Egilsætt

10432

Sturla hefur bóndi heitið á Útsveit(?), líklega í Hjaltastaðaþinghá um og eftir miðja 17. öld. Synir hans hétu Finnbogi og Egill. Líklega hefur Sturla verið Finnbogason, og verið úr Vopnafirði, sonarsonur Sturlu prests á Refstað og Skeggjastöðum (d. 1601), Finnbogasonar prests á Hofi (1552—1578) Tumasonar. Móðir sr. Finnboga á Hofi‚ var Margrét Finnbogadóttir, Jónssonar, Finnbogasonar gamla í Ási (10439)

10433

a Finnbogi Sturluson mun hafa verið á Ásgeirsstöðum, dáinn fyrir 1703. Það ár býr ekkja hans á Ásgeirsstöðum, Sigríður Árnadóttir (44 ára) og er þá gift Hjörleifi Ásmundssyni (33 ára), hafa líklega verið fyrir skömmu gift og eiga ekki börn. En hjá þeim eru börn hennar og Finnboga, fyrra manns hennar: Skúli (18 ára), Árni (14), Jón (12), Gróa (11) og Margrét (7 ára). Þá er þar vinnukona, Steinunn Árnadóttir (40 ára), líklega systir Sigríðar. Líklega hefur Árni‚ faðir Sigríðar, verið sonur Skúla í Mýnesi (841).

Systir Sigríðar hétu Helga og Guðrún‚ sem víst er um‚ eftir ómagadómi frá 1732.

1. Helga Árnadóttir átti son‚ er Árni hét Sigurðsson.

o Árni Sigurðsson bjó á Stuðlum í Reyðarfirði 1752, dável efnaður. Hann býr þar 1762 (58 ára), og er kona hans Ólöf Sigurðardóttir (61 árs). Þ. b.: Bjarni (27), Jón (23), Helga (15). Ólöf er í manntali Hólma 1777, kölluð „góðfræg ekkja“, og er þá á Stuðlum hjá Jóni‚ syni sínum.

oo Bjarni Árnason, f. um 1735.

oo Jón Árnason bjó á Stuðlum 1777 með móður sinni („fær gott orð“), kvæntist 1778 Sigríði dóttur Jóns „pamfíls“ 4429. Þau bjuggu á Stuðlum til 1794, en fluttu þá að Áreyjum.

oo Helga Árnadóttir átti Bjarna. Þeirra dóttir: Ólöf‚ (f. um 1770).

2. Guðrún Árnadóttir átt Þorvarð Kolbeinsson. Guðrún og Þorvarður búa á Ormsstöðum í Eiðaþinghá 1703, hann 55, hún 48 ára. Þeirra börn þá þar: Jón (14) og Magnús (5 ára). Börn þeirra munu einnig vera Eiríkur Þorvarðsson, sem þá er vinnumaður í Gilsárteigi hjá séra Þorvaldi Stefánssyni‚ 26 ára‚ og Einar Þorvarðsson, þá vinnumaður í Gröf‚ 25 ára‚ hjá Erlendi Ingimundarsyni (73 ára) og Rannveigu Kolbeinsdóttur (48 ára), sem líklega hefur verið systir Þorvarðs á Ormsstöðum. Þar er og vinnukona, Sesselja Þorvarðsdóttir (26 ára), líklega systir þeirra. Þar er og dóttir Erlends og Rannveigar, Guðrún‚ (26 ára). — Erlendur hefur líklega verið tvíkvæntur, og Jón og Guðrún á Tjarnarlandi verið börn hans og fyrri konu hans.

o Jón Þorvarðsson, f. um 1689.

o Magnús Þorvarðsson, f. um 1698.

o Eiríkur Þorvarðsson, f. um 1677.

o Sesselja Þorvarðsdóttir, f. um 1677.

o Einar Þorvarðsson, f. um 1678, áreiðanlega sonur Þorvarðar og Guðrúnar, samkvæmt ómagadómi 1752. Hans son: Jón.

oo Jón Einarsson bjó á Vattarnesi 1752, nokkuð efnaður. Hann bjó á Vattarnesi 1762, 48 ára‚ en þá átti hann hvorki konu né börn. Hann býr þar 1773.

10434

aa Skúli Finnbogason, f. um 1685.

10435

bb Árni Finnbogason, f. um 1689.

10436

cc Jón Finnbogason, f. um 1691. Um hann gekk ómagadómur 1752, átti hann þá fyrir konu: Þorgerði, sem er talin „félaus ómagi hjá Hjörleifi á Staffelli“. Barna þeirra er ekki getið. Jón var dæmdur á Jón Egilsson í Jórvík‚ bræðrung sinn (10441), sem fyrsta mann‚ en á Jón Árnason á Stuðlum sem næsta mann (þeir að 2. og 3.), og á Jón Einarsson á Vattarnesi sem 3. mann (einnig að 2. og 3.).

10437

dd Gróa Finnbogadóttir, f. um 1692, er nefnd í dómnum 1752, en þingmenn segja‚ að hún sé „með öllu félaus ómagi og að þeirra meiningu eigi hún eitt barn í ómegð“.

10438

ee Margrét Finnbogadóttir, f. um 1696. Líklega hafa þau systkin öll‚ nema Jón og Gróa‚ dáið ung eða ekki átt eftir sig afkvæmi, þar sem þess er ekki getið í dóminum.

10439

b Egill Sturluson bjó á Stórasteinsvaði 1703, 45 ára‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur (36 ára). Þeirra börn þá: Jón (9), Árni (7), Sturla (6), Guðbjörg (10), Valgerður (3) og Guðný (1 árs). Þá er þar ekkja‚ Þórdís Árnadóttir, (76 ára), gæti verið móðir annars hvors hjónanna. Egill er nefndur 1723 í verzlunarbók Vopnafjarðar, en aðeins í registri, og er þá talinn í Klúku. En þá býr Jón sonur hans í Klúku‚ og hefur Egill líklega verið hjá honum‚ og þá hættur reikningi sérstökum, eða ef til vill dáinn. Egill er þingvottur á Hjaltastað 5/5 1710, (ritar undir með eigin hendi).

