Hákonarstaðaætt

7198

αα Jónatan Pétursson, f. 31/8 1800, bjó á Arnórsstöðum, keypti svo „Eiðastól“og bjó á Eiðum lengi góðu búi‚ átti Þórunni Oddsdóttur 1305 frá Surtsstöðum Eiríkssonar. Þ. b.: Pétur‚ Jónatan, Vilborg, Kristín, dó uppkomin, óg., bl., Jón‚ Sigurveig. Jónatan og Þórunn fóru síðast til Ameríku með börnum sínum og lifðu þar lengi og urðu fjörgömul.

7199

ααα Pétur Jónatansson drukknaði í Lagarfljóti, ókv., bl. Jónatan föður hans hafði nokkru áður dreymt draum‚ er honum þótti benda á, að hann væri sjálfur feigur‚ og þótti eigi gott‚ og var heldur fálátur stundum. (Það var orðtak hans oft‚ þegar hann kom út og veður var gott. „Nú er gott veður og gaman að lifa“). Þegar hann frétti drukknun sonar síns‚ varð honum þetta að orði: „Guði sé lof‚ þá er ég frí“.

7200

βββ Jónatan Jónatansson bjó á Eiðum‚ byggði þar fyrstur timburhús um 1870. Hann átti Kristínu Jónsdóttur 5523 frá Papey Þorvarðssonar. Hann seldi síðar Eiðastól og fór til Ameríku með foreldra sína og allt sitt.

7201

ggg Jón Jónatansson bjó á Ormarsstöðum, átti Þóru Jónsdóttur 5522 frá Papey. Þau fóru einnig til Ameríku og systur þeirra Vilborg 8792 gift og Sigurveig ógift.

7202

ββ Jón Pétursson (f. 1794, d. 1832) bjó á Aðalbóli. Átti Guðrúnu Eiríksdóttur 1663 bónda á Aðalbóli Sigurðssonar.

7203

gg Pétur Pétursson, f. 11/7 1793, bjó á Hákonarstöðum, átti 15/9 1822, Ingibjörgu Vigfúsdóttur frá Ljótsstöðum 7608. Þ. b.: Pétur‚ Jón‚ Vigfús‚ Gunnlaugur, Sigfinnur‚ Hallfríður‚ Kristín. Launsonur Péturs hét Páll‚ f. um 1832 í Hofteigssókn.

7204

ααα Pétur Pétursson, kallaður „Jökull“, f. 28/10 1828, var myndarmaður og smiður‚ listfengur mjög‚ en drykkjumaður og óreglumaður. Hann átti barn með Oddnýju Sigurðardóttur 11116 Brynjólfssonar, hét Vigfús‚ dó ungur. Kona Péturs var Guðrún dóttir Jóns bónda Halldórssonar á Haugsstöðum á Dal 9566. Varð lítið um búskap þeirra‚ fór hjónaband þeirra illa og skildu þau. Þ. b.: Pétur‚ f. 1852. Fóru öll til Ameríku.

7205

βββ Jón Pétursson b. á Hákonarstöðum átti Katrínu Magnúsdóttur 2100 á Nesi í Loðmundarfirði Einarssonar. Þ. b.: Sigríður og Pétur. Jón dó hér á landi‚ en Katrín fór eftir það til Ameríku.

7206

ggg Vigfús Pétursson átti barn við Oddnýju Sigurðardóttur 11116 Brynjólfssonar, hét Kristín. En kona hans varð Halldóra Jónsdóttir 1086 frá Snjóholti Einarssonar. Þau bjuggu á Grund á Jökuldal. Þ. b.: Pétur og Gunnlaugur, fóru til Ameríku, Vigfús dó hér‚ en Halldóra fór til Ameríku með sonu sína.

7207

+ Kristín Vigfúsdóttir átti Stefán b. á Giljum 9723 Magnússon. Þ. einb.: Halldór, varð úti uppkominn, 8. des. 1902, ókv., bl.

7208

đđđ Gunnlaugur Pétursson b. á Hákonarstöðum, átti Guðbjörgu Jónsdóttur 1088 frá Snjóholti Einarssonar. Þ. b.: Jón og Kristín. Fóru til Ameríku.

7209

εεε Sigfinnur Pétursson b. á Hákonarsstöðum átti I. Guðrúnu Óladóttur 4497 frá Merki. Þ. sonur Óli. II. Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Þorbrandsstöðum. Fóru til Ameríku, einnig Óli.

7210

ſ ſ ſ Hallfríður Pétursdóttir, f. 1827, átti Hávarð Magnússon 1374 á Gauksstöðum.

7211

533 Kristín Pétursdóttir átti: I. Jón Sigfússon gullsmið 1334 frá Hofteigi. Þau skildu‚ bl. II., um 1860, Jósef Jósefsson hreppstjóra 7611 á Haugsstöðum í Vopnafirði. Þ. b. : Sigríður, Kristín Karólína, Ingibjörg, Guðbjörg. Jósef fór með dætur sínar til Ameríku.

7212

įįį Páll Pétursson, laungetinn, bjó í Hneflaseli. Kona(?) hans var Sigríður (f. um 1837) dóttir Vigfúsar Jósafatssonar. Vigfús var sonur Jósafats b. á Hömrum í Þingeyjarsýslu Pálssonar og síðari konu hans Helgu. Móðir Jósafats, kona Páls‚ var Guðfinna Jónsdóttir Árnasonar Eiríkssonar á SkuggabjörgumÁrnasonar í Lundi í Fnjóskadal. Guðlaug hét kona Árna í Lundi og er sagt að hún yrði tvígift og ætti 10 börn með hvorum manni‚ en ekki er kunnugt um börn hennar og Árna‚ nema um Eirík. (Sagt er um hana‚ að hún hafi eitt sinn verið að vefa og síðan sezt á skák og óskað sér‚ að hún ætti eins mörg börn og setið gætu á skákinni). Síðari maður hennar var Grímur Jónsson í Lundi‚ og eru kunn nokkur börn þeirra. Vigfús Jósafatsson er húsmaður á Gestreiðarstöðum 1845, f. í Múlasókn nyrðra um 1790.

Kona hans var Rósa Jónsdóttir, f. í Bægisársókn um 1797. Sonur Páls og Sigríðar var Vigfús.

+ Vigfús Pálsson vinnumaður, ókv., átti 2 börn við Auðbjörgu Kristjánsdóttur 13800 úr Skaftafellssýslu. Hétu Páll og Bergþór, fór til Ameríku.

++ Páll Vigfússon b. í Víðidal og á Grund í Jökuldal, átti Maríu Stefánsdóttur 1588 frá Möðrudal.

7213

đđ Benjamín Pétursson (f. 1796) bjó á Fossvelli, dó 1841. Átti Björgu Halldórsdóttur b.á Fossvelli 14245 Jónssonar í Reykjahlíð, systur Jóns á Haugsstöðum, og var seinni maður hennar. Þ. sonur: Pétur. .

7214

ααα Pétur Benjamínsson bjó í Sleðbrjótsseli, átti Guðrúnu Sigfúsdóttur prests í Hofteigi Finnssonar. Þ. dóttir: Jakobína.

7215

+ Jakobína Pétursdóttir átti Kristján Sigurðsson 2190 bónda á Víðihólum í Jökulsdalsheiði. Þeirra sonur: Pétur.

