BÁRÐARÆTT

12680

a Bárður Guðmundsson bjó á Brekku í Fljótsdal 1773 og í Hamborg 1776, er á Hrafnkelsstöðum hjá Eiríki syni sínum 1783, talinn þá 71 árs. Hann er því fæddur um 1712. Eitt sinn hefur hann víst verið á Torfastöðum í Hlíð, því að þar er Eiríkur sonur hans fæddur um 1743. Espólín segir að hann hafi verið sonur Guðmundar Jónssonar í Hamborg. Faðir Bárðar er að sjálfsögðu til í manntalinu 1703, en þar sem um nokkuð marga Guðmunda er að ræða, sem gætu komið til greina, verður ekkert fundið er bendi á einn fremur en annan. Þó er þar að finna Guðmund Jónsson, son Jóns Guðmundssonar (sbr. 4977), sem býr á Skeggjastöðum í Fellum, 49 ára gamall, með Ingunni Jónsdóttur konu sinni 36 ára, sem hefur verið seinni kona Jóns, og hefur Guðmundur ekki verið sonur hennar, því að hann er þá 17 ára og Ásmundur bróðir hans 18 ára (afi Bjarna á Ekru). Jón og Ing-unn fengu leyfi til giftingar 6. apríl 1700, því að hún var þre-menningur fyrri konu hans. Að vísu eru þeir í manntalinu taldir synir Jóns og Ingunnar, en hún hefði þá átt að vera 18 og 19 ára þegar hún fæddi þá, og er það ekki líklegt. Önnur börn þeirra þá eru talin: Guðrún 11 ára, Margrét 8, Torfi 3 ára og Bjarni vikugamall. Bjarni einn er sonur Ingunnar en hin börn Jóns eftir fyrri konu hans (nema ef til vill Torfi). Oft eru í manntalinu þau börn talin börn hjóna, sem þó eigi eru börn nema annars þeirra. Þessi Guðmundur sonur Jóns á Skeggja-stöðum er líklega einmitt Guðmundur Jónsson í Hamborg, faðir Bárðar, sem Espólín nefnir. Hefðu þeir þá verið þremenningar Bjarni á Ekru og Eiríkur Bárðarson á Hrafnkelsstöðum. Sig-mundur Matthíasson, dóttursonur Jóns Eiríkssonar Bárðar-sonar, gerði sér mikið far um að spyrjast fyrir um ætt Bárðar langafaföður síns, en varð ekkert ágengt með það. Var Sig-mundur fróðleiksgjarn maður. Hefur ekkert fundist meira um framætt Bárðar. Ekki er heldur kunnugt um konu Bárðar. Bjarni Mandal (nr. 6191 og 12725) sagði, að hann hefði verið tvíkvæntur, og hefði síðari kona hans heitið Sólveig. Hann sagði og að Bárður hefði verið ættaður úr Vopnafirði, en engin líkindi veit ég til þess. Börn Bárðar voru: Eiríkur, f. um 1743, Ólöf f. um 1745, Margrét f. um 1756, Jón f. um 1765, Guðmundur f. um 1766. Pétur f. um 1771. Guðmundur sonur Bárðar lætur elztu dóttur sína heita Sólveigu, og gat það verið móðurnafn hans.

12681

aa Eiríkur Bárðarson f. um 1743 bjó á Hrafnkelsstöð-um, varð efnaður vel. Hann átti Guðrúnu Einarsdóttur (f. um 1738). Þ. b. 1783: Jón (10 ára), Einar (7), Sigríður (8), Bárður (6), Jón annar (5), Marteinn (2), Ketill (1). Sum þeirra hafa dáið ung, því að við skifti eftir Eirík, 5/12 1800, eru börn hans talin aðeins Jón, Marteinn, Bárður og Ketill. Búið hljóp 303 rd. 18 sk. og hefur því verið gott bú. Launsonur Eiríks hét Þorsteinn. Honum gaf ekkjan 30 rd við skiptin.

12682

aaa Jón Eiríksson eldri bjó fyrst á Hrafnkelsstöðum við góð efni, síðan á Bessastöðum, Glúmsstöðum og síðast í Klúku. Þar flosnaði hann upp. Hann átti Guðbjörgu Magnúsdóttur Guðmundssonar á Hvanná 12803 Tunissonar. Þ. b.: Eiríkur, Einar, Ingibjörg, Guðrún, Jófríður.

12683

α Eiríkur Jónsson bjó í Hleinargarði, átti Þuríði Högnadóttur 341 frá Freyshólum.

