ÁSGRÍMSÆTT

12983

Ásgrímur Björnsson hét bóndi á Hákonarstöðum 1703, 39 ára gamall, og er þá fæddur um 1664. Kona hans hét Vigdís Jónsdóttir, 42 ára. Þ. b. þá: Þuríður (2 ára), Jón sonur þeirra er fæddur um 1704. Ásgrímur bjó í Hnefilsdal 1723, en er líklega dáinn fyrir 1730, eða ekki getur hans þá í verzlunarbókum Vopnafjarðar. Annan son átti Ásgrímur, er einnig hét Jón, er hann fæddur um 1712 og getur því eigi verið sonur Vigdísar.

Árið 1703 bjó einnig á Hákonarstöðum Gísli Björnsson, 34 ára, sýnist vera ókvæntur, en son á hann að nafni Þórarinn, 2 ára. Hjá honum er Þóra Björnsdóttir, 30 ára. Eru þau líklega öll systkin. En ekkert er kunnugt um ætt þeirra né afkomendur nema Jón eldra.

Jón Sigurðsson í Njarðvík hafði heyrt þá sögu um Ásgrím, að hann hefði ekki þótt „nema í meðallagi ráðvandur“. Hefðu verið höfð eftir honum eitt sinn þessi orð: „Eg átti 12 lömb í vor, 30 í haust og spaðtunnu og gaf mér enginn maður lamb“. Hafði hann þá búið á Netseli fyrir innan Brú, og hefur verið áður en hann kom að Hákonarstöðum.

12984

a Þuríður Ásgrímsdóttir, f. 1701.

12985

b Jón Ásgrímsson eldri, f. um 1704, bjó á Brú 1730 og 1734, en síðar lengi á Arnórsstöðum og dó þar 1777 eða 1778. Jón í Njarðvík sagði þá sögu um hann, að hann hefði verið látinn sofa hjá kvenmanni, þegar hann var 12 ára gamall og þótti það ekkert athugavert. En barn hafði þó orðið af því. Hefðu svo stúlkur hér eystra fengið óbeit á honum og hann eigi getað fengið neina konu hér. Þá hafði Hans Wíum haft hann með sér norður í land og útvegað honum þar konu skylda Jóni Einarssyni í Reykjahlíð.

Hvað sem um þessa sögu er að segja, þá hefur Jón ekki kvænzt mjög seint, því að elzta barn hans, sem ég þekki aldur á, Þórdís, er fætt um 1734, og hefur Jón þá ekki verið nema 30 ára þegar hún fæddist. Er þá Ásgrímur, sonur Jóns, líklega eldri. Ásgrímur sá fluttist norður í Laxárdal og jók þar kyn sitt, og gæti það bent á að hann hefði átt ætterni þar. Manntalsbók Hofteigs segir um Jón Ásgrímsson að hann sé „ekki fróður“ en „forstandigur“ og hefur hann verið góður bóndi.

Kona hans hét Guðrún Sveinsdóttir, f. um 1708, d. 1773 eða 1774. Þ. b.: Ásgrímur, Þórdís, Sveinn, Helga, Sæunn, Guðmundur.

12986

aa Ásgrímur Jónsson átti Ásnýju 9362 dóttur Eiríks Ketilssonar á Stóra-Bakka. Þau fluttu norður í Laxárdal og bjuggu á Þverá. Hann er eigandi að Þverá 1778, og hefur búið þar um 1785 til 1790. Þ. b.: Eiríkur, f. á Ytra-Nýpi um 1764.

12987

aaa Eiríkur Ásgrímsson, f. um 1764, kvæntist 9/11 1786, Rannveigu Jósefsdóttur Tómassonar bónda á Hvassafelli Tómassonar Sveinssonar á Illugastöðum Magnússonar Þorlákssonar, alsystur Kristjáns á Halldórsstöðum í Reykjadal, föður Jóhannesar á Laxamýri. Jósef, faðir Rannveigar, bjó síðast í Ytra-Tjarnarkoti, dó 1825, 83 ára, og „átti þá 80 afkomendur á lífi“. Eiríkur var fyrst á Þverá, bjó síðan í Syðri-Neslöndum við Mývatn 1790—93, Hólum í Reykjadal 1793—1818, Parti 1818—1825. Rannveig dó á Hólum 30/10 1806. Eiríkur var fátækur og kallaður „Hrossakjöts-Eiríkur“ og „Eiríkur allrafrændi“. Þ. b.: Ingibjörg, Ingibjörg, Jósef, Ingibjörg, Ásgrímur, Ásný, Elízabet, Elízabet, Helga. Launsonur Eiríks hét Jón. Þau voru í Þingeyjarsýslu og juku þar kyn sitt.

