Kempsætt

12311

αα Ludvig Rudolph Kemp, f. í Húsavík nyrðra 21/7 1822, ólst upp hjá Sturla Þórarinssyni í Vík í Fáskrúðsfirði, kvæntist 6. júní 1846 Oddnýju Einarsdóttur 625 frá Gvöndarnesi. Þau bjuggu fyrst í Vík í Fáskrúðsfirði, þá á Höfðahúsum, Hólagerði, Vöðlum í Vaðlavík (5 ár) og síðar á Gvöndarnesi. Þar dó hann. Ludvig R. Kemp var myndarmaður, fremur hár vexti, herðamikill og þreklegur, kraftamaður mikill, bjartur í andliti og rjóður í kinnum með blá augu, ennið hátt og hvelft. Hann var drykkjumaður mikill, „eins og flestir af þessu þýzka kyni, sem nokkuð hefur verið út í varið“. Þau Oddný áttu 21 barn og var hún 18 ára, þegar hún átti fyrsta barnið, en 50 ára, þegar hún átti það síðasta. Börnin voru þessi: Einar, dó ungur, Björn, dó ungur, Oddný, dó á 5. ári, Þóra, Helga, dó 10 ára, Oddný, Konráð, Einar annar, dó ungur, Kristján, Jón, Magnús dó ungur, Þorsteinn, Rósa, Oddbjörg, Helga, Þorbjörg, dó ung, Páll, dó um tvítugt úr tæringu á Eskifirði, Ágúst, dó ungur, Guðlaug, dó ung, Níels, fór til Am., Guðmundur, dó ungur. — Launson átti Ludvig, áður en hann kvæntist, við Guðlaugu Árnadóttur frá Tungu 8968 í Fáskrúðsfirði, hét Jón.

12312

ααα Þóra Ludvigsdóttir Kemp, f. 3/1 1850, átti 11/6 1892 Sigtrygg Jónsson 3570 frá Ásunnarstöðum. Barnl. Er á lífí á Einarsstöðum í Stöðvarfirði 1925.

12313

βββ Oddný Ludvigsdóttir Kemp fór til Ameríku, giftist þar Birni Marteinssyni frá Gestsstöðum. Þ. b.: Tvær dætur, dóu ungar.

12314

ggg Konráð L. Kemp, f. 23/9 1853, bjó lengst á Búðareyri við Reyðarfjörð, átti Ólafíu Samúelsdóttur Ólafssonar úr Norðfirði. Þ. b.: Helgi, Þóra, Lovisa, dó ung, Bjarni, Rósa, Guðrún.

12315

+ Helgi Konráðsson Kemp, átti Hansínu Jónsdóttur Stefánssonar frá Sómastaðagerði. Þ. b. mörg.

12316

+ Þóra Konráðsdóttir Kemp átti Þórólf Beck skipstjóra 7942.

12317

+ Bjarni Konráðsson Kemp átti Guðnýju Guðnadóttur (á Jökuldal).

12318

+ Rósa Konráðsdóttir Kemp, átti barn við Vilhelm Jensen 5019 syni Jensen beykis á Eskifirði.

12319

+ Guðrún Konráðsdóttir Kemp, gift í Fljótsdal.

12320

đđđ Kristján L. Kemp, ókvæntur, átti barn við Elínbjörgu Einarsdóttur frá Gvöndarnesi Torfasonar, hét Lúðvíg. Kristján strauk til Ameríku og dó í Mexíkó.

12321

+ Lúðvíg Kr. Kemp var mest í Stöðvarfirði, kvæntist 11. marz 1899 Guðríði Jakobsdóttur frá Brimnesi 93 Péturssonar. Þ. b.: Óli Björgvin, Petra, Þorgeir, Magnús, Ágústa, Stefán, Daníel.

12322

εεε Jón L. Kemp var þrettán ár erlendis, varð svo skósmiður á Seyðisfirði, gáfumaður og vel að sér í iðn sinni, en drykkjumaður mikill, átti Guðnýju Þorsteinsdóttur úr Vestmannaeyjum. Þ. b.: Elín og drengur.

12323

+ Elín Jónsdóttir Kemp átti barn í Reykjavík við dönskum manni. Því var komið í fóstur hjá Eggert Claessen. Hún fór síðan til Kaupmannahafnar og giftist þar.