Jón Sigfússon segir‚ að bróðir Egils hafi verið Óli‚ faðir Finnboga‚ föður Ísleifs á Geirúlfsstöðum. Það getur þó ekki verið‚ því að Óli‚ afi Ísleifs (9891) var Finnbogason. Þó er mjög ólíklegt að hann hafi verið sonur Finnboga, bróður Egils‚ þar sem Óli er norður í Vopnafirði, en Finnbogi eystra. Aldursmunur á Óla og Agli er svo mikill‚ að þeir geta varla verið sammæðra, þar sem Óli er 14 ára (á Bustarfelli) 1703, en Egill 45 ára. Munurinn er 31 ár. En líklegt sýnist‚ að þeir hafi verið náskyldir eftir þessari sögn Jóns Sigfússonar. „Ísleifs“nafn er í ættinni frá þeim báðum‚ Agli og Óla‚ hvernig sem það er til komið. Ætt Óla virðist úr Vopnafirði, en ætt Egils á Úthéraði (sbr. 10432). Að minnsta kosti er svo um 1700 En þær gátu komið saman einum eða tveim liðum framar. — En einnig gat skyldleikinn meðal afkomendanna verið svo til kominn‚ að móðir Óla (Ragnhildur) og Guðrún‚ kona Egils‚ hefðu verið systur. Sjá annars það‚ sem um þetta er ritað við nr. 9681.

Jón Sigfússon segir enn: „Sömu ættar eru þeir í Hjaltastaðaþinghánni af Kolbeinsættinni og Ingibjörg, kona Björns bónda í Snjóholti Jónssonar“. Björn sá var ekki Jónsson, heldur Ögmundsson, Ögmundssonar, Sigfússonar prests í Hofteigi Tómassonar (10051). En Ingibjörg kona hans var Kolbeinsdóttir. En óvíst er‚ dóttir hvers Kolbeins hún hefur verið. Líklegast hefur mér þótt‚ að hún hafi verið dóttir Kolbeins Steingrímssonar á Breiðavaði (sbr. 1046 og líka 13066). Kolbeinsætt sú‚ er Jón talar um í Hjaltastaðaþinghá, mun vera ætt frá Kolbeini Tunissyni frá Hvanná‚ sem kölluð var sérstaklega Koltaeinsætt í ungdæmi mínu. En ekkert veit ég‚ hvernig þeim skyldleika ætti að vera háttað. Líklegt er þó‚ að hann hafi einhver verið. — Önnur Kolbeinsætt var þó í Hjaltastaðaþinghá um 1700, og gæti Ingibjörg‚ kona Björns Ögmundssonar í Fögruhlíð og Snjóholti, verið af henni‚ d. Kolbeins Steingrímssonar á Breiðavaði eða Kolbeins á Bóndastöðum Bjarnasonar, Steingrímssonar. (10051). Má og vera að ætt Kolbeins frá Hvanná og sú ætt hafi verið sama ættin.

10440

aa Guðbjörg Egilsdóttir, f. um 1693.

10441

bb Jón Egilsson, f. um 1694, bjó á Klúku á Útsveit 1723 og 1730 og 1734, og síðan í Jórvík 1752—1762, og var vel efnaður. Kona hans hét Ingibjörg Sveinsdóttir Þ. b.: Elín‚ Ingveldur, Jón.

aaa Elín Jónsdóttir, f. um 1738, átti Ingimund prest á Hjaltastað (1769—1774) og Eiðum (1774—1780), Ásmundsson, ættaðan vestan úr Borgarfirði „stóra“. Kaupmálabréf þeirra var gert í Jórvík 18. nóv. 1769. Séra Ingimundur drukknaði í Lagarfljóti, í uppsveitum, og fannst eigi. Sólrún‚ dóttir Jóns Þorvarðssonar á Miðhúsum (4285) ólst upp hjá Margréti á Kolsstöðum (4443). Eitt sinn rak hún kýr niður að fljóti og gekk spölkorn út með því. Fann hún þá höfuðkúpu af manni með kjálkum við og færði Margréti. Þótti henni fundurinn furðulegur og kvað mundi vera af séra Ingimundi, því að hún myndi eigi að aðrir hefðu drukknað í fljótinu, er eigi hefðu fundizt en hann. Kvað sig eigi heldur furða þótt Sólrún fyndi‚ því að hún væri síðasta barnið‚ er séra Ingimundur hefði skírt. Margrét lét beinin til fóta í rúm sitt um kvöldið, dreymdi um nóttina mann koma að rúmgaflinum og segja: Rétt gaztu til um beinin mín‚ sjáðu um‚ að þau komist í kirkjugarð. Séra Ingimundur var sonur Ásmundar Ásmundssonar bónda á Brjánsstöðum í Grímsnesi, Kjaransstöðum og Reyni á Akranesi, og Kristínar Ingimundardóttur bónda í Haukholtum í Ytrihrepp, Jónssonar. Hann var drykkfeldur og kvennamaður. Fór á háskólann 1766, varð að fara þaðan 1768 og varð prestur á Hjaltastað 1769. Þ. b.: Gísli‚ Sigríður, Kristín Þóra.

10442

α Gísli Ingimundarson var dæmdur í hegningarhús fyrir þjófnað.

10443

β Sigríður Ingimundardóttir átti Stefán Jónsson járnsmið á Eyvindará og í Bergi hjá Egilsstöðum á Völlum 10074.

10444

g Kristín Ingimundardóttir átti barn við Hákoni syni Hákonar Guðmundssonar 12791 að vestan‚ er kallaði sig svo‚ en hét Guðmundur Hákonarson (segir Jón Siglússon), og Bjargar Stefánsdóttur frá Hrjót‚ ekkju Péturs í Snjóholti. Hét barnið Kristín.

10445

αα Kristín Hákonardóttir átti fyrst barn við Ara Arasyni‚ Þorleifssonar, hét Þórunn‚ varð svo síðari kona Jóhannesar Ólafssonar 7829 Árnasonar á Grímsstöðum, voru þá bæði öldruð. Barnlaus.

10446

ααα Þórunn Aradóttir átti Snorra Magnússon, Gíslasonar í Langhúsum. Barnlaus.

