SKÍÐA-GUNNAR Gunnarsætt

13100

Þorsteinn Jónsson er prestur var á Eyjadalsá 1767— 1797 (vígður 1763) og síðar á Skinnastöðum 1797—1812, d. 1812, 78 ára, var bróðir sr. Ingjalds Jónssonar í Múla 1776—1804 (vígður 1766, d. 1832, 93 ára). Þeir voru synir Jóns lögréttumanns á Einarsstöðum í Reykjadal Jónssonar s. st. bónda við Mývatn (segir Jóh. Kristjánsson, Ingjaldssonar í Vogum Jónssonar Hallgrímssonar skálds á Grímsstöðum við Mývatn. (Jóh. Kristjánsson telur það Grímsstaði á Fjöllum). Móðir Jóns Jónssonar var Rannveig Þorsteinsdóttir Ólafssonar á Fjöllum Þórðarsonar prests í Nesi i Aðaldal (1603—1660) Ólafssonar prests í Nesi Þórðarsonar tréfóts. Móðir séra Þorsteins og séra Ingjalds var Ingibjörg Erlendsdóttir Halldórssonar bónda á Ásmundarstöðum á Sléttu Bjarnasonar prests í Garði (d. 1658) Gíslasonar. Móðir Halldórs Bjarnasonar var Ingunn dóttir Bjarna prests á Grenjaðarstað (d. 1636) Gamlasonar (Gamalíelssonar) prests á Stað í Hrútafirði Hallgrímssonar á Egilsstöðum í Vopnafirði Þorsteinssonar Sveinbjarnarsonar prests í Múla Þórðarsonar. Móðir Ingibjargar Erlendsdóttur, móður sr. Þorsteins, var Kristín Eyjólfsdóttir bónda á Grímsstöðum við Mývatn (1703, 82 ára) Halldórssonar. Móðir Eyjólfs hét Björg og móðir hennar Guðrún dóttir Jóns bónda Einarssonar á Snartastöðum, systir Ólafar móður Elízabetar, móður Björns sýslumanns Péturssonar (sbr. 3649 og 13346).

Guðrún hét systir sr. Þorsteins og sr. Ingjalds. Hún átti Pétur bónda á Einarsstöðum í Reykjadal Sigurðsson Tómassonar. Þ. b.: Jón prófastur í Steinnesi faðir Halldórs prófasts á Hofi o. fl.

Kona Þorsteins prests á Eyjadalsá hét Ingibjörg Gunnarsdóttir Þorlákssonar í Ásgeirsbrekku Jónssonar á Veðramóti Sigurðssonar í Efranesi (Neðranesi um 1760 segir Jóh. Kristjánsson) Halldórssonar í Efranesi Benediktssonar í Kelduvík á Skaga (Jóh. Kr.) Ísleifssonar á Selnesi á Skaga. (Svo telur Jón Pétursson þessa ætt í Tímariti sínu IV. 27). Systir Gunnars var Halldóra móðir sr. Gunnars Hallgrímssonar í Laufási, föður sr. Gunnars s. st., föður sr. Gunnars, Tryggva og Eggerts.2)

Séra Þorsteinn og Ingibjörg áttu 17 börn, urðu 13 þeirra fullorðin. Af þeim urðu 2 úti, barnlaus, og 2 synir aðrir dóu barnlausir. Önnur voru: Gunnar, Guðmundur 13175, Ebeneser, Þorsteinn 13182, Hallgrímur 13188, Jón, Ingibjörg, Karítas. Um eitt er þá ókunnugt.

13101

aaa Gunnar Þorsteinsson, f. um 1760, d. 30/9 1818, var skíðamaður mikill og kallaður Skíða-Gunnar. Hann bjó á Mýlaugsstöðum, á Ærlæk og Ási í Kelduhverfi, átti Vilborgu dóttur Þorvarðs bónda á Sandi í Aðaldal og Björgum í Kinn Þórðarsonar á Sandi Gunnlaugssonar Eiríkssonar á Laxamýri. (Jóh. Kristjánsson kallar Þórð á Sandi son Guðlaugs á Laxamýri Þorgrímssonar Þorkelssonar. Vilborg hét kona Þórðar á Sandi og móðir Þorvarðs dóttir Þórðar á Sandi Helgasonar Ólafssonar. Móðir Vilborgar var Ása, f. um 1726, d. 27/2 1807, systir sr. Þorsteins, föður Gunnars. Börn Skíða-Gunnars og Vilborgar voru: Gunnar, Rannveig 13145, Jóhanna 13146, Ingibjörg 13149, Jón 13157, Guðrún 13169, Guðný 13172, Benedikt, Þorsteinn. Þaðan er

GUNNARSÆTT.

