FINNBOGI Á VÍFILSSTÖÐUM

11158

Finnbogi Ásmundsson hét bóndi á Vífilsstöðum í Tungu 1723, 1730 og 1734. Það mun vera sami maðurinn sem sá Finnbogi Ásmundsson, er býr á Sævarenda í Loðmundarfirði 1703, og þá er talinn 34 ára. Hann er þar hreppstjóri og hét kona hans Herdís Magnúsdóttir, 26 ára. Eiga þau þá 1 barn‚ Þórunni, 4 ára. Þar er þá húskona Valgerður Ásmundsdóttir, 44 ára‚ með son sinn‚ Gísla Steingrímsson, 16 ára‚ og hefur hún líklega verið systir Finnboga. Vel má og vera‚ að Hjörleifur Ásmundsson (10433), sem býr á Ásgeirsstöðum 1703, 32 ára‚ hafi verið bróðir þessa Finnboga, en lausleg tilgáta er það.

Gróa Finnbogadóttir, og systkini hennar‚ Guðrún‚ Oddur og Sigríður, er hér verður frá talið‚ sagði Katrín frá Urriðavatni (8988), dóttir Jóns Árnasonar hreppstjóra á Urriðavatni (8980), er var fróður mjög og minnugur, að hefðu verið börn Finnboga á Vífilsstöðum. Kemur það vel heim við tímann‚ að því er snertir Guðrúnu, Odd og Sigríði, að þau hafi verið börn Finnboga Ásmundssonar, er býr á Vífilsstöðum 1723, 1730 og 1734, því að Guðrún er fædd um 1729, Oddur um 1731 og Sigríður um 1733. En ef sá Finnbogi hefur verið sami maður sem Finnbogi sá‚ er býr á Sævarenda 1703, þá hafa þau ekki getað verið börn Herdísar‚ er þá var kona hans‚ því að hún hefði orðið 52 ára 1729, þegar Guðrún fæðist. Hefði því Finnbogi orðið að vera tvíkvæntur og þessi 3 systkini verið eftir síðari konu hans. Um aldur Gróu systur þeirra er ekki fullkunnugt. En eftir því sem kirkjubók á Valþjófsstað telur aldur Gróu Erlendsdóttur, dóttur hennar‚ ætti hún (Gróa) að vera fædd um 1740, og því aðeins 11 árum yngri en Guðrún‚ sem er fædd 1729. Gróa‚ móðir hennar‚ hlaut því að vera miklu eldri en Guðrún‚ Oddur og Sigríður, og varla fædd síðar en um 1720. En hún gat verið alsystir þeirra fyrir því. En hafi Gróa Finnbogadóttir verið 32 ára 1762, eins og manntalið það ár telur hana á Kleif‚ og því fædd um 1730, þá yrði tæpt um‚ að hún gæti verið alsystir hinna þriggja systkinanna, og væri þá líklega eftir fyrri konu Finnboga Ásmundssonar. En telja verður kirkjubók Valþjófsstaðar áreiðanlegri heimild en hið sérstaka manntal 1762, og Gróa Erlendsdóttir því fædd um 1740. Hvort sem nú Gróa Finnbogadóttir, móðir Gróu Erlendsdóttur, hefur verið alsystir hinna systkinanna, eða aðeins hálfsystir þeirra‚ þá er víst‚ að hún var systir þeirra og hlaut að vera það af föðurnum. Það hlaut að vera kunnugt Margréti ömmu minni‚ dóttur Gróu Erlendsdóttur, þar sem Guðrún Finnbogadóttir, ömmusystir hennar‚ lifði þangað til hún var komin um tvítugt, og amma mín var vinnukona hjá Magnúsi syni hennar um eitt skeið.

