ÁRNADÆTUR

þrjár voru uppi á fyrri hluta 18. aldar á Fljótsdalshéraði, Þuríður‚ Þorgerður og Steinunn. Þær voru sagðar skildar Stefáni prófasti Ólafssyni í Vallanesi. Hefðu þær helzt orðið að vera komnar af einhverju föðursystkina hans‚ en eigi verður það nú rakið. Eg hygg‚ að foreldrar þeirra hafi verið Árni Þorsteinsson‚ sem býr í Hvanntó hjá Skriðuklaustri 1703, 34 ára og kona hans Margrét Konráðsdóttir, 40 ára. Þau voru fátæk. Hjá þeim eru þá 2 börn þeirra: Ögmundur 9 ára og Þorgerður 1 árs‚ en á sveitinni eru: Ingibjörg, 14 ára og Þuríður 2 ára. Þuríður, sú er hér verður frá talið‚ er talin 59 ára á Langhúsum 1762, og þá fædd um 1703, er hún því aðeins 2 árum eldri en Þuríður dóttir Árna Þorsteinssonar, og skakkar oft meiru um aldur manna í manntölum. Steinunn er á Tókastöðum 1762, búandi ekkja‚ 51 árs‚ og er því fædd um 1711. Margrét, kona Árna‚ hefði þá að vísu verið 48 ára‚ en ekki víst‚ að aldur þeirra sé svo nákvæmur‚ enda gæti hún verið móðir hennar‚ þó að svo væri.

Annar Árni gæti að vísu komið til álita sem faðir þessara systra. Það er Árni Bjarnason, sem býr á Vífilsstöðum 1703, 50 ára‚ víst ekkjumaður, og á 2 dætur: Þorgerði, 12 ára‚ og Þórunni‚ 10 ára. En eigi er það eins líklegt. Þar er að vísu eitt nafn þeirra systra‚ en 2 meðal barna Árna Þorsteinssonar. En ætt hvorugs þessa Árna‚ né Margrétar Konráðsdóttur, verður rakin saman við ætt séra Stefáns í Vallanesi. Margrét gæti verið dóttir Konráðs Jónssonar frá Hofi í Álftafirði Einarssonar prófasts í Heydölum (10968). En ekki gæti hún verið dóttir Dýrleifar, sem aðeins er 10 árum eldri en Margrét. En skyldleikinn við séra Stefán í Vallanesi væri fenginn, því að hann og Konráð voru bræðrasynir.

Annars virðist mega telja víst‚ að þessar systur hafi verið dætur Árna Þorsteinssonar og Margrétar.

11249

aa Þuríður Árnadóttir, f. um 1701, átti Jón Árnason bónda á Eskifjarðarbakka og Miðbæ í Norðfirði. Þ. b.: Ingibjörg og Þorgerður. Væru það systranöfn Þuríðar, ef hún væri dóttir Árna Þorsteinssonar og Margrétar. Þuríður dó á Langhúsum hjá Þorgerði.

11250

aaa Ingibjörg Jónsdóttir var miðkona Bessa Sighvatssonar í Krossagerði 11371.

11251

bbb Þorgerður Jónsdóttir, f. um 1730, átti Gísla bónda á Langhúsum 11258 Magnússon.

11252

bb Þorgerður Árnadóttir var lengi vinnukona í Vallanesi‚ kölluð Þorgerður „fagra“, óg., bl.

11253

cc Steinunn Árnadóttir, f. um 1711, átti I. Þórð Jónsson 5053 frá Staffelli Hallssonar. Þeirra dóttir Guðrún‚ móðir
Margrétar á Kolsstöðum. II. Jón Snorrason bónda á Tókastöðum. Þ. son: Þórður.

α Þórður Jónsson bjó á Birnufelli, varð síðari maður Halldóru Jónsdóttur pamfíls 4285, víst barnlaus.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.