er þar var 1723 og það sé hann‚ sem er í „sambúi“ við þá Jón Finnbogason og Tómas 1734. Ekkert er kunnugt um hann annað. Líklega hafa þeir Tómas og Jón Jónsson verið í „sambúi“ áður frá 1723 til 1730 eða 1734 og Jón Finnbogason bæzt í „sambúið“ milli 1730 og 1734. En hvers vegna er þessi Jón Jónsson svo tengslaður þeim að hann sé í „sambúi“ við þá? Hann sýnist vera aðalmaðurinn í „sambúinu“ 1734, því að hann er talinn fyrstur. Sé það sá Jón Jónsson, sem er á Egilsstöðum 1723 og 1730 með Tómasi‚ sem líklegast er‚ þá er mjög sennilegt, að hann hafl verið mágur Tómasar og átt Guðrúnu systur hans‚ sem er fædd um 1689. Væru þar þá komin foreldranöfn Hjörleifs á Ketilsstöðum (7126) og Þorbjargar tengdamóður Bjarna á Ekru: Jón Jónsson og Guðrún‚ búandi á Egilsstöðum, en þar hefur alltaf verið sagt‚ að foreldrar þeirra hafi búið. Til stuðnings þessu má geta þess‚ að Jón Sigfússon hefur það eftir einhverjum, að Bjarni á Ekru hafi verið kominn af séra Ólafi Sigfússyni á Refstað. Það er nú að vísu rangt‚ en Guðrún‚ kona Bjarna‚ var dóttir Þorbjargar systur Hjörleifs á Ketilsstöðum. Sýnir þá þetta að eitthvað hafi afkomendur Bjarna og Guðrúnar viljað bendla ætt þessa við séra Ólaf Sigfússon. (Sbr. 4977). Þess má enn geta‚ að Kristbjörg í Dagverðargerði, skýr kona‚ sem ólst upp hjá Eiríki á Vífilsstöðum, syni Bjarna á Ekru‚ sagði mér‚ að sér væri það minnisstætt, að þegar hún var á unglingsaldri, hefði Stefán Bóasson prests Sigurðssonar (5931), verið nótt hjá Eiríki fóstra sínum og hefði verið að telja saman ætt þeirra Eiríks og talið í föðurætt sína (Bóasar) en ekki mundi hún hvernig hann rakti það. Ekki get ég vitað‚ hvernig sá skyldleiki milli Stefáns og Eiríks ætti að hafa verið. — Hjörleifur er fæddur um 1726, og hefur verið látinn heita eftir Hjörleifi Ólafssyni bróður þeirra Tómasar og Guðrúnar. Hjörleifsnafnið er ekki til í Vopnafirði 1703, nema á Hjörleifi Ólafssyni, og finnst ekki heldur þar í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 eða 1730, og mjög lítið um það í næstu sveitum. Guðrún hefði verið 37 ára þegar Hjörleifur fæddist.

Sambúið á Egilsstöðum virðist þá helzt hafa verið þannig til komið‚ að Jón Jónsson og Tómas Ólafsson hafa verið mágar‚ Guðrún kona Jóns verið systir Tómasar. Jón Finnbogason hefur aftur verið bróðursonur Tómasar og Guðrúnar. Finnbogi, faðir hans‚ verið sonur séra Ólafs á Refstað, og maður Ragnhildar Jónsdóttur, sem býr í Krossavíkurhjáleigu hinni fremri 1703, er dáinn fyrir þann tíma‚ nálægt fertugu. Verið gæti‚ að Ragnhildur hafi verið systir Daða á Vindfelli. Sigurður sonur hennar (9377) fer að búa þar eftir Snjófríði, ekkju Daða‚ og Jón bróðir hans býr þar 1762 Ragnhildur heitir dóttir Daða. — Börn Finnboga og Ragnhildar, sem hjá henni eru 1703, eru Sigurður (16), Guðrún (12), Jón (9), Guðrún önnur (7 ára).

Þá er á Bustarfelli hjá Birni sýslumanni Péturssyni í ómagatölu Óli Finnbogason 14 ára. Hygg ég að hann sé einn sonur Ragnhildar og Finnboga. Hann lét dóttur sína heita Ragnhildi. Ég fæ ekki séð af manntalinu í Vopnafirði 1703, hvernig hann yrði ættfærður öðruvísi, né af verzlunarbókum Vopnafjarðar, nema faðir hans hafi verið dáinn fyrir 1703, sem auðvitað getur verið. Óli gat verið tekinn þar‚ til að létta á ómegðinni af Ragnhildi‚ sem eflaust hefur verið fátæk. Hér tel ég ætt frá Óla‚ því að mér þykir hún ekki annars staðar líklegar niður komin‚ þó að ekki sé full vissa fyrir þessari ættfærslu. Þó skal enn telja nokkuð.

Jón Sigfússon segir‚ að Óli þessi‚ sem var faðir Finnboga, föður Ísleifs, er síðast bjó á Geirúlfsstöðum, hafi verið bróðir Egils‚ föður Valgerðar, móður Guðlaugar, móður Guðrúnar konu Ísleifs á Geirúlfsstöðum og hefur eflaust haft það eftir einhverju barni Ísleifs eða öðrum afkomendum Óla. Þetta getur þó ekki verið. Egill sá‚ er hér er nefndur, er Egill Sturluson, sem bjó á Stórasteinsvaði 1703, 45 ára. Aldursmunurinn, 31 ár‚ er þó ekki svo mikill að þeir gætu ekki verið hálfbræður. En Óli var Finnbogason og Egill Sturluson. Ekki hefur Egill heldur verið föðurbróðir Óla. Að vísu átti Egill Finnboga fyrir bróður samkvæmt ómagadómi 1752. Kona hans hét Sigríður Árnadóttir. Finnbogi er dáinn fyrir 1703 og hún þá gift aftur Hjörleifi Ásmundssyni, og búa þau á Ásgeirsstöðum, og ætt hennar er öll þar eystra. Börn hennar og Finnboga eru hjá henni: Skúli (18), Árni (14), Jón (12), Gróa (11), Margrét (7). Það verður að teljast mjög ólíklegt, að eitt af börnum þeirra (Óli) hafi lent sem ómagi norður að Bustarfelli. En eflaust hefur einhver skyldleiki verið milli afkomenda Egils og Óla. Væri líklegast, að það væri á þann hátt‚ að kona Egils‚ Guðrún Jónsdóttir, sem er 36 ára 1703, hafi verið systir Ragnhildar Jónsdóttur í Krossavíkurhjáleigu, sem þá er 39 ára. Gat vel ruglazt, þegar frá leið‚ hvernig skyldleikanum væri varið‚ þó að hann ætti sér í raun og veru stað. Hugsanlegt er‚ að Finnbogi, bróðir Egils‚ hafi átt Óla fram hjá konu sinni‚ með einhverri stúlku í Vopnafirði, en líklegt er það ekki. Hitt sýnist miklu líklegra.

Ætt Egils sýnist vera af Úthéraði og segir Jón Sigfússon að hún hafi verið sama ætt og Kolbeinsættin á Héraði og ætt Ingibjargar Kolbeinsdóttur, konu Björns Jónssonar í Snjóholti. En ætt Óla sýnist vera vopnfirzk. En þær gátu þó auðvitað verið tengdar saman lengra fram‚ sem ekki verður nú rakið. Og vel gátu ættir frá Agli og Óla verið tengdar á þann hátt sem á var bent‚ að Guðrún‚ kona Egils og Ragnhildur, ekkja Finnboga, móðir Óla‚ hefðu verið systur.

Af því að mér þykir af öllu líklegast að Óli hafi verið sonur Ragnhildar í Krossavíkurhjáleigu og Finnboga Ólafssonar frá Refstað, tel ég hann hér þó að eigi sé full vissa fyrir því.

Þess má enn geta‚ að þegar prestaæfirnar á Refstað voru ritaðar‚ sem mun hafa verið um 1780, hafa menn eflaust vitað um afkomendur Finnboga Ólafssonar, enda getur þá Jón Finnbogason hafa verið lifandi þar í grennd‚ en líklegra er þó‚ að hann hafi verið dáinn. Finnbogi, sonur Óla Finnbogasonar líklega lifandi og synir hans‚ Óli og Ísleifur, uppkomnir menn‚ eða nærri því‚ Óli orðinn bóndi á Hraunfelli um þrítugt. Sá sem ritaði prestaæfirnar á Refstað, hefði því vel átt að geta fengið vitneskju um Finnboga Ólafsson, en sýnist ekki hafa gert sér neitt far um að vita um öll börn séra Ólafs. Það varð ekki heldur mikið úr þeim nema Jóni yngra.

9882    

aaa   Sigurður   Finnbogason,   f.   um   1687, er í Syðrivík 1723 og á Vindfelli 1730 og 1734. Þau ár er hann bóndi á Vindfelli‚ hefur líklega tekið þar við af Snjófríði. Gæti verið‚ að Ragnhildur‚ móðir Sigurðar, hafi verið systir Daða á Vindfelli, er Snjófríður hafi átt. Sigurður átti barn við Önnu Ingimundardóttur frá Syðrivíkurhjáleigu (12 ára 1703) árið 1711. Er fyrsta brot beggja. Þau eru þá talin systkinabörn. Ragnhildur, móðir Sigurðar, og Ingimundur því systkin.

9883    

bbb   Guðrún Finnbogadóttir eldri‚ f. um 1691.

9884    

ccc   Jón Finnbogason, f. um 1694, er í Syðrivík 1723 og á Egilsstöðum 1730 og býr þar 1734 í „sambúi“við Jón Jónsson og Tómas Ólafsson (9881). Á Vindfelli bjó hann 1762, talinn þá 69 ára. Kona hans er ókunn‚ en er talin 49 ára 1762. Þeirra börn eru ókunn‚ en talinn er þeim aldur 1762 þannig: Synir 24, 16 og 6 ára og dætur 18, 16, 12 og 6 ára (ekki þó víst að allt sé það börn þeirra).

9885    

ddd   Guðrún Finnbogadóttir yngri‚ f. um 1696.

9886    

eee   Óli Finnbogason (ekki þó víst‚ að sé sonur Finnboga Ólafssonar) bjó á Borgarstekk hjá Ljótsstöðum 1723, í Syðrivíkurhjáleigu 1730, í Böðvarsdal 1734 í tvíbýli. Ekki getið í bændatali 1762. Kona hans er ókunn. En börn hans voru: Finnbogi og Ragnhildur 9918.

9887    

α  Finnbogi Ólason‚ f. um 1719, bjó á Hofsborg um 1765, því að þar er Ísleifur sonur hans fæddur. Hann átti Bergbóru Jóakimsdóttur, systur Ólafs í Höfn í Borgarfirði (1532). Þeirra börn: Óli og Ísleifur. Bergþóra dó í Hraunfelli 1784, 66 ára‚ og er þá maður hennar sagður í kirkjubók Hofs „öreigi umrólandi“. En Finnbogi dó árið eftir‚ 1785, í Leiðarhöfn, 66 ára.

9888    

αα   Óli Finnbogason bjó á Hraunfelli um 1785, þá 36 ára‚ átti Margréti  Magnúsdóttur   (f.  um   1754).  Þeirra barn 1785: Magnús (9 ára). Dánarbú þeirra‚ hjóna var virt 1. apríl 1807 og skipt 2. maí s. á., 75 rd. 16 sk. Þá eru börn þeirra talin: Magnús (32 ára) og Finnbogi (12 ára). Fjárhaldsmaður Finnboga er skipaður Ísleifur Finnbogason í Hallberuhúsum, föðurbróðir hans.

