EYJÓLFUR JÓNSSON á Fossárdal

12587

Hinrik Sigurðsson hét bóndi á Viðborði á Mýrum 1703, 39 ára, átti Guðrúnu Arngrímsdóttur (37 ára). Þ. b.: Arngrímur (11 ára), Guðný (9), Jón (5), Sigurður (3), Sigríður (4). Jón prófastur á Stafafelli ritar það eftir Hálfdáni í Flatey, afkomandi Hinriks, að Sigurður, faðir Hinriks, hafi verið Sigurðsson og móðir þess Sigurðar verið Ólöf, er kölluð var Tyrkja-Ólöf. Hún hafði verið hertekin af Tyrkjum 1627, en kom aftur hingað og settist hér að og giftist. Lét hún dóttur sína heita Mekkini eftir tyrkneskri konu, er verið hafði henni vel. Ætti það þá að vera upphaf að Mekkinarnafninu hér eystra. Nú eru talin börn Björns Hermannssonar á Berunesi (6706) og Margrétar dóttur Bjarna gullsmiðs og Sigríðar Einarsdóttur frá Heydölum: Einar, Ólöf, Bergljót, Mekkin, svo að þar er þá að finna Mekkinarnafnið. Björn bjó á Berunesi 1648 móti Sigríði tengdamóður sinni og deyr þar milli 1663 og 1667, hefur eflaust búið þar 1648. Sigríður mun vera fædd litlu eftir 1570. Börn hennar eru að fæðast fyrir og eftir aldamótin 1600. Margrét er fullorðin en ógift, þegar séra Einar orti barnatöluflokk sinn 1626. Björn og hún giftast því ekki fyrr en eftir þann tíma. Gæti Margrét því tæplega verið móðir séra Snjólfs í Stöð, sem er fæddur um 1653, og Hannes Þorsteinsson hyggur son þeirra, enda er ekki fullvíst, að hann sé sonur Björns Hermannssonar. Ekki er kunnugt, hve gömul Tyrkja-Ólöf hefur verið, þegar hún var herleidd, en hingað getur hún ekki hafa komið fyrr en 1636 eða 1637 í fyrsta lagi, þegar hinir herleiddu voru keyptir út. Eftir það átti hún börn hér eftir sögn afkomenda hennar. Ekki gat hún þó verið langamma Hinriks á Viðborði, sem er fæddur 1664. En hún hefur eflaust verið móðir Sigurðar föður hans, og því amma Hinriks. (Meðal hinna útkeyptu Íslendinga 1636 er nefnd Ólöf Jónsdóttir, og gæti það verið þessi Ólöf). Vel gæti nú verið, að Ólöf þessi hefði orðið síðari kona Björns Hermannssonar á Berunesi eða átt barn með honum og það verið Mekkin dóttir Björns, og væri hún þannig hin fyrsta kona hér með því nafni. Ef Ólöf hefði verið ung stúlka, þegar hún var herleidd, gat hún líka verið móðir sr. Snjólfs Björnssonar í Stöð og hann látið heita Mekkín eftir systur sinni. Annars verður ekkert um þetta sagt með neinni vissu.

Athuga mætti Metke, konu Jóns Einarssonar, í Flögu í Breiðdal dóttur Kolla Árnasonar í Breiðdal. Það nafn er undarlegt og einstætt. Er ekki ólíklegt að það sé sama nafn sem Mekkín. Brynjólfur biskup nefnir hana 1669 sem konu Jóns Einarssonar, og gat nafnið afbakast úr Mekkínarnafninu, þar sem það var ókunnugt og ótamt í munnum manna.

Hinrik á Viðborði hefur verið fátækur, þiggur af sveit 1703. Um börn hans er ekkert kunnugt nema Jón.

12588

a Jón Hinriksson, f. um 1698, bjó á Lambleiksstöðum, er nefndur í þingbók Sigurðar sýslumanns Stefánssonar 1745 og 1749. Kona: Sigríður Hálfdánardóttir (f. um 1712). Hún býr ekkja á Fossárdal 1773 (61 árs). Þeirra börn voru: Eyjólfur, Hálfdán 12596 og Dýrleif 12612.

