Ætt frá Hákarla-Bjarna

Bjarni Marteinsson, er kallaður var Hákarla-Bjarni, bjó fyrst á Ketilsstöðum á Völlum‚ en síðar á Eiðum og hefur átt þær jarðir báðar og miklar eignir aðrar. Um ætterni Bjarna er ekki fullkunnugt.

1

Bjarni Marteinsson, er kallaður var Hákarla-Bjarni, bjó fyrst á Ketilsstöðum á Völlum‚ en síðar á Eiðum og hefur átt þær jarðir báðar og miklar eignir aðrar. Um ætterni Bjarna er ekki fullkunnugt. Sumir ættfræðingar hafa talið Martein föður hans bónda á Ketilsstöðum og hafi hann jafnvel haft sýsluvöld í Múlaþingi (Bogi á Staðarfelli) og verið sonur Gamla Marteinssonar á Ljósavatni, er líklega hefur verið af kyni Kolbeinsstaðamanna (Sýslum.ævir IV. 683). En líklegra þykir Hannesi Þorsteinssyni, að faðir Bjarna hafi verið Marteinn Runólfsson, sem nefndur er í máldaga Bægisárkirkju 1461 (Fbrs. V. 265) og eflaust hefur verið sonur Runólfs Sturlusonar á Laugalandi í Eyjafirði og bróðir Höskuldar á Núpufelli. Svo telur og Jósafat ættfræðingur, hyggur hann Runólf hafa átt dóttur eða systur Gamla Marteinssonar. Föður Runólfs telur Jósafat Sturlu Geirsson, sem nefndur er í viðauka við Auðunnarmáldaga frá 1370 (Hólakirkja í Eyjafirði) , en Sturlu telur hann son Geirs á Seilu Þorsteinssonar, Geirssonar hins auðga‚ Þorvaldssonar, Guðmundssonar hins dýra á Bakka í Öxnadal, Þorvaldssonar hins auðga‚ Guðmundssonar, Guðmundssonar, Eyjólfssonar hins halta‚ Guðmundssonar hins ríka á Möðruvöllum. Ættfærsla þessi er mjög sennileg, og eflaust hefur Bjarni verið af góðum ættum‚ þar sem hann fékk að konu dóttur Þorvarðar hins ríka á Möðruvöllum, Loftssonar. Loftssonar.

Bjarna er getið í dómi í Eyrarteigi í Skriðdal 3. okt. 1465. Árið 1474 kaupir hann Eiríksstaði á Jökuldal af Stefáni Helgasyni og er bréf um það gert á Eiðum 8. júní 1475. Hefur Bjarni þá líklega verið kominn þangað. Síðast er hans getið 20. nóv. 1477 á Eiðum. Kaupir hann þá Fljótsbakka af Hallsteini Þorsteinssyni. Óvíst er‚ hvenær hann dó‚ en fyrir 1488 er hann dáinn (Fbrs. VI. 645—646). Bjarni hefur verið mikill fyrir sér. Alþýðusögn er það‚ að hann hafi verið kallaður Hákarla-Bjarni sakir þess‚ að hann hafi jafnaðarlega veitt 100 hákarla á vori.

Kona Bjarna var Ragnhildur dóttir Þorvarðs á Möðruvöllum í Eyjafirði, Loftssonar hins ríka‚ Guttormssonar og Margrétar Vigfúsdóttur Hólms. Þau giftust á Möðruvöllum 1460. Börn þeirra voru: Erlendur 2, Ragnhildur 835, Hólmfríður836 og Þorvarður 837.

2

I. Erlendur Bjarnason bjó á Ketilsstöðum á Völlum og var sýslumaður í Múlaþingi. Hann setti hálfkirkju á Ketilsstöðum árið 1500 og gaf henni 4 hundraða rekasand og 6 kúgildi, en Vallaneskirkju gaf hann Víðastaði í Hjaltastaðaþinghá. Erlendur var uppivöðslumaður. Sögn sú gengur í Austfjörðum, að hann hafi eitt sinn tekið duggu enska á Loðmundarfirði, lent í bardaga við skipsmenn og drepið þá alla‚ nema einn‚ er undan komst og í annað skip. Næsta sumar komu Englendingar aftur og þröngvuðu Erlendi til að greiða sér árlega í 3 ár svo margt sauðfé‚ sem fyllti rétt‚ er þeir byggðu í Stöðvarfirði, en hún tók um 800 fjár. Á Erlendur að hafa greitt gjaldið í 2 sumur‚ en á 3. sumri hafi brostið á gjaldið, og þá hafi Englendingar sótt Erlend heim og sett í gaddatunnu og drepið hann þannig. Espólín telur‚ að þetta muni hafa gerzt um 1518. Kona Erlends hét Vilborg Loftsdóttir. Börn þeirra voru: Bjarni 3 og Margrét 834.

3

I. a Bjarni Erlendsson var sýslumaður í Múlaþingi og bjó á Ketilsstöðum. Hann er farinn að búa þar og kvæntur 1522. Hann var hinn merkasti maður og einn hinn duglegasti embættismaður á sinni tíð. Hann varð gamall og dó nálægt 1567. Kona hans var Guðríður 5076 dóttir Þorsteins sýslumanns Finnbogasonar. Festabréf þeirra 18. ágúst 1550. Hún lifir ekkja 1568. Börn þeirra voru: Bjarni og Marteinn, dóu báðir ungir‚ Vilborg 4 og Málfríður 5

4

1 Vilborg Bjarnadóttir átti Einar son Eyjólfs í Dal og Helgu Jónsdóttur biskups Arasonar. Bl.

5

2 Málfríður Bjarnadóttir átti I 1551 Jón á Espihóli, Einarsson á Espihóli, Brynjólfssonar, Magnússonar, Benediktssonar, Brynjólfssonar. Kaupmáli Jóns og Málfríðar Frbs. XII, bls. 302. Hún fékk Brú‚ Skjöldólfsst., Hjarðarhaga, ½ Hnefilsdal. (Jón fékk Skriðuklaustur 1587). Þetta ártal getur ekki verið rétt‚ því að börn Málfríðar og Einars eru fædd fyrir 1590, enda gáfu þau Bjarna syni sínum Merkigil 1591 og hefur hann varla verið nýfæddur þá. Árni Magnússon segir‚ að Málfríður og Jón Einarsson hafi gifzt 1551 (Frbs. XI, 796), enda sýnist líklegast, að dætur þeirra séu fæddar litlu eftir það. Sá Jón Einarsson, sem fær Skriðuklaustur 1587 er eflaust Jón Einarsson sonur Málfríðar og Einars Ásmundssonar, sjá Alþ.b. II, 136. Málfríður og Einar Ásmundsson hafa líklega gifzt um 1560 eða litlu síðar. 21. maí 1593 gerðist það á Ketilsstöðum á Völlum‚ að Einar Ásmundsson og Málfríður Bjarnadóttir tóku Kristínu d. sína „til fulls arfs og allra peningagjafa, eftir því‚ sem hún áður til stóð þá hennar ráð var óspjallað, þar til hún hefði jafnt í föstu og lausu sem systkin hennar‚ að réttri tiltölu.“ Kvittuðu hana 100 um sitt misferli „bæði fyrir guði og mönnum“.

Jón varð skammlífur. Þ. b.: Sigríður 6 og Ólöf 274. Þá giftist Málfríður vinnumanni sínum sunnlenzkum, er hét Einar Ásmundsson. Þ. b.: Jón 278, Marteinn 282, Þorsteinn 292, Torfi 4446, Bjarni 700, Ásmundur 726, Auðunn 727, Kristín 728, Vilborg 832 og Arnfríður 833. Málfríður og Einar hafa víst búið á Ketilsstöðum á Völlum.

6

A Sigríður Jónsdóttir átti Þorstein prófast Illugason í Múla í Reykjadal (1590—1631), (d. 1631). Þ. b.: Jón 7 og Guðríður 8.

7

Aa Jón Þorsteinsson bjó í Skriðu‚ átti Guðríði Árnadóttur bónda á Grýtubakka, Magnússonar í Stóradal, Árnasonar, Péturssonar, Loftssonar, Ormssonar, Loftssonar hins ríka Guttormssonar. Dóttir þeirra ein var Steinunn móðir Markúsar prests Geirssonar í Laufási, föður Geirs prófasts í Laufási. Ein dóttir Markúsar prests var Ingibjörg móðir Guðrúnar Þórarinsdóttur konu Jóns sýslumanns í Grenivík. Var þeirra son Þórarinn sýslu maður á Grund faðir Stefáns amtmanns Thorarensen, Vigfúsar sýslumanns á Hlíðarenda (föður Bjarna amtmanns og Kristínar móður Sigríðar konu Jakobs prests Benediktssonar á Hjaltastað) og þeirra bræðra. Frá Þórarni sýslumanni er Thorarensensætt.

8

Ab Guðríður Þorsteinsdóttir átti Björn bónda á Laxamýri Magnússon bónda í Stóradal, bróður Árna á Grýtubakka (sbr. 10972). Þaðan er Laxamýrarætt. Einn sonur þeirra var Árni í Haga faðir Ólafs sýslumanns í Vestmannaeyjum („klaka“) og Jóns í Keldunesi, föður Oddnýjar, móður Skúla landfógeta Magnússonar, föður Rannveigar konu Bjarna landlæknis Pálssonar‚ móður Steinunnar konu Vigfúsar sýslumanns á Hlíðarenda Thorarensen. Annar son þeirra var Illugi prestur í Húsavík‚ faðir Ólafar‚ móður Kolbeins Sigmundssonar, föður Jóns‚ föður þeirra Björns dbr. í Lundi og Kristjáns dbr. á Illugastöðum‚ föður Kristjáns amtmanns og Björns föður Tómasar prests á Barði. Ein dóttir Björns á Laxamýri og Guðríðar var Málfríður. Önnur Guðrún eða Sigríður kona séra Ólafs Magnússonar á Refstað 4720.

9

Aaa Málfríður Björnsdóttir átti Jón prest Ögmundsson 3460 á Hofi í Vopnafirði (1624—1638, áður á Svalbarði, frá því fyrir 1591). Þ. b.: Oddur 10, Ögmundur 268 óg., Þorbjörg 269, Sigríður, Guðrún‚ Ingibjörg og Þórdís.

10

Aaaa Oddur Jónsson lögréttumaður bjó í Sunnudal 1681 og síðar. Átti Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Skúlasonar á Eiríksstöðum í Svartárdal, Einarssonar lögréttumanns í Bólstaðarhlíð, Þórarinssonar. Móðir Þorvalds og kona Skúla var Steinunn laun dóttir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Guðrún býr ekkja í Syðrivík 1703, 58 ára með börnum sínum. Börn þeirra Odds eru þá talin í Syðrivík: Jón (27 ára) 11, Þorgrímur (21) og Þorvaldur (11) 265, en börn þeirra voru enn Ingunn (32 ára 1703) 12 og Ingibjörg. Séra Þorsteinn á Eiðum 3189 gaf Oddi Hamragerði en Oddur seldi aftur Stígi Þórarinssyni. Jón sonur Stígs erfði það svo‚ en seldi síðar Birni Péturssyni sýslumanni.

11

A Jón Oddsson f. um 1676.

12

B Ingunn Oddsdóttir f. um 1671, átti I Jón Stígsson frá Arnheiðarstöðum. Þ. b.: Þórarinn (f. um 1695) 13 og Stígur (f. um 1696). II Högni Hallsson. Þau búa í Mýrnesi 1703, hann 25 og hún 32 ára. Þ. b.: Þórunn (á 1. ári 1703). Þessi ætt hefur víst dáið út. Þó má vera‚ að Stígur Jónsson á Bárðarstöðum 9638 sé kominn af þessari ætt. Líklega er Jón Högnason, sem býr í Vestdal 1734, sonur Högna og Ingunnar, f. 1703 eða næsta ár‚ faðir Stígs á Bárðarstöðum.

13

Ba Þórarinn Jónsson er líklega faðir Stígs á Giljum.

14

Baa Stígur Þórarinsson bjó á Giljum 1778. Átti Sigþrúði Pálsdóttur. Þ. b. Páll (ókv. vinnum. á Selsstöðum 1816), Guðrún (f. um 1759), Guðbjörg (óg. vinnuk. á Aðalbóli 1816), Ingibjörg (f. um 1767) og Guðrún (f. um 1770). Hefur víst dáið út‚ eða er ókunnugt. Sigurður hefur heitið bróðir Sigþrúðar.

15

Bb Stígur Jónsson.

16

Bc Þórunn Högnadóttir.

17

C Ingibjörg Oddsdóttir.

18

D Þorgrímur Oddsson bjó í Krossavík (1723 og 1734). Átti Björgu Þorsteinsdóttur Kjartan Jónsson, hreppstjóri á Sandbrekku, dóttursonur Sigurðar, sonar Þorgríms, skýr maður vel og minnugur, taldi svo ætt hennar og þóttist muna áreiðanlega, að Þorsteinn faðir Bjargar hefði búið á Bakka á Langanesi (þar er eigi Bakki til‚ en Bakki er á Langanesströnd) og sagði hann Þorstein hafa verið son Ingimundar í Króavík, Jónssonar á Hellu‚ Guðmundssonar. Bróðir Ingimundar sagði Kjartan, að hefði verið Tunis‚ forfaðir Jóns prests 5995 á Hjaltastað, Guðmunds sonar. Bróðir Bjargar Þorsteinsdóttur hefði verið Ingimundur „eddi“ bíldhöggvari 1006, átti Þorbjörgu ekkju sr. Eiríks Guðmundssonar á Eiðum‚ sbr. 4206, fyrir konu‚ bl. Börn Þorgríms og Bjargar voru: Sigurður 19, Ögmundur 175 og Þorsteinn 190.

19

a Sigurður Þorgrímsson bjó í Vatnsdalsgerði í Vopnafirði. Hann býr þar 1762, 35 ára‚ og er því fæddur um 1727. Dáinn er hann fyrir 1785. Kona hans var Ingibjörg, 32 ára 1762, Jónsdóttir 3856 b. í Krossavík, Kjartanssonar. Kjartan á Sandbrekku sagði móður þess Jóns verið hafa Vigdísi dóttur Einars prests í Ási‚ Jónssonar (á Klaustri Björnssonar, sýslum., Gunnarssonar) og mun það eflaust rétt‚ þó að ættartölur nefni hana eigi. Hefur hún þá verið fyrri kona Kjartans. Bróðir Ingibjargar var Björn bóndi á Refstað, varð gamall‚ tvíkv. Margt manna er komið frá þeim Sigurði og Ingibjörgu. Þ. b. Jón 20, Þorsteinn 41, Hrólfur 49, Elín 50, Sigríður 97, Málfríður 120, Björg 148 og Ingibjörg 171.

20

aa Jón Sigurðsson bjó í Sunnudal um 1800, síðan frá 1805 á Skjöldólfsstöðum, átti 1801 Guðrúnu Torfadóttur 9535 Arngrímssonar. Þ. b. Sveinn 21, Guðmundur átti Elísabetu Jónsdóttur Andréssonar, bl., bjó á Vaðbrekku, Sigurður ókv., bl. og Torfi 30.

21

aaa Sveinn Jónsson bjó á Tjarnalandi, síðar Kóreksstöðum, góður bóndi‚ átti Guðlaugu Jóhannesdóttur frá Fjallsseli 1598. Þ. b. Jóhannes 22, Gunnlaugur 23, Guðmundur 24, Guðrún 25, Jón 26, Aðalbjörg 27, Anna‚ 29, Kristrún óg. og bl., Salný‚ hálfviti, bl. og Sigurður, aumingi, bl.

22

α Jóhannes Sveinsson bjó á Kóreksstöðum og síðar Hjartarstöðum, smiður góður og myndarmaður. Átti Soffíu Vilhjálmsdóttur 1108 frá Hjartarstöðum, Árnasonar. Fór til Ameríku með börn sín.

23

β Gunnlaugur Sveinsson bjó í Refsmýri, dó 1873. Átti Guðnýju Jónsdóttur 8331 bónda í Refsmýri, Jónssonar, Bessasonar.

24

g Guðmundur Sveinsson bjó í Fjallsseli, Fossvöllum og Fljótsbakka. Átti I Þórunni Sveinsdóttur 1706 frá Götu og II Guðbjörgu Þorsteinsdóttur 12547. Fór til Ameríku.

25

đ Guðrún Sveinsdóttir, greind kona og mikilhæf, átti Björn Einarsson 1291 bónda í Dölum og síðar Kóreksstöðum.

26

ε Jón Sveinsson, tvíburi við Guðrúnu, hvarf 3. ára frá Tjarnalandi sama dag og foreldrar hans fluttu þangað‚ fannst 7 vikum síðar rekinn upp úr Lagarfljóti, hafði þá gengið sundur nýja skó og nýja sokka.

27

ſ Aðalbjörg Sveinsdóttir átti fyrst barn með Jóni 3934, syni Jóns bónda Bjarnasonar, Eyjólfssonar, hét Guðlaug 28, giftist svo Hallgrími Péturssyni 5367 frá Ánastöðum, bl.

28

αα Guðlaug Jónsdóttir var yfirsetukona óg. og bl. Var lengi með Hallgrími harða 11133.

29

3 Anna Sveinsdóttir átti Sigurð bónda Jónsson á Geirastöðum við Mývatn.

30

bbb Torfi Jónsson góður smiður‚ bjó víða‚ síðast á Sandbrekku. Átti I Guðrúnu Jónsdóttur 9563 frá Fossvöllum, Rustasonar. Þ. b. Jón 31, Benjamín 32, Eyjólfur 40, Guðrún (Am.) og Björg (Am.). II Maríu Bjarnadóttur 10133 frá Kóreksstaðagerði. Þ. b. Bjarni (Am.), Anna‚ Stefanía (Am.) og Skúli.

31

α Jón Torfason bjó á Ásgrímsstöðum átti I Guðrúnu Skúladóttur 7549, Björnssonar. Þ. b. Torfi (Am.), Skúli‚ dó ungur, Anna (Am.). II Stefaníu Sigfúsdóttur 9746 frá Gilsárvallahjáleigu.

32

β Benjamín Torfason bjó lítið hér og hvar‚ átti I Önnu Stefánsdóttur 5937, Bóassonar. Þ. b. Guðrún Björg 33, Jónína Margrét 34, Stefanía 35. II Sigríði Sigurðardóttur 7148 frá Hnitbjörgum, Jónssonar. Þ. b. Jóhannes óg. og bl., Margrét 36 og Björg 37.

33

αα Guðrún Björg Benjamínsdóttir átti I Pál Árnason 9758 frá Gilsárvallahjáleigu. II Eirík þbm. á Seyðisfirði Einarsson, bróður Sigurlínar. Þ. b.: Sigurður.

34

ββ Jónína Margrét Benjamínsdóttir.

35

gg Stefanía Benjamínsdóttir átti Guðmund Ólafsson 2043 vm. á Seyðisfirði, Vopnafirði og Reykjavík, Þorsteinssonar.

36

đđ Margrét Benjamínsdóttir átti Sigurð Einarsson 12669 þbm. á Vopnafirði, úr Skaftafellssýslu, fóru til Dýrafjarðar.

37

εε Björg Benjamínsdóttir átti Sigurð Jónsson 2946. Voru vinnuhjú.

40

g Eyjólfur Torfason óg. átti 2 launbörn, sem dóu ung.

41

bb Þorsteinn Sigurðsson fór til Eyjafjarðar, átti 29.3. 1798 Guðlaugu (f. um 1774, d. 19.1. 1843) Þórarinsd. frá Grýtubakka, Þorlákssonar í Tungu í Fnjóskadal, Árnasonar. Þ. b. Guðlaugur, Ingibjörg dó ung‚ Guðrún og Sigurður 42. Guðlaugur drukknaði um tvítugt, bl. Guðrún‚ kölluð „dyllinhúða“ (óvíst hvers vegna) óg. átti 1826 barn við Bjarna í Fellsseli í Kinn‚ Jónssonar Benediktssonar á Finnastöðum, Helgasonar, hét Jóhann‚ bjó (um 1870) á Geirbjarnarstöðum í Kinn‚ átti Kristínu Jónsdóttur frá Fremsta Felli‚ Vigfússonar á Draflastöðum, Sigurðssonar, Kolbeinssonar, Sigmundssonar, Kolbeinssonar á Kálfaströnd. Launsonur Þorsteins áður en hann kvæntist við Guðrúnu Eiríksdóttur hét Þorsteinn. Eiríkur var sonur Jóns í Grímsnesi á Látraströnd Þorsteinssonar, Grímssonar, Hallgrímssonar. Eiríkur var bróðir Solveigar móður Þórarins Bjarnasonar á Kolmúla 13709. Þorsteinn var fæddur í Svínárnesi í Grýtubakkasókn 18.1. 1795. Móðir Guðrúnar hét Ólöf og ól hún Þorsteinn yngra upp.

42

aaa Sigurður Þorsteinsson (f. á Grýtubakka 2.1. 1802) var gáfumaður og hagorður vel‚ var hjá sr. Gunnari í Laufási og átti 1830 Rósu‚ fósturdóttur hans‚ Sigurðardóttur á Þorsteinsstöðum (d. 1837), Jónssonar úr Hörgárdal. Þau bjuggu á Kussungsstöðum í Fjörðum nyrðra‚ Lómatjörn og víðar‚ síðast í Gerði á Svalbarðsströnd. Þar dó Sigurður 23.2. 1864. Þ. b.: Sigurður 43, f. 30.5. 1832.

43

α Sigurður Sigurðsson var smiður‚ átti 1861 Guðnýju (f. 6. 12. 1840) 13712 Bjarnadóttur frá Hólmavaði í Reykjadal, Jónssonar í Miðgarði í Laufássókn, Sveinssonar. Móðir Bjarna var Guðrún Bjarnadóttir frá Hjalla á Látraströnd systir Þórarins á Kolmúla. Þau bjuggu í Gerði á Svalbarðsströnd, Þönglabakka og víðar‚ fluttu að Bárðartjörn í Höfðahverfi 1879. Þ. b. þá Sigurður (þá 15 ára), Rósa Margrét (12) og Óli (10).

