Skúlaætt frá Skúla Sigfússyni, Brimnesi, Sf. Fjallabræður

7386

α Skúli Skúlason bjó í Sandvík og var allgóður bóndi‚ kallaður Sandvíkur-Skúli. Átti: I., 1788, Guðrúnu dóttur Guðmundar (f. um 1723, d. 1787) og Hallnýjar (f. um 1723) Einarsdóttur. Var Guðrún systir Jóns Guðmundssonar í Fögruhlíð. Þ.einb.: Ingibjörg. II. Rósu Finnbogadóttur 4887 frá Skoruvík á Langanesi. Þ. b.: Skúli‚ Finnbogi. Launsonur Skúla við Kristínu Hjörleifsdóttur 9361 Eiríkssonar, er lengi var vinnukona hjá honum‚ hét Þorsteinn.

7387

αα Ingibjörg Skúladóttir átti Sigfús b. í Fannardal 12423 Vilhjálmsson. Þ. b.: Sesselja, Guðrún‚ Guðfinna, Sigurbjörg.

7388

ααα Sesselja Sigfúsdóttir átti Magnús Vilhjálmsson í Fannardal 12452. Voru stutt saman. Þ. b.: Sigurbjörg, Guðmundur‚ ókv., bl.

7389

+ Sigurbjörg Magnúsdóttir átti Jón Þorleifsson 6908, frá Karlsstöðum.

7390

βββ Guðrún Sigfúsdóttir átti Metúsalem b. á Strönd (Hjálmarsströnd) 7566 í Loðmundarfirði Guttormsson Skúlasonar. Þ. b.: Katrín‚ Sigurbjörg, Sigþrúður, Hallgrímur, Am., María‚ Am. Laundóttir Guðrúnar áður við Jóni á Bárðarstöðum, Ólafía.

7391

+ Katrín Metúsalemsdóttir átti Högna Guðmundsson 350 í Breiðuvík og Bakkagerði í Borgarfirði.

7392

+ Sigurbjörg Metúsalemsdóttir átti Jón Jónsson úr Vopnafirði.

7393

+ Sigþrúður Metúsalemsdóttir.

7394

+ Ólafía Jónsdóttir átti Jón Árnason á Hólshúsum. Am.

7395

ggg Guðfinna Sigfúsdóttir átti barn við Jóni Matthíassyni‚ hét Jónína Sigurbjörg, og annað við Davíð Jónssyni 411 á Grænanesi, hét Davíð (nr. 418).

7396

+ Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir.

7397

đđđ Sigurbjörg Sigfúsdóttir var fyrri kona Guðmundar Magnússonar 7246 í Fannardal.

7398

ββ Skúli Skúlason átti 2 börn við Guðríði laundóttur Stefáns Þorleifssonar 12385 í Ormsstaðahjáleigu, hétu Kristín og Bergsveinn.

7399

ααα Kristín Skúladóttir átti Hektor Sveinsson 7486 Skúlasonar.

7400

βββ Bergsveinn Skúlason bjó í Urðarteigi, átti Sigríði Jónsdóttur „grjótgarðs“. Þ. b.: Hansína, Álfheiður.

7401

+ Hansína Bergsveinsdóttir átti Árna Sigurðsson 5249 í Krossgerði á Berufjarðarströnd.

+ Álfheiður Bergsveinsdóttir átti Baldvin Björnsson 1203 á Fremri-Kleif.

7402

gg Finnbogi Skúlason átti Katrínu Þuríði Jónsdóttur 12380 frá Ýmastöðum Þorleifssonar. Þ. b.: Árni‚ Sigríður, Rósa.

7403

ααα Árni Finnbogason átti Guðlaugu Torfadóttur 2800 frá Skuggahlíð.

7404

βββ Sigríður Finnbogadóttir.

7405

ggg Rósa Finnbogadóttir.

7406

đđ Þorsteinn Skúlason var ókvæntur vinnumaður á Barðsnesi 1845, 41 árs.

7407

β Ingibjörg Skúladóttir (7385), átti Björn b. á Selsstöðum 3547 Jónsson.

7408

g Sólrún Skúladóttir (7385) átti Hermann b. á Grænanesi 4331 Hermannsson í Firði Jónssonar.

7409

đ Guðrún Skúladóttir (7385) átti: I. Magnús b. á Bárðarstöðum 1502 Sigurðsson Einarssonar á Úlfsstöðum Hávarðssonar. Þ. b : Magnús‚ Valtýr‚ Svanhildur, Ljósbjörg. II. Jón b. á Skálanesi. Þ. b.: Sigríður.

7410

αα Magnús Magnússon bjó á Reykjum í Mjóafirði (1845) og Rima. Átti Valgerði Jónsdóttur 12442 Vilhjálmssonar á Kirkjubóli. Þ. b. 1845: Guðrún (6), Sigurður (5), Sigríður (3), Svanhildur (2) og enn Kristín, Ljósbjörg og Hákon‚ sem drukknaði. (Kristín er ef til vill sama stúlkan sem Guðrún).

7411

ααα Guðrún Magnúsdóttir.

7412

βββ Sigurður Magnússon átti barn við Katrínu Hallgrímsdóttur. Hét Jóhanna.

7413

+ Jóhanna Sigurðardóttir, fór til Ameríku.

7414

ggg Sigríður Magnúsdóttir, átti: I. Jóhann Jónsson. II. Jónas Þorsteinsson 1462 frá Skuggahlíð.

7415

đđđ Svanhildur Magnúsdóttir átti: I. Diðrik Diðriksson,og eina dóttur. II. Björn Jónsson á Ýmastöðum 12236 Þorgrímssonar.

7416

εεε Kristín Magnúsdóttir, (má vera sama sem Guðrún), átti Jón Arnljótsson, sunnlenzkan, fóru til Reykjavíkur.

7417

ſſſ Ljósbjörg Magnúsdóttir, átti Jón b. á Freyshólum 4236, Guðmundsson. Þ. b.: Hólmfríður, Sigurbjörg, Guðrún‚ Guðjón‚ Magnús.

7418

+ Hólmfríður Jónsdóttir átti Jón b. á Freyshólum 2095 Ólafsson í Mjóanesi.

7419

+ Sigurbjörg Jónsdóttir átti Guðmund Jónsson á Freyshólum‚ bróður Sigurðar á Reyðará. Móðir þeirra hét Sesselja. Þ. b.: Jón og Guðmundur.

++ Jón Guðmundsson b. á Freyshólum, átti Hildi Stefánsdóttur 6411 Árnabjörnssonar.

7420

+ Guðrún Jónsdóttir átti Svein Björnsson á Kóreksstöðum 1293 Eftir dauða hans bjó hún með Pétri Péturssyni.

7421

+ Guðjón Jónsson, var trésmiður, bjó á Bakkagerði í Reyðarfirði. Átti Guðrúnu Ketilsdóttur úr Reykjavík.

7422

+ Magnús Jónsson bjó fyrst á Rangalóni á Jökulsdalsheiði‚ átti Ingibjörgu Björnsdóttur 10809 og 12445 úr Seyðisfirði, frændkonu sína‚ svo á Freyshólum og á Víkingsstöðum.

7423

ββ Valtýr Magnússon, bjó lítið eða ekki‚ var hér og þar‚ síðast í Gilsárteigi. Átti fyrst 2 launbörn, annað með Ingibjörgu dóttur Jóns á Eyvindará og Ingibjargar, hét Anna Jónína. Hitt við Guðrúnu Jónsdóttur, systurdóttur Kolbeins skakka 12821, hét Sofía. Síðan kvæntist hann Sofíu Árnadóttur frá Krossi í Fellum 10994 Bessasonar. Þ. b.: Valtýr‚ Skúli‚ Sofía.

7424

ααα Anna Jónína Valtýsdóttir.

7425

βββ Sofía Valtýsdóttir.

7426

ggg Valtýr Valtýsson, b. á Nesi í Loðmundarfirði, átti Helgu Rustíkusdóttur á Nesi 9574 Jónssonar. Þ. b.: Stefán‚ Guðrún Björg‚ Sigríður, Helgi‚ Jónína Ingibjörg, Jakob Valdemar. Laundóttir hans var víst Sofía.

7427

+ Stefán Valtýsson.

7428

+ Guðrún Björg Valtýsdóttir.

7429

+ Sigríður Valtýsdóttir átti Þorstein Jónsson 3582 b. á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði.