9889        

ααα    Magnús Ólason‚ f. um 1776.

9890        

βββ    Finnbogi Ólason‚ f. um 1795.

9891    

ββ   Ísleifur Finnbogason, f. um 1765, er vinnumaður á Einarsstöðum í Vopnafirði 1785, 20 ára‚ hjá Málfríði Marteinsdóttur frá Bustarfelli. Eftir það gerðist það‚ að sögn‚ að Guðmundur sýslumaður í Krossavík fékk hann til að fara til Péturs sýslumanns föður síns að Ketilsstöðum á Völlum og gerast ráðsmaður hjá honum. Hefur Guðmundur því haft álit á Ísleifi, enda gerðist hann myndarmaður, smiður og bókbindari. Ísleifur fór austur að Ketilsstöðum. Þegar hann var þar‚ kom þangað stúlka til lækninga utan úr Hjaltastaðaþinghá, og var um tíma hjá
Pétri. Það var Guðrún Sigurðardóttir 10124 frá Kóreksstaðagerði. Dró þar saman með þeim Ísleifi og giftust þau síðan 1794 (hann þá talinn 30 ára en hún 27). Þá voru þau í húsmennsku á Egilsstöðum á Völlum en bjuggu síðan lengi í Hallberuhúsum og síðan á Geirúlfsstöðum. Þangað eru þau komin 1816. Þá eru börn þeirra: Finnbogi (20 ára), Kristín (18), Bergþóra (16), Guðlaug (15), Óli (9). Guðrún ólst upp hjá Kristjáni, launsyni Hans Wium‚ og Önnu konu hans‚ þangað til hún var 12 ára. Þau voru eitthvað á Eiðum hjá Ewert Wium.

9892        

ααα   Finnbogi Ísleifsson bjó lengst á Víðilæk í Skriðdal góðu  búi‚  smiður  góður‚   átti  Þorbjörgu Marteinsdóttur 8411, systur Guðmundar hreppstjóra á Víðivöllum. Þeirra börn 1845: Guðleif (17 ára), Valgerður (16), Jón (15), Kristbjörg (11), Þorfinnur (8), Guðmundur (4).

9893       

+   Guðleif Finnbogadóttir, átti Arnfinn Jónsson 6557 á Arnhólsstöðum.

9894        

+   Valgerður Finnbogadóttir, átti Jóhann Gunnlaugsson 5230 í Flögu í Breiðdal.

9895        

+   Jón  Finnbogason  b.   á  Höskuldsstöðum í Breiðdal, mesti  myndarmaður,  vegagerðarstjóri,   yfirsetumaður,   átti I., Hildi Jónsdóttur 1153 frá Höskuldsstaðaseli. Þeirra börn: Finnbogi‚ Ragnheiður. II.,  Guðlaugu Jónsdóttur frá Ásunnarstöðum‚ og bjó þar um hríð. Þeirra börn dóu ung.

9896       

  ++   Finnbogi Jónsson varð áti á Hallormsstaðahálsi, ókv., barnlaus.

9897        

++   Ragnheiður Jónsdóttir.

9898        

+   Kristbjörg Finnbogadóttir átti Þorvarð Jónsson frá Arnhólsstöðum 6555.

9899        

+   Þorfinnur Finnbogason var í Breiðdal, átti Sigríði Guðmundsdóttur 3355 Andréssonar.

9900        

+   Guðmundur Finnbogason bjó á Þorgrímsstöðum í Breiðdal, átti Guðlaugu Eiríksdóttur 2012 Einarssonar á Glúmsstöðum. Am.

9901    

βββ   Kristín Ísleifsdóttir átti Jón 6554 Finnbogason á Arnhólsstöðum í Skriðdal.

9902    

ggg   Bergbóra  Ísleifsdóttir  var  seinni  kona  Hallgríms Ásmundssonar 13217 í Stóra-Sandfelli.

9903    

đđđ   Guðlaug Ísleifsdóttir átti Svein Ormsson  12992 í Sauðhaga.  Guðlaug  var  hálfgerður  aumingi, en bezta manneskja. Þeirra börn: Óli‚ Ormar‚ Ingveldur, Ragnheiður. Dóu öll óg., bl.

9904    

εεε   Óli Ísleifsson bjó á Útnyrðingsstöðum, vænn maður og góður bóndi‚ átti I., Guðnýju Pétursdóttur frá Víkingsstöðum 3058. Þeirra börn: Anna‚ Pétur‚ Jón. II., Salnýju Guðmundsdóttur 1896 frá Vaði. Þeirra börn: Einar‚ Guðni‚ Methúsalem, Guðrún.

9905    

+   Anna Óladóttir átti Halldór á Eyvindará Jónsson 122 frá Keldhólum.

9906    

+   Pétur Ólason b. á Gíslastöðum átti Sigurbjörgu Jónsdóttur 6570 frá Arnhólsstöðum.

9907    

+   Jón Ólason bjó á Útnyrðingsstöðum, átti Vilborgu Þorsteinsdóttur 7008 frá Mjóanesi. Þeirra börn: Þorsteinn Metúsalem og Anna.

9908    

++   Þorsteinn Metúsalem Jónsson var barnakennari í Borgarfirði og á Akureyri, um tíma alþingismaður. Átti Sigurjónu Jakobsdóttur (f. 16. sept. 1891) úr Grímsey.

9909    

++   Anna Jónsdóttir átti Sigurð á Útnyrðingsstöðum 1915 Jónsson.

9910    

+   Einar Ólason bjó á Hrollaugsstöðum og Hóli‚ var þá póstur allmörg ár og bjó á Völlum. Var síðast í Borgarfirði. Hann átti fyrst barn með Maríu Jónsdóttur 9679 frá Teigagerði, hét Einar.  Síðan átti hann  Jóhönnu Jónsdóttur 9794 og Kristínar Árnadóttur frá Kóreksstöðum. Þeirra börn: Jónína‚ Stefán‚ Óli.

9911    

++  Einar Einarsson bjó um tíma á Jökulsá í Borgarfirði‚ átti Salínu Jónsdóttur 3021 Arngrímssonar. Hann dó frá ungum börnum sínum. Þeirra börn: Jón‚ Kristín Ólína‚ Stefán Ólafur, Einar (lenti í snjóflóði í Breiðuvík 17—18 ára), Magnea Vilhelmína, María‚ Þórhallur.

9912    

++   Jónína Einarsdóttir átti Stefán á Mýrum Þórarinsson 432. Þeirra börn: Einþór‚ Einar Jóhann‚ Þórarinn, Sófonías, Magnús‚ Metúsalem, Pálína Fanný‚ Sveinn‚ Ingibjörg, Jón‚ dó barn.

9913    

++   Óli  Einarsson   bjó   í   Þingmúla, söðlasmiður, átti Margréti Einarsdóttur 6483 Sölvasonar. Þeirra börn: Einar‚ Sölvi‚ Jónína Salný‚ Bergur Guðlaugur.

9914    

++   Stefán Einarsson átti Guðnýju Þórólfsdóttur í Húsey Rikkarðssonar. Hann varð skammlífur.

9915    

+    Guðni Ólason bjó á Gíslastöðum, átti Margréti Þórðardóttur 7598 frá Sævarenda. Am.

9916    

+   Metúsalem Ólason fór til Ameríku og varð þar góður bóndi‚ átti Guðrúnu Einarsdóttur 1210 frá Egilsseli. Þeirra börn 13, upp komust 10, eru öll í Ameríku (North-Dakota).

9917    

+   Guðrún Óladóttir átti Ólaf Abrahamsson 3524 frá Bakka. Am.

9918    

β   Ragnhildur Óladóttir, Finnbogasonar (9886) fædd um 1732, átti Jón nokkurn, bónda í Öxarfirði, náskyldan sr. Jóni Þorlákssyni á Bægisá (segir Jón Sigfússon). Þau fluttust síðar austur að Bustarfelli. Áttu 14 börn. Þar á meðal voru: Guðrún‚ Ragnhildur‚ Finnbogi, Jón. Þau hafa verið í Sunnudal um 1771, því að þá er Finnbogi sonur þeirra fæddur þar. Ragnhildur er húskona á Leifsstöðum 1785, 53 ára.

9919    

αα   Guðrún Jónsdóttir, fædd um 1761, átti Martein (f. um 1749) Jónsson bónda á Leifsstöðum og Vindfelli (1816). Þeirra barn: Jón. Marteinn er fæddur á Þorvaldsstöðum á Strönd um 1749, dó 1819. Guðrún dó 1818.

9920    

ααα   Jón Marteinsson bjó á Vindfelli, dó ókv., átti eitt launbarn og dó það ungt.

9921    

ββ   Ragnhildur Jónsdóttir átti 1794 Bjarna Ásmundsson 13518 Jónssonar. Þeirra einbirni: Silkisíf, bl.

9922    

gg   Finnbogi Jónsson var austur á Héraði í Hleinagarði og víðar. Átti I., Salnýju Magnúsdóttur 9273 frá Fremra-Seli. Þeirra börn: Stefán‚ Ragnhildur, Sesselja, Guðrún. Þau fluttu í Vopnafjörð 1818, kom Finnbogi þá frá Dratthalastöðum en Salný frá Torfastöðum í Hlíð. En börn þeirra komu ekki með þeim‚ Þau urðu þá vinnuhjú á Hofi og þar dó Salný árið eftir (1819). En Finnbogi giftist aftur 1822 Sigríði Bjarnadóttur 9594 systur Rustíkusar á Breiðumýri, bjuggu á Þorbrandsstöðum barnlaus. Launsonur Finnboga við Helgu Þorsteinsdóttur 9521 pósts hét Óli (9522).

9923    

ααα  Stefán Finnbogason, víst ókv., bl.

9924    

βββ   Ragnhildur Finnbogadóttir átti Jón Marteinsson á Keldhólum 121. Þau þóttu merkishjón.

9925    

ggg   Sesselja Finnbogadóttir var seinni kona Jóns Hjörleifssonar 7159 yngra á Nefbjarnarstöðum.

9926    

đđđ   Guðrún Finnbogadóttir.

9927   

đđ   Jón Jónsson er á Leifsstöðum hjá móður sinni 1785, 17 ára‚ þá fæddur um 1768.

9928   

ee   Ingibjörg Ólafsdóttir frá Refstað  (9846)  er líklega sú‚ sem er kona Jóns Ásmundssonar bónda á Felli 1703, 27 ára (hann 31 árs). Þeirra börn þá: Magnús (5) og Ásmundur (2). Móðir Jóns hét Agatha Þorsteinsdóttir (67 ára). Ekkert er meira kunnugt um hana‚ nema hún er á Refstað 1723 og 1730. Hefur líklega misst mann og börn í bólunni.

9929   

ff   Halldóra Ólafsdóttir (9846) mun vera sú‚ sem er 25 ára  1703,  kona  Sigurðar  Jónssonar bónda á Rauðhólum (29). Þeirra barn þá: Guðmundur (5). Meira er ekki kunnugt um hana.

