Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

2. Staða.
3. Hreppa- og héraðsskammstafanir.
4. Ýmsar skammstafanir (flestar í samsetningum).

JÓN JÖRUNDSSON.

13300

Jón Jörundsson hét bóndi á Þorgrímsstöðum í Breiðdal um og fyrir miðja 18. öld. Hann var bróðir Guðrúnar síðari konu Einars „ádí“ lögréttumanns á Þverhamri. Jörundur faðir þeirra var Rögnvaldsson og sá Rögnvaldur sagður dóttursonur séra Rögnvalds á Hólmum Einarssonar (5834). Hefur hann eflaust verið sonur Rögnvalds Oddssonar, er bjó á Steinnesi í Mjóafirði 1703 1013. Var sá Rögnvaldur sonur Arndísar Rögnvaldsdóttur frá Hólmum (sjá nr. 1013).

Kona Jóns Jörundssonar hét Gyðríður Jónsdóttir. Jón þótti misendismaður, þótti hann óráðvandur og eigi trútt um, að hann tæki muni af mönnum, er hann fylgdi yfir Breiðdalsheiði. Varð hann að hrökkva frá Þorgrímsstöðum og flutti þá í Stöðvarfjörð. Aftur er hann þó kominn í Breiðdal 1762 og er þá í húsmennsku á Dísarstöðum með konu sína og 3 börn: Jón, Kolbein og Vilborgu. Valgerður hét og dóttir þeirra, fædd á Þorgrímsstöðum, er á Þverhamri 1816, talin 71 árs. Rafn var enn, ókv., bl.

13301

a Jón Jónsson, f. um 1738, bjó fyrst lengi með móður sinni, og var kallaður „Gyðuson“. Jón Sigfússon segir, að þau hafi búið lengi á Þorgrímsstöðum, en það hefur að minnsta kosti ekki verið lengi samfellt. Líklega hefur hann búið í Fáskrúðsfirði eða Stöðvarfirði. Í Reyðarfirði finn ég hann ekki fyrir 1800 og ekki í Fáskrúðsfirði 1801. En 1804 býr hann á Vattarnesi (66 ára). Kona hans var Katrín Jörundsdóttir (f. um. 1755). Jón Sigfússon segir að Jörundur hafi verið á Helgustöðum og um tíma á Geithellum. Börn Jóns og Katrínar voru 1804: Þórður (16 ára), Jón (12), Ketill (9), Arngrímur (8), Jörundur (5), Tómas (3) dó ókv., bl., Sigríður (1 árs). Síðan bjó Jón í Vík í Fáskrúðsfirði 1811 (talinn 72 ára), en er dáinn fyrir 1817.

Launsonur Jóns, áður en hann giftist, hét Jón, f. um 1770, og annar Kolbeinn, f. um 1776.

13302

aa Jón Jónsson, laungetinn, bjó lengi á Þernunesi en síðar (frá 1822) á Svínaskála, góður bóndi, var kallaður Jón „blindi“. Hann átti Guðríði Einarsdóttur 13285 frá Sómastöðum Eyjólfssonar. Þ. b. 1817: Lukka (20 ára), Sigríður (18), Vilborg (10), Guðrún (8), Jón (6), Stefán (4). Launsonur Jóns hét Jóhannes. Móðir hans hét Margrét dóttir Þorsteins bónda á Högnastöðum og Svínaskála (f. á Klaustri um 1769) Árnasonar og Guðnýjar Sigurðardóttur bónda á Högnastöðum Jónssonar. Kona Sigurðar og móðir Guðnýjar hét Hólmfríður Þórarinsdóttir. Sigurður er talinn 45 ára 1777, en Hólmfríður 39. Finnst ekkert um þau í eldri manntölum, sem ég hefi.

Margrét Þorsteinsdóttir giftist ekki, en átti annan launson við Benedikt, hét Hallgrímur, f. um 1832. Hún býr í Klofa í Eskifirði 1845 með sonum sínum, Jóni (23 ára) og Hallgrími (14 ára).

Laundóttur átti Jón „blindi“ við Kristínu Stefánsdóttur 7087 frá Mjóanesi Sölvasonar, hét Sesselja.

13303

aaa Jóhannes Jónsson, laungetinn, f. 30/12 1824, ólst upp í Seljateigi, fór síðan í Tóarsel í Breiðdal og átti þar barn við Guðbjörgu dóttur Guðmundar bónda Þórðarsonar 5407, hét Stefán (6408). Þau fengu ekki að giftast. Fór Jóhannes þá burt og dó skömmu síðar.

13304

bbb Sesselja Jónsdóttir, laungetin, átti Ketil bónda í Bakkagerði 10782 í Borgarfirði Jónsson.

13305

ccc Lukka Jónsdóttir og Guðríðar átti Hildibrand í Sandvík. Þ. b.: öll mállaus og vitskert.