12589

aa   Eyjólfur Jónsson, f. um 1750, kvæntur 1775 Margréti Sveinsdóttur bónda á Núpi á Berufjarðarströnd Ívarssonar og Sigríðar Árnadóttur. Þau Sveinn og Sigríður búa þar 1772, bæði talin 56 ára og eru því fædd um 1716. Börn þeirra eru þá: Margrét (22 ára) og Lukka (19). Lukka átti 1776 Jón son Magnúsar bónda á Krossi Jónssonar. Bjuggu á Krossi 1776. Faðir Sveins hefur víst verið Ívar sonur Erlends Sigurðssonar og Margrétar Magnúsdóttur, er búa í Fagradal í Breiðdal (37 og 50 ára) 1703. Börn þeirra eru þá Ívar (10 ára) og Guðrún (9). Ívar Erlendsson (eflaust þessi) giftist í Heydölum 1726 Halldóru Björnsdóttur og áttu síðan mörg börn. Ekki getur Sveinn verið sonur þeirra þar sem hann er fæddur 1716. En Ívar gat verið tvíkvæntur og Sveinn verið eftir fyrri konu hans. Ívar hefur verið 23 ára þegar Sveinn fæddist. Um annan Ívar er varla að gera hér eystra sem föður Sveins, enda mjög líklegt að þessi Ívar hafi verið það. Eitthvað getur munað til á aldri Sveins og hann verið fæddur eitthvað síðar en 1716. Geta má þess, að Ívar Gunnsteinsson hét vinnumaður í Papey 1703, 39 ára, dó 1751, í Breiðdal, talinn þá nær 100 ára, en hefur ekki verið nema 87 ára eftir aldri hans 1703. Hann gæti eftir aldri sínum vel verið faðir Sveins. En ekki þykir mér það eins líklegt.

Önnur ættfærsla Sveins gæti verið nokkuð sennileg. Á Eldjárnsstöðum á Langanesi bjó 1703 Ívar Þorkelsson og kona hans Elízabet Jónsdóttir (39 og 29 ára). Ólöf dóttir þeirra 9975 flutti austur á Hérað, giftist þar og bjó á Völlum og víðar. Jón bróðir hennar (4418) bjó í Skoruvík á Langanesi. Dóttir hans Katrín fór austur ( f. 1727) og varð síðasta kona Bessa Sighvatssonar í Krossgerði. Má vera að Jón hafi líka flutzt austur. Sveinn Ívarsson gæti hafa verið bróðir Ólafar og Jóns og flutzt austur líka og sezt að á Berufjarðarströnd eins og Katrín, og kvænzt þar, og væri Sveinn sonur hans. Væri það hæfilegur tími. En ekki veit ég neitt annað til stuðnings þessari tilgátu, og þykir líklegast að Sveinn hafi verið sonur Ívars Erlendssonar, og Ívar verið tvíkvæntur og Sveinn sonur fyrri konu hans. Nafnalíkingar finnast engar í neina átt, nema helzt það, að móðir Ívars Erlendssonar hét Margrét og Sveinn lætur heita Margréti. En móðir Sveins er líka ókunnug. „Systurbarn“ Sveins: Steinunn Halldórsdóttir, er hjá honum 1772 (8 ára) og síðar.

Eyjólfur Jónsson og Margrét Sveinsdóttir bjuggu á Fossárdal á Berufjarðarströnd, voru fyrst hjá Sigríði móður Sveins en byrjuðu búskap 1777. Hann fluttist síðast að Sævarenda í Fáskrúðsfirði. Hann var efnilegur maður og varð brátt hreppstjóri. Er hann orðinn það 1780. Hann var „dágóður bóndi, vel greindur og hagmæltur og öll voru börn hans hagmælt“, segir Jón Sigfússon. Börn þeirra voru: Sigríður f. um 1776, Sveinn f. um 1780, og Sigríður önnur f. um 1784. Eyjólfur er dáinn fyrir 1800. Þá er Margrét gift Jóni Jónssyni bónda á Arnaldsstöðum í Skriðdal (43 ára), víst bl. Þau bjuggu áður á Víðilæk 1794— 1798. Þar eru þá börn hennar og Sveins öll og Jón sonur Jóns 6 ára.