7216

++ Pétur Kristjánsson keypti Hákonarstaði og bjó þar góðu búi. Átti Guðnýju Torfadóttur 2951 Hermannssonar. Þ. b.: Hákon‚ Margrét, Kristján Pétur Jökull.

7217

εε Hallgrímur Pétursson, f 1803 á Hákonarstöðum, bjó á Hrjót og Skeggjastöðum á Dal og í Fremraseli. Átti: I. Ingibjörgu Jensdóttur 11273 bónda á Hrjót Árnasonar. Þ. b.: Jens‚ Árni ókv., bl., Guðrún. II. Þorgerði. Þ. b.: Ágúst og Þórunn.

7218

ααα Jens Hallgrímsson bjó á Fremraseli, átti Sólveigu Magnúsdóttur 1326 úr Fáskrúðsfirði.

7219

βββ Guðrún Hallgrímsdóttir átti Eirík b. Magnússon í Brekkuseli. Fór til Ameríku.

7220

ggg Ágúst Hallgrímsson.

7221

đđđ Þórunn Hallgrímsdóttir.

7222

ſ ſ Þorgrímur Pétursson, f 19/10 1801, d. 22/1 1863, átti 1828 Sigríði, d. 23/3 1864, 58 ára‚ Árnadóttur Schevings 1360 frá Húsey‚ bjuggu á Skjaldþingsstöðum 1828—30 og á Hámundarstöðum eftir það. Þ. b.: Guðmundur, Pétur‚ Jónatan, Jón‚ ókv., bl., Benjamín, Kristín, Hallfríður, Sigþrúður, Árni. Laundóttir Þorgríms við Ingibjörgu Eiríksdóttur frá Merki 4498 hét Guðrún (sjá 4499), f. 12/9 1833. Sama ár átti hann annað hórbarn í Þistilfirði. Í 3. sinn tók hann framhjá með vinnukonu sinni‚ Guðfinnu Bjarnadóttur, 1843. Hét barnið Guðfinna, dó‚ sama ár.

7223

ααα Guðmundur Þorgrímsson bjó á Leifsstöðum í Öxarfirði 30 ár‚ átti Sigríði Jónsdóttur frá Sandfellshaga 2598. Þ. b.: Benjamín, Einar‚ Kristín, Hallfríður, fór til Ameríku, Hólmfríður(?).

7224

+ Benjamín Guðmundsson var trésmiður í Reykjavík.

7225

+ Einar Guðmundsson bóndi í Miðfirði.

7226

+ Kristín Guðmundsdóttir.

7227

+ Hólmfríður(?) Guðmundsdóttir var í Öxarfirði.

7228

βββ Pétur Þorgrímsson bóndi á Ljósalandi, átti Margréti Þorsteinsdóttur á Ljósalandi Vigfússonar. Þ. b.: Lárus og Þorgrímur‚ fóru til Ameríku.

7229

ggg Jónatan Þorgrímsson b. á Hámundarstöðum, átti Guðnýju Jóhannesdóttir 3487 frá Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Laundóttir Jónatans við Vilhelmínu dóttur Vilhjálms Jónssonar í Strandhöfn hét Jón Vilhjálmur. Fór til Ameríku.

7230

đđđ Benjamín Þorgrímsson b. á Djúpalæk, átti Gunnhildi Magnúsdóttur 13393. Fór til Ameríku.

7231

εεε Kristín Þorgrímsdóttir átti Guðvalda Jónsson frá Sandfellshaga 2597. Bjuggu á Hámundarstöðum. Til Ameríku.

7232

ſ ſ ſ Sigþrúður Þorgrímsdóttir átti: I. Kristján Snjólfsson 5826 á Ytra-Nýpi. Þ. b : Þorgrímur, dó ungur‚ ókv., bl., og Járngerður. II. Kristin Svein Jóhannesson 3479 frá Hrollaugsstöðum. Þ. dóttir: Guðrún.

7233

+ Járngerður Kristjánsdóttir átti Jakob Sigurðsson á Guðmundarstöðum. Þeirra börn lifðu stutt.

7234

+ Guðrún Kristins-Sveinsdóttir sjá nr. 3480.

7235

333 Hallfríður Þorgrímsdóttir átti Einar á Hámundarstöðum 2596 Jónsson frá Sandfellshaga. Am.

7236

įįį Árni Þorgrímsson b. á Hámundarstöðum, átti Þórunni Jónsdóttur frá Djúpalæk Illugasonar. Þ. b.: Sigríður, Guðrún‚ Þorgrímur, Jón‚ Árni‚ Jónatan, Hóseas‚ Benjamín. Fóru öll til Ameríku.

7237

zzz Guðrún Þorgrímsdóttir, laungetin. Sjá nr. 4499.

7238

33 Sigfús Pétursson frá Hákonarstöðum (7197) átti Helgu Sigmundsdóttur frá Flögu í Skriðdal 2326. Þeirra börn 10, dóu ung eða ógift‚ nema Gunnlaugur Árni Björn.

ααα Gunnlaugur Árni Björn Sigfússon átti Guðnýju Þorsteinsdóttur í Hestgerði í Suðursveit Þorsteinssonar. Þ. b.: Sigríður í Kaupmannahöfn, Ragnheiður í Khöfn‚ Ingunn‚ Ólöf‚ Þórunn‚ María.

+ Ingunn‚ átti Lárus bónda í Svínafelli í Öræfum.

+ Ólöf og Þórunn eru í Reykjavík (1924).

+ María kona Guðlaugs Jónssonar, sem rak fatahreinsunina Cemico í Reykjavík, en hann var frá Laxárnesi í Kjós.

7239

įį Kristín Pétursdóttir dó óg., bl.

7240a

zz Ólöf Pétursdóttir átti Pétur Guðmundsson 7260 frá Bessastöðum. Þ. dóttir 1845: Þorbjörg Elízabet (13 ára). Pétur Zóphoníasson telur einnig dóttur hennar Hallfríði Eggertsdóttur.

7240b

<ft Anna Pétursdóttir (7197) átti Þórð Guðmundsson í Brúnahvammi 7263.

7241

hh Guðrún Pétursdóttir (7197) átti Óla bónda Eiríksson í Merki‚ fyrri kona hans‚ 4495.

7242

β Elízabet Pétursdóttir frá Bót (7196), f. um 1762, átti Jón Pálsson gullsmið 4994 á Sléttu í Reyðarfirði.

7243

g Þorbjörg Pétursdóttir (7196), f. 1771, átti 1793 Guðmund b. á Bessastöðum 4991 Magnússon Högnasonar, voru efnalítil‚ en komust þó af með börn sín. Þau áttu 17 börn. Steingrímur biskup segir‚ að 1826 hafi 7 verið dáin óuppkomin, en þessi 10 verið lifandi: Ásdís‚ Ingibjörg, Magnús og Pétur‚ tvíburar, Þórður‚ Eiríkur, Sveinn‚ Jón‚ Elízabet, Ólafur. Árið 1816 eru þessi börn hjá þeim á Bessastöðum: Ásdís (22), Magnús (18), Pétur (18), Þórður (17), Sveinn (13), Þorvaldur (10), Elízabet (7) og Ólafur (2).

7244

αα Ásdís Guðmundsdóttir, líklega óg., bl.