12324

ſſſ Þorsteinn L. Kemp, f. 27/4 1859, d. 29/8 1921, átti Stefaníu Jónsdóttur frá Eyri í Fáskrúðsfirði, bjó á Eyri lengi, hreppstjóri. Þ. b.: Björn, Stefán, Guðlaug, Oddný.

12325

+ Björn Þorsteinsson Kemp átti Sigríði Jónsdóttur Ferdínands 13209 Finnbogasonar frá Brimnesgerði Jónssonar og Níelsínu Gísladóttur ? (systur Níelsar pósts) (2198).

12326

+ Stefán Þorsteinsson Kemp keypti Nes í Loðmundarfirði og bjó þar, átti Herborgu Björnsdóttur 92 frá Dölum í Fáskrúðsfirði Stefánssonar.

12327

+ Guðlaug Þorsteinsdóttir Kemp átti Björn bónda á Berunesi 13719 í Fáskrúðsfirði Oddsson Jónssonar í Hvammi í Fáskrúðsfirði og Þórunnar Björnsdóttur Jónssonar frá Seljateigshjáleigu.

12328

+ Oddný Þorsteinsdóttir Kemp átti Sigurberg Oddsson 13720, bróður Björns, manns Guðlaugar.

12329

335 Rósa L. Kemp, f. 30/4 1861, átti 1894 Bjarna Jónsson 7339 frá Þuríðarstöðum, kennara og ritstjóra Bjarma um tíma, lengi meðhjálpari í Reykjavík.

12330

įįį Oddbjörg L. Kemp átti Guðmund Guðmundsson snikkara úr Norðfirði. Þ. b.: Konráð Rósinberg, Kristín María, Guðmundur, Lúðvíg Rudolph, dáinn. Guðmundur var kvæntur og átti dóttur með fyrri konu sinni, er Rakel hét. Hún ólst upp hjá Tulinius kaupmanni á Eskifirði, átti Ásgrím son Johnsens sýslumanns á Eskifirði. Þau dóu bæði úr berklum. Séra Jónas Hallgrímsson tók 1 eða 2 drengi þeirra til fósturs.

12331

zzz Helga L. Kemp varð fyrsta kona Stefáns Árnasonar 12965 bónda á Ásunnarstöðum í Breiðdal. Þ. b.: Lúðvíg Rudolph, Oddný, Guðni, dó á 5. ári. Helga dó 1895 úr tæringu.

12332

+ Lúðvíg Rudolph Kemp, f. 8/8 1889, í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, ólst upp hjá Júlíusi Ísleifssyni og Guðfinnu Eyjólfsdóttur frá Stuðlum frá því hann var 6 vikna (til þess tíma hafði hann verið í 7 stöðum). Kvæntist 30/9 1912 Elízabetu Stefánsdóttur 5413 frá Jórvík í Breiðdal. Þau bjuggu á Hafragili í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu og síðar á Illhugastöðum í sama dal. Hann var greindur myndarmaður, lengi verkstjóri Skagfirðinga við vegagerð, fyrirhleðslu í Héraðsvötn og brúargerð. Börn þeirra Elízabetar voru: Júlíus, f. 5/2 1913, Ragna, f. 21/9 1914, Stefán, f. 8/8 1915, Friðgeir, f. 29/4 1917, Aðils, f. 29/1 1920, Björgúlfur, f. 3/6 1921, Oddný Elísabet, f. 15/8 1922, Helga Lovísa, f. 17/6 1925 og Stefanía Signý, f. 15/6 1927.

12333

+ Oddný Stefánsdóttir átti Björgólf Stefánsson 5482 frá Þverhamri Höskuldssonar. Hann verzlaði með skófatnað í Reykjavík. Barnl. Þau ólu upp 2 börn Lúðvígs bróður hennar, Björgólf og Oddnýju.

12334

<{<l< Jón L. Kemp, laungetinn. Andaðist ungur.

12335

ccc Kristján Árnasonfrá Breiðuvík (12297) var kallaður „skessubani“, bjó á Lambeyri, átti Kristínu Sigurðardóttur. Þ. b.: Guðrún óg. bl., Þórarinn, Kristján, dó bl.

