Kollgrímsætt

í Vallanessártíðaskrá (sjá Ísl. Ártíðaskrár bls. 138) er þess getið að 27. maí 1642 hafi dáið

Kollgrímur Ísleifsson.

Ekkert er þar sagt um hann annað. En líklegt er‚ að hann hafi að einhverju leyti þótt merkur maður fyrst hann er tekinn í skrána. Þurfti þó ekki annað til‚ en að hann hefði gefið kirkjunni í Vallanesi einhverja gjöf. Kollgrímsnafnið er fátítt í Austfjörðum nema meðal afkomenda Kollgríms Eiríkssonar, er býr á Víðastöðum 1703 (44 ára). Dr. Jón Þorkelsson segir í Ísl. ártíðaskrám, bls. 138, þar sem hann talar um þenna Kollgrím, að Kollgrímsnafnið hafi verið „altítt nafn um. Austfirði allt fram í minni þeirra manna er nú lifa“. En það er ekki svo‚ að minnsta kosti ekki eftir 1700. — Mér þykir því mjög líklegt, að Eiríkur, faðir Kollgríms á Víðastöðum hafi verið sonur Kollgríms þessa Ísleifssonar‚ en hverrar ættar sá Kollgrímur hefur verið‚ er ókunnugt. Sonur hans mun og verið hafa Steingrímur Kollgrímsson, er ritar sem vottur undir jarðakaup Brynjólfs biskups 1659 á Hjaltastað. Kollgrímur Koðránsson er officialis yfir Austfjörðum 1504.

10336    

A   Eiríkur (Kollgrímsson?) mun hafa verið á Útsveit um 1660. Synir hans voru: Kollgrímur, f. um 1659 og Oddur‚ f. um 1662 10431.

10337    

a   Kollgrímur Eiríksson bjó á Víðastöðum 1703 (44 ára), átti Ingveldi Kolbeinsdóttur (37 ára). Þ. b. þá: Steingrímur (11 ára) 1130, Eiríkur (9) og Ragnhildur (6). Börn Kollgríms voru ennfremur: Geirmundur, f. um 1706 og Kristín, f. um 1717 10417. Í ómagadómi 19/10 1752 á Egilsstöðum á Völlum um Rögnvald nokkurn Pétursson, er Geirmundur talinn „systursonur“ Rögnvalds. Systur hans eru þar nefndar Sólveig, Sigríður og Kristín. Ekki sézt hvort Geirmundur hefur verið sonur einhverrar þeirra‚ eða þá annarrar systur‚ sem ekki er nefnd. Líklega hefur hann þó verið sonur einhverrar þeirra. — Jón í Njarðvík sagði‚ að Kollgrímur hefði búið í Sandbrekkuhjáleigu. Hefur líklegast verið þar síðast.

Eftir sakafallsskýrslum 1707 verður þetta vitað: Geirmundur er launsonur Kollgríms og Sólveigar Pétursdóttur. Ingveldur hefur líklega dáið litlu eftir 1703. Það er ekki að sjá‚ að Geirmundur sé hórdómsbarn, en þau eru í „þremenningstengslum“, og sektir er 8 Rd.

(Sbr. 4451). Bróðir Rögnvalds var Jón Pétursson, faðir Jóns‚ er býr á Tóarseli 1752 og Rögnvaldur er dæmdur á til framfærzlu. Hinir ættingjarnir allir fátækir. — Líklega er þessi faðir Jóns í Tóarseli, sá Jón Pétursson, er býr á Úlfsstöðum á Völlum 1703, 51 árs‚ og á Þorgerði Jónsdóttur (44 ára). Sonur þeirra er þá Jón‚ 10 ára.

10338 

aa   Geirmundur Kollgrímsson, f. um 1706, bjó á Hóli og síðar í Gagnstöð, þar bjó hann 1762, talinn 56 ára. Kona hans hét Margrét Sturludóttir (þá 49 ára). Jón í Njarðvík sagði‚ að Sturla faðir hennar hafi búið í Mjóafirði og verið af Njarðvíkurætt. Þá eru synir þeirra taldir 21, 16 og 12 ára‚ en dætur 13 og 10 ára. Þær ókunnar, en synir þeirra voru Kollgrímur, Sturla og Kolbeinn. 1703 eru aðeins 2 menn með Sturlunafni, sem gætu verið faðir Margrétar, Sturla á Gestsstöðum, sem síðar bjó á Gvendarnesi, þá 16 ára‚ faðir Margrétar konu Rustíkusar í Flögu‚ Kristínar á Þverhamri og Sigríðar á Skjöldólfsstöðum, en ekki er líklegt að hann hafi verið faðir hennar‚ — og Sturla Hávarðsson‚ ómagi á Hóli‚ 14 ára‚ og mun hann faðir Margrétar.