12590

aaa Sigríður Eyjólfsdóttir eldri, f. um 1776, átti Guðmund Bárðarson 12721 bónda á Berunesi í Fáskrúðsfirði.

12591

bbb Sveinn Eyjólfsson, f. um 1780, átti Ragnhildi Stefánsdóttur 12942 frá Litla-Sandfelli, bjuggu á Sléttu í Reyðarfirði og á Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði (frá 1815). Þ. b.: Sveinn, Bjarni, Björg. Sveinn dó 18/6 1843.

12592

α Sveinn Sveinsson, f. um 1809, bjó á Sævarenda í Fáskrúðsfirði og átti Sigríði Oddsdóttur á Sævarenda 596 Jónssonar. Bl.

12593

β Bjarni Sveinsson, f. 9/12 1812, varð prestur á Kálfafelli á Síðu 1847, fékk Þingmúla 1851 og Stafafell 1862. Sagði af sér 1878. Dó 3/8 1889 í Volaseli, átti I. 1845: Rósu Brynjólfsdóttur 8892 frá Heydölum. II.: Margréti Erlendsdóttur 1818 frá Húsum Þorvarðssonar.

Tveir menn voru það, er séra Hjálmar Guðmundsson á Kolfreyjustað og Hallormsstað taldi gáfaðasta af þeim, er hann hefði kynnst: „Það er hann Bjarni Thorarensen (er amtmaður varð) og strákurinn hann Bjarni litli“. Átti prestur þá helzt við næmi. Sjálfur var hann afar næmur og taldi það víst mestar gáfur. Sumir hafa viljað segja, að séra Hjálmar mundi hafa verið faðir Bjarna. En Bjarni er fæddur síðast á árinu 1812 en séra Hjálmar fékk Kolfreyjustað 1814 og fluttist austur 1815. En ekki veit ég hvort hann hefur komið austur áður, en varla líklegt. Bjarni var „gáfaður og skáldmæltur en geðríkur og harðlyndur. Varð geðveikur og lá síðast í rúminu“.

12594

g Björg Sveinsdóttir átti Björn á Geldingi Björnsson 11953.

12595

ccc Sigríður Eyjólfsdóttir yngri, f. um 1784, var fyrri kona Bjarna á Kollaleiru Konráðssonar 4589. Hún dó 1843, 59 ára.

12596

bb Hálfdán Jónsson Hinrikssonar bjó á Rauðabergi og Eskey, átti Guðríði Jónsdóttur Sigurðssonar Ketilssonar ríka 14009 í Árnanesi (segir Hálfdán í Flatey sonarsonur Hálfdáns í Eskey). Þ. b.: 2 Jónar, Margrét, Herdís (hyggur sr. Jón í Stafafelli hafi verið ein).

12597

aaa Jón Hálfdánarson eldri bjó í Eskey, átti Hólmfríði 9064 Gissurardóttur frá Borgarhöfn. Þ. b.: Hálfdán og Gissur.

12598

α Hálfdán Jónsson bjó í Flatey á Mýrum, kvæntist eigi né átti barn.

12599

β Gissur Jónsson bjó í Flatey, átti Sigríði Árnadóttur. Barnlaus. Þau fóstruðu upp 2 stúlkur.

12600

bbb Jón Hálfdánarson yngri bjó á Heinabergi. Hans börn: Hálfdán og Jón.

12601

α Hálfdan Jónsson bjó í Odda á Mýrum, átti Ingunni Sigurðardóttur frá Reynivöllum. Þ. b.: Ari, 2 Jónar o. fl. (Sbr. 14014.)

αα Ari Hálfdanarson bjó á Fagurhólsmýri, hreppstjóri. Átti Guðrúnu dóttur Sigurðar á Kvískerjum Ingimarssonar.