Móðir mín hafði heyrt‚ að Finnbogi faðir þessara systkina, hefði búið á Hofi í Fellum. En þar býr Erlendur Árnason 1723, 1730 og 1734, einmitt um það leyti‚ sem yngri systkinin fæðast. Er því annað hvort‚ að Finnbogi hafi búið á Hofi fyrir 1723, áður en hann flutti í Vífilsstaði, og þá búið með fyrri konu sinni eða ekkjumaður, og Gróa verið dóttir þeirra og komin þá um eða undir tvítugt, og Erlendur þá náð í hana‚ og sagan‚ sem getið er hér á undan‚ gerzt þá. Lausaleiksbarnið, er þá kom til‚ ekki verið Gróa‚ móðir ömmu minnar‚ því að hún er fædd svo miklu síðar‚ um 1740, enda hefi ég ekki heyrt‚ að það barn hafi verið hún. Erlendur síðan fengið Hof og búið þar með Gróu‚ en Finnbogi þá flutt í Vífilsstaði og búið þar síðan. Eða Finnbogi flutt frá Vífilsstöðum að Hofi eftir 1734 með börn sín‚ og Erlendur þá náð í Gróu‚ þó að gamall væri orðinn og flutzt að Klúku í Fljótsdal. Mætti þá vera‚ að Erlendur hefði aðeins átt barn með Gróu‚ og það verið Gróa yngri‚ en eigi fengið hana fyrir konu. Og Gróa verið alsystir Guðrúnar, Odds og Sigríðar. Er það eins líklegt. En ekkert verður um þetta sagt. Börn Finnboga lenda öll upp í Fell og Fljótsdal. Annars kenndi Katrín Finnboga við Vífilsstaði‚ eins og hann hefði búið þar lengst og síðast. En hann gat líka verið svo stutt á Hofi‚ að hann hefði getað verið fremur kenndur við Vífilsstaði en Hof‚ þó að hann hefði síðast verið þar einhver ár. Ef hann væri sami maður sem Finnbogi á Sævarenda, hefði hann verið orðinn 65 ára 1734 á Vífilsstöðum‚ og því hætt við‚ að hann hafi ekki lifað lengi eftir það.

Um framætt Finnboga verður ekkert sagt. Katrín frá Urriðavatni hafði heyrt‚ að hann hefði verið náskyldur Jóni sterka í Bót (Galdra-Jóni 6984) eða návenzlaður. En ekki verður um það sagt. Eigi verður heldur meira sagt um konu hans eða konur‚ en hér hefur verið gert. En þau Finnbogabörn, er hér verður frá talið‚ tel ég víst að séu börn Finnboga Ásmundssonar á Vífilsstöðum‚ enda veit ég um engan annan Finnboga, er gæti verið faðir þeirra. Katrínu minnti helzt‚ að Finnbogi á Vífilsstöðum væri bróðir Jóns í Bót‚ og gæti það verið tímans vegna‚ og Sigfús Sigfússon telur hann son Jóns í Bót‚ en Jón er fæddur 1702. Engan Finnboga Jónsson er að finna í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1723 eða 1730, né bændatölum 1734, er til greina gæti komið.

11159

aa Gróa Finnbogadóttir átti Erlend Árnason frá Móbergi‚ eða var að minnsta kosti móðir Gróu dóttur hans (11157).

11160

bb Guðrún Finnbogadóttir, f. um 1729, átti I. Jón Þorleifsson frá Hvammi á Völlum (sbr. 10026), bróður Jóns Þorleifssonar á Hrafnkelsstöðum. Þau bjuggu í Hamborg 1762, hann 31 árs‚ hún 33 ára. Þ. b.: Magnús‚ f. um 1755, og Einar‚ f. um 1759. II. átti hún Jón Bjarnason sunnlenzkan. Þótti það illa orðið‚ því að hann var flestum mönnum hvimleiður en hún mikilhæf kona. Enda fór hjónaband þeirra illa og skildu þau‚ en áttu áður dóttur þá‚ er Sigríður hét. Árið 1783 er hún hjá Magnúsi syni sínum á Vaðbrekku. Þar eru þá taldar Kristín og Sigríður Jónsdætur og hennar‚ 13 og 9 ára‚ eflaust dætur Jóns Bjarnasonar og hennar. En 1784 er hún fyrir búi hjá Einari syni sínum í Hóli í Fljótsdal, og þá er aðeins Sigríður hjá henni‚ talin þá 12 ára‚ en á eflaust að vera 10 ára‚ því að 1817 er hún talin 43 ára. Þá er Kristín ekki nefnd þar. Hefur hún líklega dáið ung‚ því að ekki vissi mamma nema um eina dóttur Jóns Bjarnasonar og Guðrúnar, Sigríði 11219. Á sandfellisárunum 1784—1785, felldu þau Einar fénað sinn eins og aðrir. Fóru þau síðar að Götu í Fellum 1787, en síðan fór hún með Einari að Hrafnsgerði 1789 og var víst síðan mest hjá honum og dó hjá honum.

