Einar Árnason, prófastur í Vallanesi

Einar Árnason var prestur í Vallanesi og prófastur í Múlaþingi á 16. öld; var orðinn prestur á Hallormsstað um 1520, sleppti því brauði 1524. Líklega verið þá eitthvað prestur á Hólmum‚ en fékk Vallanes 1532. Hélt Hólma síðar 10 ár (1544—1554), en fór ekki þangað‚ hafði ábyrgð á staðnum og hefur haldið þar aðstoðarprest. Hafði sýsluvöld eða lögsögn í Austfjörðum 1552— 1553 og líklega lengur og 11.3. 1554 fékk hann konungsveitingu fyrir Skriðuklaustri og Kirkjubæjarklaustri. Kallaður í dómi í Vallanesi 1536 officialis fyrir austan Lagarfljót og síðar var hann nálega 30 ár officialis yfir alla Austfjörðu og er það enn haustið 1574. En Vallanesi sleppti hann 1573 og virðist þá hafa farið að Ketilsstöðum á Völlum. Hann dó 9.7. 1585, 87 ára‚ og hefur eftir því verið fæddur um 1498. Ekki er neitt kunnugt um framætt hans.

Einar prófastur var tvíkvæntur, átti I Arndísi Snorradóttur. (Leyfi Gissurar biskups 13.8. 1541). Þ. b.: Hallvarður, Árni‚ Ingibjörg 5836, Hjálmar; II átti hann konu‚ en menn vita eigi um nafn hennar né ætterni. En sonur þeirra hét Sigurður.

Það sem hér verður rakið frá Einari prófasti er í elztu liðunum eftir Hannesi Þorsteinssyni.

Arndís‚ fyrri kona Einars prófasts, hyggur Hannes‚ að verið hafi dóttir séra Snorra Helgasonar í Holti undir Eyjafjöllum, sem dó 1494, og hafi hún verið fædd skömmu áður‚ og því talsvert eldri en séra Einar. Hún dó einnig miklu fyrr‚ 2.5. 1565. Hannes hyggur‚ að föðurbróðir hennar hafi verið séra Hjálmur Helgason í Heydölum um 1500 og eftir það‚ faðir Snorra prófasts Hjálmssonar í Holti undir Eyjafjöllum, er þar varð prestur 1531 og lifði fram um 1580—1587. Ætlar Hannes‚ að Arndís hafi alizt upp í Heydölum hjá séra Hjálmi og þar kynnzt Einari Árnasyni. Sonur þeirra hét einnig Hjálmur. (sbr. 10845). Snorri prófastur í Holti var eystra með Gissuri biskupi Einarssyni á yfirreið hans‚ og kvæntist þá séra Einar Arndísi; en áður hafði hún verið lengi fylgikona hans. Má vera að Snorri prófastur hafi viljað eiga einhvern úrslitahlut að því‚ að séra Einar kvæntist henni. Allt eru þetta mjög sennilegar tilgátur. Vitnisburður 6 manna 14.6. 1554 í Fornbréfasafni XII 711 nefnir 2 bræður sr. Einars‚ Jón og Ólaf. Þeir samþykkja að sr. Einar gaf Árna syni sínum Hafursá (o. fl.), þegar hann trúlofaðist á Ási Vilborgu Eiríksdóttur og kvætist henni síðar. Systir sr. Einars var Ragnhildur kona Árna Oddssonar í Möðrudal. Bróðir þeirra Ólafur prestur á Hallormsstað, á Hólmum (fyrir 1543) og á Hallormsstað 1543—c. 1587, átti Ingibjörgu Magnúsdóttur. Annar bróðir Ásbjörn Árnason bóndi á Hallormsstað 1540. Brandur hét son hans‚ bjó á Hallormsstað 1587—1588 móti Ingibjörgu, ekkju sr. Ólafs. Þriðji bróðirinn Magnús Árnason prestur á Kolfreyjustað c.1541—1572 og víst áður á Skorrastað fyrir og um 1540.

Dó 1572. Sonur hans var sr. Jón Magnússon á Skorrastað 1569— 1582 og líklega sr. Árni Magnússon á Hólmum 1583—c.1625.

5786

1 Hallvarður Einarsson var prestur á Valþjófsstað (fékk þann stað 1560), sleppti honum 1585 við sr. Einar dótturmann sinn‚ var síðan prestur á Skriðuklaustri; er á lífi 1607. Börn hans voru Hallur og Arndís 5833.

5787

A Hallur Hallvarðsson f. um 1558—60, var fyrst prestur í Möðrudal 1583—1588, síðar á Hallormsstað 1588—1595, Þingmúla 1595—1599, Þvottá 1599—1601, fékk Bjarnanes 1601, dó 1618 eða 1619. Hann er vottur í Þingmúla 16. 8. 1581. Hann var tvíkvæntur og átti börn með báðum konum sínum. Hannes hyggur að fyrri kona hans hafi heitið Hróðný (sbr. 2061), og verið föðursystir Guttorms á Brú eða móðursystur hans. Það getur þó ekki verið‚ ef Eiríkur, sonur séra Halls hefur átt Gyðríði systur Guttorms á Brú‚ sem líklegast mun þó vera. Börn séra Halls og fyrri konu hans hafa eflaust verið Guttormur á Búlandsnesi og Eiríkur Hallsson í Bót. Bréf 18.1. 1605 segir að sr. Hallur hafi selt Oddi biskupi 1603 jörðina Ljósaland, 6 hndr. „undan sér og sínum börnum‚ er hann hafi átt með sinni fyrri konu‚ og öllum sínum og þeirra erfingjum, en undir herra Odd og hans erfingja“. Er af því auðsætt, að börn hans og fyrri konu hans hafa þá verið lifandi, en líklega ekki myndug til að hafa áhrif á söluna‚ úr því þeirra er ekki getið nánar.