7430

+ Helgi Valtýsson rithöfundur á Akureyri.

7431

+ Jónína Ingibjörg Valtýsdóttir.

7432

+ Jakob Valdemar Valtýsson fór að búa á Jökulsá í Borgarfirði, en dó þar ungur‚ ókv., bl.

7433

+ Sofía Valtýsdóttir, átti Halldór Stefánsson frá Kolfreyjustað 95.

7434

đđđ Skúli Valtýsson dó 20—30 ára‚ ókv., bl.

7435

εεε Sofía Valtýsdóttir bjó í Kaupmannahöfn.

7436

gg Svanhildur Magnúsdóttir átti Einar Jónsson 4646 á Þórarinsstöðum.

7437

đđ Ljósbjörg Magnúsdóttir, óg., bl., varð gömul nokkuð.

7438

εε Sigríður Jónsdóttir (7409), átti Árna Konráðsson á Hesteyri í Mjóafirði (f. í Stafafellssókn um 1801). Þ. b.: Jón‚ Gísli‚ ókv., bl.

7439

ααα Jón Árnason, b. í Haga við Mjóafjörð, átti Sólrúnu Guttormsdóttur 7604 Skúlasonar. Þ. b.: Gísli‚ bl., Arnórína, bl.

7440

ε Eiríkur Skúlason (7385) bjó fyrst í Skálanesi í Seyðisfirði‚ átti Þóru Guðmundsdóttur. Þau bjuggu svo 9 ár í Loðmundarfirði og flosnuðu þar upp. Þá fór Eiríkur í Vopnafjörð og hélt til í Vatnsdalsgerði. Eiríkur var drykkjumaður mikill og óreglumaður. Hann stal peningum (62 rd.) og sauðarkrofi frá Arngrími á Haugsstöðum Eymundssyni nóttina fyrir 12. apríl 1808. Dæmdur í tugthús. Börn Eiríks og Þóru voru: Sólrún og Svanhildur, óg., bl. Launbörn hans við Sigríði Gissurardóttur b. í Vatnsdalsgerði Guðmundssonar og Guðrúnar Pálsdóttur: Sveinn‚ f. 22/9 1806 og við Maríu Malmqvistsdóttur 13760: María‚ f. 10/11 1815.

7441

αα Sólrún Eiríksdóttir.

7442

ββ Sveinn Eiríksson, bjó lítið eða ekki‚ átti Sigríði Jónsdóttur. Þ. b.: Gunnar.

7443

ααα Gunnar Sveinsson, b. á Brimnesi í Seyðisfirði, átti Kristbjörgu Kristjánsdóttur 3483 Sigfússonar.

7444

gg María Eiríksdóttir átti Odd á Kollaleiru 4591 Bjarnason og fjölda barna.

7445

ſ Sveinn Skúlason (7385), bjó á Skálanesi í Seyðisfirði 1816, síðas t á Nesi í Norðfirði. Átti: I. Þuríði Jónsdóttur. Þ. b.: Sveinn‚ Þórunn‚ Elízabet, Ingunn‚ óg., bl. Þórunn dó 1816. Þá átti Sveinn launbörn: Skarphéðinn, við Guðrúnu Sigurðardóttur 1498 frá Úlfsstöðum, og Nikódemus og Sigurborgu við Steinunni Ögmundsdóttur 10673 frá Seljamýri. Síðan kvæntist hann aftur‚ Sæbjörgu dóttur Jóns b. á Skála og Urðarteigi Ófeigssonar í Urðarteigi (f. um 1730) Jónssonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur á Veturhúsum í Hamarsdal, f. um 1720, Jónssonar. Þ. b.: Samúel‚ Sigfús‚ Sveinn‚ Hektor‚ Adam‚ Guðrún‚ dó óg.‚ bl., Svanhildur, Matthildur.

7446

αα Sveinn Sveinsson eldri bjó á Seljamýri, átti Þuríði Steingrímsdóttur 10120. Þ. b.: Jón‚ Jóhann‚ Jóhanna, Anna Katrín. (Jón var álitinn sonur Jóns Árnasonar á Bárðarstöðum 4419).

7447

ααα Jón Sveinsson átti Sólveigu Magnúsdóttur 2098 frá Nesi Einarssonar.

7448

βββ Jóhann Sveinsson, b. á Seljamýri, átti: I. Sigríði Sæbjörnsdóttur 9858 frá Hvannstóði Þ. b.: Guðný‚ óg., bl., Sveinn‚ Sæbjörn. II. Guðrún Pétursdóttir frá Ánastöðum. Þ. b.: Stefanía. Launsonur Jóhanns við Málfríði Pétursdóttur, systur Guðrúnar, hét Jóhann.

7449

+ Sveinn Jóhannsson, b. í Hleinargarði um tíma‚ átti Oddnýju Oddsdóttur 970 frá Hreiðarsstöðum. Þ. b.: Sigurður, Oddur‚ Jóhanna.

7450

++ Sigurður Sveinsson, átti Guðnýju úr Skeggjastaðasókn.

7451

++ Oddur Sveinsson, átti Hermanníu Helgadóttur úr Dalakálki.

7452

++ Jóhanna Sveinsdóttir, átti Vilhjálm Helgason úr Dalakálki.

7453

+ Sæbjörn Jóhannsson, fór til Ameríku.

7454

+ Stefanía Jóhannsdóttir. fór til Ameríku.

7455

+ Jóhann Jóhannsson, fór með móður sinni til Amerlku, varð góður bóndi í Suður-Dacota.

7456

ggg Jóhanna Sveinsdóttir átti Bergsvein á Nesi Sveinbjörnsson 7491.

7457

đđđ Anna Katrín Sveinsdóttir, átti Jón b. á Bárðarstöðum 10753 Ögmundsson. (Hún var talin dóttir Hallgríms Ólafssonar í Húsavík).

7458

ββ Þórunn Sveinsdóttir Skúlasonar (7445) átti: I. Filippus Salómonsson 3543 á Grænanesi. II. Stefán Stefánsson.

7459

gg Elízabet Sveinsdóttir, sigldi til útlanda.

7460

đđ Skarphéðinn Sveinsson, var myndarmaður, hrapaði til bana í Brimnesflugum, ókv., bl.

7461

εε Nikódemus Sveinsson, átti dóttur‚ er hét Ingibjörg.

7462

ααα Ingibjörg Nikódemusdóttir varð 3. kona Sigurðar Halldórssonar á Eskifirði. Laundóttir hennar við Sigurði Sveinssyni 5544 á Grjótáreyri hét Stefanía.

7463

ſ ſ Sigurborg Sveinsdóttir.

7464

33 Samúel Sveinsson, þurrabúðarmaður á Eskifirði, átti Guðrúnu Óladóttur. Þ. b.: Ólafía.

7465

ααα Ólafía Samúelsdóttir átti Konráð Lúðvíksson Kemp.

7466

įį Sigfús Sveinsson, b. á Nesi í Norðfirði, átti Ólöfu Sveinsdóttur frá Viðfirði 434. Þ. b.: Sveinn‚ Jón‚ Skúli‚ Sigríður. Launsonur Sigfúsar við Önnu Maríu........................ hét Jón.

7467

ααα Sveinn Sigfússon var „borgari“ á Nesi í Norðfirði, átti: I. Þorbjörgu Runólfsdóttur 7910 Jónssonar Þorleifssonar í Stóru-Breiðuvík Stefánssonar. Þ. b.: Sigfús‚ Ólöf‚ Sigríður, Jón. Hjónaband þeirra Þorbjargar var kalt‚ og skildu þau. Sveinn fór suður til Reykjavíkur og hóf þar verzlun og kvæntist aftur.

7468

+ Sigfús Sveinsson var kaupmaður á Norðfirði.

7469

+ Ólöf Sveinsdóttir kona dr. Ólafs yfirkennara Daníelssonar.

7470

+ Sigríður Sveinsdóttir kona Rögnvaldar kaupmanns á Akureyri Snorrasonar.

7471

+ Jón Sveinsson skrifstofumaður á Norðfirði.

 

Númer 7472 og 7473 vantar í handritið

 

7474

βββ Jón Sigfússon fór víst til Ameríku.

7475

ggg Skúli Sigfússon.

7476

đđđ Sigríður Sigfúsdóttir.