12336

α Þórarinn Kristjánsson bjó lítið, átti Kristínu Jónsdóttur 13419 frá Mjóanesi. Þ. b.: Jón, Guðmundur, dó um tvítugt, Stefán, Guðbjörg, Guðfinna.

12337

αα Jón Þórarinsson bjó á Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá, átti Kristínu dóttur Björns Jónssonar á Víðastöðum. Þ. b.: Björn, Guðmundur o. fl. Þau fóru öll til Am. með móður sinni, en Jón dó áður hér 1894.

12338

ββ Stefán Þórarinsson bjó á parti úr Bót, átti I. Þórönnu Magnúsdóttur 3127 frá Kleppjárnsstöðum Bjarnasonar. II. Þuríði dóttur Jóns í Bót Jónssonar. Þau Stefán fóru til Am. með börnin.

12339

gg Guðbjörg Þórarinsdóttir átti I. Vilhjálm son Ásmundar á Hrollaugsstöðum. Þ. b. dóu. II. Magnús Sigurðsson „skálda“ 9642. Þ. b. dóu einnig ung.

12340

đđ Guðfinna Þórarinsdóttir átti Guttorm Jónsson 7137 í Eyjaseli. Barnl.

12341

bb Ólöf Stefánsdóttir frá Stóru-Breiðuvík (12296) átti Þorleif bónda í Stóru-Breiðuvík Björnssonar Ingimundarsonar 7905.

12342

cc Sesselja Stefánsdóttir frá Stóru-Breiðuvík (12296) átti Martein bónda á Vöðlum og Högnastöðum Þorsteinsson hins ríka í Eskifirði. Þ. einb.: Margrét.

12343

aaa Margrét Marteinsdóttir, f. um 1772, átti 1795 Eirík Gunnarsson 6887 frá Karlsskála.

12344

dd Valgerður Stefánsdóttir frá Stóru-Breiðuvík (12296) átti Guðmund Jónsson bónda á Vöðlum, bjuggu fyrst á Karlsskála, svo á Vöðlum, síðast (frá 1792) á Ormsstöðum í Norðfirði, góðu búi. Hann var fæddur um 1737. Ætt hans er ókunn. Jón prófastur Þorláksson segir um hann í manntalsbók 1777: „Skarpur og fróður sér og öðrum til uppbyggingar á sjó og landi“. Börn þeirra voru 1777: Þorbjörg (8 ára), Jón (7), Þórður (4), dó 13 ára, Gróa (3 ára).

12345

aaa Þorbjörg Guðmundsdóttir átti Jón bónda í Litlu-Breiðuvík 7906 Þorleifsson, systrung sinn.

12346

bbb Jón Guðmundsson bjó í Fjarðarkoti og á Rima (1816) í Mjóafirði, átti Sesselju Halldórsdóttur, fædda í Hellisfirði (aldur ekki nefndur 1816). Þ. b.: Halldór og Guðmundur.

12347

α Halldór Jónsson bjó á Asknesi, átti Þórunni Halldórsdóttur 329 frá Fjarðarkoti Pálssonar.

12348

β Guðmundur Jónsson bjó í Dölum í Mjóafirði, átti Sigríði 10726 Oddsdóttur frá Neshjáleigu Ögmundssonar.

12349

ccc Gróa Guðmundsdóttir átti Torfa Jónsson 12473 frá Nesi Torfasonar.

12350

εε Þórunn Stefánsdóttir átti Magnús bónda á Bakka í Norðfirði, son Björns Magnússonar á Kirkjubóli í Vaðlavík og Gunnhildar Einarsdóttur. Björn er í manntalsbók 1777 kallaður „valinkunnur sæmdarmaður“ og Gunnhildur „siðprúð og góðsöm kona“. Þ. b. þá: Einar (18), Þórdís (17), Magnús Björnsson er þar þá líka (29) í húsmennsku með Þórunni konu sína, líklega nýgift. Kona Björns er 1762 kölluð Þorbjörg Einarsdóttir (38). Hefur Björn líklega verið tvígiftur og konur hans verið systur. Magnús líklega eftir fyrri konuna. Hann er 11 árum eldri en Einar. Björn var móðurbróðir Þórunnar. Þórunn og Magnús því systkinabörn. Þ. b.: Guðmundur, Þórunn, Björg, Sesselja, óg., bl., Sigríður, Ragnheiður.