44

bbb Þorsteinn Þorsteinsson, greindur maður‚ þótti í betra lagi að sér „til munnsins“, kallaður „KvæðaÞorsteinn“, fór austur í Fáskrúðsfjörð og bjó þar í Víkurgerði (1841) og víðar. Átti Guðrúnu 12771 Guðmundsdóttur, Bárðarsonar. Þ. b. Gróa 45, Lukka óg. og bl., Ólöf 46, Hálfdán 47 og Sigurður 48.

45

α Gróa Þorsteinsdóttir átti Halldór Jónsson 9585 á Litlabakka‚ bl.

46

β Ólöf Þorsteinsdóttir átti Magnús Sigurðsson 64, síðast í Dölum í Hjaltastaðaþinghá. Þ. b. dóu.

47

g Hálfdán Þorsteinsson bjó á Hafranesi, átti Jóhönnu Einarsdóttur 5696 b. á Hafranesi, Þorsteinssonar.

48

đ Sigurður Þorsteinsson bjó ekki‚ var í Búðum‚ átti Helgu 6647 Guðmundsdóttur b. í Víkurgerði, bróður Jóns í Kelduskógum. Þ. einb. Guðrún Björg.

49

cc Hrólfur Sigurðsson varð holdsveikur, ókv. og bl.

50

dd Elín Sigurðardóttir átti 1.5. 1791 Jón 10287 Bergþórsson b. á Torfastöðum í Hlíð og Sandbrekku. Þ. b. Jón ókv‚ og bl., Helga óg. og bl., Kjartan 51, Jón 56, Bergþór (dó 24 ára ókv. og bl. efnilegur maður), Sigurður og Magnús. Elín ólst upp hjá Jóni Rafnssyni á Vindfelli 9936.

51

aaa Kjartan Jónsson, f. 30.6. 1802, bjó lengst á Sandbrekku og var lengi hreppstjóri, skýr maður og minnugur, en óþjáll nokkuð. Síðast bjó hann á Nefbjarnarstöðum. Hann átti I Guðríði 3285 Sigurðardóttur frá Njarðvík. Þ. b. Jón 52, María 53, II Jórunni (sbr. 9276) Sigurðardóttur Jóakimssonar og Vigdísar Ísleifsdóttur. Þ. b. Bergþór (Am.) 54, Vigfús 55, Guðríður óg. og bl. og Sigríður (Am.) átti Sigurð Einarsson 4360. Sigríður var talin dóttir Snorra Rafnssonar 10414 og var lík honum mjög.

52

α Jón Kjartansson bjó í Húsey‚ greindur vel‚ vandaður maður og kurteis, átti Jóhönnu 3386 Jónsdóttur, Þorvarðssonar. Þ. b. Anna dó ung. Síðar var hann lengi ráðsmaður hjá Hróðnýju Einarsdóttur á Arnórsstöðum, dó gamall hjá Einari presti Pálssyni í Reykholti, syni hennar.

53

β María Kjartansdóttir.

54

g Bergbór Kjartansson, myndarmaður, átti Jóhönnu 7560 Ólafsdóttur, Guttormssonar. Fór til Ameríku.

55

đ Vigfús Kjartansson, snikkari, fór til Ameríku, kom aftur og var á Seyðisfirði. Átti Guðrúnu 4143 Ólafsdóttur frá Firði í Mjóafirði, bl.

56

bbb Jón Jónsson bjó á Kóreksstöðum og síðar á Skjöldólfsstöðum, átti Höllu 6316 Jónsdóttur vefara.

57

ccc Sigurður Jónsson bjó síðast í Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá efnalítill, vænsti maður‚ átti I Oddnýju 1069 Bjarnadóttur‚ Bjarnasonar, Kolbeinssonar. Þ. b. Stefán 58, Jón 61, Magnús 64, Bergþór (dó um tvítugt ókv. og bl.), Björg 65, Gróa 68 og Vilborg 69. II Ragnhildi 2125 Gísladóttur frá Hvanná‚ Jónssonar. Þ. b. Ingveldur 71 og Gísli 76.

58

α Stefán Sigurðsson bjó á Hallgeirsstöðum og var hreppstjóri‚ síðar á Litlabakka og átti hann‚ góður bóndi. Hann átti Málfríði 9568 Jónsdóttur, Rustikussonar á Fossvöllum. Þ. b. Guðfinna (drukknaði um tvítugt í Jökulsá, óg. og bl.), Signý 59 og Vilborg 60.

59

αα Signý Stefánsdóttir óg. átti eitt barn. Það drukknaði í Jökulsá, en hún dó litlu síðar úr taugaveiki.

60

ββ Vilborg Stefánsdóttir átti Sigbjörn Björnsson 66 (og 7502) b. á Litlabakka. Þ. b. Málfríður, Stefanía, Björg‚ Björn og Skúli. Sigbjörn dó 1915, vænn maður.

61

β Jón Sigurðsson bjó lítið‚ fátækur, trúr og vandaður maður‚ átti Valgerði 2128 Jónsdóttur, Jónssonar, Þórðarsonar frá Skjöldólfsstöðum. Þ. b. Sigurður dó ungur‚ Guðmundur 62, Þórunn óg. og bl., Ragnhildur óg. og bl.

62

αα Guðmundur Jónsson fór að Hafranesi, bjó þar á Kaldalæk.

64

g Magnús Sigurðsson bjó á Hallgeirsstöðum, Stórasteinsvaði og Dölum‚ átti I Ólöfu Þorsteinsdóttur 46, II Ragnhildi Hallgrímsdóttur norðlenzka konu‚ bl. (sbr. 9578).

65

đ Björg Sigurðardóttir átti Björn b. í Bólum 7501 Björnsson. Þ. b. Sigbjörn 66, Skúli dó ókv., bl. 1894, Guðrún‚ Oddný 67, Jónína (Am.) og Halldór dó ungur.

66

αα Sigbjörn Björnsson bjó á Litlabakka, góður bóndi‚ dó 1915, átti Vilborgu 60 Stefánsdóttur, Sigurðssonar.

67

ββ Oddný Björnsdóttir átti Magnús 167 Sæbjörnsson (Am.).

68

ε Gróa Sigurðardóttir giftist á Jökuldal.

69

ſ Vilborg Sigurðardóttir ólst upp hjá Magnúsi í Húsey‚ átti Þórarin 13185 Benjamínsson, b. í Akurseli, Þorsteinssonar b. í Staðarlóni, Þorsteinssonar prests á Eyjadalsá, Jónssonar, bjuggu á Efri Hólum í Núpasveit og Laxárdal í Þistilfirði. Þ. b. Magnús‚ Haraldur 70, Stefán‚ Guðrún dó ung‚ Ólafur‚ Kristján, Herborg og Þorsteinn.

70

αα Haraldur Þórarinsson (f. 14.12. 1868) varð prestur í Hofteigi 1908.

ββ Magnús Þórarinsson dó ókv. bl. 1924. gg Stefán Þórarinsson b. í Efri Hólum átti Guðmundu 2626 Þorláksdóttur b. í Garði í Þistilfirði. Þ. b. Þórarinn dó ungur‚ Þorlákur‚ Vilborg, Hólmfríður, Stefanía. Stefán dó 27 eða 28 ára.

đđ Ólafur Þórarinsson b. í Laxárdal í Þistilfirði varð síðari m. Guðmundu 2626 Þorláksdóttur. Þ. b. Þóra.

εε Kristján Þórarinsson b. í Laxárdal átti Ingiríði 14282 Árnadóttur á Gunnarsstöðum, Davíðssonar.

ſſ Herborg Þórarinsdóttir (óg. 1924) var fyrir rjómabúi í Árnessýslu (Hróarslæk).

33 Þorsteinn Þórarinsson ókv. 1924.

71

3 Ingveldur Sigurðardóttir (18.1. 1851) átti Stefán 3093 b. í Kverkártungu á Langanesströnd Árnason, Guðmundssonar á Hofi í Mjóafirði Guðmundssonar. Þ. b. Sigríður 72, Anna 73, Ragnhildur 74, Ragnheiður (Am.), Stefanía 75. Ingveldur var síðar lengi ráðskona hjá Þórarni á Þorvaldsstöðum. Þ. b.: Þórunn Björg. Ingveldur dó 9.5. 1925.

72

αα Sigríður Stefánsdóttir átti Árna 10316 Guðmundsson, bjuggu um tíma á Litlabakka. Þ. b. Málfríður, Ingveldur og Guðmundur.

73

ββ Anna Stefánsdóttir ólst upp hjá sr. Jóni Halldórssyni, átti Benedikt b. á Þorvaldsstöðum á Strönd.

74

gg Ragnhildur Stefánsdóttir átti Eirík 1172 b. Sigfússon á Skjöldólfsstöðum.

75

đđ Stefanía Stefánsdóttir átti Steinþór Árnason bónda í Kverkártungu, bróður Þórarins á Þorvaldsstöðum á Strönd.

76

į Gísli Sigurðsson átti Önnu Einarsdóttur, fóru á Langanesströnd, bl.

77

ddd Magnús Jónsson bjó í Húsey‚ hreppstj. í Tungu‚ átti Herborgu 8035 Magnúsdóttur frá Teigi‚ Runólfssonar. Þ. b. (sem lifðu) Halldór 78 og Guðríður 85.

78

α Halldór Magnússon (f. 1. febr. 1826) bjó í Húsey‚ keypti svo Sandbrekku og bjó þar‚ bezti bóndi og snyrtimaður, lengstum hreppstj., átti 21.6. 1851 Guðrúnu 924 Jónsd. frá Torfastöðum, ágæta konu. Hún dó 27. júní 1888, 63 ára. Þ. b. Magnús 79, Jón 80, Sigfús 81, Stefán (Am.), Margrét 82, Herborg 83, Runólfur (Am.) og Guðmundur 84. Halldór dó 14. apríl 1909.

79

αα Magnús Halldórsson bjó á Hvoli í Borgarfirði‚ átti Hólmfríði 13179 Grímsdóttur, ekkju Vilhjálms Þorlákssonar á Kolsstöðum‚ bl.

80

ββ Jón Halldórsson bjó í Hlaupandagerði, kallaði það Þórsnes‚ (átti að vera eftir nafni konu hans‚ Þorbjargar), var lengi hreppstj., seldi síðan Þórsnes, fór til Vopnafjarðar 1917. Hann átti 23. sept. 1894 Þorbjörgu 1864 Jónsdóttur frá Kleif‚ Sigfússonar, bl.

81

gg Sigfús Halldórsson (f. 23. jan. 1860) bjó á Sandbrekku, oddviti í Hjaltastaðahr., góður bóndi‚ átti 24. maí 1896 Jóhönnu 3408 Þorsteinsdóttur frá Höfn. Þ. b. Guðrún‚ dó um 14 ára og Þorsteinn. Sigfús dó 6. maí 1909.

ααα Þorsteinn Sigfússon (f. 29.9. 1898) b. á Sandbrekku, átti 18.5.1925 Margréti Ingibjörgu 2372 (f. 26.10. 1899) Geirmundsdóttur frá Hóli.

82

đđ Margrét Halldórsdóttir átti 30.9. 1888 Stefán 96 Stefánsson frá Kolfreyjustað, bjuggu fyrst á Hrafnabjörgum í Hlíð‚ svo í Kóreksstaðagerði, fluttu síðan á Eskifjörð, varð hann þar póstafgreiðslumaður og síðar símstöðvarstjóri og hreppstjóri. Þ. b. Halldór, Guðrún‚ Lárus og Stefanía 718.

ααα Stefanía Stefánsdóttir átti Snorra Jónsson.

83

εε Herborg Halldórsdóttir átti Sigfús b. Gíslason á Hofströnd‚ bl.

84

ſ ſ Guðmundur Halldórsson bjó á Ósi og Dratthalastöðum, átti Guðrúnu 9330 Sigmundsdóttur frá Gunnhildargerði.

85

β Guðríður Magnúsdóttir átti Stefán 5996 prest Jónsson á Presthólum og síðar Kolfreyjustað. Þ. b. Jón 86, Margrét 87, Ólöf 93, Herborg 94, Halldór 95, Stefán 96 og Magnús.

86

αα Jón Stefánsson „Scheving“ var við verzlun, um tíma verzlunarstjóri í Óshöfn‚ kom þangað 1905, var þar þá fyrst byrjuð föst verzlun. Verzlunarhúsið brann 1911 og fór Jón þá þaðan og var síðan eigi föst verzlun þar. Hann var síðar á Seyðisfirði yfirsíldarmatsmaður, átti 2.10. 1878 Guðlaugu 13728 Jónsdóttur frá Kolmúla, Jónssonar, bl.

87

ββ Margrét Stefánsdóttir átti Björn 8174 b. í Dölum í Fáskrúðsfirði, Stefánsson „skrifara“ Jónssonar. — Þ. b. Stefán 88, Valgerður 89, Þórunn 90, Lára 91, Herborg 92 og Hólmfríður (sjá 92).

88

ααα Stefán Björnsson (f. 14.3. 1876) lærði‚ útskrifaðist úr prestaskóla í Reykjavík 1903, fór þá til Ameríku og var um hríð ritstjóri Lögbergs, varð síðan fríkirkjuprestur í Fáskrúðsfirði 1915, fékk Hólma 1916. Hann átti Helgu‚ ekkju Friðriks skraddara í Reykjavík, Jónsdóttur í Rauðseyjum, Jónssonar.

89

βββ Valgerður Björnsdóttir átti Guðna þbm. 6929 á Búðum í Fáskrúðsfirði, Stefánsson á Gestsstöðum.

90

ggg Þórunn Björnsdóttir átti Hall 1295 Björnsson bónda og hreppstj. á Kóreksstöðum.

91

đđđ Lára Björnsdóttir átti Jón 8173 Jónsson á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði, bræðrung sinn.

92

εεε Herborg Björnsdóttir átti Stefán 12326 b. í Nesi í Loðmundarfirði og Dölum í Fáskrúðsfirði Þorsteinsson á Eyri Lúðvíkssonar.

ſſſ Hólmfríður Björnsdóttir átti 1919 Halldór á Nesi í Loðmundarfirði Pálsson 1982 bónda í Tungu í Fáskrúðsfirði, Þorsteinssonar í Víðivallagerði.

93

gg Ólöf Stefánsdóttir átti Jakob 6008 b. í Brimnesi í Fáskrúðsfirði Pétursson, norðlenzkan (Jakobssonar á Breiðumýri) og Margrétar Hálfdánard. Þ. b. Stefán‚ Guðríður, Margrét, Hólmfríður (í Khöfn), Jakobína, s. k. Hermanns Þorsteinssonar 3886 og 4373.

ααα Stefán Jakobsson útvegsb., efnaður, á Búðum í Fáskrúðsfirði‚ átti Þorgerði 3304 Sigurðard. á Bakka‚ Steinssonar.

βββ Guðríður Jakobsdóttir átti Lúðvík þbm. á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði Kristjánsson, Lúðvíkssonar á Gvendarnesi 12321. Þ. b. Óli‚ Björgvin, Petra‚ Þorgeir, Magnús‚ Ágústa‚ Stefán og Daníel.

ggg Margrét Jakobsdóttir var ráðsk. sr. Haralds Þórarinssonar í Hofteigi, giftist honum 1920. Þ. b. Svafa og Sverrir.

94

đđ Herborg Stefánsdóttir átti Magnús 8175 Stefánsson „skrifara“, Jónss., bjuggu á Dratthalastöðum og Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá og víðar‚ bl. Voru síðar (1919) á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði.

95

εε Halldór Stefánsson bjó sem þbm. á Búðum. Hann átti I Sofíu 7433 Valtýsd. frá Nesi. Þ. b. Margrét, Stefán‚ dó ungur‚ Halldór. II Jóhönnu 3408 Þorsteinsdóttur, ekkju Sigfúsar Halldórssonar á Sandbrekku, var fyrst um hríð ráðsm. hennar. Þau bjuggu þar síðan. Þ. b. Sigrún og Unnur.

96

ſ ſ Stefán Stefánsson varð póstafgreiðslum. á Eskifirði og símstöðvarstj., átti Margréti 82 Halldórsd., frænku sína.

zz Magnús Stefánsson b. á Ekru um tíma‚ svo þbm. á Eskif., átti Elínbjörgu Jónasdóttur, Jónssonar á Kolmúla, Jónss. Þ. b. Jónas‚ Stefán og Snorri.

97

ee Sigríður Sigurðardóttir átti 1798 Ólaf 9940 Rafnsson b. á Sandbrekku, son Rafns í Syðrivík Eiríkss., bjuggu víst lítið. Þ. b. Björn 98, Finnbogi og Málfríður.

98

aaa Björn Ólafsson bjó á Hrollaugsstöðum, hagorður vel‚ orti Grýlukvæði um Hjaltastaðaþinghá, tíðavísur o. fl., fátækur, átti Ingibjörgu 3226 Árnad. og Sigurveigar Jónsd. prests Brynjólfss. Þ. b. Björn 99, Finnbogi 100, Jón (Am.), Sigríður 113 og Sigurveig 114. Laund. Björns við Kristínu 12896 Jónsd. frá Víðastöðum‚ hét Kristín, átti Ólaf 9295 Sigurðsson á Torfastöðum.

99

α Björn Björnsson b. í Ytri Hlíð í Vopnaf. átti 1852 Herborgu 150 Jónsd. Sigurðss., Sigurðss. á Grímsstöðum. Þ. b. Ingibjörg (Am.), Björg (Am.), Sigríður (Am.). Björn fór síðast sjálfur til Ameríku.

100

β Finnbogi Björnsson b. í Ytri Hlíð‚ átti Karitas 151, systur Herborgar. Þ. b. Björg 101, Björn 104, Sigurður (Am.), Sigurjón (Am.), Ólafur 106, Sigurveig, dó 12 ára‚ Jens ókv. bl., Þórunn (Am.) og Hermann 112.

101

αα Björg Finnbogadóttir átti fyrst barn við Jóni Vigfúss. frá Ásbrandsstöðum, hét Metúsalem 102, síðan tvö börn við Þorsteini 938 Sigurðss. á Eyvindarstöðum, þá dó Þorsteinn. Börnin hétu: Stefán (drukknaði um tvítugt) og Sigurður 103.

102

ααα Metúsalem Jónsson fór til Keflavíkur og bjó þar (1913).

103

βββ Sigurður Þorsteinsson átti 1915 Sigríði 1733 dóttur Einars prófasts á Hofi í Vopnaf. Jónss. og var hann þar verkstjóri. Hún dó 22. nóv. 1918, bl. Sigurður fór sumarið eftir að Fremri Hlíð‚ er hann hafði keypt og bjó þar og kvæntist 1921 Guðrúnu 8106 Sigurjónsd. frá Ytri Hlíð.

104

ββ Björn Finnbogason bjó í Teigi‚ átti Hólmfríði Helgad. b. á Haugsstöðum, Guðlaugss. Þ. b. Helgi 105, Svanfríður, Herborg‚ Björn‚ Þorbjörg, Þórdís.

105

ααα Helgi Björnsson lærði skósmíði á Seyðisfirði, fór til Reykjavíkur.

βββ Svanfríður Björnsdóttir átti 1922 Magnús Björnsson, Hanness.

106

gg Ólafur Finnbogason þbm. á Setbergi við Vopnafjörð, átti Björgu 2705 Friðriksd. Þ. b. Þórunn 107, Friðrikka 108, Ólöf 109, Björn 110, Björg 111, Sigurveig 112, Emil Hermann, Jón Helgi.

107

ααα Þórunn Ólafsdóttir átti Sigurbjörn 225 Stefánsson þbm. á Hjalla við Vopnafj.

108

βββ Friðrikka Ólafsdóttir átti launb., hét Jenný. Var eigi feðrað‚ (en var vafalaust dóttir Stefáns 9214 Magnússonar, Hannessonar í Böðvarsdal).

109

ggg Ólöf Ólafsdóttir varð síðari kona Sigurðar Vilhelms Benjamínssonar beykis á Vopnafirði.

110

đđđ Björn Ólafsson átti Hólmfríði Vilhjálmsdóttur frá Sunnudal.

111

εεε Björg Ólafsdóttir átti Metúsalem 12159 b. í Tunguseli á Langanesi, Grímsson.

112

ſſſ Sigurveig Ólafsdóttir átti 1915 Jón 7807 Sigurjónsson þbm. á Vopnafirði.

b. đđ Hermann Finnbogason, smiður‚ þbm. í Bakkagerði í Borgarfirði eystra‚ átti Björgu Kristjánsd. Þ. b. Kristján, Anna Helga.

113

g Sigríður Björnsdóttir átti Þórarin 116 Finnbogason veitingam. á Seyðisfirði, bræðrung sinn.

114

đ Sigurveig Björnsdóttir var fyrri kona Ólafs 3221 Jónssonar í Jórvík‚ bl.

115

bbb Finnbogi Ólafsson bjó á Hrollaugsstöðum eitthvað og síðar í Ytri Hlíð (1845), átti Helgu 7377 Geirmundsdóttur frá Ásgrímsstöðum, Jónss. Þ. b. Þórarinn 116.

116

α Þórarinn Finnbogason, f. um 1834, járnsmiður afbragðsgóður‚ var lengi veitingamaður á Seyðisfirði. Átti Sigríði 113 Björnsdóttur, bræðrungu sína.

117

ccc Málfríður Ólafsdóttir átti Jón 3369 Níelsson, Jónssonar prests Brynjólfss., bjuggu á Hrollaugsstöðum og Kálffelli í Vopnafirði. Þ. b. Níels 118, Guðrún (Am.) og Gróa (Am.).

118

α Níels Jónsson átti I Kristínu Maríu Jónsdóttur í Njarðvík‚ Sigurðss. Þ. b. Kristján 119, þá dó hún. II Björgu 1933 Magnúsd. frá Mjóanesi. Níels fór til Ameríku 1887, dó þar 1897.

119

αα Kristján Níelsson, f. 1881, kallaði sig „Wíum“, bjó í Fagradal, átti 1906 Oddnýju 11438 Sveinsdóttur b. í Fagradal,
Jónssonar.