12988

bb Þórdís Jónsdóttir, f. um 1734, átti Bjarna Arngrímsson 9519 frá Haugsstöðum í Vopnafirði.

12989

cc Sveinn Jónsson, f. um 1743, bjó á Arnórsstöðum, dó 1823, átti I. Ragnhildi Sigurðardóttur, f. um 1746. Þ. b.: Jón, dó um tvítugt, og Ingveldur, f. um 1770. II. Valgerði Jónsdóttur f. um 1748. Þ. b.: Jón, Ragnheiður, Sigríður, Guðrún, Sigurður ókv., bl.

12990

aaa Ingveldur Sveinsdóttir átti Ormar Jónsson 6803 Þorvarðssonar, bjuggu á Mýrum og í Sauðhaga. Þ. b.: Jón, Sveinn, Guðmundur, Jarþrúður.

12991

α Jón Ormarsson átti Ragnhildi Einarsdóttur 12917 frá Haugum.

12992

β Sveinn Ormarsson bjó í Sauðhaga. Hann var um 3 álnir og voru þeir feðgar fleiri mjög hávaxnir. Hann átti Guðlaugu Ísleifsdóttur 9903 Finnbogasonar.

12993

g Guðmundur Ormsson bjó í Sauðhaga, varð skammlífur, átti Björgu Guðmundsdóttur 1901 frá Vaði, var fyrri maður hennar.

12994

đ Jarþrúður Ormarsdóttir giftist í Vopnafirði 1844 Árna Jónssyni frá Lýtingsstöðum.

12995

bbb Jón Sveinsson bjó á Arnórsstöðum, átti Guðrúnu Jónsdóttur 10046 frá Oddsstöðum í Skógum.

12996

ccc Ragnheiður Sveinsdóttir átti Hálfdán Jónsson bónda í Aðalbóli 13509. Þau dóu bæði 1816, barnlaus.

12997

ddd Sigríður Sveinsdóttir átti Þorstein bónda Eiríksson í Hamborg 12704.

12998

eee Guðrún Sveinsdóttir er 1814 hjá Jóni bróður sínum á Arnórsstöðum, 20 ára.

12999

dd Helga Jónsdóttir Ásgrímssonar átti Torfa Arngrímsson frá Haugsstöðum 9532.

13000

ee Sæunn Jónsdóttir Ásgrímssonar, f. um 1750, var 9 ár erlendis, átti 1777 Vilhjálm beyki Sæmundsson. Hann er f. um 1735 eða 1733, talinn 53 ára 1786, í Dölum í Hjaltastaðaþinghá. Vilhjálmur og Sæunn bjuggu fyrst á Arnórsstöðum 1777 og 1778, búa í Tunghaga á Völlum 1785. Þá er hann hreppstjóri þar „ei heimskur, óátalinn“, segir manntalsbók. Í Dölum í Hjaltastaðaþinghá býr hann 1786. Það ár dó Sæunn. Við skipti eftir hana var búið virt 175 rd, 33 sk. Börn þeirra þá talin: Sæmundur (10 ára), Jón (8), Nannveig (7), Þorsteinn (1), Marteinn (1). En við húsvitjun 1786 eru ekki talin í Dölum nema Jón (7) og Nannvör (5). Bústýra hans er þá Sigríður Sigurðardóttir 10116 frá Kóreksstaðagerði. Átti hann son við henni er Arngrímur hét (sjá 10117). Síðan hefur Vilhjálmur lent ofan í Mjóafjörð. Þar er honum kennt barn í Firði hjá Hermanni 1794. Var móðirin Helga Einarsdóttir er þá var ráðskona hjá Hermanni. Er hún þar 1816, 51 árs, fædd í Sandvík í Norðfirði. Barnið hét Vilhjálmur og ólst upp í Firði, er þar 1816, 22 ára. Almannarómur taldi hann vafalaust son Hermanns þó að kenndur væri hann Vilhjálmi. (Sjá um hann við nr. 44111).

Ekkert veit ég um börn Vilhjálms og Sæunnar nema Sæmund, hafa hin líklega dáið ung, eða ekki komið ætt frá.

