ÖGMUNDUR OG STEINGRÍMUR EIRÍKSSYNIR

11400

Ari hét maður‚ Arason‚ er bjó á Sandholti, hjáleigu frá Einholti í Hornafirði, 1703 33 ára. Una Aradóttir hét kona hans‚ 32 ára. Hjá þeim er gömul kona‚ Halldóra Þorbjörnsdóttir (66 ára), og hefur ef til vill verið móðir annars hvors þeirra. Síðar bjuggu þau í Hlíð í Lóni‚ og þar dó Ari 1730, (grafinn 30. júlí).

En Una bjó þar eftir hann. Hún býr þar 1734 og lifir fram yfir 1743, og víst fram yfir 1749. Börn þeirra voru 1703: Sigríður 4 ára‚ og Eiríkur 3 ára. Síðar fæddust Herborg og Þórkatla.

11401

a Sigríður Aradóttir átti 15/5 1738 Ingimund Guðmundsson bónda á Setbergi nálægt Hoffelli. Hann bjó þar 1734& og hefur þá átt Herdísi Ófeigsdóttur frá Byggðarholti. Ingimundur var sonur Guðmundar Ingimundarsonar, er bjó í Hoffelli 1703, 53 ára‚ og Guðrúnar Hallsdóttur, konu hans‚ þá 45 ára.

11402

b Eiríkur Arason‚ f. 1700, bjó í Hlíð í Lóni‚ kvæntur 1735 á Stafafelli Oddnýju Vigfúsdóttur. Þ. b.: Steingrímur, f.& 1736, dó strax‚ Halldóra, f. 1737, líklega dóttir þeirra einnig‚ Steingrímur annar‚ f. 1739, dó barn‚ Ögmundur, f. 30/6 1740, Steingrímur þriðji‚ f. 17. sept. 1741. Ekkert er kunnugt um Halldóru.

11403

aa Ögmundur Eiríksson, f. 30. júní 1740, bjó á Gvöndarnesi‚ Sævarenda í Fáskrúðsfirði og á Hafranesi, átti Ólöfu dóttur Sigurðar sýslumanns 14091 Stefánssonar (d. 1765) og Þórunnar Jónsdóttur Ólafssonar sýslumanns Einarssonar Þorsteinssonar sýslumanns í Þykkvabæ Magnússonar (S.æv. IV, 633). Þ. b: Guðmundur, Eiríkur, Vigfús.

11404

aaa Guðmundur Ögmundsson var ungur á Eskifirði og lærði þar skrift og reikning, komst svo þar að verzlun og var& fyrir henni nokkur ár‚ unz búðin brann haustið 1813—1814. Þá fluttist hann á Eyrarbakka og var þar fyrir verzlun nokkur ár. Hann átti Málfríði dóttur Jóns sýslumanns Sveinssonar á Eskifirði. Þ. b.: Birgitta María‚ Jón Sigurður, Charlotta Amalía.

11405

α& Birgitta María Guðmundsdóttir átti Lambert Níelsen Lambertsen yngra‚ kaupmann á Eyrarbakka. Þ. sonur: Guðmundur Lambertsen, verzlunarstjóri á Seyðisfirði og síðar kaupmaður í Reykjavík.

11406

β& Jón Sigurður Guðmundsson Ögmundsen, varð læknir í Rípum (dó 1857), átti danska konu‚ er hét Pauline Ulrikke Charlotte Thormann.

11407

g Charlotte Amalie Guðmundsdóttir var á Flateyri.

11408

bbb Eiríkur Ögmundsson, f. um 1773 á Gvendarnesi, var um tíma verzlunarstjóri á Eskifirði, varð síðar hálfruglaður,& átti Sigríði Magnúsdóttur 12361 frá Sandvík (er kölluð var „horböng“), og átti með henni dóttur‚ sem hét Þorbjörg, óg.

α Þorbjörg Eiríksdóttir, óg., átti barn við Pétri Ísfjörð, hét Sigríður, varð kona Bjarna Oddssonar 4608 á Kollaleiru.

11409

ccc Vigfús Ögmundsson, f. um 1775 á Sævarenda, bjó á Lambeyri, átti Sigríði Árnadóttur 12298 frá Stóru-Breiðuvík& Ögmundssonar. Þeirra dóttir: Ingibjörg.

