SANDFELLSÆTT

12908

Ólafur Eyjólfsson hét bóndi á Skriðu í Breiðdal 1703, 54 ára og því fæddur um 1649. Kona hans hét Guðrún Teitsdóttir, þá 56 ára og því fædd 1647. Þ. b. 1703: Sæbjörg, 22 ára, Helga 20, Magnús 15, Eiríkur 14, 12980 og Teitur 9 ára. Ólafur dó 1734.

12909

a Sæbjörg Ólafsdóttir, f. um 1681.

12910

b Helga Ólafsdóttir, f. um 1683. Árið 1726 er Jón Jónsson og Helga Ólafsdóttir guðfeðgin að Narfa syni Eiríks Ólafssonar á Skriðu. Mun það eflaust þessi Helga, systir Eiríks.

12911

c Magnús Ólafsson, f. um 1688, bjó á Skriðu í Breiðdal 1726 og næstu ár, síðan á Dísarstöðum 1732. Kvæntist 1726 Björgu Stefánsdóttur. Þ. b.: Einar og Bóthildur tvíburar, f. 1727, skírð þá á jóladaginn, Stefán, f. 1732, Guðrún, f. 1733, dáin 1734. Björg mun vera dóttir Stefáns Jónssonar og Helgu Oddsdóttur, er bjuggu á Höfða hjá Kolfreyjustað 1703 (35 og 39 ára). Þá eru börn þeirra þar: Björg 12 ára, Eiríkur 9 og Jón 1 árs. Væri Björg þá fædd um 1691, og væri 3 árum yngri en Magnús. Um aðra Björgu getur ekki verið að ræða þar um slóðir sem konu Magnúsar. Magnús dó 1757 en Björg 1745.

12912

aa Einar Magnússon, f. 1727, segir Jón Sigfússon að verið hafi faðir „Magnúsar Einarssonar“, en segir ekkert meira um hann. Einar átti Þorbjörgu Erlendsdóttur 5593 frá Ásunnarstöðum.

12913

bb Bóthildur Magnúsdóttir, f. um 1727, átti Sigurð Magnússon 11256 frá Borg í Skriðdal, bjuggu á Hallbjarnarstöðum og Þorvaldsstöðum neðri í Skriðdal.

12914

cc Stefán Magnússon, f. um 1732, bjó fyrst á Haugum í Skriðdal en síðan 1779 (eða litlu fyrr) í Litla Sandfelli til dauðadags 28/1 1802. Hann átti I. Ragnhildi Þorgeirsdóttur 5877 frá Geldingi. Þ. b.: Einar, f. 1772, Björg, Magnús f. 1774, Ragnhildur f. 1775. Ragnhildur dó eftir barnsburð 1775, meðan verið var að sækja prest til að skíra barnið. Var það svo látið heita Ragnhildur. II. kvæntist Stefán 1778 Guðrúnu Erlendsdóttur 5691 frá Ásunnarstöðum. Þ. b.: Jón f. 1777, Páll f. 1779, Erlendur, Árni, Guðný, Stefán. Ætt frá Stefáni var kölluð

SANDFELLSÆTT.

12915

aaa Einar Stefánsson, f. 1772, bjó í Haugum, átti Guðrúnu Bjarnadóttur (f. um 1773). Þ. b.: Jón, Ragnhildur, Einar.

12916

α Jón Einarsson bjó á Hryggstekk, átti Sigríði Sigfúsdóttur 709 Guðmundssonar, hálfsystur Jóns Sigfússonar í Eskifirði.

12917

β Ragnhildur Einarsdóttir átti Jón Ormsson 12991 frá Mýrum. Þau bjuggu lítið. Hann kól á fótum og hættu þau þá búskap. Þ. b.: Magnús, Einar, Jarþrúður.

12918

αα Magnús Jónsson bjó á Víðihólum í Jökulsdalsheiði, Sleðbrjót og Skeggjastöðum, efnalítill, átti Aðalbjörgu Jóhannesdóttur 1619 frá Fjallsseli.

12919

ββ Einar Jónsson bjó í Pétursborg í Seyðisfirði, var seinni maður Sigurbjargar Ólafsdóttur (sbr. 3943) Matthíassonar, er fyrr átti Eirík Jónsson á Víkingsstöðum (3943).

12920

g Jarðþrúður Jónsdóttir átti Árna af Langanesi. Þeirra einbirni Ólafur.