Síðari kona séra Halls var Sesselja 5913 dóttir Einars prófasts Sigurðssonar í Heydölum, alsystir Odds biskups. Þau hafa gifzt um 1600 eða 1601, og Oddur biskup þá veitt séra Halli Bjarnanes. Þ. b.: Halli‚ Eiríkar 2, Margrét, Herdís‚ Hróðný. Sesselja hefur líklega verið f. um 1565 eða 1566.(Oddur biskup f. 1559).

Það hefur oft verið talið svo‚ að Eiríkur í Bót Hallsson, hafi verið sonur séra Halls og Sesselju; en það getur þó ekki verið‚ því að Kristín dóttir Eiríks og kona séra Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi, getur tæplega verið fædd síðar en 1610, og Eiríkur því hlotið að vera eftir fyrri konu séra Halls.

5788

A Guttormur Hallsson bjó á Búlandsnesi; var hertekinn af Tyrkjum 1627; fékk síðar lausn og komst til Englands, en þegar þar kom undir land‚ tóku sig saman 4 varmenni og myrtu hann til fjár‚ þó að um lítið fé væri að ræða. Tveir þeirra náðust og voru hengdir. Guttormur hefur verið merkur maður. Er til bréf frá honum frá Algier 1631 (Tyrkjaráns saga). Hann var að flytja sig til Búlandsness, þegar hann var tekinn 6.7. 1627; var það á Djúpavogi. Var hann tekinn fyrstur manna í Austfjörðum.

Eftir þessum Guttormi var heitinn séra Guttormur Sigfússon á Hólmum‚ sonur séra Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi og Kristínar Eiríksdóttur frá Bót Hallssonar, bróðurdóttur Guttorms. Fæddist séra Guttormur sama árið‚ sem lát Guttorms Hallssonar fréttist hingað til landsins. Séra Jón Guttormsson á Hólmum Sigfússonar, kallar Guttorm Hallsson, í bréfi‚ sem til er eftir hann‚ „móðurbróður“ séra Guttorms föður síns. En það hlýtur að vera misritun fyrir: afabróður hans.

5789

B Eiríkur Hallsson bjó í Bót. Hefur hann að líkindum alizt upp á Upphéraði og orðið þar eftir‚ þegar faðir hans flutti suður. Hann var mikill fyrir sér og ófyrirleitinn og yfirgangssamur. Gengu þær sagnir um hann‚ að hann hefði tíðum farið út á Héraðssanda og tekið þar tré af rekum eins og honum leizt. En ef að var fundið svaraði hann aðeins: „Hún Bót þarf þess við“. Varð það að orðtaki eystra. Hefur hann eflaust átt mikið undir sér‚ að honum skyldi haldast það uppi‚ og líklega verið vinsœll að einhverju leyti. Hann var skáldmæltur. Er enn til kvæði eftir hann‚ sem í eru þessi erindi:

Mjög er drukkinn mögur Halls‚
maðurinn álnasnauður.
Hvar mun vera klárinn karls‚
kallaður „Gamli Rauður?

Síðar í þessu kvæði stendur:

Margir kenna mig við Hall
menn í þanka glaðir‚
þegar þeir segja: „Þar er hann Karl
13 barna faðir.“

Guði sé lof‚ mig líður hann enn‚
lif' eg á sjötugs aldri.
Hér er nú kominn að hjala við menn;
hamurinn fylgir Baldri.

Kona Eiríks hét Gyðríður (2497). En ekki hefur ættatölum borið saman um‚ hverra manna hún hafi verið. Espólín o. fl. hafa talið hana systur Guttorms á Brú og hef ég talið það svo hér að framan‚ því að mér hefur þótt það líklegast. Svo taldi einnig Jón Sigurðsson í Njarðvík, og hafði eftir Hjörleifi sterka á Nesi. En aðrir hafa talið Gyðríði dóttur Halls prests Högnasonar á Kirkjubæ. Getur það vel staðizt tímans vegna. Hannes Þorsteinsson hallast einnig helzt að því‚ að hún hafi verið systir Guttorms á Brú. Verið gæti‚ að Eiríkur hafi verið tvíkvæntur og f. k. verið Gyðríður dóttir sr. Halls og Kristín verið dóttir þeirra‚ en hin síðari verið Gyðríður systir Guttorms á Brú og þeirra dóttir verið Hróðný. Það fellur bezt við tímann‚ því að Hróðný er miklu yngri. Sjá um afkvæmi Eiríks við 2497 og áfram.

5790

C Halli Hallsson vígðist 1630 aðstoðarprestur til Ólafs prófasts Einarssonar á Kirkjubæ, móðurbróður síns‚ varð svo prestur á Skriðuklaustri, dó á Hofi í Vopnafirði, ókv. bl.