9930   

gg   Gyðríður Ólafsdóttir (9846) varð seinni kona Ingimundar Jónssonar 12000 á Egilsstöðum í Vopnafirði. Þau fengu konungsleyfi til giftingar 1712 vegna skyldleika hennar við fyrri konu Ingimundar, Þórunni Þorsteinsdóttur, sem er 44 ára 1703. Voru þær að 2. og 3., en ekki er kunnugt, hvernig það hefur verið. Þau Ingimundur áttu barn í lausaleik 1710 og segir séra Ólafur að þau sé að 2. og 3. Annar en hann ritar annars seðilinn með tilkynningunni og giftingarleyfið telur Gyðríði beinlínis að 2. og 3. við fyrri konu Ingimundar, og verður líklega að telja það réttara. Annars var sektin fyrir barneign sama‚ hvort sem Gyðríður hefur verið að 2. og 3. við Ingimund eða fyrri konu hans.  Ekki er kunnugt, hvort þau Ingimundur og Gyðríður hafa átt börn.  Gyðríður  býr í  Lögréttu hjá Refstað 1730. Ingimundur Jónsson er þá talinn þar líka.

9931   

hh   Ásmundur Ólafsson  (9846) var á Rauðhólum 1730, er ekki í búendatölu 1734, annars ókunnur.

9932   

ii   Tómas Ólafsson (9846) bjó á Egilsstöðum 1723, 1730 og 1734. Þar er hann 1734 talinn í „sambúi“ við Jón Jónsson og Jón Finnbogason. Sjá um það við 9881. Annað er ekki kunnugt um hann‚ og hefur víst ekki komið ætt frá honum.

9933   

jj    Guðrún Ólafsdóttir  (9846) hefur líklega verið kona Jóns Jónssonar, sem er í „sambúi“ við Tómas bróður hennar á Egilsstöðum 1734, og börn þeirra verið Hjörleifur og Þorbjörg.

9934   

aaa   Hjörleifur Jónsson, fæddur um 1726, bjó á Ásbrandsstöðum  1762, í Krossavík  1771, og síðar á Ketilsstöðum í Hlíð. Átti Helgu Jónsdóttur 7126 Guttormssonar í Hjarðarhaga.

9935   

bbb   Þorbjörg  Jónsdóttir   átti  Rafn  Eiríksson bónda í Syðrivík.  Þau  búa  í  Krossavíkurhjáleigu 1762, og er hann þá talinn 45 ára en hún 35, og ætti hún þá að vera fædd um 1727, en 1789 er hún talin 60 ára‚ og væri eftir því fædd um 1729. Er hún því fædd á þeim árum‚ 1727—1730. Þá býr Jón Jónsson á Egilsstöðum 1723—1734 og líklega lengur‚ sá er var í „sambúi“ við Tómas. Þau Hjörleifur og Þorbjörg eru því eflaust börn hans‚ hvað sem um móðurina er að segja. En líklegast er‚ að hún hafi verið Guðrún systir Tómasar. Rafn kvaðst í réttarhaldi 1771 27/9 hafa verið síðustu 25 ár í Refstaðasókn og hefði því átt að koma þangað 1746.

Rafn var sonur Eiríks „guðlausa“, bróður Jóns „höfuðsmanns“ á Oddsstöðum á Sléttu. Þar bjó 1703 Jón Jónsson hreppstjóri, 40 ára. Kona hans Sigríður Jónsdóttir (38). Þeirra börn: Jónar tveir (6 og 2 ára). Þar er þá Guðrún Kolbeinsdóttir, 68 ára‚ sem gæti verið móðir annars hvors hjónanna. Í húsmennsku er Sveinungi Kolbeinsson, 54 ára‚ líklega bróðir hennar.

Eiríkur var kallaður „guðlausi“, því að „hann sagðist ekki trúa á sönginn“. Kona hans hét Ingibjörg „vestan undan Jökli“, „mesti svarri“, sterk og mikil fyrir sér. Þau bjuggu nálægt sjó‚ „einhvers staðar á Sléttu eða Langanesi, og reri Ingibjörg til fiskjar með manni sínum‚ en þótti hann linur í róðri. Sagði hún þá eitt sinn: „Mikil sletta ert þú‚ Eiríkur, að þú skulir ekki geta róið betur en þetta móti mér“. Ekki eru þau búendur milli Vopnafjarðar og Jökulsár í Öxarfirði 1703. Og enginn Eiríkur Jónsson er þá á því svæði‚ nema 2 vinnumenn, annar á Eldjárnsstöðum á Langanesi, 19 ára‚ líklega bróðir húsfreyju þar‚ Elísabetar Jónsdóttur (29 ára). En hinn er í Efri-Hólum í Núpasveit, 26 ára‚ hjá Þórði Jónssyni (30) og Ingibjörgu Jónsdóttur, bústýru hans‚ 25 ára. Þar er þá Sigríður Eiríksdóttir 7 vikna barn. Enginn skyldleiki manna eða venzl‚ er þar tilfærður fremur en annars staðar í Þingeyjarsýslu í manntalinu 1703. En það tel ég víst‚ að þessi Eiríkur Jónsson sé einmitt Eiríkur „guðlausi“ og Ingibjörg þessi hafi orðið kona hans og þau þá þegar búin að eiga barn saman‚ þessa Sigríði Eiríksdóttur, sem þá er 7 vikna. Eða þau hafa þá þegar verið hjón‚ þó að Ingibjörg væri ráðskona Þórðar. Má ske Þórður bróðir Eiríks. Ekki er Eiríkur Jónsson nefndur nyrðra í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 eða 1730, enda gat hann verið dáinn fyrir 1723. Rafn sonur hans er fæddur um 1717. Telur sig 57 ára í réttarhaldi 27/9 1771, og væri þá fæddur 1714. Um önnur börn þeirra er ekki kunnugt.

Börn Rafns í Syðrivík og Þorbjargar voru Jónar 2, Guðrúnar 2 og Ólafur. Eitthvað hefur Rafn verið á Egilsstöðum í Vopnafirði‚ því að þar fæðist Jón eldri sonur hans um 1751. Hefur Jón‚ faðir Þorbjargar, þá líklega búið þar enn‚ eða þau Rafn tekið við af honum. Rafn dó 1785, 66 ára talinn‚ en hefur verið 71 árs.

9936

α  Jón Rafnsson eldri bjó í Strandhöfn 1785 og á Vindfelli 1789 og var þá hreppstjóri, átti Málfríði Jónsdóttur (f. um 1731), bl. 3860. Þau ólu upp Elínu Sigurðardóttur frá Vatnsdalsgerði og dó Jón hjá henni á Sandbrekku. Hann ól upp Sigríði systur hennar.

9937   

β  Jón Rafnsson yngri‚ f. um 1753, bjó í Dagverðargerði („Dögunargerðis-Jón“ í kvæði séra Sigfúsar Árnasonar), á Litlasteinsvaði (1785) og Eyvindarstöðum (1789), átti Guðrúnu Jónsdóttur‚ (f. um 1750). Þau eru barnlaus 1789 og hafa víst ekki átt barn‚ sem lifað hefur.

9938   

g   Guðrún eldri Rafnsdóttir, f. um 1764, átti Bjarna Eiríksson 10190, er síðast og lengst bjó á Ekru. Þaðan er margt manna.

9939   

đ  Guðrún yngri Rafnsdóttir, ógift‚ var lengi hjá Guðrúnu systur sinni og síðar hjá Sigurði Jónssyni í Hólshjáleigu 1816, er síðar bjó í Njarðvík. Þá er Bjarni mágur hennar‚ var á Surtsstöðum 1793—1795 og hún vinnukona hans‚ voru þar í tvíbýli Bóel Jensdóttir og Sigurður Jónsson 3243 fóstur- og dóttursonur hennar. Áttu þau Guðrún þá barn saman er Sigurður hét. Hann átti Kristrúnu Þorsteinsdóttur frá Götu (3244).

9940   

ε  Ólafur Rafnsson, f. um 1770, var hjá Jóni yngra bróður sínum‚ kvæntist Sigríði Sigurðardóttur frá Vatnsdalsgerði 97, fósturdóttur Jóns eldra Rafnssonar á Vindfelli 1798 og var þar fram yfir 1800, því að 1801 fæðist Björn sonur hans á Vindfelli. Síðar bjó hann eitthvað á Sandbrekku, er dáinn fyrir 1816. Þá er Sigríður þar vinnukona hjá Elínu systur sinni með sonu þeirra Ólafs‚ Björn og Finnboga.

9941  

kk   Jón Ólafsson frá Refstað yngri‚ f. 1702 (9846) vígðist að Refstað aðstoðarprestur til föður síns 1723 og fékk kallið‚ þegar faðir hans sagði af sér 1729. Flosnaði þar upp fellisárið 1751 og fékk þá Sandfell í Öræfum 1752, undi þar lítt og fékk Dvergastein 1757, dó 1762, 60 ára. Hann átti I., Ragnhildi Daðadóttur frá Vindfelli  9380.  Prestaæfir á  Refstað kalla hana Ragnheiði. Er Ragnhildur  eflaust réttara. Svo er hún nefnd í manntalinu 1703 á Hrafnabjörgum, þar sem hún er í fóstri‚ 7 ára. Og svo er hún nefnd í leyfisbréfi til giftingar, er þau séra Jón fengu 5. marz 1728. Þau eru þar talin þremenningar, og er það frá Eiríki í Bót. Kristín móðir séra Ólafs‚ og Hróðný‚ móðir Snjófríðar á Vindfelli‚  systur.  Þeirra börn  eftir  prestaæfum á Refstað: Ólafur‚ Ingibjörg, Guðríður, Katrín‚ Ingibjörg. Ein drukknaði í Gljúfursá‚ líklega ekki ein af þessum‚ sem nefndar eru. Jón prestur átti II., Margréti Kortsdóttur frá Gilsá 5898, fædda 1719, barnlaus‚ Hún dó 1793 á Berunesi. Séra Jón var gáfumaður og góður prestur, en nokkuð drykkfeldur, allt af fátækur.

Jón Sigfússon hefur ekki vitað um fyrri konu séra Jóns‚ en segir‚ að þau Margrét hafi átt 3 dætur og engin þeirra gifzt‚ en verið í vinnumennsku hjá Sveini Sveinssyni á Hofi í Mjóafirði og Vestdal, og allar dáið barnlausar. Þetta á eflaust við dætur séra Jóns og Ragnhildar, enda er ekkert kunnugt um þær‚ nema Ingibjörgu‚ líklega þá eldri.

9942    

aaa   Ólafur Jónsson, ókunnur.

9943    

bbb   Ingibjörg Jónsdóttir átti Svein Ásmundsson á Hofi í Öræfum 4135, sem drukknaði í mannskaðabylnum 1757. Hún giftist síðar Tómasi 10835 Oddssyni frá Nesi í Loðmundarfirði, bjuggu á Selstöðum. Börn lifðu eigi.

9944    

ccc ddd eee   Guðríður,  Katrín‚  Ingibjörg  önnur‚  allar ókunnar, en munu hafa dáið hjá Sveini systursyni sínum (4136) ógiftar og barnlausar.

9945    

b   Guttormur Sigfússon frá Hofteigi (9845) fékk Hólma í Reyðarfirði 2. okt. 1668 (vígðist 1660 aðstoðarprestur að Vallanesi og 1667 að Hólmum) og var þar síðan prestur alla stund. Hann er talinn 67 ára 1703, og ætti þá að vera fæddur um 1636.  Prestatalið segir að hann hafi dáið 1724, en Páll prófastur Högnason segir að hann lifi „háaldraður og karlægur“ 1727 og hefur þá verið orðinn 91 árs. Hann átti Bergljótu dóttur Einars Skúlasonar   á   Hraunum   í   Fljótum, bróður Þorláks biskups, en móðir þeirra  var   Steinunn,   laundóttir   Guðbrands  biskups. Ekki er kunnugt, að þau hafi átt önnur börn en Jón.

