Ætt frá Þorsteini Finnbogasyni sýslumanni í Hafrafellstungu

2520

Þorsteinn sýslumaður Finnbogason í Hafrafellstungu var uppi um og eftir 1500. Hann var sonur Finnboga lögmanns Jónssonar í Ási (sbr. 5840) og Málfríðar Torfadóttur riddara Arasonar. Hann kvæntist 1505 Sesselju dóttur Torfa sýslumanns í Klofa á Landi‚ Jónssonar, Ólafssonar, Loftssonar hins ríka‚ Guttormssonar og Helgu Guðnadóttur sýslumanns í Ögri. Þorsteinn var sýslumaður í Þingeyjarsýslu og bjó fyrst í Reykjahlíð og síðar í Hafrafellstungu. Hann er á lífi 1554, en hefur víst dáið um það leyti. Þótti hann merkur sýslumaður. Þá er Þorsteinn og Sesselja giftust, taldi hann sér 4 hundruð hundraða, en hún 2 hundruð hundraða. Börn þeirra voru: Nikulás, Vigfús 3454, Torfi 3458, Úlfheiður 3461, Guðríður 5076, Kristínar tvær 5077 og 5078, Þóra 5079.

2521

I Nikulás Þorsteinsson bjó um hríð í Hafrafellstungu, var síðan klausturhaldari á Munkaþverá og varð gamall‚ dó 1596. Hann átti I Sigríði (sbr. 7890) Einarsdóttur lögsagnara á Espihóli, Brynjólfssonar. Þ. b. Einar‚ Hallgrímur, Þorsteinn, Grímur‚ Ólöf‚ Solveig, Katrín; II Sigríði Sigurðardóttur er átt hafði Ólaf biskup Hjaltason og skilið við hann. Ekki er kunnugt‚ hvort afkvæmi hefur af þeim komið. Hér verður eigi talið nema frá Einari og Ólöfu 3197, því að af þeim einum eru ættir í Austfjörðum; enda mun fátt að telja frá flestum þeim systkinum öðrum. Þó má geta þess‚ að Solveig átti Eirík á Stóruborg Egilsson, Jónssonar sýslumanns á Geitaskarði Einarssonar. Sonur þeirra var Jón faðir Eiríks á Núpi‚ föður Péturs‚ föður Björns‚ föður Péturs prests á Tjörn‚ föður Péturs prófasts á Víðivöllum‚ föður Péturs biskups.

2522

A Einar Nikulásson bjó á Eyrarlandi, átti Kristrúnu dóttur Jóns prests á Skinnastað, Loftssonar, Péturssonar, Loftssonar‚ Ormssonar, Loftssonar hins ríka‚ Guttormssonar. Þ. b. Jón‚ Nikulás, Hallgrímur 3178, Sigríður 3188, Kristín 3194, Guðrún‚ Guðlaug (eða Þórlaug).

2523

A Jón Einarsson b. í Hafrafellstungu, átti Guðrúnu (systur Gríms Jónssonar í Lundi og á Veisu) Jónsdóttur frá Draflastöðum, Jónssonar Glókolls, Ormssonar, Jónssonar Kolls (er allir bjuggu á Draflastöðum), Oddssonar á Hvoli í Saurbæ vestra‚ Péturssonar. Þ. b. Þórarinn og Ólöf. Laundóttir Jóns var Steinvör.

2524

a Þórarinn Jónsson var prestur á Hrafnagili 1657—1695 og prófastur, dó 1699, átti I Guðnýju Jónsdóttur Jónssonar lögmanns á Reynistað Sigurðssonar, bl.;4) II Halldóru dóttur Þorsteins prests Ásmundssonar og Margrétar Bjarnadóttur Pálssonar sýslumanns á Holtastöðum, Grímssonar sýslumanns á Möðruvöllum‚ Pálssonar. Þ. s. Jón.

2530

aa Jón Þórarinsson var prestur í Hjarðarholti og prófastur í Dalasýslu, átti Rannveigu Jónsdóttur klausturprests á Reynistað, Einarssonar á Hraunum, Skúlasonar á Eiríksstöðum í Svartárdal, Einarssonar. Þ. s. Þórarinn.

2531

aaa Þórarinn Jónsson var prestur í Hjarðarholti og prófastur í Dalasýslu, dó 1752, átti Ástríði Magnúsdóttur prófasts í Hvammi í Hvammssveit, (bróður Árna) Magnússonar sýslumanns í Dalasýslu, Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, systur Páls lögmanns Vídalíns. Þ. s. Árni.

2532

α Árni Þórarinsson f. 19.8. 1741 varð prestur í Reykjavík 1769, Odda 1781, síðan biskup á Hólum 1784—1787, dó 1787. Hann átti Steinunni Arnórsdóttur sýslumanns í Belgsholti, Jónssonar. Þ. s. Arnór o. fl.

2533

αα Arnór Árnason aðstoðarprestur á Bergsstöðum átti Margréti Björnsdóttur prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Einn þeirra son var Þorgrímur.

2534

ααα Þorgrímur Arnórsson f. 5.8. 1809 varð prestur í Húsavík 1840, í Hofteigi 1848—1864 og Þingmúla síðan‚ dó 27.12. 1868, á 60. ári; átti Guðríði 3450 (dó 5.11. 1889 á Hjaltabakka) Pétursdóttur b. í Engey‚ Guðmundssonar, bróðurdóttur Otta Effersöe, sýslumanns í Snæfellsnessýslu (Sýslum.ævir III, 235). Þ. b.: Margrét (Elín M), Benedikt dó fullorðinn, Sigurbjörg (Hansína S), Jónína Hildur dó um tvítugt, Jón fór í skóla‚ dó um tvítugt.

2535

+ Elín Margrét Þorgrímsdóttir átti Kristján Jóhannsson Kröyer b. á Hvanná‚ urðu vel efnuð. Hann dó 1910, 81 árs‚ hún 1909, 71 árs. Þ. b.: Guðríður, Anna‚ Þuríður, Gunnþórunn, Þorvaldur, Benedikt.

2536

++ Guðríður K Kröyer átti Þorlák Hallgrímsson b. á Stórabakka. Þ. einb. Gunnbórunn.

2537

++ Anna K Kröyer átti Ólaf 2017 Hjörleifsson b. á Urriðavatni. Þ. b.: Sólrún‚ Kristján Karl‚ Mekkin drukknaði um tvítugt, Sigurbjörg, Jakob‚ Jón. — Anna átti fyrst launbarn við Jóni 4531 Björnssyni vinnumanni á Hvanná‚ hét Guðmundur.

2538

+++ Sólrún Ólafsdóttir átti Pétur Einarsson, voru í vinnumennsku. Þ. b.: Elís‚ Oddný‚ Anton.

2539

+++ Kristján Karl Ólafsson trésmiður.

2540

++ Þuríður K Kröyer átti 1892 Árna b. á Heykollsstöðum‚ Straumi og Blöndugerði, Árnason b. á Þverá í Hallárdal í Húnavatnssýslu. Þ. b. Emil Jóhann‚ Svanlaug, Sigríður, Kristbjörg.

2545

++_ Gunnþórunn K Kröyer átti 1899 Jón 11745 b. á Hvanná‚ oddvita og alþingismann, launson Jóns á Fossvöllum Jónssonar og Ingunnar Einarsdóttur frá Starmýri. Þ. b.: Kristín, Einar‚ Benedikt, Jón‚ Halldór, Elín.

2546

++ Þorvaldur K Kröyer b. á Stórabakka, Vífilsstöðum og Fremraseli, átti 1898 Guðnýju 1079 Sigfúsdóttur frá Snjóholti. Þau fluttu í þurrabúð á Seyðisfjörð. Þ. b.: Elín Kristíana, Jóhann‚ Þórunn Jónína‚ Eiríkur Sigfús‚ Ingi Haraldur.

2547

++ Benedikt K Kröyer f. 31.1. 1881 b. á Stórabakka og átti þá jörð‚ átti 1905 Antoníu 4513 Jónsdóttur frá Svínabökkum. Þ. b.: Kristján Elís‚ Gunnlaugur Jón‚ Ásgeir‚ Hafsteinn.

2548

+ Hansína Sigurbjörg Þorgrímsdóttir átti Þorvald prest í Þingmúla (1862), Hofteigi (1864) og Hjaltabakka (1880). Hann dó 1887. Þ. b. dóu öll ung.

2549

b Ólöf Jónsdóttir átti Eirík 6010 prest á Kirkjubæ Ólafsson. Þ. b.: Ólafur og Kristín.

2550

aa Ólafur Eiríksson var aðstoðarprestur sr. Þorsteins Jónssonar á Eiðum 1692—1699, dó 1699 ókv., bl.

2551

bb Kristín Eiríksdóttir átti Pál 996 Marteinsson sýslumann.

c Þórarinn Jónsson annar var prestur í Garði í Kelduhverfi 1659—1669.

2552

d Steinvör Jónsdóttir átti Hallgrím prest í Mývatnsþingum‚ son Guðmundar á Laugum Jónssonar, Illhugasonar (sbr. 3182) (1635—1653). Þeirra dóttir var Ingibjörg kona Bjarna prests Ormssonar, sem býr á Grænavatni 1703, og önnur: Guðrún kona Jóns 7184 stúdents Gunnlaugssonar á Skjöldólfsstöðum.

e Steinvör Jónsdóttir er líklega kona Högna 3184 Þorgrímssonar í Strandhöfn, f. um 1637.

2553

B Nikulás Einarsson bjó á Héðinshöfða, átti I Þórdísi dóttur Jóns lögsagnara Illhugasonar prests í Múla Guðmundssonar‚ föðursystur Þorgríms lögréttumanns í Krossavík Guðmundssonar. Þ. b. 15, þar á meðal Einar og Þorbjörg 2900; II Helgu 1019 Árnadóttur sýslumanns á Eiðum. Einn sonur þeirra var Gísli 2901.

2554

a Einar Nikulásson var prestur á Skinnastöðum 1660— 1699, vígður 1654, átti Þorbjörgu dóttur Jóns prests Þorvaldssonar‚ formanns síns. Þ. b.: Runólfur, Þorvaldur, Þórarinn, Eiríkur 2696, Jón 2874. Sr. Einar var kallaður „Galdrameistari“.

2555

aa Runólfur Einarsson f. um 1662 bjó í Hafrafellstungu, átti 1709 Björgu 865 dóttur Arngríms sýslumanns Hrólfssonar. Hann bjó í Hafrafellstungu 1703, 41 árs‚ og er þá víst ókvæntur og barnlaus. Þar er þá Þorbjörg Jónsdóttir „kostgangari“ (72 ára), eflaust móðir hans‚ Þórdís Einarsdóttir „bústýra“ (47) og Þórarinn Einarsson „skurðhagur“ á tré (33), eflaust systkin hans. Börn þeirra Bjargar voru: Arngrímur, Einar‚ Hrólfur, Nikulás 2690, Jón‚ Þórdís.

2556

aaa Arngrímur Runólfsson átti Sigurlaugu Ólafsdóttur. Þ. b.: Sigurlaug, Sigríður. — Arngrímur þessi getur verið sá‚ er býr á Hrafnabjörgum í Hlíð 1734, móti Birni Ólafssyni. Björn og Björg móðir Arngríms voru systrabörn (sjá 10271).

2557

α Sigurlaug Arngrímsdóttir átti Björn Þorgeirsson, b. í Haga í Reykjadal. Þ. b.: Björn‚ Guðný‚ Magnús.

2558

αα Guðný Björnsdóttir k. á Harðbak átti Friðrik í Klifshaga Árnason á Halldórsstöðum í Kinn‚ Sigurðssonar, bjuggu einnig á Núpi í Öxarfirði, Friðrik var gáfaður maður og lögkænn‚ en nokkuð blendinn, ef því var að skipta. Þ. b.: Friðný‚ Sigurbjörn, Þórhildur.

2559

ααα Friðný Friðriksdóttir átti Sigurð 2707 b. á Harðbak Steinsson. Sigurður fór til Am. með börn sín nema Þórhildi.

+ Friðrika Þórhildur Sigurðardóttir var seinni k. Guttorms 6508 prests í Stöð‚ Vigfússonar.

2560

βββ Sigurbjörn b. á Sjávarlandi í Þistilfirði skynsamur, fróður vel og háttprúður, átti I Þórunni Steinsdóttur frá Harðbak. Þ. b.: Sesselja, Sigurður, Friðrik, öll í Am. II Sigríði Jónsdóttur Steinmóðssonar. Þ. b. 2 dóu um fermingu. III Guðlaugu Jónsdóttur, bl. IV Sabínu 2630 Jónsdóttur frá Ásmundarstöðum Jónssonar. Þ. b.: Friðgeir.

2561

ggg Þórhildur Friðriksdóttir var fyrri k. Friðriks 2629 á Kjarna Jónssonar.

ββ Magnús Björnsson b. í Klömbrum átti Jarðþrúður) Finnbogadóttur. Þ. b.: Friðbjörn, Sigurlaug, Sigþrúður, Sigríður, Sofía‚ Hólmfríður, Guðný.

ααα Friðbjörn Magnússon b. á Tjörn í Aðaldal átti Sigurrósu Jónsdóttur. Þ. b. mörg‚ þar á meðal Ingibjörg.

+ Ingibjörg Friðbjörnsdóttir flutti austur með sr. Guttormi Vigfússyni átti I. Þorstein í Flögu í Breiðdal Jónsson, Pálssonar. Þ. b.: Friðbjörn 2404, Sigurpáll; II Guðjón á Kömbum (2404, 6438).

gg Björn Björnsson var afi Helgu k. Páls Sigfússonar á Melum. (B. faðir Helgu var sonarsonur B. í Haga).

2562

β Sigríður Arngrímsdóttir átti Jón 2694 Þorvaldsson b. á Þverá í Axarfirði. Þ. b.: Sigríður.

2563

αα Sigríður Jónsdóttir f. um 1774, d. 1846, átti Sigfús 7621 Jónsson b. í Sunnudal.

2564

bbb Einar Runólfsson b. á Grjótnesi átti með konungsleyfi Solveigu d. Jóns „höfuðmanns“ á Oddsstöðum á Sléttu. Þ. b. Sesselja, Guðrún.

2565

α Sesselja Einarsdóttir átti Runólf 2568 Hrólfsson bræðrung sinn.

2566

β Guðrún Einarsdóttir átti Jóakim 13076 Þorgrímsson frá Skógum.

2567

ccc Hrólfur Runólfsson b. í Hafrafellstungu átti Guðnýju Sölvadóttur b. í Pálsgerði Sigfússonar og Guðrúnar Þorkelsdóttur. Þ. b.: Runólfur, Einar f. 1756, Sölvi‚ Vormur‚ Ragnheiður‚ Guðlaug, Björg f. um 1732.

2568

α Runólfur Hrólfsson átti Sesselju 2565 Einarsdóttur, bræðrungu sína. Þ. b. Einar.

2569

αα Einar Runólfsson átti Guðrúnu Sigurðardóttur Magnússonar 13381, systur Gunnhildar konu Þorsteins á Bakka. Þ. b.: Guðrún‚ Guðný.

2570

ααα Guðrún Einarsdóttir átti Einar Sveinsson b. á Grashól í Presthólahreppi. Þ. b.: Ragnhildur Friðrika, Guðný Vilhelmína, Solveig Kristín (átti Þorstein Sigvaldason).

2571

+ Ragnhildur Friðrika Einarsdóttir átti Friðbjörn af Langanesströndum.

2572

+ Guðný Vilhelmína Einarsdóttir.

2573

+ Solveig Kristín Einarsdóttir átti Sigurð úr Skagafirði eða Húnavatnssýslu og fór með honum vestur.

2574

βββ Guðný Einarsdóttir átti Jónas Jónsson á Bjarnarstöðum í Axarfirði. Þ. b. mörg‚ 4 lifðu og fór hún með þau til Am. 1876 eftir dauða manns síns.

2575

β Einar Hrólfsson f. um 1756 b. lengi í Klifshaga í Axarfirði átti Ólöfu f. í Klifshaga, Benediktsdóttur. Þ. b. 11: Nikulás, Þórarinn, Benedikt, Páll‚ Einar‚ Vigdís‚ Anna óg., bl., Guðrún‚ Ingibjörg, Sigríður, Þórunn óg ‚ bl. Þau urðu flest gömul.

2576

αα Nikulás Einarsson b. á Þverá í Axarfirði, átti Kristbjörgu Vigfúsdóttur b. í Byrgi í Kelduhverfi Jónssonar. Þ. b.: Vigfús‚ Benedikt, Ingibjörg.

2577

ααα Vigfús Nikulásson b. á Núpi átti Hólmfríði 941 Guðbrandsdóttur frá Syðri-Brekkum á Langanesi. Þ. b.: Nikulás, Einar o. fl.

2578

βββ Benedikt Nikulásson b. á Þverá í Axarfirði átti Guðrúnu 2581 Þórarinsdóttur bræðrungu sína.

2579

ggg Ingibjörg Nikulásdóttir átti Brynjólf Jónsson í Akurseli. Þ. b. Stefán á Þverá.

2580

ββ Þórarinn Einarsson b. á Vestaralandi í Axarfirði átti Rósu Vigfúsdóttur frá Byrgi. Þ. b.: Guðrún‚ Einar‚ Margrét.

2581

ααα Guðrún Þórarinsdóttir átti Benedikt 2578 Nikulásson bræðrung sinn.

2582

βββ Einar Þórarinsson var á Húsavík, átti Sigríði Oddsdóttur frá Rauf á Tjörnesi.

2583

ggg Margrét Þórarinsdóttir átti Helga Tómasson, fóru til Am. 1877.

2584

gg Benedikt Einarsson b. í Klifshaga og á Hallgilsstöðum á Langanesi átti Þuríði 4927 Illhugadóttur af Langanesi. Þ. b.: Illhugi, Benedikt, Ólöf.

2585

ααα Illhugi Benediktsson b. í Þistilfirði.

2586

βββ Benedikt Benediktsson b. í Þistilfirði.

2587

ggg Ólöf Benediktsdóttir.

2588

đđ Páll Einarsson b. á Ærlæk átti Ólöfu‚ flutti suður á land með sr. Vernhard Þorkelssyni. Þ. d. Solveig.

2589

ααα Solveig Pálsdóttir átti Jakob prest í Saurbæ í Eyjafirði, Björnsson.

2590

εε Einar Einarsson b. á Ærlæk átti Katrínu 7834 Eiríksdóttur Hallgrímssonar og Steinvarar Árnadóttur frá Grímsstöðum. Þ. b. Anna‚ Katrín‚ Ingibjörg.

2591

ααα Anna Einarsdóttir átti Jón b. á Grænum hjá Austaralandi Jónsson á Ferjubakka, Hallgrímssonar.

2592

βββ Katrín Einarsdóttir átti Stefán 2631 Jónsson frá Snartarstöðum, bjuggu ekki.

2593

ggg Ingibjörg Einarsdóttir ógift 1877.

2594

ſſ Vigdís Einarsdóttir (lifir ein af systkinum sínum 1877), átti I Magnús Magnússon í Axarf. bl.; II Jón á Akri 8069 Sveinsson, bl.

2595

zz Guðrún Einarsdóttir átti Jón Pétursson í Sandfellshaga. Þ. b.: Einar‚ Guðvaldi, Sigríður, Ólöf.

2596

ααα Einar Jónsson b. á Hámundarstöðum átti Hallfríði 7235 Þorgrímsdóttur, Am.

2597

βββ Guðvaldi Jónsson b. á Hámundarstöðum átti Kristínu 7231 Þorgrímsdóttur, Am.

2598

ggg Sigríður Jónsdóttir átti Guðmund 7223 b. á Leifsstöðum Þorgrímsson.

2599

đđđ Ólöf Jónsdóttir.

2600

įį Ingibjörg Einarsdóttir átti Árna 7810 b. á Hóli á Fjöllum Brynjólfsson. Þ. b. Brynjólfur, Árni‚ Sigurveig, Arnbjörg, Guðrún.

2601

ααα Brynjólfur Árnason átti Rannveigu Sveinbjörnsdóttur Guðmundssonar af Tjörnesi.Þ. b. 4; þá dó hann og 2 börnin‚ en hún fór til Am. 1877 með hin: Jónas og Brynjólfínu.

2602

βββ Árni Árnason b. á Hóli á Fjöllum átti Önnu 2617 Kristjánsdóttur, systrungu sína. Þ. b. Ingibjörg, Kristín.

2603

ggg Sigurveig Árnadóttir átti Árna Árnason á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Þ. b. Árni‚ Jón‚ Brynjólfur, Friðrik, Guðmundur‚ Kristín, Stefanía, Guðbjörg, víst öll í Am.

2604

đđđ Arnbjörg Árnadóttir átti Guðmund Sveinbjörnsson bróður Rannveigar k. Brynjólfs. Þ. b. Sigurbjörn, Kristján, Ingibjörg.

2605

+ Sigurbjörn Guðmundsson b. á Nýja-Hóli átti Önnu Guðnadóttur frá Mývatni Guðmundssonar.

2606

+ Kristján Guðmundsson.

2607

+ Ingibjörg Guðmundsdóttir átti Björn b. á Nýja-Hóli Kristjánsson úr Reykjadal.

2608

εεε Guðrún Árnadóttir átti Þórarin Björnsson b. á Víkingavatni.

2609

zz Sigríður Einarsdóttir átti Kristján 8065 frá Grímsstöðum Sigurðsson Jónssonar. Þ. b. Einar‚ Guðný‚ Anna‚ Guðrún‚ Margrét óg. bl. Þau bjuggu á Hallgilsstöðum á Langanesi.

