II. PÁLL

13980

Hans börn: Herdís og Halldór. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13981

aa Herdís Pálsdóttir átti Jón Sigurðsson bónda í Árnanesi 11836. Þ. b. mörg: Einar, Kolbeinn, Gísli, Guðríður, Guðrún (S-æf. IV. 616).

13982

aaa Einar Jónsson bjó á Horni í Nesjum, átti Hróðnýju Halldórsdóttur 14011 Pálssonar, systkinabarn sitt. Þ. b.: Sigurðar 2, Jón, Sigríður. Laundóttir Einars hét Helga. Móðir hennar var Þórunn Jónsdóttir „Hornafjarðarsól“. (Þetta um Helgu er eftir Jóni Sigfússyni, (sjá nr. 5516 og 7337).

13983

α Sigurður Einarsson. Hans dóttir: Hróðný. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13984

αα Hróðný Sigurðardóttir. Hennar sonur: Erlendur. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13985

ααα Erlendur.

13986

β Sigurður Einarsson annar. Hans sonur: Einar. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13987

αα Einar Sigurðsson bjó í Krossbæ, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur 8570 Kolbeinssonar. Þ. b.: Kristbjörg, Herdís; þær fluttu austur í Skriðdal með móður sinni og stjúpföður, Halli Pálssyni frá Krossbæ (13938).

Númerin 13988 og 13989 vantar í hdr.

13990

g Jón Einarsson bjó á Horni, átti Bergþóru Einarsdóttur frá Þorgeirsstöðum 13894. Þ. b.: Einar, Einar annar, Jón, Sigríður og Hólmfríður. Var það greindarfólk og sumt hagmælt.

13991

αα Einar Jónsson bjó á Horni, átti Halldóru Nikulásdóttur Sverrissonar (12602). Þ. b.: Bergþóra, Halldóra, Sigríður. Halldóra átti fyrst barn við Sigurði Snjólfssyni, hét Snjólfur. Eftir að Einar dó giftist hún Sigurði, bjuggu á Horni. Bl. Snjólfur Sigurðsson bjó í Ytra-Firði í Lóni, átti Hólmfríði Ófeigsdóttur. Þ. b.: Sigurður, Bjarni, Ófeigur, Jóhanna. (Sjá 13889).

13992

ααα Bergþóra Einarsdóttir átti Sigurð bónda Sigurðsson á Kálfafelli í Suðursveit 12671.

13993

βββ Halldóra Einarsdóttir átti Högna úr Nesjum. Þ. b.: Sigurður, Einar o. fl. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

13994

ggg Sigríður Einarsdóttir átti Þorleif bónda á Horni 8557 og síðar í Stórulág Sigurðsson frá Borgum Hallssonar frá Hólum.

13995

ββ Einar Jónsson annar bjó á Meðalfelli, átti Vilborgu Bergsdóttur 8591 frá Háhól Magnússonar prests Ólafssonar. Þ. b.: Jón og Bergur.

13996

ααα Jón Einarsson bjó í Hafnarnesi (dó í Ameríku 1902). Sjá nr. 8592.

13997

gg Jón Jónsson bjó á Háhól, átti Steinunni Finnbogadóttur 13958. Þ. b.: Sigurður, Guðlaug 8622, Sigríður, Bergþóra.

13998

ααα Sigurður Jónsson bjó á, Stapa (d. 1899) átti Rannveigu Hallsdóttur 8621 á Stapa Sigurðssonar.

13999

đđ Sigríður Jónsdóttir átti Þorvald Þorleifsson á Horni. Þ. b.: Jón, Am., Sigurður dó ungur.

14000

εε Hólmfríður Jónsdóttir átti Sigurð bónda á Meðalfelli 8609 Magnússon prests Ólafssonar.

đ Sigríður Einarsdóttir frá Horni átti Þorleif Sigurðsson á Horni og Stórulág 8557.