7477

εεε Jón Sigfússon, laungetinn, b. í Naustahvammi, átti Guðrúnu Þorleifsdóttur frá Nesi 322 Árnasonar Torfasonar.

7478

zz Sveinn Sveinsson Skúlasonar yngri‚ bjó í Hellisfirði og keypti hann‚ bjó líka á Nesi‚ átti Önnu Björgu Einarsdóttur frá Austdal Hákonarsonar. Þ. b.: María‚ Jóhann‚ Sveinbjörg.

7479

ααα María Sveinsdóttir átti Friðfinn Halldórsson. Þ. b.: Anna.

 

Númer 7480 og 7481 vantar í handritið

 

7482

^ Adam Sveinsson bjó í Norðfirði, átti Gunnhildi Einarsdóttur 12520 frá Svínaskálastekk Þorsteinssonar. Þ. b.: Sverrir‚ Lukka Kjartína, Guðný.

7483

ααα Sverrir Adamsson, ókv., átti barn við Unu Ormarsdóttur.

7484

βββ Lukka Kjartína Adamsdóttir, átti Gísla vefara Árnason, bl. Voru alllengi í Tungunni, hér og hvar.

7485

ggg Guðný Adamsdóttir átti Odd Guðmundsson 4593 járnsmið í Norðfirði.

7486

fifi Hektor Sveinsson var í Norðfirði, átti Kristínu Skúladóttur 7399, Skúlasonar. Þ. b : Rósa‚ Guðríður, Guðrún.

7487

kl^ Svanhildur Sveinsdóttir Skúlasonar, átti Hjálmar Erlendsson 5575 á Sleðbrjót, bl.

7488

Á.Á. Matthildur Sveinsdóttir átti‚ 1870, Sigurðson Sigurðar Andréssonar 8269 frá Kjartansstöðum í Skagafirði, er austur kom með sr. Halldóri að Hofi 1850, og Ingibjargar Runólfsdóttur Jakobssonar á Felli og Skálanesi (skrifarans nafnkunna) Sigurðssonar. Þau bjuggu í Vopnafirði.

7489

z Sesselja Skúladóttir Sigfússonar (7385) giftist aldrei‚ dó barnlaus.

7490

į Katrín Skúladóttir Sigfússonar (7385) átti Sveinbjörn Jónsson frá Reykjahlíð 14312 Einarssonar, bjuggu á Nesi í Loðmundarfirði og Stakkahlíð. Þeirra einb.: Bergsveinn.

7491

αα Bergsveinn Sveinbjörnsson bjó á Nesi í Loðmundarfirði‚ átti Jóhönnu Sveinsdóttur 7456 frá Seljamýri. Þ. b.: Anna‚ Karólína, María‚ Ingibjörg, Björn‚ Jón‚

7492

ααα Anna Bergsveinsdóttir átti Þórarinn b. á Brennistöðum 4423 Jónsson Magnússonar.

7493

βββ Karólína Bergsveinsdóttir bjó með Magnúsi í Gröf Jónssyni (4422), bróður Þórarins á Brennistöðum, óg., bl.

7494

ggg María Bergsveinsdóttir.

7495

đđđ Ingibjörg Bergsveinsdóttir, var hjá Magnúsi í Gröf og systur sinni‚ óg., bl.

7496

εεε Björn Bergsveinsson.

7497

ſ ſ ſ Jón Bergsveinsson.

7498

z Björn Skúlason Sigfússonar (7385) bjó víða í fjörðunum‚ Loðmundarfirði‚ Seyðisfirði, Mjóafirði (Grund 1816), Norðfirði og Borgarfirði, oft ekki nema ár í stað. Hann átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Bóndastöðum 10322 Magnússonar og Þuríðar Sveinsdóttur, systur Svanhildar, konu Skúla. Voru þau því systrabörn. Hún var bezta kona‚ góð yfirsetukona. Þ. b.: Vilhelmína, Björn‚ Skúli‚ Jón 7550 (talinn 1816: 9, 8, 7, 6 ára‚ fædd eftir röðinni á Bárðarstöðum, Dvergasteini, Selsstöðum og Brimnesi, eitt í hverjum stað). Launson átti Björn‚ er Jón hét‚ ókv., bl. Björn var hagleiksmaður og skurðhagur vel‚ smíðaði talsvert rúmfjalir, stokka og brauðhlemma og skar það út: Langspil smíðaði hann og talsvert, og spilaði á þau. Hann dó sem kristfjármaður á Kóreksstöðum, nærri níræður, 1872 (f. um 1783).

7499

αα Vilhelmína Björnsdóttir átti Skúla Hermannsson frá Grænanesi 4341.

7500

ββ Björn Björnsson (f. um 1808) bjó á Setbergi í Borgarfirði og í Brúnavík (1845) og síðar á Bóndastöðum, var söngmaður og spilaði mikið á langspil og smíðaði þau‚ hagleiksmaður mikill. Hann átti: I. Gróu Einarsdóttur frá Hrafnsgerði 11218. Þ. b.: Björn og Jón. II., 18/10 1843 Önnu‚ (f. 5/8 1819), dóttur Jóns prests Guðmundssonar 5998 á Hjaltastað. Hún dó 22/5 1854, 34 ára. Þ. b.: Gróa‚ Margrét, Sigurbjörg, Guðbjörg, Anna‚ Björn. Björn dó úr taugaveiki á laugardagskvöldi vorið 1871. Morguninn eftir dó Jón sonur hans‚ einnig úr taugaveiki.

7501

ααα Björn Björnsson bjó nokkur ár á Bólum hjá Bóndastöðum‚ en annars lítið. Átti Björgu Sigurðardóttur 65 frá Svínafelli Jónssonar. Þ. b.: Sigbjörn, Skúli‚ Stefán og Bergþór, báðir til Ameríku, Halldór, dó ungur‚ Guðrún‚ Oddný‚ Jónína.

7502

+ Sigbjörn Björnsson, f. 5/9 1853, bjó á Litlabakka, góður bóndi. Átti Vilborgu Stefánsdóttur á Litlabakka 60 Sigurðssonar. Þ. b.: Málfríður, Stefanía, Björg‚ Björn‚ Skúli. Sigbjörn dó 18. des. 1914, 61 árs.

7503

++ Málfríður Sigbjörnsdóttir.

7504

++ Stefanía Sigbjörnsdóttir.

7505

++ Björg Sigbjörnsdóttir.

7506

++ Björn Sigbjörnsson.

7507

++ Skúli Sigbjörnsson.

7508

+ Skúli Björnsson dó ókv., bl. 1894, röskleika maður.

7509

+ Guðrún Björnsdóttir átti barn og fór með það til Ameríku og giftist þar.

7510

+ Oddný Björnsdóttir átti Magnús Sæbjörnsson 167 frá Hrafnabjörgum.

7511

+ Jónína Björnsdóttir átti Guðmund Bergmann 9448 úr Húnavatnssýslu. Am.

7512

βββ Jón Björnsson (7500) bjó á Bóndastöðum, átti Þuríði Andrésdóttur 3360 frá Geitavíkurhjáleigu. Þ. b.: Björn‚ Guðmundur‚ Andrés‚ Gróa‚ Sigurbjörg, Anna Margrét.

7513

+ Björn Jónsson, f. 18/8 1858, b. á Staffelli og Nesi í Borgarfirði, átti Elínbjörgu Guðmundsdóttir 1831 frá Staffelli. Þ. b.: Jón‚ Hólmfríður, Þuríður, Margrét, Andrés‚ Bjarni‚ Gróa‚ Björn.

7514

++ Jón Björnsson, b. í Geitavík, átti Geirlaugu Ármannsdóttur frá Nesi. Þ. b.: Emil‚ Svafa‚ Ólína‚ Björn‚ Anna Björg. Geirlaug dó 1926.

7515

++ Hólmfríður Björnsdóttir átti Helga Björnsson 9030 frá Njarðvík.

7516

++ Þuríður Björnsdóttir átti Jakob Sigurðsson 2383 frá Ósi Jakobssonar, bjuggu fyrst á Snotrunesi fóru svo á Seyðisfjörð og síðast til Reykjavíkur. Þ. b.: Elín Björg‚ Sigurbjörg‚ Sigurður, Gróa‚ Laufey‚ Björn Skafti. Þau skildu í Reykjavík. Þuríður varð svo ráðskona hjá Sæmundi b. á Neistastöðum í Flóa Jónssyni. Þ. b.: Guðrún og Vilborg.