120

ff Málfríður Sigurðardóttir átti Martein 9529 Bjarnason, Arngrímss., bjuggu síðast á Keldhólum. Þ. b. Jón 121 og Guðrún 138.

121

aaa Jón Marteinsson bjó á Keldhólum alla stund og keypti þá‚ hreppstj., góður bóndi og smiður‚ átti Ragnhildi 9924 Finnbogadóttur frá Þorbrandsstöðum, Jónss., merkiskonu. Hún dó 1882, en hann 1892. Þ. b. Halldór 122, Marteinn 129, Málfríður 132.

122

α Halldór Jónsson bjó á Eyvindará, átti Önnu 9905 Ólad. frá Útnyrðingsstöðum. Þ. b. Óli 123, Jón 128.

123

αα Óli Halldórsson b. á Höfða á Völlum átti Herborgu 1832 Guðmundsd. frá Staffelli (Ath. 4017). Þ. b. Guðmundur 124, Guðný 125, Hólmfríður 126, Elín Geira 127.

124

ααα Guðmundur Ólason b. á Höfða‚ síðar á Klyppstað og í Seyðisfirði, átti Ingibjörgu úr Borgarf. syðra.

125

βββ Guðný Óladóttir átti 1916 Methúsalem 6366 Stefánsson skólastj. á Eiðum.

126

ggg Hólmfríður Óladóttir átti danskan mann í Reykjavík‚ Smith. Þau skildu. Þ. einb. Selma.

127

đđđ Elín Geira Óladóttir giftist í Reykjavík Sveini Sæmundssyni lögregluþj.

128

ββ Jón Halldórsson b. á Keldhólum og Dísastaðahóli í Breiðdal, átti I Guðnýju Bjarnadóttur frá Freyshólum. Þ. b. mörg‚ dóu öll ung; II Guðbjörgu, systur fyrri konu. Þ. b. Bjarni á Dísastaðahóli, Guðný.

129

β Marteinn Jónsson, gullsmiður, átti Guðrúnu Jónsdóttur prests á Hofi syðra‚ Bergssonar, bjuggu í Gilsárteigi; misstu þar í senn 5 börn sín úr barnaveiki, fóru til Ameríku með 3 börn sín‚ sem eftir lifðu‚ en eitt dó á leiðinni. Þ. b. sem lifðu: Runólfur 130 og Bjarni 311.

130

αα Runólfur Marteinsson varð prestur í Ameríku.

131

ββ Bjarni Marteinsson bjó í Nýja Íslandi (á „Keldhólum“).

132

g Málfríður Jónsdóttir átti Benedikt 6821 Rafnsson, bjuggu á Höfða og Kolsstöðum. Þ. b.: Jónína Hildur 133, Þórarinn 134, Björg 135, Halldór 136, Jónas 137, Marta.

133

αα Jónína Hildur Benediktsdóttir, f. 21. nóv. 1864, átti 1893 Gísla Helgason frá Geirólfsstöðum; bjuggu á Egilsstöðum í Vopnafirði og keyptu þá. Þ. b. Benedikt, Helgi‚ Sigurður Zófónías.

134

ββ Þórarinn Benediktsson bjó í Gilsárteigi, búfræðingur og hreppstjóri, átti Önnu 1962 Jónsdóttur Þorsteinssonar. Þ. b. Málfríður, Anna Sigurbjörg, Benedikt, Jón.

135

gq Björg Benediktsdóttir átti Hjört son Stefáns Gunnlaugssonar á Setbergi í Borgarfirði og Herdísar Jónsdóttur. Bjuggu í Eyrarteigi, á Víðilæk og víðar. Þ. b. Málfríður, Þórhildur, Benedikt‚ Unnur.

136

đđ Halldór Benediktsson, búfræðingur, var á Seyðisfirði, var Borgarfjarðarpóstur, átti Jónínu 12029 Hermannsdóttur Stefánssonar. Þ. b. Hermína, Málfríður, Gróa‚ Þórarinn, Jónas og Marta‚ tvíburar, Þorsteinn og Sæbjörg, tvíburar.

137

εε Jónas Benediktsson, búfræðingur, bjó á Hreimsstöðum‚ átti Guðnýju Guðmundsdóttur frá Heiðarseli 145 og 2147. Þ. b.: Málfríður, Ragnar, Benedikt.

138

bbb Guðrún Marteinsdóttir átti Þorstein 11931 b. á Sigmundarhúsum. Þ. b. Pétur 139, Guðmundur 140, Marteinn 141, Jónas‚ drukknaði ungur‚ Ragnhildur 142, Sólveig 146, Sæbjörn 147.

139

α Pétur Þorsteinsson b. á Sigmundarhúsum, átti Sigurlaugu 11234 Eyjólfsdóttur frá Helgustöðum.

140

β Guðmundur Þorsteinsson b. á Borgum í Eskifirði, átti Ingibjörgu 10942 Gísladóttur úr Norðfirði.

141

g Marteinn Þorsteinsson b. í Árnagerði í Fáskrúðsfirði, átti Guðlaugu 1220 (d. 1930) Sigvaldad. frá Miðhúsum. Þ. b. Sigríður‚ k. Stefáns á Ásunnarstöðum 12965.

142

đ Ragnhildur Þorsteinsdóttir átti Guðmund 2145 b. í Heiðarseli, Eiríkss. Þ. b. Jón 143, Þórdís (krypplingur, óg. bl.), Þorsteinn 144, Guðný 145, Sigurbjörg, Eiríkur, Rafn‚ Benedikt.

143

αα Jón Guðmundsson búfræðingur, b. á Ásgeirsstöðum.

144

ββ Þorsteinn Guðmundsson b. á Ásgeirsstöðum, drukknaði í Lagarfljóti, undan Rangá 1914, átti Sólrúnu Guðmundsd. Þ. einbirni Þórný.

145

gg Guðný Guðmundsdóttir átti í des. 1909 Jónas 137, 2147 Benediktsson, frænda sinn‚ á Hreimsstöðum. Þ. b. Málfríður, f. 1910. Hún varð blind 9 ára‚ greind vel og myndarleg. Var mjög námfús‚ orðin fluglæs löngu fyrir 9 ára aldur. Veiktist þá í höfði og varð blind og heyrnarlaus, en fékk heyrnina nokkuð aftur. Ragnar f. 1912, Benedikt f. 1914, Jóna Sigurbjörg f. 1918, Jónas f. 1924.

146

ε Sólveig Þorsteinsdóttir átti Antoníus Eiríksson frá Hærukollsnesi, bróður Gísla pósts.

147

ſ Sæbjörn Þorsteinsson b. á Brekku í Eskifirði, átti Hólmfríði Jónsdóttur frá Bæ í Lóni (ath. 13723).

148

gg Björg Sigurðardóttir átti I Jón b. á Skjaldþingsstöðum Þorvaldsson. Þ. b. Björg 149, Ingibjörg 152, Guðrún óg. bl.; II Jón 9531 í Austur Skálanesi Bjarnason, Arngrímss. Þ. b.: Jón 168.

aaa Björg Jónsdóttir átti Jón 8063 b. í Ytri Hlíð‚ Sigurðsson Sigurðssonar á Grímsstöðum. Þ. b.: Herborg 150, Karitas 151.

150

α Herborg Jónsdóttir átti Björn 99 Björnsson, Ólafssonar, Rafnssonar.

151

β Karitas Jónsdóttir átti Finnboga 100, bróður Björns.

152

bbb Ingibjörg Jónsdóttir átti Magnús 11960 b. á Hrafnabjörgum eystri‚ Sæbjörnsson.Þ. b. Rafn 153, Jón 159, Sæbjörn 10413, Björg‚ óg., bl.

153

α Rafn Magnússon bjó í Breiðdal (í Núpshjáleigu 1845), átti Snjófríði 2301 Sigurðardóttur og Guðrúnar Steingrímsdóttur. Þ. b. voru (1845): Magnús (3 ára), Einar (2), Sigríður (5). Launson hans við Ólöfu 10413 Jónsdóttur var kallaður Snorri‚ en kunnugt var‚ að hann var son Jóns prests Guðmundssonar á Hjaltastað.

154

αα Magnús Rafnsson bjó í Hamragerði, átti Björgu 1992 Þorsteinsdóttur, Jónssonar á Melum. þ. b. Sigurður (155), Þorsteinn‚ Jón‚ Páll.

155

ααα Sigurður Magnússon b. í Hamragerði, átti Ingibjörgu Baldvinsdóttur, bl.

159

β Jón Magnússon b. á Hvalsnesi í Stöðvarfirði, átti Þorgerði Aradóttur. Þ. b. 1845: Árni (6 ára), Rebekka (2).

160

g Sæbjörn Magnússon b. á Hrafnabjörgum eystri‚ átti Sólveigu 10532 Ísleifsdóttur frá Rauðholti. Þ. b. Ingibjörg (161), Ísleifur (165) ókv., Guðríður, óg., bl. Launson Sæbjörns við Bergþóru Eiríksdóttur úr Eiðaþinghá, Þórðarsonar, hét Magnús‚ (sbr. 10733).

161

αα Ingibjörg Sæbjörnsdóttir átti Jón 12248 Hallsson frá Ekru‚ bjuggu síðast í Másseli. Þ. b. Eiríkur 162, Sæbjörn 163, Hallur 164, Jón‚ Málfríður Björg‚ Björn‚ Anna og Guðlaug. Þau fóru til Ameríku með 5 síðast talin börn 1892.

162

ααα Eiríkur Jónsson átti Jórunni 10428 Þorsteinsdóttur frá Engilæk, Ólafssonar. Am.

163

βββ Sæbjörn Jónsson drukknaði, átti Guðrúnu Hermannsdóttur, Jónssonar í Breiðuvík. Þ. einb. Eiríkur. Am.

164

ggg Hallur Jónsson bjó á Hrærekslæk, átti Guðrúnu 12247 Eiríksdóttur, bræðrungu sína. Am.

165

ββ Ísleifur Sæbjörnsson bjó um tíma á Hrafnabjörgum, var annars í vinnumennsku, átti Lukku 4955 Jónsdóttur, Sigurðssonar. Þ. b. Sæbjörg, Egill‚ Ármann‚ Ólína‚ Jón og Gróa.

166

ααα Sæbjörg Ísleifsdóttir ólst upp hjá Jóni Stefánssyni á Ekru og Gróu Magnúsdóttur, átti Þórólf 4053 b. í Húsey‚ Ríkharðsson. Þ. b. Gróa og Björn.

167

gg Magnús Sæbjörnsson bjó lítið‚ átti Oddnýju 67 og 7510 Björnsdóttur frá Bólum. Hann drukknaði á Vopnafirði í sjóróðri. Hún fór með börn sín til Ameríku.

168

ccc Jón Jónsson („kempill“) var hér og þar‚ átti I Helgu Jónsdóttur 5825 b. í Hvammsgerði. Hún er fædd á Ytra-Núpi 1801. Þ. b. Jón og Helgi‚ tvíburar, f. 16. 2. 1837, sagðir synir Snjólfs á Nýpi. II Guðrúnu Þorsteinsdóttur pósts‚ Þórðarsonar, bl.

169

α Jón Jónsson b. á Áslaugarstöðum, átti Sigurbjörgu Sigurðardóttur b. á Álandi‚ Sigurðssonar. Þ. b. Magnús‚ ókv. bl., Jóna‚ óg., bl.

170

β Helgi Jónsson b. á Gunnarsstöðum átti I Hólmfríði 751 Jónsdóttur, Einarssonar á Skjaldþingsstöðum og Ljósalandi, Sigurðssonar. Þ. b. Guðjón‚ Einar Júlíus; II Ólöfu Þorsteinsdóttur 9501 b. á Rjúpnafelli, Arngrímssonar á Haugsstöðum. Þau bjuggu á Smyrlafelli á Strönd. Þ. b. Gunnlaug Kristín. Laundóttir Helga við Oddnýju Þorsteinsdóttur 257 á Ljósalandi hét Ingibjörg.

αα Guðjón Helgason fór að Breiðabólsstað með sr. Gunnlaugi Halldórssyni, var síðar á Akureyri (1917), kvæntur.

ββ Einar J. Helgason b. á Áslaugarstöðum átti Steinunni Jósefsdóttur úr Þingeyjarsýslu. Þ. b. Helgi Kristinn, Kristján Friðbjörn, Vigfús Einar‚ Sigurður, Steinþór Jónas‚ Björgvin.

gg Gunnlaug Kristín Helgadóttir átti Kristján b. í Gunnólfsvík (frá Nóatúni).

đđ Ingibjörg Helgadóttir átti 1890 Bjarna vinnumann frá Krossavík Jónsson. Voru vinnuhjú á Langanesi og víðar.

171

hh Ingibjörg Sigurðardóttir sigldi‚ kom inn aftur á Eyrarbakka og átti þar mann‚ er Þórarinn hét‚ son Árna í Fróðholti ytra‚ Sigurðssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur smiðs á Búðarhóli‚ Þorkelssonar, Þorgautssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét d. Guðmundar Gíslasonar á Álfhólum og Sigríðar Hróbjartsdóttur. Þau bjuggu á Bátsendum í Miðnesi, voru þar þegar flóðið mikla kom‚ 8.—9. jan. 1799, síðar á Stafnesi. Þórarinn dó 1823, 68 ára. Þ. son Jón.

172

aaa Jón Þórarinsson bjó í Króki og Kjarnholtum í Biskupstungum. Dóttir hans hét Anna‚ önnur Ólöf.

173

α Anna Jónsdóttir átti Loft Þorkelsson. Þ. b. Ingunn f. 16.9. 1866.

174

αα Ingunn Loftsdóttir átti Einar 6264 prest Þórðarson í Hofteigi og síðar á Bakka í Borgarfirði eystra.

β Ólöf Jónsdóttir var móðir Sigríðar Bjarnadóttur k. Jóns 14241 Sigurðssonar í Saurbæ.

175

b Ögmundur Þorgrímsson bjó fyrst í Vopnafirði, flosnaði þar upp 1751 og flutti þá austur á Hérað með konu og 2 börn. Síðar bjó hann í Vestdal (1777) og átti Arndísi 11313 Þórarinsd. frá Þverhamri. Þ. b. Þorvaldur.

176

aa Þorvaldur Ögmundsson bjó á Ormsstöðum í Eiðaþinghá (bjó í Firði í Seyðisf. um 1800, í Fjarðarseli 1816), átti I Þorbjörgu 9640 Stígsdóttur frá Neshjáleigu. Þ. b. Björg‚ Sigurður og Stígur; II Þórunni Pétursdóttur líkl. bl. Hún er hjá stjúpdóttur sinni‚ Björgu‚ í Geitdal 1845, 75 ára.

177

aaa Björg Þorvaldsdóttir varð önnur kona Guðmundar Sigmundssonar 2308 í Geitdal.

178

bbb Sigurður Þorvaldsson b. í Bót‚ átti Hólmfríði 1163 Jónsdóttur, Jónssonar prests í Vallanesi, Stefánssonar. Þ. b.: Einar‚ Þorvaldur (Am.), tvær Þórunnir, Jarðþrúður (Am.), Stefanía (Am.).

179

α Einar Sigurðsson átti Ingibjörgu 2454 Hildibrandsdóttur frá Skógargerði (Am.).

180

β Þórunn Sigurðardóttir (Þórunn Björg) eldri átti Þorkel 7357 Hannesson b. á Hrollaugsstöðum og víðar.

181

g Þórunn Sigurðardóttir yngri átti Eyjólf 11928 b. Guðmundsson í Sauðahlíðarseli (Am.).

182

ccc Stígur Þorvaldsson bjó á Ásunnarstöðum og Dísastöðum í Breiðdal, átti I Þorbjörgu 9819 Þorkelsdóttur frá Gagnstöð. Þ. b. Þorvaldur, Sigríður; II Guðnýju 549 Aradóttur frá Gvendarnesi. Þ. b. Björg‚ Sveinn og Elís.

183

α Þorvaldur Stígsson (f. 1829) b. í Kelduskógum, átti Vilborgu 6632 Jónsdóttur b. í Kelduskógum, Guðmundssonar. Þ. b.: Stígur, Guðrún Jónína‚ Þorvaldína, Guðný Þorbjörg, Elís‚ Hóseas‚ Þórstína, Sigurbjörg, Þorvaldur og Sveinn‚ Þegar Þorvaldur var dáinn fór Vilborg til Am. með 8 börn sín. Ein dóttir varð eftir hjá Björgu föðursystur sinni og dó þar úr tæringu litlu síðar. Systur hennar dóu úr tæringu í Am., en bræðurnir lifðu.

184

αα Stígur Þorvaldsson átti Þórunni Björnsdóttur, Péturssonar prests á Valþjófsstað (Am.).

185

ββ Guðrún Jónína Þorvaldsdóttir átti Runólf 11416 b. á Ánastöðum í Breiðdal, Sigurðsson, Steingrímssonar á Eiríksstöðum í Fossárdal.

186

β Sigríður Stígsdóttir átti Stefán 9705 b. í Breiðdal Ólarsson á Gilsárvelli, Stefánssonar. Þ. b. Þorvaldur 187.

187

αα Þorvaldur Stefánsson átti Guðríði Guðmundsdóttur Bjarnasonar í Flautagerði, Sigurðssonar.

188

g Björg Stígsdóttir átti Sigurð 2318 Guðmundsson frá Geitdal; bl.

190

c Þorsteinn Þorgrímsson bjó í Dölum í Hjaltastaðaþinghá og í Rauðholti, átti Guðrúnu 3844 d. Jóns prests Oddssonar á Hjaltastað. Þau búa í Dölum 1762, hann 38 ára‚ hún 23. Þ. b. Þorgrímur 191, Stefán‚ Guðrún og Margrét.

191

aa Þorgrímur Þorsteinsson (f. í Dölum 1760) b. á Búastöðum og var póstur‚ stór maður og sterkur; átti Þóru Jónsdóttur frá Þorbrandsstöðum. Þ. b. 1816: Gróa‚ Guðrún (dó 23 ára), Þorsteinn 192, Þorgrímur, dó á Egilsstöðum 1843, 83 ára.

192

aaa Þorsteinn Þorgrímsson átti Kristrúnu Eymundsd. frá Haugsstöðum, hálfsystur Arngríms; bl.

bbb Gróa Þorgrímsdóttir átti 1848 Sigurð Árnason (f. á Langanesi ca. 1826). Bjuggu lítið. Sigurður var lengi á Hofi (Sigurður „skeggi“). Þ. b. Anna Sigríður, Sigurður, ókv. bl., Sigurjón, Sigurbjörg dó óg. bl. á Guðmundarstöðum 1912.

α Anna Sigríður Sigurðardóttir óg., átti barn við Daníel Illugasyni vm. á Hofi‚ hét Guðrún (vk. á Þorvaldsstöðum í Vopnafirði‚ óg. bl.)

β Sigurjón Sigurðsson, fórst í snjóflóði á Fossi á þrítugsaldri‚ ókv. bl.

193

bb Stefán Þorsteinsson (f. í Dölum 1763) b. á Egilsstöðum í Vopnafirði, átti Kristínu Bessadóttur b. í Dölum Bjarnas. (sbr. 10311). (Hún er f. í Dölum 1761). Stefán dó 1852, 88 ára. Þ. b.: Bjarni 194, Jón‚ Guðmundur, Þorsteinn var elztur‚ dó 24 ára ókv., bl.

194

aaa Bjarni Stefánsson b. í Teigaseli og Blöndugerði, átti Ragnheiði 5818 Eyjólfsdótfrur frá Hjarðarhaga. Þ. b. Ragnheiður 195, Una 196, Sigurbjörg 197, Jóhanna, Guðrún‚ Stefán‚ Þorsteinn (Am ), Eyjólfur, dó ungur.

195

α Ragnheiður Bjarnadóttir átti Ormar 1902 b. í Blöndugerði Guðmundsson Ormarssonar í Sauðhaga. Þ. b. Una og Stefán.

αα Una Ormarsdóttir átti son við manni‚ sem drukknaði síðan‚ en sonurinn lifði; giftist svo Sveinbirni í Norðfirði.

196

β Una Bjarnadóttir var önnur kona Stefáns 6317 Jónssonar frá Skjöldólfsstöðum. Þ. b. Helgi og Hallur‚ dóu báðir ungir. Helgi varð úti (20—30 ára).

197

g Sigurbjörg Bjarnadóttir átti Bergvin b. á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá Kristjánsson b. á Fossvöllum, Sigurðssonar. Kristján Frímann er f. í Kaupangssókn í Eyjafirði um 1813, átti Ingibjörgu Þorláksdóttur prests Hallgrímssonar í Presthólum, systur Sigríðar konu sr. Bergvins á Eiðum.

203

đ Jóhanna Bjarnadóttir var á Eskifirði 1895.

204

ε Guðrún Bjarnadóttir átti Ísak 3052 b. á Stórasteinsvaði Benediktsson frá Eyvindará, Jónssonar. Þ. b. Árni 205, Björg 206, Þorsteinn 207.

205

αα Árni Ísaksson b. á Hrjót og Hólalandshjáleigu, átti Maríu‚ sunnl., Jóhannesdóttur (Guðnýju Maríu).

206

ββ Sigurbjörg Ísaksdóttir átti Jón 1960 Þorsteinsson hreppstjóra í Gilsárteigi og síðar Seljamýri.

207

gg Þorsteinn Ísaksson b. á Ekru‚ átti Guðfinnu 4306 d. Jóns Magnússonar á Ketilsstöðum „austur“, bróður Sigurðar á Hjartarstöðum.

208

ſ Stefán Bjarnason b. í Teigaseli, keypti það‚ átti I Guðnýju 11154 Bessadóttur frá Giljum; II Björgu 6911 Þorleifsdóttur á Karlsskála, Péturssonar. Þ. b. Þorleifur 209, Guðný 210, Sólveig 211, Ragnheiður 212.

209

αα Þorleifur Stefánsson bjó í Teigaseli með Solveigu systur sinni‚ ókv. bl.

210

ββ Guðný Stefánsdóttir átti Stefán 9723 Magnússon á Giljum. Þ. b. lifðu eigi.