7245

ββ Magnús Guðmundsson var fyrst fyrirvinna hjá Björgu Magnúsdóttur ekkju Vilhjálms Árnasonar á Kirkjubóli í Norðfirði, og átti hana síðar. Þ. b.: Guðmundur, Þorbjörg, óg., bl.

7246

ααα Guðmundur Magnússon, gáfumaður og myndarmaður‚ bjó í Fannardal og keypti hann‚ byrjaði búskap bláfátækur, en var vel efnaður þegar hann dó. Hann átti: I. Sigurbjörgu Sigfúsdóttur 7397 Vilhjálmssonar á Kirkjubóli Árnasonar. Þ. b.: Elízabet, Björg‚ Ólöf‚ Sveinn‚ Ingibjörg, Sesselja, Magnús og Þórunn dó ung. II. Helgu Marteinsdóttur frá Parti Magnússonar. Þeirra börn: Guðrún‚ Þorbergur, Stefán‚ Ari Marteinn, Margrét, Lukka Sigurbjörg, Vigfús.

7247

+ Sveinn Guðmundsson b. á Kirkjubóli í Norðfirði, góður bóndi‚ átti Sigríði Þórarinsdóttur 432 b. á Randversstöðum Sveinssonar. Þ. b.: Guðmundur, Svafa Ingibjörg, Þórarinn Sófus.

++ Guðmundur Sveinsson (á Kirkjubóli 1926) átti Stefaníu dóttur Jóns í Efra-Skálateigi Þorleifssonar og Guðríðar Pálsdóttur af Langanesi. Þ. b. (1926): Aðalbjörg og Sveinn.

7248

+ Magnús Guðmundsson, f. 18/9 1871, bóndi í Skálateigi‚ hreppstjóri, átti Guðrúnu Björgu Benjamínsdóttur frá Ýmastöðum 12235. Þ. b. sem lifði: Sigurbjörg, f. 15/8 1906. Önnur stúlka dó í fæðingu.

7249

+ Björg Guðmundsdóttir, fór til Ameríku, giftist þar Ólafi Magnússyni Jónssonar Vilhjálmssonar á Kirkjubóli.

7250

+ Elízabet Guðmundsdóttir átti Halldór Vilhjálmsson Jónssonar á Kirkjubóli, bjuggu í Barðsnesgerði 2804. Þ. b.: Guðmundur‚ Vilhjálmur, Sigurbjörg, Helgi‚ Sesselja.

7251

++ Guðmundur Halldórsson, b. í Barðsnesgerði, átti Guðbjörgu Halldórsdóttur Marteinssonar og Guðrúnar Jósefsdóttur frá Heiðarseli. Þ. b.: Ásgeir Halldór, Emil Sigdór‚ Helgi Sigfinnur, Guðrún Oddný‚ Ingvar Sigurður, Ólína o. fl.

++ Vilhjálmur Halldórsson bóndi á Stuðlum.

7252

++ Sigurbjörg Halldórsdóttir bjó í Dammi í Sandvík, átti Jósef Halldórsson Marteinssonar og Guðrúnar Jósefsdóttur. Þ. b.: Árni Björgvin, Helga Elízabet, Gunnar Sigurður, Óli Bjartdal.

++ Helgi Halldórsson b. á Stuðlum.

++ Sesselja Halldórsdóttir.

+ Ólöf Guðmundsdóttir.

+ Ingibjörg Guðmundsdóttir.

7253

+ Guðrún Guðmundsdóttir átti Magnús útgerðarmann í Norðfirði Hávarðsson Einarssonar í Hellisfirði og Bjargar Árnadóttur. Þ. b.: Björgvin, Sveinþór, Rannveig, Guðmundur Helgi‚ Ásta.

7254

+ Þorbergur Guðmundsson, lærði búfræði á Eiðum‚ var hjá Magnúsi og Guðrúnu (óg. 1926).

7255

+ Stefán Guðmundsson, var íshússvörður á Norðfirði, átti Sesselju Jóhannesdóttur. Þ. b.: Helga‚ Jóhannes, Ólöf‚ Sveinbjörg, Karl‚ Garðar‚ Auðbjörg.

7260

gg Pétur Guðmundsson bjó á Rangárlóni, átti: I. Ólöfu Pétursdóttur 7240a frá Hákonarstöðum. Þ. b.: Þorbjörg Elízabet.
II. Þorgerði Bjarnadóttur frá Staffelli 1833.

7261

dd Ingibjörg Guðmundsdóttir ólst upp hjá Jóni Sveinssyni á Hákonarstöðum og Ingibjörgu ömmu sinni‚ er síðar var í Syðrivík. Þar giftist hún Jóni Sigurðssyni, norðlenzkum smið (f. í Laufássókn um 1781), bjuggu á Eyvindarstöðum. Þ. dóttir: Hermannía.

7262

ααα Hermannía Jónsdóttir, f. 31/10 1842, varð I. seinni kona Árna Jónssonar 3785 á Aðalbóli. Þ. b.: Ástríður, fór til Ameríku, II. Jón Einarsson frá Skeggjastöðum 6376, fóru til Ameríku.

7263

εε Þórður Guðmundsson bjó í Brúnahvammi og Fremra-Nýpi‚ átti Önnu Pétursdóttur frá Hákonarstöðum 7240b. Þ. b.: Þórður‚ Guðmundur, Am. 13453, Benjamín, Elízabet, dó ung‚ Kristín, Am. Þórður var snillingur í trésmíði og tréskurði. Stefán skurðmeistari, fékk eftir hann skáp útskorinn, dubbaði hann upp og sendi á sýningu í Kaupmannahöfn, og fékk fyrir hann 100 kr. Laundóttir Þórðar‚ kölluð Lára‚ en var víst dóttir sr. Péturs Jónssonar á Eiðum 4995.

7264

ααα Þórður Þórðarson, b. á Fremra-Nýpi, átti Kristínu Þorsteinsdóttur frá Ljósalandi. Am.

7265

βββ Benjamín Þórðarson, var snillingur í trésmíði, átti barn við Vilborgu Jónsdóttur frá Lýtingsstöðum 4515, Sigurð Vilhelm, beyki‚ á Vopnafirði (sjá 4516).

ggg Lára Þórðardóttir átti Jón Stefánsson á Hólalandi 10076.

7266

ſ ſ Eiríkur Guðmundsson, (f. um 1800), ólst upp hjá Jóni Pálssyni á Sléttu og Elízabetu móðursystur sinni og kvæntist þar 1826 Sigríði Jónsdóttur blinda 13306 frá Þernunesi. Þau hafa víst búið lítið‚ eru í húsmennsku hjá Jóni Pálssyni á Sléttu 1837. Þ. b. þá talin: Guðný (13), Vigfús (7), Elízabet (5). Þá er þar og talinn: „Þórður Eiríksson“ (14), eins og hann sé ekki sonur Sigríðar.

7267

ααα Þórður Eiríksson bjó á Vattarnesi, stórgerður karl‚ átti I. Kristínu Jónsdóttir frá Kolmúla 5213. Þau skildu‚ en Kristín var þó hjá Þórði. Þ. b.: Eiríkur. II. Sesselju Einarsdóttur 5694 frá Hafranesi Erlendssonar.Þ. b.: Elís‚ Gunnar‚ Einar (?). 13755.