7517

++ Margrét Björnsdóttir var ráðskona hjá Magnúsi Þorsteinssyni, útvegsbónda í Seyðisfirði, sunnl. (d. 1924). Þau áttu barn 1921, Elín Þorgerður, og annað 1924, Magnús Þorbjörn.

7518

++ Andrés Bjarni Björnsson b. á Nesi‚ átti‚ 1919, Valgerði Jónsdóttur Björnssonar. Þ. b.: Björn‚ Elín Björgheiður, Jón‚ Vilborg Ingibjörg, Skúli.

7519

++ Gróa Björnsdóttir átti Halldór Ármannsson b. á Nesi 10529 Egilssonar. Þ. b.: Ármann‚ Ólína‚ Ágústa Margrét.

7520

++ Björn Björnsson.

7521

+ Guðmundur Jónsson bjó á Borgarhóli í Seyðisfirði, átti Önnu Stefaníu Sigbjörnsdóttur úr Öxarfirði. Þ. b.: Sveinn‚ Andrés og Jóna Sigurbjörg. Anna dó 1894, en Guðmundur drukknaði á Seyðisfirði fáum árum síðar.

7522

++ Sveinn Guðmundsson ólst upp hjá Sveini Jónssyni í Fagradal og giftist þar Kristbjörgu Guðjónsdóttur 7650 Sveinssonar‚ 1920. Fóru að búa á parti úr Fagradal.

7523

++ Andrés Guðmundsson ólst að nokkru upp hjá Andrési í Geitavík, föðurbróður sínum.

7524

++ Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir átti Pál Sigurðsson 8686 Pálssonar, bjuggu á Litlasteinsvaði og Hleinargarði.

7525

+ Andrés Jónsson bjó í Geitavík, trésmiður, átti Þórunni Jóhannesdóttur í Geitavík, bl.

7526

+ Gróa Jónsdóttir átti Guðmund Þorfinnsson á Litlasteinsvaði 3356. Þ. b. dóu ung nema Jón. Þau tóku Andrés og Jónu‚ börn Guðmundar bróður hennar‚ þegar móðir þeirra dó‚ en Andrés fór síðar til nafna síns í Geitavík. Gróa var ljósmóðir.

7527

++ Jón Guðmundsson, b. á Litlasteinsvaði, átti Helgu Benjamínsdóttur Pálssonar.

7528

+ Sigurbjörg Jónsdóttir ólst upp hjá Jóni og Rannveigu á Torfastöðum, átti Gunnar Þorvarðsson 5260 frá Núpi‚ bjuggu á Hnitbjörgum og Litlasteinsvaði og voru víðar. Þ. b.: Rannveig og Þuríður.

7529

++ Rannveig Gunnarsdóttir átti Gissur Filippusson, járnsmið, fóru til Reykjavíkur og setti hann þar upp járnsmíðavinnustofu, en fjárkreppa steypti því‚ fóru þá til Seyðisfjarðar. Þar drukknaði Gissur veturinn 1920—21. Þ. b.: Gunnar og Kristín kona Árna lögfr. Halldórssonar.

7530

++ Þuríður Gunnarsdóttir átti Pál b. á Borg í Njarðvík Sveinsson Bjarnasonar. Þ. b.: Daníel‚ Sigrún‚ Þorbjörg.

7531

+ Anna Margrét Jónsdóttir átti Bjarna Lyngholt á Seyðisfirði. Fóru til Ameríku.

7532

ggg Gróa Björnsdóttir, f. í Brúnavík 22/3 1844, (7500) átti Hall hreppstjóra 1287 Einarsson á Litlasteinsvaði og Rangá‚ og var seinni kona hans.

7533

đđđ Margrét Björnsdóttir átti Pétur Jónsson frá Bót. Am.

7534

εεε Sigurbjörg Björnsdóttir átti Einar Hinriksson 976 frá Hafursá. Hún dó 1925, bl.

7535

ſ ſ ſ Anna Björnsdóttir, f. 8/5 1854, dó 7/10 1925, átti Björn Pétursson frá Klúku 3298, bjuggu á Engilæk, Hreimsstöðum og víðar. Þ. b.: Áslaug‚ Margrét, Hallfríður, Pétur‚ Anna‚ Björn‚ Þorkell, Kristín María.

7536

+ Áslaug Björnsdóttir átti Grím b. á Heykollsstöðum, Litlasteinsvaði og Stórasteinsvaði Guðmundsson Oddssonar. Þ. dóttir: Anna.

7537

++ Anna Grímsdóttir átti‚ 1930, Jón Björnsson frá Hnefilsdal 3293 Þorkelssonar.

7538

+ Margrét Björnsdóttir ólst upp hjá Birni og Katrínu í Sleðbrjótsseli, átti Sigfús Magnússon 9321 b. á Galtastöðum ytri. Þ. b.: Katrín Anna‚ Magna Guðlaug, Ingólfur, dó ungur 1921. Margrét dó 1921 í Reykjavík.

7539

+ Hallfríður Björnsdóttir átti Pétur 10315 b. á Fremraseli og Stórasteinsvaði Rustikusson.

7540

+ Pétur Björnsson bjó á Litlasteinsvaði, varð seinni maður Þórunnar Hallsdóttur á Rangá 1288. Þ. b.: Helga‚ Pétur var trésmiður, dó 35 ára 13/2 1916.

7541

+ Anna Björnsdóttir ólst upp hjá móðursystur sinni‚ Guðbjörgu, átti Vilhjálm Marteinsson, silfursmið frá Straumi. Voru á Seyðisfirði. Hann dó þar barnlaus. Hún var í Reykjavík og á Ísafirði með fóstru sinni.

7542

+ Björn Björnsson átti Grímlaugu Margréti Guðjónsdóttur úr Breiðuvík í Borgarfirði, voru á Galtastöðum ytri fyrst‚ fóru að búa á parti úr Litlabakka 1921, síðan á Stórasteinsvaði. Þ. b.: Pétur‚ Unnur Margrét, Sigmar‚ Anna Birna‚ Guðbjörg, Björn Hólm‚ Elsa Petra‚ Aðalbjörg.

7543

+ Þorkell Björnsson var hér og þar‚ átti Þóru Þórðardóttur 7585 frá Gauksstöðum.

7544

+ Kristín María Björnsdóttir, dó uppkomin, bl.

7545

335 Björn yngri Björnsson (7500) bjó á Kleppjárnsstöðum‚ átti Kristbjörgu Jónsdóttur á Búastöðum 10204 Rafnssonar.
Þ. b. eitt‚ dó strax.

7546

gg Skúli Björnsson Skúlasonar (7498) bjó á Bóndastöðum og Ásgrímsstöðum, síðan í Brúnavík, og þá aftur á Ásgrímsstöðum‚ og dó þar. Átti Önnu Katrínu Björnsdóttur 9546 á Bóndastöðum Guðmundssonar, systrungu sína. Þ. b. 11, upp komust aðeins Jón og Guðrún.

7547

ααα Jón Skúlason, átti Steinunni Stefánsdóttur 9776 frá Gagnstöð. Hann varð úti eftir stutta samveru þeirra 23. des. 1873, fyrir utan Ketilsstaði í Hlíð‚ kom úr Vopnafirði. Hún ól síðar einkabarn þeirra‚ Jón.

7548

+ Jón Jónsson, f. 17/1 1874, lærði búfræði á Eiðum og kvæntist síðan‚ 23/6 1905, Halldóru Björnsdóttur frá Sleðbrjótsseli 3219. Hún átti mikið í Firði í Seyðisfirði, Hreimsstaði og Sleðbrjótssel. Þau bjuggu í Firði og gerðist Jón bókhaldari hjá Stefáni Th. Jónssyni kaupmanni. Jón var myndarnaður og duglegur. Þ. b.: Björn‚ f. 6/8 1909, Steinn‚ f. 20/9 1911, Katrín‚ f. 20/4 1913. 2 dóu á 1. ári.

7549

βββ Guðrún Skúladóttir átti Jón b. á Ásgrímsstöðum 31 Torfason.

7550

đđ Jón Björnsson Skúlasonar (7498) var spaklyndur maður og vel látinn‚ bjó á Stuðlum í Norðfirði, og átti Ingibjörgu dóttur Illuga hins halta 4315 Jónssonar og Ingibjargar Hermannsdóttur frá Firði. Þ. b.: við nr. 4315.

