ÖGMUNDUR MARKÚSSON

12395

Markús Jónsson hét bóndi í Sandvík 1703, 28 ára, og því fæddur um 1675. Faðir hans er þá hjá honum, Jón Valtýsson, 73 ára, þá fæddur um 1630. Kona Jóns er þar einnig: Ingveldur Hallvarðsdóttir, 41 árs, en ekki hefur hún getað verið móðir Markúsar. Bústýra Markúsar var Ragnhildur Ögmundsdóttir, 31 árs, hefur hann víst kvænzt henni um 1703. Sonur þeirra var Ögmundur, fæddur um 1703 eða 1704.

Jón Sigfússon segir, að Markús hafi verið kynjaður að norðan og verið sömu ættar sem Ólafur stiftamtmaður Stefánsson, hafi búið á Fossvöllum og átt geðveika konu, er þá hafi verið haldið að stafaði af gjörningum, fyrir því hafi hann flutzt austur yfir Jökulsá og Lagarfljót og keypt Helgustaði í Reyðarfirði og búið þar, verið stilltur maður, vel vaxinn og sterkur. Ef þetta væri að einhverju leyti satt, ætti Markús að hafa búið á Foss-völlum fyrir eða eftir 1703. Ef hann hefði verið þar fyrir 1703, þá hefði hann átt að vera kvæntur áður og misst þá konu fyrir 1703. En líklegast er, að hann hafi farið frá Sandvík í Helgustaði.

12396

a Ögmundur Markússon, f. um 1703 eða 1704, var stór maður og sterkur. Var drykkfelldur og þá svolamenni, en annars hæglátur, þótti fremur skrítinn, smámæltur. Hann erti oft upp Jón prófast Þorláksson, og voru þeir þó kallaðir kunningjar. Hann var aflamaður góður og stundaði vel sjó, en drukknaði síðast á Vatnsboðanum undan Karlsskála með 2 drengjum (svo segir Jón Sigfússon um hann). Hann hefur dáið fyrir 1777. Hann bjó á Helgustöðum 1762 (59 ára) með konu sinni, Ragnhildi Steingrímsdóttur (54 ára). Hún dó 1784. Þeirra börn þá: Steingrímur (28 ára), Árni (26), Ragnhildur (25), Sesselja (14), dó óg. bl. 1811, Rafn (12).

12397

aa Steingrímur Ögmundsson, f. um 1734, var eigi stór maður, en knappur vel, drykkfelldur. Voru svo margir af afkomendum Ögmundar. Hann var hreppstjóri. Kona hans var Arnleif Þorsteinsdóttir (f. um 1742), bl. Þau eru kölluð í kirkjubók „góðfræg hjón“.

12398

bb Árni Ögmundsson, f. um 1735, bjó í Stóru-Breiðuvík, átti Arnbjörgu, dóttur Stefáns í Stóru-Breiðuvík 12297, Jónssonar.

12399

cc Ragnhildur Ögmundsdóttir, f. um 1736.

12400

dd Rafn Ögmundsson, f. um 1750, er vinnumaður á Helgustöðum hjá Steingrími 1777.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.