7268

+ Eiríkur Þórðarson, b. á Vattarnesi, átti Kristínu Einarsdóttur 8975 frá Tungu í Fáskrúðsfirði Árnasonar.

7269

+ Elís Þórðarson, b. á Vattarnesi, átti Sofíu Sigfúsdóttur 1868 frá Skjögrastöðum. Hann drukknaði eftir stutt hjónaband‚ en Sofía fór til Ameríku með börn þeirra.

7270

+ Gunnar Þórðarson.

7271

βββ Guðný Eiríksdóttir átti Rícharð trésmið Þórólfsson 4052 og var fyrri kona hans.

7272

ggg Vigfús Eiríksson, b. í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð‚ átti Valgerði Þórólfsdóttur 4057, systur Richards. Þ. b. 9.

7273

đđđ Elízabet Eiríksdóttir átti Kristján Magnússon 11396 frá Kappeyri Stefánssonar.

7274

33 Sveinn Guðmundsson (7243) b. á Hafrafelli, átti Guðrúnu Bjarnadóttur 2853 frá Viðfirði Sveinssonar. Þ. b.: Þorbjörg, Halldóra, Elízabet, Bjarni‚ Sesselja. Sveinn var minnugur vel um ættir o. fl‚ Dó 22/12 1880, 77 ára (varð bráðkvaddur), en Guðrún 5/9 1882, 78 ára.

7275

ααα Þorbjörg Sveinsdóttir átti Þorkel Bessason á Giljum 11155, Am.

7276

βββ Halldóra Sveinsdóttir átti Eirík Einarsson frá Seljateigi 5730. Voru í húsmennsku á Hafrafelli. Þ. b.: Guðrún‚ Einar‚ Sesselja, Guðný.

7277

+ Guðrún Eiríksdóttir átti Jóhann „snikkara“ Hallgrímsson 11124. Þ. b.: Friðrik, Þórhallur.

7278

+ Einar Eiríksson, lærði búfræði, bjó á Eiríksstöðum á Dal‚ myndarmaður og smiður‚ hreppstjóri lengi‚ átti Steinunni Vilhjálmsdóttur 8735 ekkju Gunnlaugs Snædals. Þ. einb.: Gunnlaugur.

7279

++ Gunnlaugur Einarsson, lærði læknisfræði og varð læknir í Reykjavík.

7280

+ Sesselja Eiríksdóttir átti Guðmund Kristjánsson 13577 póst á Ásbrandsstöðum.

7281

+ Guðný Eiríksdóttir átti Einar Svein Einarsson 1701 í Hlíðarhúsum í Hlíð.

7282

ggg Elízabet Sveinsdóttir var lengi ráðskona hjá Sigurði Hallgrímssyni á Ketilsstöðum, dó óg., bl.

7283

đđđ Bjarni Sveinsson bjó á Hafrafelli, átti Önnu Bjarnadóttur 1849 frá Staffelli Jónssonar. Þ. b. við nr. 1849.

7284

εεε Sesselja Sveinsdóttir.

7285

įį Jón Guðmundsson (7245) ólst upp hjá Jóni Pálssyni á Sléttu og Elízabetu, móðursystur sinni‚ lærði silfursmíði og sigldi 1826, var myndarmaður, bjó á Vattarnesi og í Dölum í Fáskrúðsfirði. Átti‚ 1830, Valgerði Bjarnadóttur frá Kollaleiru 4590 Konráðssonar. Þ. b : Þorbjörg, Þorvaldur, Bjarni‚ Jón‚ Siggerður, Ásdís‚ Páll‚ Ólafur‚ Guðrún‚ Krákur‚ Oddur. Alls voru börnin 16, en sum dóu ung. Jón dó 1873.

7286

ααα Þorbjörg Jónsdóttir varð seinni kona séra Ólafs Indriðasonar 13210 á Kolfreyjustað og var móðir Jóns ritstjóra og Kristrúnar.

7287

βββ Þorvaldur Jónsson var söðlasmiður, bjó í Dölum í Fáskrúðsfirði. Átti I. Þórunni Ólafsdóttur prests Indriðasonar 13214. Þ. b.: Valgerður og Þorbjörg, dóu ógiftar. II. Sigurlaugu Gísladóttur úr Norðfirði 12386. Þ. b. m. a.: Anna‚ Jóhann.

7288

+ Anna Þorvaldsdóttir, giftist í Mjóafirði.

 

Númerin 7290—7293 vantar í handritið. (E. Bj.)

 

7289

+ Jóhann Þorvaldsson bjó í Þórshöfn við Reyðarfjörð. Átti Halldóru systur Ólafs á Helgustöðum Þ. b.: Ingvar‚ Þórlaug, Víkingur.

7294

ggg Bjarni Jónsson, söðlasmiður, bjó á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði, átti Elízabetu Þórólfsdóttur frá Árnagerði 4058. Þ. b.: Jón‚ Þórólfur, Valgerður.

7295

+ Jón Bjarnason,

7296

+ Þórólfur Bjarnason.

7297

+ Valgerður Bjarnadóttir.

7298

đđđ Jón Jónsson dó ókvæntur í Litlu-Breiðuvík, bl.

7299

εεε Siggerður Jónsdóttir átti Brynjólf Jónsson sjómann á Eskifirði. Þ. b.: Jón og Björn.

7300

+ Jón Brynjólfsson átti Friðriku Sæmundsdóttur Auðunssonar í Stóru-Breiðuvík.

7301

+ Björn Brynjólfsson.

7302

ſſſ Ásdís Jónsdóttir átti Þorstein Jónsson á Berunesi 12756, frænda sinn. Þ. b. mörg. Upp komust: Jón‚ Sigurður, Þorvaldur‚ Valgerður.

7303

+ Jón Þorsteinsson bjó á Berunesi, varð skammlífur. Átti Guðlaugu Jónsdóttur frá Eyri. Þ. einb. Björg.

7304

++ Björg Jónsdóttir átti Hall Pálsson á Búðum í Fáskrúðsfirði.

7305

+ Sigurður Þorsteinsson bjó á Berunesi eftir Jón bróður sinn og átti Guðrúnu dóttur Bjarna Mandal 12727 Magnússonar. Þ. b.: Þorsteinn, Bjarni‚ Ásdís.

7306

++ Þorsteinn Sigurðsson.

7307

++ Bjarni Sigurðsson búfræðingur á Búðareyri, átti Ragnheiði Finnsdóttur Malmqvist.

7308

++ Ásdís Sigurðardóttir átti Stefán b. Magnússon á Berunesi.

7309

+ Þorvaldur Þorsteinsson.

7310

+ Valgerður Þorsteinsdóttir átti Magnús Bjarnason 12726 Mandals(?).

7311

533 Páll Jónsson b. í Litlu-Breiðuvík, átti Valgerði Þórólfsdóttur 4057 frá Árnagerði, var seinni maður hennar. Þ. b.: Jón‚ Vigfús‚ Jóhanna, allt í Ameríku.

7312

įįį Ólafur Jónsson, bjó lengi í Dölum‚ fór síðan til Ameríku með móður sinni. Hann átti Elínu vinnukonu frá Gíslastöðum.

7313

zzz Guðrún Jónsdóttir fór til Ameríku.

