III. SIGURÐUR STEFÁNSSON, sýslumaður Skaftfellinga.

14045

Sigurður sýslumaður Stefánsson var fæddur 1698 eða 1699. Hann var laungetinn. Móðir hans var Vilborg Guðmundsdóttir úr Meðallandi Vigfússonar, systir Sigurðar á Steinsmýri, föður Sveins föður Péturs Sveinssonar spítalahaldara á Hörgslandi. Vilborg lýsti Stefán nokkurn Þórarinsson föður að Sigurði og gekkst hann við honum. En séra Vigfúsi Ísleifssyni, sóknarpresti hennar, þótti faðernið tortryggilegt og neitaði henni um sakramenti. Fór málið fyrir prestastefnu árið 1700, en varð lítið úr. Var Sigurður ætíð kallaður Stefánsson. En það var álit almennings, að hann væri sonur Ólafs sýslumanns á Þykkvabæjarklaustri Einarssonar sýslumanns Þorsteinssonar sýslumanns í Þykkvabæjarklaustri Magnússonar í Stóradal Árnasonar Péturssonar Loftssonar Ormssonar Loftssonar hins ríka Guttormssonar.

Sigurður ólst upp hjá Þorleifi lögréttumanni Einarssyni, bróður Ólafs sýslumanns, og Þrúði Magnúsdóttur konu hans, og gaf hún honum talsverðar eignir eftir sinn dag. Hann varð fyrst sýslumaður í Vestmannaeyjum 1725 (settur þar 1723) en fékk Austur-Skaftafellssýslu eftir Skúla 1738 og bjó lengst á Smyrlabjörgum. Sagði af sér embætti 1758 og dó 1765.

Kona hans var Þórunn Jónsdóttir (laungetin) Ólafssonar sýslumanns Einarssonar. Þ. b.: Jón, Þorleifar 2, Guðmundur, Bergljót, Ólöf, Ingibjörg, Þrúður, Jón annar, Erlendur bl.

14046

aa Jón Sigurðsson bóndi í Holtum og á Felli í Suðursveit (d. 1797), átti I.: Þórdísi Jónsdóttur. II.: Guðlaugu Runólfsdóttur. Dóttir hans og annarrar hvorrar þeirra var Sigríður.

14047

aaa Sigríður Jónsdóttir átti (1790) Jón bónda í Stórumörk (d. 1822) Guðmundsson Ögmundssonar (S-æf. IV. 630).

14048

bb Þorleifur Sigurðsson var lögréttumaður í Öræfum, átti Sigríði dóttur Jóns Ísleifssonar í Selkoti. Þ. b.: Pétur, Þórdís, Jakob, Sigurður, Kristín, Vigdís.

14049

aaa Pétur Þorleifsson bjó á Litla-Hofi í Öræfum og var einkennilegur maður. Hann fór oft austur í Fljótsdalshérað. Kom hann að Arnheiðarstöðum, þegar mamma mín var þar, og þótti henni hann undarlega búinn og reiðtýgi hans fáránleg. Hann var kallaður Öræfa-Pétur. Hann átti Sigríði dóttur Guðna í Efrivík í Landbroti Ólafssonar í Þykkvabæ Þorsteinssonar s.st. Ólafssonar Jónssonar á Steinsmýri Eiríkssonar. Sigríður átti síðar Mála-Davíð Jónsson á Brattlandi. Ein dóttir þeirra hét Þórunn. (Önnur voru: Magnús, Jón, Guðný, Snjófríður, Sigríður, Helga, Geirlaug, móðir Péturs Jónssonar á Geirsstöðum föður Sigjóns á Fornustekkum (1903) og Guðmundar á Þverhamri o. fl.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14050

α Þórunn Pétursdóttir var fyrri kona Árna á Hofi Þorvarðssonar Pálssonar í Mörk Eiríkssonar, er var bróðir Einars skólameistara Jónssonar í Skálholti. Þ. d.: Helga.

14051

αα Helga Árnadóttir átti Jón prest Bjarnason í Skarðsþingum. Þ. b.: Magnús Blöndal, Bjarni frá Vogi kennari, dr. Helgi grasafræðingur og Elín.

14052

ααα Magnús Blöndal Jónsson (f. 5/11 1861), var prestur í Vallanesi, átti I.: Ingibjörgu dóttur Péturs Eggerz kaupmanns á Akureyri. — II.: Guðríði Ólafsdóttur Hjaltested ekkju Þorvarðar læknis 10144 Kjerúlfs.

