Þorvaldsstaðaætt

5757

αα Þorsteinn Þorsteinsson bjó á Þorvaldsstöðum, átti Guðrúnu Erlendsdóttur frá Hvalnesi, Árnasonar á Kömbum Jónssonar. Þ. b.: Þórdís‚ Guðrún.

5758

ααα Þórdís Þorsteinsdóttir.

5759

βββ Guðrún Þorsteinsdóttir átti Martein Erlendsson. Þau lentu suður á Mýrar.

5760

ββ Helga Þorsteinsdóttir átti Erlend 5559 Þórðarson á Kirkjubóli.

5761

gg Erlendur Þorsteinsson bjó á Þorvaldsstöðum, átti Þórdísi 9060 Ólafsdóttur Hallasonar, ekkju Björns 496 Björnssonar á Löndum. Þ. einb.: Guðný.

5762

ααα Guðný Erlendsdóttir átti Arnbjörn 2375 b. á Þorvaldsstöðum Sigmundsson.

5763

đđ Guðný Þorsteinsdóttir átti Jón 636 á Hvalnesi Jónss.

5764

εε Jón Þorsteinsson, víst ókv. bl.

5765

ſſ Þuríður Þorsteinsdóttir átti Ásmund 11950 Björnsson frá Geldingi, bjuggu á Dísastöðum og Hvalnesi. Þ. b.: Þorsteinn, Guðmundur, Sigurður, Erlendur, Kristborg, Helga.

5766

ααα Þorsteinn Ásmundsson b. á Steinaborg átti Gyðríði 11393 Oddsdóttur á Steinaborg Eiríkssonar. Þ. b.: Þórstína. Þorsteinn drukknaði.

5767

+ Þórstína Þorsteinsdóttir átti Sigurð 1799 Þorleifsson frá Hrjót. Laundóttir hennar áður en hún giftist, við Ísak 4380 Jónssyni, er íshússtjóri varð‚ hét Björg.

5768

βββ Guðmundur Ásmundsson varð s. m. Gyðríðar Oddsdóttur. Hann drukknaði einnig.

5769

ggg Sigurður Ásmundsson b. í Urðarteigi og Kelduskógum‚ átti I Herdísi 11655 Þórðardóttur. Þ. b.: Þórlindur; II Kristínu Bessadóttur frá Heyklifi. Þ. b.: Herdís‚ Stefán‚ Kristborg‚ Þórður.

5770

+ Þórlindur Sigurðsson bjó í Víðinesi, átti Ingunni 11484 Björnsdóttur frá Hálsi Sigurðssonar, Sigurðssonar prests á Hofi Vigfússonar. Þ. b.: Halldóra, Sigurbjörg óg. bl., Jón‚ Sigurður‚ Stefán‚ Ólafur‚ Herdís (óg. á Hamri 1931).

++ Halldóra Þórlindsdóttir óg. bl. 1931 á Hamri.

++ Jón Þórlindsson söðlasmiður í Reykjavík, átti Önnu vestan af landi. Þ. b.: Ingi.

++ Sigurður Þórlindsson b. á Þvottá 1931 ókv.

++ Stefán Þórlindsson er ókv. á Hamri 1931.

++ Ólafur Þórlindsson b. á Hamri‚ átti Þóru Stefánsdóttur bræðrungu sína. Þ. b.: Steinar, Jón‚ Hrefna.

5771

+ Herdís Sigurðardóttir átti Jón 11544 Stefánsson frá Þiljuvöllum.

+ Stefán Sigurðsson b. á Hamri lengi‚ átti I Þóru Jónsdóttur frá Borgargarði, bl.; II Steinunni Sigurðardóttur úr Skaftafellssýslu. Þ. b.: Þóra‚ Kristín, Stefán‚ „Geiri“, Guðlaugur.

++ Þóra Stefánsdóttir átti Ólaf 5770 á Hamri Þórlindsson.

++ Kristín Stefánsdóttir átti Svein Stefánsson á Hálsi úr Skaftafellssýslu.

++ Stefán Stefánsson b. á Hamri‚ átti Jónínu Sigurðardóttur úr Skaftafellssýslu.

++ Guðlaugur Stefánsson þbm., smiður‚ á Djúpavogi.

5772

+ Kristborg Sigurðardóttir átti Jón 8772 b. í Kelduskógum Antoníusson. Þ. b.: Herdís‚ Sigríður (segir H. Halld.s.).

5773

+ Þórður Sigurðsson b. í Jórvík í Breiðdal, átti Guðnýju Helgu 663 Bjarnadóttur frá Jórvík.

5774

đđđ Erlendur Ásmundsson bjó í Bakkagerði í Stöðvarfirði‚ átti Guðnýju Brynjólfsdóttur systur Jórunnar í Hnefilsdal. Guðný er f. í Kálfafellssókn um 1811. Þ. b.: Guðbrandur, Helga.

5775

+ Guðbrandur Erlendsson ólst upp hjá sr. Pétri á Valþjófsstað, Am.