7314

^ Krákur‚ f. 11/9 1853, Jónsson, átti: I. 1876, Guðrúnu Eyjólfsdóttur frá Tunghaga (f. 14/9 1803) Jónssonar b. í Brattagerði í Nesjum (og Ingibjargar Guðbrandsdóttur) Eyjólfssonar í Stórulág (og Guðrúnar Jónsdóttur) Snjólfssonar. Kona Eyjólfs í Tunghaga var Sigríður Jónsdóttir, f. í Eiðasókn um 1811. Börn Kráks og Guðrúnar: Jón‚ Eyjólfur, Valgerður, Guðrún‚ dó 1885. II. Ragnheiði, ekkju Guðmundar prests Guðmundssonar, systur Guðna skósmiðs Guðmundssonar, er síðast var í Baldurshaga í Eskifirði. Þau voru barnlaus og fóru til Ameríku.

7315

+ Jón Kráksson, f. 1876, var í þurrabúð á Eskifirði, átti Stefaníu Sigurðardóttur 5544. Jón varð húsasmiður á Akureyri, kallaði sig Austfjörð.

7316

+ Eyjólfur Kráksson, var sjómaður í Reykjavík, átti Kristrúnu Jónsdóttur gullsmiðs í Laxnesi í Mosfellssveit Bernharðssonar og Margrétar Bjarnadóttur.

7317

+ Valgerður Kráksdóttir (Elín Valgerður), átti Odd Guðmundsson 4625 sjómann í Reykjavík.

7318

hhh Oddur Jónsson.

7319

zz Elízabet Guðmundsdóttir (7243), óg., átti einn son við Jóni syni Björns Skúlasonar, er hét Elís og dó ungur.

7320

<{ Ólafur Guðmundsson (7243), f. um 1814, lifir 1826. Hefur víst dáið ókv., bl.

7321

đ Margrét Pétursdóttir frá Bót (7196) átti Einar b. á Setbergi í Fellum 11239 Kristjánsson á Krossi Einarssonar. Þ. b.: Guðrún‚ Ingibjörg, Kristján, Sigríður, Pétur‚ Sigfús og Guðfinna.

7322

αα Guðrún Einarsdóttir átti: I. Hildibrand Einarsson á Hofi 2447. II. Sigurð Benediktsson í Heiðarseli, og var seinni kona hans 11128. Bl.

7323

ββ Ingibjörg Einarsdóttir átti Sigfús Eiríksson 5823 á Stórabakka. Áttu eitt barn‚ sem dó ungt.

7324

gg Kristján Einarsson átti Sigríði Einarsdóttur frá Götu 3927. Þ. einb. Hildibrandur, drukknaði ungur í bæjarlæknum á Stórasteinsvaði.

7325

đđ Sigríður Einarsdóttir átti Vilhjálm Jónsson í Hvammi 10326.

7326

εε Pétur Einarsson bjó í Blöndugerði, átti Guðrúnu Jónsdóttur 4302 frá Galtastöðum ytri.

7327

ſ ſ Sigfús Einarsson bjó í Skógagerði (1845, 43 ára). Átti Vilborgu Jónsdóttur (f. í Þingmúlasókn um 1797). Þ. b.: Margrét, Guðrún‚ Pétur‚ Jón.

7328

ααα Margrét Sigfúsdóttir átti Halldór Jónsson á Litlabakka 9585. Am.

7329

βßß Guðrún Sigfúsdóttir átti Einar Sigfússon á Stórabakka 1874.

7330a

ggg Pétur Sigfússon b. á Litlabakka, átti Helgu Jónsdóttur 9576 b. á Litlabakka Jónssonar. Þ. b.: Ólafur og Ingibjörg.

7330b

+ Ólafur Pétursson var í Vopnafirði, bjó á Gnýstöðum, Ásbrandsstöðum og í Fremri-Hlíð. Átti Sigríði Stefánsdóttur 12144 frá Ásbrandsstöðum. Þ. b.: Pétur‚ Stefán‚ Helgi‚ Guðrún.

7331

++ Pétur Ólafsson lærði búfræði á Eiðum‚ bjó á Vakursstöðum, átti Elízabetu Sigurðardóttur b. á Vakursstöðum 12079 Jónssonar, og fékk með henni part af Vakursstöðum.

7332

++ Stefán Ólafsson átti barn með Rósu Sveinsdóttur Valdemarssonar 7767 Sveinssonar, hét Þórður Herbert, dó uppkominn‚ ókv., bl‚ Síðan fór Stefán til Vestmannaeyja og kvæntist þar Guðrúnu Jónsdóttur úr Mýrdal. Þ. einb. Jón.

7333

++ Helgi Ólafsson var vinnumaður hjá Pétri Rustíkussyni á Stórasteinsvaði, frænda sínum. Er á Litlabakka 1929, ókv., barnlaus.

7334

++ Guðrún Ólafsdóttir átti Jóhann Hrólfsson. Voru í húsmennsku á Vakursstöðum, bl. Hún drukknaði í Hofsá 1923.

7335

+ Ingibjörg Pétursdóttir átti Einar Ólafsson 10198 póst á Svínabökkum, bl. Einar var sonur Ólafs Rafnssonar Bjarnasonar á Ekru. Þau fóru síðast til Ameríku.

7336

đđđ Jón Sigfússon bjó á Stórabakka, átti Hildi Jónsdóttur. Am.

7337

33 Guðfinna Einarsdóttir átti: I. Jón Oddsson í Meðalnesi 7019. Þ. sonur: Oddur á Hreiðarsstöðum (7020). II. Bjarna
b. í Kolstaðagerði 14002 Bjarnasonar á Krossi Magnússonar á Hryggstekk (sbr. 6185) (f. um 1743) Bjarnasonar. Kona Magnúsar á Hryggstekk og móðir Bjarna á Krossi var Ragnheiður Magnúsdóttir (f. um 1735).

Bjarni yngri var launsonur Bjarna á Krossi‚ f. á Ormarsstöðum (sbr. 10995) um 1806 Móðir hans var Helga laundóttir Einars Jónssonar á Horni í Hornafirði 14001 og Þórunnar 5516 er kölluð var „Hornafjarðarsól“. Þórunn sú átti Pál Þórðarson (517) í Fossgerði á Berufjarðarströnd. Helga Einarsdóttir átti og annan son við Nikulási Gíslasyni á Dalhúsum (3063). Var það Einar á Gíslastöðum (nr. 3081). Hún hefur máske verið seinni kona Nikulásar. Bjarni í Kolstaðagerði Bjarnason og Einar Nikulásson á Gíslastöðum voru þannig hálfbræður, áttu sömu móður. Bjarni bjó einnig á Freyshólum. Börn Bjarna og Guðfinnu voru:

Jón‚ Bjarni‚ Einar‚ Finnur‚ Pétur‚ Ingunn‚ Helga. Síðar átti Bjarni Salnýju Jónsdóttur (1089) frá Snjóholti. Þ. b.: Einar‚ Guðný‚ Guðbjörg, Þórunn (sjá nr. 1089).

7338

ααα Jón Bjarnason bjó á Þuríðarstöðum, átti Vilborgu Indriðadóttur 13228 frá Eyri í Fáskrúðsfirði Hallgrímssonar í Sandfelli. Þ. b.: Bjarni‚ Guðfinna, Guðrún.

