JÓN GUÐMUNDSSON, Hrollaugsstöðum

13495

Jón Guðmundsson hét bóndi á Hrollaugsstöðum á Langanesi 1763 (og líklega áður). Hann kvæntist 1745 Ingibjörgu Ólafsdóttur, líklega frá Álandi. Sama ár kvæntist einnig á Svalbarði Björn Illhugason og Þóra Ólafsdóttir, líklega systir Ingibjargar. Börn Jóns og Ingibjargar: Ólafur, f. 1747, Guðrún, f. 1748, Jakob f. 1749, (1761 deyr „Jakob Jónsson“ í Sauðanessókn), Árni f. 1751, Ásvör f. 1760 og dó sama ár, Ingigerður f. 1761, Margrét f. 1763. Ingibjörg dó 1770. Eftir það fæðist Jóni Illhugi 1772 og Jón 1774, dó 1775. Áður en Jón kvæntist átti hann Ólöfu f. um 1741, og hefur hún ekki verið dóttir Ingibjargar. Í kirkjubók Svalbarðs er „Ólöf Jónsdóttir“ talin fædd 1744. En það getur varla verið Ólöf á Bakka, því að 1784 er hún talin 43 ára, og er ekki líklegt að svo miklu skakki, enda er bæði Margrét og Illhugi talin „hálfsystkin“ hennar við skiftin eftir Ólöfu 1815.

13496

α Ólöf Jónsdóttir átti I. 1771 (á Sauðanesi) Ólaf Sigurðsson. Búa á Bakka á Strönd 1784. Hann talinn „sérlundaður“. Barnlaus. II. Odd Ólafsson á Bakka, seinni kona hans. Barnlaus. 4890.

13497

β Ólafur Jónsson kvæntist á Sauðanesi 1771. „G.M.d.“.

13498

g Guðrún Jónsdóttir er hjá Ólöfu systur sinni á Bakka 1784 með son sinn Sigurð Sigurðsson 14 ára.

13499

αα Sigurður Sigurðsson bjó í Saurbæ 1795, talinn þá 24 ára, átti Sigríði (19 ára) dóttur Þórarins bónda í Saurbæ Ólafssonar.

13500

đ Árni Jónsson f. 1751.

13501

ε Ingigerður Jónsdóttir f. 1761.

13502

ſ Margrét Jónsdóttir var vinnukona hjá Ólöfu systur sinni á Bakka og síðar ráðskona hjá Oddi, víst ógift og bl.

13503

3 Illhugi Jónsson var á Bakka hjá Oddi og Ólöfu 1806 með konu sína Þórunni Erlendsdóttur, þá 36 ára, með Jón (8 ára) og Guðrúnu (5 ára). Þórný var og dóttir þeirra f. um 1795. Þau Illhugi hafa verið í Garðssókn í Kelduhverfi þegar Jón fæddist, því að í þeirri sókn er hann fæddur um 1797—1798.

13504

αα Þórný Illhugadóttir var f. k. Vilhjálms Steinmóðssonar á Dalhúsum 4893. Hún hefur dáið fyrir 1834.

13505

ββ Jón Illhugason, fæddur í Garðssókn í Kelduhverfi um 1797—8, bjó á Djúpalæk, hreppstjóri, gáfaður og mikilhæfur, átti I. Vigdísi Stefánsdóttur frá Miðfirði 13450. II. Kristborgu Grímsdóttur frá Leiðarhöfn 10608. Barnlaus. Launsonur Arngrímur, sjá 13455. Sjá meira um Jón við nr. 13450.

13506

gg Guðrún Illhugadóttir, f. um 1801.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.