211

gg Sólveig Stefánsdóttir bjó með Þorleifi bróður sínum í Teigaseli, óg. bl.

212

đđ Ragnheiður Stefánsdóttir átti Gunnar 2138 Jónsson frá Háreksstöðum, bjuggu víða‚ fluttu í Fossvelli 1918.

213

bbb Jón Stefánsson b. á Egilsstöðum, hreppstjóri, átti 1825 Kristínu d. Jóns í Strandhöfn, Rafnssonar. Þ. b. Stefán 214, Kristín. Laund. Jóns‚ áður en hann kvæntist, við Björgu 241 Þorláksdóttur frænku hans‚ hét Arnfríður.

214

α Stefán Jónsson b. á Egilsstöðum, átti Sigurbjörgu 12165 Ásbjörnsdóttur frá Einarsstöðum. Þ. b. Jón 215, Stefanía 216, Stefán‚ Ásbjörn‚ Sigurbjörn.

215

αα Jón Stefánsson (Am.) átti Kristínu Halldórsdóttur frá Geitafelli.

216

ββ Stefanía Jóhanna Stefánsdóttir (3.1. 1858) átti (8.1.1881) Kristján b. á Skjaldþingsstöðum Árnason í Hvammkoti syðra Björnssonar, prests á Þingvöllum, Pálssonar og Salvarar Kristjánsdóttur í Skógarkoti, Magnússonar. Kristján var f. á Fellsenda 1854, kom til Vopnafjarðar 1878. Var fiskitökumaður þar og síðar 3 ár á Ísafirði. Keypti síðast Skjaldþingsstaði og bjó þar (1903—1911); varð blindur 1915. Þ. b. Árni Steindór 217, f. 7.11. 1881 á Vindfelli, Þórunn Elísabet 218 f. í Hnífsdal 17.9. 1883, Salvör Stefanía 219 f. á Kambi 5.10. 1887, Valtýr‚ dó 6 ára 1896, Einar Oddur 221 f. í Vopnafirði 26.12. 1891, Valdór f. í Austur-Skálanesi 25.8. 1899.

217

ααα (Árni) Steindór Kristjánsson b. fyrst á Skjaldþingsstöðum‚ átti Guðrúnu 6434 Jörgensdóttur frá Krossavík. Keypti Syðrivík með Valdóri bróður sínum og bjó þar. Oddviti og sýslunefndarmaður.

218

βββ Þórunn Elísabet Kristjánsdóttir átti Guðna 10611 Kristjánsson bókh. á Vopnafirði, bl.

219

ggg Salvör Kristjánsdóttir lærði myndagerð.

220

đđđ Stefanía Kristjánsdóttir, fór til Reykjavíkur.

221

εεε Einar Oddur Kristjánsson gullsmiður í Reykjavík.

222

ſſſ Valdór Kristjánsson.

223

gg Stefán Stefánsson b. á Rauðhólum átti Aðalbjörgu 9512 Þorsteinsdóttur. Þ. b. Sigurjón, Valborg Stefanía, Þorsteinn Jósef.

224

đđ Ásbjörn Stefánsson (Am.).

225

εε Sigurbjörn Stefánsson þurrab.m. á Hjalla við Vopnafjörð‚ átti Þórunni 107 Ólafsdóttur Finnbogasonar.

226

β Kristín Jónsdóttir átti Jón 12123 b. á Skaldþingsstöðum Árnason b. á Hrappsstöðum og Sigríðar Sveinsdóttur frá Einarsstöðum. Þ. b. Jón 227, Kristján og Stefanía.

227

αα Jón Jónsson bjó í Flögu í Skriðdal fyrst‚ svo á Egilsstöðum í Vopnafirði og síðast Hróaldsstöðum; átti I Kristínu 9101 Guðmundsdóttur b. í Flögu Einarssonar prests á Desjarmýri‚ Jónssonar. Þ. b.: Gunnar 228, Hildur 229, Guðrún 230, Kristín‚ Guðmundur; II Maríu 12020 Jónsdóttur, Jóhannessonar í Syðrivík, Einarssonar. Þ. b. Jóhannes, Jón‚ Aðalbjörg Stefanía, Eiríkur; dó innan við fermingu (datt ofan af húsi), Jóhanna, dó barn.

228

ααα Gunnar Jónsson var trésmiður, var í Höfn á Ströndum.

229

βββ Hildur Jónsdóttir átti Þorstein Valdimarsson á Bakka. Áttu 1 barn‚ sem dó þegar ásamt móðurinni.

230

ggg Guðrún Jónsdóttir átti Guðmund Ólafsson, sunnl. þurrab.m. á Bakkafirði.

đđđ Kristín Jónsdóttir.

εεε Guðmundur Jónsson lærði búfræði, fór til Danmerkur.

231

ββ Kristján Jónsson „Vopni“ lærði búfræði á Eiðum‚ bjó (lítið) á Hreiðarsstöðum, Tókastöðum og víðar‚ átti Sesselju 971 Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum. Þ. b. Kristbjörg 232.

232

ααα Kristbjörg Kristjánsdóttir átti Einar 3119 b. á Hrjót Guðmundsson, Oddssonar. Þ. b. Sveinn‚ Sesselja Kristjana, Stefán‚ Anna Björg.

233

gg Stefanía Jónsdóttir átti Sigfús 1860 b. í Svínafelli, Jónsson, Sigfússonar í Langhúsum. Þ. b. Jón‚ Ingólfur (ókv. 1929).

ααα Jón Sigfússon verzlunarstjóri á Norðfirði (Sam. ísl. verzl.), svo fiskkaupm. og kaupm. á Norðf.; átti Ingibjörgu 923 Einarsdóttur Sölvasonar á Víkingsstöðum.

234

ccc Guðmundur Stefánsson lærði söðlasmíði og var vel hagur á margt‚ rokkasmiður. Varð gamall‚ lengi blindur, dó á Vakursstöðum. Bjó á Felli í Vopnaf. og Vakursstöðum, átti I Guðrúnu 785 Jónsdóttur frá Refstað, Péturssonar. Þ. b. Stefán (Am.), Jón (Am.), Þorsteinn (Am.); II Guðrúnu 2436 Ásgrímsdóttur frá Hrærekslæk. Þ. b. Guðrún 235, Ásgrímur (Am.), Albert 236, Sesselja‚ Sólveig Ingibjörg.

235

α Guðrún Guðmundsdóttir var önnur kona Jóns 10203 Rafnssonar á Búastöðum (föður Kristbjargar í Dagv.g.). Þau fóru til Am. með börn sín.

236

β Albert Guðmundsson átti Ingiríði Árnadóttur sunnl. (af Akranesi?). Þ. b. Nikulás Stefán. Albert átti 1881 barn með Sólveigu Ingibjörgu systur sinni (dó á 4. mánuði). Hann fór svo til Am. Hann var ágætlega hagur á tré.

237

αα Nikulás Stefán Albertsson f. 3.5. 1888 átti 1915 Jóhönnu Þuríði Pétursdóttur.

238

g Sesselja Guðmundsdóttir átti 1883 Stefán b. á Lýtingsstöðum‚ Gíslason. Þ. einb. Arnbjörg 239. Stefán dó 1885, 34 ára. Sesselja bjó síðan á Lýtingsstöðum alla stund‚ ekkja‚ dó 30.12. 1926, 78 ára.

239

αα Arnbjörg Stefánsdóttir f. 1884, átti 1912 Árna Árnason frá Hróaldsstöðum, Árnasonar; bjuggu á Lýtingsstöðum.

đ Sólveig Ingibjörg Guðmundsdóttir átti barn með Albert bróður sínum 1881; það dó á 4. mánuði.

240

bb Guðrún Þorsteinsdóttir (f. í Rauðholti 1768) átti Þorlák 4749 b. á Ánastöðum í Útsveit, Pétursson. Þ. b. Björg 241, Guðrún‚ Pétur‚ Sólveig, Stefán‚ ókv., bl., Guðrún (önnur).

241

aaa Björg Þorláksdóttir fór að Egilsstöðum í Vopnafirði 1822, átti þar barn við Jóni 213 Stefánssyni frænda sínum‚ hét Arnfríður, giftist svo 1829 Kristjáni 5941 Guðmundssyni b. í Gröf í Eyjafirði, Jónss. og Júditar Sigurðard. frá Ljósavatni; bjuggu á Síreksstöðum. Þ. b. Stefán 243, Þorlákur, trésm. ókv., bl., Guðmundur‚ ókv., bl., Sigurbjörn 245, Metúsalem 246, Kristrún. Kristján dó 1865, Björg 1867.

242

α Arnfríður Jónsdóttir var II. k. Páls 4519 b. í Syðrivík Pálssonar í Vatnsdalsgerði, Björnssonar. Þ. b. Jósef‚ dó ungur‚ og fleiri dóu ung.

243

β Stefán Kristjánsson bjó lítið‚ eitthvað á Mel í heiðinni; átti Sigurveigu Friðriksd. frá Fossi. Þ. b. Sigurbjörn (Am.), Metúsalem 244.

244

αα Metúsalem Stefánsson var III. m. Guðbjargar Eiríksdóttur frá Ármótaseli; bl.

245

g Sigurbjörn Kristjánsson átti I Oddnýju Sigurðardóttur frá Þorbrandsstöðum; II Vilborgu Einarsdóttur. Hann fór til Am. með börn sín.

246

đ Metúsalem Kristjánsson bjó ekki‚ átti Guðnýju 13486 Eggertsdóttur frá Saurbæ. Þ. b. Kristján Eggert 247, Guðmundur 248, Sigurbjörn (Am.).

247

αα Kristján E. Metúsalemsson b. á Fremra Nýpi átti Jóhönnu Jónsdóttur Jóhannessonar í Syðrivík. Þ. b. Metúsalem, Jón‚ Oddný Aðalbjörg.

ε Kristrún Kristjánsdóttir átti Árna 13562, b. á Síreksstöðum‚ Friðfinnsson.

248

ββ Guðmundur Metúsalemsson, b. á Eyvindarstöðum, var II. m. Þorbjargar Jónatansdóttur. Þ. b. Friðrik, Guðný Sigurlaug.

249

bbb Guðrún Þorláksdóttir eldri átti Gísla 10890 b. í Hólshjáleigu Gíslason, Halldórssonar prests á Desjarmýri, Gíslasonar.

250

ccc Pétur Þorláksson b. á Ánastöðum í Útsveit góðu búi‚ átti Sigríði 5360 Árnadóttur frá Sævarenda.

251

ddd Sólveig Þorláksdóttir átti Jón Kristjánsson, f. í Hólasókn í Norðuramti; búa í Hólshjáleigu 1845. Þ. b. þá: Halldór
1 árs.

252

eee Guðrún Þorláksdóttir yngri átti Jón 7829 Ólafsson, Árnasonar á Grímsstöðum. Þ. b. Þorlákur 253.

253

α Þorlákur Jónsson var vm. á Grímsstöðum 1889, bjó síðast í Fremraseli, ekkjumaður, með Kristborgu Magnúsdóttur og dó þar. Hún fór síðan í Seyðisfjörð. Þ. b. Stefán. Þorlákur átti son‚ sem fór til Am. (Þorlákur bjó lítið‚ átti Sigurbjörgu. Þ. b. Steingrímur, trésm. (Am.), Karólína k. Sigurgeirs Jónssonar frá Mývatni. (Þ. b. Aldís og Jónas), Indíana k. Kristins Tómassonar á Flautafelli í Þistilf.)

254

cc Margrét Þorsteinsdóttir óg. átti 2 börn við Þorsteini b. á Ljósalandi Vigfússyni b. í Skógum. Bjó hann þar ókvæntur með Ingibjörgu systur sinni. Annað barnið hét Þorsteinn 255.

255

aaa Þorsteinn Þorsteinsson b. á Ljósalandi átti 1830 Þóreyju 11916 Jónsdóttur b. í Hvammsgerði, Þorsteinssonar á Þorvaldsstöðum í Breiðdal, Einarssonar. Þórey dó 1870. Þ. b. Stefán 256, Oddný 257, Margrét, Þórey óg., bl., Kristín, Sigríður.

256

α Stefán Þorsteinsson b. í Vatnsdalsgerði átti Sigurborgu Sigfúsdóttur. Þ. b. Þórey og Sigríður. Allt til Am.

257

β Oddný Þorsteinsdóttir var II. k. Óla Finnbogasonar frá Þorbrandsstöðum. Þ. b. Valgerður. Laund. Oddnýjar við Helga 170 Jónssyni, hét Ingibjörg.

258

αα Valgerður Óladóttir, óg., bl., var lengi þurrabúðarkona á Vopnafirði og hirti kirkjuna. Hafði orðið geðveik. Laund. við Halldóri Péturssyni úr Þistilf., hét Oddný‚ er í Rvík 1913).

259

g Margrét Þorsteinsdóttir átti I Svein („spámann“) Sveinsson frá Einarsstöðum. Þ. b. Sveinn 260; II Pétur Þorgrímsson frá Hámundarstöðum. Þ. b. Lárus‚ Þorgrímur (Am.).

260

αα Sveinn Sveinsson átti Sigríði 12125 Magnúsdóttur Árnasonar á Hrappstöðum. Am.

261

đ Kristín Þorsteinsdóttir átti 1876 Þórð b. á Fremra Nýpi Þórðarson, Guðmundssonar. Am.

262

ε Sigríður Þorsteinsdóttir átti fyrst barn við Þorsteini 938 Sigurðss. á Eyvindarstöðum, hét Stefanía; átti svo Guðjón Jakobsson, Sveinssonar. Þ. b. Jakob (Am.).

263

αα Stefanía Þorsteinsdóttirátti Sigurð 4516 Vilhelm Benjamínsson beyki á Vopnaf., var fyrri kona hans. Þ. b. Sigurður Ragnar.

265

E Þorvaldur 10 Oddsson (f. 1692) frá Sunnudal er í Krossavík 1723, bjó í Haga 1730, ekki nefndur í bændatali 1734. Hans dóttir mun hafa verið Björg í Gröf. (Enginn Þorvaldur annar í Vopnaf. eða grennd í verzlunarbókum Vopnafj. 1703, 1723 né 1730). Önnur dóttir hans mun vera Gróa.

266

a Björg Þorvaldsdóttir (f. um 1733) átti Hjörleif 9852 Jónsson b. á Hróaldsstöðum, Hjörleifssonar, búa í Gröf í Vestradal 1785, hann 46, hún 52 ára.

267

b Gróa Þorvaldsdóttir (f. um 1725) átti Pál 2461 Jónsson, Högnasonar, bjuggu á Þorgerðarstöðum (1762) og Víðivöllum fremri. Þau taka til fósturs Ásmund‚ son Hjörleifs og Bjargar, og verður það fóstur vel skiljanlegt ef Gróa hefur verið móðursystir Ásmundar, en annars væri undarlegt, að hann skyldi lenda þangað austur á barnsaldri úr Vopnaf.

268

Abbb Ögmundur Jónsson frá Hofi (9) er í Syðrivík 1703, 72 ára‚ ókv. líkl. bl.

269

Accc Þorbjörg Jónsdóttir.

270

Addd Sigríður Jónsdóttir.

271

Aeee Guðrún Jónsdóttir.

272

Afff Ingibjörg Jónsdóttir átti Stíg Þórarinsson á Arnheiðarstöðum, bl.

273

Aggg Þórdís Jónsdóttir.

274

B Ólöf Jónsdóttir frá Klaustri (5) átti Martein 5837 Magnúss.. lögréttumann eystra‚ bjuggu á Höfða á Völlum. Svo telur Jón Gunnlaugss. á Skjöldólfsstöðum í ættatölubók sinni 1684. Marteinn er lögréttumaður (er á þingi) 1593, 1594 og 1596.
Áður er hans getið í alþingisbókum 1585. Hefur bróðir hans heitið Jón. Var þá dæmt‚ að „Jón Loptsson skyldi fá Jóni Magnússyni 2 hnd. fyrir það umboð‚ sem inn kom hjá bróður hans Marteini“ (Alþ.b.II —59). Guðni hefur heitið 3. bróðirinn og lýsir Jón 1588 „lögmála í umboði síns bróður Guðna Magnússonar í jörðina Hrafntóptir, er liggur í Odda kirkjusókn, hverja jörð að Marteinn Magnússon lofaði honum að selja‚ þá hann vildi farga“ (Alb.b. II—117). Hefur því Marteinn átt jörð í Oddasókn syðra.

Nú er þess getið 1587 í Alþ.b. II —98, að Jón Einarsson hafi „lagt lögveð í jarðirnar Sandbrekku 20 hnd. og Dali í Mjóaf. 12 hnd., hver eign að nú er Magnúsar Marteinssonar og Ólöfar Jónsdóttir hans kvinnu‚ og þær fleiri‚ sem þau eigandi að yrðu‚ með því verði‚ er aðrir kaupa vilja.“ (Þessi Jón Einarsson er son Einars Ásmundss. og Málfríðar Bjarnad. (278) (Alþ.b. II —136).

Við hyllingareiðinn er Magnús Marteinss. kjörmaður í héraði eystra‚ 1649. Líklega er Magnús þessi sonur Marteins lögréttumanns. „Ólöf Jónsd.“ gat auðvitað heitið kona þeirra beggja‚ Magnúsar og Marteins, þó að heldur ólíklegt sé. Verið getur og‚ að Magnús og Ólöf‚ sem nefnd eru 1587, séu foreldrar Marteins lögréttumanns, en Magnús sá‚ er nefndur er 1649, sonur Marteins. Annars er líklegt að í Alþ.b. II—98 sé misritað Magnúsar Marteinss. fyrir Marteins Magnússonar.

Líklegt er nú þó‚ að Jón á Skjöldólfsst. hafi þekkt þessa ætt‚ og hann telur Ólöfu konu Marteins og son þeirra Sigurð. Jón Pétursson bætir við Bjarna. Og enn er líklegt, að Magnús hafi verið einn. Ókunnugt er mér um ætt frá þeim.

275

A Sigurður Marteinsson bjó í Stóra Sandfelli, hefur það verið eftir 1600, dó á Fljótsbakka 1660 og átti hann‚ eða a. m. k. 7 hnd. Sigurður vottar í Fljótsbakka um landamerki á Höfða 30.3. 1660. Hans dóttir Ólöf‚ synir Jón og Bjarni‚ Ólöf Sigurðardóttir átti Eyjólf Þorkelsson. Þau seldu sr. Stefáni Ólafssyni 7.11. 1660 2 hnd. í Fljótsbakka. 8.11. s. á. seldi Jón Sigurðsson honum 3½ hnd. og 3.12. 1660 seldi Bjarni honum 1l/2 hnd. Ingibjörg Þorsteinsdóttir selur sr. Stefáni Ólafssyni 5 hnd. í Fljótsbakka 4. 5. 1661. Dóttir hennar hét Ólöf Björnsdóttir. Hún ef til vill kona Sigurðar (II. k?).

276

B Bjarni Marteinsson var ritari Odds biskups um og eftir 1600 (segir Hannes Þorsteinsson). Sýnist þá hæpið‚ að hann geti verið sonur Ólafar‚ tímans vegna.

277

C Magnús Marteinsson kýs kjörmann til hyllingar eiðanna í Múlaþingi 1649.

278

C Jón Einarsson var klausturhaldari í Skriðu‚ átti Önnu dóttur Erlends sýslumanns Magnúss. Þannig telur Jón Gunnlaugsson á Skjöldólfsstöðum. En öðruvísi er talin gifting Önnu í Sýslumannaævum (IV, 709); og Hannes Þorsteinsson lætur allt ótalað um Jón son Málfríðar Bjarnadóttur í athugas. við Sýslum. ævir (IV, 696); nefnir hann aðeins. Það má þó telja ó1íklegt, að Jón Gunnlaugsson er semur ættartölubók sína 1684, og er því samtíða Ásmundi á Ormarsstöðum, sem dó 1675, og sem hann telur son þessa Jóns Einarssonar og Önnu Erlendsdóttur, hafi farið þar með rangt mál um svo nafnkunna menn í nágrenni, samtíða, eins og Ásmund og Bjarna bróður hans. Ég fylgi því sögn Jóns Gunnlaugssonar, þangað til frekari vissa er fengin fyrir því‚ að hann segir rangt frá Jón telur börn Jóns Einarssonar og Önnu: Ásmund‚ Bjarna og Guðrúnu. (Jón fékk Skriðuklaustur 1587 og getur í Alþ.b. II, 98, 117, 136 og víðar).

279

A Ásmundur Jónsson bjó á Ormarsstöðum í Fellum‚ auðugur; átti Guðrúnu 3908 Jónsd. Björnss. sýslum. Gunnarss. Ásmundur dó 1675.

280

B Bjarni Jónsson átti Guðlaugu 4098 Jónsd. systur Guðrúnar‚ bjuggu á Víðivöllum ytri og áttu þá.

281

C Guðrún Jónsdóttir átti Jón 876 Árnason sýslumanns á Eiðum; bl.

282

D Marteinn Einarsson bjó í Eskif., hefur lifað um og eftir 1600. Hans börn: Ásmundur, Magnús‚ Einar‚ Málfríður.

283

A Ásmundur Marteinsson uppi kringum 1650. Hann seldi Bjarna Oddss. sýslum. hálft Hafrafell 1639 og vottar það síðar‚ 29.3. 1659. Var með samþykki Ólafar Eiríksd. k. Ásmundar (5835).

284

B Magnús Marteinsson bjó í Hellisfirði, átti mörg börn (Jón Gunnl.); eitt var Ólafur. (Vera má að synir hans séu einnig Þorsteinn, Sveinn og Erlendur, sem búa í Norðfirði 1703).

285

a Ólafur Magnússon bjó í Hellisfirði, átti Ólöfu 4228 Sigurðard. prests á Skorrastað yngra. Þau búa þar 1703 og er Ólafur hreppstj. 56 ára‚ Ólöf 49 ára. Þ. b. þar þá: Guðrún (22 ára), Sigurður (21), Bjarni (20), Magnús (18), Margrét (16), Guðlaug (15), Marteinn (4). Um börn þessi veit ég ekki‚ nema Magnús.