7339

+ Bjarni Jónsson var gáfumaður, gerðist barnakennari, varð svo ritstjóri „Bjarma“ um hríð‚ lengi meðhjálpari í Reykjavík‚ Átti‚ 1894, Rósu Lúðvígsdóttur Kemp. Hún dó 16/2 1907 12329. Þ. b.: Jórunn‚ Vilborg, Rósa.

7340

βββ Bjarni Bjarnason bjó ekki‚ átti Álfheiði, sunnlenzka.

7341

ggg Einar Bjarnason (eldri) átti Ólöfu Einarsdóttur frá Sandfelli 8780. Am.

7342

đđđ Finnur Bjarnason. Fór til Ameríku.

7343

εεε Pétur Bjarnason átti Sigþrúði dóttur Þorkels Árnasonar 8780 í Sandfelli. Am.

7344

ſſſ Ingunn Bjarnadóttir átti Eirík Sigurðsson í Heiðarseli 11130. Am.

7345

535 Helga Bjarnadóttir átti Stefán Einarsson á Gunnlaugsstöðum 2340, bl.

7346

ε Ólöf Pétursdóttir frá Bót (7196) átti Bjarna Pétursson 12823 Kolbeinssonar frá Hvanná Tunissonar. Þau bjuggu í Belgsholti í Borgarfirði syðra. Þ. b.: Pétur‚ Páll‚ Sigríður, Bjarni‚ dó ungur. Ólöf flutti austur aftur með Pétur son sinn.

7347

αα Pétur Bjarnason bjó lítið‚ síðast á Háreksstöðum á Jökulsdalsheiði. Átti Sólveigu Eiríksdóttur 1711 frá Víðivöllum Eiríkssonar.

7348

ββ Páll Bjarnason varð eftir syðra‚ átti Þórdísi Guðmundsdóttur frá Melkoti í Stafholtstungum Guðmundssonar. Þ. b.: Guðmundur, Pétur‚ Ingiríður, Ari.

7349

gg Sigríður Bjarnadóttir varð einnig eftir syðra‚ óg., átti laundóttur, er hét Elín Ingimundardóttir.

7350

bbb Sveinn Pétursson frá Skjöldólfsstöðum (7195) fór norður að Hólum í Hjaltadal, varð stúdent, og varð þar ráðsmaður á staðnum. Átti Kristínu Þórðardóttur lögréttumanns í Kolviðarnesi Björnssonar frá Kolviðarnesi Daðasonar Gíslasonar. Þeirra einbirni var: Pétur ríki á Bjarnarstöðum í Kolbeinsdal faðir Sveins á Fróðhúsum. Sveinn Pétursson dó 1779.

7351

ccc Ólöf Pétursdóttir frá Skjöldólfsstöðum (7195) átti Pétur son Guðmundar prests í Hofteigi 9979 Ingimundarsonar.

7352

ee Sigfús Jónsson frá Skjöldólfsstöðum, f. um 1696, (7184) var í Hjarðarhaga 1723, bjó fyrst á Hofi í Fellum‚ segir Jón Sigfússon, á Litlasteinsvaði 1730 og 1734, en á Kleppjárnsstöðum 1762. Þar mun hann hafa búið lengst‚ og þar mun hann hafa dáið. Hann var kallaður Kleppjárnsstaða-Fúsi og varð kynsæll mjög. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Ingibjörg Sölvadóttir, eftir sögn Jóns Sigfússonar, og hefði honum átt að geta orðið það vel kunnugt, en ekkert ættfærir hann hana. Við nr. 7060 er sett fram tilgáta um ætterni hennar‚ en hún er ekki byggð á öðrum rökum en þeim‚ að meðal sumra afkomenda Sigfúsar var tekið svo til orða‚ að þeir væru komnir af Sigfúsi á Kleppjárnsstöðum og sr. Sigfúsi Tómassyni. En það gat verið ruglingur og menn haldið‚ að Sigfúsarnafnið væri hið sama.

Um Sölvanafn er mjög lítið eystra um 1700 og fyrst á eftir‚ er til greina geti komið. Í verzlunarbókum Vopnafjarðar 1703 eru nefndir 4 Sölvar: Sölvi Eiríksson á Hofi og Fossvöllum, Sölvi Sigurðsson á Grímsstöðum, Sölvi á Ásbrandsstöðum (ekkert föðurnafn) og Sölvi Jónsson í Viðvík. Í verzlunarbókunum 1723 og 1730 er enginn Sölvi nefndur og enginn Sölvasonur né dóttir‚ nema Jón Sölvason á Straumi 1730.

Í manntalinu 1703 er hvorki nefndur Sölvi á Ásbrandsstöðum né Sölvi í Viðvík‚ og er því ókunnugt um þá. En 1703 býr á Austara-Landi í Öxarfirði Sölvi Sigurðsson, 30 ára‚ og kona hans‚ Sigríður Halldórsdóttir, 35 ára. Börn eru ekki talin þá hjá þeim‚ en þau gátu átt börn síðar. Þau gætu því verið foreldrar Ingibjargar konu Sigfúsar.

Sölvi Eiríksson bjó á Hofi í Fellum 1703, 30 ára. Kona hans heitir Valgerður Jónsdóttir, 19 ára. Móðir hennar‚ Margrét Þorsteinsdóttir, 62 ára‚ er hjá þeim. Þau eru þá eflaust nýgift. Verzlunartaók Vopnafjarðar 1703 telur hann bæði á Hofi og Fossvöllum. Hefur hann flutzt að Fossvöllum vorið 1703. Meira þekki ég ekki til þeirra né framættar þeirra. Geta mætti til‚ að Sölvi þessi væri sonur Eiríks Rafnssonar (6847) á Ketilsstöðum og Ingibjargar Sigfúsdóttur frá Hofteigi. Sölvi þessi er fæddur sama árið eða árið eftir að Sölvi í Hjarðarhaga dó (7057), sem átti Helgu‚ systur Ingibjargar, og væri mjög eðlilegt, að Ingibjörg hefði látið heita eftir honum. Væri nú víst‚ að Ingibjörg kona Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum hafi verið Sölvadóttir, eins og Jón Sigfússon segir‚ og sem varla er ástæða til að rengja (og hún lætur eitt elzta barn sitt heita Sölva), þá sé ég ekki‚ að annar Sölvi sé líklegri til að vera faðir hennar en þessi Sölvi Eiríksson á Hofi og Fossvöllum.

Gissur Jónsson á Fossvelli, sem var seinni maður Ásnýjar Jónsdóttur Rafnssonar á Ketilsstöðum, bjó á Fossvelli 1703, en fluttist þaðan vorið 1703 að Sleðbrjót. Sölvi Eiríksson á Hofi kemur auðsýnilega í stað hans að Fossvelli. Fossvöllur var kristfjárjörð Jökuldals og Hlíðarhrepps. Helztu menn þar um þær mundir eru einmitt af Rafnsættinni eða ætt séra Sigfúsar í Hofteigi og Skjöldólfsstaðaætt. Hafi nú Sölvi á Hofi verið sonur Eiríks Rafnssonar og Ingibjargar Sigfúsdóttur, þá var líklegt, að hann hefði viljað komast í átthaga sína og átt auðvelt með það vegna frændstyrks í Hlíð og á Dal. Hann hefur víst lifað stutt‚ því að 1723 er Bjarni Guðmundsson kominn að Fossvelli, en Sölva hvergi getið 1723, 1730 eða 1734.

