EINAR JÓNSSON hinn vestfirzki.

13671

Sigfús Sigfússon þjóðsagnafræðingur, segir svo frá, að Árni nokkur Grímsson hafi lent í þjófnaðarmáli undir Jökli á Snæfellsnesi á dögum Guðmundar sýslumanns Sigurðssonar (1734—1753), og verið tekinn í varðhald, en sloppið úr varðhaldinu og strokið norður í land og lent allt norður á Langanesi, og nefnt sig Einar Jónsson. Staðnæmdist hann þar. (Árni Grímsson — það er þessi Einar — var sonur Gríms (f. um 1685) launsonar Snorra í Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi (f. um 1661) Hallssonar í Hrísum Ögmundssonar á Leirá Hallssonar sýslumanns í Hjörsey Ólafssonar. Kona Gríms og móðir Árna var Kristín Árnadóttir frá Hlöðutúni í Stafholtstungum (f. um 1659) Halldórssonar í Arnarholti Helgasonar Vigfússonar Jónssonar Grímssonar frá Kalmanstungu (S-æf. III. 357). Kristín var systir Halldóru móður sr. Péturs Björnssonar á Tjörn á Vatnsnesi, föður Péturs prófasts á Víðivöllum föður Péturs biskups. Kristín var og þremenningur við sr. Árna Skaftason á Sauðanesi (frá Ísleifi Eyjólfssyni í Saurbæ, Elízabet — Árni — Kristín, Sigríður Ísleifsdóttir — Skafti — sr. Árni. Árni var mikill fyrir sér og fjölhæfur og sagður mesti hagleiksmaður til munns og handa. Hann var kallaður þar Einar sterki og gengu ýmsar sagnir um hann. Hann var um tíma hjá Stefáni prófasti Þorleifssyni á Presthólum (1749—1794). Þar lagði hann hug á stúlku, er Guðrún hét, dóttir Magnúsar bónda á Skinnalóni, en fékk ekki að eiga hana vegna frænda hennar. Dóttur áttu þau þó saman, er Guðrún hét. Síðan kvæntist hann konu þeirri, er Björg hét Illhugadóttir. Reistu þau bú á Netjaseli, sem nú er beitarhús frá Eiði, en bjuggu síðan í Skoruvík og á Ytri-Brekkum á Langanesi (segir Sigfús). Þetta, sem Sigfús segir um verustað þeirra eftir að þau giftust, mun þó vera rangt. Eiðisel hefur verið til hjá Eiði, en víst ekki Netjasel. Annars mun það vera rétt, sem um Einar segir, að hann hafi verið strokumaður vestan af landi og heitið Árni. Það segir Jón Sigfússon einnig, en ýmislegt skakkt segir hann einnig um hann. Sigfús segir, að börn Einars Jónssonar og Bjargar hafi verið: Hákon, Illhugi, Guðrún, Hallfríður, Kristín, og hafi verið kölluð Einarsbörn. Hann segir og, að Einar hafi dáið hjá séra Ólafi Jónssyni á Svalbarði (1761— 1786) og hafi prestur kveðið þetta eftir hann:

  1. Jónsson dáinn Einar er,
    — útlegð þarf ei kvíða.
    Á fróni ísa finnst ei hér,
    — sá fleiri listir prýða.
  2. Skurðmeistari og skáld var hann,
    — skemmtinn, margkunnandi.
    Á tíu handir svo með sann
    — sagður vel skrifandi.
  3. Siðprúður og syndur vel,
    — söng með fögrum hljóðum.
    Af einum manni upp sem tel
    — er nú vart hjá þjóðum.
  4. Hann var glíminn, hraustur, snar,
    — til handa og fóta slingur.
    Hagleiksmenntir beztar bar
    — burðugur Vestfirðingur.

