EINAR JÓNSSON á Hjartarstöðum

13660

Einar Jónsson hét maður, fæddur í Skriðdal um 1743. Kona hans hét Margrét Magnúsdóttir fædd á Galtastöðum fremri um 1750.2) Hjá þeim er vinnukona 1785, er hét Helga Magnúsdóttir, þá 34 ára, og því fædd um 1751, líklega systir Margrétar. Fósturbarn er hjá þeim 1816, er Vilborg Björnsdóttir hét, fædd á Litlasteinsvaði um 1811. Gæti hún verið náskyld öðru hvoru hjónanna. Annars hef ég ekkert getað fundið um ætt þeirra. Þau buggu fyrst í Brekkuseli um og eftir 1774, frá 1785 í Hallfreðarstaðahjáleigu og fram um 1800, en síðan á Hjartarstöðum. Þar búa þau 1816, hann talinn þá 73 ára, en hún 66. Hann er talinn í sálnaregistri 1785 „stjórnsamur, ekki rétt vel fróður“. Það ár eru börn þeirra talin: Sigríður (11 ára), Þóranna (10), Magnús (8), Oddný (6), Einar (5), Guðrún (2 ára). Eftir það fæðist Margrét 1787, Jón eldri 1792, Jón yngri 1796, öll í Hjáleigu.

13661

aaa Sigríður Einarsdóttir, f. um 1774, átti barn í föðurgarði á Hjartarstöðum um 1813 og kenndi Jóni Árnasyni frá Brennistöðum 4419 Jónssonar „pamfíls“, er síðar bjó á Bárðarstöðum og var kallaður Bárðarstaða-Jón. En hann sór fyrir barnið. Það hét Anna. Þó lýsti Jón því yfir á gamals aldri, að hún væri dóttir sín, enda töldu það allir víst vera. Sigríður tók þetta mjög nærri sér og varð hálfgerður aumingi út úr því, giftist ekki og átti eigi fleiri börn.

13662

α Anna Jónsdóttir varð mesta dugnaðarkona, átti Pál bónda á Árnastöðum í Loðmundarfirði Guttormsson 2032, og Þorbjargar Þorsteinsdóttur frá Melum.

13663

bbb Þóranna Einarsdóttir átti Kjartan Ólafsson á Dallandi 3508.

13664

ccc Magnús Einarsson átti Guðfinnu yngri Eiríksdóttur frá Stórabakka 5822.

13665

ddd Oddný Einarsdóttir er á, Hjartarstöðum 1816, ógift, barnlaus.

13666

eee Einar Einarsson f. um 1780, víst ókv., bl.

13667

fff Guðrún Einarsdóttir átti barn við Árna Vilhjálmssyni á Hjartarstöðum 1096, er kennt var Jóni Jónssyni Bessasonar á Ormarsstöðum 10987, hét Jón.

13668

α Jón Jónsson bóndi í Hjartarstaðahjáleigu og á Straumi, átti Guðrúnu Vilhjálmsdóttur frá Mýnesi 1057. Þ. b.: Árni á Straumi, Vilhelmína og Guðrún, bjuggu þau saman ógift, kom eigi ætt frá.

13669

ggg Margrét Einarsdóttir átti Nikulás frá Ásgeirsstöðum 3176 Einarsson.

13670

hhh Jón Einarsson eldri bjó á Finnsstöðum, átti Ingibjörgu Þórðardóttur 2968 frá Finnsstöðum.

iii Jón Einarsson yngri bjó í Gilsárteigi, átti Halldóru Pétursdóttur 5342 Hildibrandssonar.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.