Stefán á Stórabakka. (Torfastaðaætt)

Á síðari hluta 18. aldar bjuggu bræður tveir á Torfastöðum í Hlíð‚ Bergþór, f. um 1720, og Jón‚ f. um 1722, Stefánssynir. Afkomendur þeirra töldu ætt sína til „Stefáns á Stórabakka“ í föðurætt þeirra bræðra. Kjartan Jónsson, hreppstjóri á Sandbrekku‚ sonarsonur Bergþórs, sagði‚ að faðir þeirra‚ Stefán‚ hefði búið á Torfastöðum og verið sonur Jóns bónda á Torfastöðum, Stefánssonar á Stórabakka. Minnti hann‚ að Stefán sá hefði verið Jónsson, en mundi það þó ekki með neinni vissu. Kona Stefáns á Stórabakka, og móðir Jóns á Torfastöðum, afa Bergþórs‚ sagði hann‚ að verið hefði Þórey dóttir Bergþórs Einarssonar frá Hraunum í Fljótum og Ragnhildar Ásmundsdóttur blinda‚ og þóttist hann viss um það. Það er þó rangt‚ því að Þórey er 21 árs í Möðrudal 1703 og því aðeins 38 ára‚ þegar Bergþór fæðist (1720), sem Kjartan taldi sonarson hennar.

Steingrímur biskup segir að Stefán‚ faðir þeirra bræðra Bergþórs og Jóns á Torfastöðum, hafi búið á Stórabakka og verið sonur Jóns bónda á Hrafnabjörgum, Jónssonar bónda á Torfastöðum í Hlíð‚ og hafi Stefán sá átt Þóreyju Bergþórsdóttur.

Það er vafalaust rétt‚ að Stefán‚ faðir þeirra bræðra Bergþórs og Jóns á Torfastöðum, hefur átt Þóreyju Bergþórsdóttur og hún verið móðir þeirra bræðra‚ enda láta báðir heita Þóreyju.

En hver er þá Stefán faðir þeirra? Á Stórabakka býr Stefán Jónsson 1730 og 1734, og er hann líklega sá Stefán Jónsson, sem er á Hrafnabjörgum 1723 (eftir verzlunarbókum Vopnafjarðar), og að öllum líkindum sonur Jóns Stefánssonar, sem býr á Hrafnabjörgum 1703 (54 ára) og Katrínar Ásmundsdóttur blinda (52 ára), (sjá 9382). Stefán sonur þeirra er þá 14 ára. Það gæti vel staðizt tímans vegna‚ Stefán sá væri aðeins 31 árs‚ þegar Bergþór fæðist. En þar sem faðir Bergþórs átti Þóreyju, dóttur Ragnhildar Ásmundsdóttur blinda‚ en Stefán var sonur Katrínar systur hennar‚ er vafasamt, hvort þau hefðu getað fengið leyfi til giftingar.

Nú býr annar Stefán Jónsson á Torfastöðum 1703, 1730 og 1734, og er miklu líklegra að hann hafi átt Þóreyju og verið faðir Þeirra Bergþórs og Jóns‚ enda telur Kjartan svo‚ og hann hefur eflaust verið sonur Jóns Stefánssonar, sem bjó á Torfastöðum 1703 (49 ára) og Katrínar Sigurðardóttur konu hans (36 ára). Stefán sonur þeirra er þá 7 ára og hefði verið 24 ára‚ þegar Bergþór fæðist. Sá Jón Stefánsson hefir eflaust verið sonur Stefáns Eyjólfssonar, sem bjó á Torfastöðum 1681. Má vel vera að sá Stefán hafi búið á Stórabakka, áður en hann flutti að Torfastöðum og Kjartan hafi haft rétt fyrir sér‚ þegar hann taldi Jón‚ afa Bergþórs, son Stefáns á Stórabakka. Að vísu er venjulegt, að kenna manninn helzt við þann bæ‚ er hann býr síðast á, nema það hafi verið mjög stutt‚ en hann búið áður lengi annars staðar. En verið gæti‚ að Stefán Eyjólfsson hefði rýmt fyrir sonum sínum‚ Birni og Jóni‚ svo að þeir gætu fengið Torfastaði, en fengið þá sjálfur Stórabakka, hvort sem hefur verið fyrir 1681 eða eftir‚ þá hefur hann orðið að vera í tvíbýli við Rustíkus Högnason, og það gat auðvitað verið‚ ekki sízt ef einhver venzl hefðu verið milli.