13102

α Gunnar Gunnarsson bjó á Daðastöðum og Hallgilsstöðum á Langanesi, f. um 1785, d. 7/8 1819, átti Elízabetu Sigurðardóttur frá Skógum í Öxarfirði 13094 Þorgrímssonar. Þ. b.: Sigurður, Gunnar, Benedikt, Vilborg, Stefán, Gunnar annar. — Gunnar d. 1819, 36 ára, en Elízabet 1824.

13103

αα Sigurður Gunnarsson, f. 10. okt. 1812, lærði, útskrifaðist 1839. Var þá 2 vetur heimiliskennari hjá Jóni landlækni Thorstenssen. Fór þá að Vallanesi og kvæntist og bjó þar fyrst á parti, fékk þá Desjarmýri 27/11 1844, vígðist 27/6 1845 til Desjarmýrar, fékk Hallormsstað 1861 og var prófastur í Suðurmúla prófastsdæmi 1863 og lengi alþingismaður, merkur maður, fékkst mikið við lækningar. Hann kvæntist 1841 Bergljótu 6505 dóttur Guttorms prófasts Pálssonar í Vallanesi. Þ. b.: Margrét, Elízabet, Guðlaug dó 28 ára óg,, bl. 1876. Sr. Sigurður dó 22/11 1878, en Bergljót 2/10 1877 (f. 12/8 1809).

13104

ααα Margrét Sigurðardóttir átti 1880 Jón prófast Jónsson á Stafafelli. Þ. einb.: Sigurður. Hún dó 30/6 1899. Hann kvæntist aftur (1900) Guðlaugu Vigfúsdóttur frá Arnheiðarstöðum Guttormssonar. Hann dó 21/7 1920.

13105

+ Sigurður Jónsson.

13106

βββ Elízabet Sigurðardóttir átti Pál Vigfússon 6519 stúdent á Hallormsstað.

13107

ββ Gunnar Gunnarsson eldri sigldi og lærði trésmíði, bjó á Arnhólsstöðum í Skriðdal og síðan á Bessastöðum, átti I. Guðrúnu Jónsdóttur bónda á Arnhólsstöðum 6567 Finnbogasonar. Þeirra börn lifðu eigi. II. Þorgerði Sveinsdóttur frá Bessastöðum 1950. Þ. b.: Sveinn, dó um tvítugt, Sigurður, Stefán, Einar ókv., bl., Guðrún, Jóhanna. Launsonur Gunnars við Sæbjörgu 6568 systur Guðrúnar fyrri konu hans, hét Stefán. Annan launson átti hann við Guðnýju Guðmundsdóttur 1907 frá Vaði, hét Gunnar.

13108

ααα Sigurður Gunnarsson átti Þorbjörgu Stefánsdóttur 13130 frá Stakkahlíð, bræðrungu sína. Barnlaus.

13109

βββ Stefán Gunnarsson, dó um tvítugt, ókv., bl.

13110

ggg Guðrún Gunnarsdóttir átti Magnús Ólafsson 2085 frá Mjóanesi.

13111

đđđ Jóhanna Gunnarsdóttir dó víst ung.

13112

εεε Stefán Gunnarsson fór til Ameríku, var í Winnepeg, mesta prúðmenni. Dóttir hans var kona séra Björns Jónssonar forseta Kirkjufélags Vestur-Íslendinga.

13113

ſſſ Gunnar Gunnarsson dó ógiftur, átti barn við Guðnýju Guðmundsdóttur frá Vaði, hét Bergþóra (1906).

13114

gg Benedikt Gunnarsson bjó í Klúku í Fljótsdal, á Fossvöllum og Arnórsstöðum, átti Kristrúnu Sigfúsdóttur 1877 frá Langhúsum. Þ. b.: Sigfús, ókv., bl., Stefán, Baldvin, Elízabet, óg., bl., María.

13115

ααα Stefán Benediktsson dó ókv., bl.