7551

<{ Svanhildur Skúladóttir Sigfússonar (7385) átti Jón Eyjólfsson 4447 Jónssonar pamfíls, er kallaður var „böðull“.

7552

fi Guttormur Skúlason Sigfússonar (7385) bjó á Árnastöðum í Loðmundarfirði, átti Sigþrúði Ólafsdóttur 3533 frá Húsavík. Þ. b.: Ólafur‚ Gunnar‚ drukknaði ókv., bl., Metúsalem, Björn‚ Sveinbjörn, Sigþrúður, Karólína, María‚ Aðalbjörg, Sólrún.

7553

αα Ólafur Guttormsson, bjó í Steinsnesi í Mjóafirði og Austdal, átti Helgu Vilhjálmsdóttur 4413 frá Brekku. Þ. b.: Hermann‚ Guðrún‚ Jóhanna, Sigþrúður, Ólafía‚ Svanhildur, Ingibjörg‚ Hallgrímur.

7554

ααα Hermann Ólafsson, b. á Melstað í Seyðisfirði, átti Þóru‚ norðlenzka. Þ. b.: Geir Tryggvi, Anna Kristín, Sigurður, Þórir. Sigurður og Þórir voru tvíburar, og dó móðir þeirra að þeim.

7555

+ Geir Tryggvi Hermannsson.

7556

+ Anna Kristín Hermannsdóttir átti Sigdór Vilhjálmsson 4393 frá Brekku í Mjóafirði.

7557

+ Sigurður Hermannsson fór til Vestmannaeyja og kvæntist þar. Drukknaði.

7558

+ Þórir Hermannsson ólst upp hjá Ólafi Ásgeirssyni, snikkara.

7559

βββ Guðrún Ólafsdóttir átti Þórð Finnsson á Bæjarstæði í Seyðisfirði. Þ. b.: Ólafur‚ Helga‚ Sigfinnur. Am.

7560

ggg Jóhanna Ólafsdóttir átti Bergþór Kjartansson 54 á Eyrarbakka í Seyðisfirði. Am.

7561

đđđ Sigþrúður Ólafsdóttir átti Jón Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði 4386.

7562

εεε Ólafía Ólafsdóttur átti Sigurð Eiríksson á Brimbergi í Seyðisfirði, sunnlenzkan.

7563

ſ ſ ſ Svanhildur Ólafsdóttir. Am.

7564

555 Ingibjörg Ólafsdóttir. Am.

7565

įįį Hallgrímur Ólafsson. Am.

7566

ββ Metúsalem Guttormsson, b. á Hjálmarsströnd í Loðmundarfirði, átti Guðrúnu Sigfúsdóttur 7390 frá Fannardal.

7567

gg Björn Guttormsson, b. í Minni-Dölum í Mjóafirði, átti Guðrúnu Magnúsdóttur, norðl. Þ. b. dóu‚ nema Kristín.

7568

ααα Kristín Björnsdóttir átti Jón á Búðareyri í Seyðisfirði („snilling“), náfrænda séra Bergs í Vallanesi. Þ. b.: Sigurjón‚ Kröyer-Björn, Stefán. Am.

7569

đđ Sveinbjörn Guttormsson, b. í Dölum og á Steinsnesi í Mjóafirði, átti Petrúnu Árnadóttur frá Skálanesi 5392. Þ. b.: Þórunn Sigrún‚ Sveinbjörn, Sigurður Ágúst‚ Lára‚ Arnórína, Jónína Sigríður.

7570

ααα Þórunn S. Sveinbjörnsdóttir átti Guðmund b. í Minni-Dölum 5613 og 7680 í Mjóafirði Hansson frá Gunnlaugsstöðum.

7571

βββ Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

7572

ggg Sigurður Ágúst Sveinbjörnsson.

7573

đđđ Lára Sveinbjörnsdóttir.

7574

εεε Arnórína Sveinbjörnsdóttir.

7575

ſſſ Jónína Sigríður Sveinbjörnsdóttir átti Sigurjón Þórgrímsson. Þ. b.: Sveinbjörn o. fl.

7576

εε Sigþrúður Guttormsdóttir átti Halldór Hermannsson 4374 í Firði.

7577

ſſ Karólína Guttormsdóttir átti: I. Guðmund Jónsson 4448. Þ. b.: María og Karólína, báðar óg., bl. II. Ólaf Pétursson 3503 í Neshjáleigu.

7578

zz María Guttormsdóttir átti Þórð b. á Sævarenda í Loðmundarfirði Jónsson. Þ. b.: Þorfinnur, Gunnar‚ Þórðar 2, Sólveig, Margrét, María‚ Júlíana, Vilhelmína. Þórður var bróðir Finns Eiríkssonar á Seljamýri, en víst ekki nema hálfbróðir. (Launsonur Þórðar var Halldór í Fagradal).

7579

ααα Þorfinnur Þórðarson átti Hvammsgerði í Vopnafirði og bjó þar um hríð‚ ókv. Hann var fyrirvinna hjá Sólveigu systur sinni í Hjarðarhaga, meðan hún var milli manna. Hann dó á Mel í heiðinni. Hann bjó þar með Kristínu Sæmundsdóttur af Langanesi og átti 2 börn. Hún fór til Ameríku með þau.

7580

βββ Gunnar Þórðarson sigldi‚ og spurðist ekki til hans síðar.

7581

ggg Þórður Þórðarson eldri átti Jónínu Sesselju Hjörleifsdóttur 3493. Þ. b. dóu ung. Laundóttir Þórðar við Ragnhildi, systur Jónínu 3494, hét Þórína.

7582

đđđ Þórður Þórðarson yngri átti: I., 1889, Þóru Þórðardóttur 6263 á Skjöldólfsstöðum, bjuggu á Arnórsstöðum. Þ. b.: Þorfinnur, Þórdís‚ Benedikt, dó um tvítugt, krypplingur. II. Stefaníu Jónsdóttur, er bjó um stund á Gnýsstöðum, og Steinunnar Símonardóttur. Þ. b.: Þóra‚ Skúli, Vilhjálmur, Sigsteinn, Þórður‚ Þorvaldína, María‚ dó ung‚ Jónas‚ Björg‚ Flosi‚ Álfheiður.

7583

+ Þorfinnur Þórðarson átti Guðfinnu Torfadóttur Hermannssonar.

7584

+ Þórdís Þórðardóttir átti Jón Ólafsson á Urriðavatni 2018. Hún dó að 2 barni þeirra 1925.

7585

+ Þóra Þórðardóttir átti Þorkel Björnsson Péturssonar 7543.

7590

εεε Sólveig Þórðardóttir átti: I. Benedikt Sigurðsson, bróður Baldvins í Garði‚ veitingamann á Vopnafirði. Þ. b.: Stefán‚ Sigrún‚ dó 8 ára‚ Þorvaldur, Sigurður, Guðrún‚ Elízabet, Jörgen Oddur. Am. Benedikt var sonur Sigurðar b. í Kaupangi Oddssonar hreppstjóra á Hóli í Kinn Benediktssonar á Finnsstöðum í Kinn (d. 1785) Helgasonar í Böðvarsnesi (1738) Benediktssonar á Kambsmýrum (1702, 52 ára) Grímssonar. Móðir Benedikts, kona Sigurðar, var Guðrún Vigfúsdóttir Þorkelssonar bónda á Öxará‚ en móðir hennar var Guðrún dóttir Ara á Skútustöðum. II. Magnús Ívarsson frá Vaði 1916. Þ. b. 7: Benedikt Aðalsteinn, dó ungur‚ Ívar‚ varð úti‚ ókv. bl., Anna. 3 dóu ung. Milli manna átti hún barn við Bergi Árnasyni úr Nesjum‚ hét Benedikta Bergþóra. Benedikt og Sólveig fluttu í Hjarðarhaga og keyptu hann og bjuggu þar og þau Magnús síðan.

7591

+ Stefán Benediktsson bjó í Merki‚ átti: I: Guðnýju Björnsdóttur 6324 í Merki Jónssonar. Þ. b.: Aðalheiður, Benedikt, Brynhildur, Sólveig Ásgerður, Þórey‚ Valborg, Unnur. II. Stefaníu Óladóttur frá Gagnstöð 9779. Þ. b.: Helga‚ Óli‚ Lilja‚ Jóhann.