Annað þykir mér þó líklegra. Steingrímur biskup segir‚ að Stefán‚ faðir Bergþórs og Jóns‚ hafi búið á Stórabakka og átt Þóreyju Bergþórsdóttur, og Kjartan segir‚ að Þórey hafi verið kona „Stefáns á Stórabakka“, þó að hann telji þann Stefán afa Stefáns á Torfastöðum, föður Bergþórs og Jóns. Er þá mjög sennilegt, að Stefán‚ faðir þeirra bræðra‚ hafi rýmt frá Torfastöðum um 1750, þegar þeir giftast, og flutzt þá að Stórabakka og má ske fengið þá jörð eftir Stefán Jónsson, er þar bjó áður 1730 og 1734 og líklega lengur. Hafi Stefán svo búið þar síðustu ár æfinnar og dáið þar‚ þó að lengst byggi hann á Torfastöðum (1723—1734, og líklega miklu lengur). Hefðu þá báðir rétt fyrir sér‚ Kjartan, sem sagði hann hafa búið á Torfastöðum og Steingrímur biskup‚ sem taldi hann hafa búið á Stórabakka. Vel má vera að Jón Stefánsson á Hrafnabjörgum hafi verið bróðir Jóns Stefánssonar á Torfastöðum (samnefni systkina tíð um þær mundir), og Stefán á Stórabakka og Stefán á Torfastöðum verið bræðrasynir. Hafi svo Stefán á Torfastöðum flutzt í Stórabakka eftir nafna sinn‚ þá voru Stefánarnir orðnir þar tveir‚ hvor eftir annan. Var þá komið fullt tilefni til að rugla þeim saman‚ þegar frá leið‚ og sá sem sagði Steingrími biskupi ættina‚ gat talið Stefán föður þeirra bræðra þann Stefán á Stórabakka, sem var son Jóns á Hrafnabjörgum. Steingrímur telur þann Jón son Jóns á Torfastöðum. En það er rangt‚ en bendir þó á, að faðir Jóns hafi verið á Torfastöðum, og er þá ekki annað líklegra en það hafi verið Stefán Eyjólfsson, er þar bjó 1681. Ég hygg nú vafalaust‚ að Stefán Eyjólfsson hafi verið faðir Jóns‚ föður Stefáns, föður þeirra bræðra Bergþórs og Jóns á Torfastöðum, hvort sem sá Stefán hefur nokkurn tíma búið á Stórabakka eða ekki‚ og rek því frá honum hér.

10280  

Stefán Eyjólfsson bjó á Torfastöðum í Hlíð 1681. Ekkert er kunnugt um framætt hans eða konu. En börn hans voru: Margrét, f. um 1644, Björn‚ f. um 1645, Jón‚ f. um 1654 og ef til vill Jón á Hrafnabjörgum, f. um 1649, Þórður á Litlabakka, f. um 1653 og Sesselja.

10281    

a   Margrét Stefánsdóttir átti Ketil í Fagradal 9230, Ásmundsson blinda á Hrafnabjörgum. Hún býr ekkja í Böðvarsdal 1703 með börnum sínum (sjá 9230). 

10282    

b   Björn Stefánsson bjó á Torfastöðum í Hlíð 1703 (58 ára),  átti  Vilborgu  Sigurðardóttur   (57). Þ. b.: Sigurður (21), Guðrún (22). Ókunnugt er um þau.

10283    

c   Jón Stefánsson bjó á Torfastöðum 1703 (49 ára), átti Katrínu Sigurðardóttur (36 ára). Móðir hennar er hjá þeim‚ Kristín Sveinsdóttir (66 ára). Þ. b.: Stefán (7), Sigurður (6), Sveinn (2)‚ Kristín (8), Ragnhildur (4).

10284    

aa   Stefán Jónsson, f. um 1696, bjó á Torfastöðum 1723, 1730 og 1734 og eflaust lengur‚ ef til vill síðar á Stórabakka, átti Þóreyju Bergþórsdóttur  9373   Einarssonar (f. um 1682).  Þ. b.: Bergþór og Jón

10285    

aaa   Bergbór Stefánsson, f. um 1720, bjó á Torfastöðum í Hlíð‚ átti Margréti Magnúsdóttur 10276 frá Hrafnabjörgum. Þau búa bar 1762, hann talinn 42 ára‚ hún 50 ára. Hann dó 1780. Þ. b.: Þórey‚ Jón.