12351

aaa Guðmundur Magnússon bjó í Litlu-Breiðuvík, átti Salgerði Stefánsdóttur systkinabarn sitt. Þ. b.: Magnús, Stefán, Andrés, Torfi óg., bl., Sigríður.

12352

α Magnús Guðmundsson átti Steinunni Jónsdóttur 5222 frá Kolmúla Jónssonar. Þ. b.: Jón, Magnús, Guðmundur, Marteinn. Magnús bjó á Sellátrum.

12353

β Stefán Guðmundsson átti Önnu Jónsdóttur frá Berufirði. Þ. b.: Guðmundur, Magnús o. fl.

12354

g Andrés Guðmundsson bjó í Miðbæ neðra í Norðfirði, átti Þuríði Stefánsdóttur 2845 frá Ormsstaðaháleigu.

12355

đ Sigríður Guðmundsdóttir átti Jón Ásmundsson 4549 frá Krossanesi, bjuggu á Kirkjubóli í Vaðlavík. Þ. b.: Ásmundur, Salgerður, Helga.

12356

αα Ásmundur Jónsson var vitavörur á Dalatanga, hrapaði til bana þar í fjallinu.

12357

ββ Salgerður Jónsdóttir átti Kristján Benjamínsson af Garðsskaga, bjuggu í Norðfirði.

12358

gg Helga Jónsdóttir var í Reykjavík 1924.

12359

bbb Þórunn Magnúsdóttir átti Svein Stefánsson 2737 á Hólum í Norðfirði.

12360

ccc Björg Magnúsdóttir átti I. Vilhjálm Árnason á Kirkjubóli í Norðfirði. II. Magnús Guðmundsson á Kirkjubóli 7245.

12361

ddd Sigríður Magnúsdóttir átti Eirík Ögmundsson 11408 verzlunarmann á Eskifirði. Þ. einb. Þorbjörg.

12362

α Þorbjörg Eiríksdóttir, f. um 1819, var rugluð með köflum, giftist eigi en átti barn við Pétri syni Kjartans Ísfjörðs kaupmanns á Eskifirði, hét Sigríður og annað við öðrum, er Eiríkur hét, ókv., bl.

12363

αα Sigríður Pétursdóttir (f. um 1843) átti Bjarna Oddsson 4608 söðlasmið á Búðareyri.

12364

eee Ragnheiður Magnúsdóttir átti Árna Guðmundsson 3092 frá Hofi í Mjóafirði.

12365

ff Stefán Stefánsson frá Stóru-Breiðuvík (12296) bjó á Vöðlum móti Þorleifi bróður sínum, átti Guðrúnu 9962 Árnadóttur frá Grænanesi Torfasonar. Þ. b.: Guðný, Salgerður, Torfi, lifir 37 ára hjá Salgerði systur sinni 1837, víst ókv., bl.

12366

aaa Guðný Stefánsdóttir óg., átti son, er hét Jón Guðmundsson, dó bl.

12367

bbb Salgerður Stefánsdóttir átti I. Guðmundur Einarsson 12351 systkinabarn sitt. II. Guðmund Einarsson í Litlu-Breiðuvík. Þ. d.: Ölveig.

12368

β Ölveig Guðmundsdóttir átti Þorleif bónda í Krossanesi Björnsson 6949.

12369

gg Þorleifur Stefánsson frá Stóru-Breiðuvík (12296) bjó á Vöðlum, Stóru-Breiðuvík og Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði, var bátasmiður góður og oft kallaður Þorleifur „skipasmiður“. Hann átti Þuríði Jónsdóttur 12471 frá Nesi Torfasonar. Þ. b.: Rannveig, Valgerður, Guðný, Jón, Guðrún, Stefán, Vilborg, Þorleifur.

12370

aaa Rannveig Þorleifsdóttir var seinni kona Jóns bónda í Stóru-Breiðuvík 10095 Ásmundssonar. Þ. b.: Þorleifur, Vilborg, Þuríður, Jóakim.

12371

α Þorleifur Jónsson bjó í Kóreksstaðagerði, átti Sigríði Jónsdóttur 12899 frá Víðastöðum.

12372

β Vilborg Jónsdóttir átti Gunnlaug Loftsson trésmið norðlenzkan. Þau fluttust suður á land. Þ. b.: Jón, Loftur, Þóra.

