ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKI SIGURJÓNS JÓNSSONAR

13873   

Börn Ketils Ófeigssonar og Guðrúnar Árnadóttur frá Firði (14105): Ragnheiður, Jón, Ingibjörg, Ragnhildur. Meðal barna Ketils og Þórdísar: Halldór, Vilborg, Ingibjörg. (Sú Ingibjörg átti frænda sinn Jón Brynjólfsson í Þórisdal).

13875   

Guðmundur, dóttursonur Ketils í Volaseli, bjó á Taðhóli, Bjarnaneshjáleigu, bókbindari og bókamaður. Kona: Vilborg (8614) Matthíasdóttir. Meðal barna þeirra Guðrún móðir Vilmundar landlæknis Jónssonar.

13880   

Jón Ketilsson bjó í Hvammi. Kona: Sigríður önnur Halldórsdóttir frá Þórisdal. Þ. b. mörg.

13893

Kona Einars Árnasonar var Sigríður Jónsdóttir bónda í Byggðarholti Ketilssonar.

13902

Steinunn dóttir Bjarna Ófeigsonar og Margrétar Sigurðardóttur átti Halldór Ketilsson (13880) frá Efra-Firði. Þ. b. mjög mörg.

13908

Sigríður Einarsdóttir frá Þorgeirsstöðum átti Konráð bónda í Vík í Lóni Salómonsson. Börn þeirra: Salómon, Einar, Páll, Guðrún, Árni, Ólafur, Ragnhildur. — Konráð var sonur Salómons bónda á Hvalnesi Jónssonar og konu hans Guðrúnar Konráðsdóttur frá Hraunkoti. Systkini Konráðs voru: Jón verzlunarstjóri í Kúvíkum, Árni bóndi í Svínhólum, Sigríður miðkona Ingimundar Jónssonar frá Hlíð, Gunnhildur kona Jóns bónda á Bragðavöllum Rólantssonar og Sigríður þriðja kona Hermanns hreppstjóra í Firði í Mjóafirði Jónssonar.

Í ættartölum er sagt, að faðir Salómons á Hvalnesi væri Jón sonur Árna Hjörleifssonar frá Geithellum í Álftafirði, bróður Árna bónda Hjörleifssonar í Firði í Seyðisfirði. En sú skoðun nú komist á loft, að Árnarnir frá Geithellum hafi eigi verið tveir og fari eitthvað milli mála, þegar Salómon á Hvalnesi er talinn á þeim ættarmeiði. Áður en Árni annar er þurrkaður út verður að gefa þessu gætur:

Við manntal 1703 var Árni Hjörleifsson, 31 árs, vinnumaður í Hólmi í Austur-Skaftafellssýslu. Þar bjuggu hjónin Magnús Einarsson og Steinunn Jónsdóttir. Á bænum, eru þrjár Magnúsdætur, elzt þeirra Ljótunn, 30 ára. Kemur á dag, að glatt logaði í kolunum milli hennar og vinnumannsins; eignast þau barn saman í lausaleik. Upp úr því var stofnað til hjúskapar, þó ekki undinn að bráður bugur — ganga þau í hjónaband 3ja sunnudag eftir trinitatis 1705, en verða ber að ofbráðri barneign, barnið fæddist 25. nóvember þess sama árs.

Nafn Árna Hjörleifssonar sést stundum meðal þingvitna í Hornafirði, og hann bjó enn í Holtum 1735.

13909  

Árni Einarsson frá Þorgeirsstöðum bjó í Holtum, átti frændkonu sína Hólmfríði dóttur Jóns bónda í Holtum Eiríkssonar og konu hans Helgu Árnadóttur (13871). Þ. b. Helga o. fl.

13911

Páll Einarsson frá Þorgeirsstöðum bjó í Holtum, átti frændkonu sína Guðrúnu Jónsdóttur bónda í Holtum Eiríkssonar. — Þ. b.: Sigríður o. fl.

13916

Kristín Árnadóttir átti Pál bónda á Uppsölum í Suðursveit Jónsson.

13917

Guðrún  (yngri)  Pálsdóttir átti Jón Bjarnason frá Bakka. Þ. b.: Sigurður og Kristín. Ennfremur Páll á Viðborði, síðast á Eskey (13797) o. fl.