11410

α Ingibjörg Vigfúsdóttir átti Ólaf Jónsson á Helgustöðum 4432.

11411

bb Steingrímur Eiríksson, f. 17. sept. 1741, bjó í Núpshjáleigu og á Núpi á Berufjarðarströnd, átti I. Snjófríði Árnadóttur (f. um 1741). Þ. b.: Jón‚ Árni‚ Sigríður. II. Halldóru Björnsdóttur frá Krossi ( f. um 1747, d. 1805). Þ. b.: Árni‚ Snjófríður. III. Guðrún Jónsdóttir (f. um 1763). Þ. b. lifðu eigi. Steingrímur dó 1814.

11412

aaa Árni Steingrímsson eldri‚ f. 1767, bjó á Steinaborg og Núpshjáleigu, átti 1793 Ingibjörgu Gísladóttur yngri 11271& frá Langhúsum. Þ. b.: Þórður‚ Steingrímur, Gísli‚ dó ungur‚ Snjófríður. Árni varð úti á Breiðdalsheiði 15/2 1803.

11413

α Þórður Árnason bjó á Krossi í Fellum‚ átti Guðrúnu Bjarnadóttur 10997 frá Ormarsstöðum Rafnssonar.

11414

β Steingrímur Árnason bjó á Eiríksstöðum á Fossárdal‚ átti Herdísi Helgadóttur Dýrumdals, vestan úr Dýrafirði.& Hún er fædd á Djúpavogi 1794 og var fóstruð á Berunesi hjá Þórunni húsfreyju Jónsdóttur. Þ. b.: Sigurður, Jakob‚ Þórunn‚ Helgi.

11415

αα Sigurður Steingrímsson bjó á Jórvíkurstekk í Breiðdal‚ átti Ragnheiði (f. um 1820) Jónsdóttur 6000 prests í Stöð & Einarssonar. Þ. b.: Runólfur, Steingrímur, Halldór, Guðmundur, Stefán.

11416

ααα Runólfur Sigurðsson bjó á Ánastöðum í Breiðdal, átti Jónínu Þorvaldsdóttur 185 Stígssonar.

11417

βββ Steingrímur Sigurðsson.

11418

ggg Halldóra Sigurðardóttir.

11419

đđđ Guðmundur Sigurðsson.

11420

εεε Stefán Sigurðsson var þurrabúðarmaður á Seyðisfirði‚ átti Önnu Guðmundsdóttur 3560.

11421

ββ Jakob Steingrímsson, bjó á Eiríksstöðum í Fossárdal‚ átti Ingibjörgu Ásmundsdóttur 7861 frá Veturhúsum Ingimundarsonar.

11422

gg Þórunn Steingrímsdóttir átti Þorlák bónda í Víðinesi 7855& og á Eiríksstöðum í Fossárdal Ásmundsson.

11423

đđ Helgi Steingrímsson bjó í Meðalnesi í Fellum‚ átti Sveinbjörgu Sigmundsdóttur frá Geitdal. Þ. b. 2 dóu ung.

11424

g Snjófríður Árnadóttir átti fyrst barn með Erlendi Erlendssyni 5684 á Streiti ‚ hét Ingibjörg (5687), þá annað við Eiríki syni Eiríks á Teigarhorni Árnasonar, hét Jón. Síðan giftist hún Gunnlaugi Erlendssyni 5679 bónda á Fossárdal.

11425

αα Jón Eiríksson bjó í Víðinesi, átti Guðnýju Magnúsdóttur 11148 frá Birnufelli.

11426

bbb Jón Steingrímsson bjó á Steinaborg með Guðrúnu stjúpu sinni, ókvæntur 1816, 50 ára.

11427

ccc Sigríður Steingrímsdóttir átti 1795 Jón Árnason yngra 5516 frá Papey. Þau bjuggu á Þiljuvöllum og Breiðabólsstaðargerði í Suðursveit. Þ. b.: Árni‚ Snjófríður, Jón‚ Mensalder, Steingrímur.

11428

α Árni Jónsson, f. 1796.

11429

β Snjófríður Jónsdóttir, f. 1799.