10286    

α   Þórey Bergþórsdóttir drukknaði í Jökulsá óg., bl.

10287    

β  Jón Bergbórsson, f. um 1754, bjó fyrst á Torfastöðum í Hlíð‚ síðan á Egilsstöðum í Vopnafirði og síðast og lengst á Sandbrekku,  dó   1834.  Hann   átti  Elínu Sigurðardóttur 50 frá Vatnsdalsgerði.

10288    

bbb   Jón Stefánsson, f. um 1722, átti Vilborgu Magnúsdóttur 10277 frá Hrafnabjörgum, systur Margrétar, konu Bergþórs‚ ekkju Bjarna Kolbeinssonr á Sleðbrjót. Munu fyrst hafa búið á Sleðbrjót. Þar er Björg dóttir þeirra fædd um 1758. Síðan bjuggu þau á Torfastöðum í tvíbýli við Bergþór. Þar er Eiríkur sonur þeirra fæddur um 1761 og Þórey um 1771. Þau hafa líklega búið þar til dauða Jóns. Hann hefur víst dáið 1778, því að skipti fara fram eftir hann 24. okt. 1778 á Sleðbrjót. Er annað hvort að þau hafa flutzt aftur í Sleðbrjót og hann dáið þar‚ eða hann   dáið   á   Torfastöðum, og hún þá flutzt í Sleðbrjót um vorið 1778. Hún bjó síðan á Sleðbrjót með börnum sínum til
1791, þá fluttist hún með Magnúsi syni sínum að Hnefilsdal. Hún var myndarkona, „guðhrædd og margkunnandi“. Börn þeirra Jóns voru: Björn‚ Björg‚ Magnús‚ Eiríkur, Þórey. Bú Jóns hljóp við skiptin 1778, 48 rd ‚ svo að þau hafa þá verið efnalítil.

10289    

α  Björn Jónsson,  f.  um 1756, lifði hjá móður sinni á Sleðbrjót 1789 ókvæntur og barnlaus. Af honum er víst ekki ætt komin.

10290    

β  Björg Jónsdóttir, f. um 1758, átti I., Stefán Ketilsson 9243 frá Fagradal. Þ. b.: Jón og Eiríkur. Stefán dó á Setbergi, víst í Borgarfirði, 1786. Björg átti II., Hjörleif sterka 10911 á Nesi Árnason.

10291    

g   Magnús Jónsson, f. um 1760, bjó í Hnefilsdal, á Þorvaldsstöðum í Skriðdal og síðast á Hallgeirsstöðum, átti Hallfríði Eiríksdóttur 9391 Styrbjörnssonar.

10292    

đ   Eiríkur Jónsson, f. um 1763, bjó á Þorgerðarstöðum lengi‚ átti 1801 Sólrúnu Jónsdóttur 6993 Jónssonar í Bót‚ barnlaus.  Hann  ól  upp Kristínu Eiríksdóttur, sonardóttur Bjargar systur sinnar (nr. 9247).

10293    

ε  Þórey Jónsdóttir, f. um 1771, átti Jón Þorsteinsson 6315 vefara‚ er síðar bjó á Kóreksstöðum, og er þaðan mikil ætt‚ Vefaraætt, sjá 6315.

10294    

bb   Sigurður Jónsson Stefánssonar (10283) bjó á Torfastöðum 1723 og 1730, annars ókunnur.

10295    

cc   Sveinn Jónsson  Stefánssonar  (10283)   fæddur um 1701, bjó á Torfastöðum í Hlíð 1730—1746 og lengur‚ átti Sólrúnu Guttormsdóttur 7179 frá Hjarðarhaga Sölvasonar. Þ. b.: Kristín, Katrín‚ Svanhildur, Jón‚ Þuríður. Sveinn hefur verið kominn að Stórabakka 1751, þá fæðist Þuríður þar.