12602

β Jón Jónsson bjó á Heinabergi, átti Ragnhildi Nikulásdóttur Sverrissonar, bróðurdóttur Eiríks sýslumanns Sverrissonar (sbr. 13991). Þ. b.: Jón, Halldóra.

12603

αα Jón Jónsson bjó á Hólmi á Mýrum, átti Kristínu dóttur Jóns bónda í Hólmi 9109 Eiríkssonar. Þ. b.: Jón, Guðrún, Þóra. Jón fluttist til Vopnafjarðar.

12604

ααα Jón Jónsson f. 29/8 1876, bjó í Skógum í Vopnafirði, átti Sigríði Jósefsdóttur 8281 Hjálmarssonar. Þ. b: Jóna Kristín, Sigríður Aðalborg, Jósef Hjálmar.

12605

+ Jóna Kristín Jónsdóttir átti 1925 Þorgeir Þorsteinsson 6476 frá Hrafnsgerði.

Númerin 12606 og 12607 vantar í hdr.

12608

βββ Guðrún Jónsdóttir átti Sigurð Eiríksson 14062 frá Einholti. Am.

12609

ggg Þóra Jónsdóttir átti Hjálmar Jósefsson 8282 í Skógum. Til Ameríku.

12610

ββ Halldóra Jónsdóttir átti Eirík Guðmundsson 8467 á Brú.

12611

ccc  Margrét Hálfdanardóttir, f. um 1775, ólst upp hjá Eyjólfi föðurbróður sínum (5 ára 1780), átti Jón Einarsson 13898 í Byggðarholti.

ddd Herdís Hálfdanardóttir átti Sigurð á Bakka. Þeirra synir: Hálfdán faðir Bjarna, sem fluttist á Jökuldal og Einar faðir Snjófríðar móður Einars Þorvarðssonar í Odda á Mýrum.

12612

cc Dýrleif Jónsdóttir Hinrikssonar (12588) átti Stein Jónsson bónda í Eskey og á Innra-Kálfafelli. Sú sögn hefur gengið meðal afkomenda þeirra, að foreldrar Steins hafi komið ofan yfir Almannaskarð á vergangi í harðindum, og hafi konan verið þunguð og komin að falli. Þegar kom ofan fyrir skarðið, ól hún barn sitt undir stórum steini. Var það sveinbarn og var það látið heita Steinn eftir steininum, sem veitti móðurinni skjól. Börn Steins og Dýrleifar voru Jónar 3, Þórður, Bjarni, Ragnhildur og Björg. Jón Hinriksson ólst upp hjá Ásmundi Markússyni og Dýrleifu Jónsdóttur, er bjuggu í Brattagerði í Nesjum (1703, 33 og 40 ára) barnlaus og mun Dýrleif dóttir Jóns hafa heitið eftir þeirri Dýrleifu.

12613

aaa Jón Steinsson elzti, f. 1771 í Eskey, bjó á Bakka í Suðursveit, átti Guðrúnu Jónsdóttur Kolbeinssonar 12814. Jón var kallaður „kórgali“. Þau bjuggu líka í Garðakoti hjá Stafafelli. Þ. b.: Kolbeinn, Hólmfríður, Dýrleif. Dýrleif sú var sögð dóttir séra Sveins Péturssonar 13780.

12614

bbb Jón Steinsson annar bjó á Breiðabólsstað, átti Gunnvöru Ásgrímsdóttur 6718 frá Skálafelli Hallssonar. Þ. b.: Ingibjörg, Guðrún, Dýrleif.

12615

α Ingibjörg Jónsdóttir átti Árna Eiríksson á Sævarhólum. Þ. b.: Þórður, Gunnvör.

12616

αα Þórður Árnason átti Margréti........... Þ. s.: Sigurður.

12617

ααα Sigurður Þórðarson bjó í Hamarsseli 1903.

12618

ββ Gunnvör Árnadóttir.