Jón Sigfússon segir, að Eiríkur faðir Finns á Seljamýri hafi verið bróðir Hákonar í Austdal, sonar Einars sterka, og hafi Eiríkur sá verið alinn upp á Eyri í Reyðarfirði. En á Eyri býr 1785 Einar nokkur Árnason 41 árs og því fæddur um 1744. Kona hans hét Guðrún Magnúsdóttir (38 ára) og börn þeirra: Eiríkur (4 ára), Sigríður (2) og Magnús (1 árs). Þessi Eiríkur er 3 árum yngri en Eiríkur í Álftavík faðir Finns á Seljamýri. En vel getur hann þó verið sami maður því að oft verður svo villt um aldur í manntölum. Jón Sigfússon telur Hákon óhikað bróður Eiríks, föður Finns, og 1786 er Hákon Einarsson vinnumaður á Eyri hjá Einari Árnasyni, föður Eiríks. Jón segir einnig, að Einar faðir Hákonar, hafi eiginlega heitið Árni „haldinn fjölkunnugur (þess getur Sigfús einnig), strauk hingað vestan á efri árum sínum (sem mun þó rangt, að því er aldurinn snertir), var í fjörðum hér og þar og ei hjá Hákoni“. Árni Grímsson var dæmdur á Snæfellsnesi og settur í skip í Grundarfirði 26/9 1745 í járnum, en strauk þaðan nóttina eftir. Átti skipstjóri að flytja hann til fangelsis í Kaupmannahöfn. Það getur ekki verið, að Eiríkur, faðir Finns, hafi verið bróðir Hákonar. Einar hefði þá átt að eiga hann 5 ára, en hann dó (9).

Það sýnist miklu líklegra að Einar, faðir Finns á Seljamýri, hafi verið bróðir Hákonar, en miklu eldri, og er þá líklegast, að Árni Grímsson hafi fyrst strokið til Austfjarða, og átt þar Einar, er síðar bjó á Eyri, og hafi þá ekki verið búinn að breyta um nafn, og Einar því verið kallaður Árnason. En síðan hafi Árni farið norður í Þistilfjörð og þá kallað sig Einar Jónsson og eftir það. Hákon, sonur Einars, síðan fengið að vita um þennan bróður sinn, Einar á Eyri í Reyðarfirði, og farið austur að finna hann 1786, þegar faðir hans var dáinn og ílengzt síðan eystra. En faðir hans dó einmitt 1786 og Björg móðir Hákonar dó 1784.

Ég tel því Einar Árnason á Eyri son Árna Grímssonar (Einars Jónssonar), laungetinn og elztan af börnum hans hér eystra, því að mér virðist það nokkurn veginn víst. Um Einar (Árna), nafnskiftinginn, er mér orðið þetta kunnugt eftir að hann kom norður. Fyrst er hann á Presthólum hjá Stefáni prófasti Þorleifssyni nálægt 1750 og átti þar Guðrúnu við Guðrúnu dóttur Magnúsar á Skinnalóni. Síðan flutti hann í Þistilfjörð. Þar kvæntist hann, kallaður Einar Jónsson, 1758 á Svalbarði Björgu Illhugadóttur, ekkju eftir Magnús Ólafsson, er dó 1754, eftir 7 ára hjónaband, barnlaust. Þau bjuggu síðar á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, og voru börn þeirra fædd í Svalbarðssókn: Illhugi, f. 1759, Kristín f. 1760, Hákon f. 1761 (á Gunnarsstöðum), Guðrún (?) f. 1784 og Hallfríður, öll kölluð Einars börn. Einar og Björg búa á Gunnarsstöðum 1762, hann talinn 40 ára, en hún 35. Vel má vera að þau hafi eitthvað búið á Langanesi, t. a. m. á Ytri-Brekkum, þegar Björg dó 1784, og Einar þá farið til sr. Ólafs á Svalbarði og dáið þar 1786. Einar bjó í Skoruvík um 1768 (Tyrkjaránssaga XXVII formáli).