10296    

aaa   Kristín  Sveinsdóttir,  f.  um  1738,  átti I., Runólf bónda á Ekkjufelli Þorsteinsson. Hann dó 1775. Skipti eftir hann fóru fram 3. nóv. 1775, og hljóp búið 88 rd. Þeirra börn þá: Sólrún (9 ára) og Sveinn (4). II., átti Kristín Ásmund Einarsson á Hóli og Hreimsstöðum, er kallaður var hinn ríki‚ og var síðari kona hans. Þ. b : Runólfur og Kristín.

Einar‚ faðir Ásmundar á Hóli‚ kom vestan af landi og var bróðir Ísleifs prests á Eyri við Skutulsfjörð (d. 1700), sonur Þorleifs á Tindum‚ Einarssonar prests á Stað á Reykjanesi, Guðmundssonar prests s. st. Jónssonar prests í Gufudal, Þorleifssonar í Þykkvaskógi, Guðmundssonar hins ríka Andréssonar (S.æv. IV. 710). í Sýslumannaævum segir um Einar Þorleifsson að hann hafi átt 2 launbörn, og verið illa ræmdur og farið til Austfjarða. Ekki hafa neinar sögur gengið um það hér eystra‚ að Einar þessi hafi verið nokkuð illa ræmdur‚ en að ýmsu þótti hann einkennilegur‚ og greindur vel. Hann var á Hóli 1723, á Hrollaugsstöðum 1730, en bjó síðar á Bóndastöðum. Eigi er kunnugt hvaða konu hann hefur átt og ekki um önnur börn hans en Ásmund. — Einhverju sinni var það‚ að Einar fór á Reyðarfjörð með sveitungum sínum. Kom þeim saman um‚ að fara til Hólmakirkju og hlýða á Jón prófast Þorláksson. Einar sat í krókbekk og stóð við kirkjudyrnar‚ þegar prófastur gekk út. Þakkaði hann prófasti fyrir messuna. Prófastur mælti: „Ég held þú hafir lítið að þakka‚ þar sem þú gazt ekki vakað undir ræðunni“. Einar svaraði: „Svo mikið heyrði ég þó‚ að þér vitnuðuð skakkt í nýja testamentið“. Prófastur spurði‚ hvar það hefði verið‚ og sagði Einar það. Prófastur sagði‚ að bezt væri að láta nýja testamentið skera úr því. Fóru þeir svo inn‚ og reyndist það rétt‚ er Einar hafði sagt. Þá segir prófastur: „Hvað heitirðu, maður‚ hvar áttu heima‚ hvers son ertu og hvaðan ertu ættaður?“ Einar svaraði: „Ég heiti Einar‚ á heima á Bóndastöðum og er Þorleifsson, ættaður vestan undan Jökli og kom ungur hingað á Austurland“. Þá segir prófastur: „Hvað eru margir galdramenn undir Jökli?“ Einar svaraði: „Spyrjið þér andskotann í helvíti að því‚ hann veit‚ hve margir hans eru. En hve margir voru selirnir, sem þér drápuð á Jónsmessunótt?“ Prófastur hætti þá tali við hann.

Ásmundur Einarsson var fæddur um 1719 og átti fyr Kristínu Kollgrímsdóttur 10417 frá Víðastöðum og varð brátt vel efnaður‚ bjó lengst á Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Þ. b. voru: Ísleifur og Margrét. Ásmundur dó 1798 á Hreimsstöðum. Hafði hann keypt þá 1785 fyrir 120 rd. og bjó þar eftir það. Við skipti eftir hann hljóp bú hans 452 rd., 5 sk., og voru þar í Hreimsstaðir virtir á 192 rd., og eru þá kallaðir „ein með betri gæðajörðum, sem nú eru yfrið dýrar‚ 12 rd. hundraðið“.

10297    

α   Sólrún Runólfsdóttir átti Ísleif son Ásmundar 10418 stjúpa síns og fyrri konu hans‚ bjuggu í Hlíðarhúsum í Hlíð‚ og var hún fyrsta kona hans. Börn lifðu ekki.

10298    

β  Sveinn  Runólfsson   bjó  í  Jórvík og Svínafelli, átti Guðrúnu Þorkelsdóttur 9818 frá Gagnstöð. Barnlaus.

10299    

g   Runólfur Ásmundsson bjó í Hleinargarði, átti Sigþrúði Þorsteinsdóttur 3440 frá Austdal. Þeirra börn: Þorsteinn, Anna.