13922 

Kona Halls Ófeigssonar var Guðný ljósmóðir Jónsdóttir.

13928            

Sigríður  Hallsdóttir   eignaðist  Ófeig  við   kvæntum   manni, Jóni (13990) bónda á Horni Einarssyni.

13929          

Kona Ófeigs Jónssonar var Rannveig Bergsdóttir.

13932          

Gísli Sveinsson var ekki hjónabandsbarn. Hans móðir: Ragnhildur Guðmundsdóttir.

13933          

Ragnhildur Hallsdóttir átti Ófeig Ingimundarson, b. á Miðskeri Halldórssonar.

13937

Helga Hallsdóttir átti Pál b. í Krossbæ Pétursson Þorleifssonar frá Hólum.

13945          

Kona Guðmundar Runólfssonar: Anna Sigmundsdóttir.

13946          

Kona Guðmundar Guðmundssonar: Ragnhildur Jónsdóttir.

13954          

Vigfús Jónsson átti Sigríði Þorleifsdóttur (13895)  frá Þorgeirsstöðum.

13955          

Gróa Vigfúsdóttir átti Þórð söðlasmið Ófeigsson. Þau bjuggu á Geithellum. Þórður drukknaði í Hamarsfirði 25. maí 1857. Þ. d. Sigríður átti Bergsvein Skúlason í Urðarteigi. (Sbr. nr. 7400, en þar er Sigríður ranglega sögð Jónasdóttir). Gróa Vigfúsdóttir fylgdi um skeið Jónasi grjótgarði Gíslasyni og átti við honum 8 börn.

13957         

Finnbogi var Magnússon.

13958         

Kona Ólafs Finnbogasonar:  Steinunn Jónsdóttir.

13960

Kona Eiríks Jónssonar:  Hólmfríður Jónsdóttir.

13963

Þorleifur Þorvaldsson átti Margréti Einarsdóttur (13982) frá Horni.

13976

Jón Bergsson átti Rannveigu Sigurðardóttur frá Borgarhöfn. Meðal barna þeirra er Stefán hreppstjóri og fræðimaður í Hlíð í Lóni.

13980

Faðir Herdísar og Halldórs tel ég líklegast að verið hafi sá Páll Jónsson, sem er húsmaður á Fornustekkum 1703.

Árið 1708 eignaðist Páll Jónsson í Bjarnanessókn barn við Kristínu Árnadóttur, og var beggja fyrsta frillulífsbrot. Þarna kemur vafalaust til sögu Herdís Pálsdóttir móðir Einars á Horni og þeirra systkina. — Herdís dó 12/3 1785 í Ytri-Borgum, sögð 77 ára.

Halldór Pálsson var á manntali 1703 í Þórisdal í Lóni 9 ára gamall, og ætti að vera hjónabandsbarn samkvæmt framansögðu. Hann bjó í Krossalandi fullan áratug, fluttist þaðan að Ytri-Borgum í Hornafirði. Kvæntist 24/8 1727. Kona hans var af Eydalaætt, Halldóra Þorleifsdóttir, sonardóttir Þórðar Snorrasonar og Halldóru Eiríksdóttur prests á Hálsi í Hamarsfirði Höskuldssonar.

Börn Halldórs og Halldóru: Þorleifur bóndi í Hólum, Sigríður, Páll, Jón, Gunnsteinn, Kristín, Ormur bóndi í Eystra-Fíflholti í Landeyjum, tvíkvæntur, Oddný, d. í Hafnarnesi 2/4 1804 óg., bl., Sólveig húsfreyja í Ásgarði í Landbroti, Hróðný húsfreyja á Horni.

13983     

Sigurður eldri Einarsson, hreppstjóri á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, átti Kristínu Jónsdóttur (6156) frá Meðalfelli.

13984     

Hróðný Sigurðardóttir átti Magnús Bessason á Birnufelli í Fellum. — Launsonur Hróðnýjar við Erlendi á Ósi í Breiðdal var Erlendur (sjá nr. 5688, 8448), h. kona Sigurleif Pétursdóttir bónda í Bæ Sveinssonar.