12684

β Einar Jónsson bjó í Hleinargarði, átti Halldóru Eiríksdóttur frá Víkingsstöðum. Þ. b.: Jón, Eiríkur, Vilhjálmur, Sigfús, Vilborg. Gunnar dó fullorðinn á Kóreksstöðum, efnilegur maður, ókv., bl. Launsonur Einars við Ingibjörgu Þorsteinsdóttur frá Egilsstöðum í Fljótsdal 1738 hét Eiríkur (sjá 1742).

12685

αα Jón Einarsson átti barn við Sigríði Guðmundsdóttur frá Fossgerði 3107, hét Einar. Annað við Áslaugu Sigurðardóttur Markússonar norðl., hét Sveinn. Þau ætluðu að eigast og fóru að búa í Hleinargarði, en þá dó hann úr hnjámeini.

12686

ααα Einar Jónsson ólst upp með móður sinni á Tjarnalandi og víðar.

12687

βββ Sveinn Jónsson var þurrabúðarmaður í Seyðisfirði, átti Guðrúnu Jónsdóttur Pálssonar úr Hornafirði. Þ. b.: Haraldur, Guðlaugur, Vilhjálmur.

12688

ββ Vilhjálmur Einarsson ólst upp á Kóreksstöðum hjá Jóhannesi, bjó síðar á Þuríðarstöðum í Fljótsdal, átti I. Ingibjörgu Þorsteinsdóttur 8951 Þorvaldssonar úr Landeyjum. Þ. b.: Þórstína og Einar. II. Þórhildi Eiríksdóttur systur Vilhelmínu konu Ágústs Jónssonar á Langhúsum og Jónasar þurrabúðarmanns á Seyðisfirði. Þ. b.: Halldór, Kristín, Ingibjörg.

12689

ααα Þórstína Vilhjálmsdóttir.

12690

βββ Einar Vilhjálmsson.

12691

ggg Halldór Vilhjálmsson.

Númerið 12692 vantar í hdr.

12693

gg Eiríkur Einarsson bjó lítið, síðast á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá, átti Björgu Hermannsdóttur 2954.

12694

đđ Sigfús Einarsson var lengi vinnumaður og græddist nokkurt fé, keypti Heiðarsel í Jökuldalsheiði og bjó þar um hríð með Guðbjörgu Jóhannesdóttur ekkju Guðlaugs Jónssonar 8573 frá Ásbrandsstöðum, seldi aftur Heiðarsel og bjó í Brunahvammi og dó þar. Þau Guðbjörg giftust eigi en áttu saman 2 sonu, Vilhjálm og Halldór.

12695

εε Vilborg Einarsdóttir átti Grím Þorsteinsson frá Brekku í Tungu 3069.

12696

ſſ Eiríkur Einarsson, laungetinn, bjó á Stefánsstöðum í Skriðdal, átti Þorbjörgu Þórðardóttur 3975 frá Borg.

12697

g Ingibjörg Jónsdóttir Eiríkssonar átti fyrst barn við Vigfúsi Stefánssyni 6401 frá Valþjófsstað, var það Friðrik í Hóli (6402), giftist svo Jóni Eiríkssyni frá Breiðavaði.

12698

đ Guðrún Jónsdóttir átti Guðmund Eiríksson 3106 í Fossgerði.

12699

ε Jófríður Jónsdóttir átti Matthías Longson 7952.

12700

bbb Bárður Eiríksson Bárðarson, ókv., bl.

12701

ccc Marteinn Eiríksson kvæntist í Vopnafirði (?). Dóttir hans hét Ólöf.

12702

α Ólöf Marteinsdóttir var f. k. Guðmundar Jónssonar 2051 í Fremri-Hlíð.

12703

ddd Ketill Eiríksson, f. 1782, líkl. ókv., bl.

12704

eee Þorsteinn Eiríksson, laungetinn, bjó í Hamborg, átti Sigríði Sveinsdóttur 12997 frá Arnórsstöðum. Þ. b.: Kristín, Vigfús, Eiríkur, Sveinn, Ragnheiður, María, Guðrún.

12705

α Kristín Þorsteinsdóttir átti I. Ferdínant Beldring. Hann dó eftir viku, bl. II. Þorvald Stefánsson 5934 Bóassonar, bjuggu síðast í Dölum á Útsveit.

12706

β Vigfús Þorsteinsson bóndi á Kleif átti Arnleifu Jónsdóttur úr Reyðarfirði. Þ. b.: Þorsteinn, Jón Am., Sigurður Am.