9946    

aa   Jón Guttormsson, f. um 1676, varð aðstoðarprestur föður síns 1699 og fékk Hólma eftir hann‚ dó 1731. Átti Margréti dóttur Þórarins prests Jónssonar á Hrafnagili (S.æf. I. 55). Hún er 34 ára 1703 og þá fædd um 1669. Þeirra börn: Þórarinn, Bergljót‚ Halldóra, Guttormur dó ókv., bl.

9947    

aaa   Þórarinn Jónsson, f. um 1702, vígðist 1728 aðstoðarprestur  til  sr.  Björns í Hofsþingum í Skagafirði, en varð 1729 aðstoðarprestur föður síns‚ fékk Þvottá 1732, Skorrastað 1749, dó 1770, 62 ára. Átti Sesselju dóttur Bjarna prests 3849 á Ási Einarssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur prófasts í Vallanesi Ólafssonar.   Þeirra  börn:   Jón‚   Bjarni‚   Ingunn‚ Guðríður, Guðrún‚ Guðný‚ Katrín‚ Margrét.

9948    

α   Jón Þórarinsson lærði stýrimennsku og fór til Frakklands.

9949    

β   Bjarni Þórarinsson fór til Hollands.

9950    

g   Ingunn  Þórarinsdóttir  átti  séra  Þorstein Jónsson á Dvergasteini 7751 (1769—1800), barnlaus. Hann var sonur séra Jóns Guðmundssonar, síðast í Reykjadal, og Guðlaugar Jónsdóttur. Sr. Þorsteinn dó í Firði í Mjóafirði 10/8 1800, en Ingunn 3/10 1804 á Valþjófsstað.

9951    

đ  Guðríður Þórarinsdóttir átti Ólaf Arngrímsson á Eiðum lögréttumann. Þeirra dóttir: Ingibjörg.

9952    

αα   Ingibjörg Ólafsdóttir, ógift. Dó sem sveitarómagi í Fellahreppi, var kölluð „Lúsa-Imba“.

9953    

ε   Guðrún   Þórarinsdóttir   átti  I.,  Árna  á  Grænanesi Torfason 12412, var seinni kona hans. Þeirra börn: Erlendur, Sesselja, Halldóra, Guðrún. II., Davíð Jónsson 583 í Hellisfirði. Þeirra börn: Árni stúdent í Belgsholti og Ingunn á Skeggjastöðum (584 og 588). Frá Guðrúnu er Hellisfjarðarætt.

9954    

αα   Erlendur Árnason bjó í Hellisfirði, átti Ólöfu Jónsdóttur 7023 frá Skeggjastöðum. Þeirra börn: Þórarinn, Guðrún‚ Einar‚ Mekkin‚ Jón.

9955    

ααα   Þórarinn  Erlendsson,  f.   12/2   1800, varð prestur í Bjarnanesi 1829. „Sæmdar prestur, góðmenni og gleðimaður og fjörmikill, tryggur og vinsæll“. Vígður aðstoðarprestur til séra Magnúsar Ólafssonar í Bjarnanesi 1826. Var prófastur í Austur-Skaftafellssýslu, fékk Hof í Álftafirði 1843 og var þar síðan‚ fékk lausn 1881 og sleppti brauði 1882, flutti þá að Rannveigarstöðum en síðast aftur að Hofi til sr. Jóns Finnssonar og dó þar 28/4 1898  á  99.  ári.  Hann átti 1825 Guðnýju, (f. 12/2 1802) dóttur Benedikts prests Þorsteinssonar 372 á Skorrastað.

9956    

βββ   Guðrún Erlendsdóttir átti Bjarna Pétursson 6891 í Hellisfirði.

9957    

ggg   Einar Erlendsson bjó í Hellisfirði, átti Þrúði Hávarðsdóttur 1486 frá Hólum í Norðfirði.

9958    

đđđ  Mekkin Erlendsdóttir átti I., Ólaf Pétursson á Karlsskála 6956 og mörg börn. II.‚ Hávarð Guðmundsson 1452 á Miðhúsum og Þvottá. Barnlaus.

9959    

εεε  Jón Erlendsson bjó á Hauksstöðum á Jökuldal. Átti Sólrúnu Bjarnadóttur  6896  úr Hellisfirði.  Fyrst bjuggu þau á Sveinsstöðum í Norðfirði.

9960    

ββ   Sesselja Árnadóttir átti 1795 Svein Sveinsson á Hofi 4136 í Mjóafirði og síðar í Vestdal.

9961    

gg    Halldóra Árnadóttir átti 1795 Bjarna Sveinsson 2828 bónda í Viðfirði.

9962    

đđ   Guðrún Árnadóttir átti Stefán Stefánsson 12365  á Vöðlum í Vaðlavík.

9963    

ſ   Guðný Þórarinsdóttir frá Skorrastað átti Björn á Löndum 459 í Stöðvarfirði Eiríksson.

9964    

3   Katrín Þórarinsdóttir átti Sigurð. Þeirra son: Eyjólfur.

9965    

αα   Eyjólfur Sigurðsson var síðast á flakki í Breiðdal. Barnlaus.

9966    

į  Margrét  Þórarinsdóttir  átti  Hinrik  bónda í Viðfirði Guðmundsson. Hinrik er fæddur um 1713. Jón Sigfússon segir‚ að hann hafi verið ættaður frá Melrakkanesi. Ekki getur hann þó verið sonur Guðmundar á Melrakkanesi, föður Bessa sýslumanns, en hann gæti verið dóttursonur Bjarna Guðmundssonar á Karlsstöðum (5534) bróður Hinriks á Karlsstöðum (5780), ef til vill sonur Margrétar eða Þorbjargar Bjarnadætra, sem virðast hafa alizt upp hjá Hinriki, eða verið hjá honum eitthvað, og gæti þaðan verið Hinriksnafnið. Hinrik og Margrét búa í Hellisfirði 1762, hann 49 ára en hún 24. Þeirra börn: Eyjólfur (1l/2) og Anna (3½). Sonur Hinriks Guðmundur (21) er þar líka.

9967    

αα  Eyjólfur Hinriksson, f. um 1760.

 

Númer 9968—9969 vantar í hdr.

 

9970

ββ   Anna Hinriksdóttir átti Finnboga Björnsson 5288 í Viðfirði.

9971    

bbb   Bergljót   Jónsdóttir   prests Guttormssonar  (9946) varð miðkona Hjörleifs prófasts Þórðarsonar 6239 á Valþjófsstað.

9972    

ccc   Halldóra Jónsdóttir (9946) átti Pétur prest Arnsted 2698 á Hofi í Vopnafirði.

9973    

c   Jón Sigfússon frá Hofteigi  (9845)  varð vel efnaður, átti Sesselju dóttur Jóhanns þýzka á Egilsstöðum í Vopnafirði 6875 og bjó þar 1681. Síðar bjó hann á Stekk í Stórubreiðuvík við kauptúnið þar. Jón hefur líklega verið dáinn 1703. Þá býr kona hans á Stekk í Stórubreiðuvík (60 ára). Ekki er þess getið‚ að hún sé ekkja‚ en kölluð „búandi“. Hjá henni eru börn hennar: Jakob Jónsson (22 ára), og Ingibjörg (13). Dóttir þeirra hefur og verið Elízabet 10017. Þá var kaupstaður í Stórubreiðuvík, er síðar var fluttur á Eskifjörð. Dóttur hafa þau þó átt enn og hún verið móðir Ólafar Ívarsdóttur (4410), því í Sunnevuskjölum segir‚ að Hans Wíum og Ólöv Ívarsdóttir sé systrabörn.

9974    

aa   Jakob Jónsson, f. um 1682, bjó í Stórubreiðuvík 1734. Annars ókunnur. Engin Jakobsbörn  eru í Reyðarfirði 1762 eða 1777 eða þar í grennd 1762, er ætla mætti að væru hans börn. Átti Arndísi Björnsdóttur, þremenning sinn. Leyfi 1/4 1710. Hún víst sú‚ sem er vinnukona á Vöðlum 1703, 23 ára‚ hjá Jóni Arasyni og Valgerði Björnsdóttur. Jakob og Arndís áttu barn saman ógift 1710.1710.

9975    

bb   Ingibjörg  Jónsdóttir  átti  Jens  Wíum sýslumann í Múlaþingi. Hann var sonur Péturs Hinrikssonar Wíum og Bólettu systurdóttur Júlíönu Maríu drottningar Friðriks 5. Danakonungs. Þetta getur þó ekki verið rétt‚ því að þessi drottning er fædd 1729 og því miklu yngri en Jens Wíum. Þau bjuggu á Skriðuklaustri. Jens drukknaði á leið úr Seyðisfirði til Loðmundarfjarðar í þingaferð 1740. Var margrætt um það bátsslys. Þeirra börn: Bóel‚ Elízabet, Hans‚ Guðný. Guðný var ekki nema hálfsystir Hans Wíum‚ er 11 ára 1742, og þá fædd 1731. Hún er Jensdóttir og er í Hofteigi 1751 (sézt af skjölum í Sunnefumálinu. Þar sést og að Hans Wíum og Ólöf Ívarsdóttir hafa verið systrabörn). Ingibjörg lifir á Klaustri hjá Hans 1762, talin þá 72 ára.

9976    

aaa   Bóel Jensdóttir átti I., Sigurð Eyjólfsson 3211 „mókolls yngsta“ frá Eyvindarmúla. II. Sigurð Oddsson silfursmið á Surtsstöðum, 4563 og eitt barn‚ er dó ungt. Hún dó 26. febrúar 1797, 72 ára. Þótti mesta merkiskona.

9977    

bbb   Elízabet Jensdóttir átti Guðmund prest í Hofteigi Ingimundarson bónda á Fremsta Felli í Kinn. Móðir Ingimundar, kona Björns á Stóruvöllum, var Katrín dóttir Bjarna prests á Eyjardalsá, Magnússonar prests á Auðkúlu, Eiríkssonar prests á Auðkúlu 1573—98. Orti: „Níu á ég börn og nítján kýr‚ nær 500 sauði‚ sex og tuttugu söðladýr, svo er nú háttað auði“. Vorið eftir orti hann: „Níu á ég börn og níu kýr‚ nær 50 sauði‚ sex eru eftir söðladýr‚ svo er nú komið auði“) Magnússonar. Móðir séra Bjarna var Steinunn dóttir Péturs bónda á Svínavatni, Filippussonar s. st., Þórarinssonar. Kona Filippusar var Sólveig, dóttir Jóns Magnússonar á Svalbarði og Ragnheiðar. Faðir Ingimundar á Fremsta-Felli var Björn á Stóruvöllum í Bárðardal, Kolbeinsson á Stóruvöllum‚ Eiríkssonar á Lundabrekku, Þorvaldssonar, Tómassonar, Jónssonar, Ívarssonar fundna. Séra Guðmundur var bróðir Björns Ingimundarsonar 7902 í Hellisfirði og Guðrúnar móður sr. Ólafs á Svalbarði 860. Séra Guðmundur vígðist að Skriðuklaustri 1729, fékk Hofteig 1738, sagði af sér 1774, dó 1777. Í skiptabréfi 24/5
1800, eru systkin, börn hennar og sr. Guðmundar, talin: Anna Kristín, Pétur‚ Guttormur, Elízabet, Helga. Það var við skipti eftir Önnu Kristínu.