13672

aaa Einar Árnason, launsonur Árna (Einars Jónssonar nafnskiftingsins) bjó á Eyri í Reyðarfirði 1785 og þar um bil, þá talinn 41 árs og því fæddur um 1744, átti Guðrúnu Magnúsdóttur (38). Þ. b.: Eiríkur (4 ára), Sigurður (2) og Magnús (1 árs).

13673

α Eiríkur Einarsson bjó á Eldleysu 1816, f. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði. „Húsmóðir“ þar Margrét Sigurðardóttir, f. í Hamragerði. Hafi þau þá ekki verið gift, þá varð hún þó kona hans. Þar er þá Sigríður, dóttir bónda, f. á Grund í Mjóafirði. Aldur einskis þeirra þá talinn. En 1845 býr Eiríkur í Álftavík, talinn 67 ára, og kona hans Gróa Jónsdóttir 65 ára, f. í Ássókn. Þar er þá sonur Eiríks, Finnur, 22 ára, f. þá um 1823, í Fjarðarsókn. „Vinnumaður“ er þá talinn þar Þórður Jónsson 25 ára, eflaust sonur Gróu. Gróa var áður gift Jóni Eyjólfssyni á Eldleysu, eru þau þar vinnuhjú 1820. Það ár fæddist sonur þeirra Þórður, 25. júlí 1820. Jón er fæddur í Snjóholti um 1781. Hann er á Brekku í Mjóafirði 1816, kvæntur vinnumaður. En 7. okt. 1824 fæddist á Eldleysu Finnur sonur Eiríks Einarssonar, kvænts bónda í Eldleysu og Gróu Jónsdóttur, vinnukonu hans. Það er þá 3. frillulífsbrot hennar. Síðan hafa þau Eiríkur og Gróa gifzt því að gift eru þau 1845.

Þórður og Finnur hafa því verið hálfbræður. Þórður bjó síðar á Sævarenda og átti Maríu Guttormsdóttur 7578 Skúlasonar. Launsonur Þórðar var Halldór í Fagradal í Vopnafirði, er átti Vilborgu Jónsdóttur 4915 frá Lýtingsstöðum. Am.

13674

αα   Sigríður Eiríksdóttir, f. á Grund í Mjóafirði 1800, átti 16/11 1826 Jón Jónsson 13314 (f. um 1798), bjuggu á Eldleysu. Þ. b.: Magnús, f. 4/7 1820, Bjarni, f. 11/4 1823, Sólrún, f. 9/5 1827, Hermann, f. 2/6 1828, Kjartan, f. 8/5 1830. Jón dó 31/5 1840. — Þegar Jón var dáinn tvístruðust börnin. Bjarni fór að Brekku í Fljótsdal en Sólrún að Hánefsstöðum 1840, og síðar að Rangá 1848. Sigríður fór 1842 í vinnumennsku að Hákonarstöðum með Hermann og Kjartan.

ααα   Bjarni Jónsson varð smiður, fór til Akureyrar 1850 og kvæntist þar 29/6 1856 Sófíu (f. 10/5 1828) dóttur Jóns Magnússonar bónda á Hrútshóli Ólafssonar og Önnu Magnúsdóttur konu hans. Þ. d.: Sigríður (f. 18/10 1856) kona Jóhannesar Guðmundssonar á Ísafirði, utanbúðarmanns. Þeirra dóttir Fanney kona Jóns Sveinssonar bæjarstjóra á Akureyri 1691.

13675

ββ Finnur Eiríksson, f. 7/10 1824, bjó á Seljamýri, átti Sigurlaugu Sigurðardóttur, f. í Eiðasókn um 1808. Móðir hennar hét Elín Tómasdóttir frá Stórasteinsvaði. Elín bjó lengi á Hamragerði og átti mörg börn. Sigurlaug hafði fyrst átt 2 börn við Stefáni Stefánssyni frá Fannardal 2770. Börn Finns og Sigurlaugar voru Gróa og Sigurður.

13676

ααα Gróa Finnsdóttir átti Guðmund á Tandrastöðum 12426 Magnússon.