7592

+ Þorvaldur Benediktsson bjó í Hjarðarhaga, átti 1922, Guðfinnu Pálsdóttur úr Mýrdal Guðmundssonar. Þ. b.: Páll‚ Benedikt, Sólveig Aðalheiður, Gunnhildur, Oddný Sigríður. Páll faðir Guðfinnu bjó á Rauðhálsi í Mýrdal. Guðmundur var bróðir Guðnýjar móður sr. Páls í Þingmúla. Kona Páls: Oddný Sæmundsdóttir b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal Bjarnasonar.

7593

+ Sigurður Benedikteson bjó á Ármótaseli og í Klausturseli og Aðalbóli, dó 1928. Átti Ólöfu Óladóttur úr Þistilfirði. Þ. b.: Bendikt, Óli‚ Baldur.

7594

+ Guðrún Benediktsdóttir átti Guðjón Gíslason 13442 b. í Ármótaseli og Heiðarseli í Jökuldalsheiði. Þ. b.: Sigrún‚ Einar (tvíburar), Sólveig, Arnheiður, Elís‚ Friðrikka Hallveig.

7595

+ Elízabet Benediktsdóttir, óg.

7596

+ Benedikta Bergþóra Bergsdóttir átti Þorkel Jónsson 1611 frá Fjallseli, bjuggu lengst á Arnórsstöðum.

7597

+ Anna Magnúsdóttir, f. 19. des. 1892, átti Björn Jóhannsson úr Húnavatnssýslu, 9. sept. 1891. Hann varð barnakennari á Vopnafirði. Þ. b.: Ívar‚ Jóhanna, dó strax‚ Ragnar‚ Hörður‚ Jóhann‚ Magnús‚ Sigurður, Einar.

7598

ſ ſ ſ Margrét Þórðardóttir ólst upp hjá sr. Jóni Austfjörð á Klyppsstað, átti Guðna b. á Gíslastöðum á Völlum 9915 Ólason. Þ. b.: Jón‚ Óli‚ Þórarinn, Guðrún‚ Aldís‚ Margrét. Fór allt til Ameríku.

7599

gzz María Þórðardóttir átti Jakob Símonarson úr Skagafirði‚ son Símonar og Hólmfríðar, er bjuggu nálægt Hofsós. Þau skildu. Þ. sonur: Vilhelm. María fór síðar til Reykjavíkur.

7600

+ Vilhelm Jakobsson gekk í menntaskólann, varð hraðritari í Reykjavík. Átti Sigríði Benónýsdóttur, systurdóttur sr. Bjarna á Siglufirði. Þau skildu.

7601

įįį Júlíana Þórðardóttir átti Sigurrín Jóhannesson á Ytra-Nýpi. Þ. b.: Þórunn‚ Ragnhildur. Allt í Am.

7602

2zz Vilhelmína Þórðardóttir átti Ásgrím Guðmundsson 10654 Ásgrímssonar á Hrærekslæk, og var fyrri kona hans. Bjuggu á Ósi.

7603

įį Aðalbjörg Guttormsdóttir Skúlasonar átti Skúla Hermannsson 4341 frænda sinn. Kom eigi ætt af.

7604

zz Sólrún Guttormsdóttir átti Jón Árnason 7439 í Haga í Mjóafirði.

7605

iii Margrét Sigfúsdóttir frá Kleppjárnsstöðum 7352 giftist ekki né átti barn.

jjj Jón Sigfússon frá Kleppjárnsstöðum, hinn yngri‚ eftir seinni konu Sigfúsar (7352), f. um 1746, dó 1794, bjó á Hafrafelli um 1775—1777, Brekkuseli um 1783 og síðar í Vopnafirði. Hann átti Ingibjörgu Þórarinsdóttur,f. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal um 1737, d. 1827. Hún hefur líklega verið systir Sólveigar Þórarinsdóttur konu Jóns Péturssonar í Ytri-Hlíð (sagði Guðrún Gunnlaugsdóttir). Börn Jóns og Ingibjargar: Vigfús‚ Sigfús‚ Jón.

7607

α Vigfús Jónsson bjó á Ljótsstöðum, ágætur smiður‚ átti Kristínu Jónsdóttur 12185 frá Vakursstöðum Sigurðssonar. Þ. b.: Ingibjörg, Sigríður, Vigfús‚ Aðalborg. Kristín þótti skapstór mjög.

7608

αα Ingibjörg Vigfúsdóttir átti Pétur b. á Hákonarstöðum Pétursson. Þ. b. við nr. 7203.

7609

ββ Sigríður Vigfúsdóttir átti: I. Jósef Arngrímsson 9507 b. á Haugsstöðum í Vopnafirði Eymundssonar. Þ. b : Arngrímur, Jósef‚ Ásbjörn, Vigfús‚ Sigfús. II. Jón Sigurðsson yngsta frá Skálum 4880.

7610

ααα Arngrímur Jósefsson b. á Mælifelli í Vopnafirði átti Aðalborgu Hjálmarsdóttur frá Skógum. Am.

7611

βββ Jósef Jósefsson bjó á Haugsstöðum í Vopnafirði, myndarmaður, hreppstjóri, átti Kristínu Pétursdóttur frá Hákonarstöðum 7211. Jósef fór til Ameríku og varð gamall. (Ath. 5526).

7612

ggg Ásbjörn Jósefsson b. á Mælifelli og víðar‚ átti: I. Sigurborgu Eymundsdóttur 9504 Arngrímssonar. Þ. dóttir: Sigurborg‚ f. 5. maí 1873. Sigurborg dó að henni 9/5 1873. Þá bjuggu þau Ásbjörn á parti úr Þorbrandsstöðum. Eftir það átti hann: II. Sigurborgu Halldórsdóttur og börn‚ voru á Seyðisfirði 4 ár. Hún dó 1889. Þá bjó hann með Matthildi Jónsdóttur. Fór svo til Ameríku með börnin 1893.

7613

đđđ Vigfús Jósefsson b. á Leifsstöðum, átti Sigurborgu Hjálmarsdóttur 8279 frá Skógum. Am.

7614

εεε Sigfús Jósefsson b. á Mel í heiðinni, átti Vilborgu Árnadóttur að austan 10517. Þ. b.: Anna Sigríður, Árni‚ Jakobína Sigurborg, Einar Metúsalem, Aðalbjörg.

7615

Vigfús Vigfússon b. á Ljótsstöðum átti Guðríði Arngrímsdóttur 12036 frá Haugsstöðum Eymundssonar. Þ. b.: Björg, Kristín, Hólmfríður, Arnþrúður.

7616

ααα Björg Vigfúsdóttir átti Jón timburmann á Ljótsstöðum 12036 Jónsson hreppstjóra á Djúpalæk Illugasonar.

7617

βββ Kristín Vigfúsdóttir dó‚ óg., bl.

7618

ggg Hólmfríður Vigfúsdóttir átti Stefán á Torfastöðum í Vopnafirði 12036 Ólafssonar í Skálanesi Einarssonar, bl. Hún átti (1867) barn við Carli Friðrik Sörensen, verzlunarstjóra á Vopnafirði, hét Vilhelmína Stefanía. Hún átti JJón Árnason.

7619

đđđ Arnþrúður Vigfúsdóttir var seinni kona Jóns timburmanns Jónssonar og var móðir Jóns Vopna. Am.

7620

đđ Aðalborg Vigfúsdóttir átti Stefán b. á Ljótsstöðum 12082 Jónsson á Vakursstöðum.

7621

β Sigfús Jónsson, f. á Hafrafelli um 1777, átti Sigríði Jónsdóttur 2563 frá Þverá í Öxarfirði Þorvaldssonar (f. um 1776) bjuggu í Sunnudal, byrjuðu þar búskap 1807, höfðu áður búið á Ásbrandsstöðum og víst gifst á Skinnastað. Þar er Hólmfríður dóttir þeirra fædd um 1799. Þ. b. talin 1816: Hólmfríður (17), Þórey (11), Sólrún (9), Sigfús (5).

7622

αα Hólmfríður Sigfúsdóttir átti Erlend Þorsteinsson á Sleðbrjót 14248. Þ. b.: Páll og Anna.