13986

Sigurður yngri Einarsson bjó í Borgum. H. k. Guðný Jónsdóttir (6156), hennar seinni maður var Þórarinn Pálsson (sjá nr. 13967). — Dóttir Sigurðar Einarssonar og Guðnýjar var Anna s. k. Stefáns b. í Hvammi og Vík Jónssonar prests á Stafafelli Einarssonar.

13993  

Högni var Einarsson.

14005     

Sigurður Kolbeinsson  bjó  lengi  í  Hafnarnesi,  tvíkvæntur. Kona I: Margrét dóttir Jóns b. á Viðborði Hálfdánarsonar og k. h. Guðrúnar (13981)  Jónsdóttur frá Árnanesi. Kona II:  Guðlaug Einarsdóttir (13982) frá Horni.

14006     

Fyrsta kona Guðmundar Kolbeinssonar var Anna Þorvaldsdóttir.

14007     

Gísli Jónsson átti Guðrúnu Finnbogadóttur b. á Meðalfelli Sveinssonar. — Synir þeirra voru: Teitur (sjá nr. 8439) og Sveinn.

14014

Fyrri kona Benedikts Hallssonar var frændkona hans Sigríður yngsta Halldórsdóttir frá Þórisdal Þorleifssonar. Þ. b.: mörg.

14030     

Halldór hreppstjóri í Þórisdal Þorleifsson. Tvíkvæntur. Kona I: Sigríður Þorgrímsdóttir. Þ. b.: Jón b. á Reyðará (14030), Sæbjörg (sjá nr. 14077), Sigríður (sjá nr. 14100), Sigríður (sjá nr. 13880), Guðmundur bóndi í Bæ. Sigurður bóndi í Flatey og á Sævarhólum, Símon bóndi í Hvammi. Þorleifur, dó ungur. — Kona II:  Ingibjörg yngri Árnadóttir (14105) frá Firði Pálssonar. Þ. d.: Sigríður, átti Benedikt (14014) Hallsson.

14031 

Meðal barna Jóns Halldórssonar  og  Guðnýjar  Þorsteinsdóttur var Páll (sjá nr. 8470).

14032           

b   Kona Sigursveins í Vík: Sigríður Jónsdóttir. Þ. b.: Gunnar, Laufey.

14033 

Kona Sigurjóns í Vík:  Guðrún Gísladóttir (8849).  Þ. d.: Svava, Ásta.

14032

a Meðal barna Sigríðar Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar í Vík var Ástríður f. k. Gunnars (sjá nr. 8465) Jónssonar í Þinganesi. Þ. b.: Ragna, Signý, Guðmundur, Ásgeir. — (Seinni kona Gunnars í Þinganesi: Björg Jónsdóttir (6621) Árnasonar og k. h. Katrínar (11490) Antoníusardóttur).

14040

Brynjólfur skipstjóri Jónsson á Eskifirði, h. k. Siggerður Jónsdóttir frá Dölum í Fáskrúðsfirði.

14041

Barnsmóðir Þorsteins Jónssonar var Ólöf Þorvarðardóttir frá Hofsnesi. Þ. d. Guðný, átti Sigmund yngra Sigmundsson í Bæ.

14049

Það er ekki rétt, að Sigríður Guðnadóttir ætti Mála-Davíð. (Davíð var tvíkvæntur. Kona I: — Ólöf Þorvarðardóttir frá Hnappavöllum — Kona II: Guðbjörg Jónsdóttir (6156) b. í Svínafelli í Nesjum Sigurðssonar og fyrri k. h. Guðnýjar Sigurðardóttur Narfasonar).

14060

Kona Jóns Þorleifssonar hét Katrín Jónsdóttir. Þau voru þremenningar að frændsemi.

14062 

aaa   Kona Jóns Eiríkssonar í Volaseli var Þorbjörg Gísladóttir (8849).

bbb   Kona Jóns Eiríkssonar á Krossi hét Guðbjörg Elíasdóttir.

ccc    Kristján Eiríksson bjó lengi á Núpi á Berufjarðarströnd. Guðný kona Kristjáns var dóttir Eyjólfs b. í Eskifelli Jónssonar (14112) og seinni konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur.