13677

βββ Sigurður Finnsson var nokkur ár vinnumaður á Stekk í Njarðvík, víst ókv., bl.

13678

β Sigurður Einarsson frá Eyri, f. um 1783.

13679

g Magnús Einarsson frá Eyri, f. um 1784.

13680

bbb Illhugi Einarsson og Bjargar bjó á Ytri-Brekkum á Langanesi, átti Ingibjörgu Þorsteinsdóttur. Árið 1802 eru þau 43 og 41 árs talin, lifa bæði 1829. Þ. b. 1802: Björg (11 ára), Þorsteinn (2) og Illhugi (1 árs).

13681

α Björg Illhugadóttir, f. um 1791.

13682

β Þorsteinn Illhugason bjó á Ytri-Brekkum (1829) og Tunguseli (1845) átti Þórunni Pétursdóttur (f. í Einarsstaðasókn um 1794), systur Jakobs á Breiðumýri (13079). Þ. b. 1845: Kristlaug (23 ára), Ingibjörg (22) fábjáni, Einar (20), Guðrún Ólöf (14), Þórunn (9).

13683

αα Kristlaug Þorsteinsson

13684

ββ Einar Þorsteinsson.

13685

gg Guðrún.

13686

đđ Þórunn.

13687

g Illhugi Illhugason.

13688

ccc Kristín Einarsdóttir, f. 1760, átti Finnboga á Fagranesi á Langanesi Sigurðsson 4884.

13689

ddd Hákon Einarsson, f. 1761, fór austur í Fjörðu, var vinnumaður á Eyri í Reyðarfirði 1786, á Hólmum 1796, bjó síðan nokkuð í Austdal í Seyðisfirði. Átti 1794 Lukku Jónsdóttur 5287. Þ. s.: Einar, f. á Hólmum 1796. Árið 1816 voru þau Hákon og Lukka í húsmennsku á Ormsstöðum í Eiðaþinghá (54 og 50 ára talin) með Einar (20 ára). Lukka er fædd í Hellisfirði um 1766. Hákon dó 28/9 1825. Lukka dó 2/9 1837 71 árs.

13690

α Einar Hákonarson, f. 1796, bjó í Austdal í Seyðisfirði, átti Oddnýju Jónsdóttur frá Þórarinsstöðum 4658 Stígssonar.

13691

eee Guðrún Einarsdóttir yngri átti Benjamín bónda á Borgum í Þistilfirði. Barnl.

13692

fff   Hallfríður Einarsdóttir er vinnukona á Fagranesi 1788, 23 ára, þá óg. bl. og dó þannig.

ggg Guðrún eldri, laundóttir Einars, átti Bergþór hreppstjóra á Öxará í Ljósavatnshreppi Jónsson bónda á Þverá á Staðarbyggð Bergþórssonar á Veturliðastöðum Sturlusonar. Þ. b.: Jón, Guðrún, Borghildur, María, Þorbjörg. Þær giftust allar í Þingeyjarsýslu.

α   Jón Bergþórsson bjó á Öxará, hreppstjóri, átti I. Arnfríði Jónsdóttur á Geirastöðum við Mývatn Brandssonar. Þ. b.: Halldóra, Jón, Grímur, Sigurborg. II. Guðnýju Guðlaugsdóttur frá Sörlastöðum (bróður Þórðar á Kjarna) Pálssonar. Þ. b.: Arnfríður, Halldór, Pétur, Kristján, Sesselja. Austur fóru 3 börnin eftir fyrri konuna.

αα  Halldóra Jónsdóttir átti Benedikt Guðlaugsson frá Sörlastöðum Pálssonar. Fóru austur.

ββ  Grímur Jónsson átti Kristínu Guðmundsdóttur prests á Helgastöðum 13178 Þorsteinssonar. Hann var söðlasmiður. Þau fóru austur.

gg Sigurborg Jónsdóttir var á Seyðisfirði, ógift.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.