13001

aaa Sæmundur Vilhjálmsson átti 1811 Ólöfu Pétursdóttur 9984 frá Hvanná. Þ. b.: Ólafur. Má vera að dóttir þeirra hafi líka verið Ólöf, sem nefnd er við 9984. Launsonur Sæmundar við Ingibjörgu Jónsdóttur („skitu“) hét Jón. Annan launson var hann kallaður eiga við Ingibjörgu Bjarnadóttur 4002 frá Hafrafelli. Björn, er bjó á Ekkjufelli, en almenningur taldi hann vera son Gunnlaugs Jónssonar, (nr. 2142) („vitlausa Gunnlaugs“). Sjá um Björn nr. 4003. Enn átti hann laundóttur við Hildi 13378, systur Gunnhildar konu Þorsteins ríka á Bakka á Ströndum, hét Guðný, f. um 1830.

13002

α Ólafur Sæmundsson bjó á Hróaldsstöðum, átti I. Sigurborgu Sigurðardóttur 8083 frá Grímsstöðum. Bl. II. Þor björgu Jónsdóttur 800 frá Refsstað, bl. Ólafur dó 35 ára 1849.

13003

β Ólöf Sæmundsdóttir „giftist norður í land“. Má vera að ruglað sé saman Ólafi og Ólöfu.

13004

g Jón Sæmundsson bjó á Lýtingsstöðum, átti Sigurborgu Sigurðardóttur frá Hróaldsstöðum Jónssonar 8084. Launson Jóns við Hróðnýju Jóhannesdóttur frá Fjallsseli 1599, hét Jóhannes (sjá nr. 1600).

13005

đ Guðný Sæmundsdóttir átti Jón Eiríksson 342 frá Hleinagarði. Laundóttir hennar áður við Sigfúsi Sigfússyni 7627 í Sunnudal, hét Guðný, f. 4/12 1855. (Sjá nr. 7636).

13006

ε Guðmundur Jónsson Ásgrímssonar (12985), f. um 1755, bjó á Þorbrandsstöðum. Þar býr hann 1785 (30 ára) og er kona hans talin þá Guðrún Pálsdóttir (35 ára). Dóttir þeirra, Sesselja, er þá talin 3 ára. Annars eru börn þeirra talin 1801: Sesselja (20 ára), Ólöf (14), Ásgrímur (13), Guðrún (12). Guðrún, kona Guðmundar, dó 2/8 1798 í Klausturseli og er þá kölluð Jónsdóttir í kirkjubók Hofteigs. Skipti fóru fram eftir Guðmund 1799 og hljóp búið 144 rd. 38 sk. Einhver hefur sagt, að kona Guðmundar, Guðrún, hafi verið dóttir Jóns Einarssonar í Reykjahlíð. En það mun þó ekki vera. Mætti sjá föðurnafn Guð-rúnar við skiptin og jafnvel annars staðar ef ekki væri rétt í sálnaregistri Hofs 1785. Guðrún gæti hafa verið laundóttir Jóns, fædd áður en hann kvæntist 1750, en hann kvæntist 1752. Guðmundur bjó lengst í Klausturseli, kvæntist aftur Ingibjörgu Jónsdóttur 1801 (hún þá 35 ára). Þeirra einbirni: Guðmundur, dó barn. Guðmundur dó í Klausturseli 3/10 1803, og hafði þótt vænsti maður. Eftir hann var þetta kveðið:

Má hér sakna manns úr stað
minnast verður nú á það. Sá,
sem að öllu svo er vel, seint
mun byggja Klaustursel.

13007

αα Sesselja Guðmundsdóttir var síðari kona Jóns Péturssonar 765 á Refsstað.

13008

ββ Ólöf Guðmundsdóttir var fyrri kona Rafns Bjarnasonar 10195 frá Ekru.

13009

cc Ásgrímur Guðmundsson, f. um 1788, bjó lengi og allvel á Hrærekslæk í Tungu, átti I. Ingibjörgu Einarsdóttur 2435 frá Geitagerði Þorvarðssonar. Þ. einbirni: Guðrún. II. Helgu Þorsteinsdóttur 14250 frá Litlu-Laugum í Þingeyjarsýslu Andréssonar og Ólafar Jónsdóttur frá Reykjahlíð Einarssonar. Þ. b. 1845: Guðmundur (18 ára), Björg (16), Þórdís (14), Halldóra (13), Páll (11), Þórunn (9), Guðrún var enn.

