SVEINUNGI Í SKÓGUM

13073

Sveinungi Magnússon hét bóndi í Skógum í Öxarfirði 1703, 48 ára, og því fæddur um 1655. Kona hans hét Guðlaug Sigurðardóttir (sbr. 930). 37 ára, fædd 1666. Þ. b. þá: Þorgrímur (15 ára), Gunnvör (14), Jóakim (12), Sigurður (10), Steinvör (4), Guðrún (2), Jón (3 nátta). Jóhann Kristjánsson telur föður Sveinunga Magnús bónda í Skógum Sveinungason Guðmundssonar.

Faðir Sveinunga var Magnús bóndi á Oddsstöðum á Sléttu, en móðir hans og kona Magnúsar Matthildur dóttir sr. Jóns Hjaltasonar í Saurbæ í Eyjafirði (1670—1704), sagði Sigurður prófastur Gunnarsson á Hallormsstað. En það getur eigi verið rétt, því að Sveinungi er aðeins 15—16 árum yngri en séra Jón Hjaltason. Framætt Sveinunga er mér því ókunn. Um ætt Guðlaugar konu hans hef ég áður skrifað.

Um börn Sveinunga veit ég ekkert nema Jóakim. (Athuga má nr. 7694).

Sveinungi Eymundsson hét bóndi í Kollavík 1673 og 1674. Hafi hann þá verið gamall, gæti hann verið afi Sveinunga Magnússonar. Gæti verið sami maður, sem Jóhann Kristjánsson kallar Sveinunga Guðmundsson.

13074

a Jóakim Sveinungason, f. um 1691, bjó á Skógum í Öxarfirði, átti Ólöfu d. sr. Magnúsar á Eyjadalsá (1681—1711) Bjarnasonar prests sama stað Magnússonar prests á Auðkúlu Eiríkssonar prests s. st. Magnússonar. Móðir sr. Bjarna, kona séra Magnúsar á Auðkúlu, var Steinvör Pétursdóttir Filippussonar á Svínavatni Þórarinssonar (Sæf. II, 322). Þ. b.: Þorgrímur, Guðlaug vinnuk. hjá Þorgrími 1762, 29 ára.

13075

aa Þorgrímur Jóakimsson, f. um 1726, d. 2/7 1795, bjó í Skógum, átti Þórunni f. um 1713, d. 26/9 1799, Halldórsdóttur frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal Þorgeirssonar, föðursystur Jóns Ólafssonar á Hömrum (1837). Þ. b.: Jóakim (Jochim) 1376, Þórunn, Matthildur, Sigurður (1762 13, 11, 9 og 6 ára gömul). — Móðir Þórunnar var Þorbjörg Jónsdóttir bónda á Dálkastöðum Magnússonar Halldórssonar á Hróastöðum í Fnjóskadal. Kona þess Halldórs var Guðrún Þórarinsdóttir, en móðir hennar var Broteva Tómasdóttir systir sr. Sigfúsar í Hofteigi, (nr. 9845).

Þórunn hafði verið gift áður Árna Árnasyni. Var þeirra sonur Árni, er bjó hjá móður sinn og stjúpa 1762, 17 ára.

A Árni Árnason, f. um 1745, bjó í Ærlækjarseli, átti Guðrúnu Guðmundsdóttir Guðmundssonar. Móðir Guðmundar yngra var Ingunn Pálsdóttir frá Víkingavatni (864) Arngrímssonar sýslumanns Hrólfssonar (sbr. 14281). Þ. b.: Árni, Guðmundur, Árni, Jón, dó fullorðinn ókv., bl, Guðrún.

1. Árni Árnason var skrifari hjá Stefáni amtmanni Thorarensen, sigldi með honum og kom aftur.

