GISSUR JÓNSSON í Rofabæ í Meðallandi.

13812

Gissur Jónsson hét bóndi í Efri-Ey og Rofabæ í Meðallandi um 1800. Kona hans hét Sigríður Bjarnadóttir bónda í Meðallandi. Móðir hennar hét Margrét, var hún sögð systurdóttir Péturs sýslumanns Þorsteinssonar á Ketilsstöðum á Völlum. Þessi systir Péturs sýslumanns á að hafa verið laungetin, og er ókunnugt hvað hún hét. En hún á að hafa flutt úr Múlasýslu suður á Nes og átt þar þessa dóttur, Margréti. Hún ólst eitthvað upp á Núpsstað og var þar smali. Síðar var hún á Hunkurbökkum á Síðu og giftist svo manni, sem Bjarni hét, og bjuggu þau í Meðallandi og áttu 1 barn, Sigríði þessa, er varð kona Gissurar. Hún dó um nírætt, kringum 1863, og hefur því verið fædd nálægt 1770—1775. Hún var greind myndarkona. Þegar hún dó, kunni hún allt kver sitt og margt fleira. Þau Gissur áttu 14 börn en upp komust aðeins 6, sem mér er kunnugt um. Voru 2 Jónar, Margrét, Valgerður, Sigurður.

13813

α Jón Gissurarson eldri dó úr bólu 1839, þegar hann ætlaði að fara að gifta sig. Var veizlukosturinn kominn, en hann var hafður til útfararinnar. Barnlaus.

13814

β Jón Gissurarson yngri bjó á Oddum í Meðallandi og á Langholti, átti Guðrúnu einkadóttur Jóns á Langholti Jónssonar prests í Hnausum í Meðallandi og Margrétar Jónsdóttur. Margrét sú var þrígift og var Jón miðmaður hennar. Móðir Jóns á Langholti hét Dómhildur. Jón Gissurarson og Guðrún áttu eina dóttur, er hét Guðrún.

13815

αα Guðrún Jónsdóttir átti Guðmund bónda í Elliðakoti í Mosfellssveit Magnússon Nordal Jónssonar. Þ. b.: Elliði, lærði búfræði á Eiðum, Eggert, Magnús o. fl.

13816

g Bjarni Gissurarson bjó í Miðbæ á Steinsmýri, átti Þuríði dóttur Ólafs bónda á Undirhrauni og Skurðbæ í Meðallandi Jónssonar undan Eyjafjöllum. Þ. b.: Oddur, Gissur, 2 Ólafar. Bjarni, dó rúml. tvítugur, ókv., bl., Þuríður, Þórunn.

13817

αα Oddur Bjarnason bóndi í Miðbæ á Steinsmýri, átti Ingveldi úr Mýrdal. Þ. b.: Þuríður, Elín, Magnús og víst fleiri.

13818

ααα Þuríður Oddsdóttir átti Jón bónda í Miðbæ á Steinsmýri Eyjólfsson af Síðu.

13820

ββ Gissur Bjarnason bjó á Eyrarbakka (Litla-Hrauni), átti I. Kristínu Gísladóttur, systur Þórunnar í Brúnavík. Þ. einb. Valgerður (dó ung). II. Sigríði (dóttur?) Ólafar systur Árna sýslumanns Gíslasonar). Þ. b. mörg, Gissur var ráðsmaður í Viðey 1905.

13821

gg Ólafur Bjarnason eldri bjó á Eyrarbakka, átti Helgu Maríu Þorvarðsdóttur prests í Holti. Helga var kölluð „Mára“. Móðir Helgu var síðasta kona sr. Þorvarðs, Hallgerður Hákonardóttir, systir Hákonar kaupmanns á Bíldudal. Þau Ólafur og Helga skildu, en áttu 4 börn.

13822

đđ Ólafur Bjarnason yngri bjó á Eyrarbakka og kvæntist þar.

13823

εε Bjarni Bjarnason fór einnig til Eyrarbakka og kvæntist þar.

13824

ſſ Þuríður Bjarnadóttir átti Jón bónda á Leiðvelli í Meðallandi Jónsson. Þ. b. 4: Bjarni, Jón, Þuríður, Rannveig. Bræðurnir drukknuðu við Lagarfljótsós með Árna úr Borgarfirði.

13825

35 Þórunn Bjarnadóttir átti Pál bónda í Hrífunesi í Skaftártungu Jónsson bónda í Seglbúðum í Landbroti Jónssonar, bróður Eiríks í Hlíð föður Steinunnar konu sr. Páls. Þ. b.: Jón, Bjarni, Jóhann, Páll, Þuríður, Kjartan og stúlka enn. Páll yfirgaf heimili sitt og fór austur í Borgarfjörð. Var vetur á Sleðbrjót 1897—1898. Var mesti hagleiks- og myndarmaður. Sigldi síðan til Noregs og Hafnar.