13116

βββ Baldvin Benediktsson bjó á Þorgerðarstöðum, átti Rósu Jónsdóttur Magnússonar og Rebekku Larsdóttur 13041. Þ. einb.: Elízabet.

13117

+ Elízabet Baldvinsdóttir varð 1927 s. k. Guðmundar Benediktssonar 12873 gullsmiðs á Seyðisfirði.

13118

ggg María Sigurbjörg Benediktsdóttir var f. k. Elíasar Jónssonar 11625 á Vaðbrekku, síðar á Hallgeirsstöðum. Þ. b.: Benedikt, Elín.

13119

đđ Vilborg Gunnarsdóttir átti Björn bónda á Grjótnesi á Sléttu 2711 Jónsson Vigfússonar sýslumanns Jónssonar á Eyrarlandi Björnssonar sýslumanns Péturssonar. Þ. b.: Sigurður, dó fullorðinn, bl., Stefán, varð úti á Fljótsdalsheiði, barnl. Jóhanna, Sigurveig.

13120

ααα Jóhanna Björnsdóttir átti Guðmund á Grjótnesi, Jónsson bónda á Lóni í Kelduhverfi.

13121

βββ Sigurveig Björnsdóttir átti Árna Árnason 3615 frá Ásmundarstöðum. Ameríku.

13122

εε Stefán Gunnarsson bjó fyrst í Skógum í Öxarfirði en síðar alla stund í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, merkur bóndi, átti Þorbjörgu Þórðardóttur 3766 frá Kjarna í Eyjafirði, systur Kristbjargar s. k. sr. Péturs á Valþjófsstað. Þ. b.: Björg, Stefanía, Ragnhildur, Rannveig, Ingibjörg, Vilborg, Arnbjörg, Þorbjörg, Sigurður, Björn dó hálfvaxinn.

13123

ααα Björg Stefánsdóttir átti Ólaf Kjartansson 3509 á Dallandi.

13124

βββ Stefanía Stefánsdóttir átti Jón Metúsalemsson 3795 í Víðidal. Am.

13125

ggg Ragnhildur Stefánsdóttir átti Pál á Gilsá 6416 Benediktsson.

13126

đđđ Rannveig Stefánsdóttír átti Björn Hermannsson 3550 á Selsstöðum.

13127

εεε Ingibjörg Stefánsdóttir átti I. Einar Svein bónda í Stakkahlíð 2075 Stefánsson Kjartanssonar. II. Jón Baldvin Jóhannesson 3767 í Stakkahlíð.

13128

ſſſ Vilborg Stefánsdóttir átti Eirík Jónsson frá Borgargarði. Am.

13129

533 Arnbjörg Stefánsdóttir stundaði prjónles, giftist svo Sigurði Einarssyni 4581 frá Sævarenda. Hann lifði stutt, og fór hún til Ameríku með börn þeirra.

13130

įįį Þorbjörg Stefánsdóttir átti Sigurð Gunnarsson bræðrung sinn 13108.

13131

zzz Sigurður Stefánsson bjó á Hánefsstöðum, átti Sigríði Vilhjálmsdóttur 4415 frá Brekku í Mjóafirði, var seinni maður hennar.

13132

ſſ  Gunnar Gunnarsson yngri (f. 20/11 1819) bjó á Brekku í Fljótsdal, átti Guðrúnu Hallgrímsdóttur frá Sandfelli 13238. Þ .b.: Sigurður, Sigurveig, Margrét, Bergþóra, Elízabet (þessar 2 síðasttöldu dóu báðar um tvítugt), Gunnar Helgi, Jón. Gunnar dó 3/9 1898.

13133

ααα Sigurður Gunnarsson, f. 6/6 1848, lærði, varð prestur í Ási í Fellum 1878 og síðan á Valþjófsstað frá 1883, er hann var sameinaður Ási. Var veitt Helgafell 1894 og fluttist þá þangað og bjó í Stykkishólmi. Var prófastur í Norðurmúlaprófastsdæmi 1888—1894 og í Snæfellsnessýslu frá 1895. Hann kvæntist 3/9 1873 Sofíu Einarsdóttur frá Brekkubæ í Reykjavík Sæmundsen. Þ. b., sem lifðu: Bergljót og Sigríður. Sofía dó 27/3 1902.