14063  

Rannveig Jónsdóttir átti Sigurð Jónsson bónda í Borgarhöfn. Meðal barna þeirra: Katrín kona Einars (13900) Sigurðssonar á Þorgeirsstöðum. — Rannveig kona Jóns   (13976)   Bergssonar  í Krossalandi. — Gísli bóndi á Vagnstöðum í Suðursveit. — Jón og Magnús bjuggu í Borgarhöfn. — Sigurður bóndi í Stekkjahjáleigu í Hálsþinghá. 

14066          

Oddný Guðmundsdóttir var laungetin. Hennar móðir: Margrét Runólfsdóttir, upprunnin í Nesjum.

14067          

Meðal barna Reynivallahjóna, Björns og Bergljótar, var Jón bóndi í Borgarhöfn. Hans kona: Björg Steinsdóttir. Þ. b. mörg.

14069

Brynjólfur hreppstjóri á Hlíð, f. á Hofi í Álftafirði 1781. Foreldrar: Séra Eiríkur Rafnkelsson og seinni kona hans Vilborg Björnsdóttir frá Reynivöllum. — Brynjólfur drukknaði 1. júní 1831 við Grænklett. Kona: Þórunn, f. 10 sept. 1784 á Ytri-Lyngum í Meðallandi. Foreldrar: séra Jón prestur á Kálfafelli í Fljótshverfi Jónsson og kona hans Guðný Jónsdóttir prófasts Steingrímssonar. — Þórunn andaðist 24. marz 1863 í Hnefilsdal.

Börn Brynjólfs og Þórunnar: 1. Ingveldur f. 1805 á Hofi í Álftafirði, drukknaði 18. apríl 1850 „við Búlandsnesland“. Vinnukona í Þórisdal óg., bl. — Voru fimm á báti og fórust öll, meðal þeirra Erlendur mágur hennar. — Ingveldur var jarðsett 18. maí í Hálskirkjugarði í Hamarsfirði. 2) Eiríkur f. 1807 í Bæ, d. 13. febr. 1829 á sama bæ. Ólst upp hjá Vilborgu ömmu sinni, fyrirvinna síðustu búskaparár hennar. 3) Jórunn f. 1808 í Bæ, d. 27. nóv. 1884 í Hnefilsdal. Maður: Guðmundur bóndi í Hnefilsdal Magnússon. 4) Hildur f. 1810 í Hlíð, d. 21 febr. 1894 á Geithellum. Maður: Jón bóndi á Geithellum, sonur Einars bónda í Stóra-Sandfelli Ásmundssonar og fyrri konu hans Guðrúnar Gunnlaugdóttur prests á Hallormsstað Þórðarsonar. 5) Guðný f. 1811 í Hlíð, d. 23. sept. 1870 á Valþjófsstað. Þrígift. Maður I: Guðbrandur b. í Bæ Eiríksson Guðbrandssonar. Maður II: Erlendur b. í Kirkjubólsseli (5774) Ásmundsson. Maður III: Jón b. í Kömbum Guðmundsson. 6) Sigurður f. 1812 í Hlíð, drukknaði 1. júní 1831 við Grænklett. 7) Jón f. 1815 í Hlíð, d. 24. Júlí 1878 í Þórisdal. Bóndi þar, tvíkvæntur. Kona I: Ingibjörg Ketilsdóttir frá Volaseli. Kona II: Guðný Jónsdóttir prests í Vestmannaeyjum Austmanns. — Jón í Dal og konur hans voru systkinabörn. 7) Þorsteinn f. 9. júlí 1819 í Hlíð, d. 11 febr. 1868 á Sævarhólum í Suðursveit. Bóndi þar, tvíkvæntur. Kona I: Rannveig Jónsdóttir frá Hafnarnesi. Kona II: Guðrún Árnadóttir frá Sævarhólum.

14071

Jón Jónsson átti frændkonu sína Þórunni Jónsdóttur (8776) b. á Geithellum Einarssonar.

14077

Eiríkur bóndi í Bæ Eiríksson var tvíkvæntur. Kona I: Sæbjörg Halldórsdóttir (14030) frá Þórisdal. Þ. b.: Vilborg o. fl. — Kona II: Ingibjörg Hallsdóttir (14013) frá Hólum. Þ. b.: Guðrún, Guðný o. fl.