12707

αα Þorsteinn Vigfússon ókv., var lengi vinnumaður hjá Jóni Bergssyni á Egilsstöðum, mesti trúleiksmaður. Honum fylgdi Guðrún Erlendsdóttir frá Húsum og áttu þau 2 börn: Erlend og Björgu.

12708

ααα Erlendur Þorsteinsson átti Þóru Stefánsdóttur Árnabjörnssonar 6412.

12709

βββ Björg Þorsteinsdóttir.

12710

g Eiríkur Þorsteinsson bjó á Kleif, átti Sigríði Jónsdóttur sunnlenzka. Þ. b.: Þorsteinn, Ragnheiður, Ingibjörg.

12711

αα Þorsteinn Eiríksson bjó lítið, eitt sinn á Ekru, var svo í vinnumennsku og svo í þurrabúð í Bakkagerði í Borgarfirði nokkur ár. Átti Rannveigu Sigfúsdóttur 1869 frá Skjögrastöðum Sigfússonar.

12712

ββ Ragnheiður Eiríksdóttir átti Magnús Ólafsson frá Jórvík 3222. Am.

12713

gg Ingibjörg Eiríksdóttir.

12714

đ Sveinn Þorsteinsson var s. m. Mekkínar Ólafsdóttur frá Skeggjastöðum 2015, bjó á Egilsstöðum í Fljótsdal.

12715

ε Ragnheiður Þorsteinsdóttir ógift, átti barn við Jóni Pálssyni 1979 í Víðivallagerði, hét Magnús (1983).

12716

ſ María Þorsteinsdóttir átti Halla Snjólfsson 2397 á Sturluflöt.

12717

z Guðrún Þorsteinsdóttir átti Þórarinn Jónsson vinnumann á Kleif, bróður Arnleifar konu Vigfúsar. Þeirra barn: Þorsteinn. Am.

12718

bb Ólöf Bárðardóttir er hjá Eiríki bróður sínum á Hrafnkelsstöðum 1783, óg., bl.

12719

cc Margrét Bárðardóttir átti Hjálmar Gellisson 4241 Jónssonar.

12720

dd Jón Bárðarson, f. um 1765.

12721

ee Guðmundur Bárðarson, f. um 1766, bjó fyrst á Arnaldsstöðum í Skriðdal og síðan á Berunesi í Fáskrúðsfirði. Þangað er hann kominn 1811, en ekki 1807. Hann hefur dáið á Berunesi fyrir 1841 og verið allgóður bóndi. Kona hans var Sig-ríður eldri Eyjólfsdóttir 12590 frá Fossárdal. Þ. b.: Sólveig, Eyjólfur, Jón, Guðmundur, Hálfdán, Sigríður, Guðrún, Sigríður önnur, Lukka, Eiríkur, Dýrleif.

12722

aaa Sólveig Guðmundsdóttir, f. um 1796, átti fyrst barn við Jóni „fót“ Jónssyni frá Áreyjum um 1818, hét Margrét, giftist síðan Einari Eiríkssyni í Seljateigi 5727.

12723

α Margrét Jónsdóttir, f. um 1818, ólst upp hjá móður sinni.

12724

bbb Eyjólfur Guðmundsson bjó í Stóru-Breiðuvík, átti Katrínu Árbjartsdóttur. Árbjartur er f. á Langanesi 27/11 1745. Voru foreldrar hans Tómas Guðmundsson og Katrín Árnadóttir, gift 26/10 1754 á Sauðanesi. Árbjartur var bróðir Elínar (sbr. 10795) móður Benónýs á Glettingsnesi. Eyjólfur er dáinn fyrir 1845. Þá eru börn ekkjunnar talin: Sigríður (22), Margrét (18), Jón (20), Gísli (14), Ásmundur (11), Guðrún (8) og Lukka (4).

12725

α Sigríður Eyjólfsdóttir átti Bjarna „Mandal“ 6191 Magnússon frá Hryggstekk. Þ. b.: Magnús, Guðrún.

12726

αα Magnús Bjarnason bjó ekki, átti Valgerði Þorsteinsdóttur 7310 (?).

12727

ββ Guðrún Bjarnadóttir átti Sigurð bónda á Berunesi 7305 Þorsteinsson.

12728

β Margrét Eyjólfsdóttir.

12729

g Jón Eyjólfsson.

12730

đ Gísli Eyjólfsson var í Mjóafirði, átti Halldóru Eyjólfsdóttur 5602.