5791

D Eiríkur Hallsson og Sesselju var prestur á Þvottá frá því fyrir 1630 og til 1666, er hann mun hafa dáið; átti Ingibjörgu Eyjólfsdóttur. Þ. b Þorlákur, Sigurður, Eyjólfur, Vigfús‚ Hallur.

5792

a Þorlákur Eiríksson var prestur á Þvottá 1666—1695, dó 1707, átti Ólöfu 5533 Guðmundsdóttur frá Melrakkanesi, bl.

5793

b Sigurður Eiríksson varð stúdent fyrir 1670, lifði fram yfir 1700. Kona hans er óþekkt (H.Þ.), en dóttir hans hét Þuríður.

5794

aa Þuríður Sigurðardóttir átti Sigurð Sigurðsson, hafa lifað eftir 1700. Þ. b.: Ari og Einar.

5795

aaa Ari Sigurðsson bjó á Hnaukum nærri Þvottá. Hann er eflaust sá‚ sem er húsmaður á Melrakkanesi 1762, talinn 34 ára. Kona hans talin 38 ára. Synir tveir 6 og 3 ára‚ eflaust Jón og Sigurður. Ásmundur var enn Arason f. um 1765 og Ari f. á Hnaukum um 1763. Ari Sigurðsson dó 1773, 45 ára.

5796

α Jón Arason f. á Hnaukum um 1755, bjó á Þvottá‚ átti Vilborgu 6127 Sigfúsdóttur á Þvottá Gíslasonar. Þ. b. Sigfús‚ Guðrún‚ Sigurður. Þau veiktust öll af óþekktum veikleika og giftust ekki og áttu eigi börn‚ nema Guðrún.

5797

αα Guðrún Jónsdóttir giftist ekki‚ en átti barn‚ þó að veik væri‚ er kennt var Jóni Ásmundssyni, vinnumanni á Starmýri‚ en réttur faðir var talinn séra Sveinn 13780 Pétursson á Hofi. Barnið hét Vilborg (f. á Þvottá 12.9. 1823).

 

Númerin 5798 og 5799 vantar í handritið.

 

5800

β Sigurður Arason átti 1788 Guðleifu 6121 Jónsdóttur frá Starmýri Gíslasonar. Hún var yfirsetukona og þótti mannval‚ f. um 1763. Þ. einb.: Ingibjörg.

5801

αα Ingibjörg Sigurðardóttir f. 1792 átti 1815 Jón 6069 b. á Starmýri (f. á Flugustöðum 1791) Sveinsson hreppstjóra á Flugustöðum og Hvalnesi Eyjólfssonar prests á Hofi í Álftafirði (d. 1804) Teitssonar. Móðir Jóns og kona Eyjólfs var Halldóra Hallsdóttir f. um 1760. Hannes Þorsteinsson telur Ingibjörgu einnig konu Einars 11648 Antoníussonar í Hlíð og hefur hún þá verið tvígift.

5802

g Ásmundur Arason átti 1795 (30 ára) Kristrúnu Jónsdóttur (29 ára) f. á Borgum í Hornafirði um 1766. Þ. b.: Einar (sagður sonur Einars á Horni). Kristrún hafði áður átt 2 launsyni: Gísla við Einari Jónssyni á Horni og Jón Pálsson, er bjó í Fossgerði. Kristrún var kölluð „silkihetta“.

αα Einar Ásmundsson f. um 1796, átti I 13.7. 1818 Guðrúnu 8775 Gunnlaugsdóttur prests á Hallormsstað Þórðarsonar; II Guðrúnu 12951 Jónsdóttur í Litla Sandfelli Stefánssonar. Einar bjó á Geithellum, Vaði‚ Geirólfsstöðum og síðast í Stóra Sandfelli (átti það).

đ Ari Arason b. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði, dó á Geithellum 28.2. 1840, átti Guðrúnu Jónsdóttur Gíslasonar og Þorgerðar Bjarnadóttur á Skriðu í Breiðdal (1774—5). Þ. b.: Ásmundur‚ Kristján. Guðrún lifir í Kambsseli 1845, 75 ára.

αα Ásmundur Arason b. á Geithellum (d. 1838), átti Álfheiði Kristjánsdóttur á Geithellum Guðbrandssonar. Þ. b : Sigurður 11511.

ββ Kristján Arason b. í Kambsseli, átti Unu Kristjánsdóttur systur Álfheiðar. Þ. b. 1845: Sigríður 11, Ásmundur 8, Álfheiður 6, Guðrún 2.

ααα Álfheiður Kristjánsdóttir átti barn við Sigurði 11761 Jónssyni á Búlandsnesi.

βββ Guðrún Kristjánsdóttir átti Jón 559 Jónsson á Þorgrímsstöðum í Breiðdal.

5803

bbb Einar Sigurðsson b. á Melrakkanesi, átti Guðrúnu 543, systur Páls í Fossgerði, Þórðardóttur. Hún f. um 1735, d. í Stekkahjáleigu 15.7. 1820.

5804

c Eyjólfur Eiríksson lofar á Þvottá 15.9. 1648 að borga það‚ sem sr. Eiríkur faðir sinn skuldi kirkjunni.

5805

d Vigfús Eiríksson.

5806

e Hallur Eiríksson.

5807

E Eiríkur Hallsson (þriðji) mun hafa búið í Skarfanesi á Landi í Fellsmúlasókn, er þar 1665 (segir Hannes Þorsteinsson).