Væri nú Sölvi Eiríksson á Hofi og Fossvelli sonur Eiríks Rafnssonar og Ingibjargar Sigfúsdóttur frá Hofteigi og faðir Ingibjargar konu Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum, þá væri fengin staðfesting þess‚ er afkomendur Sigfúsar og Ingibjargar hafa talið sig einnig komna af sr. Sigfúsi Tómassyni í Hofteigi. Nafn Ingibjargar konu Sigfúsar væri þá einnig ömmunafn hennar‚ móðurnafn Sölva.

Valgerður kona Sölva Eiríkssonar hefur eflaust verið dóttir Jóns Grímssonar, sem býr á Hofi í Fellum 1681. Hjá þeim Sölva er vinnukona 1703, Hólmfríður Grímsdóttir, 50 ára‚ líklega föðursystir Valgerðar. En dóttir Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum og Ingibjargar Sölvadóttur hét Hólmfríður, og gæti það verið nafn þessarar Hólmfríðar, og þannig styrkt þessa tilgátu um ætt Ingibjargar Sölvadóttur (sjá enn til styrkingar 6990 og 6993). Elzta barn Sigfúsar og Ingibjargar, sem kunnugt er‚ Þórunn‚ er fædd á Skeggjastöðum í Fellum um 1728. Sigfús bjó og fyrst á Hofi í Fellum‚ eftir sögn Jóns Sigfússonar. Má vera‚ að Sölvi hafi átt Hof‚ þó að hann flyttist þaðan (fengið það með konunni).

Ég tel því mjög líklegt, ef ekki víst‚ að Ingibjörg fyrri kona Sigfúsar á Kleppjárnsstöðum hafi verið dóttir Sölva sonar Eiríks á Ketilsstöðum og Ingibjargar Sigfúsdóttur prests í Hofteigi Tómassonar.

Árið 1730, þegar Sigfús er farinn að búa á Litlasteinsvaði, bjó Jón Sölvason á Straumi, næsta bæ‚ og er ekki ólíklegt, að hann hafi verið bróðir Ingibjargar konu Sigfúsar. Hefði hann þá borið föðurnafn Valgerðar konu Sölva Eiríkssonar. Líklega er sá Jón sami Jón Sölvason, sem býr á Skálanesi í Seyðisfirði 1734.

Börn Sigfúsar og Ingibjargar voru: Þórunn‚ f. um 1728, Hólmfríður (7379) f. um 1729, Jón (7380) f. um 1730, Sölvi (7381) f. um 1732, Guðrún (7382) f. um 1733, Sesselja (7383), Þorbjörg (7384), Skúli (7385) f. um 1737, Margrét (7605).

Seinni kona Sigfúsar var Sigríður Jónsdóttir, systir Óða-Jóns, er svo var kallaður, dóttir Galdra-Jóns Þórðarsonar á Dalhúsum‚ segir Jón Sigfússon. Hún er talin 45 ára 1762, því f. um 1717 Þ. b.: Jón (7606), f. um 1746, Sigfús (7665), f. um 1754, Jakob (7676), f. um 1761, Aðalborg (7683), f. um 1762.

Sigfús var fjörmaður mikill og glaðlyndur og ágætur söngmaður. Björn Skúlason, sonarsonur hans‚ sagði mér‚ að það hefði verið siður hans að kalla börn sín saman í rökkrinu á vetrum og látið þau syngja og sungið sjálfur með. Margir afkomendur hans voru söngmenn. Ekki var hann auðmaður, en upp kom hann börnum sínum‚ þó að mörg væru‚ heiðarlega, og þóttu þau flest mjög efnileg. Ekki er kunnugt hvenær hann dó‚ en fram yfir 1762 hefur hann lifað. Fyrri kona hans hefur dáið um eða eftir 1740. Hann hefur líklega lifað fram yfir 1770.

7353

aaa Þórunn Sigfúsdóttir, f. á Skeggjastöðum í Fellum um 1728, lifir 1816, 89 ára. Átti Guðmund Hallsson 1426 frá Gagnstöð, bjuggu á Ásgrímsstöðum. Þ. b.: Ingibjörg, Þorbjörg, Sigríður.

7354

α Ingibjörg Guðmundsdóttir átti Benedikt á Rangá 11126 Grímsson prest Bessasonar.

7355

β Þorbjörg Guðmundsdóttir átti Geirmund b. á Ásgrímsstöðum 10469 Jónsson b. í Hlaupandagerði Geirmundssonar að sunnan Jónssonar. Kona Geirmundar eldra hét Guðríður. Komu þau sunnan úr Álftafirði austur í Fljótsdalshérað. Þ. b.: Hannes‚ Jón‚ Helga.

7356

αα Hannes Geirmundsson bjó á Ásgrímsstöðum, átti Guðríði Þorkelsdóttur frá Gagnstöð. Þ. b.: Þorkell, Guðmundur, Björn‚ Óli‚ dó ókv., bl. Þorkell og Björn voru stórir menn og sterkir, einkum Björn.

7357

ααα Þorkell Hannesson var greindur vel og minnugur, bjó á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og víðar‚ fátækur, átti Þórunni Björgu 180 Sigurðardóttur frá Bót. Þ. b.: Jón‚ Björn‚ dó uppkominn, efnilegur maður‚ Þórarinn, Þórunn‚ Sigþrúður, Eiríkur. Þorkell varð blindur, var lengi síðast hjá Þórunni dóttur sínni á Hrafnabjörgum.

7358

+ Jón Þorkelsson bjó á Tjarnarlandi og Geirastöðum, átti Kristínu Jónsdóttur 7131 frá Fögruhlíð Þórðarsonar. Am.

7359

+ Þórarinn Þorkelsson b. á Geirastöðum um tíma‚ átti Guðrúnu Sigurðardóttur frá Heyskálum. Þ. sonur: Gunnþór. Hún dó um barnsburð að honum. Hann var síðar á Hrafnabjörgum og Fossvelli í húsmennsku.

7360

++ Gunnþór Þórarinsson bjó á Stórasteinsvaði, Hreimsstöðum‚ átti Jósefínu Kristjánsdóttur 13561 Siggeirssonar.

7361

+ Þórunn Þorkelsdóttir átti Guðmund Eiríksson 9288 á Hrafnabjörgum í Hlíð. Þ. b. dóu öll ung.

7362

+ Sigþrúður Þorkelsdóttir var ráðskona hjá Kristjáni Kristjánssyni b. á Ekkjufelli, Bárðarstöðum og síðast í Seyðisfirði‚ óg., bl.

7363

+ Eiríkur Þorkelsson b. í Fremraseli og Þórsnesi (Hlaupandagerði), átti Stefaníu Eyjólfsdóttur 3018 frá Tunghaga. Þ. s. Steinþór smiður á Egilsstöðum.

7364

βββ Guðmundur Hannesson bjó lítið eða ekki‚ átti Helgu Jónsdóttur 7138 frá Bakkagerði í Hlíð. Þ. b.: Guðrún‚ Málfríður, Jón.

