FINNBOGI SVEINSSON á Ljótsstöðum

13628

Finnbogi Sveinsson hét bóndi á Ljótsstöðum í Vopnafirði 1703, 69 ára. Kona hans var Ólöf Oddsdóttir þá 52 ára. Þ. b. þá: Ljótunn (29 ára), Sveinn (16), Jón (14), Ólafur (11 ára).

13629

a Ljótunn Finnbogadóttir var þjónustustúlka hjá Gróu Bjarnadóttur á Ljótsstöðum föðursystur Björns sýslumanns Péturssonar 3833 og annaðist hana í elli hennar, víst ógilt. Hún átti barn við Ólafi Guðmundssyni 1706, en eigi veit ég um það meira.

13630

b Sveinn Finnbogason, f. um 1687.

13631

c Jón Finnbogason, f. um 1689, bjó á Ljótsstöðum 1723, 1730, 1734, er í Haga hjá Jóni tengdasyni sínum og Guðnýju 1785, talinn þá 100 ára, en hefur verið 96 ára, flutti með þeim að Egilsstöðum 1786 og dó þar 12. ágúst 1786 og hefur þá verið 97 ára en er talinn 102 ára. Þá segir í kirkjubók Hofs, að hann hafi verið mjög heilsugóður alla ævi allt að þremur hinum síðustu árum, er hann hafi lagst í kör og orðið mjög minnisdaufur. Hann hafði verið eingiftur og átt 12 börn með konu sinni. Ekki er kunnugt hver kona hans var. En þessi börn hans finnast nefnd: Guðrún, f. um 1729, Guðný f. um 1738, Ragnhildur, f. um 1749, Guðný yngri, f. um 1758.

13632

aa Guðrún Jónsdóttir átti Guðmund Stefánsson 12786 á Ánastöðum.

13633

bb Guðný Jónsdóttir átti Jón Jónsson bónda í Haga. Þau búa þar 1785, hann 44 ára, hún 47 ára. Þ. b. þ.: Jón (12 ára), Ljótunn (10), Jón (9), Katrín (7). Þau fóru að Egilsstöðum 1786 og búa þar 1789.

13634

aaa Jón Jónsson eldri bjó á Hámundarstöðum 1816, átti Margréti Jónsdóttur (þá 52 ára), fædda á Surtsstöðum um 1764. Þeirra son Vilhjálmur, þá 7 ára.

13635

bbb Ljótunn Jónsdóttir er á Uppsölum í Eiðaþinghá 1816 og 1845 hjá Katrínu systur sinni, eflaust ógift, barnlaus.

13636

ccc Jón Jónsson yngri f. um 1776.

13637

ddd Katrín Jónsdóttir átti Jón Stígsson 9668 á Uppsölum í Eiðaþinghá.

13638

cc Ragnhildur Jónsdóttir er í Haga 1785, 36 ára.

13639

dd Guðný Jónsdóttir yngri er í Haga 1785, 27 ára.

13640

d Ólafur Finnbogason, f. um 1692, er á Ljótsstöðum 1723 og býr í Skógum 1734.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.