10300    

αα   Þorsteinn   Runólfsson   bjó   á   Ekru‚   átti Sólveigu Rustikusdóttur 9587 frá Fossvelli.

10301    

ββ    Anna Runólfsdóttir átti séra Stefán  3669  son og aðstoðarprest séra Björns Vigfússonar á Kirkjubæ.

10302    

đ   Kristín Ásmundsdóttir átti‚ 31. okt. 1808, Snæbjörn Þorsteinsson 3419 frá Austdal, bjuggu í Mýnesi.

10303    

bbb   Katrín Sveinsdóttir frá Torfastöðum (10295) f. um 1742, giftist ekki og átti aldrei barn. En hún bjó búi samt með Halldóru nokkurri Jónsdóttur og höfðu þær mæður sínar hjá sér‚ en vinnumaður var Jón Kollgrímsson, gamall maður. Þær bjuggu á Hóli í Hjaltastaðaþinghá 1786, fóru að Hjartarstöðum 1789 (þá lifa mæður þeirra enn‚ Sólrún 80 ára og Guðrún Jónsdóttir 72 ára). Þaðan fóru þær að Breiðavaði 1793 og síðar í Snjóholt.

Þær ólu upp Jón Einarsson 1073 frá Mýnesi‚ er síðar bjó í Snjóholti.

10304    

ccc   Svanhildur Sveinsdóttir, f. um 1746, átti Skúla Sigfússon 7385 síðast á Brimnesi í Seyðisfirði. Frá þeim er komin Skúlaætt, (sjá nr. 7385).

10305    

ddd   Jón Sveinsson frá Torfastöðum, f. um 1748, (10295), átti Ingibjörgu, f. um 1732, Sigurðardóttur 4502 „tuggu“ Sveinssonar‚ ekkju Péturs Péturssonar í Bót‚ er áður bjó á Skjöldólfsstöðum og var sonur Péturs á Skjöldólfsstöðum Jónssonar stúdents Gunnlaugssonar.   Börn Péturs og Ingibjargar voru: Pétur á Hákonarstöðum,  er  Hákonarstaðaætt er frá (7197), Elízabet, kona Jóns Pálssonar gullsmiðs á Sléttu (4994, 7241), Þorbjörg, kona Guðmundar Magnússonar á Bessastöðum (4991, 7243) og Margrét kona Einars Kristjánssonar á Setbergi í Fellum (7321). Jón og Ingibjörg  hafa gifzt um 1773 eða 1774, og bjuggu á Hákonarstöðum til 1803. Þá fluttist Jón í Syðrivík og dó þar hjá Ingibjörgu dóttur sinni 5. febr. 1831. Þeirra börn: Þórdís‚ Ingibjörg‚ Kristín, Sigurður.

10306    

α   Þórdís Jónsdóttir átti 1795 Jón Björnsson á Ljósalandi 7695, er kallaður var  „almáttugi“,  og var  síðari  kona hans. Þeirra börn mörg‚

10307    

β   Ingibjörg Jónsdóttir átti 1803 Einar Ólafsson 12007 frá Torfastöðum, bjuggu í Syðrivík.

10308    

g   Kristín Jónsdóttir átti Björn Jónsson 7696 almáttuga af fyrra hjónabandi Jóns.

10309    

đ       Sigurður Jónsson átti I., Ingunni Torfadóttur Arngrímssonar 9533. Þ. b.: Jón og Pétur. Hún dó 1816. II., 1817 Sigurborgu Sigurðardóttur 8083, frá Grímsstöðum, bjuggu á Hróaldsstöðum.

αα      Jón Sigurðsson bjó á Hólum hjá Hauksstöðum, mesti dugnaðarmaður og smiður‚ f. 4/4 1811, d. 1863. Átti I., 1835 Arnbjörgu 9508 Arngrímsdóttur frá Hauksstöðum. Hún dó 10/2 1852. II., Matthildi Sigurðardóttur 8136 frá Grímsstöðum, ekkju Eymundar mágs síns‚ barnlaus. Launson við Björgu Þorsteinsdóttur 1850, hét Jósef.

ααα   Jósef Jónsson fór að Hólsseli á Fjöllum 1871.

ββ     Pétur Sigurðsson, f. 20/4 1812.