12921

αα Ólafur Árnason bjó á Kollsstöðum á Völlum og Tókastöðum, átti Jóhönnu........ Þ. b.: Páll, d. um tvítugt, ókv., bl.

12922

bbb Björg Stefánsdóttir ólst upp hjá séra Jóni Högnasyni á Hólmum, átti I. Hemmert Jónsson 12265 kaupmann á Vopnafirði, II. Níelsen kaupmann. Þau sigldu til Kaupmannahafnar.

12923

ccc Magnús Stefánsson (ólst upp hjá sr. Jóni Högnasyni á Hólmum) bjó á Sléttu í Reyðarfirði, Stuðlum og Dölum í Fáskrúðsfirði, átti Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur 1126 (Galdra-Vilhjálms). Þ. b.: Stefán, Vigfús, Jón ókv., bl., Magnús, Guðmundur, Ólafur ókv., bl., Kristín.

12924

α Stefán Magnússon bjó í Vík í Fáskrúðsfirði, átti Guðlaugu 1324 Tunisdóttur frá Brekku í Tungu.

12925

β Vigfús Magnússon bjó í Borgargerði í Reyðarfirði, átti fyrst barn við Sólveigu dóttur Odds Árnasonar í Vík í Fáskrúðsfirði (1802) og Ingibjargar Sigurðardóttur (34 ára 1800). Sólveig er fædd um 1793. Systur átti hún: Hallberu, f. 1796, Þórunni, f. um 1798 og Oddnýju, f. 1801, konu Jóns Finnbogasonar í Tungu í Fáskrúðsfirði. Barn Vigfúsar og Sólveigar hét Guðrún. Þá átti hann annað barn við Halldóru Finnbogadóttur frá Kappeyri 673 hét Ólafur. Síðan kvæntist hann Þórdísi Jóns dóttur 5715 frá Seljateigi. Þ. b.: Magnús, Stefán, Guðni, Finnur, Vilborg, Vilhelmína.

12926

αα Guðrún Vigfúsdóttir, laungetin, átti I. Bjarna bónda á Þverhamri 5485 Bjarnason. Þeirra einbirni: Kristín (nr. 5486). II. Jón bónda í Snæhvammi 5427 Stefánsson. Þeirra einbirni: Þórunn (nr. 5428). III. Þórð bónda í Snæhvammi 8897 Stefánsson Þórðarsonar. Þ. b.: Jón, Stefán.

12927

ααα Jón Þórðarson bjó í Snæhvammi, átti barn við Sólveigu Ólafsdóttur 5441 frá Kömbum, hét Sigurjón.

12928

+ Sigurjón Jónsson fór í Menntaskólann.

Númerin 12929 og 12930 vantar í handrit

12931

ββ Ólafur Vigfússon, laungetinn, bjó á Kömbum í Stöðvarfirði, áttu Guðrúnu Stefánsdóttur 5430 frá Snæhvammi.

12932

gg Magnús Vigfússon átti Guðbjörgu Halldórsdóttur úr Norðfirði. Þ. b.: Stefán, Vilhelmína.

12933

đđ Stefán Vigfússon, ókv., bl., var lengstum í Reyðarfirði, vænsti maður, var síðast ráðsmaður hjá Jónasi prófasti á Kolfreyjustað, þar hvarf hann og hugðu menn, að hann hefði grandað sér.

12934

εε Guðni Vigfússon og 

12935

ſſ Finnur Vigfússon kvæntust ekki né áttu börn, voru í Reyðarfirði einhleypir menn og græddu fé, áttu sauði marga og seldu Englendingum, keyptu húseignir á Eskifirði. Þeir lánuðu oft Tuliniusi kaupmanni mikið fé.

12936

53 Vilborg Vigfúsdóttir átti Jón Bergvinsson. Am.

12937

įį Vilhelmina Vigfúsdóttir átti Hallgrím Ólafsson á Brimbergi. Am.

12938

g Magnús Magnússon bjó í Hólagerði, átti Þórunni Sigurðardóttur. Móðir hennar var Guðrún Grímsdóttir Ormssonar (sbr. 6397), bróðurdóttir sr. Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað. Þeirra einbirni: Magnús. Laundóttir Magnúsar við Björgu Tunisdóttur frá Brekku, hét Sólveig 1325.

12939

αα Magnús Magnússon.

12940

đ Guðmundur Magnússon frá Dölum (12923) bjó á Brimnesi í Fáskrúðsfirði og Hólagerði, átti Margréti Pétursdóttur 11924 frá Reykjum í Mjóafirði Guðmundssonar á Bakka Kolbeinssonar.

