STYRBJÖRN STYRBJÖRNSSON

13417

Styrbjörn Styrbjömsson hét maður fæddur um 1737, er Jón Sigfússon segir, að búið hafi eitthvað á Jökuldal, en það hefur víst verið stutt ef það hefur nokkuð verið, því að 1762 er hann kominn ofan í Mjóafjörð. Það ár er hann vinnumaður í Skógum, talinn 25 ára, og er þá víst ókvæntur, að minnsta kosti er kona hans ekki þá þar. Og um 1769 fæðist Guðlaug dóttir hans í Mjóafirði, svo að hann virðist hafa verið þar á þessu tímabili. Síðar er hann í Borgarfirði, vinnumaður í Höfn 1776 og er þá kvæntur, en ókunnugt er um konu hans. Þar verður hann bráðkvaddur 15. apríl 1776. Systir hans var Ragnhildur kona Guðmundar Einarssonar á Brú 1570. Hún átti ekki börn, en tók Guðlaugu, bróðurdóttur sína, til fósturs, og ólst hún þar upp. Líklegt er að þau hafi verið af Styrbjarnarættinni, er þá var á Héraði og áður. Ekki geta þau þó verið börn Styrbjörns Þorsteinssonar á Sleðbrjót (9387), því að hann er dáinn fyrir 1734. En Styrbjörn faðir þeirra gæti verið sonur Sigríðar, eða Guðmundar systkina Styrbjörns á Sleðbrjót (nr. 9490 og 9491). Væri það hæfilegur tími, þar sem Sigríður er fædd um 1678 en Guðmundur um 1681. En Styrbjörn faðir þeirra systkina er líklega fæddur nálægt 1710, þar sem þau eru fædd um 1736 og 1737.

Önnur ættfærsla er einnig hugsanleg, sú, að Styrbjörn sé kominn af Styrbirni Einarssyni á Eyvindará, er var (3866) sonarsonur sr. Styrbjörns í Hofteigi (1584—1621) Jónssonar. Ætti þá eldri Styrbjörn að vera sonar- eða dóttursonur Styrbjörns Einarssonar. Gæti verið sonur Gróu dóttur hans á Hrollaugsstöðum, sem er 29 ára 1703, og býr þar ekkja 1734. Það er einmitt svo, að Styrbjörn er sonur þessarar Gróu. Gróa og Ólafur Jónsson eru nýgift á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 1703. Þau hafa búið þar eftir það, og þar býr Gróa ekkja 1734. En 1725 á Styrbjörn Ólafsson barn í Hjaltastaðaþinghá með Guðlaugu Jónsdóttur og 24/4 1736 er Styrbjörn Ólafsson þingvottur á Hjaltastað, og er þá vafalaust orðinn bóndi á Hrollaugsstöðum, hefur búið þar með móður sinni áður. Hann hefur að líkindum átt þessa Guðlaugu, barnsmóður sína, og Styrbjörn sonur þeirra svo látið heita eftir henni.

Annars verður ekkert nánara um þetta sagt. Styrbjörnsnafnið bæði í þessari ætt og Hlíðarættinni er sennilega komið frá sr. Styrbirni í Hofteigi. Má vel vera, að Ingibjörg síðari kona sr. Ólafs í Sauðanesi hafi verið systir hans og verið áður gift á Héraði, og orðið þá móðir Járngerðar á Sleðbrjót og látið heita eftir séra Styrbirni og Járngerður þannig orðið hálfsystir Ásmundar blinda á Hrafnabjörgum, eins og ég hefi fyrr minnst á. En auðvitað er það tilgáta, sem ekkert er að byggja á, nema aðrar líkur fengist. En af þessum Styrbjörnsættum er sá Styrbjörn líklega kominn, þó að það verði nú ekki rakið.

Eins og fyrr var frá sagt, er ekki kunnugt, hver var kona Styrbjörns, og eigi er kunnugt, að hann hafi önnur börn átt en Guðlaugu.