14079

Guðrún Eiríksdóttir var tvígift. Seinni maður: Guðmundur Finnbogason.

14104 

Dóttir Páls hreppstjóra í Firði Snjólfssonar, Helga að nafni, átti Jón (6782) bónda á Reyðará Salómonsson. Móðir Jóns var Gróa Jónsdóttir, í Ættum  (sjá nr. 6781)  sögð dóttir langafa síns, Gísla Bjarnasonar í Bæ í Lóni.

Gróa var dóttir Jóns bónda á Borgarhóli í Suðursveit Vigfússonar og konu hans Þórdísar (6777) Jónsdóttur frá Bæ; móðir Þórdísar var Arndís Gísladóttir Bjarnasonar. — Systkini Gróu voru: síra Vigfús í Stöð, og Steinunn á Skálafelli, móðir Jóns konferenzráðs, Eiríkssonar. — Árið 1723 var Gróa Jónsdóttir í Suðursveit og ól son í lausaleik, „17. desembris skýrður Jón (sagður) Salomonsson“. Barnsfaðir kvæntur bóndi í Öræfum, Salómon Jónsson á Litla-Hofi, og var Gróa „bróðurdóttir konu hans, Guðríðar Vigfúsdóttur“.

Fjármuni skorti til að bæta brotið, svo að þau tóku út húðlátsrefsingu eftir Stóradómi. —

Synir Jóns Salómonssonar og Helgu Pálsdóttur: Páll bóndi á Reyðará, átti frændkonu sína Þórunni Árnadóttur (14105) Pálssonar frá Firði. Salómon bóndi í Svínhólum, átti Þuríði Pálsdóttur. Jón.

14105

Árni hreppstjóri Pálsson í Firði. Kona: Ragnheiður Jónsdóttir. Þau áttu fjölda barna.

14106     

Jón hreppstjóri á Fagurhólsmýri Árnason, átti Ólöfu Stefánsdóttur.

14107     

Jón  annar Árnason.  Barnsmóðir hans:   Hólmfríður Jónsdóttir. Þ. d.: Steinunn.

14108     

Jón elzti Árnason frá Firði, bjó í Hörgsdal, Hnappavöllum, Viðborði. Kona: Ingibjörg Gísladóttir (4117) b. í Bæ Eiríkssonar.

14109 

Snjólfur b. í Firði Árnason. Tvíkvæntur. Kona I: Hólmfríður Einarsdóttir (13893) Árnasonar. — Kona II: Sigríður Halldórsdóttir (14030). Þ. b.: Halldór í Firði, Hólmfríður.

14111

Eyjólfur bóndi í Hvammi Árnason. H. k. Sigríður Jónsdóttir (6122) frá Starmýri.

14113

Guðrún Jónsdóttir, tvígift. Seinni maður: Sigurður bóndi í Smiðjunesi Magnússon b. í Slindurholti Sigurðssonar.

14120

Páll hreppstjóri Árnason bjó á Skálafelli og Hala. Kona: Steinunn Árnadóttir bónda á Smyrlabjörgum Brynjólfssonar.

14121

Árni bóndi í Krossbæjargerði Pálsson, átti Guðrúnu Þorvarðardóttur frá Hofsnesi. (Ein dóttir þeirra var Ólöf, s. k. Jóns (8459) b. á Hlíð Eiríkssonar frá Hoffelli).

14123

Snjólfur Pálsson (nr. 14104). Tvíkvæntur. — Kona I: Steinunn dóttir Bjarna Árnasonar í Hvammi og Helgu Eyjólfsdóttur (6161). — Kona II: Hólmfríður Einarsdóttir, b. í Vík Árnasonar;   (hún átti áður Árna Ófeigsson nr. 6148, 13871). Meðal barna þeirra: Steinunn.

14140

Séra Rafnkell Bjarnason átti launson við Hildi Salómonsdóttur bónda á Mörk á Síðu Oddssonar.