10447

đ Þóra Ingimundardóttir, f. í Gilsárteigi um 1775, átti Jón Jónsson frá Útnyrðingsstöðum 13647 (f. á Galtastöðum ytri um 1759. Þau bjuggu á Gunnlaugsstöðum 1816 og áður. Þá eru börn þeirra Jón (13), Sigríður (7), og Elín (2), öll fædd á Gunnlaugsstöðum. Þá er þar Elín‚ móðir Þóru‚ hjá þeim 78 ára. Þar er einnig Þorsteinn, sonur Jóns‚ f. á Útnyrðingsstöðum (17). Þóra var síðari kona Jóns.

10448

bbb Ingveldur Jónsdóttir, Egilssonar, f. um 1740, átti I., Einar. Þ. b.: Árni og Margrét, f. um 1767. II., Andrés Hjörtsson, bónda á Sandbrekku 1781, síðan í Jórvík og síðast á Egilsstöðum á Völlum og Ketilsstöðum, f. um 1735. Hann var hreppstjóri. Ingveldur dó 1808, 68 ára‚ en Andrés dó á Útnyrðingsstöðum 1812, 77 ára‚ varð bráðkvaddur, hafði þá verið blindur í 4 ár. Þ. b.: Þorbjörg, f. um 1771 og Margrét, f. um 1775.

10449

α Árni Einarsson bjó í Jórvík og átti Sigurveigu Jónsdóttur 3213 prests Brynjólfssonar.

10450

β Margrét Einarsdóttir átti 1790 Jón Jónsson 13647 bónda á Útnyrðingsstöðum. Þ. b.: Þorsteinn. Hún dó 1801, en Jón kvæntist aftur Þóru Ingimundardóttur (10447).

10451

g Þorbjörg Andrésdóttir átti Eirík Narfason 3881 á Útnyrðingsstöðum, hún dó 1816, 36 ára.

10452

đ Margrét Andrésdóttir, fædd um 1775, átti Þorstein bónda í Beinagerði (f. um 1774), Magnússon (f. um 1724), Guðmundssonar. (Þeir feðgar‚ Þorsteinn og Magnús komu að Höfða 1799 með Jóni vefara og Guðbrandur Magnússon, sem eflaust var bróðir Þorsteins. Magnús er þá 76 ára‚ Þorstein 25 og Guðbrandur 20 ára. Þ. b. 1820: Þorbjörg (13), Ingibjörg (12), Ingveldur (8), Margrét (2), Sigríður (á 1. ári).

10453

αα Þorbjörg Þorsteinsdóttir, var krypplingur, en mjög myndarleg, átti Eirík fyrir mann‚ bl.

10454

ββ Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. u. 1808.

10455

gg Ingveldur Þorsteinsdóttir, f. u. 1812.

10456

đđ Margrét Þorsteinsdóttir, f. u. 1818 átti Stefán Jónsson 369 í Áreyjum.

10457

εε Sigríður Þorsteinsdóttír, f. u. 1820.

10458

ccc Jón Jónsson Egilssonar, f. u. 1742, bjó á Hrollaugsstöðum‚ í Klúku (1786—89), Jórvík og síðast á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, dó 1806, átti Ingibjörgu Árnadóttur 907 frá Syðrivík, Brynjólfssonar prófasts á Kirkjubæ.

10459

cc Árni Egilsson, Sturlusonar, f. u. 1696, var á Kóreksstöðum fyrir 1723, í Klúku 1723 og á Hóli 1730, eftir verzlunarbókum Vopnafjarðar. Var víst ókvæntur og barnlaus.

10460

dd Sturla Egilsson (10439), f. um 1697, bjó á Hóli í Hjaltastaðaþinghá 1730 og 1734 og líklega lengur. Í hallærinu 1751 og næstu ár hefur hann líklega orðið félaus og flosnað upp‚ því að í þingbók 1755 er krafin skuld hans í kaupstað, 1 hndr. 90 fiskar frá 1754 og er hann þá talinn félaus alveg. Þar segir svo um börn hans: „Hans börn Guðmundur í Klúku‚ Högni og Vilborg‚ félaus og þau 2 síðastnefndu í ómegð‚ Sigríður í Arnkelsgerði‚ Hallfríður sama staðar‚ Guðrún í Brekkugerði og Egill á Skeggjastöðum á Jökuldal. Sigríður og Hallfríður í nokkuð litlum fjárvændum“. Kona Sturlu hefur líklega verið dáin‚ því að hún er ekki nefnd. Hún hét Járngerður og er eigi kunnugt um ætt hennar. Líklegast er‚ að hún hafi verið dóttir Ólafs Benediktssonar, sem bjó í Hvammsseli í Tungu 1703 (33 ára) og Guðrúnar Eiríksdóttur konu hans (30). Þau áttu þá dóttur‚ sem Járngerður hét‚ 3ja ára. Guðrún‚ dóttir Sturlu‚ og Járngerðar, f. u. 1727, hefði þá verið móðurnafn hennar en gat og verið móðurnafn Sturlu. Önnur Járngerður er til 1703, sem gæti komið til greina‚ þá 1 árs gömul‚ dóttir Árna Sigfússonar, er þá bjó á Fljótsbakka (34) og Sesselju Bjarnadóttur, konu hans (26). Ragnheiður hét og dóttir þeirra (5) og Helga Guðmundsdóttir (8), dóttir Sesselju. En engar nafnalíkingar koma fram á börnum Sturlu við það fólk. Börn Sturlu og Járngerðar voru sem fyrr segir: Sigríður, f. u. 1726, Guðrún‚ f. u. 1727, Guðmundur, f. u. 1728, Hallfríður, Egill‚ Högni og Vilborg. Þrjú hin síðustu hafa víst dáið ung eða óg., bl.

10461

aaa Guðmundur Sturluson, f. u. 1728, bjó í Mjóanesi (1779—1783), og víst lengur. Átti Ragnhildi Árnadóttur (f. u. 1722), hún dó 1789, 67 ára. Þeirra börn: Helga‚ Arnbjörn, Sigríður‚ Guðbjörg.

10462

α Helga Guðmundsdóttir átti Guðmund bónda á Ósi Ketilsson 9237. Guðmundur og Ragnhildur áttu Helgu áður en þau giftust og voru sektuð fyrir 1755, en hafa gifzt úr því.