11430

g Jón Jónsson, f. 1800.

11431

đ Mensalder Jónsson, f. 1802.

11432

ε Steingrímur Jónsson bjó á Breiðabólsstaðargerði í Suðursveit, átti Gróu‚ f. á Felli um 1790, Eyjólfsdóttur bónda á& Mýrum í Suðursveit og Rannveigar, f. á Háhól í Nesjum um 1753, Jónsdóttur. Rannveig hafði áður átt Jón í Flatey á Mýrum‚ og var þeirra dóttir Valgerður kona Þorsteins Þórðarsonar á Kálfafelli úr Öræfum. Þ. b.: Rannveig, Sigríður, Jón‚ Eyjólfur.

11433

αα& Rannveig Steingrímsdóttir átti Snjólf bónda á Snotrunesi 10648 Sveinsson. Þaðan kom ekki ætt.

11434

ββ& Sigríður Steingrímsdóttir átti son við Jóni Þorvarðssyni eldra í Papey‚ er Jón hét (5518), giftist svo I. Þorsteini Magnússyni‚ bl., og II. Sveini Einarssyni 12649 á Kálfafelli í Suðursveit.

11435

gg Jón Steingrímsson bjó í Breiðabólstaðargerði í Suðursveit, myndarmaður, stórfeldur nokkuð‚ átti Oddnýju Sveinsdóttur 12642 frá Hofi í Öræfum. Þ. b. 10: Steingrímur, dó um þrítugt‚ ókv., bl., Sveinn‚ Sigríður, var alltaf vinnukona, lengi á Úthéraði‚ óg., bl., Einar‚ Ketill‚ Jón‚ Bjarni‚ Steinn‚ Eyjólfur, Þorsteinn. Oddný dó 1918, 96 ára‚ hafði verið 20 ár blind‚ en heilsugóð að öðru leyti. Skömmu áður en hún dó‚ gekk hún frá Breiðabólstaðargerði að Reynivöllum, fékk þá lungnabólgu og dó þar. Þá bjó þar Þorsteinn Arason. Hafði hún verið ljósa hans og haldið í hönd með honum. Hélzt alltaf vinátta þeirra og heimsótti hún hann árlega.

11436

ααα Steingrímur Jónsson dó um þrítugt, ókv., bl. Hann hafði verið tvíburi, og dó stúlkan, sem fæddist með honum‚ strax.

11437

βββ Sveinn Jónsson, f. 30 jan. 1851, ólst upp í Breiðabólsstaðargerði þangað til hann var 12 ára‚ var síðan 5 ár í Flatey á Mýrum hjá Gissuri Jónssyni, þá vinnumaður á ýmsum bæjum í Breiðdal 10 ár‚ fór þá á Eskifjörð til Jóns Sturlusonar verzlunarstjóra og sigldi þaðan til Kaupmannahafnar um haustið 1878 og var þar í verzlunarskóla um veturinn. Hann vildi þó ekki gerast verzlunarmaður, en varð formaður á fiskibáti á Seyðisfirði fyrir Sigurð Sæmundsen verzlunarstjóra, og hélt út frá Brimnesi og fórst vel. Þar kynntist hann Ingileifu, systur Sigurðar‚ er þar bjó‚ og varð ríkur. Hún var fædd 15. maí 1863, og var dóttir Jóns bónda á Hvappi‚ svo á Kerastöðum, Syðra-Álandi og síðast á Bakka á Strönd‚ Jónssonar á Kúðá Andréssonar. Andrés var mikill fyrir sér‚ bjó á Bægisá. Jón sonur hans ólst upp hjá séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá og var talinn sonur hans. Þegar Andrés var drukkinn, sagði hann‚ að hann ætti ekki nokkurn blóðdropa í Nonna‚ og gæti klætt prest úr hempunni þegar hann vildi. Kona Jóns á Kúðá var Guðbjörg Sigurðardóttir. Kona Jóns á Bakka og móðir Ingileifar, var Kristbjörg dóttir Jóns í Brekknakoti í Þistilfirði og Garðstungu Gíslasonar á Hermundarfelli Benediktssonar úr Kelduhverfi. Jón Gíslason var fæddur í Garðssókn um 1797 og var tvíkvæntur. Átti I. Rósu............... Þ. b.: Einar‚ ókv., bl., Kristbjörg, f. um 1726, og Guðlaug, kona Gunnars á Völlum í Þistilfirði. Síðari kona hans var Björg Einarsdóttir frá Ljósalandi. — Jón Gíslason var vel hagmæltur og bræður hans 2, Gísli og Einar (?), og eins faðir þeirra‚ Gísli. Kona Gísla hét Finna Einarsdóttir (1816 eru þau 61 og 47 ára). Þ. b. 1816: Einar (21 árs), Jón (20), Guðmundur (14), Gísli (13), Finna (12) og Guðrún (9). — Sveinn og Ingileif giftust 1882, voru fyrst 2 ár í þurrabúð á Þórarinsstaðaeyrum, bjuggu þá 19 ár á parti úr Brimnesi, fluttu þá í Fagradal í Vopnafirði 1903 og keyptu hann síðan (1912), og Bjarnarey (1913). Í Fagradal bjó Sveinn síðan til dauðadags.