Í bændatali J. Wíum 1734, er enginn Sturla nema Sturla á Gvendarnesi og Sturla Egilsson. Sturla Hávarðsson gæti verið launsonur Hávarðs í Njarðvík, og verið þannig af Njarðvíkurætt‚ eða launsonur Hávarðs á Bakka‚ dóttursonar Einars digra (nr. 1439). Geirmundur lifði 1786, talinn 80 ára‚ Hefur líklega heitið eftir Geirmundi á Sandbrekku.

(Hér er hlaupið yfir ættarnúmer 1033910388 incl.)

10389    

aaa   Kollgrímur Geirmundsson bjó á Hrafnabjörgum, í Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá og Hólshjáleigu og síðast á Vindfelli í Vopnafirði, f. um 1752, átti Guðbjörgu Jónsdóttur, f. um 1754. Þ. b.: Jónar 2, Kristín, Guðrún‚ barnlaus.

10390    

α   Jón Kollgrímsson eldri bjó á Svínabökkum í Vopnafirði‚ kvæntist 3/8 1806 Vigdísi Jónsdóttur, fæddri í Leiðarhöfn um  1781.  Hún  hefur líklega verið sonardóttir Jóns Egilssonar 10605  í Leiðarhöfn.  Þeirra  börn:   María‚ Rósa‚ Jón‚ Jóhannes, Ingibjörg, Margrét.

Vigdís Jónsdóttir kom 1818, 36 ára‚ frá Njarðvík vinnukona að Eyvindarstöðum með Rósu Jónsdóttur, 9 ára‚ dóttur sína.

1822 kom Jón Kollgrímsson að Fagradal frá Þingmúla, 52 ára.

Vigdís fór frá Eyvindarstöðum 1822 að Sleðbrjótsseli með Jóhannes son sinn‚ Jónsson, 5 ára og kom aftur í Vindfell 1823 með hann.

Jón Kollgrímsson fór frá Fagradal til Berufjarðarkaupstaðar 1824.

10391    

αα  María Jónsdóttir, f. um 1805, átti 1827 Sigurð Hinriksson 935 á Eymundarstöðum.

10392    

ββ   Rósa Jónsdóttir, átti Jón bónda á Skálum í Vopnafirði (fæddan í Glæsibæjarsókn um 1796) Matthíasson, bróður Ólafs‚ föður Þorsteins á Engilæk. Þau búa á Gæsagili 1845. Hans börn þá Guðrún (4) og Sigurveig (2 ára).

10393    

gg   Jón   Jónsson   bjó á Ásbrandsstöðum, Gunnólfsvík (1845) og síðar á Læknisstöðum á Langanesi, góður bóndi. Átti Sigríði   Jónsdóttur,   dóttur   Jóns   Magnússonar og Hólmfríðar Sveinsdóttur, er búa á Flögu í Þistilfirði 1816 (41 og 27 ára) og giftust á Svalbarði 1809. Jón var sonur Magnúsar (f. 1751) Þorvaldssonar og Sigríðar Gunnlaugsdóttur. Þau giftust á Sauðanesi 1781. Magnús var sonur Þorvalds Þorlákssonar og Ingibjargar Jónsdóttur,  er  giftust  á  Sauðanesi 1727. Þorvaldur var sonur Þorláks hreppstjóra á Leifsstöðum í Öxarfirði 1703 (38 ára) Þorvaldssonar og Valgerðar Magnúsdóttur (27 ára). Börn Jóns og Sigríðar   voru:   Hólmfríður,   Jón‚   Magnús‚   Stefán‚ Jóhannes, Hannes.

10394    

ααα   Hólmfríður Jónsdóttir átti Jósef Helgason 4961 á Læknisstöðum.