10463

β Arnbjörn Guðmundsson, líklega ókv., bl.

10464

g Sigríður Guðmundsdóttir átti 1792 Pál Björnsson 4506 frá Rangá. Hún var fædd á Skriðuklaustri um 1766, og hefur Guðmundur þá verið þar.

10465

đ Guðbjörg Guðmundsdóttir átti Sigmund bónda í Geitdal Sigurðsson 2307.

10466

bbb Sigríður Sturludóttlr, f. u. 1726, ólst upp á Víðivöllum hjá Sigurði Einarssyni og Þórunni, átti Svein sterka Bjarnason 10057 á Gíslastöðum.

10467

ccc Guðrún Sturludóttir, f. u. 1727, átti Þorvarð Einarsson 2420 í Brekkugerði.

10468

ddd Hallfríður Sturludóttir átti Jón (f. u. 1737) Geirmundsson sunnan úr Álftafirði. Móðir Jóns hét Guðríður. Þau hjón bjuggu í Hlaupandagerði. Þ. b.: Arngrímur, Árni‚ Ólafur‚ dóu allir ungir‚ Geirmundur, Hallfríður, Arndís‚ Járngerður, Helga‚ Guðlaug, Guðný.

Jón Geirmundsson átti 2 launsonu, þegar hann var kominn um hálfsjötugt, er báðir hétu Jón. Annan átti hann við Steinunni Sturludóttur 10411 Geirmundssonar, en hinn við kvenmanni úr Eiðaþinghá, fæddist hann um 1801, en hinn um 1803. Þessir Jónar búa báðir á Kleppjárnsstöðum 1845. Jón yngri‚ sonur Steinunnar, var barnlaus, en Jón eldri átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur pinkils Þórðarsonar 10492 hálfsysturdóttur sína.

10469

α Geirmundur Jónsson bjó á Ásgrímsstöðum, átti Þorbjörgu Guðmundsdóttur 1428 og 7355 Hallssonar í Gagnstöð Péturssonar. Þ. b.: Hannes‚ Jón‚ Sigríður óg ., bl., Helga.

10470

αα Hannes Geirmundsson bjó á Ásgrímsstöðum og Hnitbjörgum, átti Guðríði Þorkelsdóttur frá Gagnstöð 9820. Þ. b.: Þorkell, Guðmundur, Björn‚ Óli (sjá þessi börn við nr. 7536).

10471

ααα Þorkell Hannesson, f. 10. ágúst 1831, bjó á Hrollaugsstöðum um tíma‚ annars lítið‚ gáfumaður og fróður um margt. Kvæntist 20. okt. 1856 Þórunni Björgu Sigurðardóttur frá Bót Þorvaldssonar (f. 27. júlí 1832). Hún dó 1906 hjá Þórunni dóttur sinni á Hrafnabjörgum í Hlíð‚ en hann 24. jan. 1924, á 93. ári‚ blindur orðinn og karlægur. Hafði oft verið heilsuveill. Þeirra börn 7: Jón‚ f. 1857, Sigurður, dó ársgamall, Þórarinn, f. 1860, Þórunn‚ f. 16. ág. 1862, Björn‚ dó 17 ára‚ Sigþrúður f. 1871, Eiríkur f. 1874. Sjá annars um ætt frá Geirmundi Jónssyni og Þorbjörgu við nr. 7353.

10472

β Hallfríður Jónsdóttir átti Daníel Magnússon 8027 í Teigaseli, bl.

10473

g Arndís Jónsdóttir (f. u. 1765) átti I., Guðmund Stefánsson 12788 á Hrjót. Þ. einb.: Stefán. II., Ísleif Egilsson 10502 í Rauðholti.

10474

αα Stefán Guðmundsson, f. u. 1796, bjó á Heyskálum lengi og fremur vel‚ var lengi meðhjálpari á Hjaltastað. Átti Sesselju Jóakimsdóttur (f. u. 1798 á Bakka í Borgarfirði) 13413. Hún var talin dóttir sr. Hjörleifs Þorsteinssonar á Hjaltastað 6246. Sesselja Sigurðardóttir frá Geitavík, móðir hennar‚ var lengi vinnukona hjá honum. Sesselja yngri var mjög ólík móðurfólki sínu en mjög lík að yfirbragði séra Hjörleifi og hans fólki‚ einkum voru augun lík. Séra Hjörleifur ól hana upp og bað síðan síra Einar son sinn að annast hana‚ ef hún þyrfti nokkurs við‚ en hann bað aftur séra Jón Austfjörð á Klyppsstað, mág sinn‚ fyrir hana‚ og til hans fór hún‚ þegar Sigurður sonur hennar á Heyskálum dó‚ eftir langvarandi krabbamein og bú hans leystist upp. Með honum fór hún að Kirkjubæ 1869, en hann dó þá 1871 og hún litlu síðar. Hún var snyrtileg kona og fríð og hin röskasta og myndarlegasta. Börn þeirra Stefáns voru 1845: Steinunn (23), Sesselja (22), Guðmundur (19), Sigurður (14), Ísleifur (13), Sæbjörn (6).

10475

ααα Steinunn Stefánsdóttir átti um 1845 Eyjólf bónda á Ósi Magnússon 3393 og var fyrri kona hans.

10476

βββ Sesselja Stefánsdóttir átti Magnús Ásmundsson 3371 á Hrollaugsstöðum og víðar.

10477

ggg Guðmundur Stefánsson var lengst vinnumaður hjá Halldóri Magnússyni í Húsey og á Sandbrekku. Ókv., bl.

10478

đđđ Sigurður Stefánsson bjó á Heyskálum, dó úr langvinnu og illu krabbameini í vörinni og út frá henni‚ litlu fyrir 1870. Átti Sigurlaugu Magnúsdóttur 3409, systur Þorsteins í Höfn og Eyjólfs á Ósi. Sigfús Sigurðsson, smiður frá‚ Njarðvík, smíðaði utan um Sigurð og kistulagði hann með Sesselju móður hans. Hún hafði verið yfir honum í banalegunni með mestu umhyggju. Þegar gengið hafði verið frá líkinu‚ kom hún með dálítinn hvítan léreftspoka með einhverju litlu í, tárhreinan, og stakk undir svæfilinn, sem líkið hvíldi á. Litlu síðar gekk hún út. Sigfús flýtti sér þá að þreifa á pokanum og fann‚ að í honum voru tennurnar, sem átumeinið hafði losað í legunni.

