Þorvarður

11362

hét bóndi í Berufjarðarhjáleigu ( eftir sögn Jóns Sigfússonar) og átti tvær dætur er báðar hétu Ásdís.1) Ekkert er kunnugt um hann annað. Hann hefur verið uppi á síðari hluta 17. aldar. Er Ásdís eldri fædd um 1670, en hin yngri um 1682. Hún er á Hrafnkelsstöðum 1703, 21 árs‚ hjá Bjarna Kolbeinssyni og Guðrúnu Árnadóttur, er þá bjuggu þar. Þar er þá einnig vinnumaður Páll Þorvarðsson, 22 ára‚ og er líklega bróðir þeirra‚ en ekkert er kunnugt um hann. Ef geta ætti til um ætterni Þorvarðs‚ kemur mér helzt í hug‚ að hann geti verið Þorvarður sonur séra Eiríks á Hallormsstað (6704) (1626—1669) Bjarnasonar silfursmiðs á Berunesi og Arndísar, síðari konu séra Eiríks‚ Magnúsdóttur frá Hrafnkelsstöðum Jónssonar. Gæti verið‚ að Þorvarður hefði búið á Hrafnkelsstöðum eftir afa sinn‚ Magnús‚ og dáið þar‚ en Bjarni Kolbeinsson fengið þá Hrafnkelsstaði og börn Þorvarðs orðið hjá honum.

11363

a Ásdís Þorvarðsdóttir eldri‚ f. um 1670, átti Odd bónda á Búlandsnesi Jónsson. Um ætt Odds er ekki fullvíst, en má þó athuga nr. 5491. Þau Oddur og Ásdís búa á Búlandsnesi 1703, hann 38 ára en hún 33 ára. Hafa þau líklega verið gift þá fyrir skömmu‚ því að ekkert barn er þeim talið þá‚ en börn þeirra voru Jón‚ Eiríkur, Gunnlaugur.

Í blöðum Jóns Sigfússonar stendur þessi saga um Ásdísirnar: „Foreldrar Ásdísanna dóu — ég held — í stórubólu. Önnur Ásdísin var dálítil unglingsstúlka á Tjarnarlandi, var á gangi berfætt‚ þegar Oddur var á ferð (að sunnan) í Héraði. Hann spurði hana alls að heiman‚ tók hana svo á hest sinn og reiddi að Kirkjubæ. Þeirra sonur Jón prestur á Hjaltastað Oddsson.

Nánara er ekkert um þetta sagt og því lítið hægt út úr því að draga‚ nema að Ásdís muni hafa alizt upp í Héraði. Þá hefur séra Eiríkur Ólafsson prófasts Einarssonar verið prestur á Kirkjubæ (1649—1690). Hann og séra Eiríkur Bjarnason á Hallormsstað voru systkinasynir. Hafi nú Þorvarður, faðir Ásdísar, verið sonur séra Eiríks á Hallormsstað, þá var eðlilegt, að Oddur sneri að Kirkjubæ með hana‚ hafi honum þótt fara eitthvað illa um hana á Tjarnarlandi. Tjarnarland er í Kirkjubæjarsókn, og er aðeins einn bær á milli þess og Kirkjubæjar.

Ef Oddur hefði verið sonur Jóns Guðmundssonar frá Melrakkanesi og Helgu Jónsdóttur prests á Hálsi Höskuldssonar prests í Heydölum Einarssonar, eins og líklegt er‚ þá hefði séra Jón‚ afi Odds‚ og séra Eiríkur a Kirkjubæ verið bræðrasynir. Og ef Þorvarður faðir Ásdísar, hefði verið sonur séra Eiríks á Hallormsstað‚ sem var systkinabarn við séra Jón á Hálsi‚ þá hefðu þau Ásdís og Oddur verið fjórmenningar.

