MARTEINN BARTÓLÓMEUSSON

11285

Marteinn Bartólómeusson bjó í Hrafnsgerði 1703, 55 ára og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir 51 árs. Þ. b.: Guðmundur (19 ára), Eiríkur (15), Sigurður) (9), Guðrún (7), Sesselja (12), Guðrún önnur (10). Ekki er neitt kunnugt um börn þessi nema Eirík. (Bartólómeus Egilsson tók við Hallormsstað 1530 af Oddi Arasyni, er þar 1536, dó 1538).

11286

a Eiríkur Marteinsson, f. um 1688, bjó í Hrafnsgerði 1723, 1730 og 1734. Sonur hans var Magnús.

11287

aa Magnús Eiríksson átti Katrínu Eiríksdóttur. Þau bjuggu á Brekku í Fljótsdal 1762, hann 36 ára en hún 32. Síðar bjuggu þau í Hrafnsgerði 1784 og fluttust loks í Gilsárteig 1789. Börn þeirra eru talin 1762: Eiríkur (7 ára), Eiríkur annar (3), Bjarni (2), Guðbjörg (1). En Eiríkur eldri og Bjarni hafa víst dáið ungir.

11288

aaa Eiríkur Magnússon bjó í Gilsárteigi 1794 og Brennistöðum‚ í Fossgerði 1816, átti Guðrúnu Benediktsdóttur 13062 frá Hleinargarði. Þ. b.: Auðunn‚ Ingibjörg, Sigríður, Katrín‚ Kristín, Guðríður, Björg.

11289

α Auðunn Eiríksson bjó síðast á Oddsstöðum í Skógum og átti Helgu Árnadóttur 5396 Rustikussonar. Auðunn dó 3/6 1860 „bóndi á Úlfsstöðum á Völlum“.

11290

β Ingibjörg Eiríksdóttir átti Pál Einarsson þrímenning við Þorstein á Hreimsstöðum, bjuggu í Hólsseli á Fjöllum‚
Skeggjastöðum á Dal‚ Galtastöðum ytri og Hvanná. Þ. d.: Anna.

11291

αα Anna Pálsdóttir átti Magnús Guðmundsson 11925 úr Fáskrúðsfirði, var vænsta kona.

11292

g Sigríður Eiríksdóttir átti fyrst barn við Bjarna Einarssyni á Ásgeirsstöðum 3166, hét Björn‚ giftist svo Óla Eiríkssyni í Merki‚ og var seinni kona hans. Þ. einb.: Guðrún 4495.

11293

đ Katrín Eiríksdóttir átti Björn bónda Jónsson á Þrándarstöðum 3153.

11294

ε Kristín Eiríksdóttir átti Jón Benjamínsson, f. í Nessókn í Aðaldal um 1806. Þau bjuggu um tíma á Galtastöðum
ytri og svo á Stórasteinsvaði, fóru svo að Kirkjubæ og þar dó Kristín fyrir 1845, en hann fór að Geirastöðum og giftist Ingibjörgu Jónsdóttur 10324 ekkju Jóns Sigfússonar, er þar bjó. Bjuggu þau þar góðu búi‚ barnlaus. Börn Jóns og Kristínar voru: Hallgrímur, Guðrún og Jón.

11295

αα Hallgrímur Jónsson bjó lítið‚ átti Rebekku Jónsdóttur 9352 Tómassonar. Þ. einb.: Kristín.

11296

ααα Kristín Hallgrímsdóttir giftist á Grímsstöðum á Fjöllum Anton Sigurðssyni úr Öxnafirði, bjuggu nokkur ár á
hálfum Víðihóli. Þar varð Anton bráðkvaddur 1912 á Hólssandi, en Kristín varð vinnukona á Grímsstöðum. Þ. b.: Hallgrímur, Sigrún‚ Aldís‚ Gunnlaugur.

11297

ββ Guðrún Jónsdóttir átti Jón bónda Jóhannesson á Nefbjarnarstöðum 14181 og var síðari kona hans. Þ. b.: Jónína‚ Gunnar‚ Halldór, Jón.

11298

ααα Jónína Jónsdóttir, myndarstúlka, varð heilsulítil, óg., bl., bjó með Halldóri og Jóni bræðrum sínum á Nefbjarnarstöðum eftir lát Gunnars bróður þeirra. Hún dó 1926.

11299

βββ Gunnar Jónsson bjó á Nefbjarnarstöðum, átti barn við Steinunni Grönvold, er Guðbjörg hét. Kvæntist svo Þóru Guðmundsdóttur Arngrímssonar, áttu 1 barn‚ en þá dó Gunnar. Fór hún síðan til Ameríku með barn sitt. En Guðbjörg varð eftir.

11300

+ Guðbjörg Gunnarsdóttir ólst upp hjá föðursystkinum sínum‚ fór á Alþýðuskólann á Eiðum og síðar Kvennaskólann í Reykjavík. Guðbjörg átti Eggert Briem Ólafsson frá Álfgeirsvöllum.

11301

ggg Halldór Jónsson bjó á Nefbjarnarstöðum, ókv., bl., með systur sinni.

11302

đđđ Jón Jónsson, lærði búfræði á Eiðum‚ var síðan hjá systkinum sínum á Nefbjarnarstöðum, greindur maður‚ var bóksali‚ keypti Nefbjarnarstaði og greiddi verðið þegar allt.

11303

gg Jón Jónsson átti I. Ásþrúði Jónsdóttur frá Setbergi 10230 Bjarnasonar. Barnlaus. II. Katrínu Björnsdóttur 3157, og var seinni maður hennar. Am.

11304

ſ Guðríður Eiríksdóttir var síðari kona Bjarna Einarssonar á Ásgeirsstöðum 3166.

11305

5 Björg Eiríksdóttir, f. um 1806.

11306

bbb Guðbjörg Magnúsdóttir varð síðari kona Ólafs Hallgrímssonar 3498 í Húsavík.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.