7365

+ Guðrún Guðmundsdóttir átti Sigurð Þorsteinsson frá Engilæk, bjuggu á Tjarnarlandi um tíma og Litlasteinsvaði, voru mest í húsmennsku. Þ. einb.: Sigurbjörg.

7367

ggg Björn Hannesson bjó á Hnitbjörgum, átti: I. Sigríði Jónsdóttur 10229 frá Setbergi Bjarnasonar á Ekru. Þ. b.: Pálína‚ Guðríður, Guðrún‚ Þórarinn. II. Steinunni Eiríksdóttur 7156 frá Máseli. Þ. b.: Signý. Björn átti barn við Önnu Jónsdóttur 10231 frá Setbergi, mágkonu sinni‚ hét Sigþrúður. Víst þótti og‚ að hann væri faðir Guðrúnar dóttur Önnu‚ en kölluð var hún Hansdóttir. Ætternið var mjög skýrt. Síðast fór Björn til Ameríku og varð gamall. Hann var fátækur alla stund‚ en myndarmaður, einkum að veggjahleðslu.

7368

+ Pálína Björnsdóttir átti Pétur Runólfsson 9789 Péturssonar í Klúku. Am.

7369

+ Guðríður Björnsdóttir átti Stefán Björnsson frá Litlabakka. Am.

7370

+ Guðrún Björnsdóttir átti Jóhannes Þorleifsson 1801 frá Hrjót.

7371

+ Þórarinn Björnsson bjó á Hnitbjörgum, átti Þóru Gunnlaugsdóttur 11847 Eiríkssonar á Skriðuklaustri Arasonar. Þ. b. dóu ung úr berklaveiki, nema Jónas og Hallbjörn. Þórarinn dó einnig úr berklaveiki.

7372

++ Jónas Þórarinsson lærði trésmíði. Hann ólst upp á Hrafnabjörgum hjá Guðmundi Eiríkssyni og Þórunni frændkonu sinni (7361) og bjó síðan á Hrafnabjörgum. Átti 1920 Sveinveigu Eiríksdóttur, bróður Jóns Hnefils á Fossvöllum, Jónssonar.

7373

++ Hallbjörn Þórarinsson lærði einnig trésmíði, var í Seyðisfirði, átti Halldóru dóttur Sigurjóns Hrólfssonar Ólafssonar.

7374

+ Signý Björnsdóttir.

7375

+ Sigþrúður Björnsdóttir átti Ólaf b. í Grófarseli og á Sleðbrjót 11926 Magnússon. Þ. einb. Guðrún‚ Am.

7376a

+ Guðrún „Hansdóttir“ átti Sigfús Jónsson 12061, er síðast bjó á Einarsstöðum í Vopnafirði.

7376b

ββ Jón Geirmundsson (7355) átti Sigríði Jónsdóttur eldra 7158 frá Eyjaseli Hjörleifssonar, bl.

7377

gg Helga Geirmundsdóttir átti Finnboga Ólafsson 115 á Hrollaugsstöðum. Þ. sonur: Þórarinn, járnsmiður ágætur‚ á Seyðisfirði.

7378

g Sigríður Guðmundsdóttir (7353) átti Jón b. í Klúku Björnsson 9834 Eiríkssonar á Sandbrekku Teitssonar.

7379

bbb Hólmfríður Sigfúsdóttir frá Kleppjárnsstöðum (7352), f. um 1729, átti Jón b. á Hallfreðarstöðum 6985 Jónsson í Bót Jónssonar Rafnssonar. Þ. b. við nr. 6985.

7380

ccc Jón Sigfússon (7352) f. um 1730, bjó í Tungu‚ fjörmaður mikill. Hann var síðast húsmaður á Skeggjastöðum á Dal‚ en dó sem niðursetningur í Hnefilsdal 1815, 85 ára‚ bl. Ókunnugt er‚ hvort hann hefur kvænst.

7381

ddd Sölvi Sigfússon (7352), f. um 1732, ókv., bl., fór um sveitir að nokkru og var kallaður „Tiktúru“Sölvi, var mjög gjarnt til að hártoga það‚ sem menn sögðu. Eitt sinn kom hann að Hallormsstað og var þar nótt‚ það var í sláturtíðinni. Vinnumenn voru að raka gærur um kvöldið og voru að spjalla við Sölva. Einhver spurði hann‚ hvar hann hefði farið yfir Lagarfljót, hvort hann hefði riðið það á Hesteyrunum. Það er vað‚ er svo heitir‚ undan Dagverðargerði í Tungu. „Nei‚ ég reið það á miðju baki“, svaraði Sölvi. Í líkum anda voru ýms svör hans. Eitt sinn spurði hann svo: „Hvernig skerast sauðirnir hérna núna?“ Prestkonan hafði heyrt tal þeirra og svarar skjótt: „Það fer nú eftir því hvernig hnífarnir bíta“. Sölvi varð þegjandalegur við svarið.

7382

eee Guðrún Sigfúsdóttir frá Kleppjárnsstöðum (7352), f. um 1733, átti Árna b. í Hnefilsdal 1368 Magnússon.

7383

fff Sesselja Sigfúsdóttir (7352), átti 1763 Eymund b. Ólafsson 4802 á Skálum á Langanesi.

7384

ggg Þorbjörg Sigfúsdóttir (7352) átti Þorstein Jónsson 1826 á Hákonarstöðum, er síðar bjó á Melum‚ og Melaætt er frá komin. Þorbjörg hefur dáið 1772 eða 1773, áður en Þorsteinn fluttist að Melum.

7385

hhh Skúli Sigfússon (7352), f. um 1737, líklega heitinn eftir Skúla Sigurðssyni lögréttumanni á Hallfreðarstöðum, er bjó þar um það leyti‚ er börn Sigfúsar voru að fæðast‚ bjó fyrst í Vopnafirði, lengst í Fagradal, síðan á Torfastöðum í Hlíð‚ frá 1782 eða 1783 til 1789, þá fluttist hann að Brimnesi í Seyðisfirði og bjó þar síðan. Hann dó á Grund í Mjóafirði hjá Birni syni sínum 11/9 1816. Hann átti Svanhildi dóttur Sveins Jónssonar á Torfastöðum 10304. Séra Þórður Högnason segir um þau í kirkjubók sinni 1785, að Skúli sé „guðhræddur, vel fróður og margkunnandi“, Svanhildur „sæmilega vel að sér“ og „öll börnin efnileg“. Börn þeirra eru talin 1785: Skúli (21), f. á Hrafnsstöðum um 1764, Ingibjörg (18), f. í Fagradal um 1766, Sólrún (17), f. í Fagradal um 1768, Guðrún (16), Eiríkur (15), Sveinn (11), Sesselja (8), Katrín (4), f. á Skjaldþingsstöðum, Björn (7498) (2), f. á Torfastöðum, Svanhildur (7551) (1), f. á Torfastöðum, og enn var Guttormur, f. á Brimnesi. Alls áttu þau 16 börn‚ en 5 dóu ung. Skúli er talinn 1785 48 ára‚ en Svanhildur 38. Hún lifir á Selsstöðum 1816, og er talin fædd á Torfastöðum. Hún dó á Selsstöðum 2/6 1833, 87 ára.

Frá Skúla og Svanhildi er kominn fjöldi manna‚ og hefur það verið kölluð: SKÚLAÆTT.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.