2610

ααα Einar Kristjánsson b. í Garði í Þistilfirði, átti Járnbrá 2627 Einarsdóttur Guðmundssonar. Þ. b. Einar‚ Kristján, Kristrún, Guðmundur, Guðjón.

2611

+ Einar Einarsson b. í Garðstungu, átti Björgu Sigmundsdóttur Gestssonar. Þ. b. Einar‚ Snæbjörn, Ingvar‚ Guðmundur‚ Járnbrá.

2612

+ Kristján Einarsson b. á Hermundarfelli átti Guðrúnu Pálsdóttur þar‚ Þorsteinssonar. Páll var bróðir sr. Hannesar á Víðihóli. Þ. b. Þórdís‚ Páll‚ Einar.

2613

+ Kristrún Einarsdóttir átti Jón 13186 b. í Garði Guðmundsson b. í Öxarfirði og Kollavík, Þorvaldssonar. Þ. b.: Iðunn‚ Baldur‚ Ari. Jón eignaðist allan Garð.

2614

+ Guðmundur Einarsson b. í Krossavík í Þistilfirði og Þórshöfn, átti Elínu Guðmundsdóttur frá Fagranesi á Langanesi. Þ. b. Sigríður, Aðalsteinn, Guðmundur, Hallur.

2615

+ Guðjón Einarsson b. á Sjóarlandi í Þistilfirði átti Sigríði Gamalíelsdóttur og Vigdísar hálfsystur Jóhanns ættfræðings. Þ. b. Leifur‚ Gamalíel, Einar.

2616

βββ Guðný Kristjánsdóttir átti Jón b. á Eldjárnsstöðum á Langanesi Stefánsson á Ytri-Brekkum Jónssonar. Þ. b. Kristbjörg, Sigríður, Anna‚ Kristján.

2617

ggg Anna Kristjánsdóttir átti Árna 2602 b. á Hóli‚ Árnas.

2618

đđđ Guðrún Kristjánsdóttir átti Sigurð b. á Hóli á Fjöllum Sveinsson úr Eyjafirði, bróður Sveins Sveinssonar skálda í Eyjafirði. Þ. b. Tryggvi, Hjörtur aumingi, Anton.

2619

+ Tryggvi Sigurðsson í Axarfirði.

2620

+ Anton Sigurðsson varð bráðkvaddur á Fjöllum, kv.

2621

g Sölvi Hrólfsson b. átti I. Ingibjörgu Björnsdóttur. Þ. b. Guðmundur, Hólmfríður, Svanlaug; II Guðrúnu Björnsdóttur, Illugasonar frá Valþjófsstöðum. Þ. b. Sigurður, Björn bl., Sölvi bl., Ingibjörg.

2622

αα Guðmundur Sölvason b. í Efri Hólum í Núpasveit átti Járnbrá 7853 Þorláksdóttur frá Víðidal. Þ. b. Einar‚ Valgerður, Sigurlaug.

2623

ααα Einar Guðmundsson bjó lengi í Garði í Þistilfirði, átti Guðrúnu 11241 Jónsdóttur b. í Garði‚ Kristjánssonar. Þ. b. Jón‚ Guðmundur, Þorlákur, Járnbrá.

2624

+ Jón Einarsson b. í Garði átti Guðnýju 2638 Benjamínsdóttur Kjartanssonar úr Þistilfirði.

2625

+ Guðmundur Einarsson b. í Garði átti Kristínu 2638 Benjamínsdóttur, systur Guðnýjar, Am.

2626

+ Þorlákur Einarsson b. í Garði átti Hólmfríði Pétursdóttur prentara. Fór til Am. með tveimur dætrum. Þær dóu þar bráðlega og kom hann þá aftur. Hér varð eftir dóttir þeirra Guðmunda, átti Stefán Ólaf b. í Dal í Þistilfirði Þórarinsson b. í Efri Hólum‚ Benjamínssonar.

2627

+ Járnbrá Einarsdóttir átti Einar 2610 Kristjánsson í Garði.

(Neðanmálsgrein á bls. 268): Vilhjálmur á Ytri-Brekkum var Guðmundsson frá Skálum, en Sigríður kona hans var Davíðsdóttir frá Heiði á Langanesi Jónssonar. (Konráð Vilhjálmsson Akureyri).

2628

βββ Valgerður Guðmundsdóttir átti Jón b. á Snartarstöðum Jónsson, bróður Guðbjargar móður Guðmundar á Grímsstöðum. Þ. b. Friðrik, Jón‚ Stefán‚ Hólmfríður.

2629

+ Friðrik Jónsson b. á Kjarna í Eyjafirði átti I Þórhildi 2561 Friðriksdóttur b. í Klifshaga, Árnasonar. Þ. b.: Friðjón, Árni‚ Guðný‚ Olgeir‚ Friðbjörn, fóru öll til Am., Friðný; II Sigríði frá Kjarna. Þ. b.: Þórhildur, Am.

++ Friðný Friðriksdóttir átti Guðna á Hóli á Sléttu‚ Kristjánsson b. í Leirhöfn, Þorgrímssonar.

2630

+ Jón Jónsson b. á Ásmundarstöðum (lítið) átti Guðrúnu Steinsdóttur frá Harðbak. Þ. b. Steinunn, Sabína (2560) o. fl.

2631

+ Stefán Jónsson átti Katrínu 2592 Einarsdóttur frá Ærlæk.

2632

+ Hólmfríður Jónsdóttir átti Ingimund Rafnsson á Brekku í Núpasveit. Þ. s. Jón b. á Brekku‚ átti Þorbjörgu Jóhannesdóttur frá Álandi.

2633

ggg Sigurlaug Guðmundsdóttir átti Benjamín b. á Grímsstöðum í Þistilfirði Kjartansson b. í Þistilfirði. Þ. b. Guðmundur‚ Jón‚ Einar‚ Guðný‚ Kristín, Járnbrá.

2634

+ Guðmundur Benjamínsson b. á Sóleyjarvöllum á Ströndum.

2635

+ Jón Benjamínsson b. á Grasgeira í Sléttuheiði.

2636

+ Einar Benjamínsson b. á Hvappi í Þistilfirði. Hans börn: Járnbrá, Friðrik b. á Grímsstöðum í Þistilfirði.

2637

++ Járnbrá Einarsdóttir átti Jón Höjgaard b. á Bakka á Strönd.

++ Friðrik Einarsson b. á Grímsstöðum í Þistilfirði átti Guðrúnu 12154 Vigfúsdóttur frá Kúðá Jósefssonar. Þau bjuggu síðar á Bakka á Strönd.

2638

+ Guðný Benjamínsdóttir átti Jón 2624 Einarsson í Garði.

+ Kristín Benjamínsdóttir átti Guðmund 2625 Einarsson í Garði‚ bróður Jóns‚ Am.

2639

+ Járnbrá Benjamínsdóttir átti Bessa b. á Grímsstöðí Þistilfirði Tómasson, Am.

2640

ββ Hólmfríður Sölvadóttir átti Kristján Stefánsson b. í Garði í Þistilfirði. Stefán var bróðir Þorgeirs, er Þorgeirsboli er við kenndur. Þ. b.: Vigfús‚ Stefán‚ Björg.

2641

ααα Vigfús Kristjánsson b. í Garði og síðast Kúðá‚ átti Björgu 4851 Jónsdóttur frá Kumlavík. Þ. b.: Kristján, Margrét o. fl.

2642

+ Kristján Vigfússon b. á Kúðá í Þistilfirði átti fyrst barn við Önnu Tímóteusdóttur, hét Vigfús; átti svo Halldóru, bl. Þau fóru til Am. Anna átti Kristján Jónsson og voru þau á Sléttu. Þ. d. Helga k. Önundar Magnússonar.

2643

++ Vigfús Kristjánsson átti Guðríði Grímsdóttur Grímssonar. Þ. b.: Helga.

2644

+++ Helga Vigfúsdóttir, lærð yfirsetukona, átti 25.7. 1915 Jón Anton Ólafsson á Vopnafirði. Þau fóru til Akureyrar 1921 og var Helga yfirsetukona þar‚ vel látin‚ dó 1930, 39 ára. Þ. b.: Ólafur Kristján Weywadt f. 22. 6. 1916, Konráð Vigfús Weywadt f. 7.4. 1920.

2645

+ Margrét Vigfúsdóttir var s.k. Daníels 4809 á Eiði Jónssonar.

2650

βββ Stefán Kristjánsson b. á Undirvegg í Kelduhverfi, átti Guðrúnu Jónatansdóttur frá Flutningsfelli í Þistilfirði.

2651

ggg Björg Kristjánsdóttir átti Gísli Gestsson úr Kelduhverfi.

2652

gg Svanlaug Sölvadóttir gift á Langanesi I 1813 Rögnvaldi Sveinssyni á Ytra Lóni. Þ. b.: Sveinn‚ Rögnvaldur. Rögnvaldur dó 18.4. 1819, 29 ára; II átti hún (1829) Björn Jónsson b. á Eldjárnsstöðum, víst bl.

2653

ααα Sveinn Rögnvaldsson er vinnumaður á Ytra Lóni 1859, 46 ára.

2654

βββ Rögnvaldur Rögnvaldsson f. 9.6. 1819, d. 27.6. 1862 var í húsmennsku í Hlíð og á Eiði á Langanesi, átti Guðrúnu 7843 dóttur Gunnars Gunnarssonar á Hóli og Guðrúnar Jónsdóttur á Ytri Brekkum Vigfússonar. Móðir Gunnars hét Geirlaug Gunnarsdóttir f. um 1767. Þ. b.: Guðný Ragnheiður.

2655

+ Guðný Ragnheiður Rögnvaldsdóttir f. 22.7. 1856 fluttist ung með móður sinni frá Syðra Lóni á Langanesi suður að Krossi á Berufjarðarströnd og átti um 1880 Guðmund 5168 Árnason b. á Dísastöðum. Þ. b.: Stefán Þorbergur o. fl.

2656

++ Stefán Þorbergur Guðmundsson er á Felli í Breiðdal 1917.

2657

đđ Sigurður Sölvason b. lengi á Kúðá í Þistilfirði, átti Guðrúnu Jósafatsdóttur, innan úr dölum‚ bl. Launson Sigurðar hét Björn.

2658

ααα Björn Sigurðsson b. í Svalbarðsseli í Þistilfirði, átti Maríu.

2659

εε Ingibjörg Sölvadóttir átti Sigurð b. í Flögu í Þistilfirði Marteinsson b. á Oddsstöðum á Sléttu. Þ. b.: Marteinn, Guðmundur‚ Guðrún óg., bl.

2660

ααα Marteinn Sigurðsson dáinn fyrir 1877 líklega bl., átti Ólöfu Ísaksdóttur.

2661

βββ Guðmundur Sigurðsson b. á Gilsbakka í Axarfirði, átti Guðrúnu dóttur Þorláks Jónssonar í Sveinungsvík. Þ. b.: Guðrún og Sigurður.

2662

+ Guðrún Guðmundsdóttir.

2663

+ Sigurður Guðmundsson b. á Gilsbakka, átti Þóru Bjarnadóttur Péturssonar Buch Nikulássonar verzlunarmanns á Húsavík, þ. son Vigfús Grænlandsfari.

2664

đ Vormur Hrólfsson b. í Tungu. í Axarfirði, átti Valgerði Þórarinsdóttur, Pálssonar frá Víkingavatni. Þ. b.: Guðrún.

2665

αα Guðrún Vormsdóttir átti Hallgrím 13188 b. á Ærlæk og Akri‚ Þorsteinsson prests á Skinnastöðum. Þ. b.: Jón‚ Ingibjörg, Hallgrímur.

2666

ααα Jón Hallgrímsson b. á Smjörhóli, átti Jóhönnu Jónsdóttur‚ að austan. Þ. b. lifðu eigi nema Kristín og var hún aumingi.

2667

βββ Ingibjörg Hallgrímsdóttir átti Þorkel Gottskálksson frá Fjöllum, bróður Erlends í Garði. Þ. b.: Árni‚ Gottskálk.

2668

+ Árni Þorkelsson b. í Miðfjarðarseli á Ströndum, átti Guðríði dóttur Árna Gíslasonar úr Eyjafirði.

2669

+ Gottskálk Þorkelsson b. í Kelduneskoti, átti Sesselju Gottskálksdóttur úr Eyjafirði.

2670

ggg Hallgrímur Hallgrímsson varð úti á Reykjaheiði, víst ókv., bl.

2671

ε Ragnheiður Hrólfsdóttir.

2672

ſ Guðlaug Hrólfsdóttir.

2673

z Björg Hrólfsdóttir, víst elzt‚ lifir 1816, 84 ára‚ þá fædd um 1732, átti Pál 864 Pálsson b. á Víkingavatni, Arngrímssonar sýslumanns Hrólfssonar, bjuggu á Víkingavatni. Þ. b.: Hrólfur,
Páll.

2674

αα Hrólfur Pálsson. Hans börn: Jóhann‚ Ólöf‚ Guðrún‚ Aðalbjörg, Guðný.

2675

ααα Jóhann Hrólfsson b. í Reykjahverfi.

2676

βββ Ólöf Hrólfsdóttir átti Jón Gottskálksson á Fjöllum. Þ. b.: Guðrún‚ Helga‚ Þórný‚ Gottskálk, Jakob‚ Ólöf‚ Sigurbjörg.

2677

+ Guðrún Jónsdóttir átti Jósef b. í Kollavíkurseli í Þistilfirði, Benjamínsson. (Manntal Svalb. 1845: Benjamín 57 f. í Múlasókn, k. Herdís Ásbjörnsdóttir 50 f. í Svalbarðssókn) sama stað‚ Ágústínussonar (ath. 2864). Þ. b.: Jón‚ Vigfús (b. á Kúðá), Benjamín (b. á Katastöðum í Núpasveit), Guðlaug (k. á Gilsbakka í Axarfirði).

++ Jón Jósefsson átti Halldóru Halldórsdóttur af Sléttu. Þ. b.: Guðrún 13578, Björg 13596, Friðjón.

2678

+ Helga Jónsdóttir átti Guðmund í Axarfirði Einarsson, Hannessonar.

2679

+ Þórný Jónsdóttir átti Sæmund b. í Narfastaðaseli í Reykjadal Jónsson, Torfasonar.

2680

+ Gottskálk Jónsson b. í Nýjabæ‚ átti Lilju Jóhannesdóttur úr Eyjafirði.

2681

+ Jakob Jónsson b. á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, átti Kristínu dóttur Andrésar í Valadal á Tjörnesi Eiríkssonar og Hallfríðar.

2682

+ Sigurbjörg Jónsdóttir átti fyrst barn við Jóni titling, hét Aðalbjörg, síðan annað við Einari Guðmundssyni úr Eyjafirði‚ hét Helga‚ giftist svo Þorláki b. á Undirvegg Jónssyni Ólafssonar‚ að austan.

2683

++ Aðalbjörg Jónsdóttir.

2684

++ Helga Einarsdóttir.

2685

ggg Guðrún Hrólfsdóttir átti Friðfinn b. á Mýlaugsstöðum. Þeirra barn: Jóhannes, drukknaði.

2686

đđđ Aðalbjörg Hrólfsdóttir átti Jón titling b. í Yzta Hvammi í Reykjadal(?). Þ. b.: Jakobína.

2687

+ Jakobína Jónsdóttir.

2688

εεε Guðný Hrólfsdóttir átti Sigurð b. í Skörðum Flóventsson.

2689

ββ Páll Pálsson frá Víkingavatni.

2690

ddd Nikulás Runólfsson (2555) dó ókvæntur í bólunni 1742.

2691

eee Jón Runólfsson b. á Ærlæk‚ átti Þuríði dóttur Sölva Sigfússonar í Pálsgerði í Höfðahverfi.

2692

fff Þórdís Runólfsdóttir var lengi veik‚ dó óg., bl.

2693

bb Þorvaldur Einarsson (2554) b. á Vesturhúsum í Axarfirði‚ átti Ingibjörgu Magnúsdóttur prests á Eyjadalsá (1681— 1711) Bjarnasonar; áttu eigi afkvæmi, svo að lifði. Aðrir nefna son hans Jón.

2694

aaa Jón Þorvaldsson b. á Þverá í Axarfirði, átti Sigríði 2562 Arngrímsdóttur, frændkonu sína.

2695

cc Þórarinn Einarsson (2554) var aldrei við kvenmann kenndur, bjó á Arnarstöðum í Gnúpasveit og dó hjá Eiríki frænda sínum á Ásmundarstöðum.

2696

dd Eiríkur Einarsson (2554) bjó í Skógum í Axarfirði, átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur; voru þau ekki saman fullt ár‚ drukknaði hann þá í kýl hjá Skógum. Þ. b.: Eiríkur f. um 1684.

2697

aaa Eiríkur Eiríksson bjó á Ásmundarstöðum á Sléttu og átti Ólöfu Eiríksdóttur frá Daðastöðum. Þ. b.: Pétur‚ Þorsteinn 2863, Guðrún. Eiríkur býr 1703 á Arnarstöðum á Sléttu, 19 ára gamall. Ólöf kona hans er þá 28 ára‚ „kann krossvefnað“. Sonur þeirra Pétur er þá 25 vikna. (Eiríkur Pétursson hreppstjóri býr á Daðastöðum 1703, 49 ára‚ járnsmiður. K. hans Sesselja‚ 52. Börn mörg).

2698

α Pétur Eiríksson er f. 1702 á Arnastöðum á Sléttu Tók hann sér nafn af því og kallaði sig Arnsted. Hann var prestur á Hofi í Vopnafirði 1730—1738 og átti Halldóru 9972 Jónsdóttur prests á Hólmum Guttormssonar. Þ. b.: Pétur‚ Jón‚ Guðrún‚ Ólöf.

2699

αα Pétur Pétursson Arnsted ólst upp hjá afa sínum Eiríki á Ásmundarstöðum, sigldi síðan og varð hanzkasmiður, kom svo inn aftur og átti I Guðrúnu 2893 Jónsdóttur prests á Skinnastöðum, bl.; II Ingibjörgu Grímsd., Jónss. höfuðsmanns, bl.

2700

ββ Jón Pétursson Arnsted lærði í heimaskóla hjá Hjörleifi prófasti Þórðarsyni, en drukknaði ókv., bl.

2701

gg Guðrún Pétursdóttir Arnsted átti Þorstein Hákonarson b. á Grjótnesi (sbr. 860). (Hákon Þórðarson er „þjenari“ á Hvammi í Þistilfirði 1703, „trjesmiður“, 44 ára. Er þar einnig 1723). Þ. b.: Hákon‚ Jón‚ Halldóra, Ingibjörg.

2702

ααα Hákon Þorsteinsson b. á Grjótnesi, átti Þórunni 5977 Stefánsdóttur prests Lárussonar Scheving. Þ. b.: Stefán‚ Steinn‚ Pétur‚ Þorvaldur 13186.

2703

+ Stefán Hákonarson, auðnulítill, átti Björgu 8026 Þorsteinsdóttur frá Götu. Þ. b.: Þórunn og Björn dó 8 vikna.

2704

++ Þórunn Stefánsdóttir átti Friðrik b. á Hróaldsstöðum og víðar Benediktsson b. í Ásseli á Langanesi, Jónssonar og Þórunnar Stefánsdóttur b. á Jökuldal Péturssonar(?). Þ. b. 6, dóu öll ung‚ nema Björg.

2705

+++ Björg Friðriksdóttir átti Ólaf 106 Finnbogason, lengi í þurrabúð á Setbergi í Vopnafjarðarkaupstað.

2706

+ Steinn Hákonarson b. á Harðbak á Sléttu‚ átti Sesselju 8135 Sigurðardóttur frá Grímsstöðum, Jónssonar. Þ. b.: Sigurður‚ Guðrún‚ Þórunn.

2707

++ Sigurður Steinsson b. á Harðbak, átti Friðnýju 2559 Friðriksdóttur b. í Klifshaga, Árnasonar. Þ. b.: Friðjón börn sín öll‚‚ nema Friðriku Þórhildi.

2708

+++ Þórhildur Sigurðardóttir átti 24.8. 1877 Guttorm prest 6508 í Stöð‚ Vigfússon. Var seinni kona hans.

2709

++ Guðrún Steinsdóttir átti Jón.

2710

++ Þórunn Steinsdóttir átti Sigurjón Friðriksson, Am.

2711

βββ Jón Þorsteinsson.

ggg Halldóra Þorsteinsdóttir átti Jón 3710 í Leirhöfn Vigfússon sýslum. Jónssonar, Björnssonar sýslum. Péturss. Þ. b.: Björn.

+ Björn Jónsson b. á Grjótnesi, átti Vilborgu 13119 Gunnarsdóttur (Skíða-Gunnars).

2712

đđ Ólöf Pétursdóttir Arnsted átti Svein son Bjarna hins sterka Sveinssonar, er bjó í Vopnafirði. Árið 1703 er Sveinn Snjólfsson í Skálanesi í Vopnafirði (eftir verzlunarbók Vopnafjarðar). Hann er svo á Hrappsstöðum 1723 og 1730; þar eru þá einnig 1723 Jón og Bjarni Sveinssynir, líklega synir hans. En 1730 er sá Bjarni á Hraunfelli („Ronfild“). Árið 1734 býr Jón Sveinsson á Hrappsstöðum, en Bjarni Sveinsson í Krossavík móti Þorgrími Oddssyni. Enginn annar Bjarni Sveinsson býr þá í Vopnafirði. Má telja víst‚ að það sé „sterki“Bjarni, því að um það leyti hlaut hann að búa í Vopnafirði. Mun hann því vera sonur Sveins Snjólfssonar á Hrappsstöðum. Sveinn Snjólfsson finnst ekki í manntalinu 1703 í Austfjörðum, og er því annað hvort gleymt‚ eða hann hefur komið eitthvað lengra að vorið 1703, en það ár er hann kominn í reikning á Vopnafirði og er í Skálanesi. Sveinn gæti verið sonur sr. Snjólfs 5065 Bjarnasonar í Stöð.