286

aa Magnús Ólafsson býr í Hellisfirði 1734 og er eflaust sonur þessa Ólafs.

287

b Þorsteinn Magnússon bjó á Sveinsstöðum í Norðfirði 1703 (49 ára), átti Margréti Högnad. (49 ára). Þ. b. Guðlaug (20
ára), Guðný (15).

288

c Sveinn Magnússon bjó í Skuggahlíð 1703 (44 ára), átti Þóru Pétursd. (31). Þ. b. Magnús (5), Jón (3).

289

d Erlendur Magnússon bjó í Skálateigi (33), átti Þórdísi Björnsd. (40). Þ. b. Margrét (4).

290

C Einar Marteinsson uppi um 1650.

291

D Málfríður Marteinsdóttir uppi um 1650.

292

E Þorsteinn Einarsson (5) bjó í Firði í Mjóafirði og átti Guðnýju. Þ. b.: Þorbjörn, tvær Margrétar, Ólöf 447, Sigríður 448.

293

A Þorbjörn Þorsteinsson uppi um 1650.

294

B Margrét Þorsteinsdóttir uppi um 1650.

295

C Margrét Þorsteinsdóttir, önnur‚ átti Þorstein 4710 Ívarsson prests síðast í Mjóafirði (d. 1652), Haraldssonar. Þor
steinn hefur ekki verið sonur Guðbjargar Árnadóttur, sjá nr. 4709. Þau hafa líklega búið í Firði. Þ. b. Þorsteinn 296, Bjarni 444.

296

a Þorsteinn Þorsteinsson b. í Firði í Mjóaf., átti Úlfheiði 5047 Eiríksd. frá Mjóanesi, Einarss. prests á Valþjófsstað, Þorvarðss. Þau búa í Firði 1703, Þorsteinn 59 ára‚ hreppstjóri, en Úlfheiður 52. Þ. b. þá: Jens (21), Bjarni (18), Margrét (18), Jón (16), Guðný (13), Þorsteinn (11), Þorsteinn (3), líkl. ókvæntur og barnl.

297

aa Jens Þorsteinsson varð prestur í Mjóaf. 1707, dó 1708, 26 ára‚ ókv. bl.

298

bb Bjarni Þorsteinsson b. í Firði í Mjóaf. 1734. Hans börn: Ingiríður f. um 1730, Ingibjörg f. um 1720, Snjólfur (?) f. um 1722. (Börn þessi voru náskyld Snjólfi Sæmundss. á Urriðavatni 5812).

299

aaa Ingiríður Bjarnadóttir átti Narfa 3873 b. á Útnyrðingsstöðum Hinrikss., Narfas. prests í Möðrudal. Narfi bjó þar 1762, 39 ára og 1775, en er dáinn fyrir 1785.

300

bbb Ingibjörg Bjarnadóttir átti Eyjólf 3919 (og sbr. 5812) b. á Útnyrðingsstöðum og Höfða á Völlum Þórðarson, Péturss. á Ormarsstöðum, Ásmundss. Hún býr ekkja á Kolsstöðum 1762, 42 ára.

301

ccc Snjólfur Bjarnason b. á Reykjum í Mjóafirði átti Oddnýju 12579 Jakobsdóttur b. á Brekku í Mjóafirði og Sigríðar Jónsdóttur Ketilssonar. Þ. b. Þuríður, Halldóra, Sigríður.

302

α Þuríður Snjólfsdóttir f. um 1754.

303

β Halldóra Snjólfsdóttir f. um 1760.

304

g Sigríður Snjólfsdóttir f. um 1760 átti Þorleif 318 b. í Nesi í Norðfirði Jónsson. Jakobssonar, systkinabarn sitt.

305

cc Margrét Þorsteinsdóttir.

306

dd Jón Þorsteinsson b. í Skógum í Mjóafirði 1734. Hans son Jens. (Dóttir Jóns er eflaust Guðný á Ásgeirsstöðum. Getur
ekki verið d. sr. Jens‚ en er eflaust systir hans).

307

aaa Jens Jónsson lærði‚ útskrifaðist 1738, fékk Mjóafj.1739, dó 1757 (1758 segja prestaævir), 43 ára‚ úr holdsveiki; átti Ingibjörgu Árnadóttur smiðs á Kotmúla í Fljótshlíð Arnþórssonar‚ systur Ingibjargar k. Orms prests á Reyðarvatni. Þ. b. Eiríkur ókv., bl., Margrét, Guðlaug 309, Jón ókv., bl., Álfheiður 310. Hann átti 1/3 úr Firði móts við föðurbræður sína. (Sigfús Sigfússon telur d. sr. Jens‚ Ólöfu‚ fyrstu k. Hermanns 4313 í Firði).

308

α Margrét Jensdóttir átti Ólaf Eiríksson á Skálanesi í Seyðisfirði. Þ. b. dóu ung.

309

β Guðlaug Jensdóttir átti Magnús Eiríkss. á Hesteyri; bl.

310

g Álfheiður Jensdóttir átti barn við Hjörleifi á Rima‚ hét Málfríður. Hún átti svo Árna 11272 Ísleifsson frá Svínafelli í Öræfum. Þ. b. Jens á Höfða‚ átti Þorgerði Gísladóttur.

bbb Guðný Jónsdóttir var f. k. Einars Nikulássonar á Ásgeirsstöðum 3148.

311

ee Guðný Þorsteinsdóttir átti Vigfús prest 705 Sigfússon á Dvergasteini.

312

ff Þorsteinn Þorsteinsson b. á Firði í Mjóafirði, dáinn fyrir 1762, átti Emerenzíönu 6578 Árnadóttur, Hjörleifssonar og Ragnhildar Högnadóttur prests í Einholti. Þ. b. Jón 313, Þórunn 315 f. um 1714, Guðrún‚ Þrúður f. um 1736. Emerenzíana er ekkja hjá Þórunni dóttur sinni 1762, talin 61 árs‚ en á að vera 66; er 7 ára 1703.

313

aaa Jón Þorsteinsson b. á Krossi á Mjóafirði átti Kristínu Þorvaldsdóttur. Þ. einb. Guðrún.

314

α Guðrún Jónsdóttir.

315

bbb Þórunn Þorsteinsdóttir átti Jón 12566 Jakobss. eldra á Brekku í Mjóafirði, síðar á Krossi. Þ. b. Ragnhildur 316, Þorleifur 318, Jakob 325, Emerenzíana óg. bl., Þóra 326.

316

α Ragnhildur Jónsdóttir átti barn við Hjörleifi á Rima Jónssyni, hét Sigríður.

317

αα Sigríður Hjörleifsdóttir „hjáræna” óg. bl.

318

β Þorleifur Jónsson b. á Nesi í Norðfirði átti Sigríði 304 Snjólfsdóttur. Þ. b. Árni 319, Guðrún 320, Snjólfur 323, Jón 324.

319

αα Árni Þorleifsson b. á Nesi í Norðfirði.

320

ββ Guðrún Þorleifsdóttir átti Árna Torfason (f. á Steinsnesi í Mjóafirði um 1785). Þ. b. Þorleifur.

321

ααα Þorleifur Árnason er vm. á Sveinsstöðum 1845, 24 ára; bjó á Nesi í Norðfirði, átti Sesselju 436 Sveinsdóttur frá Viðfirði, Bjarnasonar. Þ. b. Guðrún 322, Sveinn líkl. ókv., Árni ókv. bl., drukknaði.

322

+ Guðrún Þorleifsdóttir átti Jón 7477 launson Sigfúsar Sveinssonar á Nesi; bjuggu í Naustahvammi. Hann lifði stutt. Þ. b. sem lifðu: Júlíana (Am.), Gunnhildur, María. Snjóflóð tók bæinn í Naustahvammi 1885 með 2 börnum Guðrúnar og Sesselju móður hennar. Guðrún var stödd á Barðsnesi með eldri börnin.

++ Júlíana Jónsdóttir átti Hermann 431 Bjarnason frá Viðfirði.

323

gg Snjólfur Þorleifsson er hjá móður sinni á Nesi 1816, 19 ára.

324

đđ Jón Þorleifsson.

325

g Jakob Jónsson b. á Hólum í Norðfirði átti Þorbjörgu Sigfúsdóttur á Borgum í Norðf. Árnasonar. Þ. b. mörg‚ dóu ung.

326

đ Þóra Jónsdóttir átti fyrst 2 börn með Hermanni 4313 í Firði Jónssyni, hétu Ingibjörg og Hermann, síðan 1 barn með Páli 2713 Sveinssyni í Viðfirði, Bjarnasonar, hét Halldór, en víst þótti það‚ að hann væri einnig sonur Hermanns.

327

αα Halldór Pálsson bjó í Firði 1816 móti Hermanni, en lengst í Fjarðarkoti; átti Þórunni 3506 Ólafsdóttur frá Húsavík, Hallgrímssonar. Þ. b.: Hermann, Þórunn‚ Einar. Launs. Halldórs við Arndísi Bjarnadóttur frá Þorvaldsstöðum í Skriðdal, Bjarnasonar‚ hét Karvel.

328

ααα Hermann Halldórsson b. á Selsstöðum átti Þórunni 3549 Björnsdóttur á Selsstöðum, Jónss. og Ingibjargar Skúlad.

329

βββ Þórunn Halldórsdóttir átti Halldór (f. í Mjóaf. um 1800) 12347 b. á Asknesi Jónsson á Rima‚ Guðmundssonar og Sesselju Halldórsdóttur. Þ. b. 1845: Sesselja, Þórunn‚ Guðrún.

330

+ Sesselja Halldórsdóttir bl.

331

+ Þórunn Halldórsdóttir.

332

+ Guðrún Halldórsdóttir átti Einar 1884 Sigurðsson Guðmundssonar á Vaði.

333

ggg Einar Halldórsson bjó í Firði í Mjóafirði, átti Önnu 8981 Jónsdóttur frá Urriðavatni, Árnasonar, var síðari maður
hennar.

334

đđđ Karvel Halldórsson átti Sigrúnu 897 Runólfsdóttur frá Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Am., en eftir verða 2 synir þeirra‚ Halldór og Gunnar.

335

+ Halldór Karvelsson.

336

+ Gunnar Karvelsson.

337

ccc Guðrún Þorsteinsdóttir frá Firði átti Pétur 5314 b. á Glúmsstöðum í Fljótsdal, síðar á Krossi í Fellum‚ Eyjólfsson á Glúmsstöðum, Brynjólfssonar Sturlusonar. Þ. b. Þorsteinn, Emerenzíana víst óg. bl., Högni‚ Guðný.

338

α Þorsteinn Pétursson (f. 1762) b. í Hvammi á Völlum‚ átti Ingibjörgu eldri 11259 Gísladóttur frá Langhúsum. Þ. b. Jón‚ Gísli (varð gamall), Pétur‚ Þorbjörg, Sólveig, Oddný‚ öll óg. og bl., nema Jón.

339

αα Jón Þorsteinsson b. á Sturluflöt og Hamborg, átti Gróu 1777 Jónsdóttur Torfasonar, systur Þorsteins í Fögruhlíð.

340

β Högni Pétursson b. á Freyshólum átti Hróðnýju 4700 Guðmundsdóttur frá Stórabakka. Þ. b. Hróðný, vitfirringur, Kristín, aumingi, Þuríður 341, Högni 348.

341

αα Þuríður Högnadóttir átti Eirík b. í Hleinargarði 12683 Jónsson Eiríkss. Þ. b. Jón 342, Guðmundur 344, Jósef 345, Guðný 347.

342

ααα Jón Eiríksson b. á Hrollaugsstöðum varð ekki gamall‚ átti Guðnýju 13005 Sæmundsdóttur Vilhjálmssonar. Þ. b. Jón 343, Gunnhildur (var tveimur árum eldri).

343

+ Jón Jónsson f. 19.9. 1860? b. í Hallfreðarstaðahjál. og Galtastöðum fram‚ átti Sigríði f. 7 3. 1862 1694 Bjarnadóttur frá Heykollsstöðum. Am. 1893. Hann dó 1.9. 1916.

344

βββ Guðmundur Eiríksson b. í Kjólsvík, átti I Sesselju 354 Högnadóttur í Kjólsvík, Högnasonar á Freyshólum, systkinabarn sitt. Þ. b.: Þuríður, Högni 1765, Eiríkur, Guðmundur, allir 3 í Am.; II Sesselju Þorkelsdóttur 3279 frá Stekk í Njarðvík, bjuggu í Stekk. Snjóflóð tók bæinn‚ hjónin‚ börn þeirra o. fl.

345

ggg Jósef Eiríksson átti barn við Þuríði Árnad. „sannleiks“ og Margrétar, hét Guðný; giftist svo Ingibjörgu Hallgrímsdóttur frá Búðum‚ bl.

346

+ Guðný Jósefsdóttir átti Þorkel 3255 þbm. í Bakkagerði Jónsson í Njarðvík, Sigurðssonar.

347

đđđ Guðný Eiríksdóttir átti Jón 5982 b. á Hólalandi Einarsson‚ Stefánssonar prests á Presthólum Scheving Lárussonar og Ólafar Jónsdóttur Einarssonar prests á Þóroddsstað, Hjaltasonar. Einar Scheving var eftir síðari konu sr. Stefáns og eigi álitinn sonur prests. Börn Einars voru sum eignuð Sigurði Jónss. frá Víðastöðum, ráðsmanni Einars‚ þó ekki Jón á Hólalandi.

348

ββ Högni Högnason f. 1800, b. í Kjólsvík, átti Gyðríði 9856 Jónsd. frá Hvannstóði, Hjörleifss. (Högni var tökupiltur 1816 hjá Þorvarði Guðmundss. í Kjólsvík og Þóru Jónsd. bústýru hans). Þ. b.: Guðlaug 349, Sesselja 354, Guðrún 358, Guðný 359.

349

ααα Guðlaug Högnadóttir var síðari k. Guðmundar 10700 b. í Dölum í Mjóaf. Pálss. Sigmundss. í Húsavík, Tuniss. Þ. einb. Högni 350.

350

+ Högni Guðmundsson b. í Breiðuvík í Borgarf., síðar þbm. í Bakkagerði, átti Katrínu 7391 Metúsalemsd. Þ. b. Guðríður Ágústa 351, Guðrún María 352, Guðlaug 353.

351

++ Guðríður Ágústa Högnadóttir átti Bjarna 1688 Sveinsson Bjarnas. á Heykollstöðum.

352

++ _ Guðrún María Högnadóttir átti Þórð Jón 9718 Þorsteinss., Ólafss. á Gilsárvelli, Stefánss.

353

++ Guðlaug Högnadóttir.

354

βββ Sesselja Högnadóttir átti Guðmund 344 b. í Kjólsvík og Njarðvíkurstekk Eiríksson í Hleinargarði. Þ. b.: Þuríður 355, Eiríkur, Högni‚ Guðmundur, þeir allir 3 í Am.

355

+ Þuríður Guðmundsdóttir átti Stefán 10084 b. í Bakkagerði í Borgarf. (Úraníu) Jónss. b. á Hólalandi, Stefánss. Þ. b. Lára 356 og Guðrún Margrét.

356

++ Lára Stefánsdóttir átti Árna Sigurðss. á Ósi‚ Jakobss.

357

++ Guðrún Margrét Stefánsdóttir átti Ágúst 10707 Ólafss., Bergss.

358

ggg Guðrún Högnadóttir átti Jóhannes („langa“) Jónsson b. í Geitavík, Magnúss. (Latínu-Magnúsar) Am.

359

đđđ Guðný Högnadóttir átti Guðna 9672 b. í Kjólsvík og á Glettingsnesi, Stefánss. Jónss. á Uppsölum, Stígss. Þ. b. Gyðríður 360, Sofía 361, Þorbjörg og Guðrún?

360

+ Gyðríður Guðnadóttir, yfirsetukona, átti Stefán á Bakka‚ Egilss. Árnas. Am.

361

+ Sofía Guðnadóttir átti Þórarin b. á Jökulsá Gíslas. b. á Hofströnd. Am.

362

+ Þorbjörg Guðnadóttir.

363

g Guðný Pétursdóttir átti 1790 Jón 4072 b. í Tunghaga Eyjólfss. hreppstj. í Sauðhaga, Jónss. og Solveigar Bergsd. á Hryggstekk, Péturss. á Ormarsstöðum, Ásmundss. (Faðir Eyjólfs hefur líkl. verið Jón Eyjólfsson, sem býr á Víkingsstöðum 1734. Móðir Eyjólfs hét víst Herdís): Þ. b. Eyjólfur 364, Benedikt 366, Emerenzíana 367, Pétur 368 og Stefán 369.

364

αα Eyjólfur Jónson b. á Hóli í Fljótsdal, átt I Sesselju 11248 Kristjánsd., bl., þá barn við Margréti Hallsd. 4048, systur Bergs‚ hét Guðmundur; átti svo II Guðnýju Ásmundsd. Magnúss. og Kristínar Sveinsd. Þ. b. Jóhanna.

365

ααα Guðmundur Eyjólfsson.

366

ββ Benedikt Jónsson b. á Eyvindará, átti Guðlaugu 3045 Pétursd., systur Gísla í Hlaupandagerði.

367

gg Emerenzíana Jónsdóttir átti Jakob 2989 b. í Mjóanesi, launson Þórðar á Finnsstöðum Gíslasonar.

368

đđ Pétur Jónsson b. í Tunghaga, átti Katrínu 3060 Pétursd., systur Gísla í Hlaupandagerði.

369

εε Stefán Jónsson b. í Áreyjum og Sómastaðagerði, átti Margréti 10456 d. Þorsteins Magnúss. í Beinárgerði (bróður Ásmundar föður Guðnýjar seinni k. Eyjólfs á Hóli) og Margrétar Andrésd. Hjartars. Þ. b. Jón‚ Guðni‚ Stefán.

370

ddd Þrúður Þorsteinsdóttir frá Firði (f. ca. 1736) átti Þorstein prest á Skorrastað, Benediktss. lögréttum. í Skógum undir Eyjafjöllum, Högnasonar prests í Hólum undir Eyjafjöllum‚ Ámundasonar í Skógum‚ Þormóðss. og Guðnýjar Þorsteinsdóttur prests í Holti undir Eyjafjöllum, Oddssonar prófasts í Holti‚ Eyjólfssonar. (Sýslum.æv. IV, 443). Sr. Þorsteinn var f. 1731, vígður 1758 til Mjóafjarðar, bjó á Krossi‚ en sagði því brauði af sér (eða flosnaði þar upp) og gerðist 1766 aðst. prestur sr. Daða í Reynisþingum Guðmundss.; bjó þá á Stóru-Heiði, fékk Skorrastað 1771, sagði af sér 1796, dó 1810. Var allgóður kennimaður‚ einarður, hreinlyndur og vinfastur. Þ. b. Benedikt 371, Jón‚ Guðný‚ Þorsteinn, Sesselja. 5 börn þeirra dóu ung.

371

α Benedikt Þorsteinsson f. 1768 á Stóru-Heiði í Mýrdal‚ vígður aðstoðarprestur til föður síns 1794, fékk Skorrastað 1796, kvæntist s. á. Vigdísi Högnadóttur frá Skógum undir Eyjafjöllum‚ bræðrungu sinni‚ systur Guðnýjar k. Árna biskups Helgasonar. Þ. b. Guðný f. um 1801, Sólveig f. um 1803, Þrúður‚ Guðný yngri f. um 1809, Sigríður f. um 1814. Sr. Benedikt flutti að Ormsstöðum 1819, en byggði staðinn, dó 1845. Vigdís bjó síðan á Ormsstöðum í Norðfirði (75 ára 1845). Hjá þeim ólst upp Þrúða 408 Torfadóttir f. í Skuggahlíð (29 ára 1845), dó óg., bl. Sr. Benedikt var allmikill fyrir sér og harðger, heldur drykkfelldur.

372

αα Guðný Benediktsdóttír eldri átti Þórarin 9955 prófast Erlendsson á Hofi í Álftafirði. Þ. b. 1845: Erlendur (16) ára), Ólöf (15), Þorsteinn (14), Högni (11), Guðrún (9), Þrúður (6). Ennfremur áttu þau: Benedikt (dó á 11. ári‚ 1836), Vigdís (dó 17 ára), Ingveldur (dó 8 ára 1844), Benedikt yngri (dó á 1. ári‚ 1840), Guðnýjar tvær (dóu á 1. ári 1842 og 1843). Sr. Þórarinn dó 28.4. 1898, en Guðný 8.5. 1878.

373

ααα Ólöf Þórarinsdóttir átti Erlend b. í Hellisfjarðarseli Bjarnason, bl. Hún dó 1861, 31 árs. Þau voru eigi saman nema hálft annað ár.

374

βββ Erlendur Þórarinsson varð sýslumaður í Ísafjarðarsýslu; drukknaði ungur‚ ókv., bl., 1854, vænsti maður.

375

ggg Þorsteinn Þórarinsson f. 28.9. 1831, vígðist aðst. prestur til föður síns 1858, fékk Berufjörð 1862, Heydali 1890; var prófastur 1876—1878. Fékk lausn frá prestsskap 1910, var því prestur í 52 ár. Varð R. af Dbr. 1908, dó 7.7. 1917. Hann var ljúfmenni og sæmdarmaður, góður búmaður og reglumaður. Hann kvæntist 3.10. 1861 Sigríði (f. 22.7. 1840, d. 26.9. 1925) 6354 Pétursd. prests á Valþjófsstað, Jónssonar. Þ. b. Pétur‚ Guðný‚ Anna.

376

+ Pétur Þorsteinsson f. 3.8. 1873, prestur í Heydölum eftir föður sinn 1910, áður aðst. prestur hans frá 1899, dó 11.3. 1919, góðmenni og vel þokkaður; átti 1899 Hlíf d. Boga Smith b. í Arnarbæli á Fellsströnd.

377

+ Guðný Þorsteinsdóttir átti Jón (f. 14.1. 1863) prófast Guðmundsson á Skorrastað, 1888.

378

+ Anna Þorsteinsdóttir átti Svein 4140 Ólafsson umboðsm. í Firði í Mjóafirði og var s.k. hans.