11161

aaa Magnús Jónsson, f. um 1755, bjó á Vaðbrekku 1783, Víðivöllum ytri 1785, Galtastöðum ytri í Tungu 1796—1800 eða lengur og síðast á Hrafnabjörgum í Hlíð. Átti Járngerði Jónsdóttur. Var hún gerðarkona hin mesta og vel metin. Jón Rafnsson‚ leirskáld, orti eitt sinn um hana‚ er hann var staddur hjá henni á Hrafnabjörgum: „Járngerður á Hrafnabjörgum / gjörir greiða mörgum‚ / talar svo sem hver vill heyra / heiðurskvendi er hún“. „Já‚ svo hefur nú lengi þótt“, sagði Járngerður, „að ég talaði eins og hver vill heyra“. Hún hafði nefnilega fremur þótt nógu hreinskilin í máli og heldur skapstór. Ekki er kunnugt um framætt hennar‚ nema að móðir hennar hét Ragnhildur Ögmundsdóttir, bjó hún ekkja á Víðivöllum fremri 1762, 50 ára‚ með börnum sínum. Voru þau: Guðmundur (20 ára), Járngerður (12) og Jón (7 ára) Jónsbörn. Um Guðmund er ekki kunnugt, en Jón bjó á Oddsstöðum í Skógum‚ og átti Guðrúnu yngri Þorsteinsdóttur 10031 frá Hrafnkelsstöðum Ögmundssonar. Járngerður dó 10/9 1834, 84 ára. Börn Magnúsar og Járngerður voru 1800: Jón (22 ára), Hannes‚ Guðrún (18), Sigríður (15), og Jón annar (9 ára).

11162

α Jón Magnússon eldri giftist aldrei‚ barnlaus.

11163

β Hannes Magnússon bjó í Böðvarsdal, átti 1807 Guðnýju dóttur Björns stúdents 9202 í Böðvarsdal Björnssonar.

11164

g Guðrún Magnúsdóttir átti 7/11 1808 Arnodd Jónsson 10039 í Hamragerði, systkinabarn sitt.

11165

đ Sigríður Magnúsdóttir dó óg., bl.

11166

ε  Jón Magnússon yngri‚ f. um 1791, bjó á Hrafnabjörgum eftir föður sinn‚ átti Mekkinu Einarsdóttur 11205 frá Hrafnsgerði‚ bræðrungu sína. Þ. b.: Magnús‚ María‚ Björg‚ Ingibjörg, Mekkin.

11167

αα Magnús Jónsson bjó á Hrafnabjörgum, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur 3354 Andréssonar. Barnlaus. Þau ólu upp Guðmund Eiríksson, systurson Magnúsar (9288), og Guðmund Þorfinnsson, systurson Guðrúnar (3356). Hjá honum dó Guðrún.

11168

ββ  María Jónsdóttir átti I. Eirík bónda á Stórabakka 9282 Sigurðsson frá Straumi. II Jón Sölvason 2045 frá Hrafnsgerði. Barnlaus.

11169

gg  Björg Jónsdóttir átti Magnús bónda Arnoddsson 10040 í Hamragerði.