13418

aaa Guðlaug Styrbjörnsdóttir, f. um 1769, ólst upp á Brú hjá Guðmundi Einarssyni og Ragnhildi Styrbjörnsdóttur föðursystur sinni. Þar giftist hún Jóni Jónssyni frá Mývatni 20. sunnudag eftir þrenn. 1804. Þau voru fyrst á Brú og þar er Kristín dóttir þeirra fædd 17/7 1805. Síðan bjuggu þau í Mjóanesi, þar er Jón sonur þeirra fæddur 1806 og Ragnhildur f. 1808. Eftir það bjuggu þau á Karlsstöðum í Reyðarfirði, þar er Björg fædd 1812. Þar búa þau 1816 og er Jón þá talinn 40 ára en Guðlaug 47 ára. Í Mjóanesi eru þau talin jafngömul. Þá er þar hjá þeim Katrín Jónsdóttir, systir Jóns „frá Mývatni“, talin 44 ára.

Um framætt Jóns og Katrínar verður lítið sagt með vissu. Þó mun það víst, að þau séu börn Jóns Kolbeinssonar og Guðlaugar Jónsdóttur, sem eru „við búhokur“ á Helluvaði 1785 (62 og 44 ára). Þá er Katrín hjá þeim, talin 11 ára, dóttir þeirra. Hún er síðan, 1793, á Geiteyjarströnd, kölluð „niðurseta“, 19 ára, og á Grænavatni 1800, 26 ára, einnig kölluð „niðurseta“. Þá er Jón Jónsson 1785 „niðurseta“ á Sveinströnd hjá Jóni Þorlákssyni Guðmundssonar á Kálfaströnd Kolbeinssonar og Guðrúnu Þórðardóttur konu hans, en er þá talinn 8 ára. En á Grímsstöðum er hann „léttadrengur“ 1793. talinn 15 ára, og enn er hann þar 1800 „vinnumaður“, talinn 21 árs. Á þessum árum er ekki um annan Jón Jónsson að gera við Mývatn, er komið gæti til greina, að væri sá Jón Jónsson, er átti Guðlaugu Styrbjarnardóttur, eftir aldrinum að dæma. Hann er að vísu talinn 40 ára 1816 og ætti því að vera fæddur um 1776, en eftir aldri Jóns, sem er á Sveinsströnd 1785, 8 ára, ætti hann að vera fæddur 1777, en sá aldursmunur er ekki teljandi. Katrín, „systir“ Jóns, manns Guðlaugar, er talinn 44 ára 1816 og ætti því að vera fædd um 1772. En Katrín, sem er á Helluvaði 1785, 11 ára, ætti að vera fædd um 1774. Munar þar 2 árum á aldri, og er oft meiri munur. Hygg ég því, að telja megi víst, að Jón og Katrín, sem eru á Karlsstöðum 1816, séu sömu menn og taldir eru 1785 á Helluvaði og Sveinsströnd, og börn Jóns Kolbeinssonar og Guðlaugar Jónsdóttur. En Guðlaug sú hygg ég verið hafi dóttir Jóns Þorlákssonar og Guðrúnar, og því hafi þau tekið Jón, þó að kallaður sé hann „niðurseta“, eða sveitarstjórnin sett hann þar niður hjá afa sínum sökum fátæktar foreldranna.

Börn Jóns og Guðlaugar voru, sem áður er sagt: Kristín, Jón, Ragnhildur, Björg. Guðlaug dó á Hafursá hjá Gísla, sonarsyni sínum 1866, 96 ára.

13419

α Kristín Jónsdóttir átti Þórarinn Kristjánsson „skessubana“ 12336 Árnasonar.

13420

β Jón Jónsson bjó á Brekku í Fljótsdal, átti Margréti dóttur Hjálmars prests Guðmundssonar á Hallormsstað. Þau dóu bæði 1853 eða 1854. Þ. b.: Guðrún, Guðlaug Margrét, Hólmfríður, Gísli, Hjálmar, dó ókv., bl., Katrín. Margrét dó úr holdsveiki.