379

đđđ Högni Þórarinsson dó ókv. 23 ára‚ 1855.

380

εεε Guðrún Þórarinsdóttir átti Carl Daníel Tulinius, kaupm. á Eskifirði. Þ. b. Þórarinn Erlendur, Karl Andrés‚ Axel Valdemar, Ottó Friðrik, Axeline Jóhanne. C. D. Tulinius dó 16.2. 1905, Guðrún 30.8. 1904.

381

+ Þórarinn Erlendur Tulinius stórkaupm. í Khöfn.

382

+ Karl Andrés Tuliníus verzlunarstj. á Fáskrúðsfirði.

383

+ Axel Valdemar Tulinius f. 6.6. 1865, varð sýslum. í Suður-Múlasýslu 1895, fékk lausn 1911 og flutti þá til Rvíkur. Var forstjóri konungsfararinnar 1907 og varð þá R. af Dbr. Var formaður Íþróttasamb. Ísl. Hann kvæntist Guðrúnu d. Hallgríms biskups Sveinssonar. Hún er f. 14.2. 1875. Þ. b. Hallgrímur Axel f. 14.2. 1896, Carl Daníel f. 13.7. 1902, Erlingur Gustaf f. 21.12. 1909.

384

+ Ottó Friðrik Tulinius kaupm. á Oddeyri.

385

ſſſ Þrúður Þórarinsdóttir átti Harald 8246 Briem hreppstjóra á Rannveigarstöðum og Búlandsnesi.

386

ββ Solveig Benediktsdóttir átti Jón 403 og 1473 prest á Skorrastað og Heydölum Hávarðss. b. á Hólum í Norðfirði. Þ. b. Vigdís‚ Guðný‚ Guðlaug, óg., bl., Sigríður, Hávarður.

387

ααα Vigdís Jónsdóttir átti Hávarð b. á Hólum‚ Einarsson, Erlendssonar. Þ. b. Jón‚ Einar‚ Guðmundur, Þórarinn.

388

βββ Guðný Jónsdóttir átti Hermann 1412 b. á Barðsnesi Vilhjálmsson b. á Brekku. Þ. b.: Ármann‚ Jón‚ Ólafur dó fullorðinn. ókv., bl., Vilhelmína, Solveig.

389

ggg Sigríður Jónsdóttir átti Magnús hreppstj. í Húsey‚ Magnússon prests Bergssonar. Þau skildu.

390

đđđ Hávarður Jónsson var í Breiðdal, víst ókv., bl.

391

gg Þrúður Benediktsdóttir fór suður að Görðum‚ dó óg., bl.

392

đđ Guðný Benediktsdóttir yngri átti Svein 4138 b. á Kirkjubóli í Norðfirði og Skógum Jónsson í Firði‚ Ögmundssonar. Þ. einb. Benedikt, vm. í Firði í Mjóafirði um 1890, víst ókv., bl.

393

εε Sigríður Benediktsdóttir átti Svein 7035 b. á Brekkuborg í Mjóafirði, Sigurðsson, Sveinssonar á Stuðlum. Þ. b. Benedikt‚ Sveinn.

394

ααα Benedikt Sveinsson f. 1846 var í latínuskólanum (1868—1871) en hætti námi og bjó síðan alla stund á Brekku borg í Mjóafirði; átti Margréti 4403 Hjálmarsdóttur frá Brekku‚ Hermannssonar. Þ. b. Sveinn‚ Hjálmar, Vilhjálmur, Sigríður, dó um tvítugt, Friðjón, Sveinn‚ Maríus (Am.), Ragnhildur, María (fór með Hjálmari til Fjóns), Hermann, Benedikt, Jóhanna, Ragnar.

395

+ Sveinn Benediktsson átti Helgu 4387 Jónsd., Hjálmarssonar á Brekku.

396

+ Hjálmar Benediktsson var vagnasmiður á Fjóni‚ átti danska konu.

397

+ Vilhjálmur Benediktsson verzlunarstj. á Nesi í Norðfirði átti Helgu Jónsd. sunnan úr Garði. Þ. b. Margrét Sigríður.

398

+ Friðjón Benediktsson átti Maríu Hildi 4394 Vilhjálmsdóttur frá Brekku.

399

+ Sveinn Benediktsson yngri átti Steinunni Þorsteinsdóttur sunnl. Þ. b. Margrét, Sigríður, Unnur.

+ Ragnhildur Benediktsdóttir.

+ Hermann Benediktsson.

+ Benedikt Benediktsson b. á Borgareyri.

+ Jóhanna Benediktsdóttir átti Jóhann Stefánsson úr Eyjaf.

+ Ragnar Benediktsson.

400

βββ Sveinn Sveinsson lærði búfræði, varð skólastjóri á Hvanneyri, dó ókv. ekki gamall.

401

β Jón Þorsteinsson vígður 1802 aðstoðarprestur sr. Jóns prófasts Þorlákssonar á Hólmum og 1806—1810 hjá sr. Magnúsi Ólafssyni í Bjarnarnesi, prestur á Kálfafellsstað 1810—1848, dó 1848, 73. ára; búmaður góður‚ en þótti lítill klerkur, þó söngmaður góður. Drykkjumaður og þá aðsúgsmikill og orðfrekur. Átti 10.6. 1807 Sigríði (d. 12.4. 1841, 62 ára) 14028 Hallsdóttur b. á Hólum í Hornafirði, Þorleifssonar. Þ. b. Jón‚ Stefán (8541).

αα Jón Jónsson bjó í Byggðarholti, hreppstj. átti Ragnhildi 8832 Gísladóttur s. st. Árnasonar.

402

g Guðný Þorsteinsdóttir átti Hávarð 1444 b. á Hólum í Norðfirði Jónsson. Þ. b. Jón‚ Þrúður. Guðný var s. k. Hávarðar
(sjá 1473).

403

αα Jón Hávarðsson f. 1800, vígður 1828, fékk Skorrastað 1845, Heydali 1857, dó 1882. „Mesta prúðmenni og hjálpsamur í sveit“. Átti Solveigu 386 Benediktsdóttur, systkinabarn sitt.

404

ββ Þrúður Hávarðsdóttir átti Einar b. í Hellisfirði Erlendsson. Þ. b. Ólöf.

405

ααα Ólöf Einarsdóttir átti Finn prest Þorsteinsson á Desjarmýri (1861) og Klyppstað (1869). Þ. b.: Kristín (Am.), Jón.

406

+ Jón Finnsson prestur á Hofi í Álftafirði, bjó lengst á Djúpavogi (f. 17.8. 1865), átti 24.8. 1901 Sigríði Hansínu Hans dóttur Beck (f. 2.5. 1872). Þ. b. Finnur f. 31.10. 1902 d. 24.11. s. á., Hans Jakob f. 20.1. 1904, Eysteinn f. 13.11. 1906.

407

đ Þorsteinn Þorsteinsson.

408

ε Sesselja Þorsteinsdóttir, f. 1778, átti I Davíð 583 Jónsson í Hellisfirði. Þ. b. Árni‚ Sigríður; II Torfa 12407 b. í Skuggahlíð Jónsson, Torfasonar. Þ. b. Jón‚ Þrúða‚ óg., bl.; III Ara Marteinsson 12455. Þ. b.: Anna.

409

αα Árni Davíðsson, f. 1802, bjó lítið‚ varð seinni maður Rósu 4887 Finnbogadóttur ekkju Skúla Skúlasonar í Sandvík, bl. Hann var 30 ár blindur, dó í Heydölum um 1860.

410

ββ Sigríður Davíðsdóttir, f. 1800, átti I Jón 12481 b. í Viðfirði Sveinsson, Oddssonar kistils. Þ. b. Davíð; II Svein 2852 b. í Viðfirði Bjarnason, Sveinssonar. Þ. b. Jón‚ Bjarni‚ Þórarinn, Sveinn‚ Ólöf‚ Sigríður, Sesselja, Halldóra, óg., bl., Kristín, Þrúður‚ Árni.

411

ααα Davíð Jónsson, f. 1822 b. á Grænanesi í Norðfirði, átti Guðrúnu 12420 Illugadóttur halta‚ Jónssonar. Þ. b. Jón‚ Árni‚ Hermann, Sigríður, Ingibjörg. Launson Davíðs við Guðfinnu 7395 Sigfúsdóttur í Fannardal, hét Davíð.

412

+ Jón Davíðsson, f. 1844, b. á Grænanesi, greindur og skáldmæltur, átti Guðrúnu 1461 Þorsteinsdóttur frá Skuggahlíð. Þ. b. Valborg, Þórey‚ Sigrún‚ Kristrún.

++ Sigrún Jónsdóttir ólst upp hjá Jónasi próf. Hallgrímssyni‚ átti sr. Harald á Kolfreyjustað, Jónass. prests í Sauðlauksdal. Þ. b. Jónas.

413

+ Árni Davíðsson b. á Grænanesi átti Guðríði 2798 Torfadóttur frá Skuggahlíð. Þ. b. Davíð‚ Ingólfur, Sveinn‚ Torfhildur, Valgerður, Stefanía, Kristín, Sigríður, Þorleifur, Borghildur, Lukka. Guðríður dó 1916.

414

+ Hermann Davíðsson b. í Skuggahlíð, átti Valgerði Torfadóttir 2799 frá Skuggahlíð. Þ. b. Torfi‚ Davíð‚ Ólafur‚ Sigurbjörg‚ Valgerður, Ármann‚ Þorgerður.

415

+ Sigríður Davíðsdóttir átti Sigurlínus Stefánsson, bl.

416

+ Ingibjörg Davíðsdóttir átti Jón b. á Stuðlum í Norðfirði Þorsteinsson 2750. Þ. einb. Sigfús.

417

++ Sigfús Jónsson þurrab.m. á Nesi í Norðfirði.

418

+ Davíð Davíðsson, b. í Neðri Skálateigi, átti Sigríði 2810 Ófeigsdóttur, Am.

419

βββ Jón Sveinsson, b. á Klifi í Viðfirði, átti Halldóru 2819 Bjarnadóttur í Sandvíkurseli Hildibrandssonar. Þ. b. Bjarni ókv., bl., (vm. í Borgarf.) Sólveig o. fl.

420

ggg Bjarni Sveinsson b. í Viðfirði og átti hann Guðrúnu 4316 Jónsdóttur, Björnssonar, Skúlasonar. Þ. b. Ármann‚ Ingibjörg‚ Sveinn‚ Guðfinna, Jón‚ Hermann, Am., Björn‚ Haraldur, Sigríður, Guðlaug, Vilhelmína, Hermann.

421

+ Ármann Bjarnason, verzlunarþjónn á Vestdalseyri, síðar í Stykkishólmi, átti Katrínu Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu Pálssonar. Þ. b. Sigurbjörn, Guðjón, Karl Magnús, Ágústa.

422

+ Ingibjörg Bjarnadóttir átti I. Björn 1911 á Vaði‚ Ívarsson. Þ. b. Guðrún‚ Jónína‚ Sigurður, Bjarni‚ Amalía‚ Þórhildur, Guðrún Anna. II. Jón 6836 Jónsson frá Hallbjarnarstöðum. Þ. b. Björg‚ Snæbjörn, Ármann‚ Vilborg.

++ Guðrún Björnsdóttir átti Ólaf Hallsson frá Grýtáreyri í Seyðisfirði, Am.

++ Jónína Björnsdóttir átti Árna Jónsson b. á Múlastekk í Skriðdal.

++ Sigurður Björnsson b. í Sauðhaga og Vaði.

++ Amalía Björnsdóttir átti Einar Jónsson, bróður Árna.

++ Bjarni Björnsson, b. á Borg í Skriðdal, átti Kristínu Árnadóttur.

++ Þórhildur Björnsdóttir var s. k. Stefáns á Borgum‚ Guðmundssonar. Þ. b. Björn‚ Ingibjörg.

423

+ Sveinn Bjarnason, b. í Viðfirði, átti I. Guðrúnu 1918 Ívarsdóttur frá Vaði. Þ. b. Anna‚ Bjarni‚ Ingibjörg, óg., bl.; II. Ólöfu 432 Þórarinsdóttur, systur Stefáns á Mýrum. Þ. b. Sesselja Sigríður, Þórarinn Viðfjörð, Kristín, Sófus‚ Frímann, Halldóra Guðrún‚ Ólöf. Launson við Guðbjörgu Benediktsd., hét Sveinn. Launson við Guðríði Hektorsdóttur, hét Örnólfur. Launson við Guðbjörgu Bessadóttur, Jónssonar blábuxa og Sigríðar Runólfsdóttur‚ hét Sigurður.

++ Anna Sveinsdóttir átti Jón 12234 Benjamínsson, útvegsb. í Nesi í Norðfirði. Þ. b.: Sveinrún, Rannveig, Óli‚ Hermann og Lilja tvíburar, Anton Sigurður.

++ Bjarni Sveinsson átti Guðrúnu Friðbjörnsdóttur. Þ. b. Guðlaug Ólöf.

++ Sveinn Sveinsson.

++ Örnólfur Sveinsson átti Guðrúnu Björnsdóttur á Vaði.

++ Sigurður Sveinsson.

424

+ Guðfinna Bjarnadóttir átti Sigfús 4648 Björnsson, Einarssonar frá Þórarinsstöðum og Guðrúnar Þorkelsdóttur (Kvæða-Kela), Am. Þ. b. mörg.

++ Bjarni Sigfússon, kv. Halldóru Jónsdóttur, Vilhjálmssonar á Gerðisstekk. Þ. b. Guðný Vilhelmína, Sigríður, Guðfinna.

425

+ Jón Bjarnason b. í Viðfirði átti I Maríu Sigvaldadóttur, Björnssonar á Bóndastöðum. Þ. b. Bjarni og Guðrún; II Sofíu
Stefánsdóttur frá Hvalnesi, bl. Launson við Halldóru Bjarnadóttur‚ hét Gunnar.

426

+ Björn Bjarnason lærði málfræði, varð dr. phil. Kennari við Kennaraskólann í Reykjavík, dó 1919, átti Gyðu Þorvaldsdóttur læknis á Ísafirði, Jónssonar, Þ. b.:Högni, Sigríður, Kristín.

427

+ Haraldur Bjarnason fór til Stykkishólms með Ármanni‚ átti Elísabetu Bjarnadóttur frá Hafrafelli. Þ. b.: Bjarni‚ Gunnlaugur og Halldór.

428

+ Sigríður Bjarnadóttir varð II. k. Eiríks 3536 og 11694 í Hlíð í Lóni‚ Jónssonar, Markússonar. Þ. b. Bjarni‚ Þorbjörg, Guðmundur‚ Rósa‚ Solveig, Guðlaug.

429

+ Guðlaug Bjarnadóttir átti Guðmund b. í Efri Miðbæ‚ Sighvatsson b. á Ánastöðum í Breiðdal. Þ. b. Magnea‚ Guðríður, Guðjón‚ Sigmar.

430

+ Vilhelmína Bjarnadóttir átti Ara 2756 b. í Naustahvammi‚ Marteinsson. Þ. b. Lukka‚ Anna‚ María‚ Gyða‚ óg.

++ Lukka Aradóttir átti Svein Jónsson á Nesi‚ náfrænda sr. Jóns prófasts á Skorrastað. Þ. b. Ólöf‚ Laufey.

++ Anna Aradóttir átti Magnús Guðmundsson í Naustahvammi. Þ. b. Guðmundur, Vilhelmína.

431

+ Hermann Bjarnason átti Júlíönu 322 Jónsdóttur frá Naustahvammi. Am.

432

đđđ Þórarinn Sveinsson b. á Randversstöðum í Breiðdal átti Soffíu Friðriksdóttur. Þ. b. Friðbjörn, Stefán‚ Sigríður, Ólöf.

+ Friðbjörn Þórarinsson átti Bergþóru 1906 Gunnarsdóttur, Gunnarssonar, snikkara.

+ Stefán Þórarinsson, búfræðingur, b. á Mýrum í Skriðdal, átti Jónínu 9912 Einarsdóttur pósts‚ Ólasonar. Þ. b. Einþór‚ Einar Jóhann‚ Þórarinn, Sófonías, Magnús‚ Metúsalem, Pálína Fanny‚ Sveinn‚ Ingibjörg, Jón dó barn.

+ Ólöf Þórarinsdóttir var s.k. Sveins 423 Bjarnasonar í Viðf.

+ Sigríður Þórarinsdóttir átti Svein 7247 b. á Kirkjubóli í Norðfirði Guðmundsson.

433

εεε Sveinn Sveinsson b. í Miðbæ átti Ásbjörgu 3890 Hjálmarsdóttur, Hjálmarssonar. Þ. b. Pálína‚ Ingibjörg.

434

ſ ſ ſ Ólöf Sveinsdóttir átti Sigfús 7466 b. á Nesi í Norðfirði Sveinsson, Skúlasonar. Am.

435

zzz Sigríður Sveinsdóttir átti Hildibrand 2818 Bjarnason í Sandvíkurseli, Hildibrandssonar. Þ. b. Ármann‚ Bjarni‚ Pálína‚ Sveinbjörg.

436

įįį Sesselja Sveinsdóttir átti Þorleif 321 b. á Nesi í Norðfirði‚ Árnason.

437

zzz Kristín Sveinsdóttir átti Magnús 2767 b. í Miðbæ efri Ólafsson, Jónssonar, Stefánssonar í Fannardal. Þ. b. Mekkín‚ dó ung‚ Ottó‚ Ólafur.

438

11^ Þrúður Sveinsdóttir átti Jón á Núpi Einarsson. Þ. b. Jóhanna.

+ Jóhanna Jónsd. átti Sigurð Antoníusson á Berunesi 8771.

439

fififi Árni Sveinsson b. í Viðfirði, varð ekki gamall‚ var II. m. Gunnhildar 6959 Ólafsdóttur í Hellisfirði, Péturssonar. Þ. einb. Arnórína Sigríður. Am.

440

gg Jón Torfason (sbr. 408) b. á Grænanesi átti Kristínu Jónsdóttur, f. í Hólmasókn um 1817. Þ. b. Guðni‚ Sólveig. Þegar Jón dó‚ fór Kristín með börnin til sr. Jóns Hávarðssonar í Heydölum.

441

đđ Anna Aradóttir, f. 1812, átti Brynjólf 10953 (f. 1818) b. í Ormsstaðahjál., launson Brynjólfs á Hofi‚ Gíslasonar. Þ. b. Ari‚ Brynjólfur.

442

ααα Ari Brynjólfsson f. 3.2. 1849, ólst upp hjá sr. Jóni Hávarðssyni í Heydölum, b. á Heyklifi og Þverhamri, hreppsoddviti og eitt sinn alþingismaður; átti 16.7 1882 Ingibjörgu 8794 (f. 1.1. 1855) Högnadóttur, Gunnlaugssonar prests á Hallormsstað. Hún dó í maílok 1927. Þ. b. Jónína Rósa‚ Anna Kristín, Magna Ragnheiður‚ dó 3 ára.

443

+ Jónína Rósa Aradóttir f. 28.11. 1884, átti 16.7. 1907 Einar gagnfræðastúdent Björnsson b. í Höskuldsstaðaseli, Eiríkssonar og Kristínar Marteinsdóttur; bjuggu á Þverhamri í Breiðdal. Þ. b. Ari Björn f. 27.12. 1909, Unnar f. 1912.

4441

+ Anna Kristín Aradóttir f. 30.12. 1891, átti 16.7. 1916 Þorstein 6367 búfræðing Stefánsson prests‚ Péturssonar.

4442

βββ Brynjólfur Brynjólfsson f. 1850, bókbindari á Seyðisfirði, dó 1898; átti Margréti Bjarnadóttur b. í Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd, Magnússonar. Þ. b. Ari f. 9.9. 1895 (er á Þverhamri 1917), Sveinn f. 14.2. 1896 (er á Þverhamri 1917), Brynjólfur f. 5.7. 1897 (Am.). Margrét fór til Am. eftir lát Brynjólfs og giftist þar aftur.

4443

b Bjarni Þorsteinsson (sbr. 295) átti Ingibjörgu Eiríksdóttur frá Mjóanesi, Einarssonar, systur Úlfheiðar k. Þorsteins bróður hans 5047.

4444

D Ólöf Þorsteinsdóttir (sbr. 292) frá Firði átti Jens prest Ormsson í Mjóafirði, sunnlenzkan, son Orms prest Þorvarðssonar á Reynivöllum og f. k. hans Elísabetar Ólafsd. Janssonar bagga. (Sr. Jens hét eiginlega „Jans“ eftir föður Ólafs bagga). Hann var prestur í Mjóafirði frá því um 1627 (eða 1628). Missti prestsskap 1633, enda kærðu sóknarmenn hann oftar en einu sinni. Þ. b. Ormur‚ Elísabet.

4445

E Sigríður Þorsteinsdóttir (sbr. 292) átti Arnór Þórólfsson b. á Reykjum í Mjóaf. um 1650. Þ. b. Jónar tveir. (Jón Arnórsson býr á Steinsnesi í Mjóaf. 1703 (64 ára). Börn hans Signý (28), Sigríður (24), Guðný (10), Hallur (9) ). a Jón Arnórsson yngri bjó í Firði í Seyðisfirði 1673, seldi þá Brynjólfi biskupi hálfa Reyki í Mjóaf.

4446

F Torfi Einarsson (sbr.5) b. Hafursá , lögréttum., átti Guðrúnu 5833 Einarsd. prests á Valþjófsstað, Magnúss. Þ. b. Ásmundur‚ Einar Jón‚ Loftur‚ Arndís 454, Sesselja 509, Málfríður 579, Margrét.

4447

A Ásmundur Torfason b. á Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1660 og síðan; átti 16 hundraða í þeirri torfu og seldi Brynjólfi biskupi 1673 fyrir 20 hundraða í Starmýri. Hann átti Margréti Þorgrímsdóttur. Þau áttu börn. Þeirra son mun vera Torfi í Borgartúni.

4448

a Torfi Ásmundsson býr í Borgartúni í Stöðvarf. 1703, 37 ára‚ átti Kristínu Þorsteinsdóttur 40 ára. Þ. b. Jón (8), Guðrún (13 ára), Guðný (12 ára).