9978    

α  Anna Kristín Guðmundsdóttir, óg., bl., var lengi ráðskona hjá Pétri sýslumanni Þorsteinssyni. Skipti eftir hana fóru fram 24/5 1800, og eru þá eignir hennar 300 rd. 24 sk., þar í Útnyrðingsstaðir 80 rd., og fékk sr. Árni Þorsteinsson (Björg Pétursdóttir kona hans) þá og alls 141 rd. af eignunum eftir testamenti og sem skuld. En hinu var skipt milli systkina hennar.

9979    

β   Pétur Guðmundsson bjó á Hvanná. Þar býr hann 1762 (31 árs). Hann hefur verið á Brú um 1769, þá er Guðný dóttir hans fædd þar. Síðan bjó hann á Vaðbrekku, þar er Halldór sonur hans fæddur um 1773, Ingunn um 1777 og Ólöf um 1778. Hann dó á Torfastöðum hjá Halldóri syni sínum 21/11 1815, 88 ára‚ „eftir því sem menn meina“, segir kirkjubók Kirkjubæjar, en hefur eigi verið nema 84 ára eftir aldrinum 1762. Þá segir kirkjubók að „hann hafi verið sá fyrsti‚ er á seinni tímum setti byggð í Hrafnkelsdal eftir að hann hefur verið í eyði síðan í stóruplágu“. Hann átti I., Ólöfu Pétursdóttur frá Skjöldólfsstöðum 7351, II. Gyðríði Pétursdóttur. (Jón í Njarðvík kallar hana Kolbeinsdóttur). Kirkjubók segir við dauða hans‚ að hann hafi verið tvíkvæntur og átt mörg börn með báðum konum. Nú er eigi kunnugt nema um 4, og eru þau: Guðný‚ f. um 1769, Halldór, f. um 1773, Ingunn‚ f. um 1777 og Ólöf‚ f. um 1778. Af þeim er víst‚ að Guðný var dóttir Ólafar og líklega Halldór, en um Ingunni og Ólöfu er óvísara, hafa líklega verið eftir Gyðríði, og Ólöf heitið eftir fyrri konu Péturs. Gyðríður dó í Njarðvík hjá Gísla Halldórssyni.

9980    

αα  Guðný  Pétursdóttir  átti  Runólf  Bjarnason  2483 á Surtsstöðum, Geirastöðum og Ósi.

9981    

ββ   Halldór Pétursson bjó á Torfastöðum í Hlíð. Var dável efnaður, átti Margréti Gísladóttur 12187 frá Ytri-Hlíð. Bl.

9982    

gg   Ingunn Pétursdóttir, víst ógift‚ átti son við Einari Bjarnasyni, hét Runólfur. Bróðir Einars var Runólfur Bjarnason bóndi á Vattarnesi (J. Sigf.).

9983    

ααα  Runólfur Einarsson, bóndi á Þernunesi, átti Ingibjörgu Eyjólfsdóttur 2958, laundóttur Eyjólfs Þórðarsonar á Borg.

9984    

đđ  Ólöf Pétursdóttir átti Sæmund Vilhjálmsson beykis 13001 Sæmundssonar. Þeirra dóttir Ólöf.

ααα   Ólöf Sæmundsdóttir giftist í Norðurlandi.

9985    

g   Guttormur Guðmundsson frá Hofteigi (9977), f. um 1736, bjó í Sunnudal, Fagradal (1789), Húsavík (1790) og víðar‚ átti Guðrúnu Einarsdóttur 3749 prests á Skinnastað Jónssonar. „Eigi mikill búmaður, mikið hroðalegur, frekur‚ bráðlyndur og mikilfenglegur ekki fríður dálítið skáld‚ helzt við skammarkveðskap“ segir Jón Sigfússon.

9986    

đ  Elízabet Guðmundsdóttir átti Jón Höskuldsson hreppstjóra á Fljótsbakka. Barnlaus.

9987    

ε   Helga Guðmundsdóttir átti séra Erlend Guðmundsson 6015 í Hofteigi. Þeirra börn: Guðmundur og Ingibjörg barnlaus.

 

Nr. 9988 vantar í hdr.

 

9989

αα   Guðmundur Erlendsson var prestur á Klyppstað 1800—1853, dó 23. júlí 1853. Hann átti Ingveldi Lýðsdóttur sýslumanns Guðmundssonar, barnlaus. Þau skildu 1812. Hún dó á Ormsstöðum í Norðfirði 2/12 1825. Séra Guðmundur þótti góður klerkur í kirkjunni, en hrotti utan kirkju. Hann flutti frá Klyppstað 1826 að Gilsá í Breiðdal til Helgu systur sinnar og var þar í 15 ár‚ en lét aðstoðarpresta þjóna kallinu. Fór aftur að Klyppstað 1841 til sr. Jóns Austfjörð aðstoðarprests síns og dó hjá honum.

9990    

ccc   Hans Wíum (9975), f. um 1715, var sýslumaður í Vestmannaeyjum 1738—1740 og síðan í miðhluta og suðurhluta Múlasýslu 1740—1778, dó í apríl 1788, 73 ára. Hann var sagður „stór vexti og þrekinn, harðger og óvílsamur, hvatur til hvers hlutar og allra manna orðfærastur, gefinn fyrir ölföng og þá óstýrilátur“. Hann átti I., Guðrúnu dóttur Árna ríka 11005 á Arnheiðarstöðum‚ Þórðarsonar. Hann var 1762 talinn 47 ára en Guðrún 43. Þeirra börn þá: Níels (17 ára), Evert (12), Christen (21). Hann var launsonur Hans. Jón Sigfússon segir‚ að Hans hafi átt 2 launbörn í Vestmannaeyjum við Halldóru nokkurri,  allvænni stúlku. Kristján, sem austur kom með Hans‚ og stúlku‚ er varð eftir syðra. Guðrún dó 1771. II., átti Hans Unu Guðmundsdóttur frá Nesi í Loðmundarfirði 10721. Barnlaus. Við skipti eftir Wíum 16/4 1791, voru eignir 611 rd. 7 sk. en skuldin 668 rd. 28 sk.

9991    

α  Níels Wíum drukknaði í Lagarfljóti 3. febrúar 1765, var þá við nám á Ási. Með honum var fylgdarmaður, Runólfur Örnólfsson. Gengu þeir í auða vök út og norður af Vallanesi.

9992    

β   Ewert Wíum‚ f. um 1750, varð stúdent, sigldi til háskólans 1771, kom aftur þaðan 1773, bjó svo í Húsavík, á Eiðum‚ í Mjóanesi og víst víðar. Dr. Jón Þorkelsson segir‚ að Ewert hafi verið lengi barnakennari í Kaupmannahöfn og dáið þar 1814. Ewert átti Margréti Halldórsdóttur prests á Desjarmýri 10909, Gíslasonar. Þeirra börn: Níels‚ Guðrún‚ Jens‚ Halldór, Brynjólfur‚ Gísli‚ Hans. Ewert var í fyrstu vel efnaður og átti ýmsar jarðir. En allt gekk það af honum. Var hann víst ekki búmaður og konan athafnalítil. (Þegar Ewert nefndi við föður sinn, að hann vildi eiga Margréti, átti Hans að hafa sagt: „Gjörðu það ekki, sonur‚ hún verður eitur í þínum beinum“).

9993    

αα  Níels Ewertsson Wíum‚ umrenningur ókv., bl.

9994    

ββ   Guðrún Ewertsdóttir var 2. kona Jakobs Sigfússonar 7676 á Gunnlaugsstöðum.

9995    

gg   Jens Ewertsson Wíum fór til Kristínar Þórðardóttur í Garði og átti  Halldórsdóttur, systur séra Björns seinna manns hennar.

9996    

đđ   Halldór Ewertsson Wíum var í Vopnafjarðarkaupkaupstað, drukknaði í Hofsá 1/12 1823, 47 ára‚ víst ókv. og bl.

9997    

εε  Brynjólfur   Ewertsson   Wíum   var   jarðyrkjumaður, hálfgerður umrenningur, ókv., bl. Er á Gunnlaugsstöðum 1845.

9998    

ſſ  Gísli  Ewertsson  Wíum‚  f.  um 1793, varð aðstoðarprestur hjá séra Einari Hjaltasyni á Þóroddsstað, dó á Ófeigsstöðum í Köldukinn 25. apríl 1826. Átti Álfheiði Einarsdóttur, Tómassonar  prests  á   Grenjaðarstað,   Skúlasonar, systur séra Halfdáns, föður Helga prestaskólastjóra. Þeirra börn: Gísli og Guðrún. Álfheiður átti síðar Björn Kristjánsson frá Illhugastöðum í Fnjóskadal, og var þeirra sonur Tómas prestur á Barði í Fljótum.

9999    

ααα  Gísli Gíslason Wíum bjó í Brekkuseli, á Rangá og í Odda á Seyðisfirði. Hann var gleðimaður og skáldmæltur vel. Hann átti Ingibjörgu Snorradóttur prests á Desjarmýri, Sæmundssonar. Þeirra börn: Snorri‚ Þorbjörg, Kristín, Þórunn. 

10000    

+   Snorri Wíum var pöntunarfélagsstjóri á Seyðisfirði. Átti Guðlaugu Eiríksdóttur frá Brú‚ Guðmundssonar í Hoffelli. Barnlaus.

10001    

+   Þorbjörg Wíum dó óg., bl.

10002    

+   Kristín Wíum hafði dálitla verzlun á Seyðisfirði. Dó óg., bl.

10003    

+   Þórunn Wíum átti Lárus Tómasson prests á Brúarlandi í Hofsþingum, bóksala á Seyðisfirði. Þeirra börn:  Gísli‚ Margrét, Ingi Tómas‚ Snorri.

10004    

++   Gísli Lárusson Wíum var símritari á Seyðisfirði. átti Láru Bjarnadóttur prests á Hvanneyri í Siglufirði, Þorsteinssonar.   

10005    

++   Margrét  Lárusdóttir  átti   Guðmund  lækni Þorsteinsson á Bakkagerði í Borgarfirði.

10006    

++   Ingi Tómas Lárusson tónskáld.

10007    

++   Snorri Lárusson Wíum‚ var símritari á Seyðisfirði.

10008    

βββ  Guðrún   Gísladóttir   Wíum   átti   Jósef   bónda   á Hvarfi   í   Bárðardal   Kristjánsson,   bónda   á   Illugastöðum   í Fnjóskadal.

10009    

33   Hans  Ewertsson  Wíum  varð  barnaskólakennari  í Danmörku.

10010    

g   Kristján Hansson Wíum bjó um tíma á Ormsstöðum í Eiðaþinghá. Átti Önnu Oddsdóttur f. um 1713.

10011    

ddd   Guðný Jensdóttir Wíum   (laungetin)  átti Eirík Jónsson lögréttumann á Víðivöllum fremri (Gilsárteigi, segir Bogi í S.æf.). Þau Eiríkur eru á Brennistöðum 1762, hann talinn 36 ára‚ hún 34. Hjá þeim er Elín dóttir þeirra 6 ára‚ en ekki önnur börn. Þar er móðir Eiríks‚ Sólveig Magnúsdóttir, 65 ára‚ þá f. um 1697. Þar er Eiríkur kallaður „lausamaður“ (ef það er rétt ritað í afskriftum af manntalinu 1762). Aðalbúandinn á Brennistöðum er þá Vilborg Árnadóttir, ekkja‚ með börnum sínum. Síðar hefur Eiríkur  verið  á  Víðivöllum,  því að þar er Magnús sonur hans fæddur um 1764. Þeirra börn: Elín‚ Magnús‚ Jón.