12619

β Guðrún Jónsdóttir átti Þorlák bónda á Lambleiksstöðum Jónsson. Þ. b.: Vilborg, Kristín.

12620

αα Vilborg Þorláksdóttir átti Brynjólf bónda á Geirsstöðum Jónsson í Hólmi Eiríkssonar í Byggðarholti Rafnkelssonar prests á Stafafelli Bjarnasonar. Þ. b.: Jón.

12621

ααα Jón Brynjólfsson bjó í Dalaborg í Mjóafirði 1903.

12622

ββ Kristín Þorláksdóttir átti Sæmund Halldórsson Sigurðssonar bónda á Viðborðsseli Ólafssonar bónda s. st. Magnússonar. Þ. b.: Halldóra, Hallur, Eiríkur. Hallur og Eiríkur voru tvíburar og voru mjög líkir.

12623

ααα Halldór Sæmundsson bjó á Bakka (1903) í Einholtssókn, átti Guðríði Guðmundsdóttur ljósmóður úr Vestur-Skaftafellssýslu. Þeirra börn mörg.

12624

βββ Hallur Sæmundsson bjó á Viðborðsseli, átti Katrínu Pálsdóttur í Holtum Þorleifssonar.

12625

ggg Eiríkur Sæmundsson bjó á Grund í Jökuldal og Hallfreðarstöðum, átti Halldóru Sigurðardóttur bónda á Bakka í Einholtssókn.

12626

g Dýrleif Jónsdóttir átti Runólf Jónsson Högnasonar (sbr. 8534). Þ. b.: Katrín.

12627

αα Katrín Runólfsdóttir átti Jón Guðbrandsson. Þ. b.: Steinunn.

12628

ααα Steinunn Jónsdóttir átti Einar Jónsson í Berufirði 13941 (1903) son Jóns Einarssonar og Þorlaugar Ófeigsdóttur frá Hafnarnesi (sbr. 1714) systur Katrínar móður Pálínu Vigfúsdóttur, móður Karls sýslumanns Einarssonar. Jón var bróðir Sólveigar Einarsdóttur s. k. séra Björns Þorvaldssonar á Stafafelli.

12629

ccc Björg Steinsdóttir, f. í Eskey um 1775, átti Jón bónda í Borgarhöfn Björnsson Brynjólfssonar prests á Kálfafellsstað Guðmundssonar. Þ. b.: Steinn, Björn, Brynjólfur, Árni, Dýrleif, Bergljót, Ólöf. Af þeim er margt fólk þar syðra.

12630

α Steinn Jónsson. H. d.: Margrét.

12631

αα Margrét Steinsdóttir átti Þorleif Snjólfsson á Miðfelli.

12632

ddd Bjarni Steinsson, f. í Eskey um 1776, bjó í Borgarhöfn, átti Oddnýju (f. í Skálafelli um 1777) Guðmundsdóttur bónda í Sævarhólum 14066 Sigurðssonar sýslumanns Stefánssonar. Oddný hefur verið laundóttir Guðmundar, líklega með Margréti Runólfsdóttur úr Múlasýslu. Hún getur ekki verið dóttir Sigríðar Þórðardóttur konu Guðmundar, því að hún er fædd 1720 en Oddný um 1777. Þ. b.: Steinn, Guðmundur, Sigríður.

12633

α Steinn Bjarnason („Lyga-Steinn“) bjó í Digurholti á Mýrum, átti Sigríði (d. 1902) Guðmundsdóttur. Þ. b.: Jóel, Oddný, Sigríður, Bjarni, fyrri maður Sigríðar Eiríksdóttur 2404.

12634

αα Jóel Steinsson bjó í Álftavík, átti systur Stefáns Stefánssonar 12448 kaupmanns á Norðfirði. Am.

12635

ββ Oddný Steinsdóttir átti Eirík bónda í Vík í Lóni Halldórsson 11747 í Volaseli Ketilssonar Ófeigssonar. Þ. b.: Halldór og Þorleifur.

12636

ααα Halldór Eiríksson var skósmiður á Seyðisfirði og Norðfirði.