Ef Þorvarður, faðir Ásdísar, hefði verið sonur séra Eiríks Bjarnasonar á Hallormsstað og hefði búið í Berufjarðarhjáleigu, þá hefði það verið í tíð séra Jóns Gissurarsonar hins fyrra‚ sonar Guðnýjar Höskuldsdóttur frá Heydölum, og þeir verið þremenningar. Gat hann hafa búið þar í skjóli frænda síns. En hvort sem hann hefur búið þar‚ eða uppi í Héraði (á Hrafnkelsstöðum) ‚ hefur hann og kona hans líklega dáið frá börnum sínum ungum‚ og þau þá komið til ráðstöfunar ættingjum. Gat þá hin eldri Ásdísin lent á vegu séra Eiríks á Kirkjubæ en hin yngri til móðurættingja á Hrafnkelsstöðum. Séra Eiríkur gat hafa komið sinni Ásdísi fyrir á Tjarnarlandi, eða lánað hana þangað til léttis. Oddur á Búlandsnesi, ef til vill‚ vitað um það‚ og þekkt hana syðra‚ þótt fara illa um hana á Tjarnarlandi og því fært séra Eiríki hana. Allt gæti nú þetta verið sennilegt, en engin vissa er fyrir því. Sagan frá Tjarnarlandi er varla tilhæfulaus, og kunnugt er‚ hversu rík þá var skylda efnaðra ættingja að annast þá ættingja sína‚ er í þröng lentu. Hefur sagan gengið milli afkomenda Ásdísar, og hefur líklega átt að sýna‚ hvernig dró til hjónabands þeirra Odds. Oddur hefur verið 5 árum eldri en Ásdís‚ gat verið um tvítugt, þegar sagan gerðist, og Ásdís þá unglingur 14—15 ára. Jón og Eiríkur heita synir þeirra‚ og gæti Eiríkur hafa heitið eftir séra Eiríki á Kirkjubæ.

11364

aa Jón Oddsson varð prestur á Hálsi í Hamarsfirði 1725, vígður 1724 aðstoðarprestur séra Brynjólfs á Hálsi Ólafssonar, og svo‚ 1727, hjá séra Bjarna Einarssyni í Ási til 1729, fékk þá Ás‚ en missti hann sama ár fyrir barneign með Guðrúnu dóttur séra Bjarna‚ bjó þá í Húsavík til 1735, fékk uppreisn 1733 og leyfi til að giftast Guðrúnu. Fékk svo Hjaltastað 1735, sagði af sér 1760 og bjó síðan í Svínafelli að minnsta kosti til 1768, fór þá í Mýnes til Einars. Dó 1779. Hann átti Guðrúnu Bjarnadóttur prests á Ási Einarssonar 3840.

11365

bb Eiríkur Oddsson var prestur á Sandfelli í Öræfum 1733—1746, átti Vilborgu Þórðardóttur 6543, systur Hjörleifs prófasts Þórðarsonar á Valþjófsstað. Hann drukknaði með 11 mönnum við Ingólfshöfða 6/4 1746. Var formaður þá. Vilborg dó í Árnanesi 8/5 1797. Var ekkja 51 ár.

11366

cc Gunnlaugur Oddsson bjó á Búlandsnesi 1762, 54 ára. Kona hans er þá talin 31 árs. Það mun vera í hjáleigunni Borgargarði, sem þau þá búa. Þ. b.: Oddur‚ Þorgerður. — Gunnlaugur Oddsson á barn við Þorgerði Magnúsdóttur 1732, 1. brot.

11367

aaa Oddur Gunnlaugsson bjó í Stekkjahjáleigu hjá Hálsi. Hann er fæddur í Borgargarði um 1768. Átti Steinunni Eiríksdóttur, fædda á Melrakkanesi um 1768. Þau eru vinnhjú á Djúpavogi 1816, bæði 48 ára‚ líklega barnlaus. Oddur tók framhjá með Jóhönnu Ketilsdóttur. Hét barnið Steinunn.

11368

a Steinunn Oddsdóttir átti Árna Þórarinsson frá Hofi í Öræfum Sveinssonar Illugasonar. Þ. dóttir: Sigríður móðir Gísla Johnsen konsúls í Vestmannaeyjum og bræðra hans.

11369

b Ásdís Þorvarðsdóttir yngri‚ f. um 1682, átti Einar Hermannsson 11314 frá Berunesi.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.