5808

F Margrét Hallsdóttir átti Jón prest Jónsson í Fellsmúla (1628—1682). Þ. b.: Oddur‚ Sigríður.

5809

G Herdís Hallsdóttir gæti verið móðir Halla Arngrímssonar í Þinganesi 1681 (9001).

5810

H Hróðný Hallsdóttir hyggur Hannes Þorsteinsson að hafi verið kona Guttorms 2062 á Brú Jónssonar og þeirra dóttir verið Gyðríður kona Eiríks Magnússonar í Bót og síðar á Rangá.

Sumar ættatölur telja Hróðnýju þessa móður Guðríðar eða Gyðríðar konu Eiríks Magnússonar í Bót. Séra Jón á Lambavatni (prestur í Rauðasandsþingum (nú Sauðlauksdal) 1669— 1703) telur svo börn þeirra öll þau börn‚ sem annars eru talin börn Eiríks Hallssonar í Bót. En það getur alls eigi staðizt tímans vegna‚ því að Hróðný Hallsdóttir er litlu eldri en Kristín í Hofteigi dóttir Eiríks í Bót.

Aftur er það hæfilegur tími‚ að Hróðný hafi verið kona Guttorms á Brú‚ því að börn hans fæðast um 1630—1640. Hafi nú Gyðríður systir Guttorms á Brú verið kona Eiríks í Bót‚ þá hefur hún hlotið að vera talsvert eldri en Guttormur, nema Eiríkur hafi verið tvíkvæntur, og Gyðríður systir Guttorms, verið síðari kona hans‚ en Gyðríður dóttir séra Halls Högnasonar verið fyrri kona hans. Guttormur á Brú sýnist varla fæddur fyrr en eftir 1600, og Páll bróðir hans hefur verið nokkuð yngri. Börn Páls eru á aldur við börn séra Sigfúsar í Hofteigi og Kristínar, en börn Guttorms heldur eldri. Jón Guttormsson sonur hans er f. um 1631, en Ólafur sonur sr. Sigfúsar f. um 1633, sem er líklega elzta barn hans‚ að minnsta kosti elzta barnið‚ sem aldur er kunnur á.

Nú mætti vel vera‚ að Hróðný dóttir séra Halls og Sesselju hefði verið tekin í Bót‚ þegar séra Hallur dó‚ eða jafnvel fyr‚ og alizt þar síðan upp og kynnzt þar Guttormi, mági Eiríks og átt hann síðan‚ látið svo heita eftir Gyðríði konu Eiríks‚ fóstru sinni‚ hvor Gyðríðurin, sem það hefur verið; enda gætu báðar verið fóstrur hennar‚ ef um 2 hefur verið að ræða.

Þó að nú Gyðríður systir Guttorms á Brú sýnist hljóta að hafa verið nokkru eldri‚ en þeir bræður‚ ef hún ætti að vera móðir Kristínar í Hofteigi, þá munar ekki því‚ að það gœti ekki vel átt sér stað; þeir bræður Guttormur og Páll jafnvel báðir‚ eða að minnsta kosti Guttormur, gœtu verið fæddir fyrir 1600, og Gyðríður verið nokkru eldri. En bezt félli tíminn‚ að Eiríkur hefði verið tvíkvæntur, eins og bent hefur verið á.

Börn Guttorms á Brú eru talin við 2062, nema Gyðríður. Þar er þess getið‚ að Espólín kalli konu hans Þóru. Um heimild fyrir því er ókunnugt. En bæði getur það verið mishermt og eins gæti Guttormur hafa verið tvíkvæntur og Gyðríður verið dóttir Hróðnýjar og eins Sesselja, og Sesselja heitið eftir móður Hróðnýjar‚ en Gyðríður eftir fóstru hennar. En börn Guttorms geta vel verið börn Hróðnýjar tímans vegna‚ öll sem kunnug eru. Hannesi Þorsteinssyni þykir þessi tilgáta um Hróðnýju Hallsdóttur‚ systur Eiríks‚ sem konu Guttorms, og Gyðríði sem dóttur‚ svo sennileg, að hann sér eigi annað líklegra, enda er þá leystur hnúturinn með Eiríkana, Hallsson og Magnússon. Væri þá Eiríkur Hallsson sá‚ er venjulega hefur verið kenndur við Bót‚ en Eiríkur Magnússon sá‚ er kenndur hefur verið við Rangá‚ og hann átt Gyðríði systurdóttur Eiríks Hallssonar, og ef til vill búið í Bót áður en hann flutti í Rangá. í sölubréfi frá 1662 í bréfabók Brynjólfs biskups, er nefndur Eiríkur í Bót Magnússon‚ og sýnist hafa dáið þar 1666 eða 1667, gamall.

Væri nú Kristín kona Snjólfs Sæmundssonar á Urriðavatni (sem drukknaði 1726) dóttir þessa Eiríks Magnússonar og Gyðríðar Guttormsdóttur frá Brú‚ þá kæmi fram náinn skyldleiki milli Kristínar og Oddnýjar á Arnheiðarstöðum konu Þórðar Árnasonar (Poka-Þórðar) bróðurdóttur Guttorms á Brú. En því hélt Katrín frá Urriðavitni 8988, dótturdóttir Einars Hildibrandssonar á Urriðavatni, sem var dóttursonur Snjólfs og Kristínar, fast fram‚ að þær Kristín formóðir sín frá Rangá og Oddný Pálsdóttir á Arnheiðarstöðum hefðu verið náskyldar. Eftir þessari ættfærslu hefðu þær verið að 2. og 3., annars vegar Páll og Oddný‚ hins vegar Guttormur, Gyðríður og Kristín (og Oddný var 51 árs 1703, en Kristín 12 ára (ef það er sú‚ sem er á Hrafnabjörgum 1703) og er það hæfilegur aldursmunur).