13421

αα Guðrún Jónsdóttir átti Bjarna Auðunsson í Brattagerði 5397.

13422

ββ Guðlaug Margrét Jónsdóttir átti Jón prófast Guttormsson í Hjarðarholti 6534.

13423

gg Hólmfríður Jónsdóttir átti I. Jón bónda á Hrafnkelsstöðum Sigurðsson. II. Sæbjörn Egilsson bónda á Hrafnkelsstöðum.

13424

đđ Gísli Jónsson bjó á Hafursá, átti I. Sigríði Árnadóttur 2352. Þ. b.: Margrét, Jón, Hjálmar, Hólmfríður, Guðbjörg, Guðjón. II. Guðrúnu Sveinsdóttur frá Mjóanesi 5545. Þ. b.: Þórunn Sigríður, Hjálmar, dó fyrir innan tvítugt, bl.

13425

ααα Margrét Gísladóttir átti Rasmus Guðmundsson Lynge frá Flögu í Skriðdal 9096.

13426

βββ Jón Gíslason var um tíma kaupmaður á Vopnafirði, átti 1916 Þórunni Sigfúsdóttur frá Einarsstöðum 12064. Þ. b.: Þorgerður Sigrún, Einar Hjálmar, Gísli.

13427

ggg Hjálmar Gíslason fór í Menntaskólann og dó þar.

13428

đđđ Hólmfríður Gísladóttir átti Sigurjón Jóhannesson frá Yztu-Vík á Svalbarðsströnd. Voru á Oddeyri. Hann var stýrimaður á hákarlaskútum. Þ. b.: Gísli, Fanney.

13429

εεε Guðbjörg Gísladóttir átti Sveinbjörn bónda á Hámundarstöðum 9448 Sveinsson. Þ. b.: Sveinn, Sigríður, Valdemar, María, Einar, Gísli Haraldur, Guðmundur, Þórunn, Sigrún Ragnhildur, Guðrún, Rögnvaldur, Hólmfríður, Hjálmar, Ingibjörg, Margrét. 2 dóu ung.

13430

+ Sveinn Sveinbjörnsson dó um tvítugt.

13431

+ Sigríður Sveinbjörnsdóttir átti barn, er kennt var norskum manni, Ólsen, hét Guðbjörg.

13432

+ Valdemar Sveinbjörnsson varð leikfimiskennari í Reykjavík.

13433

+ María Sveinbjörnsdóttir átti Sigbjörn Grímsson í Tunguseli 12158.

13434

+ Einar Sveinbjörnsson.

13435

+ Gísli Haraldur Sveinbjörnsson fór til Ameríku.

13436

+ Guðmundur Sveinbjörnsson

13437

+ Þórunn Sveinbjörnsdóttir átti barn skömmu eftir fermingu og fór vestur í Húnavatnssýslu.

13438

+ Sigrún Ragnhildur Sveinbjörnsdóttir.

13439

+ Guðrún Sveinbjörnsdóttir.

Númerin 13440 og 13441 vantar í hdr.

13442

ſſſ Guðjón Gíslason bjó lengst í Heiðarseli á Jökulsdalsheiði, átti Guðrúnu Benediktsdóttur frá Hjarðarhaga 7594.

13443

333 Þórunn S. Gísladóttir átti 2 börn með Stefáni Magnússyni Hannessonar 9214, hétu Garðar Hólm og Geir, og 3. við Steindóri Jóhannessyni verzlunarmanni.

13444

εε Katrín Jónsdóttir frá Brekku átti Einar Einarsson frá Hafursá 1407, bjuggu um stund á Rangá og fóru svo til Am.

13445

g Ragnhildur Jónsdóttir átti Ásmund Bjarnason 4076 Árnasonar í Beinárgerðí.

13446

đ Björg Jónsdóttir átti Guðmund Magnússon frá Kömbum 5131.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.