7623

ααα Páll Erlendsson bjó í Blöndugerði og víðar‚ síðast í Brekkuseli, átti Rósu Erlendsdóttur 5581 frá Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði. Þ. b. dóu ung‚ Jón elztur‚ um tvítugt. Talið var víst‚ að Magnús b. á Bökkum (3126) í Vopnafirði Jóhannesson væri sonur Páls‚ þó að kenndur væri Jóhannesi Magnússyni.

7624

βββ Anna Erlendsdóttir varð flökkukona, varð gömul‚ ógift‚ barnlaus.

7625

ββ Þórey Sigfúsdóttir átti Eymund á Borgum 766 Jónsson frá Refstað Péturssonar.

7626

gg Sólrún Sigfúsdóttir.

7627

đđ Sigfús Sigfússon b. í Sunnudal, átti‚ 1832, Dagbjörtu, f. um 1812, Arngrímsdóttur frá Víðivöllum í Fnjóskadal, systur Hugrúnar á Fossi og Ölveigar á Bustarfelli, (sbr. 3760 og 3776). Þ. b.: Árni‚ Vigfús‚ Jósef‚ Ölveig‚ Sigbjört. Laundóttir Sigfúsar við Guðnýju Sæmundsdóttur 13005 Vilhjálmssonar hét Guðný.

7628

ααα Árni Sigfússon átti Guðrúnu Magnúsdóttur 9721 systur Halldóru konu Ágústs læknis á Ljótsstöðum. Guðrún hafði áður átt Eggert bróður Eyjólfs á Vindheimum í Skagafirði, og var þeirra dóttir Margrét seinni kona Gunnars hreppstjóra Gunnarssonar á Ljótsstöðum. Árni fór til Brasilíu. Þ. b.: Halldór, kennari í Rio-Janeiro, og Valgerður.

7629

βββ Vigfús Sigfússon gerðist borgari á Vopnafirði og síðar veitingasali á Akureyri. Hann átti: I. Margréti dóttur Ágústs læknis á Ljótsstöðum, bl. II. Maríu Þorvaldsdóttur frá Eyrarlandi í Eyjafirði, ekkju Grönvolds verzlunarstjóra á Vopnafirði. Þ. b.: Jóhann‚ Ágústa Margrét, Maren Petrea‚ Oddný Ólöf, Valgerður, Dagbjört Halldóra.

7630

+ Jóhann Vigfússon.

7631

+ Ágústa Margrét Vigfúsdóttir var fyrri kona Olgeirs Friðgeirssonar verzlunarstjóra á Vopnafirði 13610.

7632

+ Maren Petrea Vigfúsdóttir.

+ Oddný Ólöf Vigfúsdóttir átti Ingólf lækni Gíslason 13615.

7633

ggg Jósef Sigfússon átti Guðnýju Oddsdóttur frá Brekku Tunissonar 1258. Hann var smámæltur og stamaði, en dável greindur, bl.

7634

đđđ Ölveig Sigfúsdóttir var fyrri kona Sigurðar Magnússonar í Fremraseli 10535 og á Hjartarstöðum, bl.

7635

εεε Sigbjört Sigfúsdóttir átti Benedikt í Heiðarseli 11129 Sigurðssonar. Am.

7636

ſſſ Guðný Sigfúsdóttir, f. 4/12 1855, átti Hermann Stefánsson 12028 frá Hallfreðarstaðahjáleigu.

7637

g Jón Jónsson Sigfússonar (7606) („kinnfiskur“) bjó á Lýtingsstöðum, átti Ingveldi Árnadóttur frá Jórvík Einarssonar 3225. Þ. b.: Árni‚ Sigurveig, Sveinn. Launsonur Jóns við Sesselju Gunnarsdóttur hét Jón.

7638

αα Árni Jónsson bjó í Viðvík‚ átti Jarðþrúði Ormarsdóttur frá Sauðhaga 12994. Þ. einb.: Ólafur.

7639

ααα Ólafur Árnason.

7640

ββ Sigurveig Jónsdóttir átti Sigurð á Jónsstöðum á Strönd Jónsson Guðmundssonar. Þ. b.: Rósa‚ Sigurbjörg, Guðrún‚ óg., bl., Guðný‚ óg., bl., Sigurjón.

7641

ααα Rósa Sigurðardóttir var lengi vinnukona í Krossavík‚ óg., bl.

7642

βββ Sigurbjörg Sigurðardóttir, átti Jón Grímsson voru hér og þar í húsmennsku, bl.

7643

ggg Sigurjón Sigurðsson, b. á Jónsstöðum, átti Sólveigu ekkju Guðmundar á Gæsagili. Þ. b.: Sigurveig, Guðríður, Guðbjörg(?).

7644

+ Sigurveig Sigurjónsdóttir, átti Jón Sveinsson í Fremri-Hlíð 7653, frænda sinn.

7645

+ Guðríður Sigurjónsdóttir bjó með giftum manni á Seyðisfirði.

7646

+ Sigurbjörg Sigurjónsdóttir átti Færeying og fór til Færeyja.

7647

gg Sveinn Jónsson, b. á Hvammsgerði og Rjúpnafelli, átti Kristbjörgu Jóhannesdóttur 7168 skálda Árnasonar. Þ. b.: Ingibjörg, óg., bl., Magnús Metúsalem, Guðjón‚ Guðrún Sesselja, Jón.

7648

ααα Magnús Metúsalem Sveinsson, dó ungur.

7649

βββ Guðjón Sveinsson bjó í Norður-Skálanesi og á Höfða við Vopnafjörð, átti Sigurlaugu Stefánsdóttur og Sigurlaugar Jónsdóttur 7731 og 12135. Þ. b.: Kristbjörg, Jón.

7650

+ Kristbjörg Guðjónsdóttir átti Svein Guðmundsson 7522 í Fagradal.

7651

+ Jón Guðjónsson, skósmiður á Akureyri.

7652

ggg Guðrún Sesselja Sveinsdóttir var seinni kona Árna Jakobssonar í Fremri-Hlíð og víðar 7758. Þ. b.: Kristbjörg, Sveinn‚ Hólmfríður.

7653

đđđ Jón Sveinsson, b. í Fremri-Hlíð og Norður-Skálanesi‚ átti: I. Sigríði Mensaldersdóttur á Búlandsnesi Jónssonar og Guðlaugar Þorleifsdóttur. Þ. einb : Sigurður. II. Sigurveigu Sigurjónsdóttur 7644 frændkonu sína.

7654

đđ Jón Jónsson, laungetinn, (7637) („gráskeggur“) bjó á Ásbrandsstöðum, átti Björgu Guðlaugsdóttur frá Álftagerði við Mývatn Kolbeinssonar. Móðir Guðlaugs var Kvæða-Finna (sbr. 7750). Þ. b.: Sigurveig, Stefán‚ Guðjón‚ 8090, Am., Þorgrímur‚ Aðalborg, Guðlaugur, Aðalbjörg. Am.

7655

ααα Sigurveig Jónsdóttir átti Svein Magnússon á Hákonarstöðum 2177.

7656

βββ Stefán Jónsson var á Vopnafirði, átti Signýju Ólafsdóttur‚víst bl.

7657

ggg Þorgrímur Jónsson, b. eitthvað á Hróaldsstöðum, átti Jarðþrúði Árnadóttur 7795 frá Þverá Jónssonar. Þ. b.: Árni‚ dó um tvítugt, ókv., bl., Björgvin, Kristín, Guðbjörg Stefanía, Þóra.

7658

+ Björgvin Þorgrímsson, b. á Áslaugarstöðum, átti Guðríði Árnadóttur frá Þorvaldsstöðum á Strönd.

7659

+ Kristín Þorgrímsdóttir átti Árna b. í Miðfjarðarnesseli Eiríkssonar frá Djúpalæk. Þ. b.: Þorgrímur, Þorsteinn, Salína‚ Árni Eiríks (f. eftir lát föður síns).

7660

+ Guðbjörg Stefanía Þorgrímsdóttir átti Sigurð Árnason í Saurbæ á Strönd.

7661

+ Þóra Þorgrímsdóttir, óg.‚ bl. 1930.

7662

đđđ Aðalborg Jónsdóttir átti Eirík Björnsson á Lýtingsstöðum. Am.

7663

εεε Guðlaugur Jónsson var á Hjalla í Vopnafjarðarkaupstað‚ átti Guðbjörgu Jónsdóttur úr Skaftafellssýslu 8573. Þ. b.: Jón og Agnes‚ dó um fermingu.