5776

+ Helga Erlendsdóttir ólst upp í Hnefilsdal, átti Lárus Pálsson „hómópata“. Þau skildu eftir hálfan mánuð. Síðan fór hún til Am. og ól þar barn litlu síðar og kenndi Jóni Jónssyni Hnefli‚ er síðar bjó á Fossvelli.

5777

εεε Kristborg Ásmundsdóttir átti Stefán b. á Þiljuvallastekk á Berufjarðarströnd.

5778

ſſſ Helga Ásmundsdóttir(?) átti Guðmund 5716 Jónsson frá Seljateigi.

5779

zz Sigríður Þorsteinsdóttir 5756 átti Gunnlaug 5679 b. í Fossárdal Erlendsson Gunnlaugssonar á Þorgrímsstöðum.

5780

įį Hinrik Guðmundsson frá Melrakkanesi 5533 bjó á Karlsstöðum neðri á Berufjarðarströnd 1703, 46 ára‚ (5288) átti Helgu Þorvarðsdóttur 45 ára. Þ. b.: Magnús 7 ára. Hjá honum eru þá Margrét og Þorbjörg Bjarnadætur, „bróðurdætur“ hans. Ath. 9966.

5781

aaa Magnús Hinriksson f. um 1696.

5782

d Gunnsteinn Brynjólfsson frá Höskuldsstöðum 5088. Árið 1703 er Höskuldur Gunnsteinsson vinnumaður á Melrakkanesi hjá Magnúsi Eiríkssyni og Katrínu Hjörleifsdóttur, er áður hafði átt Brynjólf Guðmundsson, systurson Gunnsteins frá Höskuldsstöðum (sjá 5506). Er ekki ólíklegt að Höskuldur hafi verið sonur Gunnsteins Brynjólfssonar og verið á Melrakkanesi hjá frænda sínum; hefðu þeir Brynjólfur þá verið systkinasynir. Þar er þá einnig dóttir Höskuldar, Sigríður, 6 ára gömul. En eigi verður séð‚ hvort hún er laungetin, eða Höskuldur hefur verið giftur og orðinn ekkjumaður. En hvort sem verið hefur‚ þá hefur honum‚ sem líklega hefur verið fátækur, ekki verið rífskipað með ungt barn‚ eins og högum var háttað um þær mundir‚ og því mjög líklegt, að hann hefði helzt haft athvarf hjá einhverjum nákomnum ættingja sínum. Þó er þetta auðvitað aðeins lausleg tilgáta, þó að ekki sé hún ósennileg. Þó má geta þess‚ að Snóksdalín nefnir einn son séra Höskuldar í Heydölum Gunnstein 6215, og gæti hann eins vel verið faðir þessa Höskuldar, og gæti Höskuldarnafnið bent á það. Tíminn er mjög eðlilegur, hvor Gunnsteinninn sem væri. Það er aðeins skyldleikinn við Brynjólf á Melrakkanesi, sem veldur því‚ að mér finnst líklegra, að Höskuldur sé sonur Gunnsteins Brynjólfssonar. Sjá annars 6215. Gunnsteinn Brynjólfsson bjó á Skriðu í Breiðdal, átti 1654 Guðrúnu Sæmundsdóttur. Var hún þá ólétt. Þegar hún fæddi barnið‚ kenndi hún það séra Þórarni Eiríkssyni í Heydölum 5853. Varð mál úr og missti séra Þórarinn prestsskap fyrir.

5783

aa Höskuldur Gunnsteinsson er vinnumaður á Melrakkanesi 1703, 43 ára‚ Þar er þá og dóttir hans Sigríður.

5784

aaa Sigríður Höskuldsdóttir f. um 1697 átti Gísla 6099 Magnússon hreppstjóra á Starmýri. Móðir Magnúsar föður Gísla var Herdís Magnúsdóttir Höskuldssonar prests í Heydölum. Hefðu þau Gísli og Sigríður þá verið að 3. og 4., ef faðir hennar hefði verið sonarson séra Höskuldar og því nokkuð tæpt um‚ að þau mættu eigast. En sami skyldleiki væri‚ ef Sígríður væri d. Höskuldar Gunnsteinssonar, Höskuldssonar prests í Heydölum.

5785

e Árni Brynjólfsson frá Höskuldsstöðum 5088 bjó á Streiti (1655 og 1659), seldi Brynjólfi biskupi 20.2. 1659 4 hndr. í Brúnavík, en fékk fyrir þau 4½ hndr. í Fremri Kleif. Þá átti „Jón Eiríksson“ 4 hndr. í Brúnavík og seldi biskupi fyrir 4½ hndr. í Fremri Kleif. En séra Jón Höskuldsson á Hálsi seldi um leið Brynjólfi biskupi hálfa Brúnavík. Fékk biskup þannig alla Brúnavík 16 hndr. Hann lét sr. Jón hafa Skinney fyrir sinn part.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.