10012    

α   Elín Eiríksdóttir fór vestur á land‚ átti Jón bónda í Krossnesi í Eyrarsveit, Tómasson s. st., Bjarnasonar í Neðrilág s. st., Bárðarsonar s. st., er skaut sig óvarlega 1685. Þeirra börn: Brynjólfur og Valdís‚ móðir Jóns í Arney.

10013    

β  Magnús Eiríksson („Prestaskeggur“) bjó í Barðsnesgerði‚  Sandvíkurseli   (1802)   og í  Klofa á Eskifirði (1816), átti Björgu Þorbjörnsdóttur (f. á Hánefsstöðum um 1758. Þau eru talin 1802 38 og 44 ára en 1816 57 og 60 ára‚ og fylgi ég fyrri aldursákvörðuninni). Þeirra börn 1802: Guðný (7 ára), Margrét  (5), Magnús (1).

10014    

αα    Guðný Magnúsdóttir átti Einar Þorsteinsson 12508 á Svínaskálastekk.

10015    

ββ   Margrét Magnúsdóttir, f. um 1797.

10016    

gg    Magnús Magnússon   („Skeggur“)  bjó í Fossgerði á Berufjarðarströnd, átti I., Þeirra börn: Bjarni‚ fæddur í Hálssókn um 1829, II., Guðrúnu Illhugadóttur 7710 „eiturkana“ Jónssonar „almáttuga“.

10017    

g     Jón Eiríksson fór vestur á land‚ bjó í Kolgröfum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Átti Jóhönnu, laundóttur Jens Kristjáns Sunkenbergs og Ingibjargar Þorvarðsdóttur frá Berserkseyri Þorsteinssonar. Þeirra börn: Jóhann í Svefneyjum og Sesselja.

10017

α  cc     Elízabet Jónsdóttir Sigfússonar (9973) átti Ívar Þorkelsson ‚ bónda á Eldjárnsstöðum á Langanesi (Ívar dó 1735). Búa þar 1703, hann 39 ára‚ hún 29. Þeirra börn: Jón‚ Ólöf.

aaa   Jón Ívarsson, f. um 1699, bjó í Skoruvík á Langanesi, var faðir Katrínar, konu Bessa Sighvatssonar 11371 í Krossgerði.

bbb   Ólöf Ívarsdóttir, f. um 1710, fór austur‚ er vinnukona á Skriðuklaustri hjá Hans Wíum 1742, þau kölluð „systrabörn“ við vitnaleiðslu í Sunnefumálinu. Átti Einar Jónsson, búa á Kollsstöðum 1786, hann 72, hún 76 ára. Þeirra dóttir Guðrún.

α     Guðrún Einarsdóttir, f. um 1749, átti I., Árna Rustikusson á Fljótsbakka II., Árna Jónsson á Brennistöðum 5356 og 4418.

10018

d Ögmundur Sigfússon frá Hofteigi (9845), átti Guðrúnu Þorvarðsdóttur 4790 prests á Klyppstað, Árnasonar. Eigi er kunnugt hvar þau hafa búið. Þeirra börn: Ögmundar 2 (segir Espólín).

Einnig má telja líklegt, að börn Ögmundar hafi verið Sigmundur‚ Þrúða og Sveinn. Guðrún Gunnlaugsdóttir á Eiríksstöðum (1628), greind og minnug og ættfróð kona‚ sagði að Hróðný‚ móðir föður síns‚ kona Þorkels Einarssonar á Eiríksstöðum (1595) hefði verið Pálsdóttir Sigmundssonar, og sá Sigmundur verið bróðir Ögmundar föður Þorsteins á Hafursá föður Guðrúnar, móður Guðrúnar, konu Þorvarðar í Húsum. Nú er Sigmundur Ögmundsson vinnumaður í Þingmúla 1703 hjá sr. Eiríki Sölvasyni, 45 ára‚ víst ekkjumaður. Þar er og Guðrún Sigmundsdóttir, dóttir hans (9 ára) og Þrúða Ögmundsdóttir, vinnukona, 40 ára‚ sem mun vera systir hans. Þá býr í Víðilæk í Skriðdal Sveinn Ögmundsson, 38 ára eflaust bróðir Sigmundar og er hjá honum Páll Sigmundsson, 12 ára‚ „bróðursonur hans“, sem eflaust er Páll faðir Hróðnýjar, ömmu Guðrúnar Gunnlaugsdóttur. Þegar talinn hefur verið í manntalinu 1703 presturinn í Þingmúla, séra Eiríkur Sölvason, kona hans og börn‚ stendur: „Náungar: Helga Sigfúsdóttir (68), Ragnhildur Sölvadóttir (32), Jón Gunnlaugsson (19). Þau eru ekkert einkennd, en Helga var móðir prests‚ dóttir séra Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi, Ragnhildur, systir prests og Jón bróðursonur hans. Nú má vera‚ að orðið „Náungar“ eigi ekki við fleiri menn‚ sem þar eru taldir. En strax á eftir kemur: „Sigmundur Ögmundsson vinnumaður (45), Halldór Magnússon vinnumaður (22), Þuríður Jónsdóttir, ekkja‚ (27), Guðrún Sigmundsdóttir ómagi (9), Þrúða Ögmundsdóttir vinnukona (40), og gæti orðið „Náungar“ átt við þá alla. Hitt er þó fullt eins líklegt. En fyrst þau 3, Sigmundur og Þrúða og barn Sigmundar eru þar‚ eru venzl eða skyldleiki ekki ólíkleg. Guðrún á Eiríksstöðum mundi það‚ efalaust rétt‚ að Sigmundur hefði verið bróðir Ögmundar, föður Þorsteins á Hafursá. Þar sem Sigmundur var Ögmundsson, hefði Ögmundur sá átt að vera það líka. En nú er enginn Ögmundur Ögmundsson til í manntalinu 1703 hér eystra nema Ögmundur sonur Ögmundar Sigfússonar frá Hofteigi‚ sem þá er í Hofteigi hjá sr. Eiríki Þorvarðssyni, 14 ára. En þar sem Þorsteinn á Hafursá er fæddur um 1717, hlaut faðir hans að minnsta kosti að vera orðinn stálpaður 1703. Kemur tíminn vel heim‚ að Þorsteinn sé sonur þess Ögmundar, sem er í Hofteigi 1703, því að hann hefði verið um 28 ára 1717. Það er sér í lagi þetta‚ sem gerir það líklegt, að Sigmundur, föðurbróðir Þorsteins, hafi verið sonur Ögmundar Sigfússonar.

En það er aftur á móti því‚ að Guðrún Gunnlaugsdóttir skyldi ekki vita það og rekja ætt Sigmundar til séra Sigfúsar, þar sem þá var ekki nema Ögmundur á milli‚ en heldur telja hann saman við Þorstein á Hafursá, og að miseldri væri helzt til mikið á milli Sigmundar og Ögmundar í Hofteigi, 31 ár. Þeir hefðu að minnsta kosti ekki getað verið sammæðra. Ögmundur, faðir Sigmundar‚ (sem er fæddur um 1658), hefur hlotið að vera fæddur tæplega síðar en 1635 og þá verið með elztu börnum séra Sigfúsar. En það getur líka verið og má vera að hann hafi heitið eftir Ögmundi föður Sveins‚ sem bjó á Skeggjastöðum 1681, föður Ögmundar‚ sem þar býr 1703, 35 ára. Hefur sá eldri Ögmundur líklega búið á Skeggjastöðum fyrir Svein‚ máske verið þar um það leyti‚ er séra Sigfús kom í Hofteig og verið honum vel.

Hafi Sigmundur, Þrúða og Sveinn verið börn Ögmundar Sigfússonar, geta þau ekki verið börn Guðrúnar Þorvarðsdóttur frá Klyppstað (1641—1673), því að hún er varla fædd fyr en um 1650 eða litlu fyr.

Þó að tilgátan um ætt þeirra Sigmundar sé lítið rökstudd, tel ég þau hér.

10019

aa Sigmundur Ögmundsson (óvíst að sé sonur Ögmundar Sigfússonar), f. um 1658, er í Þingmúla 1703, 45 ára‚ líklega þá ekkjumaður, hættur búskap‚ en ókunnug er kona hans.

Börn hans voru: Páll (12 ára 1703), Guðrún (9) og líklega Ögmundur‚ sem er á sveit á Völlum 1703 (5 ára). Ekki er kunnugt um þau nema Pál.

10020    

aaa   Páll  Sigmundsson  bjó   síðast á Langhúsum, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur 4691 frá Stórabakka.

10021    

bb  Þrúða Ögmundsdóttir er í Þingmúla 1703, 40 ára‚ líklega óg., bl.

10022    

cc   Sveinn Ögmundsson bjó á Víðilæk 1703 (38 ára), átti Gróu Guðnadóttur (41), barnlaus. Móðir hennar‚ Guðlaug Torfadóttir (70). Hjá honum ólst upp Páll Sigmundsson, bróðursonur hans.

10023    

dd   Ögmundur   Ögmundsson   eldri‚   segir   Espólin,   að verið hafi sveinn Páls lögmanns Vídalíns, hafði Svínadalsumboð, dó í bólu 1707. Sonur hans var (eftir sögn Snóksdalíns og Gísla Konráðssonar)  Gunnlaugur, faðir Jóns klénsmiðs í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 1761, föður Ámunda snikkara, föður Halldórs prófasts á Melstað, föður Daníels prófasts á Hólmum. Þetta getur þó ekki verið tímans vegna. Ögmundur Ögmundsson, sveinn Páls Vídalíns, er 21 árs 1703, og því f. um 1682. En sr. Halldór er fæddur um 1773. Ættu þá 4 feðgar að komast fyrir á 91 ári‚ en það er býsna hæpið‚ enda er Jón Gunnlaugsson talinn‚ 1729, 30 ára á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Væri hæfilegt að Gunnlaugur hefði verið sonur Ögmundar Sigfússonar og bróðir Ögmundar, sveins Páls Vídalíns.

10024    

ee   Ögmundur Ögmundsson yngri‚ f. um 1689, er 1703 14 ára‚ hjá séra Eiríki Þorvarðssyni í Hofteigi (4787), er átti Ingibjörgu föðursystur hans og varð prestur í Hofteigi eftir séra Sigfús. Kona hans er ókunn. Hann er á Hallfreðarstöðum 1723 og býr á Surtsstöðum 1730 og eitthvað talinn að hafa búið á Ekru‚ en ekki nefndur í bændatali Wíums 1734. Hans börn: Þorsteinn, Sigríður, Margrét, Steinunn, Björn.

10025    

aaa   Þorsteinn Ögmundsson, f. um 1717 (ekki víst að sé sonur   þessa Ögmundar  (10019)), bjó á Hrafnkelsstöðum, átti Margréti Þorsteinsdóttur f. e. 1724. Þeirra börn: 2 Guðrúnar.

10026    

α   Guðrún Þorsteinsdóttir eldri‚ f. um 1738, átti I., Árna. Þeirra son: Einar‚ f. um 1765. II., Jón bónda á Hafursá (f. e. 1720), Þorleifsson, bróður Jóns Þorleifssonar, föður Einars í Hrafnsgerði (11160), og var seinni kona hans. Jón bjó á Hrafnkelsstöðum 1762 (45 ára) með fyrri konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur (36). Þeirra son: Steingrímur (9 ára), er átti Snjófríði Sigurðardóttur frá Geitdal (2183). Þorleifur, faðir Jóna þessara, bjó í Hvammi á Völlum 1734 og var Árnason, eflaust sá Þorleifur Árnason, sem er léttadrengur á Eyjólfsstöðum 1703, 16 ára‚ hjá Árna hreppstjóra Pálssyni (4112), því að enginn annar Þorleifur Árnason er til í manntalinu 1703 milli Langaness og Lónsheiðar, er til greina gæti komið. Börn Jóns og Guðrúnar Þorsteinsdóttur voru Guðrún‚ Árni‚ Margrét. Jón Þorleifsson dó 1785 en Guðrún 1803 í Húsum.