10310 

ccc   Þuríður Sveinsdóttir, f. um 1751, frá Torfastöðum. (10295), átti Jón bónda Magnússon á Bóndastöðum, bróður Guðrúnar‚ konu Bjarna Ólasonar á Kleppjárnsstöðum. Guðrún er fædd á Straumi um 1747. Hefur faðir þeirra Jóns líklega verið þar þá. Annars er ókunnugt um ætterni þeirra. Jón og Þuríður hafa verið víða‚ fyrst á Straumi um 1774 og 1775, því að þar er Sólrún og Þóranna, dætur þeirra‚ fæddar‚ á Sandbrekku um 1782 (Katrín fædd þar), Litlasteinsvaði um 1783 (Guðrún fædd þar), Svínafelli um 1788 (Magnús fæddur þar), Sandbrekku aftur um 1796 (Vilhjálmur fæddur þar) en síðast bjuggu þau á Bóndastöðum.

Börn Jóns og Þuríðar voru: Sólrún‚ Þóranna, Katrín‚ Guðrún‚ Magnús‚ Ingibjörg, Þuríður, Vilhjálmur.

10311    

α  Sólrún Jónsdóttir, f. um 1774, átti Sigurð Bessason frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá Bjarnasonar. Bessi bjó í Dölum 1762, talinn 41 árs‚ og þá fæddur um 1721. Kona hans hét Guðrún‚  talin  þá  33  ára. Sigurður, sonur þeirra‚ er fæddur 1762. Dóttir þeirra hét Kristín, varð kona Stefáns Þorsteinssonar (sjá 193)   á Egilsstöðum  í  Vopnafirði.  Bessi var bróðir Steingríms Bjarnasonar á Brennistöðum. Sjá tilgátu um ætterni þeirra við nr.  2506.  Börn  Sigurðar  og  Sólrúnar voru: Jón‚ Guðmundur, Sveinn‚ Bessi‚ Guðrún.

10312    

αα   Jón Sigurðsson  giftist  ekki né  bjó‚ átti barn við Kristínu, dóttur Árna Schevings 9789 á Kóreksstöðum 1843, hét Jóhanna (sjá 9794), og annað sama ár við Bóelu systur hennar 9795, hét Benjamín  (9718). Voru þær þá heima hjá foreldrum sínum. Jón var síðan vinnumaður hér og þar.

10313    

ββ  Guðmundur Sigurðsson giftist ekki heldur né bjó‚ en átti barn við Helgu Jónsdóttur á Litlabakka Jónssonar, hét Rustíkus (f. 19/12 1847) 9576, og annað sama ár við Málfríði Jónsdóttur á Litlabakka 9568 Rustíkussonar, hét Árni (f. 1848). Þær voru þá ógiftar hjá foreldrum sínum. Guðmundur var síðan hér og hvar‚ dó gamall hjá Rustíkusi syni sínum.

10314   

ααα Rustíkus Guðmundsson bjó í Vatnsdalsgerði og víðar‚ síðast í Fremraseli, átti Sigurbjörgu Þorvarðsdóttur 1330 frá Ásbrandsstöðum. Þeirra einbirni: Pétur.

10315    

+   Pétur Rustikusson bjó í Fremraseli og á Stórasteinsvaði‚ átti Hallfríði Björnsdóttur 7539 Péturssonar.

10316    

βββ   Árni Guðmundsson átti fyrst barn við Guðbjörgu Ásmundsdóttur 10261 frá Dagverðargerði, Bjarnasonar, hét Halldór. Ætlaði Árni að eiga hana‚ en þá dó hún. Hann átti síðar Sigríði  Stefánsdóttur  72  frá  Kverkártungu  og bjó á parti úr Litlabakka, sem hann átti‚ en varð að hætta búskap fyrir heilsubilun og efnaskort. Dó 1910. Þ. b.: Málfríður, Ingveldur, Guðmundur.

+     Halldór Árnason bjó í Brekkuseli, átti Ingileifu Þorsteinsdóttur 13165 frá Þrándarstöðum.

+     Málfríður Árnadóttir átti 1926 Sigfús Eiríksson 1781 Sigbjörnssonar.

10317    

gg   Sveinn Sigurðsson, óg., bl., var hér og þar‚ meinleysismaður, lítill fyrir sér‚ glaðlyndur, leirskáld nokkurt, varð gamall‚ dó í Bót á sveit sinni um 1892.