Sveinn var myndarmaður og dugmaður og drengur góður‚ greindur vel‚ kátur‚ söngvinn og skáldmæltur, skapfestumaður. Hann ól upp nokkur fósturbörn. Börn þeirra Ingileifar voru: Oddný‚ Kristbjörg og Andrés.

11438

+ Oddný Sveinsdóttir, f. 26/5 1884, átti 1906 Kristján Níelsson Wíum 119 bónda í Fagradal.

11439

+ Kristbjörg Sveinsdóttir, f. 1886, átti 4/6 1908 Þórhall Sigtryggsson, verzlunarmann á Vopnafirði. Hann varð síðar& verzlunarstjóri á Djúpavogi og síðan kaupfélagsstjóri þar. Þ. b.: Anna‚ Leifur Sveinbjörn, Garðar‚ Baldur‚ Þorbjörg.

11440

+ Andrés Sveinsson

11441

ggg Sigríður Jónsdóttir, óg., bl., var vinnukona, lengi á Úthéraði, í Gagnstöð.

11442

đđđ Einar Jónsson hrapaði til bana í Ingólfshöfða um tvítugsaldur, ókv., bl.

11443

εεε Ketill Jónsson bjó í Borgarhöfn, átti I. Ragnhildi Steinsdóttur 12679 frá Breiðabólsstað í Suðursveit Þórðarsonar bónda á Kálfafelli. Þ. einb.: Ragnhildur, dó ung. II............Þ. b.: Bjarnheiður.

11444

ſſſ Jón Jónsson var í Reykjavík, háseti á skútum Geirs Zoéga‚ mjög heppinn fiskimaður, kvæntist eigi‚ en bjó með ráðs& konu‚ er Arnbjörg hét‚ og átti son með henni‚ er Kristján hét. Hann varð skipstjóri á botnvörpung, en fórst fyrir kafbát‚ ókv., bl. Annan son áttu þau‚ er Finnur hét‚ tók próf í stýrimannaskóla‚ veiktist þá og dó‚ bl. Síðan bjó Jón með annarri stúlku. Jón var lengi blindur.

11445

533 Bjarni Jónsson bjó á Gilsárvelli, átti Soffíu Jónsdóttur 9712 á Gilsárvelli Stefánssonar.

11446

įįį Steinn Jónsson var barnakennari í Mjóafirði. Hann átti barn við Ólöfu Einarsdóttur af Langanesi, hét Júlía.

11447

+& Júlía Steinsdóttir átti Kristján Guðmundsson Ísfeldt 1186 í Mjóafirði.

11448

zzz& Eyjólfur Jónsson, ókv., bl., var hjá Sveini bróður sínum‚ lengi sjóndapur og síðast blindur.

11449

1^ Þorsteinn Jónsson var verzlunarmaður á Djúpavogi‚ bjó síðar í þurrabúð á Brimnesi í Seyðisfirði, átti Jóhönnu& Erlendsdóttur, systur Erlends skóara. Þ. b.: Guðlaug, Oddný‚ ólst upp á Gilsárvelli.

11450

đđ Eyjólfur Steingrímsson bjó á Hala í Suðursveit, átti Valgerði. Hann lifði stutt og dó bl.