11170

đđ Ingibjörg Jónsdóttir átti I. Sigurð Tómasson 4180 frá Fjarðarseli, barnlaus. II. Guðmund bónda á Surtsstöðum 1763 Þorsteinsson.

11171

εε Mekkin Jónsdóttir var fyrst kona Jóns Þorsteinssonar 1759 bónda á Surtsstöðum.

11172

bbb Einar Jónsson, f. um 1759, bjó fyrst með móður sinni á Hóli í Fljótsdal 1784 og næstu ár. Þau felldu mjög fénað sinn í móðuhallærinu, eins og fleiri. Fluttust að Götu í Fellum 1787, kvæntist 4. maí 1788 Björgu Jónsdóttur 6989 frá Hallfreðarstöðum Jónssonar í Bót. Þau fluttust í Hrafnsgerði 1789 og bjuggu þar síðan alla stund dágóðu búi. Þ. b.: Jón‚ Sigfús‚ Einar‚ Sölvi‚ Þórarinn, Mekkin‚ Hólmfríður, Sigríður, Gróa. — Sigfús Sigfússon segir‚ að Hermann í Firði hafi verið skildur Sigríði, og því talað við Árna prófast um það‚ að Sigfús sonur hans fékk ekki að eiga hana.

11173

α Jón Einarsson bjó í Vatnsdalsgerði 1819—1841,kvæntist 1839 Ólöfu Pálsdóttur 4508 bónda í Vatnsdalsgerði Björnssonar. Þau fluttust í Miðfjörð á Ströndum 1841 og bjuggu þar síðan. Þ. b.: Sigríður, f. 1821, og Aðalbjörg, f. 1830.

Númerin 11174 og 11175 vantar í hdr.

11176

β Sigfús Einarsson bjó á Höfða á Völlum‚ átti Sólrúnu Benediktsdóttur 11141 frá Rangá. Þ. b.: Benedikt og Þórarinn.

11177

αα Benedikt Sigfússon bjó á Birnufelli, átti Guðlaugu Bessadóttur 11150 frá Ormarsstöðum. Þ. b.: Sólrún.

11178

ααα Sólrún Benediktsdóttir var fyrri kona Ólafs Hjörleifssonar á Urriðavatni 2017.

11179

ββ Þórarinn Sigfússon átti Guðnýju Björnsdóttur 9210 frá Böðvarsdal Hannessonar, og var fyrri maður hennar.

11180

g Einar Einarsson bjó í Fremraseli, átti Björgu Guðmundsdóttur 8056 frá Hallfreðarstöðum. Hann drukknaði eigi
löngu síðar í Lagarfljóti. Barnlaus. Hann drukknaði ásamt Jóni Oddssyni (7019) í Meðalnesi í þvottavök frá Vallanesi.

11181

đ Sölvi Einarsson bjó í Hrafnsgerði eftir föður sinn góðu búi‚ átti I. Ólöfu Þorsteinsdóttur 2044 frá Melum. Þeirra
börn við nr. 2044. II. Þorbjörgu Jónsdóttur frá Melum 1881. Þ. b.: Ólöf‚ Kristrún, Sigfús‚ Anna Margrét óg., bl., Una‚ Pétur.

11182

αα Ólöf Sölvadóttir átti Guttorm Sigurðsson 2472 á Höfða. Am.

11183

ββ Kristrún Sölvadóttir átti Ólaf Vigfússon 6406 í Klúku í Fljótsdal.

11184

gg Sigfús Sölvason bjó í Hrafnsgerði, átti I. Þóreyju Einarsdóttur 6377 frá Skeggjastöðum Jónssonar vefara. Þ. einb.: Þorbjörg. II. Ingibjörgu Hallgrímsdóttur 6442 frá Hleinargarði Hallgrímssonar. Barnlaus.

11185

ααα Þorbjörg Sigfúsdóttir átti Brynjólf Bergsson 8505 á Ási.