13010

ααα Guðrún Ásgrímsdóttir var síðari kona Guðmundar Stefánssonar 234 í Felli í Vopnafirði.

13011

βββ Guðmundur Ásgrímsson bjó á Nesi í Borgarfirði og víðar, átti Ingibjörgu Sveinsdóttur 10652 bónda á Nesi Snjólfssonar.

13012

ggg Björg Ásgrímsdóttir átti Sigurð Pálsson 1320 frá Gunnólfsvík, Am.

13013

đđđ Þórdís Ásgrímsdóttir átti Sölva Þórarinsson 11202 á Ketilsstöðum í Hlíð, Am.

13014

εεε Halldóra Ásgrímsdóttir átti Jónas Jónsson á Hrærekslæk, norðl. Am.

13015

ſſſ Páll Ásgrímsson var síðast lengi á Seyðisfirði, átti Guðfinnu Jónsdóttur 910 frá Torfastöðum í Hlíð og var seinni maður hennar. Barnlaus.

13016

333 Þórunn Ásgrímsdóttir átti Sigfús Þórarinsson 11203 í Eyjaseli. Am.

13017

įįį Guðrún Ásgrímsdóttir átti Einar Guðmundsson 11929 á Galtastöðum fremri, Am.

13018

đđ Guðrún Guðmundsdóttir frá Klausturseli, f. um 1789, átti 7/11 1816 Arngrím Hallgrímsson úr Þingeyjarsýslu. Hann var fæddur á Brettingsstöðum í Laxárdal 13/6 1787. Faðir hans var Hallgrímur er bjó í Vogum við Mývatn Helgason Halldórssonar á Sveinsströnd Leifssonar. Móðir Helga hét Herdís Sigmundsdóttir, en kona Helga og móðir Hallgríms var Guðrún dóttir Hallgríms í Haganesi Jónssonar á Hofsstöðum Halldórssonar. Móðir Arngríms og kona Hallgríms var Arnfríður Þorsteinsdóttir bónda á Arnarvatni Kolbeinssonar Guðmundssonar Kolbeinssonar á Kálfaströnd. Kona Guðmundar var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir frá Möðrudal Sölvasonar. — Arngrímur og Guðrún bjuggu í Blöndugerði og á Galtastöðum fremri. Þ. b.: Guðmundur, Jón, Helga, Guðrún, Arnfríður, Am, Þorsteinn, ókv., barnl.

13019

ααα Guðmundur Arngrímsson bjó á Galtastöðum fremri, átti I. Þóru Magnúsdóttur 8909 frá Fagradal í Breiðdal. Þ. b.: Una, Arngrímur, Jón, Am. II. Sigríði Eyjólfsdóttur sunnl. Þ. b.: Þóra, Sigmundur, Am.

13020

+ Una Guðmundsdóttir átti Einar Guðmundsson 9094 söðlasmið í Hallfreðarstaðahjáleigu.

13021

+ Arngrímur Guðmundsson keypti hús á Eskifirði og bjó þar, átti Guðnýju Jónsdóttur 8329 Jónssonar í Refsmýri. Þ. s. Magnús.

13022

++ Magnús Arngrímsson bjó í sama húsi í Eskifirði.

13023

+ Þóra Guðmundsdóttir átti Gunnar bónda Jónsson á Nefbjarnarstöðum. Hann lifði stutt. Þau áttu 1 barn og fór hún með það til Ameríku með Sigmundi bróður sínum.

13024

βββ Jón Arngrímsson bjó á Galtastöðum fremri, átti Þórunni Sigurðardóttur 11510 frá Hamarsseli. Am.

13025

ggg Helga Arngrímsdóttir var síðasta kona Eiríks Pálssonar 9262 á Heykollsstöðum.

13026

đđđ Guðrún Arngrímsdóttir átti I. Sigurð Tunisson á Brekku. II. Þorstein Árnason á Brekku 5381.

13027

c Jón Ásgrímsson yngri frá Hákonarstöðum bjó í Merki 1723 og þar á eftir, „vel læs, fróður, forstandigur“, segir sálnaregistur Hofteigs. Hann bjó með ráðskonum, Valgerði og Sigríði Eiríksdætrum, en kvæntist 68 ára 1780 Guðfinnu Þorsteinsdóttur, d. 1783. Skipti eftir hann 16/12 1783 telja búið 199 rd. 71 sk. Barn þeirra, Guðfinnu, þá eitt.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.