12941

ε Kristín Magnúsdóttir átti Þorstein bónda á Hafranesi 5563 og Brimnesi í Fáskrúðsfirði Erlendsson.

12942

ddd Ragnhildur Stefánsdóttir frá Sandfelli (12914), átti Svein bónda á Sléttu 12591 í Reyðarfirði og Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði.

12943

eee Jón Stefánsson frá Sandfelli (12917) bjó í Litla-Sandfelli eftir föður sinn, átti I. 1805, Guðnýju Árnadóttur. Hún dó 1815 56 ára barnlaus. II. 1817 Vilborgu Finnbogadóttur 6571 Árnasonar. Jón er dáinn 1845, en Vilborg býr þá ekkja í Litla-Sandfelli með börnum sínum. Börn þeirra Jóns voru: Þuríður, Jón, Ásmundur ókv., bl. Sæbjörg, Snjólaug, Guðrún, Sigríður óg., bl., Gróa, Kristján.

12944

α Þuríður Jónsdóttir átti Eyjólf bónda í Litla-Sandfelli 6822 Benediktsson.

12945

β Jón Jónsson bjó á Kollsstöðum og Hallbjarnarstöðum, átti Björgu Benediktsdóttur 6828 frá Kollsstöðum.

12946

g Sæbjörg Jónsdóttir átti I. Pál bónda á Sléttu 4997 Jónsson silfursmiðs Pálssonar. Þ. b.: Bóas, Guðjón, Páll (Gunnar Pétur Páll), II. Eyjólf Ólafsson („beinharða“) bónda á Sléttu. Þau búa þar 1857. Þ. b.: Jónas, Siggeir, Kristján, Bóas, Björn, Haraldur ókv., bl., Eyjólfur, Siggerður, Þuríður.

12947

αα Bóas Pálsson bjó á Sléttu, átti Rósu Bjarnadóttur 7293 frá Fannardal.

12948

ββ Guðjón Pálsson átti Þuríði Stefánsdóttur 1324 frá Dölum í Fáskrúðsfirði. Bl.

gg Gunnar Pétur Páll Pálsson.

12949

đđ Jónas Eyjólfsson bjó í Seljateigshjáleigu, átti I. Sigurlínu Guðnadóttur frá Sléttu. II. Guðbjörgu Teitsdóttur úr Reykjavík 4999. Þ. b.: Pétur, Ólafur o. fl.

εε Siggeir Eyjólfsson átti Guðrúnu Eyjólfsdóttur úr Skaftafellssýslu.

ſſ   Kristján Eyjólfsson bjó á Sléttu, átti Aðalborgu Kristjánsdóttur frá Grófargerði 3950.

55 Bóas Eyjólfsson átti Stefaníu Guðmundsdóttur frá Seldal 4678.

įį   Björn Eyjólfsson átti Sæbjörgu Bóasdóttur frá Stuðlum.

zz Eyjólfur Eyjólfsson átti Margréti Halldórsdóttur sunnl., systur konu sr. Jóns Thorsteinssonar á Þingvöllum.

<\ Siggerður Eyjólfsdóttir átti Björn Jónsson Ísfirðing (prestson af Vestfjörðum). Þ. b.: Jón, Herúlfur, Jóhann, Margrét, Ásta, Sigríður.

fifi Þuríður Eyjólfsdóttir átti Kristinn Beck á Kollaleiru.

12950

đ Snjólaug Jónsdóttir átti I. Guðmund bónda á Borg 3972 í Skriðdal Þórðarson. II. Jón Einarsson í Nóatúni. Þ. b.: Kristján 4664 útvegsbóndi í Nóatúni og Vigfús í Tunghaga 4620, átti Maríu Þorgrímsdóttur.

12951

ε Guðrún Jónsdóttir átti I. Einar bónda á Geirúlfsstöðum 5802 Ásmundsson. Þ. b.: Guðrún og Gróa óg., bl. Þau bjuggu síðast í Stóra-Sandfelli. II. Björn Árnason frá Kóreksstöðum 9786 bjuggu í Stóra-Sandfelli. Þeirra einbirni: Guðni. Björn var ekki heima þegar Guðni fæddist. Varð Guðrún hrædd um hann og bilaði þá á geði og mátti aldrei sjá Björn.