11186

đđ Una Sölvadóttir átti fyrst barn við Guttormi Sigurðssyni 2472 mági sínum‚ hét Margrét. Giftist svo Einari Ólafssyni 2020 Þorsteinssonar á Melum‚ er áður hafði átt Guðrúnu Björgu‚ hálfsystur hennar‚ Sölvadóttur (2046). Þ. b.: Björg‚ Sölvi‚ Þorsteinn, Einar‚ Sólveig.

11187

ααα Margrét Guttormsdóttir varð 2. kona Brynjólfs Bergssonar 8505 á Ási.

11188

βββ Björg Einarsdóttir.

11193

εε Pétur Sölvason bjó í Egilsseli dágóðu búi‚ átti Ragnheiði Eiríksdóttur 5104 Brynjólfssonar prests á Stöð. Þ. b.: Sigfús‚ Eiríkur, Þorvarður, Sölvi‚ Björgheiður, Guðríður.

11194

ααα Sigfús Pétursson lærði trésmíði, bjó á Seyðisfirði, átti Ástríði dóttur Ingimundar á Sörlastöðum.

11195

βββ Eiríkur Pétursson bjó í Egilsseli, átti Sigríði Brynjólfsdóttur 8506 frá Ási.

11196

ggg Þorvarður Pétursson bjó í Fremraseli, átti Guðfinnu Antoníusdóttur 11793 frá Skeggjastöðum á Dal.

11197

đđđ Sölvi Pétursson.

11198

εεε Björgheiður Pétursdóttir átti Ólaf Bessason 2024 bónda á Birnufelli.

11199

ſſſ Guðríður Pétursdóttir (í Möðrudal, óg. 1925).

11200

ε Þórarinn Einarsson frá Hrafnsgerði bjó í Víðivallagerði‚ átti Guðlaugu Kolbeinsdóttur 9831 frá Dölum Guðmundssonar og var síðari maður hennar. Þ. b.: Guðmundur, Sölvi‚ Sigfús‚ Sigurður ókv., bl., Guðrún Björg.

11201

αα Guðmundur Þórarinsson drukknaði í Lagarfljóti, ókv., barnlaus.

11202

ββ Sölvi Þórarinsson bjó á Ketilsstöðum í Hlíð‚ átti Þórdísi Ásgrímsdóttur frá Hrærekslæk 13013. Fóru til Am.

11203

gg Sigfús Þórarinsson bjó í Eyjaseli, átti Þórunni Ásgrímsdóttur 13016 frá Hrærekslæk. Am.

11204

đđ Guðrún Björg Þórarinsdóttir átti I. Þorkel Jóhannesson 9394 bónda á Hallgeirsstöðum. II. Vigfús bónda á Hrjót Jónsson 9326 frá Gunnhildargerði.

11205

ſ Mekkin Einarsdóttir frá Hrafnsgerði átti Jón bónda á Hrafnabjörgum 11166 Magnússon, bræðrung sinn.

11206

3 Hólmfríður Einarsdóttir frá Hrafnsgerði átti Jón son Gríms Ormssonar á Geirlandi (6397), bróður séra Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað. Þau bjuggu í Vík í Lóni og á Krossalandi. Þ. b.: Kjartan, Einar‚ Sigurður, Björg‚ Guðrún.

11207

αα Kjartan Jónsson bjó í Brattagerði í Nesjum‚ átti I. Halldóru Stefánsdóttur frá Hvalnesi í Lóni Árnasonar og Oddnýjar dóttur Sveins á Hvalnesi Eyjólfssonar prests á Hofi í Álftafirði Teitssonar. Barnlaus. II. Kristínu Pétursdóttur frá Bæ 8444.

11208

ββ Einar Jónsson bóndi á Hraunkoti í Lóni og á Skálafelli í Suðursveit, átti Sigríði Jónsdóttur úr Breiðdal.

11209

gg Sigurður Jónsson bjó ekki‚ átti Gróu Sigmundsdóttur 2366 frá Skjögrastöðum.