4449

B Einar Torfason. Hans synir gætu verið Þórarinn á Þverhamri, Jón í Flögu og Torfi á Fremri Kleif. Getgáta er þó aðeins‚ að þeir hafi bræður verið og sett hér aðeins til athugunar‚ ef einhverjar aðrar líkur fengjust (sjá 447). Guðrún Bjarnadóttir hefði þá átt að heita kona Einars; er hjá Torfa á Kleif 1703, 74 ára. (Einar Torfason seldi sr. Stefáni Ólafssyni 21.1. 1658 alla Kolsstaði 20 hundr., en fékk í staðinn hálfa Gilsá 15 hundr. og 6 hundr. í Þverhamri.

44410

a Þórarinn Einarsson b. á Þverhamri 1703, 53 ára‚ átti Höllu Jónsdóttur (45 ára). Engin börn hjá þeim.

44411

Jón Einarsson b. í Flögu í Breiðdal 1703, 52 ára‚ átti Guðrúnu Jónsdóttur (44 ára) (máske systur Höllu á Þverhamri?). Þ. b. 1703: Einar (15), Þórarinn (6), Margrét (16), Svanborg (11), Guðrún (7), Járngerður (9).

445

aa Einar Jónsson, son þessa Jóns, er eflaust Einar „Ádí“ lögréttumaður í Berufirði og síðar á Þverhamri, faðir Þórarins á Höskuldsstöðum og Þorsteins á Þorvaldsstöðum.

446

c Torfi Einarsson b. á Fremri Kleif 1703, 45 ára‚ átti Sigríði Þorleifsdóttur (38). Þ. b. Einar (13), Elín (14), Gunnhildur (2).

447

aa Gunnhildur Torfadóttir átti Jón (455 aa) b. Torfason á Miðbæ í Norðfirði. Jón var sonur séra Torfa Bergssonar á Skorrastað. Jón er talinn 70 ára 1762, en Gunnhildur 66. (Jón Torfason og Gunnhildur Torfadóttir á Ytri Kleif fá giftingarleyfi 8.5. 1730, eru þremenningar; Arndís Torfadóttir, sr. Torfi‚ Jón annars vegar‚ en hins vegar Einar Torfason, Torfi á Kleif‚ Gunnhildur).

448

C Jón Torfason

449

D Loftur Torfason b. á Kirkjubóli í Stöðvarf. og átti part úr torfunni 4 hundr. og seldi þau Brynjólfi biskupi 18.5. 1675
fyrir 7 hundr. í Gilsárvelli; átti Ingibjörgu 4195 Pálsdóttur frá Eyjólfsstöðum, Björnssonar. Þ. b. Torfi og líklega Vilborg, Jón og Guðfinna. (1672 seldi Loftur Brynjólfi biskupi 10c í Firði í Seyðisfirði, 31.3. 1678 seldi hann Bergi Einarssyni á Hafursá 5c í Gilsárvelli fyrir 5c í Eyrarteigi og þau hndr. strax aftur fyrir lausafé.

450

a Torfi Loftsson var um tíma í skóla‚ býr í Geitavík í Borgarfirði 1703, 44 ára‚ átti Ragnhildi Sturludóttur, 49 ára. Þ. b.: Jón (14), Ingibjörg (13), Páll (12), Jón (5).

451

b Vilborg Loftsdóttir átti Ásmund Halldórsson b. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði 1703 (hann 47 ára‚ hún 49). Þ. b.: Þórður (18), Sesselja (15), Þuríður (12), Sigríður (10), Ingibjörg (3).

452

c Jón Loftsson b. á Löndum í Stöðvarfirði 1703, 42 ára‚ átti Oddbjörgu Ásmundsdóttur (48). Þ. b. Helga (17), Oddur (15),
Ásmundur (10), Loftur (6).

453

d Guðfinna Loftsdóttir átti Jón Pálsson húsm. á Löndum 1703 (hún 37 ára‚ hann 39). Þ. b. Narfi (3).

454

E Arndís Torfadóttir átti Berg 5048 lögréttum. á Hafursá Einarsson prests á Valþjófsstað, Þorvarðssonar. Þ. b. Torfi‚ Bjarni‚ Guðrún 507, Þuríður 508.

455

a Torfi Bergsson f. um 1665, vígðist 1689 aðstoðarprestur til sr. Árna tengdaföður síns á Skorrastað, þjónaði Mjóafirði allmörg ár jafnframt, drukknaði á Norðfirði 1720. (Eftir prestaævum Mjóafj. drukknaði hann seint um kvöld 2.2. 1723 undan „Stuðlahöfn“ með undarlegum atburðum við 11. (eða 13.) mann. Eignað sjódraug eða skrýmsli; kennt Erlendi nokkrum í Norðf.). Hann átti Guðrúnu eldri 4209 Árnadóttur prests á Skorrastað. Þau eru á Skorrastað 1703, hann 38 ára‚ hún 33. Þ. b. þá: Árni (12), Jón (9), Bergur (7), drukknaði með föður sínum‚ Arndís (2), Sigríður (1).

aa Jón Torfason býr í Miðbæ í Norðf. 1762, talinn 70 ára‚ átti Gunnhildi 447 Torfadóttir (66 ára). Börn ekki talin hjá þeim

456

b Bjarni Bergsson b. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal 1703, 37 ára. Þá er Þuríður Vigfúsdóttir (31) bústýra hans. Bjarni er þá hreppstj. Það ár mun hann hafa kvænzt Ragnhildi 7182 Sölvadóttur systur Eiríks prests í Þingmúla, því að 1704 fæðist Helga dóttir þeirra. Síðar fæðast Bergur 1705, Benedikt 1707, Benedikt annar 1708. Helga Sigfúsdóttir móðir Ragnhildar heldur þeim öllum undir skírn‚ nema Benedikt eldra. Síðar fæðast Helga yngri 1710 og Ögmundur 1712. Nú er ókunnugt um þau öll að mestu nema Helgu yngri.

457

aa Benedikt Bjarnason býr á Þorvaldsstöðum í Skriðdal 1734 móti Bjarna Ingimundarsyni, sem víst hefur einnig búið þar áður. Kvæntist Bjarni sá 1714 Þuríði Ólafsdóttur. Þ. s. er Gunnlaugur f. 1720. Þeir feðgar Bjarni og Gunnlaugur eru í Mjóanesi 1748, Bjarni 65 ára‚ Gunnlaugur 28 ára.

458

bb Helga Bjarnadóttir f. 1710 átti Eirík Gíslason b. í Mjóanesi, sbr. 4458 (f. um 1713) og var fyrri k. hans. Þ. b. Björn‚ f. um 1740, Bjarni 503 f. um 1743, Ragnhildur f. um 1746. Ragnhildur önnur f. um 1749. Síðar átti Eiríkur Þorbjörgu 4458 Jónsdóttur „trýtu“, systur Jóns pamfíls. Þ. b. Helga f. um 1755. Hefur því Helga Bjarnadóttir dáið um 1750 eða skömmu síðar.

459

aaa Björn Eiríksson b. á Gvendarnesi og síðar Löndum í Stöðvarfirði átti Guðnýju 9963 Þórarinsdóttur prests á Skorrastað. Þ. b. 1791 Jón (24), Eiríkur (23), Björn (20), Halldóra (18), Stefán (12). Björn hefur áður búið á Gunnlaugsstöðum, Hafrafelli og Snæhvammi, kemur í Gvendarnes 1791.

460

α Jón Björnsson f. um 1767 b. á Gvendarnesi og Löndum. Þar býr hann 1816, talinn 48 ára‚ átti 1796 Þuríði 10073 Jónsdóttur (þá 41), f. á Hvalnesi í Stöðvarfirði, systur Vigfúsar Jónssonar í Kirkjubólsseli. Hún var d. Jóns „kubba“ á Hvalnesi og Kristínar Bjarnadóttur á Gíslastöðum, Sveinssonar. Þ. b. Jón‚ Einar‚ Stefán‚ ókv. bl. Laund. Jóns við Þóreyju 13651 Þorsteinsdóttur á Einarsstöðum í Stöðvarfirði og Arndísar Vagnsdóttur, hét Guðný.

461

αα Jón Jónsson bjó á Hólagerði í Fáskrúðsfirði, átti Guðrúnu Grímsdóttur, Ormssonar, systur Hallgerðar. Þ. einb. Ragnhildur.

462

ααα Ragnhildur Jónsdóttir átti Gunnlaug frá Klausturseli‚ Am.

463

ββ Einar Jónsson b. síðast í Meðalnesi, átti Þórdísi 5562 Erlendsdóttur frá Kirkjubóli Þórðarsonar. Þ. b. Erlendur, Jón‚ Björn.

464

ααα Erlendur Einarsson dó úr höfuðmeini á Klyppstað. Hans son Erlendur.

465

+ Erlendur Erlendsson var vinnumaður á Skeggjastöðum í Fellum og eitt sinn á Kleppjárnsstöðum.

466

βββ Jón Einarsson.

467

ggg Björn Einarsson vm. í Flautagerði 1891. Hans son Jón.

468

+ Jón Björnsson lærði búfræði á Eiðum.

469

gg Guðný Jónsdóttir laung. átti Jón 5282 b. á Fremri Kleif Jónsson, Árnasonar, Ásmundssonar. Þ. b.: Árni‚ Þorsteinn, Þórey‚ Friðfinnur.

470

ααα Árni Jónsson b. á Þorvaldsstöðum í Breiðdal, átti I Mensaldrínu Jónsdóttur frá Papey‚ Árnasonar, bl., II Guðlaugu Eiríksdóttur og Guðnýjar Sigurðardóttur úr Hálsþinghá. Am.

471

βββ Þorstein Jónsson b. í Dísastaðaseli átti I Kristborgu 11904 Þorgrímsdóttur Þórðarsonar í Flögu. Þ. b. Þórður‚ Mensaldrína, Guðný‚ flogaveik, óg., bl.; II Rannveigu 5862 Sigurðardóttur í Fagradal í Breiðdal, Eiríkssonar. Þ. einb. Elísabet, kona Friðriks Wathne kaupm. á Seyðisfirði.

472

+ Þórður Þorsteinsson átti Elísabetu Daníelsdóttur, Sigurðssonar. Am.

473

+ Mensaldrína Þorsteinsdóttir átti Stefán 5408 b. í Jórvík Jóhannesson og Guðbjargar Guðmundsdóttur frá Tóarseli. Þ. b. Aðalbjörg, Stefanía, Guðmundur, Gísli‚ Elísabet, Anna.

474

++ Aðalbjörg Stefánsdóttir átti Magnús 3571 b. á Brekkuborg Gunnarsson b. á Skriðustekk, Jónssonar pósts‚ Gíslasonar úr Þingeyjarsýslu og Emilíu Oddsdóttur frá Heydölum og Emerenziönu.

475

++ Stefanía Stefánsdóttir átti Björn símritara á Seyðisfirði Ólafsson.

476

++ Guðmundur Stefánsson húsgagnasm. í Reykjavík.

477

++ Gísli Stefánsson vm. á Gilsárstekk 1913.

478

++ Elísabet Stefánsdóttir átti Lúðvík Kemp 12332 b. á Hafragili í Laxárdal í Skagafirði Stefánsson b. á Ásunnarstöðum, Árnasonar.

479

+ + Anna Stefánsdóttir átti Sigurjón 3067 b. í Bakkagerði í Reyðarfirði Gíslason í Bakkagerði, Nikulássonar.

480

ggg Þórey Jónsdóttir átti Erlend b. á Dísastöðum og Þorvaldsstöðum í Breiðdal, Erlendsson á Hvalnesi. Þ. b. Jónas‚ Jón‚ Guðný. Erlendur varð úti á Hallormsstaðahálsi 1857 eða 1858.

481

+ Jónas Erlendsson b. í Haugum‚ Þuríðarstöðum og Hafursá átti I Auðbjörgu 5239 Einarsdóttur frá Haugum. Þ. b. í Am.; II Helgu Þorvarðsdóttur, Gunnlaugssonar í Flögu. Þ. b. Auðbjörg, Guðný.

482

++ Auðbjörg Jónasdóttir átti Finnboga þbm. í Fáskrúðsfirði Jónsson, Finnbogason.

483

++ Guðný Jónasdóttir.

484

+ Jón Erlendsson b. á Hvalnesi og Þverhamri átti Þórdísi 5468 Höskuldsdóttur frá Þverhamri. Þ. b.: Höskuldur, Elín‚ Sigríður. Launs. Jóns við Elínu Sveinsdóttur frá Kömbum‚ hét Erlendur.

485

++ Höskuldur Jónsson b. á Streiti átti Rannveigu Pétursdóttur úr Skaftafellssýslu. Þ. einb. Björg.

485

+++ Björg Höskuldsdóttir átti Guðmund b. á Streiti Pétursson, Guðmundssonar í Geitdal.

486

++ Elín Jónsdóttir átti Stefán Ólafsson í Núpshjáleigu, Þ. b. Guðný‚ Sigríður, Þórey‚ Guðrún‚ Jón‚ Höskuldur, Pétur.

487

++ Sigríður Jónsdóttir átti barn með Guðmundi „ralla“ Bjarnasyni.

488

+ Guðný Erlendsdóttir átti Þórð b. í Tóarseli Guðmundsson. Þ. b. Anna‚ Guðmundur.

489

++ Anna Þórðardóttir átti Einar b. í Tóarseli Jósefsson b. í Reykjadal, Jósafatssonar og Signýjar Einarsdóttur úr Reykjadal eða frá Mývatni. Þ. einb. Guðmundur.

490

+++ Guðmundur Einarsson, greindur maður og minnugur. (Kom að Hofi 1913).

491

++ Guðmundur Þórðarson b. í Tóarseli átti Björgu Guðmundsdóttur, Guðmundssonar í Geitdal. Am.

492

đđđ Friðfinnur Jónsson b. á Þorvaldsstöðum í Breiðdal átti Halldóru Pálsdóttur af Mýrum syðra. Am. Þ. b. Jón Friðfinnsson tónskáld, Páll o. fl.

493

β Eiríkur Björnsson frá Löndum b. á Rauðhólum í Vopnafirði 1816, átti 1817 Ólöfu 12189 Sigurðardóttur frá Fremra-Nýpi
og Breiðumýri og Ragnhildar Gísladóttur. Þau fluttu 1817 aftur að Löndum. Þ. b.: Ingveldur, Guðný‚ Björn; öll óg. Launs. Ólafar hét Jósef Grímsson, f. á Fremra-Nýpi. Laund. Eiríks við Guðríði 11844 Bjarnadóttur frá Flögu‚ hét Sigríður.

494

ββ Sigríður Eiríksdóttir átti Hinrik 953 Hinriksson frá Eyvindarstöðum. Þ. b. Sigurbjörg f. 1832, Gunnar f. 1845.

495

ααα Sigurbjörg Hinriksdóttir átti Þorstein 1980 b. í Víðivallagerði Jónsson, Pálssonar.

βββ Gunnar Hinriksson varð afbragðs vefari‚ var allvíða, en bjó lítið. Síðast var hann á Suðurlandi og komst á Elliheimilið Grund í Rvík. (Óðinn 1927). Hann kvæntist Guðrúnu úr Skógum. Þau áttu eitt barn og dó hvort tveggja í Berufirði, er hann var þar.

496

g Björn Björnsson (459) b. í Löndum‚ varð eigi gamall‚ átti 1796 Þórdísi 9060 Ólafsdóttur, Hallasonar, bróðurdóttur sr. Björns Hallasonar. Þ. b.: Jón f. 1794, Þórunn f. 1797.

497

αα Jón Björnsson b. á Þorvaldsstöðum í Breiðdal og síðar á eign sinni Bæjarstöðum í Stöðvarfirði, átti Kristín Sturludóttur f. um 1795 í Hofteigssókn. Þ. einb. Björn (10 ára 1845).

498

ααα Björn Jónsson b. á Bæjarstöðum átti Önnu 13225 Indriðadóttur frá (Seljateigi) Eyri.

499

ββ Þórunn Björnsdóttir átti Björn 11951 b. á Geldingi Björnsson, Einarssonar.

500

đ Halldóra Björnsdóttir fór frá foreldrum sínum 1794 og hefur þá víst gifzt; kom aftur að Löndum 1807 og er þá ekkja; ekkert barn er þá með henni.

501

ε Stefán Björnsson bjó í Löndum‚ fyrst lengi með ráðskonu‚ Guðlaugu Ásmundsdóttur frá Gíslastaðagerði, Bjarnasonar‚ kvæntist svo Sigríði Jónsdóttur (f. 1801). Þ. b. Guðlaug f. 1825, Þórdís.

502

αα Guðlaug Stefánsdóttir.

ββ Þórdís Stefánsdóttir átti Halldór 13701 Jónsson frá Sævarenda.

503

bbb Bjarni Eiríksson (458) f. 1743, gullsmiður, merkur maður‚ b. á Setbergi í Fellum og Birnufelli, átti Steinunni 9622 Bjarnadóttur, systur Jóns í Húsum. Þ. b. Eiríkur.

504

α Eiríkur Bjarnason b. í Meðalnesi átti Sigríði 10172 Magnúsdóttur í Meðalnesi, Einarssonar, Arasonar, bl. Hann gaf Oddi Jónssyni frá Skeggjastöðum Hreiðarsstaði, en Magnúsi Guðmundssyni í Blöndugerði Meðalnes (9276).

505

ccc Ragnhildur Eiríksdóttir eldri átti I Einar 10027 Árnason frá Hafursá, víst bl.; II Sigfús 9702 b. Ólafsson á Hofi í Fellum‚ bl.

506

ddd Ragnhildur Eiríksdóttir yngri átti Einar b. í Hlaupandagerði Sigurðsson á Víðivöllum, Einarssonar. Þ. b. Hjörleifur, ókv., bl. Við skipti eftir hana 1799 er sagt: „Af því Einar eigi engan lífserfingja.... “

507

c Guðrún Bergsdóttir (454) átti Guðmund 8396 prest Högnason á Hofi í Álftafirði, son Högna prests Guðmundssonar
í Einholti.

508

d Þuríður Bergsdóttir (454) átti Þorvarð 2056 b. á Brú Magnússon á Eiríksstöðum, Þorsteinssonar. Þau búa á Brú 1703, hann 42 ára‚ hún 46. Þ. b. Kristín (13), Arndís (11).

509

F Sesselja Torfadóttir (4446)f. um 1629, átti Ólaf 8379 b. í Hvalsnesi í Lóni Ketilsson prests Ólafssonar. (Ólafur seldi Brynjólfi bisk. 1654 Vindfell o. fl. fyrir Hvalsnes). Þ. b. Torfi‚ Einar‚ Ketill. Sesselja lifir hjá Torfa á Hvalsnesi 1703, 74 ára.

510

a Torfi Ólafsson býr á Hvalsnesi 1703, 44 ára‚ ókvæntur (að sjá).

511

b Einar Ólafsson er „forsjónarmaður“ á Geithellum 1703 hjá Guðrúnu Hjörleifsdóttur, 41 árs‚ víst ókv.

512

c Ketill Ólafsson b. á Hvalsnesi 1703, 40 ára‚ átti Lukku 5504 Jónsdóttur í Papey‚ Guðmundssonar (30 ára). Þ. b. Helga (3), Ólafur bl., Ingibjörg 578. Espólín segir að II. k. Ketils hafi heitið Guðrún Vigfúsdóttir.

513

aa Helga Ketilsdóttir átti fyrst launbarn við sr. Jóni 6091 Þórðarsyni frá Sandfelli, er síðar varð prófastur í Hruna‚ hét Jón; giftist svo Þórði Pálssyni á Geithellum og Reyðará. Þ. b. Einar‚ Ketill‚ Páll‚ tvær Guðrúnar. Þórður býr á Geithellum 1762, 55 ára‚ konan 41, synir þeirra 15, 14 og 10 ára‚ en dóttirin 18. —

514

aaa Jón Jónsson. Hans son‚ Jón‚ átti Þórdísi Guðmundsdóttur úr Árnessýslu. Óvíst um afkvæmi.

515

bbb Einar Þórðarson.

516

ccc Ketill Þórðarson.

517

ddd Páll Þórðarson b. í Fossgerði á Berufjarðarströnd (hefur verið á Geithellum 1777 og Tungu í Fáskrúðsfirði 1784) átti Þórunni 5516 Jónsdóttur. Hún er f. á Horni um 1750. (Þau eru bæði talin 53 ára 1801). (Jón Sigfússon telur hana Árnadóttur‚ systur Jóns Árnasonar í Papey og segir‚ að hún hafi verið kölluð „Þórunn Hornafjarðarsól“ (7337). En það er víst‚ að Þórunn kona Páls var Jónsdóttir. Hafa þau Jón í Papey því aðeins verið hálfsystkin). Þ. b. Ragnhildur f. um 1777, Guðrún f. um 1779 (átti barn við Erlendi Þórðarsyni í Flögu‚ er síðar bjó á Reykjahóli í Fáskrúðsfirði. Var hún þá vinnustúlka hjá Þórði. Var það Sigríður, á fóstri í Fossgerði 1801, 1 árs gömul), Jón f. um 1780, Þórður f. um 1783, Katrín f. um 1782, Ingibjörg f. um 1791. Páll dó 1807, 59 ára‚ „úr krabbameini milli lærs og lífs“.

518

α Ragnhildur Pálsdóttir (f. á Geithellum 1777) átti 1807 Gelli 4240 Árnason Gellissonar, bjuggu á Berufjarðarströnd. Þ. b.: Páll, Mikael (Ragnhildi dreymdi Mikael engil‚ þegar hún gekk með hann), Stefán.

519

αα Páll Gellisson bjó í Bjargarrétt í Hálsþinghá 1845, átti Sigríði 11751 Jónsdóttur Sigurðssonar. Þ. b. 1845: Sigurður, 1 árs. Páll drukknaði ungur og er víst ekkert út af honum komið.

