Skjöldólfsstaðaætt frá Jóni ættfræðingi Gunnlaugssyni á Skjöldólfsstöðum

7185

aa Hallgrímur Jónsson á Skjöldólfsstöðum drukknaði ungur‚ ókv., bl.

7186

bb Þorgrímur Jónsson, f. um 1683, bjó á Skjöldólfsstöðum‚ varð ekki gamall. Hann átti Björgu Þorláksdóttur prests í Glæsibæ (d. 1693) Sigfússonar Jónssonar rebba í Búðardal Sigurðssonar í Búðardal Oddssonar á Hvoli Sigurðssonar á Hvoli Geirmundssonar Herjólfssonar. Móðir Sigurðar á Hvoli var Guðrún dóttir Ólafs „tóna“ á Staðarhóli Þorleifssonar á Reykhólum (d. 1379) Svartssonar á Reykhólum Þorleifssonar hins haga (d. 1315) Eyvindarsonar prests í Haga Þórarinssonar í Haga‚ er átti Ragnheiði Aronsdóttur Bárðarsonar hins svarta í Selárdal. Móðir Bjargar Þorláksdóttur á Skjöldólfsstöðum var Helga Sigfúsdóttir Ólafssonar, en Sigfús var hálfbróðir Halldórs lögmanns Ólafssonar (S-æf. I. 81 og 224).

Börn Þorgríms og Bjargar voru: Jón‚ Hallgrímur, Halldóra, Helga‚ Þorbjörg óg., bl.

7187

aaa Jón Þorgrímsson átti barn við Sigríði dóttur Benedikts lögmanns 3694 Þorsteinssonar. Vildu eigast‚ en fengu ekki fyrir lögmanni. Barnið var Hallgrímur læknir Bachmann, sjá nr. 3695.

7188

bbb Hallgrímur Þorgrímsson bjó á Þrándarstöðum í Borgarfirði 1756, átti Þórunni Ólafsdóttur 3497 lögréttumanns á Kóreksstöðum Péturssonar. Hallgrímur er þingvottur á Desjarmýri 9. júlí 1756. Hefur líklega dáið það ár eða 1757. Hann dó frá börnum þeirra ungum og fór hún þá að Desjarmýri, sjá nr. 3497. Þeirra sonur var Ólafur í Húsavík 3498.

7189

ccc Halldóra Þorgrímsdóttir átti Vigfús Ólafsson 1395 í Njarðvík.

7190

ddd Helga Þorgrímsdóttir lærði latínu‚ átti Sigurð Jónsson 9637 Péturssonar á Surtsstöðum Rustikussonar. Þau bjuggu á Bárðarstöðum 1762. Þeirra dóttir Björg kona Stígs Jónssonar á Bárðarstöðum.

7191

cc Gunnlaugur Jónsson bjó á Skjöldólfsstöðum, er þar 1723 og 1734. Hann átti Ragnhildi Bjarnadóttur 9369 prests í Möðrudal Jónssonar. Þ. b.: Guðný‚ Ingveldur, Þorbjörg. Espólín hefur talið konu Gunnlaugs vera Guðrúnu dóttur sr. Bjarna og fyrri konu hans‚ Ingibjargar Gunnlaugsdóttur prests í Möðrudal Sölvasonar. En það getur ekki verið rétt. Hitt mun áreiðanlegt‚ enda segir sr. Jón Högnason um Ingveldi Gunnlaugsdóttur, konu sína‚ að hún hafi verið komin af Guðbrandi biskupi, og er það auðrakið gegnum Ragnhildi síðari konu sr. Bjarna. Bjarni hefur heitið sonur Gunnlaugs og Ragnhildar. Á þingi við Trébrúna 22/9 1766 lýsir hann því‚ að 5 hndr. í Skjöldólfsstöðum hafi verið sinn erfðahlutur eftir föður sinn sál., Gunnlaug Jónsson‚ en móðir sín‚ Ragnhildur Bjarnadóttir, hafi selt þau Hans Wium fyrir 3½ hndr. í Stórasteinsvaði, 1 kú og 6 ær. Brigðar Bjarni þessi 5 hndr. undan Wium. Bréf Bjarna er dags. Refsstað 21/4 1766.

7192

aaa Guðný Gunnlaugsdóttir átti: I. Guðbrand Árnason frá Sauðanesi 3627, bl. II. Þórð prest Högnason á Kirkjubæ 8765. Hún dó 29. júlí 1794, 74 ára‚ á Kirkjubæ.

7193

bbb Ingveldur Gunnlaugsdóttir átti Jón prófast Högnason 8398 á Hólmum. Hún dó 30. maí 1809, 88 ára.

7194

ccc Þorbjörg Gunnlaugsdóttir átti Bjarna yngra 3641 á Búlandi Eiríksson stóra Bjarnasonar.

7195

dd Pétur Jónsson, f. um 1687, bjó á Skjöldólfsstöðum 1723, 1730 og 1734, dó 1753 eða 1754, og var hreppstjóri. Á Þingi við Trébrúna 1754 er skipaður annar hreppstjóri í stað hans látins. Sumir‚ þar á meðal Bogi í Sýslumannsæfum IV. 776, telja konu hans Guðrúnu dóttur Björns sýslumanns Péturssonar á Bustarfelli, en það er eflaust ekki rétt Sveinn Guðmundsson á Hafrafelli, minnugur vel um ætt sína‚ sonur Þorbjargar sonardóttur Péturs Jónssonar, sagði‚ að kona Péturs hefði verið Ólöf Pétursdóttir, systir Björns sýslumanns. Það hefur þó ekki verið‚ en dóttir Ólafar mun hafa verið kona hans‚ líklega Kristín Sveinsdóttir 3823. Sjá annars nánar um þetta við nr. 3821. Börn Péturs voru: Pétur‚ Sveinn 7350 og Ólöf 7351.

7196

aaa Pétur Pétursson bjó fyrst á Fossi‚ þá á Skjöldólfsstöðum (1762 46 ára) og síðar í Bót (um 1765), átti Ingibjörgu Sigurðardóttur tuggu 4502 Sveinssonar og var fyrri maður hennar. (Hún um 30 ára 1762). Þ. b.: Pétur‚ Elísabet 7242, Þorbjörg 7243, Margrét 7321, (f. á Skjöldólfsstöðum um 1764), Ólöf (f. í Bót um 1765). Pétur varð hreppstjóri 1756, dó nálægt 1772.

7197

α Pétur Pétursson, f. um 1763, bjó fyrst í Vopnafirði en fluttist í Hákonarstaði 1803 og bjó þar síðan. Átti‚ 16. okt. 1791, Hallfríði dóttur Galdra-Eggerts Einarssonar 9851 Eggertssonar prests á Svalbarði Jónssonar. Þ. b. : Jónatan, Jón‚ Pétur‚ Benjamín‚ Hallgrímur, Þorgrímur, Sigfús‚ Kristín, Ólöf‚ Anna‚ Guðrún. Börn Péturs og Hallfríðar 1817: Pétur (25), Jón (23), Benjamín (21), Kristín (20), Ólöf (18), Jónatan (17), Þorgrímur (16), Eggert (14), Guðrún (13), Hallgrímur (10), Anna (9), Jónas (7), Sigfús (5), (Eggert og Jónas munu hafa dáið ókv. og bl.). Pétur dó 26. júlí 1821, 58 ára‚ en Hallfríður 18. sept. 1834, 62 ára. Þaðan er HÁKONARSTAÐAÆTT.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.