Þegar Gunnlaugur Árnason frá Brú var drepinn 1749 (Nr. 2407) hafa afkomendur Bjarna sagt‚ að þeir feðgar Sterki-Bjarni og Sveinn hafi verið fengnir að Brú‚ til að mæta óvættinni, er menn hugðu að hefði drepið Gunnlaug, ef við þyrfti‚ og fóru þeir þangað og voru þar eitthvað. Voru þeir báðir taldir hin mestu heljarmenni. Pétur Sveinsson á Þorgerðarstöðum (Nr. 1942) hafði þá sögu eftir Kristínu móðurömmu sinni‚ dóttur Sveins‚ að Sveinn hefði búið 2 ár á Brú og flutt þaðan í Norðfjörð; hefði þá um vorið‚ er hann flutti þaðan‚ verið vont yfir Fljótsdalsheiði, og komin blá í heiðina. Fóru þau gangandi og hafði Sveinn haft krapablá í mitt læri víða á heiðinni og bar þá Ólöfu konu sína á handlegg sér. Aðra sögu sagði hún af þeim feðgum: Sveinn var eitt sinn um vetur inn á Brúardölum að ganga við fé og var veður illt. Tafðist að Sveinn kæmi heim‚ svo að föður hans þótti um of. Greip hann þá járnkarl mikinn og rauk út. Þegar hann kom inn í Brúarhvamm sér hann einhverja stóra skepnu koma móti sér í veðrinu. Reiðir hann nú járnkarlinn til höggs og veður móti óvætt þessari og ætlar að láta hana kenna sín rækilega. Þetta var þá Sveinn sonur hans og sá tilræðið í tíma og vék sér snarlega undan högginu, svo að ekki varð mein að.

Hvað sem hæft er í þessum sögum og öðrum um þá feðga‚ þá benda þær á, að þeir hafi flutt á Efra-Dal úr Vopnafirði og þaðan í Sandvík.

Systir Sveins og dóttir Bjarna var Arndís kona Ólafs 4587 Oddssonar frá Brekku í Tungu‚ móðir Valgerðar, móður Bjarna gamla Konráðssonar á Kollaleiru, og þaðan er margt manna. Arndís er fædd um 1730, en Sveinn um 1731.

Árið 1762 býr Sveinn í Sandvík, 31 árs. Kona hans Ólöf er þá 26 ára. Þ. b. þá: Jón (4), Páll (3), Valgerður (2). Fleiri eru þá ekki fædd. Bjarni Sveinsson er þar þá hjá þeim‚ 73 ára. (Enginn Bjarni Sveinsson er 1703 í Vopnafirði á því reki‚ er Bjarni hefði þá átt að vera‚ nema Bjarni Sveinsson, er talinn er sveitarómagi í Ytri Hlíð‚ hjá Jóni Ásmundssyni og Kristínu Jónsdóttur‚ 8 ára‚ og eftir því fæddur um 1695. En Bjarni faðir Sveins í Viðfirði, sem talinn er 73 ára 1762, ætti að vera fæddur um 1689. Munar það 6 árum. En vel gæti þó sá munur átt sér stað. Manntölin eru ekki svo nákvæm um aldur manna. Hannes Þorsteinsson hefur getið til‚ að Bjarni hafi verið sonur Sveins Gíslasonar í Skálanesi og Ólafar Pétursdóttur, systur Björns sýslumanns Péturssonar og hafi orðið eftir í Vopnafirði, þegar þau fluttu í Borgarfjörð. Getur það verið álitamál, þó að ólíklegt sé‚ að hann væri þá kallaður „sveitarómagi“ og viðureign þeirra Bjarna og Björns væri ekki frændsamleg. (Sjá 3821). Hefur því Bjarni verið rúmlega sextugur, en Sveinn 18—19 ára‚ þegar óvætturin átti að hafa drepið Gunnlaug. Sagt er‚ að þeir feðgar hafi keypt Sandvík og flutt þangað frá Brú. Mun það rétt vera. Eigi veit ég hversu lengi Sveinn hefur búið í Sandvík, en fædd eru þau Páll og Halldóra þar‚ svo að þau Ólöf eru komin þangað fyrir 1759. Um Jón er allt ókunnugt og hefur hann líklega dáið ungur. Sveinn hefur búið talsvert lengi í Sandvík eftir 1762, því að Bjarni sonur hans er fæddur þar um 1773. Hjá sumum afkomendum Bjarna hefur gengið sú sögn‚ að hann hafi fyrst keypt Sandvík; hafi hún þá verið í eyði sökum draugagangs, en Bjarni hafi ekki sett það fyrir sig. Síðar hafi Sveinn flutt þangað til hans og búið þar síðan. Má vel vera‚ að svo hafi verið. Það eitt er víst‚ að þeir feðgar lentu þangað báðir og eignuðust jörðina. Síðar keypti Sveinn Viðfjörð og bjó þar. Einhver hefur sagt Jóni Sigfússyni, að Bjarni hafi dáið í Sandvík og skort þá 4 mánuði í 100 ár. Börn Sveins og Ólafar voru: Jón ókv. bl., Páll‚ Valgerður, Halldóra, Bjarni 2828, Guðný 2854, Kristín 2861.

2713

ααα Páll Sveinsson b. í Barðsnesgerði, átti Guðríði Oddsdóttur f. á Hól í Norðfirði um 1759. Þ. b. Oddur‚ Guðrún. Launsonur Páls við Þóru 326 Jónsdóttur frá Brekku í Mjóafirði hét Halldór; en talinn var hann son Hermanns í Firði‚ Systkin Guðríðar voru Bjarni (f. í Naustahvammi um 1763),Úlfheiður (f. á Ormsstöðum í Norðfirði um 1771) og Bergþóra (f. á Hóli í Norðfirði um 1777), öll víst óg., bl. nema Úlfheiður. Hún óg. að vísu‚ en átti barn‚ er hét Björn og var hann kenndur Ásmundi 11462 (7854) Ingimundarsyni, er síðar bjó á Veturhúsum í Hamarsdal‚ en var sonur Hallgríms 13217 í Sandfelli Foreldrar þeirra systkina munu hafa verið Oddur Magnússon, sem býr í Naustahvammi 1762 (40 ára) og Hólmfríður Högnadóttir (32 ára). Þ. b. eru þá: Magnús (8), Þórunn (3), Guðrún (1). En þar sem Hólmfríður hefði verið orðin 47 og 49 ára‚ þegar Bergþóra og Guðríður fæddust, eftir því sem þeim er talinn aldur‚ þá er hæpið að hún sé móðir þeirra. Getur það þó verið. En Oddur gat og verið tvíkvæntur. (Ég hef líka heyrt‚ að móðir Guðríðar hafi verið Guðrún Bjarnadóttir, sem er á Sómastöðum 1830, 84 ára (mun Pálína hafa sagt) ). Sá Hóll‚ sem þær eru taldar fæddar á, var kallaður Oddshóll, og kenndur við Odd‚ föður þessara systkina.

2714

+ Oddur Pálsson var kallaður „kofagæzka“, ókv. bl.

2715

+ Guðrún Pálsdóttir átti Svein 2738 b. Sveinsson á Hólum í Norðfirði. Þ. b. Sveinn dó 11 ára‚ Einar dó 14 ára‚ Pálína‚ Sesselja.

2716

++ Pálína Sveinsdóttir átti Jón 7954 Matthíasson Longssonar, bjuggu fyrst á Hólum‚ en lentu á sveit í Tungu og bjuggu þá alla stund á Stórasteinsvaði. Bæði voru þau vel greind og hann hagleiksmaður. Þ. b. Einar‚ Guðmundur ókv. bl., Fritz ókv. bl., Sigmundur, Jón dó ungur‚ Rikharð dó ungur‚ Þóra Emilía‚ Am., Sveinsína, Friðbjörg, Guðrún dó ung‚ Jóhanna. Þau‚ sem dóu ung eða óg., bl. dóu úr tæringu.

2717

+++ Einar Jónsson Long bjó ekki‚ var lengi vinnumaður á Hallormsstað.

2718

+++ Sigmundur Jónsson þbm. í Seyðisfirði.

2719

+++ Sveinsína Jónsdóttir óg., átti barn.

2720

+++ Friðbjörg Jónsdóttir átti Guðmund 10796 b. í Kjölsvík Magnússon.

2721

+++ Jóhanna Jónsdóttir átti Pál 10800 Magnússon, bróður Guðmundar. Þ. b. 2; þá dó hún úr tæringu.

2722

++ Sesselja Sveinsdóttir átti Símon b. á Kirkjubóli í Norðfirði Jónsson úr Skagafirði, góðan bónda. Þ. b. Ásta Sigurbjörg‚ Jón Stefán.

2723

+++ Ásta Sigurbjörg Símonardóttir.

2724

+++ Jón Stefán Símonarson.

2725

βββ Valgerður Sveinsdóttir átti Sigurð‚ norðlenzkan, Þorsteinsson. Þau búa í Gerði í Norðfirði 1802, hann 34 ára‚ hún 41 árs (fátæk). Þ. b. Þorsteinn (6), Þóra (3), Arndís (1). Laund. Valgerðar við Jóni 12424 Vilhjálmssyni á Kirkjubóli, Valgerður.

2726

+ Arndís Sigurðardóttir átti Odd 11235 á Karlskála og Kirkjubóli (bjó lítið) Guðmundsson. Þ. b. Guðmundur, Valgerður‚ Rannveig óg. bl., Eyjólfur, Sigríður óg. bl. Laund. Arndísar Ólöf Stefánsdóttir f. um 1842 (bróðurdóttir Sigurðar 4060 á Vattarnesi).

2727

++ Guðmundur Oddsson bjó í Eskifirði, varð ekki gamall‚ átti Jóhönnu laund. Jóns Rafnssonar. Þ. b. Sigurður f. 1856.

2728

++ Valgerður Oddsdóttir f. um 1831 er á Svínaskála 1845, átti Bjarna 11994 b. á Þuríðarstöðum í Fljótsdal Eyjólfssonar Marteinssonar. Þ. b. Guðmundur, Þorgerður, Guðjón.

2729

++ Eyjólfur Oddsson vinnum. á Svínaskála 1857, 21 árs.

2730

++ Ólöf Stefánsdóttir átti Benjamín 12226 Jónsson á Ýmastöðum.

2731

ggg Halldóra Sveinsdóttir átti Stefán 7030 Sigurðsson b. í Fannardal í Norðfirði; hann var smiður góður og vel virtur‚ en fremur fátækur. Þ. b. Sigurður, Sveinn‚ Jón‚ Stefán‚ Ögmundur‚ Valgerður, Guðríður, Björg‚ Guðfinna, Ólöf óg. bl.

2732

+ Sigurður Stefánsson b. á Tandrastöðum, átti Guðnýju (sbr. 4039) Halldórsdóttur Halldórssonar (f. í Dvergasteinssókn um 1791), systur Gróu konu Jóns Hallssonar, móður Alexanders á Krossi í Mjóafirði. Þ. b. Halldóra, Stefán ókv. bl., dó 1889.

2733

++ Halldóra Sigurðardóttir átti Björn 4246 b. í Miðbæ og víðar Jónsson. Þ. b. Sigurður, Jón‚ Guðlaug, Þorbjörg óg. bl.

2734

+++ Sigurður Björnsson átti Oddnýju Marteinsdóttur Jónssonar á Kolmúla, Am.

2735

+++ Jón Björnsson b. á Parti í Húsavík, átti Salgerði 2847 Andrésdóttur.

2736

+++ Guðlaug Björnsdóttir bústýra hjá Zeuthen lækni.

2737

+ Sveinn Stefánsson b. á Hólum í Norðfirði, góður bóndi‚ átti Þórunni 12359 Magnúsdóttur Björnssonar á Kirkjubóli. Þ. b. Sveinn‚ Stefán‚ Guðmundur, Sesselja dó óg. bl. fullorðin.

2738

++ Sveinn Sveinsson b. á Hólum í Norðfirði, átti Guðrúnu 2715 Pálsdóttur.

2739

++ Stefán Sveinsson b. á Hólum‚ Hellisfirði og Seldal‚ smiður góður‚ átti Guðrúnu 2780 Ögmundsdóttur, bræðrungu sína. Þ. b. Stefanía, Gunnar‚ Stefán‚ Sveinn‚ Guðmundur, Sigmundur, öll óg. 1890, nema Stefanía.

2740

+++ Stefanía Stefánsdóttir átti Erlend b. í Hellisfirði Árnason, Gíslasonar („biskups“) Þorvarðssonar. Hún varð ekki gömul. Þ. b. Gunnar Sigurjón, Árnína‚ Guðrún Stefanía, Stefanía.

2741

° Gunnar Sigurjón Erlendsson.

2742

° Árnína Erlendsdóttir.

2743

° Stefanía Erlendsdóttir.

2745

++ Guðmundur Sveinsson bjó ekki‚ átti Guðbjörgu Pálsdóttur b. á Álfgeirsvöllum í Skagafirði og Margrétar Magnúsdóttur, systur Margrétar konu Hinriks prests á Skorrastað og Þorsteins í Gilhaga. Móðir þeirra systkina var Rut‚ systir Jóns prófasts Konráðssonar á Mælifelli. (Sögn Pálínu á Steinsvaði). Þ. b. Sveinn Am. (með móður sinni), Sveinbjörg. Guðmundur dó fyrir 1890.

2746

+++ Sveinbjörg Guðmundsdóttir.

2747

+ Jón Stefánsson b. á Sveinsstöðum í Norðfirði, átti Málfríði Sigfúsdóttur b. á Sveinsstöðum, systur Þorsteins Sigfússonar í Barðsnesgerði. Móðir hennar hét Valgerður Björnsdóttir f. á Barðsnesi um 1754. Sigfús var Þorsteinsson f. um 1748, býr á Sveinsstöðum 1796 „bláfátækur“. Börn þeirra Valgerðar: Guðný (18), Björg (16), Málfríður (7), Guðrún (5), Þorsteinn (3). — Þ. b. Guðrún‚ Halldóra, Málfríður (Guðrún og Málfríður voru tvíburar f. um 1819), Ólöf‚ Sveinn. Launson Jóns við Guðrúnu Erlendsdóttur frá Hellisfirði hét Ólafur (en haldinn var hann son Þorleifs skotta).

2748

++ Guðrún Jónsdóttir átti Þorstein b. í Barðsnesgerði Sigfússon, móðurbróður sinn. Þ. b. Þorsteinn ókv. bl., Bjarni ókv. bl., Sigfús‚ Jón‚ Þóra.

2749

+++ Sigfús Þorsteinsson b. á Hólum í Norðfirði, átti Ingigerði 12460 Marteinsdóttur frá Parti. Þ. b. Sveinn‚ Þorsteinn‚ Marteinn.

2750

+++ Jón Þorsteinsson b. á Stuðlum í Norðfirði, átti Ingibjörgu 416 Davíðsdóttur.

2751

+++ Þóra Þorsteinsdóttir átti Sigbjörn þbm. á Búðareyri í Seyðisfirði.

2752

++ Halldóra Jónsdóttir átti Ara 12462 b. í Sandvíkurseli Magnússon. Þ. b. Ólöf‚ Daníel.

2753

+++ Ólöf Aradóttir átti Gunnlaug 6903 Björgólfsson Þorleifssonar á Karlsstöðum.

2754

+++ Daníel Arason átti Marínu Stefánsdóttur úr Meðallandi.

2755

++ Málfríður Jónsdóttir átti Martein b. í Sandvíkurseli Magnússon. Þ. b. Magnús‚ Ari‚ Hjörleifur, Jón dó ungur‚ Helga‚ Þórey. Laundóttir Málfríðar við Ögmundi 2779 föðurbróður sínum‚ hét Sveinbjörg.{/tip}

2755

+++ Magnús Marteinsson b. í Sandvíkurseli.

2756

+++ Ari Marteinsson b. í Naustahvammi, átti Vilhelmínu 430 dóttur Bjarna Sveinssonar í Viðfirði. Þ. b. Lukka‚ Anna‚ María‚ Gyða.

2757

+++ Hjörleifur Marteinsson b. í Efri Miðbæ‚ smiður.

2758

+++ Helga Marteinsdóttir varð seinni kona Guðmundar 7246 Magnússonar í Fannardal. Þ. b. Guðrún‚ Þorbergur, Stefán‚ Ari Marteinn, Margrét, Lukka Sigurbjörg. Helga átti svo barn við Ólafi Magnússyni. Hann fór til Am.

2759

+++ Þórey Marteinsdóttir átti Jón 5202 b. í Vöðlum Eyjólfsson.

2760

++ Ölöf Jónsdóttir átti Guðmund 11232 b. á Helgustöðum Eyjólfsson. Þ. b. Málfríður, Oddný‚ Margrét, Ólafía (aumingi), Halldóra.

2761

+++ Málfríður Guðmundsdóttir átti Jónas b. á Útstekk í Reyðarfirði Stefánsson.

2762

+++ Oddný Guðmundsdóttir átti I Lars 12774 Larsson‚ launson Lukku Guðmundsdóttur Bárðarsonar; II Einar Þorláksson á Kóngsparti í Reyðarfirði.

2763

+++ Margrét Guðmundsdóttir.

2764

+++ Halldóra Guðmundsdóttir óg. átti barn 1878 við Jóni ritstjóra Ólafssyni, hét Guðjón.

2765

++ Sveinn Jónsson bjó lítið‚ eitthvað á Hólum‚ lifði stutt‚ átti Guðbjörgu 1446 Guðmundsdóttur.

2766

++ Ólafur Jónsson b. á Sveinsstöðum, átti Þuríði 7702 Björnsdóttur. Þ. b. Magnús‚ Kristján, Elínbjörg.

2767

+++ Magnús Ólafsson b. í Miðbæ efri‚ átti Kristínu 437 Sveinsdóttur frá Viðfirði. Þ. b.: Mekkin dó ung‚ Ottó‚ Ólafur.

2768

+++ Kristján Ólafsson bjó ekki‚ átti Elizabetu Eiríksdóttur. Þ. b. Jón‚ Stefanía (gift kona í Reykjavík).

2769

+++ Elínbjörg Ólafsdóttir átti Baldvin 9676 Sigvaldason frá Miðhúsum.

2770

+ Stefán Stefánsson bjó lítið‚ eitthvað á Kirkjubóli í Norðfirði, átti Guðnýju 10951 Brynjólfsdóttur frá Hofi. Þ. einb. Guðni. Þau Stefán og Guðný skildu. Launs. Stefáns, Jón‚ við ..................... Stefán átti einnig 2 launbörn við Sigurlaugu (13675) Sigurðardóttur, er síðar átti Finn á Seljamýri, hétu Sigurlín og Stefán.

2771

++ Guðni Stefánsson b. á Sléttu í Reyðarfirði, trésmiður‚ átti Guðnýju 4999 Bóasdóttur frá Stuðlum. Þ. b. Guðrún‚
Sigurlín.

2772

++ Jón Stefánsson átti Jarðþrúði 1280 Hallsdóttur ekkju Einars í Hvannstóði. Þ. b. Guðný.

2773

+++ Guðný Jónsdóttir átti I Jón 4328 Jónsson b. á Hólalandi, sonarson Björns Skúlasonar. Þ. b. mörg; II Jónas 7727 Stefánsson frá Leifsstöðum.

2774

++ Sigurlín Stefánsdóttir átti Stefán 2785 b. í Seldal Oddsson. Þ. b. Guðni‚ Sigurlaug f. 1870, Sigurlínus (að honum dó Sigurlín 1872).

2775

+++ Guðni Stefánsson drukknaði í byl 7.1. 1886 með Stefáni frá Ormsstöðum.

+++ Sigurlaug Stefánsdóttir átti Björn Einarsson frá Kappeyri.

+++ Sigurlínus Stefánsson átti Sigríði Davíðsdóttur frá Grænanesi.

2776

++ Stefán Stefánsson þbm. á Búðareyri við Seyðisfjörð átti Oddnýju 4665 Einarsdóttur frá Austdal Hákonarsonar. Þ. b. Sigurjón, Rebekka (mállaus), Karl Sigtryggur Albert. Laund. Stefáns við Sigríði Jónsdóttur hét Sigurlaug.

2777

+++ Sigurjón Stefánsson.

2778

+++ Sigurlaug Stefánsdóttir átti I Gest Gunnarsson snikkara á Seyðisfirði; II norskan mann.

2779

+ Ögmundur Stefánsson b. á Grænanesi og Hólum í Norðfirði, átti Sigríði 12482 Sveinsdóttur frá Barðsnesi Oddssonar. Þ. einb. Guðrún. Laund. Ögmundar við Málfríði 2755 Jónsdóttur hét Sveinbjörg.

2780

+ + Guðrún Ögmundsdóttir átti Stefán 2739 Sveinsson í Seldal.

2781

++ Sveinbjörg Ögmundsdóttir víst óg. bl.

2782

+ Valgerður Stefánsdóttir átti Odd 12483 b. á Grænanesi Sveinsson. Þ. b. Sveinn‚ Stefán‚ Ingibjörg.

2783

++ Sveinn Oddsson bjó lítið‚ átti Ásbjörgu 3890 Hjálmarsdóttur. Þ. b. Sveinbjörg, Hjálmar dó ungur‚ Valgerður dó ung.

2784

+++ Sveinbjörg Sveinsdóttir átti Magnús 4158 „á Öldunni“ son Sigurðar í Firði í Seyðisfirði Jónssonar. Þ. b. Jóhanna, Sveinn‚ Sveinbjörg. Þessi 2 síðustu fórust í snjóflóðinu 1885.