13826

đ Valgerður Gissurardóttir dó ógift ung, en átti þó áður barn við manni úr Mýrdal.

13827

ε Margrét Gissurardóttir, f. um 1813, átti Ólaf (f. um 1811) bónda á Steinsmýri (Syðstabæ) Ólafsson, bróður Þuríðar Ólafsdóttur konu Bjarna bróður Margrétar (13816). Móðir Ólafs og Þuríðar hét Þuríður Eiríksdóttir bónda í Meðallandi Sverrissonar. Þuríður Eiríksdóttir var smalastúlka á Hnausum í Meðallandi, 9 ára, þegar Skaftáreldarnir komu upp. Hún var að sækja hross í Hnausasefjum á Hvítasunnumorgun, þegar eldurinn sást koma upp. Þá varð Hólmasel með kirkjunni og 14 bæir í kring, undir hrauninu, sem yfir Meðallandið rann. Börn Ólafs og Margrétar voru 14, dóu 6 ung, en hin voru: Margrét, Þuríður, Ólöf, Gyðríður, Valgerður, Jón, Ólafur, Stefán.

13828

αα Margrét Ólafsdóttir, f. 1839, átti 1868 Pál son Þorsteins á Núpum í Fljótshverfi Helgasonar úr Álftaveri og Agnesar Sveinsdóttur frá Fossi á Síðu Steingrímssonar af ætt Steingríms biskups. Sveinn fór til bróður síns, sem var prestur í Hruna (?) (Jóns prests Steingrímssonar?). Kona Sveins og móðir Agnesar hét Ragnhildur Oddsdóttir, systir Guðríðar, móður Guðríðar, móður Páls prests í Þingmúla. — Páll og Margrét bjuggu fyrst á Núpum í Fljótshverfi, svo á Fossi á Síðu. Þaðan fluttu þau austur í Fljótsdalshérað 1883, en bjuggu ekki eftir það. Þ. b. 13. Upp komust 8: Ólafía, Stefanía Margrét, Páll, Helgi, Margrét, Agnesar tvær, Dagný.

Margrét var dugmikil mjög og myndarleg í verkum. Hún var góður vefari og óf salúnsvefnaðinn gamla. Hún var greind og minnug. Eftir henni er þessi ættartala rituð 1905.

13829

ααα Ólafía Pálsdóttir ógift. Hún trúlofaðist Jón Árnasyni frá Hofi í Mjóafirði og átti með honum barn, er Jóna hét. En eftir það yfirgaf hann hana. Hún var síðan með Bjarna Jónssyni úr Fellum.

13830

+ Jóna Jónsdóttir varð yfirsetukona, átti Halldór Einarsson frá Hallfreðarstaðahjáleigu 9095, bjuggu í Kóreksstaðagerði.

13831

βββ Stefanía Margrét Pálsdóttir átti Stefán Pétursson bónda á Brattlandi á Síðu Jónssonar. Þ. b.: Matthías, Valdemar, Sigríður.

13832

ggg Páll Pálsson bjó á Krossi í Fellum, átti Sólveigu Jónsdóttur 1684 frá Kleif Magnússonar. Barnl.

13833

đđđ Helgi Pálsson, Am., átti Helgu Eggertsdóttur úr Borgarfirði syðra.

13834

εεε Margrét Pálsdóttir átti Brynjólf Jónsson frá Hólum í Nesjum, bróður Þorleifs. Am.

13835

ſſſ Agnes Pálsdóttir eldri átti Sigurgeir Jónsson frá Skarði í Gnúpverjahreppi. Fluttu til Reykjavíkur.

13836

333 Agnes Pálsdóttir yngri átti I: Helga Hallgrímsson á Birnufelli 1241. Þ. b.: Hallgrímur, Margrét. II.: Brynjólf á Ási 8505 Bergsson.

13837

įįį Dagný Pálsdóttir var á Blönduósskóla 1903—1905, átti 1908 Gísla bónda í Skógargerði Helgason Indriðasonar 1235.

13838

ββ Þuríður Ólafsdóttir átti Gunnar bónda í Flögu í Skaftártungu Vigfússon. Þ. b.: Vigfús, Sigríður, Margrét, Ólafía, Valgerður, Gunnar, Jóhanna.

13839

ααα Vigfús Gunnarsson bjó í Flögu í Skaftártungu, átti Sigríði dóttur Sveins prests á Ásum Eiríkssonar.