10395    

βββ  Jón Jónsson átti fyrir seinni konu Maríu‚ dóttur Glímu-Gunnars 7848. Þeirra dóttir: Pálína. Fyrst átti Jón Ingveldi Gísladóttur 10585 frá Höfn á Strönd‚ Vilhjálmssonar. Jón var í Vopnafirði.

10396

ggg   Magnús Jónsson bjó á Læknisstöðum, góður bóndi‚ átti Jóhönnu Helgadóttur 4962 á Læknisstöðum, Helgasonar.

10397

đđđ Stefán Jónsson bjó á Brimnesi á Langanesi, átti Soffíu Helgadóttur 4968 frá Læknisstöðum.

10398    

εεε   Jóhannes Jónsson bjó á Felli á Strönd‚ varð bráðkvaddur, átti Jakobínu Einarsdóttur 4938 bónda á Hóli á Langanesi.

10399    

ſſſ   Hannes Jónsson var smiður‚ bjó á Læknisstöðum, átti Albertínu Jóhannsdóttur 4948 og Þórkötlu Vigfúsdóttur.

10400    

đđ  Jóhannes Jónsson bjó í Leiðarhöfn, átti 1855 Ragnhildi Jónsdóttur 13529 bónda á Bakka á Strönd og Saurbæ‚ Jónssonar í Viðvík‚ Jónssonar s. st. Hallssonar. Þeirra börn: Sigurrín og Jóhanna.

ααα  Sigurrín Jóhannesson átti 1879 Júlíönu Maríu Þórðardóttur.

βββ Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 1858, átti Jóhannes Jóhannesson 12198 bónda í Leiðarhöfn. Am. Þ. s. Ragnar kennari við skóla í Canada (Winyard), myndarmaður. Jóhanna var sómakona‚ lifir 1929.

10401    

εε   Ingibjörg Jónsdóttir Kollgrímssonar átti 1840 Gottskálk á Syðri-Brekkum 4825 á Langanesi, Halldórsson.

10402    

ſſ   Margrét  Jónsdóttir  átti  fyrst barn 1829 við Guðmundi Guðmundssyni 12834 á Áslaugsstöðum, hét Pétur. Hún fór með hann vorið eftir að Dal í Þistilfirði. Síðan átti Margrét Guðbrand Halldórsson 4824 á Syðri-Brekkum, bróður Gottskálks. Þau hafa gifzt 1829 eða 30. Pétur er hjá þeim 1845. Þ. b. við nr. 940.

10403    

β   Jón Kollgrímsson yngri‚ ókv., bl., var í Njarðvík og Gagnstöð. Varð gamall.

10404    

g   Kristín Kollgrímsdóttir, ógift‚ átti barn við Guðmundi Guðmundssyni úr Hjaltastaðaþinghá, er Björn hét. Hann drukknaði ókv., bl.

10405    

bbb   Sturla Geirmundsson bjó hér og þar‚ átti Steinunni  Andrésdóttur  1514.  Hún er fædd í Dölum í Hjaltastaðaþinghá um 1746, og mun vera dóttir Andrésar Guðmundssonar frá Brúnavík (1514). Þeirra börn: Guðlaug, Andrés‚ Steinunn, Þuríður bl.

10406    

α   Guðlaug Sturludóttir átti Jón bónda Árnason í Geitarvíkurhjáleigu. Þ. b.: Sólrún‚ Árni‚ Andrés.

10407    

αα   Sólrún Jónsdóttir átti Stefán Pálsson 9728 á Jökulsá í Borgarfirði.

10408    

ββ   Árni Jónsson  bjó í Gilsárvallahjáleigu, átti Guðnýju Pálsdóttur 9750, systur Stefáns.

10409    

gg   Andrés Jónsson bjó lítið‚ átti Ingibjörgu Andrésdóttur 3359 frá Brekkuseli.

10410    

β   Andrés Sturluson bjó í Hallfreðarstaðahjáleigu, átti Sólrúnu Jónsdóttur 2156 frá Bessastöðum, Sigurðssonar.

10411    

g    Steinunn Sturludóttir óg., átti barn við Jóni Geirmundssyni (sbr. 10468) úr Álftafirði, hét Jón‚ og annað við öðrum Jóni‚ er Ólöf hét‚ f. í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, um 1807.