2785

++ Stefán Oddsson b. í Seldal‚ átti I Sigurlín 2774 Stefánsdóttur; II Halldóru 2809 Ófeigsdóttur. Þ. b. Vilhjálmur, Valgerður, Sveinbjörg.

2786

+++ Vilhjálmur Stefánsson í Hátúni.

2787

+++ Valgerður Stefánsdóttir f. 30.9.1882 átti Gunnlaug Björgólfsson á Helgustöðum.

+++ Sveinbjörg Stefánsdóttir f. 17.8. 1885 átti Ásmund 4550 Helgason á Bjargi.

2788

++ Ingibjörg Oddsdóttir átti Bjarna b. í Fannardal Þorsteinsson Illugasonar og fyrri konu Þorsteins, Þuríðar Einarsdóttur. Þ. b.: Stefán‚ Þorsteinn, Jón Am., Björgólfur, Sigurður, Rósa‚ Sigurlín, Þuríður.

2789

+++ Stefán Bjarnason b. í Seldal‚ átti Guðbjörgu laundóttur Matthíasar Longssonar. Þ. b. Jóhanna Ingibjörg.

2790

+++ Þorsteinn Bjarnason átti Hansínu Sigurðardóttur Þorsteinssonar Illugasonar, Am.

2791

+++ Björgólfur Bjarnason.

2792

+++ Sigurður Bjarnason.

2793

+++ Rósa Bjarnadóttir átti Bóas 12947 Pálsson á Sléttu í Reyðarfirði.

2794

+++ Sigurlín Bjarnadóttir.

2795

+++ Þuríður Bjarnadóttir.

2796

+ Guðríður Stefánsdóttir átti Jón 12424 b. á Kirkjubóli Vilhjálmsson. Þ. b. Torfi‚ Vilhjálmur, Guðlaug, Valgerður, Halldóra (elzt), Guðný. Valgerður hét laundóttir Jóns‚ er 10 ára hjá Jóni 1816 (hann þá 34 ára).

2797

++ Torfi Jónsson b. í Skuggahlíð, átti Valgerði 2841 Stefánsdóttur. Torfi dó 1882. Þ. b. Guðríður, Valgerður, Guðlaug‚ Jóhanna, Þorleifur.

2798

+++ Guðríður Torfadóttir átti Árna 413 Davíðsson á Grænanesi.

2799

+++ Valgerður Torfadóttir átti Hermann 414 Davíðsson frá Grænanesi.

2800

+++ Guðlaug Torfadóttir átti Árna 7403 Finnbogason Skúlasonar. Þ. b. Valdemar, Karl‚ Guðríður.

2801

+++ Jóhanna Torfadóttir átti Stefán b. í Seldal Stefánsson. Þ. b. Stefanía, Erlendur.

2802

+++ Þorleifur Torfason b. á Hofi í Norðfirði, átti Guðfinnu 12427 Guðmundsdóttur frá Tandrastöðum. Þ. b. Gróa‚ Sigfinnur‚ Valgerður, Jóhanna, Halldór.

2803

++ Vilhjálmur Jónsson b. á Tandrastöðum og Barðsnesgerði, átti Helgu 12464 Magnúsdóttur Marteinssonar. Þ. b. Jón‚ Halldór.

2804

+++ Jón Vilhjálmsson b. í Barðsnesgerði, átti Sigríði 11894 Marteinsdóttur frá Högnastöðum, bl.

+++ Halldór Vilhjálmsson átti Elizabetu 7250 Guðmundsdóttur frá Fannardal.

2805

++ Guðlaug Jónsdóttir átti Bjarna 2830 b. á Ormsstöðum í Norðfirði Stefánsson.

2806

++ Valgerður Jónsdóttir átti Þorstein 1457 b. í Skuggahlíð Jensson.

2807

++ Halldóra Jónsdóttir átti Ófeig b. á Hofi í Norðfirði Finnsson. Hann er fæddur í Stafafellssókn um 1811. Móðir hans hét Bergþóra, Þ. b.: Finnur víst ókv., bl., Guðlaug, Halldóra, Sigríður.

2808

+++ Guðlaug Ófeigsdóttir átti Pétur 6918 Björnsson frá Kirkjubóli. Þ. b. Mekkin‚ Bjarnlaug, Stefán.

2809

+++ Halldóra Ófeigsdóttir átti Stefán 2785 Oddsson í Seldal.

2810

+++ Sigríður Ófeigsdóttir átti Davíð 418 Davíðsson frá Grænanesi, Am.

2811

++ Guðný Jónsdóttir átti I Halldór b. í Naustahvammi Halldórsson, er þar bjó einnig‚ Halldórssonar. Þ. b. Sveinn ókv. bl., Halldór ókv. bl., Þórunn‚ Guðný; II Vilhjálm 6967 b. á Ýmastöðum‚ Kolbeinsson. Þ. b.: Jón‚ Stefán‚ Guðríður óg., bl.

2812

+++ Þórunn Halldórsdóttir átti Ásmund 12237 b. á Karlsstöðum Jónsson. Þ. b. Vilhelmína, Þuríður, Solveig, Sigurjón‚ Halldór, Lárus, Stefán‚ Þorleifur, Gunnlaugur.

2813

+++ Guðný Halldórsdóttir átti Eirík b. á Sandvík Filippusson, sunnlenzkan. Laund. hennar við Þorleifi 6949 b. í Krossanesi Björnssyni hét Guðný Vilhelmína.

2814

+++ Jón Vilhjálmsson.

2815

+++ Stefán Vilhjálmsson drukknaði 7.1.1886 með Stefáni á Ormsstöðum.

2816

+ Björg Stefánsdóttir frá Fannardal átti I Þorstein 12797 Eiríksson á Tandrastöðum, bjuggu ekki. Þ. einb. Stefán; II Orm 3882 Eiríksson Narfasonar.Þ. b. Þorsteinn, fórst í snjóflóði í Breiðdal ókv. bl.

2817

++ Stefán Þorsteinsson bjó ekki‚ átti Stefaníu Magnúsdóttur, bl.

2817

+ Guðfinna Stefánsdóttir átti Bjarna b. í Sandvíkurseli Hildibrandsson. Þ. b. Hildibrandur, Halldóra, Ólöf‚ Sveinn‚ Þórunn‚ Sigurður, Ingibjörg.

2818

++ Hildibrandur Bjarnason b. í Sandvíkurseli um tíma‚ átti Sigríði Sveinsdóttur frá Viðfirði. Þ. b.: Ármann‚ Bjarni‚ Pálína‚ Sveinbjörg.

2819

++ Halldóra Bjarnadóttir átti Jón 419 Sveinsson frá Viðfirði. Þ. b.: Bjarni ókv., bl., Solveig.

2820

++ Ólöf Bjarnadóttir átti Skafta 7777 Sveinsson þbm. í Seyðisfirði. Þ. b.: Kristín, Björg Am., Rebekka, Hólmfríður.

2821

+++ Kristín Skaftadóttir átti Teit Andrésson verkamann á Seyðisfirði.

2822

+++ Rebekka Skaftadóttir.

2823

+++ Hólmfríður Skaftadóttir óg., átti fyrst launbarn. Giftist síðan Kristjáni 11625 Jónssyni þbm. á Seyðisfirði.

2824

++ Sveinn Bjarnason bjó ekki‚ átti Þuríði 9860 Magnúsdóttur frá Hólshúsum Sæbjörnssonar.

2825

++ Þórunn Bjarnadóttir átti Einar 1623 b. í Fjallsseli Jóhannesson.

2826

++ Sigurður Bjarnason bjó ekki‚ átti Sesselju 2157 Andrésdóttur frá Gestreiðarstöðum, Am.

2827

++ Ingibjörg Bjarnadóttir átti Eyjólf 2912 b. á Krossi í Fellum Þórðarson. Þ. b.: Sigurður Am., Þórður‚ Hallgrímur.

2828

đđđ Bjarni Sveinsson frá Viðfirði (2712) bjó í Viðfirði, átti 1795 Halldóru 9961 Árnadóttur frá Grænanesi. Þ. b.: Sesselja, Sveinn‚ Guðrún.

2829

+ Sesselja Bjarnadóttir átti Stefán 12384 Þorleifsson b. í Ormsstaðahjáleigu. Þ. b.: Bjarni‚ Sveinn‚ Þorleifur, Stefán‚ Halldór, Valgerður, Þuríður, Munnveig.

2830

++ Bjarni Stefánsson b. á Ormsstöðum og var hreppstjóri í Norðfirði, greindur maður og góður bóndi‚ átti Guðlaugu 2805 Jónsdóttur, Vilhjálmssonar. Þ. b.: Stefán.

2831

+++ Stefán Bjarnason f. 27.11. 1850 átti 1872 Ólafíu 6921 Pétursdóttur frá Hofi Björnssonar. Þ. b.: Ólöf‚ Guðlaug, Mekkin‚ Guðrún‚ Bjarni‚ Petrún Ella‚ Margrét Jóhanna, Bjarnína dó barn. Stefán drukknaði 7.1. 1886 í byli.

2832

° Ólöf Stefánsdóttir átti Pálma Pálmason úr Skagafirði.

2837

++ Sveinn Stefánsson b. í Hellisfjarðarseli, átti Guðfinnu 6892 Bjarnadóttur frá Hellisfirði, bl.

2838

++ Þorleifur Stefánsson átti 1 barn‚ Stefaníu, við Sigríði 1525 Einarsdóttur frá Brúnavík. Þorleifur varð úti 1885.

2839

+++ Stefanía Þorleifsdóttir átti Þorvald b. á Uppsölum í Eiðaþinghá Jónsson. Þ. b‚: Jón.

2840

° Jón Þorvaldsson keypti Torfastaði í Hlíð og bjó þar.

2841

++ Valgerður Stefánsdóttir átti Torfa 2797 Jónsson í Skuggahlíð.

2842

++ Stefán Stefánsson b. í Skálateigi efra‚ átti Ingibjörgu 10942 Gísladóttur frá Hofi. Þ. einb. Björg.

2843

+++ Björg Stefánsdóttir.

2844

++ Halldór Stefánsson b. á Bakka í Norðfirði, góður bóndi‚ átti Önnu 7908 Runólfsdóttur Jónssonar. Þ.b.: Stefán‚ Halldór, Anna Sigríður, Sesselja.

2845

++ Þuríður Stefánsdóttir átti Andrés 12354 Guðmundsson í Miðbæ neðri. Þ. b.: Stefán‚ Salgerður, Munnveig, Sesselja, Guðfinna.

2846

+++ Stefán Andrésson ókv. 1888.

2847

+++ Salgerður Andrésdóttir átti Jón 2735 Björnsson í Parti‚ bl.

2848

+++ Munnveig Andrésdóttir átti Sigurð Jónasson úr Húnavatnssýslu.

2849

+++ Sesselja Andrésdóttir óg. 1888.

2865

ααα Þórunn Ágústínusdóttir sigldi og giftist erlendis

2866

βββ Guðleif Ágústínusdóttir.

2867

ββ Eiríkur Þorsteinsson eldri var lengi á hrakningi.

2868

gg Erlendur Þorsteinsson b. í Kollavík, átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Dó úr vesöld í brunahallærinu.

2869

đđ Eiríkur Þorsteinsson yngri b. í Kollavík í Þistilfirði, átti Þórnýju 2890 dóttur Galdra-Ara Jónssonar frá Skinnastöðum. Þau áttu nokkur börn. „Hún kálaði einu þeirra í litunarbiðu“. Einn sonur þeirra var Eiríkur á Ormalóni. Hjá honum lifir Þórný 1816, 71 árs. Eiríkur sonur Eiríks Þorsteinssonar í Kollavík og Þórnýjar dóttur Galdra-Ara Jónssonar prests greipaglennis á Skinnastað, bjó í Ormalóni f. um 1779, átti 4.9. 1820 Sigríði Sigurðardóttur f. í Illhugastaðasókn um 1789. Sigríður var laundóttir Sigurðar blinda í Sellandi, sonar Sigurðar í Miðvík og Bjargar. Móðir Bjargar var Guðrún Skúladóttir snikkara í Hrísey‚ síðast‚ Illhugasonar Hólaráðsmanns í Viðvík‚ Jónssonar á Einarsstöðum, Illhugasonar prests í Múla‚ Guðmundssonar. Móðir Skúla Illhugasonar var Halldóra dóttir Sauða-Skúla og Steinunnar Guðbrandsdóttur biskups. Kona Skúla snikkara var Guðríður dóttir Þorvalds ríka í Hrísey Gunnlaugssonar í Gullbrekku, Grímssonar á Ökrum‚ Jónssonar, Grímssonar lögmanns. Móðir Sigríðar á Ormalóni var Herdís Ólafsdóttir Tómassonar á Landamóti, Ólafssonar prests á Kvíabekk, Jónssonar prests á Þóroddstað, Þorgrímssonar prests og klausturhaldara á Munkaþverá, Ólafssonar á Héðinshöfða, Guðmundssonar. Ólafur átti Halldóru Jónsdóttur, systur Illhuga Hólaráðsmanns, sem átti Halldóru Skúladóttur. Börn Eiríks á Ormalóni Eiríkssonar og Sigríðar Sigurðardóttur voru: Þorsteinn, Guðmundur, Zakarías, Eiríkur, Sigurður, Helga‚ Sigríður(?). Eiríkur var kallaður Peninga-Eiríkur, skorti aldrei peninga, er mælt því hafi valdið „Flæðarmús“, segir Jónatan á Þórðarstöðum.

a Þorsteinn Eiríksson var í Ormalóni, faðir Guðmundar í Flögu í Þistilfirði.

b Guðmundur Eiríksson vinnumaður í Sveinungsvík.

c Zakarías Eiríksson var vinnumaður hér og þar víst ókv., bl. d Eiríkur Eiríksson b. í Ormalóni.

e Sigurður Eiríksson er 9 ára 1845 hjá foreldrum sínum.

f Helga Eiríksdóttir átti Jósef 7822 Brynjólfsson frá Hóli á Fjöllum.

g Sigríður(?) Eiríksdóttir átti Gunnar b. á Sjóarlandi son Gísla Sigfússonar þar (f. í Grenjaðarstaðasókn um 1796) og Margrétar Ólafsdóttur (f. í Þverársókn um 1797). Þ. b.: Einar kaupmaður á Akureyri (á Maren Vigfúsdóttur borgara), Þórunn kona Óla‚ voru í Þistilfirði og á Langanesi, fátæk‚ áttu mörg börn. Rósa hét ein‚ gift í Öxarfirði.

2870

εε Guðrún Þorsteinsdóttir var fyrri kona Illhuga skálds Helgasonar, bróður Egils Sandholt, kaupmanns í Reykjavík.

2871

ſſ Helga Þorsteinsdóttir, skáldmælt, átti I Guðmund 13365 Þorvaldsson frá Blikalóni af Presthólaætt. Þ. b.: Þórdís; II Guðmund Jónsson b. á Raufarhöfn, bl. Hún dó niðursetningur í Núpasveit.

2872

ααα Þórdís Guðmundsdóttir átti Jón Erlendsson á Hóli‚ ættaðan úr Öxarfirði.

zz Arnþrúður Þorsteinsdóttir átti Hallgrím Hallgrímsson í Bangsakoti í Þistilfirði.

įį Ragnheiður Þorsteinsdóttir átti Odd Oddsson. Þ. b.: Ragnhildur‚ Þorsteinn, Hjalti‚ Gunnlaugur, Benedikt, Jón‚ Valgerður, María‚ Guðrún.

2873

g Guðrún Eiríksdóttir frá Ásmundarstöðum (2712) giftist ekki‚ en bjó alla stund á eignarjörð sinni Oddsstöðum á Sléttu og testamenteraði Einari presti Árnasyni á Sauðanesi allt‚ sem hún átti‚ fast og laust.

2874

ee Jón Einarsson prests Nikulássonar (2554) var prestur á Skinnastöðum 1700—1737, vígður 1691 til aðstoðar föður sínum. Hann átti I Elínu 5903 Jónsdóttur prófasts í Saurbæ (d‚ 1704) Hjaltasonar. Þ. b. Jón‚ Þorbjörg, Einar; II Steinvöru 5846 Aradóttur, Jónssonar prófasts í Vatnsfirði, Arasonar sýslumanns í Ögri. Móðir Jóns prófasts var Kristín dóttir Guðbrands biskups. Þ. b. Ari‚ Elín‚ Helga‚ Guðrúnar 2, Gróa. Sr. Jón var kallaður „Greipaglennir“.

2875

aaa Jón Jónsson ókv. fórst af skipi í Buðlungahöfn í Núpasveit ásamt Ágústínusi og Einari bræðrum frá Daðastöðum,
af þýzkum ættum.

2876

bbb Þorbjörg Jónsdóttir var lengi bústýra hjá Einari presti bróður sínum‚ óg., bl.

2877

ccc Einar Jónsson varð fyrst aðstoðarprestur föður síns 1732, síðan prestur eftir hann á Skinnastöðum 1737—1784, átti Guðrúnu yngri 3715, dóttur Björns Péturssonar sýslumanns.

2878

ddd Ari Jónsson, kallaður Galdra-Ari, átti Ingibjörgu Illhugadóttur af ótætisættum. Þ. b.: Illhugi, Þorvaldur, Þórný.

2879

α Illhugi Arason átti Sigríði Stefánsdóttur. Þ. b.: Ari‚ Sigríður, Mikael (f. í Krossavík í Þistilfirði um 1790).

2880

αα Ari Illhugason kvæntist en dó bl.

2881

ββ Sigríður Illhugadóttir átti Halldór Ingimundarson á Brekku í Núpasveit. Þ. b.: Árni.

2882

ααα Árni Halldórsson b. á Sigurðarstöðum.

2883

gg Mikael Illhugason b. á Svínabökkum, átti Ingibjörgu 4690 Jónsdóttur frá Þorbrandsstöðum. Þ. b.: Guðný‚ Ingveldur, Rannveig, Magnús‚ Jón.

2884

ααα Guðný Mikaelsdóttir óg. átti launbörn, eitt við Kristjáni Magnússyni, bróður Margrétar móður Magnúsar á Bökkum‚ hét Benedikt.

2885

+ Benedikt Kristjánsson b. á Þorvaldsstöðum og Fremra Nípi‚ átti Elízabet 3743 Árnadóttur frá Rjúpnafelli. Þ. b.: Vigfús Sigurður, Ölveig Sigurlaug, Agnes Arnþrúður, Jón Árni‚ Ingveldur.

2886

βββ Ingveldur Mikaelsdóttir átti Sigfinn 8326 Pálsson á Refsmýri í Fellum.

2887

ggg Rannveig Mikaelsdóttir átti Ólaf 760 Arason‚ hálfbróður Eiríks á Klaustri, Arasonar. Þ. b.: Þórunn Am. átti Helga Jóhannesson.

2888

đđđ Magnús Mikaelsson b. á Kálffelli í Vopnafirði, Am.

εεε Jón Mikaelsson b. í Sauðaneskoti, átti Elízabetu 4878 (f. í Sauðanessókn um 1821) Magnúsdóttur. (Þessi Jón er ekki sonur Ingibjargar, heldur launsonur Mikaels, f. í Sauðanessókn um 1807, talinn 38 ára 1845 í Sauðaneskoti. En Jón hét þó sonur Mikaels og Ingibjargar).

2889

β Þorvaldur Arason dó ókv. af holdsveiki.

2890

g Þórný Aradóttir átti Eirík 2869 yngri Þorsteinsson frá Ásmundarstöðum.

2891

eee Elín Jónsdóttir átti Magnús af Langanesi og eina dóttur‚ sem lifði‚ en dó í vesöld í brunahallærinu 1784—85.

2892

fff Helga Jónsdóttir átti Magnús‚ er kallaður var Rúgán. Hann tók fram hjá henni og voru þau skilin með dómi. Þ. b.: Guðmundur og Sigríður, vinnuhjú hjá sr. Ólafi Jónssyni á Svalbarði.

2893

ggg Guðrún Jónsdóttir eldri var lengi með Steinvöru móður sinni húskona á Skinnalóni, átti svo Pétur 2699 Pétursson hanzkamakara, bl.

2894

hhh Guðrún Jónsdóttir yngri átti Jón („Heródes“) b. á Austaralandi í Öxarfirði. Þ. b.: Þorsteinn, Eiríkur, Guðný‚ Steinunn.

2895

α Þorsteinn Jónsson b. á Eldjárnsstöðum á Langanesi og var hreppstjóri, átti Sigríði Jónsdóttur.

2896

β Eiríkur Jónsson b. í Núpasveit.

2897

g Guðný Jónsdóttir átti I Stefán prófast Þorleifsson í Presthólum og var seinni kona hans‚ bl.; II Einar prest Hjaltason á Þóroddsstað, bl.

2898

đ Steinunn Jónsdóttir var lengi erlendis óg., bl.

2899

iii Gróa Jónsdóttir óg. var lengi bústýra hjá sr. Sigurði Eiríkssyni á Skeggjastöðum, en dó hjá sr. Eiríki Rafnkelssyni á Hofi í Álftafirði.

2900

b Þorbjörg Nikulásdóttir frá Héðinshöfða (2553) var fyrri kona Guðmundar 8361 prests Ketilssonar á Eiðum og Refsstað‚ sem dó fjörgamall 1697.