2. Guðmundur Árnason bjó í Ærlækjarseli, dó um jólin 1871 93 ára. Átti I. Guðbjörgu Guttormsdóttur 3751 Guðmundssonar prests í Hofteigi Ingimundarsonar. Þ. b.: Guðrún og Anna Kristín. II. Ólöfu Sveinsdóttur frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi þrímenning sinn. Þ. b.: Sigurveig og Guðbjörg.

x. Guðrún Guðmundsdóttir átti I. Gunnar í Skógum 13095 Sigurðsson Þorgrímssonar. II. Jón bónda á Rifi 13091 á Sléttu Jónsson. Þ. einb.: Guðbjörg.

xx. Guðbjörg Jónsdóttir átti (1877) Stefán Jónsson frá Skinnalóni Sigurðssonar Guðbrandssonar í Sultum Pálssonar á Víkingavatni Arngrímssonar.

x. Anna Kristín Guðmundsdóttir átti I. Friðfinn Jónsson úr Eyjafirði. Þ. einb. sem lifði: Ólöf. II. Jón Grímsson úr Eyjafirði. Þ. b. lifðu eigi.

xx. Ólöf Friðfinnsdóttir átti Sigurð í Krossdal 12885 Björnsson frá Dal.

x. Sigurveig Guðmundsdóttir átti Kristján bónda í Ærlækjarseli 13147 Árnason klausturhaldara í Arnarnesi í Kelduhverfi Þórðarsonar á Kjarna. Þ. b.: Guðmundur, Árni, Guðbjörg, Kristján, Jón, Óli Jón.

xx. Guðmundur Kristjánsson bjó á Lóni í Kelduhverfi, átti Björgu Hjörleifsdóttur 6301 prests á Skinnastað og Tjörn Guttormssonar.

xx. Árni Kristjánsson bjó á Lóni í Kelduhverfi, átti Önnu Hjörleifsdóttur 6298 systur Bjargar.

xx. Guðbjörg Kristjánsdóttir átti Grím Þórarinsson á Víkingavatni Grímssonar Þórarinssonar Pálssonar Arngrímssonar.

xx. Kristján Kristjánsson (bjó að Víkingavatni, átti dóttur Þórarins Björnssonar á Víkingavatni. Þeirra son: Björn kaupfélagsstjóri á Kópaskeri).

xx. Jón Kristjánsson.

xx. Óli J. Kristjánsson bjó fyrst í Kelduhverfi, átti Hólmfríði Þórarinsdóttur frá Grásíðu. Fluttist 1907 til Húsavíkur. Góður smiður á tré og járn. Dó í Vestmannaeyjum 31/1 1929. Þ. b.: Árni blaðamaður í Reykjavík, Kristíana, Þórarinn, Sigurður, Kristján, Guðbjörg.

x. Guðbjörg Guðmundsdóttir átti Stefán Ólafsson frá Fjöllum í Kelduhverfi. Barnlaus.

3. Árni Árnason bjó á Staðarlóni, átti Guðbjörgu Jónsdóttur í Akurseli og víðar, síðast á Núpi í Öxarfirði, Jónssonar í Akurseli Jónssonar s. st. Sölvasonar. Þ. b. 8: Jón, Árni, Jóhannes, Guðmundur. 2 dóu ung og 2 fullorðin óg., bl.

x. Jón Árnason bjó á Víðihóli á Fjöllum, átti Kristínu Eiríksdóttur 9412 frá Hafrafellstungu Sigvaldasonar.

x. Árni Árnason bjó í Skógum og á Gunnarsstöðum, átti Sigurveigu Árnadóttur frá Hóli á Fjöllum. Þ. b.: Kristín, Jón, Stefanía, Brynjólfur, Friðrik, Guðbjörg, Guðmundur.

xx. Kristín Árnadóttir átti Halldór bónda á Gunnarsstöðum Kristjánsson á Stangarbakka í Húsavík á Tjörnesi.

x. Guðmundur Árnason bjó á Grímsstöðum á Fjöllum (d. 7. febrúar 1885), átti Helgu dóttur Jóns bónda á Valþjófsstöðum í Núpasveit Jónssonar. Þ. b.: Friðrik, Jón, Kristján, Björn, Aðalbjörg, Ólöf, Guðbjörg.

xx. Friðrik Guðmundsson bjó á Hallgilsstöðum á Langanesi og Syðra-Lóni, kaupfélagsstjóri, átti I. Guðrúnu Jakobsdóttur Hálfdanarsonar 14493. II. Þorgerði Jónsdóttur frá Eiði Daníelssonar 4813. Am. 1905.

xx. Jón Guðmundsson, f. 14. jan. 1863, varð prestur á Skorrastað 1888 og síðar 1911, prófastur í Suðurmúlaprófastsdæmi, átti 1891 Guðnýju, f. 22/3 1865, Þorsteinsdóttur prests í Heydölum 377 Þórarinssonar. Séra Jón dó í Reykjavík 1929.

x. Jóhannes Árnason bjó á Ytra-Álandi, átti Ingiríði Ásmundsdóttur Jónssonar Helgasonar úr Reykjadal.

