KOLBEINN Á HROLLAUGSSTÖÐUM

13056

Jakob Hallsson hét bóndi á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 1703, þá 48 ára, og því fæddur um 1655. Kona hans hét Arndís Sveinsdóttir (40 ára). Þ. b.: Kolbeinn (13 ára), Sveinn (10), Rafn (9), Jón (2).

13057

a Kolbeinn Jakobsson, f. um 1690, bjó á Ásgrímsstöðum 1734 og síðan á Hrollaugsstöðum. Guðríður Ásgrímsdóttir hét kona hans, f. um 1706. Hún bjó ekkja á Víðastöðum 1762, 56 ára. Þ. b.: Benedikt, Kristbjörg, Ingibjörg (?).

13058

aa Benedikt Kolbeinsson, f. um 1728, bjó fyrst á Hrollaugsstöðum fram yfir 1762 og síðan lengst í Hleinagarði. Hann kvæntist 1753 Ingibjörgu Rafnsdóttur 6855. Þá áttu þau 12 ær, 6 lömb, 6 vetra hross, veturgamlan fola og veturgamla kvígu og dálitla búshluti. Urðu dável efnuð. Þ. b.: Eyvör, Herborg, Guðríður, Guðrún, Rafn, Ingveldur.

13059

aaa Eyvör Benediktsdóttir, f. um 1754.

13060

bbb Herborg Benediktsdóttir, f. um 1762.

13061

ccc Guðríður Benediktsdóttir var lengi ráðskona hjá Þorleifi í Skógargerði, víst óg., bl.

13062

ddd Guðrún Benediktsdóttir átti Eirík Magnússon 11288 í Gilsárteigi.

13063

eee Rafn Benediktsson átti 1791 Katrínu Hildibrandsdóttur 5327 frá Gröf, lifði stutt eftir það. Þeirra einbirni: Rafn (sjá nr. 5328).

13064

fff Ingveldur Benediktsdóttir átti Rafn Jónsson 6816 frá Hreimsstöðum. Bjuggu í Tjarnalandi góðu búi.

13065

bb Kristbjörg Kolbeinsdóttir, f. um 1735, átti Sigurð Sigurðsson 1040 bónda á Nefbjarnarstöðum, bróður Árna smiðs í Húsey.

13066

cc Ingibjörg Kolbeinsdóttir, kona Björns Ögmundssonar 10051 gæti og verið dóttir Kolbeins Jakobssonar. Eg hef talið líklegt að hún væri dóttir Kolbeins Steingrímssonar á Breiðavaði (nr. 1046). Dóttir annars hvors þess Kolbeins mun hún vera. Nafnalíkingar geta ekkert leiðbeint. En mér þykir þó líklegra að hún sé dóttir Kolbeins Steingrímssonar.

Til greina gæti þó enn komið, að Ingibjörg væri dóttir Kolbeins Bjarnasonar (1043) Steingrímssonar og Guðnýjar Egilsdóttur Sturlusonar. Var Kolbeinsnafn talsvert títt í þeim ættum í Hjaltastaðaþinghá. Seinni kona Bjarna hét Ingibjörg (1703) (1042), og var stjúpa Kolbeins (ef ekki móðir hans) og hefði þá Ingibjörg Kolbeinsdóttir verið hennar nafn og verið elzta barn Kolbeins og Guðnýjar, sem giftust 1728.

b  Sveinn Jakobsson bjó á Snotrunesi, er talinn þar í Verzlunarbók Vopnafjarðar 1723 en aðeins í registri. Bjó í Hvannstóði 1734.

c  Rafn Jakobsson bjó í Stóru-Breiðuvík í Borgarflrði 1730. Átti Ingveldi Guðmundsdóttur, skyld að 2. og 3. Leyfisbréf 21/4 1730, eru þá í Stóru-Breiðuvík.

d  Jón Jakobsson (f. 1701) bjó á Hóli í Hjaltastaðaþinghá 1730, á Stórasteinsvaði 1734 (í tvíbýli við Sesselju Einarsdóttur) en á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 1762 Kona hans er þá 59 ára og sonur þeirra 20 ára.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.