2901

c Gísli Nikulásson 2553 bjó á Rangá á síðari hluta 17. aldar (bjó þar 1681), var „gildur bóndi‚ en grófheita karl“. Hann var lögréttum. Hann hefur líklega síðast búið á Finnsstöðum, því að þar býr ekkja hans 1703 Málfríður Björnsdóttir 69 ára. Eru börn þeirra hjá henni: Nikulás (28), Jón (24), Halldór (23), Helga (22) og Sigríður (20). Málfríður var dóttir Björns b. á Bakka í Öxnadal, Hákonarsonar sýslumanns í Nesi við Seltjörn, Björnssonar officialis, bróður Árna sýslumanns á Hlíðarenda, Gíslasonar. Nú er ekkert kunnugt um börn Gísla og Málfríðar, nema Nikulás.

2902

aa Nikulás Gíslason f. um 1675 bjó á Finnsstöðum. Hann fékk leyfi 4.1. 1710 til að eiga Höllu Björnsdóttur. Var þremmingur fyrra manns hennar. — Halla Björnsdóttir er á Klaustri hjá Bessa 1703, 26 ára‚ „þjenustustúlka“. Börn hans‚ sem kunnugt er um voru: Gísli‚ Þórdís 3103, Vilborg 3104, Pétur 3131, Einar 3145. Einar var þó að sögn ekki sammæðra við hin börnin‚ hét móðir hans Steinunn. Einar er fæddur um 1737. (Steinunn Þórðardóttir er á Finnsstöðum hjá Gísla 1762, 75 ára‚ líklega þessi móðir Einars‚ kölluð „gamalmenni“). Nikulás átti barn 1712 við Guðrúnu Sigurðardóttur, 1. frillulífisbrot.

2903

aaa Gísli Nikulásson f. um 1716 b. á Finnsstöðum, átti Sesselju 9840 Eiríksdóttur frá Sandbrekku Teitssonar. Þ. b.: Þórður‚ Pétur‚ Nikulás 3063, Ingibjörg, Þórdís. Margir voru drykkjumenn og svolafengnir í þeirri ætt‚ en margir duglegir.

2904

α Þórður Gíslason f. um 1764 bjó á Finnsstöðum, átti Eygerði 4442 Jónsdóttur pamfils. Þ. b.: Gísli‚ Vigdís‚ Eyjólfur, Steinunn, Árni‚ Ingibjörg, Sesselja. Launsonur Þórðar við Vilborgu Guðmundsdóttur hét Jakob (f. á Finnsstöðum um 1795). Þórður var góður bóndi‚ svolamenni, en starfsmaður hinn mesti‚ héldust þeir eiginleikar lengi i ætt hans.

2905

αα Gísli Þórðarson bjó í Mjóanesi og síðar Ásunnarstöðum í Breiðdal, átti Guðnýju Steingrímsdóttur, Bjarnasonar. Þ. einb. Eygerður.

2906

ααα Eygerður Gísladóttir átti Bjarna 2916 Eyjólfsson á Kálfshól og víðar.

2907

ββ Vigdís Þórðardóttir átti Gísla 12422 b. í Skálateigi Vilhjálmsson. Þ. einb. Ingibjörg.

2908

ααα Ingibjörg Gísladóttir átti Guðmund 3129 b. í Seldal Magnússon.

2909

gg Eyjólfur Þórðarson bjó á Hallbjarnarstöðum og Borg í Skriðdal og síðast á Skriðu í Breiðdal, harðgerður svoli‚ átti Guðrúnu eldri 4000 Bjarnadóttur frá Hofi. Þ. b. 17: Þórður‚ Bjarni‚ Hallgrímur drukknaði ungur í Grímsá‚ Jón‚ Vigfús‚ Hallgrímur, Margrét, Steinunn, Sigríður, Guðný hannyrðakona mikil óg., bl., Hermann. Laundóttir Eyjólfs hét Ingibjörg f. í Ássókn um 1817. Launson Eyjólfs við Ásdísi Sigfúsdóttur frá Ási hét Björn. (Sigfús Sigfússon nefnir og Margréti yngri konu Einars á Hamri. Þ. s. Eyjólfur eineygði).

2910

ααα Þórður Eyjólfsson b. á Ekkjufelli og Krossi í Fellum‚ átti Halldóru 1412 Einarsdóttur frá Hrafnkelsstöðum. Þ. b.: Þórður‚ Eyjólfur, Einar‚ Ólafur.

2911

+ Þórður Þórðarson átti Sigríði 10484 Guðmundsdóttur frá Krossi‚ bl.

2912

+ Eyjólfur Þórðarson b. á Krossi‚ átti Ingibjörgu 2827 Bjarnadóttur frá Sandvíkurseli.

2913

+ Einar Þórðarson b. á Eyvindará (keypti hana), ókv., bjó lengi með Guðnýju 8331 Jónsdóttur frá Refsmýri. Þau áttu eina dóttur: Guðnýju. Einar dó 1917.

2914

++ Guðný Einarsdóttir átti Svein 2972 b. á Eyvindará Árnason frá Finnsstöðum. Þ. b.: Björn‚ Guðný‚ Anna‚ Einhildur, Unnur. Guðný og Sveinn dóu 1923. Börnin bjuggu eftir.

2915

+ Ólafur Þórðarson b. á Urriðavatni (keypti það), átti Oddnýju Benediktsdóttur. Þ. b. lifðu ekki.

2916

βββ Bjarni Eyjólfsson bjó á Kálfshól og víðar‚ átti Eygerði 2906 Gísladóttur frá Ásunnarstöðum, bræðrungu sína. Þ. b.: Eyjólfur, Þórður‚ Guðrún‚ Ingibjörg, Sigríður, Guðný‚ Margrét.

2917

+ Eyjólfur Bjarnason bjó lítið‚ átti Solveigu 10486 Guðmundsdóttur frá Krossi. Þ. b.: Sigurrós.

2918

++ Sigurrós Eyjólfsdóttir átti barn við Jóni 10527 b. á Hrærekslæk Ármannssyni, hét Svafa; giftist svo Birni 3267 Sigurðssyni, Björnssonar í Klúku.

2919

+ Þórður Bjarnason var vinnumaður ókv., trúleiksmaður‚ dó á Kirkjubæ. Átti barn við Solveigu konu Guðjóns á Hallfreðarstöðum, sem strauk frá henni til Færeyja; hét Eyþór.

2920

+ Guðrún Bjarnadóttir átti Ingjald Jósefsson, norðlenzkan. Þ. b. lifðu ekki. Voru alltaf vinnuhjú.

2921

+ Ingibjörg Bjarnadóttir átti Guðmund 1836 Pétursson „búfót“, áttu einn son‚ sem dó um tvítugt.

2922

+ Sigríður Bjarnadóttir var vinnukona í Fljótsdal, óg.

2923

+ Guðný Bjarnadóttir óg., átti 2 börn í Skriðdal.

2924

+ Margrét Bjarnadóttir átti Sigfús 14537 Sigurgeirsson frá Galtastöðum, Jónssonar prest í Reykjahlíð og á Kirkjubæ. Þ. b. sem lifði: Jón f. 23.10. 1883. Sigfús drukknaði 1890.

2925

++ Jón Sigfússon bjó á Litlasteinsvaði, Kirkjubæ og Hallfreðarstaðahjáleigu, átti Kristínu Halldórsdóttur, Jakobssonar prests Benediktssonar. Þ. b.: Einar f. 14.2. 1909, Halldór f. 1916, Sigríður f. 1917, Sigmar f. 5.8. 1920.

2926

ggg Jón Eyjólfsson bjó á Ekru‚ átti Guðbjörgu 2328 Árnadóttur frá Ekkjufellsseli, bræðrungu sína. Þ. b.: Eyjólfur ókv., bl., Jón ókv., Am., Björn‚ Guðmundur. Nokkur dóu ung.

2927

+ Björn Jónsson b. á Hrollaugsstöðum, félítill, drukknaði í Lagarfljóti hjá Kirkjubæ, átti Gróu 1775 Eiríksdóttur frá Ketilsstöðum „austur“.

2928

+ Guðmundur Jónsson b. síðast í Krossavík (átti ⅓ og seldi 1919), átti Guðrúnu 1887 Guðmundsdóttur.

2929

đđđ Vigfús Eyjólfsson bjó á Veturhúsum, átti Guðrúnu Guðmundsdóttur (?).

2930

εεε Hallgrímur Eyjólfsson b. á Ormarsstöðum og Ketilsstöðum á Völlum‚ keypti þá‚ góður bóndi‚ fremstur þeirra bræðra. Hann ólst upp hjá Þórarni (13709) á Kolmúla og Glúmsstöðum og erfði hann‚ átti Þorbjörgu 6334 Jónsdóttur vefara. Þ. b.: Þórarinn‚ Sigurður.

2931

+ Þórarinn Hallgrímsson b. á Ketilsstöðum á Völlum‚ varð ekki gamall‚ átti Sigríði 6410 Árnabjörnsdóttur, Stefánssonar prófasts á Valþjófsstað. Þ. b.: Hallgrímur, Þorbjörg.

2932

++ Hallgrímur Þórarinsson b. á Ketilsstöðum, átti Þórdísi 8706 Guttormsdóttur frá Beinárgerði Sigurðssonar.

2933

++ Þorbjörg Þórarinsdóttir.

2934

+ Sigurður Hallgrímsson bjó á Ketilsstöðum ókv., bl., með ráðskonu, efnaður vel‚ sérlundaður.

2935

ſſſ Margrét Eyjólfsdóttir átti Björn 11462 b. á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal Ásmundsson. Þ. b.: Finnur‚ Jón Am., Björn Am., Sigurður, Erlendur, Guðrún‚ Anna.

2936

+ Finnur Björnsson bjó hér og þar‚ lítið‚ Blöndugerði, Víðastöðum og víðar‚ átti Friðriku Guðbrandsdóttur snikkara 1745. Þ. b. Guðjón Am. (átti Guðrúnu Grímsdóttur).

2937

+ Jón Björnsson átti Margréti 10513 Guðmundsdóttur, Ísleifssonar, Am.

2938

+ Sigurður Björnsson, Am.

2939

+ Erlendur Björnsson.

2940

+ Guðrún Björnsdóttir.

2941

+ Anna Björnsdóttir.

2942

zzz Steinunn Eyjólfsdóttir átti fyrst barn við Eyjólfi 11987 Marteinssyni, hét Eyjólfur, átti svo I Jón 9726 Stefánsson frá Gilsárvelli. Þ. b.: Jón‚ Anna; II Jón 10493 Jónsson. Þ. einb. Sigurður.

2943

+ Eyjólfur Eyjólfsson („illi“) var vinnumaður hér og hvar‚ átti Jónínu Ólafsdóttur, bróðurdóttur Ólafar konu Sigurgeirs á Galtastöðum Jónssonar (11561). — Þ. d. Hallgerður kona Sveinbjarnar Þ. Guðjohnsen á Húsavík. Launsonur Eyjólfs við Sigríði Jónsdóttur frá Flugustöðum hét Hallgrímur, kvæntist, en dó ungur bl.

2944

+ Jón Jónsson b. á Grunnavatni og Brú‚ átti Kristrúnu 1594 Gunnlaugsdóttur Am.

2945

+ Anna Jónsdóttir var seinni kona Jóns 2137 Benjamínssonar á Háreksstöðum.

2946

+ Sigurður Jónsson bjó lítið eða ekki‚ átti Björgu 37 Benjamínsdóttur, Torfasonar.

2947

įįį Sigríður Eyjólfsdóttir giftist í Hamarsfirði Einari 11741 Ólafssyni frá Hamri.

2948

zzz Hermann Eyjólfsson bjó hér og þar‚ átti Guðnýju 3897 Torfadóttur frá Strönd. Þ. b.: Helgi‚ Torfi‚ Guðný(?), Björg. Launbörn Hermanns við Margréti: Sigríður og Guðný. Laundóttir Hermanns við Þóru Björnsdóttur („brýluvanga“) hét Guðrún. Laundóttir hans við Þorbjörgu Pétursdóttur Bárðarsonar hét Anna‚ dó fullorðin óg., bl.

2949

+ Helgi Hermannsson b. á Langhúsum, allgóður bóndi‚ átti Sigríði Hallsdóttur úr Lóni‚ bl.

2950

+ Torfi Hermannsson b. í Glúmsstaðaseli, átti Margréti 5735 Eiríksdóttur, Hannessonar. Þ. b.: Sigvaldi, Guðný‚ Björg‚ Helga‚ Guðfinna.

2951

++ Sigvaldi Torfason var fyrst ráðsmaður á Langhúsum‚ síðan hjá Guðnýju systur sinni eftir lát Péturs á Hákonarstöðum‚ giftist þar 12.10. 1925 (40 ára) Jónínu 9582 Rustikusdóttur frá Hrollaugsstöðum.

++ Guðný Torfadóttir átti Pétur 2191 (og 7216) b. á Hákonarstöðum Kristjánsson.

++ Björg Torfadóttir var seinni kona Hallgríms 6343 Jónssonar á Víðivöllum, systkinabarns síns.

++ Guðfinna Torfadóttir átti Þorfinn Þórðarson frá Gauksstöðum.

2952

+ Guðný Hermannsdóttir óg. átti barn við Jóni 6335 b. á Víðivöllum Einarssyni í elli hans‚ hét Hallgrímur; átti svo Jón Jónsson, bjuggu ekki‚ voru í Fljótsdal, bl.. (Guðný þessi var víst laund. Hermanns).

2953

++ Hallgrímur Jónsson bjó á Víðivöllum ytri‚ sjá 6343.

2954

+ Björg Hermannsdóttir átti Eirík 12693 frá Hleinargarði Einarsson. Þ. b.: Bergsveinn, Halldóra, Jón. Björg dó 1925.

++ Halldóra Eiríksdóttir var seinni kona Lárusar Sigurðssonar á Hnitbjörgum og Hreimsstöðum.

++ Jón Eiríksson b. á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá, átti Vilborgu dóttur Þorsteins Stefánssonar á Heyskálum.

2955

+ Sigríður Hermannsdóttir óg. átti barn við Einari‚ hét Margrét.

2956

++ Margrét Einarsdóttir.

2957

+ Guðrún Hermannsdóttir átti Jónatan b. á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, bl.

2958

<{<{ Ingibjörg Eyjólfsdóttir átti Runólf 9983 b. á Þernunesi Einarsson. Þ. b. 1845: Guðrún Björg (6), Ingunn (4), Þórður (3), Guðný (1), Halldór, Björgúlfur.

2959

+ Guðrún Björg Runólfsdóttir átti Jón 8329 Jónsson frá Refsmýri.

2960

+ Ingunn Runólfsdóttir.

2961

+ Þórður Runólfsson.

2962

+ Guðný Runólfsdóttir átti Jón í Eskifirði Guðmundsson.

2963

+ Halldór Runólfsson þbm.í Fáskrúðsfirði.

+ Björgólfur Runólfsson b. á Þernunesi, átti Guðrúnu 6972 Tómasdóttur frá Breiðavíkurstekk.

2964

hhh Björn Eyjólfsson b. í Skriðu í Breiðdal, þótti vænn maður‚ átti Rannveigu 5862 Sigurðardóttur frá Fagradal. Þ. b.: Sigbjörn, Árni‚ dóu ungir‚ Daníel Þórður Am. Laundóttir Björns við Guðrúnu 3579 Jónsdóttur frá Jórvík í Breiðdal, hét Jórunn.

2965

+ Jórunn Björnsdóttir átti Guðjón 2342 b. í Breiðuvík í Borgarfirði Gíslason.

2966

đđ Steinunn Þórðardóttir frá Finnsstöðum átti Stefán 9703 hreppstjóra á Gilsárvelli Ólafsson. Hún var merkiskona, ágæt yfirsetukona og læknir‚ dó 23.7. 1854, hálfsjötug.

2967

εε Árni Þórðarson b. á Ekkjufellsseli, átti Guðbjörgu 2327 Sigmundsdóttur frá Geitdal.

2968

ſſ Ingibjörg Þórðardóttir átti Jón 13670 b. á Finnsstöðum Einarsson. Þ. b.: Einar‚ Árni‚ Eygerður, Margrét, Steinunn, Guðrún‚ Þóranna. Systurnar dóu allar uppkomnar, nema Guðrún‚ óg. bl., efnilegar stúlkur.

2969

ααα Einar Jónsson b. á Miðhúsum, varð skammlífur, átti Guðnýju 2329 Árnadóttur frá Ekkjufellsseli.

2970

βββ Árni Jónsson b. á Finnsstöðum, góður bóndi‚ átti Sigurveigu 3231 Guttormsdóttur b. á Finnsstöðum Jónssonar. Þ. b.: Jón‚ Sveinn‚ Guttormur, Þórður‚ Björn‚ Sigurveig, Ingibjörg, Steinunn, Anna. Þótti nokkuð einrænt fólk.

2971

+ Jón Árnason b. á Finnsstöðum, átti Steinunni 979 Hinriksdóttur frá Hafursá.

2972

+ Sveinn Árnason b. á Eyvindará, átti Guðnýju 2914 Einarsdóttur, Þórðarsonar.

2973

+ Guttormur Árnason b. í Finnsstaðaseli, átti Sigríði Sigurðardóttur b. á Hólalandi, Árnasonar. Guttormur varð eigi gamall. Þ. b.: Sigurveig, Vigfús‚ Sigurður.

2974

++ Sigurveig Guttormsdóttir, var við síma á Seyðisfirði.

2975

+ Þórður Árnason b. í Finnsstaðaseli, átti Guðbjörgu 13163 dóttur Þorsteins á Þrándarstöðum. Þ. b.: Sofía kona Sigurðar Guðjónssonar í Fögruhlíð 1702.

2976

+ Björn Árnason dó um 18 ára‚ efnilegur og vænn maður.

2977

+ Sigurveig Árnadóttir var 2. kona Friðriks 977 Hinrikssonar í Fossgerði.

2978

+ Ingibjörg Árnadóttir átti Björn 5331 Jónsson b. á Hofi í Fellum.

2979

+ Steinunn Árnadóttir átti Gunnar 5332 Jónsson á Hofi‚ bróður Björns.

2980

+ Anna Árnadóttir óg. bjó á Finnsstöðum með 2 fósturbörnum‚ Jóhanni Jóhannssyni og Unni.

2981

ggg Guðrún Jónsdóttir var fyrri kona Einars 980 Hinrikssonar á Miðhúsum.

2982

zz Sesselja Þórðardóttir frá Finnsstöðum var I 3. kona Hinriks 959 Hinrikssonar á Hafursá; átti svo II Jakob b. á Úlfsstöðum á Völlum Kristjánsson. Hann var fæddur í Miklagarðssókn um 1803. Þ. b.: Jóhannes og 2 Halldórar.

2983

ααα Jóhannes Jakobsson veitingasali á Eskifirði átti Guðnýju 577 Jónsdóttur b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði, Árnasonar. Jóhannes varð ekki gamall.

2984

βββ Halldór Jakobsson eldri‚ smiður og sjómaður góður‚ bjó í Hreggsgerði í Suðursveit allengi, var síðar á Seyðisfirði, átti Járngerði Magnúsdóttur frá Bragðavöllum. Þ. b.: Helgi‚ Björn‚ Jón(?).

2985

+ Helgi Halldórsson þbm. á Seyðisfirði átti Unu 2035 Árnadóttur frá Árnastöðum.

2986

+ Björn Halldórsson Am.

2987

+ Jón(?) Halldórsson.

2988

ggg Halldór Jakobsson yngri kvæntist í Öræfum ekkju‚ sem Þórunn hét Þórarinsdóttir. Þ. b. Friðrik, varð úti á Eskifjarðarheiði 1893.1) Hafði hann kvænzt‚ en konan og barn þeirra dáið.

2989

įį Jakob Þórðarson (laung.) b. í Mjóanesi, átti Emerenzíönu 367 Jónsdóttur frá Sauðhaga Eyjólfssonar. Þ. b.: Guðný‚ Guðfinna, Árni. Launson Jakobs við Valgerði 12778 Pétursdóttur, Bárðarsonar, hét Sigurður.

2990

ααα Guðný Jakobsdóttir átti I Pál 1972 Magnússon b. á Arnaldsstöðum; II Magnús 1983 Jónsson á Arnaldsstöðum og Hleinargarði, bræðrung Páls.

2991

βββ Guðfinna Jakobsdóttir átti Friðrik 6402 b. á Hóli í Fljótsdal Vigfússon, Stefánssonar.

2992

ggg Sigurður Jakobsson (laung.) b. á Eyvindará og síðan Ósi í Hjaltastaðaþinghá, átti Elínbjörgu 2380 Arnbjörnsdóttur frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal.

đđđ Árni Jakobsson átti Rósu 14315 Guðmundsdóttur, er síðar átti Jón í Bræðraborg. Þ. b.: Páll‚ Guðmundur.

+ Páll Árnason útvegsbóndi á Seyðisfirði átti Guðrúnu Erlendsdóttur frá Jarðlangsstöðum í Borgarfirði, systur Erlends skósmiðs á Vopnafirði. Þ. b.: Árni‚ Erlendur, Guðmundur, Guðlaug.

+ Guðmundur Árnason átti Guðlaugu Jónsdóttur úr Reykjavík(?). Þ. b.: Lýður.

2993

β Pétur Gíslason (2903) bjó á Víkingsstöðum 1785 (28 ára) með ráðskonu, Sigríði Þórðardóttur (67 ára). Þar er þá Vilborg dóttir Péturs (4 ára‚ dó 35 ára‚ óg., bl.). Pétur kvæntist 1787 Herdísi 4074 dóttur Eyjólfs Jónssonar hreppstjóra í Sauðhaga. Þau bjuggu á Eyjólfsstöðum. Herdís dó 1816, 53 ára. Þ. b. Gísli‚ Solveig, Nikulás, Sigríður, Guðlaug, Guðný‚ Pétur‚ Katrín.