10479

εεε Ísleifur Stefánsson bjó á Ósi og Engilæk, átti Ingibjörgu Níelsdóttur 3363 frá Ósi Níelssonar.

10480

ſſſ Sæbjörn Stefánsson, f. u. 1839.

10481

đ Járngerður Jónsdóttir Geirmundssonar var alla stund vinnukona hjá Þorkeli Björnssyni í Gagnstöð. Óg., bl.

10482

ε Helga Jónsdóttir átti Þorstein bónda í Sigurðargerði (7015) hjá Ási Þórðarson, er kallaður var „pinkill“. Þeirra börn: Guðmundur, Einar‚ Guðný‚ Guðrún.

10483

αα Guðmundur Þorsteinsson bjó á Krossi í Fellum‚ átti Sigríði, dóttur Halldórs „flautafóts“ Jónssonar. Halldór var fæddur í Glæsibæjarsókn um 1774. Þ. b.: Sigríður, Bergljót, Sólveig.

10484

ααα Sigríður Guðmundsdóttir átti Þórð Þórðarson 2911 frá Ekkjufelli.

10485

βββ Bergljót Guðmundsdóttir átti Ketil Ögmundsson 10765 frá Bárðarstöðum.

10486

ggg Sólveig Guðmundsdóttir átti Eyjólf Bjarnason 2917 Kálfshól.

10487

ββ Einar Þorsteinsson átti Katrínu Eiríksdóttur úr Eiðaþinghá Þórðarsonar. Þ. b.: Anna‚ Þorsteinn, Arnoddur.

10488

ααα Anna Einarsdóttir lenti norður á Langanesstrandir og Einar faðir hennar.

10489

βββ Þorsteinn Einarsson var vinnumaður í Fljótsdal, kvæntist, en börn lifðu ekki. Dó 1916 á níræðisaldri.

10490

ggg Arnoddur Einarsson, átti Margréti.

10491

gg Guðný Þorsteinsdóttir átti Eyjólf Ásmundsson „hve“ Barnlaus.

10492

đđ Guðrún Þorsteinsdóttir átti I., Jón Jónsson, 10468 Geirmundssonar, hálfbróður móður sinnar. Bjuggu eitthvað á Kleppjárnsstöðum. Þ. b.: Jón. II., Jón Guðlaugsson, norðlenzkan. Barnlaus.

10493

ααα Jón Jónsson, f. um 1841, bjó lítið‚ varð fyrst síðari maður Steinunnar Eyjólfsdóttur 2942 frá Borg‚ hélt svo saman við Guðrúnu Eiríksdóttur 1776 frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þ. b.: Friðrik, Jónína. Laundóttir við Þórönnu Jónsdóttur 4426 á Brennistöðum, hét Guðný.

10494

+ Friðrik Jónsson bjó í Blöndugerði, átti Sigurborgu Þorsteinsdóttur frá Þrándarstöðum. Þ. b.: Magnús‚ Sofía Karólína‚ Gunnar‚ Þóranna, Ingvar‚ Herdís. Þau hjón dóu á fertugsaldri.

10495

+ Jónína Jónsdóttir átti Jakob Benediktsson 1311 Sigurðssonar, bónda á Hróaldsstöðum og Rauðhólum.

10496

ſ Guðlaug Jónsdóttir Geirmundssonar, óg., bl. („Múka-Lauga“).

10497

3 Guðný Jónsdóttir Geirmundssonar.

10498

ee Valgerður Egilsdóttir Sturlusonar (10439), f. u. 1700, átti Bjarna bónda á Ósi (1734) 3912 í Hjaltastaðaþinghá, Ásmundsson. Þ. b.: Guðlaug.

10499

aaa Guðlaug Bjarnadóttir átti Sigurð Þorleifsson 10115 bónda á Ósi og í Kóreksstaðagerði.

10500

ff Guðný Egilsdóttir Sturlusonar (10439), f. 1702, átti Kolbein Bjarnason Steingrímssonar 1043 á Snotrunesi. Þau fengu leyfisbréf til giftingar 5. marz 1728 (þremenningar) og bjuggu á Kleppjárnsstöðum 1730, Straumi 1734, en á Bóndastöðum 1762. Jón í Njarðvík sagði‚ að hann hefði búið á Geirastöðum, og hefur það þá líklega verið eftir 1762 einhver ár. Ekki er kunnugt hvernig skyldleika Kolbeins og Guðnýjar hefur verið háttað. Ekki er heldur kunnugt um börn þeirra‚ nema Egil. Þó hafa þau verið fleiri‚ því að 1762 eru taldar 3 dætur‚ 27, 23 og 15 ára‚ en ekkert er kunnugt um þær og hefur varla komið ætt frá þeim. Dóttir þeirra gæti og verið Ingibjörg Kolbeinsdóttir, kona Björns Ögmundssonar í Fögruhlíð (10051), og hefði verið elzt af börnum Kolbeins, fædd árið eftir að Kolbeinn kvæntist.

10501

aaa Egill Kolbeinsson er fæddur um 1740 eða litlu fyr‚ bjó á Víðastöðum og átti Guðrúnu dóttur Ísleifs bónda á Gilsárvelli af Njarðvíkurætt. Hún er fædd um 1745 og hét móðir hennar Steinunn, „náskyld Húsavíkurfólki“, (sagði Jón í Njarðvík). Egill dó í Rauðholti 1806. Fóru fram skipti eftir hann 20. jan. 1807, og var þá dánarbú hans 233 rd. 4 sk., þar af í peningum 142 rd. Með því‚ sem börnin höfðu áður fengið‚ var búið að öllu öðru frádregnu 441 rd. 19 sk. Var hann því góður bóndi. Börn Egils og Guðrúnar voru: Ísleifur, Árni 10533 Kolbeinn 10560, Jón‚ Sigríður, Guðbjörg. Margir eru allgóðir bændur í þessari ætt‚ en fremur búralegir og ekki greindir eða fríðleiksmenn.