13840

βββ Sigríður Gunnarsdóttir.

13841

ggg Margrét Gunnarsdóttir átti Gísla úr Öræfum Þorvarðsson. Þau keyptu Papey og bjuggu þar.

13842

đđđ Ólafía Gunnarsdóttir átti Jón bónda í Hraunkoti í Landbroti Jónsson í Seglbúðum.

13843

εεε Valgerður Gunnarsdóttir átti Guðjón bónda í Hlíð í Skaftártungum Jónsson í Hlíð Eiríkssonar í Hlíð.

13844

ſſſ Gunnar Gunnarsson.

13845

333 Jóhanna Gunnarsdóttir

13846

gg Ólöf Ólafsdóttir átti Bárð bónda á Raufarfelli undir Eyjafjöllum Pálsson bónda á Bökkum á Síðu. Þ. b.: Jón, 2 Pálar, Helga, Vigdís, Sigríður, Þuríður, Elín. Bárður drukknaði með elzta syni sínum.

13847

đđ Gyðríður Ólafsdóttir átti Sigurð bónda á Breiðabólsstað á Síðu Sigurðsson bónda í Eintúnahálsi á Síðu. Þ. b. 10: Margrétar 2, Sigurður, Ólafur, Páll, Elín, Gyðríður, Jóhanna, Jón, Jóhann.

13848

ααα Margrét Sigurðardóttir eldri átti I. Sigurð Árnason bónda á Eyrarbakka. Þ. einb.: Gyðríður. II.: Eirík Jónsson frá Hlíð Eiríkssonar. Þau fluttu í Stykkishólm. Þar drukknaði Eiríkur. Þ. einb.: Sigurjón. Síðan flutti Margrét að Óseyrarnesi til Margrétar yngri, systur sinnar.

13849

βββ Margrét Sigurðardóttir yngri átti Gísla bónda í Óseyrarnesi Gíslason pósts á Rauðabergi í Fljótshverfi.

13850

ggg Sigurður Sigurðsson bjó í Vík í Mýrdal, átti Guðbjörgu úr Mýrdal.

13851

đđđ Ólafur Sigurðsson var söðlasmiður á Eyrarbakka og giftist þar.

13852

εεε Páll Sigurðsson átti Bergþóru úr Mýrdal.

13853

ſſſ Elín Sigurðardóttir átti Lárus bónda í Múlakoti á Síðu Helgason á Fossi á Síðu.

13854

55S Guðríður Sigurðardóttir átti Helga Magnússon hreppstjóra á Hörgslandi og Fossi á Síðu Þorleifssonar.

13855

įįį Jóhanna Sigurðardóttir átti Svein son Sveins prests í Ásum Eiríkssonar í Hlíð.

13856

zzz Jón Sigurðsson.

13857

^^ Jóhann Sigurðsson.

13858

εε Valgerður Ólafsdóttir átti I.: Einar bónda í Svínadal í Skaftártungu. Þ. b.: Margrét, Guðlaug, Einar. II.: Björn bónda í Svínadal Eiríksson frá Hlíð, bróður Sveins prests í Ásum Eiríkssonar. Þ. einb.: Björn.

13859

ααα Margrét Einarsdóttir átti Svein bónda í Skaftárdal á Síðu Steingrímsson (bróður Jóns í Seglbúðum) Jónssonar.

13860

βββ Guðlaug Einarsdóttir fór til Reykjavíkur.

13861

ggg Einar Einarsson lærði trésmíði.

13862

đđđ Björn Björnsson.

13863

ſſ Jón Ólafsson átti Margréti úr Landeyjum. Am.

13864

55 Ólafur Ólafsson bjó í Sandprýði á Eyrarbakka, söðlasmiður, átti Sigríði dóttur Jóns í Seglbúðum Jónssonar. Þ. b. mörg.

13865

įį Stefán Ólafsson bjó í Flóa, átti Sesselju af Skeiðum.

13866

ſ Sigurður Gissurarson bjó í Efri-Ey í Meðallandi, átti Sigríði Bárðardóttur frá Hemru í Skaftártungu. Þ. b.: Jón ókv., bl., Valgerður, Nikólína, Guðrún.

13867

αα Valgerður Sigurðardóttir átti danskan beyki. Fóru þau af Papós til Hafnar.

13868

ββ Nikólína Sigurðardóttir átti Gunnar bónda í Gunnarsholti í Mjóafirði Jónsson bónda í Efri-Ey í Meðallandi Bjarnasonar.

13869

gg Guðrún Sigurðardóttir giftist á Eyrarbakka, bl.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.