11210

đđ Björg Jónsdóttir átti Jón yngra á Krossalandi, góðan bónda‚ Stefánsson bónda á Hvalnesi Árnasonar. Þ. b.: Stefán‚ Hólmfríður.

11211

ααα Stefán Jónsson sigldi og lærði trésmíði.

11212

βββ Hólmfríður Jónsdóttir átti systrung sinn Stefán á Krossalandi 11214 son Jóns eldra á Hvalnesi Stefánssonar.

11213

εε Guðrún Jónsdóttir átti Jón eldra á Hvalnesi son Stefáns á Hvalnesi Árnasonar. Þ. b.: Stefán‚ Sveinn‚ Hólmfríður.

11214

ααα Stefán Jónsson bjó á Krossalandi, átti Hólmfríði Jónsdóttur 11212, systrungu sína.

11215

βββ Sveinn Jónsson keypti hús á Eiríksstöðum í Seyðisfirði og bjó þar. Átti Ragnheiði Brynjólfsdóttur Björnssonar
Brynjólfssonar prests á Kálfafellsstað Guðmundssonar.

11216

ggg Hólmfríður Jónsdóttir átti Gísla bónda í Dal í Lóni 8845 Sigurðsson í Bæ Gíslasonar.

11217

į Sigríður Einarsdóttir frá Hrafnsgerði, myndarstúlka, var fyrst þjónustustúlka hjá séra Árna á Kirkjubæ Þorsteinssyni og Björgu og féll þeim mjög vel við hana. Þau Sigfús‚ sonur þeirra‚ 8756, felldu þá hugi saman og áttu barn saman. Vildi Sigfús eindregið kvænast henni. En móðir hans þvertók fyrir það og varð Sigríður að fara burt. Féll þeim báðum þungt að skilja. Sigríður giftist síðan séra Benedikt Þórarinssyni frá Múla 8206, er síðast var prestur í Heydölum, og var fyrri kona hans.

11218

z Gróa Einarsdóttir frá Hrafnsgerði átti Björn Björnsson 7500 Skúlasonar á Brimnesi Sigfússonar, og var fyrri kona hans. Bjuggu í Borgarfirði.

11219

ccc Sigríður Jónsdóttir (11160), hálfsystir Einars í Hrafnsgerði og Magnúsar, átti Jón Oddsson frá Vaði 5605, er kallaður var Vídalín. Bjuggu 12 ár á Strönd á Völlum og síðan í Kolsstaðagerði.

11220

cc Oddur Finnbogason (11158), f. um 1730, átti Járngerði Guðmundsdóttur. Eigi er kunnug ætt hennar. Þau búa á Kleif í Fljótsdal 1762, og er hann þá talinn 31 árs‚ en hún 28 ára. Eiga þau þá eitt barn‚ Ingunni, 1 árs‚ en hún hefur dáið ung. Þau voru síðan víðar í Fljótsdal, í Hamborg 1763, á Bessastöðum 1767. En 1777 eru þau búandi á Sléttu í Reyðarfirði, 1785 í Seljateigshjáleigu. Síðar hafa þau lent suður á Berufjarðarströnd og eru í Berunesi 1809. Það ár deyr Járngerður þar. Eftir það hefur Oddur flutzt aftur upp í Fljótsdal og dó á Egilsstöðum í Fljótsdal 1813, 83 ára. Þegar láts hans er getið í Kirkjubók Valþjófsstaðar‚ er gerð þessi athugasemd um hann: „Húsasmiður góður‚ hafði góða burði‚ heyrn og sjón. Fór síðasta sumar fylgdarlaust með hest í taumi ofan í Reyðarfjörð og til baka“. Jón prófastur Þorláksson segir um hann á Sléttu 1777: „Fá gott orð‚ síðan í þessa sveit komu“. Börn þeirra voru: Árni‚ Sigríður. Ingunn‚ Guðmundur, Sólveig, Magnús.