Kvæði‚ sem ort var eftir Eirík á Rangá‚ hafa ýmsir heimfært upp á Eirík Hallsson í Bót‚ og sýnir það‚ hversu mönnum hætti til að rugla þeim nöfnunum saman. Hannes hyggur‚ að Guttormur hafi heitið sonur Eiríks og Gyðríðar.

Á þessum tilgátum verður nú byggt það‚ sem hér verður talið frá Hróðnýju Hallsdóttur, með því að þær ganga mjög nærri fullri vissu.

5811

a Gyðríður Guttormsdóttir (?) dóttir Hróðnýjar Hallsdóttur‚ átti Eirík Magnússon er bjó á Rangá og dó þar‚ og ef til vill hefur áður búið í Bót eitthvað. Hann hefur ekki búið á Rangá fyr en eftir 1681, því að það ár býr Gísli Nikulásson þar; en hann hefur líklega flutt að Finnsstöðum litlu síðar og dáið þar‚ því að þar býr ekkja hans 1703 (2901) með fullorðnum börnum sínum. Og dáinn er Eiríkur fyrir 1703. Eiríkur á Rangá hefur verið mikilhæfur maður‚ virtur og vel metinn. Var þetta kveðið við fráfall hans:

Rangá er nú raun að sjá‚
rétt í blóma stendur tún.
Eiríkur er fallinn frá‚
flestum trúi' eg bregði' í brún.

Kvæði var ort eftir hann‚ sem sumir hafa eignað Brynjólfi prófasti Halldórssyni á Kirkjubæ (1704—1737), en aðrir séra Þorvaldi Stefánssyni frá Vallanesi, er prestur var á Eiðum 1699 til 1712, en síðan á Hofi í Vopnafirði. Getur það vel verið eftir hvorn þeirra‚ er vill‚ þó öllu heldur eftir séra Þorvald, því að hann hefur líklega verið prestur á Eiðum þegar Eiríkur dó; hefur það líklega verið rétt um aldamótin 1700, og þeir Eiríkur verið góðkunnugir í nágrenninu.

Kvæðið er þannig:

Alvaldur Eirík hvíldi
af eldri mönnum heldra‚
þann gildur gáfur faldi‚
en gjöldin loks margföldu.
Aldaguðs hátíð heldur
með höldum þeim útvöldu.
Skáld þar gott við skildi;
skuld þá allir guldu.

Spúði spökum óði
spjaður af engum maður‚
að ei elli næði‚
áður en gekk til náða.
Guði treysti góðum‚
og gæða vænti' af hæðum.
Háði herkinn stríðið,
með heiðri í Kristi deyði.

Tunga tregar drenginn,
tanginn héraðs langur.
Hans ungu börn í bynginn
bangin sér niður stanga.
Kongur alvaldur engla
angrið þeim bæti stranga.
Slyngari' við Fjölnis fenginn
fangar ei maður Rangá.

Eftir kvæðinu hefur Eiríkur á Rangá verið „skáld gott“, eins og Eiríkur Hallsson í Bót; og hefur það hjálpað til að rugla þeim saman. Jón í Njarðvík hafði yfir fyrsta erindið í mín eyru og taldi ort eftir Eirík Hallsson, og Brynjólf prófast hafa ort. En síðustu orðin í kvæðinu sýna að það gat eigi átt við Eirík Hallsson‚ enda hlaut hann að vera dáinn löngu fyr en svo‚ að Brynjólfur prófastur hefði farið að yrkja eftir hann‚ hefur líklega verið dáinn nokkru áður en séra Brynjólfur fæddist. Hefur Jón eflaust ekki kunnað kvæðið allt.

Kvæðið sýnir‚ að Eiríkur á Rangá hefur ekki orðið gamall maður‚ en þó kominn í tölu „eldri manna“ og átt eftir sig ung börn. Kemur það heim við aldur Kristínar á Hrafnabjörgum. Nú er ekki kunnugt um börn Eiríks‚ nema Kristínu og þá Guttorm, ef það er rétt‚ sem Hannes hyggur. Ormur Eiríksson býr í Brekkuseli 1734.