13134

+ Bergljót Sigurðardóttir átti Harald prófessor Níelsson 11231 í Reykjavík.

13135

+ Sigríður Sigurðardóttir.

13136

βββ Sigurveig Gunnarsdóttir átti Brynjólf Þórarinsson 3683 bónda á Brekku í Fljótsdal.

13137

ggg Margrét Gunnarsdóttir átti Jörgen Sigfússon 6432 frá Klaustri.

13138

đđđ Bergþóra Gunnarsdóttir og

13139

εεε Elízabet Gunnarsdóttir dóu báðar um tvítugt.

13140

ſſſ Gunnar H. Gunnarsson, f. 5/7 1863, bjó á Ljótsstöðum í Vopnafirði, lengi hreppstjóri, átti I. Katrínu Þórarinsdóttur 12101 frá Bakka Hálfdanarsonar. Þ. b.: Gunnar, f. 18/5 1889, Guðrún, f. 8/11 1890, Sofía Emilía, f. 2/7 1894, Þórunn Hólmfríður f. 4/5 1892, Sigurður f. 5/11 1895. Katrín dó 18/9 1897 32 ára. Gunnar kvæntist aftur 18/5 1898, Margréti dóttur Eggerts 9721 (bróður Eyjólfs á Vindheimum í Skagafirði) Jóhannessonar og Guðrúnar Magnúsdóttur systur Halldóru konu Ágústs á Ljótsstöðum smáskammtalæknis og Gríms á Minni-Reykjum í Fljótum. Þ. b.: Katrín, f. 16/10 1900, Jón, dó barn.

13141

+  Gunnar Gunnarsson, f. 18/5 1889, varð nafnkunnugt sagnaskáld í Kaupmannahöfn, átti Fransisku Jörgensen, f. í Kaupmannahöfn. Þeirra börn: Gunnar, Úlfur.

+  Sofía E. Gunnarsdóttir, f. 2/7 1894, átti Hjálmar kaupmann í Stykkishólmi 9739 Sigurðsson. Þ. einb.: Hildigunnur.

+  Þórunn H. Gunnarsdóttir, f. 4/9 1892, átti Viggó Rasmussen verkfræðing í Viborg. Þ. s.: Uggi.

13142

+ Guðrún Gunnarsdóttir, f. 8/11 1890. Var hjá föður sínum á, Ljótsstöðum.

13143

+ Sigurður Gunnarsson, f. 5/11 1895, átti 16/6 1923 Jóhönnu Sigurborgu Sigurjónsdóttur frá Ytri-Hlíð 8109.

13144

535 Jón Gunnarsson dó í Krossavík 15/9 1896, 29 ára, efnilegur maður en heilsuveill.

13145

β Rannveig Gunnarsdóttir (Skíða-Gunnars 13101) var síðari kona Sigurðar Þorgrímssonar 13092 í Skógum.

13146

g Jóhanna Gunnarsdóttir (Skíða-Gunnars 13001) átti Árna klausturhaldara í Arnarnesi 3766 og 6276 í Kelduhverfi Þórðarson frá Kjarna í Eyjafirði Pálssonar. Þ. b.: Kristján og Björn.

13147

αα Kristján Árnason bóndi í Ærlækjarseli átti Sigurveigu Guðmundsdóttur frá Ærlækjarseli.

13148

ββ Björn Árnason bjó á Miðfjarðarnesi, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur 13176 prests á Helgastöðum Þorsteinssonar frændkonu sína. Am.

13149

đ Ingibjörg Gunnarsdóttir (Skíða-Gunnars) var seinni kona Hallgríms á Ærlæk 12214 Illugasonar. Þ. b.: Hallgrímur, Gunnar, Sofía.

13150

αα Hallgrímur Hallgrímsson bjó í Hleinargarði og á Víðivöllum, átti Bergljótu Stefánsdóttur 6440 prófasts á Valþjófsstað Árnasonar.

13151

ββ Gunnar Hallgrímsson bjó á Bakka í Borgarfirði um tíma, var lengi sýsluskrifari, átti Ingibjörgu dóttur Abrahams á Bakka 3525 Ólafssonar. Þ. b.: Ingibjörg, Sigurbjörg, Sigurveig, Sigríður, Þorsteinn, dó ókv., bl., uppkominn. Gunnar var söðlasmiður.