11221

ααα Árni Oddsson, fæddur í Hamborg um 1763, hefur verið á Bessastöðum um 1802, á Birnufelli 1814, býr á Sellátrum 1816, átti Kristrúnu dóttur Einars bónda á Skjögrastöðum Jónssonar bónda s. st. (f. um 1715) Björnssonar. Kona Jóns var Kristín Ásmundsdóttir (f. um 1720), en kona Einars, Sæbjörg, (f. um 1750) dóttir Páls Bjarnasonar í Tóarseli (f. um 1717) og Gróu Jónsdóttur (f. um 1707). Börn Árna og Kristínar voru: Guðmundur, Margrét, Kristín.

11222

α Guðmundur Árnason, f. um 1802, bjó á Hafranesi, átti Sigríði ekkju Stefáns föður Ásbjörns föður Stefáns á Bóndastöðum (3238). Þ. einb.: María.

11223

αα María Guðmundsdóttir átti Guðmund bónda á Hóli í Fljótsdal Eyjólfssonar s. st. Am.

11224

β Margrét Árnadóttir f. um 1814.

11225

g Kristín Árnadóttir átti Guðmund Erlendsson 5706 á Gestsstöðum.

11226

bbb Sigríður Oddsdóttir, f. um 1764.

11227

ccc Ingunn Oddsdóttir, f. um 1766, átti Benedikt bónda á Högnastöðum og víðar Guðmundsson. Þ. b.: Guðný‚ f. 1798, önnur börn þeirra dóu ung‚ og hún ef til vill líka.

11228

ddd Guðmundur Oddsson, f. um 1767 á Bessastöðum, bjó á Kirkjubóli í Vöðlavík, dó 1846 80 ára. Hann átti Rannveigu Eyjólfsdóttur hálfsystur Guðrúnar Bárðardóttur konu Kolbeins Péturssonar 6964 í Krossanesi. Þ. b.: Eyjólfur og Oddur.

11229

α Eyjólfur Guðmundsson, f. 1798, bjó á Kirkjubóli í Vöðlavík (1829) og síðar og lengst á Helgustöðum, átti Ragnhildi Sigurðardóttur 10944 Gíslasonar á Hofi Sigfússonar prests á Eiðum Gíslasonar. Þ. b.: Níels‚ Guðmundur, Andrés‚ Sigurlaug.

11230

αα Níels Eyjólfsson, f. um 1823, kynntist á Hólmum Sigríði dóttur séra Sveins Níelssonar, er síðar varð prófastur á Staðarstað og Guðnýjar Jónsdóttur fyrri konu hans‚ systur Kristrúnar konu Hallgríms prófasts Jónssonar á Hólmum. Níels er vinnumaður á Hólmum 1845 22 ára. Þá er Sigríður þar 14 ára. Síðar felldu þau hugi saman. Þá var Sigríður látin fara vestur til föður síns. En Níels fór þá einnig vestur‚ og fór svo að lokum‚ að hann fékk hennar‚ og bjuggu þau á Grímsstöðum á Mýrum. Þar dó Níels 20. apríl 1885, en Sigríður dó 15. janúar 1907. Einn sonur þeirra var Haraldur.

11231

ααα Haraldur Níelsson, f. á Grímsstöðum á Mýrum 1. des. 1868, d. 12/3 1928, tók embættispróf í háskólanum í Kaupmannahöfn í guðfræði 1897, varð kennari við prestaskólann í Reykjavík og síðar prófessor við háskólann. Hann kvæntist 9. júní 1900 Bergljótu (f. 20/8 1879) dóttur Sigurðar prófasts Gunnarssonar í Stykkishólmi 13134.

11232

ββ Guðmundur Eyjólfsson, f. um 1824, bjó á Helgustöðum‚ átti Ólöfu Jónsdóttur 2760 Stefánssonar í Fannardal Sigurðssonar.

11233

gg Andrés Eyjólfsson, f. um 1832, bjó á Helgustöðum, átti Björgu Margréti Gísladóttur 10943 systkinabarn sitt.

