SVEINN prófastur PÉTURSSON, síðast í Berufirði.

13780

Sveinn prófastur Pétursson, er síðast var prestur í Berufirði, var fæddur 1772 og var sonur Péturs spítalahaldara á Hörgslandi (d. 1812) Sveinssonar á Fljótum í Meðallandi Sigurðssonar á Syðri-Steinsmýri Guðmundssonar Vigfússonar. Móðir sr. Sveins var Þuríður (d. 1811) Guðmundsdóttir frá Hallgeirseyjarhjáleigu í Landeyjum Sighvatssonar í Dalsseli Magnússonar. Móðir Þuríðar var Guðríður Hreinsdóttir frá Ekru í Oddahverfi Þorsteinssonar. Kona sr. Sveins var Emerenzína, d. 13/4 1855 í Vík í Lóni, Gísladóttir frá Geirlandi Þorsteinssonar. Sr. Sveinn vígðist 1800, aðstoðarprestur sr. Vigfúsar Benediktssonar á Kálfafellsstað, fékk Kálfafellsstað 1802, Hof í Álftafirði 1810, Stafafell 1824 og varð prófastur í Austur-Skaftafellssýslu. Góður kennimaður og vel að sér um margt en nokkuð laus í ráði og drykkfelldur. Síðast fékk hann Berufjörð 1827 og dó 1. janúar 1838. Kona hans Emerenzína dó 1853. Börn beirra voru: Pétur, Rannveig, Sigurður, Árni.

„Hann elskaði fleiri konur en þá er hann átti“ eins og Guðmundur dýri og voru honum eignuð fleiri börn en þessi fjögur. Þau börn, er víst þótti, að hann væri faðir að, þótt öðrum væru kennd, voru þessi:

1. Dýrleif (f. á Hofi 1811) við Guðrúnu Jónsdóttur Kolbeinssonar 12613, konu Jóns Steinssonar elzta frá Eskey („kórgala“). Dýrleif var kölluð Jónsdóttir og átti Jón bónda Þorsteinsson í Bæ í Lóni og börn.

2. Ingibjörg, fædd á Hofi 8/8 1819. Móðir hennar hét Katrín Eiríksdóttir og var Ingibjörg kennd Einari Antoníussyni frá Flugustöðum, en hann neitaði faðerni. Varð Ingibjörg því föðurlaus og kölluð Katrínardóttir. Dóttir hennar er talin Ingibjörg á Þvottá.

3. Vilborg, fædd 12/9 1823. Móðirin var Guðrún Jónsdóttir á Þvottá 5797 Arasonar.

13781

α Pétur Sveinsson bjó á Brekku í Lóni og var hreppstjóri, átti Sigríði Eiríksdóttur frá Hoffelli, yngri 8442.

13782

β Rannveig Sveinsdóttir átti barn við Þorvarði á Borg Jónssyni frá Arnaldsstöðum.

13783

g Sigurður Sveinsson bjó í Hraunkoti í Lóni, átti I. Helgu Hjörleifsdóttur frá Hjaltastað 6276 og var seinni maður hennar. Þ. einb. Sigurður (6288). II. Guðrúnu Ásmundsdóttur Arasonar í Hlíð Jónssonar 11458.

13784

đ Árni Sveinsson bjó í Berufjarðarhjáleigu (1845, þá ekkjumaður 39 ára), og í Hærukollsnesi, átti I. Sigríði Ólafsdóttur. Þ. b.: Þuríður, Ólafur, dó ungur, Björg. II. Guðnýju Jónsdóttur frá Kelduskógum 6617, og var seinni maður hennar. Þ. b.: Jón, Anna Sigríður, Guðrún, Ingibjörg, Am., Árni, Þórunn. Árni dó 11/12 1861. Sjá um þessi börn að nokkru við nr. 6617.

13785

αα Þuríður Árnadóttir átti Sigurð yngra Eiríksson beyki á Eskifirði 11635.

13786

ββ Björg Árnadóttir átti Hávarð Einarsson.

13787

gg Jón Árnason bjó í Kambsseli og Múla í Álftafirði, átti Katrínu Antoníusdóttur frá Hamri 11490.

13788

đđ Anna Sigríður Árnadóttir var fyrri kona Þorleifs Jóakimssonar 12901 frá Kóreksstaðagerði, Am.

13789

εε Guðrún Árnadóttir óg., átti barn við Einari á Kappeyri, hét Sigrún.

13790

ſſ Árni Árnason, ókvæntur.

13791

35 Þórunn Árnadóttir átti Jón á Karlsstöðum 605 Magnússon ríka á Bragðavöllum.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.