10027    

αα   Einar Árnason, f. um 1765, var fyrri maður Ragnhildar eldri Eiríksdóttur 505 frá Mjóanesi, víst barnlaus.

10028    

ββ   Guðrún Jónsdóttir, f. um 1772, átti I., Sigfús Þorsteinsson 1937 frá Melum. II., Þorvarð Jónsson í Húsum 1816.

10029    

gg   Árni Jónsson, f. um 1776.

10030    

đđ   Margrét Jónsdóttir, f. um 1779.

10031    

ß   Guðrún yngri Þorsteinsdóttir, Ögmundssonar, átti I., Arnodd. Þeirra dóttir: Arndís. II., Jón b. á Oddsstöðum  í  Skógum og á Geirúlfsstöðum, Jónsson, bróður Járngerðar Jónsdóttur (11161) konu Magnúsar á Hrafnabjörgum í Hlíð. Jón er fæddur um 1755. Móðir þeirra Járngerðar, hét Ragnhildur Ögmundsdóttir, býr á Víðivöllum fremri 1762, 50 ára‚ og því fædd um 1712. Börn Jóns og Guðrúnar voru: Ragnhildur, Arnoddur, Þorsteinn, Guðrún‚ Ólöf.

10032    

αα   Arndís  Arnoddsdóttir.   Hennar   son: Jón  („búfótur“).

10033    

ββ   Ragnhildur Jónsdóttir, átti Pétur bónda á Giljum Bjarnason 1817. Þeirra börn: Jón‚ Ragnhildur Þorsteinn, Guðrún.

10034    

ααα   Jón Pétursson er á Haugsstöðum á Dal 1845, 32 ára‚ ókvæntur.

10035    

βββ   Ragnhildur Pétursdóttir, óg., 35 ára.

10036    

ggg    Þorsteinn Pétursson.

10037    

đđđ   Guðrún Pétursdóttir er á Haugsstöðum 1845, óg‚, 30 ára. Átti barn við Pétri Jónssyni frá Galtastöðum ytri 1840. Var það Guðmundur á Haugsstöðum 4290.

10038    

εεε    Ólöf Pétursdóttir. Móðir Péturs er hjá honum 1816, Guðrún Þorst.d. f. í Hrafnkelss. 1745 og hlýtur að vera d. Þorst.

10039    

gg   Arnoddur Jónsson bjó í Hamragerði, átti 1808 Guðrúnu   Magnúsdóttur   11164   frá Hrafnabjörgum.  Þeirra börn: Magnús‚ Ármann‚ Una‚ Sigríður, Katrín‚ Guðrún‚ óg., bl., Járngerður (fáráð‚ óg., bl.).

10040    

ααα  Magnús Arnoddsson bjó í Hvammsgerði í Vopnafirði. Átti I., Björgu Jónsdóttur frá Hrafnabjörgum. Þeirra börn lifðu eigi. II., Sólveigu Hannesdóttur 9223 og 11169 frá Böðvarsdal. Þeirra börn lifðu eigi heldur lengi‚ en komust þó sum upp‚ og dóu svo óg., barnlaus.

10041    

βββ   Ármann Arnoddsson bjó í Hamragerði. Átti Rósu Jónsdóttur  10047   frá  Arnórsstöðum,  Sveinssonar.  Þeirra son: Jón‚ ókv., bl.

10042    

ggg   Una Arnoddsdóttir átti I., Björn Ólafsson í Dölum 3390 á Útsveit. Bl. II., Þorleif Pétursson á Karlsskála í Reyðarfirði 6901.

10043    

đđđ  Sigríður Arnoddsdóttir.

10044    

εεε   Katrín Arnoddsdóttir.

10045    

đđ    Þorsteinn Jónsson, f. um 1782.

10046    

εε    Guðrún Jónsdóttir átti Jón Sveinsson á Arnórsstöðum 12995. Þeirra einbirni Rósa.

10047    

ααα  Rósa   Jónsdóttir   átti Ármann Arnoddsson 10041, systkinabarn sitt.

10047    

ſſ     Ólöf Jónsdóttir.

10048    

bbb   Sigríður Ögmundsdóttir (10024), f. um 1720, átti Árna á Stórabakka 4643 Guðmundsson.

10049    

ccc   Margrét Ögmundsdóttir (10024) átti Sigurð Eiríksson 9353 Ketilssonar í Fagradal.

10050    

ddd   Steinunn  Ögmundsdóttir  átti  Hjörleif  Eiríksson 9357 á Seljamýri, bróður Sigurðar.

10051    

eee    Björn Ögmundsson (10024), f. um 1728, bjó í Fögruhlíð (1762) og Snjóholti, góður bóndi‚ átti Ingibjörgu Kolbeinsdóttur‚ f. um 1729 (1762 er Björn talinn 35 ára en hún 32). Hún er líklega dóttir Kolbeins Steingrímssonar 1046, sem býr á Breiðavaði 1734. Þess vegna hefur Björn flutzt þangað síðast‚ ef til vill‚ í átthaga hennar. Þeirra börn: Ingibjörg, Jón‚ Margrét. Vafi þótti leika á um faðerni Ingibjargar, dóttur Björns. Þótti líklegra að faðir hennar hefði heitið Þorsteinn. Kölluðu gárungar hana svo „Steinbirnu“.

10052    

α  Ingibjörg Björnsdóttir, f. um 1729, átti Árna Rustikusson 5356 á Fljótsbakka.

10053    

β   Jón Björnsson bjó í Snjóholti, átti Margréti Einarsdóttur 3149 frá Ásgerðarstöðum.

10054    

g   Margrét Björnsdóttir átti Bjarna Eyjólfsson 3977 á Hafrafelli. Bjuggu fyrst á Breiðavaði. sjá nr. 3977 og áfram.

10055 

e   Sveinn Sigfússon frá Hofteigi  (9845)  átti Sesselju Stefánsdóttur 13625 (10335) systur Þórðar á Litlabakka (9765). Það er óvíst‚ hvar þau hafa búið. Eru bæði dáin fyrir 1703.

Þeirra börn: Bjarni‚ Jón‚ Guðný. Þau eru öll á Hrafnabjörgum hjá Jóni Stefánssyni, sem líklega hefur verið móðurbróðir þeirra og Katínu Ásmundsdóttur blinda‚ sem var þremenningur við þau. Þá er Bjarni 30 ára‚ Jón 25 og Guðný 27 ára. Má vera að þau hafi verið þar frá því er Sveinn dó.

10056    

aa   Bjarni Sveinsson, f. um 1673, er talinn í ómagadómi 1752 á áttræðisaldri, en í manntali á Gunnlaugsstöðum 1753, er hann talinn 86 ára‚ sem er of hátt. Þar er þá kona hans‚ Guðrún Ásmundsdóttir, talin 52 ára og ætti því að vera fædd um 1701. Tvær Guðrúnar Ásmundsdætur finnast í manntalinu 1703, er til greina geta komið. Önnur er dóttir Ásmundar á Hóli 3912, 3ja ára 1703, og hygg ég að það sé þessi Guðrún. Kristín hét móðir hennar og 2 Sigríðar átti hún fyrir systur‚ og dætur Bjarna og Guðrúnar hétu Kristín og 2 Sigríðar. Önnur er dóttir Ásmundar Pálssonar og Oddbjargar Jónsdóttur á Dísastöðum í Breiðdal á fyrsta misseri 1703. En lítil líkindi eru til þess‚ að það sé Guðrún kona Bjarna‚ og engar nafnalíkingar koma þar fram‚ og aldurinn ólíklegri‚ þó að ekki muni miklu. Eftir því sem þeim Bjarna fæðast börn‚ er líklegra að Guðrún sé fædd fyr en 1701 en síðar. Sveinn sonur Bjarna‚ er fæddur um 1720 (talinn 42 ára 1762 en 82 ára 1800, þegar hann dó), Þórunn fædd um 1724, Sigríður fædd um 1725, Kristín víst yngri‚ gift 1766, Sigríður yngri‚ óvíst hve gömul. Eiríkur hefur einnig heitið sonur Bjarna‚ og líklega verið elztur‚ þó er það ekki víst. Um hann gekk ómagadómur 1752. Þar er sagt um Bjarna og Guðrúnu, að þau hafi í mörg ár lifað á umferð og öðru hvoru notið sveitarstyrks. Systkin Eiríks eru þá talin 9, og ekkert  þeirra   „í  fjárvændum“.Móðurbræður  og móðursystur „ekkert í fjárvændum“ heldur. Það verður eigi annað séð‚ en að Bjarni og Guðrún hafi verið foreldrar Eiríks. Og líklega hefur Bjarni aðeins verið einkvæntur, þó að aldursmunur þeirra Guðrúnar hafi verið mikill. Þau börn þeirra‚ sem kunnug eru‚ voru: Sveinn‚ Eiríkur, Ásmundur, Þórunn‚ Kristín, Sigríðar 2.

10057    

aaa   Sveinn Bjarnason, f. um 1720, (talinn 42 ára 1762, en 67 ára 1786 og 82 ára 1800, fylgt hér yngsta aldursmarki og er þó óvíst) bjó á Gíslastöðum (1762) og í Arnkelsgerði á Völlum‚ dó 1800. Var hraustmenni og kallaður „sterki“, átti Sigríði Sturludóttur 10466 af Útsveit, Egilssonar. Hún hafði alizt upp á Víðivöllum  ytri hjá  Sigurði  Einarssyni  og Þórunni Bjarnadóttur. Þeirra börn: Sigurður, Magnús‚ Guðmundur, ókv., bl.

10058    

α  Sigurður Sveinsson, f. um 1761, bjó á Kolsstöðum, hvarf í Eskifjarðarkaupstað 21. sept. 1802, fannst í sjó 27. s. m. rétt við landið út af lækjarósnum milli kaupmannahúsanna. Örums og K. Ísfjörðs. Hann átti 1790 Margréti laundóttur Jóns pamfíls 4443.

10059    

β   Magnús Sveinsson bjó á Miðhúsum í Eiðaþinghá, átti Sólveigu, laundóttur Eiríks Styrbjörnssonar 9449 á Hauksstöðum. Þeirra börn: Sigvaldi, Guðrún‚ óg., bl.

10060    

αα   Sigvaldi Magnússon bjó á Miðhúsum, Hólagerði og Dölum í Fáskrúðsfirði, átti Ragnhildi Sigurðardóttur 1217 frá Mýrum. Launsonur Sigvalda við Kristínu Jónsdóttur frá Uppsölum‚ Stígssonar hét Baldvin.

10061    

bbb   Eiríkur Bjarnason var dæmdur með ómagadómi 1752.

10062  

ccc   Ásmundur Bjarnason, f. um 1730, bjó á Gíslastaðagerði (1785, 55 ára), átti Þóru Björnsdóttur (1785, 55 ára). Þeirra börn 1785: Guðlaug (18), Ásmundur dó á Kolsstöðum 1814, 84 ára.

10063    

α   Guðlaug Ásmundsdóttir var lengi bústýra hjá Stefáni Björnssyni í Löndum í Stöðvarfirði, óg., bl.