10502

α Ísleifur Egilsson bjó í Rauðholti, f. um 1774, átti Arndísi Jónsdóttur Geirmundssonar 10473, ekkju Guðmundar Stefánssonar á Hrjót. Þ. b.: Guðmundur, Guðríður, Guðrún‚ Egill‚ Solveig.

10503

αα Guðmundur Ísleifsson bjó í Rauðholti og á Ketilsstöðum eystri‚ átti Guðrúnu Eyjólfsdóttur 4909 Oddssonar á Bakka á Strönd. Hún kom norður með séra Jóni Guðmundssyni frá Skeggjastöðum. Hún var myndarkona og góðsemdarkona, en hann geðleiður og ruddamenni. Þ. b.: Stefán‚ Friðrik, Jón‚ Guðmundur‚ Margrét, Snjólaug og Anna. Guðrún var ágæt barnfóstra‚ góðsöm og hjúkrunarsöm við aumingja og sjúka. Hún fór síðast til Ameríku með Friðriki syni sínum og dó þar gömul.

10504

ααα Stefán Guðmundsson bjó á Ketilsstöðum eystri‚ dó 1876, átti Guðrúnu Stefánsdóttur 5936 Bóassonar. Þ. b.: Stefán‚ Guðmundur, Jónína‚ Anna.

10505

+ Stefán Stefánsson varð veitingasali í Steinholti í Seyðisfirði, átti Jóhönnu Einarsdóttur úr Núpasveit og Ingibjargar Jónsdóttur, systur Þrúðar‚ konu Jóns í Miðhúsum í Blönduhlíð. Þ. einb.: Friðþór.

10506

++ Friðþór Stefánsson var fyrst á Seyðisfirði og byggði þar‚ fór síðan til Noregs með móður sína‚ en svo til Reykjavíkur.

10507

+ Guðmundur Stefánsson fluttist til Noregs.

10508

+ Jónína Stefánsdóttir átti 1889 Böðvar þurrabúðarmann á Seyðisfirði, Stefánsson, bróðurson Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi. Þ. b.: Þórarinn, Stefán‚ Guðrún Jóhanna, Elízabet‚ Lára‚ Ásdís‚ Maren‚ Lárus.

10509

+ Anna Stefánsdóttir fór til Danmerkur með Böving sýslumanni, og víst þaðan til Ameríku.

10510

βββ Friðrik Guðmundsson var fyrst vinnumaður á Hjaltastað 5 ár‚ bjó síðan um tíma á Hjartarstöðum, keypti svo Eiðastól, og bjó um tíma á Eiðum en fór síðan til Ameríku, dugnaðarmaður og fyrirhyggjusamur. Átti Guðnýju Þorláksdóttur 1104 Bergvinssonar prests á Eiðum.

10511

ggg Jón Guðmundsson bjó í Hamragerði með Sigríði Eiríksdóttur 1772 frá Ketilsstöðum eystri Jónssonar. Áttu 2 sonu‚ ætluðu þau þá að giftast, en þá dó Jón 1876.

10512

đđđ Guðmundur Guðmundsson bjó í Hamragerði, átti Guðlaugu Pétursdóttur 6922 frá Hofi í Norðfirði. Barnlaus.

10513

εεε Margrét Guðmundsdóttir átti Jón Björnsson 2937 úr Skriðdal. Til Am.

10514

ſſſ Snjólaug Guðmundsdóttir sigldi til Danmerkur með Smith sýslumanni, fór síðan til Am. og varð síðari kona Jóns Guttormssonar 6491 frá Arnheiðarstöðum.

10515

333 Anna Guðmundsdóttir átti Pál Árnason 9758 í Steinholti í Seyðisfirði.

ββ Guðríður Ísleifsdóttir, f. 5/2 1805, bezta kona. Átti Magnús Grímsson 4574 á Ketilsstöðum eystri.

10516

gg Guðrún Ísleifsdóttir átti Árna Bjarnason frá Brúnavík 3145. Þau bjuggu á Jökulsá í Borgarfirði og síðar á Ketilsstöðum eystri. Þegar þau bjuggu á Jökulsá, fór allt fólk þar til kirkju um helgidag, nema Guðrún. Hún stóð úti og horfði á eftir því yfir ána. Þá sá hún nokkuð margt fólk koma ríðandi utan frá Álfaborginni og stefndi inn fyrir neðan Jökulsá í stefnu á Kirkjustein í Kækjudal. Ein kona reið úr hópnum og reið heim til Guðrúnar, vel búin og fyrirmannleg með svart hár og brúnir‚ og bað hana að gefa sér að drekka. Guðrún sótti inn volgar áfir‚ og drakk konan með góðri lyst. Þá spurði Guðrún‚ hvað hún héti. „Álfhildur heiti ég‚ forvitna mín“, sagði hún‚ lagði silki yfir könnuna og fékk Guðrúnu. Var það silki lengi til. Árni dó um haustið 1845. Tveim vikum síðar var Guðrún í brúðkaupsveizlu séra Stefáns Jónssonar á Hjaltastað með dóttur sína‚ Snjófríði, 6 ára. Þær fóru síðan heim og Pétur mágur hennar með þeim. Selfljót var lagt‚ en ís ótraustur. Drukknuðu þau þar öll. Það var hjá vaði vestur af Rauðholti. Börn þeirra Árna voru: Vilborg, Pétur‚ Einar‚ Snjófríður, sem drukknaði, og Egill.

10517

ααα Vilborg Árnadóttir átti Sigfús bónda á Hraunfelli Jósefsson 7614. Am.

10518

βββ Pétur Árnason átti Friðriku Björnsdóttur 13715 frá Seljateigshjáleigu. Am.

10519

ggg Einar Árnason bjó í Gunnólfsvík, átti Vilborgu Eiríksdóttur 11642 frá Teigarhorni, systur Gísla pósts. Þeirra börn: Vilborg, Aðalbjörg, Árni‚ Am., Egill Pétur.

10520

+ Vilborg Einarsdóttir átti Jón Björnsson 9036 „krulls“.

10521—2

+ Aðalbjörg og Egill Pétur giftust ekki né áttu börn‚ bjuggu saman í Bakkagerði í Borgarfirði, og fóru svo til Reykjavíkur. Ólu upp fósturbörn.