βββ Þorleifur Eiríksson bjó í Bæ.

12637

gg Sigríður Steinsdóttir átti Stefán bónda í Hvammi í Lóni 8462 Jónsson.

12638

β Guðmundur Bjarnason bjó í Borgarhöfn, átti Málfríði Jónsdóttur bræðrungu sína 12661. Þ. b.: Bjarni Am., Oddný.

Númerið 12639 vantar í handrit

12640

αα Oddný Guðmundsdóttir átti Árna.

12641

g Sigríður Bjarnadóttir Steinssonar átti I. Svein bónda á Hofi í Öræfum (f. á Felli í Suðursveit um 1791, d. 1/10 1832) Sveinsson. Móðir Sveins eldra var Guðrún Þorgeirsdóttir (Flugna-Þorgeirs) Péturssonar Magnússonar prófasts á Hörgslandi Péturssonar. Þ. b.: Oddný, Þórdís, Rannveig, Margrét, Jódís óg, bl. Sveinn faðir Sveins á Hofi var Sveinsson, bjó á Felli og víðar, lenti í kvennamálum. II. Einar Guðmundsson bónda á Hofi í Öræfum. Þ. sonur: Sveinn.

12642

αα Oddný Sveinsdóttir átti Jón bónda í Breiðabólsstaðargerði 11435 Steingrímsson.

12643

ββ Þórdís Sveinsdóttir var á Geldingi í Breiðdal.

12644

gg Rannveig Sveinsdóttir átti Pál bónda á Hofi í Öræfum og Hofsnesi. Þ. b. mörg, þar á meðal Einar.

12645

ααα Einar Pálsson var um tíma á Kambi við Vopnafjörð, fluttist svo á Eskifjörð, átti Guðnýju Benediktsdóttur frá Sléttuleiti í Suðursveit, systur Herdísar á Kambi.

12646

đđ  Margrét Sveinsdóttir óg., átti barn við Bergi (?), hét Sigmundur og annað við Guðmundi pósti í Vestur-Skaftafellssýslu, hét Guðni.

12647

ααα Sigmundur Bergsson (?) bjó í Flatey á Breiðafirði og síðar í Dýrafirði.

12648

βββ Guðni Guðmundsson var fjölhæfur mjög, varð kaupmaður í Dýrafirði og síðan í Flatey, drukknaði á fertugs aldri, kvæntur.

12649

εε Sveinn Einarsson bjó á Kálfafelli í Suðursveit, átti Sigríði 11434 Steingrímsdóttur frá Breiðabólsstaðargerði. Þ. b.: Sigríður, Sveinn.

12650

ααα Sigríður Sveinsdóttir átti Jón Jónsson í Papey. Hann varð holdsveikur og fór á hælið í Laugarnesi. Jón var sonur Jóns í Efri-Ey í Meðallandi Jónssonar í Heiðargerði á Síðu Jónssonar. Móðir Jóns í Papey, launfengin, var Ingibjörg Sigurðardóttir frá Holti í Álftaveri Jónssonar. Þ. b.: Lárus Kristbjörn, Þorbjörg.

12651

+ Lárus Kr. Jónsson ólst upp hjá Sveini frænda sínum í Fagradal, lærði svo á Eiðaskóla, fór að Höskuldsstöðum í Breiðdal 1916, kvæntist þá Þorbjörgu Pálsdóttur frá Gilsá 6417 Benediktssonar, bjuggu fyrst á Höskuldsstöðum og síðan á Gilsá.

12652

+ Þorbjörg Jónsdóttir.

12653

βββ Sveinn Sveinsson bjó á Hofi í Álftafirði, keypti það, greindur maður og góður bóndi.

eee Ragnhildur Steinsdóttir, f. í Eskey 1779, var ljósmóðir, átti Þorvarð Stefánsson 8374 í Borgarhöfn.