10318    

đđ   Bessi Sigurðsson átti Kristínu Runólfsdóttur 2489 frá Ósi‚ bl. Bjuggu lítið.

10319    

εε   Guðrún Sigurðardóttir átti Guðmund Einarsson 7111 Árnasonar í Hjarðarhaga, Guttormssonar.

10320    

β  Þóranna  Jónsdóttir  frá Bóndastöðum   (10310)   átti Steingrím Sigurðsson 10119 frá Kóreksstaðagerði.

10321    

g   Katrín Jónsdóttir  (10310) átti Björn Guðmundsson 9544 á Bóndastöðum.

10322    

đ   Guðrún   Jónsdóttir   átti   Björn   Skúlason   7498 frá Brimnesi, Sigfússonar.

10323    

ε   Magnús   Jónsson   frá   Bóndastöðum   (10310)   bjó á Brennistöðum, átti I., Vilborgu Árnadóttur 4420 Jónssonar pamfíls. II., Guðrúnu Kolbeinsdóttur 9830 frá Dölum. Barnlaus.

10324    

ſ  Ingibjörg Jónsdóttir átti I., Jón bónda Sigfússon 7667 á   Geirastöðum.   II.,   Jón   Benjamínsson   (11294), norðlenzkan. Barnlaus.

10325    

5   Þuríður Jónsdóttir var aldrei við karlmann kennd.

10326    

į  Vilhjálmur   Jónsson   bjó   í   Vallanesshjáleigu   og  Hvammi á Völlum‚ átti I., Sigríði Einarsdóttur 7325 frá Setbergi í Fellum. Þ. b. Einar. II., Björgu Eiríksdóttur 5824 frá Stórabakka. Þ. b.: Jón‚ Eiríkur, Magnús‚ allir myndarmenn.

10327    

αα   Einar Vilhjálmsson bjó á Rangá‚ átti I., Guðrúnu Ásmundsdóttur 13205 frá Borg‚ Indriðasonar. Barnlaus. II., Ingveldi Benediktsdóttur  11143  frá Rangá. Þ. b.: Guðrún.  Einar drukknaði í Lagarfljóti.

10328    

ααα  Guðrún Einarsdóttir átti Ólaf Einarsson 1408 á Rangá. Am.

10329    

ββ   Jón Vilhjálmsson bjó í Hvammi‚ drykkjumaður og svoli‚  en  duglegur  og  greiðamaður. Átti Ingibjörgu Ásmundsdóttur 13203 frá Borg‚ Indriðasonar. Þeirra barn: Vilhjálmur.

10330    

ααα  Vilhjálmur Jónsson bjó á Gíslastöðum, átti barn við Björgu Eyjólfsdóttur 6825 frá Litla-Sandfelli, hét Sigríður, átti Benedikt Sigurðsson á Gíslastöðum. Vilhjálmur giftist svo Sigríði Eyjólfsdóttur 5603 Péturssonar, Bárðarsonar.

10331    

gg   Eiríkur Vilhjálmsson bjó á Ósi í Hjaltastaðaþinghá, keypti svo Jórvíkurhjáleigu og bjó þar. Átti Þorbjörgu Eyjólfsdóttur úr Hornafirði. Barnlaus.

10332    

đđ   Magnús  Vilhjálmsson  bjó  í  Mjóanesi  og síðast í Gagnstöð, átti I., Guðrúnu Jónsdóttur 1930 Guðmundssonar á Vaði. II., Steinunni Stefánsdóttur 9776 frá Gagnstöð. Barnlaus.

10333    

dd   Kristín Jónsdóttir frá Torfastöðum  (10283), fæddum 1695.

10334    

ee   Ragnhildur Jónsdóttir (10283), f. um 1699.

10335    

d     Jón Stefánsson, ef til vill sonur Stefáns Eyjólfssonar á Torfastöðum, bjó á Hrafnabjörgum í Hlíð. Átti Katrínu Ásmundsdóttur blinda 9381.

e     Þórður Stefánsson, ef til vill sonur Stefáns Eyjólfssonar, bjó á Litlabakka, átti Guðrúnu Hallsdóttur 9765, Benediktssonar.

f      Sesselja Stefánsdóttir, systir Þórðar‚ átti Svein Sigfússon 10055 frá Hofteigi.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.