Númerin 1273112750 incl. vantar í hdr.

12751

ε Ásmundur Eyjólfsson.

12752

ſ Guðrún Eyjólfsdóttir.

12753

3 Lukka Eyjólfsdóttir átti Ásmund Eyjólfsson. Þ. b.: Eyjólfur.

12754

αα Eyjólfur Ásmundsson.

12755

Jón Guðmundsson bjó á Berunesi góðu búi, átti Guðbjörgu Þorsteinsdóttur 12542 á Berunesi Guðmundssonar í Fjallsseli. Þ. b.: Þorsteinn, Eyjólfur, Sigurður, Sólveig, Jóhanna, Sigurbjörg, Hálfdanía.

12756

α Þorsteinn Jónsson bjó á Berunesi átti Ásdísi Jónsdóttur 7302 frá Dölum Guðmundssonar.

12757

β Eyjólfur Jónsson bjó á Hafranesi og Brimnesi í Fáskrúðsfirði, átti Helgu Guðmundsdóttur 6647 frá Vík Guðmundssonar.

12758

g Sigurður Jónsson bjó á Eyri í Reyðarfirði, átti Björgu Einarsdóttur 12513 frá Svínaskálastekk.

12759

đ Sólveig Jónsdóttir átti Bjarna Guðmundsson í Vík 3995.

12760

ε Jóhanna Jónsdóttir átti Klemens prentara við Skuldarprentsmiðjuna á Eskifirði, danskan mann. Hann dó erlendis og fór hún þá á sveit hans ytra.

12761

ſ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Halldór 9585 á Litla-Bakka Jónsson. Am.

12762

5 Hálfdanía Jónsdóttir átti Eirík Oddsson 4604 frá Kollaleiru.

12763

ddd Guðmundur Guðmundsson bjó ekki, átti Margréti Höskuldsdóttur 13284 frá Eyri. Þ. b.: Höskuldur, Hálfdan, Kristín, Margrét.

12764

α Höskuldur Guðmundsson var þurrabúðarmaður á Eskifirði, átti Maríu .......... Þ. son: Sigurður.

12765

αα Sigurður Höskuldsson var greiðasölumaður á Eskifirði.

12766

β Hálfdan Guðmundsson þurrabúðarmaður á Eskifirði átti Jarðþrúði Andrésdóttur 2158 frá Gestreiðarstöðum.

12767

g Kristín Guðmundsdóttir átti Svein Sveinsson.

12768

đ Margrét Guðmundsdóttir átti Jón bónda í Bræðraborg Jónsson.

12769

eee Hálfdan Guðmundsson, velþokkaður maður, var alltaf ókvæntur á Berunesi hjá Jóni bróður sínum.

12770

fff Sigríður Guðmundsdóttir eldri átti Eirík 5718 í Seljateigshjáleigu Bjarnason.

12771

ggg Guðrún Guðmundsdóttir átti Þorstein Þorsteinsson 44 á Þernunesi (Kvæða-Þorstein).

12772

hhh Sigríður Guðmundsdóttir yngri átti Eyjólf 5601 í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu Pétursson, bræðrung sinn.

12773

iii Lukka Guðmundsdóttir átti Þorleif verzlunarþjón á Eskifirði 12388 Þorleifsson. Launsonur hennar hét Lars Larsson.

12774

α Lars Larsson átti Oddnýju Guðmundsdóttur 2762 frá Helgustöðum Eyjólfssonar. Hann dó nýgiftur.

12775

jjj Eiríkur Guðmundsson bjó ekki, var í húsmennsku, vandaður maður, þrekmaður að burðum, varð snemma blindur, átti Rut Snjólfsdóttur 2403 og Ásdísar Sigfúsdóttur.

12776

kkk Dýrleif Guðmundsdóttir átti Björn Björnsson 7705 Jónssonar almáttuga.

12777

ff Pétur Bárðarson, f. um 1771, bjó á Úlfsstöðum á Völlum, átti I. Önnu Oddsdóttur frá Vaði 5599. II. Málfríði dóttur Bjarna Helgasonar 2184 og Herdísar Árnadóttur í Arnkelsgerði, bjuggu á Eyjólfsstöðum 1817. Þeirra barn: Valgerður.

12778

aaa Valgerður Pétursdóttir átti barn við Jakobi Þórðarssyni 2989 frá Finnsstöðum, hét Sigurður.

Númerið 12779 vantar í handrit

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.