2994

αα Gísli Pétursson b. í Hlaupandagerði, góður bóndi‚ síðast á Hreimsstöðum, átti Guðrúnu 9398 Magnúsdóttur frá Hallgeirsstöðum. Þ. b.: Pétur. Áður átti Gísli barn við Guðrúnu Jónsdóttur, systur Jóhannesar á Hrollaugsstöðum, hét Sigurborg.

2995

ααα Sigurborg Gísladóttir átti Sigfús 5333 b. í Gilsárteigshjáleigu Rafnsson. Þ. b‚: Jón‚ Gísli‚ Gunnar‚ Guðrún‚ Jakobína‚ Pétur.

2996

+ Jón Sigfússon, Am.

2997

+ Gísli Sigfússon b. á Setbergi og í Meðalnesi í Fellum‚ góð refaskytta, átti I Sigríði Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum. Þ. b. Sigurborg, Oddur‚ Sigþrúður, Sveinn; II Bergljótu Jónsdóttur 6273 Einarssonar frá Vallanesi.

2998

++ Sigurborg Gísladóttir átti Björn Jónsson 6273 Einarssonar prests í Vallanesi, Hjörleifssonar, Þ. b. (orðin 18 árið 1928) Þórir‚ Jón‚ Bergvin Gísli‚ Hjörleifur, Árni‚ Sigfús‚ Jóna Sigríður‚ Hallur‚ Guðlaugur.

2999

++ Oddur Gíslason b. á Dallandi, átti Önnu 1848 Sveinsdóttur frá Dallandi. Þ. b. Þórarinn, Sigríður, Jóna Aðalheiður. Laundóttir Odds með Helgu Benjamínsdóttur Pálssonar 8684 hét Jakobína, ólst upp í Dagverðargerði.

3000

++ Sigþrúður Gísladóttir átti Sigurð 2099 Jóhannesson í Miðhússeli.

3001

++ Sveinn Gíslason b. á Ánastöðum í Útsveit (1926) átti Guðlaugu Gunnarsdóttur 3002 bræðrungu sína.

3002

+ Gunnar Sigfússon átti Önnu Jónsdóttur 6273 Einarssonar frá Vallanesi. Þ. b.: Kristján, Einar‚ Guðlaug (3001) o.fl.

3003

+ Guðrún Sigfúsdóttir.

3004

+ Jakobína Sigfúsdóttir, Am.

3005

+ Pétur Sigfússon var á Seyðisfirði, skipasmiður.

3006

βββ Pétur Gíslason b. á Hreimsstöðum, átti Þorbjörgu 5354 Pétursdóttur frá Gröf‚ Rustikussonar, bl.

3007

ββ Solveig Pétursdóttir átti Arngrím 10117 b. á Útnyrðingsstöðum Vilhjálmsson. Þ. b. Sesselja, Guðrún‚ Benjamín, Eyjólfur‚ Jón.

3008

ααα Sesselja Arngrímsdóttir átti Jón 13309 Jónsson „halta“ b. á Jökulsá í Borgarfirði. Þ. b. María‚ Jóhann.

3009

+ María Jónsdóttir átti Guðmund 10728 frá Álftavík Jónsson. Þau bjuggu í Litluvík og víðar‚ fátæk.

3010

+ Jóhann Jónsson bjó ekki‚ var vinnumaður á Hjaltastað‚ Bót‚ Kirkjubæ og víðar‚ smár vexti‚ en röskur vel og starfssamur, átti Guðrúnu 3491 Hjörleifsdóttur Jónssonar. Þ. b. Ólína‚ Finnbogi.

3011

++ Ólína Jóhannsdóttir átti 1918 Sófonías frá Mýnesi b. á Bárðarstöðum, Stefánsson, úr Skagafirði, bróður Stefáns klénsmiðs á Akureyri. Þ. b. Aðalbjörg f. 1919. Áður átti Ólína (1910) barn við Jóni Brandssyni úr Hafnarfirði, hét Jóhann Björgvin.

3012

βββ Guðrún Arngrímsdóttir óg. var vinnukona hjá sr. Sigurði Gunnarssyni á Desjarmýri, síðar prófasti á Hallormsstað‚ átti þar barn‚ er María hét. Kennd var hún Erlendi nokkrum‚ en víst þótti‚ að hún var dóttir prests‚ og ólst hún upp hjá honum.

3013

+ María Erlendsdóttir átti Hall 3334 Sigurðsson frá Njarðvík, bjuggu ekki. Þ. b. Dagrún‚ Elízabet. Hallur dó á Fossi 1887, en María fór síðar til Reykjavíkur og dó þar.

3014

ggg Benjamín Arngrímsson bjó ekki‚ átti Sigríði, ekkju í Papey. Þ. b. Guðrún og Þorbjörg, báðar í Am.

3015

đđđ Eyjólfur Arngrímsson ólst upp í Tunghaga hjá Katrínu móðursystur sinni og bjó þar síðan alla ævi laglegu búi‚ átti Guðnýju 3034 Nikulásdóttur frá Arnkelsgerði. Þ. b. Jóhanna, Gísli‚ Stefanía.

3016

+ Jóhanna Eyjólfsdóttir varð brjáluð, dó óg. bl.

3017

+ Gísli Eyjólfsson b. í Beinárgerði.

3018

+ Stefanía Eyjólfsdóttir átti Eirík 7363 Þorkelsson Hannessonar.

3019

εεε Jón Arngrímsson bjó í Kolsstaðagerði, átti Kristínu 1897 Einarsdóttur frá Höfða‚ Skúlasonar. Þ. b. Óli‚ Salín‚ Þórarinn.

3020

+ Óli Jónsson dó um tvítugt.

3021

+ Salín Jónsdóttir átti Einar 9911 Einarsson b. á Jökulsá í Borgarfirði. Þ. b. Jón‚ Kristín Ólína‚ Stefán Ólafur‚ Einar lenti í snjóflóði í Breiðuvík 17—18 ára gamall‚ Magnea Vilhelmína, María‚ Þórhallur.

3022

+ Þórarinn Jónsson b. á Hvoli í Borgarfirði og Breiðuvík‚ átti Halldóru Eyjólfsdóttur b. á Horni í Hornafirði. Þ. b.: Guðleif, Metúsalem, Eyjólfur.

3023

gg Nikulás Pétursson b. í Arnkelsgerði, átti Steinunni 689 Hemingsdóttur frá Vattarnesi. Þ. b.: Hemingur (faðir Gunnars 13163), Ólöf‚ Sigríður, Kristín, Jóhanna, Guðný‚ Guðfinna óg. bl.

3024

ααα Ólöf Nikulásdóttir átti I Eirík 3042 b. í Arnkelsgerði Jónsson. Þ. b. Jón‚ Nikulás, Steinunn dó um 26 ára óg. bl.; II Magnús 9289 b. á Úlfsstöðum á Völlum Sigurðsson. Þ. b. Jóhann‚ Guðrún‚ Helga.

3025

+ Jón Eiríksson b. á Víðastöðum og á Völlum‚ varð geðveikur, átti Margréti 1892 Sigurðardóttur frá Grófargerði. Þ. b. Nikulás, Ólöf Am., Guðfinna, Gunnar.

++ Nikulás Jónsson b. á Gunnlaugsstöðum, átti Guðrúnu.

++ Guðfinna Jónsdóttir átti Ingimar á Akureyri Eydal.

++ Gunnar Jónsson ólst upp hjá Páli á Hallormsstað og Elizabetu, varð lögregluþjónn á Akureyri, átti Solveigu 1683 Guðmundsdóttur Kérúlf.

3026

+ Nikulás Eiríksson átti Guðlaugu 8823 Magnúsdóttur frá Jórvík í Breiðdal, bl.

3027

+ Jóhann Magnússon b. í Bakkagerði í Hlíð‚ átti Gróu 7082 Þórarinsdóttur, bl.

3028

+ Guðrún Magnúsdóttir.

3029

+ Helga Magnúsdóttir átti Kristján 13556 Siggeirsson, Friðfinnssonar.

3030

βββ Sigríður Nikulásdóttir átti Guðmund 3037 Jónsson frá Grófargerði, bjuggu góðu búi í Arnkelsgerði. Þ. b. Nikulás, Jón‚ Sigríður.

3031

ggg Kristín Nikulásdóttir átti Árna 5398 Auðunsson b. á Úlfsstöðum á Völlum. Þ. b. sem lifði: Guðrún.

3032

+ Guðrún Árnadóttir átti Þórarin 3946 Sölvason b. á Ormarsstöðum.

3033

đđđ Jóhanna Nikulásdóttir átti Þórarin Jónsson úr Fáskrúðsfirði, Am.

3034

εεε Guðný Nikulásdóttir átti Eyjólf 3015 Arngrímsson í Tunghaga.

3035

đđ Sigríður Pétursdóttir átti Jón 10118 b. í Grófargerði Eiríksson. Þ. b. Sesselja, Guðmundur, Eiríkur, Björn‚ Sigurbjörg, Anna Kristín.

3036

ααα Sesselja Jónsdóttir átti Eyjólf 5615 Jónsson timburmann. Hún dó að fyrsta barni.

3037

βββ Guðmundur Jónsson keypti Arnkelsgerði og bjó þar góðu búi‚ átti Sigríði 3030 Nikulásdóttur systkinabarn sitt. Þ. b. Nikulás, Jón‚ Sigríður. Laundóttir Guðmundar við Jóhönnu 1885 Sigurðardóttur frá Grófargerði hét Ólöf.

3038

+ Nikulás Guðmundsson b. í Arnkelsgerði, lengi oddviti‚ átti Þuríði 4632 Jónsdóttur b. á Hryggstekk og Arnhólsstöðum í Skriðdal, bl. Hann dó 1927. Hún var 1jósmóðir ágæt.

3039

+ Jón Guðmundsson var geðveikur, ókv. bl.

3040

+ Sigríður Guðmundsdóttir átti Einar 6827 b. í Flögu Eyjólfsson í Litla Sandfelli.

3041

+ Ólöf Guðmundsdóttir átti Magnús 3126 Jóhannesson á Hellisfjörubökkum. Þ. einb. Nikulás.

3042

ggg Eiríkur Jónsson b. í Arnkelsgerði, átti Ólöfu 3024 Nikulásdóttur, systkinabarn sitt.

3043

đđđ Björn Jónsson dó‚ nýkvæntur Önnu Benediktsdóttur frá Eyvindará ‚bl.

3044

εεε Sigurbjörg Jónsdóttir átti Þórarin Jónsson frá Breiðuvík í Reyðarfirði. Hann dó skömmu síðar. Þ. einb. Gunnar.

3045

εε Guðlaug Pétursdóttir átti Benedikt 366 b. á Eyvindará Jónsson frá Tunghaga. Þ. b. Björn‚ Guðni‚ Ísak‚ Eyjólfur, Guðný.

3046

ααα Björn Benediktsson b. á Uppsölum í Eiðaþinghá, átti Sigurbjörgu 3079 Gísladóttur frá Breiðavaði. Þ. b. Snjólfur, Benedikt, Guðni‚ ókv., bl.

3047

+ Snjólfur Björnsson b. á Litlasteinsvaði og Svínafelli‚ átti 1889 Þórunni 755 Friðriksdóttur. Þ. b. Sigurbjörn, Kristín, Vilborg.

3048

++ Sigurbjörn Snjólfsson átti fyrst barn við Helgu 8684 Benjamínsdóttur Pálssonar, hét Anita‚ átti svo Gunnþóru dóttur Guttorms Pálssonar á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá (8697). Bjuggu í Gilsárteigi. Þ. b. Gunnlaugur, Guttormur, Sigurður‚ Vilhjálmur, Snæþór‚ Þórhalla, Guðfinna.

++ Kristín Snjólfsdóttir átti Sölva 1080 b. í Snjóholti Sigfússon.

++ Vilborg Snjólfsdóttir var saumakona á Seyðisf., óg. bl.

3050

+ Benedikt Björnsson, bjó á Tókastöðum ókv. með Ragnheiði systur Steinunnar fósturd. Stefáns á Ánastöðum. Þ. b. Björn‚ Guðný.

3051

βββ Guðni Benediktsson.

3052

ggg Ísak Benediktsson b. á Eyvindará og Stórasteinsvaði‚ átti I Önnu 1177 Pálsdóttur Ísfeldts; II Guðrúnu 204 Bjarnadóttur frá Blöndugerði.

3053

đđđ Eyjólfur Benediktsson b. í Fossgerði í Eiðaþinghá, átti Þóru 12894 Nikulásdóttur. Þ. b.: Jón‚ Sigurður Am., Pétur Am., Benedikt, Þórunn‚ Þóra‚ Guðlaug, Guðrún Björg‚ óg. bl.

3054

+ Jón Eyjólfsson átti Guðrúnu 2443 Jónsdóttur Oddssonar á Skjögrastöðum.

+ Guðlaug Eyjólfsdóttir átti fósturson Einars Grímssonar í Hólshjáleigu; fóru í Vopnafjörð.

3055

+ Þórunn Eyjólfsdóttir var ráðskona hjá Þorsteini 5381 Árnasyni á Brekku. Áttu þau 2 börn‚ Hall og Margréti, og fór hún með þau til Am. eftir lát Þorsteins. Þar átti hún‚ eða bjó með Jóni Sigurðssyni frá Hellu í Blönduhlíð, bl.

3056

+ Þóra Eyjólfsdóttir átti Magnús 8828 Jónsson b. á Hrollaugsstöðum.

+ Benedikt Eyjólfsson var lengi vinnum. á Jökuldal, átti Jakobínu. Þ. b.: 2 dætur.

3057

εεε Guðný Benediktsdóttir.

3058

ſſ Guðný Pétursdóttir Gíslasonar átti Óla 9904 b. á Útnyrðingsstöðum Ísleifsson.

3059

zz Pétur Pétursson ætlaði að eiga Steinunni, ekkju í Gagnstöð, en dó þá ókv. bl.

3060

įį Katrín Pétursdóttir átti Pétur 368 b í Tunghaga Jónsson. Þ. b. 1845: Sigurður (8), Guðný (4), Jón (3).

3061

ααα Sigurður Pétursson b. í Tunghaga, átti Hallgerði Bjarnadóttur frá Hallbjarnarstöðum.

3062

βββ Guðný Pétursdóttir átti 2 börn við Árna 12964 Friðrikssyni, Hinrikssonar, Stefán á Ásunnarstöðum og Guðna á Randversstöðum.

3063

g Nikulás Gíslason frá Finnsstöðum (2903) bjó á Breiðavaði‚ Eyvindará og Dalhúsum, átti I Sigríði 3922 Eyjólfsdóttur systur Bjarna á Hofi. Þ. b. Gísli; II Helgu (7337) 14001 laund. Einars á Horni og Þórunnar Árnadóttur „Hornafjarðarsólar“. Þ. b. Einar. Nikulás varð úti í ofsabyl á Skírdag 1812.

3064

αα Gísli Nikulásson b. á Dalhúsum og Breiðavaði, átti Margréti 5395 Árnadóttur b. í Gilsárteigi Rustikussonar. Þ. b. Sigríður, Solveig, Nikulás, Halldóra, Árni‚ Björn‚ Lukka‚ Sigvaldi‚ Sigurbjörg. Bergur Hallsson frá Hryggstekk (4047) var lengi vinnumaður hjá Gísla á Dalhúsum og lá orð á, að Bergi og Margréti væri betur á milli en skyldi. Voru Bergi eignaðir 2 drengirnir, Árni og Björn; þóttu þeir líkjast honum allmikið, einkum Björn.1) Þegar Gísli var nærri sextugur tók hann framhjá konu sinni við Þuríði 5373 Árnadóttur frá Sævarenda, hét það barn Rósa.

3065

ααα Sigríður Gísladóttir átti Benedikt 4015 Bjarnason á Dalhúsum.

3066

βββ Solveig Gísladóttir.

3067

ggg Nikulás Gíslason b. í Teigagerði í Reyðarfirði, átti I Önnu Magnúsdóttur f. í Fáskrúðsfirði um 1824. Móðir hennar var Ólöf 693 Hemingsdóttir frá Vattarnesi. Þ. b. Gísli‚ Ólöf‚ Eyjólfur‚ Ólafur‚ Sigurður; II Sigríði 13739 Jónsdóttur frá Breiðuvíkurstekk Jónssonar. Þ. b. sjá 13739.

+ Gísli Nikulásson b. í Teigagerði, átti Marínu 3719 (5414) Sigfúsdóttur.

3068

đđđ Halldóra Gísladóttir átti barn við Þorsteini 5381 Árnasyni frá Sævarenda, hét Grímur; átti síðan Bjarna 10192 b. í Fossgerði Bjarnason, Bjarnasonar á Ekru.

3069

+ Grímur Þorsteinsson b. á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá‚ drukknaði á Seyðisfirði; átti Vilborgu 12695 Einarsdóttur frá Hleinargarði. Þ. b. Gunnar‚ Halldóra, Margrét, Jón‚ Guðrún.

3070

++ Gunnar Grímsson.

3071

++ Halldóra Grímsdóttir.

3072

++ Margrét Grímsdóttir átti Pál 2382 Sigurðsson, Jakobssonar, bjuggu í Borgarfirði.

3073

++ Jón Grímsson.

3074

++ Guðrún Grímsdóttir.

3075

εεε Árni Gíslason b. á Breiðavaði, góður bóndi‚ átti Þórunni 3156 Björnsdóttur frá Þrándarstöðum, Am.

3076

ſſſ Björn Gíslason bjó á Grímsstöðum og Hauksstöðum í Vopnafirði, rausnarbóndi, átti I Ólöfu 3982 Eyjólfsdóttur frá Hjarðarhaga Bjarnasonar; II Sigurbjörgu 8143 Jónsdóttur frá Grímsstöðum og III Aðalbjörgu 8144, systur hennar. Síðast fór Björn til Am. með síðustu konu sína og öll börn sín.

3077

zzz Lukka Gísladóttir átti Eyjólf b. á Breiðavaði og víðar Kristjánsson, bróður Jóns í Gröf‚ Am.

3078

įįį Sigvaldi Gíslason átti Guðlaugu 4465 Guðnadóttur Guðnasonar. Þau skildu og hann fór til Am.

3079

zzz Sigurbjörg Gísladóttir átti Björn 3046 b. á Uppsölum Benediktsson.

3080

°pp Rósa Gísladóttir giftist og fór svo til Am.

3081

ββ Einar Nikulásson (3063) b. á Gíslastöðum, átti Oddnýju 594 Ásmundsdóttur frá Kolsstöðum. Þ. b. Helgi‚ Baldvin, Gunnar‚ Þórunn. Oddný hafði áður átt Eyjólf 3923 Jónsson á Gíslastöðum, var seinni kona hans.

3082

ααα Helgi Einarsson.

3083

βββ Baldvin Einarsson.

3084

ggg Gunnar Einarsson.

3085

đđđ Þórunn Einarsdóttir.

3089

đ Ingibjörg Gísladóttir frá Finnsstöðum (2903) átti Svein 7031 b. á Stuðlum í Mjóafirði Sigurðsson.

3090

ε Þórdís Gísladóttir 2903 átti Guðmund 4695 b. á Hofi í Mjóafirði Guðmundsson frá Stórabakka. Þ. b.: 1816 Sesselja, Árni‚ Rósa elzt (talin dóttir Hermanns í Firði 4313).

3091

αα Sesselja Guðmundsdóttir.

3092

ββ Árni Guðmundsson, stór vexti og heljarmenni að burðum‚ en latur mjög‚ átti Ragnheiði 12364 Magnúsdóttur frá Kirkjubóli í Reyðarfirði. Þ. b. Stefán‚ Margrét drukknaði óg. bl., Sigríður, Þóra óg. bl.

3093

ααα Stefán Árnason b. í Kverkártungu á Ströndum, drukknaði í Kverká‚ átti Ingveldi 71 Sigurðardóttur frá Svínafelli.

3094

βββ Sigríður Árnadóttir átti barn við Einari 1290 í Egilsseli Guðmundssonar, hét Guðrún. Var fyrst kennd Þorsteini nokkrum, en Einar lýsti hana dóttur sína‚ er þau voru komin til Am. Hún var myndarstúlka og greind. Síðar giftist Sigríður Gísla 10892 Jónssyni frá Hólshjáleigu. Þau fóru til Am. og Guðrún.

3095

gg Rósa Guðmundsdóttir (talin dóttir Hermanns í Firði) átti Jón b. á Grund í Mjóafirði Torfasonar (sbr. 12456) og var fyrri kona hans. Jón er f. á Steinsnesi um 1787. Þ. b. Hávarður‚ Árni‚ Þorbjörg, Sesselja (ath. 4040).

3096

ααα Hávarður Jónsson átti Sigurlaugu Sveinsdóttur úr Borgarfirði. Þ. b. Sveinhildur, Helgi‚ Rósa.

3097

+ Sveinhildur Hávarðsdóttir átti Þorstein Ólafsson, sunnlenzkan.

3098

+ Helgi Hávarðsson vitavörður átti Ingibjörgu Þorvarðsdóttur úr Suðursveit, var hún talin laundóttir sr. Brands Tómassonar í Einholti. Þ. b. 10, öll mannvænleg: Vilhjálmur (á Jóhönnu Sveinsdóttur frá Seljamýri), Hermannía (kona Odds bróður Jóhönnu), Sveinlaugur (á Rebekku Kristjánsdóttur og Maríu Hjálmarsdóttur á Brekku), Vilborg (kona Finns Stefánssonar „Agnars“ í Eyjafirði), Sigurlaug, Hávarður, Jón‚ Sigurður, Guðný‚ Sveinhildur.

3099

+ Rósa Hávarðsdóttir.