5812

aa Kristín Eiríksdóttir frá Rangá átti Snjólf Sœmundsson, bónda á Urriðavatni. Hann var sonur Sæmundar bónda á Vöðlum í Vöðlavík (sagði Katrín frá Urriðavatni) ‚ en móðir hans hét Ingibjörg, náskyld Ingibjörgu (300) móður Þórðar Eyjólfssonar á Ketilsstöðum (sagði Katrín einnig. Átti það að vera sama Ingibjargarnafnið). Ekki finnst Snjólfur né foreldrar hans (svo að séð verði) í manntalinu 1703, enda gátu þeir verið dánir og Snjólfur kominn af landi burt. Snjólfur varð fyrst búðar drengur í Stórubreiðuvík sigldi síðan ogvarð skipstimburmaður. Hann sigldi til Indlands og kom aftur eftir mörg ár og var þá orðinn vel efnaður. Snjólfur var kunnugur Eiríki presti Sölvasyni í Þingmúla (1701—1731) og fór til hans‚ er hann kom inn aftur og bað hann að vísa sér á jörð til kaups og ábúðar‚ þar sem hann sæi jafnan á vatn‚ er hann kæmi út úr bæjardyrum. Prestur vísaði honum þá á Urriðavatn í Fellum. Keypti Snjólfur það og bjó þar síðan. Þar býr hann 1723. Snjólfur hafði Papey til leigu 1721, því að 14.10. 1721 biður „Jón Jónsson um Papey‚ þegar Snjólfur Sæmundsson sleppi“. Snjólfur kvaðst eigi vilja deyja á Íslandi og sigldi því með Reyðarfjarðarskipi 1726, er hann var aldraður orðinn og hafði með sér helztu eigur sínar; hefur aldrei spurzt til þess skips síðan. Var talið‚ að það mundi hafa farizt í svonefndum Friðriksbyl 1726. Áður en hann fór‚ bað hann Sigfús bónda á Hafrafelli, son séra Eiríks Sölvasonar, að annast konu sína og börn. Sigfús 7064 kvæntist henni síðan og bjuggu þau á Urriðavatni. Þar bjó Sigfús 1734. Þau Kristín áttu ekki börn. Börn Snjólfs og Kristínar voru: Ingibjargir 2, Guðlaug, Katrín og Guðfinna f. um 1716.

5812

aaa Ingibjörg Snjólfsdóttir eldri átti Hildibrand 2445 bónda á Urriðavatni Einarsson í Húsum Þorvarðssonar.

5813

bbb Ingibjörg Snjólfsdóttir yngri drukknaði óg. bl.

5814

ccc Guðlaug Snjólfsdóttir var fyrri kona Ólafs 9701 Jónssonar á Dalhúsum.

5815

ddd Katrín Snjólfsdóttir dó úr bólu óg. bl.

5816

eee Guðfinna Snjólfsdóttir f. um 1716, átti Árna b. á Urriðavatni og í Bót Jónsson. Árni býr á Urriðavatni 1762, talinn 47 ára‚ og væri þá f. um 1715. Kona hans er þá talin 46 ára‚ og ætti þá að vera f. um 1716. Árni hefur dáið um 1785; fóru fram skipti eftir hann 27.6. 1785 og hljóp búið 285 rd. 30 sk. Þ. b.: Eyjólfur, Eiríkur, Ísólfur, Eyjólfur annar og Málfríður.

α Eyjólfur Árnason eldri bjó í Egilsseli og síðar frá 1806 í Hjarðarhaga, góður bóndi‚ átti Ólöfu 1493 Jónsdóttur frá Austdal‚ Hávarðssonar. Þ. b.: Vigdís dó ung. Laundóttir Eyjólfs við Unu 13033 Jónsdóttur Magnússonar, bróðurdóttur Guðrúnar í Fjallsseli, konu Guðmundar Þorsteinssonar, hét Ragnheiður.

5818

αα Ragnheiður Eyjólfsdóttir átti Bjarna 194 b. Stefánsson í Teigaseli og Blöndugerði.

5819

β Eiríkur Árnason b. á Stórabakka, góður bóndi‚ átti Guðrúnu 7038 Sigurðardóttur frá Skeggjastöðum á Dal Ögmundssonar. Eiríkur dó 1809. Var þá bú hans virt 866 rd. 36 sk. Var þar í jörðin Stóribakki 9 hndr., er hann hafði keypt fyrir 30 árum. Var hundraðið virt 25 rd., alls 225 rd. Þ. b.: Sigurður,
Guðfinnur 2, Sigfús‚ Björg‚ Snjólfur.

5820

αα Sigurður Eiríksson b. á Stórabakka, átti Guðrúnu 9561 Rustikusdóttur frá Fossvelli. Þ. b.: Björn ókv. bl., Árni ókv. bl., Eyjólfur, Eiríkur ókv. átti eina dóttur Ingibjörgu, er alltaf var á sveit á Dal óg. bl. Allir voru þeir mjög vitgrannir og álfalegir.

5821

ααα Eyjólfur Sigurðsson átti Margréti Magnúsdóttur. Þeirra börn dóu.

5822

ββ Guðfinna Eiríksdóttir eldri var f. k. Jóns 909 b. á Torfastöðum Jónssonar; hún dó af barnsförum, bl. Hún dó 26.5. 1811, eftir viku legu á barnssæng, „er hún hafði alið andvana piltbarn í svefni með ónáttúrlegu móti“.

5822

gg Guðfinna Eiríksdóttir yngri átti Magnús 13664 Einarsson frá Hjartarstöðum. Þ. s.: Jón‚ hálfgerður aumingi ókv. bl. Magnús vakti upp draug í Áskirkjugarði með Hildibrandi Einarssyni og var síðan hálfruglaður.

5823

đđ Sigfús Eiríksson bjó á Stórabakka móti Sigurði, átti Ingibjörgu 7323 Einarsdóttur frá Setbergi, áttu 1 barn er dó ungt.

5824

εε Björg Eiríksdóttir átti Vilhjálm 10326 b. í Hvammi á Völlum Jónsson og var s. k. hans. Dó 4.4. 1860, 55 ára.