12655

fff Jón Steinsson yngsti, f. í Eskey um 1780, bjó á Kálfafelli, Átti I. Margréti Vigfúsdóttur prests á Kálfafellsstað 13811 Benediktssonar. Þ. b.: Ragnheiður, Málfríður. II. Guðnýju Kristjánsdóttur 13796 lögsagnara Vigfússonar prests Benediktssonar. Þ. b.: Kristján, Margrét, Steinn, Katrín (sjá 13796). Benedikt sonur Kristjáns hefur ekkert heyrt um Stein og Katrínu, en telur bræður föður síns Guðmund, drukknaði ungur á Berufirði og Jón Am. óg., bl.

12656

α Ragnheiður Jónsdóttir átti Brynjólf bónda á Kálfafelli Jónsson frá Borgarhöfn. Þ. b.: Margrét, Guðný, Sesselja, Ragnheiður, Bergljót, Björn (d. innan 20 ára).

12657

αα Bergljót Brynjólfsdóttir átti Guðmund bónda í Hvammi í Lóni. Þ. b.: Brynjólfur, Sigurður.

12658

ααα Brynjólfur Guðmundsson bóndi í Hvammi, kvæntur, áttu einn son, en bæði hjónin dóu ung.

βββ Sigurður Guðmundsson bjó í Hvammi, kvæntur. Þau hjón dóu bæði ung. Þeir bræður voru vel efnaðir.

12659

ββ Ragnheiður Brynjólfsdóttir, átti fyrst son við Sigurði bónda á Horni Snjólfssyni, hét Brynjólfur, giftist svo Sveini Jónssyni frá Krossalandi Stefánssonar. Þ. b.: Jón.

12660

ααα Brynjólfur Sigurðsson myndasmiður á Seyðisfirði (1903) ókvæntur.

βββ Jón Sveinsson útgerðarmaður á Seyðisfirði átti Torfhildi Sigurðardóttur og Jóhönnu Eiríksdóttur á Holtaseli á Mýrum Einarssonar á Brunnum.

gg Margrét Brynjólfsdóttir átti Jón bónda á Breiðabólsstað í Suðursveit Jónsson. Þ. s.: Brynjólfur, átti Guðnýju Benediktsdóttur. Þ. d.: Auðbjörg 11695.

đđ Guðný Brynjólfsdóttir átti Jón Daníelsson úr Vestur-Skaftafellssýslu, bjuggu á Kálfafelli, fóru svo í Seyðisfjörð. Þ. b.: Brynjólfur og Guðný (bæði í Fáskrúðsfirði 1930).

εε Sesselja Brynjólfsdóttir átti Sigurð Arason frá Reynivöllum.

12661

β Málfríður Jónsdóttir Steinssonar átti Guðmund Bjarnason 12638 bræðrung sinn. Þ. d.: Oddný.

12662

αα Oddný Guðmundsdóttir.

12663

g Kristján Jónsson Steinssonar bóndi á Viðborði (13797). Hans sonur: Benedikt.

12664

αα Benedikt Kristjánsson bóndi í Einholti (1903), faðir Gunnars prests í Saurbæ í Eyjafirði og fleiri barna.

12665

đ Margrét Jónsdóttir Steinssonar átti Guðmund Sigurðsson á Hala, Þeirra börn: Jón, Guðný.

12666

αα Jón Guðmundsson í Öræfum bjó á Hnappavöllum, spektarmaður, kvæntist ekki, bjó með ráðskonu, bl.

12667

ββ Guðný Guðmundsdóttir átti Gunnar bónda á Ósi í Breiðdal.

12668

ggg Þórður Steinsson bjó á Kálfafelli átti Steinunni laundóttur Jóns Björnssonar, sem átti Björgu systur Þórðar 12629. Þ. b.: Steinunn, Valgerður, Jón, Steinn.