13152

ααα Ingibjörg Gunnarsdóttir átti Guðmund Björnsson 6955 á Gíslastöðum.

13153

βββ Sigurbjörg Gunnarsdóttir átti Sigurð Hjörleifsson 2019 á Egilsstöðum í Fljótsdal.

13154

ggg Sigurveig Gunnarsdóttir átti Bergvin Þorláksson 1099 á Miðhúsum. Am.

13155

đđđ Sigríður Gunnarsdóttir óg. 1890, víst óg., bl.

13156

gg Sofía Hallgrímsdóttir átti Árna Björn Stefánsson 6409 prófasts á Valþjófsstað Árnasonar.

13157

ε Jón Gunnarsson (Skíða-Gunnars) bjó á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, átti Guðbjörgu Vernharðsdóttur prests á Skinnastöðum og Reykholti Þorkelssonar, systur Ástríðar (sbr. 3787) konu Sigurðar í Möðrudal. Þ. b.: Rannveig, Ingibjörg, Sofía (dó 17 ára), Þorsteinn, Vernharð (óviti).

13158

αα Rannveig Jónsdóttir átti Stefán Abrahamsson 3526 frá Bakka.

13159

ββ Ingibjörg Jónsdóttir átti barn við Daníel Jónssyni 8009 Þorsteinssonar, dó það ungt. Þau unnu hvort öðru og vildu giftast, en hún fékk það ekki fyrir ættfólki sínu. Hún giftist síðan ekki, en var hjá Margréti bræðrungu sinni, konu Jörgens Sigfússonar og dó hjá þeim í Krossavík.. Hún var sem önnur móðir barna þeirra.

13160

gg Þorsteinn Jónsson bjó á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, átti Önnu Guðmundsdóttur frá Dölum 10709 í Mjóafirði Pálssonar. Þ. b.: Anna, Guðjón, Guðbjörg, Stefanía óg., bl., Gunnar, Magnús (tvíburar), Ingileif, Sofía dó fullorðin, óg., bl., Jónína, Sigurður.

13161

ααα Anna Þorsteinsdóttir var ógift á Egilsstöðum á Völlum.

13162

βββ Guðjón Þorsteinsson bjó á Uppsölum í Eiðaþinghá, átti Sigríði dóttur Þorvalds Jónssonar á Uppsölum og mörg börn.

13163

ggg Guðbjörg Þorsteinsdóttir átti I. Gunnar Hemingsson 3023. Hann lifði stutt. Þeirra einb.: Anna. II. Þórð Árnason 2975 frá Finnsstöðum.

13164

đđđ Gunnar Þorsteinsson bjó í Fossgerði í Eiðaþinghá, átti Önnu.

13165

εεε Ingileif Þorsteinsdóttir átti Halldór Árnason 10316 í Brekkuseli.

13166

ſſſ Jónína Þorsteinsdóttir giftist suður á land.

13167

333 Sigurður Þorsteinsson fór til Stykkishólms með Sigurði prófasti Gunnarssyni 1894. Hét hann nafni hans.

13168

įįį Magnús Þorsteinsson (tvíburi frá Gunnari).

13169

ſ Guðrún Gunnarsdóttir (Skíða-Gunnars) átti Pál bónda í Þórunnarseli í Öxarfirði, bróður Björns á Víkingavatni. Þ. b.: Sigfús, Vilborg.

13170

αα Sigfús Pálsson bjó á Ketilsstöðum á Hlíð, fluttist síðan til Ísafjarðar, átti Guðrúnu Björnsdóttur 1252 bónda á Ketilsstöðum Sigurðssonar.

13171

ββ Vilborg Pálsdóttir var fyrri kona Árna bónda á Ásmundarstöðum á Sléttu Árnasonar.

13172

3 Guðný Gunnarsdóttir (Skíða-Gunnars) átti Vilhjálm bónda á Hjartarstöðum 1097 Árnason.

13173

į Benedikt Gunnarsson (Skíða-Gunnars) dó ókv., bl.

13174

z Þorsteinn Gunnarsson (Skíða-Gunnars) bjó á Hreimsstöðum, átti Snjólaugu Jónsdóttur 10981 prests í Þingmúla Hallgrímssonar. Áttu 2 börn er dóu ung. Hann var vænn maður, en drykkjumaður, drukknaði í Selfljóti 1858. Hann kostaði nokkuð til náms Sigurð bróðurson sinn, er prófastur varð á Hallormsstað.