5825

ſſ Snjólfur Eiríksson b. á Nýpi í Vopnafirði, átti Kristbjörgu Hallgrímsdóttur b. á Einarsstöðum í Vopnafirði Jónssonar. Móðir hennar hét Vigdís Einarsdóttir (f. í Teigi um 1772). En móðir Vigdísar hét Kristbjörg Erlendsdóttir 2067 f. í Klausturseli um 1746. Þ. b.: Kristján, Grímur‚ Vigdís. — Snjólfur var
skrýtinn karl. Hann dó 2.1. 1873, 72 ára. Launsynir Snjólfs voru taldir Jón og Helgi (sjá 168170). „Komið hef ég þar“, sagði hann‚ þegar einhverjir voru að hafa orð á því við hann‚ að hann væri faðir þeirra.

5826

ααα Kristján Snjólfsson b. í Ytra-Nýpi, átti Sigþrúði 7232 Þorgrímsdóttur frá Hámundarstöðum.

5827

βββ Grímur Snjólfsson b. á Ytra-Nýpi, átti Guðlaugu 10582 Gísladóttur. Þ. b.: Kristján, Gísli‚ Vilhjálmur, allir í Am‚

5828

ggg Vigdís Snjólfsdóttir.

5829

g Ísólfur Árnason var hálfgerður aumingi ókv. bl.

5830

đ Eyjólfur Árnason yngri bjó á Hafrafelli um tíma ókv. bl., dó 1791. Arfur við skipti 117 rd. 7 sk. féll til systkina hans.

5831

ε Málfríður Árnadóttir átti Árna 1096 b. á Ormarsstöðum og Hjartarstöðum Vilhjálmsson.

5832

bb Guttormur Eiríksson skrifar undir úttekt í Þingmúla 1702 (þegar séra Eiríkur Sölvason tekur þar við stað), næstur eftir Jón Guttormsson, sem eflaust er Jón sonur Guttorms á Brú 2063, sem þá hefur verið kominn að Brekku til Eiríkssonar síns. Þessi Guttormur hyggur Hannes‚ að verið hafi sonur
Eiríks Magnússonar á Rangá og Gyðríðar systur Jóns Guttormssonar. Er það ein af ástæðum Hannesar fyrir því‚ að Gyðríður, dóttir Hróðnýjar Hallsdóttur hafi verið dóttir Guttorms á Brú og kona Eiríks Magnússonar á Rangá. Þó verður býsna mikið miseldri á Guttormi og Kristínu á Urriðavatni, ef hún er sú‚
sem er á Hrafnabjörgum 12 ára 1703, því að Guttormur hlýtur þó að hafa verið fulltíða maður‚ þegar hann skrifar undir úttektina í Múla 1702, líklega nær þrítugur; en vel gat það miseldri verið. Þó hefur hann ekki getað verið af þeim „ungu“ börnum Eiríks á Rangá‚ sem kvæðið nefnir við dauða hans. Ekki
er Guttormur Eiríksson nefndur í manntalinu 1703 hér eystra‚ en hann gat verið dáinn eða kominn burtu eitthvað. Ekkert annað er kunnugt um Guttorm þennan. (Ef Eiríkur Magnússon í Bót hefði verið tvíkvæntur og átt síðar Gyðríði d. Guttorms á Brú og Hróðnýjar Hallsdóttur frá Bjarnarnesi um 1655—1660, þá kæmi vel heim‚ að Guttormur hefði verið sonur þeirra‚ verið um 50 ára 1702).

Séra Eiríkur Sölvason var sonur Helgu Sigfúsdóttur frá Hofteigi; er hún hjá honum í Múla 1703 68 ára. Móðir hennar var Kristín Eiríksdóttir frá Bót Hallssonar. Hafi Kristín verið systurdóttir Guttorms á Brú‚ þá hefðu þau Jón Guttormsson og Helga verið að 2. og 3., en eru nokkurn vegin jafngömul, Jón aðeins 4 árum eldri. Og hafi Guttormur Eiríksson verið sonur Gyðríðar systur Jóns Guttormssonar, þá hefðu þau Helga og Guttormur verið þremenningar, en Guttormur eflaust miklu yngri en hún. Þó að þetta miseldri geti sýnzt nokkuð tortryggilegt‚ getur það þó allt verið eðlilegt. Og skiljanlegt er það‚ að frændur séra Eiríks hafi verið staddir við úttektina, þegar hann tók við Þingmúla.

5833

B Arndís Hallvarðsdóttir 5786 átti Einar prest Magnússon á Valþjófsstað, er þar varð prestur eftir séra Hallvarð 1582. Hann var sonur Magnúsar lögréttumanns Björnssonar á Reykjum í Tungusveit í Skagafirði og Sigríðar dóttur Gríms lögmanns á Ökrum Jónssonar. Móðir Sigríðar og kona Gríms var Guðný dóttir Þorleifs Björnssonar hirðstjóra á Reykhólum. Einar Magnússon hafði fyrst ýms veraldleg störf á hendi og var mikill málafylgjumaður. Þ. b.: Rögnvaldur, Þórunn‚ Guðrún.

5834

A Rögnvaldur Einarsson var prestur á Hólmum 1626—60, átti Guðrúnu 994 yngri Árnadóttur sýslumanns á Eiðum Magnússonar. Þeirra afkvæmi 995 og áfram.