4. Guðrún Árnadóttir átti Árna bónda Jónsson frá Akurseli Jónssonar í Akurseli Sölvasonar, bróður Jóns föður Guðbjargar konu Árna bróður Guðrúnar. Jón Sölvason bjó í Akurseli 1762, 58 ára, hefur líklega verið sonur Sölva Sigurðssonar, er bjó á Austaralandi 1703, 30 ára, og konu hans Sigríðar Halldórsdóttur 35 ára. Kona Jóns Sölvasonar 1762 var Þórunn Jónsdóttir. Þeirra son: Jón Jónsson „yngri“ 15 ára. Þar er þá í tvíbýli Jón Jónsson „eldri“ 26 ára, býr með bústýru Þóru Árnadóttur, 23 ára. Hann er ef til vill sonur Jóns Sölvasonar og Þórunnar, eða aðeins sonur Jóns, eða þá sonur einhvers annars Jóns. Orðin eldri og yngri benda á að þeir séu bræður, einkum þar sem þriðji Jón var á bænum, Jón Sölvason, og orðin „yngri“ og „eldri“ ekki miðuð við hann.

Jón bróðir Árna, manns Guðrúnar, faðir Guðbjargar á Staðarlóni, bjó fyrst í Akurseli, svo á Efrihólum í Núpasveit, þá á Valþjófsstöðum og síðast á Núpi í Öxarfirði og átti Þórunni Sveinungadóttur (sbr. 7694) hálfsystur Jóns Björnssonar „almáttuga“. Börn Jóns og Þórunnar voru 2: Guðbjörg kona Árna á Staðarlóni og Jón á Snartarstöðum, er átti Valgerði Guðmundsdóttur Sölvasonar 2628 Hrólfssonar í Hafrafellstungu. Jón bróðir Árna fór með Jóni syni sínum að Snartarstöðum og dó þar nærri níræður. Sonur Árna og Guðrúnar hét Árni, einbirni.

x. Árni Árnason átti I. Vilborgu Pálsdóttur 13171 frá Þórunnarseli Þórarinssonar á Víkingavatni. Þ. b.: Þorbjörg. II. Önnu Stefánsdóttur 3614 Skaftasonar. Árni bjó á Ásmundarstöðum.

xx. Þorbjörg Árnadóttir átti Lund, á Raufarhöfn, danskan í föðurætt.

13076

aaa Jóakim Þorgrímsson átti Guðrúnu Einarsdóttur frá Grjótnesi 2566 Runólfssonar. Þ. b.: Grímur, Jón.

13077

α Grímur Jóakimsson bjó á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, átti Ragnheiði systur Jóns á Mýri. Þ. b.: Guðrún, Björg, Kristín, Kristjana, Sólveig.

13078

αα Guðrún Grímsdóttir átti fyrst launbarn, giftist svo og bjó á Arnarvatni við Mývatn.

13079

ββ Björg Grímsdóttir átti I. Jónas bónda í Stórutungu Pétursson „hanskamakara“, bróður Jakobs á Stórulaugum og Breiðumýri, Jónatans „speculants“ og Hallfríðar Pétursbarna og Þórunnar (13682). II. Guðna úr Eyjafirði Sigurðsson. Bjuggu á Múla í Þistilfjarðarheiði.

13080

gg Kristín Grímsdóttir [átti Jón bónda í Hvammi í Þistilfirði, f. 9/7 1820 Björnsson Ólafssonar í Tröllkoti á Tjörnesi, f. 1744, d. 20/2 1803 Jónssonar. Þ. b.: Grímur Jónsson í Tunguseli á Langanesi, átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Dal Björnssonar. Þ. b.: Jón Grímsson bóndi í Klifshaga í Öxarfirði]. (Númerin 13081 og 13082 vantar í handrit).