12373

αα Jón Gunnlaugsson varð vitavörður á Reykjanesi.

12374

đ Þuríður Jónsdóttir átti Jón bónda Þorgrímsson á Ýmastöðum 12225.

12375

ε Jóakim Jónsson var seinni maður Sigríðar Jónsdóttur 12899 í Kóreksstaðagerði.

12376

bbb Valgerður Þorleifsdóttir átti Vilhjálm Vilhjálmsson frá Kirkjubóli. Launsonur hennar við Brynjólfi Gíslasyni var Brynjólfur í Ormsstaðahjáleigu 10950.

12377

ccc Guðný Þorleifsdóttir átti fyrst barn við Andrési Hemert 12266 kaupmanni á Eskifirði, Maríu, er varð kona Jóns á Víðivöllum 6335 Einarssonar. Síðan giftist hún Sigmundi Rustikussyni 2405 frá Eyrarteigi, barnl. Þar eftir átti hún tvíbura 1836, hétu Rannveig og Vilborg. Kallaðar voru þær Ólafsdætur, en sagðar dætur Þorsteins Illhugasonar. Þær giftust, en varð lítið úr (segir Bjarni á Ormsstöðum í bréfi 1888). Guðný dó 1883 eða 1884.

12378

ddd Jón Þorleifsson bóndi á Ýmastöðum og Sómastaðagerði átti Oddnýju Andrésdóttur frá Karlsstöðum (5194), systur Jóns Andréssonar á Vöðlum. Þ. b.: Þorleifur, Árbjartur, ókv., Katrín, Sigríður, Guðmundur.

12379

α Þorleifur Jónsson átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur 12290 frá Ísólfsstöðum, bjuggu í Efra-Skálateigi í Norðfirði. Þ. b.: Jón, Ingimundur, Þorleifur, Pálína, Jónína, Jakobína.

12380

β Katrín Jónsdóttir (Katrín Þuríður) átti Finnboga Skúlason 7402 Skúlasonar í Sandvík Sigfússonar.

12381

g Sigríður Jónsdóttir.

12382

đ Guðmundur Jónsson bjó í Reyðarfirði, átti Sigríði Oddsdóttur 4592 frá Kollaleiru.

ε Árbjartur Jónsson átti barn við Helgu Þorsteinsdóttur frá Hafranesi, Halldór.

12383

eee Guðrún Þorleifsdóttir, f. um 1794. Um hana veit Bjarni á Ormsstöðum ekkert, hefur víst dáið ung.

12384

fff Stefán Þorleifsson, f. í Skorrastaðasókn um 1822, bjó í Ormsstaðahjáleigu, átti Sesselju Bjarnadóttur 2829 frá Viðfirði. Laundóttir hans, áður en hann kvæntist, hét Guðríður, f. um 1812.

12385

α Guðríður Stefánsdóttir átti fyrst 2 börn við Skúla Skúlasyni 7398 frá Sandvík, Kristínu og Bergsvein (sjá 7399 og 7400), giftist svo Gísla bónda á Þiljuvöllum í Norðfirði („Landkorns“), Jónssonar úr Skagafirði. Gísli var talinn sonur Gísla Konráðssonar. Þ. b.: Sigurlaug (eða Þuríður).

12386

αα Sigurlaug Gísladóttir var seinni kona Þorvalds Jónssonar 7287 söðlasmiðs í Dölum í Fáskrúðsfirði.

12387

ggg Vilborg Þorleifsdóttir átti Börn bónda á Hofi 4022 í Fellum Bjarnason.

12388

hhh Þorleifur Þorleifsson var lengi verzlunarþjónn hjá Kjartani Ísfjörð á Eskifirði, átti Lukku Guðmundsdóttur 12773 Bárðarsonar. Þ. b.: Kjartan, Eðvarð, Friðrik.

12389

α Kjartan Þorleifsson var verzlunarþjónn á Eskifirði og dó þar 1870.

12390

β Eðvarð Þorleifsson átti Sesselju Jónsdóttur 5525 úr Papey.

12391

g Friðrik Þorleifsson átti Önnu Guðmundsdóttur 1522 frá Firði í Seyðisfirði, bjuggu á Þernunesi.

Númerin 1239212394 incl. vantar í hdr.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.