14053

bbb Þórdís Þorleifsdóttir átti Árna Árnason í Hofsnesi, dóu bæði í bólu 1786. Þ. d.: Sigríður.

14054

α Sigríður Árnadóttir átti Þórarin Sveinsson í Svínafelli Illhugasonar.

14055

ccc Jakob Þorleifsson.

14056

ddd Sigurður Þorleifsson.

14057

eee Kristín Þorleifsdóttir átti Bjarna á Núpum í Fljótshverfi Sigurðsson Valdasonar.

14058

fff Vigdís Þorleifsdóttir átti I.: Helga Árnason í Kaldrananesi í Mýrdal (d. 1809). Þ. b.: Sigríður, Valgerður og Helgi á Lambastöðum í Garði. II.: Jón hreppstjóra í Kaldrananesi Jónsson frá Skála undir Eyjafjöllum Jónssonar. Þ. b.: Sæmundur á Steinum, Þorfinnur, Sigríður og Jón í Fljótsdal.

14059

cc Þorleifur annar Sigurðsson sýslumanns, bjó á Hóli í Landeyjum, átti Ingibjörgu Þormóðsdóttur og mörg börn. Launbörn hans voru: Jónar 2 og Þórunn.

14060

aaa Jón Þorleifsson eldri bjó í Borgarhöfn. Þ. b.: Jórunn, Katrín.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14061

α Jórunn Jónsdóttir átti Jón bónda á Geirsstöðum Eiríksson í Þinganesi Árnasonar í Þinganesi. Árni Eiríksson hét bróðir Jóns, hann bjó í Sævarhólum og var faðir Þórðar í Flatey föður Sigurðar í Hamarsseli (1903). Sonur Jóns og Jórunnar var Eiríkur.

14062

αα   Eiríkur Jónsson bóndi í Einholti átti Guðnýju Sigurðardóttur bónda í Flatey, bróður Páls á Viðborði Jónssonar. Þ. b.: Jónar tveir, Kristján, Sigurðar tveir, Brynjólfur, Am. Jórunn, Guðrún, Am.

ααα Jón Eiríksson bjó í Volaseli, hreppstjóri. Sjá athugasemd Sigurjón Jónssonar.

βββ Jón Eiríksson eldri bjó á Krossi á Berufjarðarströnd.  Sjá athugasemd Sigurjón Jónssonar.

ggg Kristján Eiríksson bjó ekki, lengi vinnumaður í Volaseli. átti Guðnýju Eyjólfsdóttur bónda í Volaseli Jónssonar.
Sjá athugasemd Sigurjón Jónssonar.

đđđ Sigurður eldri átti Guðrúnu Jónsdóttur systur Jóns í Skógum, Am.

εεε Sigurður yngri drukknaði í Selá, ókv., bl.

ſſſ Jórunn Eiríksdóttir átti Jón í Purkugerði Jósefsson í Skógum Hjálmarssonar 8285.

14063

β Katrín Jónsdóttir átti Jón Þorsteinsson í Borgarhöfn. Þ. b.: Rannveig (ekkja í Borgarhöfn 1903). Sjá athugasemd Sigurjón Jónssonar.

Númerið 14064 vantar í hdr.

14065

dd Guðmundur Sigurðsson bjó í Sævarhólum í Suðursveit, var stúdent. Hann átti Sigríði Þórðardóttur frá Borgarhöfn Ingimundarsonar. Þ. d.: Oddný. Sumir segja að Oddný væri laundóttir Guðmundar við Margréti Runólfsdóttur úr Múlasýslu. Sigríður hafði fyrr átt Guðmund Jakobsson á Innra-Kálfafelli 6732.

14066

aaa Oddný Guðmundsdóttir var fædd á Skálafelli um 1777, átti Bjarna Steinsson í Borgarhöfn 12632.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14067

ee Bergljót Sigurðardóttir sýslumanns átti Björn Brynjólfsson 9073 á Reynivöllum í Suðursveit. Þ. b.: Vilborg, Sigurður, Þórunn, Þorvarður, Kristín, Sigríður, Katrín, Guðmundur.  Sjá athugasemd Sigurjón Jónssonar.

14068

aaa Vilborg Björnsdóttir átti I.: séra Eirík Rafnkelsson á Hofi í Álftafirði 14141 (launson sr. Rafnkels). Þ. b.: Brynjólfur, Eiríkur, Þórdís, II.: 28/9 1794 Þorstein bónda á Bæ í Lóni Þorvarðsson. Þ. b.: Guðný.