5835

B Þórunn Einarsdóttir átti Eirík Magnússon á Ási í Fellum‚ bróður Árna á Eiðum. Kaupmálabréf þeirra gert 2.10. 1609. Fékk Eiríkur með henni‚ meðal annars‚ ½ Hafrafell.

C Guðrún Einarsdóttir átti Torfa 444 Einarsson á Hafursá.

5836

2 Ingibjörg Einarsdóttir prófasts í Vallanesi 5785 átti Magnús 1559 bónda á Urriðavatni. Þeirra son var Þorvarður og annar Marteinn (segir Hannes Þorsteinsson).

5837

A Þorvarður Magnússon var prestur og prófastur í Vallanesi 1573—1609. Var veitt Vallanes 10.8. 1573, hefur ef til vill áður verið aðstoðarprestur sr. Einars. Átti Ingibjörgu 4735 d. Árna Brandssonar á Bustarfelli. Þeirra afkvæmi margt‚ nr. 4736 og áfram. Þau eru bæði á lífi 13.8. 1614.

B Marteinn Magnússon var lögréttumaður á Höfða á Völlum‚ átti Ólöfu 274 Jónsdóttur frá Klaustri.

5838

3 Hjálmar Einarsson frá Vallanesi 5785 var prestur á Hólmum 1554—73, (ath. S-æf. IV. 699) og Kolfreyjustað 1573—92, lifði nokkuð fram yfir 1600, jafnvel fram um 1616. Ekki er kunnugt um konu hans eða afkvæmi.

5839

4 Sigurður Einarsson frá Vallanesi 5785 varð prestur á Rauðasandi vestra‚ í Sauðlauksdal um 1600, og átti börn með Sesselju dóttur Magnúsar prúða. (S-æf. II 51). Varð mál af 1603—4, er kallað var barnsvillumál. Sr. Sigurður er á lífi 1607 og er þá í Múlasýslu. Þessi sr. Sigurður er líkl. faðir Hjálms sterka föður Sigurðar, föður Jóns‚ föður Jóns pamfíls (4229). (Hannes Þorsteinsson).

5 Árni Einarsson kvæntist 1554, undir Ási‚ Vilborgu Eiríksdóttur. Gaf sr. Einar honum þá Hafursá m. fl. (Fbrs. XII 711).

II Ragnhildur Árnadóttir, systir Einars prófasts Árnasonar, átti Árna Oddsson í Möðrudal. Þ. d.: Ingveldur.

1 Ingveldur Árnadóttir átti Högna Pétursson prest á Höskuldsstöðum. Þ. b.: Hallur og sr. Bjarni á Hofi. (1021).

A Hallur Högnason var prestur á Kirkjubæ sjá nr. 4736. Hann fékk Kirkjubæ 1574 og var þar prestur 34 ár‚ dó 1608. (Hannes Þorsteinsson telur þannig 1920). Sr. Hallur átti Þrúði (fremur en Jarþrúði). Þ. b.: Pétur‚ Brandur, Oddur‚ 2 Jónar‚ Sigríður, Magnús‚ Þuríður, Gróa‚ (Gyðríður?)

A Pétur Hallsson prestur á Skeggjastöðum (líklega heitinn eftir Pétri‚ föður Högna‚föður sr. Halls).

B Brandur Hallsson lenti í hjúskaparmáli við Þuríði Þórðardóttur og var trúlofun þeirra dæmd ógild 1593. Hann átti svo Gróu Sigurðardóttur. Þ. d.: Anna.

a Anna Brandsdóttir átti Tómas Finnsson lögréttumann á Ekkjufelli Gíslasonar klausturhaldara á Skriðu (1 ár), Finnssonar. Kona Finns var Helga Magnúsdóttir, systir Árna sýslumanns á Eiðum. Þ. b.: Finnur‚ Brandur, Magnús‚ Jón‚ Þórður‚ Gróa‚ Ingveldur.

C Oddur Hallsson átti Ingibjörgu Ólafsdóttur á Sauðanesi Guðmundssonar. Afkomendur ókunnir.

D Jón eldri Hallsson átti Gyðríði Jónsdóttur prests á Hálsi í Hamarsfirði Þorvarðssonar, virðast hafa búið í Borgarfirði, áttu hálfan Gilsárvöll. Þ. b.: Guðrún‚ Anna.

a Guðrún Jónsdóttir átti Pétur Eiríksson, er 1664 seldi sr. Stefáni Ólafssyni nokkuð í Gilsárvelli, er Guðrún hafði erft eftir móður sína og systkini.

b Anna Jónsdóttir átti Odd Hjálmsson.

E Jón yngri Hallsson.

F Sigríður Hallsdóttir giftist eystra. (Hún gæti ef til vill verið móðir Högna Þorleifssonar á Stórabakka). Hún átti Magnús 6088 Höskuldsson frá Heydölum.

G Magnús Hallsson var einn‚ að því er virðist.

H Þuríður Hallsdóttir átti sr. Einar 5045 Þorvarðsson á Valþjófsstað.

I Gróa Hallsdóttir átti sr. Árna 4736 Þorvarðsson í Vallanesi.

K Gyðríður Hallsdóttir (?) gæti verið k. Eiríks í Bót. (Sjá 5789).

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.