10412    

αα  Jón Jónsson  bjó á  Kleppjárnsstöðum (1845), átti Arndísi Þorkelsdóttur frá Gagnstöð, bl. 9821.

10413    

ββ   Ólöf Jónsdóttir átti fyrst barn‚ er Snorri hét‚ um 1835, var hún þá vinnukona á Hjaltastað hjá séra Jóni Guðmundssyni. Þótti enginn vafi á því‚ að hann væri sonur prests‚ enda var ekkert barn hans jafnlíkt honum í sjón. En kenndur var hann Rafni Magnússyni 153, Sæbjörnssonar.  — Síðar giftist Ólöf Jónasi Magnússyni frá Mývatni. Hann var fæddur um 1810, laungetinn. Móðir hans var María‚ dóttir Ara snikkara, Ólafssonar á Skútustöðum. Þau Jónas bjuggu á Kleppjárnsstöðum, keyptu þá og urðu vel efnuð. Var Jónas peningamaður, eins og einstakir menn voru þá. Dóttir þeirra hét Margrét.

10414    

ααα   Snorri Rafnsson ólst upp hjá séra Jóni á Hjaltastað og hafði ástríki mikið af honum og konu hans. Hjá honum dó séra Jón á Kleppjárnsstöðum, Snorri þótti afbragðs söngmaður eins og séra Jón og synir hans‚ og hafði ágæt hljóð‚ óvanalega  hreimfögur.  Hann   átti  Kristínu Maríu Björnsdóttur frá Klúku 3289, bjuggu síðast í Dagverðargerði. (Sjá um laundóttur Snorra‚ er talin var við nr. 51 og 10421).

10415    

βββ   Margrét   Jónasdóttir   átti   Martein   Vilhjálmsson 1061 bónda á Kleppjárnsstöðum. Eignir þeirra eyddust fljótt.

10416    

ccc   Kolbeinn Geirmundsson bjó í Dölum‚ Gagnstöð og á Ósi‚ átti Guðbjörgu Jónsdóttur 6812 frá Hreimsstöðum, Rafnssonar.

10417    

bb   Kristín Kollgrímsdóttir (10337) var fyrri kona Ásmundar   (10296)   bónda  hins  ríka á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, Einarssonar. Sjá um ætt hans og síðari konu við nr. 10296. Þ. b.: Ísleifur og Margrét.

10418    

aaa   Ísleifur Ásmundsson bjó í Hlíðarhúsum í Hlíð‚ átti I., Sólrúnu  Runólfsdóttur  10297   stjúpdóttur  föður síns. Þeirra börn lifðu ekki. II., 1798 Guðrúnu Einarsdóttur 4584, frá Geirastöðum‚ Bessasonar. Þeirra börn: Ásmundur og Vigdís. Guðrún dó 1803. Þau bjuggu á Hreimsstöðum þá‚ og hljóp búið þá 201 Rd. 10 sk., þar í 8 hndr. í Hreimsstöðum, 112 Rd. — III., Guðrún Jónsdóttir, Ólafssonar lögréttumanns 3477 á Ketilsstöðum í Hlíð‚ Péturssonar. Þeirra börn lifðu ekki.

10419    

α   Ásmundur Ísleifsson bjó á Ásgrímsstöðum, átti Katrínu Níelsdóttur 3370, Jónssonar prests Brynjólfssonar.

10420    

β   Vigdís Ísleifsdóttir átti Sigurð Jóakimsson (sbr. 9276) úr Eyjafirði (f. um 1750 í Myrkársókn), Rafnssonar. Þ. b.: Jórunn‚  Guðrún‚  Sigfús.  — Rafn bjó á Steinsstöðum í Öxnadal, Árnason, átti Gunnvöru, systur sr. Stefáns í Laufási (Halldórssonar bónda á Öxnhóli, Jónssonar. Móðir þeirra var Steinunn, dóttir Guðmundar prests á Þönglabakka, Þorlákssonar prófasts á  Auðkúlu,  Halldórssonar prests á Þingeyrum, Þorsteinssonar. Jóakim bjó á Ytra-Hóli í Kaupangssveit og Sigtúnum. Átti I., Jórunni   dóttur  Gísla  Hallssonar  á   Brekku   í   Kaupangssveit og Steinunnar Jónsdóttur, Höskuldssonar úr Hjaltadal. Þeirra sonur: Sigurður. II., Þórunni, dóttur Jóns á Reykjum í Fnjóska
dal‚ Péturssonar á Reykjum, Sigurðssonar í Bakkaseli, Magnússonar   á  Bakka   í   Öxnadal.   Þ. d.: Guðrún‚ kona Magnúsar í Blöndugerði 9276 og Jóns Sigurðssonar. Kona Jóns Höskuldssonar‚ móðir Steinunnar, var Sólveig, dóttir Árna Péturssonar á Illhugastöðum, og Hildar Ormsdóttur systur sr. Bjarna á Grænavatni Ormssonar.