14069

α Brynjólfur Eiríksson bjó í Hlíð í Lóni, hreppstjóri, átti — Þ. b.: Jón, Þorsteinn, Hildur, Jórunn. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14070

αα Jón Brynjólfsson bjó í Dal í Lóni, átti I.: Ingibjörgu Ketilsdóttur 13877 frá Volaseli. Þ. b.: Jón, Páll, Sigurður, Sólveig, Þórdís o. fl. II.: Guðnýju ekkju séra Ólafs Magnússonar í Einholti, (d. 1862, prestur 1853—62).

14071

ααα Jón Jónsson bjó í Volaseli.  Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14072

βββ Páll Jónsson var söðlasmiður og hinn mesti hagleiksmaður, fór til Vopnafjarðar og var þar lengst, fór síðan suður og dó 1921. Átti Margréti Eiríksdóttur systur Stefáns tréskurðarmeistara 2430. Hann bjó lítið, á Mælifelli og víðar.

Númerið 14073 vantar í hdr.

14074

ββ Þorsteinn Brynjólfsson bjó á Bæ í Lóni og Sævarhólum í Suðursveit. Átti I.: Rannveigu Jónsdóttur frá Hafnarnesi 8540 Magnússonar prests Ólafssonar. II.: Guðrúnu Árnadóttur í Sævarhólum Eiríkssonar Árnasonar. Þ. s.: Eiríkur á Áslaugarstöðum, faðir Brynjólfs símamanns.

14075

gg Hildur Brynjólfsdóttir átti Jón bónda Einarsson á Starmýri 8776.

14076

đđ Jórunn Brynólfsdóttir átti Guðmund Magnússon í Hnefilsdal 1373. Barnl.

14077

β Eiríkur Eiríksson bjó í Bæ í Lóni. H. b.: Vilborg, Guðrún, Guðný.  Sjá athugasemdir Sigurjóns Jónssonar.

14078

αα Vilborg Eiríksdóttir átti Árna Gíslason í Bæ í Lóni 8831. Þ. b.: Jón, Gísli.

14079

ββ Guðrún Eiríksdóttir átti Jón Sigmundsson í Bæ. Þ. b.: Vilborg, Sigurbjörg.   Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14080

ααα Vilborg Jónsdóttir var seinni kona Jóns Antoníussonar í Bæ 11792.

14081

βββ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Þorstein Vigfússon í Bæ. Hann dó 1891.

14082

gg Guðný Eiríksdóttir var fyrri kona Jóns Antoníussonar í Markúsarseli og Bæ 11792.

14083

g Þórdís Eiríksdóttir prests Rafnkelssonar átti Ketil Ófeigsson í Volaseli 13873.

14084

đ Guðný Þorsteinsdóttir Þorvarðssonar (14063) átti Jón bónda Halldórsson 14030 á Reyðará.

14085

bbb Sigurður Björnsson frá Reynivöllum bjó á Reynivöllum, átti Valgerði Sigurðardóttur Guttormssonar og börn.

14086

ccc Þórunn Björnsdóttir.

ddd Þorvarður Björnsson (sjá nr. 14088).

14087

eee Kristín Björnsdóttir átti Jón bónda á Söndum í Meðallandi 13808 Vigfússon.

14088

fff Sigríður Björnsdóttir átti börn með tveimur bræðrum sínum, Þorvarði og Guðmundi, og voru þau dæmd á Alþingi 1799.

14089

ggg Guðmundur Björnsson (sjá nr. 14088).

14090

hhh Katrín Björnsdóttir átti Kristján lögsagnara Vigfússon 13793.

14091

ff Ólöf Sigurðardóttir sýslumanns átti Ögmund Eiríksson á Hafranesi 11403.

14092

gg Ingibjörg Sigurðardóttir, sýslumanns giftist í Mýrdal, varð tvígift. Fyrri maður hennar hét Jón Snorrason.

14093

hh Þuríður Sigurðardóttir.

14094

ii Jón Sigurðsson sýslumanns annar átti Sigríði Sigmundsdóttur Eiríkssonar. Sá Eiríkur var Sigmundsson og átti Sigríði Sigurðardóttur prests á Kálfafellsstað Bjarnasonar.

Sumir sleppa þessum Jóni öðrum (segir Hannes Þorsteinsson).

Númerin 14095—14099 vantar í hdr.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.