JÓN JÓNSSON á Eyjólfsstöðum

13641

Jón Jónsson hét bóndi á Eyjólfsstöðum á Völlum 1785, 65 ára, og þá fæddur um 1720. Hann bjó þar síðan í 2 ár og var þar svo fyrir búi Ingibjargar dóttur sinnar eftir að hún missti Hall mann sinn. Síðan fór hann til Jóns sonar síns að Útnyrðingsstöðum 1789 og dó þar 1803, 83 ára. Hann hefur eitthvað verið á Galtastöðum í Tungu 1759, því að þá fæðist Jón sonur hans þar. Kona Jóns hét Valgerður Þorsteinsdóttir, dó 1784, 66 ára. Þ. b.: Ingibjörg, f. um 1757, Þorsteinn, f. um 1758, Jón, f. um 1759. í sálnaregistri Vallaness 1785 er Jón kallaður skýr maður, frómur og ráðvandur.

13642

a Ingibjörg Jónsdóttir átti Hall bónda á Eyjólfsstöðum Andrésson. Hann mun vera sonur Andrésar Guðmundssonar frá Brúnavík1514. Víst er, að systir hans var Steinunn Andrésdóttir (10405) kona Sturlu Geirmundssonar frá Hóli. Hún er hjá Halli 1785, „tökukona“ með börn sín Guðaugu og Andrés. Hallur drukknaði á Lækjarvaði í Grímsá 28/11 1787 ( 42 ára), var að sækja prest til að skíra. Lík hans rak 4/5 1788. Þ. b.: Valgerður, f. um 1780, Þuríður, f. um 1784, Hallur f. 1787.

13643

aa Valgerður Hallsdóttir átti Jón Þórðarson bónda á Skjöldólfsstöðum 12242.

13644

bb Þuríður Hallsdóttir átti Árna Árnason 5359 bónda á á Sævarenda í Loðmundarfirði.

13645

cc Hallur Hallsson bjó á Ásbrandsstöðum 1816, átti Margréti Þórðardóttur, þá 43 ára, fædda á Hreiðarsstöðum. Bl.

13646

b Þorsteinn Jónsson, f. um 1758.

13647

c Jón Jónsson bjó á Útnyrðingsstöðum, átti I. Margréti Einarsdóttur 10450 og Ingveldur Jónsdóttir frá Jórvík Egilssonar. Þ. b.: Þorsteinn, Margrét dó 1801. Jón kvæntist aftur 1802 Þóru Ingimundardóttur 10447 prests á Eiðum Ásmundssonar. Þau bjuggu á Gunnlaugsstöðum.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.