Eiríkur Rafnkelsson, f. 1739, d. 5/3 1785, prestur á Hofi í Álftafirði. Tvíkvæntur. — I: Þórdís Þorleifsdóttir prests á Hofi Björnssonar. Barnlaus. — II: Vilborg Björnsdóttir bónda á Reynivöllum í Suðursveit Brynjólfssonar. Þeirra börn: Brynjólfur, Þórdís, Eiríkur.

Börn séra Rafnkels við konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur, lögréttumanns á Hofi í Öræfum Sigurðssonar:

1 Eiríkur Rafnkelsson, f. 1744, d. 12/3 1820, bóndi í Brekku og í Byggðarholti í Lóni, Smyrlabjörgum í Suðursveit. Tvíkvæntur. — I: Ingibjörgu Árnadóttur hreppstjóra í Firði Pálssonar. Ingibjörg andaðist 1791. Þeirra dætur: Ingibjörg, Ragnheiður, Ragnhildur, Ljótunn.
— II: Þóra Jónsdóttir sýslumanns í Hoffelli Helgasonar. Þeirra börn:

Jón, Sigríður, Guðrún, Rafnkell. — Laundóttur átti Eiríkur áður en hann kvæntist. Hún hét Guðrún og er hjá föður sínum í Byggðarholti á manntali 1801.

2.  Eiríkur Rafnkelsson, f. 1747, d. í bólu veturinn 1786—1787, b. á Brekku í Lóni. Í ættartölum Steingríms biskups sagður tvíkvæntur en barnlaus. — I: Þórunn Markúsdóttir bónda á Brekku Gíslasonar. Hún var fædd 1749. — II:  Ingibjörg Árnadóttir hreppstjóra í Firði Pálssonar. „Er síðar átti bróður hans“, segir Steingrímur. Það er misskilningur. — Börn Árna Pálssonar í Firði voru mörg, tvær dætur hans samnefndar giftust  samnefndum  albræðrum.  Ingibjörg  ekkja Eiríks yngra átti Halldór hreppstjóra í Þórisdal Þorleifsson;   seinni kona hans. — Þegar dánarbú Eiríks var gert upp í marzmánuði 1787,
eru erfingjar taldir: „4 myndug börn yfir 19 ára, 7 ómyndug yfir og innan sex ára.“ Hér er eitthvað villt um, hvernig svo sem það hefur verið. Börn þessi koma aldrei annars staðar fram, horfin sporlaust, testþegar manntal var tekið 1801.

3.  Guðný Rafnkelsdóttir, f. 1748, d. 12/6 1828. Hún átti Árna Þorleifsson prests á Hofi í Álftafirði Björnssonar. Talið er að þau hafi búið í Vík í Lóni, en ég hef rekist á bréf, þar sem segir um Guðnýju: „giftist velmegandi bónda með hvörjum hún bjó rétt full tvö ár í Álftafirði innan Suður-Múlasýslu, að hvörjum liðnum hún aftur veik til skyldmanna sinna.“ — Þeirra sonur: Rafnkell.

4.   Jón Rafnkelsson, f. 1750, d. í bólu veturinn 1786—1787, bóndi í Bæ í Lóni. Kona: Steinunn Snjólfsdóttir bónda í Hvammi Pálssonar. 

Þeirra börn: Ingibjörg, Árni, Hólmfríður, Rafnkell, Guðný, Snjólfur, Árni yngri. — Barnsmóðir Jóns Rafnkelssonar 1784, vinnukona hans Margrét Gísladóttir. Barn þeirra óx víst ekki úr grasi.

5.   Ragnhildur Rafnkelsdóttir, f. 1752, d. 24/7 1827. Maður: Séra Árni prófastur Gíslason á Stafafelli. Þeirra synir: Sigurður, Gísli, Rafnkell.

11661

Jón Pálsson. Hann var sonur Páls b. og hreppstjóra á Skálafelli í Suðursveit Árnasonar hreppstjóra í Firði Pálssonar. Móðir Jóns Pálssonar var Kristrún Jónsdóttir frá Borgum í Hornafirði. (Barnsmóðir Einars Jónssonar á Horni).

11463

Antoníus Árnason átti barn við heitkonu sinni 1728. Hún hét Ingunn Björnsdóttir og var þá vinnukona á Hálsi, en Antoníus átti heima í Bragðavallaseli. — Þau giftust.

Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum í Lóni.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.