3100

βββ Árni Jónsson b. á Grund í Mjóafirði, átti Guðleifu Eiríksdóttur frá Sörlastöðum. Þ. b. Árni‚ Jón‚ Þorbjörg, Sesselja. Laund. Árna hét Guðleif.

3101

ggg Þorbjörg Jónsdóttir átti Einar 4673 b. í Naustahvammi í Norðfirði Jónsson frá Odda.

3102

đđđ Sesselja Jónsdóttir.

3103

bbb Þórdís Nikulásdóttir frá Finnsstöðum (2902) átti Þórarin b. á Hofi í Mjóafirði. Þ. b. Guðmundur sterki og Eyjólfur‚ báðir barnlausir.

3104

ccc Vilborg Nikulásdóttir (2902) átti Odd b. í Skógargerði og á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá Ásmundsson. Þau búa í Skógargerði 1762, hann 26, hún 25 ára. Einn sonur er fæddur‚ ársgamall. Þ. b.: Eiríkur, Steinunn, Ingibjörg.

3105

α Eiríkur Oddsson b. á Þrándarstöðum og Breiðavaði, átti Arndísi 12787 Guðmundsdóttur frá Árnastöðum. Þ. b. Guðmundur‚ Jón‚ Oddur‚ Guðrún.

3106

αα Guðmundur Eiríksson b. í Fossgerði í Eiðaþinghá, átti Guðrúnu 12698 Jónsdóttur Eiríkssonar. Þ. b. sem lifði: Sigríður.

3107

ααα Sigríður Guðmundsdóttir var lengi vinnukona á Tjarnarlandi og síðan víðar óg. Hún átti son við Jóni 12685 Einarssyni í Hleinargarði, hét Einar.

3108

ββ Jón Eiríksson b. á Breiðavaði, átti Ingibjörgu 12697 Jónsdóttur Eiríkssonar. Þ. b. Einar.

3109

gg Oddur Eiríksson b. á Fljótsbakka, átti Þórunni 11142 Benediktsdóttur frá Rangá‚ bl.

3110

đđ Guðrún Eiríksdóttir átti Jón 9567 Rustikusson yngra á Litlabakka, var 2. kona hans.

3111

β Steinunn Oddsdóttir átti Árna 5056 b. í Ekkjufellsseli Ingimundarson. Þ. b. Oddur‚ Valgerður.

3112

αα Oddur Árnason b. á Ekkjufelli, átti Guðbjörgu 12544 Sigurðardóttur frá Hafrafelli. Þ. b. Þorbjörg, Guðmundur.

3113

ααα Þorbjörg Oddsdóttir átti Ásmund 10247 b. í Dagverðargerði Jónsson.

3114

βββ Guðmundur Oddsson b. í Kálfsnesgerði, fátækur, átti Önnu Björgu Sigurðardóttur („bróður Einars á Brú“ — sjá 1571). Þ. b.: Grímur‚ Sigurður, Elís‚ Þórunn‚ Einar‚ Björn‚ Jón‚ Guðbjörg, Anna.

3115

+ Grímur Guðmundsson b. á Stórasteinsvaði hálfu‚ átti Áslaugu Björnsdóttur (7536)Péturssonar. Þ. b.: Anna.

3116

+ Sigurður Guðmundsson átti Þóru dóttur Þórarins Ásmundssonar á Brekku 10251.

3117

+ Elís Guðmundsson bjó lítið eða ekki‚ átti Pálínu Pétursdóttur. Þ. b.: Einar‚ Björgvin, Þórir.

3118

+ Þórunn Guðmundsdóttir.

3119

+ Einar Guðmundsson b. á Hrjót‚ átti Kristbjörgu 232 Kristjánsdóttur „„Vopna“.

3120

+ Björn Guðmundsson b. á Ytra Nípi‚ keypti svo Skjaldþingstaði og bjó þar‚ átti 1914 Elizabetu 10626 f. 24.7. 1891 Grímsdóttur frá Hvammsgerði. Björn drukknaði í Jökulsá hjá Galtastöðum í febrúar 1922, en hún dó í sjúkrahúsi í Reykjavík 29.3. 1925.

3121

+ Jón Guðmundsson átti Katrínu Jónsdóttur Einarssonar prests í Vallanesi Hjörleifssonar.

3122

+ Guðbjörg Guðmundsdóttir dó óg., bl.

3123

+ Anna Guðmundsdóttir.

3124

ββ Valgerður Árnadóttir átti Magnús 13054 b. á Kleppjárnsstöðum Bjarnason. Þ. b.: Jóhannes, Þóranna, Vilborg og fleiri‚ sem dóu óg., bl.

3125

ααα Jóhannes Magnússon óg., vinnum., átti launbörn. Eitt er talið hann ætti við Margréti Magnúsdóttur, er hét Magnús (sbr. 11935), en víst þótti það‚ að hann væri sonur Páls (7623) Erlendssonar í Blöndugerði, enda var hann mjög líkur honum. Þau börn‚ sem Jóhannes átti‚ dóu‚ nema Jóhanna.

3126

+ Magnús Jóhannesson b. á Hellisfjörubökkum, átti Ólöfu 3041 Guðmundsdóttur.

+ Jóhanna Jóhannesdóttir átti Stefán 7771 Valdimarsson í Vatnsdalsgerði.

3127

βββ Þóranna Magnúsdóttir átti Stefán 12338 Þórarinsson frá Víðastöðum. Hann fór til Am.

ggg Vilborg Magnúsdóttir átti Jósef Jósefsson b. á Skjaldþingsstöðum og Rauðhólum, bl.Ólu upp Aðalbjörgu á Rauðhólum o. fl.

3128

g Ingibjörg Oddsdóttir óg., átti barn við Magnúsi á Hryggstekk Magnússyni‚ hét Guðmundur.

3129

αα Guðmundur Magnússon b. í Seldal í Norðfirði, átti I Ingibjörgu Gísladóttur frá Skálateigi. Þ. b.: Þórður‚ Ingveldur; II Guðnýju 4678 Einarsdóttur frá Skálateigi.

3130

ααα Þórður Guðmundsson „skraddari“ átti barn við Jóhönnu 6998 dóttur Þorsteins í Mjóanesi, hét Árni‚ fór til Am.

3131

ddd Pétur Nikulásson frá Finnsstöðum (2902) bjó á Breiðavaði, átti I Guðbjörgu Bjarnadóttur. Þau talin 1762 31 og 41 árs. Þ. b.: Þorleifur 5 ára 1762: II Snjófríði 4284 Jónsdóttur pamfíls. Þ. b.: Þorbjörg óg., bl., Guðný.

3132

α Guðný Pétursdóttir átti 1798 Bjarna Einarsson, er síðast bjó í Brúnavík. Ókunn er ætt hans (mætti athuga 12586). Hann dó 1811, talinn 70 ára. Þ. b.: Jón‚ Árni‚ Pétur ókv., bl., Bjarni ókv., bl. Laundóttir Bjarna hét Guðrún og launsonur Einar. Bjarni var frændi Galdra-Þorleifs á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði.

3133

αα Jón Bjarnason f. í Klyppstaðasókn um 1799 b. í Breiðuvík í Borgarfirði, átti Þórunni 13263 dóttur Latínu-Magnúsar. Þ. b.: Árni‚ Magnús‚ Vilborg, Guðrún‚ Jón‚ Einar‚ Þóranna óg., bl., Hermann, Margrét.

3134

ααα Árni Jónsson „sannleikur“ fór í Vopnafjörð, átti Kristíönu, fór til Am.

3135

βββ Magnús Jónsson b. á Hvoli‚ átti Guðnýju 10666 Sveinsdóttur Snjólfssonar. Þ. einb. Ólafur.

3136

+ Ólafur Magnússon var í vinnumennsku, átti Steinunni Þorláksdóttur frá Hólshjáleigu. Þ. einb. Björn.

3137

ggg Vilborg Jónsdóttir var seinni kona Eyjólfs 3393 Magnússonar á Ósi. Þ. einb. Gunnsteinn. Þau fóru til Am.

3138

đđđ Guðrún Jónsdóttir var fyrri kona Jóns 2137 Benjamínssonar á Háreksstöðum.

3139

εεε Jón Jónsson átti Jóhönnu 8010 Jónsdóttur Þorsteinssonar. Fóru til Am.

3140

ſſſ Einar Jónsson b. á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá um tíma‚ fór svo í vinnumennsku, fluttist upp á Fjöll‚ átti Rannveigu 3396 Jónsdóttur Magnússonar. Þ. b.: Þorbjörg og Magnús. Þau fóru síðast öll til Ísafjarðar.

3141

zzz Hermann Jónsson b. á Nesi í Borgarfirði, dó af blóðeitrun‚ átti Katrínu 3564 Hallgrímsdóttur. Þ. b.: Guðrún‚ Jón drukknaði ókv., bl., Hallfríður.

3142

+ Guðrún Hermannsdóttir átti I Sæbjörn Jónsson Hallssonar. Þ. einb. Eiríkur Am.; II Hildibrand Gunnlaugsson úr Hafnarfirði. Þau lentu þar á sveit‚ en Hildibrandur drukknaði síðar hjá Húsavík.

3143

+ Hallfríður Hermannsdóttir.

3144

įįį Margrét Jónsdóttir átti Sigtrygg b. á Grundarhóli á Fjöllum Benediktsson. Þ. b.: Jón Þór og stúlka‚ sem dó um tvítugt úr tæringu.

+ Jón Þór Sigtryggsson lærði lögfræði, var bæjarstjóri á Seyðisfirði í nokkur ár.

3145

ββ Árni Bjarnason b. á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá‚ átti Guðrúnu 10516 Ísleifsdóttur frá Rauðholti.

3146

gg Guðrún Bjarnadóttir (ekki Guðnýjar) átti barn við Kjartani 3508 á Dallandi Ólafssyni og annað við Árna á Brennistöðum‚ er Anna hét‚ fór svo í Vopnafjörð og giftist þar Ólafi einhverjum. Allt óljóst um hana.

3147

đđ Einar Bjarnason (ekki Guðnýjar) b. í Brúnavík, átti Hildi 1519 Guðmundsdóttur frá Hofströnd.

3148

eee Einar Nikulásson frá Finnsstöðum (2902) f. um 1734 bjó á Ásgeirsstöðum, átti I Guðnýju 310 Jónsdóttur systur sr. Jens Jónssonar í Mjóafirði. Þ. b. Margrét og Guðlaug óg. bl.

Einar hafði ráðskonu á síðustu árum Guðnýjar, Halldóru 4285, dóttur Jóns pamfíls, er þá var ekkja. Hún átti þar barn 1788, er Sigríður hét og var dóttir Einars‚ þótt kölluð væri Guðmundsdóttir. Þótti þar enginn efi á. Guðný dó 1788—89. Síðar átti Einar II 1791 Ragnheiði 9227 Björnsdóttur frá Böðvarsdal. Þ. b. Bjarni‚ Nikulás, Guðný. Ragnheiður lifir í Fjarðarseli 1845, 92 ára. — Einar bjó í Mýnesi 1762 28 ára talinn‚ Guðný k. hans Jónsdóttir talin 40 ára. En 1786 eru þau í sálnaregistri talin 49 og 72 ára. Fyrri aldurinn er efalaust réttari og ætti því að vera 1786 52 og 64 ár‚ enda kemur þá aldur dætra þeirra betur heim við aldur Guðnýjar. Guðný ætti þá að vera fædd um 1722, en sr. Jens Jónsson í Mjóafirði er fæddur um 1714.

3149

α Margrét Einarsdóttir átti Jón 10053 b. Björnsson í Snjóholti. Þ. b. Guðlaug, Ögmundur, Þórunn‚ Björn‚ Einar ókv. bl., Margrét aumingi.

3150

αα Guðlaug Jónsdóttir.

3151

ββ Ögmundur Jónsson.

3152

gg Þórunn Jónsdóttir átti Bessa 11149 b. á Giljum Bessas.

3153

đđ Björn Jónsson b. á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, átti Katrínu 11293 Eiríksdóttur frá Gilsárteigi, myndarkonu. Þ. b. Guðrún‚ Jóhanna, Þórunn‚ Katrín‚ Guðfinna, Jón‚ Sigurbjörg, Margrét, Sofía.

3154

ααα Guðrún Björnsdóttir átti Ásmund 3430 b. á Klyppstað Sæbjörnsson.

3155

βββ Jóhanna Björnsdóttir átti Björn 9008 Hallason b. í Húsey.

3156

ggg Þórunn Björnsdóttir átti Árna 3075 b. á Breiðavaði Gíslason.

3157

đđđ Katrín Björnsdóttir átti I Bjarna 4023 Björnsson frá Hofi. Þ. b.: Björn‚ Jón; II Jón 11303 Jónsson frá Geirastöðum Benjamínsson, Am.

3158

εεε Guðfinna Björnsdóttir átti I Björn 4022 b. á Hofi Bjarnason, var seinni kona hans; II Jón 5330 Rafnsson b. á Hofi.

3159

ſſſ Jón Björnsson b. á Þrándarstöðum, átti Margréti 4016 Benediktsdóttur frá Dalhúsum.

3160

zzz Sigurbjörg Björnsdóttir átti Svein 1751 Þorsteinsson á Egilsstöðum í Fljótsdal.

3161

įįį Margrét Björnsdóttir átti Magnús 7672 Jónsson frá Geirastöðum Sigfússon. Þ. b. Sigfús‚ Am.

3162

zzz Sofía Björnsdóttir átti Ólaf 4576 Magnússon frá Ketilsstöðum Grímssonar. Þ. b. Guðríður, Am.

3163

β Sigríður Einarsdóttir átti I Bjarna 9617 Jónsson frá Meðalnesi. Þ. b. Einar; II Eirík 4566 Sölvason í Hvammi á Völlum. Þ. einb. Halldóra.

3164

αα Einar Bjarnason b. í Hamborg, átti I Margréti 1985 Pálsdóttur Þorsteinssonar á Melum; II Þórunni 1196 Einarsdóttur frá Stórasteinsvaði.

3165

ββ Halldóra Eiríksdóttir átti Einar 12684 b. í Hleinargarði Jónsson.

3166

g Bjarni Einarsson b. á Ásgeirsstöðum, góður bóndi‚ en harðgerður svoli‚ átti I Hólmfríði 1347 Finnsdóttur frá Skeggjastöðum. Þau skildu. Þ. b. lifðu ekki; II Guðríði 11304 Eiríksd. frá Gilsárteigi Magnússonar. Þ. b.: Eiríkur, Ásgeir dó ungur‚ Ragnheiður‚ Einar Magnús dó ungur‚ Guðný‚ Friðbjörg, Sigbjörn. Launsonur Bjarna við Sigríði 11292 Eiríksdóttur mágkonu sinni‚ hét Björn.

3167

αα Eiríkur Bjarnason („járnhryggur“) átti I Guðbjörgu 3757 Jónsdóttur Guttormssonar bl.; II Sesselju 5519 Jónsdóttur frá Papey. Þ. b. Rósa‚ Þuríður.

3168

ααα Rósa Eiríksdóttir Am. Launsonur Rósu við Jóni Þorgrímssyni úr Þingeyjarsýslu (eða öllu heldur við Karli Grönvold) var Einar‚ ólst upp hjá Gísla í Firði‚ var við verzlun á Seyðisfirði o. fl., dó 1928, átti Stefaníu.

3169

βββ Þuríður Eiríksdóttir óg., bl. á Seyðisfirði.

3170

ββ Ragnheiður Bjarnadóttir átti I Þorfinn Sigfússon frá Hofteigi. Þ. b. 2 dóu ung og hann eftir stutt hjónaband; II Gest 5874 Sigurðsson beyki á Seyðisfirði. Þ. b. Aðalbjörg dó ung‚ Aðalheiður óg. bl. Ragnheiður varð gömul.

3171

gg Einar M. Bjarnason dó ungur.

3172

đđ Guðný Bjarnadóttir átti Jón 4154 Sigurðsson frá Firði í Seyðisfirði.

3173

εε Friðbjörg Bjarnadóttir.

3174

ƒƒ Sigbjörn Bjarnason átti I Guðrúnu 10649 Sveinsdóttur frá Nesi; II Margréti 10651 systur hennar; Þ. b. Ragnheiður og Guðríður, fóru báðar til Kaupmannahafnar.

3175

įį Björn Bjarnason bjó lítið (í Eiðaþinghá eitthvað) átti Rósu?

3176

đ Nikulás Einarsson b. á Fljótsbakka, átti Margréti 13669 Einarsdóttur frá Hjartarstöðum.

3177

ε Guðný Einarsdóttir átti Tómas 4170 b. í Fjarðarseli Sveinsson.

3178

C Hallgrímur Einarsson Nikulássonar (2522) átti Solveigu Guðmundsdóttur (bróður Þorsteins prófasts í Múla) Illhugasonar. (Sýslum.ævir I, 35). Þ. b. Þorgrímur, Steinvör, Kristín,Sesselja (segir Jón á Skjöldólfsstöðum). Espólín og Jón Pétursson telja enn Margréti konu Þorgríms lögréttumanns í Krossavík Guðmundssonar. Jón Gunnlaugsson á Skjöldólfsstöðum nefnir hana ekki. Er þó undarlegt, að hann skyldi gleyma henni‚ þar sem Þorgrímur býr í Krossavík samtíma Jóni á Skjöldólfsstöðum. Bogi nefnir börn Hallgríms: Þorgrím, Sigríði og Steinvöru. Eflaust telur Jón börnin réttast og er líklegt, að kona Þorgríms í Krossavík hafi annaðhvort verið Kristín, eða Sesselja, líklega helzt Sesselja, því að Sigurður, sonur Þorgríms, lætur heita Sesselju.

3179

a Þorgrímur Hallgrímsson.

3180

b Steinvör Hallgrímsdóttir.

3181

c Kristín Hallgrímsdóttir.

3182

d Sesselja Hallgrímsdóttir (Espólín nefnir hana Margréti) átti Þorgrím lögréttumann í Krossavík, son Guðmundar á Stóru-Laugum (sbr. 2552) Jónssonar lögsagnara s. st. Illhugasonar prests í Múla Guðmundssonar. (Sýslum.ævir I. 75, Ath.
9138). Þorgrímur er orðinn mikilhæfur bóndi eystra 1649. Þá er hann kosinn af bændum sem „lögskilabóndi“ með Eiríki Árnasyni á Hallfreðarstöðum til að hylla Friðrik III. Danakonung á alþingi fyrir Múlaþing, ásamt lögréttumönnunum Einari digra í Njarðvík og Tómasi Finnssyni á Birnufelli. Þorgrímur bjó í Krossavík 1681, en er dáinn fyrir 1703. Sonur Þorgríms og Sesselju (Margrétar) hét Sigurður. Vera má‚ að sonur hans hafi einnig verið Högni Þorgrímsson, sem býr í Strandhöfn 1681, faðir Magnúsar‚ er þar bjó 1703. Þorgrímsnafnið er fátítt þar um slóðir þá‚ en það er þó aðeins mjög lausleg getgáta mín. Högni hefur verið á líkum aldri og Sigurður, sem býr í Syðrivík 1681.

3183

aa Sigurður Þorgrímsson bjó í Syðrivík (1681), lifir á Urriðavatni 1703, 68 ára‚ átti Guðrúnu 930 Vigfúsdóttur prófasts á Hofi Árnasonar.

3184

bb Högni Þorgrímsson (getgáta mín aðeins‚ að hann sé sonur Þorgríms í Krossavík) bjó í Strandhöfn 1681, átti Steinvöru (2552) Jónsdóttur. Þ. b. Magnús‚ Indriði. — Steinvör er í Strandhöfn 1703, 66 ára‚ og er því fædd um 1637. Hún mun vera dóttir Jóns lögréttumanns í Hafrafellstungu 2523 Einarssonar Nikulássonar. — Högni Þorgrímsson færir Brynjólfi biskupi bréf suður 15.11. 1659 og aftur að Hestgerði í Hornafirði 1663. Hann skrifar sem vottur á bréf í Skriðdal 1660, en á Ásbrandsstöðum 1669. Séra Stefán Ólafsson yrkir kvæði til hans (sést eigi ártal) og biður hann færa sér áríðandi bók og þófa frá „Láfa á Hafralæk“ (í Aðaldal).

3185

aaa Magnús Högnason bjó í Strandhöfn (1703 30 ára), átti Lísibet 6869 Willemsd. (Vilhjálmsd.) frá Hámundarstöðum. (Hún er 38 ára 1703). Þ. b. 1703: Jón‚ 7 vikna þá‚ laugardag fyrir páska.