13306

ddd Sigríður Jónsdóttir átti Eirík Guðmundsson 7266 Magnússonar, fósturson Jóns Pálssonar gullsmiðs á Sléttu.

13307

eee Vilborg Jónsdóttir átti Einar bónda Erlendsson á Hafranesi 5694. Laundóttir hennar við Jóni Þorgrímssyni á Barðsnesi 12225 hét Helga (sjá nr. 12241).

13308

fff Guðrún Jónsdóttir, f. um 1809.

13309

ggg Jón Jónsson „halti“ bjó síðast á Jökulsá í Borgarfirði, átti Sesselju Arngrímsdóttur 3008 frá Útnyrðingsstöðum.

13310

hhh Stefán Jónsson réðst til fiskjar á skip, sem hét „Lærken“, spurðist ekki til þess síðar. Ókv. bl.

13311

bb Kolbeinn Jónsson Gyðusonar, laungetinn, f. um 1776, bjó á Berunesi í Fáskrúðsfirði (1804), Vattarnesi (1806), Hafranesi (1811), átti Þórunni Jónsdóttur. Hún er 47 ára 1804, og þá fædd um 1757. Þ. b.: Guðríður, f. 1805. Þórunn hafði áður átt 2 börn við Gunnlaugi Brynjólfssyni 4235, hétu Þórunn og Katrín. Þórunn var fædd í Gilsárteigi um1762.

13312

aaa Guðríður Kolbeinsdóttir, f. um 1805.

13313

cc Þórður Jónsson Gyðusonar, f. um 1788.

13314

dd Jón Jónsson Gyðuson („blábuxi“) bjó á Eldleysu, átti Sigríði Eiríksdóttur 13674. Þ. b.: Kjartan, Bjarni o. fl.

13315

aaa Kjartan Jónsson bjó ekki, átti Ingibjörgu Snjólfsdóttur 2400 frá Vaði. Þ. s.: Kjartan.

13316

α Kjartan Kjartansson var hér og þar, átti Pálínu. Þ. b.: Vilhelm, Björgvin.

13317

αα Vilhelm Kjartansson bjó á Hreimsstöðum um tíma og á Ásgrímsstöðum, átti Þórunni Sigurðardóttur 1800 Þorleifssonar. Barnl.

13318

bbb Bjarni Jónsson, f. um 1823, lærði trésmíði, fór til Akureyrar 1850 og kvæntist þar Sofíu Jónsdóttur (f. 1828) 1856. Hún var dóttir Jóns bónda á Hrúthóli í Ólafsfirði, Magnússonar s. st. Bergssonar og síðari konu Jóns Önnu Magnúsdóttur Guðmundssonar. Þ. d.: Sigríður .

α Sigríður Bjarnadóttir, f. 18/10 1856, átti Jóhannes Guðmundsson utanbúðarmann á Ísafirði. Þ. d. Fanney, kona Jóns Sveinssonar bæjarstjóra á Akureyri.

13319

ee Ketill Jónsson Gyðusonar bjó á Sigmundarhúsum í Reyðarfirði, átti Björgu Ásmundsdóttur 9656 Hjörleifssonar. Hann er dáinn 1845, en hún býr eftir hann á Sigmundarhúsum með börnin. Þ. b. 1845: Þorbjörg (22 ára), Katrín (16), Jón (14), Sólrún (9), Kristbjörg (3), Jörundur (1 árs).

13320

aaa Þorbjörg Ketilsdóttir óg., átti barn við Þorsteini Erlendssyni 5563 á Hafranesi, hét Guðni (5573).

13321

bbb Katrín Ketilsdóttir átti Martein Jónsson bónda á Högnastöðum 11893.

13322

ccc Jón Ketilsson.

13323

ddd Sólrún Ketilsdóttir.

13324

eee Kristbjörg Ketilsdóttir.

13325

fff Jörundur Ketilsson.

13326

ff Arngrímur Jónsson Gyðusonar bjó í Stekkahjáleigu í Hálsþinghá, átti Guðrúnu („hástigu“) Jónsdóttur. Þ. b.: Þórður, ókv., bl., Margrét, Sigríður, óg., bl., Arngrímur, ókv., bl.

13327

aaa Margrét Arngrímsdóttir átti barn við Sigurði Gottskálkssyni, hét Ingibjörg.

13328

α Ingibjörg Sigurðardóttir var í Vopnafirði.

13329

gg Jörundur Jónsson Gyðusonar.

13330

hh Sigríður Jónsdóttir Gyðusonar.

13331

b Kolbeinn Jónsson Jörundssonar var ókv., bl.

13332

c Vilborg Jónsdóttir.

13333

d Valgerður Jónsdóttir er á Þverhamri 1816, 71 árs ekkja. Sonur hennar heitir Bjarni Pálsson.

13334

aa Bjarni Pálsson, f. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði um 1781. Varð síðar maður Þórdísar á Þverhamri Höskuldsdóttur, barnl., 6109.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2019.