11451

ddd Árni yngri Steingrímsson frá Núpi (11411) bjó á Núpi‚ var seinni maður Lísibetar Bessadóttur 11385 Sighvatssonar. Árni dó 1815.

11452

eee Snjófríður Steingrímsdóttir átti Bessa Sighvatsson 11374 í Heyklifi, og var fyrri kona hans.

11453

c Herborg Aradóttir frá Hlíð (11400) bjó á Núpshjáleigu. Hún ól upp Steingrím Eiríksson, bróðurson sinn‚ en giftist& víst eigi né átti börn.

11454

d Þórkatla Aradóttir (11400) átti 9/4 1741 Jón Pálsson, bjuggu í Hlíð í Lóni. Þ. b.: Una‚ Ari‚ Guðrún og Ingimundur.

11455

aa Una Jónsdóttir, f. 23/2 1742.

11456

bb Ari Jónsson, f. 16/12 1743, bjó í Hlíð í Lóni‚ átti Guðrúnu Ásmundsdóttur 13239 Helgasonar. Þ. b. 12, dóu öll ung nema Ásmundur. Guðrún varð bráðkvödd rúmlega fimmtug.

11457

aaa Ásmundur Arason‚ bjó í Vík í Lóni.................................. Þ. b.: Guðrún‚ Ingibjörg.

11458

α& & Guðrún Ásmundsdóttir átti I. Sigurð Magnússon (sunnan af Síðu) á Karli. Þ. b.: Sigurður, Sesselja, Ástríður. 
II. Sigurð Sveinsson frá‚ Berufirði 13783.

αα& Sigurður Sigurðsson átti Sigríði Jónsdóttur frá Reyðará 14032 Magnússonar.

ββ& & Sesselja Sigurðardóttir átti Jón Jónsson söðlasmið Setbergi nr. 14114 (sjá bls. 1448). Þ. b.: Guðmundur‚ Sigrún‚ Sigurður. Launsonur: Stefán‚ ókv., bl.

ααα Guðmundur Jónsson, lengi vinnumaður í Hlíð í Lóni‚ áður í Héraði.

βββ& Sigrún Jónsdóttir átti Friðrik Eiríksson á Hryggstekk og Bakkagerði í Reyðarfirði. Einb. Margrét.

+& & Margrét Friðriksdóttir átti Gunnar Bóasson frá Stuðlum 5009.

ggg Sigurður Jónsson bjó á Reyðará í Lóni‚ átti Önnu Schou dóttur L. J. K. Schou og Elínar Einarsdóttur 6272 frá Vallanesi.

gg& & Ástríður Sigurðardóttir átti Gísla ................... skáldmæltan. Þ. b.: Sigurður, Am., Guðrún‚ Ingibjörg.

11459

β Ingibjörg Ásmundsdóttir átti Filippus....................

11460

cc Guðrún Jónsdóttir var fyrsta kona Indriða á Borg 13197 Ásmundssonar Helgasonar.

11461

dd Ingimundur Jónsson bjó á Hvalnesi í Lóni‚ átti Ingibjörgu Ásmundsdóttur 13240 Helgasonar. Þ. b. 7, lifði aðeins& Ásmundur.

11462

aaa Ásmundur Ingimundarson bjó á Veturhúsum í Hamarsdal, átti Þórunni Þorláksdóttur 7854 frá Víðidal. Launsonur hans við Úlfhildi Oddsdóttur úr Norðfirði 2713 var talinn Björn‚ sem reyndar var sonur Hallgríms í Sandfelli Ásmundssonar 13217 frænda hans.

+& & Björn Ásmundsson ætlaði fyrst að eiga Önnu Hallgrímsdóttur í Sandfelli 13219, en þá sagði Hallgrímur þeim um skyldleika þeirra‚ er hann vissi um samdrátt þeirra. Þau hættu þá við giftinguna, en Anna var orðin barnshafandi og fæddi síðan tvíbura. Þegar Úlfheiður, móðir Björns‚ frétti það‚ varð hún brjáluð. Síðar kvæntist Björn Margréti dóttur Eyjólfs á Borg 2935 og bjó á Borg og Hallbjarnarstöðum.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.