14001

ε Helga Einarsdóttir frá Horni (laungetin) átti barn við Bjarna bónda á Krossi (7337) í Fellum Magnússyni, hét það Bjarni (f. um 1806 á Ormarsstöðum), og annað við Nikulási Gíslasyni 3063 á Dalhúsum. Var það Einar á Gíslastöðum (f. um 1809 í Eiðasókn).

14002

αα Bjarni Bjarnason bjó í Kolstaðagerði, varð seinni maður Guðfinnu Einarsdóttur frá Setbergi í Fellum 7337.

14003

ββ Einar Nikulásson bjó á Gíslastöðum á Völlum, átti Oddnýju Ásmundsdóttur (594) frá Kolsstöðum. Sjá um þau við nr. 3081.

14005

bbb Kolbeinn Jónsson frá Árnanesi (13981) bjó í Árnanesi og Hafnarnesi, átti Sigríði Sigurðardóttur Sigurðssonar og Kristínar Jakobsdóttur 6728. Þ. b.: Sigurður ókv., bl., Guðmundur. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14006

α Guðmundur Kolbeinsson bjó á Setbergi í Nesjum, átti I: Guðrúnu Magnúsdóttur 8559 prests Ólafssonar. II.: Önnu Þorvaldsdóttur ríka frá Hafnarnesi 3966 (annar maður hennar), barnl. III.:Herdísi Magnúsdóttur prests Ólafssonar 8564. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14007

ccc Gísli Jónsson frá Árnanesi (13981). Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14008

α Sveinn Gíslason bjó á Stapa, átti Vilborgu Hallsdóttur frá Krossbæ 13931.

14009

ddd Guðríður Jónsdóttir frá Árnanesi (13981) átti Hálfdan bónda í Eskey 12596 Jónsson Hinrikssonar.

eee Guðrún Jónsdóttir átti Jón Hálfdanarson á Viðborði (S-æf. IV. 616).

14010

bb Halldór Pálsson (13980). H. b.: Hróðný, Þorleifur.

14011

aaa Hróðný Halldórsdóttir átti Einar Jónsson á Horni systkinabarn sitt 13982.

14012

bbb Þorleifur Halldórsson bjó í Hólum í Nesjum, ríki, átti Sæbjörgu Kolbeinsdóttur. Þ. b.: Hallur, Halldór.

14013

α Hallur Þorleifsson bjó í Hólum, átti Vilborgu Benediktsdóttur 8492 frá Árnanesi. Þ. b.: Benedikt, Sigurður, Þorleifur, Ljótunn, Katrín, Álfheiður, Guðrún, Sigríður. Hallur var kallaður Hallur ríki.

14014

αα Benedikt Hallsson bjó í Dal og á Viðborði, átti I.: Þ. b.: Rafnkell, Ingibjörg. II.: Ingunni Sigurðardóttur frá Reynivöllum. Þ. b.: Sigurður, Guðný ( sbr. 12601 og 14016). Kona Sigurðar á Reynivöllum, móðir Ingunnar og Sigurðar á Borg (14016) hét Guðný (sjá nr. 12669) (víst þó ekki, eftir hvora konu hún var) Þorsteinsdóttur bónda á Felli í Suðursveit. Þ. b. mörg fleiri en Ingunn og Sigurður. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14015

ααα Rafnkell Benediktsson (d. 1875) átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Krossalandi 14113. Þ. b.: Benedikt, Guðjón, Kristín, öll í Ameríku.

14016

βββ Sigurður Benediktsson bjó í Flatey á Mýrum (d. 1900—1901), átti Guðnýju Sigurðardóttur frá Borg á Mýrum Sigurðssonar á Reynivöllum (sjá 12669). Þ. b.: Benedikt bóndi í Flatey, Guðrún átti Jón í Flatey Jónsson og sr. Sigurður á Ásum, dó ókvæntur.