13175

bbb Guðmundur Þorsteinsson, bróðir Skíða-Gunnars, var prestur á Helgastöðum (d. 1827), átti Sigríði dóttur Jóns „gapa“ og Ingibjargar hálfsystur sr. Þorsteins á Eyjadalsá föður séra Guðmundur. Þ. b.: Guðrún, Guðný, óg., bl., Sigríður Kristín, Ingibjörg.

13176

α Guðrún Guðmundsdóttir átti Björn Árnason 13148 frá Arnarnesi.

13177

β Sigríður Guðmundsdóttir átti Þorlák prest Jónsson 14400 á Skútustöðum og var fyrsta kona hans.

13178

g Kristín Guðmundsdóttir átti Grím söðlasmið á Árnahúsum Jónsson á Öxará Bergþórssonar. Þ. b.: Hólmfríður og Guðrún, Am.

13179

αα Hólmfríður Grímsdóttir átti I. Vilhjálm Þorláksson á Kolsstöðum 1100. II. Magnús bónda á Hvoli í Borgarfirði Halldórsson 79 á Sandbrekku.

13180

đ Ingibjörg Guðmundsdóttir átti Stefán Pétursson 13462 hreppstjóra í Saurbæ. Þ. b. komust ekki upp nema ein stúlka, sem dó á þrítugs aldri, óg., bl.

13181

ccc Ebeneser Þorsteinsson var sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, (sjá S-æf. II, 243). Dóttir hans var Ingibjörg kona Kristjáns sýslumanns á Skarði Skúlasonar Magnússonar sýslumanns Ketilssonar.

13182

ddd Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir Skíða-Gunnars, bjó á Staðarlóni í Axarfirði, átti Kristínu Jónsdóttur frá Valþjófsstöðum. Þ. b.: Þorsteinn, Benjamín, Þóra, Kristín.

13183

α Þorsteinn Þorsteinsson bjó í Hafrafellstungu, átti Steinunni Gunnarsdóttur 7837 frá Hólsseli Jónssonar.

13184

β Benjamín Þorsteinsson bjó í Akurseli, átti Guðrúnu Þórarinsdóttur að vestan. Þ. s.: Þórarinn.

13185

αα Þórarinn Benjamínsson bjó í Efri-Hólum í Núpasveit, átti Vilborgu Sigurðardóttur 69 frá Svínafelli Jónssonar.

13186

g Þóra Þorsteinsdóttir átti Þorvald bónda á Núpi í Öxarfirði 2702 Hákonarson á Grjótnesi. Þ. s.: Guðmundur.

αα Guðmundur Þorvaldsson bjó í Öxarfirði og Kollavík, átti Kristínu Bjarnadóttur Péturssonar Nikulássonar Buck. Þ. b.: Jón.

ααα Jón Guðmundsson bjó í Garði í Þistilfirði, eignaðist Garð allan, átti Kristrúnu Einarsdóttur í Garði 2613 Kristjánssonar.

13187

đ Kristín Þorsteinsdóttir átti Gunnar bónda á Ærlæk Magnússon, bjó á Stóru-Reykjum.

13188

eee Hallgrímur Þorsteinsson, bróðir Skíða-Gunnars bjó á Ærlæk og Akri í Öxarfirði, átti Guðrúnu Vormsdóttur 2665 frá Tungu Hrólfssonar.

13189

fff Jón Þorsteinsson varð lyfsali í Pétursborg í Rússlandi, kom hingað aftur brjóstveikur og dó í Skógum, ókv., bl.

13190

ggg Ingibjörg Þorsteinsdóttir átti Jón Salómonsson 6577a, er fyrst var verzlunarstjóri á Vopnafirði svo bóndi á Ási í Kelduhverfi og síðast verzlunarstjóri í Kúvíkum. Þ. sonur: Guðmundur.

13191

α Guðmundur Jónsson Salómonsen var prestur í Árnesi í Trékyllisvík 1840—1848.

13192

hhh Karítas Þorsteinsdóttir, systir Skíða-Gunnars átti 1822 Sigurð bónda í Fremri-Hlíð, launson Sigurðar á Grímsstöðum Jónssonar, bl. Áður átti hún dóttur er Benigná hét, óg., bl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.