12952

αα Guðrún Einarsdóttir var s. k. Einars Jónssonar prests 6391 á Klippstað Jónssonar.

12953

ββ  Guðni Björnsson bóndi í Stóra-Sandfelli átti Vilborgu Kristjánsdóttur 3952 frá Grófargerði, systur Kristbjargar konu Jóns Runólfssonar í Litla-Sandfelli (3336). Þ. b.: Björn, Kristján, Benedikt, Haraldur.

Númerin 12954 og 12955 vantar í handrit

12956

ſ Gróa Jónsdóttir átti Runólf bónda í Litla-Sandfelli 3335 Sigurðsson úr Njarðvík.

12957

5 Kristján Jónsson bóndi í Grófargerði átti Björgu Jónsdóttur 3949 frá Víkingsstöðum.

12958

fff Páll Stefánsson frá Sandfelli (12915) kvæntist eigi en átti eina dóttur, er Ragnhildur hét.

12959

α Ragnhildur Pálsdóttir átti 2 börn, sem dóu barnlaus.

12960

ggg Erlendur Stefánsson (12915) bjó á Þuríðarstöðum í Fljótsdal, átti Snjólaugu Guðmundsdóttur 12905 Kolbeinssonar. Þ. b.: Stefán, Guðrún.

12961

α Stefán Erlendsson bjó á Hallbjarnarstöðum, átti Sæbjörgu Jónsdóttur 6568 frá Arnhólsstöðum.

12962

β Guðrún Erlendsdóttir átti Jón hreppstjóra á Sómastöðum 12278 Þorsteinsson.

hhh Árni Stefánsson frá Sandfelli (12914) bjó á Kappeyri í Fáskrúðsfirði, fór síðan að Arnheiðarstöðum til séra Vigfúsar Ormssonar, er þá hafði sagt af sér prestskap. Hann átti Hallgerði Grímsdóttur Ormssonar 6397, bróðurdóttir sr. Vigfúsar. Móðir Hallgerðar hét Halldóra Þorláksdóttir prests vestra. Þ. b. 1831: Guðný (18 ára), Þóra (16), Þuríður (12) óg., bl., Stefán (12), Halldór (3).

12963

α Guðný Árnadóttir, f. um 1813, var greind vel og skáldmælt og bezta yfirsetukona. Hún átti fyrst barn við Friðriki Hinrikssyni 755 frá Hafursá, hét Árni. Þá drukknaði Friðrik. Hún giftist síðan Bjarna Ásmundssyni frá Stóra-Sandfelli 4121. Bjuggu á Hallbjarnarstöðum.

12964

αα Árni Friðriksson ókv., átti 2 launbörn við Guðrúnu Pétursdóttur 3062 frá Tunghaga, hétu Stefán og Guðni.

12965

ααα Steán Árnason bjó á Ásunnarstöðum, átti I. Helgu Lúðvíksdóttur 12331 Kemp. II. Sigríði Marteinsdóttur 141 bónda í Árnagerði í Fáskrúðsfirði. Þ. b.: Helga og Marta, dóu ungar. III. Kristborgu Kristjánsdóttur úr Stöðvarfirði Magnússonar. Þeirra b.: Pétur.

12966

+ Pétur Stefánsson.

12967

βββ Guðni Árnason bóndi á Randversstöðum átti 1910 Jóhönnu Guðlaugu Einarsdóttur bónda á Brekku í Lóni og Berufirði Jónssonar bónda í Byggðarholti Einarssonar Árnasonar. Systir Jóns í Byggðarholti var Sólveig kona sr. Björns Þorvaldssonar í Holti.

Kona Jóns í Byggðarholti var Þórlaug Ófeigsdóttir frá Valskógsnesi í Lóni Þórðarsonar (13940). Kona Einars í Berufirði, móðir Guðlaugar, var Steinunn Jónsdóttir bónda í Tunguhlíð í Álftafirði Guðbrandssonar bónda í Bæ í Lóni Eiríkssonar. Móðir Steinunnar, kona Jóns í Tunguhlíð, var Katrín Runólfsdóttir af Mýrum í Skaftafellssýslu. Móðir Katrínar er Guðrún Snjólfsdóttir, systir Sigurðar á Horni, föður Snjólfs á Karlsstöðum, föður Ófeigs á Randversstöðum, sem átti Sigríði Pálsdóttur 558 Jónssonar á Ásunnarstöðum Pálssonar.

