VI. RAFNKELL BJARNASON.

14140

Rafnkell Bjarnason prestur á Stafafelli var sonur Bjarna Eiríkssonar á Geirlandi á Síðu og Ragnhildar Tómasdóttur, er síðar varð seinni kona sr. Guðmundar Högnasonar á Hofi í Álftafirði (8396). Hún hafði og verið gift áður, og varð því þrígift. Séra Rafnkell útskrifaöist úr Skálholtsskóla 1739, átti barn s. á. við Hildi dóttur Salómons í Mörk á Síðu Oddssonar. Hét barnið Eiríkur. Rafnkell fékk uppreisn og kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur lögréttumanns á Hofi í Öræfum Sigurðssonar, systur séra Sigurðar í Glæsibæ. Fóru þau að búa á Hofi. Fékk hann svo Sandfell í Öræfum 1746, en Stafafell 1750, sagði af sér 1779, dó 1785. Bróðir séra Rafnkels var Ásgrímur í Papey (11817). Bjarni faðir þeirra var sonur Eiríks í Holti á Síðu Jónssonar í Holti Sighvatssonar Jónssonar. Börn séra Rafnkels og Ingibjargar voru: Eiríkur, Jón, Ragnhildur. Séra Rafnkell var talsverður læknir. Sjá athugasemd.

14141

aaa Eiríkur Rafnkelsson eldri (laungetinn) var f. 1739, vígðist aðstoðarprestur til séra Þorleifs Björnssonar á Hofi í Álftafirði 1766, fékk Hof eftir hann þegar hann sagði af sér 1779, og dó 5/3 1785 tæpri viku eftir að faðir hans dó. Hann var læknir góður, einkum skurðlæknir og varð mjög vinsæll af lækningum sínum. Hann átti I.: Þórunni dóttur séra Þorleifs 7981. Barnl. II.: Vilborgu Björnsdóttur frá Reynivöllum 14068 Brynjólfssonar.

14142

bbb Eiríkur Rafnkelsson yngri bjó í Byggðarholti í Lóni og á Smyrlabjörgum, átti Þóru dóttur Jóns sýslumanns Helgasonar 9105. Laundóttir Eiríks var Ingibjörg, f. um 1780.

14143

α Ingibjörg Eiríksdóttir átti Markús Einarsson. Þ. d.: Sigurveig. Móðir Markúsar var Sigurveig Arngrímsdóttir (hún er talin 71 árs 1803 og ætti því að vera fædd um 1732).

14144

αα Sigurveig Markúsdóttir óg. Var eitt ár vinnukona á Stórasteinsvaði. Átti barn við Jóni Markússyni 11692 í Hlíð í Lóni. Var það Eiríkur Jónsson góður bóndi í Hlíð og Papey (11694).

14145

ccc Jón Rafnkelsson átti Steinunni Snjólfsdóttur 14124 frá Hvammi Pálssonar. Þ. b.: Rafnkell, Snjólfur, Ingibjörg, Steinunn átti Hvamm og Volasel.

14146

α Rafnkell Jónsson bjó í Volaseli og Hvammi, átti Guðlaugu Jónsdóttur. Þ. b.: Steinunn.

14147

αα Steinunn Rafnkelsdóttir átti Ófeig Árnason frá Svínhólum 13884. Þ. b.: Margrét.

14148

+++ Margrét Ófeigsdóttir átti Halldór Ketilsson bónda í Efra-Firði 1903.

14149

β Snjólfur Jónsson bjó í Bæ í Lóni (dó 1838), átti Sigríði Bjarnadóttur í Vík Þorbjörnssonar og Guðleifar Jónsdóttur. Þ. b.: Steinunn.

14150

αα Steinunn Snjólfsdóttir átti Eirík Steinmóðsson í Bæ 4906. Þ. b.: Sigríður.

ααα Sigríður Eiríksdóttir átti Sigmund Sigmundsson (d. 1893). Þ. b.: Eiríkur o. fl.

+ Eiríkur Sigmundsson bjó í Bæ lengi, ógiftur, góðu búi með systrum sínum.

14151

g Ingibjörg Jónsdóttir Rafnkelssonar var seinni kona Bjarna í Vík Þorbjörnssonar. Þ. b.: Jón.

14152

αα Jón Bjarnason bjó í Vík, átti Sigríði Jónsdóttur frá Byggðarholti 13903 Einarssonar.

14153

ddd Ragnhildur Rafnkelsdóttir átti Árna prófast Gíslason 8829 á Stafafelli.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.