11234

đđ Sigurlaug Eyjólfsdóttir átti Pétur bónda á Sigmundarhúsum 139 í Reyðarfirði Þorsteinsson.

11235

β Oddur Guðmundsson, f. um 1801, bjó eitthvað á Kirkjubóli í Vöðlavík, en annars lítið. Átti Arndísi Sigurðardóttur 2726 og Valgerðar Sveinsdóttur frá Viðfirði.

11236

eee Sólveig Oddsdóttir Finnbogasonar, f. um 1768.

11237

fff Magnús Oddsson, f. um 1770.

11238

dd Sigríður Finnbogadóttir (11158), f. um 1733, átti Kristján bónda á Krossi í Fellum og Birnufelli (1784) Einarsson (f. um 1743). Hann dó 1786. Fóru fram skipti eftir hann 14/4 1787, og hljóp búið 32 rd. 3½ sk., svo að þau hafa ekki verið efnuð. Þ. b.: Einar‚ Jón‚ Eiríkur, Sesselja.

11239

aaa Einar Kristjánsson bjó á Setbergi í Fellum‚ dó fyrir 1784, átti Margréti Pétursdóttur 7321 frá Bót.

11240

bbb Jón Kristjánsson bjó á Krossi í Fellum nokkur ár‚ fór síðan norður í Þistilfjörð og bjó á Flautafelli 1816, keypti
síðan Garð í Þistilfirði og bjó þar. Hann átti I. Guðrúnu Tómasdóttur frá Hrærekslæk. Þ. b. 1816: Guðrún (11 ára), Sigríður (10), Margrét (6), öll fædd á Krossi. Jón er þá talinn 47 ára‚ en Guðrún 45. Síðar átti Jón Ólöfu Jónsdóttur.

11241

α Guðrún Jónsdóttir átti Einar Guðmundsson 2623 bónda í Garði.

11242

β Margrét Jónsdóttir átti Eirík hreppstjóra á Eldjárnsstöðum á Langanesi (sbr. 3538) Eiríksson bónda á Geirastöðum við Mývatn um 1800 og þar um bil Andréssonar á Hofsstöðum við Mývatn Eiríkssonar. Eiríkur var bróðir Þórdísar konu Árna Árnasonar á Hellisfjörubökkum. Börn Eiríks og Margrétar voru: Jón‚ dó á 1. ári‚ Guðrún‚ Aðalbjörg, Margrét, Ingibjörg dó 1 árs.

11243

αα Guðrún Eiríksdóttir, óg., bl., var mjög lengi vinnukona hjá Birni gullsmið Pálssyni og dó hjá honum á Refstað 1921, 81 árs‚ bezta hjú‚ ráðvönd og trygg.

11244

ββ Aðalbjörg Eiríksdóttir átti Jón Jónsson, bróður Rósu á Ytra-Lóni. Am.

11245

gg Margrét Eiríksdóttir átti I. Níels Jónsson úr Kelduhverfi. Þ. b.: Valgerður, óg., bl., og Tryggvi. II. Þórarinn.

11246

g Sigríður Jónsdóttir, f. um 1806.

11247

ccc Eiríkur Kristjánsson bjó á Krossi í Fellum‚ átti Guðrúnu Bessadóttur frá Ormarsstöðum 10995, og hefur hann
hlotið að vera 2. maður hennar‚ og hún þrígift (sjá nr. 10995), nema Guðrúnirnar, dætur Bessa‚ hafi verið tvær. (Kann að mega sjá af kirkjubókum Áss). Eiríkur dó 1805, og telja skipti eftir hann það ár bú hans 125 rd., og börn: Sigríði og Kristínu. Þær eru ekki nefndar hjá Guðrúnu Bessadóttur á Krossi 1816 og hafa líklega dáið milli 1805 og 1816.

11248

ddd Sesselja Kristjánsdóttir átti Eyjólf bónda á Hóli 364 í Fljótsdal Jónsson Eyjólfssonar í Sauðhaga. Bl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.