10421    

αα   Jórunn   Sigurðardóttir   átti   Kjartan  Jónsson  51 hreppstjóra á Sandbrekku. (Sigríður dóttir hennar‚ er kölluð var Kjartansdóttir, var álitin dóttir Snorra Rafnssonar (10415), og var mjög lík honum en ólík systkinum sínum).

10422    

ββ   Guðrún Sigurðardóttir átti Þorstein Ólafsson bónda á Engilæk, sbr. 3884. Þau voru fátæk og hann drykkjumaður, smár vexti en talsvert duglegur. Hann átti I., Sigríði Eiríksdóttur 3884, Narfasonar, og voru þeirra synir Þorsteinn og Ólafur‚ sjá nr. 3884, en börn Þorsteins og Guðrúnar voru: Ingibjörg, Sigurbjörg, Jóhann‚ Sigfús‚ Am., Jórunn. — Ólafur‚ faðir Þorsteins, bjó á Bakka í Öxnadal, og var Matthíasson. Guðrún hét kona hans og móðir hennar Guðrún‚ dóttir Hallgríms Einarssonar á Ósi við Eyjafjörð og Sigríðar, dóttur Þorláks prests Þórarinssonar skáldsins.

10423    

ααα   Ingibjörg Þorsteinsdóttir giftist í Seyðisfjörð.

10424    

βββ   Sigurbjörg  Þorsteinsdóttir   (f.   2.   jan. 1862) átti Sigurjón Jónasson (sbr. 1808) Arnfinnssonar og Sigríðar Sigurðardóttur konu hans (f. í Njarðvík um 1818). Börn Sigurjóns og Sigurbjargar voru: Jón‚ Sigrún‚ Helga. Þau bjuggu á Tjarnalandi og í Másseli og fóru síðan í Vopnafjarðarkauptún og voru þar síðan lengi.

10425    

+   Jón  Sigurjónsson  var  þurrabúðarmaður á Vopnafirði‚ keypti Hólma þar og bjó þar. Var oft við bókhald við verzlanir á Vopnafirði. Átti Elízabetu Kristjánsdóttur 10613 Grímssonar. Þ. b.: Óskar‚ Sigurjón, Þórarinn, Guðný.

10426    

+    Sigrún Sigurjónsdóttir, átti Þorberg Tómasson bónda í Gunnólfsvík og á Fremra-Nýpi, og var síðari kona hans. Þ. b.: Svanhvít og Sigurjón. Sigrún var yfirsetukona í Vopnafirði.

10427    

+   Helga Sigurjónsdóttir, dó fullorðin, óg., bl.

10428    

ggg    Jóhann   Þorsteinsson   átti   Steinunni   Árnadóttur 9753 frá Gilsárvallahjáleigu. Am.

đđđ   Jórunn Þorsteinsdóttir átti Eirík Jónsson 161 frá Másseli‚ Hallssonar. Am.

10429    

gg   Sigfús Sigurðsson var smiður‚ fór norður í Þingeyjarsýslu, bjó á Rifi á Sléttu, átti Þórkötlu Jónsdóttur 4917 Steinmóðssonar.

10430    

bbb   Margrét Ásmundsdóttir, ógift‚ átti barn við Magnúsi á Hrjót‚ hét Magnús og dó barnlaus.

10431    

b   Oddur Eiríksson (10336) var vinnumaður á Hjaltastað 1703, 41 árs‚ kvæntist síðar Sigríði dóttur Bessa Eiríkssonar 4561 á Brekku. Þau bjuggu á Brekku. Hann var kallaður Oddur sterki.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.