13083

β Jón Jóakimsson bjó í Kelduneskoti, átti Sigurlaugu. Þ. b.: Guðmundur.

13084

αα Guðmundur Jónsson bjó í Svínadal.

13085

bbb Þórunn Þorgrímsdóttir (nr. 13075) frá Skógum, f. um 1751, varð fyrri kona Einars prests 3693 Björnssonar í Hofteigi.

13086

ccc Matthildur Þorgrímsdóttir, f. um 1753, átti I. Þorvald bónda á Blikalóni 13364 Jónsson prests í Presthólum Þorvaldssonar og var seinni kona hans. II. Jón Snorrason.

Við skifti eftir Þorvald 31/5 1785 er talin ekkja hans Matthildur Þorgrímsdóttir og börn þeirra: Sigfús, Jón og Guðrún. Þar er og talinn sonur Þorvalds af fyrra hjónabandi: Guðmundur og nefnd dóttir hans Þórdís.

Sonur Matthildar og Jóns Snorrasonar var Jón á Blikalóni. (Þetta þarf líklega að athuga betur).

13087

α Sigfús Þorvaldsson, ókv., bl.

13088

β Jón Þorvaldsson.

13089

g Guðrún Þorvaldsdóttir var síðari kona Guðmundar gamla á Skinnalóni.

13090

đ Jón Jónsson bjó á Blikalóni, átti Kristínu Þorláksdóttur prests á Skinnastöðum Hallgrímssonar. Þ. einb.: Jón.

13091

αα Jón Jónsson bjó á Rifi á Sléttu, átti Guðrúnu dóttur Guðmundar bónda Árnasonar í Ærlækjarseli.

13092

ddd Sigurður Þorgrímsson Jóakimssonar (13075), f. um 1756, d. 6/9 1839, bjó í Skógum í Öxarfirði, átti I. Hólmfríði Magnúsdóttur 10931 hálfbróður sr. Ólafs á Svalbarði (1761—1785, f. 1735, síðar á Kvíabekk 1786—1794). Faðir sr. Ólafs og Magnúsar var Jón prestur á Þóroddsstað (d. 1749) Guðmundsson lögréttumanns í Hleiðargarði í Eyjafirði Ólafssonar. (Jóhann Kristjánsson kallar Guðmund lestarmann og bryta á Hólum).

Börn Sigurðar og Hólmfríðar voru Hólmfríður og Elízabet. II. átti Sigurður Rannveigu Gunnarsdóttur 13145 (Skíða-Gunnars). Þ. b.: Gunnar, Sofía, Sigurveig.

13093

α Hólmfríður Sigurðardóttir átti Guðmund bónda í Áslaugarstöðum 12834 Guðmundsson í Kollavík Guðmundssonar á Bakka í Borgarfirði Kolbeinssonar.

13094

β Elízabet Sigurðardóttir, f. 1788 (skírð þ. 1. júlí), d. 8. okt. 1825, átti 19/10 1811 Gunnar á Hallgilsstöðum 13102 son Skíða-Gunnars, bróður Rannveigar s. k. Sigurðar Þorgrímssonar föður Elízabetar. Systkinin Gunnar og Rannveig áttu því feðginin Elízabetu og Sigurð Þorgrímsson.

13095

g Gunnar Sigurðsson bóndi í Skógum og Staðarlóni átti Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Ærlækjarseli Árnasonar. Þ. b.: Rannveig.

13096

αα Rannveig Gunnarsdóttir átti Árna Björnsson 12879 frá Dal Guðmundssonar.

13097

đ Sofía Sigurðardóttir átti I. Guðmund Sigvaldason 9436 frá Hafrafellstungu. II. Ólaf Stefánsson á Gilsárvelli 9704.

13098

ε Sigurveig Sigurðardóttir átti Gunnlaug Sigvaldason 9419 frá Hafrafellstungu.

Númerið 13099 vantar í handrit

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.