14017

ggg Ingibjörg Benediktsdóttir átti Magnús Guðmundsson 8560 á Bökkum í Suðursveit.

14018

đđđ Guðný Benediktsdóttir átti Jón bónda í Odda á Mýrum Bjarnason. Þ. b.: Ingunn, Steinunn.

+ Ingunn Jónsdóttir átti Einar Þorvarðsson frá Bakka á Mýrum. Einar er hreppstjóri á Brunhól,

+ Steinunn Jónsdóttir átti Runólf Sigurðsson frá Svínafelli í Öræfum, Am.

14019

ββ Sigurður Hallsson bóndi í Þinganesi, Stórulág og Borgum í Nesjum, átti Þóru Magnúsdóttur prests Ólafssonar 8543.

14020

gg Þorleifur Hallsson bóndi í Hólum, átti Önnu Eiríksdóttur frá Hoffelli 8453.

14021

đđ Ljótunn Hallsdóttir átti Jón hreppstjóra í Hafnarnesi 8539 Magnússon prests Ólafssonar.

14022

εε Katrín Hallsdóttir átti Þórð bónda Bergsson í Árnanesi 8437. Hann drukknaði 1833. Þ. b.: Sigríður, Guðrún, Hallur.

14023

ααα Sigríður Þórðardóttir átti Guðmund Pálsson á Rauðabergi 8583.

14024

βββ Guðrún Þórðardóttir átti Magnús Bergsson í Stórulág 5889 og Pál Þorleifsson í Holtum á Mýrum 8603, bræðrung hans.

14025

ggg Hallur Þórðarson bóndi á Viðborði og Kálfafelli átti Sigríði Bergsdóttur frá Háhól 8601 Magnússonar.

14026

ſſ Álfheiður Hallsdóttir átti Pál í Dilksnesi Magnússon prests Ólafssonar 8575.

14027

35 Guðrún Hallsdóttir átti Berg á Háhóli Magnússon prests Ólafssonar 8588.

14028

įį Sigríður Hallsdóttir átti Jón prest Þorsteinsson á Kálfafellsstað 401.

14029

β Halldór Þorleifsson frá Hólum bjó í Þórisdal í Lóni. Hans son: Jón.

14030

αα Jón Halldórsson bjó á Reyðará, átti Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Bæ Þorvarðssonar og Vilborgar Björnsdóttur. Þ. b.: Sigríður, Brynjólfur, Þorsteinn. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14031

ααα Sigríður Jónsdóttir, átti Sigurð Sigurðsson 11458 frá Vík. Þ. b.: Sigursveinn, Sigurjón, Guðrún, Guðbjörg. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14032

+ Sigursveinn Sigurðsson. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14033

+ Sigurjón Sigurðsson bjó í Vík í Lóni (1903). Sjá athugasemd Sigurjón Jónssonar.

14034

+ Guðrún Sigurðardóttir var fyrri kona Björns Antoníussonar í Mýnesi.

14035

+ Guðbjörg Sigurðardóttir átti Guðmund Jónsson í Þinganesi 8465. Þ. b.: Ásgeir, Nanna, Snorri, Arnheiður, Karl.

14036

++ Ásgeir Guðmundsson átti Soffíu Guðmundsdóttur söðlasmiðs í Höfn í Hornafirði Sigurðssonar.

14036

++ Nanna Guðmundsdóttir átti Stefán Karlsson á Hóli í Stöðvarfirði.

14037

++ Snorri Guðmundsson.

14038

++ Arnheiður Guðmundsdóttir átti Þengil Þórðarson frá Höfða í Höfðahverfi.

14039

++ Karl Guðmundsson lærði tréskurð hjá Ríkarði Jónssyni tréskurðarmeistara.

14040

βββ Brynjólfur Jónsson. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

14041

ggg Þorsteinn Jónsson. Sjá athugasemd Sigurjóns Jónssonar.

Númerin 1404214044 incl. vantar í hdr.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.