10064    

ddd   Kristín Bjarnadóttir, f. um 1738, átti 1766 Jón (þá 34 ára) Jónsson, er kallaður var „kubbi“, „systursonur Jóns prófasts Þorlákssonar (8623) á Hólmum“. Ekki er kunnugt hvernig það hefur verið  Þau bjuggu á Hvalnesi í Stöðvarfirði og víðar þar‚ síðast í vinnumennsku á Gvendarnesi hjá Jóni og Sigríði, systur Kristínar. Þeirra börn: Vigfús, Halla, Þuríður, Stefán.1)

10065    

α  Vigfús Jónsson bjó í Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði 1795 —1808, átti Guðrúnu (f. um 1770) Erlendsdóttur, fósturdóttur sr. Sveins í Stöð. Hún er fædd í Stöðvarsókn um 1770. Þeirra börn 1807: Guðríður (12), Vigfús (11), Hálfdan (10), Sveinn (7), Guðrún (5), Þorlákur (3) og Sæmundur (1 árs).

10066    

αα   Guðríður Vigfúsdóttir, f. um 1795, er vinnukona á Arnórsstöðum 1845, gift. Þar er vinnumaður, Jón Ólafsson, 40 ára‚ kvæntur, talinn næst á undan‚ líklega maður hennar. Börn ekki nefnd.

10067    

ββ   Vigfús Vigfússon bjó á Tókastöðum og Miðhúsum, bjó á Tókastöðum 1845, átti Margréti Jónsdóttur Jónssonar og Sólveigar Eiríksdóttur. Jón og Sólveig eru vinnuhjú í Hofteigi 1801, og er Margrét þar 2ja ára. Jón er þá 42, Sólveig 43. Vigfús og Margrét víst barnlaus. Hjá þeim eru 1845 börn hennar: Eyjólfur (21), Margrét (16) og Guðrún (14 ára) Kristjánsbörn, fædd í Eiðaþinghá.

10068    

gg   Hálfdan Vigfússon.

10069    

đđ   Sveinn Vigfússon.

10070    

εε   Guðrún Vigfúsdóttir, er ógift vinnukona á Rima í Mjóafirði 1845, 43 ára.

10071    

ſſ     Þorlákur Vigfússon er vinnumaður á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd 1845, 46 ára‚ kvæntur.  Kona hans er víst Steinunn Oddsdóttir (22), gift vinnukona þar‚ talin næst honum‚ fædd í Hálssókn. Þá er talin Sigríður Sigurðardóttir (22), gift vinnukona‚ fædd í Hálssókn. Þá kemur Jóhannes Þorláksson, 2ja ára‚ „son hjónanna“. Manntalið ógreinilegt. „Hjónin“ eru líklega Þorlákur og Steinunn, fremur en Þorlákur og Sigríður.

10071    

a 33   Sæmundur Vigfússon f. um 1806.

10072    

β   Halla Jónsdóttir er ógift vinnukona á Dalhúsum 1816, líklega barnlaus.

10073    

g   Þuríður Jónsdóttir átti Jón bónda í Hvammi 460 í Fáskrúðsfirði Björnsson frá Löndum‚ Eiríkssonar. 

10074    

đ   Stefán Jónsson, f. um 1778, bjó á Eyvindará og í Bergi á Völlum (hjá Egilsstöðum), var góður járnsmiður, átti Sigríði dóttur séra Ingimundar Ásmundssonar á Eiðum 10443. Þeirra börn: Ingimundur, Jón‚ Guðrún‚ óg., bl.

10075    

αα   Ingimundur Stefánsson bjó á Hólalandi, ókv. með Guðnýju Þorsteinsdóttur 8023 frá Götu‚ áttu eitt barn‚ sem dó um tvítugt.

10076    

ββ   Jón Stefánsson bjó á Hólalandi, átti Láru Þórðardóttur 7265, er almenningur taldi dóttur séra Péturs Jónssonar á Eiðum (4995). Hún var greindarkona. Þeirra börn: Pétur Lárus‚ Sigurjón,  Stefán.  Laundóttir  Jóns við Kristínu Jónsdóttur frá Uppsölum, 9674, Stígssonar, hét Ólöf.

10077    

ααα  Pétur Lárus Jónsson bjó í Hólalandshjáleigu, síðar þurrabúðarmaður á Lindarbakka í Bakkagerði, átti Sigurrósu Sigurðardóttur 11688, Antoníussonar. Þeirra börn: Svanhvít og Jónína.

10078    

+   Svanhvít Pétursdóttir átti Svein Björgúlfsson 5461 á Bæjarstöðum í Stöðvarfirði.

10079    

+   Jónína Pétursdóttir átti Erlend Kristjánsson 11672 frá Löndum í Stöðvarfirði.

10080    

βββ  Sigurjón Jónsson bjó í Hvannstóði. Átti Jóhönnu Jóhannesdóttur. Þeirra börn: Lárus‚ Jónína‚ Sofía.

10081    

+   Lárus Sigurjónsson, varð stúdent 1903, skáldmæltur vel‚ heilsuveill. Fór til Ameríku.

10082    

+   Jónína Sigurjónsdóttir. Am.

10083    

+   Sofía Sigurjónsdóttir. Am.

10084    

ggg   Stefán Jónsson  bjó í Úraníu í Bakkagerðisþorpi, átti Þuríði Guðmundsdóttur 355 frá Kjólsvík.

10085    

đđđ   Ólöf Jónsdóttir, laungetin, átti Björn Stefánsson („Krulls“) 9035.

10086    

eee   Sigríður Bjarnadóttir (10056), f. um 1725, átti Jón Jónsson bónda á Gvöndarnesi í Stöðvarfirði. Hann var sunnlendingur‚ f. um 1720. Þeirra börn:  Torfi‚ Bjarni ókv., bl., Sólveig óg. bl.

10087    

α   Torfi Jónsson bjó á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði, átti Vilborgu, dóttur Odds bónda í Dölum og Halldóru  Þ. b.: Sigríður, Sólveig, óg., bl., Vilborg, Oddur ókv., bl.

10088    

αα   Sigríður Torfadóttir átti Eirík Sigurðsson á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Þau eru þar vinnuhjú 1845, hann 37 ára‚ fæddur  í  Hólmasókn,  hún  45 ára‚ fædd í Kolfreyjustaðasókn. Þeirra son: Oddur‚ þá 2ja ára. Áður átti hún barn í Fljótsdal við Jóni‚ hét Jónas‚ fæddur um 1829.

10089    

ααα  Oddur Eiríksson átti Elínu Sigurðardóttur 789 frá Refsstað. Am.

10090    

βββ  Jónas   Jónsson   bjó   í   Klausturseli,   átti   Sigríði Björnsdóttur 4531 frá Hrollaugsstöðum. Am.

10091    

ββ   Vilborg Torfadóttir, ógift‚ átti barn við Einari „flöt“, syni Einars „Skjögra“, hét Bjarni.

10092    

ααα    Bjarni Einarsson, ókvæntur, var kaupmaður, kallaður „kaupi“.

10093    

fff     Sigríður Bjarnadóttir yngri (10056).

10094    

ggg   Þórunn Bjarnadóttir (10056), f. um 1724, átti Ásmund Pétursson. Þau búa á Gunnlaugsstöðum 1748 og lengur‚ hann fæddur um 1718. Þeirra son: Jón. Sjá við nr. 4546.

10095    

α   Jón Ásmundsson, f. um 1764, kvæntist 1790 Þórdísi Björnsdóttur 4546 frá Rangá‚ sem þá er ekkja. Fyrri maður ókunnur. Hún er þá talin 30 ára‚ en hann 26. Þau eru á Hafursá 1792 en búa á Miðhúsum í Eiðaþinghá 1793 og þar á eftir. Þeirra börn: Björn og Ásmundur, sjá 4547 og 4548. II., átti hann Rannveigu  dóttur Þorleifs  skipasmiðs  Stefánssonar 12370, bjuggu í Teigagerði  og  Stórubreiðuvík  í  Reyðarfirði. Jón dó litlu eftir 1830.

10096    

bb   Jón Sveinsson, Sigfússonar  (10055)   er á Hrafnabjörgum í Hlíð 1703, 26 ára‚ f. um 1677, líklega ókv., bl.

10097    

cc   Guðný Sveinsdóttir, Sigfússonar, átti Guðmund í Brúnavík 1513, Jónsson á Ósi‚ Magnússonar.

10098    

f   Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Hofteigi (9845), átti I., Eirík 6847 son Rafns á Ketilsstöðum. II., Eirík prest Þorvarðsson, 4787 í Hofteigi, og var fyrri kona hans.

10099    

g   Helga Sigfúsdóttir frá Hofteigi (9845) átti Sölva b. Gunnlaugsson í Harðarhaga 7057.

10100    

h   Þórunn Sigfúsdóttir, f. um 1638 (9845) var síðari kona séra Högna Guðmundssonar 8395 í Einholti.

10101    

i   Katrín Sigfúsdóttir (9845) átti Vilhjálm Jónsson frá Hnefilsdal 4730. Þeirra son: Vilhjálmur.

10102    

aa   Vilhjálmur Vilhjálmsson bjó á Hafrafelli hálfu 1681.

10103    

j    Snjófríður   Sigfúsdóttir   frá  Hofteigi   (9845), f. um 1641, átti Hall bónda Högnason í Teigagerði í Reyðarfirði. Þau búa þar 1703, hann 64 ára‚ hún 62. Næstir hjónunum eru taldir 5 menn vandalausir, að sjá. Og þá eru taldir „synir Halls Högnasonar: Tómás‚ 21 árs‚ og Sigfús 13 ára“. Sýnist eins og það orðalag bendi  á,  að  þeir  sé ekki synir Snjófríðar. En aftur benda nöfnin á hennar ætt‚ föðurnafn og afa‚ svo að líklegast er‚ að þeir sé einnig synir hennar.

10104    

aa   Tómas Hallsson bjó í  Miðhúsakrók hjá Hólmum 1734, f. um 1682.

10105    

bb    Sigfús Hallsson, f. um 1690.

10106    

k   Broteva (Brettifa) Sigfúsdóttir frá Hofteigi, (9845), f. um 1646, átti Pétur bónda Rustikusson 9611 á Surtsstöðum. Þeirra börn við 9611.

10107    

1   Sigþrúður   Sigfúsdóttir   (9845) var eftir ómagadómi 1752 um Eirík Bjarnason, nr. 10061, systir Sveins föður Bjarna‚ og þar sem ég tel víst‚ að Sveinn faðir Bjarna‚ hafi verið Sveinn sonur séra Sigfúsar, ætti Sigþrúður að vera dóttir hans‚ þó að ættfræðingar geti hennar ekki. Um hana er annars ekkert kunnugt‚ nema að Árni hét sonur hennar‚ Árnason.

10108    

aa   Árni Árnason bjó í Ekkjufellsseli 1752, „meinast í fjárvændum“. Árni hefur því verið allgóður bóndi 1752. En ekkert er kunnugt um hann annað. Hann finnst ekki í bændatalinu 1762, og hefur þá líklega verið dáinn. {tip content="Það eru líkur fyrir því að Árni sé „Árni á Straumi“, faðir Ólafar konu Sigurðar „tuggu“. (B. G.)"}Hann hefur líklega ekki átt afkvæmi.{/tip

10109    

m   Þrúður Sigfúsdóttir frá Hofteigi  (9845), átti Ketil Teitsson 12401 á Barðsnesi, eftir sögn Jóns Sigfússonar.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2019.