520

ββ Mikael Gellisson b. á Hálsi í Hálsþinghá, síðar í þurrabúð í Djúpavogi og Seyðisfirði, átti Sigríði (4743) 11757 Sigurðardóttur úr Hálsþinghá. Þ. b. Ingigerður, Pálína (dó innan við tvítugt), Sigurbjörg óg. bl. Launsynir Mikaels við Kristjönu 2451 Pálsdóttur úr Vopnafirði hétu Jón og Sigfinnur.

521

ααα Ingigerður Mikaelsdóttir átti Ólaf Jónsson, smið góðan‚ á Seyðisfirði, ættaðan sunnan úr Borgarfirði, bl.

522

βββ Jón Mikaelsson b. á Ósi í Hjaltastaðaþinghá.

523

ggg Sigfinnur Mikaelsson b. í Rauðholti átti Jónínu Kristbjörgu Einarsdóttur (og Kristrúnar úr Fljótsdal). Þ. b. Jón‚ Einar‚ Jóhanna Kristjana, Kristrún, Ingunn Sigríður, Ingigerður‚ Hansína, Sigrún‚ Mikael‚ Þorbjörg, Aðalbjörg, Helga‚ Pálína‚ Anna Ágústa.

524

gg Stefán Gellisson drukknaði ókv., en átti áður 1 eða 2 börn.

525

β Þórður Pálsson (f. í Tungu í Fáskrúðsfirði um 1784) átti I 1806 Vilborgu Sveinsdóttur. Þ. b. lifðu eigi. Hún varð bráðkvödd undir viðarbyrði 1809; II Sigríði 5241 Bjarnadóttur í Fagradal, Árnasonar. Þau bjuggu á Núpi á Berufjarðarströnd. Þ. b. Guðný‚ Þorvarður, Bjarni‚ Þórunn‚ Gróa.

526

αα Guðný Þórðardóttir átti Höskuld Jónss. frá Streiti, bl.

527

ββ Þorvarður Þórðarson b. á Núpi átti Kristínu 5276 Sigurðardóttur frá Fagradal, systrungu sína. Þ. b. (sjá 5243).

Dóttir Þorvarðar og Sigríðar Jónsdóttur (sbr. 637) „garðhamars“ Þorsteinssonar úr Skaftafellssýslu af Sigurði „landritara“, hét Gróa.

528

ααα Gróa Þorvarðsdóttir átti Þorstein 639 b. á Borgargerði í Stöðvarfirði Jónsson, Jónssonar á Hvalnesi. Þ. b. 1892 Jón Nikulás (11), Rósa (9), Björgvin (2).

535

gg Bjarni Þórðarson b. á Núpi átti Málfríði Jónsdóttur í Núpshjáleigu. Þ. b. Jón‚ Sigríður, Þórunn‚ Lísibet.

536

ααα Jón Bjarnason b. á Núpi átti Rebekku Þórarinsdóttur Longs.

537

βββ Sigríður Bjarnadóttir átti Hjörleif b. á Núpi Þórarinsson Longs.

540

đđ Þórunn Þórðardóttir, óg., átti barn við Baldvin nyrðra‚ hét Baldvin.

541

εε Gróa Þórðardóttir átti Daníel Sigurðsson b. í Tóarseli og var fyrri kona hans.

542

g Ingibjörg Pálsdóttir f. 1791.

543

eee Guðrún Þórðardóttir átti Einar 5803 b. á Melrakkanesi. Þ. b.: Steinunn, Þórður húsmaður á Starmýri 1816 og Einar vinnum. á Hofi í Álftafirði 1816. Veit ekki‚ hvort hafa átt afkomendur.

544

α Steinunn Einarsdóttir átti Odd Gunnlaugsson, bl.

545

fff Guðrún Þórðard. giftist að Geldingi í Breiðdal (segir Jón Sigf.s.) og átti þar 3 börn‚ missi svo manninn og börnin‚ fór þá aftur suður. Þórður hét þessi maður hennar. Hún lenti svo suður á land og átti þar barn við Guðna syni Daða prests í Reynisþingum (d. 1799) (Sýslum.ævir II, 333) og síðari konu hans‚ Sólveigar Grímsdóttur lögréttumanns á Reyðarvatni (d. 1750), Jónssonar lögréttumanns á Rauðalæk í Holtum Guðmundssonar pr. í Fljótshlíðarþingum (d. 1648) Guðmundssonar lögréttumanns í Bæ í Borgarfirði (d. 1618) Guðmundssonar, Hallssonar sýslumanns í Hjörsey, Ólafssonar.

Foreldrar sr. Daða voru Guðmundur Jónsson aðstoðarprestur í Steinsholti í Eystrihrepp (d. 1707) og kona hans Ingibjörg Daðadóttir prests í Steinsholti (er barnið átti við Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskups) Halldórssonar prófasts í Hruna Daðasonar. Foreldrar Guðm. prests Jónssonar voru Jón Fabíansson umboðsmaður Flögujarða í Skaftártungu og kona hans Hallgerður Sigmundsdóttir prests í Ásum (d. 1676), Guðmundssonar og Emerenziönu Ísleifsdóttur. Faðir Jóns Fabíanssonar var Fa-bían í Hvaleyrarkoti við Hafnarfjörð, Jónsson prófasts á Kálfafelli á Síðu‚ Hakasonar prests á Upsum í Svarfaðardal Jónssonar. (Hannes Þorsteinsson telur).

Barn Guðrúnar og Guðna hét Steinunn f. á Reynivöllum í Kjós um 1776. Jón Sigfússon segir þá sögu um þær‚ að Guðrún hafi lent í Viðey með Steinunni til Skúla fógeta. Skúli ætlaði að taka Steinunni til fósturs. Þegar Guðrún ætlaði af stað þaðan‚ komst Steinunn á snoðir um það‚ að hún ætti að verða eftir‚ og elti hana að sjó‚ gat þá móðir hennar ekki neitað að taka hana með sér. Fylgdi hún síðan móður sinni‚ þangað til hún gerðist vinnukona‚ var síðast vinnukona hjá sr. Gunnlaugi á Hallormsstað. Þaðan fór hún að Þverhamri og þar giftist hún Ara syni Höskuldar b. á Þverhamri. Svo liggja undarlega leiðir manna stundum.

546

α Steinunn Guðnadóttir átti I Ara 6108 b. á Gvendarnesi Höskuldsson b. á Þverhamri. Þ. b. Þórdís og Guðný; II Árna (f. á Kömbum um 1779) b. á Gvendarnesi Jónsson og Guðrúnar Árnadóttur b. á Kömbum (um 1779). Helga og Jón.

547

αα Þórdís Aradóttir átti Guðmund b. á Skriðu í Breiðdal Jónsson (f. í Dvergasteinssókn um 1785). Þ. s. Jón.

548

ααα Jón Guðmundsson (f. um 1829) b. á Kömbum átti Guðnýju Brynjólfsd. frá Hnefilsdal, líkl. systur Jórunnar konu Guðmundar þar. Hann drukknaði bl. með 3 öðrum í hvalferð að Gvendarnesi. Þórdís móðir hans og annar maðurinn voru dauð í bátnum‚ þegar hann fannst (um 1851).

549

ββ Guðný Aradóttir átti Stíg 182 Þorvaldsson á Dísastöðum. Guðni Jónsson hét launson Guðnýjar, b. í Höskuldsstaðaseli átti Vilborgu 1154 Jónsdóttur. Hann var síðar á Eskif. og dó þar.

550

gg Helga Árnadóttir f. 1816 átti Pál 11997 b. á Kolmúla og Karlskála Jónsson, Sigmundssonar og Sigríðar, s. k. Jóns‚ Gunnlaugsdóttur frá Þorgrímsstöðum. Þ. b. 1857: Sigríður (18), Steinunn (17), Guðný (14), Pálína (12), Jón (10), Helgi (7), Kristín (4), Jóhanna (1). Oddný var enn í fóstri á Kolmúla 1845 (2 ára og því 14 ára 1857, jafngömul Guðnýju). Enn hef ég heyrt nefnd börn Páls og Helgu: Halldór og Dagbjörtu.

551

ααα Sigríður Pálsdóttir átti Eirík 6940 b. Björnsson á Karlskála, merkisbónda.

552

βββ Steinunn Pálsdóttir átti 1864 Hans Jakob Beck 7934, b. á Sómastöðum.

553

ggg Guðný Pálsdóttir átti Einar 6927 b. á Kappeyri Björnsson, bróður Eiríks á Karlskála.

554

đđđ Pálína Pálsdóttir átti Sigurð 7035 snikkara á Fornastekk Gíslason. Þau áttu tvær dætur. Eftir dauða Pálínu fór Sigurður til Am. með dæturnar. Önnur kom aftur og giftist á Berufjarðarströnd.4)

555

εεε Jón Pálsson b. á Dísastöðum og Ásunnarstöðum átti Oddnýju 5669 Þórarinsdóttur Gunnlaugssonar. Þ. b. Þorsteinn, Páll‚ Jón‚ Þórarinn, ókv. bl., Guðlaug, Oddný‚ Guðrún. Laundóttir Jóns hét Þórunn.

556

+ Þorsteinn Jónsson b. í Flögu í Breiðdal átti Ingibjörgu Friðbjörnsdóttur úr Reykjadal. Þ. b. Friðbjörn, Sigurpáll, Jón.

557

+ Páll Jónsson bjó lítið‚ átti Sigríði Hinriksdóttur úr V. Skaftafellssýslu. Þ. einb. Sigríður.

558

++_ Sigríður Pálsdóttir (d. 1923) átti Ófeig (12967) b. á Randversstöðum Snjólfsson af Mýrum. Þ. b. Sigurpáll, Oddur‚ Sigurður, Jóna Guðrún‚ Fanney.

559

+ Jón Jónsson f. 4.2. 1852 b. á Þorgrímsstöðum (sagður bezti bóndi í Breiðdal 1913) átti 1882 Guðrúnu f. 14.4. 1850 Kristjánsdóttur b. á Brekku í Hálsþinghá. Þ. einb. Stígur. Launson Jóns við Guðrúnu Erlendsd., hét Erlingur. Guðrún dó 17.5.1924, en Jón 24.1. 1925.

560

+ Guð1aug Jónsdóttir átti Jón b. á Ásunnarstöðum Finnbogason, vegagjörðarmann og yfirsetumann. Þ. b. dóu ung.

561

+ Oddný Jónsdóttir átti Jón‚ góðan bónda‚ í Snæhvammi Þórðarson, í Snæhvammi, Stefánssonar.

562

+ Guðrún Jónsdóttir átti Svein Stefánsson á Bæjarstæði í Stöðvarfirði, bl.

563

+ Þórunn Jónsdóttir átti Eyjólf b. í Snæhvammi Eyjólfsson b. á Ormsstöðum í Breiðdal. [Þ.b: Guðrún, Jónína]

564

ſ ſ ſ Helgi Pálsson drukknaði ókv., bl.

565

333 Kristín Pálsdóttir fór suður í Suðursveit.

566

įįį Jóhanna Pálsdóttir óg., bl.

567

Zzz Oddný Pálsdóttir.

568

<ft<\ Dagbjört Pálsdóttir.

569

đđ Jón Árnason b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði átti Þórdísi 6614 Einarsdóttur b. í Hvammi Guðmundssonar á Dísastöðum. Þ. b. 1845: Einar (7) ókv. bl.; Kristín (5) óg. bl.; Rósa (4), Guðný (2). Jón mun hafa átt II Þóreyju Pétursdóttur frá Karlsstöðum við Berufjörð 11379.

570

ααα Rósa Jónsdóttir átti I Magnús b. á Heyklifi Árnason. Þ. b. Kristín, Guðný; II Erlend 5578 b. í Hvammi og á Eyri í Fáskrúðsfirði Finnbogason, Erlendssonar. Þ. b.Magnús, Friðjón Finnbogi, Sigurbjörg og Helga.

571

+ Kristín Magnúsdóttir átti Eirík á Búðareyri í Fáskrúðsfirði Arason frá Geithellum.

572

+ Guðný Magnúsdóttir átti Indriða á Búðum Finnbogason á Brimnesi.

573

+ Magnús Erlendsson b. á Eyri í Reyðarfirði átti Björgu 5197 Þorleifsdóttur b. á Eyri‚ Jónssonar.

574

+ Friðjón Erlendsson.

575

+ Finnbogi Erlendsson átti Maríu 5197 Þorleifsdóttur frá Eyri.

576

+ Sigurbjörg Erlendsdóttir átti Björgvin 5002 b. á Hlíðarenda í Breiðdal Jónasson, Bóassonar á Stuðlum.

+ Helga Erlendsdóttir, átti Þorstein Sigurðsson ættaðan úr Eyjafirði. Þ. b.: Erlendur alþingismaður og Sigurður bifreiðarstjóri á Akureyri.

577

βββ Guðný Jónsdóttir átti Jóhannes 2983 veitingasala á Eskifirði Jakobsson. Jóhannes lifði stutt. Þ. b. Sigurður, Júlía (eða Júlíana). Guðný og börnin fóru til Am.

578

bb Ingibjörg Ketilsdóttir (512) átti Einar Árnason. Þ. b. Arndís (Sýslum.ævir IV, 447).

aaa Arndís Einarsdóttir átti Þorbjörn Jónsson á Teigarhorni. Þ. b.: Pétur‚ Bessi(?).

α Pétur Þorbjörnsson b. á Streiti og Krossi á Berufjarðarströnd‚ var fyrri maður Sæbjargar 11379 Árnadóttur, er síðar átti Þorlák Bessason.

β Bessi Þorbjörnsson, segir Jón Sigfússon, að verið hafi faðir Katrínar k. Bessa Jónssonar á Geldingi (5110).

579

G Málfríður Torfadóttir frá Hafursá (4446) átti Jón 4111 b. á Eyjólfsstöðum Pálsson, Björnssonar sýslumanns Gunnarssonar. Þ. b. Guðrún‚ Arnfríður.

580

a Guðrún Jónsdóttir átti Jón (sbr. 7092) Jónsson b. á Berunesi, er kallaður var „skáldi“, þótti hann vera kraftaskáld og jafnvel fjölkunnugur. Hann orti meðal annars Trójurímur fyrir Jón sýslumann Þorláksson handa Elínu systur hans 1682.

Þar segir hann í mansöng fyrir 21. rímu: „Mér vill förlast menntin sú‚ er minnið tekur að dofna‚ fjörutíu ár og þar til þrjú‚ þreytt hef ég við heiminn nú“. Hefur Jón þá verið 43 ára 1682 og er þá fæddur um 1639. Hann er dáinn fyrir 1703. Hann var nafnkunnur maður á sinni tíð. Víst hefur hann einnig búið á Vattarnesi, því að í sögnum manna er Jón „skáldi“ ýmist kennd-ur við Berunes eða Vattarnes.

Árið 1703 býr á Berunesi í Fáskrúðsfirði Jón Jónsson 40 ára. K. hans Ingunn Einarsdóttir (47). Þ. b. Einar (13), Þórdís (7), Jón (20 vikna). Launson Jóns‚ Eiríkur (4 vikna). Móðir Jóns er þar: Guðrún Valtýsdóttir (60). Jón þessi gæti verið son Jóns skálda‚ en þó ekki Guðrúnar Jónsdóttur.

Börn Jóns skálda og Guðrúnar voru Hemingur, Ingunn‚ Ingibjörg.

581

aa Hemingur Jónsson bjó á Þernunesi 1703, 25 ára‚ með systrum sínum Ingunni (28) og Ingibjörgu (16), er annað ókunnugt um þær. Hann bjó einnig‚ að sögn‚ á Hafranesi og Vattarnesi‚ hefur líkl. ekki orðið gamall‚ því að ekki er hann talinn í bændatali Jens Wíums 1734. Kona Hemings hét Ólöf Jónsdóttir, eftir sögn Jóns Sigfússonar, segir hann að Jón faðir hennar hafi verið skólagenginn, en embættislaus.

Engin Ólöf Jónsdóttir er í manntalinu 1703 í Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði eða Breiðdal nema á Eyri í Fáskrúðsfirði. Þar er Ólöf Jónsdóttir, 14 ára stúlka‚ dóttir hjóna‚ sem þar búa þá‚ Jóns Eyjólfssonar (48) og Oddnýjar Þorvarðsdóttur (50). Systkin hennar eru þá þar Sæbjörg (11), Ingibjörg (10) og Eyjólfur (8). Gæti þessi Ólöf hafa orðið kona Hemings.

Börn Hemings og Ólafar voru Jón‚ Ingibjörg, Sigríður (f. um 1744), Steinunn (er á Brimnesi 1762, 43 ára‚ víst óg., bl‚).

582

aaa Jón Hemingsson er dáinn fyrir 1762; bjó á Kolmúla, átti Guðlaugu 10934 Brynjólfsdóttur Gíslasonar á Höskuldsstöðum. Þ. b. Davíð og Gunnhildur. Guðlaug er í Barðsnesgerði 1762, 40 ára‚ hjá föður sínum. Þar er þá og Gunnhildur Jónsdóttir, 19 ára (og Guðrún Jónsdóttir, 17 ára).

583

α Davíð Jónsson b. í Hellisfirði, merkur bóndi‚ átti I Guðrúnu 9953 Þórarinsdóttur prests á Skorrastað. Þ. b. Árni‚ Ingunn; II Sesselju 408 Þorsteinsdóttur prests á Skorrastað, Benediktss.

584

αα Árni Davíðsson og Guðrúnar lærði og varð stúdent; var fyrst ritari hjá Ólafi stiftamtmanni Stefánssyni, en bjó síðan í Belgsholti syðra og dó 1816. Hann átti Þóru Jónsdóttur prests á Mosfelli Hannessonar. Þ. b. Jóhann‚ Arnór‚ Hannes.

585

ααα Jóhann Árnason f. 1807 var sýslum. í Þingeyjarsýslu, dó 1840; átti Ólínu Maríu Jóhönnu, dóttur I. J. Bonnesens sýslum. Þ. b. lifðu eigi. Hún átti síðar Vigfús son Bjarna amtmanns Thorarensen og síðast Sigurð Vigfússon fornfræðing. Hún átti eigi börn svo lifðu.

586

βββ Arnór Árnason f. 1808 var fyrst sýslum. í Þingeyjarsýslu‚ síðan 1847 í Húnavatnssýslu, kammerráð 1854, dó 1859,
ókv., bl.

587

ggg Hannes Árnason f. 11.10. 1809 var kennari við latínuskólann í Rvík. og í heimspeki við prestaskólann, átti danska konu; hún hét Lovise Georgine Caroline Andrea (f. Anthon), bl. Hann dó 1.7. 1879.

588

ββ Ingunn Davíðsdóttir f. 1773 átti 1800 Odd 7017 b. á Skeggjastöðum í Fellum Jónsson, Oddssonar.

589

β Gunnhildur Jónsdóttir f. um 1743 átti Bjarna 12489 b. í Sandvík Guðmundsson ríka á Hólum í Norðf., Jónssonar. Hún er talin í manntali sr. Benedikts 1796 „grimmlynd, skapstór, en starfsöm“.

590

bbb Ingibjörg Hemingsdóttir. Jón Sigfússon segir Halla í Bessastaðagerði kominn af henni‚ hefur hún líklega verið amma Ingibjargar móður Halla. Ingibjörg Hemingsdóttir er vinnukona á Sævarenda í Fáskrúðsfirði 1762, 54 ára‚ hjá Eiríki Sigurðssyni, líkl. ráðskona. Mun vera þessi Ingibjörg. Mætti telja svo: Hennar son Jón.

591

α Jón. Hans dóttir Ingibjörg.

592

αα Ingibjörg Jónsdóttir átti Jón b. í Árnagerði í Fáskrúðsfirði Björnsson prests Hallasonar. Þ. b. 1801: Þóra (6), Halli (2) (í Bessastaðagerði).

593

ccc Sigríður Hemingsdóttir átti Magnús Jónsson b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Hann bjó þar í 48 ár góðu búi‚ býr þar 1762, 56 ára‚ þá f. um 1706. Sigurður Malmqvist hafði það eftir Þorsteini á Höfðahúsum, að faðir Magnúsar hefði verið Jón á Berunesi „galdramaður“. Gæti það verið sá Jón‚ er býr á Berunesi 1703 (sjá 580) og hann verið sonur Jóns skálda. En varla gæti Magnús verið sonur Ingunnar konu Jóns‚ sem talin er 47 ára 1703.

Sigríður er talin 48 ára 1762, þá f. um 1714. Hún lifir á Eyri 1794, 80 ára. Börn þeirra Magnúsar eru 1762: Jón (22), Jón annar (20), Guðrún (15), Steinunn (13), Björn (12), Hemingur (10), Anna (8). Þaðan er komin.

 

Skammstafanir

1. Mannanöfn
(í samb. við þau).

m. = maður (eiginm.) 

k. = kona (eigink.)

Stytting á nöfn, þar sem það á við í samsetningu.

Ættir Austfirðinga

eftir Einar Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði.

Einar Bjarnason, endurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sáu um útgáfuna.

Aðalútgefandi:
Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953.

Merkingar

Ættliðina merkti höfundur í handritinu á svipaðan hátt sem tíðkast hafði á 18. og 19. öld.

Börn þeirra‚ sem talið er frá‚ bera að merki upphafsstaf úr latneska stafrófinu, koparstunguhandar, en börn þeirra einnig upphafsstaf úr sama stafrófi, eftirlíkingu af prentletri. Stafir þessir eru hér í prentuðu útgáfunni skáletursstafir hinir fyrrtöldu, en réttletursstafir hinir síðartöldu.

Fyrst nefnda barnið fœr bókstafinn A, annað B o. s. frv., og er röðin af handahófi, ekki eftir aldri barnanna nema e. t. v. þar sem kunnur er aldur þeirra allra.

Síðan koma að merki litlir stafir úr sama stafrófi, t. d. a, aa og aaa‚ allt að þremur stöfum‚ en þá taka við stafir úr gríska stafrófinu á sama hátt.

Síðan taka við merkin +, ++ og +++, en loks merkið °.

Prentsmiðjan hafði ekki allt gríska stafrófið og voru í þess stað notuð þessi merki‚ í röðinni sem hér segir: α‚ β, g, đ, ε, ſ, 3, į, «, cl, fi‚ k‚, í, ij‚ ^, t, ħ.

© Copyright 2024.