7664

+ Jón Guðlaugsson var lengi á Eiríksstöðum, síðar þurrabúðarmaður á Vopnafirði. Átti Jóhönnu Ólafsdóttur smiðs á Vopnafirði Jónssonar, bl.

7665

kkk Sigfús Sigfússon frá Kleppjárnsstöðum (7352) bjó á Galtastöðum ytri‚ varð úti í mannskaðabyl 15. febr. 1811, ætlaði úr fjárhúsi til bæjar‚ en villtist, fannst um vorið‚ er snjóa leysti‚ fyrir utan túngarðinn, hafði reist upp hjá sér snjóreku sína og sást fyrst á blað hennar. Þá urðu úti 2 unglingsmenn frá Sleðbrjót‚ Högni Hávarðsson, 17 ára‚ og Egill Jónsson, 19 ára‚ ætluðu upp í Mássel að láta út fé. Þeir fundust fyrir utan Litlabakka. Enn varð þá úti Guðmundur Tunisson í Heiðarseli, 42. ára. Sigfús var 57 ára þegar hann dó. Hann átti Helgu Jónsdóttur 2111 frá Bessastöðum, er síðast var í Bót‚ Sigurðssonar. Þ. b. 1811: Sigríður (22), Jón (18), Ragnheiður (17).

7666

α Sigríður Sigfúsdóttir átti‚ 1812, Hjálmar Ögmundsson í Skógum 8274 í Vopnafirði, bróður Runólfs í Fagradal. Hjálmar var bezti smiður á báta og fleira.

7667

β Jón Sigfússon bjó á Geirastöðum, harðvítugur maður‚ átti‚ 1816, Ingibjörgu Jónsdóttur 10324 frá Bóndastöðum Magnússonar. Þ. b.: Helga‚ Jóhanna, Sigfús‚ Magnús‚ Björn‚ Katrín‚ dó ung.

7668

αα Helga Jónsdóttir átti fyrst barn við Gísla Jónssyni, húnvetnskum, „Sel-Gísla“ (sbr. 1168 og 2341), er Elín hét‚ átti svo Bjarna Þórðarson 10999 frá Krossi‚ bl.

7669

ααα Elín Gísladóttir átti Baldvin Guðmundsson 9439 Sigvaldasonar í Hafrafellstungu, bjuggu í Viðvík og Gunnólfsvík.

7670

ββ Jóhanna Jónsdóttir átti Hildibrand í Skógargerði 2452 Hildibrandsson.

7671

gg Sigfús Jónsson bóndi á Geirastöðum og Nefbjarnarstöðum átti Ragnhildi Eiríksdóttur frá Vífilsstöðum 10211. Þ. sonur: Bjarni‚ dó ókv., bl.

7672

đđ Magnús Jónsson bjó á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og eitthvað á Geirastöðum, átti Margréti Björnsdóttur 3161 frá Þrándarstöðum. Þ. sonur: Sigfús. Am.

7673

εε Björn Jónsson bjó lítið‚ um tíma í Fremraseli, átti Björgu Halladóttur 9017 frá Kleppjárnsstöðum. Þ. sonur: Sigfús‚ Ameríku.

7674

ſſ Katrín Jónsdóttir, dó ung.

7675

g Ragnheiður Sigfúsdóttir, líklega óg., bl.

7676

lll Jakob Sigfússon frá Kleppjárnsstöðum (7352) bjó fyrst í Dagverðargerði og síðan á Gunnlaugsstöðum, átti: I, 1792, Elínu Jónsdóttur kljensmiðs á Hafursá 7013, bl. II. átti Jakob‚ er hann var aldraður orðinn‚ Guðrúnu dóttur Everts Wíum 9994. Þ. einb.: Hans.

7677

α Hans Jakobsson bjó á Gunnlaugsstöðum, átti Sigríði Jónsdóttur 5613 Vídalíns Oddssonar. Þ. b.: Jón‚ Sigurbjörg, Guðmundur‚ Gísli‚ Hans.

7678

αα Jón Hansson dó fullorðinn, ókv., bl., úr lungnabólgu í kaupstaðarferð.

7679

ββ Sigurbjörg Hansdóttir dó víst ung.

7680

gg Guðmundur Hansson bjó í Minni-Dölum í Mjóafirði, átti Þórunni Sveinbjörnsdóttur 7570 Guttormssonar. Þ. b.: Gísli‚ útgerðarmaður í Norðfirði, kallaði sig Wíum.

7681

đđ Gísli Hansson.

7682

εε Hans Hansson.

7683

mmm Aðalborg Sigfúsdóttir frá Kleppjárnsstöðum (7352) ólst upp í Hnefilsdal hjá Guðrúnu systur sinni‚ átti Sölva Bessason 4565 frá Sleðbrjótsseli, bjuggu á Víkingsstöðum lengst og síðast.

7684

d Snjófríður Gunnlaugsdóttir frá Möðrudal (7056) átti Þorkel Þórðarson, norðlenzkan.

7685

e Steinvör Gunnlaugsdóttir frá Möðrudal (7056) er nefnd hjá Jóni bróður hennar‚ en ekkert um hana sagt.

7686

f Sesselja Gunnlaugsdóttir frá Möðrudal (7056) átti Sigurð Jónsson, „er vel og lengi bjó í Hólsseli á Fjalli“, segir Jón Gunnlaugsson. Ætt hans er ókunn. Jón telur ekki börn þeirra. En einhver hefur talið Sigríði dóttur þeirra. Sonur þeirra er eflaust Sigurður, sem býr í Hólsseli 1703, 63. ára‚ faðir Jóns‚ föður Fjallabræðra. Kæmi þá fram‚ það sem Þórunn á Selsstöðum‚ dóttir Ingibjargar Skúladóttur, Sigfússonar, Jónssonar á Skjöldólfsstöðum „hefði verið nákominn ættingi svo kallaðra Fjallabræðra, sem voru út af Gottskálki biskupi grimma“. Ég hygg því‚ að hiklaust megi telja Sigurð þann‚ sem býr í Hólsseli 1703, son Sesselju, enda lætur hann heita Sesselju. (Hefur verið sonur Sigurðar í Hólsseli og fyrri konu hans‚ en ekki Sesselju, lætur heita eftir stjúpu sinni. — H. Þ.). Athuga má það‚ sem sagt er um Guðlaugu Sigurðardóttur í Skógum við nr. 930. En hún mun varla vera dóttir Sigurðar og Sesselju, en miklu heldur dóttir Sigurðar Þorgrímssonar frá Krossavík. (Það mun þó síður. — H. Þ.). Líklega hefur einn sonur Sigurðar og Sesselju verið Sveinn‚ faðir Sigurðar tuggu. Sjá nr. 4480.

7687

aa Sigríður, f. um 1670, Sigurðardóttir, átti Pál Halldórsson Björnssonar Arnbjarnarsonar. Eru í Byrgisseli í Kelduhverfi 1703.

7688

bb Sigurður Sigurðsson bjó í Hólsseli á Fjalli 1703, talinn 63 ára‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur (51). Þ. b. þá sýnast: Sesselja (19), Oddur (16), Sigurður (13), Valtýr (10), Jón (1). Jón getur þó varla verið sonur Guðrúnar, ef honum er rétt talinn aldur‚ en er líklega launsonur Sigurðar.

7689

aaa Sesselja Sigurðardóttir, f. um 1684.

7690

bbb Oddur Sigurðsson, f. um 1687, bjó á Vestaralandi í Öxarfirði 1723, Brekku í Núpasveit 1734, lenti síðast í Köldukinn. Sonur hans var Sigurður á Ljósavatni, sem átti Maríu Sörensdóttur 5930.

7691

ccc Sigurður Sigurðsson, f. um 1690, er í Möðrudal 1723 og á Grímsstöðum 1730.

7692

ddd Valtýr Sigurðsson, f. um 1693, bjó í Möðrudal 1723, á Þverá í Öxarfirði 1730 og síðan í Þistilfirði og dó þar 1754. Hann átti Svanhildi Guttormsdóttur 7093 frá Hjarðarhaga.

7693

eee Jón Sigurðsson bjó í Hólsseli 1730 og 1734, hefur líklega búið þar til dauðadags Ekki veit ég um konu hans‚ en
synir hans voru hinir svonefndu FJALLABRÆÐUR.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.