12669

α  Steinunn Þórðardóttir átti Ara bónda á Reynivöllum í Suðursveit son Sigurðar Arasonar á Reynivöllum og Guðnýjar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn bjó góðu búi á Felli í Suðursveit, átti það. Þessi voru systkin Ara: 1. Sigurður á Borg á Mýrum eystra (1406), faðir Jóns snikkara á Vopnafirði, er byggði gistihúsið þar og fór svo til Ameríku, 2. Vigfús á Felli í Suðursveit, 3. Þorsteinn á Felli, 4. Ingunn móðir Ara Hálfdanarsonar á Fagurhólsmýri og Jóns Hálfdanarsonar föður Gísla Jónssonar verzlunarmanns við Framtíðina á Seyðisfirði, 5. Auðbjörg móðir Sigurðar í Flatey Einarssonar, föður Einars föður Sigurðar á Vopnafirði manns Margrétar Benjamínsdóttur. Benedikt hét annar son Auðbjargar faðir Herdísar konu Davíðs á Kambi í Vopnafirði. Hann bjó á Sléttaleiti í Suðursveit. Kona Benedikts var Ragnhildur Þorsteinsdóttir.

Börn Steinunnar og Ara voru: Steinunn, Guðný, Björn, Þórður, Ari, Þorsteinn, Sigríður, Ragnhildur Am. Það var myndarfólk, fór sumt til Ameríku.

12670

β Valgerður Þórðardóttir átti Sigurð bónda á Kálfafelli Eiríksson á Brunnum Einarssonar Brynjólfssonar og Þórdísar Eiríksdóttur, systur Jóns konferenzráðs Eiríkssonar. Þ. son: Sigurður.

12671

αα Sigurður Sigurðsson bjó á Kálfafelli góðu búi, d. 1929 í Hoffelli, átti Bergþóru Einarsdóttur 13992 á Horni Jónssonar. Þ. b.: Sigurðar 2, Einar Am., Valgerður.

ααα Sigurður Sigurðsson eldri bjó í Breiðdal, átti Arnleifu Kristjánsdóttur 11673 frá Löndum.

βββ Sigurður Sigurðsson yngri fór til Reykjavíkur.

ggg Valgerður Sigurðardóttir átti Guðmund Jónsson í Hoffelli 8466.

12672

g   Jón Þórðarson bóndi á Kálfafelli átti Sigríði Sigurðardóttur. Þ. b.: Þórður, Guðríður, Elín, Þorsteinn, Guðný, gift í Kaupmannahöfn, o. fl.

12673

αα  Þórður Jónsson bóndi í Kálfafelli (1903) átti Guðrúnu dóttur Eyjólfs hreppstjóra á Reynivöllum Runólfssonar á Maríubakka í Fljótshverfi. Þ. b.: Ingunn og Sigríður.

ααα Sigríður Þórðardóttir, gift í Norðfirði.

βββ Ingunn Þórðardóttir átti Benedikt bónda á Kálfafelli 12675 Þórðarson.

12674

đ Steinn Þórðarson bóndi á Breiðabólsstað í Suðursveit, lengi blindur, átti I. Lúsíu Þórarinsdóttur frá Breiðabólsstað Jónssonar. Þ. b.: Þórður, Þorgrímur, Ragnhildur. II. Þórunn Þorláksdóttir frá Haukafelli Sigurðssonar úr Öræfum. Þeirra einbirni: Björn, dó ókv., bl. um þrítugt.

12675

αα Þórður Steinsson bóndi á Hala hjá Breiðabólsstað átti Önnu Benediktsdóttur 8457 bónda á Hala Þorleifssonar. Þ. b.: Benedikt á Kálfafelli, Steinþór á Hala, átti Steinunni Þórðardóttur Arasonar, Þórbergur.

12676

ααα Þórbergur Þórðarson gekk í skóla, varð málfræðingur í Reykjavík.

12677

ββ Þórarinn Steinsson bóndi á Breiðabólsstað, átti Guðleifu Benediktsdóttur 8457 bónda á Hala. Þ. b.: Benedikt, Ragnar smiður í Reykjavík o. fl.

12678

ααα Benedikt Þórarinsson bóndi á Viðborðsseli, átti Ljótunni Jónsdóttur Kristjánssonar.

12679

gg Ragnhildur Steinsdóttir var fyrri kona Ketils Jónssonar í Borgarhöfn 11443.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.