Börn Einars í Berufirði og Steinunnar voru, auk Jóhönnu Guðlaugar á Randversstöðum.

1. Hallbjörg Einarsdóttir átti Bjarna Sigurðsson sunnl. Am.

2. Katrín Einarsdóttir átti Einar bónda á Skriðustekk og Víðilæk, Björnsson í Hamarsmynni við Djúpavog (drukknaði um 1900) Björnsson og Ragnheiðar Einarsdóttur frá Starmýri Magnússonar. Þ. b.: Hjörtur, Kristín, Björn, Unnar, Sigurbjörn.

3. Jón Einarsson bjó á Kleifarstekk, Randversstöðum og Sævarenda í Loðmundarfirði, átti Guðnýju Sigurðardóttur frá Þverhamri Ólafssonar sunnl. og Guðrúnar Bjarnadóttur sunnl. Þ. b.: Hlíf Petra, Einar Aðalsteinn, Sigrún, Jóhann, Kristján.

4. Þórlaug Einarsdóttir átti 1916 Sigurbjörn Björnsson bónda á Skriðustekk, bróður Einars, manns Katrínar. Sigurbjörn varð fyrir skafli í Skriðustekksfjalli 26/12 1920 og beið bana af. Þeirra einbirni: Ragnar, f. 1917.

5. Sæbjörg Einarsdóttir átti 1925 Árna Björn Gunnlaugsson bónda á Gilsá Helgasonar.

6. Guðbrandur Einarsson drukknaði í Breiðdalsá 12 ára.

12968

Jóhanna Guðlaug, kona Guðna á Randversstöðum, dó í okt. 1912. Þau áttu einn son, Guðbrand. Síðan bjó Guðni með ráðskonu, Sigríði dóttur Jóns bónda á Þverhamri Erlendssonar í Breiðdal, er úti varð á Hallormsstaðahálsi, Erlendssonar, og átti börn með henni, er hétu: Elís Geir, Jóhann Ágúst, stúlka, er dó óskírð.

12969

+ Guðbrandur Guðnason, f. 15. febrúar 1911.

12970

β Þóra Árnadóttir átti fyrst barn með Rafni Benediktssyni 6820 frá Kolsstöðum, hét Benedikt (6821), þá drukknaði hann en hún giftist síðar Eiríki Arasyni 11845, bjuggu á Skriðuklaustri hálfu.

12971

g Stefán Árnason var mest í húsmennsku, átti Eygerði Eiríksdóttur bónda í Fossgerði í Eiðaþinghá Þórðarsonar, hálfsystur Bergþóru móður Jóns Möllers. Eiríkur er fæddur í Gilsárteigi um 1767. Þ. b.: Þóranna, Þorbjörg, Guðni.

12972

αα Þóranna Stefánsdóttir átti Sigurð Björnsson 4531 frá Hrollaugsstöðum. Þ. b.: Björn.

12973

ααα Björn Sigurðsson bjó í Grófarseli, átti Sólveigu Hallsdóttur 1283 frá Sleðbrjót.

Númerið 12974 vantar í handrit

12975

ββ Þorbjörg Stefánsdóttir átti Friðrik bónda í Fossgerði 977 í Eiðaþinghá Hinriksson. Þau skildu barnlaus. Hún átti tvö launbörn.

12976

gg Guðni Stefánsson var hér og þar í Borgarfirði og víðar, kvæntist ekki og bjó lítið. Fylgdi honum Kristín nokkur Eldjárnsdóttir norðlenzk. Áttu þau saman son, er Björgvin hét.

12977

ααα Björgvin Guðnason.

12978

iii Guðný Stefánsdóttir frá Sandfelli (12914) átti Jón Pálsson 4994 gullsmið á Sléttu í Reyðarfirði.

12979

jjj Stefán Stefánsson frá Sandfelli varð bráðkvaddur 1814, ungur, ókv., bl.

12980

d Eiríkur Ólafsson frá Skriðu (12908), f. um 1689, bjó á Skriðu í Breiðdal, tók þá jörð eftir Teit bróður sinn 1722. Kona hans hét Vilborg. Þ. b.: Narfi, f. 1726, d. 1727, og Sigurður, f. 1729.

12981

aa Sigurður Eiríksson (sjá nr. 5859).

12982

e Teitur Ólafsson frá Skriðu (12908), f. um 1694, bjó á Skriðu fyrir 1722, síðar í Dölum í Fáskrúðsfirði 1734, dó í Breiðdal 22/10 1756.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.