3186

α Jón Magnússon f. 1703 b. á Hámundarstöðum (1734) og síðar á Áslaugarstöðum 1751, þar felldi hann fé sitt í fellinum mikla 1751, fór svo aftur að Hámundarstöðum, lifir þar 1756. (Jón bjó á Felli í Vopnafirði 1768, gefur þar vottorð 28.3. 1768 um að hann hafi heyrt‚ að Refstaðakirkja hafi átt ½ hvalreka fyrir Ljósalandi, og bærinn fyrst staðið niður við sjó og heitið Sellátrar, en sjór brotið þar af landi og bærinn þá verið fluttur þangað sem hann er nú. Hann kveðst fæddur í Strandhöfn, en alizt upp á Hámundarstöðum og búið þar í 22 ár og verið lengi hreppstjóri í Vopnafirði. Hann er dáinn fyrir 18.8. 1774. Þá votta þingmenn á Ásbrandsstöðum, að hann hafi verið „ráðvandur dánumaður til orðs og æðis“). (Ef það væri rétt tilgáta, að Steinvör, móðir Magnúsar, hefði verið dóttir Guðlaugar Ólafsdóttur frá Sauðanesi‚ þá hefði Magnús í Strandhöfn (30 ára 1703) og sr. Magnús Ketilsson (28 ára 1703) sonur sr. Ketils á Svalbarði Eiríkssonar, Ketilssonar Ólafssonar prests á Sauðanesi, verið að 3. og 4. Er þá ekki ólíklegt, að þegar sr. Magnús dó í Bólunni 1709, hafi Magnús í Strandhöfn, sem líklega hefur verið góður bóndi‚ tekið Margréti dóttur hans og Jón sonur hans og hún kynnzt þannig‚ hefðu þau þá verið að 4. og 5. — Hafi Högni verið sonur Þorgríms Guðmundssonar í Krossavík og Sesselju Hallgrímsdóttur Einarssonar (2522) Nikulássonar og Steinvör verið dóttir Jóns Einarssonar (2523), bróður Hallgríms, hefðu þau Steinvör og Högni verið að 2. og 3. og hefðu þurft giftingarleyfi. — Ef Steinvör móðir Magnúsar Högnasonar væri dóttir Jóns Einarssonar í Hafrafellstungu (2523) hefði hún og Kristrún kona sr. Ketils á Svalbarði verið að 2. og 3. og Jón á Hámundarstöðum Magnússon Högnasonar og Margrét Magnúsdóttir Ketilssonar verið að 4. og 5.) — Jón Magnússon átti Margréti 8005 Magnúsdóttur prests á Desjarmýri Ketilssonar. Hún var jafngömul Jóni‚ litlu eldri‚ talin eins árs 1703.

3187

bbb Indriði Högnason bjó í Purkugerði, hefur víst dáið 1703. Synir hans Jónar 2 (10 og 5 ára) eru í Strandhöfn 1703 og Kolbeinn (3½ árs) í Skálanesi eystra. En ekkert er kunnugt um þá meira.

3188

D Sigríður Einarsdóttir Nikulássonar (2522) átti Jón prest Runólfsson, er fyrst var prestur á Skeggjastöðum, síðan á Svalbarði 1626 og síðast á Munkaþverá 1654 til þess er hann sagði af sér 1669. Hann var prófastur í Eyjafirði, dó 1682 102 ára gamall. Þ. b. Þorsteinn, Runólfur, Steinvör.

3189

a Þorsteinn Jónsson vígður aðstoðarprestur til föður síns 1646 og fékk Svalbarð eftir hann um 1650, fluttist að Eiðum 1671. Keypti Eiða af sr. Vigfúsi Árnasyni á Hofi 1669 (nema ein 4 hndr‚), en seldi þá aftur 1681 Marteini sýslumanni og fékk upp í þá Gilsárteig og bjó þar síðan og dó suður í Breiðdal, seint í sept. 1699. Hann var 19 vetra settur heyrari á Hólum árið 1639, svo skólahaldari nokkur ár hjá Magnúsi lögmanni á Munkaþverá, kenndi þar piltum (Sýslum.ævir I, 56). í prestatali sr. Sveins er að sjá sem hann hafi haldið Eiðum til dauðadags 1699 (það er rétt). Sr. Sveinn telur hann þá 79 ára. Hann átti Guðrúnu dóttur sr. Magnúsar Jónssonar á Mælifelli og Ingunnar Skúladóttur, systur Þorláks biskups. Þ. b. Kristrún.

3190

aa Kristrún Þorsteinsdóttir átti Ketil 8003 prest Eiríksson á Svalbarði. Hann dó 1691, en hún býr ekkja í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá 1703, 53 ára.

3191

b Runólfur Jónsson var rektor á Hólum‚ svo utanlands, hálærður, dó þar í pestinni 1654 (Sýslum.ævir I, 56).

3192

c Steinvör Jónsdóttir (sumir Steinunn) átti Þorstein prest á Völlum Illhugason Hólaráðsmann, Jónsson, Illhugasonar prests í Múla Guðmundssonar. Þ. b. Kristrún, Gróa‚ Jón‚ Sigríður.

3193

aa Kristrún Þorsteinsdóttir átti Ara frá Sökku Jónsson. Dóttir þeirra var Hólmfríður móðir (launfengin) Guðrúnar Ásgrímsdóttur, móður Gottskálks, föður ALBERTS THORVALDSENS myndhöggvara.

3194

E Kristín Einarsdóttir Nikulássonar (2522) var seinni kona Gríms Jónssonar á Lundi í Fnjóskadal og Veisu.

3195

F Guðrún Einarsdóttir átti Jón Jónsson, bróður Gríms. Þ. b. Þórdís.

3196

G Guðlaug Einarsdóttir (eða Þorlaug) átti Þórð sýslumann Hinriksson í Þverárþingi, bl.

3197

B Ólöf Nikulásdóttir frá Hafrafellstungu (2521) átti I Eirík í Eyvindarmúla, son Eyjólfs í Dal Einarssonar Eyjólfssonar lögmanns Einarssonar og Helgu Jónsdóttur biskups Arasonar. Eiríkur bjó í Eyvindarmúla fyrstur sinna ættmenna og dó þar um 1600. Bjuggu þeir langfeðgar þar síðan hver eftir annan til 1783, og ættin hefur haldizt þar við fram á þennan dag‚ nokkuð á 4. öld. Þ. b. Magnús‚ Eyjólfur 3207, Ingibjörg 3452: II Jón‚ góðan bónda í Skál á Síðu‚ er kallaður var Gróuson Þ. b. Eiríkur.

3198

A Magnús Eiríksson b. á Kirkjubæ og Höfðabrekku, átti Kristínu Árnadóttur prófasts í Holti‚ Gíslasonar biskups Jónssonar og Hólmfríðar Árnadóttur sýslumanns á Hlíðarenda Gíslasonar. Einn þeirra sonur var Ísleifur.

3199

a Ísleifur Magnússon b. á Höfðabrekku, tvíkvæntur. Síðari kona hans var Helga Erlendsdóttir Þorvarðssonar á Suðurreykjum, Þórólfssonar Eyjólfssonar á Hjalla‚ Jónssonar. Ein dóttir þeirra var Guðrún.

3200

aa Guðrún Ísleifsdóttir seinni kona Guðmundar lögréttumanns á Innra-Kálfafelli Þórðarsonar prests á Kálfafelli‚ d.
1660, Guðmundssonar prests Guðmundssonar í Norðtungu, Guðmundssonar, lögréttumanns Hallssonar. (Snóksd. bls. 313). Þ. b.: Þórður‚ Jón‚ Ísleifur, Guðný. Guðrún býr ekkja á Kálfafelli 1703, 58 ára. Þar eru þá synir hennar Þórður 23 ára „hefur lært í skóla“, Jón 22 og Ísleifur 17, en Guðný er þá eigi þar‚ er gift sr. Jakobi Bjarnasyni á Kálfafellsstað og er 25 ára.

3201

aaa Þórður Guðmundsson var prestur á Sandfelli 4 ár‚ dó 1707, átti Sigríði Björnsdóttur frá Múla í Álftafirði og á Geithellum Magnússonar. Þ. b.: Jón.

3202

α Jón Þórðarson var prestur í 44 ár‚ síðast á Reynivöllum, dó 1789, 82 ára‚ átti Sesselju Guðmundsdóttur frá Stórulág, systur sr. Þorvarðs á Klyppstað. Hún dó nærri tíræð um 1800. Þ. afkvæmi syðra. Fyrst hafði sr. Jón alizt upp á Geithellum hjá Guðrúnu Hjörleifsdóttur ömmu sinni og átti þá barn við Helgu Ketilsdóttur Ólafssonar, hét Jón.

3203

αα Jón Jónsson.

3204

bbb Jón Guðmundsson.

3205

ccc Ísleifur Guðmundsson.

3206

ddd Guðný Guðmundsdóttir átti Jakob 6724 prest á Kálfafellsstað Bjarnason prests í Þingmúla Gissurarsonar.

3207

B Eyjólfur Eiríksson b. í Eyvindarmúla, átti Þórdísi dóttur Eyjólfs sýslumanns á Reyðarvatni Halldórssonar og Solveigar Árnadóttur sýslumanns á Hlíðarenda Gíslasonar. Þ. b : Jón‚ Solveig 3451 og Sigríður (ókunn).

3208

a Jón Eyjólfsson b. í Eyvindarmúla, átti Bergljótu Guðmundsdóttur. Þ. b.: Guðmundar 2 og Þórdís. Hér verður aðeins talið frá Guðmundi eldra.

3209

aa Guðmundur Jónsson eldri bjó í Eyvindarmúla, átti Guðríði Magnúsdóttur sýslumanns í Skaftafellssýslu ( í Árbæ) Þorsteinssonar sýslumanns í Þykkvabæ Magnússonar og síðari konu Magnúsar Guðrúnar Jónsdóttur prests á Breiðabólsstað Sigurðssonar. Þ. b.: Eyjólfur, Bergljót 3449, Þórdís 3450.

3210

aaa Eyjólfur Guðmundsson bjó í Eyvindarmúla, lögréttumaður, kallaður („spaki“). Hann átti Hildi dóttur Þorsteins prests í Holti undir Eyjafjöllum Oddssonar. Þ. b.: Sigurður, Oddur‚ Margrét, Gróa‚ Kristín, Guðríður. — Eyjólfur dó 24.11. 1783 hálftíræður. (Hann hefur líka verið nefndur Eyjólfur Mókollur hinn yngsti meðal afkomenda sinna eystra).

3211

α Sigurður Eyjólfsson bjó á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð og síðar á Þykkvabæjarklaustri (svo segir Hannes Þorsteinsson), átti Bóelu 9976 dóttur Jens Wíum sýslumanns. Jón Sigurðsson í Njarðvík, dóttursonarsonur Sigurðar þessa‚ segir‚ að hann hafi fyrst verið umboðsmaður Kirkjubæjarklausturs (á líklega að vera Þykkvabæjarklausturs), en búið síðast á Surtsstöðum og drukknað í Lagarfljóti. Mun það réttara. Síðar átti hún Sigurð Oddsson silfursmið á Surtsstöðum. Hann dó fyrir 1785; þá er Bóel (61 árs) bústýra hjá Halli Jónssyni á Surtsstöðum, líklega til 1791, þá fór hann að Sleðbrjót og kvæntist Guðrúnu frá
Böðvarsdal. 1793 býr hún á Surtsstöðum með Sigurði Jónssyni fóstursyni sínum og dóttursyni (26 ára og Ólafi bróður hans 12 ára), talin 69 ára. Hún dó 26.2. 1797, 72 ára. Börn Sigurðar Eyjólfssonar og Bóelar: Ingibjörg, Jens 3413, Bergljót, Vigdís‚ Þorsteinn 3416. (Jón Sigfússon segir‚ að þau Sigurður hafi átt 6 börn og hafi skyldfólk Sigurðar tekið 4 þeirra þegar Sigurður dó‚ en Hans farið austur með Ingibjörgu og Þorstein og Bóelu móður þeirra‚ þegar hann flutti til Múlasýslu).

3212

αα Ingibjörg Sigurðardóttir átti um 1765 Jón prest Brynjólfsson, son Brynjólfs Markússonar, er víða bjó (í Sandhólaferju 1729) og var kallaður af því „30 býla Brynki“, eftir sögn afkomenda hans. Hannes Þorsteinsson segir hann hafa verið kallaðan „20 býla Brynki“ eða „Brynjólfur allsstaðar“ og segir hann hafi dáið í Vöðlakoti í Flóa. Brynjólfur var sonur Markúsar Þórðarsonar og Gunnvarar Brynjólfsdóttur, er bjuggu á Ægissíðu í Holtum 1703. Kona Brynjólfs og móðir sr. Jóns hét Sigurveig‚ dóttir Einars prests í Dals- og Holtaþingum undir Eyjafjöllum Magnússonar, albróður Guðríðar móður Eyjólfs spaka í Eyvindarmúla (3209), son Magnúsar sýslumanns Þorsteinssonar í Árbæ og Guðrúnar s. k. hans (Sýslum.ævir IV, 469) Jónsdóttur prests á Breiðabólsstað Sigurðssonar prófasts þar Einarssonar prófasts í Heydölum (5851). — Jón prestur Brynjólfsson er fæddur um 1735, er talinn á Hjaltastað 1762 27 ára. Hann varð djákn á Skriðuklaustri 1758, vígðist til Hjaltastaðar 1760, fékk Skeggjastaði 1768. Þar flosnaði hann upp í hinum miklu vorharðindum 1774 og hefur þá víst um hríð ekki gegnt prestsskap, en flutzt suður á land‚ því að Ólafur sonur hans er fæddur á Arabæ í Flóa um 1779. Hann fór suður í Skálholt haustið 1775 og ætlaði að ná í Einholt, en þá var það veitt. Sagði sig frá Skeggjastöðum 1776 og flutti alveg suður og var 4 ár embættislaus í Árnes- og Rangárvallasýslum, en þjónaði þó tíma og tíma prestaköllum þar‚ unz hann fékk Mjóafjörð 1780. Var þar í Firði‚ á Hesteyri og Krossi við mikla erfiðleika. Fékk Eiða 1785. Á Eiðum eru þau fyrst talin í manntali 1787, hann 53, kona hans 43 ára. Þar bjuggu bau þangað til 1789, þá flutti Þórður Árnason frá Arnheiðarstöðum að Eiðum‚ sem var eignarjörð hans‚ og varð að standa upp fyrir Sigríði Hjörleifsdóttur ekkju Páls prófasts Magnússonar, en sr. Jón flutti í Gilsárteig og síðan í Ormsstaði 1791 og dó þar 15.2. 1800 og hljóp þá bú hans 21 rd. 40 sk. — Börn hans og Ingibjargar voru: Sigurveig, Bóel‚ Sigurður, Brynjólfur, Elizabet, Níels‚ Kristín, Ólafur‚ Guðrún óg., bl., Magnús. Margt var efnalítið af afkvæmi hans‚ en margt vel greint og góðsemdarfólk og ráðvant.

3213

ααα Sigurveig Jónsdóttir átti Árna 10449 b. í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá Einarsson. Þ. b.: Einar‚ Jón‚ Ingveldur, Ingibjargir 2, Sigurveig, Anna Kristín, Margrét.

3214

+ Einar Árnason b. á Hrollaugsstöðum, átti Sigríði 13517 Jónsdóttur b. á Ytra Nípi Ásmundssonar og Arnfríðar Hálfdánardóttur Bjarnasonar. Þ. b.: Sigvaldi, Katrín.

3215

++ Sigvaldi Einarsson var með innsnúna fætur‚ gerðist söðlasmiður, bjó á Ósi og Tjarnarlandi, átti 1877 Guðrúnu 3387 Jónsdóttur Þorvarðssonar. Þ. b.: Jón‚ Sigríður.

3216

+++ Jón Sigvaldason bjó ekki‚ átti Jónbjörgu 4631 Jónsdóttur Jónssonar á Hryggstekk.

3217

+++ Sigríður Sigvaldadóttir átti Sigurjón 4307 b. á Hreimsstöðum Jónsson, bróðurson Sigurðar á Hjartarstöðum. Hann lifði stutt.

3218

++ Katrín Einarsdóttir átti I Halldór 3288 Björnsson frá Klúku‚ bjuggu á Heyskálum. Þ. einb. Björn‚ dó ungur; II Björn 8315 b. Jónsson í Sleðbrjótsseli. Þ. einb. Halldóra.

3219

+++ Halldóra Björnsdóttir átti Jón 7548 búfræðing Jónsson Skúlasonar. Þau bjuggu í Firði í Seyðisfirði og áttu mikið í honum; var hann bókhaldari hjá Stefáni Th. Jónssyni kaupmanni.

3220

+ Jón Árnason b. í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá, átti Sigríði 3391 Ólafsd. frá Dölum‚ voru systkinabörn. Þ. einb. Ólafur.

3221

++ Ólafur Jónsson b. í Jórvík‚ átti I Sigurveigu 114 Björnsdóttur frá Hrollaugsstöðum Ólafssonar, bl.; II Sigurveigu 3228 Sigurðardóttur frá Húsavík, systrungu hennar. Þ. b.: Magnús‚ Sigurjón vinnum., ókv., bl., Björn‚ Þorsteinn.

3222

+++ Magnús Ólafsson átti Ragnheiði 12712 Eiríksdóttur‚ Am.

3223

+++ Björn Ólafsson b. á Ormsstöðum í Eiðaþinghá, átti Guðfinnu 4421 laund. Jóns á Brennistöðum. Þ. b.: Jón dó 1921 innan við tvítugt, Páll Sigtryggur, Gunnþór, Sigríður.

° Páll Sigtryggur Björnsson b. í Gilsárteigi.

3224

+++ Þorsteinn Ólafsson þbm. í Firði í Seyðisfirði, átti Jónínu 9267 Arngrímsdóttur. Þ. b.: Jón‚ Arnþór‚ Helgi‚ Eiríkur, Ólafur‚ Katrín.

° Jón Þorsteinsson bókhaldari á Eskifirði.

° Arnþór Þorsteinsson bókhaldari á Seyðisfirði.

3225

+ Ingveldur Árnadóttir átti Jón 7637 b. á Lýtingsstöðum í Vopnafirði Jónsson Sigfússonar á Kleppjárnsstöðum.

3226

Ingibjörg Árnadóttir eldri átti Björn 98 b.á Hrollaugsstöðum Ólafsson.

3227

+ Ingibjörg Árnadóttir yngri átti Sigurð 2859 b. í Húsavík Guðmundsson. Þ. b.: Ingibjörg óg., bl., vinnuk., Sigurveig, Jón.

3228

++ Sigurveig Sigurðardóttir s. k. Ólafs 3221 Jónssonar í Jórvík.

3229

++ Jón Sigurðsson b. í Fossgerði í Eiðaþinghá, átti Sigríði 5608 Magnúsdóttur frá Kálfshóli, Am.

3230

+ Sigurveig Árnadóttir átti Guttorm 7151 b. á Finnsstöðum Jónsson. Þ. b.: Sigurveig.

3231

++ Sigurveig Guttormsdóttir átti Árna 2970 b. á Finnsstöðum Jónsson.

3232

+ Anna Kristín Árnadóttir átti Daníel 2485 Runólfsson í Jórvíkurhjáleigu.

3233

+ Margrét Árnadóttir átti Magnús Hallageirsson af Langanesi, bl.

3234

βββ Bóel Jónsdóttir Brynjólfssonar átti I Bjarna Jónsson b. á Fossi á Síðu í Skaftafellssýslu. Þ. b.: Jón‚ Sigurður, Ásgrímur‚ Ingibjörg, Jóhanna; II Pál‚ ekkjumann í Fljótshverfi, bl.

3235

+ Jón Bjarnason.

3236

+ Sigurður Bjarnason. Hans börn: Bóel‚ Guðrún‚ Bjarni og Þorsteinn, báðir í Skaftafellssýslu.

3237

++ Bóel Sigurðardóttir átti Ásbjörn Stefánsson, bróðurson Narfa‚ afa Hannesar Þorsteinssonar, bjuggu lítið. Þ. b.: Stefán og stúlka‚ sem dó á 3. ári.

3238

+++ Stefán Ásbjörnsson bjó lengst á Bóndastöðum, duglegur bóndi‚ átti I Jóhönnu 10820 Bjarnadóttur ekkju á Bóndastöðum, bl.; II Ragnhildi 2086 Ólafsdóttur frá Mjóanesi.

3239

++ Guðrún Sigurðardóttir óg., bjó með Benóný Guðlaugssyni í Borgarfirði; áttu þau 3 börn‚ er hétu Sigurlaugur, Sigurlaug og Jóhann. Þau fluttu síðar í Skaftafellssýslu.

+++ Jóhann Benónýsson var á Seyðisfirði og Mjóafirði, átti Jóhönnu og börn.

3240

+ Ásgrímur Bjarnason.

3241

+ Ingibjörg Bjarnadóttir.

3242

+ Jóhanna Bjarnadóttir.

3243

ggg Sigurður Jónsson Brynjólfssonar f. um 1766 ólst upp hjá Bóelu ömmu sinni‚ bjó með henni fyrst á Surtsstöðum 1793 og þar á eftir. Hann átti þá um 1794 launson við Guðrúnu 9939 Rafnsdóttur frá Syðrivík, hét Sigurður. Kvæntist I 23.10. 1800 Kristínu Maríu 8312 Sigfúsdóttur prests á Ási Guðmundssonar. Þau bjuggu fyrst á Surtsstöðum og áttu þá‚ skiptu síðan á þeim og Hólshjáleigu og bjuggu þar. Þar dó hún_1814 og hljóp bú þeirra þá 460 rd. 41 sk. Þar í voru 10 hndr. í jörðinni Hóli (eflaust hjáleigan), var hvert hundrað virt 8 spesíur, eða 16 rd. „courant“. Þ. b. 10, upp komust Jón‚ Þorkell, Sigríður, Guðríður, Áslaug. Þá bjó Sigurður einhver ár ekkjumaður. Var Þuríður Hávarðsdóttir úr Njarðvík bústýra hans 1816. Þá átti hann annað launbarn við Helgu 8948 Halldórsdóttur frá Krossgerði og dó það strax. Síðan kvæntist hann II Þorgerði 2487 Runólfsdóttur frá Ósi. Hann skipti á Hólshjáleigu og ½ Njarðvík og flutti þangað og bjó þar síðan(sjá 10890). Þ. b. 15, upp komust Steinn‚ Sigfús‚ Sigurður, Hallur‚ Runólfur, Ingibjörg vinnuk., óg., bl., Gestur‚ Hildur. — Alls átti Sigurður 27 börn. Hann dó 1848. Afkvæmi hans varð margt og var það lengi kallað NJARÐVÍKURÆTT hin yngri.

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.