10523

đđđ Egill Árnason bjó á Jökulsá í Borgarfirði, keypti svo Bakka og bjó þar góðu búi. Átti Guðlaugu Stefánsdóttur 9729 frá Jökulsá Pálssonar. Þeirra börn 19, þar af dóu 15 ung. Þau Egill fóru öldruð til Ameríku með börn sín sem lifðu.

10524

đđ Egill Ísleifsson bjó alla stund í Rauðholti góðu búi‚ átti peninga, eins og sumir bændur þá‚ og lánaði þá nokkuð og var oft greiðvikinn og hugull við þá‚ sem bágt áttu. Þegar séra Jakob á Hjaltastað ætlaði að byggja bæinn‚ 1860 eða 1861, kom lausakaupmaður á Seyðisfjörð, og hafði timbur til sölu með góðu verði. Prestur brá við að hitta hann‚ en hafði ekki peninga til neinna muna. Fór hann þá til Egils og hitti hann hjá fé‚ og sagði honum frá‚ hvað hann hefði í huga‚ og spurði‚ hvort hann gæti lánað sér 400 ríkisdali. „Guðvelkomið“, sagði Egill. En nú mátti hann ekki yfirgefa féð og sagði‚ að prestur gæti farið heim í Rauðholt og fundið konu sína. „Hún Anna‚ kindin‚ getur fengið yður peningana“, sagði hann. Prestur fór heim‚ og „Anna kindin“ taldi óðara fram peningana. Það var ekki verið að tala um skuldabréf eða handskrift. Prestur hélt á Seyðisfjörð og fékk góð kaup á timbrinu. Kaupmenn sátu um‚ að lausakaupmaðurinn neyddist til að selja þeim timbrið að mestu‚ því að menn keyptu lítið sökum peningaskorts, en kaupmenn ófúsir til þess að lána peninga til þess. Tími lausakaupmannsins var takmarkaður og var að því komið‚ að hann seldi kaupmönnum timbrið fyrir lítið verð‚ þegar prestur kom. En þá breyttist það allt‚ og þótti kaupmönnum lítið happ í komu hans. Séra Jakob hafði banka sinn þar sem Egill var‚ og var þar aldrei fyrirstaða um lán‚ enda brást heldur eigi að borga á sínum tíma. Egill átti líka talsvert undir presti með beit og engi. Egill var tvíkvæntur, átti I., Guðrúnu Björnsdóttur 3860 frá Refstað. Hún lifði stutt‚ barnlaus. II., Önnu Oddsdóttur 1306 frá Surtsstöðum. Hún var búkona góð en aðsjál. Þ. b.: Guðrún‚ Ármann og Sigurborg tvíburar, Ísleifur, dó 5 ára. Egill hafði keypt Snotrunes, Geitavík og Geitavíkurhjáleigu.

10525

ααα Guðrún Egilsdóttir var mjög efnileg stúlka‚ en hún dó 18 ára úr barnaveiki, og Ísleifur bróðir hennar. Hún var augasteinn föður síns‚ en hann móður sinnar‚ og var þeim mikill harmur að missi þeirra.

10526

βββ Ármann Egilsson, f. 5/4 1850, d. 19/3 1926, bjó í Rauðholti fyrst‚ en fluttist síðan á Snotrunes, sem hann hafði erft og bjó þar síðan‚ varð heldur efnalítill, átti Ólínu Sigurgeirsdóttur 14553 frá Galtastöðum ytri‚ Jónssonar prests í Reykjahlíð og á Kirkjubæ, Þorsteinssonar. Þ. b.: Egill Gunnar‚ dó 6 ára‚ Sigurjón, dó 4 ára‚ Jón Ágúst‚ Geirlaug Gunnfríður, Halldór Ingvar‚ Anna Jakobína.

10527

+ Jón Ágúst Ármannsson, f. 20/6 1877, keypti Hrærekslæk og bjó þar. Átti Margréti Snorradóttur 3291 Rafnssonar. Jón átti laundóttur með Sigurrós Eyjólfsdóttur 2918 Bjarnasonar.

10528

+ Geirlaug Gunnfríður Ármannsdóttir, f. 18/4 1885, átti Jón Björnsson frá Nesi‚ bjó í Geitavík. Þ. b.: Emil‚ Svafa.

10529

+ Halldór Ingvar Ármannsson, f. 20/2 1888, bjó á Snotrunesi, átti Gróu Björnsdóttur 7519 frá Nesi Jónssonar. Þ. b.: Ármann, Ólína.

10530

+ Anna Jakobína Ármannsdóttir, f. 26/2 1892, átti Bóas Sigurðsson 2385 Jakobssonar.

10531

ggg Sigurborg Egilsdóttir átti 1877 Sigurð Þorkelsson frá Stekk í Njarðvík Sigurðssonar. Þ. einb.: Þorkell. Am. Sigurborg dó á Kirkjubæ 1895. Sigurður fór til Ameríku 1889.

10532

εε Sólveig Ísleifsdóttir átti Sæbjörn Magnússon 160 og 13416 bónda á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá.

10533

β Árni Egilsson bjó á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá og Hrollaugsstöðum (1816), átti 17/11 1801 Valgerði Jónsdóttur frá Dratthalastöðum, Grímssonar. Þ. b.: Magnús‚ Egill‚ Ingibjörg, Jón‚ Guðmundur, Guðrún‚ Þórður‚ Guðfinna. Hin síðari 4 ógift‚ barnlaus.

10534

αα Magnús Árnason bjó á Stórasteinsvaði um hríð og víðar‚ átti Sigríði Jónsdóttur 4309 „litla“ á Galtastöðum ytri‚ Jónssonar. Þ. b.: Sigurður, Ólöf‚ Jón‚ Guðfinna.

10535

ααα Sigurður Magnússon, f. 8/3 1835, átti I., Ölveigu Sigfúsdóttur 7634 frá Sunnudal 6/7 1860, bjuggu í Sunnudal til 1872, þá fluttust þau í Fremrasel. Áttu 1 barn‚ hét Salína Sigurveig‚ f. 1861, dó 1870. Tók móðir hennar sér missinn mjög nærri og lifði stutt eftir að þau komu í Fremrasel. Síðar átti hann II., 1879, Ragnhildi Einarsdóttur frá Hafursá, f. 24/2 1854, d. 25/1 1927. 1410. Þ. b.: Sigríður, Magnús‚ Ingibjörg, Einar‚ Pétur‚ Eiríkur‚ Guðlaug, Sigbjörn, Margrét, Jón. Þau bjuggu fyrst í Mýnesi‚ keyptu svo Hjartarstaði 1884 og bjuggu þar bezta búi. Sigurður dó 1/3 1904.

10536

+ Sigríður Sigurðardóttir dó 8 ára.

10537

+ Magnús Sigurðsson, f. 4/5 1882, bjó á Hjartarstöðum, átti Ólöfu Guðmundsdóttur frá Hreimsstöðum, Hallasonar. Þ. b.: Sigurður, Hulda‚ Ragnar Hjörtur, Stefanía Ragnhildur, Guðmundur. Magnús dó úr heimakomu 9. apríl 1926.

10538

+ Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 21/10 1883, átti Jón Jónsson héraðslækni á Þórshöfn, d. 1910. Þ. b.: Ragnhildur, Jón‚ dó 6 ára.

10539

+ Einar Sigurðsson lærði trésmíði, kvæntist danskri konu og settist að í Kaupmannahöfn.

10540

+ Pétur Sigurðsson lærði búfræði, átti Guðlaugu Sigmundsdóttur 9334 frá Gunnhildargerði.

10541

+ Eiríkur Sigurðsson bjó á Refsmýri (1923) og var farkennari í Fellum. Átti Kristínu Sigbjörnsdóttur frá Ekkjufelli.

10542

+ Guðlaug Sigurðardóttir átti Gunnar Sigurðsson bónda í Beinárgerði.

10543

+ Sigbjörn Sigurðsson bjó á Hjartarstöðum, átti Önnu Sigurðardóttur 3305 frá Bakka í Borgarfirði.

10544

+ Margrét Sigurðardóttir átti Pétur Einarsson fiskimatsmann á Seyðisfirði.

10545

+ Jón Sigurðsson varð barnakennari á Vopnafirði 1922, á Siglufirði 1924, á Akureyri 1926

10546

βββ Ólöf Magnúsdóttlr átti I., Jens bónda í Vopnafirði Jóhannsson, barnlaus. II., Vigfús Vigfússon á Skálamó og Norður-Skálanesi 12145. Þ. b. í Ameríku, nema Sigríður og Sveinbjörn. Sigríður dó um tvítugt í Hlíðinni, en Sveinbjörn fór síðar til Ameríku.

ggg Jón Magnússon bóndi í Geitavíkurhjáleigu og Ketilsstöðum eystri‚ átti Margréti Pétursdóttur 4304 frá Setbergi.

10547

đđđ Guðfinna Magnúsdóttir átti 1855 Magnús Árnason 12124 frá Hrappsstöðum, bjó á Hróaldsstöðum. Hann var þá 24 ára en hún 17. Voru búin að eiga 3 börn áður en hún varð tvítug.

10548

ββ Egill Árnason bjó í Hvannstóði í Borgarfirði, átti Þuríði‚ dóttur Latínu-Magnúsar, er áður hafði átt Sæbjörn Jónsson í Hvannstóði. Þ. b.: Sæbjörn, Árni‚ Guðfinna, Guðný‚ óg., bl.. Valgerður.

10549

ααα Sæbjörn Egilsson bjó á Hrafnkelsstöðum, bezta búi‚ átti I., Hólmfríði Jónsdóttur frá Brekku í Fljótsdal 13423. Þ. b.: Magnús. II., Hallfríði Einarsdóttur frá Skeggjastöðum 6385. Barnlaus.

10550

+ Magnús Sæbjörnsson lærði læknisfræði og varð læknir í Flateyjarhéraði 1903. Átti danska konu‚ Anna Frederikke‚ dóttur Niels Nielsens smiðs í Holbæk.

10551

βββ Árni Egilsson bjó á Arnaldsstöðum í Fljótsdal, átti Unu Pálsdóttur 1973 Magnússonar. Þ. einb. Guðný‚ dó uppkomin, óg., bl.

10552

ggg Guðfinna Egilsdóttir átti Sigfús bónda Sigfússon 1867 á Skjögrastöðum og var síðari kona hans.

10553

đđđ Valgerður Egilsdóttir var nálega öll fullorðinsár sín vinnukona á Hofströnd, óg., bl., dugleg mjög og vönduð‚ minnug vel og sögufróð. Dó gömul á Hofsströnd.

10554

gg Ingibjörg Árnadóttir, ógift‚ átti 2 börn‚ annað með Einari Einarssyni 741 í Borgarfirði, er Magnús hét. Hitt við Tunisi Sigmundssyni úr Húsavík, hét Sigmundur 10711.

10555

đđ Jón Árnason bjó á Dratthalastöðum, átti Sigríði Bjarnadóttur 10128 frá Kóreksstaðagerði. Þ. b.: Bjarni og Árni.

10556

ααα Bjarni Jónsson bjó á Bárðarstöðum, átti Unu Sigfúsdóttur 1199 Pálssonar. Barnlaus.

10557

βββ Árni Jónsson bjó á Árnastöðum í Loðmundarfirði, átti Þorbjörgu Pálsdóttur 2033.

10558

εε Guðmundur Árnason Egilssonar átti Þorbjörgu Pétursdóttur frá Úlfsstöðum á Völlum‚ Bárðarsonar. Barnlaus.

10559

ſſ Guðrún Árnadóttir Egilssonar hefur víst dáið ung‚ og Guðmundur, Þórður og Guðfinna, systkinin, barnlaus.

10560

g Kolbeinn Egilsson (10501) var lengi einsetumaður á Engilæk. Ókv., bl.

10561

đ Jón Egilsson var lengst húsmaður, síðari hluta æfinnar á Dratthalastöðum, ókv., bl., (peningakarl).

10562

ε Sigríður Egilsdóttir var aldrei við karlmann kennd (peningakerling).

ſ Guðbjörg Egilsdóttir, óg., bl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.